Menningarhúsin í Kópavogi 2020/2021

Page 1

2020 / 2021

Menningarhúsin í Kópavogi Gerðarsafn

Bókasafn Kópavogs

Salurinn

Náttúrufræðistofa Kópavogs

Héraðsskjalasafn Kópavogs

Dagskrá haustsins 2020 í miðju blaðsins

menningarhusin.kopavogur.is


Risastóru alþjóðlegu samstarfsverkefni hleypt af stokkunum

SOFFÍA KARLSDÓTTIR forstöðumaður menningarmála í Kópavogi

Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi er jákvæð og spennt fyrir komandi tímum hjá Menningahúsunum í Kópavogi. „Kópavogsbær á frumkvæðið að risastóru, alþjóðlegu samstarfsverkefni sem hefur fengið nafnið Vatnsdropinn. Kópavogur er fyrsta sveitarfélag á Íslandi til þess að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Menningarhúsin í Kópavogi leggja því sérstaka rækt við lista- og menningarviðburði sem tengjast Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmálanum. Markmið Vatnsdropans er að fræða börn á Íslandi og á Norðurlöndum um mikilvæg gildi á borð við jafnrétti, sjálfbærni og umburðarlyndi – gildi sem bæði er að finna í Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og í barnabókmenntum okkar þekktustu Norrænu rithöfunda.” Vatnsdropanum verður formlega hleypt af stokkunum í haust með þátttökuverkefni sem nefnist Ungir sýningastjórar. „Við auglýsum núna eftir börnum í 4.-10. bekkjum í Kópavogi til þátttöku í alþjóðlegu verkefni sem á sér ekki hliðstæðu. Börnin vinna ásamt erlendum jafnöldrum þeirra undir stjórn eins fremsta sýningarstjóra í Evrópu í dag, Chus Martínez, við að móta sýningar, fræðsluefni og viðburði sem fara á milli landanna. Vatnsdropinn er stærsta viðfangsefni Menningarhúsanna til þessa og hlaut hæsta styrkinn úr Barnamenningarsjóði á þessu ári og hefur einnig hlotið veglega styrki úr Norrænum menningarsjóðum, sem gerir okkur kleift að vinna á öðrum skala en við höfum áður gert.“

Forstöðumenn Menningarhúsanna

AINO FREYJA JARVELA forstöðumaður Salarins

FINNUR INGIMARSSON forstöðumaður Náttúrufræðistofu

Við í Salnum hlökkum til að bjóða upp á fjölbreytta og áhugaverða tónleikadagskrá í vetur og sinnum stolt hlutverki okkar við að auðga tónlistarlíf í Kópavogi og efla áhuga og þekkingu á tónlist. Við bjóðum landsmenn á öllum aldri velkomna til okkar í Salinn.

Á Náttúrufræðistofunni er hægt að fræðast um hvernig Ísland varð til og náttúru landsins. Verið er að vinna í enduruppsetningu á grunnsýningum með margmiðlunarmöguleikum sem auka til muna möguleika á að afla viðbótarupplýsinga um einstaka gripi. Það er líka afþreying að læra að þekkja öll dýrin.

HRAFN SVEINBJARNARSON héraðsskjalavörður Kópavogs

JÓNA HLÍF HALLDÓRSDÓTTIR forstöðumaður Gerðarsafns

Héraðsskjalasafnið er sameiginlegt minni bæjarins og íbúa hans. Frumkvæði Kópavogsbúa og annarra við að koma skjölum um sögu bæjarins í vörslu héraðsskjalasafnsins er styrkur safnsins. Hlutverk þess er í senn stjórnsýslulegt og menningarlegt, það varðveitir skjöl stjórnsýslu og stofnana bæjarins.

Gerðarsafn hefur það að leiðarljósi að vera lifandi vettvangur fyrir listir. Gerðarsafn trúir að máttur myndlistar og menningar veiti aukin lífsgæði í opnu og frjálsu samfélagi. Listin er máttarstólpi í samfélaginu og sækir orku í sköpunarkraftinn sem sameinar alla.

VIÐBURÐARÍKUR VETUR FRAMUNDAN Menningarhúsin munu halda áfram að bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir alla í vetur með fyrirvara um möguleg samkomuhöft. Stefna Kópavogsbæjar í menningarmálum er skýr og snýr meðal annars að barnamenningu og fjölmenningu. „Barnamenningarsjóður veitti okkur í fyrra styrk til að bæta verkefnastjóra í fjölmenningu við teymið okkar og í ár hlutum við aftur stóran styrk frá sama aðila sem gerir okkur kleift að kynna starfsemina okkar betur fyrir erlendum bæjarbúum með þátttöku þeirra. Við leggjum mikla áherslu á að Menningarhúsin séu fyrir alla og að tungumál sé ekki hindrun í því að njóta alls þess besta sem þar er að finna.“

LÍSA Z. VALDIMARSDÓTTIR forstöðumaður Bókasafns Kópavogs

Við á Bókasafni Kópavogs höfum lagt áherslu á það undanfarin ár að safnið sé „heimili að heiman“ í daglegu lífi bæjarbúa. Við höfum búið til hlýlegt, snyrtilegt og fallegt umhverfi og ásamt því að við bjóðum aðgengi að fjölbreyttum og lifandi safnkosti, viðburðum, klúbbum og námskeiðum fyrir alla aldurshópa.

Menningarhúsin í Kópavogi 1. tbl. 1. árg. Ritstjóri: Íris María Stefánsdóttir Ábyrgðarmaður: Soffía Karlsdóttir Blaðamaður: Brynhildur Björnsdóttir Umbrot: Döðlur Ljósmyndir: Döðlur, Anton Brink, Hallgerður Hallgrímsdóttir og Menningarhúsin í Kópavogi. Prentun: Prenttækni


Vatnsdropinn

Heimsmarkmiðin með augum Múmínálfanna

Vatnsdropinn er viðamesta verkefni Menningarhúsanna til þessa. VATNSDROPINN er þriggja ára alþjóðlegt samstarfsverkefni Menningarhúsanna í Kópavogi, Múmínálfasafnsins í Tampere, H.C. Andersen safnsins í Óðinsvéum og Ilon’s Wonderland safnsins í Haapsalu í Eistlandi. Verkefnið á rætur sínar að rekja til vinabæjasamstarfs Kópavogs við Tampere og Óðinsvé en ekki er loku fyrir það skotið að fleiri borgir bætist í samstarfið þegar fram líða stundir.

„Vatnsdropi er í eðli sínu heill heimur út af fyrir sig og í honum speglast allt umhverfið.” - H.C. Andersen Þegar vatnsdropinn lendir á kyrrum vatnsfletinum eru áhrif hans mikil og þannig er verkefnið hugsað. Það byrjar smátt en mun sækja í sig veðrið og ljúka með umfangsmikilli farandsýningu og nýju fræðsluefni sem verður leiðbeinandi fyrir sambærileg verkefni í framtíðinni víða um heim. BÆKUR SEM ENNÞÁ EIGA ERINDI Vatnið hefur verið mörgu skáldinu yrkisefni og vatnið og hafið leika stór hlutverk í Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Eitt meginstef Vatnsdropans er að tengja saman boðskap og gildi Heimsmarkmiðanna við sígild skáldverk barnabókahöfunda á borð við Tove Jansson, Astrid Lindgren og H.C. Andersen. Höfunda, sem hafa þrátt fyrir ólíkar áherslur í verkum sínum, kennt okkur að bera virðingu fyrir náttúrunni, gefið okkur innsýn í heim þeirra sem minna mega

sín og hvernig við getum komið þeim til hjálpar. Þannig eiga höfundaverk hinna norrænu rithöfunda jafn mikið erindi við lesendur í dag og þegar þau voru rituð. BÖRNIN SKAPA VATNSDROPANN „Það er mjög við hæfi að endurvekja skilaboð þessara mætu höfunda sem lögðu áherslu á sjálfbærni, umhverfisvernd, jafnrétti kynja og mannvirðingu óháð aldri eða trúarbrögðum. Þessi málefni eru öll í brennidepli í heiminum í dag,” segir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi og upphafsmaður Vatnsdropans. „Menningarhúsin leita sífellt nýrra leiða til að laða börn að menningarstarfi og gefa þeim skapandi verkfæri til að kynnast listum og menningu á eigin forsendum. VIRTUR ALÞJÓÐLEGUR SÝNINGARSTJÓRI Börn frá öllum samstarfslöndunum verða virkir þátttakendur í mótun og gerð Vatnsdropans undir stjórn valinkunnra listamanna og fræðimanna sem sýningarstjórinn Chus Martínez mun leiða saman. Chus Martínez er eftirsóttur sýningarstjóri, listfræðingur og heimspekingur frá Spáni sem starfar á alþjóða vettvangi. Í dag veitir hún forstöðu FHNW listaakademíu í Basel, Sviss en áður var hún forstöðumaður listasafnsins Frankfurter Kunstverein og listrænn stjórnandi Sala Rekalde listamiðstöðvarinnar í Bilbao. Hún hefur komið víða við sem sýningarstjóri meðal annars í hinu virta samtímalistasafni MACBA í Barselóna, á dOCUMENTA (13), Feneyjartvíæringnum og Sao Paulo. tvíæringnum. „Við stöndum frammi fyrir sögulegum tímamótum sem munu setja mark sitt á næstu áratugi og gera þá kröfu

til okkar að við veitum þankagangi barna, hegðun þeirra og reynslu mun róttækari athygli. Við sem störfum að listum erum oft að kljást við þörfina fyrir nýja framsetningu og frásagnarmáta. Fyrr en varði stóð ég frammi fyrir einhverju algjörlega nýju: Vatnsdropaverkefninu. Verkefnið og samstarfið, sem það virkjar, á sér enga hliðstæðu og er því beint til barna serm eru mitt eftirlætis samferðafólk í veröldinni. Ég átta mig einfaldlega á því hversu mikið við getum lært og hvaða hag við höfum af því að skrá okkur til leiks í þessu ævintýri!“ VATNSDROPINN VEKUR ATHYGLI Verkefnastjóri Vatnsdropans er Sara Løve Daðadóttir stofnandi Pavilion Nordico í Berlín. „Vatnsdropanum er ætlað að vera flaggskip í dagskrá Menningarhúsanna á næstu misserum. Hvarvetna þar sem við kynnum Vatnsdropann vekur verkefnið gríðarlega athygli en til marks um það höfum við m.a. hlotið styrki frá Norræna menningarsjóðnum, Norrænu menningargáttinni, Menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar (Nordplus), Opstart, Menningarsjóði Kópavogs og Barnamenningarsjóði Íslands“. UNGIR SÝNINGARSTJÓRAR Fyrsta skref Vatnsdropans er þátttökuverkefnið Ungir sýningarstjórar. Valinn verður hópur 4.-10. bekkinga í Kópavogi sem verður virkjaður í sýningarstjórn og framkvæmd verkefnisins sem samanstendur af vinnusmiðjum, sýningum og viðburðum fyrir almenning í Kópavogi og víðar. Hópurinn mun vinna með erlendum jafnöldrum sínum undir stjórn sýningarstjórans. Bent er á heimasíðu Menningarhúsanna fyrir frekari upplýsingar.


Gerðarsafn

SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR 31. október – 7. febrúar 2021 ÓLÖF HELGA HELGADÓTTIR annar tveggja listamanna sem verða með einkasýningu í sýningaröðinni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR í Gerðarsafni í október.

MAGNÚS HELGASON annar tveggja listamanna sem verða með einkasýningu í sýningaröðinni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR sem opnuð verður í Gerðarsafni 31. október.

Leikgleðin skiptir höfuðmáli

Segulstál og ristað brauð

„Ég ólst upp í Grindavík og var á kafi í íþróttum sem krakki,” segir Ólöf um leið sína til myndlistarinnar. „Sem unglingur sótti ég næringu í bíómyndir og tónlist og dreymdi um að verða kvikmyndatökumaður en í staðinn lá leiðin í myndlist í LHÍ og svo í meistaranám í myndlist í Slade School of Fine Art í London. Má segja að ég sé myndlistarmaður sem vinnur í blandaða miðla.” Ólöf segist einnig vinna í venjuleg efni sem hún setur í óvenjulegt samhengi. “Í verkum mínum ýti ég hversdagslegu efni út fyrir sitt hefðbundna hlutverk og varpa þannig óvæntu ljósi á kunnugleg sjónarhorn. Efnið sem ég nota hefur auk þess oft sögulega merkingu sem er mjög persónuleg.” Hún segist sækja innblástur í allt mögulegt. „Ytra umhverfi eins og orð, hljóð, taktur, litir, form, allt getur þetta orðið að innblæstri. Hvað stendur eftir fer eftir innra ástandi.” Hún segist hins vegar vera með “aktivan filter” eins og hún orðar það sjálf, síar það áreiti sem hún verður fyrir þangað til eitthvað situr eftir. „Eitthvað í hjartanu sem kveikir hugmynd hjá mér. Leikgleðin skiptir mig máli þannig að ég er ekki með fullmótaða hugmynd þegar ég byrja að útfæra verk, leyfi frekar efniviðnum að leiða mig í eitthvað óvænt.” Hún segist vinna verk inn í það rými sem hugsað er til sýninga. „Ef maður er að vinna að sýningu fyrir stórt rými eins og sýningarsalinn í Gerðarsafni þá opnast möguleiki að vinna stórt. Eða pínulítið og þá verður salurinn stærri. Þegar þetta samtal á sér stað er sýningin í þróun og því erfitt að túlka hana með orðum. Það eina sem ég get sagt með vissu er að hún verður áframhald af því sem ég hef verið að gera.” Hún segir alla list eiga erindi við samtímann og að það sé mikilvægt fyrir myndlistina að festast ekki í sama farinu. „Ef myndlist á að lifa þá má hún ekki staðna. Hún verður að fá tíma til að gerjast svo hún geti þróast. Það á við um allar listir. Það er einmitt hlutverk SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR sýningarraðar að veita áhugasömum innsýn í stöðu skúlptúrsins sem miðils í samtímanum. Og vonandi öðrum en myndlistamanninum að koma í orð. Gaman að fá að taka þátt í því.”

„Ég ákvað í rauninni aldrei að verða skúlptúrlistamaður,” segir Magnús, aðspurður um hvenær hann hafi valið skúlptúr umfram aðrar myndlistargreinar. “Ég hef unnið með málverk og kvikmyndalist í mörg ár. Svo var ég beðinn að setja saman sýningu fyrir verksmiðjuna á Hjalteyri fyrir nokkrum árum, en það rými leyfir illa tvívíð verk eins og málverk,. Því varð ég að fara út fyrir þægindarammann og í raun svíkja loforðið sem ég hafði gefið sjálfum mér. En ég hef löngum haft þá trú að það að setja sér ramma skapi frelsi og það reyndist rétt í þessu tilfelli.” Verkin sem Magnús sýndi á Hjalteyri voru meðal annars litlir segulstálskúlptúrar og lyktarverk búið til úr blautu handklæði og þurrkara. „Mér fannst ég vera að stíga inn á allt annað svið en það sem ég hafði talið mig tilheyra. En síðan hef ég unnið nokkur “skúlptúr”verkefni og þetta er að venjast.” Eins og sjá má af framansögðu fetar Magnús ekki hefðbundnar slóðir þegar kemur að efnisvali í verkin. “Undanfarin ár hef ég unnið mikið með gríðarsterk segulstál en einnig hversdagslega hluti eins og ristaðar brauðsneiðar og uppvöskunarsvampa. Hef heyrt það að ég gæti verið með ristað brauð á heilanum,” segir hann og kímir. „Tvívíðu verkin eru aldrei langt undan og fléttast inn í innsetningarnar. Efniviðurinn í þau er oft afgangsgler og stál, gamlar timburinnréttingar og húsgögn sem tala til mín á förnum vegi.” Sýningin í Gerðarsafni verður í framhaldi af því sem Magnús hefur verið að fást við undanfarin ár. „Leikgleði og undraverð segulstál verða í fararbroddi. Ég er að vinna með náttúruna og kannski má segja að þetta verði pínu eins og vísindasýning.” segir hann. „Að þessu sinni verða nokkur listaverk sem þarf að setja í samband við rafmagn en það var ég, einhverra hluta vegna, harður á að gera ekki.” Magnús er ekki mikið fyrir að útskýra verk sín. „Þau hafa engan sérstakan tilgang eða merkingu, eru bara,” segir hann. „Stundum er sagt að það að útskýra list og greina hana, drepi listina um leið. Ég lofa því hins vegar að gestir safnsins munu sjá hressilega innsetningu sem verður öll á iði og kemur á óvart. Og í því samhengi held ég að erindið sé svolítið komið, ef manni líkar eitthvað sem maður sér á það erindi við mann.”

Stúdíó Gerðar Stúdíó Gerðar er opið fræðslurými þar sem börnum, fjölskyldum og öðrum gestum gefst færi á að njóta samverustunda, fræðast og skapa saman. Um helgar er boðið upp á Skapað með Gerði, samverustundir þar sem gestir geta gert sín eigin listaverk úr þeim efnivið sem starfsmenn safnsins draga fram hverju sinni, t.a.m. vatnslitum, leir og teikningu með ljósaborðum.

Bláu kubbarnir, auk fleiri skapandi leikfanga, eru til taks alla vikuna. Einnig er alltaf í boði að teikna, lita og gera klippimyndir. Frítt er fyrir börn á safnið og geta foreldrar nýtt sér árskort Gerðarsafns til að koma reglulega í heimsókn og njóta þess skemmtilega fræðslustarfs sem boðið er uppá. Árskort á safnið kostar 2500 kr.


Gerðarsafn

Safnbúðin

Einstakt úrval af fallegri gjafavöru

SIGNÝ ÞÓRHALLSDÓTTIR, fatahönnuður, sér um hina glænýju og stórglæsilegu safnbúð sem opnuð var í Gerðarsafni í janúar síðastliðnum.

Ný og glæsileg Safnbúð Gerðarsafns opnaði í janúar 2020 en lokaði aftur í mars sökum COVID-19. „Það má því eiginlega segja að búðin sé nýopnuð” segir Signý og bætir því við að allir séu velkomnir í búðina hvort sem þeir eiga erindi á safnið eða bara í búðina. Signý er mikil áhugamanneskja um safnbúðir og segir heimsókn í safnbúðina nauðsynlegan hluta af því að fara á safn. „Mér finnst að góð safnbúð þurfi að hafa tengingu við safnið, bjóða upp á vörur sem tengjast safninu og þeim sýningum sem þar eru. Svo finnst mér líka nauðsynlegt að uppgötva eitthvað nýtt í safnbúð, eitthvað sem fæst kannski ekki annars staðar. Við leggjum áherslu á muni og vörur eftir íslenska hönnuði og erum alltaf á höttunum eftir fleirum.” GJAFIR VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI Sem dæmi um góðan safnbúðarvarning í búðinni nefnir hún vörur sem tengjast Gerði Helgadóttur og list hennar. “Við erum með bækur, kort

og þess háttar og svo er í bígerð að gera fleiri vörur sem tengjast henni og hennar verkum. Annað dæmi um sýningatengdar vörur er eftirprent af verkum Hilmu af Klint sem voru á sýningunni Fullt af litlu fólki í fyrra. Þær myndir ruku út um leið og þær komu í sölu enda er svo skemmtilegt að fara á sýningu, verða fyrir áhrifum og geta svo keypt sér minjagrip í safnbúðinni.” Í Safnbúðinni í Gerðarsafni er einnig fjölbreytt úrval af hönnun eftir innlenda og erlenda hönnuði. Þá virkar Safnbúðin að einhverju leyti sem sýningarsalur. „Við erum til dæmis í samstarfi við Multis sem selur fjölfeldisverk eftir íslenska myndlistarmenn og eru nokkur af þeirra verkum til sýnis og sölu hjá okkur. Einnig vinnum við með hönnuðunum hjá Ró á Seyðisfirði sem nota íslenska ull í húsgagnahönnun, en húsgögn frá þeim eru til sýnis í búðinni hjá okkur og er hægt að prófa þau og panta hjá okkur. Svo erum við í samstarfi við netverslanir, eins og lauuf.com og menu.is. Sumum finnst betra að sjá vöruna en að kaupa á netinu svo það er hægt að koma hingað og skoða og kaupa svo hér eða í viðkomandi netverslun.”

PLANTOYS tréleikföng kr. 5.990

RÓ sjávarleikföng frá kr. 7.500

IT IS VIKUR skartgripir frá kr. 10.500

BYBIBI speglar frá kr. 23.000

MORRA silkislæða kr. 11.900

MÓT keramik frá kr. 3.500

OPNUNARTÍMAR Alla daga frá 10-17


Gerðarsafn

Sýningar í Gerðarsafni

Gerður Helgadóttir: Frumkvöðull í íslenskri myndlist

LHÍ | Fjörutíu skynfæri 29. ágúst - 13. september

Á sýningunni má sjá verk eftir nemendur sem útskrifuðust úr hönnun og arkitektúr frá Listaháskóla Íslands í júní 2020. Verkin eru lokapunkturinn á þriggja ára lærdómsferli nemenda og miðla persónulegri sýn þeirra á viðfangsefni sem snerta bæði félagslegan veruleika, tilfinningalíf, umhverfismál, iðnbyltingu, óvissu og framtíðina.

Gerður var fjölhæfur myndlistarmaður sem fékkst við skúlptúr, steint gler og mósaík. Hún stundaði nám við Handíðaskólann og hélt fyrst íslenskra myndlistarmanna til Flórens í nám árið 1949. Fljótlega þar á eftir hélt hún til Parísar, þar sem hún bjó og starfaði mestan hluta ævi sinnar. Verk Gerðar voru stór og efniviðurinn oft grófari en tíðkaðist að konur á þessum tíma nýttu sér til listsköpunar. Vinnustofa hennar minnti stundum frekar á vélaverkstæði en listvinnustofu og mörgum þótti furðulegt að sjá þessa fínlegu konu innan um slaghamra, stálfleyga og logsuðutæki að beygja efni eins og járn og leir í risastór og voldug listaverk. Sjálf sagðist Gerður vera sterk og brosti að þess háttar athugasemdum. Gerður var frumkvöðull þrívíðrar abstraktlistar hér á landi. Sem dæmi um frumleika hennar má nefna myndir gerðar eingöngu úr hárfínum járnvírum sem mynda teikningu í rýminu en einnig logsauð hún mikil verk úr bronsi þar sem sjá má skyldleika við ljóðrænu abstraktlistina. Eftir ferð til Egyptalands árið 1966 má greina áhrif frá fornri egyptskri list í verkum hennar. Um og upp úr 1970 taka við verk unnin úr gifsi, leir og jafnvel steinsteypu sem einkennast af einföldum hringformum og hreyfingu í ýmsum tilbrigðum.

MÓSAÍK OG GLERLIST Þótt Gerður hafi fyrst og fremst litið á sig sem myndhöggvara var hún einnig virtur glerlistamaður, bæði hér heima og erlendis. Steindir gluggar eftir hana prýða nokkrar kirkjur hér á landi, þ.á.m. í Skálholtsdómkirkju og Kópavogskirkju. Einnig eru gluggar eftir Gerði í nokkrum kirkjum í Þýskalandi. Þekktasta verk hennar hér á landi er án efa stóra mósaíkmyndin frá árinu 1973 á Tollhúsinu í Hafnarstræti í Reykjavík. Gerður var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1974.

SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR 31. október - 7. febrúar 2021

Sýningaröðin SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR opnar í fjórða sinn í Gerðarsafni með einkasýningum þeirra Ólafar Helgu Helgadóttur og Magnúsar Helgasonar. Með sýningaröðinni er gerð tilraun til að skoða skúlptúrinn í samtímanum og þróun þrívíðrar myndlistar, ekki einungis sem mikilvægum hluta listasögunnar heldur einnig sem lifandi sjónrænu tungumáli samtímalistarinnar.

1400 LISTAVERK Þegar Gerður dvaldi á Íslandi bjó hún hjá ættingjum sínum á Víghólastíg í Kópavogi og voru því tengsl hennar við bæinn sterk. Gerður lést 1975 aðeins 47 ára að aldri og árið 1977 færðu erfingjar hennar Kópavogsbæ um 1400 listaverk úr dánarbúi listakonunnar. Skilyrði fyrir gjöfinni var að Kópavogsbær skyldi byggja listasafn, sem tengdist nafni Gerðar, geymdi og sýndi verk hennar og héldi minningu hennar á lofti.

Glugga eftir Gerði má sjá í Kópavogskirkju og fleiri kirkjum hérlendis og erlendis

Garðurinn 19. febrúar - 9. maí 2021

Sýningin Garðurinn hverfist um sögu safnsins og vísar til nærumhverfis og samfélags Kópavogs í margradda sýningu. Litið verður til sögu svæðisins um leið og hugmyndum er velt upp um hvernig sýn framtíðar mótast. Þannig mun sýningarverkefnið hafa fjölþætta vísun í fortíð, nútíð og framtíð þar sem samþætting ímyndaðrar sögu listamanna er tengist raunsögu staðar fléttast saman í samtal um möguleika framtíðar.


Bókasafn Kópavogs

Klúbbastarf

Heimili að heiman Á Bókasafni Kópavogs eru starfræktir klúbbar þar sem gestir og gangandi geta skipst á skoðunum og ráðleggingum, lesið, spjallað og notið samvista.

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðrir fastir viðburðir á bókasafninu

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín er starfræktur alla miðvikudaga kl. 14:00-16:00 yfir vetrartímann og er opinn öllum. Á árinu voru fengnir nokkrir gestir í klúbbinn með fræðslu um prjón og aðra handavinnu og var almennt mikil ánægja með kynningarnar.

Lesið fyrir hunda

Bókaklúbburinn Lesið á milli línanna

Bókmenntaklúbburinn Hananú Bókmenntaklúbburinn Hananú er opinn öllum. Klúbburinn hittist annan hvern miðvikudag kl. 16:0017:30 og hefur aðsetur í fjölnotasal á 1. hæð aðalsafns. Klúbburinn fær reglulega til sín rithöfund í heimsókn sem jafnan vekur mikla lukku.

Myndlistarsýningar Í fjölnotasal á 1. hæð aðalsafns eru fjölbreyttar sýningar sem standa að öllu jöfnu yfir í einn mánuð.

Bókaklúbburinn Lesið á milli línanna var settur á fót á aðalsafni í byrjun nóvember 2019. Klúbburinn er ætlaður öllum hressum konum sem vilja hittast, lesa á milli línanna og spjalla um yndislestur á léttu nótunum. Klúbburinn kemur saman fyrsta fimmtudag í mánuði 16:0017:30.

Gáfnaljós Í samstarfi við sjálfboðaliðastarf Rauða krossins á Íslandi hefur verið boðið upp á heimanámsaðstoð fyrir grunnskólanema, Gáfnaljós, á aðalsafni á þriðjudögum og í Lindasafni á miðvikudögum. Gáfnaljós hefur verið vel sótt og greinilegt að krökkum finnst þægilegt að koma á safnið og klára heimanámið með aðstoð við höndina.

September: Sigrún Ása Sigmarsdóttir Október: Anna Ólafsdóttir Björnsson Nóvember: Sif Erlingsdóttir Desember: Ásta Júlía Hreinsdóttir

Á aðalsafni er hægt að kaupa vandaða og fallega gjafavöru í safnbúðinni. Múmínálfarnir bolli Kr. 3.000

Múmínálfarnir Mía litla tréfígúra. Kr. 1.900

Lesið fyrir hunda varð fljótt einn vinsælasti viðburður bókasafnsins. Verkefnið hefur verið fastur liður í viðburðadagskrá safnsins síðan í ársbyrjun 2018 og er unnið í samstarfi við samtökin Vigdísi; vini gæludýra á Íslandi. Þrír hundar mæta með sjálfboðaliðum, eigendum sínum, á safnið og því komast níu börn að í hvert skipti. Skráning á bylgjaj@kopavogur.is

Krakkaforritun Forritunarnámskeið fyrir 6-12 ára krakka hafa verið haldin um nokkurt skeið en þar er boðið upp á fjölbreytta kennslu í grunnforritun. Námskeiðin hafa verið vel sótt og eru í höndum teymis sem samanstendur af starfsfólki bókasafnsins og tölvunarfræðinemum úr Háskóla Íslands. 26/9, 31/10 og 5/11 kl. 12:00-13:30. Skráning á bylgjaj@kopavogur.is

Saumasetrið Bókasafninu bárust nýlega saumavélar að gjöf frá Félagi kvenna í Kópavogi. Nú geta gestir safnsins sest niður við saumavél og faldað gluggatjöld eða stytt buxur eða bara leyft sköpunargleðinni að ráða. Saumasetrið er opið alla virka daga frá 13:00-16:00.

Yoga og hugleiðsla Boðið er upp á hádegistíma í yoga á mánudögum og hugleiðslu á föstudögum á bókasafninu. Tímarnir eru tilvaldir fyrir vinnandi fólk sem getur skroppið í hádegishléinu sínu, slakað og teygt og gleymt stað og stund.


Bókasafn Kópavogs

Bókasöfn eru galdrastaðir

ARNDÍS ÞÓRARINSDÓTTIR rithöfundur starfaði á Bókasafni Kópavogs frá hausti 2007 til vors 2018.

„Ég er lestrarhestur frá barnæsku en ég ólst upp á þannig stað að það var ekkert bókasafn í göngufjarlægð. Sá staður var Vesturbær Reykjavíkur,” segir hún kímin. “Þannig að já, ég kannski var ekki bókasafnsormur þegar ég var barn en bókaormur. Svo þegar ég var háskólanemi fór ég að vinna með námi á Kringlusafni og þegar hér var auglýst starf sótti ég um.”

Þegar Arndís byrjaði að vinna á Bókasafni Kópavogs var það nokkuð ólíkt því safni sem nú er. „Þegar ég var ráðin hérna var ég sett yfir deild sem hafði titilinn Fornog dægurmenningardeild. Hún innihélt íslensk fræði og Íslendingasögur, ritgerðir og aðra svona skrýtna flokka og svo allar myndasögur og fantasíur þannig að þetta var mjög víðfeðm deild en mjög skemmtileg,” segir hún en þegar hún hóf störf var safnið frekar hefðbundið bókasafn. „Eins og á öðrum bókasöfnum færðist áherslan svo yfir á alhliða menningarstarfsemi. Það má því segja að ég hafi skipt um vinnustað án þess að skipta um vinnu sem var mjög skemmtileg reynsla.” GALDRASTAÐIR OG GRIÐASTAÐIR „Bókasöfn eru svo miklir galdrastaðir,” segir Arndís. „Þetta eru einu staðirnir í samfélaginu þar sem þú mátt bara vera og enginn ætlast til að þú kaupir eitthvað eða gerir eitthvað. Það er svo dýrmætt að það sé hefð fyrir þessum stofnunum og sérstaklega núna þegar þjónustan er stöðugt fjölbreyttari, fólk getur komið hingað og fengið aðstoð við skattframtalið eða heimanámið, svo dæmi séu tekin, og ef

það er óþægilegt að vera heima hjá þér þá geturðu verið hér.” Hún bætir við að þrátt fyrir þetta sé grunnhlutverk safnsins líka óskaplega mikilvægt. „Það er dýrmætt að fólk geti óháð efnahag verið þátttakendur í bókmenntalegri og samfélagslegri umræðu með því að nálgast það sem um er rætt án tilkostnaðar. Ég held líka að góð almenningsbókasöfn stuðli að heilbrigðum bókamarkaði, á söfnunum verða til lesendur sem kaupa svo bækur handa sjálfum sér og öðrum. En fólk þarf að lesa meira en bara það sem það kaupir.“

ENGIN ÁHÆTTA AÐ PRÓFA Arndís segir lífið á Bókasafni Kópavogs sveiflast eftir árstíðum eins og annars staðar. “Mér fannst mest gaman á haustin þegar nýju bækurnar koma, allir bíða spenntir og bækurnar eru plastaðar á vöktum, verið að skipuleggja upplestra og aðra viðburði vetrarins. En það er líka gaman á öðrum árstímum, til dæmis á sumrin þegar fjölskyldur koma enn meira saman á safnið,” segir hún og bætir við, „Maður finnur að það er mismunandi hvað fólk vill lesa. Á veturna er oft bið eftir nýju bókunum en á sumrin er fólk kannski meira


í kiljunum. Safnið er líka fullt af bókum á sumrin af því þá koma inn bækurnar frá námsmönnunum þannig að hillurnar eru troðnar.” Hún bendir á að eitt af því sem gerir bókasöfn ólík bókabúðum er að það er engin áhætta fólgin í því að prófa. “Í bókabúð kaupirðu oftast það sem þú ætlaðir að kaupa en á safninu geturðu gripið eitthvað út í bláinn sem jafnvel kemur skemmtilega á óvart og víkkar sjóndeildarhringinn.” Arndís segist nota bókasöfn mikið og þekki orðið söfn í mörgum sveitarfélögum og þá liggur beint við að spyrja hverjir séu styrkleikar Bókasafns Kópavogs.

„Það er svo gott að vera hérna inni, húsið sjálft er í svo góðu flæði. Það er góð birta hérna, margir staðir þar sem hægt er að setjast niður. Fólki líður vel hérna og er ekki að flýta sér út aftur.” Arndís bætir við „Svo er svo gott aðgengi að öllu og ef þig vantar bók sem er ekki til er bara að láta starfsfólkið vita og þá eru góðar líkur á að hún verði keypt. Svo

verð ég líka að hrósa mínum fyrrverandi kollegum. Eftir að hafa unnið með þeim veit ég að þau eru fagfólk á sínu sviði og ég treysti þeim og ég held að aðrir lánþegar upplifi þetta traust líka.”

NÆG ERINDI Á BÓKASAFNI KÓPAVOGS Hvað vill rithöfundur sem kemur inn á bókasafn? „Fullt af fagurbókmenntum klárlega, því þær veita innblástur, en það er líka gott að hafa mikið af íðorðabókum hvers konar. Ef maður skrifaði bara um það sem maður þekkir þá væru allar mínar bækur um miðaldra konu sem skrifar barnabækur,” segir Arndís og kímir. „Það er því alltaf eitthvað sem rithöfundur þarf að kynna sér betur, kannski ertu að skrifa bók um barn með ADHD og þarft að leita heimilda, kannski býr persónan í öðru sveitarfélagi og þarf að lýsa staðháttum þar og þá er gott að hafa byggðasögu eða ferðamannahandbók. Núna er ég t.d. að skrifa um Möðruvallabók fyrir börn og mig vantar endalausar heimildir; ævisögu Jónasar Hallgrímssonar og fræðirit um handrit sem dæmi. Rithöfundar eiga næg erindi á bókasafnið hvort sem þeir skrifa fyrir börn eða fullorðna.”

AFGREIÐSLUTÍMAR AÐALSAFN Mánudaga fimmtudaga kl. 8-18 Föstudaga og laugardaga kl. 11-17 LINDASAFN Mánudaga fimmtudaga kl. 13-18 Föstudaga kl. 13-17

UPPÁHALDS BÆKUR ARNDÍSAR

SANDMAN Neil Gaiman

LJÓÐASAFN JÓNS ÚR VÖR

DODDI: BÓK SANNLEIKANS!

Neil Gaiman hefur ótrúlegt vald á tungumálinu og sagnagerðinni og þegar hann kallar til liðs við sig hóp af frábærum myndlistarmönnum verða til galdrar. Sagnabálkurinn Sandman er klassík – og það er allt í lagi þótt maður sé ekki vanur að lesa myndasögur.

Jón úr Vör var fyrsti forstöðumaður Bókasafns Kópavogs og þegar ég hóf hér störf vann hér enn fólk sem hafði unnið með honum. Ég þekkti ekki ljóð hans áður en ég hef heillast af þeim síðan. Mjög þörf heildarútgáfa ljóða Jóns, með frábærum inngangi Aðalsteins Ásbergs, kom út 2017 þegar 100 ár voru frá fæðingu skáldsins.

Ég hef unun af fyndnum unglingabókum og Doddabækur þeirra Hildar Knútsdóttur og Þórdísar Gísladóttur kæta mig mjög mikið. Þær eru báðar svo snjallir höfundar og í samskrifum þeirra er leikur og kímni sem fellur mér vel í geð.

KEISARAMÖRGÆSIR Smásagnasafnið Keisaramörgæsir eftir Þórdísi Helgadóttur er fyndið, nútímalegt og kemur stöðugt á óvart. Höfundur hefur alla þræði í hendi sér og útkoman er ljóðræn og dásamleg. Upplagt safn hvort heldur sem er til að grípa í öðru hvoru eða til þess að gúffa í sig á einni helgi


Menningarhús allrar fjölskyldunnar

Hjarta menningarstarfs Kópavogsbæjar slær í Menningarhúsunum. Tilgangur menningarstarfseminnar er að auka lífsgæði Kópavogsbúa á öllum aldri með fjölbreyttu menningar- og listalífi, fræðslu og miðlun. Lögð er áhersla á að þróa og bjóða viðburði og upplifun sem ekki er að finna annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og er það því hrein viðbót við þá menningarflóru sem í boði er.

Menning fyrir alla Menning fyrir alla er yfirskrift metnaðarfullrar fræðsludagskrár fyrir nemendur í leik- og grunnskólum. Grunnþættir menntunar, eins og þeir birtast í aðalnámskrám, eru hafðir að leiðarljósi og áhersla lögð á hugtökin sköpun, tjáningu og miðlun, gagnrýna hugsun, sjálfstæði og samvinnu. Í haust verður m.a. 9. bekkingum í Kópavogi boðið á Bókasafn Kópavogs í rithöfundaspjall með Gunnari Helgasyni, Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Þorgrími Þráinssyni. Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa taka höndum saman og bjóða öllum 6. bekkingum í vinnustofu sem ber yfirskriftina SKÚLPTÚR í samtímanum / SKÚLPTÚR í náttúrunni og í lok október verður 1., 2. og 3. bekk boðið á jazztónleika í Salnum sem bera yfirskriftina JAZZ ER HREKKUR í tilefni hrekkjavökunnar. Það verða þau Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Sunna Gunnlaugsdóttir og Leifur Gunnarsson sem fræða börnin um jazztónlist, flytja nýja skelfilega tónlist, en gæta þess þó að hræða þau ekki of mikið.

Allir dagar eru fjölskyldudagar í Menningarhúsunum Fjölskyldur eru sérstaklega velkomnar í Menningarhúsin. Hér getur fjölskyldan átt góðar stundir saman, þar sem nóg er í boði fyrir alla til að njóta, fræðast og skapa. Bókasafn Kópavogs er griðastaður fjölskyldunnar þar sem allir geta fundið sér bækur við hæfi og haft það huggulegt saman. Á Náttúrufræðistofu getur fjölskyldan skoðað og fræðst um dýrin sem þar er að finna, þeim að kostnaðarlausu. Í Gerðarsafni er svo að finna Stúdíó Gerðar þar sem sköpunarkraftur fjölskyldunnar fær að njóta sín. Á hverjum laugardegi frá klukkan 13:00 til 15:00 er boðið uppá ókeypis dagskrá fyrir alla fjölskylduna sem kallast Fjölskyldustundir á laugardögum og tvo fimmtudaga í mánuði er svo boðið upp á Foreldramorgna kl. 10:00.

Griðastaður fyrir fólk á öllum aldri Menning á miðvikudögum er fastur dagskrárliður þar sem Menningarhúsin skiptast á að bjóða upp á fróðlega og skemmtilega dagskrá í hádeginu. Boðið er upp á listamannasamtöl og leiðsagnir í Gerðarsafni, vísinda- og náttúrutengd erindi í Náttúrufræðistofu, tónlist í Salnum, og fjölbreytt og fróðleg erindi á Bókasafninu. Það er metnaðarmál Menningarhúsanna að vera upplífgandi og endurnærandi griðastaður fyrir fólk á öllum aldri og við hlökkum til að bjóða ykkur velkomin í vetur.

ELÍSABET INDRA RAGNARSDÓTTIR verkefna- og viðburðastjóri menningarmála í Kópavogi ÍRIS MARÍA STEFÁNSDÓTTIR markaðs- og kynningarstjóri menningarmála í Kópavogi


Menningarhúsin í Kópavogi bjóða upp á fasta dagskrárliði þvert á húsin

Fjölskyldustundir á laugardögum

Menning á miðvikudögum

Foreldramorgnar á fimmtudögum

Alla laugardaga milli kl. 13:00 og 15:00. Fjölbreyttar og skemmtilegar stundir sem fræða og kæta.

Alla miðvikudaga kl. 12:15. Fróðleg og hressandi dagskrá í hádeginu.

Tvo fimmtudaga í mánuði kl. 10:00. Góð samverustund fyrir foreldra og ungbörn þeirra.


Dagskrá

Fjölskyldustundir á laugardögum

SEPTEMBER 5. september

Heilsum hausti

kl. 13:00 - 15:00 Menningarhúsin

12. september kl. 13:00 Menningarhúsin

19. september kl. 13:00 Náttúrufræðistofa

26. september kl. 13:00 Salurinn

OKTÓBER 3. október kl. 11:30 Lindasafn

Listasmiðjur í samstarfi við listkennsludeild LHÍ

3. október kl. 13:00 Gerðarsafn

10. október Sköpum saman sjávarheim

kl. 13:00 Náttúrufræðistofa

17. október Töfrandi jazztónleikar með Gunnari Helgasyni, Sunnu Gunnlaugsdóttur, Leifi Gunnarssyni ofl.

kl. 13:00 Bókasafn Kópavogs

24. október

kl. 13:00 Salurinn

2. september kl. 12:15 Salurinn

9. september kl. 12:15 Bókasafn Kópavogs

16. september kl. 12:15 Náttúrufræðistofa

23. september kl. 12:15 Bókasafn Kópavogs

30. september kl. 12:15 Gerðarsafn

Foreldramorgnar á fimmtudögum

10. september kl. 10:00 Náttúrufræðistofa

24. september kl. 10:00 Bókasafn Kópavogs

Svanur Vilbergsson flytur perlur gítartónbókmenntanna Sigrún Eldjárn lítur yfir farinn veg í tilefni af 40 ára höfundarafmæli sínu

7. október kl. 12:15 Náttúrufræðistofa

14. október

Dagur íslenskrar náttúru með Sævari Helga

kl. 13:15 Bókasafn Kópavogs

Jasmina Vajzovic Crnac segir frá reynslu sinni af stríði og flótta

kl. 12:15 Salurinn

Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir fjallar um Gerði Helgadóttur út frá feminískri listfræði

Útivera og ævintýri með ungum börnum

Svefnvenjur ungbarna

Gerður: Teinar, vírar og perlur Fjölmenningarleg farfuglasmiðja Listasmiðja óháð tungumálum

Hrekkjavökusmiðja

kl. 13:00 Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofa

31. október

Menning á miðvikudögum

Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur kemur í heimsókn

21. október

Hressandi og hæfilega hrekkjóttir jazztónleikar með Ingibjörgu Fríðu Helgadóttur, Sunnu Gunnlaugsdóttur og Leifi Gunnarssyni Fuglar tengja heiminn: Tómas Grétar Gunnarsson, vistfræðingur, fjallar um fjölbreyttan heim farfuglanna, ferðir þeirra og lífshætti Textíll, fatasóun og endurnýting með Ásdísi Jóelsdóttur Franskir tónar með Guðrúnu Birgisdóttur flautuleikara og Snorra Sigfúsi Birgissyni píanóleikara

kl. 12:15 Bókasafn Kópavogs

Gamli Kópavogur og Ljósmyndasafn Íslands með Ingu Láru Baldvinsdóttur

8. október

Skoðað og skynjað

28. október

kl. 10:00 Gerðarsafn

22. október kl. 10:00 Náttúrufræðistofa

Foreldrahlutverkið: Væntingar, áskoranir og áhrifarík verkfæri


NÓVEMBER

DESEMBER

7. nóvember

Stop Motion smiðja

5. desember

Getur allt verið skúlptúr?

5. desember

Ritsmiðja í tilefni af Degi íslenskrar tungu

12. desember

kl. 11:30 Lindasafn

VISSIR ÞÚ AÐ

Jólaföndur

kl. 11:30 Lindasafn

...árið 2019 heimsóttu

7. nóvember kl. 13:00 Gerðarsafn

14. nóvember kl. 13:00 Bókasafn Kópavogs

21. nóvember

kl. 13:00 Gerðarsafn

kl. 13:00 Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofa

Skapandi jólasmiðja óháð tungumáli

Jólafjöll: Notaleg trévinnustofa í aðdraganda jóla

kl. 13:0 - 17:00 Menningarhúsin

4. nóvember kl. 12:15 Gerðarsafn

11. nóvember kl. 12:15 Salurinn

18. nóvember kl. 12:15 Bókasafn Kópavogs

25. nóvember kl. 12:15 Náttúrufræðistofa

Sjitt hvað þetta er gott: Samtal um sýningu Magnúsar Helgasonar Dúó parið Guðbjartur Hákonarson fiðluleikari og Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir sellóleikari flytja verk eftir Beethoven og Glière Íslenska í breyttu málaumhverfi með Sigríði Sigurjónsdóttur Jöklabreytingar á Íslandi: Fortíð, nútíð og framtíð. Erindi Odds Sigurðssonar, sérfræðings á sviði jöklarannsókna hjá VÍ

1.425

12.000

...um leikskóla- og grunnskólanemar komu í skipulagðar heimsóknir árið 2019 sem er

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir svo lengi sem húsrúm, fjarlægðarmörk og fjöldatakmarkanir leyfa.

...66.000 gestir tóku þátt í þeim viðburðum sem Menningarhúsin buðu upp á árið 2019.

Skapandi teiknismiðja

kl. 13:00 Gerðarsafn

28. nóvember

280.000

gestir Menningarhúsin sem eru 40.000 fleiri en árið áður.

Öll dagskrá Menningarhúsanna er sett fram með fyrirvara um mögulegar samkomutakmarkanir stjórnvalda vegna COVID-19.

2. desember kl. 12:15 Salurinn

9. desember kl. 12:15 Gerðarsafn

16. desember kl. 12:15 Bókasafn Kópavogs

Jólatónleikar með Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikara. Endurkast: Samtal um sýningu Ólafar Helgu Helgadóttur Ítalskar jólahefðir

50% fjölgun frá árinu 2018.

...flestir strætisvagnar sem fara um Kópavog stoppa hjá Menningarhúsunum? ...það liggja gönguog hjólastígar úr öllum Kópavogi að Menningarhúsnum? ...á Héraðsskjalasafninu eru geymd skjöl og upplýsingar um sögu Kópavogs í kílómetra tali? ...Kópavogur var fyrsti kaupstaður landsins til að eignast sérhannað tónlistarhús? .. að safnkostur Náttúrufræðistofu telur alls um

7000 eintök

... Jón úr Vör var fyrsti forstöðumaður Bókasafns Kópavogs? ... Gerðarsafn á

12. nóvember kl. 10:00 Bókasafn Kópavogs

26. nóvember kl. 10:00 Gerðarsafn

Skyndihjálp fyrir foreldra ungbarna

Skoðað og skynjað

1.400 listaverk eftir Gerði Helgadóttur?


2020

Fáheyrðir franskir draumar

29/09

Förumaður

13/10

Franck, Hjálmar og Beethoven

27/10

Hlustaðu á ljósið

10/11

Frelsi og fararsnið

Melkorka Ólafsdóttir flauta Katie Buckley harpa Júlía Mogensen selló Þóra Einarsdóttir sópran Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanó og selesta Haraldur Jónsson lesari Björg Brjánsdóttir flauta Elísabet Waage harpa Oddur Arnþór Jónsson barítón

Hrönn Þráinsdóttir píanó

Sif Margrét Tulinius fiðla Richard Simm píanó

Hallveig Rúnarsdóttir sópran Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran Finnur Bjarnason tenór Ágúst Ólafsson barítón Edda Erlendsdóttir píanó Eva Þyri Hilmarsdóttir píanó Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir píanó

Hamraborg 6 Facebook

Eyrún Unnarsdóttir sópran Elena Postumi píanó

2021

26/01

KIMI tríó

09/02

Gamall og nýr heimur

23/02

Of margar konur!

09/03

Piazzolla, Olivier og Kordo

23/03

Des Knaben Wunderhorn

11/05

Tónverk 20/21

Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir söngur Jónas Ásgeir Ásgeirsson harmónika

Katerina Anagnostidou slagverk

200 Kópavogur Instagram

Aladár Rácz píanó

Salurinn .is Fylgdu okkur á �

15/09

Salurinn

TÍBRÁ

Peter Máté píanó

Þóra Einarsdóttir sópran Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó

Jóhann Kristinsson barítón Ammiel Bushakevitz píanó Strokkvartettinn Siggi: Una Sveinbjarnardóttir fiðla Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðla Þórunn Ósk Marínósdóttir víóla Sigurður Bjarki Gunnarsson selló

ÁSKRIFT! Tryggðu þér miða á alla tónleikana með 50% afslætti. Áskriftarsölu lýkur 10/09/2020.

sími 44 17 500

Olivier Manoury bandoneon Kordo kvartettinn: Vera Panitch fiðla Páll Palomares fiðla Þórarinn Már Baldursson víóla Hrafnkell Egilsson selló

Almennt miðaverð á staka tónleika er 4.400 kr.


Salurinn

Af fingrum fram Tónleikaröð Jóns Ólafssonar

„Þú getur rétt ímyndað þér hvað þetta er skemmtilegt“ Gestir Jóns í vetur verða m.a. Ari Eldjárn, Diddú, Björgvin Halldórsson, Ellen Kristjáns, Ágústa Eva og Júníus Meyvant

JÓN ÓLAFSSON tónlistarmaður siglir hraðbyri inn í tólfta vetur tónleikaraðarinnar Af fingrum fram í Salnum.

„Árið 2004 gaf ég út mína fyrstu sólóplötu og kynnti hana með tónleikum þar sem ég sat við píanóið, spjallaði við fólk og flutti lögin mín. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og naut mín verulega,” segir Jón sem árin áður hafði gert vinsæla sjónvarpsþætti sem kölluðust Af fingrum fram ásamt Jóni Agli Bergþórssyni upptökustjóra sem átti hugmyndina að þáttunum. „Það höfðu mun fleiri áhuga á þessu tveggja manna tali tónlistarfólks en ég átti von á. Sjónvarpið setti þættina síðan á ís og þá ákvað ég að prófa að setja þá á svið og sameina það sem ég væri kannski einna skástur í; að taka viðtöl og spila á píanó. Ég kalla þetta spjalltónleika sem er að ég held einstakt fyrirbæri hér á landi og þó víðar væri leitað. Páll Eyjólfsson, umboðsmaður og framkvæmdahestur, hjálpaði mér svo að koma þessu af stað ásamt góðu fólki í Salnum.” Hann segir að það hafi tekið einn til tvo vetur að fá „spjalltónleikana” til að sanna sig en svo tóku áhorfendur við sér og nú eru um tólf Af fingrum fram tónleikar á ári, með aukatónleikum. Tónleikarnir hafa frá upphafi verið í Salnum og Jón sér ekki fyrir sér að fara þaðan. „Þarna er frábær

hljómburður, góðir flyglar og mikil nánd við áhorfendur. Eins held ég að þetta sé mjög passleg stærð fyrir tónleika af þessari tegund.” ÍSLENSK TÓNLIST RAUÐI ÞRÁÐURINN Jón segir markmiðið með tónleikunum vera að kynna íslenska tónlist. „Eins og í allri minni dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi þá er íslensk tónlist rauði þráðurinn. Ég lifi og hrærist í þeim heimi og hef alltaf haft miklu meiri áhuga á íslensku tónlistarfólki en erlendu. Á þessum tónleikum ná áhorfendur að kynnast íslensku tónlistarfólki í návígi án nærveru myndavéla. Fyrir vikið verður andrúmsloftið afslappað og setningar fljúga sem yrðu aldrei sagðar annars staðar. Kvöldin eru nánast ekkert æfð fyrirfram og standa undir nafninu, Af fingrum fram, og maður veit því aldrei hvað gerist; hvorki í spjallinu eða tónlistinni.” Gestirnir sem komið hafa til Jóns skipta tugum og eru eins ólíkir og þeir eru margir. „Sumir hafa komið oftar en einu sinni enda finnst mér það líka hluti af þjónustunni. Salurinn tekur ekki nema tæp 300 manns í sæti og ef það selst upp þá finnst mér um að gera að bjóða aftur upp á viðkomandi listamann,” segir Jón og bætir

við að gestirnir þurfi helst að uppfylla þau skilyrði að hann sjálfur hafi töluverðan áhuga á ferli þeirra og persónu. „Ef ég er ekki áhugasamur sjálfur þá verður kvöldið frekar klént og ég get ekki hugsað mér að sitja þarna í einhverri uppgerð. Ég dáist að flestum kollega minna í bransanum þannig að þetta er lítið vandamál.” Hann segist ekki eiga neinn draumagest „Ég hef nú þegar fengið flest gömlu átrúnaðargoðin mín frá því ég var krakki; setið með þeim og spilað lögin og spjallað. Þú getur rétt ímyndað þér hvað þetta er skemmtilegt. Í vetur verður samt nýjung en þá ætla ég í fyrsta sinn að fá uppistandara í viðtal til mín; Ara Eldjárn. Það er áskorun fyrir mig en ég er alveg handviss um að það mun svínvirka.” HÚMOR SKIPTIR ÖLLU MÁLI Hann segist finna það strax hvort kvöldið er vel heppnað. “Ef samspil mitt og listamannsins tekst vel hvað varðar flæði og traust þá er það ávísun á góðan árangur. Húmor skiptir síðan öllu máli. Ef fólk hefur ekki húmor fyrir sjálfu sér þá geta hlutir orðið stirðbusalegir. Sem betur fer finnast mér flestir tónlistarmenn mjög skemmtilegir og auðveldir viðmælendur. Vissulega eru þeir ekki allir jafn orðmargir en þá finn ég bara aðra leið að þeim - kannski í gegnum tónlistina sjálfa. Viðtökur áhorfenda segja auðvitað allt sem segja þarf.” Og áhorfendur eru virkir þátttakendur. „Það er enginn veggur á milli listamannanna á sviðinu og áhorfenda. Ég beini spurningum út í sal eða hvet til samsöngs. En lagaval og slíkt er alfarið á höndum mín og gestsins. Áhorfendur virðast kunna að meta þetta form og ég veit um fólk sem hreinlega mætir á alla tónleika á hverjum vetri, ár eftir ár. Aðsóknin eykst með hverju árinu sem segir mér að ég er að gera eitthvað rétt.”


Salurinn

Tónverk 20 / 21 Fjögur verk íslenskra tónskálda

UNA SVEINBJARNARDÓTTIR er forsprakki Stokkvartettsins Sigga og sat í dómnefnd fyrir hans hönd.

Ein mest spennandi nýjungin í starfi Salarins í vetur er verkefnið Tónverk 20 / 21 en markmiðið með því er að stuðla að frumsköpun í tónverkagerð og kynna íslensk tónskáld. Efnt var til samkeppni meðal tónskálda og voru fjögur valin úr til að semja strengjakvartett sérstaklega með Salinn í huga. Verkin verða síðan frumflutt í Tíbrá tónleikaröð Salarins veturinn 2020 – 21. Samstarfsaðilar Salarins í Tónverki 20 / 21 eru Tónverkamiðstöð Íslands og Strokkvartettinn Siggi sem mun frumflytja verkin.

„Strokkvartettinn Siggi var stofnaður 2012 í samhengi við Norræna músíkdaga. Við héldum fyrstu tónleikana okkar í Listasafni Reykjavíkur og höfum spilað saman æ síðan og verðum betri og betri og skemmtilegri og skemmtilegri,” segir Una Sveinbjarnardóttir en Strokkvartettinn Sigga skipa ásamt henni Helga Þóra Björgvinsdóttir á fiðlu, Þórunn Marínósdóttir á víólu og Sigurður Bjarki Guðmundsson á selló. „Sigurður er mjög grandvar maður og vildi alls ekki að kvartettinn yrði látinn heita Siggi en hann fékk ekkert að ráða því. Okkur hinum þremur fannst nafnið hljóma svo vel,” segir Una hlæjandi. Strengjakvartettuppsetning, tvær fiðlur, víóla og selló er frá því á átjándu öld og hafa hljóðfærin lítið breyst. „Við höfum þessa sextán strengi til að vinna með og þróumst saman, fáum þessa löngu hefð tónbókmennta í nesti og byggjum á því.” TÆKIFÆRI FYRIR TÓNSKÁLD Siggi hefur gegnum tíðina leitast við að spila mikið af nýrri tónlist og vinna með tónskáldum og það er einmitt grunnurinn að samstarfinu við Salinn. „Hugmyndin um tónskáldasamkeppni um strengjakvartett kom frá Aino Freyju, forstöðukonu Salarins einhvern tíma þegar við vorum að ræða um tækifæri fyrir tónskáld,” segir Una. „Þetta framtak Salarins er mjög merkilegt því íslenskir tónsmiðir fá svo sjaldan svona tækifæri,” segir Una og bætir við: „Að fá greitt fyrir að semja verk, það er ekki gefið mál.” „Ég held að Salurinn sé að sýna einstakt fordæmi og vonandi munu fleiri menningarstofnanir fylgja í kjölfarið og

við í Sigga erum ótrúlega heppin að fá að taka þátt í þessu með Salnum.” Hún segir dómnefndarstörfin hafa verið erfið en afar skemmtileg. „Það var frábært að sjá hvað tónskáldum þykir strengjakvartett spennandi listform. Við fengum ekki fullbúin verk inn heldur hugmyndir og drög. Það komu margar frambærilegar umsóknir og var mjög erfitt að velja og við hefðum getað haldið marga tónleika. En við völdum að lokum fjögur verk eftir fjögur tónskáld sem verða flutt í Salnum í maí næstkomandi.” Tónskáldin fjögur, eru mjög ólík, að sögn Unu, bæði í viðfangsefnum og nálgun. „En þau voru öll með mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig þau vildu vinna verkið. Á meðan við erum að vinna þetta verðum við í nánu samstarfi og hlökkum mikið til.” FORRÉTTINDI AÐ VERA Í SALNUM Hún segir forréttindi að fá að vinna svo náið með ungum tónskáldum en ekki síður með tónlistarhúsi á borð við Salinn.

„Salurinn er yndislegur og hljómburðurinn er frábær“ „Hann hefur líka þessa nánd við áhorfendur sem er gríðarlega mikilvægt þegar verið er að flytja tónlist,” segir hún og bætir við: „Salurinn er mjög útpælt rými, bæði er hann úr viði sem hljómar vel við hljóðfærin okkar en svo er líka hægt að breyta hljómburðinum með ýmsum aðferðum og hver veit nema tónskáldin nýti sér þá möguleika í tónverkunum.”


Salurinn

BEETHOVEN í 250 ÁR Tónskáldin

01

Allar píanósónötur Beethovens í fyrsta sinn á Íslandi

Ásbjörg Jónsdóttir

lauk meistaraprófi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur breiðan tónlistarlegan bakgrunn og hefur þroskað tónsmíðagáfu sína jafnt og þétt í eftirminnilegum kammerverkum sem sameina léttleika og ljóðrænu. „Hugmyndin er að efniviður strengjakvartettsins verði innblásinn og beintengdur íslenskum efnivið í byggingu Salarins. Hann yrði þá unninn út frá áferð, tilfinningu fyrir efni og uppruna efniviðarins í byggingu Salarins og væri tilraun til að gera hlustandann og flytjandann meðvitaðan um rýmið. Verkið yrði því eins konar ferðalag inn á við þar sem áherslan yrði á að upplifa hljóðheim og rými Salarins með og í gegnum tónlistina.”

03

María Huld Markan Sigfúsdóttir

gjörþekkir fiðluna sem flytjandi. Auk kammerverka hennar, sem hafa verið tekin upp og flutt víða um heim hefur hún samið fyrir hljómsveit og tónlist við nokkrar kvikmyndir. „Salurinn hefur ákveðna eiginleika í hljóm sem ég tók strax eftir þegar ég sjálf fór að flytja þar tónlist ung að árum. Það er nánast sama hvar í salnum er setið, þá hljómar það sem spilað er mjög nálægt því sem flytjandinn sjálfur upplifir á sviðinu. Ég man ennþá eftir tilfinningunni að spila fyrst í Salnum, og uppgötva það hve rými hafa mikil áhrif á hvernig flytjandi spilar og hvernig hljóð hljóðfærisins umbreytist og nálgunin við tónlistina. Í þessu verki mun ég skoða vel áhrif rýmis, nándar og samspils flytjenda á upplifun áheyrenda.”

02

Gunnar Karel Másson

lauk meistaraprófi í tónsmíðum frá Tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn en segja má að heimspeki og leikhús eigi ekki minni skerf af honum en tónlistin. „Frá því að ég heyrði verk Jóhanns Jóhannssonar IBM 1401, A user´s manual í fyrsta skipti, hef ég verið hugfanginn af öllu sem viðkemur strengjakvartettum. Þá langar mig að taka viðfangsefnið missi/ söknuð og nota það sem grunnhugmynd fyrir allri framvindu verksins. Ég mun byggja verkið á samtali tveggja verka, annars vegar IBM 1401 og svo nýs verk, sem væri byggt á upptökum af föður mínum (Má Magnússyni) frá æfingum og tónleikum með honum.”

04

Sigurður Árni Jónsson

lauk meistaraprófi bæði í tónsmíðum og hljómsveitarstjórn í Svíþjóð. Hann stjórnar Ensemble Dasein í Gautaborg og eftir hann liggja jafnframt tvö hljómsveitarverk. „Útgangspunktur minn í verkinu er að prufa mig áfram með mismunandi upplifunareiginleika tónlistar og rýmis. Í stað þess að láta rýmið stýra tónlistinni langar mig að athuga hvort tónlistin og samspil hennar við stýrða (eða “samda”) lýsingu Salarins geta haft áhrif á upplifun viðstaddra á rýminu. Smíði verksins er enn á frumstigi, en ætlun mín er sú að lýsingin (þ.m.t. mögulega myndskeið sem varpað verður á tjald) muni skapa mismunandi “rými” innan þess stóra pláss sem Salurinn er. Tónlistin mun taka mið af því og öfugt.”

Í ár eru 250 ár síðan eitt stærsta tónskáld allra tíma, Ludwig van Beethoven, fæddist. Eftir hann liggja nokkur þekktustu verk tónbókmenntanna og má þar nefna fimmtu og níundu sinfóníur hans sem hvert mannsbarn þekkir auk hins ljúfa og tregablandna smáverks Til Elísu, eða Für Elise sem hann samdi fyrir píanónemanda sinn. Beethoven var maður píanósins sem var hljóðfæri hans og trúnaðarvinur, það fylgdi honum alla ævi og hann trúði því fyrir reynslu sinni, gleði og raunum. Píanóverkin eru hornsteinn í sköpunarverki hans, sérstaklega píanósónöturnar og enginn hefur komist langt í píanóspili sem ekki hefur eignast Beethoven að vini. Hann samdi alls 32 píanósónötur en saman hafa þær verið nefndar Nýja testamenti píanóbókmenntanna, svo mikilvægar eru þær fyrir þróun og þroska píanóleikara. Stærstu slaghörpusnillingar heims gera sér það að metnaðarmáli að flytja þær allar því þær eru erfiðar, bæði tæknilega og listrænt. Í tilefni afmælisins verða allar þessar sónötur fluttar í Salnum. Þeir Jónas Ingimundarson og Peter Máté, sem báðir eru ástsælir píanóleikarar og hafa spilað mikið í Salnum, hóuðu saman þrjátíu íslenskum píanóleikurum sem munu leika sónöturnar á alls níu tónleikum. Sónöturnar hafa aldrei verið leiknar sem ein heild á Íslandi áður og sú erfiðasta, HammerKlavier, hefur aldrei verið spiluð áður á Íslandi en það verður Richard Simm sem fær að spreyta sig á henni.


Náttúrufræðistofa Kópavogs

Náttúran í öndvegi Náttúrufræðistofan hóf starfsemi í desember 1983 og hefur sinnt náttúrufræðitengdu sýningarhaldi, rannsóknum og fræðslustarfi til almennings og nemenda frá upphafi. Á tveimur megin grunnsýningum er annars vegar fjallað um spendýr, fugla og ýmis sjávardýr og hins vegar jarðfræði Íslands.

Sérhannað sýningarhús Húsnæði Náttúrufræðistofunnar var tekið í notkun árið 2002 og er hið fyrsta á landinu sem er hannað frá grunni fyrir náttúrufræðisafn. Þessi misserin er verið að stíga skref í endurnýjun grunnsýninga Náttúrufræðistofunnar. Endurhönnuð jarðfræðisýning var opnuð 2017 og líffræðisýning í upphafi árs 2020. Í næsta skrefi verður ferskvatns- og sjávarbúrum gerð skil og fá þau upplyftingu. Þá er unnið að því að koma upp rafrænni leiðsögn um safnið þar sem gestir geta sótt sér ítarefni um safnkostinn og búsvæði lífveranna.

Rannsóknir Frá upphafi hafa rannsóknir skipað stóran sess í starfi Náttúrufræðistofunnar. Á síðari árum hafa þær að mestu beinst að grunnrannsóknum og vöktunarverkefnum í vötnum og ám, m.a. hefur svifvist Þingvallavatns verið vöktuð frá árinu 2007. Rannsóknaverkefnin eru bæði unnin fyrir opinbera aðila og einkafyrirtæki en einnig tekur Náttúrufræðistofan þátt í samstarfi við aðrar rannsóknastofnanir á sviði náttúrufræða.

Skeljasafn Jóns Bogasonar Einn helsti dýrgripur Náttúrufræðistofu er fágætt safn skeldýra (lindýra) og annarra sjávarhryggleysingja sem Kópavogsbúi að nafni Jón Bogason safnaði um áratuga skeið. Árið 1970 var athygli bæjaryfirvalda í Kópavogi vakin á því hvílíka gersemi var að finna á heimili Jóns. Bærinn keypti safnið af Jóni sem var við það tækifæri ráðinn í hálft starf til að sinna safninu, skráningu og uppsetningu. Lindýrasafn Jóns er mjög stórt og margar tegundir afar sjaldgæfar. Uppistaðan í safninu eru sæsamlokur (skeljar) og sæsniglar (kuðungar) og er bæði um íslensk og erlend eintök að ræða. Auk þess eru í safninu allmargar tegundir krabba- og skrápdýra af Íslandsmiðum. Jón færði fundarstaði og allar upplýsingar nákvæmlega til bókar og inná kort. Hann greindi eintök til tegunda af miklu öryggi, teiknaði dýrin upp og eru teikningar Jóns sérlega vel gerðar.

Jón var sjálfmenntaður í náttúrufræðum og hlaut verðleikana í vöggugjöf en naut samstarfs við ýmsa þekkta vísindamenn á þessu sviði, bæði innlenda og erlenda. Gildi safnsins sem Jón byggði upp er margvíslegt. Í vísindalegu tilliti má skilgreina safn Jóns og starf hans sem grunnrannsókn í sjávarlíffræði langt á undan sínum samtíma. Framtak Jóns sannar enn og aftur það sem gjarnan er haft um grunnrannsóknir og vísindastarf almennt, þ.e.a.s. að hagnýtingu slíks starfs er oft erfitt að sjá nákvæmlega fyrir, en í því m.a. felst gildi þess; hinu ófyrirséða og óvænta. Jón Bogason lést árið 2009, 86 ára að aldri.


Náttúrufræðistofa Kópavogs

Að kveikja áhuga er einstaklega dýrmætt

400 lífverur til sýnis Heimkynni er ný og glæsileg grunnsýning Náttúrufræðistofu Kópavogs sem opnaði 1. febrúar 2020. Á sýningunni er lífríki Íslands og fjölbreyttum búsvæðum í íslenskri náttúru gerð góð skil á myndrænan og fræðandi hátt, en sýningarhönnun var í höndum Axels Hallkels Jóhannessonar og Hrundar Atladóttur. Náttúrufræðistofa Kópavogs býður upp á stærsta safn uppstoppaðra dýra á Íslandi.

Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar, þekkir vel til á Náttúrufræðistofu Kópavogs en hann vann þar meðal annars að fræðsluverkefninu Pláneta A sem gekk út á að heimsækja alla 8. bekki grunnskóla Kópavogs og fræða börnin um umhverfis- og loftslagsmál. „Það var auðsótt mál enda finnst mér fátt skemmtilegra en að fá að fræða forvitna nemendur. Auk þess hef ég komið reglulega í heimsókn á bókasafnið, sem er í sama húsi, og fengið að fræða áhugasama. Ég vona bara að samstarf mitt við Menningarhúsin verði enn betra og meira.“ KVEIKIR ÍMYNDUNARAFL OG FORVITNI

OPNUNARTÍMI Mán - fim kl. 8-18 Fös - lau kl. 11-17 Aðgangur ókeypis

Sævar segir náttúrufræðistofur gegna mikilvægu hlutverki í rannsóknum á náttúru Íslands. „En ekki síst er hlutverk þeirra að sinna fræðslu og miðlun til skóla og almennings. Í mínum huga er miðlun það mikilvægasta sem vísindafólk gerir. Okkur þykir ekki vænt um eitthvað sem við þekkjum ekki,” heldur hann áfram og bætir við: „Ég tel að lykillinn að því að leysa þetta umhverfisklandur sem við höfum komið okkur í, bæði álag á vistkerfi og loftslagsvána, sé að fræða fólk og sýna því fegurðina sem við erum á góðri leið með að eyðileggja fyrir okkur sjálfum. Öll börn á Íslandi eiga að heimsækja náttúrufræðistofur og fá að snerta, þefa, vera hissa, finnast eitthvað fallegt eða ógeðslegt. Allt sem kveikir áhuga er einstaklega dýrmætt. „Hann segir mikilvægt að gott náttúrugripasafn geti boðið skólahópum reglulega í heimsókn. “Þar þarf að vera hægt að sjá heillandi gripi og fá að handleika hluti. Einnig þarf safnið að bjóða upp á sýningu sem kveikir ímyndunarafl og forvitni fólks á öllum aldri.”

NORNAHÁRIN Í UPPÁHALDI Sævar segir hverja heimsókn á Náttúrufræðistofu Kópavogs tilhlökkunarefni. „Ég er með bakgrunn í jarðfræði svo steinasafnið heillar mig alltaf. Nornahárin, sem er einhver skrítnasti steinn sem til er, eru alltaf heillandi. Verst hvað þau eru viðkvæm; það er svo skrítið að koma við stein sem hefur svipaða áferð og hárlokkar.” Hann er einnig spenntur fyrir nýrri sýningu þar sem margmiðlunarmöguleikar verða í boði.

„Náttúran er margmiðlun. Við finnum lyktina af henni, heyrum í henni, horfum á hana og smökkum á henni þegar við erum úti.“ „Ég er handviss um að því meira sem við fáum að taka þátt í safnkostunum, þeim mun áhugasamari verðum við og því meira situr eftir.” ÍSLAND ER STÓRKOSTLEGT Hann minnir enn fremur á hversu dýrmætt það er að búa á Íslandi og eiga kost á að kynnast þeirri náttúru sem hér er. „Við búum á alveg stórkostlegu landi sem við höfum því miður ekki hugsað alveg nógu vel um í gegnum tíðina. Náttúrufræðistofur eiga að hjálpa okkur að læra og hugsa betur um náttúruna en einnig að útvíkka sig með því að setja okkar eigin náttúru í samhengi við plánetuna sem við öll búum á. Heilbrigði okkar eigin vistkerfis á Íslandi er háð heilbrigði hafsins og lofthjúpsins.” Sævar er með mörg járn í eldinum þessa dagana að vanda. „Ég er að vinna með Sagafilm að þáttaröð um lausnir við loftslagsvandanum. Hún er framhald á Hvað höfum við gert? og kallast því einfaldlega Hvað getum við gert? Sem betur fer er það ótalmargt og eiginlega allt frábært og gerir heiminn og lífið betra og skemmtilegra. Svo er það bara að halda áfram í fræðslu- og miðlunarharkinu. Það er fátt meira gefandi en að sjá áhuga kvikna hjá krökkum á náttúrunni og alheiminum.”


Héraðsskjalasafn Kópavogs

Kópavogshálsinn Héraðsskjalasafn Kópavogs heldur utan um sögu bæjarins og menningarminjar. Hér má glugga í sögu Kópavogshálsins þar sem nú standa Menningahúsin.

OPNUNARTÍMI Mán - fös kl. 10-16 Aðgangur er ókeypis

Horft af Borgarholtsbraut í austur og Hamraborgin rís. Mynd frá 1975.

Við Hafnarfjarðarveginn sem þá taldist vera Reykjanesbraut sést Biðskýlið á Kópavogshálsi sem var biðstöð fyrir Landleiðarútuna og Strætisvagna Kópavogs. Það var kallað Dairy Queen sjoppan eftir vinsælum ís sem þar fékkst. Mynd frá 1965.

Vindmyllan sem kvenfélagið Hringurinn lét reisa á Borgarholti á þriðja áratug síðustu aldar í þeim tilgangi að framleiða rafmagn fyrir heilsuhælið. Of vindasamt var á holtinu fyrir vindmylluna sem fljótlega lét af störfum.

Efst á Kópavogshálsi standa Menningarhús Kópavogsbæjar, í alfaraleið milli höfuðborgar, Hafnarfjarðar og Suðurnesja. Í dag er staðurinn kunnastur undir nafninu Kópavogsháls eða einfaldlega Hamraborg í hugum þeirra sem ekki eru staðkunnugir. Þótt einfaldast sé að nota eitt nafn yfir vítt svæði, þá eru nöfnin fleiri sem koma við sögu. Árni Magnússon (1663-1730) handritasafnari sagði að melurinn fyrir ofan Kópavog héti LangiJörfi en óvíst er hvað hann náði yfir stórt svæði. Aðalheimildarmaður um örnefni á hæðinni var Þuríður Guðmundsdóttir (1855-1938), fædd og uppalin í bænum Kópavogi, skammt fyrir neðan núverandi steinbæ neðst við voginn. Hún sagði að holtið vestan við veginn á Kópavogshálsi héti Borgarholt og klettabeltið þar Borgin. Kastalar væru vestan undir holtinu, 3 klettar. „Þar umhverfis mátti hvorki hóa né hátt hafa, né rífa lyng, vitanlega vegna huldufólksins í Borginni eða holtinu og Köstulunum.” VOFUR Í KÓPAVOGI

GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON skjalavörður HRAFN SVEINBJARNARSON héraðsskjalavörður

Getið er um dulræna viðburði á hálsinum og sagnaritari einn skrifaði um Vofuna á Kópavogshálsi og þurfti eigi að rengja þá frásögn. Annar talaði um hinn fræga Kópavogsháls einnig í tengslum við færð og umferð, enda má sjá í blaðinu

Ísafold í október 1890 að vegurinn upp Kópavogsháls hafi verið óhæfilega brattur og lítt fær með vagn. FYRSTA UMFERÐARSLYSIÐ Grímur Thomsen (1820-1896) skáld reið oft yfir Kópavogsháls milli Bessastaða og Reykjavíkur og samkvæmt einni frásögn þeysti hann við annan mann upp hálsinn frá Kópavogi og urðu þeir ekki varir við annan hóp reiðmanna frá Fossvogi. Sá hvorugur hinn fyrr en efst á hálsinum og geystist samferðamaður Gríms inn í hópinn og varð slys af. Þetta er að líkindum elsta heimild um umferðarslys á Kópavogshálsi. HRESSINGARHÆLIÐ Borgarholtið hefur að mestu fengið að vera ósnortið frá upphafi byggðar í Kópavogi. Vindmylla var sett upp á Borgarholti á þriðja áratug síðust aldar í þeim tilgangi að framleiða rafmagn til lýsingar fyrir Hressingarhælið sem Kvenfélagið Hringurinn rak á Kópavogsjörðinni. Sú eldri varð fyrir spellvirkjum árið 1926 og ný var sett upp. Svo var veðrasamt á háholtinu að vindmyllan þoldi ekki og var tekin niður skömmu eftir 1930. KÓPAVOGSKIRKJA Fyrstu hugmyndir um kirkju á Borgarholti komu fram um 1946 og var hún reist á árunum 1958-

1962. Hún var vígð 16. desember 1962. Borgarholt var friðað sem náttúruvætti árið 1981 samkvæmt íslenskum náttúruverndarlögum. Nokkur húsabyggð var í austanverðu Borgarholtinu þar sem nú eru Menningarhús Kópavogs. Í steinhúsi að Borgarholtsbraut 6 sem reist var sem íbúðarhús var m.a. verslun, iðnaður og félagsmiðstöð. Lengst af var það nefnt Sjálfstæðishúsið. Upp við Hafnarfjarðarveginn, þar sem Bókasafn Kópavogs er nú, var víðfræg bensínsjoppa sem gegndi einnig hlutverki félagsmiðstöðvar ungs fólks í Kópavogi. MENNINGARHÚSIN RÍSA Gamla byggðin hefur nú vikið og einnig hugmyndir að húsum sem ekki urðu að veruleika. Má þar nefna hugmynd að Menntaskóla á túninu suðaustan við Borgarholt árið 1978 og óperuhús sem fyrirhugað var að reisa á svæðinu rétt fyrir 2008. Upp úr 1970 var Gjáin sprengd og Hafnarfjarðarvegur um Kópavog endurbættur. Brýr yfir Gjána voru byggðar milli 1970 og 1975. Byggt var yfir Gjána og brýrnar tengdar saman á árunum 20022008. Torgið ofan á Gjánni hlaut nafnið Hálsatorg og var vígt 20. maí 2006. Bæjarskrifstofur Kópavogs fluttust í Digranesveg 1 á árunum 2017-2018. Um svipað leyti voru Menningarhús Kópavogs byggð í áföngum við barm Gjárinnar, hús Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs, Gerðarsafn og Salurinn. Héraðsskjalasafn Kópavogs er á Digranesvegi 7 þar sem það hefur verið frá árinu 2012. Póstafgreiðsla í Kópavogi var þar til húsa frá árinu 1965 til 2003 og í um áratug eftir það var þar póstflokkun. Símstöð er á efri hæðinni. Pósthúsgarður er vestan við húsið og þar stóð lengi listaverk Gerðar Helgadóttur Hin eilífa hringrás en það hefur verið flutt út á hringtorgið við Digranesveg 1.


Útisvæði

LEIKSVÆÐI

Ærslabelgur fyrir ærslabelgi

Umhverfi Menningarhúsanna er kjörið til að njóta lífsins, skoða falleg útilistaverk, gæða sér á góðmeti og sleppa sér í leik og gleði. Mikið kapp hefur verið lagt á að gera þessi svæði sem best úr garði og það skilar sér í ánægðum gestum sem eru duglegir að sækja svæðin heim.

Ærslabelgurinn og nýi gosbrunnurinn setja svo sannarlega lit og gleði í umhverfið kringum Menningarhúsin.

VEGGLISTAVERK

Sólarslóðin sindrandi Á Hálsatorgi stendur vegglistaverkið Sólarslóð/​Sun drive á bogadregnum vegg við torgið. Verkið er eftir arkitektinn og myndlistarkonuna Theresu Himmer og var sett upp 5. júlí árið 2019.


Bæjarlistamaður Kópavogs

Kópavogur í forgrunni í allri minni list TEXTABROT Og hvað ætlar þú og þínir menn að þykjast reynað gera Erum með allan kóp í backup þú mátt strax byrja að hlaupa 203 kóp veist að ég representaða Lífið er einfaldur leikur en ég brýt allar reglurnar Glas í hönd og glottandi, KBE flottastir / Drottn yfir öllum þessum fucbois á íslandi/ Kópbois tak yfir, rapgame kópavogi/ Elías 2014

Kópboi, drengur, held uppi mínu, ég sé um mitt Hreinskilinn, gæti gert þetta shit með annari

Herra Hnetusmjör er bæjarlistamaður Kópavogs árið 2020 og vel að heiðrinum kominn enda hefur hann aldrei farið leynt með hversu stoltur hann er að vera Kópavogsbúi allt frá því að hann hóf tónlistarferil sinn árið 2014. Í textum hans er Kópavogur alltaf í forgrunni og hefur verið frá upphafi.

Hreinskilinn, enginn af ykkur heldur í við mig

Herra Hnetusmjör er yngstur fimm systkina og eru sextán ár á milli hans og elsta bróður hans. Foreldrar hans eru bæði ættuð úr Kópavogi og þar býr hann sjálfur ásamt kærustu sinni og syni þeirra sem fæddist í febrúar síðastliðnum. KÓPAVOGUR GERIR INNRÁS Rappferillinn hófst í Vatnsendaskóla þar sem tveir félagar byrjuðu hálfvegis í gríni að rappa undir nöfnunum Herra Hnetusmjör og Sir Sulta sem saman mynduðu tvíeykið Nautalundir. Nafnið vakti athygli og þegar hann seinna ákvað að hefja rappferil fyrir alvöru hélt hann nafninu og einnig þeirri staðreynd að hann kemur úr Kópavogi. Flest lög hans hafa einhverja vísun í Kópavog og hefur hann unnið hörðum höndum að því að breiða út hróður bæjarins. Hann stofnaði árið 2014 KópBois Entertainment sem er að hans sögn „útgáfufyrirtæki, fjöllistahópur, vinahópur og gengi“ og vísunin í Kópavog í nafni fyrirtækisins

fer ekkert á milli mála. Svo rekur hann einnig skemmtistaðinn 203 við Ingólfstorg en nafnið vísar í póstnúmerið í Kóra- og Hvarfahverfum Kópavogs. Þannig hefur hann stuðlað að innrás og yfirtöku Kópavogs í miðjunni á miðbæ Reykjavíkur og geri aðrir betur. Hann segir það góða tilfinningu að vera bæjarlistamaður Kópavogs. „Þetta er auðvitað mikill heiður og ég er gríðarlega þakklátur.“ Hann telur samt að titillinn muni ekki breyta neinu afgerandi í listsköpun sinni. „Bæjarlistamenn hafa í gegnum tíðina gert verkefni tengd bænum á einn eða annan hátt eftir að þeir fá þennan titil. Ég hef hins vegar frá fyrstu útgáfu troðið Kópavogi á alla vinkla í minni list þannig ég mun halda því áfram og gera tónlistarmyndband og lag sem samsvarar því, með Kópavog í forgrunni.“ Hann segir að rappið sé í grunninn núvitund þar sem rapparinn deilir lífi sínu og upplifunum með hlustandanum.

Hreinskilinn, ég panta flugmiða, þið pantið ykkur drykk Sjón að sjá mig, góna á mig, górilla úr Kóp Tók það á mig, seldi miða, vinir seldu dóp Tala um mig en þeir vilja ekki beef Ég er tilbúinn í stríð Ég er með það gefins ef það er sótt Fóbó af plötunni Hetjan úr hverfinu 2018

Bærinn og ég það er sama sem Og ég man ekki hvernig það að tapa er Ég er með keðju á treyjunni Og með pening í teygjunni Fyrirliði fyrir liðið mitt Ég er bærinn, ég er Breiðablik EITT FYRIR KLÚBBINN stuðningslag Breiðabliks 2020


Listir og menning í Kópavogi

Lista- og menningarráð

Hátíðir á vegum bæjarins Aðventuhátíð

„Þú rappar um það sem þú gerir og umhverfið þitt. Ég eyddi mótunarárunum í Kópavogi og bý þar núna með fjölskyldunni. Kópavogur er heimilið mitt og þá rappa ég um það.” HREINSKILINN LISTAMAÐUR Herra Hnetusmjör hefur verið hreinskilinn gegnum tíðina um líf sitt, bæði í rappinu og utan þess og á í dag margra ára edrúmennsku að baki þrátt fyrir ungan aldur. Aðspurður hvort hann líti á sig sem fyrirmynd þá neitar hann því. „Ég er einungis fyrirmynd fyrir son minn. Álit annara á mér kemur mér ekki við.“ Sonur hans er enn á fyrsta ári og Kópavogsbúi frá fæðingu og faðir hans hlakkar til að sjá hann vaxa úr grasi í heimabænum. „Ég er ánægður að fá að ala son minn upp hérna, ég skemmti mér konunglega sem krakki hér og myndi ekki vilja breyta neinu.“ Föðurhlutverkið á hug Herra Hnetusmjörs þessa dagana en hann er þó að vanda með ýmis járn í eldinum og er meðal annars höfundur Breiðablikslagsins sem kom út í upphafi sumars. Svo stefnir hann á tónleika í haust sem verða frumraun hans að ýmsu leyti. „Ég ætla að halda sitjandi tónleika með hljómsveit í Háskólabíó í september,“ segir hann og bætir við: „Ég er mjög spenntur enda hef ég aldrei haldið tónleika með bandi né af þessari stærðargráðu. Það verða einnig fjölskyldutónleikar fyrr um daginn þannig það eru allir aldurshópar velkomnir.“ Þá er ný plata í farvatninu svo það er í ýmsu að snúast hjá bæjarlistamanni Kópavogs 2020.

Lista - og menningarráð er kosið af bæjarstjórn í upphafi kjörtímabils og fer með og mótar menningarstefnu bæjarins. Ráðið sér jafnframt um árlega útnefningu bæjarlistamanns og heiðurslistamanns þegar það á við. Ráðið stýrir sjóði sem ætlað er að verja til kaupa á listaverkum, til að efla lista- og menningarlíf í Kópavogi, styrkja starf Menningarhúsanna og til hátíða á vegum bæjarins og almennrar lista- og menningarstarfsemi í bæjarfélaginu. Þá veitir sjóðurinn einnig styrki árlega vegna almennrar menningarstarfsemi. Formaður ráðsins er Karen Elísabet Halldórsdóttir.

Ljóðstafur Jóns úr Vör

Upphafi aðventu er fagnað við Menningarhúsin í Kópavogi fyrstu helgina í aðventu með jóladagskrá, jólaþorpi, jólasveinum og tendrun jólaljósa. Í Menningarhúsunum eru listsmiðjur, jólatónleikar, upplestur og fleira, gestum að kostnaðarlausu.

Safnanótt Á Safnanótt í febrúar iða Menningarhúsin af lífi. Boðið er upp á leiðsögn um húsin en einnig eru fjölmargir viðburðir í hverju húsi fyrir sig og leitast við að hafa þá við hæfi allra aldurshópa. Fjöldi fólks sækir Menningarhúsin heim á Safnanótt enda boðið upp á margs konar ólíka viðburði á tiltölulega litlu svæði og auðvelt að fara á milli. Kaffihúsið er svo að sjálfsögðu opið og þar er yfirleitt boðið upp á lifandi tónlist.

Barnamenningarhátíð

Árleg ljóðaverðlaun i minningu skáldsins Jóns úr Vör sem veitt hafa verið frá árinu 2002. Veitt eru peningaverðlaun og verðlaunaskáldið fær til varðveislu í eitt ár göngustaf, sem var í eigu Jóns. Verðlaunin eru veitt við hátíðlega athöfn á fæðingardegi skáldsins þann 21. janúar ár hvert og við sama tækifæri eru einnig veitt verðlaun í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs. Árið 2020 hlaut Björk Þorgríms­ dótt­ir ljóðstafinn en alls bár­ust 232 ljóð í keppn­ina. 153 ljóð bár­ust frá grunn­skóla­börn­um og hlut­skarp­ast­ur var Ingimar Örn Hammer Har­alds­son nem­andi í 7. bekk Álf­hóls­skóla.

Barnamenningarhátíð í Kópavogi er ætlað að höfða til barna og ungmenna með fræðslu og listsköpun. Undirbúningur við hátíðina stendur yfir í nokkra mánuði og þar eru börn jafnt þátttakendur, gestir og listamenn. Hátíðin er haldin á vorin í og við Menningarhúsin í Kópavogi.

17. júní hátíðahöld Menningarmálaflokkur Kópavogsbæjar sér um alla skipulagningu á 17. júní hátíðarhöldum í bænum. Menningarhúsin bjóða upp á dagskrá í öllum húsum þar sem mismunandi áherslur hvers húss fá notið sín til fullnustu. Einnig er boðið upp á lifandi dagskrá á hinu glæsilega útisvæði húsanna.


Vatnsdropinn Ungir sýningarstjórar

Umsóknarfrestur 18. september 2020

Ertu í 4.-10. bekk í Kópavogi? Þekkir þú Línu langsokk, Múmínálfana og Litlu hafmeyjuna - eða langar þig kannski að kynnast þeim? Hefur þú áhuga á jafnrétti og umhverfisvernd? Finnst þér gaman að myndlist og langar að prófa að verða sýningarstjóri? Nordic Children’s Literature & UN Development Goals

Ungir sýningarstjórar taka þátt í að þróa nýtt og spennandi samnorrænt verkefni. Frekari upplýsingar á: menningarhusin.kopavogur.is Young curators. An exciting project for 9-15 year old students in Kópavogur. Further information at: culturehouses.is Młodzi kustosze. Ekscytujący projekt dla uczniów w wieku 9-15 lat w Kópavogur. Więcej informacji na stronie: culturehouses.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.