Mannsmynd / Human Form

Page 1

Sýnisbók safneignar Showcase Mannsmynd Human Form

Safnasafnið / Icelandic Folk and Outsider Art Museum
Safnasafnið / Icelandic Folk and Outsider Art Museum
Sýnisbók safneignar IX Showcase IX Mannsmynd Human Form

Björn Líndal Guðmundsson (1906–1994) Án titils / Without title, 1990–1993 Málaður viður / Painted wood, H 21 cm

Safnasafnið

Mannsmynd Human Form

/ Icelandic Folk and Outsider Art Museum

It’s constantly misunderstood by those who think it’s a mere footnote of humankind

It’s a well-dressed quaintrelle sitting on a shelf having it’s looks criticized by passers-by

It’s a replica of its owner and instantly accepts its role without question

It’s the smallest matryoshka in a set of thirteen that got lost and cannot be found

It’s the sad rag that the Little Match Girl forgot to light for warmth

It’s a beloved friend of the destitute who roam the city streets and alleyways

It’s a crash test dummy in a car driven at high speed into a brick wall

It’s a custom-made object made to rest in a child’s arms and offer comfort

It’s the future shiver of those who have given up on life, but with composure

Fate

Hlutskipti

Hún er misskilin allt sitt skeið af þeim sem halda að hún sé aðeins viðhengi mannkynsins

Hún er velklædd tildurrófa sem situr á hillu og þolir að nærstaddir gagnrýni útlit hennar

Hún er eftirlíking eiganda síns og samþykkir strax allt sem henni er ætlað að framkvæma

Hún er minnsta matríóskan af þrettán sem týndist og finnst ekki þrátt fyrir miklar leitir

Hún er tuskugrey sem litla stúlkan með eldspýturnar gleymdi að kveikja í og orna sér við

Hún er hjartfólginn vinur hinna örsnauðu sem eigra hungraðir um afvikin borgarstrætin

Hún er líkan í bíl sem er keyrður á ofsahraða á steinvegg til að prófa öryggisgrindina

Hún er sérhannaður gripur til að hvíla í fangi barns og hugga það í erfiðum aðstæðum

Hún er framtíðarhrollur þeirra sem hafa gefist upp á lífinu en taka því með jafnaðargeði

Guðjón R. Sigurðsson (1903–1991)

Án titils / Without title, 1990–1991

Blandað efni / Mixed media, H 10–20 cm

Role

In its simplest form every doll is a version of its maker. Each doll appears to the viewer as a variably successful symbol in the image of a human. With this thought in mind, it is easy to understand the formally trained artists who decide to approach the doll or puppet in their works. However, it can be difficult to distinguish between it, the doll, and a sculpture as the use of materials in both can be similar and equally diverse and divergent

It may be argued that three-dimensional visual arts originate from a simple object that was assigned a certain function. Later, that simple object then developed into a larger format with wider connotations and purposes that reached beyond the mundane in initial traditions and customs. It could still have a symbolic role in religion, such as the totems of Native Americans and “primitive” art in Africa, that bridge the gap between the past and the future, and which are now categorised under the banner of folk art or outsider art

The Icelandic Folk and Outsider Art Museum owns a variety of national costume dolls, most of them of high quality, made in limited editions. Some of their creators, usually women, make them at home using materials they have at hand and deem appropriate. With the aim of generating income, they sell dolls that portray their own lives, traditions, customs, and characteristics. The same criteria apply for economically poor people. When it comes to mass produced dolls there is more diversity in terms of the materials used to create them

In the museum‘s collection there are various works that take on human form, works in different media by numerous artists who follow their own path in their creative processes. The artists Erla Björk Sigmundsdóttir, Kristján Ellert Arason, and Pálína Erlendsdóttir, who live and work in Sólheimar Ecovillage have created works in this spirit. Jónborg Jonna Sigurðardóttir has knitted people with references to sexual orientation, gender identity and sexuality. Her expression of gender outside of the norm is a sign of the times and of importance to people who fight for gender equality. The writer and

Hlutverk

Níels Hafstein

Í einföldustu gerð er hver brúða nokkurs konar afrit af höfundi sínum. Sú spegilmynd birtist skoðandanum sem misjafnlega vel gert tákn í líki mannsins. Í þeim pælingum er auðvelt að benda á lærða listamenn sem nálgast brúðuna í verkum sínum, en erfitt getur reynst að greina á milli hennar og höggmyndar því efnisnotkun beggja gerða er keimlík og jafn fjölbreytt og sundurleit

Fullyrða má að þrívíð myndlist eigi upptök sín í einföldum grip sem var ætlað ákveðið hlutverk en hafi síðan þróast í stærra form með víðtækari skírskotun og tilgangi sem náði út fyrir hið hversdaglega í frumhefðum og siðum. Hún gat samt haft táknrænt hlutverk í átrúnaði, samanber tótem frumbyggja Ameríku og „prímitífa“ list á meginlandi Afríku sem brúa bil á milli fortíðar og framtíðar og falla nú undir hugtakið alþýðulist

Safnasafnið á fjölda þjóðbúningabrúða, flestar vandaðar, gerðar í takmörkuðu upplagi. Sumir höfundar þeirra, líklega konur, búa þær til á Heimilum sínum og grípa þá í nærtæk efni sem þeir telja við hæfi. Þetta á við hjá þjóðflokkum sem lifa við kröpp kjör þar sem fáar konur hafa fastar tekjur, þær selja því brúður sem lýsa lífi þeirra sjálfra, hefðum, siðum og sérkennum. Eru þær hver annarri líkar eins og hjá næfista sem byrjar að tálga. Annars staðar er meiri fjölbreytni, ekki síst í fjöldaframleiddum gripum Safnið á verk eftir um 60 listamenn sem fara eigin leiðir í sköpunarstarfi sínu og færa verkin í þann þrívíða búning sem fellur að yfirskrift þessarar greinar. Listamennirnir Erla Björk Sigmundsdóttir, Kristján Ellert Arason og Pálína Erlendsdóttir sem búa og starfa á Sólheimum í Grímsnesi hafa öll búið til brúður í þessum anda. Jonna Jónborg Sigurðardóttir hefur prjónað fólk sem vísa til kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna, og virðist sú kyntjáning utan normsins vera tímanna tákn og hugleikin fólki víða sem berst fyrir jafnræði á þessu sviði. Kristín Ómarsdóttir skáld hefur búið til sérkennilegar brúður með sterk persónueinkenni, Yngvi

poet, Kristín Ómarsdóttir has created peculiar dolls with strong characteristics, Yngvi Örn Guðmunsson (1938–2022) created sculptures where dance is pivotal, Matthías Mar Einarsson, carves tree branches in a simple, primitive style, and Bryndís Símonardóttir makes threedimensional paper impressions of people who suffer physical and mental limitations

A few years ago, a survey began into how much of the museum’s collection could be categorised under the concept of the human image and the possibilities to expand the role of those artefacts were explored. A decision was made to host an exhibition of these works in 2020, a few curious and obscure looking dolls were added, and displayed, creating a new context within the framework of visual art. This showcase publication takes note of the outcome of that exhibition, with the addition of more works and dolls to expand on the original display. The essay in this book doesn’t trace the history of the doll, rather, an attempt is made to encapsulate as many aspects as possible, seeking its origins in archaeological digs and pointing to how dolls have served the whims of humankind, looking into links between the doll and human figure sculptures, and looking ahead to the future when artificial intelligence takes over

Örn Guðmundsson (1938–2022) bjó til skúlptúra þar sem dans er í aðalhlutverki, Matthías Mar Einarsson tálgar greinar í einföldum stíl frummanna og Bryndís Símonardóttir formar fólk úr pappír sem glímir við líkamlegar og andlegar takmarkanir Sú hugmynd kviknaði innan stjórnar Safnasafnsins fyrir nokkrum árum að kanna hvað væri til af listaverkum í safneigninni sem féllu undir hugtakið mannsmynd og leita frekari fanga til að útvíkka hlutverk þeirra. Ákveðið var að efna til sýningar í Safnasafninu á þessum verkum árið 2020 og bæta við nokkrum brúðum sem hafa óglöggt útlit, stilla hvoru tveggja upp sem heild og búa til nýtt samhengi undir formerkjum myndlistarinnar. Þessi sýnisbók tekur mið af því hvernig til tókst og verið jafnframt verið bætt við fleiri verkum og brúðum til að víkka sjóndeildarhringinn. Í bókinni er þróunarsaga brúðunnar sem leikfangs ekki rakin en reynt að draga saman sem flest atriði. Leitað er uppruna hennar í fornleifagreftri og bent á notkun á brúðum til að þjóna duttlungum mannkynsins, skoðuð tengsl hennar og höggmyndar í mannslíki og horft til framtíðar þegar gervigreindin tekur völdin

Sigrún Gísladóttir

Án titils / Without title, 2008

Blandað efni / Mixed media, H 4–8 cm

Ókunnur höfundur / Unknown maker Án titils og ártals / Title and year unknown Blandað efni / Mixed media, H 33 cm

Kristín Ómarsdóttir

Bófi / Bandit, 2012

Blandað efni / Mixed media, H 44 cm

Sæmundur Valdimarsson (1918–2006)

Höfðingi / Chieftain, 2002

Blandað efni / Mixed media, H 80 cm

Ókunnir höfundar / Unknown makers

Án titils og ártals / Title and year unknown

Málaður viður / Painted wood, H 17–31 cm

Ókunnir höfundar / Unknown makers

Án titils og ártals / Title and year unknown Blandað efni / Mixed media, H 11–13 cm

Matthías Mar Einarsson

Án titils / Without title, 2018 Viður / Wood, H 14–21 cm

Tryggvi Hrafn Haraldsson

Vinir / Friends, 2015

Málaður viður / Painted wood, H 8–10 cm

Friðrik Hansen (1947–2005)

Án titils og ártals / Title and year unknown Málaður viður / Painted wood, H 11 cm

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blandað efni / Mixed media, H 29 cm

Yngvi Örn Guðmundsson (1938–2022) Án titils og ártals / Title and year unknown Blandað efni / Mixed media, H 16–22 cm

Laufey Jónsdóttir

Án titils / Without title, 2007

Litaður pappír / Coloured paper, H 7–23 cm

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blandað efni / Mixed media, H 46 cm

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blandað efni / Mixed media, H 25–26 cm

Pálmi Kristinn Arngrímsson (1930–2015)

Án titils og ártals / Title and year unknown

Málaður viður / Painted wood, H 67–71 cm

Auður Lóa Guðnadóttir

Hjólaskautapör / Roller Skating Couples, 2019 Blandað efni / Mixed media, H 22 cm

Vilmundur Þorgrímsson

Án titils og ártals / Title and year unknown Blandað efni / Mixed media, H 55 cm

Pétur Hraunfjörð (1922–1999)

Án titils / Without title, 1990–1995 Blandað efni / Mixed media, H 12 cm

Ragnar Kjartansson (1923–1988)

Án titils og ártals / Title and year unknown Granít / Granite, H 13 cm

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blandað efni / Mixed media, H 22 cm

Sigurjón Jóhannsson (1939–2023)

Án titils / Without title, 1972

Gifs / Plaster, H 11–12 cm

Ókunnir höfundar / Unknown makers

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blandað efni / Mixed media, H 40 cm

Ókunnir höfundar / Unknown makers

Án titils og ártals / Title and year unknown Blandað efni / Mixed media, H 40 cm

Björn Líndal Guðmundsson (1906–1994)

Án titils / Without title, 1990–1993 Málaður viður / Painted wood, H 21 cm

Sigrún Guðmundsdóttir

Kona / Woman, 1995–1998

Gifs / Plaster, H 33 cm

Ókunnir höfundar / Unknown makers

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blandað efni / Mixed media, H 14–28 cm

Snorri Jóhannesson (1917–2005) & Tryggva Eggertsdóttir (1932–2009)

Án titils og ártals / Title and year unknown

Málaður viður / Painted wood, H 9–14 cm

Ókunnur höfundur / Unknown maker Án titils og ártals / Title and year unknown Blandað efni / Mixed media, H 30 cm

Jonna Jónborg Sigurðardóttir

Kærastafólkið / Sweethearts, 2021 Ull / Wool, H 19–21 cm

Erla Björk Sigmundsdóttir

Án titils / Without title, 2014

Blandað efni / Mixed media, H 39–40 cm

Ókunnir höfundar / Unknown makers

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blandað efni / Mixed media, H 57–59 cm

Pálína Erlendsdóttir

Án titils og ártals / Title and year unknown Ull / Wool, H 28-36 cm

Atli Viðar Engilbertsson Foreldrar / Parents, 2000 Pappi / Cardboard, H 74–78cm

Ókunnir höfundar / Unknown makers

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blandað efni / Mixed media, H 23–26 cm

Finnur Ingi Erlendsson

Verndarverur / Protectors, 2006

Glerjaður leir / Glazed ceramics, H 10–15 cm

Ókunnir höfundar / Unknown makers

Án titils og ártals / Title and year unknown Blandað efni / Mixed media, H 17–27 cm

Jóhannes Steinþórsson (1890–1982)

Án titils og ártals / Title and year unknown

Málaður viður / Painted wood, H 13–15 cm

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir

Karl og kerling / Old Couple, 2003 Viður / Wood, 14 cm

Ókunnir höfundar / Unknown makers

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blandað efni / Mixed media, H 35–40 cm

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blandað efni / Mixed media, H 20 cm

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blandað efni / Mixed media, H 25–29 cm

Ókunnur höfundur / Unknown maker Án titils og ártals / Title and year unknown Blandað efni / Mixed media, H 24 cm

Bryndís Símonardóttir

Farfuglar / Birds of Passage, 2018 Blandað efni / Mixed media, H 16–28 cm

Baldvin Einarsson (1938–2014) & Sigurborg Gunnlaugsdóttir

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blandað efni / Mixed media, H 10 cm

Ókunnur höfundur / Unknown maker Án titils og ártals / Title and year unknown Blandað efni / Mixed media, H 16–19 cm

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Án titils og ártals / Title and year unknown

Kristín Ómarsdóttir

Sendill / Courier, 2012

Blandað efni / Mixed media, H 39 cm

Halldóra Kristinsdóttir (1930–2013)

Án titils / Without title, 1990

Blandað efni / Mixed media, H 14 cm

Níels Hafstein

Brennuvargar / Pyromaniacs, 2014

Blandað efni / Mixed media, H 35 cm

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blandað efni / Mixed media, H 38 cm

Guðrún B. Nielsen (1914–2000)

Án titils og ártals / Title and year unknown

Viður / Wood, H 11–18 cm

Ókunnur höfundur / Unknown maker Án titils og ártals / Title and year unknown Blandað efni / Mixed media, H 17 cm

Edda Guðmundsdóttir

Án titils og ártals / Title and year unknown Glerjaður leir / Glazed ceramic, H 39 cm

Stefán Sigríðar–og Tryggvason Án titils / Without title, 1996 Viður / Wood, H 18 cm

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blandað efni / Mixed media, H 23–29 cm

Svava Skúladóttir (1909–2005)

Án titils / Without title, 1992–1997

Glerjaður leir / Glazed ceramics, 14 cm

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blandað efni / Mixed media, H 31 cm

Hannes Lárusson

Völundarhús / Labyrinth, 2003

Málaður viður / Painted wood, H 19 cm

Ókunnir höfundar / Unknown makers

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blandað efni / Mixed media, H 30–32 cm

Ókunnir höfundar / Unknown makers

Án titils og ártals / Title and year unknown Málaður leir / Painted clay, H 4–10 cm

Sæmundur Valdimarsson

Blástör / Girl With Blue Hair, 2001

Blandað efni / Mixed media, 77 cm

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blandað efni / Mixed media, H 10 cm

Guðrún B. Nielsen (1914–2000)

Án titils og ártals / Title and year unknown Blandað efni / Mixed media, H 8–13 cm

Olga Dimitrivea

Án titils / Without title, 2003

Blandað efni / Mixed media, 10–11 cm

Ragnar Hermannsson (1922–2009)

Án titils og ártals / Title and year unknown

Málaður viður / Painted wood, H 20 cm

Þórhalla Sigþórsdóttir & Völvurnar á Stöðvarfirði

Fjárhirðar / Shepards, 1993

Lambshorn / Lamb horn, H 7 cm

Jón Guðmundsson

Án titils / Without title, 1983 Blandað efni / Mixed media, 30 cm

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blandað efni / Mixed media, H 23–24 cm

Sveinn Einarsson (1909–1994)

Álfkonur / Elven Women, 1984

Málaður viður / Painted wood, H 31 cm

Svava Skúladóttir (1909–2005)

Án titils / Without title, 1992–1997

Glerjaður leir / Glazed ceramics, 14 cm

Ókunnur höfundur / Unknown maker Án titils og ártals / Title and year unknown Blandað efni / Mixed media, H 17 cm

Kristján Ellert Arason Án titils og ártals Blandað efni

Vagna Sólveig Vagnsdóttir (1923–2022)

Án titils og ártals / Title and year unknown

Viður / Wood, H 64 cm

Ókunnir höfundar / Unknown makers

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blandað efni / Mixed media, H 30–31 cm

Rósa Sigrún Jónsdóttir

Limlestingar / Mutilations, 2021–2022

Blandað efni / Mixed media, H 14–16 cm

Björn Líndal Guðmundsson (1906–1994)

Án titils / Without title, 1990–1993

Málaður viður / Painted wood, H 66 cm

Ókunnir höfundar / Unknown makers

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blandað efni / Mixed media, H 30–32 cm

Ókunnir höfundar / Unknown makers

Án titils og ártals / Title and year unknown Blandað efni / Mixed media, H 24–26 cm

Sæmundur Valdimarsson (1919–2006)

Strákurinn / The Boy, 2002

Blandað efni / Mixed media, H 103 cm

Laufey Jónsdóttir

Án titils / Without title, 2007 Málaður viður / Painted wood, 28 cm

Ókunnur höfundur / Unknown maker Án titils og ártals / Title and year unknown Blandað efni / Mixed media, H 16–20 cm

Í mannsmynd

Í fyrstu skímu

Djúpt í minni mannsins leynist sú tilgáta að í myrkri og kulda ísalda hafi karl eða kona tekið strávisk af hellisgólfi og vafið í vöndul með óljósu formi til að létta einsemd sína og hnoðað á hann leirhöfuð til að færa honum litla fórn með beiðni um betra veður og næga veiði og fólk til að sitja hjá sér við eld að segja sögur eða leggja þennan grip í lófa barns til að leika við og stytta því stundir. Eða var hann önnur ímynd, kannski frjósemistákn til að vekja athygli guðsins á því að nú þyrfti að stækka og styðja hópinn til varnar villidýrum? Eða til þess gerður að vekja ugg og skaða óvin? Hver veit en einhvers staðar hófst sú vegferð sem enn stendur yfir mannkyni til gæfu eða glötunar

Brúðan er spegilmynd barna og fullorðinna, ástvinur og verndari, hún er hliðstæða þess sniðs sem einstaklingur er gerður úr og hagar sér eða kemur öðrum fyrir sjónir. Hún er ígildi tilfinninga eða kennda, inngróin eða laustengd og helgar sér staði í vitundinni hvort heldur sem nærveru hennar er óskað eða ekki. Hún gleður og hræðir á víxl í nálægð og fjarlægð, í draumi og veruleika og hefur persónulegt gildi sem nær út fyrir líf og dauða

Brúður skiptast í marga flokka, flestar eru ætlaðar til að nota í leikjum og starfi, aðrar eru verkfæri, gripir átrúnaðar og stigmögnunar í athöfnum. Stundum skarast hlutverk þeirra og er erfitt að skilja hvað liggur að baki, hvort misskilningur sé á ferðinni eða markmið til að upphefja eða niðurlægja

Kannski kviknar frumleg hugmynd til þess að endurskapa ríkjandi gildi. En hvað sem því líður bendir flest til þess að brúðan sé birtingarmynd óljósrar löngunar til að ná tengslum við sjálfið og fullnægja þörf þess fyrir staðfestingu á eigin tilvist og getu til að stjórna eða beina henni í ákveðinn farveg til að ná ásættanlegum árangri. Þessi hliðartilvera hefst yfirleitt í bernsku og er nærtæk upp frá því en getur líka tekið á sig yfirbragð falinnar persónulegrar ástríðu sem nærist og eflist á langri ævi. Um þau tengsl er erfitt að spá og þaðan af síður ástæða til að flagga þeim enda er þá farið inn á brautir geðlæknis- og sálarfræða til að skoða fyrirbærið, hvort skilgreina megi það og setja fram merkingarbæra tilgátu um það, hvort inntak þess og umfang falli að tilbeiðslu eða tortímingu, nema hvort tveggja sé?

Fjaraldir

Brúður hafa fylgt manninum frá örófi alda en komu fyrst í ljós þegar opnaðar voru grafir þjóða sem bjuggu við hagstæð veðurfarsleg skilyrði. Þær voru gerðar úr leir og viði og sýna þræla í ýmsum hlutverkum, einnig embættis- og eftirlitsmenn, presta, veiðimenn, bændur, iðnaðar- og verkafólk. Stundum er óljóst hvort tiltekin mannsmynd er leikfang, listaverk eða tákn fyrir mikilvæga athöfn, vígður hlutur notaður í trúarskyni eða lýsing á gleymdu atferli. Í fornleifauppgröftrum víða um heim hafa fundist merki þess að brúður hafi frá fornu fari verið sjálfsagðir hlutir í uppeldi. Þær eru úr viði, leðri, beini

In Human Form

At first light

Long ago in history there must have been a moment, shrouded in the darkness and cold of the Ice Age, when a man or a woman took materials at hand and roughly shaped them into human form. Later, that person formed a clay head for it, brought it offerings in hope of better weather and a good hunt, and people to share the fire and stories with. Perhaps this doll was made simply to fashion a toy for a child. It could also have served the purpose of a fertility icon to make a point to the gods that there was a need for enlarging the group against the dangers of predators. Or was it made to intimidate and hurt an enemy? There are myriad reasons to shape a simple effigy. But the desire, or need, to reproduce the human form has remained, spanning thousands of years for better or worse

The doll is a reflection of both children and adults. It can represent a loved one, a talisman, a companion or a mascot. It is an analogue of a human being, reproducing the parts it is made up of and acts, or as the human form is perceived by others. It is an equivalent of human emotions or sentiments that have taken hold in the creator’s consciousness. That emotional expression of the human form can be both wanted or not. It can bring joy or frighten the observer, both in their dreams or in reality. It can even have a value beyond life and into death

Dolls fall into many categories; most are intended for work and play, others are tools, religious relics and totems in rituals

Sometimes these roles intersect, and it can be difficult to grasp what the true purpose of the doll is. The intention behind creating a doll could be to elevate or humiliate, or to recreate prevalent values in a particular society at a particular time. At its most basic, the doll seems to be a manifestation of a vague desire to connect with the ego. In this way the doll’s function is to satisfy the ego’s need for confirmation of its existence, and its ability to control or direct it onto a certain path to achieve reasonable success. This parallel existence in the form of a doll usually starts in childhood, but it remains close at hand from then on. It can also take on the guise of a hidden, personal passion that is nurtured and grows in strength over a lifetime. It is difficult to determine precisely something as abstract as this role for a doll, and we would then have to venture into the fields of psychiatry and psychology to examine the phenomenon. But perhaps one question worth exploring is whether a meaningful hypothesis can be put forward of whether the doll’s substance and scope suits worship or destruction, or possibly both?

Ancient times

Dolls have been a part of human life from its early beginnings, but a key moment in the development of dolls happened when graves were opened of people who lived during a time of optimal climatic conditions. When dealing with dolls from this period it is not always clear if a particular figure is a toy, a piece

Ókunnur höfundur / Unknown maker

Án titils og ártals / Title and year unknown

Blandað efni / Mixed media, H 28 cm

of art, or a symbol for an important ritual, a relic used for religious purposes, or a description of a forgotten act. Archaeological digs all over the world have unearthed evidence that dolls have from ancient times been fundamental objects in the upbringing of children. They are made from wood, leather, bone, and teeth, clay, or coarse straw. In 2017 a small soapstone head was found in a child’s grave in southern Siberia, reinforcing the idea that children have from ancient times been given dolls to help them adjust, and understand, life

When archaeologist Howard Carter opened Tutankhamun’s tomb in 1923, he found a limbless figure among the treasure. On further inspection the figure had the same dimensions as the pharaoh’s body and so this is probably the first known dressmaker dummy for crafting the pharaoh’s clothing. Claudia Octavia, wife of Roman emperor Nero, had a similar body double mannequin to test what clothing suited her body best, and the same is probably true for many other wealthy historical figures

An archaeological site in Greece uncovered dolls with mobile limbs from the 7th century B.C., made from rags, clay, wood, and wax. The most famous are the Plaggona dolls, made of burnt clay. Their clothing was either painted on the body, or the owner dressed them. Sometimes these dolls were accompanied by miniature furniture and ornaments, especially if they were sacrificed on the altar for the goddess Artemis. Dolls have served as icons in rituals since the beginning of time; the Aztecs placed them on graves, for example. This custom is still observed in Peru as can be seen in the threadbare clothing of dolls that

have been taken off graves, or fashioned to look like them, to sell as souvenirs in markets

Physical intimacy

In most ancient cultures there is oral and written evidence of worship of gods who appear in the sky bringing great tidings, or warnings of imminent plight, calling for obedience and offerings. These myths rhyme with modern tales of UFOs and of beings who watch over the Earth for inexplicable reasons, occasionally supplying humanity with previously unknown materials and technology. The deities were celebrated in daily routines and on festive occasions with various customs and rituals that were rigidly observed to the letter to stave off disasters. The most obvious example of this in Christianity is among the shepards who heard “angel voices” while only seeing a bright light. This was the beginning of the Christmas Nativity Scene where the Baby Jesus lies in the manger looking at those around him with blue eyes

There is a centuries old tradition of the Hopi people in the northeast of Arizona in the U.S.A. where the men wear splendid costumes and masks and dance during ceremonial rites. These costumes place the wearer in the guise of the sky god Sotuqnangu, Masao the god of peace, the gatekeeper of the underworld Kwanitaqa, and the fertility god Alosaka. The dancers craft special dolls, kachinas, true treasures that they gift to the children of the tribe and that are meant to serve in religious training and guide the children in life. No two are alike. They are composed of particular basic characteristics; containing 266 components of form, colour,

og tönnum, leir eða trefjaríkum stráum. Árið 2017 fannst lítið höfuð úr sápusteini í barnsgröf í suður-Síberíu sem styður þá skoðun að börn hafi snemma fengið leikföng í hendurnar til þess að laga sig að lífinu

Þegar fornleifafræðingurinn Howard Carter opnaði gröf Tutankhamuns faraós árið 1923 fann hann útlimalausan búk innan um alla dýrgripina. Við nánari rannsókn virtist hann falla að líkamsmálum farósins og er líklega fyrsta þekkta klæðasniðið til að fara eftir og máta fatnað á áður en hann er saumaður. Kládía Oktavía, eiginkona Nerós Rómarkeisara, átti sér svipaðan staðgengil til að skoða hvaða flíkur féllu best að líkama hennar sjálfrar og svo er sjálfsagt um fleiri efnameiri persónur mannkynssögunnar

Í Grikklandi voru grafnar upp brúður á 7. öld, búnar til úr tuskum, leir, viði og vaxi og hafa þær marga hreyfanlega limi. Þekktust þeirra er Plaggona mótuð í leir og brennd í ofni, en föt hennar voru annað hvort máluð á búkinn eða eigandinn klæddi hana sjálfur. Stundum fylgdu þeim lítil húsgögn og skraut til að gera veg þeirra sem mestan, ekki síst ef þeim var fórnað á altari gyðjunnar Artemis. Brúður hafa verið táknmyndir í trúarlegum athöfnum svo langt sem sagan nær, Aztekar lögðu þær á grafir. Í Perú er haldið í þessa hefð og snjáðar brúður lagðar á leiði, þær svo stældar og seldar á mörkuðum fyrir ferðamenn

Líkamleg nánd

Í langflestum fornum menningarsamfélögum eru til munnlegar og letraðar heimildir um guði sem birtast á himni og boða mönnum fögnuð eða vara við yfir-

vofandi skelfingum er fram líða stundir og er þá vissara að beygja sig í hlýðni og færa viðeigandi fórnir. Þessar sagnir ríma við tiltrú á fljúgandi furðuhluti með verum sem gæta jarðarinnar af ókunnum ástæðum og hjálpa fólki á efnis- og tæknisviði. Þeirra er minnst með viðhöfn í daglegum háttum og til hátíðarbrigða með fjölbreytilegum siðum sem ekki má hagga við heldur framfylgja í tímans rás af ítrustu virðingu því annars er voðinn vís. Í kristinni trú kemur þetta einna skýrast fram meðal hirðingjanna sem heyrðu englaraddir á himni án þess að sjá annað en skært ljós. Þar með hófst helgileikurinn sem nær hápunkti sínum á jólum þegar Jesúbarnið liggur í jötu og horfir bláum skilningsvana augum á nærstadda Aldalöng hefð er fyrir notkun á brúðum í helgisiðum Hopi-fólksins í norðausturhluta Arizona í Bandaríkjunum, karlarnir klæðast íburðarmiklum búningum og bera grímur í anda hins forna siðar og dansa upphafnir á hátíðum í gervum Sotuqnang-u himinguðs og Masao friðarguðs, Kwanitaqa hliðvarðarguðs Undirheima og Alosaka frjósemisguðs. Dansararnir útbúa sérstakar brúður, sannkallaða dýrgripi, sem þeir gefa börnum ættarinnar og eiga að vera þeim fyrirmyndir í trúarlegu uppeldi og leiðsögn í lífinu, engar tvær eru eins, unnar út frá ákveðnum grunnþáttum sem spanna 266 atriði í formum, litum, línum og táknum, í efnum sem eru sniðin að persónuleika eigandans og virðuleik ættbálksins

Í Gvatemala búa ungar stúlkur til litlar tuskudúkkur sér til huggunnar og verndar, sem þær láta í taupoka og stinga undir koddann þegar þær fara að sofa. Þær hvísla að

Ókunnur höfundur / Unknown maker Án titils og ártals / Title and year unknown Blandað efni / Mixed media, H 11,5–21 cm

þeim hvað þær óttast og bera kvíðboga fyrir. Munecas Limé brúðurnar í Dómeníkanska lýðveldinu eru andlitslausar vegna þess að þjóðin er suðupottur ólíkra einstaklinga frá ýmsum löndum, litarhætti og trú og eru þær þess vegna hlutlausar sem gjafir

Brúður hafa mismikið vægi og bera klæði sem lýsa oft staðháttum, efnum og ástæðum og fer það eftir því hvar þær eru gerðar, þær fara eftir þjóðfélagsstétt eins og í Namibíu þar sem hástéttin Heróar hefur úr meiru að moða en lágstéttin Himbar sem situr við iðju sína fyrir utan fátæklega bústaði og selur ferðafólki brúður sem spegla líf þeirra og þráir að færast ofar í virðingarstiganum. Víða í austurlöndum fjær eru strengja- og stangarbrúður, eða tvívíðar brúður notaðar í útileikhúsum til að segja ævintýri og dæmisögur, leggja út af viðburðum, innansveitarlífi, slúðri eða áþján vegna glæpa og langvinnrar hersetu. Þá má nefna sirkusfólk sem gengur á stultum um stræti á auglýstum hátíðum. Í Sýrlandi hengja stúlkur brúður út í glugga til að auglýsa að þær séu komnar á giftingaraldur en í Írak eru þær sagðar boða harm og óhamingju

Á Grænlandi til forna og fram undir lok 19. aldar bjuggu menn til tupilaka úr ýmis konar efniviði sem óx við sjóinn eða rak á fjörur, mótuðu þá í mynd mannsins, þuldu særingar og fleygðu eins langt frá landi og þeir gátu. Var tilgangurinn sá að tubilakinn myndi hitta fyrir fjandmann þeirra og granda honum en ef hann kom til baka með straumi var voðinn vís og líklegt að kraftur sendingarinnar hlypi í höfund sinn og dræpi hann í staðinn. Á Kyrrahafseyjum eru brúður víða notaðar í vúdú-galdri og er þá prjónum stungið í líkamsparta þeirra, þær eru gervi

fólks sem viðkomandi hefur illan bifur á eða orðið fyrir misgerðum af þess völdum. Þetta er gert til viðvörunar en ef það dugar ekki er krafturinn innblásinn með dádansi og þulum, ópum og stunum og þau álög kveðin og staðfest að óvinurinn veikist eða deyi enda trúir fólk staðfastlega á kraft þessara helgu athafna og tekur hann svo alvarlega að ekkert lyf er til mótvægis en reynt að nota andlega hreinsun, yfirbót og þráláta fyrirgefningu til að losna undan áhrifamætti galdursins, ljótum sárum, útlimamissi eða bráðum dauða

Tíska

Á miðöldum komu til sögunnar brúður úr viði og beini, gerðar handa eldri stúlkum en úr ódýrum ofnum efnum fyrir þær yngri. Lítil verkstæði framleiddu þær og er til heimild um eitt slíkt verkstæði í Nürnberg í Þýskalandi á 14. öld, brúðurnar auðguðu viðskiptalífið og stuðluðu að fjölbreytni í efnahagsþróun landsins

Á stuttum ferli sínum (1399–1413) sendi Hinrik IV. Englandskonungur Medici-ættinni í Flórens litla glæsilega klædda brúðu til að kynna nýjustu tískuna í London. Árið 1791 lét Karl 4. Spánarkonungur flytja brúðu í hirðstíl sínum með skipi til Englands þegar samningar stóðu yfir á milli landanna um stöðu stjórnmála í Evrópu. María Antoinette keisaraynja Frakka leyfði móður sinni og systrum að fylgjast með samkvæmislífinu í Versölum úr fjarlægð og sendi þeim brúður klæddar fötum sem þær gátu saumað eftir Í kjölfar iðnbyltingar síðla á 18. öld voru innfeldir stórir, upplýstir búðargluggar í nýreist verslunarhús í Ameríku og urðu þá til rúmgóð svið fyrir útstillingar og gínur sem

lines, symbols, and from materials suited to the owner’s personality and the tribe’s honor

In Guatemala, young girls make little ragdolls that they put into bags of cloth and place under their pillows before bedtime and then they confide their fears and worries to them. Either the dolls take away the worries or give the children courage to tackle what is troubling them. When they wake up in the morning they are refreshed, free from their worries and ready to play

The Munecas Limé dolls in the Dominican Republic have no face because the nation is a melting pot of different individuals of various nationalities, color, and religion, and so the dolls are neutral gifts. Dolls can have various levels of significance and be dressed in a way that often portrays their place of origin and the status and condition of their makers

Caste and class can be an influence such as in Namibia where the upper-class Herero tribe have more materials at their disposal than the semi-nomadic Himba people who work outside their huts and sell dolls to tourists, hoping to climb the hierarchical ladder. In many countries in the Far East puppets and marionettes, or twodimensional shadow puppets, are used in outdoor theatres to convey fairy tales and parables, address current events, local life, gossip, or suffering caused by crime and long-term military occupation. It is also worth mentioning circus artists who walk around streets on stilts during festivals. In Syria, girls hang dolls out in windows to announce that

they have reached a marriageable age. While in Iraq the dolls are said to proclaim sorrow and unhappiness

In Greenland, it was a custom from early times until the end of the 19 th century, for people to carve tupilaks from various materials found by the shore, chanting spells over the figures and then cast them as far out to sea as they could. The tupilak was made to find an enemy and destroy him, but if the figure found its way back to shore with the currents it was considered bad luck as the spell could then possibly affect the maker and bring death. In the Caribbean islands dolls are often used in voodoo magic, sticking needles into the figures that are shaped like people who the caster is targeting with the spell. This is a warning and if it doesn’t do the trick the magic is enhanced with trance dancing, chanting, screaming and moaning. In this way the spell is woven and reinforced to make the enemy ill, or even bring death. Some people believe so strongly in the power of these rituals, and take them so seriously, that there is no effective medicine for the consequent maladies. The only possible remedy is spiritual cleansing, sincere repenting and atonement to be rid of the power of the magic, which may manifest in ugly wounds, loss of limbs or sudden death

Fashion

In the Middle Ages dolls for older girls were crafted from wood and bone while cheaper materials were used for dolls for

sýndu kvenfatnað. Vegfarendur stönsuðu á gangstéttinni og horfðu á dýrðina fyrir innan því nýjungarnar í gluggunum drógu að sér slíka athygli að skoðunarferðir í verslunarstrætin urðu almenn afþreying á kvöldum og um helgar. Þessar gínur höfðu ákveðna stöðu í rýminu, þær stigu fram í vinstri fót eða með hælana saman til að gæta velsæmis, búkurinn var grannur vegna efnisþyngdar, augun og tennur úr gleri og hárið klippt og keypt af fátækum. En ekki voru allir jafn uppnumdir af þessu fyrirbæri, Bandalag kristinna bindindiskvenna rak upp ramakvein og fullyrti að gínurnar væru ruddalegar og skipti þá engu máli að þær báru hönd að vörum sér eins og fyrir kurteisissakir. Þess var krafist að þær yrðu gerðar brottrækar. Ekkert varð úr því en nokkur ríki settu lög sem komu í veg fyrir að hönnuðir gætu afklætt gínur og fatað þær á ný fyrir opnum tjöldum og voru þau ekki afnumin fyrr en í frjálsræðisbylgjunni um 1960

Gínur hafa fengið stöðu í nútímalist, naktar og berskjaldaðar, og er stillt upp á sýningum sem höggmyndum og líkjast þá innyfla-, æða- og vöðvateikningum sem sjúklingum á læknastofum hryllir við. Vafamál er hvort þær geti hrist af sér þær fyrirmyndir eða vísanir í grískar og rómverskar höggmyndir úr marmara og bronsi

Á vaxmyndasöfnum er heimsfrægum persónum stillt upp til sýnis og nákvæmar minni eftirlíkingar seldar gestum. Er það mörgum keppikefli að fá eftirmynd sína inn í slíka sali og vera öfundaður en þegar

einhver missir stöðu sína glatar hann trúverðugleikanum og vinsældirnar dvína Í raunveruleikanum koma fyrir ýmis tæki í mannsmynd sem nú er horft á með hryllingi í söfnum, útsjónasamar uppfinningar gerðar til þess að hræða líftóruna úr fólki, skaða það og drepa það hægt og rólega, pyntingameistarinn starir brosandi í augu hins kvalda til að sjá smæstu viðbrögð og herðir á uns síðasta ópið deyr í blóðugum andköfum Kynlífsleikföng taka nokkurn svip af notendum sínum í heilum formum eða smáhlutum sem vekja losta og veita unað umfram hversdagsleg og endurtekin hvílubrögð í sama rúmi. Þessar brúður eiga frændsystkini í handföngum á sippuböndum sem hægt er að kyrkja með, göngustöfum sem kýla menn kalda, illúðlegum vörðum á fornum þökum og stafnlíkneskjum orrustuskipa, fuglahræðum, pappamerkjum í líki lögreglu, poppgoðum og stjórnmálamönnum, vélmennum, persónum hrollvekjanna, oftar en ekki sem brúðum eða gínum í spennuþrungnu atriði þegar gæsahúðin rís í adrenalínflæðinu og svitadropi rennur niður eftir bakinu

Hlutveruleiki

Nú eru komnar í sölu hátæknibrúður sem erfitt er að sjá hvort eru lifandi eða líkindi og eru svo nákvæmar eftirlíkingar barna að þær vekja upp spurningar um þróun og framtíð mannsins. Gervigreind stýrir ferlinu, hreyfingum líkamans og talsmáta. Þessar brúður skynja hvað eigandinn vill og hvað hann langar að gera, þær tala við hann á lágværan

younger girls. Small workshops produced these dolls and there is evidence of one such workshop in Nuremberg, Germany, in the 14th century. Theses workshops enhanced industry and played a part in the diversity of the country’s economic development

Henry IV of England (1399–1413) sent the Medici family in Florence a little, luxuriously dressed doll to show them the latest London fashion. In 1791, Carlos V of Spain had a doll dressed in the style of his court shipped to England during negotiations between the two countries on the state of politics in Europe. Marie Antoinette of France kept her mother and sisters informed of Versailles court life, sending them dolls dressed in clothing they could copy in full size for themselves

In the wake of the Industrial Revolution in the late 18th century, large, lit shop windows were installed in newly built department stores in the U.S.A. providing expansive exhibition spaces for displays and mannequins showing off women’s clothing. Passers-by would stop outside on the pavement and wonder at the splendour inside, because the novelty in the shop windows garnered such attention that excursions along the shopping streets became public entertainment during evenings and weekends. These mannequins had a particular pose in the space, they would have their left foot forward or have their heels touching for propriety. The torso was thin to maintain a centre of gravity, the eyes and teeth made of glass, their hair was cut and bought of the poor. But not everyone was impressed by this phenomena. The Women’s Christian Temperance Movement

took offense, insisting that the mannequins were crude even though they had a hand to their lips as a sign of modesty. They wanted them banished. This demand was not met but some states introduced laws that prohibited designers from undressing and redressing mannequins in public, and these laws remained in place until the 1960s

Mannequins have been given a place in modern art, naked and vulnerable, positioned within exhibition spaces like sculptures, often resembling diagrams of vital organs, the vascular system and muscles that disturb patients in doctors’ surgeries. It is unlikely that they can shake those blueprints or references to Greek and Roman sculptures of marble and bronze

Another example of where the figure of the doll continues to play a role in society is the wax museum. Wax sculptures of famous people are put on display and many visitors long to have their effigy in such a collection. These dolls can invoke strong emotions such as admiration or envy. A notable section in many wax work museums is the torture scene. Here, the wax doll has human characteristics that are inspected with horror by visitors. The torturer-doll stares with a smile into the eyes of the doll-victim to note the smallest reaction and then tightens its grip until the last scream dies in a bloody gurgle

Sex toys take on various forms in relation to their users, either entirely or in small part intended to incite lust and give pleasure beyond the mundane and repetitive sex in the same bed. These dolls have cousins in handles on jump ropes that can be used for strangling, walking canes that can knock a man out,

Steinþór Leósson (1888–1967)

Án titils og ártals / Title and year unknown Viður / Wood, H 3 cm

menacing gargoyles on ancient roofs, and figureheads on the prows of warships, scare crows, paper cut-outs in the shape of police officers, pop gods, and politicians, robots, horror movie characters who are often puppets or mannequins in scenes that give you the shivers and rushes of adrenalin while a drop of sweat trickles down your back

Objective reality

Today, there are high-tech dolls that are so realistic that it is hard to tell if they are alive or inanimate objects. They include replicas of babies that are made with such attention to detail that the technology that went into making them evokes questions about the development and future of humanity. Artificial intelligence is sufficiently well developed to be given charge of controlling the doll’s movements and speech. These dolls sense what their owners want and what they want to do; they talk to them and have such convincing vocal expression that the owners feel like they have a good friend who can be a trusted confidant. They live in harmony with no conflicts. They can help the lonely handle their existence, but they may also mislead sensitive souls and push them deeper into social isolation where the machine is in control and decides what comes next. But what is the nature of such a relationship compared to human connection and real love? We must remember that this type of doll is a computer that is directly linked to its producer, or the company that manufactured it, and which

has access to sensitive information that can easily be abused. Could that leave humans struggling to control the next step?

As we move forward in this developmental path of humans and machines, we must foresee a reckoning; the line between man and machine will become more blurred and even completely disappear. Artificial intelligence will gradually take over and push the human brain aside as an underdeveloped organ, and then people will be placed in lit windows as a diversion for our successors until the novelty wears off and inevitable death awaits. Or will there be advanced surgery performed on people to insert enhancing components to level up? And then people will live as subordinates or toys while the puppet finally stands victorious in human form

máta og beita röddinni sannfærandi svo honum finnst hann eiga góðan vin sem hægt sé að treysta fyrir leyndarmálum. Þau lifa í sátt og samlyndi þar sem aldrei skyggir á eðlilega návist. Þær geta gert hinum einmana kleift að sætta sig við tilveruna en geta einnig afvegaleitt viðkvæma lund og ýtt henni lengra inn í einangrun þar sem hið vélræna ræður ríkjum og stjórnar framhaldinu. En hvers eðlis er það samlíf í samanburði við mannleg tengsl og raunverulega ástúð? Þá má ekki gleyma að slíkar brúður eru tölvur sem hafa beint samband við framleiðanda sinn eða fyrirtæki sem kaupir aðgang að viðkvæmum upplýsingum og getur auðveldlega misnotað þær. Er barnið þá á milli steins og sleggju og ófært um að stjórna framhaldinu?

Þegar fram líða stundir á þróunarbraut mannskyns og vélmennis stefnir í uppgjör. Skilin á milli manns og vélar verða ógreinileg eða mást út, gervigreindin tekur smám saman völdin og ýtir mannsheilanum til hliðar sem vanþroskuðu líffæri, þá verður fólki stillt út í upplýsta glugga arftökunum til skemmtunar uns nýjabrumið fer af og hinn óumflýjanlegi dauði blasir við. Eða verður gerður framúrstefnulegur uppskurður á fólki til að koma fyrir íhlutum og færa það upp á næsta stig? Þá lifir það sem undirtylla eða leikfang en brúðan hrósar langþráðum sigri í mannsmynd

Útgefandi / Publisher

Safnasafnið

Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Svalbarðseyri, 606 Akureyri www.safnasafnid.is

© Safnasafnið 2023

Ritstjóri / Editor

Unnar Örn J. Auðarson

Texti / Text

Níels Hafstein

Þýðing / Translation

Helga Soffía Einarsdóttir

Prófarkalestur / Proof

Þórður Sævar Jónsson, Gunnhildur Hauksdóttir, Cormac Walsh

Ljósmyndir / Photographs

Daníel Starrason, Pétur Thomsen

Forsíða / Cover

Pétur Hraunfjörð (1922–1999)

Hönnun / Design

Ármann Agnarsson

Prentun / Printing

Litróf

Letur / Fonts

Graphik Regular & Medium

Pappír / Paper

Amber graphic 170 gr. / Amber graphic 240 gr.

Upplag / Edition

300

ISBN 978-9935-9517-5-5

Þakkir / Thanks

Safnaráð / The Museum Council of Iceland

Miðstöð íslenskra bókmennta / Icelandic Literature Center

Safnasafnið hlaut Öndvegisstyrk Safnaráðs

árið 2021 til útgáfu á sex sýnisbókum úr safneign. Bókunum er ætlað að miðla efni úr safneign safnsins til innlendra og erlendra fræðimanna sem og almennra áhugamanna um alþýðulist. Sýnisbók safneignar IX – Mannsmynd, er sú níunda í röð sýnisbóka sem safnið gefur út og sú fjórða í röðinni þar sem Öndvegisstyrkur Safnaráðs fjámagnar útgáfuna að stórum hluta.

In 2021, The Icelandic Folk and Outsider Art Museum was awarded a grant from the Museum Council of Iceland to publish six books focusing on the museum’s collection. The aim of the publications is to share the collection to a broader audience, both professional and the general public, who are interested in folk and outsider art in Iceland. Showcase IX – Human Form is the ninth publication in this series and the fourth book where the grant from the Museum Council was used for finance

Allar ljósmyndir, listaverk, texti og annað efni er verndað skv. íslenskum og aþjóðlegum höfundarréttarlögum. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfunda og útgefanda

All photographs, artworks and text are protected under Icelandic and International Copyright Conventions. All rights reserved, including the right to reproduce this book or any portions thereof, in any form, except for brief quotations in a review or by written permission by the authors and publisher

Safnasafnið var stofnað árið 1995 og er staðsett á Svalbarðsströnd við  Eyjafjörð. Höfuðmarkmið þess er að safna, rannsaka, sýna og varðveita sjálfsprottna alþýðulist. Hefur safnið vakið athygli fyrir frumlega sýningarstefnu þar sem verkum leikra og lærðra er teflt saman af hugviti og frumleik. Sýnisbók safneignar IX – Mannsmynd er níunda sýnisbókin þar sem verkum úr safneign Safnasafnsins er miðlað til stærri hóps en gesta safnsins, með það að markmiði að auka veg og hróður íslenskrar alþýðulistar

The Icelandic Folk and Outsider Art Museum, founded in 1995, is located  at Svalbarðsströnd by Eyjafjörður in north Iceland. The museum’s main  objective is to collect, research, exhibit and preserve folk and outsider art. The museum has been acknowledged for its original exhibition policy,  where all forms of visual art are celebrated, whether made by professional  or self-taught artists. Showcase IX – Human Form is number nine in a series of books introducing the museum’s collection to the broader public, the objective being to cast light on Icelandic folk and outsider art and claim the recognition it deserves

Safnasafnið Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.