Bók um bý

Page 15

Drottningin verpir eggjunum í hólfin í búinu. Þernur fæða lirfurnar.

Þernurnar innsigla hólfin að ofan.

Lirfurnar breytast í flugur.

Þernur fæða verðandi drottningu í sérstökum drottningarhólfum í búinu.

Drottningin verpir ekki á haustin og veturna, samt tekst henni að framleiða fleiri en fimmhundruð þúsund egg á ævi sinni. Flest þessara eggja frjóvgast með sæðinu sem hún safnar í mökunarfluginu. Eggin klekjast út og til verða þernur, og í einstaka tilfelli; ný drottning. Þau egg sem ekki frjóvgast breytast í drunta. Algengast er að drottningin verði tveggja til fjögurra ára gömul en hún getur orðið allt að sjö ára. Þegar hún hættir loks störfum í búinu, yfirgefur hún það með býflugnasveimi sínum (sjá mynd VI). Stundum er hún einfaldlega

Nýjar flugur éta sig í gegnum hólfin.

Ný drottning yfirgefur drottningarhólfið.

orðin of gömul til að geta sinnt hlutverki sínu. Þá verður býflugnaþyrpingin að ala upp nýja drottningu. Nokkrar vel valdar lirfur sem myndu annars klekjast út og verða þernur fá í rauninni tækifæri lífsins. Þær fá sérstaka fæðu; drottningarhunang, sem hjálpar þeim að þroskast sem mögulega verðandi drottningar. Fyrsta flugan sem tekst að éta sig í gegnum hólfið sitt verður ný drottning. Stuttu síðar fer hún í mökunarflug sitt og byrjar síðan að verpa eggjum í búinu. 11


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.