Grafarholtsblaðið 12. tbl. 2025

Page 1


Bifreiðaverkstæði Grafarvogs

Grafarholtsblaðið

Grafarholtsblaðið

12. tbl. 14. árg. 2025 desember - Fréttablað íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal

Gleðileg jól

Stafafuran

í sókn

Allar almennar bílaviðgerðir

Þjónustuaðili

Grafarholtsblaðið Grafarholtsblaðið

Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: gv@skrautas.is

Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson.

Ritstjórn: Símar 698–2844 og 699-1322.

Netfang Grafarholtsblaðsins: gv@skrautas.is / abl@skrautas.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf.

Auglýsingar: 698-2844 og 699-1322 - Stefán Kristjánssongv@skrautas.is

Prentun: Landsprent ehf.

Ljósmyndari: Katrín J. Björgvinsdóttir.

Dreifing: Póstdreifing.

Grafarholtsblaðinu er dreift ókeypis í öll íbúðarhús í Grafarholti, Úlfarsárdal og Reynisvatnsás.

Íslenskt Eurovision?

Þegar þessar línur eru skrifaðar eru nokkrar klukkustundir í að stjórn RÚV taki ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision 2026. Allar líkur eru á því að Ísland verði ekki með í keppninni í ár vegna þess að Ísrael verður með í keppninni.

Mikill meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að sniðganga keppnina og vitaskuld er það eina rétta niðurstaðan. Þegar hafa fimm þjóðir ákveðið að mæta ekki í keppnina næsta vor. Menningarmálaráðherrann hefur lýst þeirri persónulegu skoðun sinni að taka ekki þátt í keppninni. Tónlistarfólk, með Pál Óskar í fararbroddi, hefur lýst því yfir að Ísland eigi alls ekki að mæta til leiks.

Í stað þess að mæta í Eurovision eigum við að setja enn meiri áherslu á söngvakeppnina hér heima og gera hana veglegri en verið hefur. Þar kæmi til greina að bjóða þeim þjóðum að vera með sem þegar hafa neitað að taka þátt í keppninni á næsta ári. Það yrði án efa skemmtileg keppni og myndi vekja heimsathygli.

Sá galli er þó á gjöf Njarðar að ríkisútvarpið er með flest niðrum sig hvað fjárhaginn varðar. Þrátt fyrir að fá um 7000 milljónir frá ríkinu árlega í formi nefskatts, skilar ríkisútvarpið taprekstri ár eftir ár. Menninarmálráðherrann, Logi Einarsson, hefur boðað kynningu á ,,fjölmiðlapakka” frá ríkisstjórninni á næstu dögum. Þar eru boðaðar breytingar varðandi ríkisútvarpið sem hefur farið hamförum á auglýsingamarkaði undanfarin ár. Einnig eru boðaðar aðgerðir til að styrkja einkarekna fjölmiðla.

Lengi vel voru gefin út sjö hverfablöð í Reykjavík. Fjögur þeirra hættu að koma út í maí á þessu ári. Eftir standa Grafarvogsblaðið, Grafarholtsblaðið og Árbæjarblaðið. Eitthvað hefur verið um styrki frá ríki og borg og þakka ber það sem gert er í dag. Fróðlegt verður að sjá á næstu dögum hver raunverulegur vilji ráðamanna er varðandi það að efla einkarekna fjölmiðla á Íslandi. Jólahátíðin er framundan og aðventan hálfnuð. Árið sem senn er liðið hefur verið gott að mörgu leyti. Við sem gefum út áðurnefnd hverfablöð þökkum samstarfið á árinu um leið og við óskum lesendum gleðilegra jóla. Stefán Kristjánsson

Ósjálfbær fjármálastefna

kallar á raunhæfar

lausnir

- eftir Björn Gíslason borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks

Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar hefur á undanförnum árum þróast í þá átt að reksturinn er orðinn þungur og skuldabyrðin meiri. Þetta hefur bein áhrif á getu borgarinnar til að sinna grunnþjónustu og ráðast í fjárfestingar. Með nýrri fjárhagsáætlun er ljóst að skuldasöfnun heldur áfram að vaxa. Í umræðum um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt fram fjölda tillagna sem miða að því að koma rekstrinum í betra horf, meðal annars með hagræðingu, endurskipulagningu stjórnsýslu og aukinni áherslu á tekjuöflun.

Eitt stærsta vandamálið í fjármálum borgarinnar er umfangsmikil stjórnsýsla sem hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Fjöldi stöðugilda hefur aukist og kostnaður við miðlæga stjórnsýslu vegur þungt í rekstrinum.

Salan á Höfða – skynsamlegt skref í átt að lægri skuldum Mikilvægt atriði í þessum tillögum snýr að því að borgin losi sig við rekstur sem er bæði áhættusamur og utan þjónustuhlutverks hennar. Þar ber hæst tillagan um að hefja undirbúning að sölu Malbikunarstöðvarinnar Höfða.

Rekstur Höfða er dæmi um starfsemi sem borgin hefur enga brýna

Björn Gíslason er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

ástæðu til að halda á sínum vegum. Fyrirtækið starfar á markaði þar sem þegar eru starfandi þrír aðrir malbikunarframleiðendur á höfuðborgarsvæðinu. Borgin er því í beinni samkeppni við einkaaðila, sem skapar óþarfa hagsmunaárekstra og getur jafnvel torveldað frjálsa samkeppni.

Með sölu Höfða væri hægt að losa bundið fjármagn og nýta andvirðið í eitt brýnasta verkefni borgarinnar að greiða niður skuldir borgarinnar sem myndi draga úr vaxtakostnaði og styrkja fjárhagsstöðu borgarinnar til framtíðar. Það er einfaldlega ekki hlutverk borgarinnar að reka fyrirtæki í samkeppnisrekstri.

Tækifæri til að staldra við – og snúa við blaðinu

Þrátt fyrir að flestar tillögur okkar sjálfstæðismanna hafi ekki hlotið náð fyrir augum meirihlutans er ljóst að sú leið sem nú er farin er ekki sjálfbær til lengri tíma litið. Skuldasöfnun, vaxtakostnaður og aukin yfirbygging borgarinnar er orðið vandamál sem ekki er hægt að horfa fram hjá lengur.

Með raunhæfum aðgerðum — þar á meðal sölu óþarfa rekstrareininga á borð við Höfða — væri hægt að styrkja fjárhag borgarinnar hratt og örugglega. Á komandi misserum mun reyna á pólitískan vilja til að ráðast í slíkar breytingar. Það er ljóst að grundvallarendurskoðun bíður næstu borgarstjórnar ef tryggja á fjárhagslegan stöðugleika og öfluga grunnþjónustu til framtíðar.

Björn Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Í hinni nýútkomnu bók, FÓTBOLTASPURNINGAR 2025, eftir Guðjón Inga Eiríksson, kennir margra grasa og er hjún auðvitað fáanleg í bókabúðum og þar sem að bækur eru þess utan seldar í bland við matvörur. Hér á eftir fara nokkrar spurningar, sem þú, lesandi góður getur spreytt þig á, en aftast er síðan að finna svörin við þeim:

1. Hvaða framherji leynist á bak við skammstöfunina VÖK en hún er stundum notuð þegar verið er að fjalla um hann í fjölmiðlum?

2. Hvaða karlalið í neðri deildunum sækir heiti sitt í skákheiminn?

3. Hvað heitir ungmennafélagið í Vogum á Vatnsleysuströnd?

4. Hver var númer 7 í íslenska landsliðinu á EM 2025?

5. Hvað heitir heimavöllur Nottingham Forest?

6. Hvaða brasilíska framherja keypti Manchester United frá Wolves sumarið

VISSIR ÞÚ?

2025?

7. Hverrar þjóðar er Ryan Gravenberch?

8. Af hverju var öllum leikjum, sem áttu að fara fram á Ítalíu á annan í páskum 2025, frestað?

9. Á kvenréttindadaginn 19. júni

2025 kom út bók um eina af bestu íslensku knattspyrnukonunum fyrr og síðar. Framan á kápu bókarinnar stendur MLV9. Hver leynist á bak við það?

10. Hver er leikmaðurinn: Hann fæddist 13. júlí 2007. Móðir hans var frá Miðbaugs-Gíneu, en faðir hans var frá Marokkó og lágu leiðir foreldranna saman á Spáni. Þar fæddist sonur þeirra og kaus hann að spila fyrir Spán. Það hefur hann gert með miklum sóma en einnig félagsliði sínu og mörg metin hefur hann slegið. Förum ekki nánar út í það, nafn hans er …

Svör: 1. Viðar Örn Kjartansson. 2. Hvíti riddarinn.

3. Þróttur. 4. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. 5. City Ground. 6. Matheus Cunha.

7. Hollenskur.

8. Páfinn (Frans páfi) lést þá um morguninn.

9. Margrét Lára Viðarsdóttir.

10. Lamine Yamal.

AÐ JEFFREY „THE DUDE“ LEBOWSKI

EKKI EAGLES.

KÍKTU Í KEILU, PÍLU, KAREOKE, PIZZU, DRYKK, BOLTA OG FJÖR.

ÞÚ GETUR BÓKAÐ BRAUT Á KEILUHOLLIN.IS OG Í SÍMA 5 11 53 00

jun sendum virk já Lands Við h

n an

með ósk um orkuríkt komandi ár , r, veð

landsmönnum öllum hlýjar jólak jur

. r.

Umhverfisvænar leiðisskreytingar

Kirkjugarðar Reykjavíkur hvetja fólk til að nota umhverfisvænar skreytingar á leiði.

Við bjóðum upp á umhverfisvænar leiðisskreytingar með fullri þjónustu til sölu inn á kirkjugardar.is

Hugum að náttúrunni – Verum umhverfisvæn

kirkjugardar.is

„Jú, sko - við

leigðum

á hann smóking“ - Hólar með Fimm aura brandarabók

Bókin FIMM AURARlangfyndnustu brandarar í heimi er bráðskemmtileg og höfðar til allra aldurshópa. Hér eru nokkur dæmi úr henni en bókin kom út á dögunum:

* Vinur minn sagði mér að það væri líf utan internetsins og að ég ætti endilega að skoða það. Ég bað hann um að senda mér linkinn.

* Konan mín sagði að ég hlustaði aldrei á hana – eða eitthvað í þá veruna.

* Dóttir mín spurði hvort að við gætum farið á McDonald´s. Ég sagði að það væri ekkert mál ef hún gæti stafað nafnið rétt á þessum vinsæla veitingastað. Stelpan leit á mig undrunaraugum, en sagði síðan: „Æ, förum bara á KFC.“

* Þegar ég var á baðströndinni í dag sá ég mann skammt undan landi sem baðaði út öllum öngum og kallaði: „Hjálp! Hákarl! Hjálp!“ Ég hló bara að manninum. Hvernig dettur honum í hug að biðja hákarl um hjálp?

* Þetta er búinn að vera mjög skrýtinn dagur. Fyrst fann ég hatt, fullan af peningum, á götunni og síðan var ég hundeltur af bandbrjáluðum manni með gítar.

* „Afi, hver voru áhugamálin þín þegar þú varst ungur?“

„Það voru veiðar og konur.“

„Og hvað veiddir þú?“ „Konur.“

* Menn frá Öryggiseftirliti ríkisins komu inn á ónefnt verkstæði í höfuðborginni. Þeim fannst einn starfsmaðurinn fara heldur óvarlega með suðutæki.

„Heyrðu vinur,“ sögðu þeir við hann.

„Þú verður að fara varlega með þetta tæki. Það er ekki langt síðan að stórslys hlaust af rangri meðferð suðutækja. Tólf manns stórslösuðust.“

„Það gæti ekki átt sér stað hér,“ svaraði sá glannalegi snúðugt. „Nú, því segir þú það?“

„Við erum ekki nema átta á verkstæðinu.“

* Hvað gerðu foreldrar þínir sér eiginlega til dundurs á kvöldin fyrir daga internetsins?“

„Það hef ég ekki hugmynd um og ég spurði öll 20 systkini mín að því sama og þau vissu það ekki heldur.“

* Faðir Jónasar lést. Eftir jarðarförina millifærði hann í netbank-anum greiðslu til útfararþjónustunnar og taldi þá viðskiptunum við hana lokið. En mánuði síðar fékk Jónas greiðslukröfu frá útfararstofunni upp á tuttugu þúsund krónur. Þeim hefur sjálfsagt yfirsést eitthvað, hugsaði hann með sér, og greiddi kröfuna athuga-semdalaust. Um næstu mánaðamót fékk Jónas svo aðra greiðslukröfu frá útfararstofunni upp á sömu upphæð. Þeim hefur sjálfsagt yfirsést eitthvað annað, hugsaði hann með sér, og greiddi þá kröfu líka.

Þriðju mánaðamótin komu og Jónas fékk enn aðra tuttugu þúsund króna greiðslukröfuna frá útfararstofunni. Í þetta sinn ákvað hann að hringja þangað til þess að forvitnast um hvernig á þessu stæði. Hann sagði við útfararstjórann:

„Ég greiddi fyrir jarðarför föður míns að fullu. Af hverju fæ ég samt alltaf mánaðarlega reikning frá ykkur?“

Útfararstjórinn svaraði:

„Já, herra. En manstu þegar þú sagðir að þú vildir aðeins það besta fyrir föður þinn?“

„Já, ég man eftir því.“ „Jú, sko … við leigðum á hann smóking.“

G er ð á tíðleg t u heimili ð

Bjarnveig Birta Bjarnadóttir gefur kost á sér í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks (UJ), ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, sem fer fram 12.-13. desember. Forprófkjörið er prófkjör þar sem að félagar Hallveigar, ungs jafnaðarfólks í Reykjavík, munu kjósa tvo einstaklinga sem verða fulltrúar ungs fólks í flokksvali

Samfylkingarinnar í Reykjavík þann 24. janúar 2026.

Ilmur af jólum, notaleg stemnin g ginum og

rjúkandi heitt kakó í jólatrjáask ó

Bjarnveig Birta, sem er alltaf kölluð Birta, er 33 ára og starfar sem rekstrarstjóri hjá íslenska framleiðslufyrirtækinu Tulipop. Birta er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og M.Sc. gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.

Birta ólst upp í Breiðholti, útskrifaðist með stúdentspróf úr Kvennaskólanum árið 2012 en býr í dag í Rimahverfi Grafarvogs ásamt eiginmanni sínum Pétri Frey Sigurjónssyni og þremur börnum 2, 5 og 6 ára.

„Mér finnst úthverfin oft gleymast í umræðunni um borgarmál. Það skiptir máli að hafa öflugan talsmann fyrir hverfin, einhvern sem þekkir raunverulegar áskoranir íbúa og talar fyrir þeirra hönd.“

„Við verðum búa til kvika borg sem virkar fyrir Reykjavíkurbúa og til þess þarf að byrja á að leysa stóru málin. Laða hæft fólk í störf á leikskólum, huga að

farsæld og vellíðan ungmenna og stíga fastar til jarðar þegar kemur að áhættuhegðun. Við þurfum að hraða húsnæðisuppbyggingu, ráðast strax í að skipuleggja stærri uppbyggingarsvæði svo hægt sé að byggja meira, hraðar og á hagkvæmari hátt. Svo verðum við að ganga úr skugga um að samgöngur séu greiðar og öruggar svo að fólk komist á milli staða á einfaldan og skilvirkan hátt, bæði á einkabílum og með almenningssamgöngum eða hjólandi og gangandi.“ segir Birta.

Bjarnveig Birta Bjarnadóttir.

ÆKKU M BÆ VEERALD UR T SELDU MES V DAAR! U D

Stafafuran er óðum að festa sig í sessi

Ferð í Jólaskóginn á Hólmsheiði er orðin að fastri aðventuhefð hjá mörgum fjölskyldum og vinahópum. Enda tilvalin leið til að njóta samveru, vera úti í náttúrunni og vinna saman að hressandi

og hátíðlegu verkefni. Í Jólaskóginum, sem Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir, er hægt að fella sitt eigið jólatré. Umhverfið er fallegt og nýtur fólk útiverunnar meðan leitað er að rétta

Allir góðir og glaðir á jólamarkaðnum í Heiðmörk. Og svo er bara að koma jólatrénu heim á sinn stað.

trénu.

Hægt er að setjast við varðeld á staðnum, gæða sér á kakói og smákökum eða jafnvel grilla sykurpúða yfir eldinum sem eru til sölu í jólakofa Skógræktarfélagsins. Jólasveinar verða á ferli milli klukkan 13 og 14. Margar fjölskyldur koma í Jólaskóginn ár eftir ár, enda hátíðlegt og skemmtileg samvinna að finna og fella sitt eigið tré. Í Jólaskóginum er mest af stafafuru, sem er óðum að festa sig í sessi sem „íslenska jólatréð“. Ágóðinn af jólatrjáasölunni rennur svo beint til starfsemi þessara frjálsu félagasamtaka. Meðal annars skógræktar, landgræðslu og uppbyggingar útivistarsvæða í Heiðmörk og víðar. Jólatrén sem þarna eru seld, eru auk þess sjálfbær afurð úr útivistarskógum. Enda grisjun hluti af nauðsynlegri umhirðu vaxandi skóga. Skógræktarfélag Reykjavíkur heldur líka Jólamarkað í Heiðmörk með margskonar skemmtun og huggulegheitum.

Ævintýraheimur íslenskra fugla

Ævintýraheimur íslenskra fugla 1 er barnabók sem var að koma út. Hún er eftir Sigurð Ægisson, ætluð aldurshópnum 1–12 ára og er hugsuð þannig, að pabbi, mamma, afi eða amma eða þá eldri systkin lesi úr henni fyrir þau allra yngstu á kvöldin og e.t.v. spjalli um innihaldið, en önnur, sem komin eru í fyrstu bekki grunnskóla, eiga að geta notið hennar án aðstoðar. Þarna er um að ræða ýmsan fróðleik um 16 fuglategundir af þeim 75–80 tegundum sem eru hér reglubundnir varpfuglar. Þetta eru: álft, glókollur, heiðlóa, helsingi, hrafn, hrossagaukur, kría, krossnefur, lundi, maríuerla, músarrindill, rjúpa, snjótittlingur, spói, svartþröstur og æðarfugl.

Gert er ráð fyrir nokkrum öðrum bókum í sama flokki á næstu árum, uns búið verður að dekka allar varptegundir okkar. Hin síðasta mun fjalla um 16 langt aðkomna gesti, en á Íslandi hafa sést rúmlega 400 fuglategundir frá upphafi skráningar.

Bókarhöfundur hefur fengið til liðs við sig börn á þessu aldursbili, sem bókin er ætluð, og þau hafa ort fyrir hann ljóð um viðkomandi fugla, eitt um hvern, sem verður í lok umfjöllunar um hverja tegund. Mikið hefur verið lagt upp úr því að hafa þau sem víðast að af landinu og að þessu sinni eru þau frá Akureyri, Borgarfirði eystra, Búðardal, Djúpavogi, Hellissandi, Húsavík, Höfn í Hornafirði, Ísafirði, Kópavogi, Langanesbyggð, Reykjavík, Selfossi, Siglufirði, Skagaströnd, Tálknafirði og

Vestmannaeyjum. Myndirnar eru gerðar af listakonu í Indónesíu, Ratih Dewanti, sem að auki er líffræðingur að mennt. Hér er sýnishorn úr bókinni:

Heiðlóa „Lóan er komin, lóan er komin!“ hrópuðu börnin áður fyrr, þegar þau sáu fyrstu heiðlóuna undir lok vetrar. Hún var og er farfugl, en hafði þá dvalið í hlýrri löndum yfir köldustu og dimmustu mánuðina á Íslandi, af því að hún átti engin hlífðarföt til að fara í — enga úlpu eða húfu eða trefil eða vettlinga, ekki heldur kuldaskó eða snjógleraugu — bara sitt eigið fiður. Það var henni gott skjól gegn regni og vindi, en dugði ekki eins vel til að hald

Heyló syngur sumarið inn, semur forlög gaukurinn, áður en vetrar úti er þraut aldrei spóinn vellir graut.

Heyló, sem þarna kemur fyrir í upphafi, er eitt af eldri nöfnum á lóunni, gaukurinn er hrossagaukurinn, og þegar sagt er að spóinn „velli graut“, er verið að lýsa sérkennilegum hljóðum eða söng hans, sem minnti á þegar grautur var eldaður í potti og farinn að bulla og sjóða. Íslenska heiðlóan er þegar byrjuð að koma til landsins í mars, en stærstu hóparnir birtast þó ekki fyrr en liðið er á aprílmánuð. Hún er félagslynd árið um kring, nema á varptíma. Hreiðrið er einföld laut á opnu svæði. Eggin eru fjögur að tölu, oftast mosabrún, grá eða

ljósgræn, með rauðum og svörtum dröfnum. Báðir hinir verðandi foreldrar sjá um að liggja á þeim í 27–34 daga, svo að þau haldist volg, af því að ef eggin kólna getur enginn ungi orðið til

inni í þeim. Móðirin og faðirinn annast líka sameiginlega um litlu hnoðrana sína eftir að þeir klekjast. Fyrsta sólarhringinn eru þeir í hreiðrinu, en verða sjálfbjarga og fara á kreik um leið og hýið, það er mjúka hárið þeirra eða dúnninn, er þornað og eru fljótir að læra að bjarga sér. Þeir verða fleygir 25–33 daga gamlir. Í varpbúningi er heiðlóan gullgul að ofan en svört og hvít að neðan, en á veturna er hún fremur einsleit, að mestu öll gulbrún. Lit ungfuglanna svipar um

Heiðlóan. Fuglinn trúr sem fer og kveður burt snjóinn.

margt til vetrarbúnings hinna fullorðnu. Hér á landi er fæðan einkum skordýr, helst bjöllur og fiðrildalirfur, og svo ánamaðkar. Við sjó borðar heiðlóan einnig marflær, burstaorma og svoleiðis. Og á haustin auk þess ber, áður en hún þenur út vængina sína og flýgur til útlanda aftur. Vetrarstöðvarnar eru á Bretlandseyjum og vesturströnd meginlands Evrópu, frá Jótlandi í Danmörku og allt suður til Gíbraltar, og auk þess hefur merkt, íslensk lóa endurheimst við strendur Marokkó, í Norður-Afríku. Áður fyrr töldu menn sig geta lesið veðurbreytingar út frá hegðun og söng heiðlóanna. Á einum stað var til dæmis sagt, að þær flygju hratt og með miklum vængjaþyt og kvökuðu: „Bí, bí“ á undan illviðri, en syngju: „Dirrindí“ eða „Dírrí-dí“ eða þá „Dýrðin, dýrðin“, þegar betra veður nálgaðist. Annars staðar sögðu menn hins vegar, að þegar heiðlóan kvakaði: „Spítí, spítí“, myndi bráðlega fara að rigna, en þeir voru

sammála um hitt. Og á enn öðrum stað var sagt, að ef hún syngi: „Fú, fí“, eða „Óhú, óhú“, boðaði það votviðri, en ef heyrðist: „Dirrin, dirrin“, átti að vera þurrt næsta dag. Í Evrópusöngvakeppni fugla, sem var haldin í maí 2002, bar þessi elska sigur úr býtum, og í kosningu Fuglaverndar, þar sem niðurstaðan var gerð opinber 22. apríl 2021, var hún kosin „Fugl ársins“ og sigraði með yfirburðum. Heiðlóan á sér mörg önnur heiti, flest, ef ekki öll, gömul. Þar á meðal eru brokfugl, heiðaló, heiðalóa, heiðarló, heiðarlóa, heiðló, heiðlói, heiláfa, heiló, heilóa, heyláfa, heylóa, heylói, lava, láfa, láva, ló, lófa, lóva, lævirki, táta, títa, þeiló, þeyló og þeylóa. Þegar lóan kemur næsta vor, ásamt kríunum, maríuerlunum, spóunum og öllum hinum yndislegu fuglunum, ætlarðu þá ekki að reyna að sjá hana? Kannski getur þú líka spáð í veðrið með því að hlusta á hvernig hún syngur? Það væri nú aldeilis skemmtilegt!

Og svo er bara að koma jólatrénu heim og á sinn stað.

„Viðburðalítill gamantúr“

Í kaflanum um jökulhlaupið 1934 er einnig getið farar Hannesar yfir jökulinn. En þar eð borizt hefir allýtarleg frásögn Hannesar sjálfs um þessa sögulegu og sennilega einsdæma jökulför er sú frásögn birt hér í sérstökum þætti. Er það í bréfi til Vigfúsar Guðmundssonar, að Hannes segir ferðasögu þessa, óefað eftir beiðni Vigfúsar og áskorun. Segir Vigfús, að Hannes telji í bréfi sínu jökulför þessa „viðburðalítinn gamantúr,“ og Vigfús bætir við:

„… En öðru máli gegnir, hvort lítt vanir ferðamenn á tveimur jafnfljótum eða kjarklítil smámenni hefðu sífellt haft „gamantúr“ í huga alla leiðina. … Hannes Jónsson segir sjálfur frá ferðinni.“ – Er þó með hans leyfi fellt úr lítilsháttar eða vikið við orðalagi á stöku stað. Kemur hér frásögn

Hannesar:

Þessar verður

þú að lesa!

SÁ BESTI

Þessa bók verða allir knattspyrnuunnendur að eiga ‐ og lesa!

HVENÆR HAFA BÆNDUR MÖK?

Bráðskemmtilegar sögur úr skólastarfinu. Já, og hvenær skyldu nú bændur hafa mök?

Svarið er að sjálfsögðu í bókinni ‐eins og svo mörg önnur!!!

DAUÐAFÆRI Á

HVERRI SÍÐU!

Ómissandi bækur á öllum ,,knattspyrnu‐heimilum”.

Þú tæklar þig í gegnum þær og skorar auðvitað þrennu!

holabok.is / holar@holabok.is

„Í póstferð á vesturleið var ég viðbúinn að leggja upp frá Svínafelli í Öræfum 28. marz 1934. Tvo menn hafði ég ráðið til ferðar með mér vestur á jökulinn, af því að þá var ekki um aðra leið að ræða. Voru það röskir menn, þeir Oddur Magnússon2 og Jón Stefánsson. Við lögðum ekki af stað fyrr en á laugardagsmorgun klukkan 7 sökum þess, að veðurútlit hafði ekki verið tryggilegt á jöklinum þennan dag, snjóburður og bylkóf öðruhvoru og eins tvo næstu daga – skírdag og föstudaginn langa. Héldum við inn Skaftafellsheiði að vestanverðu og urðum að krækja allt inn úr Morsárdalnum til þess að komast vestur í Jökulfellið, því að hlaupið lónaði svo langt inn á Morsáraurana. Komumst við að Rauðhellum og höfðum þá farið talsverðan krók frá vanalegri leið til Jökulfellsins. Jökulhlaupið huldi undirlendið allt, svo að við urðum að fara gegnum Bæjarstaðaskóg og skriðurnar, unz við komum að útfallinu. Gaf þar á að líta tröllslegar hamfarir og ógleymanlega hrífandi átök elds, vatns og ísa. Vatnsflaumurinn hafði spennt upp jökulröndina, brotið og var að brjóta í hana býsna mikið skarð og hafði grafið í aurinn þann feikna hyl, að þegar jökulstykkin hvert af öðru brotnuðu úr jökulbrúninni, þá sukku þau í kaf, og bólaði ekki á þeim, fyrr en tók að grynnast talsvert neðar. Held ég þó ekki of í lagt, að stykkin stærstu hafi verið um 25 metrar á hæð. Þessir litlu molar rákust svo hver á annan með braki og brestum, morruðu að meira hluta í kafi ofan eftir mesta straumnum, unz þá rak í strand til og frá á Skeiðarársandi. Eftir að við höfðum horft hugfangnir um hríð á þessi ægilegu átök, lögðum við á jökulinn skammt fyrir ofan útfallið, og var klukkan þá orðin 10. Ófærð var þar af skelsnjó í miðjan legg. Skíði hafði ég fengið lánuð í Skaftafelli og notaði þau nú til að draga á þeim dót mitt, póstinn og nestið, meðan of bratt var til þess að ganga á þeim. Héldum við nú norðvestur á jökulinn, og eftir rúmlega ½ klukkustundar gang vorum við komnir NV af Krossgilstindi, sem er norðvestan við Jökulfell. Sáum við þá Súlutind gnæfa yfir jökulbreiðuna, og var áformað að komast þangað, enda sýndist ekkert til fyrirstöðu. Veðrið var ákjósanlegt, sást varla ský á lofti, aðeins lítilsháttar skýhnoðri með élfukti á Færnesstindum nyrzt í Skaftafellsfjöllum. Þá er við höfðum gengið þrjá stundarfjórðunga á jöklinum, urðu sprungur þvert fyrir okkur, sem töfðu mjög förina. Fórum við fyrst að krækja með þeim til þess að geta hlaupið yfir þær, en urðum brátt að láta okkur lynda að klífa þær upp og ofan. Þó að sprungurnar væru þéttar og þunnir kambar milli þeirra, reyndist keldan skár en krókurinn. Snjór var í botni gjánna og broti í snjónum til hliða, svo að þetta seinfarna ferðalag ofan og upp hvað eftir annað gekk þó sæmilega.

Niðri í gjánum, undir fótum okkar, urðum við ókyrrðar og undirgangs varir, þar sem skessan skreið áfram undir jöklinum með „óvæntu urri og leiðum ropum“. Hrutu okkur þá spaugsyrði af vörum, t.d. þá er einna mest gekk á, sagði ég við Odd: „Hvers konar óvenju hljóð var þetta?“ Hann svaraði: „Ætli henni (Skeiðará) þyki ekki óþarfi, að við séum að traðka ofan á lífinu á henni.“ Eftir 1¼ klukkustundar yfirferð um gjáaklasann sýndist okkur, að honum væri lokið að mestu leyti. Vildi ég þá ekki láta fylgdarmennina fara lengra,

með veifu heim til mín, fór ég beina leið vestur yfir Eystrafjall og kom klukkan 4 í gangnakofa (sæluhús) sem er á svonefndum Staðarhóli vestan í fjallinu. Þaðan var ekki nema tæplega 4 klukkustunda gangur heim til mín, ef ég hefði komizt venjulega leið ríðandi manna. En nú voru þar allir aurar í kafi undir hlaupinu. Hefði ferðin gengið miklu seinna og verr en nú var orðið, gat verið gott og sjálfsagt að gista í kofanum. En póstinum vildi ég koma áfram, og hann þurfti líka að fara frá Klaustrinu á páskadaginn. Dvaldist ég þar því aðeins í stundarfjórðung. En nú

Hannes Jónsson landpóstur ásamt eiginkonu sinni, Þórönnu Þórarinsdóttur.

því að nú sýndist og reyndist stutt leið

og greiðfær eftir að Súlutindi. Hvíldum við okkur þar í 15 mínútur, árnuðum svo hver öðrum fararheilla og héldum hver sína leið, en þá var klukkan eitt kort gengin í eitt. Skíðin höfðu tafið fyrir yfir gjárnar, en nú komu þau í góðar þarfir, með því að lausi snjórinn var dýpri en fyrr. En skíðamaðurinn var nú ekki útlærður í listinni, svo að ferðin gekk tæplega mikið yfir liðugan klyfjagang. Eftir tveggja klukkustunda skíðaför kom ég vestur í skarðið í Súlutindi, sem mun vera nálægt 30 metra yfir jökulinn. Hafði ég þá verið 4 klukkustundir milli fjalla fyrir utan viðstöðu. Víðsýni var hið bezta úr skarðinu. Sá ég vel til jökulhlaupsins, og sýndist það breiðast yfir mest af sandinum, austur fyrir Ingólfshöfða og vestur í Veiðiós fyrir austan Skaftárós.3 Séð hafði ég fáeinum leiftrum bregða fyrir í sólskininu; annars gerðist ekkert sögulegt. En ljósin gátu þó bent til þess, að eitthvað sögulegra kynni að vera í vændum. Nú fannst mér næstum sem ég væri kominn heim, þar sem ég þekkti hvern krók og kima, hól og hæðir eins og blettina í túninu mínu. Eftir litla dvöl við þetta dásamlega útsýni í allar áttir, – og á þeim stað þar sem litlu munaði, að ég gæti heilsað

var ekki hægt að nota skíðin lengur, því að nú varð ég að fara þvert fram úr skógarbrekkum, bröttum skriðum og þéttum klapparákum. Fór nú að versna gengið, því að í skóginum var svo mikil ófærðarbotnleysa, að mótbrekkið varð ég að skríða og þjappa snjónum undir mig. Þó að slík leið væri ekki löng, seinkaði hún þó för minni. Ekki var að óttast myrkrið, því að ekki dró ský eða skugga fyrir himinljósin, og auk þess var jökullinn nú sífellt að senda mér leifturgeisla sína, og eftir því skærari sem dagsbirtan dvínaði, og mátti nú sjá, að eldgosið var í algleymingi.

Ferðina byrjaði ég með því að krækja býsna langt upp með jökulhlaupinu, nú varð ég að halda niður með því að vestanverðu. Og þannig mátti svo kalla, að ég kæmist yfir það þurrum fótum. Og árla páskadagsmorgun, klukkan 2, var ég kominn heim til mín að Núpsstað, og pósturinn komst að Kirkjubæjarklaustri í tækan tíma.“

Hannes Jónsson bætir því við frásögn sína, að sumir hafi láð sér að hafa ekki fylgdarmann alla leiðina, „og hefði það auðvitað verið skemmtilegra. En hættunnar vegna var það hégómi. Ég var alvanur að fara um þessi fjöll einn, og mörgum sinnum í 40 ár, þekki þau eins og fingur mína og hefi oft orðið að fara þau hættulegri en í þetta sinn. Sumir héldu jafnvel, að hlaupið mundi að einhverju leyti flóa fram af jöklinum, en slíkt er ósæmileg hugmynd fullvita fólki. Og aldrei kemur það fyrir. En hitt getur borið við, að gusist upp um gjár, milli fjalls og jökuls á jökulbrún. En þar er alltaf hægt að krækja fyrir.“

Þetta er þá frásögnin um jökulför Hannesar á Núpsstað. Látlaust og skemmtilega sögð, eins og verið væri í ríkisútvarpinu að segja frá skemmtiför Ferðafélags Íslands upp á Esju eða Hengil. En hér gildir að menn verða að kunna þá list að lesa milli lína og sjá og skynja hið raunverulega viðhorf. Og annað væri „ósæmilegt fullvita fólki.“

SAMAN

Vetrarlegt og matarmikið salat

- frábær réttur sem vert er að prófa

Þetta salat þurfa allir að prófa, fallegt og dásamlegt vetrarsalat með eplum, trönuberjum, sætum kartöflum og auðvitað nóg af grænu og fersku salati og sprettum.

Um 4 bollar blandað salat.

2 epli skorin í þunnar sneiðar.

1 sæt kartafla skorin í litla bita og bökuð í ofni á 200 gráðum í 20 mínútur, kryddið með chili flögum, salti og skvettu af ólífuolíu og bakið þar til bitarnir eru vel gylltir, lofið aðeins að kólna.

1/4 bolli saxaðar valhnetur eða pekanhnetur.

1/4 bolli þurrkuð trönuber.

1/4 bolli graskersfræ.

1 box sprettur.

Epla og sinneps dressing ( sjá uppskrift neðar).

Setjið salat blöndu fyrst, raðið svo fallega eplaskífunum yfir salatið, stráið sætukartöflubitunum, hnetunum, trönuberjum og graskerfræjum yfir, toppið með dressingu og í lokin toppið salatið með sprettum til að fullkomna þetta salat.

Epla og sinneps dressing: 1 msk. eplaedik. 3 msk. ólífuolía.

1/2 msk. Dijon-sinnep.

1 msk. hunang eða sæta að eigin vali.

Salt og pipar eftir smekk. Hrærið vel saman í skál og hellið yfir salatið. Verði ykkur að góðu.

Kristjana Steingrímsdóttir (Jana) jana.is www.instagram.com/janast

Spönginni Grafarvogi

Vetrarsalatið er girnilegt og glæsilegt.
Kristjana Steingrímsdóttir (Jana).

Íslensk Hönnun

Frábær gjöf fyrir veiðimenn og konur

Gröfum nöfn veiðimanna á boxin Nánari upplýsingar

á www.Krafla.is (698-2844)

Vinsælasta jólagjöfin er líka sú einfaldasta

Gjafakort Arion fást í útibúum okkar og á arionbanki.is/gjafakort

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.