Tígull 21. tbl 07. árg.

Page 1


21. tbl. 07. árg. 27. ágúst - 2. september 2025 MEÐAL EFNIS:

LUNDAPYSJUFJÖR

Þegar að Tígull fór í prentun þá höfðu 915 pysjur verið skráðar hjá Lundapysjueftirlitinu og 351 vigtaðar. Meðalþyngd pysjanna er 245g, sú þyngsta vigtaðist 468g en sú léttasta 104g. Addi í London hefur verið duglegur að mynda yfir pysjutímann. Hér má sjá myndir frá Adda.

TÍGULL

DREIFING:

Dreifing fer fram á fimmtudögum og er blaðinu dreift inn á öll heimili í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir. Forsíðumynd / Bjarni Sigurðsson.

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is

Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.

Þjónustufulltrúi VR í Vestmannaeyjum

Hefur þú gaman af því að taka vel á móti fólki, aðstoða, upplýsa og leiðbeina? Ert þú góð tungumálamanneskja og tölvufær? VR óskar eftir að ráða einstakling á skrifstofu félagsins í Vestmannaeyjum.

Helstu verkefni felast í þjónustu við félagsfólk okkar á staðnum, í gegnum síma, netspjall og tölvupóst. Samskiptin fara fram á íslensku og ensku. Vinnutíminn er frá kl. 8:30 alla virka daga og til kl. 15 eða 16, eftir því hvað hentar þeim sem verður ráðinn.

Við leitum að einstaklingi sem er afar fær í að tala og skrifa bæði íslensku og ensku. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af og njóta þess að vera í þjónustu, hafa jákvætt viðmót, vera lausnamiðaður og búa yfir góðri samskiptahæfni. Eins er góð tölvukunnátta mikilvæg og reynsla af notkun excel.

VR er stærsta stéttarfélag landsins með rúmlega 40.000 félaga. Skrifstofur félagsins eru á Akranesi, Suðurnesjum, Selfossi, Egilsstöðum, í Reykjavík og Vestmannaeyjum.

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist til Þórarins Þórssonar, sviðsstjóra þjónustusviðs, á netfangið thorarinn@vr.is.

Eins er hægt að sækja um starfið á starfavefnum Alfreð, www.alfred.is.

Umsóknarfrestur er til og með 3. september nk.

LYKILLINN AÐ VELGENGNI LIÐSINS Í ÁR VAR

SAMHELDNIN BÆÐI INNAN VALLAR OG UTAN

Allison Grace Lowrey spilar með ÍBV í Lengjudeildinni og hefur hún skorað þar 21 mark. Allison er langmarkahæðst í deildinni en næstu á eftir hafa skorað 12 mörk, en þær eru þrjár. Þar á meðal eru Olga Sevcova og Allison Clark einnig leikmenn ÍBV. Við heyrðum frá Allison Lowrey og fengum að heyra hennar upplifun af Vestmannaeyjum.

Hvaðan ertu?

Ég er frá New Jersey í Bandaríkjunum.

Geturðu sagt okkur aðeins frá fjölskyldunni þinni? Foreldrar mínir spiluðu bæði fótbolta þegar þau voru yngri og í framhaldsskóla. Systir mín spilaði einnig í háskóla.

Þetta er fyrsta árið þitt í Vestmannaeyjum, hvernig líkar þér?

Reynslan mín í Vestmannaeyjum hefur verið ótrúleg. Fólkið, náttúran og menningin eru meira en ég get lýst með orðum.

Hvernig lítur dæmigerður dagur út hjá þér? Á dæmigerðum degi vöknum við og hittum vini okkar í Klaufinni til að fara í smá sjósund áður en við förum á Vigtina Bakhús í bakkelsi og kaffi. Síðan

förum við í Týsheimilið til að teygja og lyfta áður en við slökum á í sundlauginni. Eftir það borðum við og hvílum okkur fyrir æfingu. Eftir æfingu horfum við á þátt af Stranger Things með Heklu áður en við hittum vini okkar og liðsfélaga um kvöldið.

Hvað líkar þér best við Vestmannaeyjar?

Uppáhaldið mitt við að búa hér hefur klárlega verið Þjóðhátíð. Liðsfélagarnir hafa talað um Þjóðhátíðina frá því við komum í janúar, og hátíðin fór fram úr öllum væntingum mínum á besta mögulega hátt.

Hvernig er tilfinningin að ná sigra Lengjudeildina?

Að vinna deildina er eitthvað sem við höfum unnið hart að síðustu 7 mánuði. Það er ótrúlega gefandi að geta slakað á og notið ávaxta vinnunnar okkar.

Geturðu lýst augnablikinu þegar þú áttaðir þig á að liðið væri orðið meistari?

Eftir að við skoruðum annað markið gegn HK fór sú tilfinning að síast inn. Við vissum að við þyrftum bara að klára seinni hálfleikinn og bikarinn yrði okkar.

Hver heldur þú að hafi verið lykillinn að velgengni liðsins í ár?

Lykillinn að velgengni liðsins í ár var samheldnin bæði innan vallar og utan. Ekkert hefði verið mögulegt án kærleika og virðingar okkar fyrir hvor annarri. Við lærðum að spila eftir styrkleikum hverrar annarra og það hafði gríðarlega mikla þýðingu.

Hvernig var stemningin í klefanum eftir þennan sigur?

Það var ótrúleg orka í klefanum. Við vorum allar brosandi og dansandi. Allar voru svo stoltar af sjálfri sér og hver annarri fyrir alla þá vinnu sem var lögð á sig á tímabilinu.

Hvaða áskoranir þurftuð þið að yfirstíga á leiðinni að titlinum?

Það tók okkur allt undirbúningstímabilið og fyrsta leikinn að finna okkar takt og leikstíl. Við færðum leikmenn til og prófuðum nýja taktík. Eftir fyrsta og eina tapið okkar á tímabilinu vissum við að við þyrftum að stíga upp – og við gerðum það.

Hvað þýðir þessi sigur fyrir þig persónulega?

Það er ótrúlega gefandi að tryggja titilinn. Veturinn var mjög erfiður fyrir mig eftir að hafa flutt að

heiman á litla eyju þar sem var aðeins sex klukkustunda birtutími á dag. Ég lauk háskólaferlinum mínum í fótbolta á ekki nægilega góðum nótum, svo ég var staðráðin í að sanna fyrir þeim þjálfurum sem efastu um mig að þeir hefðu rangt fyrir sér. Einnig langaði mig til að finna aftur ástíðu mína á íþróttinni. Að fá að vera hluti af svona árangursríku liði hefur verið svo uppfyllandi. Ég er stolt og heiðruð að hafa fengið að lyfta bikarnum með liðsfélögum mínum í ár. Fjölskylda mín flaug hingað og kom mér á óvart á leikdaginn. Að sjá hvað þau voru stolt af mér var besta tilfinningin í heimi.

Hver hefur helst hvatt þig á þessari vegferð?

Ally Clark og Avery hafa hvatt mig mest í ár. Þær halda alltaf uppi jákvæðri orku þegar hlutirnir verða erfiðir og halda mér við efnið þegar þess þarf. Ég hef verið ótrúlega heppin að hafa þær sem herbergisfélaga og liðsfélaga í ár. Hvorki ég né liðið hefði ekki náð svona langt án þeirra.

Hvaða skilaboð myndir þú vilja senda til ungra leikmanna sem líta upp til þín?

Besta ráð mitt til ungra leikmanna er að ganga úr skugga um að fótbolti sé alltaf skemmtilegur og eitthvað sem þú nýtur að gera. Ekki leyfa neinum að setja á þig pressu og ræna þig gleðinni – spilaðu fyrir sjálfan þig og spilaðu fyrir liðsfélaga þína.

Áttu þér draumafélag eða deild sem þú vildir spila í einn daginn?

Ef ekki í Bandaríkjunum, þá myndi ég elska að spila í Ástralíu einn daginn. Ég elska hita og langar að sjá annan hluta heimsins.

Hvaða áhugamál hefur þú utan fótboltans?

Í sumar hef ég notið þess að ganga á fjöll hér í Eyjum og reynt að vera sem mest úti þegar veðrið er gott. Svo já fjallganga og útivist.

Hver er erfiðasti andstæðingurinn á æfingum?

Erfiðustu andstæðingarnir á æfingum eru Ally Clark og Avery. Þær eru svo sterkar bæði sóknarlega og varnarlega og leggja alltaf allt sitt í leikinn.

Hvernig myndir þú lýsa liðsstemningunni núna?

Liðsstemningin er frábær. Við erum mjög spenntar að taka á móti bikarnum og enn spenntari yfir því að vera komnar aftur í Bestu deildina.

Ertu með framtíðarplön varðandi menntun eða starfsferil utan fótboltans?

Ég hef útskrifast úr háskóla og er því hætt í námi í bili. Eftir fótboltann veit ég ekki enn hvað ég vil gera.

Er eitthvað sem þú vilt bæta við að lokum?

Ég vil þakka samfélaginu í Eyjum fyrir stuðninginn allt tímabilið og Jóni Óla þjálfara fyrir að koma mér hingað og gefa mér tækifæri.

LENGJUDEILDARMEISTARAR 2025

Kvennalið ÍBV í knattspyrnu tryggðu sér Lengjudeildarmeistaratitilinn með sigri á HK síðastliðinn fimmtudag með fjórum mörkum gegn einu. ÍBV er með 43 stig eftir 16 leiki en HK með 34 stig í öðru sæti. Tveir leikir eru eftir af deildinni en ÍBV stelpurnar mæta ÍA fimmtudaginn 28. ágúst á Hásteinsvelli kl. 18:00 en þær munu þá taka við Lengjudeildarbikarnum! Síðasti leikur deildarinnar svo fimmtudaginn 4. september á Tekk Vellinum þar sem þær mæta liði Fylkis í Árbænum. Bjarni Sigurðsson ljósmyndari myndaði leik ÍBV og HK. Innilegar hamingjuóskir með glæsilegan árangur!

Efri röð frá vinstri; Erla Hrönn, Díana, Sandra, Viktorija, Ísey María, Hrafnhildur, Helena Hekla, Magdalena, Erna, Embla, Milena. Neðri röð frá vinstri; Allison Clark, Olga, Avery, Allison Lowrey, Guðný, Ragna Sara, Kristín Klara og Edda Dögg.

Sælkeri vikunnar SONJA ANDRÉSDÓTTIR

EGGJAFISKUR, SINNEPSSÓSA & KALKÚNABOLLUR

Ég vil þakka karlinum mínum fyrir áskorunina. Mig langar að bjóða uppá barnvænan fisk sem að var mjög vinsæll þegar ég var að elda leikskólanum.

Eggjafiskur

Það er gott að hafa nýjar kartöflur og sinnepssósu með.

Hráefni:

4 flök þorskur

Hveiti, til að að velta fisknum upp úr

4 egg

Sirka 4 msk Tómatssósa

Sirka 4 msk Sætt sinnep

Salt og pipar

Aðferð:

Hveiti sett í skál með salt og pipar.

Egg sett í skál. Tómatssósa og sinnep sett út í og hrært vel saman. Svo er fisknum velt upp úr hveitinu, sett svo í eggjahræruna, steikt á pönnu og í eldfast mót. Þetta er síðan sett inn í ofn á 170 gráður í 1520 mínútur

Sinnepssósa

2 msk majónes

3 msk sýrður rjómi

1 og ½ msk sætt sinnep

Smá hunang

Öllur hrært saman.

Kalkúnabollur

Hráefni:

600 Gr kalkúnahakk

½ mexíkóostur

½ piparostur

1 laukur

100 beikon

3 egg

Svartur pipar eftir smekk

Kjöt og grillkrydd eftir smekk

Aromat eftir smekk

Smá hveiti til að hafa hakkblönduna ekki of blauta

Sonja er sælkeri vikunnar.

Aðferð:

Skera lauk og beikon í litla bita. Rífa niður ostinn. Öllu blandað saman í eina skál, steikja á pönnu eina litla bollu og smakka, til að athuga hvort að það þurfi að bragðbæta. Bý til litlar bollur steikji á pönnu og set inn í ofn í sirka 15 mínútur. (fer eftir því hversu stórar bollurnar eru) Gott að bera þetta fram með hrísgrjónum og piparostasósu.

Verði ykkur að góðu!

Ég ætla að halda þessu aðeins lengur innan fjölskyldunar og skora á dóttur mína Birtu Líf sem er algjör snillingur í eldhúsinu að mínu mati.

Viltu minnast látins ættingja eða vinar?

Hægt er að senda okkur minningargrein á netfangið tigull@tigull.is og við birtum fyrir þig greinina á útfarardegi.

Einnig er hægt að panta hjá okkur andlátstilkynningu og tilkynningu á vef.

Verð: 12.400 kr.

VEL SÓTT PÍLUMÓT HJÁ PÍLUFÉLAGI VESTMANNAEYJA

Um síðustu helgi fór fram pílumót í Vestmannaeyjum þar sem alls tóku 57 keppendur þátt, 49 í karlaflokki og 8 í kvennaflokki.

Keppnin hófst á föstudagskvöldi með tvímenningi, þar sem 20 pör tóku þátt. Þar voru þeir Árni Ágúst Daníelsson og Birnir Andri Richardsson sigur eftir hörkuspennandi úrslitaleik gegn Halla Egils og Jóni Knút.

Einmenningur fór fram á laugardeginum þar sem keppt var í riðlum og síðan í úrslit í A- og B-deild. Hörður Þór Guðjónsson sigraði í A-úrslitum eftir jafnan úrslitaleik gegn Halla Egils. Í þriðja og fjórða sæti í A-deild voru þeir Árni Ágúst Daníelsson og Kári Vagn Birkisson, sem vann mótið í fyrra. Í B-deildinni sigraði Guðjón Sigurðsson, sem hafði betur gegn Marel Högna Jónssyni í úrslitaleiknum. Í kvennaflokki stóð Steinunn Dagný Ingvarsdóttir uppi sem sigurvegari í úrslitaleiknum við Árdísi Sif Guðjónsdóttur. Í þriðja og fjórða sæti urðu þær Sara Heimisdóttir og Nadía Ósk Jónsdóttir.

Ingibjörg Magnúsdóttir sá um mótstjórnina. Ljósmyndari Tíguls leit við á pílumótið um helgina og smellti nokkrum myndum.

ÞRAUTIR vikunnar

Sunnudag kl. 20:00

Nýsmíði

Gólfhitafræsing

Gólfhitalögn

Kjarnaborun

Pallasmíði

Þakvinna

Innréttingar

Utanhúsklæðningar

Panta þarf tíma í myndatöku Hægt er að senda tölvupóst á leturstofan@leturstofan.is eða hringja í síma 481 1161

TAKTU ÞÁTT Á ÞINN HÁTT!

5 eða 10 km

Rásmark verður við íþróttamiðstöðina.

Upphitun hefst kl. 12.35 og hlaupið ræst kl. 13.00.

Þátttökugjald er kr. 4.000. Skráning á netskraning.is.

Keppnisnúmer og gögn afhent milli kl. 18 og 20 föstudaginn 5. september í Íþróttamiðstöðinni.

// Nánari upplýsingar á vestmannaeyjahlaup.is

// Skráning hafin á netskraning.is

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.