

Sælkeri vikunnar LILJA RUT OG JÓI
KJÖTSNÚÐAR
Við hjónin ætlum að verða við beiðni Baldurs og koma með þessa leynilegu uppskrift af Kjötsnúðunum frægu. Að sjálfsögðu bjóðum við Baldri í mat, næst þegar við höfum Kjötsnúða.
Hráefni:
1 pakki smjördeig 500gr nautahakk 1 Laukur smjör til steikingar 1msk sinnep, ekki sætt 1 lítil dós tómatpure papríkuduft salt pipar 1 egg rifin pipsrostur rifin ostur.
Aðferð:
1) Saxa laukinn smátt. Brúna laukinn og nautahakkið í smjöri á pönnu.
2) Bragðbætt með sinnepi og tómatpure. Kryddað með papríkukryddi, salti og pipar. Taka pönnuna af hellunni.
3 ) Léttþeyta eggið. Setja helmingin af því út í hakkið og geyma hinn helminginn.
4) Fletja smjördeigið mjög þunnt út. Muna að stá hveiti á borðið áður en smjördeigið er flatt út.
5) Smyrja nautahakki á, setja smá af rifnum piparosti yfir.
pensla brúnirnar á smjördeiginu með léttþeyttu eggi. Rúlladeiginu upp.
TÍGULL
DREIFING:
Dreifing fer fram á fimmtudögum og er blaðinu dreift inn á öll heimili í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Jói og Lilja Rut eru sælkerar vikunnar.
6) Skera rúlluna í 2cm sneiðar. Leggja snúðana flata á bökunnarpappír. Strá rifnum osti yfir. Þetta er gert þar til að hakkið og smjördeigið er búið. Bakað í 180- 200 gráðum í 20 mínútur.
Okkur finnst gott að hafa hrísgrjón, piparsósu, steiktar kartöflur og ferskt salat með kjörsnúðunum.
Verði ykkur að góðu.
Gott væri að hafa djúpsteiktan ís í eftirrétt en það kunnum við hjónin ekki að gera. Þess vegna ætlum við að skora á Hjördísi Ingu yfirbryta á Herjólfi að koma með sína frábæru uppskrift af djúpsteikta ísnum.
Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir. Forsíðumynd: Kristján Karlsson. Myndin tekin 12. nóvember - norðurljósin.
Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is
ÚTGÁFA: SKIL Á AUGLÝSINGUM: Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is
Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is
Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.
Við erum öll framúrskarandi!
Í 16 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Á hverju ári efnum við til viðburðar þar sem við fögnum með Framúrskarandi fyrirtækjum góðum árangri. 30. október 2025 héldum við viðburð í Laugardalshöll þar sem fjölmargir fulltrúar frá Framúrskarandi fyrirtækjum fögnuðu árangrinum.
Framúrskarandi fyrirtæki 2025

UPPHAF HEIMAEYJARGOSSINS
Óli Gränz er heiti endurminninga Carls Ólafs Gränz, iðnmeistara og gleðigjafa, frá Vestmannaeyjum. Hann fæddist í Eyjum 16. janúar 1941 og hefur lagt gjörva hönd á margt á lífsleiðinni. Var ungur til sjós og síðar farsæll iðnaðarmaður, rak bílaleigu og verslun, settist á Alþingi og allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, var bókaútgefandi á heimsvísu og mikilvirkur í félagsmálum. Óli segir frá æsku sinni og uppvexti, þátttöku í atvinnulífi og pólitík, einkamálum, prakkarastrikum og eldgosunum í Surtsey og Heimaey. Hann og Hjálmar Guðnason, ævilangur vinur hans og fóstbróðir, urðu vitni að upphafi Heimaeyjargossins. Bókin er 315 bls. og prýdd fjölda mynda. Guðni Einarsson skráði. Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar.
Við Hjalli sáum eldgosið byrja
Við Hjalli (Hjálmar Guðnason, ævilangur vinur og fóstbróðir Óla) fórum oft í gönguferðir um Heimaey og skipti þá ekki máli hvað klukkan var. Sölvi Friðriksson, kafari frá Batavíu, var einu sinni uppi á Klifi að kvöldi til þegar hann sá okkur koma gangandi á leið út á Eiði. Hann sagðist hafa séð ljóskeilu fylgja okkur, eins og hún væri að lýsa okkur veginn.
Enginn göngutúr okkar félaganna er eftirminnilegri en sá sem við fórum í eftir miðnætti þriðjudaginn 23. janúar 1973. Það hafði verið leiðindaveður daginn áður en lygndi um kvöldið. Hjalli var á vakt á Loftskeytastöðinni til miðnættis. Ég var háttaður þegar hann hringdi og bað mig að koma í bryggjutúr og ég sló til.
Við fórum fyrst að kíkja á bátinn okkar, FLEYG VE 160, sem lá bundinn við bryggju. Þar hittum við góðan vin, Gústa í Gíslholti, Ágúst Ólafsson, og áttum við hann gott spjall enda var hann alltaf í spjall-

Félagarnir Hjalli og Óli sáu jörðina rifna fyrir framan sig þegar Heimaeyjargosið hófst aðfaranótt 23. janúar 1973. Myndin var tekin í janúar 2003 þegar þeir rifjuðu upp þessa einstöku lífsreynslu. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson
stuði. Svo ákváðum við að labba austur að Urðavita. Mér finnst eins og það hafi verið tunglbjart, alla vega var enginn vandi að rata í myrkrinu.
Sunnudaginn 21. janúar hafði ég gengið frá Urðavita og upp á Helgafell. Þá sá ég jarðsig og furðaði mig á því hvers vegna ég hefði aldrei séð það áður. Það lá eins og S í gegnum kálgarðinn hjá Búastaðabræðrum og áfram upp í hlíðar Helgafells. Ég gekk eftir þessari 40-50 sentimetra djúpu dæld sem var eins og uppþornaður lækjarfarvegur.
Seinna áttaði ég mig á því að jörðin opnaðist nákvæmlega þar sem dældin var og ég hafði gengið eftir á sunnudeginum áður en gaus. Jörðin hefur þá verið farin að gliðna.
Jörðin rifnaði fyrir framan okkur Þar sem við vorum að nálgast Urðirnar um nóttina sáum við jörðina rifna um 200 metrum fyrir framan okkur og eldglæringar sindra upp úr rifunni. Við fundum strax mikinn hita og heyrðum drunur þegar hraunið þrýstist upp. Umhverfið lýstist upp af eldbjarmanum. Þarna voru hross í girðingu og þau fældust þessi ósköp. Við stóðum agndofa um stund. Hjalli, sem var að eðlisfari miklu hugaðri en ég, vildi hlaupa strax á burt. En ég var svo vitlaus að ég vildi horfa lengur á þetta svo við dokuðum við. Við ákváðum að fara heim og láta vita af eldgosinu og ræsa fólkið okkar. Á leiðinni bankaði ég í gluggann hjá Borgþóri Laxfoss, kunningja mínum, og sagði það væri komið eldgos. Hann þyrfti að

Almannavarnanefnd: Hraunið ruddist yfir húsin við Heimatorg dagana 25.-26. mars 1973. Óli var í Reykjavík og sá í sjónvarpinu þegar æskuheimili hans og verkstæðið í Jómsborg brunnu til kaldra kola.
drífa sig á lappir. Borgþór vaknaði við vondan draum og öskraði út um gluggann: „Haltu kjafti, Óli Gränz. Þú skalt láta aðra í friði þótt þú getir ekki sofið á nóttunni!“ Fljótlega iðaði bærinn af lífi og allir voru vaknaðir. Slökkvibílar og löggubíllinn óku um göturnar með sírenuvæli til að vekja fólkið. Hjalli var kallaður aftur á vakt á Loftskeytastöðinni. Fólk fór að fara niður á bryggjurnar en allur flotinn var í höfn eftir brælu daginn áður. Ég fór með fjölskyldum okkar Hjalla með Haferninum VE 23, gömlum 36 brúttólesta trébáti, byggðum í Danmörku 1917, til Þorlákshafnar. Það var ekki skemmtileg sjóferð. Lúkarinn var þéttsetinn, allir drullusjóveikir og útældir þá 4-5 tíma sem siglingin tók. Á bryggjunni biðu rútur og strætisvagnar. Margir voru illa á sig komnir eftir sjóferðina. Við fórum til Reykjavíkur og var tekið á móti okkur í barnaskóla þar sem okkur var boðið upp á góðar veitingar.
Aftur til Eyja að bjarga verðmætum Þegar fjölskylda mín var komin í skjól dreif ég mig aftur til Eyja síðar þennan sama dag til að sækja fatnað og annað sem okkur vantaði. Einnig ætlaði ég að ganga frá eigum okkar til að þær yrðu fyrir sem minnstu tjóni ef yfirgefa þyrfti húsið.
Gossprungan teygði sig alveg út í sjó í byrjun og þegar hún styttist
færðist gosið í aukana svo glóandi hraunhnullungar köstuðust langt frá eldgígnum. Ég fór í sjálfboðavinnu við að negla fyrir glugga til að verja húsin, vann í alls konar viðgerðum og við björgunarstörf. Þegar við fórum um bæinn þurft-
bergi hjá Ólafi Ólafssyni kristniboða við Ásvallagötu. Þar var ekki pláss nema fyrir flatsæng, einfalda eldunarhellu og lítið sjónvarp. Ég kveikti á sjónvarpinu og horfði á æskuheimili mitt og heimili okkar, Jómsborg, og verkstæðið mitt brenna í beinni útsendingu. Ég labbaði út í nóttina og gekk skælandi fram og aftur Ásvallagötuna. Vonleysið helltist yfir mig. Ég var 32 ára gamall og mér fannst að allt væri búið. Ég myndi hvorki eignast hús eða bíl framar.
Við urðum fyrir miklu tjóni í gosinu. Bíllinn minn hafði nokkru áður verið hífður um borð í flutningaskip í Eyjum en honum var stolið í Reykjavík og sást hann aldrei aftur. Það af búslóðinni, sem var bjargað, týndist í óupphituðum skúr í

Vinnuflokar: Vinnuflokkar iðnaðarmanna höfðu nóg að gera í gosinu. F.v.: Óli Gränz, Ólafur Sigurvinsson, Guðmundur H. Þórarinsson (Týssi), Guðjón Weihe og Hafsteinn Ágústsson.
um við að hlífa okkur fyrir vikurregninu með því að halda plötu yfir höfðinu eða vera með pott á kollinum. Svo var öryggishjálmum dreift til okkar...
Gosið skipti sköpum í lífi okkar Eyjamanna Ég varð fyrir gaseitrun og skrapp í stutt veikindafrí til Reykjavíkur frá björgunarstörfum í Heimaeyjargosinu þann 24. mars 1973. Erindið var að hitta konu mína og börn sem bjuggu í kjallaraher-
Skerjafirði og var orðið haugamatur þegar það fannst aftur. Báturinn okkar Hjalla vinar míns, Hjálmars Guðnasonar, FLEYGUR VE 160, hafði sokkið við bryggju í Vestmannaeyjum. Þetta var altjón, eins og þeir segja í tryggingunum. Veraldlegar eigur mínar voru horfnar en ég átti sjö ung börn og gat ekki leyft mér að gefast upp,“ segir Carl Ólafur Gränz, betur þekktur sem Óli Gränz, iðnmeistari og athafnamaður.
SKIPULAGSRÁÐS FRÁ DÝRAVINAFÉLAGINU
Þann 8. september síðastliðinn sendi Dýravinafélag Vestmannaeyja inn fyrirspurn til Umhverfis- og skipulagsráðs og til Brynjars Ólafssonar, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og lýstum við yfir áhyggjum okkar um efnistöku á haugasvæðinu sem gæludýraeigendur nota sem hundasvæði. Enn hafa ekki borist nein svör og því viljum við ítreka fyrirspurn okkar um framtíð hundasvæðisins.
Samkvæmt upplýsingum sem við höfum lesið í fjölmiðlum kemur m.a. fram að svæðið verði um 4 ha að stærð og að áætlað efnismagn sé um 1,5 milljón rúmmetrar.
Við í Dýravinafélagi Vestmannaeyja, viljum hér með koma á framfæri áhyggjum okkar vegna framtíð þessa svæðis og hvort annað svæði sé í huga fyrir hundaeigendur. Hundasvæðið hefur verið mikilvægur staður í fjölda ára fyrir hundaeigendur og samfélagið í heild, bæði til útivistar og dýravelferðar.
Við óskum því eftir að fá svör við eftirfarandi: Hvað verður um núverandi hundasvæði, þar sem efnistakan nær yfir það?
Er gert ráð fyrir að hundasvæðið verði fært annað?
Og ef svo er, er möguleiki á að stjórn Dýravinafélagsins fái að vera með í ráðum varðandi staðsetningu


og hönnun nýs hundasvæðis, svo tryggt verði að það uppfylli þarfir bæði hunda og eigenda þeirra?
Hvað verður um svæðið sem gæludýraeigendur hafa nýtt sem grafreit?
Fá gæludýraeigendur afnot af öðru svæði til að leggja dýrin sín til hinstu hvílu?
Við leggjum ríka áherslu á að í allri skipulagsvinnu sé tekið tillit til mikilvægi útivistarsvæða fyrir dýr og eigendur þeirra. Hundasvæðið hefur sannað gildi sitt og við teljum brýnt að tryggja áframhaldandi aðgengi að sambærilegu svæði, ef nauðsyn ber til tilfærslu þess.
Við hlökkum til svars og vonum að við fáum tækifæri til samráðs við ráðið um þetta mál.
Virðingarfyllst, f.h. Dýravinafélags Vestmannaeyja
Þóra Gísladóttir
Guðný Halldórsdóttir
Sonja Andrésdóttir
Elísa Hallgrímsdóttir
Marsibil Sara Pálmadóttir
Elín Björk Hermannsdóttir
Daníel Edward Jónsson



KVIKA kl. 15:00 FIM NÓV 20
LÍNUDANS MEÐ
MARÍUS SIGURBJÖRNS
FIM NÓV 20 SÖNGBRÆÐUR LALLA
KVIKA
kl. 17:00 - 18:00
FIM NÓV 13
SPILAVIST
KVIKU kl. 19:30
LEIKFIMI MEÐ
EYGLÓ EGILS
kl. 10:00 - 11:00 FÖS NÓV 14
ÍÞRÓTTAHÚS
ÞRI ZUMBA
MEÐ ERNU SIF KVIKA kl. 15:00
MIÐ
19 NÓV
kl. 13:00 - 16:00 18 NÓV
HANDVERK & HITTINGUR
KVIKA
MIÐ
19
SÖNGDÍVUR SIGURRÓSAR
NÓV KVIKA kl. 16:00 - 17:00
MIÐ SÖNGHÓPUR LALLA
19 NÓV
KVIKA
kl. 17:00 - 18:00
Hressingarganga
í Herjólfshöllinni alla daga
kl. 08:00 - 12:00 Púttsalurinn
pútt í kviku alla virka daga milli klukkan13:00 - 14:00
PERLUSAUMUR
KVIKU
kl. 16:00 - 18:00 MÁN NÓV 17
FÉLAGSSTARFIÐ FER ALLT FRAM Í KVIKU, NEMA ANNAÐ SÉ TEKIÐ FRAM!

SPILAVIST ALLA FIMMTUDAGA Í KVIKU KLUKKAN 19:30
ALLIR VELKOMNIR - EKKI KRAFA UM AÐ VERA Í FÉLAGINU FINNST ÞÉR GAMAN AÐ SPILA?
JÓLAUNDIRBÚNINGUR OG STEMNING HJÁ EINSA KALDA
Á Einsa Kalda er desember mánuður alltaf einn sá allra skemmtilegasti og annasamasti. Jólakvöldin hafa notið gríðarlegra vinsælda undanfarin ár og segja Einar Björn og Hildur Sævaldsdóttir, að þau séu afar stolt af þeirri hefð sem hefur skapast. Þar er boðið upp á ríkulegt jólahlaðborð sem dregur að bæði litla og stóra hópa; vinahópa, vinnustaði og fjölskyldur sem sækjast eftir notalegri samveru í hátíðlegu andrúmslofti.
Kvöldin eru skipulögð af mikilli nákvæmni og metnaði. Maturinn kemur á fjórum mismunandi réttaplöttum: fyrst tveir kaldréttaplattar, síðan heitur aðalréttaplatti og að lokum gómsætur eftirréttaplatti. „Við gerum allt frá grunni – pâté, mauk og annað sem fólk kann að meta,“ segir Einar og bætir við að þau reyni ávallt að halda verðinu eins sanngjörnu og kostur er. Gestir sitja lengi við borð, alla jafna í þrjár til fjórar klukkustundir, og njóta þess að láta dekra við sig í fallegu jólaskreyttu rýminu.
Smörrebrauð – hefð sem heldur áfram að lifa Á aðventunni er einnig boðið upp á danskt smörrebrauð alla daga í desember. Panta þarf með eins dags fyrirvara og hafa margir fest sig í þeirri hefð að sækja sér smörrebrauð frá Einsa Kalda, sérstaklega eftir heimsfaraldurinn þegar take away jókst mikið. „Það var alltaf mikil stemning að koma á staðinn, sérstaklega á Þorláksmessu, en eftir Covid hefur fólk haldið í þá hefð að taka með,“ segir Hildur. Þau leggja þó áherslu á að koma til móts við óskir allra – hvort sem fólk kýs að sitja inni eða taka heim.
Jólahlaðborðið í Höllinni – hápunktur ársins Veisluþjónusta Einsa Kalda stendur líka fyrir einu vinsælasta jólakvöldi bæjarins – jólahlaðborðinu í Höllinni. Það kvöld er alltaf einn stærsti viðburður ársins og aðsóknin frábær. Í ár verður kvöldið haldið 13. desember og verður ekki síður glæsilegt en áður. Pálmi Gunnarsson stígur á svið ásamt ungum, hæfileikaríkum Vestmannaeyingum sem fá tækifæri til að láta ljós sitt skína. Samstarfið við strákana í Höllinni hefur gengið afar vel og allir eru spenntir að bjóða upp á eitt stórt og veglegt jólakvöld sem fólk muni seint gleyma.
Jólanýjungar – og hefðir sem má ekki brjóta
Einar segist ávallt reyna að koma með nýjungar yfir hátíðirnar, sérstaklega þegar kemur að jólasmörrebrauðinu. Sumu má þó hreinlega ekki breyta. „Fólk lætur mig vita ef ég tek eitthvað út,“ segir hann og

hlær. Hann rifjar upp árið þegar hann ákvað að skipta gröfnum laxi út fyrir hreindýrabollur – sem féll ekki í kramið hjá öllum. Þrátt fyrir það eru þau stolt af úrvalinu og segja að ef eitthvað breytist í ár þá verði það helst í eftirréttunum.
Þorláksmessa á öðru leveli Þorláksmessukvöldið á Einsa Kalda er sérstakur kafli í sjálfu sér. „Þetta er bara á einhverju öðru leveli,“ segir Einar. Sama fólkið kemur ár eftir ár og stemmingin er ólýsanleg. Jafnvel er orðið uppselt á Þorláksmessukvöldið 2026, svo vinsælt er það. Í fyrra var gerð tilraun með kvöldið 22. desember og tókst það afar vel, enda margir sem vilja öðlast þessa skemmtilegu upplifun.
Fyrir yngri kynslóðina eru líka rif, samlokur og borgarar á boðstólum – þannig fá allir eitthvað við sitt hæfi. Að auki eru alltaf í boði vandaðir drykkir og sérstakur jólakokteill sem kryddar stemninguna.
Vetraropnun, áramót og góður mórall Á milli jóla og nýárs verður opið á laugardag og sunnudag og boðið upp á áramótaseðil sem þegar er byrjað að bóka í. Einsa Kalda heldur einnig árlegt matarhlaðborð fyrir starfsfólk og fjölskyldur daginn eftir stóra jólahlaðborðið í Höllinni – hefð sem allir kunna vel að meta.
Í byrjun janúar er staðnum svo lokað í nokkrar vikur vegna framkvæmda, þrifa og viðhalds. „Við opnum um leið og við erum búin að taka til og græja,“ segja þau og leggja áherslu á hvað mórallinn sé góður og samheldnin mikil á vinnustaðnum, sérstaklega yfir vetrarmánuðina þegar stemningin í salnum er einstaklega notaleg.



Opið 13 - 17 báða daga. Kaffihús, vörukynningar og ýmist handverk Verið velkomin!
MJÖG SPENNANDI OG SKEMMTILEGT!

Leikfélag Vestmannaeyja sýnir: Skilaboðaskjóðan Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson
Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson
Leikstjóri: Zindri Freyr Ragnarsson Caine
Það var heldur en ekki spenningur í loftinu þegar þrjár kynslóðir settust niður í sætin sín í leikhúsi okkar Eyjamanna s.l. föstudagskvöld. Með undirritaðri í för var að vanda sérlegur leikhúsfélagi minn og móðir Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir en að auki og vegna þess að Leikfélag Vestmannaeyja var að þessu sinni að setja upp ævintýrasöngleikinn Skilaboðaskjóðuna, þótti undirritaðri við hæfi að taka fimm ára gamalt barnabarnið, hana Hrafntinnu Sóldísi Halldórsdóttur með á frumsýninguna til að fá álit töluvert yngri leikshússgests á verkinu. En samkvæmt Hrafntinnu Sóldísi hafa kennarar á fimm ára deildinni Víkinni hér í bæ, verið að leyfa krökkunum að hlusta á söguna um Skilaboðaskjóðuna síðustu daga, auk þess sem börnin teiknuðu myndir úr sögunni sem nú skreyta svo skemmtilega ganga leikhússins.
Ævintýrasöngleikurinn Skilaboðaskjóðan, sem byggður er samnefndri bók Þorvaldar Þorsteinssonar sem kom út árið 1986, var fyrst frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins árið 1993 og sló þar rækilega í gegn. Leikfélag Vestmannaeyja sýndi svo verkið árið
2005 í leikstjórn Jóns Inga Hákonarsonar við fádæma vinsældir. Skilaboðaskjóðan segir frá Putta litla og Möddumömmu sem eiga heima í Ævintýraskóginum þar sem búa allar ævintýrapersónurnar sem við þekkjum flest eins og Mjallhvít og dvergarnir, Rauðhetta og úlfurinn, Hans og Gréta en auk þeirra allskonar dýr og skógarvættir. Þegar Putta litla er rænt af nátttröllinu eru góð ráð dýr og þurfa þá dvergarnir og allar ævintýrapersónurnar í skóginum að leggjast á eitt til hjálpa Möddumömmu að endurheimta Putta litla. Verkið býður uppá húmor og spennu, litríka búninga, ýktar persónur, skemmtilega sviðsmynd og ágæta tónlist og það er sannarlega það sem LV ber á borð fyrir okkur leikhúsgesti. Það er stór og flottur hópur leikara á öllum aldri sem réðust í þetta spennandi verkefni leikfélagsins með leikstjóranum Zindra Frey Ragnarssyni Caine, sem er hér að leikstýra í fyrsta skipti leikriti í fullri lengd. Er ekki annað hægt að segja en honum hafi tekist vel að ná til hópsins, hvort heldur leikararnir voru að stíga sín fyrstu skref á fjölum leikhússins eða hafa birst okkur áður. Það var allavega mjög notaleg tilfinning að sitja út í sal og fylgjast með verkinu renna áfallalaust í gegn enda virtist hver og einn vera með allt sitt uppá tíu og sátu vel í sinni persónusköpun.
Þær voru algjörlega frábærar ungu leikkonurnar þær
Katla María Kale, Sara Huld Elvarsdóttir, Elísabet Inga Þórisdóttir, Svala Bríet Jónsdóttir og Ronja Lísbet Friðriksdóttir sem léku bæði skógardýr og skógarvætti. Ég gjóaði stundum augunum til þeirra þegar kastljósinu var ekki beint að þeim sjálfum heldur að öðru stærra sem var að gerast framar á sviðinu og ekki í eitt skipti sá ég þær detta úr karakter, heldur voru þær dásamlegar kanínur, íkornar og mús af fullri alvöru, allan tímann...alltaf. Stefán Róbertsson var mjög trúverðugur sem Nátttröllið ógurlega, stór og sterkur enda þurfti yngri sessunautur minn að fá að halla sér þétt að mér í hvert skipti sem Nátttröllið birtist á sviðinu. Rafael Bóas Davíðsson var afskaplega skemmtilegur, einlægur og fyndinn sem Hans og það sama má segja um Söndru Dröfn Frostadóttur sem skín einkar bjart á sviðinu sem Gréta og leikur af mikilli innlifun og gleði sem skilar sér vel út til áhorfenda. Mía Bjarný Haraldsdóttir í hlutverki Mjallhvítar og Bjartey Dögg Frostadóttir í hlutverki Rauðhettu voru líka virkilega skemmtilegar og í sérstöku uppáhaldi hjá barnabarninu sem vildi ekkert fremur en fá mynd af sér með þessum tveimur flottu leikkonum að sýningu lokinni. Lilja Sigurðardóttir sem Nornin (í Hans og Grétu) og Natalía Lóa Héðinsdóttir sem Úlfurinn (í Rauðhettu) komust vel frá sínum hlutverkum, virkuðu öruggar og líflegar á sviðinu og voru virkilega skemmtilegar í allri sinni túlkun á persónum sínum. Dvergarnir, í höndum þeirra Emilíu Eirar Eiðsdóttur sem Litli dvergur, Sigurjóns Geirssonar sem Snigill njósnadvergur, Ingunnar Silju Sigurðardóttur sem Stóri dvergur, Hrafnkells Darra Steinssonar sem Dreitill skógardvergur og Söruh Elíu Tórshamar sem Skemill uppfinningadvergur, voru algjörlega dásamlegir, fyndnir og uppátækjasamir. Þau eiga það öll sameiginlegt að fara hvert og eitt algerlega á kostum í hlutverkum sínum og ólíkri persónusköpun og eru á tímum alveg ótrúlega fyndin. Þá verð ég að nefna sérstaklega tímasetningarnar hjá Söruh Elíu sem eru algjörlega uppá tíu. Þessi unga leikkona sýndi það og sannaði í verkinu Spamalot, sem LV setti upp í fyrra, að henni er vel treystandi fyrir stóru hlutverki og með framgöngu sinni s.l. föstudagskvöld staðfesti hún þá skoðun mína enn frekar. Hún er algjörlega með þetta í blóðinu.
Júlíanna S. Andersen færir okkur virkilega fallega og trúverðuga Möddumömmu saumakonu. Júlíanna á fullkomlega heima á sviði, afskaplega afslöppuð og býr yfir einkar fallegri sópransöngrödd með dásamlegu vibrado sem hún notar mjög smekklega í lögunum sem hún syngur í verkinu svo gæsahúð læddist upp eftir handleggjum undirritaðrar. Ætla ég rétt að vona að við leikhúsgestir verðum svo heppnir að fá að sjá og heyra enn meira af henni á fjölum leikhússins í framtíðinni.
Son Möddumömmu, hann Putta litla, leikur Caritas Rós Tinnudóttir. Ég man svo vel eftir Caritas úr Dýrunum í Hálsaskógi, sem LV setti upp í fyrra. En þar vakti hún eftirtekt undirritaðrar fyrir dásamlega innlifun og náttúrulega leikhæfileika sem þessi unga leikkona virtist búa yfir þrátt fyrir að hún væri í agnarsmáu hlutverki. Hér stekkur hún fram á sviðið ótrúlega vel mótuð, sjálfsörugg og trúverðug eins og til að sýna okkur hinum að við höfðum sko ekki rangt fyrir okkur að í henni byggi alvöru leikkona sem biði eftir því einu að fá að brjótast út. Í einu orði sagt frábær frammistaða.
Júlí Arna Sigurjónsdóttir sem stjúpan vonda í sögunni um hana Mjallhvíti fer einnig algerlega á kostum í sínu hlutverki. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við leikhúsgestir fáum að sjá Júlí á sviði leikfélagsins en svo sannarlega í fyrsta skipti sem við sjáum hana algerlega S-K-Í-N-A (með stórum stöfum) í hlutverki sínu. Hún náði fullkomlega að heilla okkur upp úr skónum með dásamlegri persónusköpun þar sem hún virtist bæði anda og nærast á hlutverki sínu sem hin vonda og illgjarna stjúpa, svo sumum yngri áhorfendunum þótti nóg um. Sjálf fann ég mig á stundum bíða með eftirvæntingu eftir að Júlí kæmi aftur fram á sviðið í verkinu því ég vildi fá að sjá og heyra enn meira frá henni. Ég efast ekki eina sekúndu að það eigum við eftir að fá að gera í framtíðinni því á sviðinu á Júlí Arna heima...það er kristal tært. Það er ekki annað hægt en að óska Zindra Frey og Leikfélagi Vestmannaeyja til hamingju með þetta nýjasta verk leikfélagsins. Enn og aftur sýna þau okkur leikhúsgestum hvers megnug þau eru þrátt fyrir að vera lítið áhugamannaleikhús á landsbyggðinni. Hvort heldur það eru búningar, leikmynd, hár, förðun, lýsing eða hljóð má sjá að það býr ríkulegur metnaður í leikfélaginu. Sá metnaður hefur m.a. skilað þeim á svið Þjóðleikhússins eftir að hafa orðið fyrir valinu sem Athyglisverðasta áhugaleiksýningin árið 2023 fyrir verkið Rocky Horror. Það er ekkert því til fyrirstöðu að sá heiður hlotnist þeim ekki aftur. Með þennan drifkraft sem þau sýndu okkur á frumsýningarkvöldi, er þeim ekkert ómögulegt. Ég á það gjarnan til að vera alltof langorð í pistlum mínum og þá er nú gott að geta vísað í mun yngri og fámálli leikhúsgest til að einfalda leikrýnina. En umsögn Hrafntinnu Sóldísar 5 ára á verkinu var eftirfarandi: ,,Mjög spennandi og skemmtilegt“.
BRAVÓ....Zindri Freyr og þið öll hjá Leikfélagi Vestmannaeyja
Takk fyrir mig og okkur, Helena Páls
GLÆPASERÍAN HEIMAEY FRUMSÝND Í SJÓNVARPI SÍMANS 20. NÓVEMBER

HeimaEy heitir ný íslensk glæpasería sem frumsýnd verður í Sjónvarpi Símans Premium 20. nóvember. En hluti þáttana var tekin upp í Vestmannaeyjum. Þættirnir fjalla um Maríu Santon, sem er Portúgalskur innflytjandi. Þegar hún finnst myrt fer samfélagið á hliðina í Vestmannaeyjum. Lögreglukonan Soffía kemur frá Reykjavík til að rannsaka málið en hún er ættuð frá Vestmannaeyjum. Fljótlega áttar hún sig á því að málið er snúnara en hún gerði sér grein fyrir.
Soffía, lögreglukona úr Reykjavík ættuð frá Vestmannaeyjum tekur málið Lögreglukona úr Reykjavík, Soffía sem er frá Vestmannaeyjum, tekur yfir rannsóknina., en fljótlega áttar hún sig á því að málið kemur nær henni en hún bjóst við. Sonur hennar, Hákon, hefur nánari tengsl við dóttur Maríu, Belu, en Soffía hefði viljað og gæti hafa komið meira við sögu en hún þorir að trúa. Þegar Soffía og rannsóknarfélagi hennar, Mattý, kafa dýpra í málið, fellur grunurinn á fyrrverandi eiginmann Maríu, Alex. Óvænt endurkoma hans til Íslands vekur spurningar, og óútskýrð hegðun hans gerir hann að megin grunaða. En málið tekur enn myrkari stefnu þegar þau komast að því að María hafði mögulega komist að hættulegri smyglhring sem tengist eynni. Smyglhringurinn er undir stjórn harðsvíruðu Gloríu, sem leynilega notar Andrés, son sjómannsins Daníels, til að hjálpa sér við að halda ólöglegu veldi sínu við völd. Leyndarmál Andrésar og Gloríu, sem einnig eru ástfangin í felum, verður óhjákvæmilega opinbert þegar rannsóknin afhjúpar tengsl þeirra við glæpa-
heimin. Á sama tíma er Daníel að glíma við sinn eigin sektarkennd – þátt hans í morði Maríu er tilraun til að vernda myrka fortíð Tómasar. María hafði komist að leyndarmálum Tómasar, og Daníel óttaðist að hún myndi afhjúpa þau, sem varð til þess að hann myrti hana.
Þegar Soffía afhjúpar vef lyga, svika og glæpa, þarf hún að horfast í augu við skelfilega möguleika þess að sonur hennar, Hákon, og Bela séu meira flækt í málið en hún nokkru sinni grunaði. Daníel, yfirbugaður af sektarkennd, fremur sjálfsvíg, sem skilur Soffíu eftir að púsla saman sannleikanum. Að lokum afhjúpast að María var myrt til að vernda Tómas og smyglhringinn, sem skekur Vestmannaeyjar og skilur Soffíu eftir að takast á við þær afleiðingar sem málið hefur á fjölskyldu hennar og samfélagið.
„Vestmannaeyingar tóku okkur ótrúlega vel og samfélagið þar er einstakt. Þetta litla og fallega þorp hentaði fullkomlega sem sögusvið. Það er hrátt, einlægt og með fullt af orku sem er svo andstæð líflegu og suðrænu stemningunni í Lissabon þar sem að hinn hluti sögunnar gerist. Mér fannst heillandi að láta þessar tvær ólíku veraldir mætast.Ég held þó að það verði langt þangað til ég eyði aftur mörgum dögum á Stórhöfða við kvikmyndatökur. Það er einn fallegasti staður landsins en veðrið þar getur verið alveg hræðilegt. Heimamaður sagði mér að þetta væri topp 3 vindasamasti staður á jörðinni. Ég trúi því,“ segir Arnór Pálmi Arnarson leikstjóri þáttanna.

„Serían er á þremur tungumálum; íslensku, ensku og portúgölsku. Það var helsta áskorunin fyrir mig að leikstýra á portúgölsku því að ég kunni bara að segja hæ og takk. En portúgölsku leikararnir voru svo yndisleg í samstarfi og þetta gekk eins og í sögu. Núna kann ég nokkur orð í viðbót,“ bætir hann við.
Höfundar þáttanna eru Sveinbjörn I. Baldvinsson, Elías Helgi Kofed-Hansen, Joana Adnrade og Filipa Poppe. Kristín Þóra Haraldsdóttir, Anna Svava Knútsdóttir, Catarina Rebelo, Viktor Benóný Benediktsson, María Jaoa Bastos, Ivo Canelas, Cleia Almeida, Örn Gauti Jóhannsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Maruo Hermínio, Joao Villias-Boas, Rui Morisson, Styrmir Steinn Gestsson, Andre Vonport og Arnfinnur Þór Jónsson fara með hlutverk í þáttunum.
Ljósmyndir/ Juliette Rowland.




ÞRAUTIR vikunnar


Nýsmíði
Gólfhitafræsing
Gólfhitalögn
Pallasmíði
Þakvinna
Innréttingar
Parketlögn
Skjólgirðingar

Sýningar um næstu helgi Laugardag 22. nóv Kl.13 og 16:30 & sunnudaginn 23. nóv kl. 15





komum þér til betri heilsu.
hjá kírópraktor í síma 588-8085.

Verkpallaleiga Vestmannaeyja býður upp á leigu á álpöllum frá EuroScaffold. Fljót afhending – hægt að sækja sjálfur eða fá sent.


Fjölskyldumyndir fyrir jólin Bumbumyndir
Bókið tíma á facebook.com/thoreyljosmyndari eða á netfangi thoreyhh19@gmail.com

Auglýsingasími Tíguls: 481-1161
tigull@tigull.is











Á að taka baðið í gegn?

Þú færð allt fyrir baðherbergið á einum stað. Við bjóðum við upp á frábært úrval af blöndunartækjum, vöskum og klósettum. Gólefni ásamt úrvali af veggklæðningum.

