Ritstjórn og auglýsingar: Símar 698-2844 og 699-1322. Útlit og hönnun: Skrautás ehf.
Auglýsingar: 698-2844 - 699-1322 - gv@skrautas.is
Prentun: Landsprent ehf.
Ljósmyndari: Katrín J. Björgvinsdóttir.
Dreifing: Póstdreifing.
Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll íbúðarhús í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi.
,,Eurovision” á Íslandi?
Þegar þessar línur eru skrifaðar eru nokkrar klukkustundir í að stjórn RÚV taki ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision 2026. Allar líkur eru á því að Ísland verði ekki með í keppninni í ár vegna þess að Ísrael verður með í keppninni.
Mikill meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að sniðganga keppnina og vitaskuld er það eina rétta niðurstaðan. Þegar hafa fimm þjóðir ákveðið að mæta ekki í keppnina næsta vor. Menningarmálaráðherrann hefur lýst þeirri persónulegu skoðun sinni að taka ekki þátt í keppninni. Tónlistarfólk, með Pál Óskar í fararbroddi, hefur lýst því yfir að Ísland eigi alls ekki að mæta til leiks.
Í stað þess að mæta í Eurovision eigum við að setja enn meiri áherslu á söngvakeppnina hér heima og gera hana veglegri en verið hefur. Þar kæmi til greina að bjóða þeim þjóðum að vera með sem þegar hafa neitað að taka þátt í keppninni á næsta ári. Það yrði án efa skemmtileg keppni og myndi vekja heimsathygli.
Sá galli er þó á gjöf Njarðar að ríkisútvarpið er með flest niðrum sig hvað fjárhaginn varðar. Þrátt fyrir að fá um 7000 milljónir frá ríkinu árlega í formi nefskatts, skilar ríkisútvarpið taprekstri ár eftir ár. Menninarmálráðherrann, Logi Einarsson, hefur boðað kynningu á ,,fjölmiðlapakka” frá ríkisstjórninni á næstu dögum. Þar eru boðaðar breytingar varðandi ríkisútvarpið sem hefur farið hamförum á auglýsingamarkaði undanfarin ár. Einnig eru boðaðar aðgerðir til að styrkja einkarekna fjölmiðla.
Lengi vel voru gefin út sjö hverfablöð í Reykjavík. Fjögur þeirra hættu að koma út í maí á þessu ári. Eftir standa Grafarvogsblaðið, Grafarholtsblaðið og Árbæjarblaðið. Eitthvað hefur verið um styrki frá ríki og borg og þakka ber það sem gert er í dag. Fróðlegt verður að sjá á næstu dögum hver raunverulegur vilji ráðamanna er varðandi það að efla einkarekna fjölmiðla á Íslandi. Jólahátíðin er framundan og aðventan hálfnuð. Árið sem senn er liðið hefur verið gott að mörgu leyti. Við sem gefum út áðurnefnd hverfablöð þökkum samstarfið á árinu um leið og við óskum lesendum gleðilegra jóla. Stefán Kristjánsson gv@skrautas.is
Ósjálfbær fjármálastefna
kallar á raunhæfar
lausnir
- eftir Björn Gíslason borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks
Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar hefur á undanförnum árum þróast í þá átt að reksturinn er orðinn þungur og skuldabyrðin meiri. Þetta hefur bein áhrif á getu borgarinnar til að sinna grunnþjónustu og ráðast í fjárfestingar. Með nýrri fjárhagsáætlun er ljóst að skuldasöfnun heldur áfram að vaxa.
Í umræðum um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt fram fjölda tillagna sem miða að því að koma rekstrinum í betra horf, meðal annars með hagræðingu, endurskipulagningu stjórnsýslu og aukinni áherslu á tekjuöflun.
Eitt stærsta vandamálið í fjármálum borgarinnar er umfangsmikil stjórnsýsla sem hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Fjöldi stöðugilda hefur aukist og kostnaður við miðlæga stjórnsýslu vegur þungt í rekstrinum.
Salan á Höfða – skynsamlegt skref í átt að lægri skuldum Mikilvægt atriði í þessum tillögum snýr að því að borgin losi sig við rekstur sem er bæði áhættusamur og utan þjónustuhlutverks hennar. Þar ber hæst tillagan um að hefja undirbúning að sölu Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Rekstur Höfða er dæmi um starf-
semi sem borgin hefur enga brýna ástæðu til að halda á sínum vegum. Fyrirtækið starfar á markaði þar sem þegar eru starfandi þrír aðrir malbikunarframleiðendur á höfuðborgarsvæðinu. Borgin er því í beinni samkeppni við einkaaðila, sem skapar óþarfa hagsmunaárekstra og getur jafnvel torveldað frjálsa samkeppni.
Með sölu Höfða væri hægt að losa bundið fjármagn og nýta andvirðið í eitt brýnasta verkefni borgarinnar að greiða niður skuldir borgarinnar sem myndi draga úr vaxtakostnaði og styrkja fjárhagsstöðu borgarinnar til framtíðar. Það er einfaldlega ekki hlutverk borgarinnar að reka fyrirtæki í samkeppnisrekstri.
Tækifæri til að staldra við – og snúa við blaðinu
Þrátt fyrir að flestar tillögur okkar sjálfstæðismanna hafi ekki hlotið náð fyrir augum meirihlutans er ljóst að sú leið sem nú er farin er ekki sjálfbær til lengri tíma litið. Skuldasöfnun, vaxtakostnaður og aukin yfirbygging borgarinnar er orðið vandamál sem ekki er hægt að horfa fram hjá lengur.
Með raunhæfum aðgerðum — þar á meðal sölu óþarfa rekstrareininga á borð við Höfða — væri hægt að styrkja fjárhag borgarinnar hratt og örugglega. Á komandi misserum mun reyna á pólitískan vilja til að ráðast í slíkar breytingar. Það er ljóst að grundvallarendurskoðun bíður næstu borgarstjórnar ef tryggja á fjárhagslegan stöðugleika og öfluga grunnþjónustu til framtíðar.
Björn Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
AÐ KEILAN Á UPPRUNA SINN 3200 FYRIR KRIST.
ÞÚ GETUR BÓKAÐ BRAUT Á KEILUHOLLIN.IS OG Í SÍMA 5 11 53 00
Björn Gíslason er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Vetrarlegt og matarmikið salat
- frábær réttur sem vert er að prófa
Þetta salat þurfa allir að prófa, fallegt og dásamlegt vetrarsalat með eplum, trönuberjum, sætum kartöflum og auðvitað nóg af grænu og fersku salati og sprettum.
Um 4 bollar blandað salat.
2 epli skorin í þunnar sneiðar.
1 sæt kartafla skorin í litla bita og bökuð í ofni á 200 gráðum í 20 mínútur, kryddið með chili flögum, salti og skvettu af ólífuolíu og bakið þar til bitarnir eru vel gylltir, lofið aðeins að kólna.
1/4 bolli saxaðar valhnetur eða pekanhnetur.
1/4 bolli þurrkuð trönuber.
1/4 bolli graskersfræ.
1 box sprettur.
Epla og sinneps dressing ( sjá uppskrift neðar).
Setjið salat blöndu fyrst, raðið svo
fallega eplaskífunum yfir salatið, stráið sætukartöflubitunum, hnetunum, trönuberjum og graskerfræjum yfir, toppið með dressingu og í lokin toppið salatið með sprettum til að fullkomna þetta salat.
Epla og sinneps dressing: 1 msk. eplaedik. 3 msk. ólífuolía.
1/2 msk. Dijon-sinnep. 1 msk. hunang eða sæta að eigin vali. Salt og pipar eftir smekk.
Bókaútgáfan Hólar gefur út bókina ,,Með frelsi í faxins hvin.”
- Riðið í strauminn með Hermanni Árnasyni eftir Hjalta Jón Sveinsson. Við birtum hér kafla úr þessari stórskemmtilegu bók.
Aðdragandi Stjörnureiðar 2011 Í nokkur ár hafði Hermann látið sig dreyma um að einn góðan veðurdag myndi hann leggja upp í ferðalag sem hann kallaði Stjörnureiðina. Hún yrði fólgin í því að riðið yrði frá syðsta odda landsins, Vík í Mýrdal, til einhvers af þeim nyrstu og varð Hraun á Skaga fyrir valinu. Þaðan yrði svo riðið til norðvesturs út í Skálavík við Ísafjarðardjúp og þaðan til suðausturs út í Ingólfshöfða í Öræfasveit. Þaðan lægi leiðin til suðvesturs að Reykjanesvita. Næst yrði riðið til norðausturs út á Font á Langanesi og þaðan að Dalatanga í austri og loks til vesturs að Öndverðarnesvita á Snæfellsnesi. Þegar leiðirnar væru teiknaðar upp á Íslandskortið mynduðu þær stjörnu og gengið yrði út frá því að Hveravellir væru miðja landsins.
Afmælisferð endaði á Jaðri á Völlum Það má segja að undirbúningur Stjörnureiðarinnar hafi hafist sumarið 2010. Þá gáfum við Ásmundi Þór Þórissyni, vini okkar, sumarferð í sextugsafmælisgjöf. Hún var reyndar ekki farin fyrr en árið eftir. Ásmundur er frá Jaðri á Völlum. Hann er mikill áhugamaður um hrossarækt og er duglegur að ríða út og þjálfa, hann er enn að temja þótt hann sé kominn á áttræðisaldur.
Þetta var að undirlagi mínu. Ég hafði spurt Ásmund að því hvort hann hefði ekki áhuga á að ríða austur á Fljótsdalshérað, en þar er hann upprunninn, og tók ungur við búi á Jaðri þar sem hann bjó í nokkur ár. Hann kvað já við því og sagðist alltaf hafa ætlað að leggja í slíka ferð. Ég hafði fengið þá hugmynd að safna saman nokkrum félögum okkar sem vildu færa honum veglega afmælisgjöf í tilefni af þessum tímamótum. Við söfnuðum því fyrir ferð fyrir hann og fjölskylduna. Það voru um þrjátíu aðilar sem komu að því. Nægur peningur safnaðist til þess að unnt væri að bjóða fjölskyldunni að fara sér að kostnaðarlausu í ferðalagið. Þau þurftu ekki annað en að koma með hesta sína.
Gæsavatnaleið til undirbúnings Ég var farinn að hugsa um hina svokölluðu Stjörnureið þegar hér var komið sögu og má segja að þessi ferð hafi verið liður í undirbúningnum að því ævintýri. Það reyndist dýrmæt reynsla að hafa riðið svo krefjandi og fáfarna leið þegar lagt var í hinn eiginlega leiðangur nokkrum árum síðar. Ég hafði ekið Gæsavatnaleið sumarið 2010 til þess að setja mig inn í aðstæður. Ég hafði ekki fengið upplýsingar um nema tvo eða þrjá hestamenn sem riðið höfðu þessa leið. Þeirra á meðal var Birgir Sigfússon, sem er austan af Héraði, og svo Haraldur Þórarinsson í Laugardælum, frændi minn og vinur. Þá voru þau aðeins þrjú ríðandi og með talsvert færri hross en við. Við vorum sjö til átta á baki og með 47 hesta og tvo trússbíla.
Ekki má!
Það segir ekki af ferðum okkar fyrr en við riðum yfir upphafskvíslar Skjálfandafljóts, norðaustan við Tungnafellsjökul, innan við Vonarskarð, og vorum þar með komin inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Þess vegna þurftum við að fá sérstakt leyfi til þess að fara þar um ríðandi með hóp af lausum hestum að auki. Það kostaði heilmikla vinnu og fundi. Ég þurfti meðal annars að aka héðan frá Hvolsvelli 500 kílómetra leið inn í Gæsavötn. Þar slóst í för með mér landvörður úr Nýjadal og annar starfsmaður þjóðgarðsins kom norðan frá Mývatni til þess að leggja á ráðin um hvar okkur yrði óhætt að setja upp hólf fyrir hrossin. Gerð var síðan krafa um að við færum í Drekagil og settum upp hólf þar. Einnig þurfti að ákveða hvar við mættum setja upp gerði til aðhalds hrossunum á leiðinni og gerðar voru kröfur um að við hirtum upp allan skít og hey úr gerðunum. Skíturinn mátti ekki verða eftir vegna hættu á að upp af honum greru plöntur sem ættu ekki heima þarna. Í Gæsavötnum gekk þetta mjög vel en þar gátum við verið inni í hraunjaðri þar sem var lækur og prýðileg aðstaða til þess að tjalda. Þar gistum við í blíðskaparveðri og nóttin var einstaklega falleg. Hestarnir voru girtir af með rafstreng. Við höfðum með okkur hey, Heklugras svokallað. Við gáfum það þarna og svo aftur í Drekagili. Við reyndum að ganga frá eftir okkur sem best við gátum, rökuðum upp skítinn og komum honum fyrir í holum sem við grófum. Við komum þarna aftur í Stjörnureiðinni árið 2018 og þá var komið metra þykkt aurlag yfir þann stað þar sem við höfðum komið Í hraunjaðrinum við Gæsavötn.
Lækurinn virtist hafa hlaupið fram og fyllt upp í kvosina góðu. Ekki sást stingandi strá tengt ferðinni sjö árum áður. Við vitum að öll umferð eins og jeppa og annarra farartækja, jafnvel göngufólks, ber með sér fræ á milli staða. Þarna vex reyndar nánast ekki neitt vegna veðurhörku. Hið sama var uppi á teningnum þegar við komum í Öskju. Þar þurftum við leyfi. Starfsmenn þjóðgarðsins vildu endilega að við kæmum okkur fyrir uppi á mel sem þarna er, þar sem við hefðum aðgang að læk sem þar rennur, í stað þess að fá að vera niðri við Jökulsána, sem rennur úr Drekagili og hefði séð um að hreinsa eftir okkur í næsta áhlaupi. Það mátti alls ekki. Þetta var því ekki auðsótt. En það væri bagalegt ef þessi elsti ferðamáti á Íslandi yrði útilokaður á hálendinu. Ég hefði viljað fá að ríða með Vaðöldu, sem er austan við Drekagil og liggur í jaðrinum á Jökulsá á Fjöllum. Þá þarf maður ekki að ríða inn í Drekagil og fer frá Dyngjuvatni og með fram þessari öldu. Þetta er svona harður vikur sem varla markar í. En þetta máttum við alls ekki gera. Við urðum að fara veginn, sem var 15 kílómetrum lengri leið, sem er mikið þegar við erum á svona stórum og löngum degi eins og þessum.
Þegar ég var þarna á könnunarferð árið áður sá ég að við gætum komist hjá því að ríða svonefndan Urðarháls, sem er hátt í 10 kílómetra langur og mjög leiðinlegur yfirferðar, grófur og seinfarinn. Við gætum þess í stað riðið inn að jöklinum, sem hefur hopað mikið á undanförnum
árum, og farið strax út á hinar svokölluðu
Flæður og riðið þannig með jöklinum. Þetta gerðum við og fyrir bragðið var þetta hinn skemmtilegasti áfangi. Það kom svo fram í skýrslu frá Vatnajökulsþjóðgarði að við hefðum ekki farið að fyrirmælum og riðið Urðarhálsinn eins og um hefði verið talað heldur farið út á Flæðurnar. En staðreyndin er sú að við skildum ekki eftir okkur nein spor, þau höfðu öll afmáðst strax daginn eftir. Fljótlega fór að reyfa vind og eins og hendi væri veifað varð ekkert skyggni þar sem jökulleirinn á Flæðunum fýkur strax upp. Það var gott að vita af því að geta fylgt vatnsfarinu og vera þess fullviss að við kæmum brátt á þverslóða að Dyngjuvatni.
Þetta var gríðarlega skemmtilegur undirbúningur og eftirminnileg ferð.
Við fengum fínt veður og upplifunin var mikil fyrir alla að koma á þessar slóðir í fyrsta skipti og ríðandi í ofanálag.
Hestarnir ferjaðir til baka
Þegar komið var á leiðarenda, um Hallormsstað og að Völlum, var það svo sem vitað að söfnunarféð væri uppurið. Ég tók því að mér að ferja hestana til baka ásamt Brigitte Imfeld, svissneskri vinkonu okkar Siggu sem hafði verið með okkur í mörgum ferðum. Þá riðum við tvö niður í Hornafjörð og afráðið hafði verið að við fengjum gott fylgdarfólk með okkur þaðan og heim á Hvolsvöll með þessi 47 hross.
Við riðum á þremur dögum niður á Höfn. Fyrsta daginn riðum við frá Jaðri á Völlum inn úr Skriðdal, yfir Öxi að Melshorni í Berufirði. Síðan lá leið okkar að Reyðará í Lóni, að langmestu leyti á og með vegi að Lónsheiðinni undanskilinni.
„Þetta var mikil áskorun fyrir mig. Hermann sagði mér að ríða fyrir aftan sig. Þetta gekk ágætlega og við riðum
upp á móti straumnum og áin virtist ekki ætla að vera svo djúp. Ég var á stórum og myndarlegum hesti en ég
varð dauðhrædd þegar ég sá að vatnið
grímssonar, og nú varð Jökulsá í Lóni á leið okkar. Okkur gekk vel að ríða yfir hana, reyndar í annarri tilraun, en Brigitte hafði aðeins misst kjarkinn
var
farið að ná upp á háls á hestinum sem Hermann reið og sjálfkrafa vék ég mínum hesti aðeins undan straumnum og sneri við. Hermann sagðist gera sér grein fyrir því að mér stæði ekki á sama, sagðist aldrei hafa séð augun í mér svona stór; við yrðum að ríða yfir, þetta yrði ekki svo djúpt að við þyrftum að fara á sund. Okkur gekk betur í annarri tilraun og mér var auðvitað stórlega létt þegar yfir var komið.“
Næsta dag fengum við samfylgd tveggja heimamanna til Hafnar í Hornafirði, þeirra Jóns Finnssonar bakarameistara á staðnum og Ingólfs Ás-
og það tafði okkur lítillega. Við dvöldum yfir nótt á Höfn og þá var fólkið okkar komið til að ríða með okkur heim, Sigga, vinahjón okkar þau Elsa Birna Björnsdóttir og Gunni Björns og Oddur bróðir minn og Ingibjörg Ýr Ólafsdóttir kona hans, auk Dórótheu dóttur þeirra. Við riðum mest með vegi vestur að Kirkjubæjarklaustri en víða eru samt ágætir slóðar sem við gátum notast við. Síðan lá leið okkur inn úr Holtsdal að Skaftárdal og svo vestur Mælifellssand. Úr þessu varð hin skemmtilegasta vinaog fjölskylduferð heim á Hvolsvöll.
Það getur verið mikið kast á Jökulsá í Lóni en hestarnir hika ekki og taka sundið yfir. Mynd: Gísli B. Björnsson.
Komin að Jaðri á Völlum. F.v. Oddur Árnason, Hermann, Brigitte, Sigurgeir Bárðarson, Ármann Magnússon, Ármann Einarsson, Helga Friðgeirsdóttir, Ásmundur, Einar Axelsson, Klara Ásmundsdóttir og Sveinbjörn Benediktsson. Mynd: Sigurður Aðalsteinsson, Vaðbrekku.
Ævintýraheimur íslenskra fugla
Ævintýraheimur íslenskra fugla 1 er barnabók sem var að koma út. Hún er eftir Sigurð Ægisson, ætluð aldurshópnum 1–12 ára og er hugsuð þannig, að pabbi, mamma, afi eða amma eða þá eldri systkin lesi úr henni fyrir þau allra yngstu á kvöldin og e.t.v. spjalli um innihaldið, en önnur, sem komin eru í fyrstu bekki grunnskóla, eiga að geta notið hennar án aðstoðar. Þarna er um að ræða ýmsan fróðleik um 16 fuglategundir af þeim 75–80 tegundum sem eru hér reglubundnir varpfuglar. Þetta eru: álft, glókollur, heiðlóa, helsingi, hrafn, hrossagaukur, kría, krossnefur, lundi, maríuerla, músarrindill, rjúpa, snjótittlingur, spói, svartþröstur og æðarfugl.
Gert er ráð fyrir nokkrum öðrum bókum í sama flokki á næstu árum, uns búið verður að dekka allar varptegundir okkar. Hin síðasta mun fjalla um 16 langt aðkomna gesti, en á Íslandi hafa sést rúmlega 400 fuglategundir frá upphafi skráningar.
Bókarhöfundur hefur fengið til liðs við sig börn á þessu aldursbili, sem bókin er ætluð, og þau hafa ort fyrir hann ljóð um viðkomandi fugla, eitt um hvern, sem verður í lok umfjöllunar um hverja tegund. Mikið hefur verið lagt upp úr því
að hafa þau sem víðast að af landinu og að þessu sinni eru þau frá Akureyri, Borgarfirði eystra, Búðardal, Djúpavogi, Hellissandi, Húsavík, Höfn í Hornafirði, Ísafirði, Kópavogi, Langanesbyggð, Reykjavík, Selfossi, Siglufirði, Skagaströnd, Tálknafirði og Vestmannaeyjum. Myndirnar eru gerðar af listakonu í Indónesíu, Ratih Dewanti, sem að auki er líffræðingur að mennt. Hér er sýnishorn úr bókinni:
Heiðlóa „Lóan er komin, lóan er komin!“ hrópuðu börnin áður fyrr, þegar þau sáu fyrstu heiðlóuna undir lok vetrar. Hún var og er farfugl, en hafði þá dvalið í hlýrri löndum yfir köldustu og dimmustu mánuðina á Íslandi, af því að hún átti engin hlífðarföt til að fara í — enga úlpu eða húfu eða trefil eða vettlinga, ekki heldur kuldaskó eða snjógleraugu — bara sitt eigið fiður. Það var henni gott skjól gegn regni og vindi, en dugði ekki eins vel til að halda á henni hita þegar tók að frysta. Október, nóvember, desember, janúar, febrúar og mars geta nefnilega verið mjög kaldir fyrir smáfugla hér á landi. Aðalvandamálið er samt það, að í vetrarmánuðunum, sem nefndir voru, er svo erfitt að finna eitthvað við hæfi til að borða. En í sólskininu líður heiðlóunni
vel. Þarna var hún sumsé komin heim til sín aftur frá útlöndum til að stofna fjölskyldu og börnin hlupu kát inn til að segja fréttirnar, sem auðvitað glöddu allt heimilisfólkið, af því að nú var öruggt, að þess yrði ekki langt að bíða að náttúran öll vaknaði til lífsins, að veðrið færi að batna og sumarið að heilsa Íslendingum á ný, með blóm í haga.
Nokkrar aðrar fuglategundir voru sömuleiðis í hópi vorboðanna, misjafnt eftir landshlutum, en með tímanum varð lóan helsta tákn vors og sumars og er það enn. Enda gleðjast landsmenn allir þegar fregnir berast af komu hennar, þótt tímarnir séu breyttir, húsin bjartari og auðveldara að kynda þau en í gamla daga. Fyrr á öldum var reyndar talið að heiðlóan færi aldrei héðan af landi burt, heldur lægi í dvala í hellum, klettasprungum eða skútum, með laufblað eða birkiviðaranga í nefinu, þegar færi að kólna og snjóa, af því að fólk átti erfitt með að ímynda sér, að hún, svona lítil, gæti flogið yfir ógnarstórt hafið. Um þessa elskulega veru og tvo aðra fugla segir í gamalli vísu:
Heyló syngur sumarið inn, semur forlög gaukurinn,
Heiðlóan. Fuglinn trúr sem fer og kveður burt snjóinn.
áður en vetrar úti er þraut aldrei spóinn vellir graut.
Heyló, sem þarna kemur fyrir í upphafi, er eitt af eldri nöfnum á lóunni, gaukurinn er hrossagaukurinn, og þegar sagt er að spóinn „velli graut“, er verið að lýsa sérkennilegum hljóðum eða söng hans, sem minnti á þegar grautur var eldaður í potti og farinn að bulla og sjóða. Íslenska heiðlóan er þegar byrjuð að koma til landsins í mars, en stærstu hóparnir birtast þó ekki fyrr en liðið er á aprílmánuð. Hún er félagslynd árið um kring, nema á varptíma. Hreiðrið er einföld laut á opnu svæði. Eggin eru fjögur að tölu, oftast mosabrún, grá eða ljósgræn, með rauðum og svörtum dröfnum. Báðir hinir verðandi foreldrar sjá um að liggja á þeim í 27–34 daga, svo að þau haldist volg, af því að ef eggin kólna getur enginn ungi orðið til inni í þeim. Móðirin og faðirinn annast líka sameiginlega um litlu hnoðrana sína eftir að þeir klekjast. Fyrsta sólarhringinn eru þeir í hreiðrinu, en verða sjálfbjarga og fara á kreik um leið og hýið, það er mjúka hárið þeirra eða dúnninn, er þornað og eru fljótir að læra að bjarga sér. Þeir verða fleygir 25–33 daga gamlir. Í varpbúningi er heiðlóan gullgul að ofan en svört og hvít að neðan, en á veturna er hún fremur einsleit, að mestu öll gulbrún. Lit ungfuglanna svipar um margt til vetrarbúnings hinna fullorðnu. Hér á landi er fæðan einkum skordýr, helst bjöllur og fiðrildalirfur, og svo ánamaðkar. Við sjó borðar heiðlóan einnig marflær, burstaorma og svoleiðis. Og á haustin auk þess ber, áður en hún þenur út vængina sína og flýgur til útlanda aftur. Vetrarstöðvarnar eru á Bretland-
seyjum og vesturströnd meginlands Evrópu, frá Jótlandi í Danmörku og allt suður til Gíbraltar, og auk þess hefur merkt, íslensk lóa endurheimst við strendur Marokkó, í Norður-Afríku. Áður fyrr töldu menn sig geta lesið veðurbreytingar út frá hegðun og söng heiðlóanna. Á einum stað var til dæmis sagt, að þær flygju hratt og með miklum vængjaþyt og kvökuðu: „Bí, bí“ á undan illviðri, en syngju: „Dirrindí“ eða „Dírrídí“ eða þá „Dýrðin, dýrðin“, þegar betra veður nálgaðist. Annars staðar sögðu menn hins vegar, að þegar heiðlóan kvakaði: „Spítí, spítí“, myndi bráðlega fara að rigna, en þeir voru sammála um hitt. Og á enn öðrum stað var sagt, að ef hún syngi: „Fú, fí“, eða „Óhú, óhú“, boðaði það votviðri, en ef heyrðist: „Dirrin, dirrin“, átti að vera þurrt næsta dag. Í Evrópusöngvakeppni fugla, sem var haldin í maí 2002, bar þessi elska sigur úr býtum, og í kosningu Fuglaverndar, þar sem niðurstaðan var gerð opinber 22. apríl 2021, var hún kosin „Fugl ársins“ og sigraði með yfirburðum. Heiðlóan á sér mörg önnur heiti, flest, ef ekki öll, gömul. Þar á meðal eru brokfugl, heiðaló, heiðalóa, heiðarló, heiðarlóa, heiðló, heiðlói, heiláfa, heiló, heilóa, heyláfa, heylóa, heylói, lava, láfa, láva, ló, lófa, lóva, lævirki, táta, títa, þeiló, þeyló og þeylóa. Þegar lóan kemur næsta vor, ásamt kríunum, maríuerlunum, spóunum og öllum hinum yndislegu fuglunum, ætlarðu þá ekki að reyna að sjá hana? Kannski getur þú líka spáð í veðrið með því að hlusta á hvernig hún syngur? Það væri nú aldeilis skemmtilegt!
Í hinni nýútkomnu bók, FÓTBOLTASPURNINGAR 2025, eftir Guðjón Inga Eiríksson, kennir margra grasa og er hjún auðvitað fáanleg í bókabúðum og þar sem að bækur eru þess utan seldar í bland við matvörur. Hér á eftir fara nokkrar spurningar, sem þú, lesandi góður getur spreytt þig á, en aftast er síðan að finna svörin við þeim:
1. Hvaða framherji leynist á bak við skammstöfunina VÖK en hún er stundum notuð þegar verið er að fjalla um hann í fjölmiðlum?
2. Hvaða karlalið í neðri deildunum sækir heiti sitt í skákheiminn?
3. Hvað heitir ungmennafélagið í Vogum á Vatnsleysuströnd?
4. Hver var númer 7 í íslenska landsliðinu á EM 2025?
5. Hvað heitir heimavöllur Nottingham Forest?
6. Hvaða brasilíska framherja keypti Manchester United frá Wolves sumarið 2025?
7. Hverrar þjóðar er Ryan Gravenberch?
8. Af hverju var öllum leikjum, sem áttu að fara fram á Ítalíu á annan í páskum 2025, frestað?
9. Á kvenréttindadaginn 19. júni 2025 kom út bók um eina af bestu íslensku knattspyrnukonunum fyrr og síðar. Framan á kápu bókarinnar stendur MLV9. Hver leynist á bak við það?
10. Hver er leikmaðurinn: Hann fæddist 13. júlí 2007. Móðir hans var frá Miðbaugs-Gíneu, en faðir hans var frá Marokkó og lágu leiðir foreldranna saman á Spáni. Þar fæddist sonur þeirra og kaus hann að spila fyrir Spán. Það hefur hann gert með miklum sóma en einnig félagsliði sínu og mörg metin hefur hann slegið. Förum ekki nánar út í það, nafn hans er … Svör: 1. Viðar Örn Kjartansson. 2. Hvíti riddarinn.
. r. með ósk um orkuríkt komandi ár , r, veð landsmönnum öllum hlýjar jólak jur
Fréttir frá Fjölni GV
Uppaldir Fjölnismenn snúa heim
Viktor Andri og Aron Fannar, sem báðir eru uppaldir Fjölnismenn, eru mættir aftur heim og leika með knattspyrnuliði Fjölnis á næstu leiktíð.
Viktor Andri er 24 ára sóknarmaður sem hefur spilað 152 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 27 mörk.
Viktor Andri spilaði upp alla yngri flokka Fjölnis og spilaði með meistaraflokki félagsins til ársins 2022 þegar hann gekk til liðs við Keflavík. Síðustu tvö tímabil hefur hann spilað með Þrótti Reykjavík. Viktor Andri kemur með mikla reynslu inn í lið Fjölnis, en hefur hann til að mynda
spilað 37 leiki í efstu deild, þar af 19 með Fjölni.
Aðspurður um félagsskiptin og ástæðuna fyrir heimkomu hafði Viktor Andri þetta að segja: ,,Ég er gríðarlega ánægður með að vera kominn aftur heim í Fjölni. Ég valdi Fjölni vegna þess að það er minn klúbbur og verður alltaf minn klúbbur. Ég var farinn að sakna þess að klæðast gulu treyjunni og mig langar að taka þátt í þessu verkefni sem framundan er og hjálpa liðinu að komast aftur á þann stað þar sem það á heima.”
Það er mikil ánægja að sjá fleiri
uppalda Fjölnisstráka koma heim og vinna að því að koma Fjölni aftur á þann stað sem það á að vera. Birgir Birgison, rekstarstjóri knattspyrnudeildar hafði þetta að segja: ,,Fyrir Fjölni þá er það meiriháttar viðurkenning að fá drenginn heim og til þess að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Viktor er magnaður leikmaður og góður drengur sem gefur liðinu feykilega mikið.” Þá bætti Gunnar Mári, þjálfari Fjölnis við: ,,Við höfum haft augastað á Viktori í lengri tíma og er það frábært að hann velji okkur á þessum tímapunkti og komi heim í Fjölni að taka þátt í uppbyggingunni aftur. Viktor er mjög góður leikmaður sem ég bind miklar vonir við. Það verður
gaman að sjá hann aftur í Fjölnistreyjunni að skora mörk fyrir okkur”
Aron Fannar er 23 ára sóknarmaður sem hefur spilað 108 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 24 mörk. Eftir að hafa spilað upp alla yngri flokka Fjölnis og leikið með Vængjum Júpíters gekk Aron Fannar til lið við Þrótt Reykjavík árið 2022. Síðustu ár hefur hann spilað með Þrótti Reykjavík, ÍR og Ægir.
Aðspurður um félagsskiptin og ástæðuna fyrir heimkomu hafði Aron Fannar þetta að segja: „Ég valdi Fjölni því mig langaði að koma heim og vinna 2. deildina með liðinu. Ég er mjög spenntur að takast á við þessa áskorun og gera vel fyrir liðið.”
Það er mikil ánægja inn félagsins að fá uppalinn heimamann aftur til liðsins. Birgir Birgison, rekstarstjóri knattspyrnudeildar hafði þetta að segja: „Við erum gríðarlega ánægð með að fá Aron Fannar aftur heim enda magnaður leikmaður hér á ferð.” Þá bætti Gunnar Már, þjálfari Fjölnis við: „Aron Fannar styrkir okkur, hann hefur mikinn hraða og er ósérhlífinn, hann er Fjölnismaður inn að beini og kemur með hjarta inn í þetta og hjálpar okkur að ná markmiðum okkar.“
Allir hjá Fjölni bjóða Viktor Andra og Aron Fannar velkomna heim og hlakka til að sjá þá spila í gulu næsta sumar.
Bókin Ofurlaxar ‑ og aðrir minni eftir Kristján Gíslason
Röraramyndyndir
Dælubíll
stifla.is | 896 1100
Ritstjórn / Auglýsingar
Sími 698-2844 / 699-1322
Þessar verður
þú að lesa!
SÁ BESTI
Þessa bók verða allir knattspyrnuunnendur að eiga ‐ og lesa!
HVENÆR HAFA
BÆNDUR MÖK?
Bráðskemmtilegar sögur úr skólastarfinu.
Já, og hvenær skyldu nú bændur hafa mök?
Svarið er að sjálf‐sögðu í bókinni ‐ eins og svo mörg önnur!!!
DAUÐAFÆRI Á HVERRI SÍÐU!
Ómissandi bækur á öllum ,,knattspyrnu‐heimilum”.
Þú tæklar þig í geg‐num þær og skorar auðvitað þrennu!
Það var erfitt að sjá hverjir skemmtu sér betur, gestirnir eða gestgjafarnir. VALUR
Bókaútgáfan Hólar
holabok.is / holar@holabok.is
Kristín Gyða og Tinna Ósk framlengja við Fjölni
Það er ánægjulegt að tilkynna að
Kristín Gyða og Tinna Sól, sem báðar spiluðu stórt hlutverk í liði Fjölnis í sumar, hafa skrifað undir nýjan samning.
Þorrablót
Grafarvogs 2026
Þorrablót Grafarvogs verður haldið laugardaginn 17. janúar 2026 og það stefnir í toppkvöld!
Hægt er að tryggja sér borð fyrir 12 manna hópa eða panta sér pláss á safnborði fyrir minni hópa og einstaklinga. Þetta kvöld er fullkomið tækifæri til að gera sér glaðan dag. Miðapantanir fara fram á fjolnir.is. Við mælum með að bóka tímanlega, þetta kvöld selst alltaf hratt.
Ungir dómarar að blómstra
Á síðustu misserum, undir góðri handleiðslu Oddbergs Eiríkssonar, hefur verið lagt áherslu á að byggja upp gott umhverfi hjá Fjölni fyrir unga dómara að þróast og takast á við ný verkefni.
Nú nýlega, sinntu þær Edda María Einarsdóttir og Sigrún María Einarsdóttir, sem báðar eru fæddar 2009 og hluti af 2. flokk félagsins, sínu fyrsta meistaraflokks-verkefni í dómgæslu en þær voru línuverðir leiksins.
Þær hafa haft dómararéttindi síðan 2024 og á þeim tíma dæmt fjölda leikja hjá yngri flokkum Fjölnis, bæði hjá strákum og stelpum.
(Frétt frá Fjölni)
Fyrir skemmstu fékk Borgarholtsskóli frekar krúttlega heimsókn. Nemendur af leikskólanum Hofi í Laugardal komu í fylgd kennara sinna til að kynna sér nám og störf í bíltæknigreinum.
Elsti hópur barnanna í leikskólanum kallast Flakkarar og eins og nafnið gefur til kynna flakka þau um höfuðborgarsvæðið yfir veturinn. Fyrir áramót er þemað framtíðin og vinnustaðir en eftir áramót eru listir og menning á dagskránni.
Nemendur segja frá ýmsum störfum sem þau vilja sinna í framtíðinni og í kjölfarið finna leikskólakennarar vinnustaði sem passa við hugmyndir barnanna. Í ár var mikill spenningur fyrir bílum og því lögðu fjórir leikskólakennarar í langferð með 22 nemendur.
Þau skoðuðu bílaskálann en þar kynntu nemendur og starfsfólk skólans fjölbreytt nám og störf í bifvélavirkjun, bílamálun og bifreiðasmíði fyrir gestunum.
Kristín Gyða spilaði 15 leiki fyrir liðið í sumar og skoraði í þeim 5 mörk en Tinna Sól spilaði 17 leiki og sko raði í þeim tvö mrök. Við hlökkum til að sjá þær halda áfram að þróast, taka
Katrín Gyða.Tinna Sól.
Edda María Einarsdóttir og Sigrún María Einarsdóttir ásamt Oddbergi.
Spönginni
„Jú, sko … við leigðum á hann smóking“
- Hólar gefa að venju út bók með Fimm aura bröndurum
Bókin FIMM AURAR - langfyndnustu brandarar í heimi er bráðskemmtileg og höfðar til allra aldurshópa.
Hér eru nokkur dæmi úr henni en bókin kom út á dögunum:
* Vinur minn sagði mér að það væri líf utan internetsins og að ég ætti endilega að skoða það. Ég bað hann um að senda mér linkinn.
* Konan mín sagði að ég hlustaði aldrei á hana – eða eitthvað í þá veruna.
* Dóttir mín spurði hvort að við gætum farið á McDonald´s. Ég sagði að það væri ekkert mál ef hún gæti stafað nafnið rétt á þessum vinsæla veitingastað. Stelpan leit á mig undrunaraugum, en sagði síðan: „Æ, förum bara á KFC.“
* Þegar ég var á baðströndinni í dag sá ég mann skammt undan landi sem baðaði út öllum öngum og kallaði:
„Hjálp! Hákarl! Hjálp!“ Ég hló bara að manninum. Hvernig dettur honum í hug að biðja hákarl um hjálp?
* Þetta er búinn að vera mjög skrýtinn dagur. Fyrst fann ég hatt, fullan af peningum, á götunni og síðan var ég hundeltur af bandbrjáluðum manni með gítar.
* „Afi, hver voru áhugamálin þín þegar þú varst ungur?“
„Það voru veiðar og konur.“ „Og hvað veiddir þú?“ „Konur.“
* Menn frá Öryggiseftirliti ríkisins komu inn á ónefnt verkstæði í höfuðborginni. Þeim fannst einn starfsmaðurinn fara heldur óvarlega með suðutæki.
„Heyrðu vinur,“ sögðu þeir við hann. „Þú verður að fara varlega með
þetta tæki. Það er ekki langt síðan að stórslys hlaust af rangri meðferð suðutækja. Tólf manns stórslösuðust.“
„Það gæti ekki átt sér stað hér,“ svaraði sá glannalegi snúðugt.
„Nú, því segir þú það?“
„Við erum ekki nema átta á verkstæðinu.“
* Hvað gerðu foreldrar þínir sér eiginlega til dundurs á kvöldin fyrir daga internetsins?“
„Það hef ég ekki hugmynd um og ég spurði öll 20 systkini mín að því sama og þau vissu það ekki heldur.“
* Faðir Jónasar lést. Eftir jarðarförina millifærði hann í netbank-anum greiðslu til útfararþjónustunnar og taldi þá viðskiptunum við hana lokið. En mánuði síðar fékk Jónas greiðslukröfu frá útfararstofunni upp á tuttugu þúsund krónur. Þeim hefur sjálfsagt yfirsést eitthvað, hugsaði hann með sér, og greiddi kröfuna athuga-semdalaust.
Um næstu mánaðamót fékk Jónas svo aðra greiðslukröfu frá útfararstofunni upp á sömu upphæð. Þeim hefur sjálfsagt yfirsést eitthvað annað, hugsaði hann með sér, og greiddi þá kröfu líka.
Þriðju mánaðamótin komu og Jónas fékk enn aðra tuttugu þúsund króna greiðslukröfuna frá útfararstofunni. Í þetta sinn ákvað hann að hringja þangað til þess að forvitnast um hvernig á þessu stæði. Hann sagði við útfararstjórann:
„Ég greiddi fyrir jarðarför föður míns að fullu. Af hverju fæ ég samt alltaf mánaðarlega reikning frá ykkur?“
Útfararstjórinn svaraði:
„Já, herra. En manstu þegar þú sagðir að þú vildir aðeins það besta fyrir föður þinn?“
„Já, ég man eftir því.“
„Jú, sko … við leigðum á hann smóking.“
Spurningabókin
Hérna er að finna nokkrar spurningar úr SPURNINGABÓKINNI 2025 og auðvitað spreyta lesendur sig á þeim, en svörin má svo sjá aftast:
1. Hvað kallast kvendýr kattarins?
2. Hvað nefnist rófan á geitinni?
3. Á hvaða eyju er friðarsúla Yoko Ono?
4. Hvaða mjói og djúpi fjörður, sem gengur inn úr Faxaflóa, gegndi mikilvægu hlutverki sem flotastöð þeirra sem börðust gegn Þýskalandi, Ítalíu og Japan í seinni heimsstyrjöldinni?
5. Í ljóði Jónasar Hallgrímssonar, Buxur, vesti, brók og skó, er minnst á háleista. Hvernig voru þeir á litinn?
6. 10 ára gamall drengur er yfirmaður Hvolpasveitarinnar. Hvað heitir hann?
7. Hvaða fjölmenna, íslenska hljómsveit, sem enn er starfandi og hefur frá vorinu 2011 haft bækustöðvar sínar í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík, var stofnuð árið 1950?
8. Frá hvaða landi er knattspyrnuliðið Celtic?
9. Hvað gerir sá sem „sker hrúta“ samkvæmt orðatiltækinu?
10. Hvaða bókstafur kemur næstur á eftir V í íslenska stafrófinu?
Eyrún Ísabella Aðalsteinsdóttir spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki í nóvember þegar Fjölnir vann HK 1-0 í æfingarleik. Eyrún er efnilegur miðvörður úr 2011 árgangnum og stóð sig frábærlega í frumraun sinni með meistaraflokki.
Borgarstjóri ásamt fulltrúm borgarinnar og Fjölnis.
Borgarstjórn og Fjölnir funduðu saman um aðstöðumál knattspyrnudeildar
Borgarstjóri Reykjavíkur, Heiða Björg Helgadóttir, kom í heimsókn til Fjölnis í nóvember en heimsóknin var framhald af fundi Fjölnis með borginni um aðstöðumál félagsins í knattspyrnunni. Heimsóknin var sömuleiðis hluti af hverfisdögum borgarinnar en í heimsókninni skoðaði borgarstjóri helstu innviði í Egilshöll og fékk skýra mynd af því sem brýnast er að bæta.
Heimsóknin undirstrikaði brýna þörf fyrir bættri aðstöðu, þar sem eini völlur félagsins fyrir utan Egilshöll, var frosinn á degi heimsóknarinnar og því ekki nothæfur fyrir æfingar. Vegna þess þurfti að aflýsa flestum æfingum deildarinnar, en á sama tíma var Egilshöllin sjálf í notkun annarra félaga.
Næstu vikur ættu að leiða í ljós hvenær farið verður í frekari uppbyggingu og hvaða staðsetning verður fyrir valinu Egilshöll eða Dalhús, en Fjölnir heldur áfram að þrýsta á skýra stefnu og betri aðstöðu fyrir alla iðkendur.
Mánudaginn 22. desember blæs knattspyrnudeild Fjölnis til heljarinnar skötuveislu frá klukkan 18:00 til 20:00 í skrifstofuhúsnæði gömlu áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, Gufunesvegi 17.
Boðið verður upp á skötu og saltfisk með öllu tilheyrandi.
Miðaverð - 5.990 krónur
Börn 16 ára og yngri - 3.990 krónur
Miðapantanir á Stubb og hjá biggi@fjolnir.is
SAMAN
Góð á listskautum
- keppendur Fjölnis stóðu sig vel á Íslandsmóti
Íslandsmót og Íslandsmeistaramót ÍSS fór fram í skautahöllinni í Laugardal helgina 28. til 30. nóvember. Þar voru krýndir Íslandsmeistarar í öllum efstu flokkum ásamt því að keppt var í öllum keppnisflokkum ÍSS keppnislínu. Hér fylgja helstu úrslit Fjölnismanna.
Keppni hófst á laugardegi og voru
það skautarar í Basic Novice sem hófu leikinn. Þetta er stór keppnisflokkur með sterkum skauturum og alltaf mikil samkeppni um efstu sætin. Úrslit voru þau að sigurvegari er Ermenga Sunna Víkingsdóttir, Fjölni, önnur var Maxime Hauksdóttir, Fjölni. Hófst þá keppni á Íslandsmeistaramóti.
Umhverfisvænar leiðisskreytingar
Kirkjugarðar Reykjavíkur hvetja fólk til að nota umhverfisvænar skreytingar á leiði.
Við bjóðum upp á umhverfisvænar leiðisskreytingar með fullri þjónustu til sölu inn á kirkjugardar.is
Hugum að náttúrunni – Verum umhverfisvæn
Advanced Novice hófu leikinn með stutta prógrammið. Fjórir skautarar voru skráðir til keppni. Efst eftir fyrsta daginn var Elín Katla Sveinbjörnsdóttir, Fjölni, með 39.46 stig, önnur var Arna Dís Gísladóttir, Fjölni, með 24.46 stig.
Síðasti keppnisflokkur dagsins var Senior Pairs. Þar kepptu þau Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piaz-
kirkjugardar.is
Íslandsmeistarar listskautadeildar Fjölnis 2025.
za, Fjölni. Þau voru með 51.59 stig eftir stutta prógrammið.
Á sunnudegi var keppni haldið áfram. Cubs lokuðu þar með keppni á Íslandsmóti barna og unglinga. En í þeim keppnisflokkum eru ekki gefin út úrslit, en allir fá þátttökuviðurkenningu.
Að lokum var svo komið að frjálsu prógrammi á Íslandsmeistaramóti.
Fyrst voru það Advanced Novice sem kepptu. Þar hélt Elín Katla forystunni og sigraði með 67.07 stig fyrir frjálsa og samtals 106.53 í heildarstig.
Í örðu sæti hafnaði Arna Dís með 46.38 stig fyrir frjálsa prógrammið og 70.84 í heildarstig.
Það voru svo Júlía Sylvía & Manuel sem lokuðu mótinu í Senior Pairs. Þau fengu 99.23 stig fyrir frjálsa prógrammið og 150.82 í heildarstig. En þau fengu einnig viðurkenningu frá Skautasambandinu
sem skautateymi ársins. Einnig fór fram Íslandsmeistaramót í Short Track 2025. Þetta er í annað sinn sem Íslandsmeistaramót er haldið í þessari grein á Íslandi.
Keppt var í Senior og Junior bæði kvenna og karla í þremur vegalengdum; 222m, 500m og 1000m. Auk liðakeppni í tveimur vegalengdum; 500m og 1000m. Fjölniskonurnar Thamar Melanie Heijstra sigraði í Senior konur 222 og 500m og Ylse Anna De Vries í öðru sæti, en Ylse sigraði í 1000m hlaupi. Í liðahlaupi 500 og 1000m fékk Tamar silfur ástand liðsfélaga sínum Þorsteinni Hjaltasyni.
Takk fyrir frábært Íslandsmót og óskum öllum nýkrýndum Íslandsmeisturum innilega til hamingju. (Frétt frá Fjölni)
Elsa, Maxime og Ermenga kepptu í Basic Novice.
Karlína og Beta kepptu í Cubs.
ÆKKU M BÆ VEERALD UR T SELDU MES V DAAR! U D
Óli Granz frá Eyjum
Óli Gränz er heiti endurminninga Carls Ólafs Gränz, iðnmeistara og gleðigjafa, frá Vestmannaeyjum. Hann fæddist í Eyjum 16. janúar 1941 og hefur lagt gjörva hönd á margt á lífsleiðinni. Var ungur til sjós og síðar farsæll iðnaðarmaður, rak bílaleigu og verslun, settist á Alþingi og allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, var bókaútgefandi á heimsvísu og mikilvirkur í félagsmálum. Óli segir frá æsku sinni og uppvexti en þá dvaldi hann m.a. hjá afa sínum, Carli Jóhanni Gränz, á Selfossi. Einnig segir hann frá þátttöku í atvinnulífi og pólitík, einkamálum, prakkarastrikum og eldgosunum í Surt-
sey og Heimaey. Bókin er 315 bls. og prýdd fjölda mynda. Guðni Einarsson skráði. Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Hér á eftir eru tveir kaflar úr bókinni:
Hræðileg lífsreynsla
Ég man vel þriðjudaginn 6. júlí 1954 þegar yngsta systir mín, Hulda Ósk, fæddist heima í Jómsborg. Hún var tvíburi og hinn tvíburinn fæddist andvana. Ljósmóðir var viðstödd fæðinguna auk yfirsetukonu. Enginn læknir var til staðar. Ég var 13 ára og eitthvað að vappa fyrir utan svefnherbergið þar sem mamma fæddi Huldu, ég vissi ekkert af hinu barninu. Ljósmóðirin kallaði í mig og rétti mér heilmikinn vöndul af blóðugum tuskum og öðru sem mér þótti ekki kræsilegt. Hún sagði mér að fara með þetta niður í þvottahús og brenna það í eldhólfinu undir þvottapottinum. Ég hlýddi því og tróð vöndlinum í eldhólfið. Svo skvetti ég vel yfir af olíu og bar eld að. Þetta fór að skíðloga og það kom fínn trekkur.
Fjölskyldan 1958: Fjölskyldan í Jómsborg árið 1958. Aftrari röð f.v.: Ói, Ólafur Adólf Gränz, Ásta Ólafsdóttir Gränz, Sonja Margrét. Fremri röð f.v: Henrý Þór, Víóletta, Hulda
Ég opnaði lúguna og skvetti inn meiri olíu svo þetta brynni nú allt upp. Þá blasti við mér lítið barn í miðjum eldinum og olíugusan lenti á kviðnum á því. Við það espaðist eldurinn og barnið krepptist upp í áttina til mín, alveg eins og það væri að setjast upp. Ég varð stjarfur af hræðslu, skellti lúgunni aftur og var viss um að ég hefði drepið litla barnið. Ég áttaði mig ekkert á að það væri eðlilegt þegar hitinn jókst svona mikið öðrum megin á litla kroppnum að hann krepptist saman. Ég sé enn fyrir mér þegar barnið reistist upp í áttina til mín umvafið eldslogunum. Ég talaði aldrei um þetta við mömmu eða pabba en ræddi þetta við Huldu systur löngu seinna. Mér finnst að mamma hafi einhvern tíma nefnt að Hulda væri tvíburi, en það var aldrei minnst á bálförina. Það snertir mig enn djúpt að tala um þessa hræðilegu lífsreynslu. Fyrir ekki löngu síðan var ég að segja frá þessu í hópi vina minna. Þá vissi ég ekki af fyrr en ég var farinn að skæla, kominn á níræðisaldur og meira en 70 ár síðan að þetta gerðist. Eftir á að hyggja var allt undarlegt við þetta. Í fyrsta lagi að láta mig, enn á barnsaldri, fara með vöndulinn og brenna hann án þess að láta mig vita hvað leyndist í honum. Annað er að á þessum tíma var algengt að lík barna, sem fæddust andvana eða dóu nýfædd, væru lögð í kistu með einhverjum sem dó um svipað leyti eða þau fengu sína eigin gröf. Ég hef enga skýringu á því hvers vegna það var ekki gert í þessu tilfelli.
Röntgenskoðunin
Við Gústi minn (Ágúst Halldórsson) vorum boðaðir í röntgenskoðun upp á sjúkrahús (í Vestmannaeyjum). Ég fór heim í bað og klæddi mig í ljósar gallabuxur og hvíta skyrtu. Við komum upp á spítala og var okkur vísað inn í herbergi eða biðstofu þar sem voru 8-10 karlar fyrir, aðkomu-
menn sem unnu í frystitækjunum í Vinnslustöðinni. Þar inni voru líka vegleg vigt og kvarði til að mæla hæð manna. Hins vegar sást hvorki læknir né heilbrigðisstarfsmaður.
Um leið og ég birtist svona strokinn og fínn segir einn karlanna: „Já, þú ert læknirinn!“ Ég var ekkert að leiðrétta það en gat ekki sleppt tækifæri til að hafa smágaman. Ég sagði körlunum að ég þyrfti að vigta þá og mæla og skipaði þeim að hátta sig. Þeir spurðu hvar þeir ættu að setja fötin? Ég sagði að þarna væri allt þrifið oft á dag og meira að segja sótthreinsað. Þeim væri því alveg óhætt að brjóta bara fötin saman og setja þau snyrtilega á gólfið með fram veggjunum. Svo vigtaði ég þá og mældi. Þeir spurðu hvort ég þyrfti ekki að skrifa neitt hjá mér? „Nei, þegar maður er búinn að vera jafnlengi í þessu og ég þá bara leggur maður þetta á minnið,“ svaraði ég.
Um síðir kom læknirinn, kandídat úr Reykjavík, og rak upp stór augu þegar hann sá alla vertíðarkarlana á nærbuxunum, stuttum og síðum, tvístígandi á gólfinu. Hann spurði hvað væri eiginlega þarna á seyði? „Ja, læknirinn sagði okkur að hátta okkur,“ sagði einn sem varð fyrir svörum. „Hann er líka búinn að vigta okkur og mæla,“ bætti annar við. „Læknirinn? Hver það?“ spurði kandídatinn með furðusvip. „Þessi þarna,“ sagði maðurinn og benti á mig. Kandídatinn varð alveg brjálaður og rak mig út með það sama. Ég komst aldrei að því hvers vegna við vorum boðaðir í myndatökuna. Líklega var það vegna þess að ég fékk ungur berkla og hef verið með blett í hægra lunganu alla tíð síðan. Það kallaði á reglulegt eftirlit. Ég fór mjög þétt í röntgenmyndatökur vegna þessa og helst árlega á tímabili.
Húsið Jómsborg var reisulegt og stóð austan við Heimatorg í hjarta bæjarins. Óli átti heima þar frá barnæsku og þar til húsið fór undir hraun í mars 1973.
Ósk og Róbert Helgi.
Afar snyrtileg og björt
íbúð við Rósarima
- til sölu hjá Fasteignamiðlun Grafarvogs Spönginni 11
Fasteignamiðlun Grafarvogs, sími 5758585, kynnir í einkasölu íbúð með bílskúr við Rósarima 6 Reykjavík. Um er að ræða 94,4 fm eign sem skiptist í 3ja herbergja 72,2 fm íbúð, 16,8 fm bílskúr og 5,4 fm sér geymslu. Matshluti 01-0106, fastanr. 2221817.
Húsið var málað að utan fyrir tveimur árum síðan og þá var einnig skipt um glugga.
Nánari upplýsingar veitir Anna F. Gunnarsdóttir, löggiltur fasteignasali, á anna@fmg.is og í síma 892-8778.
Nánari lýsing
Um er að ræða afar snyrtilega og bjarta íbúð, komið er inn í hol með flísum á gólfi og stórum skáp.
Þaðan er komið inn í stofu/borðstofu með parketi á gólfi.
Stíf tíf luþ luþjónónusta usta
Röraramyndyndir
Dælubíll
VALUR HELGASON
stifla.is | 896 1100
Sigrún Stella Einarsdóttir Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali s. 8240610
Ingunn Þorsteinsdóttir. Nemi í löggildingu fasteignasala s. 612-0906
Árni Þorsteinsson rekstrar-hagfræðingur. M.Sc. löggiltur fasteignaog skipasali og löggiltur leigumiðlari s. 898 3459
Ólafur Kristjánsson löggiltur fasteigna- og skipasali s. 786-1414
Eldhús er opið og þar er góð innrétting með góðu skápaplássi, tengt er fyrir uppþvottavél, flísar eru á milli skápa og korkur á gólfi.
Útgengt er á suðaustursvalir úr eldhúsi, á svalagólfi eru flísar og gler skjólveggur er við handrið og á sitt hvorri hlið á svölum.
Baðherbergi er með flísum á gólfi, sturtuklefa og innréttingu við vask. Á baði er tengt fyrir þvottavél og þurrkara og þar er góð innrétting þannig að vélarnar eru upphækkaðar.
Á herbergisgangi er parket á gólfi og einnig er parket á hjónaherbergi og barnaherbergi. Í báðum svefnherbergjum eru góðir fataskápar. Veggskápar í barnaherbergi fylgja ekki með.
Íbúðinni fylgir fullgerður 16,8 fm bílskúr með hita og rafmagni, flísum á gólfi, vaski og vaskaborði. Sjálfvirkur hurðaopnari og inngönguhurð. Innréttingar í bílskúr fylgja ekki með í kaupunum.
Sameiginleg hjóla og vagnageymsla er á jarðhæð og einnig 5,4 fm sér geymsla. Sameign er snyrtileg..
Eins og áður sagði var húsið málað að utan og skipt um glugga fyrir tveimur árum síðan.
Búið er að setja öryggismyndavélar í og við húsið.
Anna Friðrikka Gunnarsdóttir löggiltur fasteigna og skipasali, anna@fmg.is s: 892-8778
GLÓSALIR 3-4ra HERB. - STÆÐI Í BÍLAGEYMSLU
121,1 fm mjög falleg íbúð með miklu útsýni á 4. hæð í lyftuhúsi. Tvö svefnherbergi og möguleiki á því þriðja með einföldum hætti. Fallegar innréttingar og gólfefni. Suður svalir.
GYÐUFELL - 2ja HERBERGJA
Góð 64,2 fm tveggja herbergja í búð á 4. hæð. Parket, flísar og dúkur á gólfum, yfirbyggðar suður svalir. Nýtt þak er á húsinu. Sérmerkt bílastæði.
er tengt fyrir
Eldhús er opið og þar er góð innrétting með góðu skápaplássi.
er á suðaustursvalir úr eldhúsi, á svalagólfi
Spöngin 11 - 112 Reykjavík
Sími 575 8585. Opið 10-17 mán.-föst
G L E Ð I L E G A J Ó L A H Á T Í Ð
FERJUBAKKI - 4ra HERBERGJA
Mjög góð 4ra herbergja íbúð. Þrjú svefnherbergi, parket og flísar á gólfum. Fínar innréttingar og skápar. Stórar suður svalir.
FLÉTTURIMI - 3ja HERB.STÆÐI Í BÍLAGEYMSLU
Stór 3ja herbergja íbúð, 95,6 fm, á 2. hæð auk stæði í bílageymslu. Björt íbúð með parketi og flísum á gólfi og góðum innréttingum.
LJÓSHEIMAR - 4. HERB. - ÚTSÝNI
105,8 fm, 4.herbergja endaíbúð á 6.hæð. Falleg nýleg hvít innrétting í eldhúsi og nýleg gólfefni. Nýlega endurnýjað baðherbergi. Þrjú svefnherbergi. Staðsetning í hjarta Reykjavíkur.
Á baði
þvottavél og þurrkara og þar er góð innrétting þannig að vélarnar eru upphækkaðar.
Útgengt
eru flísar og gler skjólveggur er við handrið og á sitt hvorri hlið á svölum.
Stofa og borðstofa eru með parketi á gólfium.
33 ára þriggja
barna móðir úr
Rimahverfinu
í framboð
Bjarnveig Birta Bjarnadóttir gefur kost á sér í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks (UJ), ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, sem fer fram 12.13. desember. Forprófkjörið er prófkjör þar sem að félagar Hallveigar, ungs jafnaðarfólks í Reykjavík, munu kjósa tvo einstaklinga sem verða fulltrúar ungs fólks í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík þann 24. janúar 2026.
Bjarnveig Birta, sem er alltaf kölluð Birta, er 33 ára og starfar sem rekstrarstjóri hjá íslenska framleiðslufyrirtækinu Tulipop. Birta er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og M.Sc. gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.
Birta ólst upp í Breiðholti, útskrifaðist með stúdentspróf úr Kvennaskólanum árið 2012 en býr í dag í Rimahverfi Grafarvogs ásamt eiginmanni sínum Pétri Frey Sigurjónssyni og þremur börnum 2, 5 og 6 ára. ---
„Mér finnst Grafarvogur oft gleymast í umræðunni um borgarmál. Það skiptir máli að hafa öflugan talsmann fyrir hverfið, einhvern sem þekkir raunverulegar áskoranir íbúa og talar fyrir þeirra hönd.“
„Við verðum búa til kvika borg sem virkar fyrir Reykjavíkurbúa og til þess þarf að byrja á að leysa stóru
málin. Laða hæft fólk í störf á leikskólum, huga að farsæld og vellíðan ungmenna og stíga fastar til jarðar þegar kemur að áhættuhegðun. Við þurfum að hraða húsnæðisuppbyggingu, ráðast strax í að skipuleggja stærri uppbyggingarsvæði svo hægt sé að byggja meira, hraðar og á hagkvæmari hátt. Svo verðum við að ganga úr skugga um að samgöngur séu greiðar og öruggar svo að fólk komist á milli staða á einfaldan og skilvirkan hátt, bæði á einkabílum og með almenningssamgöngum eða hjólandi og gangandi.“ segir Birta.
há G er ð á tíðleg t u heimili ð
Ilmur af jólum, notaleg stemnin g ginum og
rjúkandi heitt kakó í jólatrjáask ó
Gullnesti þakkar viðskiptin á árinu Gullnesti þakkar viðskiptin á árinu
Bjarnveig Birta Bjarnadóttir.
Vinsælasta jólagjöfin er líka sú einfaldasta
Gjafakort Arion fást í útibúum okkar og á arionbanki.is/gjafakort