Bók um bý

Page 11

12–15 mm

15–20 mm

20–25 mm

þerna

druntur

drottning neðanverður afturbolur framvængur

afturvængur

broddur magi býflugu

upp vaxkökuna í búinu. Býflugur eru með sex fætur eins og önnur skordýr. Þær nota fæturna til að ferðast um og gera húsverkin í býflugnabúinu. Býflugurnar eru með bursta á löppunum sem þær nota til þess að sópa frjókornum sem hafa fest við hárin á líkama þeirra. Þessi frjókorn enda svo í sérstakri frjókörfu á afturlöppunum og þannig geta býflugurnar auðveldlega borið þau heim í bú. Þó flugurnar líti út fyrir að vera með eitt sett af vængjum þá eru þau

í raun tvö. Þegar býfluga flýgur á milli blóma getur hún blakað vængjunum tvö hundruð og þrjátíu sinnum á sekúndu og flogið á þrjátíu og tveggja kílómetra hraða á klukkustund. Í afturbol dýrsins er poki sem geymir býflugnaeitrið og svo broddinn sjálfan. Gulu og svörtu rendurnar á býflugunni eru til þess gerðar að vara önnur dýr við því að koma nálægt henni. Þar gæti eins staðið: Varúð – ég sting! 7


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.