Tígull 33. tbl 07. árg.

Page 1


KRAFTUR & GLEÐI Í EYJAMÖNNUM JÓLALEIKUR TÍGULS

MEÐAL EFNIS: SÆLKERI VIKUNNAR

sunnudaginn 14. desember

DREIFING:

Dreifing fer fram á fimmtudögum og er blaðinu dreift inn á öll heimili í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir.

Forsíða: Addi í London

ÚTGÁFA:

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

SKIL Á AUGLÝSINGUM: Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.

Fiskistofa óskar eftir að ráða starfsmann í eftirlit á veiðieftirlitssvið í Vestmannaeyjum

Fiskistofa leitar að drífandi, lausnamiðuðum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur áhuga og reynslu af sjávarútvegi. Við leitum að umsækjanda með góða grunnþekkingu á starfsemi sjávarútvegs og vilja til að tileinka sér stafrænar lausnir sem styðja eftirlitsstarfið.

Helstu verkefni og ábyrgð Eftirlit á sjó: Eftirlitsferðir með skipum af öllum stærðum og gerðum sem leyfi hafa til veiða í efnahagslögsögunni, þar á meðal ein sjóferð á vinnsluskipi á ári. Í eftirlitsferðum á sjó er meðal annars fylgst með brottkasti, framkvæmdar lengdarmælingar á fiski og öðrum sjávarlífverum. Fylgt er eftir skráningu í afladagbók og gerðar tillögur um lokanir veiðisvæða.

Eftirlit í landi: Eftirlit með löndun og vigtun afla á hafnarvog og hjá vigtunarleyfishöfum. Lengdarmælingar og skráning gagna, og úttektir á afurðum vinnsluskipa. Notkun fjarstýrðra loftfara.

Skrifstofustörf: Skýrslugerð, greining myndefnis, skráning gagna og vinnsla upplýsinga vegna brotamála.

Önnur verkefni á starfssviði eftirlitsins eru meðal annars verkefni í lax- og silungsveiði í sjó og malartekju í veiðivötnum.

Hæfniskröfur

Menntun sem nýtist í starfi.

Haldgóð reynsla og þekking á sjávarútvegi.

Reynsla af sjómennsku.

Góð tölvukunnátta.

Góð íslenskukunnátta.

Góð enskukunnátta er kostur.

Hæfni til að vinna með stafrænar upplýsingar og myndefni er kostur.

Framúrskarandi samskiptahæfni og hæfni í teymisvinnu.

Líkamleg og andleg geta til að sinna fjölbreyttum verkefnum

Hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til og með 22.12.2025

Starfshlutfall er 100%

Nánari upplýsingar veitir

Þórarinn Sigurður Traustason

Deildarstjóri vettvangseftirlits

Tölvupóstur: totit@fiskistofa.is

Sími: 5697900

SHAKSUKA ER ALGJÖRT GO -TO UM HELGAR

FÁ VINI

Í BRUNCH EÐA Í SUMARBÚSTINN

Takk fyrir þetta pabbi - Ég ætla sýna ykkur hvernig ég geri Shaksuka.

Shaksuka er algjört go-to um helgar, fá vini í brunch eða í sumarbústinn.

Það besta við þennan rétt er að það er hægt að fara með þetta í allskonar áttir og nýta það sem er til í ísskápnum hverju sinni. Niðurstaðan er alltaf sú sama; þetta klárast fyrst og fólk spyr mig svo um uppskrift, svo hér kemur hún.

Innihald:

1 rauð paprika, skorin í bita

1 laukur, saxaður

4 hvítlauksrif, fínsöxuð

2 tsk Cumin krydd

1 tsk smoked paprikuduft

1 tsk chiliduft

3 msk ólífuolía

1 dós af tómötum og 1/2 dós af vatni

5 egg

Salt og pipar eftir smekk

Gott súrdeigsbrauð til að bera fram með

Smá steinselja, fínsöxuð til skrauts

Má bæta við feta eða parmesan osti yfir í lokin fyrir stemningu.

Aðferð:

Byrjið á að mýkja lauk og hvítlauk á meðalhita í olíu.

Bætið papriku, kryddum, salti og pipar út í og steikið í 5 mínútur.

Hellið dósinni af tómötum út í pönnuna og fyllið dósina hálfa með vatni og bætið því saman við.

Látið malla í 7–8 mínútur. Gerið síðan litlar holur í sósuna og brjótið eggin ofan í þær.

Eldið á meðal-lágum hita þar til

eggjahvíturnar eru tilbúnar, um það bil 5 mínútur.

Stráið steinselju yfir og berið fram með smjörsteiktu eða ristuðu brauði.

Njótið!

Skora á Jón Þór Guðjónsson, sælkera frænda að koma með næstu uppskrift.

Sindri Freyr er sælkeri vikunnar.

ÞRAUTIR vikunnar

SAMHELDNIN OG GLEÐIN HÉLT SÍÐAN ÁFRAM ALLT SUMARIÐ

Eftir metnaðarfullt og kraftmikið tímabil, þar sem ÍBV-kvenna tryggði sér verðskuldað sæti í Bestu deild, stendur þjálfarinn nú frammi fyrir nýjum og stærri verkefnum með öflugan leikmannahóp og reynslubanka í farteskinu. Við settumst niður með Jóni Ólafi Daníelssyni til að fara yfir ferðalag liðsins, áskoranirnar sem mættu á leiðinni, gleðina sem fylgir árangri – og hvernig hópurinn undirbýr sig fyrir krefjandi tímabil í efstu deild.

„Við vissum strax í lok nóvember að við værum með þrjá mjög góða Ameríkana“ – um lokið tímabil „Leikmannahópurinn var eiginlega klár strax í lok nóvember og ljóst að við hefðum náð okkur í þrjá mjög góða ameríska leikmenn. Við vorum líka fullviss um að Olga Sevcova myndi ná að spila á sinni getu –hún fékk loksins þá hvíld sem hún þurfti eftir að hafa tekið tímabil eftir tímabil, þar á meðal í Tyrklandi árið áður. Allir fjórir þessir leikmenn voru frábærir og lyftu öllu liðinu upp með nærveru sinni og gæðum,“ segir Jón Óli.

Sterkar vísbendingar snemma að liðið gæti farið upp „Þegar veturinn leið sáum við að við áttum mikla möguleika á að fara upp um deild. Æfingaferðin til Kanarí var sérstaklega vel heppnuð – veðrið spilar alltaf stórt hlutverk – og hópurinn þjappaðist ótrúlega vel saman, þrátt fyrir talsvert aldursbil. Eldri leikmenn tóku þá yngri að sér, pössuðu að þeim liði vel. Það sást svo í sumar, ungir leikmenn blómstruðu algjörlega.“

Hann bætir við með bros á vör: „Til gamans má nefna að í eina tapleiknum vantaði 16 ára stelpu sem var byrjunarliðsleikmaður. Það sýnir bara hversu mikilvægar þær ungu voru.“

„Töpum fyrsta leik… en engir tapleikir eftir það“ – það sem stóð upp úr

„Eftir jákvæðan vetur töpum við fyrsta leik í sumar og höfðum áhyggjur af því hvernig högg þetta yrði. En í næsta leik rifum við okkur í gang og töpum ekki leik eftir það. Það sýnir hvaða karakter liðið bjó yfir og hvernig þær tækluðu mótlæti.

„Samheldnin og gleðin hélt síðan áfram allt sumarið. Við slógum út úrvalsdeildarlið í bikarnum og töpuðum svo einungis fyrir Íslands- og bikarmeisturunum. Það segir sitt.“

Um næsta tímabil – sterkari deild og meiri kröfur

Undirbúningur fyrir Bestu deildina

„Eins og alltaf fara útlendingar í burtu yfir haustið og yngri leikmenn eru hér í Eyjum, þannig að áherslan verður lögð á grunnatriðin – kennslu, tækni og leikskilning. Við vinnum í veikleikum einstaklinga. Eftir áramót tekur svo við alvöru keyrsla sem stendur í 10 mánuði, sérstaklega nú þegar við erum komnar upp um deild. Þess vegna er haustið rólegt, en vorið langt og krefjandi.“

Þarf liðið að styrkja ákveðnar stöður?

„Já, því miður þurfum við meiri breidd. Við erum enn með of fáar heimastúlkur. Í Lengjudeildinni gátum við leyft okkur að nota leikmenn úr 3. og 4. flokki, bæði í hóp og byrjunarliði. Nú er tímabilið lengra, fleiri leikir, sem þýðir meiðsli og leikbönn.“

„3. flokkur fer líka erlendis í sumar og missir að lágmarki af tveimur meistaraflokksleikjum – við náum varla í hóp við slíkar aðstæður. Við þurfum meiri liðsJón Ólafur Daníelsson.

styrk til að geta haldið úti 2. og 3. flokki líka, svo allir sem æfa fótbolta fái leikjareynslu og tilgang.“

Markmið fyrir næsta tímabil?

„Markmiðið mitt er alltaf það sama: við tökum einn leik í einu – og við ætlum að vinna þann leik.“

Helstu áskoranir í efsti deild og hvernig verður þeimmætt?

„Við verðum að mæta hugrakkar til leiks, alveg eins og gegn Breiðabliki í sumar. Við megum hvergi hopa. Þessi deild er hraðari, sterkari og reynir meira á breiddina – en við verðum tilbúnar.“

Hvað lærðir þú sjálfur af þessu tímabili sem þú tekur með þér inn í það næsta?

„Ég lærði ekkert nýtt í sjálfu sér, en staðfesti enn bet ur það sem ég hef alltaf haft að leiðarljósi: að treysta leikmönnum, sama hvað þeir eru gamlir. Ungir leik menn geta haft gríðarleg áhrif ef þeir fá tækifæri og traust.“

Áherslur í undirbúningstímabilinu

„Núna um miðjan október hófumst æfingar hjá yngri leikmönnum. Við vinnum mikið í tækni, styrk og grunnþjálfun, og svo tekur harðari vinna við eftir ára mót. Þá fara í gang gömlu góðu krafthlaupin – janú ar, febrúar og mars eru mjög erfiðir mánuðir. Það er

nauðsynlegt til að koma liðinu í það knattspyrnuform sem þarf til að halda út 10 mánaða tímabil.“

Að komast upp um deild – hvernig var sú tilfinning?

„Frábær tilfinning. Maður er alltaf smá hræddur þegar ÍBV fellur, hvort sem það er karla- eða kvennalið, því grunnurinn er oft of lítill vegna fámennis. En enn á ný reisum við okkur við og komumst á meðal þeirra bestu. Það er stórkostlegt.“

Hvað var þér persónulega mest kært við þetta tímabil?

„Hvað leikmenn voru tilbúnir að skuldbinda sig fyrir félagið. Þær voru tilbúnar að gera allt fyrir ÍBV.“

Jón Óli bætir við: „Leikmannahópurinn næsta sumar helst að mestu sá sami og við bætum við 3–4 leik

LOKASÝNING

9. sýning laugardag 13.desember kl. 13:00

Síminn er opinn frá kl. 16:00-20:00 á virkum dögum og frá 12:00-15:00 um helgar.

Messenger leikfélagsins er að sjálfsögðu á sínum stað ef þið kjósið það frekar og síminn er 852-1940. Miðaverð: 4.200 kr.

Er desember þinn skoðunarmánuður?

Frumherji í Eyjum vikuna 15. - 17. desember

Allar gerðir ökutækja Lokað í hádeginu

Tímapantanir í síma 570 9090 Faxastígur 38

Leikfélag Vestmannaeyja

JÓLASKÓGUR RÍS Í VINASKÓGI - ÞAR SEM MENN OG DÝR ERU VELKOMIN

Undirbúningur fyrir jólin er genginn í garð í Vestmannaeyjum og í ár verður Vinaskógur við Löngulá orðinn að sannkölluðum jólaskógi – þökk sé þrotlausri vinnu stjórnarmeðlima Dýravinafélags Vestmannaeyja og aðstandenda þeirra. Þóra Gísladóttir, Guðný Halldórsdóttir og Sonja Andrésdóttir hafa unnið að verkefninu undanfarna mánuði, ásamt fleirum, og segja markmiðið vera að færa jólagleði og samveru inn í náttúruna.

En hvernig kviknaði þessi hugmynd?

„Hugmyndin kom þegar að ég var á jólahlaðborði í Höllinni í fyrra og horfði á dimma skóginn fyrir neðan og hugsaði með mér að það væri gaman að gera eitthvað fallegt þarna í skóginum fyrir jólin,“ segir Guðný. „Svo eru fleiri hugmyndir að malla sem eiga kannski einn daginn eftir að verða að veruleika líka.“

Eruð þið að mestu einar að sjá um þetta eða hafið þið fleiri í liði með ykkur?

„Þetta væri auðvitað ekki hægt nema með mikilli hjálp og stjórn Dýravinafélagsins er á bakvið þetta verkefni en við erum að mestu búnar að vera þrjár í þessu. Við erum allar það heppnar að vera einstaklega vel giftar“, segir Sonja. „Aggi maðurinn minn er búinn að vera uppí skógi nánast daglega síðustu vikur að setja upp ljós og aðstoða. Gústi hennar Guðnýjar er búinn að vera að græja fyrir okkur skilti á hliðið, redda okkur búnaði fyrir skreytingarnar og það er stanslaust verið að bæta á hann verkefnum. Og svo er Júlli hennar Þóru búinn að vera að sinna rafmagninu sem er eitthvað sem okkur kveið mest fyrir. Þannig að þeir eiga aldeilis hrós skilið“, segir Sonja.

„Marsibil Sara er líka búin að búa til Jólaratleik fyrir okkur og Elísa Hallgríms er búin að finna fullt af skemmtilegum dýrafróðleik sem verða faldar víðsvegar um skóginn. Fólkið í Bjarginu er að aðstoða við möndlugerð og svo er Trausti Trausta, uppáhalds myndmenntakennarinn minn, að mála fyrir okkur alls kyns dýramyndir sem fá svo bara að vera í skóginum allt árið,“ segir Þóra. „Hugmyndin er að kenna krökkum meira um dýrin okkar í heiminu þar sem þau eru ríkur partur af tilverunni okkar. Vonandi á fólk bara eftir að geta notið samverustunda í skóginum okkar allra og búið til skemmtilegar minningar.“

Er planið að gera þetta á hverju ári?

„Við erum ekki alveg vissar en það væri vissulega

gaman sagði Þóra. Sonja bætti við að það færi algjörlega eftir því hvernig gengi í ár en það væri draumurinn. En það má vissulega minna líka á að allt sem verður til sölu rennur beint í tækjakaup til Dýravinafélagsins. Okkur vantar t.d. vigt fyrir dýralæknana, alvöru borð fyrir aðgerðir á dýrum, betri lýsingu og ýmislegt fleira til að bæta aðstöðuna. Og svo má auðvitað taka það fram að það er líka alltaf í boði að styrkja starfið með frjálsum framlögum.“

Jólaskógurinn verður opinn 14. desember frá kl. 15:00 til 18:00 en auðvitað mega allir vera í skóginum þegar þeir vilja og bæjarbúar er hvattir til að koma með jólakúlur og skraut og hengja á trén. Það er jafnvel hægt að gera það að skemmtilegri samverustund með fjölskyldunni. „Við viljum búa til skemmtilega upplifun sem byggir á þátttöku samfélagsins,“ segja skipuleggjendurnir, sem telja að það gefi skóginum einstakt yfirbragð að hver og einn geti lagt sitt af mörkum.

Til að skapa notalega jólastemningu verður hægt að kaupa heitt súkkulaði, ristaðar möndlur og fleira en það verður enginn posi á staðnum. Auk þessa mun jólatónlist hljóma í skóginum, ratleikur fyrir bæði börn og fullorðna og því ætti enginn að verða leiður á rölti milli skreyttu trjánna.

Skipuleggjendur leggja áherslu á að skógurinn sé fyrir alla. „Markmiðið er að fólk geti komið saman, notið kyrrðarinnar og jólaandans og upplifað jólin á einfaldan og fallegan hátt,“ segja þær. En það þarf líka að ganga vel um svæðið, ekki henda rusli í náttúruna, það þarf að hirða upp eftir hundana og við biðlum til allra að passa uppá skrautið og skóginn.

Bæjarbúum og gestum er boðið að taka þátt í þessari nýju hefð sem gæti vel orðið árlegur hluti af jólahaldi í Eyjum. Með gleði í hjarta, fallegum jólaljósum, jólatónlist og litríku skrauti bjóðum við öllum gleðileg jól og vonandi sjáumst við í Vinaskógi.

Fyrir þá sem vilja styrkja félagið: Kennitala félags : 620922-1890 Reikningsupplýsingar: 0582-14-630922

Jól í Vinaskógi síðastliðinn sunnudag, annan í aðventu er mjög vel heppnað framtak Dýravinafélagsins. Mikið fjör var í fallega litla skóginum okkar um síðustu helgi þar sem dýravinafélagið hefur umbreytt í jólaland. Minnum á að hægt verður að kíkja næstkomandi sunnudag 14. desember, þriðja í aðventu. Addi London var á staðnum og fangaði gleðina í myndum og myndbandi.

TVÆR ÁHUGAVERÐAR BÆKUR FRÁ HÓLUM

Hvenær hafa bændur mök?

Hvers vegna gat litla stúlkan ekki bitið á jaxlinn?

Hvað þýðir DHL?

Svörin við þessum spurningum og mörgjum öðrum finnur þú í bókinni: SEGIR MAMMA ÞÍN ÞAÐ?

ÓLI GRÄNZ fer hér á kostum!

holabok.is / holar@holabok.is

NEMENDUR

Í FÍV ÁSAMT KENNURUM Í NÁMSFERÐ TIL DANMERKUR

Þeir nemendur sem að fóru í ferðina: Alexandra Ósk Viktorsdóttir, Ásdís Halla Hjarðar, Ásta Hrönn Elvarsdóttir, Birna Dís Sigurðardóttir, Birna María Unnarsdóttir, Clara Björt Kristjánsdóttir, Emilíana Erla Ágústsdóttir, Erna Sólveig Davíðsdóttir, Eva Magnúsdóttir, Guðjón Emil Ómarsson, Hrafnhildur Hallgrímsdóttir, Kristján Logi Jónsson, Selma Rós Buelow Rafnsdóttir. Þeir kennarar sem fóru í ferðina: Margrét Rut Rafnsdóttir og Kristjana Ingibergsdóttir.

Dagana 26.–30. nóvember fóru 13 nemendur FÍV í áfanganum DANS2MV05 (Danska, menning og venjur) ásamt tveimur kennurum í skemmtilega og fróðlega námsferð til Kaupmannahafnar. Ferðin snýst um að kynnast dönsku samfélagi, menningu og tungumáli í lifandi aðstæðum. Nemendur þurftu sjálfir að fara í fjáraflanir til að eiga fyrir ferðinni og hafa fyrirtæki og einstaklingar í Vestmannaeyjum hjálpað þeim til þess að gera það að veruleika. Nemendur vilja koma á framfæri kærum þökkum til þeirra sem hafa lagt sitt að mörkum, því án þeirra hefði ferðin ekki verið farin.

Ferðin hófst á lærdómsríkan hátt þegar nemendur þurftu strax við komu að finna leiðina á hótelið með danska samgöngukerfinu. Það var ákveðin áskorun en prýðisgóð upphitun fyrir næstu daga, sem voru bæði þéttskipaðir og fjölbreyttir. Fyrstu dagarnir voru tileinkaðir fjölbreyttum upplifunum eins og siglingu um borgina, heimsókn í Christianiu og göngu upp í turn Vor Frelsers Kirke þar sem fleiri en einn nemandi þurfti að stíga út fyrir þægindarammann. Nemendur fengu svo tvo tíma til að kanna borgina á eigin forsendum og njóta Tívolís þegar kvölda tók. Tívolíið var komið í jólabúning og nánast hægt að ábyrgjast að flestir komast í jólaskap við að rölta um og skoða ljósin.

Einn áhrifamesti hluti ferðarinnar var göngutúr með

Christine frá Gadens Stemmer (ísl. Rödd Götunnar) sem er samfélagslegt verkefni. Þar deildi hún reynslu sinni af því að alast upp í ósýnilegum aðstæðum, glíma við áföll, áfengisnotkun og kerfisbrot. Saga hennar opnaði augu nemenda fyrir því að það sem virðist „venjulegt“ utan frá getur oft falið í sér baráttu sem enginn sér. Upplifunin var án efa krefjandi og eitthvað sem allir taka með sér og gleyma seint.

Á laugardeginum tóku nemendur svo við og leiddu hvorn annan og kennara um borgina eftir dagskrám sem þau höfðu sjálf skipulagt í hópum. Hóparnir völdu ólík viðfangsefni, allt frá sögulegum kennileitum og menningarstöðum til lifandi borgargöngu, og fengu þannig tækifæri til að nýta sögu- og menningarþekkingu og samskiptahæfni í verki. Margir nemendur uppgötvuðu áhuga á dönsku konungsfjölskyldunni og allt sem henni tengist og vakti það sérstaklega áhuga þegar í ljós kom að verðirnir sem standa fyrir utan Amalienborg eru á svipuðum aldri og þau sjálf.

Í lok ferðarinnar var ljóst að nemendur komu heim reynslunni ríkari, með sterkari tengingu við danska menningu, betri innsýn í samfélagið og þau höfðu meiri trú á eigin færni í bæði tungumálinu og sjálfstæði sem þarf í almenningssamgöngum. Ljóst er að ungmenni okkar í Vestmannaeyjum eru flottir fulltrúar sinnar kynslóðar, eru sjálfum sér og skólanum til sóma.

ÞAÐ ER SVO MIKILL KRAFTUR OG GLEÐI Í EYJAMÖNNUM

Rás 2 óskaði eftir framlögum í hina árlegu Jólalagakeppni. Fimm lög komust áfram í úrslitin og er kosning á milli þeirra í gangi þegar blaðið fer í prentun en úrslitin tilkynnt 10.desember. Andri Eyvinds er lagahöfundur, trúbador og tónlistarkennari sem samdi lagið Bak við jólin um erfiðari hliðar jólanna sem virðast einkenna tilveru margra yfir hátíðarnar. „Þetta er tragískur texti en þó með fallegum söguendi,“ segir hann.

Lagið varð til á einni kvöldstund og var alfarið unnið af Andra sjálfum. Þetta er sjötta lagið sem hann gefur út og mega hlustendur vænta fleiri laga úr hans smiðju. Við tókum létt spurt&svarað með Andra.

Aldur: 39 ára.

Starf: tónlistar- og tónmennta kennari. Fjölskylduhagir: Eiginmaður og þriggja barna faðir í Kjósinni.

Hvernig var tilfinningin þegar þú fékkst fregnir af því að lagið þitt, Bakvið ljósin, hefði komist í úrslit Jólalagakeppni Rásar 2?

Bara mjög góð, ég vissi samt að ég hafði sterkt lag í höndunum og var að vona að lagið myndi ná í gegn.

Þetta er sjötta lagið sem þú gefur út. Finnst þér þú vera að finna „þinn hljóðheim“ eða er hann stöðugt að þróast?

Já maður svona lærir með hverju lagi. Ég er að taka upp, mixa og pródúsa þetta allt sjálfur svo að hvert lag er góður skóli. Undanfarið hef ég verið að vinna með svona syntha/popp stemmingu, en það hentaði ekki alveg fyrir þetta lag. Þetta jólalag kallaði á klassískan jólalaga hljóðheim, fiðlur, kór og bjöllur. Svo á ég nokkur lög inni sem kalla meira á kassagítar og sé ég fyrir mér að gítar verði meira áberandi í næstu lögum frá mér. En mér finnst í rauninni mjög gaman að fara um víðan völl þegar kemur að því að semja. Ég er með mjög fjölbreyttan bakgrunn og hef áhuga á allskonar tónlist, það hefur mögulega aðeins hamlað mér í að finna minn farveg og hljóðheim, en mig grunar nú að það sé allt að koma.

Hverjir eru helstu áhrifavaldar þínir sem lagahöfundur? Ég myndi hiklaust segja að foreldrar mínir séu mínir helstu áhrifavaldar. Ég ólst upp við að hlusta á mjög fjölbreytta tónlist. Mamma mín er Bára Grímsdóttir tónskáld, hún var/er mikið að spila og semja bæði klassíska tónlist og þjóðlagatónlist. Afi og amma, mömmu megin voru líka í Kvæðamannafélagi Iðunnar og fór ég sem krakki oft í ferðir um landið með þeim merka hópi. Þar var mikið verið að yrkja vísur og ljóð og smitaðist ég af því, byrjaði snemma að leika mér að semja vísur og ríma. Hinsvegar var pabbi minn, hann Eyvindur Steinarsson, gítarkennari og lagahöfundur, alveg á hinum endanum, mikið í gamla rokkinu. Bob Dyllan, Niel Young, Tom Waits og David Bowie og þannig listamenn oft á fóninum ásamt blús og djassi. Við vorum mikið að spila og syngja lög í þeim dúr, annað hvort við syngjandi á gítarnum eða ég á saxafóninum og hann að spila undir. Hann fékk mig líka til að hlusta á góða texta eftir þessa meistara og það hefur klárlega hjálpað mér í að teikna upp góðar myndlíkingar og sögur í gegnum mína texta.

Hvernig hefur starfið þitt sem tónlistarkennari haft áhrif á þína eigin tónlistarsköpun?

Ætli það sé ekki helst að vera í nálægð við hljóðfæri. Mörg af mínum lögum hafa kveiknað í vinnunni, þegar ég er að gutla á gítarinn með krökkunum eða í undirbúning að leika mér á píanóið. Þá hefur maður hraðar hendur, og tekur upp á símann sinn þessar hugmyndir svo þær gleymist ekki.

Ef Bakvið ljósin vinnur keppnina — hvað myndi það þýða fyrir þig persónulega og faglega?

Svona persónulega þá myndi ég fá fullt af fínum vinningum svona rétt fyrir jól! Það er alltaf gaman. En ég er meira að horfa á möguleikann á að það opnist dyr fyrir útvarpsspilanir á lögunum mínum. Vinningslagið fær til dæmis spilun út jólin á Rás 2, ásamt einhverjum frétta umfjöllunum og viðtölum. Ég sem svona “nýr” listamaður getur notið góðs að því, því þetta gefur manni meiri trúverðugleika og sýnileika sem listamanni og mögulega gæti þá orðið auðveldara að koma næstu lögum í spilun, nú eða geta unnið með öðrum listamönnum.

Hvaða jólalag hefur haft mesta merkingu fyrir þig í gegnum tíðina?

Uppáhalds jólalagið mitt er lagið The Christmas song með Nat King Cole. Svo er White Christmas með Bing Cosby alltaf klassískt. Eins finnst mér hátíðlegt að hlusta á fallega klassíska tónlist á jólunum.

Hvernig myndir þú lýsa æsku þinni og uppvexti í Vestmannaeyjum?

Orðin frelsi og fjör eiga best við. Ég fluttist til Vestmannaeyja beint frá Amsterdam 8 ára gamall og ég gleymi aldrei þegar við vorum nýflutt til eyja, og mamma og pabbi sögðu mér að fara einum út að leika og létu mig fá lykil og úr um hendina. Sögðu mér svo að koma heim klukkan sjö. Í Amsterdam gat maður að sjálfsögðu ekki sem lítill strákur farið einn út að leika og var ég þá alltaf með pabba og mömmu út á róló eða þess háttar. En í eyjum var ég frjáls ferða minna. Svo var maður á fullu í íþróttum og tónlist. Ég æfði fótbolta og frjálsar íþróttir svo var maður að æfa á saxafón hjá Stebba skó og á tímabili var ég í tveimur lúðrasveitum; skólalúðrasveitinni hjá Hjalla og svo hjá honum Stebba í Lúðrasveit Vestmannaeyja. Dagskráin var stútfull, maður kom heim eftir skóla og það voru alltaf einhverjar 2-3 æfingar á dag af hinu og þessu sem maður þurfti að mæta á. Unglingsárunum eyddi ég svo í hljómsveitarstúss og fótbolta.

Hvaða hlutverki spiluðu Eyjarnar í því hver þú ert í dag — svona persónulega? Það er gríðarlega mótandi að alast upp í jafn öflugu samfélagi og Vestmannaeyjar eru. Það er svo mikill kraftur og gleði í eyjamönnum. Maður lærir elju og dug á því að komast á vertíðir og í vinnu snemma. Svo lærði maður að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera, þrátt fyrir að vera í einangruðu litlu þorpi út í miðju atlantshafi. Við vinirnir gátum farið út á hverjum degi/kvöldi og fundið okkur eitthvað nýtt og skemmtilegt til að bardúsa, hvort sem það var að síga niður olíutanka, fara út í fótbolta, stofna hljómsveit, stökkva fram af skipum eða bruna niður Strembuna á hjólabretti. Vestmannaeyjar er fullkominn staður fyrir unga orkubolta.

Hvað saknar þú mest við að búa í Eyjum? Ætli það sé ekki hvað mikið er í boði á jafn litlum og fámennum stað. Þessi tímasparnaður sem Vestmannaeyingar njóta góðs af í hinu daglega lífi. Nú er maður sjálfur með börn sem æfa íþróttir og eru í tónlist, þessu fylgir mikið skutl. Og bara líka þegar maður er í útréttingum; ná í póst, fara í búð, fara með börnin í leikskólann, kíkja til læknis eða sýslumanns, fara á æfingu, fara með bílinn í skoðun eða kíkja í klippingu. Þetta eru allt svo langar vegalengdir á höfuðborgarsvæðinu og tala nú ekki um úr Kjósinni þar sem ég bý. Það er nefnilega hægt að áórka ansi miklu í Vestmannaeyjum á stuttum tíma. Svo er svo ótrúlega góð matarmenning í eyjum, fullt af mjög góðum veitingastöðum! Svo saknar maður líka bara samfélagsins. Ég hef til dæmis haft það fyrir reglu að kíkja í klippingu til Viktors þegar ég kem til eyja, það er eitthvað svo skemmtilegt að sitja með köllunum úr eyjum á biðstofunni að spjalla og hlusta á sögur.

Er einhver í þinni fjölskyldu eða nánasta hring sem hefur haft sérstaklega mótandi áhrif á þig sem manneskju?

Foreldrar mínir, vinahópurinn og svo seinna meir eiginkona mín eru þær manneskjur sem líklega hafa mótað mig mest. Maður lærir svo margt á fólkinu úr manns nánasta umhverfi. Mamma hefur kennt mér metnað og elju, pabbi hefur kennt mér gagnrýna hugsun, vinirnir kennt manni gleði og kæruleysi og konan mín kennt mér ábyrgð og ást.

Hvað er eitthvað sem fólk myndi ekki giska á um þig við fyrstu kynni?

Ég er menntaður viðskiptafræðingur ! hvernig sem það nú gerðist. Svo fæ ég krampa í spöngina þegar ég hnerra.

Áttu uppáhalds stað sem þú ferð á til að ná andanum og safna orku?

Ef ég þarf að núllstilla mig þá tek ég 5 mínútna göngutúr á stuttbuxunum út í Meðalfellsvatn og veð út í vatnið og kæli mig niður þar eins lengi og ég get, labba svo til baka og fer í heita pottinn. Þetta reyni ég að gera eins oft og ég get í öllum veðrum svo lengi sem að vatnið er ekki frosið. Eftir þessa athöfn er ég til í hvað sem er, allar áhyggjur eru þurkaðar út.

Eitthvað að lokum?

Ég vil bara óska öllum í eyjum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Og ef það er ekki of seint að gefa mér og lagi mínu atkvæði !

Viltu minnast látins ættingja eða vinar?

Hægt er að senda okkur minningargrein á netfangið tigull@tigull.is og við birtum fyrir þig greinina á útfarardegi, þér að kostnaðarlausu.

Einnig er hægt að panta hjá okkur andlátstilkynningu og tilkynningu á vef.

Verð: 18.600 kr.

VANTAR MYND AF ÞÍNU BARNI? Sendu okkur endilega mynd og upplýsingar á tigull@tigull.is

Vertu tímalega að bóka pípara í verkið!

Ofnalagnir / Hitaveita / Neysluvatn / Gólfhitakerfi / Frárennsli / Drenlagnir / Endurlagnir & viðgerðir

aglverktakar@gmail.com // 896 0074

Við komum þér til betri heilsu.

Tímabókanir hjá kírópraktor í síma 588-8085.

Strandvegur 26 | Vestmannaeyjar

Bókið tíma á facebook.com/thoreyljosmyndari eða á netfangi thoreyhh19@gmail.com Fjölskyldumyndir fyrir jólin Bumbumyndir

Verkpallaleiga Vestmannaeyja býður upp á leigu á álpöllum frá EuroScaffold. Fljót afhending – hægt að sækja sjálfur eða fá sent.

Hvernig tek ég þátt?

Í þessu og næsta tölublaði felum við tígultákn. Þegar þú finnur tígulinn þá sendir þú okkur tölvupóst á tigull@tigull.is eða sendir okkur skilaboð á facebook og segir okkur hvar hann er falinn, nafn og símanúmer og við skráum þig í pottinn. Ef þú finnur tígulinn í öllum þremur blöðunum fer nafnið þitt þrisvar í pottinn.

Hvenær er dregið?

Tveir vinningshafar verða dregnir út 15. desember.

Hverju á ég að leita að?

Tígultáknið sem falið er í blaðinu. Getur verið misstórt milli blaða.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.