Árbæjarblaðið 12. tbl 2025

Page 1


Árbæjarblaðið

Sr. Þór Hauksson, sóknarprestur Árbæjarkirkju tendraði á spádómskertinu og betlehemskertinu á aðventuhátíð safnaðarins.

Árbæjarblaðið Árbæjarblaðið

tÚtgefandi: Skrautás ehf. Netfang: abl@skrautas.is

Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson.

Ritstjórn: Símar 698–2844 og 699-1322.

Netfang Árbæjarblaðsins: abl@skrautas.is

Útlit og hönnun: Skrautás ehf.

Auglýsingar: 698-2844 og 699-1322 - Stefán Kristjánsson - abl@skrautas.is

Prentun: Landsprent ehf.

Ljósmyndarar: Katrín J. Björgvinsdóttir.

Dreifing: Póstdreifing.

Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll íbúðarhús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti og Norðlingaholti.

Íslenskt Eurovision?

Þegar þessar línur eru skrifaðar eru nokkrar klukkustundir í að stjórn RÚV taki ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision 2026. Allar líkur eru á því að Ísland verði ekki með í keppninni í ár vegna þess að Ísrael verður með í keppninni.

Mikill meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að sniðganga keppnina og vitaskuld er það eina rétta niðurstaðan. Þegar hafa fimm þjóðir ákveðið að mæta ekki í keppnina næsta vor. Menningarmálaráðherrann hefur lýst þeirri persónulegu skoðun sinni að taka ekki þátt í keppninni. Tónlistarfólk, með Pál Óskar í fararbroddi, hefur lýst því yfir að Ísland eigi alls ekki að mæta til leiks. Í stað þess að mæta í Eurovision eigum við að setja enn meiri áherslu á söngvakeppnina hér heima og gera hana veglegri en verið hefur. Þar kæmi til greina að bjóða þeim þjóðum að vera með sem þegar hafa neitað að taka þátt í keppninni á næsta ári. Það yrði án efa skemmtileg keppni og myndi vekja heimsathygli.

Sá galli er þó á gjöf Njarðar að ríkisútvarpið er með flest niðrum sig hvað fjárhaginn varðar. Þrátt fyrir að fá um 7000 milljónir frá ríkinu árlega í formi nefskatts, skilar ríkisútvarpið taprekstri ár eftir ár. Menninarmálráðherrann, Logi Einarsson, hefur boðað kynningu á ,,fjölmiðlapakka” frá ríkisstjórninni á næstu dögum. Þar eru boðaðar breytingar varðandi ríkisútvarpið sem hefur farið hamförum á auglýsingamarkaði undanfarin ár. Einnig eru boðaðar aðgerðir til að styrkja einkarekna fjölmiðla.

Lengi vel voru gefin út sjö hverfablöð í Reykjavík. Fjögur þeirra hættu að koma út í maí á þessu ári. Eftir standa Grafarvogsblaðið, Grafarholtsblaðið og Árbæjarblaðið. Eitthvað hefur verið um styrki frá ríki og borg og þakka ber það sem gert er í dag. Fróðlegt verður að sjá á næstu dögum hver raunverulegur vilji ráðamanna er varðandi það að efla einkarekna fjölmiðla á Íslandi.

Jólahátíðin er framundan og aðventan hálfnuð. Árið sem senn er liðið hefur verið gott að mörgu leyti. Við sem gefum út áðurnefnd hverfablöð þökkum samstarfið á árinu um leið og við óskum lesendum gleðilegra jóla. Stefán Kristjánsson

Ósjálfbær fjármálastefna kallar á

raunhæfar

lausnir

- eftir Björn Gíslason borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks

Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar hefur á undanförnum árum þróast í þá átt að reksturinn er orðinn þungur og skuldabyrðin meiri. Þetta hefur bein áhrif á getu borgarinnar til að sinna grunnþjónustu og ráðast í fjárfestingar. Með nýrri fjárhagsáætlun er ljóst að skuldasöfnun heldur áfram að vaxa. Í umræðum um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt fram fjölda tillagna sem miða að því að koma rekstrinum í betra horf, meðal annars með hagræðingu, endurskipulagningu stjórnsýslu og aukinni áherslu á tekjuöflun.

Eitt stærsta vandamálið í fjármálum borgarinnar er umfangsmikil stjórnsýsla sem hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Fjöldi stöðugilda hefur aukist og kostnaður við miðlæga stjórnsýslu vegur þungt í rekstrinum.

Salan á Höfða – skynsamlegt skref í átt að lægri skuldum

Mikilvægt atriði í þessum tillögum snýr að því að borgin losi sig við rekstur sem er bæði áhættusamur og utan þjónustuhlutverks hennar. Þar ber hæst tillagan um að hefja undirbúning að sölu Malbikunarstöðvarinnar Höfða.

Rekstur Höfða er dæmi um

starfsemi sem borgin hefur enga brýna ástæðu til að halda á sínum vegum. Fyrirtækið starfar á markaði þar sem þegar eru starfandi þrír aðrir malbikunarframleiðendur á höfuðborgarsvæðinu. Borgin er því í beinni sam-keppni við einkaaðila, sem skapar óþarfa hagsmunaárekstra og getur jafnvel torveldað frjálsa samkeppni. Með sölu Höfða væri hægt að

losa bundið fjármagn og nýta andvirðið í eitt brýnasta verkefni borgarinnar að greiða niður skuldir borgarinnar sem myndi draga úr vaxtakostnaði og styrkja fjárhagsstöðu borgarinnar til framtíðar. Það er einfaldlega ekki hlutverk borgarinnar að reka fyrirtæki í samkeppnisrekstri.

Tækifæri til að staldra við – og snúa við blaðinu Þrátt fyrir að flestar tillögur okkar sjálfstæðismanna hafi ekki hlotið náð fyrir augum meirihlutans er ljóst að sú leið sem nú er farin er ekki sjálfbær til lengri tíma litið. Skuldasöfnun, vaxtakostnaður og aukin yfirbygging borgarinnar er orðið vandamál sem ekki er hægt að horfa fram hjá lengur.

Með raunhæfum aðgerðum — þar á meðal sölu óþarfa rekstrareininga á borð við Höfða — væri hægt að styrkja fjárhag borgarinnar hratt og örugglega. Á komandi misserum mun reyna á pólitískan vilja til að ráðast í slíkar breytingar. Það er ljóst að grundvallarendurskoðun bíður næstu borgarstjórnar ef tryggja á fjárhagslegan stöðugleika og öfluga grunnþjónustu til framtíðar.

Björn Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

OG Í SÍMA 5 11 53 00

Björn Gíslason er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Vetrarlegt og matarmikið salat

- frábær réttur sem vert er að prófa

Þetta salat þurfa allir að prófa, fallegt og dásamlegt vetrarsalat með eplum, trönuberjum, sætum kartöflum og auðvitað nóg af grænu og fersku salati og sprettum.

Um 4 bollar blandað salat.

2 epli skorin í þunnar sneiðar.

1 sæt kartafla skorin í litla bita og bökuð í ofni á 200 gráðum í 20 mínútur, kryddið með chili flögum, salti og skvettu af ólífuolíu og bakið þar til bitarnir eru vel gylltir, lofið aðeins að kólna.

1/4 bolli saxaðar valhnetur eða pekanhnetur.

1/4 bolli þurrkuð trönuber.

1/4 bolli graskersfræ.

1 box sprettur.

Epla og sinneps dressing ( sjá uppskrift neðar).

Setjið salat blöndu fyrst, raðið svo

fallega eplaskífunum yfir salatið, stráið sætukartöflubitunum, hnetunum, trönuberjum og graskerfræjum yfir, toppið með dressingu og í lokin toppið salatið með sprettum til að fullkomna þetta salat.

Epla og sinneps dressing: 1 msk. eplaedik. 3 msk. ólífuolía.

1/2 msk. Dijon-sinnep.

1 msk. hunang eða sæta að eigin vali. Salt og pipar eftir smekk.

Hrærið vel saman í skál og hellið yfir salatið.

Verði ykkur að góðu.

Kristjana Steingrímsdóttir (Jana) jana.is www.instagram.com/janast

Spönginni Grafarvogi

an G r G

Vetrarsalatið er girnilegt og glæsilegt.
Kristjana Steingrímsdóttir (Jana).

Ótrúleg uppbygging í blakinu hjá Fylki

Ótrúleg uppbygging hefur verið undanfarið hjá blakdeild Fylkis – hefur fjöldi iðkenda farið frá einum iðkanda í 32 á fjórum árum.

Blakdeild Fylkis hefur tekið ótrúlegum framförum á undanförnum

árum og sýnt metnað og framtíðarsýn félagsins í uppbyggingu íþróttastarfs.

Fyrir aðeins fjórum árum var einungis einn iðkandi í blaki hjá Fylki, en í dag eru 32 krakkar á aldrinum 8–16 ára sem æfa hjá deildinni og taka þátt í mótum undir merkjum félagsins.

Um síðustu helgi lauk Íslandsmóti

BLÍ (Blaksamband Íslands) fyrir U-12, U-14 og U-16 aldurshópa, þar sem Fylkir átti 26 fulltrúa:

3 drengir í U-12

8 stúlkur í U-14

15 stúlkur í U-16

Þessi árangur er vitnisburður um gríðarlega metnaðarfullt starf sem unnið hefur verið innan deildarinnar og sýnir að blak er í mikilli sókn í Árbænum. Félagið er stolt af þessari frábæru uppbyggingu og hlakkar til að sjá blakdeildina vaxa enn frekar á komandi árum.

Sjö stúlkur í U-16 ára liði Fylkis.
Átta stúlkur í U-16 ára liði Fylkis.
Átta stelur í U-14 ára liði Fylkis.
Þrír drengir í U- 12 ára liði Fylkis.

jun sendum virk já Lands Við h

n an

. r. með ósk um orkuríkt komandi ár , r, veð

landsmönnum öllum hlýjar jólak jur

Með frelsi í faxins hvin

Bókaútgáfan Hólar gefur út bókina ,,Með frelsi í faxins hvin.”

- Riðið í strauminn með Hermanni Árnasyni eftir Hjalta Jón Sveinsson. Við birtum hér kafla úr þessari stórskemmtilegu bók.

Aðdragandi Stjörnureiðar 2011 Í nokkur ár hafði Hermann látið sig dreyma um að einn góðan veðurdag myndi hann leggja upp í ferðalag sem hann kallaði Stjörnureiðina. Hún yrði fólgin í því að riðið yrði frá syðsta odda landsins, Vík í Mýrdal, til einhvers af þeim nyrstu og varð Hraun á Skaga fyrir valinu. Þaðan yrði svo riðið til norðvesturs út í Skálavík við Ísafjarðardjúp og þaðan til suðausturs út í Ingólfshöfða í Öræfasveit. Þaðan lægi leiðin til suðvesturs að Reykjanesvita. Næst yrði riðið til norðausturs út á Font á Langanesi og þaðan að Dalatanga í austri og loks til vesturs að Öndverðarnesvita á Snæfellsnesi. Þegar leiðirnar væru teiknaðar upp á Íslandskortið mynduðu þær stjörnu og gengið yrði út frá því að Hveravellir væru miðja landsins.

Afmælisferð endaði á Jaðri á Völlum

Það má segja að undirbúningur Stjörnureiðarinnar hafi hafist sumarið 2010. Þá gáfum við Ásmundi Þór Þórissyni, vini okkar, sumarferð í sextugsafmælisgjöf. Hún var reyndar ekki farin fyrr en árið eftir. Ásmundur er frá Jaðri á Völlum. Hann er mikill áhugamaður um hrossarækt og er duglegur að ríða út og þjálfa, hann er enn að temja þótt hann sé kominn á áttræðisaldur.

Þetta var að undirlagi mínu. Ég hafði spurt Ásmund að því hvort hann hefði ekki áhuga á að ríða austur á Fljótsdalshérað, en þar er hann upprunninn, og tók ungur við búi á Jaðri þar sem hann bjó í nokkur ár. Hann kvað já við því og sagðist alltaf hafa ætlað að leggja í slíka ferð. Ég hafði fengið þá hugmynd að safna saman nokkrum félögum okkar sem vildu færa honum veglega afmælisgjöf í tilefni af þessum tímamótum. Við söfnuðum því fyrir ferð fyrir hann og fjölskylduna. Það voru um þrjátíu aðilar sem komu að því. Nægur peningur safnaðist til þess að unnt væri að bjóða fjölskyldunni að fara sér að kostnaðarlausu í ferðalagið. Þau þurftu ekki annað en að koma með hesta sína.

Gæsavatnaleið til undirbúnings Ég var farinn að hugsa um hina svokölluðu Stjörnureið þegar hér var komið sögu og má segja að þessi ferð hafi verið liður í undirbúningnum að því ævintýri. Það reyndist dýrmæt reynsla að hafa riðið svo krefjandi og fáfarna leið þegar lagt var í hinn eiginlega leiðangur nokkrum árum síðar. Ég hafði ekið Gæsavatnaleið sumarið 2010 til þess að setja mig inn í aðstæður. Ég hafði ekki fengið upplýsingar um nema tvo eða þrjá hestamenn sem riðið höfðu þessa leið. Þeirra á meðal var Birgir Sigfússon, sem er austan af Héraði, og svo Haraldur Þórarinsson í Laugardælum, frændi minn og vinur. Þá voru þau aðeins þrjú ríðandi og með talsvert færri hross en við. Við vorum sjö til átta á baki og með 47 hesta og tvo trússbíla.

Ekki má!

Það segir ekki af ferðum okkar fyrr en við riðum yfir upphafskvíslar Skjálfandafljóts, norðaustan við Tungnafellsjökul, innan við Vonarskarð, og vorum þar með komin inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Þess vegna þurftum við að fá sérstakt leyfi til þess að fara þar um ríðandi með hóp af lausum hestum að auki. Það kostaði heilmikla vinnu og fundi. Ég þurfti meðal annars að aka héðan frá Hvolsvelli 500 kílómetra leið inn í Gæsavötn. Þar slóst í för með mér landvörður úr Nýjadal og annar starfsmaður þjóðgarðsins kom norðan frá Mývatni til þess að leggja á ráðin um hvar okkur yrði óhætt að setja upp hólf fyrir hrossin. Gerð var síðan krafa um að við færum í Drekagil og settum upp hólf þar. Einnig þurfti að ákveða hvar við mættum setja upp gerði til aðhalds hrossunum á leiðinni og gerðar voru kröfur um að við hirtum upp allan skít og hey úr gerðunum. Skíturinn mátti ekki verða eftir vegna hættu á að upp af honum greru plöntur sem ættu ekki heima þarna. Í Gæsavötnum gekk þetta mjög vel en þar gátum við verið inni í hraunjaðri þar sem var lækur og prýðileg aðstaða til þess að tjalda. Þar gistum við í blíðskaparveðri og nóttin var einstaklega falleg. Hestarnir voru girtir af með rafstreng. Við höfðum með okkur hey, Heklugras svokallað. Við gáfum það þarna og svo aftur í Drekagili. Við reyndum að ganga frá eftir okkur sem best við gátum, rökuðum upp skítinn og komum honum fyrir í holum sem við grófum. Við komum þarna aftur í Stjörnureiðinni árið 2018 og þá var komið metra þykkt aurlag yfir þann stað þar sem við höfðum komið Í hraunjaðrinum við Gæsavötn.

Lækurinn virtist hafa hlaupið fram og fyllt upp í kvosina góðu. Ekki sást stingandi strá tengt ferðinni sjö árum áður. Við vitum að öll umferð eins og jeppa og annarra farartækja, jafnvel göngufólks, ber með sér fræ á milli staða. Þarna vex reyndar nánast ekki neitt vegna veðurhörku. Hið sama var uppi á teningnum þegar við komum í Öskju. Þar þurftum við leyfi. Starfsmenn þjóðgarðsins vildu endilega að við kæmum okkur fyrir uppi á mel sem þarna er, þar sem við hefðum aðgang að læk sem þar rennur, í stað þess að fá að vera niðri við Jökulsána, sem rennur úr Drekagili og hefði séð um að hreinsa eftir okkur í næsta áhlaupi. Það mátti alls ekki. Þetta var því ekki auðsótt. En það væri bagalegt ef þessi elsti ferðamáti á Íslandi yrði útilokaður á hálendinu. Ég hefði viljað fá að ríða með Vaðöldu, sem er austan við Drekagil og liggur í jaðrinum á Jökulsá á Fjöllum. Þá þarf maður ekki að ríða inn í Drekagil og fer frá Dyngjuvatni og með fram þessari öldu. Þetta er svona harður vikur sem varla markar í. En þetta máttum við alls ekki gera. Við urðum að fara veginn, sem var 15 kílómetrum lengri leið, sem er mikið þegar við erum á svona stórum og löngum degi eins og þessum. Þegar ég var þarna á könnunarferð árið áður sá ég að við gætum komist hjá því að ríða svonefndan Urðarháls, sem er hátt í 10 kílómetra langur og mjög

leiðinlegur yfirferðar, grófur og sein farinn. Við gætum þess í stað riðið inn að jöklinum, sem hefur hopað mikið á undanförnum árum, og farið strax út á hinar svokölluðu Flæður og riðið þannig með jöklinum. Þetta gerðum við og fyrir bragðið var þetta hinn skemmtilegasti áfangi. Það kom svo fram í skýrslu frá Vatnajökulsþjóðgarði að við hefðum ekki farið að fyrirmælum og riðið Urðarhálsinn eins og um hefði verið talað heldur farið út á Flæðurnar. En staðreyndin er sú að við skildum ekki eftir okkur nein spor, þau höfðu öll afmáðst strax daginn eftir. Fljótlega fór að reyfa vind og eins og hendi væri veifað varð ekkert skyggni þar sem jökulleirinn á Flæðunum fýkur strax upp. Það var gott að vita af því að geta fylgt vatnsfarinu og vera þess fullviss að við kæmum brátt á þverslóða að Dyngjuvatni.

Þetta var gríðarlega skemmtilegur undirbúningur og eftirminnileg ferð.

Við fengum fínt veður og upplifunin var mikil fyrir alla að koma á þessar slóðir í fyrsta skipti og ríðandi í ofanálag.

Hestarnir ferjaðir til baka Þegar komið var á leiðarenda, um Hallormsstað og að Völlum, var það svo sem vitað að söfnunarféð væri uppurið. Ég tók því að mér að ferja hestana til baka ásamt Brigitte Imfeld, svissneskri vinkonu okkar Siggu sem hafði verið með okkur í mörgum ferðum. Þá riðum við tvö niður í Hornafjörð og afráðið hafði verið að við fengjum gott fylgdarfólk með okkur þaðan og heim á Hvolsvöll með þessi 47 hross.

Við riðum á þremur dögum niður á Höfn. Fyrsta daginn riðum við frá Jaðri á Völlum inn úr Skriðdal, yfir Öxi að Melshorni í Berufirði. Síðan lá leið okkar að Reyðará í Lóni, að langmestu leyti á og með vegi að Lónsheiðinni

undanskilinni.

„Þetta var mikil áskorun fyrir mig. Hermann sagði mér að ríða fyrir aftan sig. Þetta gekk ágætlega og við riðum upp á móti straumnum og áin virtist ekki ætla að vera svo djúp. Ég var á stórum og myndarlegum hesti en ég

Næsta dag fengum við samfylgd tveggja heimamanna til Hafnar í Hornafirði, þeirra Jóns Finnssonar bakarameistara á staðnum og Ingólfs Ásgrímssonar, og nú varð Jökulsá í

varð dauðhrædd þegar ég sá að vatnið var farið að ná upp á háls á hestinum sem Hermann reið og sjálfkrafa vék ég mínum hesti aðeins undan straumnum og sneri við. Hermann sagðist gera sér grein fyrir því að mér stæði ekki á sama, sagðist aldrei hafa séð augun í mér svona stór; við yrðum að ríða yfir, þetta yrði ekki svo djúpt að við þyrftum að fara á sund. Okkur gekk betur í annarri tilraun og mér var auðvitað stórlega létt þegar yfir var komið.“

Lóni á leið okkar. Okkur gekk vel að ríða yfir hana, reyndar í annarri tilraun, en Brigitte hafði aðeins misst kjarkinn og það tafði okkur lítillega. Við dvöldum yfir nótt á Höfn og þá var fólkið okkar komið til að ríða með okkur heim, Sigga, vinahjón okkar þau Elsa Birna Björnsdóttir og Gunni Björns og Oddur bróðir minn og Ingibjörg Ýr Ólafsdóttir kona hans, auk Dórótheu dóttur þeirra. Við riðum mest með vegi vestur að Kirkjubæjarklaustri en víða eru samt ágætir slóðar sem við gátum notast við. Síðan lá leið okkur inn úr Holtsdal að

Það getur verið mikið kast á Jökulsá í Lóni en hestarnir hika ekki og taka sundið yfir. Mynd: Gísli B. Björnsson.
Komin að Jaðri á Völlum. F.v. Oddur Árnason, Hermann, Brigitte, Sigurgeir Bárðarson, Ármann Magnússon, Ármann Einarsson, Helga Friðgeirsdóttir, Ásmundur, Einar Axelsson, Klara Ásmundsdóttir og Sveinbjörn Benediktsson. Mynd: Sigurður Aðalsteinsson, Vaðbrekku.

Innihald jólapakkans:

Echo Lift einhenda 9 fet ‑ Echo Bravo LT fluguhjól ‑ Echo Bravo LT aukaspóla

Echo flotlína ‑ 12 þekktar laxaflugur ‑ 12 þekktar silungaflugur

Bókin Ofurlaxar ‑ og aðrir minni eftir Kristján Gíslason

Stafafuran er óðum að festa

Ferð í Jólaskóginn á Hólmsheiði er orðin að fastri aðventuhefð hjá mörgum fjölskyldum og vinahópum. Enda tilvalin leið til að njóta samveru, vera úti í náttúrunni og vinna saman að hressandi

og hátíðlegu verkefni. Í Jólaskóginum, sem Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir, er hægt að fella sitt eigið jólatré. Umhverfið er fallegt og nýtur fólk útiverunnar meðan leitað er að rétta

trénu.

Hægt er að setjast við varðeld á staðnum, gæða sér á kakói og smákökum eða jafnvel grilla sykurpúða yfir eldinum sem eru til sölu í jólakofa Skógræktarfélagsins. Jólasveinar verða á ferli milli klukkan 13 og 14. Margar fjölskyldur koma í Jólaskóginn ár eftir ár, enda hátíðlegt og

skemmtileg samvinna að finna og fella sitt eigið tré. Í Jólaskóginum er mest af stafafuru, sem er óðum að festa sig í sessi sem „íslenska jólatréð“. Ágóðinn af jólatrjáasölunni rennur svo beint til starfsemi þessara frjálsu félagasamtaka. Meðal annars skógræktar, landgræðslu og uppbyggingar útivistarsvæða í Heiðmörk og víðar. Jólatrén sem þarna eru seld, eru auk þess sjálfbær afurð úr útivistarskógum. Enda grisjun hluti af nauðsynlegri umhirðu vaxandi skóga. Skógræktarfélag Reykjavíkur heldur líka Jólamarkað í Heiðmörk með margskonar skemmtun og huggulegheitum.

Kirkjukór Árbæjarkirkju ásamt Guðmundi Sigurðssyni organista og tónlistarstjóra kirkjunnar.

Aðventuhátíð

Aðventuhátíð í Árbæjarkirkju fór að venju fram í kirkjunni á öðrum sunnudegi aðventunnar.

Aðventan (Koman) hefst jafnan fjórða sunnudag fyrir jóladag og stendur því í fjórar vikur.

Tilhlökkun fólks byggist gjarnan upp í skammdeginu í nóvember. Síðan þegar aðventuhátíðir bresta á streymir fólk í kirkjuna sína til að sýna sig og sjá aðra og meðtaka kristilegan boðskap.

Á aðventuhátíðum ríkir jafnan sérstök stemning og allir viðstaddir finna fyrir miklum kærleik og góðri návist allra

þeirra sem sækja hátíðirnar.

Aðventuhátíðin í Árbæjarkirkju 7. desember, á öðrum sunnudegi aðventunnar, var engin undantekning.

Ljósmyndir

Katrín J. Björgvinsdóttir

Hátíðin var einstaklega vel heppnuð og falleg í alla staði og hátíðleg í meira lagi. Hátíðin hófst með barnamessu um morguninn þar sem söngur og sögur voru í aðalhlutverki.

Klukkan 17 hófst síðan fjölbreytt dagskrá. Hrefna Guðmundsdóttir, sálfræðingur og rithöfundur, flutti hátíðarávarp. Kirkjukórinn söng undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar organista og stjórnanda og Margrét Helga Kristjánsdóttir söng einsöng. Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts lék og boðið var upp á heitt súkkulaði og smákökur.

Og að sjálfsögðu mætti fjöldi fólks í kirkjuna og lofaði góða stund. Kata ljósmyndarinn okkar þar á meðal og á hún heiðurinn af meðfylgjandi myndum.

Jóhanna Viggósdóttir.

María Magnúsdóttir, Sigrún Jónsdóttir og Svanhildur Árnadóttir alltaf kátar og hressar.

Elísabet Eyjólfsdóttir aðstoðaði kórfélaga sinn Leó Jóhannesson að hnýta slaufuna.

Margrét Helga Kristjánsdóttir söng einsöng.

Kynnir aðventustundarinnar var Sigurður Þ. Þorsteinsson úr sóknarnefnd Árbæjarkirkju.

Sr. Þór Hauksson, sóknarprestur Árbæjarkirkju tendraði á spádómskertinu og betlehemskertinu á aðventuhátíð safnaðarins.

Guðmundur Sigurðsson organisti og tónlistarstjóri Árbæjarkirkju.

Hrefna Guðmundsdóttir sálfræðingur og

Pálmi Guðmundsson, Jóhannes Hrefnuson Karlsson, Hrefna Guðmundsdóttir og
Alda

Kirkjukór Árbæjarkirkju tekur lagið á aðventuhátíðinni.

Efemía Tómasdóttir, Margrét Guðrún Guðmundsdóttir og Sigríður G. Steinþórsdóttir.

af C sveit skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts. Jón Óskar Guðnason, Ástrós Hekla Sigurðardóttir, Erla Ólafsdóttir, Anton Ullrich Fenger, Þuríður Inga Olgeirsdóttir, Emilía Sjöfn Sveinsdóttir, Tómas Magni Einarsson og Sólveig Morávek stjórnandi

Halldóra Hákonardóttir og Bergþór Ólafsson.

á guðsorðið af mikilli athygli.

Guðmundsson, Jóhannes Hrefnuson Karlsson og

Guðmundsdóttir. Vinkonurnar Elísabet Emma Björnsdóttir og Hanna Rún Einarsdóttir.

Valgerður
Bræðurnir Arnar Bailey, Bjarki Matthew og Daníel William fengu sér að sjálvsögðu heitt súkkulaði og nýbakaðar smákökur.
Hluti
Pálmi
Hrefna
Hlustað
Hjónin Kristbjörg Agnarsdóttir og Konráð Sveinsdóttir.
Mæðginin

Öflugt skátastarf í Árbæ

Í Árbænum er skátafélagið Árbúar staðsett og heldur það úti frábæru starfi fyrir fólk á öllum aldri. Það sinnir Grafarholti, Úlfarsdal, Norðlingarholti og Árbæ. Nú er um 5 sveitir starfandi og er spennandi dagskrá í hverri einustu viku ásamt útilegum, hittingum og fleira.

Hvað er gert í skátastarfi?

Það er löngu úrelt mýta að skátarnir séu bara að kveikja varðelda og binda hnúta. Því við gerum svo miklu meira.

Skátastarf er alþjóðleg hreyfing, 55 milljónir skáta í yfir 150 löndum, þar sem byggð er upp vinátta, upplifanir og færni sem gagnast alla ævi. Það er gert í gegnum allskonar verkefni sem eru

eins fjölbreytt og þau eru mörg. Allt frá því að elda úti yfir opnum eldi til hellaferða. Öll þessi verkefni eru gerð í hópum af fólki á sama aldri (sveitir) og skapast þess vegna einstök tækifæri til að eignast nýja vini eða vera en nánari þeim sem maður þekkti áður.

Útilegur, það besta í heimi Ekkert er betra en að vakna snemma í náttúrunni, fara í fjallgöngu, skoða

útsýnið og borða svo góðan mat á meðan maður spjallar með vinum sínum þangað til að klukkan er löngu gengin yfir miðnætti. Og svo gera það allt aftur daginn eftir.

Þetta var lýsing á týpiskri útilegu innan skátanna og er fátt skemmtilegra

en að fara í þær. Það besta við þær er að skátinn lærir ekki bara að vera

sjálfstæður og að geta farið í útilegur heldur líka að hafa virðingu fyrir náttúrunni og nærumhverfinu. Eitthvað

sem verður einungis mikilvægara með hverju ári sem líður. En núna í vetur munum við Árbúar fara í vetrar útilegu þar sem við munum fara í fjallgöngur, búa til sleða og hver veit kannski veiða í gegnum ís.

Skátar út um allan heim

Málið er að skátar eru ekki bara á Íslandi heldur út um allan heim og er stór hluti af starfinu að fara út til útlanda á alþjóðleg mót og eignast vini frá öllum heimshornum. Sem dæmi þá fór 15 manna hópur skáta úr Árbúum til Færeyja, á Brekkuleguna 2025. Skátamót þar sem yfir 500 manns mættu á allstaðar að úr heiminum . En í þessari ferð var smakkaður færeyskur matur, tekið þátt í Ólafsvöku og dansaðir skoskir þjóðdansar svo fátt sé nefnt. Þetta er bara örlítið brot af því sem gert var og er stefnt á að fara aftur til útlanda á næstunni, til dæmis á alheimsmót skáta í Póllandi 2027 þar sem um 50.000 skátar frá 150 löndum munu hittast.

Vertu með!

Nú er tilvalið tækifæri til að vera með og prófa skátanna og hvet ég alla sem eru að lesa þetta að hafa samband. Skátastarf er fyrir alla og eru einu skilyrðin bara þau að mæta. Hvetjum við sérsaklega ungt fólk til að byrja þar sem landsmót skáta er næsta sumar og viljum við Árbúar vera sem flest á mótinu. Ef það er ekki nóg til að hvetja þig til að byrja þá er hægt að prófa endurgjaldslaust! Og fyrir þau sem eru aðeins eldri þá erum við alltaf að leita af fólki til að vera foringjar eða í baklandi félagsins. Þó ég segi sjálfur frá, þó er skátastarf einstakt og þekki ég engan sem hefur séð eftir því að hafa byrjað.

Hvetjum alla áhugasama að fara inn á Facebook síðu Árbúa eða hafa beint samband í gegnum netfangið arbuar@skatarnir.is

Fyrir hönd skátafélagsins Árbúar, Daníel Þröstur Pálsson

Árbúar að klifra. - eflandi starf fyrir unga og aldna

Ilmur af jólum, notaleg stemning óginum g og

rjúkandi heitt kakó í jólatrjáaskó

Hópur Árbúa sem fór til Færeyja.

SAMAN

Óli Granz frá Eyjum

Óli Gränz er heiti endurminninga Carls Ólafs Gränz, iðnmeistara og gleðigjafa, frá Vestmannaeyjum. Hann fæddist í Eyjum 16. janúar 1941 og hefur lagt gjörva hönd á margt á lífsleiðinni. Var ungur til sjós og síðar farsæll iðnaðarmaður, rak bílaleigu og verslun, settist á Alþingi og allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, var bókaútgefandi á heimsvísu og mikilvirkur í félagsmálum. Óli segir frá æsku sinni og uppvexti en þá dvaldi hann m.a. hjá afa sínum, Carli Jóhanni Gränz, á Selfossi. Einnig segir hann frá þátttöku í atvinnulífi og pólitík, einkamálum, prakkarastrikum og

eldgosunum í Surtsey og Heimaey. Bókin er 315 bls. og prýdd fjölda mynda. Guðni Einarsson skráði. Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Hér á eftir eru tveir kaflar úr bókinni:

Hræðileg lífsreynsla

Ég man vel þriðjudaginn 6. júlí 1954 þegar yngsta systir mín, Hulda Ósk, fæddist heima í Jómsborg. Hún var

Umhverfisvænar leiðisskreytingar

Kirkjugarðar Reykjavíkur hvetja fólk til að nota umhverfisvænar skreytingar á leiði.

Við bjóðum upp á umhverfisvænar leiðisskreytingar með fullri þjónustu til sölu inn á kirkjugardar.is

Hugum að náttúrunni – Verum umhverfisvæn

kirkjugardar.is

tvíburi og hinn tvíburinn fæddist andvana. Ljósmóðir var viðstödd fæðinguna auk yfirsetukonu. Enginn læknir var til staðar. Ég var 13 ára og eitthvað að vappa fyrir utan svefnherbergið þar sem mamma fæddi Huldu, ég vissi ekkert af hinu barninu. Ljósmóðirin kallaði í mig og rétti mér heilmikinn vöndul af blóðugum tuskum og öðru sem mér þótti ekki kræsilegt. Hún sagði mér að fara með þetta niður í þvottahús og brenna það í eldhólfinu undir þvottapottinum. Ég hlýddi því og tróð vöndlinum í eldhólfið. Svo skvetti ég vel yfir af olíu og bar eld að. Þetta fór að skíðloga og það kom fínn trekkur. Ég opnaði lúguna og skvetti inn meiri olíu svo þetta brynni nú allt upp. Þá blasti við mér lítið barn í miðjum eldinum og olíugusan lenti á kviðnum á því. Við það espaðist eldurinn og barnið krepptist upp í áttina til mín, alveg eins og það væri að setjast upp. Ég varð stjarfur af hræðslu, skellti lúgunni aftur og var viss um að ég hefði drepið litla barnið. Ég áttaði mig ekkert á að það væri eðlilegt þegar hitinn jókst svona mikið öðrum megin á litla kroppnum að hann krepptist saman. Ég sé enn fyrir mér þegar barnið reistist upp í áttina til mín umvafið eldslogunum. Ég talaði aldrei um þetta við mömmu eða pabba en ræddi þetta við Huldu systur löngu seinna. Mér finnst að mamma hafi einhvern tíma nefnt að Hulda væri tvíburi, en það var aldrei minnst á bálförina. Það snertir mig enn djúpt að tala um þessa hræðilegu lífsreynslu. Fyrir ekki löngu síðan var ég að segja frá þessu í hópi vina minna. Þá vissi ég ekki af fyrr en ég var farinn að skæla, kominn á níræðisaldur og meira en 70 ár síðan að þetta gerðist. Eftir á að hyggja var allt undarlegt við þetta. Í fyrsta lagi að láta mig, enn á barnsaldri, fara með vöndulinn og brenna hann án þess að láta mig vita hvað leyndist í honum. Annað er að á þessum tíma var algengt að lík barna, sem fæddust andvana eða dóu nýfædd, væru lögð í kistu með einhverjum sem dó um svipað leyti eða þau fengu sína eigin gröf. Ég hef enga skýringu á því hvers vegna það var ekki gert í þessu tilfelli.

fyrir, aðkomumenn sem unnu í frystitækjunum í Vinnslustöðinni. Þar inni voru líka vegleg vigt og kvarði til að mæla hæð manna. Hins vegar sást hvorki læknir né heilbrigðisstarfsmaður.

Um leið og ég birtist svona strokinn og fínn segir einn karlanna: „Já, þú ert læknirinn!“ Ég var ekkert að leiðrétta það en gat ekki sleppt tækifæri til að hafa smágaman. Ég sagði körlunum að ég þyrfti að vigta þá og mæla og skipaði þeim að hátta sig. Þeir spurðu hvar þeir ættu að setja fötin? Ég sagði að þarna væri allt þrifið oft á dag og meira að segja sótthreinsað. Þeim væri því alveg óhætt að brjóta bara fötin saman og setja þau snyrtilega á gólfið með fram veggjunum. Svo vigtaði ég þá og mældi. Þeir spurðu hvort ég þyrfti ekki að skrifa neitt hjá mér? „Nei, þegar maður er búinn að vera jafnlengi í þessu og ég þá bara leggur maður þetta á minnið,“ svaraði ég.

Um síðir kom læknirinn, kandídat úr Reykjavík, og rak upp stór augu þegar hann sá alla vertíðarkarlana á nærbuxunum, stuttum og síðum, tvístígandi á gólfinu. Hann spurði hvað væri eiginlega þarna á seyði?

Röntgenskoðunin

Við Gústi minn (Ágúst Halldórsson) vorum boðaðir í röntgenskoðun upp á sjúkrahús (í Vestmannaeyjum). Ég fór heim í bað og klæddi mig í ljósar gallabuxur og hvíta skyrtu. Við komum upp á spítala og var okkur vísað inn í herbergi eða biðstofu þar sem voru 8-10 karlar

„Ja, læknirinn sagði okkur að hátta okkur,“ sagði einn sem varð fyrir svörum. „Hann er líka búinn að vigta okkur og mæla,“ bætti annar við. „Læknirinn? Hver það?“ spurði kandídatinn með furðusvip. „Þessi þarna,“ sagði maðurinn og benti á mig. Kandídatinn varð alveg brjálaður og rak mig út með það sama. Ég komst aldrei að því hvers vegna við vorum boðaðir í myndatökuna. Líklega var það vegna þess að ég fékk ungur berkla og hef verið með blett í hægra lunganu alla tíð síðan. Það kallaði á reglulegt eftirlit. Ég fór mjög þétt í röntgenmyndatökur vegna þessa og helst árlega á tímabili.

Húsið Jómsborg var reisulegt og stóð austan við Heimatorg í hjarta bæjarins. Óli átti heima þar frá barnæsku og þar til húsið fór undir hraun í mars 1973.
Fjölskyldan 1958: Fjölskyldan í Jómsborg árið 1958. Aftrari röð f.v.: Ói, Ólafur Adólf Gränz, Ásta Ólafsdóttir Gränz, Sonja Margrét. Fremri röð f.v: Henrý Þór, Víóletta, Hulda Ósk og Róbert Helgi.

ÆKKU M BÆ VEERALD UR T SELDU MES V DAAR! U D

Þessar verður

þú að lesa!

SÁ BESTI

Þessa bók verða allir knattspyrnuunnendur að eiga ‐ og lesa!

HVENÆR HAFA

BÆNDUR MÖK?

Bráðskemmtilegar sögur úr skólastarfinu.

Já, og hvenær skyldu nú bændur hafa mök?

Svarið er að sjálfsögðu í bókinni ‐eins og svo mörg önnur!!!

DAUÐAFÆRI Á HVERRI SÍÐU!

Ómissandi bækur á öllum ,,knattspyrnu‐heimilum”.

Þú tæklar þig í gegnum þær og skorar auðvitað þrennu!

Bókaútgáfan Hólar

holabok.is / holar@holabok.is

Gröfum nöfn veiðimanna á boxin Uppl. á www.Krafla.is (698-2844)

Nýir leikmenn og aðrir endursemja

Nýir leikmenn styrkja Fylki fyrir komandi tímabil í knattspyrnu kvenna. Knattspyrnudeild Fylkis hefur samið við þrjá öfluga leikmenn sem munu styrkja kvennaliðið verulega á komandi tímabili. Með þessum félagsskiptum sýnir félagið skýrt að það ætlar sér stóra hluti í 2. deildinni á næsta ári og byggir upp sterkan hóp til framtíðar. María Björg Fjölnisdóttir hefur skrifað undir samning sem gildir út árið 2026 og snýr þar með aftur til Fylkis eftir nokkurra ára fjarveru. María Björg hefur leikið 126 KSÍ leiki í meistaraflokki, þar af rúmlega 30 í efstu deild, og kemur með mikla reynslu inn í hópinn. Hún lék síðast með FHL í Bestu deildinni en spilaði áður rúmlega 50 leiki í Fylkisbúningnum á árunum 2018–2022. Félagið bindur miklar vonir við að kraftar hennar nýtist í baráttunni um að komast aftur í Lengjudeildina. Emilía Sif Sævarsdóttir hefur einnig skrifað undir samning til 2026. Emilía er uppalin hjá Fylki og lék með yngri flokkum félagsins áður en hún fór til Fjölnis árið 2022. Hún hefur spilað 28 KSÍ leiki í meistaraflokki og skorað 5 mörk. Emilía kemur með gæði og Fylkishjarta inn í hópinn og félagið væntir þess að hún leggi mikið af

mörkum á komandi tímabili. Arna Ósk Arnarsdóttir er þriðji leikmaðurinn sem bætist í hópinn og hefur skrifað undir samning til 2026. Arna Ósk kemur frá Sindra og er uppalin á Höfn í Hornafirði. Hún hefur spilað 139 KSÍ leiki í meistaraflokki og skorað 47 mörk, sem sýnir að hún er gríðarlega markahæfur leikmaður sem mun styrkja sóknarleik liðsins verulega.

Með þessum leikmannabætum er ljóst að Fylkir er að byggja upp sterkan og metnaðarfullan hóp sem er tilbúinn að takast á við áskoranir komandi tímabils.”

Ungir markmenn

Fylkir tryggir framtíðina með þremur efnilegum markmönnum. Knattspyrnudeild Fylkis hefur gengið frá samningum við þrjá unga og efnilega markmenn úr yngri flokkum félagsins. Þetta er stórt skref í að tryggja framtíðina í markmannsstöðunni og sýnir metnað félagsins til að byggja upp sterkan grunn til næstu ára.

Sævar Snær, fæddur 2007, er á elsta ári í 2. flokki og æfir nú með meistaraflokki. Hann hefur verið lykilmaður í liði 2. flokks síðustu tvö ár

og er þekktur fyrir mikla leiðtogahæfileika og sterkt presence í teignum. Sævar er rúmlega tveggja metra hár og hefur alla burði til að verða einn af fremstu markmönnum landsins.

Aron Bent, fæddur 2009, er á yngsta ári í 2. flokki og var valinn á landsliðsæfingar U16 í vor. Hann er frábær „shot-stopper“ og öruggur í teignum, auk þess sem hann hefur sýnt mikla framþróun á síðustu misserum. Jón Ólafur, einnig fæddur 2009, var valinn í lokahóp U16 landsliðsins í maí 2025. Hann er góður í fótunum og lætur erfiðar vörslur líta út fyrir að vera einfaldar. Aron Bent og Jón Ólafur voru lykilmenn í 3. flokki karla síðasta sumar sem endaði í fjórða sæti á Íslandsmótinu, auk þess sem þeir spiluðu með A2 liði 2. flokks.

Þessir þrír markmenn hafa allir farið í gegnum frábært starf Björns Metúsalem, markmannsþjálfara félagsins, sem hefur unnið stórkostlegt starf í uppbyggingu markmannsdeild-arinnar hjá Fylki.

Félagið bindur miklar vonir við þessa leikmenn í framtíðinni og óskar þeim innilega til hamingju með samningana.

(Frétt frá Fylki)

Tryggir lykilmenn til framtíðar

Knattspyrnudeild Fylkis hefur gengið frá framlengingu á samningum við þrjá lykilleikmenn sem munu halda áfram að spila í appelsínugulu næstu ár. Þetta er stórt skref í að styrkja liðin og tryggja stöðugleika fyrir komandi tímabil.

Birkir Eyþórsson, fæddur árið 2000, hefur framlengt samning sinn til ársins 2027. Birkir er uppalinn Fylkismaður sem lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2019 og hefur síðan spilað 158 leiki og skorað 9 mörk. Hann er einn af burðarásum liðsins og félagið bindur miklar vonir við að hann hjálpi liðinu

að komast aftur í Bestu deildina.

Elísa Björk Hjaltadóttir, fædd árið 2007, hefur einnig framlengt samning sinn og verður áfram hjá félaginu út tímabilið 2026. Elísa er uppalinn Fylkisleikmaður sem hefur spilað upp alla yngri flokka og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún þegar leikið 38 leiki fyrir meistaraflokk. Hún er talin eitt efnilegasta knattspyrnutalent landsins og Fylkir er stolt af að halda henni innan félagsins.

Benedikt Daríus Garðarsson, fæddur

1999, hefur framlengt samning sinn til ársins 2027. Benedikt kom fyrst til Fylkis árið 2016 og sneri aftur árið 2022 eftir lán og félagsskipti. Hann hefur verið ótrúlega markahæfur og er nú kominn með 30 mörk í 75 leikjum fyrir félagið í efstu tveimur deildum, auk þess að hafa skorað alls 82 mörk í 183 meistaraflokksleikjum á ferlinum. Með þessum framlengingum sýnir Fylkir skýrt að félagið ætlar sér stóra hluti á komandi árum og byggir á sterkum kjarna leikmanna sem þekkja félagið vel og hafa sýnt tryggð og metnað.

María Björg Fjölnisdóttir. Emilía Sif Sævarsdóttir. Arna Ósk Arnarsdóttir.
Sævar Snær.
Aron Bent. Jón Ólafur.

Fíasól á flandri

Spönginni

Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN

Spurningabókin

Hérna er að finna nokkrar spurningar úr

SPURNINGABÓKINNI 2025 og auðvitað spreyta lesendur sig á þeim, en svörin má svo sjá aftast:

1. Hvað kallast kvendýr kattarins?

2. Hvað nefnist rófan á geitinni?

3. Á hvaða eyju er friðarsúla Yoko Ono?

4. Hvaða mjói og djúpi fjörður, sem gengur inn úr Faxaflóa, gegndi mikilvægu hlutverki sem flotastöð þeirra sem börðust gegn Þýskalandi, Ítalíu og Japan í seinni heimsstyrjöldinni?

5. Í ljóði Jónasar Hallgrímssonar, Buxur, vesti, brók og skó, er minnst á háleista. Hvernig voru þeir á litinn?

6. 10 ára gamall drengur er yfirmaður Hvolpasveitarinnar.

Hvað heitir hann?

7. Hvaða fjölmenna, íslenska hljómsveit, sem enn er starfandi og hefur frá vorinu 2011 haft bækustöðvar sínar í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík, var stofnuð árið 1950?

8. Frá hvaða landi er knattspyrnuliðið Celtic?

9. Hvað gerir sá sem „sker hrúta“ samkvæmt orðatiltækinu?

10. Hvaða bókstafur kemur næstur á eftir V í íslenska stafrófinu?

Svör:

1. Læða.

2. Dindill. 3. Viðey. 4. Hvalfjörður. 5. Hvítir.

6. Róbert.

7. Sinfóníuhljómsveit Íslands.

8. Skotlandi. 9. Hrýtur. 10. X.

Fótboltaspurningar

Í hinni nýútkomnu bók, FÓTBOLTASPURNINGAR 2025, eftir Guðjón Inga Eiríksson, kennir margra grasa og er hjún auðvitað fáanleg í bókabúðum og þar sem að bækur eru þess utan seldar í bland við matvörur.

Hér á eftir fara nokkrar spurningar, sem þú, lesandi góður getur spreytt þig á, en aftast er síðan að finna svörin við þeim:

1. Hvaða framherji leynist á bak við skammstöfunina VÖK en hún er stundum notuð þegar verið er að fjalla um hann í fjölmiðlum?

2. Hvaða karlalið í neðri deildunum sækir heiti sitt í skákheiminn?

3. Hvað heitir ungmennafélagið í Vogum á Vatnsleysuströnd?

4. Hver var númer 7 í íslenska landsliðinu á EM 2025?

5. Hvað heitir heimavöllur Nottingham Forest?

6. Hvaða brasilíska framherja keypti Manchester United frá Wolves sumarið 2025?

7. Hverrar þjóðar er Ryan Gravenberch?

8. Af hverju var öllum leikjum, sem áttu að fara fram á Ítalíu á annan í

2025 kom út bók um eina af bestu íslensku knattspyrnukonunum fyrr og síðar. Framan á kápu bókarinnar stendur MLV9. Hver leynist á bak við það?

páskum 2025, frestað?

9. Á kvenréttindadaginn 19. júni

Ritstjórn og auglýsingar sími 698-2844

10. Hver er leikmaðurinn: Hann fæddist 13. júlí 2007. Móðir hans var frá Miðbaugs-Gíneu, en faðir hans var frá Marokkó og lágu leiðir foreldranna saman á Spáni. Þar fæddist sonur þeirra og kaus hann að spila fyrir Spán. Það hefur hann gert með miklum sóma en einnig félagsliði sínu og mörg metin hefur hann slegið. Förum ekki nánar út í það, nafn hans er …

Svör:

1. Viðar Örn Kjartansson.

2. Hvíti riddarinn.

3. Þróttur.

4. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.

5. City Ground.

6. Matheus Cunha.

7. Hollenskur.

8. Páfinn (Frans páfi) lést þá um morguninn.

9. Margrét Lára Viðarsdóttir.

10. Lamine Yamal.

VISSIR ÞÚ?

AÐ KEILA ER LEIKIN AF 120.000.000 MANNS Í YFIR 90 LÖNDUM.

KÍKTU Í KEILU, PÍLU, KAREOKE, PIZZU, DRYKK, BOLTA OG FJÖR.

ÞÚ GETUR BÓKAÐ BRAUT Á KEILUHOLLIN.IS OG Í SÍMA 5 11 53 00

Til styrktar lyftusjóði Árbæjarkirkju

Tónlistarveisla verður í Árbæjarkirkju þriðjudaginn 16. desember, og hefst veislan kl: 20:00.

Söngdífurnar Anna Sigga Helgadóttir Alt og Ingunn Sigurðardóttir Sópran ætla að lyfta sér upp í hæstu hæðir með fallegum jólatónum.

Einnig koma fram ungir tónlistarmenn, þeir Kristján Valur Árnason á gítar og Styrmir Egilsson á saxafón.

Meðleikari á píano Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Á efnisskránni verða sígild jólalög og klassísk tónlist.

Allur ágóði rennur í lyftusjóð Árbæjarkirkju. Boðið verður upp á kaffi og konfekt eftir tónleikana.

Aðgangseyrir er kr. 3.500,

Fréttamolar frá kirkjustarfinu

Helgihald í Árbæjarkirkju

Þriðji sunnudagur í aðventu. 14. desember kl. 11

Jólafjölskyldustund í kirkjunni. Bjargey Lilja Marteinsdóttir syngur nokkur lög. Jólaball í safnaðaraheimili kirkjunnar þangað sem kátir sveinar og sveinkur mæta með söng og gleði og góðgæti í poka.

21. desember - fjórði sunnudagur í aðventu. Kyrrðarstund er líður að jólum. Kirkjukórinn undir stjórn

Guðmundar Sigurðssonar organista syngur aðventu og jólasöngva. sr. Þór Hauksson með aðventuhugleiðingu. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar í umsjón Aldísar Kvaran Sveinsdóttur.

Aðfangadagskvöld kl. 18

Prestur: Séra Þór Hauksson Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Kór Árbæjarkirkju syngur. Dísella Lárusdóttir syngur einsöng

Miðnæturmessa kl. 23 - Prestur: Séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Organisti: Lenka Mátéová. Kór Árbæjarkirkju syngur. Matthías Birgir Nardeau leikur á óbó.

Jóladagur, 25. desember - Hátíðarmessa kl. 14

Prestur: Séra Þór Hauksson Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Kór Árbæjarkirkju syngur. Margrét Helga Kristjánsdóttir syngur einsöng

Gamlársdagur 31. desember - Aftansöngur kl. 18

Prestur: Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Organisti: Guðmundur Sigurðsson Kór Árbæjarkirkju syngur Einsöngvari Þóra Dal Þorsteinsdóttir

Sunnudaginn 11. janúar 2026 Fjölskylduguðsþjónusta

Skoðið nánar á heimasíðu kirkjunnar www.arbaejarkirkja.is

Jól,

hvað?

Það er komið að þessum tíma ársins þegar við finnum fyrir ákveðinni tvíræðni. Við tölum um frið og ró, en samt keyrum við um bæinn í kapphlaupi við sjálf okkur með gjafalista, innkaupalista og „hvar í ósköpunum er kertastjakinn?“

Við segjum að jólin snúist ekki um efni, og förum svo að rífast um það hvort við eigum að hafa rauðan eða hvítan jólaljósastreng í glugganum. Já, aðventan er dásamleg og dálítið mótsagnakennd. Ég veit ekki hvernig það er hjá lesanda góðum en undirritaður hefur stundum hugsað að aðventan væri eins og tilraun til að blanda saman rólegum hugleiðslufundi og maraþonhlaupi. Við viljum upplifa frið, en samt þurfum við að ná öllu og klára fyrir jólin og þetta allt vitum við ekki hvað er. Við viljum kveikja á kertum en brennum stundum út á leiðinni. Og einmitt þar, í þessu mannlega rugli, býr fegurðin. Því jólin hafa aldrei verið hátíð fullkomnunar. Þau voru það ekki þá, og þau eru það ekki nú. Jesúbarnið fæddist ekki í höll þar sem allt var skrúbbað og bónað með gulli og skrauti, heldur í fjárhúsi. María og Jósef voru þreytt á ferðalagi, líklega svolítið stressuð.

Ef við hefðum verið þarna, þá hefðum við kannski heyrt Jósef hvísla: „Ég sagðist sko bóka gistingu! Ég hélt að það væri með morgunmat!“ En einmitt þar, í þessari óreiðukenndu tilveru fæddist ljós heimsins. Þannig eru líka okkar jól. Við reynum, við klúðrum og hlæjum og höldum áfram. Kannski gleymum við rjómanum, kannski brennur smákökusortin, kannski tekst ekki að finna jólasveinahúfuna sem við keyptum í fyrra. Það er allt í lagi. Guð kemur samt. Jesúbarnið fæðist samt í okkar heimili, í okkar óreiðu, í okkar lífi eins og það er.

Aðventan minnir okkur á þetta: Ljósinu er alveg sama hvort þú ert búin að skúra eða ekki. Það kviknar samt á því. Það skín samt. Og það er þetta ljós sem við þurfum. Ljós vonarinnar. Ljós kærleikans. Ljós sem segir: „Þú ert ekki ein. Þú ert ekki einn. „Ég er hér.“ Við þurfum öll á slíku ljósi að halda. Þegar dagarnir eru dimmir, þegar veturinn tekur völdin og þegar við finnum að þreytan læðist að. Það er einmitt þá sem við kveikjum ljós. Eitt, svo tvö, svo þrjú, svo fjögur og minnumst þess að myrkrið hefur aldrei síðasta orðið.

En það er líka gott að hlæja. Jólin eru

ekki bara stífpressuð helgi og hátíð, þau eru líka gleði. Englar sungu ekki sálma með látlausri rödd, þeir fögnuðu hástöfum! Kannski má segja að fyrsta jólanóttin hafi verið eins konar himneskt „gleðipartí“ þar sem allir tóku undir: „Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu!“ Því gleði og trú fara saman. Það er ekkert andlegt við að vera alltaf alvarlegur. Trúin þarf líka að brosa, hlæja og njóta. Það er heilög gleði í því að borða of mikið af piparkökum og hlæja að gömlum jólamyndum með fjölskyldunni. Það er trú í hlátrinum þegar við sjáum fegrunarviljann fara aðeins úr böndunum.

Þegar ljósin í næstu götu sjást jafnvel frá tunglinu. Og það er trú í því að sitja saman í kyrrð og kveikja á kerti í myrkri. Þetta er jólaandinn. Ekki bara friður – heldur hlátur, hlýja, og það að vera saman. Þannig að kannski er besta leiðin til að undirbúa jólin ekki að klára allt, heldur að sleppa aðeins takinu. Að leyfa okkur að njóta, að sjá hið góða, að gera minna en lifa meira. Að vera ekki bara á ferðinni, heldur til staðar. Því Guð kemur ekki bara á kirkjuhátíðum. Hann kemur í miðjan uppþvottinn, í löngum biðröðum við bílaþvottastöð eða á rauðu ljósi og í stutt augnablik

Sóknarnefnd Árbæjarsóknar þakkar fyrirtækjum og einstaklingum fyrir góðan stuðning í söfnun í lyftusjóð með ósk um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

þegar við finnum frið. Hann kemur til okkar eins og við erum, ekki eins og við reynum að vera. Megum við því á þessari aðventu og jólum finna ljós í hversdagsleikanum, hlátur í smáatriðunum og Guð í öllu því mannlega. Gleðilega aðventu og blessuð jól. sr. Þór Hauksson

sr. Þór Hauksson.

Opna húsið í Árbæjarkirkju alla miðvikudaga kl. 12-16. Þangað eru allir fullorðnir velkomnir og þar er ýmislegt á dagskrá.

Byrjað er með kyrrðarstund í kirkjunni, síðan er léttur hádegisverður á vægu verði (kr. 1500).

Að því loknu er hin sívinsæla stólaleikfeimi og svo er spjallað eða einhver gestur mætir í heimsókn.

Endað er á gómsætu síðdegiskaffi. Það þarf ekki að skrá sig sérstaklega og allir eru velkomnir.

Það þarf ekki að skrá sig sérstaklega og allir eru velkomnir.

Helgihald hvern sunnudag kl.11.00

Annan sunnudag hvers mánaðar er Fjölskylduguðsþjónusta kl.11.00

Vinsælasta jólagjöfin er líka sú einfaldasta

Gjafakort Arion fást í útibúum okkar og á arionbanki.is/gjafakort

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Árbæjarblaðið 12. tbl 2025 by Skrautás Ehf. - Issuu