Heilsublað Nettó - janúar 2021

Page 108

uppbygging

Ert þú með lífsstílstengt fæðuóþol? Fæðuóþol hefur verið mikið í umræðunni á síðustu árum og er því gjarnan ruglað saman við fæðuofnæmi sem er allt annar hlutur. Fæðuofnæmi er greint af lækni og felur í sér alvarlega svörun.

Matthildur Þorláksdóttir er þroskaþjálfi og stúdent frá MH. Hún lærði náttúrulækningar í Hamborg í Þýskalandi og útskrifaðist sem löggiltur náttúrulæknir þar í landi eftir þriggja og hálfs árs nám, árið 2000. Matthildur hef stundað náttúrulækningar á Íslandi síðan hún lauk námi. Hér fræðir hún okkur um fæðuóþol og hvernig best er að greina rót vandans.

108

Í þessari grein er eingöngu fjallað um fæðuóþol, sem oftast er erfitt að staðfesta eftir hefðbundnum leiðum. Manneskja sem þjáist af óþolseinkennum hefur jafnvel farið í gegnum margvíslegar blóðprufur og aðrar rannsóknir, án nokkurrar sjúkdómsgreiningar. En það er mikilvægt að útiloka að um aðra og alvarlegri hluti sé að ræða. Leiði rannsóknir ekkert í ljós, getur fæðuóþol verið skýringin, en þá er um að ræða starfrænar truflanir. Fæðuóþol getur verið af margvíslegum toga. Orsökin getur verið rangt mataræði til lengri tíma, ofnotkun ákveðinnar fæðu og einhliða fæðuval. Orsökin getur líka verið skortur á meltingarvökvum og meltingarensímum til að hvarfa fæðuna sbr. það sem gerist í mjólkursykursóþoli. Hversu lengi þetta ferli stendur er misjafnt og fer allt eftir þolmörkum hvers og eins. En eins og með aðra kvilla þá versnar ástandið sé þessu leyft að halda áfram án þess að nokkuð sé við gert.

Oft reynir líkaminn að aðlagast þessu ástandi og einkenni sem koma fram í dag geta verið af völdum þess sem var neytt í fyrradag. Þannig er erfitt fyrir fólk að átta sig sjálft á, hvað veldur. Á þessu stigi myndar fólk oft sterka löngun og jafnvel fíkn í það sem það hefur óþol fyrir. Birtingarmynd einkennanna geta verið; þemba, loftgangur, þreyta, magaverkir, brjóstsviði, liðverkir, höfuðverkur, mígreni, ristilkrampar, hægðavandamál, kláði og margt fleira. Segja má að á bak við hvaða einkenni sem er, getur verið fæðuóþol. Óþægindin sem af óþolinu hljótast brjótast svo út í mismunandi myndum eftir hverjum og einum. Einn getur t.d. brugðist við miklu magni af sykri með útbrotum, annar með höfuðverk, sá þriðji með ristilkrömpum, sá fjórði með öllum þessum einkennum. Þegar búið er að rannsaka viðkomandi án sjúkdómsgreiningar, því eins og fyrr segir er ekki auðvelt að greina óþol eftir hefðbundnum leiðum, þá förum við oft að sætta okkur við kvillana, þrátt fyrir að daglega skerði þeir lífsgæðin okkar að hluta til. En í reynd eru það þessir kvillar sem eru boð líkamans um, að skoða hvað og hvort við þurfum að leiðrétta eitthvað í fæðuvali og lífsstíl. Þar liggur okkar heilsufarslega ábyrgð.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.