Sýnisbók safneignar Hannyrðir Showcase Textile

Útgefandi / Publisher
Safnasafnið, Svalbarðsströnd, 601 Akureyri www.safnasafnid.is
© Safnasafnið 2016
Ritstjóri / Editor
Unnar Örn J. Auðarson
Sýningarstjórn / Curators
Níels Hafstein
Magnhildur Sigurðardóttir
Greining á textíl / Reaserach work on textile Magnhildur Sigurðardóttir
Bryndís Símonardóttir
Guðrún Hadda Bjarnadóttir
Jenný Karlsdóttir
Sigrún Höskuldsdóttir
Formáli / Prologue
Níels Hafstein
Þýðing / Translation
Anna Yates
Prófarkalestur / Proofreading
Harpa Björnsdóttir
Ljósmyndari / Photographer
Pétur Thomsen
Grafísk hönnun / Graphic design
Ármann Agnarsson
Hrefna Sigurðardóttir
Prentun / Printing
Litróf
Leturgerð / Fonts
Graphik Regular & Medium
Pappír / Paper
G Print 170 gr. Amber graphic 240 gr. Upplag / Edition
500
Aðlaðandi tilgáta
Þegar ísaldir gengu yfir á forsögulegum tíma og fólk þurfti að tína á sig spjarir, umfram það sem áður tíðkaðist til þess að krókna ekki úr kulda, þá hætti það að skera í húð sína og lita þau merki eða tákn sem tengdu það saman en yfirfærði þau á yfirhafnir sínar. Í fyrstu strikaði fólk á holdrosa skinnanna sem sneri út, en þar sem litir vildu fölna og falla af greip það til þess ráðs að sauma í hann það sem gleðja átti augað eða greindi eina kynkvísl frá annarri. Síðar, þegar hlýnaði í veðri, hófu menn aftur að rista í húð sína og vekja upp forna siði, og gera enn. Aðrir þróuðu útsauminn fram eftir öldum til þess sem við þekkjum hann nú í fjölbreytilegum myndum.
Arfleifðir
Íslendingasögur segja frá glæsilegum ofnum og ísaumuðum tjöldum í skálum landnámsmanna til skreytingar í veislum og til að bægja hrolli frá fólki er það sat við langeld að hlýja sér á vetrum. Hefur verið heillandi sjón að sjá sögulega atburði lifna við í fögrum litum og hefur örvað ímyndunarafl og fegurðarskyn ungra sem aldinna. Þessi myndgerð hefur ef til vill líkst þeim fræga refli frá Bayeux, saumuðum í hör í rómönskum stíl [50cm x 70,34m] og fyrst er getið árið 1077, líklega gerður af konum í Winchester eða Canterbury í Englandi. Sagt er frá innrás Normanna í orrustunni við Hastings 1066 í 72 afmörkuðum atriðum.
Inntak ofinna og útsaumaðra dúka í skálum Íslendinga hefur að öllum líkindum verið sótt í Ásatrú, Völuspá og Gylfaginningu, og herferðir víkinga til Hjaltlandseyja og Orkneyja, Írlands og Englands eða Saxlands og Frakklands. Einnig er hugsanlegt að þar hafi mátt sjá myndefni reist á norrænni hefð, og hafa verður í huga að það sem hingað var flutt á landnámsöld, eða búið til á næstu öldum þar á eftir, var að stærstum hluta norrænn og keltneskur arfur, sem hefur haft drjúg áhrif á seinni tíma handverk og myndlist þjóðarinnar. Refilsporið hefur þótt hentugt því það sparaði garn og er síðar þekkt í stórum rekkjuvefjum sem festir voru uppi við rúm ríkra miðaldamanna á Íslandi til skjóls og prýði.
Samkvæmt fornum handritum barst gotneskur stíll einnig til Íslands, auðþekkjanlegur á því að persónur eru hærri og grennri en í rómanska stílnum, meiri líkamssveigjur og klæðisfellingar, undir áhrifum frá Býzansstílnum í Istanbul. Þetta kemur glöggt fram í Íslensku teiknibókinni, miðaldahandriti með teikningum varðveittu í Árnastofnun. Guðbjörg Kristjánsdóttir listfræðingur hefur rannsakað handritið og leitt rök að því að það sé fyrirmyndasafn teikninga, sett saman af teikningum eftir fjóra höfunda, og hafi verið notað sem vinnubók af listamönnum allt frá miðri 14. öld og fram eftir 17. öld. Íslenska teiknibókin fjallar um efnisatriði í Biblíunni og voru teikningarnar notaðar sem fyrirmyndir eða til hliðsjónar í útskurði og útsaumi til skreytinga í kirkjum. Í öðrum vinnubókum voru veraldlegri verk. Þá má skoða stakar myndir í gömlum handritum sem gefa innsýn í líf miðaldamanna, þar leiða sveinar ungmeyjar um lundi með kastala í baksýn þar sem allt fer fram í kurteisi, og riddarar með hauk á öxl og hund sér við hlið ríða til fundar við dreka eða einhyrning.
Rannsóknarefni
Staðfest er að við guðsþjónustur á hátíðum í kaþólskri trú voru helstu kirkjur landsins tjaldaðar innan ísaumuðum þunnum blæjum, svokölluðum tvisti, þar sem sagt var frá sköpun alheimsins, guðspjallamönnunum, dýrðlingum, Maríu mey og Jesú Kristi. Glötuðust þær flestar í tímans rás, annað hvort hafa þær skemmst af núningi, raka og myglu eða mýs komist í þær, eða þær hafa verið teknar ofan er konur sáu hvert stefndi og vildu frekar nýta þær í heimilishaldi. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður fjallar um þetta efni í riti sínu Hundrað ár í Þjóðminjasafni, 1962. Heimildir í máldögum kirknanna eru fáar og frekar lítið varðveitt af útsaumi fram á 15. öld en þó er vitað að á biskupsstólunum og í nunnuklaustrunum voru hannyrðir tíðkaðar frá fyrstu tíð. Ein kona er nafngreind, Ingunn Arnórsdóttir sem kenndi við Hólaskóla í byrjun 12. aldar. Þá eru nokkrar konur líklegir höfundar að útsaumsverkum miðalda varðveittum í Þjóðminjasafninu, eins og textíl og sagnfræðingurinn Elsa E. Guðjónsson nefnir í bók sinni Íslenskur útsaumur, 1985. Þær eru Þuríður dóttir Jóns Arasonar Hólabiskups og Helga Sigurðardóttir fylgikona hans, báðar uppi á 16. öld. Enn vantar rannsóknir til að tímasetja þau verk og staðfesta tengslin, en það ætti að vera hægt með hjálp nýrra tækja sem skera úr um gerð og uppruna garns, litunaraðferðir og staðsetningu verka í héruðum landsins.
Útsaumur og vefnaður karla
Nú vaknar sú spurning hvort munkar hafi ekki líka saumað út?
Hefð var fyrir því á meginlandi Evrópu á miðöldum að karlar tækju að sér útsaumsverkefni fyrir hirðir og kirkjur og mynduðu þeir einna virðulegasta gildið í samfélagi iðnaðarmanna. Fór vegur þeirra því hærra sem efniviðurinn var dýrari og íburðarmeiri, til dæmis silki og flauel skreytt dýrum málmum og steinum. Þá hafa karlar ráðið ríkjum á saumastofum á Indlandi um aldir, einkum þar sem dýrari efna og flóknari vinnubragða er krafist.
Einfaldur útsaumur fylgdi hversdagsvefnaði árhundruðum saman en aðgreindist síðar þegar virðingarstaða skerptist á milli hirða og almúga. Á meginlandi Evrópu þróaðist vefnaður í tveim megingreinum, annars vegar sá sem nýttist í fatnað og lífgaði upp á fábrotið umhverfi, hins vegar stór veggteppi með íburðarmikilli frásögn í höllum aðals og preláta, gerð af færustu gildismönnum á vel útbúnum verkstæðum. Oft var leitað eftir fyrirmyndum hjá kunnum myndlistarmönnum eins og endurreisnarmálaranum Rafael [Renaissance – Raffaello Sanzio da Urbino, 1483–1520].
Lærdómur
Við gerð útskorins, málaðs, ofins eða útsaumaðs frásagnarverks var ákveðið myndefni tekið til skoðunar og útfært í smáatriðum og sögð saga úr biblíunni og heiðnum tíma, eða vitnað í viðburði sem fólk þekkti. Kaþólskar kirkjur voru margar íburðarmiklar og höfðu stöðuga þörf fyrir flókinn útsaum í höklum, mítrum, kápum, korpóralshúsum, kaleiksdúkum, altarisklæðum og veggtjöldum. Átti þetta við á Íslandi jafnt og annars staðar. Þar sem almenn fræðsla var ekki í boði og menntun einungis ætluð aðlinum kom þekking almúgans frá trúarlegu myndefni í steindum gluggum í stærri kirkjum. Söfnuðinum gafst þá yfirleitt góð stund til að íhuga innihaldið á meðan prestar fluttu guðsþjónustu á latínu, sem fæstir skildu. Þetta myndefni hlýtur að hafa haft áhrif á fegurðarskyn fólks og örvað skilning á listum meðal lægra settra manna í borgum og bæjum
Breyttir tímar
Eftir siðaskiptin 1550 tók við annað snið í anda Lúthers með hreinsun kirkna af óþarfa styttum og málverkum. Áhersla á skreyti færðist yfir á söðuláklæði, búninga, kraga og handlínur, sparlök og ábreiður, og síðar nálapillur og prjónakodda. Íslenskir annálar segja frá því að heimasætur voru sendar í vist til stöndugra kvenna til að læra fagra handíð hjá þeim, dætrum þeirra og frænkum, meðferð vefs og saums, svo sem flos og balderíngu, knipl, orkeringu, gimb og hekl og prjón. Í verkum þeirra eru ýmis tilbrigði felld inn í góð efni með björtum litum og hvert spor unnið af alúð. Til fínni sauma var
notað erlent garn úr hör og silki en í grófari saum til hversdagsnota var unnið garn úr ull með aðferðum sem tíðkaðar eru enn í dag. Flest af því besta sem gert var áður er nú í geymslum og til sýnis í söfnum eða varðveitt í heimahúsum sem erfðagripir.
Prentað efni
Sjónabækurnar svokölluðu, sem prentaðar voru í Kaupmannahöfn og fluttar til Íslands á sautjándu öld og allt til loka nítjándu aldar, höfðu áhrif á þróun listiðkunar kvenna, en þær innihéldu mikið safn fjölbreyttra mynstra og stafagerða og voru nokkurs konar fyrirmælaverk. Vorið 2009 gaf Heimilisiðnaðarfélag Íslands í samstarfi við Þjóðminjasafnið og Listaháskóla Íslands út þykkt rit, Íslenska Sjónabók, með ljósmyndum úr þessum bókum, ásamt stafrænni framsetningu og stærðfræðilegri forgreiningu á mynstrum.
Þörf er á öðru heildstæðu riti fyrir fólk sem vill kynna sér stíltegundir, saumgerðir, form og blæbrigði jurtalita sem alþýðukonur réðu yfir og margar nútímakonur þekkja og nýta í starfi. Hjá báðum fer saman leikni og snjöll persónuleg framsetning efnis byggð á nákvæmni og yfirlegu, stundum við erfiðar aðstæður forðum, krefjandi heimilisstörf og uppeldi barna.
Með tilkomu sjónabókanna dró líklega eitthvað úr frjórri tjáningu, því auðveldara var að telja fyrirmyndir út úr þeim með áttblaðarósina sem leiðarstef, heldur en feta sig áfram með hugmyndaflugið að vopni. Þó er ekki hægt að þvertaka fyrir uppsprettu einhverra nýjunga, og nærtækt að nefna í því samhengi förumanninn og blómamálarann Sölva Helgason, sem uppi var á 19. öld, en hann varð augljóslega fyrir áhrifum frá útsaumi og sjónabókum, teiknaði blómum skreytta nafnstafi fyrir sjálfan sig og fleiri, en þróaði jafnframt persónulega stílgerð og málaði flóknar blómskipanir, yfirleitt jurtir sem finnast ekki í flóru landsins.
Skólastarf
Árið 1874 var stofnaður kvennaskóli í Reykjavík að frumkvæði Þóru Melsteð og sóttu hann stúlkur víða af á landinu. Á næstu fimm árum voru stofnsettir skólar á YtriEy á Skagaströnd, Laugalandi í Eyjafirði og Ási í Hegranesi í Skagafirði, þó þeir væru með nokkuð öðru sniði. Tóku þeir allir að mestu leyti við hlutverki heimila þar sem hannyrðir voru áður kenndar. Skólarnir höfðu bækur til að styðjast við og lögðu áherslu á að unnið væri eftir þeim.
Halldóra Bjarnadóttir frá Ási í Vatnsdal var ötull brautryðjandi í kynningu á ullarvinnslu, henni var annt um arfleifð þjóðarinnar og vildi viðhalda því sem áunnist hafði og að handavinna yrði kennd í barnaskólum landsins, sem varð svo að skyldugrein 1936. Halldóra stofnaði Tóvinnuskólann á Svalbarði á Svalbarðsströnd 1946 og rak hann til 1955.
Bókin Vefnaður sem gefin var út 1966 og endurútgefin 2009 fjallar meðal annars um framlag hennar á því sviði.
Með tilkomu Handíðaskólans 1939 var tekin upp kennsla í frjálsari hannyrðum, síðan í textíldeild Myndlista og handíðaskóla Íslands, nú Listaháskóla Íslands. Þá hefur Heimilisiðnaðarfélag Íslands allt frá stofnun 1913 haldið námskeið í útsaumi og búningasaumi og einstaklingar og klúbbar breiða út þekkingu sína innan héraða. Önnur miðstöð hannyrða á Íslandi er Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, en byggðasöfnin eiga líka mörg hver góðan kost sem hægt er að leita í og vinna úr, eftir því sem tækifæri gefast og aðstæður leyfa.
Fyrirmynd og nafnleynd
Þegar Þjóðminjasafnið var opnað í Safnahúsinu 1908 lögðu konur leið sína þangað til að draga upp eftir gömlum teppum og dúkum eða viða að sér efni til að nýta í þágu ímyndunaraflsins. Sumar saumuðu síðar eftir myndum í dönskum tímaritum hugljúft landslag, dádýr á beit, elskendur í rjóðri og varðeld á vatnsbakka við gullið sólsetur yfir skógivöxnum hæðum. Aðrar fylgdust með breytingum á vettvangi myndlistarinnar og nýttu sér geometrísk form út í æsar, eins og berlega kom fram í vefnaði og útsaumi sem sjá mátti í hýbýlum þjóðarinnar eftir síðari heimsstyrjöld. Í fæstum tilvikum merktu konur handverk sín og þegar þau nú birtast á markaði eftir lát þeirra fylgja yfirleitt litlar sem engar upplýsingar með.
Lifandi arfur Íslenskur útsaumur greinist í ýmsa farvegi, en fyrirferðarmestir eru þjóðbúningagerð, áteiknuð form í reflum og nytjahlutum og nýjungar í myndlist lærðra og leikra. Margt af því fólki sem iðkar útsaum virðist ekki vera fastheldið á aðferðir, heldur þreifar sig áfram með bjartsýni í farteskinu og verður sífellt sýnilegra.
Sigrún Jónsdóttir í Reykjavík ferðaðist um landið á miðri síðustu öld og hélt námskeið í útsaumi þar sem ekki var farið eftir fyrirmyndum. Þórunn Franz í Reykjavík hélt líka námskeið og kenndi nemendum sínum að flosa eftir eigin ljósmyndum. Guðrún J. Vigfúsdóttir rak lengi vefstofu á Ísafirði og hannaði flíkur úr íslenskri ull, og er því lýst í bók hennar Við vefstólinn, sem kom út árið 1998.
Jenný Karlsdóttir á Akureyri og Oddný E. Magnúsdóttir á Húsavík hafa í mörg ár ferðast um sýslur landsins og kannað hvað til er af altarisdúkum í kirkjum. Þær taka ljósmyndir innandyra og af dúkunum, greina efni og útsaumsaðferðir, mæla og skrá nákvæmlega, færa inn nafn höfundar og hvernig dúkurinn barst kirkjunni.
Guðrún Guðmundsdóttir frá Garðshúsum í Garði er þekkt fyrir myndsaum sinn. Guðrún Hadda Bjarnadóttir á Fífilbrekku í Eyjafjarðarsveit hefur lengi verið leiðandi í sköpunarstarfi
sem byggir á fornum aðferðum í vefnaði og saumi. Þórveig Sigurðardóttir frá Sleitustöðum í Skagafirði og tengdadóttir hennar Bryndís Símonardóttir í Háuborg í Eyjafjarðarsveit hafa hannað, ofið og saumað út dúka fyrir kirkjur. Í bókinni Lífsins blómasystur, 2012, eftir Ingu Arnar á Akureyri er rakin merkileg saga hannyrðakvenna af Svaðastaðaætt í Skagafirði. Sigrún Guðmundsdóttir í Reykjavík hefur gert tilraunir með útsaum í pappír. Kristín Schmidhauser Jónsdóttir í Reykjavík rannsakaði hvítsaum og birtir á netinu ritgerð sína Útsaumur frá fyrri hluta 19. aldar fram á 20. öld.
Í Kvennaskólanum á Blönduósi hafa verið saumaðir viðburðir úr Vatnsdælu í refil [50cm x 46m] að frumkvæði Jóhönnu E. Pálmadóttur, en teikningarnar vann Kristín Ragna Gunnarsdóttir í samstarfi við nemendur Listaháskóla Íslands. Í Sögusetrinu á Hvolsvelli hafa viðburðir úr Njálu verið saumaðir í refil [50cm x 90m] að frumkvæði Christine M. Bengtson og Gunnhildar Eddu Kristjánsdóttur, sem teiknaði myndefnið.
Margar hannyrðakonur fara eftir aðferðum sem reistar eru á rannsóknum Faldafeykishópsins og sauma sér faldbúning, skautbúning, upphlut og peysuföt og styðjast gjarnan við bókina Faldar og skart eftir Sigrúnu Helgadóttur sem gefin var út 2013. Sumar auka í frá eigin brjósti, lita garn sitt á persónulegan máta og setja í jafnvægi sem höfðar til fegurðarskyns þeirra. Um allt land eru konur að vinna að merkilegum hugðarefnum sem halda nöfnum þeirra á lofti innan héraða, og munu auka hróður þeirra víðar er frá líður.
Á liðnum áratugum hafa langskólagengnir listamenn tekið myndvefnað og útsaum til skoðunar sem efnivið og unnið verk undir frumlegum formerkjum. Hafa þeir í verkum sínum í hin hefðbundnu efni iðulega birt nýja sýn og óvænta úrvinnslu. Greinin gengur í endurnýjun lífdaga, aflar sér virðingar á ný og hefur smám saman öðlast verðskuldað brautargengi í listhúsum landsins. Í þessum hópi listamanna eru til dæmis Hildur Hákonardóttir, Hólmfríður Árnadóttir, Guðrún Auðunsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, Kristinn G. Harðarson, Anna Líndal, Valgarður Gunnarsson, Gjörningaklúbburinn, Rósa Sigrún Jónsdóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir, Hildur Bjarnadóttir, Hrafnhildur Arnardóttir og síðan yngra fólk: Arna Óttarsdóttir, Loji Höskuldsson og Sara Gunnarsdóttir. Þessir listamenn og fleiri leita á ný mið, rannsaka möguleika, laga tækni að efni og finna lausnir sem falla að hugmyndum þeirra.
Á Sólheimum í Grímsnesi er listafólk sem hefur saumað með frjálsri tjáningu, en einna fyrstur í þeim hópi var Gísli Halldórsson sem notaði sama litinn uns hann kláraðist og byrjaði síðan á öðrum. Einnig má nefna Guðrúnu Bergsdóttur sem hefur þróað útsaum sinn á afar persónulegan hátt og sýnt við góðan orðstír.
Safneign
Safnasafnið hefur á liðnum árum eignast mikið af hannyrðum og kynnt á sýningum en vill nú veita fleirum en almennum gestum sínum sjónræna hlutdeild í fegurð þeirra. Við skoðun á úrtaki fyrir sýnisbókina, vefnaði eða grunnlagi, garni og saumgerð, kom í ljós að erfitt er að fullyrða hvenær verk voru gerð og hvort þau eru íslensk, því sum geta hafa verið búin til erlendis og borist hingað í búferlaflutningum eða verið keypt af fornsölum sem afla fanga á meginlandi Evrópu. Önnur eru frá fjarlægari stöðum. Það skiptir þó ekki máli því safnið stefnir í þá átt að verða alþjóðlegt listasafn vegna fjölda verka utan úr heimi sem það varðveitir, og því er ekki vert að horfa til þjóðernis í þessum efnum.
Sýnisbók safneignar 2
Þegar ráðist var í það verkefni að kynna textílverk Safnasafnsins var hugmyndin sú að velja úr safneigninni verk sem talið er að geti flokkast til myndlistar eða standi henni nærri. Ákveðið var að setja upp sýningu og gefa jafnframt út bók þar sem birtar eru ljósmyndir af verkunum og farið ofan í saumana á þeim í bókstaflegri merkingu, með greiningu á útsaumsgerð og efni. Nokkrar saumgerðir bera fleiri en eitt nafn og eru sum nöfnin bundin landshlutum. Aftast í bókinni er skrá yfir lesefni sem notað var við greininguna og samningu þessa formála.
Áhorfendum sýningarinnar og lesendum þessa rits er látið eftir að meta hvort um listaverk er að ræða eða ekki, því það ræðst af smekk og þekkingu. Hinu skal haldið til haga, að verk sem eru búin til með útsaumstækni eru fjölbreyttari í sniði heldur en málverk og gefa jafngilt tilefni til túlkunar. Í mörgum verkanna hefur höfundur brugðið út af útgefnu mynstri eða blandað fleirum saman, eða þá breytt litum eftir tilfinningu til að auðga verkið nýjum blæbrigðum. Þá hafa mörg verkanna losnað við upphaflegt hlutverk sitt og öðlast nýtt auðkenni sem er frjálslegra og athyglisverðara.
Gildi sýningarinnar og sýnisbókarinnar liggur í verkunum sjálfum, því þau tala eigin máli eins og flest listaverk, og nafnleysi höfunda á ekki að vera til trafala.
Níels Hafstein
In prehistoric times, when the Ice Ages brought the need for humans to put on more clothing than in the past, so that they would not die of cold, they gave up scarifying their skin or colouring it with symbols signifying unity – and this function was transferred to their clothing. Animal skins were worn with the warm, furry side in, and in early days patterns were made on the outer, smooth side; but such designs tended to fade, and before long motifs were being sewn – for decoration, or to distinguish members of one tribe from another. In due course, when temperatures rose once more, old skin markings and customs reappeared – and continue today. Meanwhile embroidery evolved over the centuries into the diverse art we know today.
The medieval Sagas of Icelanders describe gorgeous woven and embroidered textiles that adorned the inside walls of halls built of turf and rock by the early settlers; in addition to ornamenting the hall for feasts and celebrations, the wall-hangings provided an insulating layer, making the Icelanders’ homes warmer as they sat by the long hearth during the long, cold winters. It must have been impressive to see historic events brought to life in richly-coloured textiles – which surely stimulated the imagination and aesthetic sense of both young and old. The wall-hangings may have been something like the renowned Bayeux Tapestry (actually an embroidery, not a tapestry). Sewn on linen in the Romanesque style, the Tapestry (50cm x 70.34m) is first documented in 1077. Probably the work of needlewomen in Winchester or Canterbury in England, in 72 scenes it tells the story of the Norman invasion of England in 1066 and the Battle of Hastings. The woven and embroidered textiles in medieval Icelandic halls probably depicted scenes from Old Norse mythology and literature, and Viking exploits in Shetland, Orkney, Ireland, England, Saxony or France. The themes may also have included traditional Norse motifs: much of what was brought to Iceland in the Age of Settlement around 900 AD, or made later, was grounded in Norse and Celtic tradition. This heritage would continue to be a major influence on latter-day art and crafts in Iceland. Embroidery in laid-and-couched work has the practical advantage of making economic use of costly yarn. Later in the Middle Ages that technique would be used on bed-curtains in wealthy homes in Iceland, combining functionality with beauty.
Old Icelandic manuscripts provide evidence that the Gothic style also reached Iceland: it is easily recognisable by taller, more slender human figures than in the Romanesque style. The figures are more pliant, with more drapery and folds, influenced by the Byzantine art of the Eastern Roman Empire. This is clearly manifested in Íslenska teiknibókin (the Icelandic Model Book). In a monograph based on her research, art historian Guðbjörg Kristjánsdóttir presents her thesis that the book is a collection of model drawings, from which artists copied motifs from the 14th century until the 17th. She identifies the drawings as being made by four different artists. They depict biblical subjects, and were used as a guide for ecclesiastical carvings, embroideries or manuscript illuminations. Other model books depict secular themes. Some manuscripts include illuminations which show life as in a medieval romance: maidens saunter in wooded glades with a castle in the background, while a perfect gentle knight rides about, hawk on his shoulder, to do battle with a dragon or capture a unicorn.
We know that for Catholic high masses in pre-Reformation times Iceland‘s major churches were hung with thin embroidered hangings depicting such themes as the Creation, the Evangelists, saints, the Virgin Mary and Jesus Christ. Most of these textiles have been lost over time – whether due to wear and tear, moisture and mould, or devoured by mice. Or when women saw what was happening to them, they were removed from the churches and put to other uses in the home. This subject is addressed in Kristján Eldjárn’s Hundrað ár í Þjóðminjasafni ( A Hundred Years of the National Museum of Iceland – with English summary), 1962. Church cartularies provide little evidence, and not much embroidery survives from before the 15th century; but we know that needlework was carried out from early Christian times at the two episcopal seats of Hólar and Skálholt and in convents,. One needlewomen is identified by name: Ingunn Arnórsdóttir, who taught at the Hólar cathedral school in the early 12th century. Another is Þuríður Jónsdóttir (late 16th century), the daughter of Jón Arason, Iceland’s last Catholic bishop. A number of other women can probably be identified as embroiderers of medieval works in the National Museum, according to textile scholar Elsa E. Guðjónsson in her Íslenskur útsaumur (published in English as Traditional Icelandic Embroidery). Further research is required in order to date the textiles and confirm the identifications – which should be possible with the use of new techniques to explore the origin and structure of yarns, dyeing methods and the precise regional location where they were made.
The question arises: Did men also embroider? In mainland Europe in the Middle Ages males were commissioned to make embroideries for courts and churches; and their guild was among the most prestigious among the communities of craftspeople. And the more costly the materials – silk and velvet, precious metals and jewels – the higher the craftsmen’s status. And in India men have dominated needlework for centuries – especially where expensive fabrics and complex techniques are used. Simple embroidery was a part of everyday textile production over the centuries; but a distinction developed as the gulf widened between the aristocracy and the peasantry. In mainland Europe textiles evolved in two directions: on the one hand fabrics used in clothing, and to enliven the simple home; and on the other magnificent wall-hangings for palaces of princes and prelates, woven and sewn by the most skilled craftspeople in well-equipped workshops. Textiles were often inspired by works of renowned artists: Renaissance painter Raphael (Raffaello Sanzio da Urbino, 1483–1520), for instance, was commissioned to make cartoons on which huge tapestries were based.
When a craftsperson made a carving, painting, textile or embroidery on a narrative theme, a certain motif was examined and portrayed in detail to tell a story from the Bible or pagan myth, or even events that were in recent memory. In pre-Reformation times many churches were magnificently furnished and equipped, with a constant demand for embroidered chasubles, mitres, copes, burses, chalice palls, altar frontals, wall hangings etc. This was true in Iceland as in other countries. Since education was confined to the social elite and ordinary people did not learn to read and write, the peasantry derived their Christian learning from the imagery they saw in churches, in textiles, carvings and stained-glass windows. The congregation would have had plenty of time to examine the pictures during the priest’s long sermon in Latin, which few understood. Such images must have influenced people’s aesthetic perceptions, and been a stimulus to art appreciation among the lower orders in towns and cities.
After the Reformation of 1550, the austere new Lutheran church in Iceland eliminated all excessive ornament, statues and paintings from churches. The desire for ornament was diverted into the private sphere: saddle cloths, clothing, collars, kerchiefs, bed-curtains and blankets, and later needlecases and pincushions. Icelandic annals recount that young girls were sent into the homes of ladies of high status to learn
fine needlework from them and their daughters: how to weave and sew, and techniques such as punch-needle and metalthread embroidery, bobbin-lacemaking, tatting, crochet, hairpin-crochet and knitting. In their works, a variety of techniques are used, working with bright colours in quality materials, and every stitch is made with care. For the most luxurious needlework, imported yarn of linen or silk was used, while for everyday textiles woollen yarn was spun, using the methods that are still practised today. Many of the most beautiful pieces of needlework of olden times are now in the keeping of museums, either on display or in safe storage, or treasured as family heirlooms.
Pattern books, published in Copenhagen and imported to Iceland from the 17th century until the end of the 19th, were a major influence on women’s artwork. They contained images of a huge range of patterns and lettering, providing models to work from. In 2009 the Icelandic Handcrafts Association published, in collaboration with the National Museum and the Iceland Academy of the Arts, Íslensk Sjónabók/Ornaments and Patterns found in Iceland, containing examples from the pattern books together with digital versions and mathematical analysis. Further reference works are required for those who wish to explore the styles, stitches and forms used, as well as the subtle shades of herbal dyes made and used by peasant women – many of which are still in use today in textile art. Women’s needlework combined skill and inventive presentation, the fruit of concentrated, precise work – carried out sometimes in very difficult circumstances in olden times, as women coped with running a home and raising their children. The arrival of pattern books may well have had an impact on freedom of expression in textiles – as it was simpler to count out a pattern from the book than to work freely on the basis of imagination alone. But new ideas certainly arose: embroidery and pattern books clearly influenced renowned vagabond and outsider artist Sölvi Helgason, who called himself Sólon Islandus. He drew initial letters adorned with flowers for himself and others, and developed a very personal style that included many plants not found in Icelandic nature.
In 1874 a women’s college was established in Reykjavík on the initiative of feminist pioneer Þóra Melsteð. It attracted students from all over Iceland. Over the next five years, women’s colleges were established around the country, at Ytri-Ey in Skagaströnd, Laugaland in Eyjafjörður and Ás at Hegranes in Skagafjörður. Unlike the Reykjavík college, these taught mainly domestic skills. Whereas girls had learned needlework techniques from expert housewives, now they
attended college, where they were taught to work from books. Halldóra Bjarnadóttir of Ás in Vatnsdalur was an energetic advocate for woolworking skills: she felt strongly about the Icelandic textile heritage and wanted to see it kept alive. She was keen to see needlework taught in Icelandic schools, and in 1936 it was introduced as a compulsory subject. In 1946 Halldóra founded a woolworking school at Svalbarð on Svalbarðsströnd, which she ran until 1955. She compiled the book Vefnaður (Weaving), published in 1966, reissued in 2009. With the foundation in 1939 of the Icelandic College of Arts and Crafts (forerunner of the Iceland Academy of the Arts), tuition began in freer textile arts. Since its foundation in 1913 the Icelandic Handcrafts Association has held courses in embroidery, and taught the art of making traditional Icelandic costume; and in the regions local associations spread their knowledge. Another centre of textile history is the Textile Museum at Blönduós, north Iceland, while many local heritage museums also have fine examples of needlework and textiles, which can be examined and used as models for new work.
When the National Museum of Iceland opened in its old home (now the Culture House) in 1908, women flocked in to examine and make copies of historical textiles to use in their own creative projects. And in due course some women found inspiration in pictures they saw in Danish magazines and stitched picturesque sunsets, flocks of grazing deer, a courting couple, a bonfire by a river and wooded hills. Others found ideas in the trends in fine art, sewing strict geometrical designs – such as were widely seen in Icelandic homes in the post-war years. Few needlewomen signed their work. Today embroideries are often up for sale after the maker’s death –and little or nothing is known of the women who made them.
Icelandic embroidery takes many different forms, of which national costume is among the most popular, along with wall- hangings and other craftworks, and innovations in art by professionals and the self-taught alike. Many people who practise embroidery are open-minded about techniques and methods, and are adventurous in experimenting and exploring new ideas.
In the middle of the 20th century, Sigrún Jónsdóttir from Reykjavík travelled around Iceland holding workshops in free embroidery, for which no pattern or model was used. Þórunn Franz also held courses in Reykjavík, teaching punch-needle embroidery, making use of her students’ photographic work. For many years Guðrún J. Vigfúsdóttir ran a weaving studio in Ísafjörður in the West Fjords; she designed garments and
other textiles of Icelandic wool, and told her story in a memoir, Við vefstólinn ( At the Loom), published in 1998. Jenný Karlsdóttir of Akureyri and Oddný E. Magnúsdóttir of Húsavík have been travelling Iceland’s regions seeking out altar cloths in churches. They photograph the cloths, analyse the fabric and embroidery techniques, measure the piece and make detailed records, including the name of the maker, and how the church acquired the piece. Guðrún Guðmundsdóttir of Garðshús in Garður is well known for her embroidered pictures. Guðrún Hadda Bjarnadóttir of Fífilbrekka in Eyjafjarðarsveit has long played a leading role in creative work grounded in historical weaving and needlework techniques. Þórveig Sigurðardóttir of Sleitustaðir in Skagafjörður and her daughter-in-law Bryndís Símonardóttir of Háaborg in Eyjafjarðarsveit have designed, woven and embroidered ecclesiastical textiles. The embroidery of women in the Svaðastaðir family in Skagafjörður is the subject of a book by Inga Arnar, Lífsins blómasystur (2012). Sigrún Guðmundsdóttir of Reykjavík has experimented with embroidery on paper. Kristín Schmidhauser Jónsdóttir of Reykjavík has done research on whitework, and wrote her MA thesis on 19th- and 20th-century embroidery, Útsaumur frá fyrri hluta 19. aldar fram á 20. öld (available online).
Two innovative hands-on embroidery projects have been launched in the north and the south of Iceland, inspired by saga literature and the needlework heritage. Both take the Bayeux Tapestry as their model: at the women’s college in Blönduós an embroidery (45 cm x 50 m) is being created depicting scenes from Vatnsdæla Saga, which takes place in the region. The project was launched by Jóhanna E. Pálmadóttir, and the designs are by Kristín Ragna Gunnarsdóttir in collaboration with students at the Iceland Academy of the Arts. At the Njáls Saga Centre in Hvolsvöllur, the events of this classic saga are being sewn in a wall-hanging (50cm x 90m). The project was launched on the initiative of Christine M. Bengtson and Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir, who has made the designs. Both projects offer visitors the opportunity to learn by stitching part of the design.
Many needlewomen base their techniques on research carried out by the Faldafeykir group, sewing national costumes of various different types and periods – generally making use of Sigrún Helgadóttir’s book on the subject, Faldar og skart (2013). Some add a personal touch, dye their own yarns and create compositions that please their aesthetic sense. All over Iceland women are working on their own creative tasks, for which they are known in their home regions, and which will bring them wider renown in due course.
In recent decades, artists with years of training behind them have been taking an interest in textile and embroidery, and making highly innovative art in this formerly-disdained medium – with excellent results. Embroidery is undergoing a renaissance, and no doubt will gradually win the place it deserves in Icelandic art galleries. Such artists include for instance Hildur Hákonardóttir, Hólmfríður Árnadóttir, Guðrún Auðunsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, Kristinn G. Harðarson, Anna Líndal, Valgarður Gunnarsson, the Icelandic Love Corporation, Rósa Sigrún Jónsdóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir, Hildur Bjarnadóttir, Hrafnhildur Arnardóttir, and younger artists such as Arna Óttarsdóttir, Loji Höskuldsson and Sara Gunnarsdóttir. These artists and others are exploring new territory and possibilities, adapting techniques to different materials, and finding their own solutions.
At the Sólheimar ecovillage in Grímsnes, south Iceland, artists use embroidery in free expression; one of the first of them was Gísli Halldórsson, who sewed in one colour until he finished it, then went on to the next colour. Another innovative embroiderer is Guðrún Bergsdóttir, who makes highly individual works which have been well-received at her shows.
The Museum of Folk and Outsider Art has acquired a considerable collection of textiles and put them on display. We now want to present these works to a wider audience than those who visit the Museum. As the selection of textile, yarn and needlework was made for the Showcase volume it transpired that pieces are often difficult to date, and it may be hard to tell whether they are even Icelandic. Some may have been made in other countries and brought to Iceland when people moved home, or purchased from antique dealers. Other examples are clearly from faraway countries. But that is not important, because the Museum aims to be an international art museum, which contains many works from other countries – and in the end the origin does not matter.
When the task of presenting the textile works in the Icelandic Folk and Outsider Art Museum commenced, the idea was to examine a selection of works which might be classified as visual art, or something very like it. A decision was made to hold an exhibition, and then to publish a book about the relevant works, with detailed discussion of them. In many cases the maker has departed from the established pattern on which the work is based, or combined more than one pattern, and changed the colour combinations for a subtler effect.
We leave it up to you, the reader, to consider whether these are works of art, or not – which is a matter of personal taste and knowledge. But let us bear in mind that works made using embroidery technique span a wider range than paintings – and are as worthy of interpretation and analysis. Many works are exhibited here divorced from their original function, and hence gain a new significance, freer and more interesting.
The information about the works appears alongside the photographs, so that readers can compare works and add to their knowledge. Some embroidery techniques have more than one name, and in Iceland the nomenclature has regional variations. At the back of the book is a bibliography.
The significance of the Showcase lies in the works themselves – as they speak their own language, like most works of art. And the anonymity of the makers ought to be no obstacle.
Níels HafsteinÚtsaumsstykki / Embroidered piece
Flos / Punch-needle embroidery
Ullargrunnur / Wool base
Ullargarn / Wool yarn
33 x 58 cm
Veggteppi / Wall hanging
Lykkjuspor / Chain stitch
Varpleggur / Stem stitch
Flatsaumur / Satin stitch
Lagður þráður / Couched stitch
Frjáls Saumur / Free embroidery
Ullargrunnur / Wool base
Ullargarn / Wool yarn
60 x 151 cm
Útsaumsstykki / Embroidered piece
Varpleggur / Stem stitch
Fræhnútar / French stitch
Flos / Punch needle embroidery
Ullargrunnur / Wool base
Ullargarn / Wool yarn
26 cm í þvermál / 26 cm in diameter
Veggteppi / Wall hanging
Flatsaumur / Satin stitch
Kappmella / Buttonhole stitch
Lagður þráður / Couched stitch
Mislöng spor / Long and short satin stitches
Refilsaumur / Laid and couched embroidery
Varpleggur / Stem stitch
Lykkjuspor / Chain stitch
Frjáls útsaumur / Free embroidery
Ullargrunnur / Wool base
Ullargarn / Wool yarn
70 x 181 cm
Púðaver / Cushion cover
Flatsaumur / Satin stitch
Varpleggur / Stem stitch
Krosssaumur / Cross stitch
Fræhnútar / French stitch
Lagður þráður / Couched stitch
Mislöng spor / Long and short satin stitch
Lykkjuspor / Chain stitch
Þræðispor / Running stitch
Krókspor / Herringbone stitch
Hörgrunnur / Linen base
Ullar og bómullargarn / Wool and cotton yarn
54 x 54 cm
Púðaver / Cushion cover
Flatsaumur / Satin stitch
Varpleggur / Stem stitch
Mislöng spor / Long and short satin stitches
Þræðispor / Running stitch
Lykkjuspor / Chain stitch
Ullargrunnur / Wool base
Ullargarn / Wool yarn
Púðaver / Cushion cover
Mislöng spor / Long and short satin stitches
Varpleggur / Stem stitch
Flatsaumur / Satin stitch
Ullargrunnur / Wool base
Bómullargarn / Cotton yarn
52 x 64 cm
Púðaver / Cushion cover
Mislöng spor / Long and short satin stitches
Varpleggur / Stem stitches
Lykkjuspor / Chain stitch
Bómullargrunnur / Cotton base
Ullar og bómullargarn / Wool and cotton yarn
49 x 70 cm
Púðaver / Cushion cover
Varpleggur / Stem stitch
Flatsaumur / Satin stitch
Mislöng spor / Long and short satin stitch
Bómullargrunnur / Cotton base
Ullar bómullargarn / Wool and cotton yarn
Veggteppi með kögri / Wall hanging with fringe
Augnsaumur / Eye stitch
Ullargrunnur / Wool base
Jurtalitað ullarband / Plant dyed wool yarn
55 x 48 cm
Púðaver / Cushion cover
Refilsaumur /
Laid and couched embroidery
Flatsaumur / Satin stitch
Lykkjuspor / Chain stitch
Ullargrunnur / Wool base
Ullar og bómullargarn / Wool and cotton yarn
51 x 61 cm
Borðrenningur / Table runner
Varpleggur / Stem stitch
Flatsaumur / Satin stitch
Mislöng spor / Long and short satin stitches
Kappmella / Buttonhole stitch
Voile silki, hálfgagnsætt / Voile silk, semi-transparent
Silkigarn / Silk yarn
48,5 x 28 cm
Smádúkur / Doilie
Teneriffa / Needle weaving [Tenerife embroidery]
Málmþráður, silkigarn / Metal and silk yarn
30 cm í þvermál / 30 cm in diameter
Borðrenningur / Table runner
Flatsaumur / Satin stitch
Kappmella / Buttonhole stitch
Varpleggur / Stem stitch
Krókspor / Herringbone stitch
Voile silki, hálfgagnsætt / Voile silk, semi-transparent
Silkigarn / Silk yarn
83 x 41 cm
Ofinn renningur / Woven runner
Bómullargarn / Cotton yarn
162 x 11,5 cm
Hluti úr púðaveri / Detail from cushion cover
Frjáls aðferð / Free method
Silki og satínefni / Silk and satin
21 cm í þvermál / 21 cm in diameter
Púðaver / Cushion cover
Flatsaumur / Satin stitch
Ullarfilt / Wool felt
Ullar og silkigarn / Wool and silk yarn
42 x 40 cm
Borðrenningur / Table runner
Flatsaumur / Satin stitch
Fræhnútar / French stitch
Varpleggur / Stem stitch
Kappmella / Buttonhole stitch
Voile silki, hálfgagnsætt / Voile silk, semi-transparent
Silkigarn / Silk yarn
69,5 x 33 cm
Útsaumsstykki / Embroidered piece
Krosssaumur / Cross stitch
Strammi / Cotton canvas
Bómullargarn / Cotton yarn
13,5 x 13,5 cm
Perluspor / Tent stitch
Strammi / Cotton canvas
Ullargarn / Wool yarn
155 x 131,5 cm
Veggteppi / Wall hangingPúðaver / Cushion cover
Feneyjasaumur / Venetian stitch
Fræhnútar / French stitch
Bómullargrunnur / Cotton base
Bómullargarn / Cotton yarn
50 x 70 cm
Útsaumsstykki / Embroidered piece
Demantssaumur / Star stitch
Krosssaumur / Cross stitch
Hörgrunnur / Linen base
Ullargarn / Wool yarn
37 x 47 cm
Útsaumsstykki / Embroidered piece
Köngulóarsaumur / Ribbed spider web
Bómullargarn / Cotton yarn
140 x 30 cm
Útsaumsstykki / Embroidered piece
Krosssaumur / Cross stitch
Strammi / Cotton canvas
Ullargarn / Wool yarn
26 x 30 cm
Dúkur með kögri / Tablecloth with fringe
Flatsaumur / Satin stitch
Varpleggur / Stem stitch
Mislöng spor / Long and short satin stitches
Bómullargrunnur / Cotton base
Silkigarn / Silk yarn
62 cm í þvermál / 62 cm in diameter
Myndvefnaður / Tapestry
Akrílgarn / Acrylic yarn
92 x 66 cm
Veggteppi / Wall hanging
Fræhnútar / French stitch
Kappmella / Buttonhole stitch
Varpleggur / Stem stitch
Flatsaumur / Satin stitch
Lagður þráður / Couched stitch
Frjáls saumur / Free embroidery
Ullargrunnur / Wool base
Ullargarn / Wool yarn
60 x 140 cm
Stafaklútur / Sample
Krosssaumur / Cross stitch
Strammi / Cotton canvas
Akrílgarn / Acrylic yarn
Útsaumsstykki / Embroidered piece
Mislöng spor / Long and short satin stitches
Flatsaumur / Satin stitch
Krókspor / Herringbone stitch
Lykkjuspor / Chain stitch
Varpleggur / Stem stitch
Fræhnútar / French stitch
Satíngrunnur / Satin base
Málmþráður, bómull og silki / Metal thread, cotton and silk yarn
51 x 28 cm
Smádúkur / Doilie
Flatsaumur / Satin stitch
Blúnda með málmgarni / Metal thread lace
Bómullargrunnur / Cotton base
Silkigarn / Silk yarn
18 cm í þvermál / 18 cm in diameter
Saumgerðir / List of embroidery techniques pictured in the book
Í skránni eru þær saumgerðir sem koma fyrir í bókinni, en hafa ber í huga að sumar bera fleiri nöfn en eitt; þær geta tengst búsetu, eða verið nýorðasmíði og þýðingar úr öðrum málum en ensku, eins og til dæmis kontórstingur sem nefndur er eftir kontursting í dönsku, en heitir leggsaumur og varpleggur á íslensku.
Afturstingur / Back stitch
Augnsaumur / Eye stitch
Baldýring / Gold embroidery
Enskur og franskur saumur / English and French stitch
Feneyjasaumur / Venetian stitch
Fjaðurspor, klóspor / Feather stitch
Flatsaumur / Satin stitch
Flos / Punch needle embroidery
Franskur flatsaumur / Padded satin stitch
Frjáls útsaumur / Free embroidery
Fræhnútur / French stitch
Hálft krossspor, perluspor / Tent stitch
Herpisaumur / Punch stitch
Hexastingur, krókspor / Herringbone stitch
Kappmella, tunguspor / Buttonhole stitch
Kelínsaumur / Kelin embroidery
Keðjuspor, lykkjuspor, steypilykkja / Chain stitch
Klóspor, fjaðurspor / Feather stitch
Kontórstingur, varpleggur, leggspor / Stem stitch
Krosssaumur / Cross stitch
Krókspor, hexastingur / Herringbone stitch
Köngulóarsaumur / Ribbed spider web
Lagður þráður / Laid stitch
Leggsaumur, varpleggur, kontórstingur / Stem stitch
Lykkjuspor, keðjuspor, steypilykkja / Chain stitch
Mislöng spor / Long and short satin stitch
Perluspor, hálft krossspor / Tent stitch
Refilsaumur / Laid and couched embroidery
Steypilykkja, keðjuspor, lykkjuspor / Chain stitch
Teneriffa / Needle weaving [Tenerife embroidery]
Tunguspor, kappmella / Buttonhole stitch
Tvöfaldur krosssaumur / Double cross stitch
Varpleggur, leggsaumur, kontórstingur / Stem stitch
Þræðispor / Running stitch
Annað / Other techniques
Hekl / Crochet
Írskt hekl / Irish crochet
Orkering / Tatting
Prjón / Knitting
Vefnaður, einskefta, salún / Weaving
• Birna Petrína Sigurgeirsdóttir, Textílmenntakennsla í sögulegu og félagslegu samhengi: Útsaumur, Háskóli Íslands, menntavísindasvið, 2012.
• Björg Einarsdóttir, Úr ævi og starfi íslenskra kvenna I, Bókrún, Reykjavík, 1984.
• Carol Humphrey, Samplers, Fitzwilliam Museum Handbooks, Cambridge University Press, 1997.
• Carina Envoldsen Harris, Stitched Blooms: 300 Flora, Leaf & Border Motifs to Embroider, Lark, 2013.
• Clare Youngs, Scandinavian Needlecraft: 35 step by step projects to create the Scandinavian Home, Cico Books, London/New York, 2010.
• Dorothy Wood, Embroidery: Step by step stitches and techniques for hand and machine stitching, Southwater, 2000.
• Elsa E. Guðjónsson, Handíðir horfinnar aldar: Sjónabók frá Skaftafelli, Mál og menning, Reykjavík, 1994.
• Elsa E. Guðjónsson, Íslenskur útsaumur, Veröld, Reykjavík, 1985.
• Françoise Tellier Loumagne, The Art of Embroidery: Inspirational Stitches, Texture, and Surfaces, Thames & Hudson, 2006.
• Halldóra Bjarnadóttir, Vefnaður, Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, 2009.
• Hugur og hönd, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, 2004.
• Inga Arnar, Lífsins blómasystur: Hannyrðakonur af Svaðastaðaætt, Byggðasafn Skagfirðinga, Sauðárkrókur, 2012.
• Íslensk sjónabók: Ornaments and patterns found in Iceland, Ed. Birna Geirfinnsdóttir, Guðmundur Oddur Magnússon, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, Reykjavík, 2009.
• Jan Eaton, The Complete STITCH Encyclopedia, Casell, Chicago, USA, 2015.
• Jane Rainbow, Beginners Guide to Crewel Embroidery, Search Press, London, 2009.
• Kristín Schmidhauser Jónsdóttir, Fíngerð fegurð í sporum kvenna: Útsaumur frá síðari hluta 19. aldar og fram á 20. öld, Háskóli Íslands, Hugvísindasvið, 2014.
• Kristján Eldjárn, Hundrað ár í Þjóðminjasafni, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík, 1963.
• KYUUTO! Japanese Crafts, Cronicle Books, San Francisco, 2008.
• Leisure Arts, Embroidery: Pocket Guide, Leisure Arts, Little Rock, 1999.
• Mary Thomas, Mary Thomas's Dictionary of Embroidery Stitches, Ed. Jane Eaton, Hodder & Stoughton, London, 1993.
• Með silfurbjarta nál: Spor miðalda í íslenskum myndsaumi, Ed. Ágústa Kristófersdóttir, Þjóðminjasafn Íslands, Reykjavík, 2006.
• Sigrún Helgadóttir, Faldar og skart: Faldbúningurinn og aðrir íslenskir þjóðbúningar, Heimilisiðnaðarsafn Íslands – Opna, Reykjavík, 2013.
• Textílhönnun 1, Ed. Anita Keller, S.I., Fríður Ólafsdóttir, 2013.
• Thomasina Beck , The Embroiderer’s Story: Needlework from the Renaissance to the Present Day, David & Charles, 1995.
• Tvíbandaðir vettlingar, Ed. Kristín Schmidhauser Jónsdóttir, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, Reykjavík, 1981.
• Við vefstólinn: Starfsvettvangur Guðrúnar J. Vigfúsdóttur í hálfa öld, Elísabet Þorgeirsdóttir skráði, Guðrún Jóhanna Vigfúsdóttir, Reykjavík, 1998.
• Weldons Needlework Experts, Encyclopedia of Needlework: A Practical Guide to Needlework, The Waverley Book Co/Ltd., Arizona, 1939.
• Ævispor: Útsaumsverk Guðrúnar Guðmundsdóttur, Ed. Bryndís Sverrisdóttir, Þjóðminjasafn Íslands, Reykjavík, 2010.
• 5000 years of textiles, Ed. Jennifer Harris, The British Museum, London, 2010.
Allar ljósmyndir, listaverk, texti og annað efni verndað skv. íslenskum og alþjóðlegum höfundarréttarlögum. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfunda og útgefanda. All photographs, artworks and text protected under Icelandic and International Copyright Conventions. All rights reserved, including the right to reproduce this book or any portions thereof, in any form, except for brief quotations in a review or by written permission by the authors and publisher.
ISBN 978-9935-24-020-0
Þakkir vegna stuðnings við útgáfu sýningarskrár / Thanks for financial support Framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosninga réttar kvenna / Executive Committee for the Centenary of Women’s Suffrage in Iceland Menningarsjóður Hlaðvarpans / Hlaðvarpinn Culture fund
Myndlistarsjóður / Art Council
Myndlistarsjóður Icelandic Visual Arts Fund
Safnasafnið, sem var stofnað árið 1995 af Níelsi Hafstein og Magnhildi Sigurðardóttur, er staðsett á Norðurlandi, á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. Höfuðmarkmið Safnasafnsins er að safna, rannsaka, sýna og varðveita sjálfsprottna alþýðulist. Hefur safnið vakið athygli fyrir frumlega sýningarstefnu þar sem verkum leikra og lærðra er teflt saman af hugviti og frumleik. Þessi bók, Sýnisbók safneignar II um hannyrðir er önnur bókin sýnisbókin þar sem verkum úr safneign Safnasafnsins er miðlað til stærri hóps en gesta safnsins, með það að markmiði að auka veg og hróður íslenskrar alþýðulistar.
The Icelandic Folk and Outsider Art Museum, founded in 1995 by Níels Hafstein and Magnhildur Sigurðardóttir, is located at Svalbarðsströnd by Eyjafjörður in north Iceland. The museum’s main objective is to collect, research, exhibit and preserve folk and outsider art. The museum has been acknowledged for its original exhibition policy, where all forms of visual art are celebrated, whether made by professional or self-taught artists. This book, Showcase II on textile , is the second in a series of books introducing the museum’s collection to the broader public, the objective being to cast light on Icelandic outsider art and claim the recognition it deserves.
Safnasafnið
Icelandic Folk and Outsider Art Museum 9