Þvílíkasafnið / Such a Collection

Page 1

Þvílíkasafnið

Such a Collection

Safnasafnið / Icelandic Folk and Outsider Art Museum
Sýnisbók safneignar V Showcase V

Þvílíkasafnið Such a Collection

Dr. „Vísi“ Bjarni H. Þórarinsson

Goddur – Guðmundur Oddur Magnússon

Safnasafnið / Icelandic Folk and Outsider Art Museum

IN A UNIQUE LIGHT

He is a silhouette in the city landscape where dense fog crawls along the streets, carrying a leather case in one hand, a thin portfolio in the other. He is robust and of average height, dressed in a long, black overcoat and wearing a thick scarf around his neck. No hat, his greying mane gathered in a ponytail

His baggage consists of the Visio-academy of this world, founded on ideals and inspired ardour, conviction, diligence, untold years of hard work, struggle and sacrifice. His journey is a campaign against indifference and smallness of mind

He is battle-ready. He will fight to the end for his cause. He has a moveable feast, as Hemingway once did

He is the one and only Bjarni, a flaming torch of unique thought that is overwhelming; it dazzles and enchants the initiated with originality, grace and powerful magnetism, faithful to his inborn calling.

He always sees to the bottom of the stratified heap of eloquent verbiage that occupies the deep

He has everything figured out: writes, draws, documents and concludes, with a clear vision of the future, the most modeconditioned, intrinsic, substantial, formdexterous, expressionpotent, existential-technological, constancytenacious, axiomatic, principleunequivocal, concept of Visio-studies: the Benda

This is the vessel that contains the mystery

He is bright-faced, with alert, inquisitive eyes that observe with disapproval the will-o‘-the-wisps trying to lure him in and draw him out or push him off the stage into darkness and oblivion

The goal is in sight. He stands gallant in the prow, for there is only one victor: he himself

Í SJALDGÆFU LJÓSI

Hann er skuggamynd í landslagi borgarinnar þegar muggan læðist eftir strætinu, með leðurtösku í annarri hendi en þunna möppu í hinni. Hann er meðalhár og þéttur á velli, klæddur í svartan síðan frakka með þykkan trefil vafinn um hálsinn, húfulaus, gráyrjóttur makkinn tekinn saman í tagl

Farteski hans er Vísiakademía þessa heims, reist á hugsjón og uppljómuðum eldhug, sannfæringu, yfirlegu, áralöngu striti, baráttu og fórn. Ferð hans er stefnt gegn fálæti og sjónarmiðum sem kennd eru við músarholur og kofadyr

Hann er tilbúinn í slaginn. Hann berst til þrautar fyrir málstað sinn. Hann er með veislu í farangrinum eins og Hemingway forðum Þetta er Bjarninn, logandi kyndill sérstæðrar hugsunar sem heillar innvígða með frumleik, þokka og ríku segulmagni, trúr innborinni köllun sinni og sér ætíð til botns í þeirri lagskiptu orðkynngishrúgu sem lifir í djúpinu

Hann er með allt á hreinu, semur, teiknar, skráir, leiðir til lykta í bjartri framtíðarsýn háttskilyrtasta, eðlislægasta, efnisríkasta, formleiknasta, tjáningarvoldugasta, tilvistartæknilegasta, festulífseigasta, sjálfsagðasta, lögmálsljósasta hugtak vísifræða: Benduna

Hún er askjan sem varðveitir leyndardóminn

Hann er bjartur í andliti, með snör athugul augu sem horfa með vanþóknun á þau villuljós sem reyna að lokka hann til sín og draga hann á langinn eða ýta honum af sviðinu í myrkur og gleymsku Takmarkið er í augsýn. Hann stendur djarfhuga í stafni því sigurvegarinn er aðeins einn: hann sjálfur

Tvíburarós / Twin-Rose

1991, túss / tusche, 45x32 cm

ÞVÍLÍKASAFNIÐ

Bjarni H. Þórarinsson byggir verk sín á vísindalegu kerfi, stofn þess er Benda, hugtak sem vísar í margar áttir, hún er eðli og háttur, hugur og sál, tilfinning, form og efni, sem opnar ýmsar leiðir til skilnings. Vísirós er miðflötur Bendunnar þar sem myndvísi, tónvísi og rökvísi eiga samleið í tungumáli sem er skipað niður í strangri reglu innan gefins rýmis.

Stofnendur Safnasafnsins keyptu árið 1991 tvö verk eftir Bjarna, tvíburarósir gerðar með tússi, og höfðu alltaf áhuga á því að styrkja listaverkaeign safnsins með fleirum slíkum. Það varð úr árið 2019 að haft var samband við listamanninn með það í huga að setja á fót sérstaka stofu eða safndeild um verk hans og listferil, og árið eftir var hún formuð og skjalfest með 11 markmiðum og skírð Þvílíkasafnið. Af því tilefni gaf Bjarni 25 myndir unnar með blýanti, svo kallað Þróunarvíðróf, og eina mynd úr Söguvíðrófi. Á svipuðum tíma færði Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) safninu fjölda vísirósa í A4 stærð, hönnunarefni og prentgripi, handrit og bæklinga, allt tengt listsköpun Bjarna. Árið 2021 bættust við í Þvílíkasafnið 90 þrykktar litaðar vísirósir í A3 og 60 veggspjöld í sömu stærð frá öllum helstu viðburðum listamannsins. Loks bætti Goddur um betur og gaf safninu fjölda ljósmynda og klippimynda af Bjarna sem sýna hann í ýmsum hlutverkum í kvikmyndum og gjörningum. Útgáfa Sýnisbókar safneignar V, Þvílíkasafnið, kemur í kjölfarið á sýningu í safninu 2021 og varpar skýrara ljósi á listferil sem á engan sinn líka.

SUCH A COLLECTION

Bjarni H. Þórarinsson bases his works on a scientific structure that stems from the Benda, a concept with many points of reference; it is essence, mode, mind, soul, emotion, form and substance and reveals several paths to understanding. The Visio-Rose is the central plane of the Benda where aptitudes for image, sound and logic coexist in a language that is arranged within the space, according to a strict order.

In 1991 the founders of Safnasafnið bought two works by Bjarni, twin roses made with drawing ink, and they remained interested in strengthening the museum’s artwork collection with more of these. In 2019 the artist was contacted with a view to setting up a special room or museum department about his work and art career, and the following year it was formed and documented, citing 11 objectives, and named Such a Collection! On that occasion, Bjarni gave 25 pictures made with pencil, the so-called Þróunarvíðróf (Alternative wide spectrum), and one picture from his Söguvíðróf (Historical wide spectrum).

Around the same time, Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) contributed to the museum a number of A4-sized Visio-Roses, as well as various design materials and printed matter, manuscripts and brochures, all related to Bjarni’s artistic oeuvre. In 2021, 90 printed coloured Visio-Roses in A3 and 60 posters of the same size, depicting all the artist’s main events, were added to Such a Collection! Finally, Goddur gave the museum a number of photographs and collages of Bjarni that show him in various roles related to his films and performances. The publication of this anthology follows on from an exhibition in the museum in 2021, and sheds more light on an art career that is without parallel.

Tvíburarós / Twin-Rose

1991, túss / tusche, 45x32 cm

TILURÐ VÍSIRÓSARINNAR, MYNDSKIPAN OG MERKING

Goddur

Bjarni Hjaltested Þórarinsson er fæddur 1. mars 1947 í Reykjavík og hefur alið mest allan aldur sinn þar í borg. Hann starfar í dag sem myndlistarmaður, skáld, höfundur kvikmyndahandrita og sjónháttafræðingur. Hann kallar sig líka Yrkitekt, benduheimspeking, vísíótekt og sjáningafrumkvöðul. Bjarni útskrifaðist frá nýlistadeild Myndlista ­ og handíðaskóla Íslands og var ásamt nokkrum öðrum stofnandi gallerísins

Suðurgata 7 og tímaritsins Svart á Hvítu á áttunda áratug síðustu aldar. Bjarni er líka einn af stofnfélögum Nýlistasafnsins. Bjarni er frumkvöðull og hugmyndafræðingur eftirfarandi verðandi fyrirtækja og menntastofnana: Vísiakademíu, Ísvís, Sjóntungu, Húndælu, Faxdælu, Evu Sönsjæn co/π Faxsjón lælu kvikmyndasamsteypu, Júnæt 2000 og The International United World University.

Árið 1988 uppgötvaði Bjarni H. Þórarinsson nýtt hugtak sem hann kallaði sjónhátt og hefur þetta hugtak síðan reynst honum afar notadrjúgt við listsköpun. Á þessari stundu áttaði Bjarni sig á því að fram að þessu hefði hann verið að „teika“, svo að notuð séu hans eigin orð, eða hanga aftan í öðrum listamönnum. Tími var kominn til þess að standa á eigin fótum. Í kjölfar sjónháttafræðanna kviknaði hjá Bjarna hver nýgreinin af annarri, sérstæð málvísindi og heimspeki sem hann hefur þróað á undanförnum 30 árum. Í þeirri vinnu varð til afar sértök myndgerð, svokallaðar vísirósir. Þær eru byggðar á tölusettu safni orða með sömu endingu. Þessar tölusettu endingar nefnast lyklar og koma fram í vísirósinni, oftast í fætinum undir rósinni sem skiptist

iðulega í fimm liði þar sem háttur, gangur, eðli, form og efni koma fyrir. Sum orðin í vísirósinni eru þekkt og í almennri notkun á meðan önnur eru nýsmíði og bíða mögulegrar notkunar. Vísirósirnar eru myndræn útfærsla á hinni nýju uppfinningu Bjarna, sjónhættinum, en grunnurinn er falinn í vísu sem Bjarni orti og hljóðar svo:

Oss í té lék í bé gyðju sé síðar fé

Vísan er túlkuð þannig, að fyrir okkur (oss í té) sé hugur Bjarna að leik (lék í bé [B = Bjarni]) fyrir gyðjuna (gyðju sé) sem verður síðar að fjársjóði (síðar fé).

Heimsmynd Bjarna mótast af þeirri nýju hugmyndafræði sem hann hefur skapað og útfærslan verður afar umfangsmikil þegar fram líða stundir. Ber þar fyrst að nefna stofnun Vísiakademíunnar, sem er ný menntastofnun á sviði lista, hönnunar, vísinda og heimspeki, bæði sjónver og nýtt þekkingarver, svo eitthvað sé nefnt. Bjarni sér hlutverk akademíunnar fyrir sér á margbrotinn hátt: „Akademían skal meðal annars vera lífgjafi nýrra atvinnutækifæra. Henni er ætlað að hlýða kalli tímans, þróa nýja atvinnulífshætti, atvinnulífsform, atvinnulífseðli, atvinnulífsefni og atvinnulífsgengi af lífsins sálarkröftum, í anda upplýsingastefnu og skynsemi, af heilum hug og áræði, með kjarki og útsjónarsemi, af eldlegum áhuga, af ríkri tilfinningu, með stilltu geði, með viljann í veganesti, með virðingu fyrir náttúrunni, ásamt háþróaðri smekkvísi.“

THE BIRTH OF THE VISIO-ROSE, COMPOSITION AND MEANING

Goddur

Bjarni Hjaltested Þórarinsson was born on 1 March 1947 in Reykjavík and has lived there for most of his life. He works as an artist, poet, scriptwriter and Visiologist (sjónháttafræðingur). He has also styled himself an Yrkitect, a philosopher of points, a Visiotect, and a pioneer of seeings. He graduated from the new media department of the Icelandic College of Arts and Crafts. With a number of friends he founded Gallery Suðurgata 7 and the journal Black on White (Svart á hvítu) in the 1970s. He is also the founder and ideological leader of the following, nascent companies and educational institutions: The Visio-academy, Ísvís, Sjóntunga, Húndæla, Faxdæla, Eva Sönsjæn co/π Faxsjón Film Association, Júnæt 2000, and the International United World University.

Bjarni H. Þórarinsson’s ways of thinking changed dramatically in 1988. Before then he had been active as an artist in Reykjavik, creating works in the spirit of Fluxus and NeoDada, including happenings, performances, and screenplays. But that year, when floppy disks were still a thing, Bjarni had a vision that led to the invention of a completely new visual language. The revelation came in the following stanza:

Oss í té For us lék í bé. Bjarni’s mind is at play. Gyðju sé For the goddess síðar fé. it becomes treasure one day.

It was not just the rhyming words but also the parallel forms that inspired him to collect the rhymes into a system of keys beginning with the word háttur (grammatical mood, mode, habit, or way of doing something).

In an interview in 2010, thirty years after he received access to his Bend-Visio Da-Visio secret code, Bjarni states: “My Visio-academy has become a volcano and will erupt at any moment.” In his drawings he plays with rhyming schemes of real and self-invented words, and also with the ways language can be represented visually. He identifies keys to linguistic forms and develops them into a taxonomy for his new words, resulting in original texts comprising strong rhythmic components that align with phonetic poetry. Bjarni has integrated his research into a system of thought – Visiology (sjónháttafræði ). This field of research initiated an academic discipline in the Visio-academy (Vísíakademía). As dean of the Visio-academy, with his findings performatively mediated through his Visio-congresses (sjónþing), he refers to himself as a Visio-congressman.

2014
ALTERNATIVE WIDE SPECTRUM
ÞRÓUNARVÍÐRÓF 2014
Þróunarvíðróf / Alternative wide Spectrum 2019, Berg Contemporary

CONVERSATION WITH BJARNI H. ÞÓRARINSSON

Goddur

This type of drawing of yours starts in 1988?

Well, the preparation began in 1987 and I had my first Visio-congress (sjónþing) in 1988 when I exhibited the large images in other format. The first Visio-Roses (vísirósir) are not dated but in September 1990 I held an exhibition at Hannes Lárusson’s Gallerí 11 in Reykjavik, and that is where the roses were shown for the first time. I began by drawing lots of rays or beams but they did not appear in Visio-Rose form until 1990.

How did your Visio-Rose form come to be?

It happened slowly. It was at Kaffi Strætó down on Lækjargata. I sat there and sketched little ray-like lines or sunbeams extending from a midpoint and placed text inside the lines with concepts sharing the same endings. Then a young woman working at the counter hurt her finger as it got squeezed in the cash register. I saw it happening and from that moment I began to use indicators as connectors and to duplicate the beams. I felt the young woman’s pain so strongly that I came to make the finger shape with frames for numbers, or I set the counting into concepts that look like fingernails, which was not the plan; it happened unexpectedly. That is when I made the first Visio-Rose.

In the nineties you could be seen every day at cafés in downtown Reykjavik?

Yes, I used to leave home just after lunchtime and go to the café 22 on Laugavegur every single day, week after week, month after month, year after year. There was a table ready for me where I could be with my materials.

There I worked, without exception, until seven o’clock in the evening and sometimes until ten.

Did you have peace to work?

For the most part I was left alone. I was so focussed on my work. But of course sometimes I wanted to interact with people and talk with them about what I was doing. I am somewhat proud of that period of my life. At that time I was working intently in the open, and through this I met a lot of people. Many of them were watching the work take place every day and some of them were getting to know my pieces. Instead of holding an exhibition once or twice a year, in effect I was exhibiting the whole year round on the busiest street of the city. My creative passion was boundless and I am amazed to this day just how I was able to do it. Many of the first Visio-Roses from 1989 were coloured by hand with inferior Mecanorma felt-tip pens, which were not light-resistant, so the colours faded. The first Visio-Roses were very linguistic. I was attentive to grammatical gender, singular and plural, with definite and indefinite articles. I experimented a bit with the concept of grammatical mood (háttur) and what rhymed with it. Then with hátt came mátt, sátt, slátt, and nátt. I did not always use háttur but it started with that – and from there emerged the concept of showing, pointing to, or indicating something (sjónháttur or benda) and its practice or discipline I named Visiology (sjónháttafræði).

You said you brought your tools to the café. What kind of tools did you use?

I worked first in pencil, usually HB, but sometimes went over it with a Mecanorma felt-tip pen with a thin point. I got paper free

SAMTAL VIÐ BJARNA H. ÞÓRARINSSON

Hvenær byrjaðir þú að gera þessa tegund teikninga?

Ja, aðdragandinn byrjar reyndar árið 1987. En ég hélt fyrsta sjónþingið 1988 með þessar stóru myndir. Fyrsta vísirósin er reyndar ekki merkt ártali en 1989 held ég sjónþing hjá Hannesi Lárussyni í Gallerí 11 og þar eru vísirósirnar sýndar í fyrsta skipti. Ég byrjaði upphaflega á því að gera myndir með mörgum teiknuðum geislum, en þetta var ekki komið í vísirósarformið fyrr en 1990.

Hvernig varð vísirósarformið til hjá þér?

Það gerðist smám saman. Hófst á Kaffi Strætó sem var í Lækjargötu. Þar sat ég og teiknaði svona geislamynd með línum út frá miðjupunkti. Á línurnar setti ég orð yfir ákveðin hugtök og orðin höfðu öll sömu endingar. Þá gerist það að afgreiðslustúlka sem þarna vann klemmdi sig á peningaskúffunni og meiddi sig á fingri. Ég sá þetta gerast og fann svo mikið til með stúlkunni. Útfrá því fer ég að gera þessa vísla sem tengja og tvöfalda geislana og á enda þeirra dró ég boga þannig að þeir taka á sig fingurform. Í enda hvers geisla setti ég númer til að fá talningu á hugtökunum, þessi endaform líta út fyrir að vera neglur, sem var nú ekki planið en gerðist bara óvart. Þannig varð hin fyrsta vísirós til.

Á síðasta áratug síðustu aldar fór að sjást til þín á hverjum degi á kaffihúsum í miðbænum?

Já, ég fór heiman frá mér upp úr hádegi og fór á Kaffi 22 við Laugaveginn; á hverjum einasta degi, dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár.

Þarna var bara borð til reiðu fyrir mig þar sem ég mátti vera með mín áhöld. Þarna vann ég, án undantekninga, til klukkan sjö og stundum til klukkan 10 á kvöldin.

Fékkstu vinnufrið?

Ég var að mestu látinn í friði. Ég var svo einbeittur í því sem ég var að gera. En auðvitað vildi ég stundum sjálfur blanda geði við fólk og spjalla við það um það sem ég var að gera. Ég er svolítið hreykinn af þessu tímabili í lífi mínu. Þarna var ég að vinna algerlega fyrir opnum tjöldum og fyrir bragðið kynnist ég fullt af fólki og fjöldi fólks kom þarna á hverjum degi sem sá og kynntist verkum mínum. Í stað þess að halda sýningu einu sinni á ári, eða tvisvar í mesta lagi, var ég í raun með sýningu allan ársins hring við fjölmennasta stræti borgarinnar. Sköpunarástríðan var takmarkalaus og ég undrast það í dag hvernig ég hreinlega gat þetta. Margar fyrstu vísirósirnar sem ég gerði þarna 1989 voru handlitaðar með lélegum Mecanorma­tússpennum, sem voru ekki ljósekta, fölnuðu hratt og hurfu. Fyrstu rósirnar byggðu á tungumálinu og voru mjög málfræði­ og málvísindalegar. Ég tók orð eftir kynjum, eintölu og fleirtölu, með ákveðnum og óákveðnum greini. Ég gerði tilraunir með málfræðihugtakið háttur og það sem rímaði við hátt. Þá kom mátt, sátt, slátt og nátt. Ég notaði ekki alltaf háttinn en þetta byrjaði með honum. Og það leiddi mig að því í málinu sem sýnir, vísar til eða bendir – það er sjónháttur eða benda – og fræðin sem ég skóp út frá því kallaði ég sjónháttafræði.

Goddur

of charge from a print shop and it worked well with the felt-tip pens. They were so supple and refined. But I outlined first in pencil, ruler, and compass. The basis for the first roses was always the same. There were 48 shafts on the first rose leading out from the middle, which I called cursors (sing. bendill ) or pointers (sing. vísill ). These indicators all get rhymed words and numbers. The arrangement depends on how many words I find in the dictionary that rhyme. There is an amusing construction in the first grouping – where I used concepts in out, in out – you see. So then I had a kind of mini-philosophy which was very undeveloped in those years – sense but also perception and intelligence (skyn), wisdom but also showing something as well as science (vís), expression (tjá), and gender or kind (kyn) – four concepts, to and from. So I had in and out, right and wrong, and now and then. These are just simple philosophical ideas, you understand, nothing thought through or satisfactory.

So the basis is always systematic –something system based, right?

I am first and foremost a system builder and a developer, but I have produced spontaneous freehand drawings, yet I consider them rather poor.

Did you consider it necessary to present it as a structured system?

As a philosopher and Visiologist I cannot avoid having a system because in fact in the beginning I needed to construct an inventory for a specialised vocabulary for

Visiology. First is benda (gnomon, pointer, or indicator) which has so many meanings and so many correspondences that I took to generating a system. I had handrit (manuscript) and myndrit (graph) and lyklakerfi (keys system) and ríklakerfi (states or domains system, with ríkill playing on lykill ). The keys that came out of this were the inspiration for my Visio-Rose garden, since I pluck word endings for concepts that make up the system. I had to keep my grip on this somehow. When I came out with a new discipline like Visiology , and I am not talking about whether it is structural, it had to be some kind of method that one can use as a source. So the thing with my system is that, although I am a system designer, I produced something with a great deal of creative potential built in which equates with freedom, tremendous freedom. You see the large number of Visio-Roses I have made.

Do you have any idea how many drawings you have created in this way?

There are hundreds of them, but no, I don’t have the exact number. I never really tried to keep track of the number. The first years making Visio-Roses went into all the keys, the keys system (sing. lykill – pl. lyklar). I collected the key endings and fashioned new keys with these endings, words that go unused now but possibly could be used later. Then I progressed to the states or domains system (sing. ríkill – pl. ríklar), for some time after that, and then I came out with the Alternative wide spectrum ( þróunarvíðróf ), a new philosophy, model-like, all in all 25 principal states of existence which form this

Grunnskissur að vísirósum, rímur og form­lyklar, 1995

Preliminary sketches for the Visio-Roses, rhymes and form-keys, 1995

Grunnskissur að vísirósum, rímur og form­lyklar, 1995

Preliminary sketches for the Visio-Roses, rhymes and form-keys, 1995

Þú segist hafa mætt á kaffihúsið með þín verkfæri. Hver voru þín verkfæri?

Ég vann rósirnar alltaf fyrst með blýanti, oftast HB, en fór stundum ofan í með Mecanorma ­tússpenna með fínum oddi. Ég fékk gefins pappír í prentsmiðju sem virkaði svo vel með þessum tússpennum. Þeir voru svo mjúkir og fínir. En ég mótaði allt fyrst með blýanti, reglustiku og sirkli. Grunnurinn í fyrstu rósunum var alltaf eins, það voru 48 geislar út frá miðju sem ég kallaði bendla eða vísla. Bendlarnir fá allir rímuð orð og númer. Fjöldinn fer svo eftir því hvað ég finn mörg orð sem ríma í orðabók. Það er svolítið skemmtileg bygging í þessum fyrstu rósum, þar sem ég nota hugökin inn út, inn út, skilurðu. Síðan var ég með eins konar smá­heimspeki, sem var reyndar ekki mjög þróuð á þessum árum en skiptist í fjögur hugtök að og frá; skyn, vís, tjá og kyn. Þá var ég einnig með inn og út, rétt og rangt og nú og þá. Þetta voru svona léttar heimspekilegar pælingar, skilurðu. Ekkert alveg þaulhugsað eða fullnægjandi í byrjun.

Svo grunnurinn er alltaf systematískur –einhver kerfi, ekki satt?

Ég er fyrst og fremst kerfissmiður og þróunarmaður, en ég hef líka gert sjálfssprottnar fríhendisteikningar í þessum dúr, en ég tel þær lakari.

Taldir þú nauðsynlegt að setja þetta fram sem kerfi?

Sem heimspekingur og sjónháttafræðingur komst ég ekki hjá því að hafa kerfi, vegna þess að í byrjun þurfti ég í rauninni að smíða vísi að nýjum orðaforða eða

fagmáli fyrir sjónháttafræðina. Fyrst kemur bendan sem hefur svo margar merkingar og svo miklar samsvaranir að ég varð að gera kerfi. Ég var kominn með handrit og myndrit og lyklakerfi og ríklakerfi. Lyklarnir sem þróuðust út frá þessu voru kveikjan að vísirósagarðinum mínum, þar sem ég tíni til endingar á orðum yfir hugtök og þetta kallar á framsetningarkerfi. Einhvern veginn varð ég að halda utan um þetta. Þegar ég kem fram með nýja fræðigrein eins og sjónháttafræðina (Visiology ), ég tala nú ekki um ef hún er strúktúrel, þá varð ég að hafa eitthvert kerfi til að styðjast við og nota sem uppistöðu. Það er þannig með mitt kerfi, að þó að ég sé mikill kerfissmiður þá hef ég innan þess virkis mikla sköpunarmöguleika sem jafnast á við frelsi – alveg gríðarlegt frelsi. Þú sérð allan þann fjölda vísirósa sem ég er búinn að gera.

Hefurðu einhverja hugmynd um hversu margar teikningar þú hefur gert á þennan hátt?

Þær skipta hundruðum, en nei, ég hef ekki tölu á þeim. Ég gerði mér ekkert sérstakt far um að halda því saman. Fyrstu árin sem ég vann að gerð vísirósa fór mikill tími í alla þessa lykla – þetta lyklakerfi. Ég safnaði lykla ­ endingum og smíðaði nýja lykla með þessum sömu orðaendingum, og bjó til nýyrði sem eru enn ónotuð en hægt væri að nota seinna. Þaðan þróaðist ríklakerfið og í framhaldi af því set ég fram þróunarvíðrófið, nýtt heimspekilíkan sem í eru alls 25 höfuðríklar tilverunnar, sem mynda þetta þróunarvíðróf. Þá var ég bara kominn með nýtt kerfi, svo að ég fór að vinna eftir

Alternative wide spectrum. After setting up another system, I arrayed the Visio-Roses according to the domains. But I established the Alternative wide spectrum after having done the key codes. Based on the keys I began the states. Of course there are numerous states of existence, or domains, but they went into the Alternative wide spectrum. Then I worked in the various forms of endings, such as -story (saga) which in English produce literary genres like comic story, horror story, even history, etc. I added humanity (maðurinn), that is all words ending with –man, as in doorman, and the disciplines (fræðin) or the -logy endings as in anthropology or sociology.

How did the Visio-Roses develop out of the code keys to the Alternative wide spectrum?

The first roses were primarily linguistic with a hint of philosophy. They are presented as rhyming code keys modulated by the concept of háttur or mode. The first revelation comes with the concept of sjónháttur or mode of seeing. I began work on the word háttur, finding rhymes such as dráttur, máttur, sláttur, sáttur, etc. I made many such Visio-Roses early on. They were linguistic explorations, and each concept became a kind of rhyming code key to the mode which, in turn, was processed through the usual grammarly transformations, such as singular, plural, the indefinite and definite modalities, declensions and genders, masculine, feminine and neutral. Each rhyme was then run through the modes with their modalities. The concept of a mode is a kind of domain system – háttur can be a mode, a method, an

action, a poetic mode or a mode of working. There are many, as witnessed by the modes listed in the medieval Prose Edda. This is an ancient concept but an all-important one, as shown in Visiology .

This was the primary stage in the extensive linguistic research that resulted from my discovery of Visiology . After these early roses, I began work on the so-called code-keys. They are based on word endings, rhyming keys such as the fi-keys, ði-keys, ánkeys, etc. I created lists of rhymes for each of the keys. This is all part of my way of thinking, what I call the little, Icelandic renaissance. My discovery of Visiology had a profound impact on me – it was a revelation, and I began to develop methods for creating what I call Visio-scripts, manuscripts for visual art. Every Visio-Rose is both a manuscript and a Visio-scripts. The breakthrough came when I understood that what I was doing was a form of Yrkitecture, not architecture but Yrkitekture, which is a formal approach to visual creation and manuscript studies. Through Visiology , I had developed new ways to develop manuscripts in Icelandic. This is the avant-garde aspect of my work. The Visio-Roses are in fact Visio-poetry. I called it Visual Construction Poetry in English. This took shape as a collection of different concepts, united by their code-key endings.

What about the wide spectrums and the Domain Systems?

I began work on the Alternative wide spectrum but soon realised that I was not really working with code keys, so I developed the concept of ríklar, or states of domain systems.

því, vísirósir eftir ríklum. En auðvitað eru til fleiri ríklar í tilverunni en þeir sem fóru í þróunarvíðrófið. Í endingum orða tók ég fyrir orð eins og saga, maður og fræði (á ensku orð sem enda á ­logy, t.d. sociology og anthropology).

Hvernig þróuðust vísirósirnar frá lyklum að þróunarvíðrófinu?

Sjónháttur er grunnuppgötvunin. Fyrstu rósirnar eru fyrst og fremst málvísindalegar – hvert hugtak er eins konar rímlykill við háttinn sem ég læt ganga í gegnum málvísindaleg fyrirbæri sem við þekkjum úr okkar málfræði, eins og eintölu, fleirtölu, óákveðinn greini og ákveðinn greini, beygingar, kyn; karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn. Svona beygði ég hvert rímhugtak við háttinn sem gengur í gegnum misjöfnu sína. Háttur er t.d. máti, aðferð, aðgerð, alveg eins og bragarháttur, starfsháttur – þeir eru fjölmargir samanber háttatal úr Snorraeddu. Þetta er ævagamalt hugtak en ansi veigamikið eins og sjónhátturinn hefur sýnt fram á.

Þarna er ég bara á frumstigi við þessar miklu tungumálsrannsóknir sem ég gerði í framhaldi af þessari uppgötvun minni á sjónhættinum. Eftir þessar fyrstu rósir fer ég að gera svokallaða lykla. Lyklarnir hanga á mismunandi endingum, eins konar rím ­lyklar ef orðin eru skoðuð; fi­lyklar, ði­lyklar án ­lyklar o.s.frv.. Ég fer að búa til lítil orðasöfn með sömu endingum. Þetta tengist allt saman minni hugsun sem ég kalla litlu íslensku endurreisnina. Uppgötvun mín á sjónhættinum hafði svo sterk áhrif á mig – þetta var það mikil opinberun að ég

fór að þróa aðferðir til þess að vinna það sem ég kalla myndrit, eins konar handrit um myndlist. Hver einasta vísirós sem ég hef gert er hvort tveggja í senn, handrit og myndrit. Nýjungin felst í því að ég fór að gera mér grein fyrir því að það sem ég væri að gera væri Yrkitektúr; ekki arkitektúr heldur Yrkitektúr sem hefur að gera með sambland af formsköpun og textagerð. Þetta tengist því sem ég kalla benduvísimynd ­ og handritafræði. Með aðstoð sjónháttarins var ég farinn að móta nýstárlegar aðferðir til að þróa íslensk handrit. Í því felst framúrstefnan hjá mér. Vísirósirnar eru í rauninni sjónháttaljóð. Ég kallaði þetta Visual Construction Poetry á ensku.

En víðrófin og ríklarnir?

Þegar ég fór að setja saman þróunarvíðrófið gerði ég mér grein fyrir því að þar eru ekki beinlínis lyklar á ferðinni. Þá smíðaði ég hugtakið ríkill. Ríkill er eins konar höfuðþáttur í tilveru. Þetta er hugtak sem hefur mikla þýðingu fyrir tilveru okkar, samfélag okkar, þjóðfélag, ríki og eiginlega hvað sem mótar okkar tilveru, þess sem skapar lífsskilyrði okkar og kemur fram í þessum 25 ríkilmyndritum sem ég hef gert. Ég kallaði þetta á ensku Paramount concept. Það sem ríkill hefur en lykill ekki eru hugtökin. Hver ríkill myndar orðasafn en öll hugtökin sem koma fyrir þegar ég er að greina hvern ríkil í þróunarvíðrófinu mynda róf út af fyrir sig. Þau eru sett upp í róf. Síðan greini ég rófið í öll helstu tilbrigðin sem ríkilinn býður uppá. Öll hugtökin hafa þessa endingu sem ber nafn ríkilsins. Eins og með hugtakið afl, þá greini ég mismunandi

tegundir af afli – það er öll hugtök sem enda á ­afl, eða öll hugtök sem enda á ­saga, öll hugtök sem enda á ­maður. Þannig vefur þetta upp á sig.

Hvað fer mikill tími í að teikna hverja rós í garðinum?

Það er svolítið mismunandi eftir grunnvinnunni. Ég myndi segja allt frá einni viku, ef allt er klárt, og þær flóknustu geta alveg tekið þrjár vikur.

Þannig að þetta eru kannski varlega áætlað 25 teikningar á ári í 30 ár – kannski um það bil 600–700 teikningar?

Ja, reyndar tæplega svo margar, en það gæti þó verið eitthvað nálægt því. En það er bara ágiskun, ég hef aldrei haldið utan um það.

Finnur þú fyrir skyldleika við forna list þar sem sem unnið var með svona kerfisbundin hringform, til dæmis norræn galdratákn eins og ægishjálminn, rósagluggann í kaþólskum kirkjum, tólfskiptan dýrahringinn í stjörnuspekifræðunum, austurlenskar mandölur og fleira þess háttar?

Auðvitað sé ég samhljóm, en mínar rósir eru byggðar á allt öðrum forsendum en hjá þessum listamönnum fortíðarinnar. En mér þykir samt vænt um að þær hafi þennan formfræðilega skyldleika. Þetta er náttúrulega ægifagurt!

Með öðrum orðum þá hafa þínar rósir ekkert trúarlegt eðli heldur eru þær byggðar á þinni eigin rökfræði og þínu eigin innsæi?

Já, mínar rósir eru fyrst og fremst kerfisbundin aðferð til að ástunda málvísindi og heimspeki. Og gefa ákveðin tækifæri til nýyrðasköpunar í leiðinni.

Hvað viltu segja um lituðu rósirnar og veggspjöldin?

Ég gerði mér fyrst grein fyrir því þegar ég sá þessar stóru útprentanir á sýningu í Gallerí Spark á Klapparstígnum að um var að ræða myndlist á heimsmælikvarða fyrir mér. Þetta var einhver flottasta sýning sem ég hef séð á Íslandi. Ég gekk margsinnis framhjá þessari sýningu í upplýstum sal á kvöldgöngum mínum. Hrein upplifun fyrir mér!

Heimildir: Samtal sem Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) átti við Bjarna H. Þórarinsson laugardaginn 29. júní 2019 og laugardaginn 28. ágúst 2021, á Lindargötu 59, Reykjavík.

Bjarni H. Þórarinsson, Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), 2010. Dr. ‘Vísi’ Bjarni Hjaltested Þórarinsson og framúrstefnulegar kenningar – stína: tímarit um bókmenntir og listir, 5.2: 24–57.

Bjarni H. Þórarinsson, Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), 2019. Visiology (Sjónháttafræði), Fukt: Magazine for contemporary drawing, The System Issue #18. 48–59.

Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), 2015. The Grimoires of Artist Bjarni H. Þórarinsson. Mæna: Tímarit um grafíska hönnun: 123–127.

Ríkill is a core existential concept; it is at the root of our community, nations, states – everything that shapes our existence and makes life possible. I have made 25 ríkil-visio-scripts and I call this in English the Paramount Concept. The difference between ríkill and a code key lies in the concepts. Each ríkill becomes a lexicon but the concepts emerge and as I analyse each ríkill in the Alternative wide spectrum, the concepts themselves develop into spectra. I then analyse each spectrum on its own and list all the concepts that bear the appropriate ending. For the concept of afl (force) I analyse the different forms of afl, all concepts that end in -afl, or all concepts that end in -saga, all concepts that end in -maður. The system grows in this way.

How much time goes into drawing each rose in your garden?

It varies depending on groundwork, or preparing the soil, as it were. I would say from one week, if everything is prepared, and up to three weeks for the most complicated.

So conservatively estimated, 25 drawings per year for 30 years – maybe around 600–700 drawings?

Well, maybe not quite so many; it could be something close to that. But it’s just a guess – I have never kept count.

Do you ever sense a kinship with ancient art with wisdom or spirituality expressed in such systemic circular forms like the old Norse magical symbols, the rose windows in Catholic churches, Tibetan or Japanese mandalas and similar, and the zodiac with its astrological cycle of twelve animal signs?

Of course I see some concurrence, but my roses are built on completely different grounds than the ones upon which the artists of the past executed theirs. But I like that they are related through the world of forms. They are endlessly beautiful.

In other words your roses possess no inherent religious nature, rather they are constructed on your own logical thinking and your own intuition?

Yes, my roses are first and foremost a systemic method for pursuing linguistics and philosophy. Perhaps there is even room for neologistic innovation.

What do you want to say about the coloured roses and the posters?

It was when I first saw them – these large prints in Gallerí Spark – I realized that this was world-class art in my eyes. It was one of the best shows I have seen in Iceland. I often passed by the lit windows on my evening walks. It was quite an experience!

References:

Conversations between Bjarni H. Þórarinsson and Guðmundur Oddur Magnússon, Saturday June 29, 2019 and Saturday August 28, 2021, at his home on Lindargata, Reykjavík, Iceland.

Bjarni H. Þórarinsson and Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), 2010. “Dr. ‘Vísi’ Bjarni Hjaltested Þórarinsson og framúrstefnulegar kenningar hans [Dr. ‘Wise’ Bjarni Hjaltested Þórarinsson and his avant-garde teachings]” stína: tímarit um bókmenntir og listir [stína: journal on literatures and arts]. 5.2: 24–57.

Bjarni H. Þórarinsson and Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), 2019. Visiology (Sjónháttafræði) Fukt: Magazine for contemporary drawing, The System Issue #18. 48–59.

Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), 2015. The Grimoires of Artist Bjarni H. Þórarinsson. Mæna: Tímarit um grafíska hönnun: 123–127.

COLOURED ROSES

Collaboration Dr. “Vísi” Bjarni H. Þórarinsson and Goddur, 1996–2021

LITAÐAR RÓSIR

Samstarf Dr. „Vísi“ Bjarni H. Þórarinsson og Goddur, 1996–2021

POSTERS FROM EXHIBITION

Collaboration Goddur and Dr. “Vísi” Bjarni H. Þórarinsson, 1996–2021

FRÁ SÝNINGUM
VEGGSPJÖLD
Samstarf Goddur og Dr. „Vísi“ Bjarni H. Þórarinsson, 1996–2021 Stimplar Vísiakademíunnar / Stamps for the Visio-academy, 1996
ÍSVÍS
1996
Merki fyrir starfsemi Vísiakademíunnar/ Logotype design for the Visio-academy
Fleygletur Vísiakademíunnar / Typeface design for the Visio-academy 1996

THE·INTERNA

BENDUVÍSIATFERLISFRÆÐI

BENDUVÍSIFYRIRBÆRAFRÆÐI

BENDUVÍSIFYRIRBRIGÐAFRÆÐI

BENDUVÍSIGREININGAFRÆÐI

BENDUVÍSIHEIMSPEKI

BENDUVÍSIHEIMSSÆISFRÆÐI

BENDUVÍSIHEIMSÖMUNARFRÆÐI

BENDUVÍSILISTSKÖPUNARFRÆÐI

BENDUVÍSILÍFHYGLISFRÆÐI

BENDUVÍSIMERKINGARFRÆÐI

BENDUVÍSIMYND- OG HANDRITAFRÆÐI

BENDUVÍSIMYNDUNARFRÆÐI

BENDUVÍSIMYNZTURKERFISFRÆÐI

BENDUVÍSISAMHENGISFRÆÐI

BENDUVÍSISJÓNHÁTTARFRÆÐI

BENDUVÍSISKILGREININGARFRÆÐI

BENDUVÍSISKÝRINGARFRÆÐI

BENDUVÍSITÁKNFRÆÐI

BENDUVÍSITEGUNDARFRÆÐI

BENDUVÍSITENGSLAFRÆÐI

BENDUVÍSITILFINNINGAHÁTTAFRÆÐI

BENDUVÍSITÚLKUNARFRÆÐI

BENDUVÍSITUNGUMÁLAFRÆÐI

BENDUVÍSIVÍÐRÓFSFRÆÐI

BENDUVÍSIÞRÓUNARFRÆÐI

Established in Iceland 10th of july 1996.

First step in Vienna Austria september 1996 in Galerie nächst st. Stephan - to be built soon

BENDUVISIOBEHAVIOURISM

BENDUVISIOPHENOMENOLOGY

BENDUVISIODIFFERENTOLOGY

BENDUVISIOANALYSIS

BENDUVISIOPHILOSOPHY

BENDUVISIOCOMPREHENSION

BENDUVISIOGEOFAMILIARITY

BENDUVISIOCREATEOLOGY

BENDUVISIOLIFEPERSPECTIVOLOGY

BENDUVISIOSEMANTICS

BENDUVISIOVISUALPAELEOGRAPHY

BENDUVISIOFORMOLOGY

BENDUVISIOPATTERNOLOGY

BENDUVISIOCONTEXTUALISM

BENDUVISIOVISIOLOGY

BENDUVISIODEFINOLOGY

BENDUVISIOEXPLAINOLOGY

BENDUVISIOSEMIOLOGY

BENDUVISIOTYPOLOGY

BENDUVISIOCONJUNCTIONOLOGY

BENDUVISIOEMOTIONOLOGY

BENDUVISIOINTERPRETATION

BENDUVISIOLINGUISTICS

BENDUVISIOMEGASPECTROLOGY

BENDUVISIODEVELOPMENTOLOGY

T I ONAL·UNITE D WORLD· U N IVERSITY
To be built soon ·VÍSIAKADEMÍA· established in Iceland 21st of july 1988 - First step in Reykjavik at the Living Art Museum ©Bjarni H. Þórarinsson

DR. VÍSI BJARNI H. ÞÓRARINSSON

GODDUR - GUÐMUNDUR ODDUR MAGNÚSSON

SAFNASAFNIÐ Svalbarðsströnd

Sumarið 2021 · SUMMER 2021

U CH· A · COLLECTION SJÓ N U NGA
ÞVÍLÍK AS A FNIÐ S

DR. VÍSI BJARNI H. ÞÓRARINSSON

GODDUR - GUÐMUNDUR ODDUR MAGNÚSSON

SAFNASAFNIÐ Svalbarðsströnd

Sumarið 2021 · SUMMER 2021

AS
S U CH· A · COLLECTION SJÓ N T U NGA
ÞVÍLÍK
A FNIÐ
ÞVÍLÍK AS A FNIÐ S U CH· A · COLLECTION SJÓ N T U NGA SJÓ N T U N GA

SJÓ

DR. VÍSI BJARNI H. ÞÓRARINSSON GODDUR - GUÐMUNDUR ODDUR MAGNÚSSON

SAFNASAFNIÐ Svalbarðsströnd

Sumarið 2021 · SUMMER 2021

N T U NGA

Útgefandi / Publisher

Safnasafnið

Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Svalbarðsströnd, 601 Akureyri

© Safnasafnið 2021

Ritstjóri / Editor

Unnar Örn J. Auðarson

Texti / Text

Níels Hafstein, Guðmundur Oddur Magnússon

Þýðing / Translation

Anna Heiður Oddsdóttir, Chip Robinson, Jón Proppé

Prófarkalestur / Proof

Anna Yates, Harpa Björnsdóttir

Ljósmyndir / Photographs

Guðmundur Oddur Magnússon, Daníel Starrason

Forsíða / Cover

Guðmundur Oddur Magnússon

Hönnun / Design

Ármann Agnarsson

Prentun / Printing

Litróf

Letur / Fonts

Graphik Regular & Medium

Pappír / Paper

Amber graphic 170 gr. / Amber graphic 240 gr.

Upplag / Edition

300

Allar ljósmyndir, listaverk, texti og annað efni er verndað skv. íslenskum og aþjóðlegum höfundaréttarlögum. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfunda og útgefanda. All photographs, artworks and text are protected under Icelandic and International Copyright Conventions. All rights reserved, including the right to reproduce this book or any portions thereof, in any form, except for brief quotations in a review or by written permission by the authors and publisher.

ISBN 978-9935-9517-1-7

Þakkir / Thanks

Bjarni H. Þórarinsson

Berg Contermporary

Myndlistarsjóður

Safnaráð

Safnasafnið Icelandic Folk and Outsider Art Museum
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.