20. tbl. 07. árg. 20. - 26. ágúst 2025

20. tbl. 07. árg. 20. - 26. ágúst 2025
Vestmannaeyjahlaupið verður haldið laugardaginn 6. september. Boðið verður upp á 5 km og 10 km.
Rásmark verður við Íþróttamiðstöðina og hefjast bæði hlaupin kl. 12:30
Keppnisgögn eru afhent milli kl. 17:00 - 19:00 föstudagskvöldið 5. september í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Þeir sem koma samdægurs geta sótt gögn á laugardeginum kl.11:00 - 12:30
Eitt þátttökugjald 4.000 kr er í hlaupið, óháð vegalengd.
Dreifing fer fram á fimmtudögum og er blaðinu dreift inn á öll heimili í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is
Hlauparar fæddir 2010 og síðar (15 ára og yngri) fá frítt en verða að skrá sig í hlaupið.
Veitt eru vegleg verðlaun fyrir fyrstu þrjá í karla og kvennaflokki í hvorri vegalengd.
Verðlaun í 10 km.
1.sæti 100.000 kr.
2.sæti 50.000 kr.
3.sæti 25.000 kr.
Verðlaun í 5 km.
1.sæti 50.000 kr.
2.sæti 25.000 kr.
3.sæti 15.000 kr.
Einnig verða veitt útdráttarverðlaun.
Íþróttahúsið verður opið fyrir og eftir hlaup og hægt er að fara í sund þar og er það innifalið í gjaldinu.
Fyrir þá sem koma ofan af landi þá er um að gera að bóka ferðina yfir tímalega: herjolfur.is
Frí rútuferð í boði fyrir þá sem koma með 10:45 ferðinni, frá bryggju upp í íþróttahús.
Allar upplýsingar um mótið eru inn á vefsíðu hlaupsins: vestmannaeyjahlaup.is
Þú getur líka fylgst með á facebooksíðu hlaupsins.
Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir. Forsíðumynd / Addi í London.
Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is
Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is
Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.
TAKTU ÞÁTT Á ÞINN HÁTT!
5 eða 10 km
Rásmark verður við íþróttamiðstöðina.
Upphitun hefst kl. 12.35 og hlaupið ræst kl. 13.00.
Þátttökugjald er kr. 4.000. Skráning á netskraning.is.
Keppnisnúmer og gögn afhent milli kl. 18 og 20 föstudaginn 5. september í Íþróttamiðstöðinni.
// Nánari upplýsingar á vestmannaeyjahlaup.is
// Skráning hafin á netskraning.is
Í Vestmannaeyjum er alltaf líf og fjör, og nú bætist nýtt og fyrirtæki í þjónustuflóru bæjarins. Það er Harpa Hjartardóttir sem stendur á bak við Eyjablóm, nýja blómaþjónustu sem ætlað er að færa bæjarbúum litadýrð og hlýju í hversdaginn. Harpa er jafnframt starfandi í Húsasmiðjunni, en hefur nú látið ástríðu sína fyrir blómum blómstra í eigin rekstri. Hún er gift Daníel Andra Kristinssyni og saman eiga þau fjögur börn. Við tókum létt spjall við Hörpu.
Hvað hafið þið fjölskyldan búið lengi í Eyjum?
Við Jakob, sonur minn höfum búið hér síðan haustið 2023. Maðurinn minn er eyjamaður og hefur búið hér meira og minna alla sína ævi.
Hvað varð til þess að þið fluttuð til Vestmannaeyja? Ég hafði verið í Stokkhólmi í Svíþjóð í 11 ár áður en ég loksins ákvað að koma heim aftur. Ég þráði hægari
hversdagsleika og einfaldara líf eftir allan asann í stórborginni og það var í raun bara röð atvika sem leiddi mig að lokum til Eyja.
Hvernig líkar ykkur í Eyjum?
Við dýrkum Vestmannaeyjar og samfélagið er frábært. Náttúran stórbrotin og nálægðin við allt gerir lífið svo mikið léttara
Hvaða kostir og gallar finnst þér við að búa í Vestmannaeyjum?
Kostirnir eru eins og áður hefur komið fram, samfélagið, náttúran, nálægðin og streituminni lífstíll. Það eru einhverjir gallar líka en ekkert sem fer sérstaklega í taugarnar á mér og kostirnir vega meira en gallarnir.
Hvernig kom hugmyndin að því að stofna eigin blómaþjónustu?
Það fylgdi því sorg að sjá Blómaval kippt svona undan okkur eyjafólki. Ég vann í Blómaval í rúmt ár og að lokum kom í ljós að lokunin væri raunveruleiki og starfið mitt í blómunum sömuleiðis á enda. Þetta starf hefur gert mikið fyrir mig og ég finn mig svo mikið með blómum. Það var hugmynd á lofti um að hefja starfsemi í skúrnum heima og eftir smá umhugsun ákvað ég að slá til.
Hvaða þjónustu ætlar þú að bjóða upp á?
(Blómvendir, viðburði, áskriftarþjónustu o.fl.)?
Það er mjög fjölbreytt og fer eftir þörfum hvers og eins. Það verður í boði að panta vendi og skreytingar fyrir öll tilefni. Einnig verða í boði kransar og útfararskreytingar með akstri og uppsetningu í kirkju, brúðarvendir, barmblóm og gjafainnpökkun. Ég ætla líka að bjóða upp á áskrift fyrir einstaklinga og fyrirtæki vikulega, aðra hverja viku eða mánaðarlega! Ég vonast svo til að geta boðið uppá pop-up verslun einhversstaðar á stóru blómadögunum eins og Valentínusardag og konudag.
Hvað finnst þér skipta mestu máli þegar kemur að blómum og hönnun þeirra?
Mér finnst skipta máli að skapa á hlýjan hátt og að litir og form dansi saman. Svo finnst mér skipta máli að þekkja til tilefnisins svo það sé hægt að hanna í takt við það.
Er einhver ákveðin stefna eða stíll sem þú vilt að þjónustan þín endurspegli?
Með blómunum langar mig að miðla gleði og hlýju inn í daglegt líf fólks. Fyrir mér snýst blómaskreyting ekki bara um útlit heldur líka tilfinningu - að minna á að líta upp úr dagsins amstri og fanga litlu augnablikin. Ég vil að þjónustan mín sé auðmjúk, hlý og persónuleg – að blómin tali fyrir sig og gleðji þann sem fær þau.
Hver er bakgrunnur þinn – hefur þú unnið með blóm
áður eða er þetta algjör ný byrjun?
Ég hef alltaf verið mikil blómamanneskja og hef týnt vendi útum allan heim að gamni mínu. Ég hef líka verið kölluð “algjört blóm” og gengst alveg við því viðurnefni! Svo byrja ég að vinna með Birgittu og Valdísi í Blómaval og fannst það bara vera eins og að koma heim! Afhverju er ég ekki búin að vera að þessu alltaf?! En mín fyrri störf hafa verið meira inná skrifstofum í auglýsinga og fjarskiptabransa.
Hvert er uppáhaldsblómið þitt og af hverju?
Þetta er alveg agaleg spurning af því ég elska öll blóm og allan fjölbreytileikann í þeim! Mér finnst chrysanthemum (Chrusi) svo sérstakt því það stendur vel og lengi, en rósirnar heilla mig með ilmnum sínum og þeirri gleði sem þær bera með sér. Þær minna líka á að njóta augnabliksins.
Hvað hefur verið stærsta áskorunin á leiðinni að því að byrja þennan rekstur?
Það var ákveðin áskorun bara að komast að því að ég væri að fara að gera þetta. Annars hef ég bara tekið þessu sem verkefni og fengið góða hjálp frá fjölskyldu og vinum við að gera þetta að veruleika.
Þau sem vilja nýta þjónustu þína, hvernig á fólk að snúa sér?
Hægt er að hafa samband á eyjablom@gmail.com eða hringja í síma 837-3000. Við munum byrja rólega svo æskilegast er að panta með nokkurra daga fyrirvara. Ég sendi svo blómin til viðkomandi eða þau sótt á Helgafellsbraut 20. Heimasíðan eyjablom.is er svo að fara í loftið og þar verður einnig hægt að panta von bráðar.
Eitthvað að lokum?
Takk fyrir alla hvatningu og jákvæðni í minn garð! Ég hlakka til að vaxa og dafna með Eyjablóm og vona að sem flestir nýti sér þjónustuna.
Ég vil byrja á því að þakka Geira vini mínum fyrir áskorunina. Ég ætla að bjóða upp á mjög einfaldan en bragðgóðan kjúklingarétt ásamt brauði.
Hráefni:
1 kg kjúklingur / bringur
200g spínat
200g beikon
70g döðlur
3 hvítlauksrif
1 msk oregano
250 ml rjómi
1 dós rjómaostur
1 kjúklingateningur
1 grænmetisteningur
Aðferð:
Beikon og hvítlaukur steikt saman á pönnu, döðlum oregano og teningunum bætt saman við.
Rjómanum og rjómaostinum bætt við á pönnuna og
látið malla.
Skera kjúklingabringurnar í bita og steikja.
Raða í eldfast mót:
Spínati, kjúkling, öllu sem af pönnunni og að lokum setja rifinn ost yfir. Sett í ofn í 30 mínútur á 160°C,
Brauð
Hráefni:
1 kg hveiti
1 bréf ger
11/2 msk salt
750 ml volgt vatn
Rautt pestó
Aðferð:
Blanda öllu saman og hnoða, látið hefast í 2 klst.
Skiptið í tvo hleifa og bakið við 200°C í 30-40 mínútur. Látið standa í 30 mínútur áður en brauðið er skorið í sneiðar.
Einnig má t.d setja hvítlauk eða rifinn ost í staðinn fyrir rautt pestó.
Verði ykkur að góðu!
Aggi er sælkeri vikunnar.
Ég skora á konuna mína sem sælkera næstu viku - Sonju Andrésar.
ágúst þinn skoðunarmánuður?
Frumherji í Eyjum
vikuna 25. - 28. ágúst
Allar gerðir ökutækja
Lokað í hádeginu
Tímapantanir í síma
570 9090
Faxastígur 38
39.990 Skólafartölvur Verð
Gólfhitafræsing
Gólfhitalögn
Kjarnaborun
Pallasmíði
Innréttingar Utanhúsklæðningar
aglverktakar@gmail.com // 768 5228
Panta þarf tíma í myndatöku Hægt er að senda tölvupóst á leturstofan@leturstofan.is eða hringja í síma 481 1161