Leynigarðar / Secret Gardens

Page 1

Safnasafnið / Icelandic Folk and Outsider Art Museum
Sýnisbók safneignar Showcase Leynigarðar Secret Gardens

Sýnisbók safneignar VI Showcase VI

Leynigarðar Secret Gardens

Safnasafnið / Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Leynigarðar Secret Gardens

Safnasafnið / Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Metamorphosis

I lie out on sun-baked moorland watching a tiny flower stretch upward by one of my eyes, as if it wants to see its reflection in the depths as it grows and explore what is beyond and whether it offers some promise of what is to come, or what there may be there to rejoice over, or to fear as applicable, for the radiance is hazy, like a drop rocking on a leaf.

I lie in cooling withered grass and cannot see the moon for the vegetation that shrouds me, for the little flower has devoted my life to itself and draws nourishment from my body by continually inserting numbing shoots into the flesh and thrusting them inward until the blood vessels yield, then sucking the juice from them and nibbling at the flesh, with no care for my silent screams of pain in the darkness.

I lie on the frost-battered moor, hoping the sun will soon rise over the peaks and its rays touch me before long, warming me a little after the bitter icy-cold of the winter night that cuts me to the bone with its sharp edge which is not blunted, but spurs me onward in the constant desire to make something enigmatic and unique that will mesmerise the wakeful art world.

I rise above the land as the trunk of a tall tree which differs from other trees I know, for it lives in fertile soil and entices rhizopods which develop in porous compost with crazed earthworms that burrow narrow passages for fragrant, warm oxygen, and I rejoice in the energy that suffuses me, reawakening me to life to delight the world.

I rise above the land as the trunk of a tall tree with dense branches of varying length, and spread myself, utterly free in the healthy air with views in all directions across the undulating land to the mountains and the distant clouds, which cast their light shadows over diverse species of flowers, and when the hot rain cascades down the buds burst open, emitting a range of importunate scents into the future and alluring those cheerful souls who worship creativity.

Umbreyting

Ég ligg í sólheitum móa og horfi á smágert blóm teygja sig upp við annað augað eins og það vilji spegla sig í djúpi þess um leið og það vex og kanna hvað sé handan skjásins og hvort hann gefi fyrirheit um það sem koma skal og hvað sé þar að gleðjast yfir eða óttast ef sú er raunin því glampinn er óskýr eins og dropi sem vaggar á laufi

Ég ligg í kólnandi sinu og sé ekki tunglið fyrir gróðri sem þekur mig því blómið smáa hefur helgað sér líf mitt og nærist á líkamanum með því að stinga sífellt nýjum deyfandi sprotum í hörundið og þrýsta þeim innar uns æðarnar gefa eftir og sjúga úr þeim safann og narta í holdið en skeyta ekki um hljóðlaus sársaukavein mín í myrkrinu

Ég ligg í frostbörðum móa og vona að sólin fari að rísa upp yfir tindum og nái að skína á mig sem fyrst svo mér hlýni aðeins eftir biturt ískul vetrarnæturinnar sem sker mig inn að beini með hvassri egg sem sljóvgast ekki heldur brýnir mig til verka í stöðugri þrá að búa til eitthvað illskiljanlegt og einstakt sem dáleiðir andvaka listheiminn

Ég rís yfir landið sem stofn á háu tré sem er ólíkt öðrum trjám sem ég þekki því það lifir í frjóum jarðvegi og nær að draga til sín angalýjur sem þroskast í gljúpri gróðurmold með vitfirrtum ánamöðkum sem ryðja grannar brautir fyrir ilmandi hlýtt súrefni og ég fagna kraftinum sem hríslast um mig og vekur mig til lífs á ný að heilla veröldina

Ég rís yfir landið sem stofn á háu tré með þéttofnar mislangar greinar og breiði úr mér fullkomnlega frjáls í heilnæmu lofti með útsýn til allra átta yfir bylgjandi landið til fjalla og fjarlægra skýja sem kasta léttum skuggum sínum á tegundafjölda blómanna og þegar heitt regnið fossar springa knúpparnir út og senda frá sér margvíslega áleitna angan inn í framtíðina og lokka til sín þær glaðværu sálir sem tilbiðja sköpunargáfuna

Gróður jarðar og hugarflugs

Vorið 2020 var sett upp sýningin Gróður jarðar og hugarflugs, í meginatriðum unnin úr safneign, í þeim tilgangi að kynna listaverk og gripi eftir sem flesta höfunda, hugmyndir þeirra, aðferðir og efnisval. Nokkrum var boðið að senda inn framlag. Á sýningunni voru alls 115 verk og gripir eftir 40 konur og 36 karla, en 16 verk eftir ókunna höfunda. Sum verkin í eigninni eru þess eðlis að þau eiga varla erindi nema ákveðið þema ríki því þau standa ekki sjálfstæð, en eðlilegt þótti að gefa þeim tækifæri því stundum bera þau með sér eitthvað óvænt sem styður við áhrifaríkari verk. Fjallað var um tún, úthaga, þúfur, tré og runna, blóm, ávexti og grænmeti. En þó gróðurinn væri í aðalhlutverki voru verkin ekki einskorðuð við hann, því menn og dýr komu við sögu í nálægð augans eða fjarvídd landslagsins. Þá bjó ýmislegt óvænt að baki eða beið innan seilingar. Settar voru fram andstæður og samstæður, stærðir, form, litir, slétt og gróf áferð, til að fá heild á hvern vegg, sem tengdist svo með áherslum og sjónlínum sem þjöppuðu verkunum saman og veittu gestum safnsins margslungna upplifun.

Á sýningunni voru blek-, blýants-, krítar- og pennateikningar, samanbrotinn og útskorinn pappír og pappi, stafræn grafík, djúpþrykk, málverk, lifandi jurtir, útsaumsmyndir, bókverk, afsteypur, gjörningur, leirverk, tálguverk, mannshár, ljósmyndir, perluplattar, kuðungar, klippimyndir, hekl, leður, trjágreinar, bútasaumur, bast, plasticine, lágmyndir, spiladós, málaður kistill og annar útskorinn.

Sýnisbók safneignar VI, Leynigarðar, er að miklu leyti byggð á sýningunni en bætt við nýjum aðföngum úr safneign og myndum af blómarækt inni og úti til að gefa fyllri mynd af viðfangsefninu.

Fruits of Earth and Imagination

In the spring of 2020 the exhibition Fruits of Earth and Imagination was set up, drawing predominantly on the museum’s collection, with the objective of showcasing art works and objects by a large number of artists and makers, and their ideas, methods and the materials they work with. Some of them were invited to submit works to the show. The exhibition totalled 115 works and objects made by 40 women and 36 men, with 16 pieces by unidentified makers. Certain pieces in the collections are of such a nature that they hardly belong on display, except within the context of a specific theme, as they cannot stand alone. But they deserve to be given an opportunity, as they may offer an unexpected element that serves to support some more spectacular piece.

The works took as their subjects grassfields, pastureland, tussocks, trees and bushes, flowers, fruits and vegetables. But, while vegetation took centre stage in the exhibition, that was not its sole focus, as humans and animals also featured – in the proximity of the eye or the perspective of the landscape. And behind, or within reach, lurked the unforeseen. Opposites and parallels were presented – sizes, shapes, colours, smooth or rough textures, to establish unity on each wall, establishing connections throughout the space via accents and sightlines, bringing the works together and providing the visitor with a multifaceted experience.

On display were drawings in ink, pencil, pastel and pen, paper and carton works, digital graphic works, intaglio, acrylic paintings, living plants, embroidery, book art, casts, watercolours, performance, pottery, carvings, human hair, photographs, fused-bead art, seashells, collages, crochet, leather, tree-branches, patchwork, basketwork, plasticine, bas-reliefs, a music box and a painted chest.

Showcase VI: Secret Gardens is based largely on that exhibition, with the addition of new acquisitions to the collections, and photographs of the flowers that are cultivated inside the museum and outside, in order to give a fuller picture of the subject.

Frá sýningu 2020 / From the exhibition 2020

María Jónsdóttir (1918–2021)

Án titils og ártals / Title and year unknown Klippimynd / Cut paper

Rósa Sigrún Jónsdóttir

Grös / Herbs, 2016

Heklað og málað garn / Croched and painted yarn

Hrefna Sigurðardóttir (1920–2015)

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blýantur og vaxlitir á við / Pencil and crayons on wood

Eggert Pétursson

Án titils / Without title, 2003

Ljósmynd / Photograph

Ingvar Ellert Óskarsson (1944–1992)

Án titils og ártals / Title and year unknown Vatnslitur á pappír / Watercolour on paper

Einar Jón Eyþórsson (Eijó) (1961–2008)

Án titils og ártals / Title and year unknown

Túss á pappír / Tusche on paper

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Kertastjaki / Candlestick, Án ártals / Year unknown

Málaður leir / Painted clay

Bjarni H. Þórarinsson (Dr. Vísi)

Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur)

Dúxamódelið / Duxmodel, 2001

Stafrænt prent / Digital print

Vigdís Kristjánsdóttir (1905–1981)

Án titils og ártals / Title and year unknown

Þekjulitir á pappír / Gouache on paper

Páll Garðarsson

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blandað efni / Mixed media

Leó Anton Árnason (Ljón norðursins) (1912–1995)

Án titils og ártals / Title and year unknown

Trélitir á pappír / Coloured pencils on paper

Jenný Karlsdóttir

Jólatré / Christmas tree, 2001

Samanbrotinn pappír / Folded paper

Svanhildur Jóhanna Þorsteinsdóttir (1916–1989)

Telpukjóll / Girl’s dress, 1949 Útsaumur / Embroidery

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Veggstykki / Wall hanging, Án ártals / Year unknown Útsaumur / Embroidery

Sigurður Einarsson (1918–2007)

Án titils / Title unknown, 2002

Blýantur og tússlitir á pappír / Pencil and feltpen on paper

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Púðaver (hluti) / Cushion cover (detail)

Án ártals / Year unknown

Útsaumur / Embroidery

Svanhildur Eggertsdóttir (1911–2002)

Án titils og ártals / Title and year unknown

Málað gifs / Painted plaster

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Puntuhandklæði / Decorative tea-towel, Án ártals / Year unknown Útsaumur / Embroidery

Pieter Holstein

Andere Wegen / Ólíkar leiðir / Different Roads, 1980

Vatnslituð grafík / Coloured etching

Jan Voss Selbstverständlich / Að sjálfsögðu / Of course, 1980 Offset-þrykk / Offset proof press

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Púðaver / Cushion cover, Án ártals / Year unknown Útsaumur / Embroidery

Gunnar Sigfús Kárason (1931–1996)

Án titils og ártals / Title and year unknown

Þekjulitir á pappír / Gouache on paper

Bútasaumur

Laufey Vilhjálmsdóttir (1879–1960) Án titils og ártals / Title and year unknown / Patchwork Vimla Dutt Kali, Án ártals / Year unknown Blek á pappír / Ink on Paper Sölvi Helgason (Sólon Íslandus) (1820–1895) Kona og tveir menn í blómahafi / Woman and two profiles of men among flowers, Án ártals / Year unknown Blýantur, blek og vatnslitir á pappír / Pencil, ink and watercolours on paper

Áslaug Ásgeirsdóttir

Án titils og ártals / Title and year unknown Filt, útsaumur / Felt, embroidery

Rúna Þorkelsdóttir

Pappírsblóm / Paperflowers, 1996 Offset-þrykk / Offset proof press

Guðrún Erla Geirsdóttir (G.ERLA)

Í minningu ömmu minnar / In memory of my grandmother, 2002

Járn, plöntur / Iron, plants

Óskar Margeir Beck Jónasson (1922–1997)

Án titils og ártals / Title and year unknown

Plasthúðað blikk / Plastic-coated tin

Magnhildur Sigurðardóttir

Kartöfluspírur / Potato sprouts , 2019 Ljósmynd / Photograph

Harpa Björnsdóttir Án titils / Without title, 2001 Ljósmynd / Photograph

Stefán Júlíusson (Fjólan)

Án titils / Without title, 2019 Kúlupenni á pappír / Ballpoint pen on paper

Alma Schaupp (1905–1990)

Púðaver / Cushion cover, Án ártals / Year unknown

Útsaumur / Embroidery

Sigríður Salvarsdóttir (1925–2013)

Án titils og ártals / Title and year unknown

Mannshár / Human hair

Án titils / Without title, 1964 Túss á pappír / Tusche on paper

Bjarni Ragnar Haraldsson
Án titils og ártals / Title and year unknown Vatnslitir á pappír / Watercolours on paper
Hrefna Sigurðardóttir (1920–2015)

Margrét Jónsdóttir

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blandað efni / Mixed media

Margrét M. Norðdahl

Blóm & hughreystingar / Flowers & consolations, 2020

Penni og vatnslitur á pappír / Pen and watercolours on paper

Ása Ketilsdóttir

Án titils og ártals / Title and year unknown

Vaxlitir á pappír / Crayons on paper

Atli Viðar Engilbertsson

Án titils / Without title, 1998

Blandað efni / Mixed media

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Púðaver / Cushion cover, Án ártals / Year unknown

Útsaumur / Embroidery

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Lágmynd / Frieze, Án ártals / Year unknown

Málaður leir á masónít / Painted clay on masonite

Daði Guðbjörnsson

Blóma bað / Flower bath, 2002

Handlituð æting / Coloured etching

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Kertastjaki / Candlestick, Án ártals / Year unknown

Málaður leir / Painted clay

Helgi Þorgils Friðjónsson

Drengir og ávextir / Boys and fruit, 2001

Málaður leir / Painted clay

Jón Valfells

Án titils / Untitled, 1994

Blandað efni / Mixed media

Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir

Án titils / Untitled, 1984

Litblýantur á pappír / Coloured pencils on paper

Magnhildur Sigurðardóttir

Lausavasi, tilheyrir Faldbúningi / Tie-on pocket, used with faldbúningur female costume, 2018 Útsaumur / Embroidery

Pétur Guðmundsson

Án titils / Without title, 2001

Pappírsklipp / Cut paper

Hildur Kristín Jakobsdóttir (1935–2003)

Án titils og ártals / Title and year unknown Útsaumur / Embroidery

Loji Höskuldsson

Í gluggakistunni hjá mömmu / On Mum’s Windowsill, 2016 Útsaumur á striga / Embroidery on canvas

Gunnþór Guðmundsson (1916–2008)

Án titils og ártals / Title and year unknown

Akrýl á masónít / Acrylics on masonite

Jóhanna Bjarnadóttir (1929–2021)

Án titils / Without title, 2007 Blönduð tækni / Mixed media

Ókunnur höfundur (GK) / Unknown maker

Án titils og ártals / Title and year unknown

Olía á masónít / Oil on masonite

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Kertastjaki / Candlestick, Án ártals / Year unknown

Málaður leir / Painted clay

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blönduð tækni / Mixed media

Guðbjörg Ringsted

Samtal / Conversation, 2016

Akrýl á striga / Acrylics on canvas

Douwe Jan Bakker (1943–1997)

Án titils og ártals / Title and year unknown

Ljósmynd / Photograph

Án titils / Untitled, 2015

Bleksprautuprent / Inkjet paint

Kees Visser

Jón Arason Jónsson (1914–2004)

Júlía / Julia, 1944

Málaður viður / Painted wood

Rúna Þorkelsdóttir Pappírsblóm /Paperflowers, 1996

Offset-þrykk / Offset proof press

Þorvaldur Jónsson Altaristafla / Altarpiece, 2021 Akrýl á striga / Acrylics on canvas

Ragnheiður Ragnarsdóttir Í grænni lautu / Earth delights, 2001 Ljósmyndir / Photographs

Stefán V. Jónsson frá Möðrudal (Stórval) (1908–1994)

Án titils / Without title, 1972

Kúlupenni á pappír / Ballpoint pen on paper

Hjálmar Stefánsson frá Smyrlabergi (1913–1989) Án titils og ártals / Title and year unknown Akrýl á masónít / Acrylics on masonite

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Landslag (Þingvellir) / Landscape

Án ártals / Year unknown

Útsaumur / Embroidery

Málað silki / Painted silk Aðalheiður Eysteinsdóttir Elskendur í hálfa öld / Lovers for half a century, 2013 Viður / Wood

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Skóleppar / Shoe insoles, Án ártals / Year unknown

Prjónað garn / Knitted yarn

Hashim Mruta Bushier (1942–1998)

Án titils og ártals / Title and year unknown

Olía á masónít / Oil on masonit

Sigríður Ágústsdóttir

Við sjávarsíðuna / By the Seashore, 2019 Ljósmynd / Photograph

Hjálmar Stefánsson frá Smyrlabergi (1913-1989) Án titils og ártals / Title and year unknown Akrýl á masónít / Acrylics on masonite

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Blóm / Flower, Án ártals / Year unknown

Blandað efni / Mixed media

Ókunnur höfundur

Púðaver / Cushion cover, Án ártals / Year unknown

Flos / Punch needle embroidery

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Vettlingar / Mittens, Án ártals / Year unknown

Prjónað garn / Knitted yarn

Pieter Holstein

Án titils og ártals / Title and year unknown

Vatnslituð grafík / Coloured etching

Olga Bergmann

Trifolium pratense / Rauðsmári / Red Clover, 2009

Blýantur á pappír / Pencil on paper

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Veggteppi / Tapestry, Án ártals / Year unknown

Útsaumur / Embroidery

Leó Anton Árnason (Ljón norðursins) (1912–1995)

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blýantur og túss á pappír / Pencil and tusche on paper

Þorbjörg Höskuldsdóttir

Án titils / Without title, 1988 Olíukrít á pappír / Oil pastels on paper

Guðrún Vera Hjartardóttir

Þúfulingar / Tussocklings, 2003 Plastilinu-leir, ljósmynd / Plastilina-clay, photograph

á við / Oil on wood
Arnar
Herbertsson Haustbirta / Autumn light, 2001 Olía

Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson

Án titils / Without title, 2017 Plastperlur / Plastic beads

Gloria Lopez Nariño Colombia, Án ártals / Year unknown Bútasaumur / Patchwork

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Svanir / Swans, Án ártals / Year unknown

Heklað garn / Crocheted yarn

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Veggteppi / Tapestry, Án ártals / Year unknown

Útsaumur / Embroidery

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Útskorinn skápur / Carved cabinet, Án ártals / Year unknown

Viður, málning / Wood, paint.

Örn Karlsson

Án titils / Without title, 2018 Túss á pappír / Tusche on paper

Valdimar Kristján Guðmundsson (1898–1975)

Án titils og ártals / Title and year unknown

Útskorinn og málaður viður / Carved and painted wood

Bjarni Þór Þorvaldsson (Thor) Án titils / Without title, 2002 Pennateikning / Tuche on paper

Að búa til garð

Starkaður Sigurðarson

Það er ekki algengt að sjá plöntur inni á safni. Á sumum söfnum, minjasöfnum til dæmis, eru jafnvel reglur um að það eigi ekki að vera plöntur eða blóm eða eitthvað sem vex – gróður – þar innan veggja. Sumstaðar er það skiljanlegt. Minjasafn vill kannski ekki taka þá áhættu að eitthvað lifandi, lífrænt, komi í verkin eða forna muni. Að eitthvað komi úr moldinni eða laufblöðunum eða berkinum, eða laðist að, spretti upp, fjölgi sér, byrji að éta striga eða leður eða hamp sem á að sýna eða geyma og varðveita. Maður veit ekki alveg hvað kemur með gróðri, einhverju lifandi, inn í hús eða hluti eða jafnvel mann sjálfan. Veit ekki hvað fer að vaxa. Að vera í rými með einhverju sem vex er annarskonar tilfinning en að vera í rými þar sem ekkert vex. Önnur ástæða gæti verið að safnið hafi áhyggjur af því að plöntur eða blóm sem sett eru við hliðina á listaverki, jafnvel bara í potti á gólfinu, komi með sögn, merkingu eða narratífu með sér inn í rýmið. Að þessi gróður hafi áhrif á það hvernig sýningargestur sjái verkið. Planta hefur nærveru. Gróður stendur fyrir eitthvað, þýðir eitt innan dyra og annað úti. Vandamálið er kannski ekki að plantan sé á staðnum og hafi nærveru og merkingu heldur að plantan hafi of mikla merkingu og nærveru. Að plantan gæti á vissan hátt verið öflugri en listaverkið eða fangað athygli fólks á þann hátt sem tekur yfir merkinguna sem listaverkið býr yfir. Jafnvel að plantan yfirgnæfi þá merkingu sem listamaður, manneskja, gæti sett í listaverk. Af því eitt er búið til af mönnum og hitt er eitthvað allt annað.

Hugmyndin væri þá kannski að gróður sé „raunverulegra“ fyrirbæri sem listaverkið fölnar eða visnar á vissan hátt við hliðina á. Það er hægt að segja að gróður sé miklu stærra, flóknara, meira grundvallaratriði heimsins heldur en listaverk. Það er líka auðvelt að segja að gróður sé heilagur eða eitthvað handan okkar skilnings að vissu leyti. Og planta eða blóm þarf ekki að gera neitt meira fyrir þá merkingu að birtast en bara að vera. Að sjá eitthvað sem vex dafna eða verða grænt að vori eða gefa ávöxt einhvern veginn af sjálfu sér, er kannski viðbúið en er á sama tíma ótrúlegt, mikilfenglegt. Að vera innan um gróður er einhverskonar grunn-tilfinning. Tilfinning og hugsun sem er margþætt og sem ómögulegt er að lýsa –jafnvel skilja – til fulls. Á sama tíma tilfinning sem er sammannleg og eitthvað sem við höfum áþreifanlegan aðgang að. Af því að það sem við finnum í náttúrunni er líka það sem við finnum í okkur sjálfum – það sem við erum búin til úr – við erum líka þetta sem maður sér í blómum, fléttum, berjum, runnum. Við vöxum og birtumst og hverfum líka. Og það er nóg að vera umlukinn gróðri, jafnvel innnan dyra, til að finna fyrir þessari tilfinningu. Tilfinningu sem hefur með efni, jörð og birtu að gera. En snýst líka um tíma og hvað það er sem maður þarf á að halda. Það þarf ekkert meira eða mikilfenglegra að gerast en það að maður sjái og hugsi um –eða teikni – eitthvað sem vex.

Making a Garden

You do not usually see plants in a museum. In some museums, heritage museums for instance, there are even rules prohibiting plants or flowers or vegetation – anything that grows – within the walls. In some places this is understandable. A museum may not want to risk something living or organic getting into the work of art or the historical object. Something emerging from the soil or the leaves or bark, or creeping in, blooming, reproducing, and starting to eat canvas or leather or jute that is to be exhibited or stored away and preserved. One can’t tell what may accompany vegetation, a living thing, into a building or object, or even into oneself. One doesn’t know what may start growing. To be in a space with something that grows is a different feeling from being in a space where nothing is growing.

Another possible reason may be that the museum is concerned that plants or flowers placed next to a work of art – even simply in a flowerpot on the floor – will bring their own story, significance or narrative into the space. That the vegetation may have an influence on how visitors see or experience the art. A plant has a presence. Vegetation stands for something; it means one thing indoors and another outside. Perhaps the problem is not that the plant is there and has presence and significance, but that it has too much presence and significance. That the plant could in a sense prove more potent than the work of art, or capture people’s attention in a manner that takes over the inherent significance of the work of art. Even that the plant could overpow-

er the meaning with which the artist, a human being, could imbue the work of art. Because the one thing is made by human hands and the other is something else entirely.

So the idea might be that vegetation is a “more real” phenomenon, beside which the work of art pales or withers, in some sense. Vegetation may be said to be a much bigger, more complex, more fundamental aspect of the world than a work of art. And it is easy to say that vegetation is sacred or something that transcends our understanding in some way. And a plant or a flower need do no more for its meaning to be revealed than simply to exist. To see something that grows flourish or turn green in spring or yield fruit somehow spontaneously, is perhaps predictable, yet at the same time unbelievable, spectacular. To be surrounded by vegetation is a kind of primal feeling. A sensation and a way of thinking which is multifarious, and which cannot be fully described – or even understood. At the same time, a feeling that is common to humanity –and something to which we have tangible access. For what we find in nature is also what we find in ourselves – what we are made of: we too are what we see in flowers, lichens, berries and shrubs. We grow and appear and disappear, as they do. And it is enough to be surrounded by vegetation – even indoors – in order to experience that feeling. A feeling that is concerned with matter, earth and light, and also time; what one needs, and does not need. Nothing bigger or more momentous has to happen than that a person should see, and think about – perhaps draw – something that grows.

In the summer of 2021 my girlfriend and I made a small bed in the garden around Sauðaneshús, the museum where we work in summer. We wanted to grow vegetables and maybe some flowers, and see what could be done with this space, which was just a patch of grass around the house. We wanted the bed to be a part of the house and of the experience of visiting the museum. Perhaps museum visitors could have some of our rhubarb jam on their pancakes and an infusion of yarrow to drink with them. We sliced away the top layer of turf and positioned it as protection against the northerly winds. We had to dig deep; the preparation of the bed was hard work as there was a lot of rocks in the field and the soil was clayey. In addition, the museum building stands alone and unprotected on the Langanes peninsula in the far northeast of Iceland, where the weather is often harsh. But the summer of 2021 was hot, dry and calm. So hot and dry that we had difficulty keeping our crops watered. Some of the plants bolted and went to seed, yielding nothing. But others thrived, and we always had something to eat from the garden.

In this process we were mostly following an emotion, I think. A different emotion than one that might come from a cup, or driving a car, or a mountain, or a bird. The aim was not large-scale horticulture or self-sufficiency. But simply to see what happened if we placed ourselves in direct contact with something of which we had a lot of experience – vegetables – but with which we had never had this kind of relationship. It was something we wanted to do. And we learned something – even though that is maybe an obvious thing to say. What

plants need, want, don’t want. While it is quite easy to say I’m going to plant these seeds here now. And then maybe something will come up in two months’ time, or next year, planting seeds in the ground is like creating time. We make the future real in a certain small way by saying: This is what I’m going to do in two months or a year, to water and then to harvest. Some kind of affirmation of our existence in time and space. What a plant offers is a process rather than an outcome.

And then, when someone is drawing flowers or embroidering lichen and branches, or when we use vegetation as a model or metaphor, maybe we can take on board what the plant has to say, maybe we can share with the vegetation what vegetation does. To have as our model something perfect – if we assume that vegetation is, in what it does and can do, perfect – even a tiny flower, is a vertiginous feeling. There is a certain satisfaction in capturing a perfect form, and also in making something new of it.

But what do we capture – what are we gaining – by drawing a flower? What does the flower endow us, and the drawing, with? Perhaps we have a sense of the flower being optimistic in some way. Something delicate, fleeting, yet also strong, something that survives, can germinate over and over again, despite cold and harsh conditions. To see flowers is like nothing else. The flower has found its own way. The flower is beautiful. Could a flower have had something to do with the making of this word beauty ? A lot can be made out of light and water and earth.

Sumarið 2021 gerðum við kærasta mín lítið beð í garðinum í kringum byggðasafnið þar sem við vinnum yfir sumarið. Við vildum rækta grænmeti og kannski einhver blóm og sjá hvað væri hægt að gera með þetta pláss sem var áður bara túnflötur umhverfis húsið.

Við vildum að þetta beð yrði hluti af húsinu og upplifuninni að koma á safnið. Jafnvel að safngestir gætu fengið rabbabarasultu hjá okkur á pönnukökurnar og vallhumalsseyði með. Við ristum upp torfstreng og stilltum upp sem varnargarði fyrir norðanátt. Við þurftum að grafa djúpt niður og hafa fyrir því að undirbúa beðið fyrir ræktun þar sem mikið var af grjóti í túninu og jarðvegurinn leirkenndur. Einnig stendur húsið hátt og óvarið á Langanesi á norðausturhorni landsins og það má gera ráð fyrir slæmu veðri. En sumarið 2021 var heitt, þurrt og lyngt. Svo heitt og þurrt að við áttum í erfiðleikum með að vökva nægilega mikið. Sumar plönturnar spruttu úr sér og ekkert varð úr. En öðrum plöntum gekk vel og við áttum alltaf eitthvað að borða úr garðinum.

Í þessu ferli þá vorum við aðallega að fylgja einhverri tilfinningu, held ég. Annars konar tilfinningu en fylgir bolla eða því að keyra bíl, eða fjalli eða fugli. Markmiðið var ekki umfangsmikil ræktun eða sjálfbærni. Heldur að sjá hvað gerðist ef við settum okkur í beint samband við eitthvað sem við höfum mikla reynslu af að umgangast – grænmeti – en höfðum aldrei tengst á þennan hátt. Þetta var eitthvað sem við vildum gera. Og maður lærði ýmislegt, kannski er það augljóst. Hvað plönturnar þurfa, vilja, vilja ekki. Þó það sé frekar einfalt að segja ég ætla að planta þessum fræum hér núna og þá kannski kemur eitthvað upp eftir tvo

mánuði eða á næsta ári, þá er það að planta fræi í jörðina líka eins og að búa til tímann. Við raungerum framtíðina á vissan hátt með því að segja þetta er það sem ég ætla að gera eftir tvo mánuði eða ár, að vökva og svo uppskera. Einhverskonar staðfesting á tilveru okkar í tíma og rými. Það sem plantan gefur er ferli frekar en útkoma.

Og þá, þegar einhver er að teikna blóm eða sauma út fléttur og greinar, þegar við notum gróður sem fyrirmynd eða myndlíkingu, getum við kannski tekið til okkar það sem gróður segir, kannski deilt með gróðri því sem gróður gerir. Að hafa sem fyrirmynd eitthvað fullkomið – ef við gefum okkur að gróður sé fullkominn í því sem hann gerir eða getur gert – jafnvel bara lítið blóm, er víðáttumikil tilfinning. Það er fullnægja fólgin í því að taka niður fullkomið form en líka að búa til eitthvað nýtt úr því.

En hverju erum við að ná – hvað fáum við – þegar við teiknum blóm? Hvað ljær blómið okkur og teikningunni? Kannski skynjum við blóm verandi í eðli sínu bjartsýnt. Eitthvað viðkvæmt, tímabundið, en líka sterkt, eitthvað sem lifir af, getur sprottið fram aftur og aftur þrátt fyrir kulda og harðindi. Það er engu líkt að sjá blóm. Blómið hefur fundið leið. Blómið er fallegt. Hafði blóm kannski einhverntímann eitthvað með það að gera að orðið „fallegt“ varð til? Það er hægt að búa til ýmislegt úr ljósi og vatni og mold.

Núna þegar ég hugsa um litla garðinn okkar á Langanesi þá breiðist þessi hugmynd um gróður yfir staðinn. Núna er þetta staður þar sem eitthvað vex. Staður sem inniheldur hugmynd sem er frjó og tengd ofan í jörðina. Tilfinning sem var ekki til staðar á þennan hátt áður. Það er gott, nærvera plantna er góð, held ég. Hluti af ástæðunni hlýtur að vera út af því að plöntur eru ekki til bara fyrir okkur. Gróður er flókið tengslanet þar sem við, ég, er bara ein tengingin. Flókið fyrirbæri jafnvel áður en maður kemur að spurningum eins og hvort sumar plöntur hafi öðlast lit til að biðla til auga mannsins. Eða hvort það hafi verið öfugt, að litasjón mannsins, það að sjá liti, svona marga liti, hafi þróast með okkur til þess að við gætum betur séð blóm og ávexti og ber og fundið rætur til að borða. Kannski var liturinn til í blóminu áður en hann varð til í okkur. Kannski liturinn hafi aldrei verið til fyrir okkur heldur fyrir einhvern fugl fyrir árþúsundum síðan. Kannski að það hafi eitthvað með það að gera að planta hefur góða nærveru.

Safnasafnið er líka staður þar sem eitthvað vex. Gróður umlykur húsin og verkin. Það eru plöntur og blóm um allt. Einhvers konar safn í sjálfu sér eða garður. Maður sér plöntur þegar komið er inn, það eru plöntur við sýningarsalina, það er sérstakur garðskáli þar sem eru eiginlega bara plöntur. Aðalhúsið er líka byggt þannig að þar eru opin rými og margir gluggar, þannig sér maður vel í gegnum húsið og út þar sem líka er mikill gróður í allar áttir, fleiri blóm og tré og runnar. Það er ekki hægt að fara um húsið og skoða myndlist án þess að sjá líka plöntur. Og þar sem safnið er aðallega opið yfir sumartímann, þegar allt er grænt

og plönturnar í blóma, þá er eins og maður komi til að sjá plönturnar og blómin allt eins og til að sjá myndlistina.

Og þegar maður skoðar plönturnar ásamt verkunum þá sér maður, til dæmis, við hliðina á stiganum, við glugga sem snýr í norður, englalúður, Brugmansia. Plantan er stór og gefur stór hvít blóm í laginu eins og lúður sem hanga niður af greinunum. Hún er mjög eitruð, sérstaklega fræin og laufblöðin, og getur drepið fólk. Upprunalega frá Suður-Ameríku þar sem eru til tegundir sem vilja helst mikinn hita og aðrar sem lifa betur við kaldari skilyrði. Plantan er til víða um heiminn í dag, bæði sem pottaplanta og úti í görðum. En hún er líka útdauð. Hún er ekki lengur til í náttúrunni. Hún finnst bara í umsjá manna eða þar sem fólk plantar henni. Ástæðan fyrir því að Brugmansia dó út er ekki staðfest en líklegt er að dýrið sem sá um að frjóvga hana hafi sjálft dáið út og þar með hafi plantan ekki getað lifað villt. Hún getur ekki fjölgað sér sjálf, við höldum henni lifandi, hún reiðir sig á okkur. Á sama tíma og hún er falleg þá er hún innantóm á vissan hátt. Planta sem segir eitthvað og hefur nærveru og er annarskonar planta en fíflarnir og birkið fyrir utan gluggann. Og englalúðurinn er bara ein planta af mörgum á safninu. Allar með sína eiginleika og sögu, sem tegund en líka sem einstaklingur, og við sjáum þetta allt saman.

Þá tökum við inn safnið og verkin og gróðurinn. Hvað verður til? Tilfinningin er kannski að það hafi einfaldlega verið tekin ákvörðun um að leyfa einhverju að vaxa. Að horfa og taka þátt og hleypa einhverju inn, jafnvel einhverjum ófyrirséðum eða óræðum vexti.

Now, when I think about our little garden on Langanes, that idea of vegetation spreads over the place. Now it is a place where something grows. A place that encompasses an idea that is fertile and connected into the ground. A feeling that did not exist in the same way before. It is good – being near to plants is good, I think. Part of the reason is surely that plants don’t exist just for us. Vegetation is a complex network of connections in which we – I – is just one link. A complicated thing even before one comes to ask questions such as whether some plants could have taken on colour in order to appeal to the human eye. Or if it is the other way round, that humans’ colour vision – the capacity to see colours, so many colours – developed in us so that we could see flowers and fruits better and find roots to eat. Maybe colour existed in the flower before it came to exist in us. Maybe colour never existed for us, but for some bird very long ago. Maybe this has something to do with it being nice to be around plants.

Safnasafnið, the Icelandic Folk and Outsider Art Museum, is also a place where something grows. Vegetation enfolds the buildings and the art. Plants and flowers are everywhere: in a sense a museum in itself, or a garden. You see plants when you enter the building; plants by the galleries; and a conservatory where there is really nothing but plants. The main building is also constructed with open spaces, few walls and lots of windows, so there is a good view through the building and to the outside, where there is also a lot of vegetation in all directions: more flowers and trees and bushes. You can’t walk around the museum to see the art without seeing plants too. And as the museum is

open mostly in summer, when everything is green and the plants in bloom, it is as if you go there to see the plants and the flowers just as much as you go to see the art.

And when you look at the plants along with the works of art, you see, for instance, next to the stairs, by a north-facing window, an angel’s trumpet, Brugmansia. The plant is large, with big white trumpet-shaped flowers hanging down from the branches. It is highly toxic, especially the seeds and leaves, and can be deadly to humans. It originated in South America, where there are Brugmansia species that thrive in hot temperatures as well as others that do better in cooler conditions. It is found all over the world today in pots and in gardens. But it is also extinct. It no longer exists in nature. It lives only in the care of humans or where is has been planted by humans. The reasons for its extinction are not fully understood, but it is likely that the animal which pollinated it died out, so the plant itself could no longer survive in the world. It cannot self-pollinate, so we keep it alive. It is dependent upon us. And while it is beautiful it is also, in a sense, barren. A plant that says something and has presence, and is a different kind of plant from the dandelions and birches outside the windows. And the angel’s trumpet plant is just one of many in the museum. Each with its own qualities and history, as a species and as an individual; and all this we see.

Then we take in the museum, and the art, and the vegetation. What emerges, what has been made? The feeling is perhaps that a decision has been taken simply to permit something to grow. To watch and participate and let something in – even some unforeseen or enigmatic vegetation.

What can happen when we spend time around vegetation is, of course, that the anthropogenic balance of power between humanity and what we term nature is clarified and disrupted. The idea that humanity has dominion over nature is challenged and that power structure can be unsettled. It is strange to think of standing somewhere outside among mosses and grasses and willow and orchids and believing, above all, that you and I and all of us are somehow superior to all this. While that mind-set is to some extent receding it is understandable that in our daily lives we tend to take the view that a human being must be more important than a creeping buttercup. The idea here, however, is that we should not differentiate between these things – creeping buttercups and people – instead to view them together. It is more interesting to see vegetation as a foundation for a huge process, and observe our relationships to it rather than to ignore them. For this hierarchy is not obvious when we are outside somewhere suddenly in a clearing amongst the shrubs and the saxifraga and have this feeling that something has come into being, here in the place, that something has come together as a whole.

At the same time, it is neither easy nor obvious to see a plant, a flower, a tree, moss – to see vegetation for what it is. We talk about “plant blindness” and anthropocentric attitudes. Our world tends to be focussed on ourselves, and if we don’t see the plant as part of that picture maybe we will never notice it. So it becomes important to look at plants, to give them time, to become a gardener or an admirer of gardens. This is the way plants are sometimes portrayed in art: as shapes or colours or processes that the artist chases and loves to chase. That does not mean that the work of art serves the plant or vice versa – rather that the work of art too is a possible and intrinsic part of the whole. We are drawn to flowers, plants, vegetation, and it is worthwhile to find out what happens if we try to stay longer in that moment.

Það sem getur gerst þegar við umgöngumst gróður er, auðvitað, að manngerða valdajafnvægið á milli manna og þess sem við köllum náttúru skerpist og skekkist. Hugmyndinni um að maðurinn sé ofar náttúrunni er ógnað og getur þessi valdastrúktúr umturnast. Það er skrítið að hugsa til þess að standa úti innan um mosa og strá og víði og brönugrös og halda fyrst og fremst að ég og þú og við öll séum einhvern veginn ofar en þetta allt saman. Þó svo að þessi hugsunarháttur sé að einhverju leyti að hopa þá er skiljanlegt af hverju við tökum þá afstöðu í okkar dagsdaglega amstri, að manneskja þarf að skipta meira máli en skriðsóley. En hugmyndin hér er þá að aðgreina ekki þessa hluti – skriðsóley og fólk – heldur að sjá þessi fyrirbæri saman. Það er áhugaverðara að sjá gróður sem grunninn að miklu ferli og taka eftir tengslum okkar, frekar en að hafa þau ekki með. Af því þessi uppröðun er ekki augljós þegar maður er úti umvafinn einhverju rjóðri og finnur þessa tilfinningu, að eitthvað hafi orðið til hérna á þessum stað, að eitthvað hafi komið saman sem heild.

Á sama tíma er ekki auðvelt né sjálfsagt að sjá plöntuna, blómið, tréð, mosann – að sjá gróður fyrir það sem hann er. Við tölum um plöntublindu og mannhverft viðhorf. Heimur okkar snýst oftast um okkur sjálf og ef við sjáum ekki gróður sem hluta af þeirri mynd þá sjáum við hann kannski aldrei. Þá verður mikilvægt að skoða plöntur, gefa þeim tíma, vera garðyrkjumaður eða -unnandi. Á þennan hátt birtast plöntur stundum í listaverkum. Sem form eða litir eða ferli sem listamaður eltir, og elskar að elta. Það þýðir ekki að listaverkið þjóni plöntunni eða öfugt, heldur frekar að listaverkið sé líka mögulegur og órjúfanlegur hluti af þessari heild. Við löðumst að blóminu, plöntunni, gróðrinum, og það er þess virði að sjá hvað gerist ef við reynum að dvelja lengur í því augnabliki.

Útgefandi / Publisher

Safnasafnið

Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Svalbarðsströnd, 601 Akureyri www.safnasafnid.is

© Safnasafnið 2021

Ritstjóri / Editor

Unnar Örn J. Auðarson

Texti / Text

Níels Hafstein, Starkarður Sigurðarson Þýðing / Translation

Anna Yates

Prófarkalestur / Proof

Anna Yates, Harpa Björnsdóttir

Ljósmyndir / Photographs

Daníel Starrason, Magnhildur Sigurðardóttir, Pétur Thomsen, Bryndís Símonardóttir

Forsíða / Cover

Þorvaldur Jónsson, Satan, 2021 Akrýl á striga Hönnun / Design

Ármann Agnarsson

Prentun / Printing

Litróf

Letur / Fonts

Graphik Regular & Medium

Pappír / Paper

Amber graphic 170 gr. / Amber graphic 240 gr.

Upplag / Edition

300

Allar ljósmyndir, listaverk, texti og annað efni er verndað skv. íslenskum og aþjóðlegum höfundaréttarlögum. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfunda og útgefanda. All photographs, artworks and text are protected under Icelandic and International Copyright Conventions. All rights reserved, including the right to reproduce this book or any portions thereof, in any form, except for brief quotations in a review or by written permission by the authors and publisher.

ISBN 978-9935-9517-2-4

Þakkir / Thanks

Myndlistarsjóður

Safnaráð

Safnasafnið var stofnað árið 1995 og er staðsett á Svalbarðsströnd við  Eyjafjörð. Höfuðmarkmið þess er að safna, rannsaka, sýna og varðveita sjálfsprottna alþýðulist. Hefur safnið vakið athygli fyrir frumlega sýningarstefnu þar sem verkum leikra og lærðra er teflt saman af hugviti og frumleik.  Sýnisbók safneignar VI Leynigarðar er sjötta sýnisbókin þar sem verkum úr safneign Safnasafnsins er miðlað til stærri hóps en gesta safnsins, með það að markmiði að auka veg og hróður íslenskrar alþýðulistar.

The Icelandic Folk and Outsider Art Museum, founded in 1995, is located  at Svalbarðsströnd by Eyjafjörður in North Iceland. The museum’s main objective is to collect, research, exhibit and preserve folk and outsider art. The museum has been acknowledged for its original exhibition policy, where all forms of visual art are celebrated, whether made by professional or self-taught artists. Showcase VI on Secret gardens is the sixth in a series of books introducing the museum’s collection to the broader public, the objective being to cast light on Icelandic folk and outsider art and claim the recognition it deserves.

Safnasafnið

Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.