Menningarhúsin í Kópavogi 2020/2021

Page 19

Náttúrufræðistofa Kópavogs

Að kveikja áhuga er einstaklega dýrmætt

400 lífverur til sýnis Heimkynni er ný og glæsileg grunnsýning Náttúrufræðistofu Kópavogs sem opnaði 1. febrúar 2020. Á sýningunni er lífríki Íslands og fjölbreyttum búsvæðum í íslenskri náttúru gerð góð skil á myndrænan og fræðandi hátt, en sýningarhönnun var í höndum Axels Hallkels Jóhannessonar og Hrundar Atladóttur. Náttúrufræðistofa Kópavogs býður upp á stærsta safn uppstoppaðra dýra á Íslandi.

Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar, þekkir vel til á Náttúrufræðistofu Kópavogs en hann vann þar meðal annars að fræðsluverkefninu Pláneta A sem gekk út á að heimsækja alla 8. bekki grunnskóla Kópavogs og fræða börnin um umhverfis- og loftslagsmál. „Það var auðsótt mál enda finnst mér fátt skemmtilegra en að fá að fræða forvitna nemendur. Auk þess hef ég komið reglulega í heimsókn á bókasafnið, sem er í sama húsi, og fengið að fræða áhugasama. Ég vona bara að samstarf mitt við Menningarhúsin verði enn betra og meira.“ KVEIKIR ÍMYNDUNARAFL OG FORVITNI

OPNUNARTÍMI Mán - fim kl. 8-18 Fös - lau kl. 11-17 Aðgangur ókeypis

Sævar segir náttúrufræðistofur gegna mikilvægu hlutverki í rannsóknum á náttúru Íslands. „En ekki síst er hlutverk þeirra að sinna fræðslu og miðlun til skóla og almennings. Í mínum huga er miðlun það mikilvægasta sem vísindafólk gerir. Okkur þykir ekki vænt um eitthvað sem við þekkjum ekki,” heldur hann áfram og bætir við: „Ég tel að lykillinn að því að leysa þetta umhverfisklandur sem við höfum komið okkur í, bæði álag á vistkerfi og loftslagsvána, sé að fræða fólk og sýna því fegurðina sem við erum á góðri leið með að eyðileggja fyrir okkur sjálfum. Öll börn á Íslandi eiga að heimsækja náttúrufræðistofur og fá að snerta, þefa, vera hissa, finnast eitthvað fallegt eða ógeðslegt. Allt sem kveikir áhuga er einstaklega dýrmætt. „Hann segir mikilvægt að gott náttúrugripasafn geti boðið skólahópum reglulega í heimsókn. “Þar þarf að vera hægt að sjá heillandi gripi og fá að handleika hluti. Einnig þarf safnið að bjóða upp á sýningu sem kveikir ímyndunarafl og forvitni fólks á öllum aldri.”

NORNAHÁRIN Í UPPÁHALDI Sævar segir hverja heimsókn á Náttúrufræðistofu Kópavogs tilhlökkunarefni. „Ég er með bakgrunn í jarðfræði svo steinasafnið heillar mig alltaf. Nornahárin, sem er einhver skrítnasti steinn sem til er, eru alltaf heillandi. Verst hvað þau eru viðkvæm; það er svo skrítið að koma við stein sem hefur svipaða áferð og hárlokkar.” Hann er einnig spenntur fyrir nýrri sýningu þar sem margmiðlunarmöguleikar verða í boði.

„Náttúran er margmiðlun. Við finnum lyktina af henni, heyrum í henni, horfum á hana og smökkum á henni þegar við erum úti.“ „Ég er handviss um að því meira sem við fáum að taka þátt í safnkostunum, þeim mun áhugasamari verðum við og því meira situr eftir.” ÍSLAND ER STÓRKOSTLEGT Hann minnir enn fremur á hversu dýrmætt það er að búa á Íslandi og eiga kost á að kynnast þeirri náttúru sem hér er. „Við búum á alveg stórkostlegu landi sem við höfum því miður ekki hugsað alveg nógu vel um í gegnum tíðina. Náttúrufræðistofur eiga að hjálpa okkur að læra og hugsa betur um náttúruna en einnig að útvíkka sig með því að setja okkar eigin náttúru í samhengi við plánetuna sem við öll búum á. Heilbrigði okkar eigin vistkerfis á Íslandi er háð heilbrigði hafsins og lofthjúpsins.” Sævar er með mörg járn í eldinum þessa dagana að vanda. „Ég er að vinna með Sagafilm að þáttaröð um lausnir við loftslagsvandanum. Hún er framhald á Hvað höfum við gert? og kallast því einfaldlega Hvað getum við gert? Sem betur fer er það ótalmargt og eiginlega allt frábært og gerir heiminn og lífið betra og skemmtilegra. Svo er það bara að halda áfram í fræðslu- og miðlunarharkinu. Það er fátt meira gefandi en að sjá áhuga kvikna hjá krökkum á náttúrunni og alheiminum.”


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.