2 minute read

Íslandsmeistari í megrun

María Krista heiti ég og er 47 ára grafískur hönnuður að mennt, 3 barna móðir, amma og matgæðingur. Ég og eiginmaðurinn rekum einnig hönnunarfyrirtækið kristadesign.is og framleiðum saman íslenskar gjafavörur og skartgripi.

Ég kalla mig oft Íslandsmeistara í megrun en eftir að ég kynntist lágkolvetnamataræðinu og ketó þá hef ég fundið mína hillu og hefur mér aldrei liðið eins vel. Ég elska að elda og baka og fyrir mér er það áskorun að útbúa ljúffengan mat og kökur án glútens og sykurs. Ég hef gefið út uppskriftabók og fjöldann allan af uppskriftaspjöldum og á blogginu mínu mariakrista.com er ég mjög iðin við að deila góðum uppskriftum og ráðum. Til að hafa fullan aðgang að uppskriftasafninu mínu er hægt að gerast meðlimur í vinaklúbbnum en þeir sem þar eru fá einnig aðgang að fræðslugreinum, matseðlum, uppskriftaspjöldum á pdf-formi og ýmsum skemmtilegum tilboðum.

Heilsan skiptir mig höfuðmáli og ég skora á ykkur að taka út sykur, glúten og unnin kolvetni úr fæðunni. Ég skora á þig að prófa, lífið er svo miklu léttara án þess.

Heilsukveðja María Krista eða #kristaketo á instagram.

Ketó kaffikaramellufrappi Maríu Kristu

Þessi kaffikaramellufrappi er ótrúlega bragðgóður og ferskur, stútfullur af góðri fitu, örfáum kolvetnum og koffíni. Mæli með að henda í svona og kippa með í bílinn. Fullt af góðri orku og svo auðvitað geggjað góður drykkur hvenær sem er.

100 g kaffi,

kælt 130 g möndlumjólk, ósæt Isola

100 g ísmolar

20 g Sweet like sugar Good Good (fínmöluð)

9 g MCT powder salted caramel

4 dropar vanillustevía, French vanilla NOW

Topping:

Þeyttur rjómi, laktósafrír

Sykurlaust síróp Good Good

Snúðar

80 g fituskert möndlumjöl eða 120 g hefðbundið möndlumjöl

2 og 1/2 msk HUSK powder duft í dunkum eða 5 msk gróft Husk NOW

10 g Vital Protein collagen duft

2 egg

1 tsk vanilludropar eða kardimommudropar

2 msk Sweet like sugar

1 kúfuð tsk vínsteinslyftiduft

70 g vatn

100 g rjómaostur

Fylling:

40 g Sweet like sugar

1 msk kanill

1 msk valmúafræ

3-4 msk möndlusmjör frá MONKI

Aðferð:

Þeytið deigið vel saman og látið standa í 15-20 mín lágmark.

Berið vel af olíu á sílikonmottu eða smjörpappír og leggið deigið ofan á. Fletjið varlega út með annarri smurðri sílikonmottu eða pappír með olíu, passið að það sé vel af olíu undir.

Dreifið fyllingunni á og rúllið upp með mottunni. Mér fannst gott að stinga deiginu upprúlluðu í frysti í 30 mín – 1 klst.

Skerið niður í snúðastærð. Bakið í 15-20 mín á 180° með blæstri.

Látið kólna aðeins. Setjið smá súkkulaðismyrju frá Good Good á hvern snúð.

Aðferð fylling:

Blandið sætu, kanil og valmúafræjum saman.

Smyrjið deigið með möndlusmjöri ( eða hefðbundnu smjöri).

Stráið Sukrin gold og kanilblöndunni yfir og rúllið síðan upp snúðunum. Gott að nota sílikonmottu til að hjálpa til við upprúllið.