

JÓLIN SUNGIN INN Í LANDAKIRKJU

Þriðjudaginn 16. desember nk. kl. 20:00 ætlar Kór Landakirkju undir stjórn Kitty Kovács og undirleikarar að halda okkar árlegu jólatónleika. Efnisskráin er létt og skemmtileg og ætti að gleðja alla aldurshópa og koma öllum í jólagírinn.
Einsöngvari með kórnum verður Hildigunnur Einarsdóttir sópran.
Mikið þætti okkur vænt um að sjá ykkur og eiga skemmtilega jólatónleika saman, þá kemur jólagleðin. Aðgangseyrir er 3.000 kr. (Ath engin posi en hægt er að millifæra greiðsluna) og verður innheimt við dyr safnaðarheimilisins Landakirkju, gengið inn frá Skólavegi.
Jólin eru að koma elskurnar. Kór Landakirkju
TÍGULL
DREIFING:
Dreifing fer fram á fimmtudögum og er blaðinu dreift inn á öll heimili í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir.
Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is
Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.

MÁ BJÓÐA ÞÉR ?
Ísfélagið gefur öllum bæjarbúum einstaka jólasíld, á meðan birgðir endast. Afhending fer fram í portinu við frystihús Ísfélagins að Strandvegi milli kl. 11 og 13 næstkomandi laugardag 6. desember.
Sælkeri vikunnar GUÐJÓN HJÖRLEIFSSON
HUMAR Í BRAUÐI & HÆGELDAÐIR LAMBASKANKAR
Ég vil þakka Hjördís Ingu frænku fyrir
áskorunina og einnig fyrir þennan frábæra rétt sem hún kenndi okkur lesendum Tíguls að djúpsteikja ÍS. Það eru ekki margir sem vita af því að hún er brauðtertudrottning Eyjanna og vonandi fara að koma brauðtertusneiðar í kaffiteríuna í Herjólfi yfir sumartímann.
Ég ætla að byrja á uppáhaldsforréttinum mínum sem er HUMAR Í BRAUÐI.
Hráefni:
Langskorið samlokubrauð Humarhalar Ólífuolía
Sjávaralt, pipar, sítrónupipar og hvítlauksduft eftir smekk Majones og sýrður rjómi
Aðferð:
1. Skerið skorpuna af brauðinu (ég flet það ekki út).
2. Setjið kryddin í ólífuolíuna og penslið brauðið.
3. Kryddið humarinn aðeins og raðið honum á brauðið.
4. Rúllið brauðinu þétt utan um humarinn og leggið hann á smjörpappír á ofnplötu.
5. Hafið samskeytin niður og penslið svo efri hluta brauðsins með olíublöndunni.
6. Setjið í heitan ofninn á 200° í 12 til 15 mínútur, eða þar til brauðið fer að gyllast og verður stökkt að utan.
Hvítlaussósan: Blandið saman majonesi og sýrðum rjóma til helminga. Brytjið smátt 1 til 2 hvítlauksgeira og setjið í sósuna. Síðan er það valkvætt að bæta við kryddi í viðbót.
Hægeldaðir lambaskankar
Þetta er ekta skammdegismatur og er oftar eldaður þegar er kólnandi

Gaui bæjó er sælkeri vikunnar.
veður. Síðan má ekki gleyma því að þetta er með ódýrari kjötmat sem þið fáið, en töluvert betri að mínu mati en dýrara kjöt sem er á boðstólum. Svo er það aðalrétturinn sem eldaður er í uppáhaldspottinum mínum sem er Sola pottjárnspottur frá Rafha og má hann bara fara beint inn í ofninn.
Hráefni:
5 til 8 lambaskankar (eftir stærð)
4 saxaðar gulrætur
2 rauðlaukar, skornir gróft
10 blómkálshnúðar
1 rauð paprika
200 grömm sveppir
2 til 3 hvítlauskrif
800 ml. lamba- eða nautasoð
Lambateningur
Rósmarin og timian (valkvætt)
Ólífuolía og smjör til steikingar Sjávarsalt og pipar og/eða best á lambið
Aðferð:
Byrjið á að setja ofninn í 100°
1. Setjið ólífuolíuna á pönnu og þegar hún er farin að hitna bætið þá smjöri við.
2. Kryddið skankana með salti og
pipar / eða með best á lambið.
3. Steikið skankana vel allan hringinn, og lokið þeim eins og hægt er.
4. Brytjið síðan gulrætur, rauðlaukinn, paprikuna, sveppina, hvítlauksrifin og blómkálið og steikið á pönnu.
5. Að þessu loknu setjið þið nautasoðið í pottinn (má bæta vatni við) ásamt steikta grænmetinu.
6. Setjið í pottinn í ofninn og látið malla í 5 klukkutíma á 100°. Ég smakka til soðið þegar eldun er hálfnuð og þá er hægt að bæta við lamba- og eða nautateningi, alltaf með bragðgóða sósu í huga. Ef þið hafið ekki þennan tíma, þá dugir að hafa ofninn í 150 gráður í 1½ til 2 klukkustundir eftir stærð lambaskankanna. Einnig er það valkvætt að bæta við rauðvíni og eða hökkuðum tómötum eða tómatpaste.
Sósan: Takið hluta af soðinu 20 til 30 mínútum áður en eldun klárast og setjið í pott. Sjóðið niður sósukraftinn, og bætið síðan Gold jurtarjóma og smakkið til og bragðbætið eftir smekk. Ribsberjasulta og/eða rabbabarasulta í sósuna er vinsælt á mínu heimili. Með þessu er hægt að hafa annað hvort kartöflumús og/eða brúnaðar kartöflur ásamt hefðbundnu lambakjötsmeðlæti, grænar baunir, rabbabarasultu og rauðkál. Þegar þið takið skankana úr pottinum og berið fram takið þá grænmetið úr pottinum, síið það og berið fram með skönkunum. Verði ykkur af góðu.
Ég ætla að skora á Sindra Frey son minn en hann er eðalkokkur og sér um að það séu alltaf stjórveislur hjá fjölskyldunni, sérstaklega í sumarbústaðnum.
ÞÚ FÆRÐ JÓLASERÍURNAR HJÁ OKKUR
Mikið úrval af inni- og útiseríum


Snjóþota, barna til í fleiri litum kr. 4.995

Snjósleði, svartur kr. 19.990

Leiðisljós kr.18.000
NEMENDUR ÚR GRV TÓKU ÞÁTT Í

Skjálftinn er hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum á Suðurlandi sem fór fram í fyrsta sinn í maí 2021 og var haldinn í fimmta sinn þann 29. nóvember síðastliðinn. Skjálftinn er litli bróðir Skrekks, hæfileikakeppninnar sem haldinn hefur verið fyrir ungmenni í grunnskólum Reykjavíkurborgar
Það voru 12 krakkar úr 8-10. bekk sem fóru frá Eyjum og tóku þátt í keppninni. Bryndís Guðjónsdóttir leiðbeinandi verkefnisins fór með þeim til Þorlákshafanar þar sem keppnin var haldin. “þau stóði sig auðvitað ekkert eðlilega vel. Nemendurnir sjá alfarið sjálfir um að hanna og skapa atriðið og ákváðu þau að fjalla um hversu alvarlegar afleiðingar einelti getur haft. Atriðið fékk mikið lof í lófa og hauginn allan af hrósum”, sagði Bryndís í samtali við Tígul.
Þeir nemendur sem tóku þátt frá Eyjum eru þau:
Jónatan Einir Brynjarsson
Mía Bjarný Haraldsdóttir
Siuzanna Hubska
Kristinn Freyr Daníelsson
Tara Dögg Kristjánsdóttir
Birta Sól Bjarnadóttir
Ronja Lísbet Friðriksdóttir
Júlí Arna Sigurjónsdóttir
Eva Lotta Ólafsdóttir Tórshamar
Rafael Bóas Davíðsson
Hrafnkell Darri Steinsson
Ólöf Halla Sigurðardóttir
Ljósmyndir/Dagný Dögg Steinsdóttir



Sýningar framundan
7. sýning laugardag 6.des kl. 13:00
8. sýning laugardag 6.des kl. 16:30
9. sýning sunnudag 7.des kl. 15:00
Síminn er opinn frá kl. 16:00-20:00 á virkum dögum og frá 12:00-15:00 um helgar. Messenger leikfélagsins er að sjálfsögðu á sínum stað ef þið kjósið það frekar og síminn er 852-1940. Miðaverð: 4.200 kr.


JÓLASVEINAR GANGA UM GÓLF Á HÁALOFTINU
Sýningin „Jólasveinar ganga um gólf“ fer fram á Háaloftinu í Vestmannaeyjum og er hún frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Jólasveinarnir mæta með söng og sögur. „Við erum allir mjög spenntir að hitta krakkana! Ég er til dæmis búinn að æfa ný jólalög! Hurðaskellir er búinn að skella öllum hurðum á fjallinu til að hita sig upp og Skyrgámur… ja, hann er bara Skyrgámur og getur ekki beðið eftir að sjá hvort það verði nóg af skyri á boðstólum!“
Sýningin fer fram eftirfarandi daga:
Föstudagur 6. desember, Laugardagur 7. desember, Föstudagur 20. desember, Laugardagur 21. desember
Sýningarnar hefjast kl. 14:00 en húsið opnar hálftíma fyrr, kl. 13:30. Miðaverð er aðeins 2.500 krónur.
Miðasala er á Tix.is, þú getur skannað QR kóðann til að kaupa miðoa.































FIM DES 4
FIM DES 4

LÍNUDANS MEÐ
MARÍUS SIGURBJÖRNS
KVIKA kl. 15:00
SÖNGBRÆÐUR LALLA
KVIKA kl. 17:00 - 18:00
10
MIÐ HANDVERK & HITTINGUR KVIKA
DES
MIÐ
10
kl. 13:00 - 16:00
SÖNGDÍVUR SIGURRÓSAR
DES KVIKA kl. 16:00 - 17:00
MIÐ SÖNGHÓPUR LALLA
10
DES
KVIKA
kl. 17:00 - 18:00

MÁN DES 8
ÞRI DES 9
KVIKU kl. 19:30
SPILAVIST FIM DES 4
BINGÓ MEÐ THELMU & KOLBRÚNU
KVIKA kl. 13:30
ZUMBA
MEÐ ERNU SIF
KVIKA kl. 15:00
Enski boltinn
Hressingarganga
í Herjólfshöllinni alla daga
kl. 08:00 - 12:00
Púttsalurinn
pútt í kviku alla virka daga
milli klukkan13:00 - 14:00
FÉLAGSSTARFIÐ FER ALLT
FRAM Í KVIKU, NEMA ANNAÐ SÉ TEKIÐ FRAM!



Nýfæddir Vestmannaeyingar

DRENGUR DAÐASON
Fæðingardagur: 15. október 2025.
Foreldrar:
Daði Magnússon og
Ólöf María Stefánsdóttir
Þyngd: 3.630 g
Lengd: 53 cm
STÚLKA ARNARSDÓTTIR
Fæðingardagur: 09. nóvember 2025.
Foreldrar:
Arnar Smári Gústafsson og Guðrún
Bára Magnúsdóttir
Þyngd: 4.335 g
Lengd: 51 cm
Móður afi og amma: Stefán og Helen Ósk Pálsdóttir
Föður afi og amma:
Magnús Bragason og Adda Jóhanna Sigurðardóttir.
Móður afi og amma: Magnús Steindórsson og Bergey Edda Eiríksdóttir.
Föður afi og amma: Gústaf Adolf Gústafsson og Guðný Halldórsdóttir.


STÚLKA GYLFADÓTTIR
Fæðingardagur: 11. nóvember 2025.
Foreldrar:
Erla Signý Sigurðardóttir og Gylfi
Frímannsson
Þyngd: 3.250 gr
Lengd: 48 cm
Móður afi og amma: Sigurður
Hlöðversson og Guðný Hrefna Einarsdóttir
Föður afi og amma:
Guðmundur Frímann
Guðmundsson og Anna Heiða Gunnarsdóttir.

Tökum að okkur gerð sálmaskráa. Panta þarf tíma í síma 694 7999 eða senda tölvupóst á leturstofan@leturstofan.is

VANTAR MYND AF ÞÍNU BARNI? Sendu okkur endilega mynd og upplýsingar á tigull@tigull.is
Sjáðu alla nýjustu
Vestmannaeyingana
inni á TIGULL.IS



Viltu minnast látins ættingja eða vinar?
Hægt er að senda okkur minningargrein á netfangið tigull@tigull.is og við birtum fyrir þig greinina á útfarardegi, þér að kostnaðarlausu.
Einnig er hægt að panta hjá okkur andlátstilkynningu og tilkynningu á vef.
Verð: 18.600 kr.
VESTMANNABRAUT 38
ÞRAUTIR vikunnar



Vertu tímalega að bóka pípara í verkið!
Ofnalagnir / Hitaveita / Neysluvatn / Gólfhitakerfi / Frárennsli / Drenlagnir / Endurlagnir & viðgerðir
aglverktakar@gmail.com // 896 0074



Við komum þér til betri heilsu.
Tímabókanir hjá kírópraktor í síma 588-8085.
Strandvegur 26 | Vestmannaeyjar



Bókið tíma á facebook.com/thoreyljosmyndari eða á netfangi thoreyhh19@gmail.com Fjölskyldumyndir fyrir jólin Bumbumyndir


Verkpallaleiga Vestmannaeyja býður upp á leigu á álpöllum frá EuroScaffold. Fljót afhending – hægt að sækja sjálfur eða fá sent.










Hvernig tek ég þátt?
Í þessu og næsta tölublaði felum við tígultákn. Þegar þú finnur tígulinn þá sendir þú okkur tölvupóst á tigull@tigull.is eða sendir okkur skilaboð á facebook og segir okkur hvar hann er falinn, nafn og símanúmer og við skráum þig í pottinn. Ef þú finnur tígulinn í öllum þremur blöðunum fer nafnið þitt þrisvar í pottinn.
Hvenær er dregið?
Tveir vinningshafar verða dregnir út 15. desember.
Hverju á ég að leita að?
Tígultáknið sem falið er í blaðinu. Getur verið misstórt milli blaða.





