Ragnar Hermannsson

Page 1

Sýnisbók safneignar Showcase Ragnar Hermannsson

Safnasafnið /
and
Icelandic Folk
Outsider Art Museum
Safnasafnið / Icelandic Folk and Outsider Art Museum
Sýnisbók safneignar VII Showcase VII Ragnar Hermannsson

Sýnisbók safneignar VII

Showcase VII

Ragnar Hermannsson

Flatey island

The island’s first birds begin to sing just as he puts down his coffee cup and rises to his feet – an arctic tern squawks over the nesting colony as the chicks in the eggs peck rhythmically at the inside of the shells, to get out into the sun. A gull perched on a post looks slyly in another direction, ready to fly if the opportunity arises, to gulp down a chick in a single bite

He puts the rest of his food away in his pocket and dons his boots and his sweater and jacket, for a dark bank of cloud is rising in the north, then ties around his neck an old scarf of his wife’s, and walks towards the harbour where his boat Bjarmi is moored. Shortly after that he is out on the bay, where haddock and cod are to be found. Perhaps he’ll catch a halibut for the weekend – his mouth waters with a faint trace of the flavour. The lumpfish season went well –it is good for the soul to earn money in trade and be self-supporting, to hold one’s head high and look the world resolutely in the eye

The sea is almost flat, but the undertow pulls towards Hvalvatnsfjörður, into the channel where it meets the moderate outflow of the river. There are sheep on the slopes, banks of snow in gullies. This is a land of fragrant delight from the time when the snow thaws until the autumn: nutritious grazing land, blueberries, Iceland moss. In the Flateyjardalur valley a few farms are still inhabited, but the winters are harsh and the place is lonely even in summer – though former residents are drawn to return by some mystical power. He himself senses how the sea and the land reach into the consciousness, like a nearby spirit calling out to him, whether awake or in his dreams, to nourish the mind and allow it to rest. Yet there are ominous signs: little hope remains of a future for Flatey island and the valley, and some people’s thoughts are focussed on the mainland, especially the younger ones, who feel the lack of social life

Off the Tjörnes headland he notices a movement in the sea, and he knows that a pod of whales is passing by, blowing out plumes of water as they head southwest towards Húsavík. They don’t come near him on this occasion. He turns away and gazes up at the cliffs, at the fantastical shapes cast by shadows, wishing that he could make carvings of the multitude of men and women who hold sway there, fixed in stone, yet would take on a different character if portrayed in

Fyrstu fuglar eyjunnar hefja söng í þann mund sem hann leggur frá sér kaffibollann og rís á fætur, það er kría sem gargar yfir varpinu því ungarnir í eggjunum gogga taktfast innan á skurnina til að komast í sólina. Mávur á staur horfir lymskulega í aðra átt en flýgur til ef færi gefst og gleypir þá í einum bita

Hann stingur nestinu í vasann, klæðir sig í stígvél og peysu og stakk því dökkur bakki sést í norðri, bindur gamla slæðu frá eiginkonunni um hálsinn og gengur í átt til hafnar þar sem báturinn Bjarmi er bundinn. Stuttu síðar er hann kominn út á flóa þar sem von er á ýsu og þorski. Kannski fær hann lúðu til helgarinnar og finnur dauft bragð í munni við tilhugsunina. Grásleppuvertíðin var góð, það styrkir sálina að afla tekna í viðskiptum og vera sjálfbjarga, bera höfuðið hátt og horfa einarður framan í heiminn

Hafið er næstum slétt en undiraldan stefnir til Hvalvatnsfjarðar, upp í rennuna þar sem áin mætir henni með hæversku streymi. Þar eru kindur í hlíðum, skaflar í giljum. Þetta er ilmandi unaðsland frá því snjóa leysir og fram á haust, kjarngott beitiland, bláber, fjallagrös. Í Flateyjardal er enn búið á nokkrum bæjum en harðbýlt á vetrum og einmanalegt hjá sumum, en þó leitar hugur brottfluttra þangað því eitthvert seiðmagn dregur þá til baka. Hann finnur sjálfur hvernig haf og land seilist inn í vitundina eins og nálægur andi kalli til hans í vöku jafnt sem draumi og nærir hugann, veitir honum hvíld. Þó eru blikur á lofti og lítil von um framtíð í eyju og dal og sumir farnir að hugsa stíft upp á land, einkum yngra fólkið sem saknar félagslífsins

Úti fyrir Tjörnesi sér hann hreyfingu í sjónum og veit að þar fer hvalavaða með blæstri og stefnir í suðvestur til Húsavíkur. Hún kemur ekki nærri honum í dag. Hann snýr frá og horfir upp í klettana á þær kynjamyndir sem skuggarnir forma og óskar þess að hann geti skorið út þau býsn, karla og kerlur sem ríkja þar föst í grjótinu en myndu fá annan blæ í trjáviði. Það er ætlun hans frá daglegu striti, fyrir hvatningu eiginkonunnar, að leggja eitthvað til sköpunarverksins annað en börnin, þeirra börn, það sem er utan við hversdagsleikann, lyftir andanum og fær hljómgrunn í hjörtum manna. Langar raðir af tálguðu fólki, fyrst í gluggakistunni heima til að sjá hvort ekki megi gera betur, snyrta til, pússa og mála, sýna

Flatey

wood. He has a plan – urged on by his wife – to escape his daily toil by making a contribution to creation, other than children – their children. Something that is outside the everyday, elevates the spirit and resounds in human hearts. Long rows of carved people – initially on a window-sill at home, to see whether he could do better, to finish, rub down and paint, and then to exhibit if anyone is interested – even at a gallery, and maybe sell a few. A model of his boat Bjarmi must also be displayed on a pedestal, as well as other boats with which he is familiar – at a distance out at sea, or moored at the boatyard – and he sees them clearly in his mind’s eye as he falls asleep. He is jerked from his reverie as a slight current along the coast pushes the boat into motion. And shortly afterwards he sees the tackle tautening on the port side where an arctic char has bitten on the bait on its way into Eyjafjörður. He lands the fish and lays it under an old sheet of sailcloth to keep it fresh, then heads north of the island to see whether he can find something to lay in salt

The daylight is fading and lowering rainclouds approach fast out of the north as he comes ashore. The catch is not much, and he quickly guts and cleans the fish. He takes a little snuff, then walks unhurriedly up to the house. His wife stands at the door with a pail of milk and a little boy by her side. She smiles at him, and a wave of warmth sweeps through him

The char glitters as it rhythmically thumps against his boot, and behind him lie his dark tracks through the shining damp down to the seashore

síðan ef áhugi er fyrir hendi, jafnvel í safni og selja kannski nokkur stykki. Líkan af Bjarma þarf líka að komast á stall, og fleiri bátar sem hann þekkir af reynslu, í fjarlægð á siglingu eða bundnir í slipp og hann sér þá glögglega fyrir sér þegar hann líður inn í svefninn

Hann hrekkur upp af hugleiðingum sínum þegar veikur straumur við landið ýtir bátnum á stað og stuttu síðar sér hann að það stríkkar á færi bakborðsmegin þar sem bleikja hefur bitið á agnið á leið sinni inn í Eyjafjörð. Hann innbyrðir hana og leggur undir gamalt segl svo hún haldist fersk, tekur svo stefnuna norður fyrir ey til að kanna hvort hann finni ekki eitthvað þar til að salta

Það er farið að rökkva, þungbúin regnský nálgast hratt úr norðri er hann rennir að landi. Aflinn er ekki upp á marga fiska og fljótlegt að gera að honum. Hann fær sér ögn í nefið en gengur svo hæglátlega upp að húsi. Konan stendur fyrir dyrum með mjólkurfötu og dreng sér við hlið, hún brosir til hans og hlý bylgja fer um hann allan

Það glampar á bleikjuna sem slær taktfast við stígvélið og fyrir aftan hann sveigist dökkleit slóðin í glitrandi vætunni niður í fjöru

SKURÐPUNKTUR LISTASÖGUNNAR

Kynni

Það var tilviljun að við Magnhildur kona mín kynntumst Ragnari Hermannssyni (1922–2009) og verkum hans. Við litum við hjá hagleiksmanni á Húsavík árið 2002 og spurðum í lok heimsóknar hvort einhver annar á staðnum ynni í tré. Því var svarað til að sá byggi á dvalarheimilinu Hvammi og verkin hans væru barnsleg. Þetta þóttu okkur góðar fréttir, hjörtun slógu ótt og við ókum á staðinn. Maður á stigapalli sagði að Ragnar væri á göngu í plássinu og óvíst hvenær hann kæmi aftur, en sonardóttir hans sem vann þarna leyfði okkur að kíkja snöggvast inn í stofuna hans. Við stóðum

steini lostin í gættinni því við blasti löng röð af stórfenglegum flokki manna og kvenna í glugganum. Við vorum ekki fyrr komin heim en ég settist niður og skrifaði listamanninum bréf þar sem ég lét í ljós hrifningu okkar á verkum hans og löngun til að koma þeim á framfæri. Stuttu síðar ókum við aftur til Húsavíkur og hittum Ragnar í faðmi fjölskyldunnar, var þar fastsett að Safnasafnið keypti 25 verk og setti upp sýningu á þeim 2003. Hún var að vonum frekar lítil, en áhrifarík, í stórum glerskáp á miðju gólfi sem var miðpunktur salarins. Við  gerðum síðan samning við Ragnar um kaup á fleiri verkum sem færu á veglega sérsýningu við tækifæri. Ég sagði honum að í fjölda þeirra fælist styrkur, gagnrýnin hugsun og yfirsýn, vitnisburður um fjölbreytileg viðfangsefni og hagleik sem ætti sér vart hliðstæðu í menningarsögu okkar Íslendinga. Honum fannst þetta oflof. Ég bætti því við að safninu væri heiður að því að eiga verk eftir hann. Þá hló

hann og sagðist þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni, en hann væri þó oftast einn að tálga eitthvert spýtnarusl í kjallarastofu, það væri einmanalegt til lengdar en samt betra en aðgerðarleysið

Í framhaldinu áætluðum við frekara samstarf og kaup á verkum á veglega

sýningu í nýjum húsakynnum safnsins sem yrðu opnuð 2007. Þá var veiðimönnum Ragnars stillt upp í skáp honum til heiðurs nokkru áður en hann andaðist, og síðar hafa verk hans verið kynnt með ýmsum hætti bæði heima og erlendis. Það er fengur fyrir safnið að eiga svo glæsilegt úrval og raun ber vitni af verkum eftir Ragnar Hermannsson og geta viðhaldið orðstír hans frá einni kynslóð til annarrar. Safnasafnið minnist aldarafmælis hans með sýningu og bók til þess að árétta mikilvægi hans í alþýðulist landsins. Í safneigninni eru 15 sjómenn og 30 víkingar, 46 manns af stærri gerð og 2 bátar. Verkin eru gerð á tímabilinu 1998 til 2008, þau bera engin nöfn og mörg vantar ártal

Handbragð

Það er algengt að fólk sem tálgar í fyrsta sinn höfuðlag í spýtu láti hjá líða að saga til aukastykki og bæta þeim við, eins og þegar gulrót er stungið í hausinn á snjókarli. Þetta á einkum við um þunnan við, farið er ofan í sléttan flöt með járni þar sem skilningarvitin eiga að koma, þau standa ekki út úr kúpunni eins og á lifandi fólki heldur hverfa í lægð. Við það verða andlitin kinnfiskasogin og döpur. Með aukinni þjálfun og reynslu sjá menn að þetta passar ekki og gæta þess að hafa trébútinn efnismeiri svo hægt sé að hafa

INTERSECTIONALITY IN ART

Acquaintanceship

It was quite by chance that my wife Magnhildur and I got to know Ragnar Hermannsson (1922–2009) and his art. In 2002 we called on a craftsman in Húsavík, and at the end of our visit we asked whether anyone else locally was working in wood. The answer was that there was a person living at the Hvammur retirement home, and that his work was childlike. This was welcome news to us, and our hearts were beating fast as we drove there. A man on a landing told us that Ragnar was out for a walk in the village, and they did not know when he would be back. But his granddaughter, who worked there, allowed us a brief look into his room. We stood speechless in the doorway, gazing at a long row of impressive figures of men and women on the windowsill. As soon as we got home I sat down and wrote the artist a letter expressing our delight with his works, and our desire to publicise them. Shortly afterwards we drove back to Húsavík and met Ragnar surrounded by his family. It was decided then that the museum would purchase 25 works and hold an exhibition of them in 2003. The show was, inevitably, rather small, but nonetheless striking, in a large glass cabinet in the centre of the floor, forming the focus of the museum. We then reached an agreement with Ragnar to purchase more of his pieces, which would be displayed in a larger-scale exhibition at a later date. I told the artist that his multitude of works was evidence of strength, critical thinking and extensive knowledge, testimony to diverse subjects and creative skill which was almost unparalleled in the cultural history of Icelanders. He dismissed this as flattery. I added that

it was an honour for the museum to possess works by him. Then he laughed, and remarked that he had to have something to occupy him – but that he was generally on his own, whittling at bits of wood down in the basement. It was lonely, but better than sitting idle

We planned for further collaboration in the future, and purchase of works for a large show on the museum’s new premises, to be opened in 2007. And Ragnar’s fishermen were put on display in his honour some time before his death. Since then his work has been promoted in various ways both in Iceland and abroad. The museum is fortunate to have such a fine collection of Ragnar Hermannsson’s work, and to be able to uphold his reputation from generation to generation. The Folk and Outsider Art Museum marked the centenary of his birth with an exhibition and a book, to underline his place in Icelandic folk art. The collection includes 15 fishermen and 30 Vikings, 46 larger figures and two boats. The works were made between 1998 and 2008. No names or dates are marked on the works, and thus the photographs in the book give no such references

Craft

When a person makes the first attempt to carve the shape of a head in a piece of wood, they will often omit to cut extra pieces to add – as when one makes a snowman, and adds a carrot nose. This applies especially to working in a thin piece of wood: the carver cuts into the flat surface with a blade to create the features; thus they do not project from the skull as on a living person, but sink into the surface. Hence the faces

eðlilegt andlitsfall með utanáliggjandi eyrum, vörum og nefi. Í fyrstu myndverkum Ragnars er fyrrnefnda aðferðin notuð, þau er tvívíð, bakhliðin slétt og skiptir ekki máli því hún snýr að vegg, en fótabúnaður þó sveigður aftur fyrir hæl. Þar eru aðeins þrír litir sýnilegir fyrir utan viðartóna, svartir og brúnir skór og hár, og rauðar neglur og varir. Þetta eru samt fullgild verk, glærlakkaðir frumherjar hans, óframfærin pör með vel greitt hár og fínlega andlitsdrætti. Í grunninn koma hér fram atriði frá námskeiðum sem listamaðurinn sótti en þar er yfirleitt byrjað á flatskurði sem ristir yfirborðið til að fá einhverja fjarvídd, en kafar ekki dýpra í tréð nema þá í annars konar skurðverkum, eins og keðjum þegar hver hlekkur er læstur innan í öðrum Í næstu lotu kveður við annan tón, fólkið er ekki eins stíft í vexti, það hefur stigið út úr efninu ef svo má segja, og þreknað. Það er ennþá reist og beint í baki en hefur fengið mjúkar línur líkamans, fyllri og formfastari, og sterka liti sem draga fram helstu einkenni þess, hárgreiðslan er einfaldari og liðirnir stærri. Það örlar á kímni í einstaka útfærslum, skrautlegir lágvaxnir víkingar í glitklæðum bíða bardaga með spjót, sverð og skildi, og eru engir tveir málaðir eins, nokkrir í hringabrynju, aðrir tilhaldssamir með sinn hvorn lit á skálmum.

Hér beitir Ragnar bragði til að spara vinnu og blekkir auga þess sem skoðar, en kemur

ekki að sök út frá listrænu sjónarmiði:

þar sem skjöldurinn er vantar handlegg og víkingarnir því allir fatlaðir. Hásetar

klæðast skærlitum buxum, rétta út hendur og horfa hvasst á nærstadda. Söngvari með hljóðnema og tvær bakraddakonur

standa hlið við hlið, rjúpnaskyttur eru í felubúningum með langskeftar byssur, smiður og garðyrkjumaður stíga fram með tól sín, þá virðulegar húsfrúr, upphafnir embættismenn og óljósar persónur úr smiðju höfundur. Þetta fólk er með stór kringlótt augu í djúpum tóttum og áberandi bráhár, sumt með óræðan svip líkt og það viti ekki hvernig það eigi að taka athyglinni sem það fær. Á síðara vinnslustigi eru vígalegir veiðimenn með riffla og nýskotna seli við fót, sveigðir í mjöðmum og hnjám, og einn uppábúinn karl tekur dansspor upp tröppur, kannski sjálfsmynd? Skórnir vekja þó mesta athygli enda er leitun á slíkri natni í íslenskri alþýðulist. Þessi flokkur karla og kvenna er eins og hjörð af lífsþyrstum einstaklingum sem treysta á samheldni til að lifa af. Litadýrðin er áþreifanleg vegna lakksins í stærri verkunum, sem glampar af eins og gleri sé brugðið upp til að slá þann út af laginu sem nálgast persónulegt rými meira en góðu hófi gegnir, en minni verk eru mattari og þægilegri á að líta

Listgildi

Hvað er það sem heillar við þessa þrívíðu framsetningu, af hverju laðast fólk að henni þótt það sjái nokkra vankanta á sniði, að heildarútlitið stenst ekki nákvæma skoðun samkvæmt mælikvörðum skólanáms, sem það hefur þó í flestum tilfellum sjálft ekki kunnáttu til að meta? Er það vegna þess að fólk veit að það getur gert eitthvað svipað ef það leggur sig fram og fær samþykki sinna nánustu? Á hörðum listmarkaði eru sýnd og seld verk sem hafa allt til brunns að bera sem sótt er til klassískrar

become sunken-cheeked and sad. As the carver gains more experience they see that this will not do, and take care to use a more massive piece of wood, so that they can achieve more natural facial features with projecting ears, lips and nose. In his earliest works Ragnar applied the former method: they are two-dimensional, with a flat back –which does not matter, as they stand against a wall – though the footwear is carved threedimensionally, including the back. Only three colours are seen, in addition to the natural wood tones: shoes and hair in black and brown, and red nails and lips. These are, nonetheless, fully authentic works – his clear-varnished pioneers, bashful couples with neatly-combed hair and delicate facial features. Essentially these works reflect aspects of woodcarving courses attended by the artist; they generally begin with flat carving, cutting into a surface to achieve some depth, but not delving deeper into the wood, except in other woodcarving projects such as chains made up of interlocking links

At the next stage the approach has changed: the figures are less stiff in structure – they have stepped outside the bounds of the material, so to speak, and grown more sturdy. They remain erect and straightbacked, but they have acquired the soft outlines of the body, fuller and more formalised, and strong colours which bring out their character. The hair-styles are more simple, with bigger locks. There are signs of humour in some of the figures: flamboyant, squat Vikings in bright-coloured clothing wait to do battle, brandishing their spears, swords and shields. No two are painted alike: some

are depicted in chain-mail, others gaudy with the legs of their breeches in different colours. Ragnar uses certain time-saving tricks that deceive the eye while not affecting the artistic impression: where a Viking holds his shield, there is no arm – and so the Vikings are all one-armed men. Fishermen dressed in brightly-coloured trousers hold out their arms and fix a sharp gaze on the onlooker. A singer stands with a microphone in his hand, flanked by two backing singers; hunters out to shoot ptarmigan wear camouflage garments and carry long-stocked shotguns; a carpenter and a gardener make their appearance with their tools, as do dignified housewives, pompous bureaucrats, and undefined individuals imagined by the artist. The characters have large, rounded eyes in deep sockets, and emphatic eyebrows; some have a cryptic expression, as if they do not know how to respond to the attention they are receiving. At later phases Ragnar depicts bellicose hunters, with their rifles, flexed at hip and knee, freshly-shot seals at their feet; and one man dressed for a special occasion is dancing up steps – perhaps a self-portrait?

The shoes, however, are especially interesting – such attention to detail is a rarity in Icelandic naïve art. This crowd of men and women is like a gaggle of individuals with a thirst for life, who have put their faith in solidarity in order to survive. The vibrant colour is tangible due to the varnished finish of the larger works, that shine as if a pane of glass had been raised to confuse anyone who comes too close to their personal space. The smaller works have a more matte finish and are more comfortable to contemplate

Art from the heart

What is the appeal of this threedimensional presentation? Why are people drawn to it, even though they may see some faults in the workmanship, and be aware that the overall impression does not meet the strictest standards of academic training –although in most cases they themselves lack the expertise to judge it?

Is it because people know that they could do something similar, if they made the effort and gained the approval of friends and family? On the over-heated art market, works are shown and sold that offer all that classical art provides, such as correct proportions in an internal framework – a triangle, rectangle or circle – whether the subject is placed on the picture plane with lines that stimulate movement to right or left, perspective to enlarge the space, and colours expertly mixed to achieve consistency across the whole plane. The same is true of freestanding many-sided objects in open spaces, as one form follows another, requiring lightness or weight as appropriate; they have a texture which may be explored with fingers and palms, or where one may rest a cheek to enjoy it, feeling heat or cold according to season; and we may see everchanging light conditions bring it to life, and shadowplay create new images. Is it possible that art that is constructed on such complex principles entails a touch of arrogance, even when it is sincerely created – that it may be off-putting, or contrary to the values or dominant standards of society – that it may not take flight except within a select group of illuminati? This is mentioned because

innovations in art often find it hard to gain acceptance, and it may take a long time for people to recognise their power, digest their content, be reconciled with them, and seek them out for further acquaintance when the hurly-burly’s done and the influence of the new art seeps in. But what of the admiration of trained artists, who have pursued such strict study that it verges on obsession, undertaken endless efforts drawing bones and muscles from live models, and constantly subjected themselves to discipline and practice, to achieve their best? What appeals to them? What does folk art have to offer that charms and attracts them with a magnetic power? It is, firstly, honesty and childlike sincerity which characterise a work – and it is of small importance whether the maker is an angel in human form or a villain. Secondly, a backward look at childhood, nostalgia and reverie, raising the question: what kind of art would I have made, had I not studied? Did I lose something important which is not expressed, and may perhaps have been suppressed through the teaching? Thirdly and lastly, a recognition of every person’s freedom to show what they are capable of, anywhere and any time – to accept the world depicted without criticism, knowing that perfection is out of reach, untouchable by most

Meaning

When the word childlike or naïve is mentioned in the context of art, the mind inevitably turns to childhood and youth, a time before formal parenting, with its does and don’ts, takes control – before study has begun in earnest. At that time the child is unformed,

myndgerðar, svo sem rétt hlutföll í innri grind, þríhyrningi, rétthyrningi eða hring, hvernig inntakið er staðsett á fletinum með línum sem virkja hreyfingu til hægri eða vinstri, fjarvídd til að stækka sviðið og litir sem eru blandaðir af mikilli hind til að fá samræmi yfir allan flötinn. Hið sama gildir um frístandandi hlut með fleiri hliðum í opnu rými, því eitt form tekur við af öðru og gerir kröfu um þyngd eða léttleik eftir atvikum, það hefur áferð sem hægt er að kanna með fingrum og lófum, leggja vanga að og njóta, finna hita eða svala eftir árstíðum, sjá síbreytilega birtu lífga hann við og skuggaspil móta nýja ásýnd. Getur verið að list sem er reist á svo flóknum atriðum feli í sér snert af yfirlæti þótt hún sé unnin af heilindum, sé fráhrindandi eða andstæð gildum og ríkjandi viðmiðum samfélagsins, nái ekki flugi nema innan innvígðra þröngra hópa? Þetta er nefnt vegna þess að nýjungar í myndlist eiga gjarnan erfitt uppdráttar og það tekur oft langan tíma fyrir fólk að finni púðrið í þeim, melta inntakið, taka þær í sátt og leita þær uppi til endurfunda þegar um hægist og áhrifin síast inn. En hvað þá um aðdáun lærðra listamanna sem hafa stundað svo strangt nám að það jaðrar við meinloku, lagt á sig ómælt erfiði að teikna bein og vöðva samkvæmt fyrirmyndum, agað sig stanslaust og þjálfað uns ekki verður betur gert? Hvað hrífur þá? Hvað hefur alþýðulistin að bjóða sem heillar og dregur að sér eins og segull? Það er í fyrsta lagi heiðarleiki og barnsleg einlægni sem er aðalsmerki verks, og skiptir þá litlu hvort höfundur sé engill í mannsmynd eða þorpari. Í öðru lagi endurlit til æsku, eftirsjá

og dreymni með spurningunni: Hvers konar listaverk hefði ég búið til ef ég hefði ekkert lært, glataði ég einhverju mikilvægu sem kemur ekki fram og hefur ef til vill látið undan síga í kennslunni? Í þriðja og síðasta lagi þá er það viðurkenning á frelsi hvers og eins til að láta ljós sitt skína hvar og hvenær sem er, samþykkja þann heim sem birtist án gagnrýni, vitandi það að fullkomleikinn er handan seilingar, flestum ósnertanlegur

Merking

Þegar orðið barnslegt eða næft er nefnt í sömu andrá og myndlist þá leitar hugsunin ósjálfrátt til bernsku og æsku, tímabils

áður en fastmótað uppeldi með boðum og hefðum nær sér á strik, áður en nám hefst fyrir alvöru. Þá er barnið ómótað og bregst við umhverfi, fólki og dýrum á allt annan hátt en síðar verður, og þegar það byrjar að krota er lítil meining sýnileg þótt hún sé staðhæfð með sannfæringarkrafti. Þegar mannsmynd birtist í teikningu er hún frekar tákn en nákvæm útlistun á fyrirmynd. Eldri börn og þau sem ná ekki að þroskast með eðlilegum hraða eða stöðvast á þeirri braut eiga það sameiginlegt að búa til myndir sem falla ekki að því sem haft er fyrir satt, útlimir eru of langir eða stuttir, hlutföll skökk, en samt eru þær ásættanlegar og vekja gleði foreldra og ættingja. En inntak orðsins bernskt í myndlist er allt annað, það orð hefur sértæka merkingu, er tekið alvarlega og gefur ákveðin fyrirheit vegna þess að það á sér rætur í glöggu auga einstaklings sem hefur lifað innihaldsríku lífi og tekið út sæld og sorg. Það orð vex samkvæmt tilfinningu hjartans þegar viðfangsefni er

and responds to their surroundings, people and animals quite differently from when they are older. When they start to scribble and draw, little meaning is evident, even if the child fervently maintains the contrary. When a human figure is drawn, it is more a symbol than a precise depiction of the subject. Older children, and individuals who do not develop in the usual way, or are halted somewhere along the way, share the quality of making pictures that do not confirm with what is taken to be correct: the limbs are too long or too short, the proportions distorted, yet the works are acceptable, and they bring pleasure to parents and other members of the family. But the significance of the word childlike/ naïve in art is something else entirely. It has acquired a specialised meaning with a serious significance, and entails a certain promise, because it springs from the clear eye of an individual who has lived a meaningful life and experienced joy and sorrow. The word expands in keeping with the heart’s response when a subject is interpreted with sensitivity, understanding and experience. This is art which springs up spontaneously, generally known as folk art, which has in recent years gained growing recognition from art lovers who have learned to admire it – and it has one fixed place of its own in Iceland: Safnasafnið – the Folk and Outsider Art Museum – where such art has loyal followers and always makes a strong impression

Origins

Why does an individual decide to make art? Is it an inner drive that emerges from nowhere? A desire to express something

important? To maintain one’s place within the family due to childhood influences? To win fame with ease, if that possibility exists? To make something because the person has nothing else to do and wants to fill the emptiness in their life? To undertake a challenging task just for the enjoyment, without concern about the outcome? It is hard to say, but chance very often plays a part, when an individual works with some material, and discovers that they like the activity. Other factors may contribute: for instance some event that affects the person in such a way that their response is a need to express themselves in visual form to express their recent experience. It may be a severe trauma which so haunts the mind that it become necessary to alleviate the bitterness and pain, to calm the emotional uproar and cleanse the mind. But whatever the reason, it has a positive impact upon the process, and whether anything results from it and achieves its purpose. Many different factors contribute to the success or failure of the project – whether it expresses the heart of the matter, and has sufficient appeal to capture the attention of the observer so that they instantly accept it, and may even be tempted to acquire the work

Folk artists approach their works in diverse ways, and they may be classified into categories: they may be responding to traumatic experience, as discussed above; or devote themselves to prettiness and decoration without much reflection; portray phenomena and tell tales of daily life; they go with the flow without worrying about the outcome. The best artists develop their own style and raise themselves up above

Ragnar Hermannsson árið 1940, þá 18 ára Ragnar Hermannsson in 1940, at the age of 18

the mundane, they bring out what matters to them – which exalts their names for many years to come, for they have attained the dignity of being taken into people’s hearts

When an artist acquires a special status and the admiration of others, as Ragnar Hermannsson has done, the trick is to maintain that place: to attract and rebuff, to be tactful and at the same time importunate. Such an artist arouses compelling feelings by appearing, bringing something fresh, something that has not been seen before, while also leaving room for others who are waiting to show what they can do

Personality

As indicated above, childlike works of art do not necessarily arise from a childlike mind: cases are known of people who pose a real danger to themselves and others, but who create such delightful works of art that no-one could do better, with regard to appearance and content. This subject deserves special study. Then there are artists who make such simple works that they almost seem to seek to minimise the material and time used – yet they are in fact mirrors of the soul, often repeated themes in a long series of works in which hardly any differences are discernible. Art of such naïveté is disconcerting for many, as it is sincere and vulnerable; it may be honoured in museums, or handed to infants to play with until it finishes up in the bin

There are exceptions to the unwritten rule of a personal style – trained artists who constantly challenge themselves, test their limits and present new ideas in every work. They care nothing for the opinions of others,

are not interested in the limelight, do not give way to pressure to conform with the latest thing, but go their own way, with no hesitation and utterly focussed. But when their oeuvre is examined it transpires that ideology and practice have gone hand-inhand from the first work to the last, with no inconsistencies in a wide-ranging career. In continuation of these musings, it is fitting to mention those who do not find their right place, but are always searching for something special which will help them towards fame and fortune. They are not of independent mind, and do not trust their own judgement or self-criticism, but are influenced by others and unconsciously adopt their achievements. Then it is but a short step to those few who simply copy others without contributing anything of their own, except for minor alterations in order to avoid being sued for plagiarism or theft

Background

Ever since Iceland was first settled in the middle ages, creative people have been delving into their souls and creating works that are not grounded in study or training –as for much of Iceland’s history there were no schools to teach the principles, so each person had to rely upon their own instincts and knowledge gleaned from others. The Sagas of Icelanders tell of the longhouses of the settlement era, whose walls were hung with textiles: embroidered wall-hangings that concealed the turf and rock of the walls and provided insulation against the cold. These hangings or reflar were decorated in the Romanesque style, recounting stories and

túlkað af næmleika, skilningi og reynslu. Þetta er sú myndlist sem er sjálfsprottin, oft kölluð alþýðulist, og hefur á undanförnum árum rutt sér til rúms við aukna eftirtekt listunnenda og hrifningu þeirra, og á sér einn fastan samastað í landinu: Safnasafnið, þar sem alþýðulistin á sér trygga aðdáendur og vekur ávallt mikla athygli

Tilurð

Af hverju ákveður einstaklingur að skapa listaverk. Er það innri þörf sem brýst fram upp úr þurru? Löngun til að koma einhverju áríðandi á framfæri? Halda í horfinu innan ættar sinnar vegna áhrifa í æsku? Vinna sér til frægðar með auðveldum hætti ef sá möguleiki er fyrir hendi? Búa til eitthvað vegna þess að viðkomandi hefur ekkert annað fyrir stafni og þarf að fylla upp í tómarúm í lífi sínu? Takast á við krefjandi verkefni af einskærri gleði án þess að gera sér grillur um útkomuna? Það er erfitt að segja, en oftast er um tilviljun að ræða þegar einstaklingurinn föndrar í efni og uppgötvar að viðfangsefnið fellur að smekk hans. Ef til vill liggja aðrir samverkandi þættir að baki, til dæmis einhver atburður sem þrýstir á svo það myndast sterkt viðbragð til að tjá sig á myndrænan hátt og túlka nýfengna reynslu. Það getur verið alvarlegt áfall sem leitar svo stíft á hugann að þörf skapast til að aflétta biturð og sársauka, koma lagi á tilfinningarótið og hreinsa hugann. En hver sem ástæðan er þá hefur hún jákvæð áhrif á ferlið og það hvort eitthvað verður úr verki og nær tilgangi sínum.

Það er undir ýmsu komið hve góð útkoman er og hvort hún tjái kjarnann, hafi næga

útgeislun til að hrífa þá sem skoða svo þeir samþykkja hana strax, falla jafnvel í freistni og vilja eignast verkið

Alþýðulistarmenn nálgast verkefni sitt með ýmsum hætti og má skipta þeim í flokka: þeir bregðast við erfiðri reynslu eins og þegar hefur verið lýst, helga sig sætleik og léttu skreyti án mikilla pælinga, lýsa fyrirbærum og segja sögur úr daglegu lífi, þeir fylgja straumnum og þeim fyrirmyndum sem bjóðast án þess að skeyta um útkomuna. Bestu listamennirnir þróa með sér sérstakan stíl og hefja sig upp yfir hið almenna, skapa það sem skiptir þá máli og heldur nafni þeirra á lofti um ókomna tíð, því þeir ná þeim hæðum að setjast að í hjörtum annarra

Ef listamaður nær sérstöðu og aðdáun annarra, eins og Ragnari Hermannssyni tekst, þá felst galdurinn í því að viðhalda henni, laða að og ýta frá, vera varfærinn og nærgöngull í senn. Hann vekur upp áleitnar tilfinningar með því að birtast með ferskleik í farteskinu, eitthvað sem hefur ekki sést áður, og gefur um leið öðru fólki svigrúm sem bíður þess að sanna sig

Persónuleiki

Eins og ýjað er að hér að framan er ekki víst að alltaf fari saman barnsleg listaverk og barnslegt hugarfar, til eru dæmi um stórhættulega menn, sjálfum sér og öðrum, sem skapa svo yndisleg verk að ekki verður komist nær í útliti og inntaki. Hlýtur það að vera sérstakt rannsóknarefni. Þá eru það þeir sem búa til svo einföld verk að það jaðrar við nísku á efnivið og tíma, en þau eru í rauninni spegill sálarlífsins, oft

endurtekin stef í langri runu verka þar sem munurinn er vart greinanlegur. Svo bernsk list slær marga út af laginu því hún er einlæg og berskjölduð, annað hvort er hún höfð í hávegum á söfnum eða hún er látin í hendurnar á óvitum til að leika sér að og endar í ruslinu

Þá má nefna undantekningar frá óskráðri reglu um sjálfstæðan stíl, lærða listamenn sem ögra sér sífellt, reyna á þanþolið og kynna nýjar hugmyndir í hverju verki. Þeir skeyta ekki um álit annarra, hafa ekki áhuga á sviðsljósinu, láta ekki undan þrýstingi um fylgispekt við það sem er efst á baugi heldur fara sínu fram, hiklausir og einbeittir. En þegar heildar höfundarverk þeirra er skoðað sést að hugmyndafræði og úrvinnsla helst í hendur frá fyrsta verki til hins síðasta, þannig að hvergi skeikar í víðfeðmu starfi. Í framhaldi af þessum hugleiðingum er við hæfi að nefna þá sem finna ekki fjölina sína en leita stöðugt að sérstöðu sem gæti nýst þeim á framabraut. Þeir eru ósjálfstæðir og treysta hvorki dómgreind né sjálfsgagnrýni en verða fyrir áhrifum frá öðrum og tengja óafvitandi í eigin verk. Þá er stutt í þá fáu sem taka beint upp eftir öðrum án þess að leggja nokkuð til nema örlitlar breytingar til að sneyða hjá lögsókn um eftirhermu eða stuld

Bakgrunnur

Alveg frá upphafi byggðar í landinu hefur skapandi fólk kafað ofan í sál sína og búið til myndir sem styðjast ekki við nám, enda engir skóla til að kenna fræðin, og því hefur hver og einn þurft að treysta

á eigið brjóstvit og þekkingu annarra.

Íslendingasögur segja frá tjölduðum skálum

landnámsmanna, útsaumuðum dúkum eða reflum sem voru notaðir til að hylja torf- og grjóthleðslur og gera híbýli manna hlýlegri. Þessar myndir munu hafa verið í rómönskum anda og sýnt minnisstæða viðburði. Þá var ekki í boði að kryfja lík og skoða hvernig bein liggja eða tolla í liðum eða hvernig vöðvar grípa hver í annan með festingum og mynda þá heild sem blasir við. Þannig er ástatt fram á 15. öld í Suður-Evrópu, en leiknin kemur smám saman af nánari kynnum við tilraunir og samanburð. Verk fyrir þann tíma, allt frá falli Rómarveldis, þegar kunnáttan glatast vegna hnignunar og slælegrar eftirspurnar, eru í rauninni alþýðulistarverk þótt söguhöfundar þess tíma sjái eðlilega ekki muninn. Þau bera með sér blæ af einlægni og hispursleysi og krefjast ekki annars en að vera viðurkennd af samtíma sínum, og er Ísland þá ekki undanskilið. Þar af leiðandi eru þau fullgild í listasögu heimsins, misháar vörður í margbreytilegri gerð og kalla til fólks hvert með sínum sérstaka hætti. Hérlendis hafa þessi verk fangað eftirtekt manna og liðið inn í vitund þeirra eins og hæglátt síki þokast áfram á engi. Fyrir það ber að þakka. Í hvert sinn sem nýr einstaklingur stígur stoltur fram og kynnir verk sín lengir hann röðina sem myndaðist í árdaga byggðar þegar öndvegissúlurnar námu land, fyrstu skúlptúrarnir. Sá stóri hópur nærir þjóðina með list sinni og styrkir sjálfsvitund hennar

Umbreyting

Um siðaskiptin 1550 verða hvörf á myndlist íslensku þjóðarinnar, Lútherstrúin bannar tilbeiðslu líkneskja en málverk fá

historical events. In those days cadavers were never dissected in order to discover the position of bones and how they lie in the joints, or how muscles are interconnected by tendons, forming the whole we see. That remained the case until the 15th century in southern Europe, when skill gradually increased, by experiment and comparison. Works from that era, from the fall of the Roman Empire when artistic skills were lost due to decline and lack of demand, are in essence folk art, although the saga-writers of the time naturally did not see them that way. They have an ambiance of sincerity and artlessness, and ask no more than to be recognised by their contemporary times; and Iceland is no exception. Hence the works deserve their place in art history – monuments of variable height and diverse form, calling out to people, each in its own way. Here in Iceland these works have captured people’s attention and seeped into consciousness, as the slow-flowing water of a ditch meanders across a meadow. And for this we should be thankful. Every time a new person steps proudly forward to present their art, they add to the sequence that begins at the dawn of Icelandic history when the first sculptures came ashore – the carved highseat pillars of the settler Ingólfur Arnarson, which he cast overboard, invoking the Norse gods to choose where he should make his home in the new country. That long sequence of works nourishes the nation with its art, and reinforces our sense of identity

Transformation

The Reformation of the mid-16th century marks a turning-point in the art of the Icelan-

dic nation. Under Lutheranism, veneration of images of holy figures (“idolatry”) was forbidden, but it remained permissible to depict crucial scenes such as the Last Supper and the Crucifixion. Harsh reality was superseded by freer themes, and makers turned their attention to more commonplace subjects. Embroidery was a popular activity over the centuries among gentlewomen and the wives of prosperous farmers, whose needlework was memorialised in annals and other narratives. Icelanders travelled widely by the standards of the time, and brought home influences from foreign cultures that were applied in art; methods, materials and techniques. They were, however, like most inhabitants of northern Europe, far from experiencing or understanding the changes that were taking place in art farther south. The church is conservative by nature, and would not admit anything that might damage its reputation, overthrow its exalted ideology, or discredit its doctrines and relentless propaganda that obstructs all innovations that may harm it – not least in the arts

No reference is made here to the young men who studied in Copenhagen in the mid-19 th century; their works are strongly tinged with academicism, and they offer nothing unique – unlike the works of artists who acquired knowledge through insight and experience. Thus they did not produce truly creative art, except in the case of Sölvi Helgason 1820–1895) of Skagafjörður – within the limitations of his life as a vagabond artist, and the officials who obstructed him wherever he went. Sölvi’s floral pictures with an admixture of human elements

Ragnar Hermannsson með tvær tréstyttur sínar. Myndin er tekin á dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík. Ragnar Hermannsson with two of his carved wooden figures. The photo was taken at the Hvammur retirement home in Húsavik. Ragnar Hermannsson við opnun sýningar sinnar í Safnasafninu árið 2007 Ragnar Hermannsson at the opening of his exhibition at Safnasafnið in 2007

áfram að lýsa innfjálgum viðburðum, síðustu kvöldmáltíðinni og krossfestingunni.

Í staðinn fyrir bitran alvarleika koma frjálslegri þemu og menn beina sjónum sínum að hversdagslegri efnum. Útsaumur er mikið iðkaður fram eftir öldum af hefðarkonum og betur stæðum húsfreyjum, kunnar í annálum og frásögnum. Landsmenn ferðast mikið, eftir þeirra tíma mælikvarða, og flytja heim áhrif framandi menningar sem þeir nýta til myndgerðar, aðferðir, efni og tækni.

Þeir eru þó, eins og flestir íbúar NorðurEvrópu, langt frá því að sjá eða skynja þær breytingar sem verða í myndlist sunnar

í álfunni. Kirkjan er íhaldssöm og hleypir engu að sem getur skaðað orðspor hennar, velt úr sessi háleitu hugmyndakerfi, varpað rýrð á kennisetningar hennar og stöðugan áróður sem spornar gegn nýjungum sem geta skaðað hana, ekki síst í listum

Í þessum texta er ekki fjallað um þá ungu menn sem lærðu í Kaupmannahöfn um miðja 19. öld, verk þeirra bera sterkan blæ af skólavinnu og hafa enga sérstöðu, ólíkt þeim sem öfluðu sér þekkingar af innsæi og reynslu. Þess vegna er ekki um eiginlega sjálfsprottna myndsköpun að ræða nema hjá Sölva Helgasyni (1820–1895) í Skagafirði, með þeim takmörkunum sem líf hans setur henni, sem og þeir valdsmenn sem ríkja hvar sem hann fer um landið. En blómamyndir hans með ívafi af fólki heilla enn og mynda heilsteypta arfleifð. Jón bóndi Bjarnason (1791–1861) frá Þórormstungu í Vatnsdal teiknar afbrigðilegar manngerðir, gróður og kynjadýr, og hafa fræði hans verið rannsökuð og gefin út myndskreytt. Benedikt Gröndal

(1826–1907) í Reykjavík teiknar og litar fugla og spendýr og eru verk hans til í veglegum útgáfum. Hjálmar Jónsson (1796–1875)

skáld frá Bólu í Skagafirði verður velþekktur fyrir útskurð sinn á nytjahlutum. Sigurður Guðmundsson málari (1833–1874) í

Reykjavík býr til leiktjöld, málar altaristöflur og teiknar andlitsmyndir, Sveinungi

Sveinungason (1840–1915) frá Lóni í Kelduhverfi teiknar dýr og menn og Guðlaugur

Magnússon (1848–1917) sem bjó lengst af í Vesturheimi teiknar 23 litmyndir við söguefni Njálu. Sumir þessara myndlistarmanna fá tilsögn en flestir læra af sjálfum sér og öðrum og fara eftir fyrirmyndum úr bókum. Í hópnum er engin kona vegna þess að á síðari öldum er myndhefð þeirra að mestu leyti tengd fatnaði, dúkum og tjöldum, sem fellur illa að hugmyndum karlmanna um listræn tilþrif, en til að brjóta upp einhæfnina verður ein þeirra nefnd hér, Sigurlaug Gunnarsdóttir (1818–1905) húsfreyja í Ási

í Hegranesi í Skagafirði, sem er leiðandi í búningasaumi um áratuga skeið og hefur mikilvæg áhrif á líf og list kvenna

Af þessum sterka meiði er Ragnar

Hermannsson sprottinn, vaxinn inn í samfélag manna sem fylgja hugboði sínu í vissu um eigið ágæti og takast fagnandi á við hverja ögrun sem býðst í daglegu amstri og lyftir andanum á kreik. Þegar horft er yfir myndsköpun hans sést hve sterk og karlmannleg verk hans eru, þau eru vitnisburður um hagleik sem hefur lifað með þjóðinni og er gildur hluti af menningararfi hennar fyrr og nú

remain enchanting today, and constitute a consistent legacy. Farmer Jón Bjarnason (1791–1861) of Þórormstunga in Vatnsdalur drew strange human forms, vegetation and fantastical beasts; his writings have been studied, and published in illustrated editions. Naturalist and author Benedikt Gröndal (1826–1907) of Reykjavík drew and painted pictures of birds and mammals which have been published in fine editions. Folk poet Hjálmar Jónsson (1796–1875) of Bóla, Skagafjörður, earned renown for his carved wooden household objects. Sigurður Guðmundsson “the Painter” (1833–1874) of Reykjavík made theatre backdrops, painted altarpieces and drew portraits. Sveinungi Sveinungason (1840–1915) of Lón, Kelduhverfi, drew both people and animals; and Guðlaugur Magnússon (1848–1917), who lived most of his life in the New World, drew 23 colour pictures of scenes from the Saga of Njáll. Some of these artists had received lessons, but most were self-taught, learning from themselves and others and from books. The group includes no women, because in recent centuries women’s art traditions

related mainly to making garments and other textiles – which was inconsistent with male ideas of what art should be. But the monotonous ranks of males are broken up here by one such needlewoman: Sigurlaug Gunnarsdóttir (1818–1905), mistress of Ás at Hegranes in Skagafjörður, who played a leading role in the revival of Icelandic national dress for women and was a major influence on women’s life and art

Ragnar Hermannsson springs from this strong tradition, an integral part of a community of people that follow their instincts in conviction of their own merit, and happily take on all challenges in daily life that serve to elevate the spirits. When we look back over his art, we see how strong and masculine his works are: testimony to a craftsmanship that has been handed down by the nation, and is an authentic element of its cultural heritage in past and present

Ragnar Hermannsson hengir upp fiskifeng í þurrkhjalli sínum Ragnar Hermannsson hangs his catch to dry in a fish-drying shack
Frá sýningu 2022 / From the exhibition 2022

Útgefandi / Publisher

Safnasafnið

Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Svalbarðsströnd, 601 Akureyri www.safnasafnid.is

© Safnasafnið 2022

Ritstjóri / Editor

Unnar Örn J. Auðarson

Texti / Text

Níels Hafstein

Þýðing / Translation

Anna Yates

Prófarkalestur / Proof

Anna Yates, Harpa Björnsdóttir

Ljósmyndir / Photographs

Daníel Starrason, Harpa Björnsdóttir, Magnhildur Sigurðardóttir, Ljósmyndasafn Þingeyinga

Forsíða / Cover

Ragnar Hermannsson (1922–2009)

Hönnun / Design

Ármann Agnarsson

Prentun / Printing

Litróf

Letur / Fonts

Graphik Regular & Medium

Pappír / Paper

G Print 170 gr. / Amber graphic 240 gr.

Upplag / Edition

300

Allar ljósmyndir, listaverk, texti og annað efni er verndað skv. íslenskum og aþjóðlegum höfundarréttarlögum. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfunda og útgefanda. All photographs, artworks and text are protected under Icelandic and International Copyright Conventions. All rights reserved, including the right to reproduce this book or any portions thereof, in any form, except for brief quotations in a review or by written permission by the authors and publisher.

ISBN 978-9935-9517-3-1

Þakkir / Thanks

Myndlistarsjóður, Kristín Ómarsdóttir og fjölskylda

Safnasafnið var stofnað árið 1995 og er staðsett á Svalbarðsströnd við  Eyjafjörð. Höfuðmarkmið þess er að safna, rannsaka, sýna og varðveita sjálfsprottna alþýðulist. Hefur safnið vakið athygli fyrir frumlega sýningarstefnu þar sem verkum leikra og lærðra er teflt saman af hugviti og frumleik. Sýnisbók safneignar VII um Ragnar Hermannsso er sjöunda sýnisbókin þar sem verkum úr safneign Safnasafnsins er miðlað til stærri hóps en gesta safnsins, með það að markmiði að auka veg og hróður íslenskrar alþýðulistar.

The Icelandic Folk and Outsider Art Museum, founded in 1995, is located  at Svalbarðsströnd by Eyjafjörður in North Iceland. The museum’s main  objective is to collect, research, exhibit and preserve folk and outsider art. The museum has been acknowledged for its original exhibition policy,  where all forms of visual art are celebrated, whether made by professional  or self-taught artists. Showcase VII on Ragnar Hermannsson is number seven in a series of books introducing the museum’s collection to the  broader public, the objective being to cast light on Icelandic folk and  outsider art and claim the recognition it deserves.

Safnasafnið

Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.