3 minute read

Hinn fullkomni jógíski drykkur

Ég hef alltaf laðast að Yogi Tea. Alveg síðan ég man eftir mér í einhverjum te-pælingum. Í fyrsta lagi vegna þess að þau eru svo bragðgóð, í öðru lagi vegna yoga tengingarinnar og í þriðja lagi vegna þess að umbúðirnar heilluðu mig. En ég hef alltaf verið alveg ótrúlega hrifin af Indlandi og jógafræðunum og dregist að öllu sem tengist því.

Seinna meir, eftir að ég varð jógakennari og ferðaðist reglulega til Indlands, byrjaði að pæla meira í heilsu og kynna mér Ayurveda fræðin, kann ég enn betur að meta Yogi Tea. Í dag á ég alltaf nokkra kassa af Yogi Tea í tehillunni minni.

Eva Dögg er listrænn jógi sem hefur ástríðu fyrir heilsu- og umhverfismálum. Hún er fatahönnuður að mennt og hefur unnið sem yfirhönnuður hjá nokkrum dönskum tískumerkjum en eftir að hún flutti til Íslands hefur hún, fyrir utan það að kenna jóga og hugleiðslu, aðallega unnið við markaðsstörf fyrir mismunandi fyrirtæki en starfar nú sjálfstætt hjá Rvk Ritual. Eva er sem stendur að þróa sitt eigið "non toxic" snyrtivörumerki en hún hefur búið til sín eigin krem og smyrsl um árabil. Þar fyrir utan er mikið að gera hjá henni við að halda úti námskeiðum í jóga og sjálfsrækt á Rvk Ritual.

Eva Dögg er listrænn jógi sem hefur ástríðu fyrir heilsu- og umhverfismálum. Hún er fatahönnuður að mennt og hefur unnið sem yfirhönnuður hjá nokkrum dönskum tískumerkjum en eftir að hún flutti til Íslands hefur hún, fyrir utan það að kenna jóga og hugleiðslu, aðallega unnið við markaðsstörf fyrir mismunandi fyrirtæki en starfar nú sjálfstætt hjá Rvk Ritual. Eva er sem stendur að þróa sitt eigið "non toxic" snyrtivörumerki en hún hefur búið til sín eigin krem og smyrsl um árabil. Þar fyrir utan er mikið að gera hjá henni við að halda úti námskeiðum í jóga og sjálfsrækt á Rvk Ritual.

Yogi Tea er fyrirtæki með yfir 40 ára sögu. Það var stofnað af jógum og fólki sem ber virðingu fyrir sinni arfleifð og ber virðingu fyrir náttúrunni og jörðinni.

Yogi Tea er að vinna með einstakar ayurvedískar jurtir og blöndur og allar jurtirnar eru lífrænar og að sjálfsögðu ekki erfðabreyttar. Mörg fyrirtæki blanda alls konar bragði í teblöndurnar sínar til að gera þær betri og bragðmeiri en ekki Yogi Tea. Þeir nota einungis jurtirnar, styðjast við aldagömul ayurveda fræði og það finnst mér mikið gæðamerki.

Þegar ég byrjaði svo að stunda kundalini-jóga daglega lærði ég meira um klassísku upprunalegu blönduna þeirra; Yogi Tea Classic og byrjaði að gera hana sjálf. Þessi blanda er algjörlega einstök og hinn fullkomni jógíski drykkur. Eins og kundalini-jóga sjálft hefur hann styrkjandi áhrif á taugakerfið okkar sem er eitthvað sem við flest öll þurfum á að halda. Hvert einasta innihaldsefni Yogi Tea Classic hefur græðandi eiginleika. Svarti piparinn er blóðhreinsandi og styður við meltinguna. Kardimomman er góð fyrir ristilinn og getur hjálpað til við að draga úr depurð. Negullinn styrkir ónæmiskerfið og taugakerfið. Kanillinn er bakteríudrepandi, hlaðinn andoxunarefnum og er góður fyrir beinin. Engiferrótin er frábær fyrir taugakerfið og er einnig orkugefandi.

Þegar ég fór í fyrsta skipti út til L.A., að læra hjá Kundalini Yoga kennurunum mínum, tók ég svo eftir því að það var risastór pottur af Yogi Tea Classic að bruggast á hellunni í stúdíóinu alla daga og á öllum tímum sólarhringsins. Þessa rúmu viku drakk ég Yogi Tea Classic allan daginn, alla daga, bæði kalt og heitt. Ég elskaði það og fann hvað það hafði góð áhrif á mig.

Á þessum tíma var ég mjög háð kaffi og gat ekki byrjað daginn minn án þess að drekka einn stóran og rótsterkan kaffibolla. En á meðan ég var í LA þá snerti ég ekki kaffi í meira en 10 daga og fann ekki fyrir neinum fráhvarfseinkennum.

Í dag er fólk í auknum mæli að velja að skera koffín úr mataræðinu sínu. Þar á meðal ég, en ég hef verið alveg kaffilaus í tæplega eitt og hálft ár. Það að sleppa koffíni er mjög viturleg ákvörðun af ýmsum ástæðum, en mikilvægast er kannski bara að velja „rétt koffín”. Svarta teið í Yogi Tea Classic hjálpar innihaldsefnunum að sameinast. Með öðrum orðum, svarta teið eykur lækningarmátt blöndunnar. Einnig hefur þessi blanda hreinsandi áhrif á lifrina, sem er akkúrat þveröfugt við kaffið.

Eftir fyrstu ferðina mína til L.A. er ég nú búin að fara oft að hitta kennarana mína og líka búin að bæta við mig kennaranámi í kundalinifræðunum og fara á ýmis námskeið og vinnustofur tengdar því. Í hvert einasta skipti hefur verið stór pottur af Yogi Tea Classic í boði allan tímann og núna er þessi blanda orðin hluti af minni persónulegu jógaiðkun. Á fyrstu dögunum í kundalini-jóga náminu var okkur kennt að brugga þessa blöndu sjálf og við hvött til þess að drekka hana daglega og það hef ég reynt að gera að mestu leyti síðan og mæli eindregið með.

En Yogi Tea býður upp á margar aðrar skemmtilegar og bragðgóðar blöndur, svo allir ættu að finna eitthvað sem hentar þeirra smekk.

Þegar maður er vanur að fá svona heilnæman tebolla fullan af visku eins og Yogi Tea þá fölna aðrir bollar í samanburði. Ég er varla sú eina sem að grípur strax í miðann á tepokanum og les viskuna sem á honum stendur? En miðarnir á tepokunum og jógaæfingarnar á kössunum eru í miklu uppáhaldi og ég mæli með að skoða það vel næst þegar þú hellir upp á.

Mig langar að skora á ykkur að taka hina jógísku tepásu. Ef að þú ert með soðið vatn nálægt þér þá tekur það sirka 7 mínútur að brugga sér einn tebolla. Hvernig ætlar þú að nýta þessar 7 mínútur? Hvernig væri að skoða kassann og gera jógaæfinguna á kassanum, taka nokkra djúpa andardrætti alveg niður í maga, lesa visku bollans og taka hana með þér inn í örstutta hugleiðslu?

Ég hvet þig til þess að prófa það.