
29. tbl. 07. árg. 13. - 20. nóvember 2025
![]()

29. tbl. 07. árg. 13. - 20. nóvember 2025
Ég vil byrja á að þakka Nökkva, mínum uppáhalds lögreglumanni fyrir áskorunina, hann lengi lifi.
Forréttur – B special.
Þetta er signature rétturinn.
Einfalt og gott og slær alltaf í gegn.
Hráefni:
10 SS Pylsur
Pizzadeig, mæli með Pastella Dass af matarolíu
Aðferð:
1. Klippið pizzadeigið í 2-3cm renninga og vefjið rétt sælis utan um pylsurnar.
2. Vafðar pylsur lagðar lárétt á olíublautan eldhúsdisk.
3. Pylsur grillaðar lárétt á 200 gráðu heitu grilli.
Aðalréttur – Grillaðar lambalundir með teryaki, pak choy, og heilbökuðu hvítkáli.
Hráefni:
800 gr lambalundir
1 hvítkál
2 flöskur teryaki
2 pokar Pak choy
1 sítróna
Dass af matarolíu
Aðferð:
1. Nuddið salti og olíu á hvítkálið allan hringinn, pakkið því í álpappír og bakið í ofni á 200°c í 2 klst.
2. Penslið teryaki sósu á lundirnar og grillið eða steikið á grillpönnu eftir smekk.
3. Skerið sítrónu í tvennt og grillið á sárinu þar til sítrónan tekur góðan lit. Setið olíu og salt á pak choy kálið og grillið 1-2 mín, kreistið safann úr grilluðu sítrónunni yfir pak choy kálið.
4. Skerið hvítkálið í báta, grillið eða steikið og berið fram.

Baldur er sælkeri vikunnar.
Eftirréttur – Ice Guys ís.
Hráefni: Ice Guys ís
Aðferð:
1. Takið umbúðir af ísnum og njótið. Munið að flokka umbúðirnar í plast.
Ég skora á þau hjónakorn Lilju Rut Sæbjörnsdóttir og Jóhann Brimi Benónýsson og áskorunin er tvíþætt, bæði að birta hér uppskrift af hinum víðfrægu kjötsnúðum og að bjóða mér í mat.
Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir.
DREIFING:
Dreifing fer fram á fimmtudögum og er blaðinu dreift inn á öll heimili í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is
ÚTGÁFA:
Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is
Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is
SKIL Á AUGLÝSINGUM:
Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is
Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.
Í 16 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Á hverju ári efnum við til viðburðar þar sem við fögnum með Framúrskarandi fyrirtækjum góðum árangri. 30. október 2025 héldum við viðburð í Laugardalshöll þar sem fjölmargir fulltrúar frá Framúrskarandi fyrirtækjum fögnuðu árangrinum.

Þú ætlar að halda tónleika í Stafkirkjunni 22. nóvember – geturðu sagt okkur nánar hvað fólk má búast við?
Þetta verða litlir og persónulegir tónleikar, þar sem mig langar að tengja mig við ræturnar mínar sem eru hér í Vestmannaeyjum.
það má búast við að þetta verði notaleg kvöldstund með logandi kertum og nærandi tónum.
Hvað varð til þess að þú ákvaðst að flétta saman eyjalögum, þínu eigin efni og tónheilun í þessa einstöku tónleika?
Ég hef í nokkur ár verið að kynna mér og tengjast tónlist og hljóðfærum sem hafa þann ásetning að hjálpa okkur að róa taugakerfið, finna fyrir hjartanu og stilla okkur af. Ég fór að hafa áhuga á möntrusöng þegar ég uppgötvaði sú leið hentaði einstaklega vel fyrir mig til að ná góðri hugleiðslu og finna fyrir núvitund. Ég fann fljótlega þegar ég fór að koma fram með mönturnar að þó þessar gömlu möntrur t.d þær sem eru á Sanskrit tungumálinu og frá Indlandi séu magnaðar og áhrifaríkar þá vantaði tenginguna við okkar rætur, Ísland, vögguvísurnar, dægurlögin, sálmana, þjóðlögin, eyjalögin, allt þetta sem við þekkjum og ólumst upp með. Fljótlega fór ég að hafa þessi lög með í þar sem ég kom fram og þá syng ég oft íslensku lögin í möntruformi. Ég lærði svo tónheilun í bretlandi og hef einnig tvinnað því saman við til að gera upplifunina ennþá stærri. Ég hef svo lengi fundið fyrir löngun til að halda tónleika í vestmannaeyjum þar sem ég leyfi eyjalögunum að taka sitt pláss.
Hvers konar upplifun viltu að gestir fái þegar þeir mæta á tónleikana?
Ég vil að hver og einn taki fái útúr

þessu kvöldi allt það sem viðkomandi þarf á að halda. Hvort sem það er slökun, góð upplifun eða bara að fá að syngja saman lögin sem við elskum.
Þú nefnir að þú finnir sérstaka tengingu á milli eyjalaga og heilunarsöngva frumbyggja í Suður-Ameríku – geturðu útskýrt það nánar?
Eyjalögin eru svo mögnuð, og já, mér finnst þau minna á söngva og möntrur frumbyggja á mörgum stöðum í heiminum. Þau eru öll einhverskona óður til vináttu, ástar og náttúru sem smitar gleði og kærleika. Ég get ýmindað mér að flestir sem ólust upp við þau eða hafa náð tengingu við þau finna nákvæmlega hvað ég meina og það er tilfinningin sem mig langar að fanga á þessum tónleikum.
Hvað er það við eyjalögin sem gerir þau svona áhrifarík, að þínu mati?
Við tengjum þau góðum minningum og tilfinningum. Þau snerta ekki bara hjörtun okkar heldur tengja þau okkur líka saman, sameina “ættbálkinn” sem við vestmanneyingar eru.
Þú segir að Vestmannaeyjar hafi mótað þig sem tónlistarkonu – á hvaða hátt?
Ég fann fyrir mikilli tengingu við náttúruna þegar ég var barn í vestmannaeyjum og í minni tónlistarsköpun hefur náttúran og náttúruöflin alltaf spilað stórt hlutverk. Það er hægt að spegla náttúruna svo vel í tilfinningum og þegar maður elst upp á lítilli eyju úti á ballarhafi þá verður þessi speglun svo augljós. Ég var alltaf syngjandi
sem barn, allstaðar þar sem ég sá tækifæri til að syngja söng ég. Ég upplifði mig svo örugga í Vestmannaeyjum, allir vildu gefa sér tíma til að hlusta og það styrkti mig.
Hvernig finnst þér að koma aftur hingað með svona persónulega tónleika og deila þessari upplifun með heimafólki?
Það vekur upp margar tilfinningar að halda svona tónleika, ég finn fyrir tilhlökkun en líka meiri pressu en oft áður að skila þessu vel frá mér, sérstaklega eyjalögunum afþví að okkur er ekki sama um þau. Það hafa allir heyrt svo margar útgáfur af þeim sungnar og allir hafa sína skoðun. Mig langar að heiðra þau fallega. Þetta skiptir mig máli, þessir tónleikar eru sprottnir frá innsæinu mínu og vona að ég nái að skapa upplifun sem heimafólk tengir við.
Eru einhver ákveðin lög eða minningar úr æsku í Eyjum sem hafa haft áhrif á tónlistina þína? Já, það eru nokkur lög sem ég finn að hafa haft mikil áhrif á mína tónlist. Þessi fallegu örlítið angurværu eyjalög eins og t.d Heima (Sigla himinfley) og Kvöldsigling snerta við sömu stengjum innra með mér og ég reyni að ná fram í mörgum af mínum lögum.
Minningarnar sem poppa upp og hafa haft áhrif á tónistina mína eru kannski helst þegar ég ég var uþb 8 - 9 ára gömull og vann söngvakeppnina á þjóðhátíð. Þá fékk ég tækifæri til að syngja fyrir brekkuna í herjólfsdal og svo aftur þegar ég var uþb 12 ára. Þetta var stór upplifun fyrir litla tónlistarkonu og hafði klárlega mótandi áhrif. Ég man líka eftir því þegar ég var um 10 ára og Bylgjan var með beina útsendingu frá eyjum
þá bankaði ég óhrædd uppá og bað um að fá að syngja. Það vatt aðeins uppá sig og daginn eftir að búið að rigga upp upptökustúdíói á Fjólugötunni hjá ömmu og afa og lagið var tekið upp og fékk einhverja spilun í útvarpi. Ég reyni alltaf að minna mig á áður en ég fer uppá svið að tengjast þessari litlu stelpu í Vestmannaeyjum sem fann alltaf fyrir gleði og þegar hún steig á svið og vissi ekki hvað kvíði eða stress var. Því þá verður þetta allt svo áreynslulaust og skemmtilegt . Það verður að vera gaman, það er tilgangurinn.
Hvað vonar þú að fólk taki með sér heim eftir þessa tónleika? Ég vona að fólk taki með sér söng, gleði og ró inn í skammdegið og veturinn.


VIÐ ÓSKUM FÍV TIL HAMINGJU MEÐ ÍSLENSKU MENNTAVERÐLAUNIN 2025

VANTAR MYND AF ÞÍNU BARNI? Sendu okkur endilega mynd og upplýsingar á tigull@tigull.is
Sjáðu alla nýjustu Vestmannaeyingana inni á

Viltu minnast látins ættingja eða vinar?
Hægt er að senda okkur minningargrein á netfangið tigull@tigull.is og við birtum fyrir þig greinina á útfarardegi, þér að kostnaðarlausu.
Einnig er hægt að panta hjá okkur andlátstilkynningu og tilkynningu á vef.
Verð: 18.600 kr.
FIM NÓV 13

SÖNGBRÆÐUR LALLA
KVIKA
kl. 17:00 - 18:00
ÞRI ZUMBA
18 NÓV
MIÐ
19 NÓV
MIÐ
MEÐ ERNU SIF KVIKA kl. 15:00
HANDVERK & HITTINGUR
KVIKA
kl. 13:00 - 16:00
SÖNGDÍVUR SIGURRÓSAR
19
NÓV KVIKA kl. 16:00 - 17:00
KVIKU kl. 19:30
SPILAVIST FIM NÓV 13
FÖS NÓV 14
MÁN NÓV 17
LEIKFIMI MEÐ
EYGLÓ EGILS
ÍÞRÓTTAHÚS
kl. 10:00 - 11:00
PERLUSAUMUR
KVIKU
kl. 16:00 - 18:00


MIÐ SÖNGHÓPUR LALLA
19 NÓV
KVIKA
kl. 17:00 - 18:00
Hressingarganga
í Herjólfshöllinni alla daga
kl. 08:00 - 12:00 Púttsalurinn
pútt í kviku alla virka daga milli klukkan13:00 - 14:00


Í síðustu viku var kvöldopnun í nokkrum verslunum. Skvísubúðin hélt upp á 15 ára afmæli, kósýkvöld hjá Póley, Sjampó, Heimadecor og Heimaraf. Í boði voru afslættir, tískusýning, happadrætti, skemmtiatriði, kynningar og veitingar svo eitthvað sé nefnt.
Hér má sjá myndir frá kvöldunum sem að ljósmyndarar Tíguls fönguðu.








Guðbjörg Erla, Anna Esther og Sara Sjöfn, kósýkvöld í Póley. Ármann, Halldór Ingi, Adólf og Arnar Ingi á kvöldopnun Heimaraf.

HEIMAFjölskyldan, Halldór Ingi, Guðni Þór og Sigrún Arna.


Stefanía, Brigitta og Rósa María í afmælisveislu Skvísubúðarinnar.





Við fengum ungar stúlkur til okkar í heimsókn á Leturstofuna og vildu þær fá að koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri: Okkur stúlkunum á Græna kjarna þykir mjög gaman að fara í göngur. Við getum varla
farið á hoppudýnuna á Stakkó vegna hundaskíts. Okkur langar að allir vandi sig og geri betur næst. Með kærleikskveðju Græni kjarni, Sóli



VIÐ ÓSKUM FÍV TIL HAMINGJU MEÐ
ÍSLENSKU MENNTAVERÐLAUNIN 2025

Er nóvember þinn skoðunarmánuður?
Frumherji í Eyjum
vikuna 17. - 20. nóvember
Tímapantanir í síma 570 9090
Faxastígur 38
Lokað í hádeginu

Ævintýraheimur íslenskra fugla 1 er barnabók sem var að koma út. Hún er eftir Sigurð Ægisson, ætluð aldurshópnum 1–12 ára og er hugsuð þannig, að pabbi, mamma, afi eða amma eða þá eldri systkin lesi úr henni fyrir þau allra yngstu á kvöldin og e.t.v. spjalli um innihaldið, en önnur, sem komin eru í fyrstu bekki grunnskóla, eiga að geta notið hennar án aðstoðar.
Þarna er um að ræða ýmsan fróðleik um 16 fuglategundir af þeim 75–80 tegundum sem eru hér reglubundnir varpfuglar. Þetta eru: álft, glókollur, heiðlóa, helsingi, hrafn, hrossagaukur, kría, krossnefur, lundi, maríuerla, músarrindill, rjúpa, snjótittlingur, spói, svartþröstur og æðarfugl. Gert er ráð fyrir nokkrum öðrum bókum í sama flokki á næstu árum, uns búið verður að dekka allar varptegundir okkar. Hin síðasta mun fjalla um 16 langt aðkomna gesti, en á Íslandi hafa sést rúmlega 400 fuglategundir frá upphafi skráningar.
Bókarhöfundur hefur fengið til liðs við sig börn á þessu aldursbili, sem bókin er ætluð, og þau hafa ort fyrir hann ljóð um viðkomandi fugla, eitt um hvern, sem verður í lok umfjöllunar um hverja tegund.
Mikið hefur verið lagt upp úr því að hafa þau sem víðast að af landinu og að þessu sinni eru þau frá Akureyri, Borgarfirði eystra, Búðardal, Djúpavogi, Hellissandi, Húsavík, Höfn í Hornafirði, Ísafirði, Kópavogi, Langanesbyggð, Reykjavík, Selfossi, Siglufirði, Skagaströnd, Tálknafirði og Vestmannaeyjum.
Myndirnar eru gerðar af listakonu í Indónesíu, Ratih Dewanti, sem að auki er líffræðingur að mennt.
Hér er sýnishorn úr bókinni:
Heiðlóa
„Lóan er komin, lóan er komin!“ hrópuðu börnin áður fyrr, þegar þau sáu fyrstu heiðlóuna undir lok vetrar. Hún var og er farfugl, en hafði þá dvalið í hlýrri löndum yfir köldustu og dimmustu mánuðina á Íslandi, af því að hún átti engin hlífðarföt til að fara í — enga úlpu eða húfu eða trefil eða vettlinga, ekki heldur kuldaskó eða snjógleraugu — bara sitt eigið fiður. Það var henni gott skjól gegn regni og vindi, en dugði ekki eins vel til að halda á henni hita þegar tók að frysta. Október, nóvember, desember, janúar, febrúar og mars geta nefnilega verið mjög kaldir fyrir smáfugla hér á landi. Aðalvandamálið er samt það, að í vetrarmánuðunum, sem nefndir voru, er svo erfitt að

finna eitthvað við hæfi til að borða. En í sólskininu líður heiðlóunni vel.
Þarna var hún sumsé komin heim til sín aftur frá útlöndum til að stofna fjölskyldu og börnin hlupu kát inn til að segja fréttirnar, sem auðvitað glöddu allt heimilisfólkið, af því að nú var öruggt, að þess yrði ekki langt að bíða að náttúran öll vaknaði til lífsins, að veðrið færi að batna og sumarið að heilsa Íslendingum á ný, með blóm í haga.
Nokkrar aðrar fuglategundir voru sömuleiðis í hópi vorboðanna, misjafnt eftir landshlutum, en með tímanum varð lóan helsta tákn vors og sumars og er það enn. Enda gleðjast landsmenn allir þegar fregnir berast af komu hennar, þótt tímarnir séu breyttir, húsin bjartari og auðveldara að kynda þau en í gamla daga. Fyrr á öldum var reyndar talið að heiðlóan færi aldrei héðan af landi burt, heldur lægi í dvala í hellum, klettasprungum eða skútum, með laufblað eða birkiviðaranga í nefinu, þegar færi að kólna og snjóa, af því að fólk átti erfitt með að ímynda sér, að hún, svona lítil, gæti flogið yfir ógnarstórt hafið.
Um þessa elskulega veru og tvo aðra fugla segir í gamalli vísu:
Heyló syngur sumarið inn, semur forlög gaukurinn, áður en vetrar úti er þraut aldrei spóinn vellir graut.
Heyló, sem þarna kemur fyrir í upphafi, er eitt af eldri nöfnum á lóunni, gaukurinn er hrossagaukurinn, og þegar sagt er að spóinn „velli graut“, er verið að lýsa sérkennilegum hljóðum eða söng hans, sem minnti á þegar grautur var eldaður í potti og farinn að bulla og sjóða.
Íslenska heiðlóan er þegar byrjuð að koma til landsins í mars, en stærstu hóparnir birtast þó ekki fyrr en liðið er á aprílmánuð. Hún er félagslynd árið um kring, nema á varptíma. Hreiðrið er einföld laut á opnu svæði. Eggin eru fjögur að tölu, oftast mosabrún, grá eða ljósgræn, með rauðum og svörtum dröfnum. Báðir hinir verðandi foreldrar sjá um að liggja á þeim í 27–34 daga, svo að þau haldist volg, af því að ef eggin kólna getur enginn ungi orðið til inni í þeim. Móðirin og faðirinn annast líka sameiginlega um litlu hnoðrana sína eftir að þeir klekjast. Fyrsta sólarhringinn eru þeir í hreiðrinu, en verða sjálfbjarga og fara á kreik um leið og hýið, það er mjúka hárið þeirra eða dúnninn, er þornað og eru fljótir að læra að bjarga sér. Þeir verða fleygir 25–33 daga gamlir. Í varpbúningi er heiðlóan gullgul að ofan en svört og hvít að neðan, en á veturna er hún fremur einsleit, að mestu öll gulbrún. Lit ungfuglanna svipar um margt til vetrarbúnings hinna fullorðnu. Hér á landi er fæðan einkum skordýr, helst bjöllur og fiðrildalirfur, og svo ánamaðkar.
Við sjó borðar heiðlóan einnig marflær, burstaorma og svoleiðis. Og á haustin auk þess ber, áður en hún þenur út vængina sína og flýgur til útlanda aftur. Vetrarstöðvarnar eru á Bretlandseyjum og vesturströnd meginlands Evrópu, frá Jótlandi í Danmörku og allt suður til Gíbraltar, og auk þess hefur merkt, íslensk lóa endurheimst við strendur Marokkó, í NorðurAfríku.
Áður fyrr töldu menn sig geta lesið veðurbreytingar út frá hegðun og söng heiðlóanna. Á einum stað var til dæmis sagt, að þær flygju hratt og með miklum vængjaþyt og kvökuðu: „Bí, bí“ á undan illviðri, en syngju: „Dirrindí“ eða „Dírrí-dí“ eða þá „Dýrðin, dýrðin“, þegar betra veður nálgaðist. Annars staðar sögðu menn hins vegar, að þegar heiðlóan kvakaði: „Spítí, spítí“, myndi bráðlega fara að rigna, en þeir voru sammála um hitt. Og á enn öðrum stað var sagt, að ef hún syngi: „Fú, fí“, eða „Óhú, óhú“, boðaði það votviðri, en ef heyrðist: „Dirrin, dirrin“, átti að vera þurrt næsta dag.
Í Evrópusöngvakeppni fugla, sem var haldin í maí 2002, bar þessi elska sigur úr býtum, og í kosningu Fuglaverndar, þar sem niðurstaðan var gerð opinber 22. apríl 2021, var hún kosin „Fugl ársins“ og sigraði með yfirburðum.

Heiðlóan á sér mörg önnur heiti, flest, ef ekki öll, gömul. Þar á meðal eru brokfugl, heiðaló, heiðalóa, heiðarló, heiðarlóa, heiðló, heiðlói, heiláfa, heiló, heilóa, heyláfa, heylóa, heylói, lava, láfa, láva, ló, lófa, lóva, lævirki, táta, títa, þeiló, þeyló og þeylóa. Þegar lóan kemur næsta vor, ásamt kríunum, maríuerlunum, spóunum og öllum hinum yndislegu fuglunum, ætlarðu þá ekki að reyna að sjá hana? Kannski getur þú líka spáð í veðrið með því að hlusta á hvernig hún syngur? Það væri nú aldeilis skemmtilegt!


Nýsmíði
Gólfhitafræsing
Gólfhitalögn
Pallasmíði
Þakvinna
Innréttingar
Parketlögn
Skjólgirðingar




Við komum þér til betri heilsu.
Tímabókanir hjá kírópraktor í síma 588-8085.
Strandvegur 26 | Vestmannaeyjar



fyrir jólin Bumbumyndir
Bókið tíma á facebook.com/thoreyljosmyndari eða á netfangi thoreyhh19@gmail.com


Verkpallaleiga Vestmannaeyja býður upp á leigu á álpöllum frá EuroScaffold. Fljót afhending – hægt að sækja sjálfur eða fá sent.











Frumsýning
föstudaginn 14. nóv kl. 19:00
2. sýning
laugardaginn 15. nóv kl. 15:00
3. sýning
sunnudaginn 16. nóv kl. 15:00
Sími: 852-1940 Miðaverð: 4.200kr
Miðasalan opin alla vikuna milli kl. 16:00-20:00