Jólafylkir 2023

Page 1

°

°

75. árg. | 3. tölublað | Jólin 2023

Fylkir óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári


° 2

FYLKIR - jólin 2023

Óskum starfsfólki, viðskiptavinum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Áramótalokun Set verður frá 23. desember til 8. janúar 2024.

Set ehf. stundar vöruþróun og framleiðslu og veitir tækniráðgjöf og þjónustu á sviði lagnaiðnaðar, einkum á veitusviði. Fyrirtækið rekur verksmiðjur á Selfossi og í Haltern am See í Þýskalandi og hefur ISO 9001 gæðavottun og viðurkenningu Euro Heat & Power í Evrópu.

°


°

°

FYLKIR - jólin 2023

3

EFNISYFIRLIT Bls. 5

Hvað er trú?

Bls. 5

90 ár síðan Sjóveita Vestmannaeyja var tekin í notkun

- Sr. Guðmundur Örn Jónsson

- Ívar Atlason

Bls. 7

Rafstöðin við Heimatorg 50 ár síðan rafstöðin fór undir hraun - Ívar Atlason

Bls. 9

Vermenn í Vestmannaeyjum Þrír ættliðir - Birgir Baldvinsson

Bls. 13

Baddý í Ólafshúsum: Sannkölluð sveitastelpa úr Eyjum

Hugvekja í göngumessu á 50 ára goslokahátið 2023

Hvað er trú?

- Grímur Gíslason

Bls. 19

HÚS OG FÓLK VII Skálholt við Urðaveg - Helgi Bernódusson

Bls. 27

Surtseyjargosið í minningu heimamanns - Baldur Þór Þorvaldsson

Bls. 32

Látnir kvaddir - Myndir af fólki sem búið hefur í Vestmannaeyjum í lengri eða skemmri tíma og lést á árinu.

Myndir í blaðinu: Forsíðumynd: Sæþór Vídó. Aðrar myndir: Úr einkasöfnum og Ljósmyndasafn Vestmannaeyja.

ÚTGEFANDI: Eyjasýn hf. fyrir hönd Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum

Postularnir sögðu við Drottinn forðum: Auk oss trú! Hvað er trú? Í Hebreabréfinu er ansi góð skilgreiningu á hugtakinu trú. Þar segir: “Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.“ Margir hafa velt þessu hugtaki fyrir sér, það hefur verið skeggrætt í gegnum aldirnar og ýmsir góðir spekingar hafa reynt að varpa ljósi á þetta stóra hugtak, sem í raun gerir okkur öll svo smá þegar við stöndum frammi fyrir því. Lærisveinninn Tómas krafðist þess að fá að snerta Jesú upprisinn, annars myndi hann ekki trúa. Þegar Jesús hafði birst lærisveininum Tómasi sérstaklega og sýnt honum naglaförin og síðusárið kraup Tómas í auðmýkt og játaði trú sína. Þá sagði Jesús: “Þú trúir, af því að þú hefur séð mig. Sæl eru þau, sem hafa ekki séð, en trúa þó.” Þessi sterka löngun til að skilja alla skapaða hluti er vissulega nauðsynleg og þekkingarleit er af hinu góða, en sú leit þarf að vera raunhæf, að öðru leyti er gott að hvíla í trúnni, sem svarar á margan hátt þeim spurningum, sem við berum fram við því sem við munum ekki og eigum ef til vill alls ekkert að bera skilning til. Segja má að fyrir 50 árum hafi íslensk þjóð verið í sömu sporum og Tómas. Fyrir 50 árum var hér allt í rúst. Og ég veit að það voru æði margir sem töluðu um þá vitleysu að byggja Heimaey aftur upp að gosi loknu. Og maður er eiginlega alltaf hálf hiss á því að fólk hafi í alvöru komið til baka, horft yfir fallegu eyj-

SR. GUÐMUNDUR ÖRN JÓNSSON

una sína, sem var svört af ösku og hrauni, og ákveðið að taka til við að moka. Það var ekki kræsilegt um að litast, en fólk hafði trú á verkefninu, trú á að hægt væri að byggja hér allt upp að nýju. Trú fólks var ekki gripin úr lausu lofti, því eins og marg oft hefur verið sýnt framá, þá býr trúin í hverju og einu okkar - hefur verið plantað í hjörtu okkar, í hverja einustu frumu, ef svo má segja. Hörmungarnar sem dundu yfir, eignatjónið, tilfinningatjónið og andlegar hremmingar fólks hefðu

RITNEFND: Eyþór Harðarson, ábm., Arnar Sigurmundsson, ritstjóri Jarl Sigurgeirsson, Gísli Stefánsson, og Thelma Hrund Kristjánsdóttir.

hæglega getað orðið til þess að fólk hefði gefist upp. En slíkt kom ekki til greina. Fólk trúði og trúin kom fram í uppgreftri, uppbyggingu og ræktun samfélagsins. Jesús benti lærisveinum sínum einmitt á það að trú kviknar fyrir tilstuðlan ræktunar, þar sem vinna og þrautsegja skiptir máli, vinna sem við getum unnið með fólkinu okkar, vinna sem spyr ekki um laun að dagsverki loknu. Göngumessan sem haldin er um hver goslok minnir okkur á allt þetta. Göngumessan hefst í Landakirkju, þar sem fólk þyggur næringu trúarinnar, gengur í gegnum sáluhliðið, þar sem fólk er minnt á vonina þrátt fyrir allt sem gengur á lífinu, með orðunum „ég lifi og þér munuð lifa.“ Og í gegnum kirkjugarðinn gefst fólki tækifæri til að minnast allra þeirra sem fóru slóðina á undan og við eigum öll svo margt að þakka. Þaðan er haldið í miðju gýgsins og þanngi horfst í augu við erfiðleikana sem fylgdu eldgosinu, eyðilegginguna og umrótið allt á eyjunni og í lífi fólks. Svo heldur eyðumerkugangan áfram í gegnum hraunið, og endar loks á Skansinum, í hraunjaðrinum, því þrátt fyrir allt sem á undan er gengið þá er von í þeirri fegurð sem það svæði vitnar svo sterklega um. Já, göngumessa á goslokum er ekki bara ámynning um atburði sem gerðust fyrir 50 árum, heldur áminning til okkar um að trúin er okkur öllum svo mikilvæg í lífinu. Í Jesú nafni. Amen.

UMBROT: Leturstofan / Sæþór Vídó PRENTUN: Landsprent ehf. UPPLAG: 2200 eintök

BLAÐINU ER DREIFT Í ÖLL HÚS Í VESTMANNAEYJUM OG AUK ÞESS SENT VÍÐA UM LAND OG SELT Í LAUSASÖLU Á KLETTI, VESTMANNAEYJUM. ÞAÐ VERÐUR EINNIG AÐGENGILEGT Á EYJAFRETTIR.IS ÚT JANÚAR 2024


° 4

FYLKIR - jólin 2023

TOYOTA RELAX Engin vandamál – bara lausnir

Við framlengjum ábyrgðina á Toyota-bílnum þínum um 12 mánuði* í senn þegar þú kemur í þjónustuskoðun hjá viðurkenndum þjónustuaðila Toyota. Toyota Relax er í boði þar til bíllinn verður 10 ára eða hann ekinn 200.000 kílómetra – hvort sem fyrr kemur. Toyota RELAX ábyrgð gildir í 12 mánuði frá og með þjónustuskoðun bifreiðar eða í 15 þúsund km akstur (20 þúsund í tilviki Proace) – hvort sem fyrr kemur. Íhlutir sem gert er athugasemd við í þjónustuskoðun og sem ekki eru lagaðir falla ekki undir Toyota RELAX ábyrgð. Bíll er gjaldgengur í Toyota RELAX ef hann er fluttur inn af Toyota á Íslandi, er keyrður minna en 200 þúsund km og er ekki orðinn 10 ára gamall. Bílar með minna en 12 mánuði eftir af núgildandi ábyrgð (5 ára eða 7 ára) eru EINNIG gjaldgengir í Toyota RELAX – að öðrum skilyrðum uppfylltum. Fyrirvari við 5 og 7 ára ábyrgð bíla sem fluttir eru inn af Toyota á Íslandi: Ökutækinu skal viðhaldið samkvæmt vörulýsingu og leiðbeiningum framleiðandans og ber eigandi kostnaðinn við slíkt viðhald. Sé það ekki gert getur það valdið ógildingu ábyrgðar varðandi hluti sem þarfnast viðhalds.

°


°

°

FYLKIR - jólin 2023

5

90 ár síðan Sjóveita Vestmannaeyja var tekin í notkun GREINARHÖFUNDUR:

ÍVAR ATLASON

Með komu vélbátanna árið 1906 jókst útgerð verulega í Eyjum. Sjór til fiskþvottar var tekinn úr höfninni upp um króargólf og sóttur í handvögnum niður á bryggju. Í framhaldinu stækkaði bærinn, fólki fjölgaði og fiskvinnslurnar stækkuðu til muna. Nokkur myndarleg fiskverkunarhús voru komin upp af Skildingafjöru sem notuðu sjó frá höfninni. Þessi vöxtur bæjarfélagsins olli því að frárennsli frá heimilum og fiskverkunarstöðvum óhreinkuðu sjóinn við bryggjurnar sem notaður var til fiskþvotta. Sjórinn sem tekinn var við bryggjurnar varð bæði óhreinn og ónógur og kom verulega niður á gæðum fisksins sem seldist á lægra verði en fiskur frá öðrum verstöðvum. Brýn þörf var því á sjóveitu til fiskhúsanna og einnig til slökkvistarfa. 22. september 1922 kom til umræðu á fundi hafnarnefndar, bréf frá Kristmanni Þorkelssyni yfirfiskmatsmanni þar sem rætt var um stórbætta fiskverkun ef hægt væri að dæla hreinum sjó. Gerð var kostnaðaráætlun, en ekkert meira gert. 11. nóvember 1926 skrifar Haraldur Viggó Björnsson útibússtjóri Íslandsbanka fyrr hönd Útvegsbændafélag Vestmannaeyja bréf til bæjarstjórnar Vestmannaeyja um vilja félagsins til að reisa sjógeymi á Skansinum og leiða leiðslu eftir Strandveginum vestur fyrir Básasker til að koma fiskþvotti í betra horf. Þetta sama ár fékk Gísli J. Johnsen Árna Pálsson verkfræðing til að gera kostnaðaráætlun og teikna upp sjóveitu sem átti að vera starfrækt í 5 mánuði á ári. Haraldur Viggó Björnsson sagði

safnað var í brunna) og aðstaða við öflun slökkvivatns batnaði til muna með sjóveitunni, settir voru upp sex brunahanar á sjóleiðsluna fljótlega eftir að sjóveitan var tekin í rekstur. Einnig stuðlaði sjóveitan að öðrum framfaramálum Eyjamanna. Dæmi um slíkt var fyrsta sundlaugin sem byggð var í Eyjum en það var Miðhúsalaugin.

Byrjunarvandamál sjóveitunnar

Eins og gengur við nýframkvæmdir, komu upp vandamál sem ekki var hægt að sjá fyrir. Við rekstur sjóveitunnar kom fljótlega í ljós að safnþróin austan við Hringskersgarð var ekki nógu góð, því sandur og þari áttu það til að berast í þróna með tilheyrandi vandamálum með sigtun. Hreinsun á sigtinu var erfitt og tímafrekt verk, en það varð að gera reglulega til að sjódæling gæti gengið. Það var síðan árið 1939 að maður nokkur sem Unnið við fiskverkun og fiskþvott norðan við fiskverkunarhúss Gísla J. Johnsen á fyrrihluta síðustu hét Magnús Jónsson grjóthleðslualdar við Nausthamar. Fiskimjölsverksmiðja Ísfélagsins (FES) er þar í dag. Mynd úr safni Gísla J. Johnsen. maður Vestmannaeyjabæjar, oftast kallaður Mangi grjót eða Grjótvalin á Skansinum norðan við Garðí bréfi sínu að ríkisstjórnin hefði metrar og 12 metrar í þvermál. Mangi og átti heima á Heimagötu fjós eða stakstæði á Skansi. Erfiðlofað fjarmagni í framkvæmdina • 830 metra langri, 12 tommu 17 (Bjarnleifshús) bauðst til að laga lega gekk að fjármagna sjóveituna gegn ábyrgð bæjarsjóðs og Gísli J. trépípu frá Skansi sem endaði þetta vandamál. Hann fékk sér til og það var ekki fyrr en árið 1931 Johnsen sagðist vera búinn að afla í Skildingafjöru. aðstoðar dugnsem framkvæmdlánsfé til framkvæmdarinnar. Samt aðarforkinn Hafir hófust við gerð féll sjóveitumálið niður að sinni, stein Snorrason og hennar. Var Finnhvað sem olli. Sjóveitan var stórt framfaraskref leystu þeir þetta bogi R. Þorvaldsvandamál með því Óhreinn sjór til fiskþvotta son verkfræðingfyrir íbúana, útgerð og að sprengja svelg í Árið 1928 kemur sjóveitumálið aftur fenginn til að fiskvinnslu. Fiskþvottur varð klappirnar austan ur á dagskrá hjá hafnarnefnd og teikna sjóveituna. við Hringskersbæjarstjórn Vestmannaeyja. Ekki Vitamálastofnun mun þrifalegri og hærra garð. Heppnaðist kom það til að góðu, því sjórinn í gerði kostnaðverð fékkst fyrir fiskafurðir. þessi framkvæmd aráætlun. Sjóhöfninni var orðinn alls óhæfur til fullkomlega og veituteikning er til fiskþvotta vegna skólpmengunar Sjóleiðsla var árið 1962 lögð í var sjór tekin eftir frá 7. maí 1931 og og annarra óhreininda. Eins og Jón þetta úr þessum eru þeir Finnbogi Sverrisson útgerðamaður skrifaði sjúkrahúsið (engin vatnsveita var svelg án þessa að R. Þorvaldson og bæjarstjórn: „ [H]var er þetta bæjí Eyjum á þessum tíma, aðeins sandur og þari arfélag statt ef fiskurinn hættir að Th. Krabbe skrifaðir stífluðu sigtin, verða útflutnings- eða neysluvara fyrir teikningunni. rigningarvatn sem safnað var og fengu þeir fésökum óhreininda?“ Th. Krabbe (Thorí brunna) og aðstaða við öflun lagarnir mikið lof vald Haraldsson Hafnarnefnd ákvað 1928 að reisa fyrir þetta framtak. Krabbe f. 1876 d. sjóveitugeymi. Staðsetning var slökkvivatns batnaði til muna Árið 1943 kom í 1953) var danskur ljós að trépípurnar verkfræðingur með sjóveitunni, settir voru upp sem lágu frá Skansog vitamálastjóri sex brunahanar á sjóleiðsluna inum að Skildingatil margra ára og fjöru voru í slæmu kom að ýmsum fljótlega eftir að sjóveitan var ástandi og láku framkvæmdum tekin í rekstur. mikið. Var timbrvið höfnina í Vestið sundurtætt af mannaeyjum maðki og endist meðan hann var ekki í marga áratugi eins og sagt vitamálastjóri. Th. Krabbe gerði Framkvæmdir hófust í júlí 1931 og hafði verið. Var ákveðið að steypa eftirfarandi kostnaðaráætlun í janfóru aðallega fram á Skanssvæðstokk yfir leiðsluna alla leið frá úar 1931: inu. Á árinu 1932 var trépípan lögð Skansi að Skildingafjöru. Árið Inntaksbrunnur 2.000.-kr. frá Skansinum að Skildingafjöru. 2006, þegar Strandvegur var mokAðveitupípur og vélar 8.500.-kr. Trépípurnar voru 1/3 ódýrari en aður upp og skipt var um allar Lagning aðveitupípu stálpípur og taldar þola betur tærleiðslur og vegurinn endurbyggðog setja upp vélar 1.000.-kr. ingu og því endingarbetri. ur, komu trépípurnar í steypta í Vélahús 2.000.-kr. Hafnarnefnd Vestmannaeyja vildi stokknum í ljós. Var ákveðið að Sjóveitupípa, smíði fá lög frá Alþingi til verndar sjótaka bút úr leiðslunni til varðveislu. og jarðvinna 29.750.-kr. veiturekstrinum og þessari fjárHægt er að sjá þennan bút ásamt Sjógeymir 18.750.-kr. festingu sem reyndist bæjarstjórn upplýsingaskilti um sjóveituna á Verkstjórn og ófyrirséð 8.000.-kr. töluverður baggi. Bæjarstjórn fór Skanssvæðinu. Samtals: 73.000.-kr. fram á einkarétt til að koma upp Stöðugt var unnið að endurbótsjóveitu í Vestmannaeyjum, sölu um sjóveitunnar. Árið 1955 var Th. Krabbe taldi þetta mannvirki sjávar og að útgerðamönnum bæri notkunin á sjó komin upp í eina nokkuð dýrt en samstaða væri um skylda til að nota sjó frá sjóveitunni milljón tonna á ári og hafði sjóað koma mannvirkinu upp sem gegn gjaldi. Á þessi rök var fallist dælan á Skansinum ekki undan. fyrst. Samþykkt var að fara í framog lög um sjóveituna voru samVar því ný aukadæla keypt til að kvæmdina og voru Eyjamenn samþykkt af Alþingi og sjóveitan þinganna aukinni eftirspurn. Árið 1962 stíga í þessu mikla framfaramáli, lýst sem eign Vestmannaeyjakaupvar farið að klórblanda sjóinn og bæjarfélaginu til heilla. staðar 15. desember 1931. þótti það til mikilla bóta, gerði fiskFramkvæmdir við sjóveituna inn að betri vöru auk þess sem það Sjóveita Vestmannaeyja stóðu frá árinu 1931 og að fullu leiddi til aukins hreinlætis í fiskisamanstóð af: lokið árið 1933. Í ár eru því 90 ár húsunum. • Steyptum brunni austan frá því sjóveitan í VestmannaeyjHringskersgarðs. um var tekin í notkun. Sjóveitan Miðhúsalaugin • Pípulögn frá brunni í sjógeymi var stórt framfaraskref fyrir íbúana, Þegar sjóveitan var orðin að á Skansi. útgerð og fiskvinnslu. Fiskþvottur veruleika árið 1933, hóf Björgunar• Dæluhúsi á Skansi með miðvarð mun þrifalegri og hærra verð Lagning 12“ trépípu frá Skansinum vestur í Skildingafjöru. Stóra félagið undirbúning framkvæmda flóttadælu, knúin 42 hestafla fékkst fyrir fiskafurðir. Sjóleiðsla var hvíta húsið er Austurbúðin eða Brydebúð byggð 1880. Tvílyfta við byggingu Miðhúsalaugar, sem hreyfli. árið 1962 lögð í sjúkrahúsið (engin timburhúsið sem sést móta fyrir á hægri hönd er Garðurinn. Þessi Finnbogi R. Þorvaldsson, verk• Sjógeymi á Skansi, gerðum úr vatnsveita var í Eyjum á þessum hús fóru undir hraun fyrir 50 árum. fræðingur, teiknaði. Vegalengdin járnbentri steypu. Hæð 4,5 tíma, aðeins rigningarvatn sem


° 6 frá sjóveitutanknum að sundlauginni var 38 metrar. Miðhúsalaugin var opnuð 14. nóvember 1934 og voru sjómenn fyrstir til að fá námskeið í nýju lauginni. Laugin var steinsteypt, 20 x 12 metrar, dýpt var einn metri að norðan og tveir að sunnan. Klefar voru fimm. Var hún talin ein af bestu laugum landsins. Áhugi Eyjamanna á sundi var mikill og langar biðraðir mynduðust fyrir opnunartíma. Skipulögð sundkennsla hófst vorið 1935 sem skilaði sér fljótt með afburða sundfólki. Um 330 tonn af sjó þurfti í laugina og var hann hitaður upp í 22-28 gráður. Frá árinu 1945 var sjórinn leiddur í gegnum hitaveitustokk frá Rafstöð Vestmannaeyja við Heimatorg. Vélar rafstöðvarinnar voru kældar með sjó, og var þessi heiti sjór notaður til að hita upp sundlaugina. Fyrstu sundkennarar voru Friðrik Jesson, Friðþjófur G. Johnsen og Þuríður Þorkelsdóttir. Fljótlega hófst umræða um að laugin væri of stutt enda vantaði fimm metra upp á að hún væri lögleg keppnislaug, einnig voru klefar of fáir og jafnvel þyrfti að byggja yfir laugina. Eftir margar ályktanir, fundi og tillögur var loks ákveðið á fundi 19. janúar 1972 að bæta 135 m² við Miðhúsalaugina með rúmgóðum búningsklefum, böðum og sérstökum trimmkrók. Í slagveðrinu 22. janúar 1973 voru þeir Vignir Guðnason forstöðumaður sundlaugarinnar og Skæringur Georgsson smiður að klára uppsláttarvinnuna við erfiðar veðuraðstæður, því daginn eftir, eða morguninn 23. janúar 1973 átti að steypa sökklana. Ekkert varð af þeirri framkvæmd þar sem þann dag hófst Heimaeyjargosið. Miðhúsalaugin hvarf síðan endanlega undir hraun 26. mars í eldgosinu 1973.

Endalok sjóveitunnar

Sama dag, eða 26. mars 1973, eyðilagðist sjóveitutankurinn á Skansinum þegar hraun fór yfir tankinn að mestu leyti og einnig sjóþróna

FYLKIR - jólin 2023

Skipulögð sundkennsla hófst vorið 1935 sem skilaði sér fljótt með afburða sundfólki. Um 330 tonn af sjó þurfti í laugina og var hann hitaður upp í 22-28 gráður. austan við Hringskersgarð. Sjódæluhúsið slapp við hins vegar við hrauneðjuna. Sjóveitan heyrði þar með sögunni til. Þessi framkvæmd öll og mannvirki henni tengd, voru mikið framfaraspor í atvinnulífi Eyjamanna og bætti til muna lífsgæði íbúana. Hafði hún þjónað Eyjamönnum í 40 ára með sóma. Eftir eldgosið 1973 var starfsemi sjóveitunnar hætt og lög um sjóveitu Vestmannaeyja numin úr gildi. Árið 1974 var byrjað að leggja plastlögn frá vatnspóstinum í Friðarhöfn í allar bryggjurnar, og sjó dælt frá Friðarhafnarpóstinum. Má því segja að ný sjóveita hafi verið stofnuð eftir eldgosið 1973, en umfangið töluvert minna en hvað varðar sjóveituna sem byggð var á árunum 1931-1933. Þessi sjór var aðallega notaður á loðnuvertíð og til þrifa á bryggjunum. Sjórinn úr Friðarhafnarpóstinum reyndist ekki nógu saltur til loðnuvinnslu. Fiskvinnslustöðvarnar hófu seinna

Börn í sundkennslu í Miðhúsalauginni. Á myndinni sést vel í sjóveitutankinn eins og hann leit út fyrir gos, aðeins 38 metrum fyrir norðan sundlaugina. meir borun eftir sjó til eigin nota. Nóg er af hreinum góðum sjó hér í Eyjum, og má segja að hvert fiskvinnsluhús væri með sína eigin sjóveitu. Plastpípurnar sem lagðar voru í allar bryggjur eftir eldgosið 1973, eru í dag vatnsleiðslur og er vatn frá vatnsveitunni í bryggjurnar stjórnað frá Friðarhafnarpóstinum. Eins og fram hefur komið var sjóveitan að dæla rúmum 1 milljón tonna af sjó á ári. Með tilkomu sjóvarmadælustöðvarinnar á Hlíðarvegi, þar sem varmaorka úr sjónum er nýtt til upphitunar á hitaveituvatni, má geta þess að hún notar rúma 13 milljónir tonna af sjó á ári. Það má því segja að hér í Eyjum sé sjóveita í rekstri, sem er 13 sinnum öflugri en sjóveitan sem byggð var árin 1931-1933 en noti sjóinn á gerólíkan hátt en þá.

Bútur úr 12“ trépíunni á Skansinum. Trépípan lá frá Skansinum að Skildingafjöru.

Sjódæluhúsið á Skansinum fyrir gos. Húsið slapp við hrauneðjuna í eldgosinu 1973 og er í dag notað sem inntakshús fyrir rafstreng frá meginlandinu.

°


°

°

FYLKIR - jólin 2023

7

Rafstöðin við Heimatorg

50 ár síðan rafstöðin fór undir hraun GREINARHÖFUNDUR:

ÍVAR ATLASON

Bygging rafstöðvarinnar við Heimatorg

Árið 1945 var tekin ákvörðun af rafmagnsnefnd Vestmannaeyja að byggja nýja rafstöð. Það var álit rafmagnsnefndar að heppilegasti staðurinn fyrir nýtt rafstöðvarhús væri við Heimatorg norðanvert, á svonefndri Godthaabs lóð þar sem gömlu Edinborgarstakstæðin stóðu áður. Einar Sigurðsson var eigandi lóðarinnar og gaf hana undir starfsemina. Árið 1945 lá fyrir útboðslýsing að rafstöðvarhúsi skv. teikningu Þórðar Runólfssonar og Sigurðar Ólafssonar verkfræðinga. Fengin voru tilboð í byggingu stöðvarhúss og var Óskar Kárason múrarameistari o.fl. með lægsta tilboðið. Að reisa rafstöðina við Heimatorg var talin góð staðsetning með tilliti til að hita upp sjóinn frá sjóveitunni í Miðhúsalaugina með kælivatninu. Árið 1946 var Garðar Sigurjónsson ráðinn rafstöðvarstjóri. Riðstraum var í fyrsta skipti hleypt á nokkur hús 16. júlí 1949 og tók þar með nýja rafstöðin til starfa. Gamla rafstöðin var hins vegar rekin áfram til 1950 á meðan straumskipti úr jafnstraum í riðstraum fóru fram. Töluverðir byrjunarörðugleikar voru á rekstri rafstöðvarinnar við Heimatorg. Stimplar vildu festast í vélunum með tilheyrandi rekstrarstöðvun og viðhaldskostnaði. Vélarnar önnuðu ekki því álagi sem þær áttu að skila o.s.frv. Grípa varð til rafmagnskömmtunar íbúum til ama. Íbúar í einum bæjarhluta skrifuðu bréf til rafmagnsnefndar og skoruðu þar á hana „[A]ð gera eitthvað til úrbóta hið bráðasta vegna hins óþolandi skorts á rafmagni sem við höfum átt við að búa í lengri tíma.“ Árið 1953 var rekstur rafstöðvarinnar orðinn stöðugur og rafmagnsskömmtun aðeins í undantekningartilfellum. Með tilkomu rafstöðvarinnar við Heimatorg stórbatnaði afhending

Rafstöðin fer undir hraun 26. mars 1973. Ljósm. Kristinn H. Benediktsson.

Reisugil við byggingu rafstöðvarinnar við Heimatorg. rafmagns til heimila og fyrirtækja ásamt gatnalýsingu. Rafstöðin var því einn mikilvægasti hlekkurinn í innviðum bæjarbúa.

Lagning sæstrengs milli lands og Eyja

Árið 1961 samþykkti Alþingi að sæstrengur yrði lagður milli lands og Eyja. Upphaflega stóð til að hafa landtökuna í Kópavík. Verkfræðingar frá framleiðanda

strengsins leist ekkert á þá landtöku. Var því ákveðið að taka sæstrenginn upp í Klettsvík í staðinn. Byrjað var að leggja sæstrenginn milli lands og Eyja 30. júlí 1962 og lauk niðurlagningunni næsta dag. Voru nú Eyjamenn orðir tengdir vatnsaflvirkjunum Landsvirkjunar sem tryggði öruggari afhendingu rafmagns auk sem sem auðveldara yrði að bregðast við aukningu í framtíðinni.

Eftir lagningu sæstrengsins 1962 varð hlutverk rafstöðvarinnar við Heimatorg hugsuð sem vara- og toppstöð. Voru Eyjamenn því vel settir með rafmagn.

Eldgosið 1973

Eitt mesta einstaka tjón í eldgosinu 1973, varð þegar rafstöðin við Heimatorg fór undir hraun 26. mars 1973 og vélarnar stöðvuðust. 6. febrúar hafði hraun farið yfir sæstrenginn og gert hann óvirkan. Varð að framleiða allt rafmagn með vélum rafveitunnar. Starfsmenn rafveitunnar voru þegar búnir að gera ráðstafanir til að halda uppi

Jólaskrautið á rafstöðinni

Lengi hafði tíðkast að kveikja á stóru og miklu jólaskrauti á þaki rafstöðvarinnar við Heimatorg er líða tók að jólum. Jólaskrautið vakti jafnan mikla athygli Eyjamanna og margir söknuðu skrautsins eftir gos. Jólaskrautið samanstóð af tveimur stjörnum ásamt geislum og milli þeirra voru tvær bjöllur þar sem á stóð Jól ásamt ártali. Myndin hér að neðan sýnir síðasta skiptið sem jólaskrautið var sett upp, jólin 1972, en rúmum mánuði síðan hófst eldgosið.

rafmagnsframleiðslu í bænum áður en rafstöðin færi undir hraun. Ljósavél Fiskimjölsverksmiðjunnar var tengd inn á kerfið og vél ofan af landi fengin að láni. Náðist að halda rafmagni á bænum með herkjum, en sparlega varð að fara með það. Mikið verk var að endurbyggja rafveituna í Eyjum eftir gos. Fyrst varð að koma sæstrengnum í rekstur aftur, koma upp spennum, laga dreifikerfið og byggja upp raforkukerfið í nýja vesturbæinn og koma upp rafstöð og skrifstofuhúsnæði.

Til er mynd af rafstöðinni með jólaskrautinu og ártalinu 1973. Hvernig stóð á því, þar sem rafstöðin var komin undir hraun jólin 1973? Í byrjun janúar 1973 þegar starfsmenn rafstöðvarinnar voru að undirbúa að taka jólaskrautið niður eftir jólin 1972, kom upp sú hugmynd, að setja ártalið 1973 upp, og taka síðan mynd af rafstöðinni. Ætlunin var síðan að nota myndina á jólakort fyrir jólin 1973, en því miður varð aldrei af því og þetta jólaskraut fór undir hraun eins og raf­ stöðin.

Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól EHF

Nýja tannlæknastofan


° 8

FYLKIR - jólin 2023

Sendum okkar bestu óskir um

Sendum okkar bestu óskir um

og farsælt komandi ár.

og farsælt komandi ár.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!

Gleðileg jól

Gleðileg jól

gleðileg jól

gleðileg jól

og farsælt komandi ár

og farsælt komandi ár

þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!

þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!

Sjómannafélagið

Jötunn

Gleðileg jól

Gleðileg jól

þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!

þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!

og farsælt komandi ár

og farsælt komandi ár

°


°

°

FYLKIR - jólin 2023

9

Vermenn í Vestmannaeyjum

Þrír ættliðir

GREINARHÖFUNDUR:

BIRGIR ÞÓR BALDVINSSON

Verstöðvar voru þeir staðir nefndir við strendur landsins þar sem sjósókn var stunduð og afli verkaður. Vermenn sóttu í verstöð, oft landshorna á milli, og dvöldust þar á vertíð yfir ákveðin tímabil þegar von var á að fiskur gengi á miðin. Þeir gistu jafnan í verbúðum og hurfu svo til síns heima í lok vertíðar. Vestmannaeyjar voru verstöð um aldir og löðuðu til sín bændur og búalið úr nágrannasveitum sem reru fyrst á árabátum og síðar á vélbátum frá og með fyrstu áratugum 20. aldar. Varð þá nánast sprenging í sókn vermanna og vertíðarfólks til Eyja þegar vélbátum fjölgaði jafnt og þétt og afli stórjókst í kjölfarið. Fólk streymdi að úr ýmsum landshornum og margir festu þar rætur. Spor vermanna fyrr á öldum eru löngu horfin, þeir komu og fóru án langvarandi ummerkja. Eflaust hafa þeir sagt sögur úr verunum þegar þeir sneru aftur í sína sveit. Flestar hafa gleymst í tímans rás. Einn þeirra vermanna, sem sóttu til Eyja, var Norðlendingurinn Theódór Friðriksson. Hann kom á sínu fyrstu vertíð árið 1920 og sneri aftur heim að henni lokinni. Lýsti hann fjálglega þeim slag sem háður var í eyjum þessum við strönd Suðurlands. Þar gætu menn grætt á tá og fingri, ef vel fiskaðist, en þá yrðu þeir að standa í báðar fætur daga og nætur, sólarhringum saman, vikur og mánuði. Svo fór að Theódór fylgdi orðum sínum eftir því hann mætti aftur og aftur til Eyja, vertíð eftir vertíð á árabilinu 1920-1936. Margir fetuðu fótspor hans og fjölda annarra. Einn samverkamaður að norðan, sem hlustaði af andakt á þennan sögumann, var ungur heimamaður, dökkur á brún og brá. Sá reyndist svo sannarlega tilbúinn í slaginn, mætti síðar til Eyja og settist þar að. Helgi Benediktsson hét hann og varð stórtækur kaupsýslu- og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum fram eftir 20. öldinni.

Theódór Friðriksson, vermaður í Vestmannaeyjum.

Sögumaður í veri

Theódór Friðriksson var um margt ólíkur þeim vermönnum sem flykktust til Eyja á fyrstu áratugum síðustu aldar. Hann gerði meira en að segja sögur á heimaslóð sinni því hann varðveitti þær og gerði aðgengilegar seinni kynslóðum. Theódór festi sögurnar á blað og þær voru svo gefnar út í bókarformi. Og sögusviðið var m.a. verbúða- og sjómannslífið í Vestmannaeyjum, sett í skáld-

Sögusviðið 1915, þar sem Theódór Friðriksson mætti fyrst á vertíð árið 1923 og svo aftur og aftur fram á miðjan 4. áratuginn. Neðri örin bendir á Stakkagerðiskróna, þar sem ferill Theódórs hófst sem vertíðarmanns, annar vinnustaður hans voru pallakrærnar eða Pallarnir, sem standa á staurum í sjó fram til hægri. Efri örin bendir á íverustað Theódórs í Stakkagerði. legan búning en einnig söguherkjum að draga fram lífið. Einn sem hafði hafist nokkru fyrr. Theólegan. Eftir nokkrar vertíðir gaf dór var ráðinn aðgerðarmaður veturinn þakkaði hann lífgjöfina hann út skáldsöguna Lokadagur, í krónni hans Gísla Lárussonar í vel spikuðu hrossi sem hann náði sem hann rokseldi úti í Eyjum í lok Stakkagerði, langafa gamalla leikað eignast og var etið upp til agna bræðra greinargrúskara af Brimvertíðar 1926, enda þær sögusvið frá hausti og fram á vor. Theódór hólabrautinni, Vitta, Bjarna og bókarinnar. Nokkrum árum síðar tók hvaða vinnu, sem í boði var, til Gísla Sighvatssona, og sömuleiðsendi Theódór frá sér aðra skáldþess að framfleyta konu og börnsögu, Mistur, sem einnig byggðist um en sjómennskan varð þó helst is bræðranna frá sama tímabili, á reynslu hans á Gogga og Bjössa í staðnum. Loks Klöpp. Flateyingurinn var í fæði og kom út ævisagan Báturinn sökk í apríl og fórust húsnæði hjá vinnuÍ verum, árið veitanda sínum 1941, þar sem allir um borð, fimm menn. eins og algengt var hann lýsti m.a. Theódór dreymdi fyrir þessu slysi á meðal vertíðarveru sinni í Eyjum fólks. Stakkagerði á vertíðum á 3. og og skynjaði ýmis óræð teikn um stóð norðan við 4. áratugunum. núverandi Ráðhús Með ritum sínum endalok bátsins en tengsl við ekki fjarri Tröllkerlfesti hann í sessi yfirskilvitlega heima áttu eftir að ingu Ásmundar spor sín þar, sögur úr veruleika Sveinssonar, sem einkenna afkomendur hans sem sem að öðru leyti þar er nú. Þar kom fylgdu síðar í spor hans til Eyja. er löngu horfinn. Theódór Friðriksson sér sem sé fyrir Spor Theódórs og varð heimamaðFriðrikssonar í ur á Stakkó ásamt fleiri vermönntil þess að þau næðu að lifa af. Fyrst Vestmannaeyjum urðu þó margbrotnari en þeir fiskar sem hann um sem reru á báti búsbóndans. fyrir norðan en svo fór Theódór gerði að og sögur þær sem hann Hann kynntist heimilisfólkinu og að sækja lengra og lengra suður í festi á blað. Helgi Ben. var ekki sá sjómönnunum en samgangur Garðinn og Njarðvík og þaðan alla eini sem sigldi í kjölfar hans. Fleiri hans við þá varð stuttur. Báturinn leið til Vestmannaeyja. Hann hafði mættu í ver til Eyja, afkomendur sökk í apríl og fórust allir um borð, heyrt, að þar væri nóg að gera og hans á fyrri hluta 20. aldar og fram fimm menn. Theódór dreymdi blússandi gangur í vélbátaútgerð yfir hana miðja, og settu svip sinn á það samfélag sem þar þreifst. Allir þessir þrír ættliðir voru um margt gæddir óvenjulegum gáfum og áttu sér hugðarefni sem stungu í stúf við venjur samtímans.

Maður að norðan

Theódór Friðriksson var fæddur í Flatey á Skjálfanda árið 1876. Hann ólst þar upp og tók ungur þátt í lífsbaráttunni af fullum þunga. Fjölskyldan flutti í land og hokraði um árabil í kotum víða í afdölum. Flateyingurinn var ekki gamall þegar hann var farinn að róa til fiskjar og síðar fór hann í ver, m.a. í Eyjafirði. Eftir að hann hafði fest ráð sitt flæktist hann víða með fjölskyldu sína, bjó á ýmsum stöðum fyrir norðan, t.a.m. í Skagafirði. Þar átti hann oft slæma vist svo að fjölskyldan náði með

Bókarkápa Lokadags frá 1926.

Bókarkápa Í verum, ævisögu Theódórs Friðrikssonar.

fyrir þessu slysi og skynjaði ýmis óræð teikn um endalok bátsins en tengsl við yfirskilvitlega heima áttu eftir að einkenna afkomendur hans sem fylgdu síðar í spor hans til Eyja. Kró Stakkagerðisbóndans varð nú aðalviðveru- og vinnustaður Norðlendingsins á hans fyrstu vertíð í Vestmannaeyjum.

Stakkagerðiskróin

Stakkagerðiskróin stóð beint suður upp frá Bæjarbryggjunni á horni Strandvegar og Formannasunds. Á þessu svæði hafði verið hrúgað upp fiskikróm eflaust í aldir, fyrir ofan Lækinn svokallaða þar sem höfðu verið uppsátur árabáta í 1000 ár. Stakkagerðiskróin var því ein fjölmargra fiskikróa sem stóðu í grennd við aðalatvinnusvæði eyjaskeggja á fyrri hluta 20. aldarinnar. Hún skar sig ekki úr króaþyrpingunni nema að því leyti að hún var með þeim veglegri, steinsteypt, og þar vann Theódór Friðriksson sem aðgerðarmaður og festi síðar á blöð sögusvið króarinnar. Frásögn hans gefur einstaka innsýn í líf vertíðarmanns á þeim umbrotatímum sem voru hafnir í kjölfar vélbátaútgerðar og byltingar í lifnaðarháttum sem henni fylgdi. Theódór hafði það hlutverk að gera að helmingi aflans af Má VE 178 sem var að hálfu í eigu Gísla í Stakkagerði. Þurfti hann að sækja allan fisk á handvagni og koma í hús. Ægði öllu saman við Bæjarbryggjuna þegar vel fiskaðist, sjómennirnir köstuðu fiski upp á bryggjuna en goggar komu ekki fyrr en 1928 til Eyja sem auðvelduðu þessa vinnu. Á bryggjunni mynduðust fiskkasir sem fjöldi aðgerðarmanna sótti í, hver í kös sinnar útgerðar. Tugir og jafnvel hundruð handvagna gátu verið þarna á ferð á sama tíma og var það að sögn Theódórs þrælavinna að koma fiskinum í krærnar. Beitt var uppi á lofti í Stakkagerðiskrónni en hann gerði að fiskinum niðri og saltpæklaði ofan í þrjár steyptar þrær. Fiskinum varð hann


° 10

FYLKIR - jólin 2023

síðar að umstafla. Þá sótti Theódór salt í króna og keyrði lifrina vestur eftir Strandveginum í lifrarskúra, á þær slóðir þar sem Kiwanishúsið og Pósturinn eru í dag. Lýsir hann þeim tryllingi sem gripið gat menn þegar þeir ýttu handvögnum á undan sér eftir Strandveginum og allt sat fast í krapa og eðju. Þurfti mikla skapstillingu til þess að leysa slíka umferðarhnúta þegar jafnvel tugir manna og vagna voru þar á ferð á sama tíma. Loks þurfti Theódór að koma fiskúrgangi frá og hafa svo allt til reiðu þegar afli barst úr næsta róðri. Aðstæður hans breyttust svo í kjölfar þess að Stakkagerðisbáturinn fórst á miðri vertíð, en næstu vertíðir var hann ráðinn hjá ýmsum útgerðarmönnum í Eyjum.

Á Pöllunum og í sjóbúð

Theódór kynntist einnig vinnu á svokölluðum Pöllum sem voru lítil fiskvinnsluhús norðan við núverandi Strandveg þar sem hús Ísfélags Vestmannaeyja og Fiskiðjunnar stóðu áður og Miðstöðin sf. er í dag. Pallarnir voru byggðir á staurum þannig að sjór flæddi undir þá í flóði en þeir fóru að rísa þarna um aldamótin 1900. Eftir nokkra áratugi var komin þétt byggð húsa með þröngum sundum og skotum þar sem gert var að fiski daga og nætur yfir vertíðina frá áramótum og fram að vertíðarlokum 11. maí. Var fiskinum ekið á handvögnum frá bryggjum í pallahúsin og úrgangur á sama hátt fluttur frá húsunum. Þótti Theódóri allir þessir flutningar drápsvinna, Yfirleitt átti hver útgerð sitt hús og oftast voru nokkrir saman um hvern bát. Theódór vann á Pöllunum í kró Gísla Magnússonar þegar hann réð sig fyrst í aðgerð hjá honum vertíðina 1923 en þá gerði Gísli út tvo vélbáta og var gert að afla annars bátsins í krónni. Afli hins var aftur á móti lagður upp vestar, við núverandi Básaskersbryggju eða nálægt þeim slóðum, þar sem aðkeyrslan í Herjólf er. Þar hafði Gísli reist veglegra hús, sem Theódór nefndi sjóbúð. Gísli Magnússon gat ekki landað beint í sjóbúð sína nema á flóði en síðar mun hann

Leyndardómar Snæfellsjökuls

Fiskkasir á Bæjarbryggjunni bíða þess að verða færðar í hús með handvögnum. hafa byggt trébryggju vestan við Básasker. Var sjóbúðin í senn verbúð fyrir fjölda vertíðarfólks sem gisti í klefum á lofti búðarinnar. Þá var efri hæðin einnig notuð sem veiðarfærageymsla en á þeirri neðri var fiskurinn geymdur auk salts. Í kjallaranum var svo sjálf framleiðslan þar sem fiskurinn kom í hús og hann verkaður, hausaður, slægður og flattur.

Verbúðarlíf

Theódór lýsir á eftirminnilegan hátt verbúðarlífi í Eyjum á öðrum áratug síðustu aldar, þrældómi sem varð ýmsum ofviða. Vinnuslarkið var slíkt að reyndi á hverja taug, ýmis handamein voru tíð: sinaskeiðabólga, vafðir fingur og hendur í fatla. Slíkt var svo algengt að Theódóri blöskraði. “Féllu margir í valinn” í þessum slag svo orðalag hans sé notað. Oft gekk hann “þreyttur frá verki” og þoldi “varla við fyrir handadofa og þreytuverkjum í handleggjunum” þegar hann að loknu dagsverki lagðist til hvílu, oft um miðja nótt. Verbúðarlífið var “tröllaslagur” sem Theódór tókst á við með vænum sopa af lýsi á morgnana, seiglu og léttri lund. En hann kynntist einnig slarki og drykkjuskap í landlegum, þegar ekkert fiskaðist, þótt minna færi fyrir lýsingum hans á þeirri hlið mannlífsins. Þrátt fyrir puð og erfiði, var Theódór fljótur að aðlagast stritinu,

fólkinu og náttúrunni. Þótti honum lífið þar “mikillar náttúru”, “upprunalegt og þróttmikið”, landslagið “tilkomumikið og hressandi fyrir augað” og allt svo “seiðmagnað” að erfitt var að standast það. Fólkið í Eyjum var “teprulaust, hressilegt í viðmóti og djarft”. Vertíðina 1923 var Theódór strax orðinn svo heimavanur að hann fór fram á að fá að sofa einn í rekkju hjá útgerðarmanni sínum en alvanalegt var að tveir vermenn deildu rúmi. Var gengist við þessari kröfu enda lagði hann sjálfur til sín sængurföt! Norðanmaðurinn var farinn að gera kröfur um lystisemdir lífsins!

Bjarni Th. var aðkomumaður í Vestmannaeyjum eins og afi hans og móðursystir, fæddur og alinn upp utan eyjanna. Eitt sinn fékk hann bróður sinn í “heimsókn”, á eftirminnilegan hátt. Bíóferðir voru fastir liðir á sunnudögum hjá börnunum í bænum. Eftir að hafa meðtekið heilagan anda hjá Einari í Betel var hlaupið i þrjúbíó, þar sem aðrir andar léku lausum hala á kvikmyndatjaldinu! Apótekslakkrís var ómissandi förunautur er nemendur Barnaskólans drukku í sig heima Hollywood, urðu þátttakendur í framandi veröld þeirra Roys Roggers, Triggers, Abbotts og Costellos. Á árum fyrir sjónvarp urðu sjónhverfingar kvikmyndanna svo raunverulegar að skil milli ímyndunar og veruleika runnu saman. Hetjur sýningartjaldsins urðu vinir krakkanna, fyrirmyndir og uppspretta leikja og urðu stundum svo nálægar þeim að stöðva varð sýningar til þess að lægja æsingaöldur í bíósalnum! Staðfesting á því að Hollywood væri í næsta nágrenni við Vestmannaeyjar varð alger, þegar íslenska heyrðist mælt af munni fram á tjaldinu! Og hún reyndist koma úr barka Íslendings sem spókaði sig um i undirheimum Snæfellsjökuls með vinum krakkanna á leikaramyndum, sjálfum Pat Boone og James Mason! Undrun og aðdáun áttu sér engin takmörk þegar svo spurðist út að bróðir Íslendingsins á tjaldinu sat innan um Eyjakrakkana í myrkvuðum sal Samkomuhússins. Pétur Rögnvaldsson, Peter Ronson á amerísku, var “kominn í heimsókn” til Bjarna bróður síns í Eyjum! Ímyndun og veruleiki rann saman, og Bjarni Th. varð aldrei aftur samur í augum krakkanna.

Annar ættliður

Spor Theódórs Friðrikssonar lágu víðar en um nyrsta hluta Heimaeyjar. Hann hafði ekki verið þar margar vertíðir þegar dóttir hans, Þorbjörg, settist að í Eyjum. Þar kynntist hún einum bræðranna í Háagarði, Theódóri Jónssyni, og giftist honum. Þau hjón keyptu húsið Sólberg við Brekastíg 3 í kringum 1930 og lágu nú spor Theódórs Friðrikssonar oftar upp í bæ í heimsókn til dóttur sinnar og tengdasonar þegar næði gafst frá fiskaðgerð. Kynti þessi búseta dóttur hans enn frekar en ella undir þá tilfinningu að hér ætti hann heima og gæti fest rætur til frambúðar. Svo fór reyndar ekki. Ekki fara þær sögur af Þorbjörgu Theódórsdóttur að hún hafi fetað

í fótspor föður síns við fiskvinnslu en eflaust hafa aðrir angar sjávarútvegsins dregið hana til Eyja. Fjöldi vermanna kallaði á þjónustu en algengt var að þeir hefðu vist og viðurgerning á heimilum útvegsmanna. Konur sinntu fyrst og fremst störfum á heimilum þótt þær kæmu á ýmsan hátt einnig nálægt fiskvinnslunni. Þorbjörg Theódórsdóttir varð eins og faðir hennar hluti af þeirri fjölmenningu sem varð til þegar þúsundir vertíðarfólks flykktust til Eyja úr afdölum og sveitum landsins og blönduðust þeim sem þegar voru þar fyrir. Hún kynntist þessu fólki, m.a. Ingibjörgu Ólafsdóttur í Bólstaðarhlíð og manni hennar Birni Bjarnasyni, en þau eru einmitt afi og amma Mara okkar í Miðstöðinni. Þorbjörg Theódórsdóttir varð ömmu Mara svo minnisstæð að hún festi á blað frásagnir af henni og hæfni sem fágæt var í Eyjum. Þorbjörg var nefnilega gædd miklum andlegum hæfileikum sem Ingibjörg kallaði dulskyggni. Yfirskilvitlegir straumar sóttu að henni eins og föður hennar og virkjuðu sýn í dulræna heima.

Dulskyggni

Ör bendir á Stakkagerðiskróna, beint upp af Bæjarbryggjunni, þar sem Theódór Friðriksson, gerði að fiski fyrstu vertíð sína í Eyjum. Til vinstri við króna er Geirseyri og Svartahúsið til hægri, Hojdalshús eða Þrætuhús.

Þorbjörg gat t.a.m. séð tengsl hluta við eigendur sína, sem henni voru óþekkt, bent á ljósmyndir, henni ókunnar, og sagt til um nafn og örlög viðkomandi. Hún sagði fyrir um gestakomur og gat einnig lýst þeim sem áttu leið heim til hennar ef hún var fjarverandi. En dulskyggni Þorbjargar reyndist svo sterk, að hún sá lengra en hún eflaust vildi og trúði hún Ingibjörgu fyrir sýn um örlög sín og endalok. Það var Þor-

Fyrirlesari, ferðalangur og fræðimaður Bjarni Th. Rögnvaldsson flutti frá Eyjum árið 1968 og hvarf þar með á braut síðasti vermaður þriggja ættliða. Hans var sárt saknað enda einstaklega laginn að krydda tilveru bæjarbúa með skemmtilegheitum. Kennarinn fyrrverandi gleymdi þó ekki eyjunum og mætti þar öðru hverju með bækur sínar og rit og hélt fyrirlestra um hin ólíkustu efni. Fetaði hann þar enn spor afa síns sem seldi bækur í vertíðarlok og las

úr ritum sínum á samkomum. Fyrirlestrar Bjarna vöktu ávallt athygli hjá bæjarbúum, enda hugðarefni hans fjölbreytileg. Bjarni ritaði í landsmálablöðin t.a.m. um yfirskilvitleg fyrirbæri sem sóttu að honum eins og afanum og móðursystur. Hann hafði þó fremur áhuga á að rannsaka slík fyrirbæri en að miðla eigin upplifunum af þeim. Birti m.a. greinar um fljúgandi furðuhluti og geimverur á 10. áratugnum sem

fengu veglegt rúm í landsmálablöðunum. Þá flutti hann erindi og sögur í útvarpinu. Bjarni Th stundaði háskólanám bæði erlendis og á Íslandi í ýmsum fræðigreinum og tók loks prestsvígslu árið 1983. Þjónaði hann í nokkrum kirkjusóknum á landsbyggðinni áður en hann settist í helgan stein. Bjarni Theódór Rögnvaldsson lést 16. mars á seinasta ári, 2022, og átti þá fáeina mánuði eftir í nírætt.

Theódór í því hlutverki í lífinu, sem stóð hjarta hans næst. Rithöfundurinn kominn úr að­ gerðargallanum í sparifötin! björgu mikið ánægjuefni þegar eiginmaður hennar keypti Sólberg við Brekastíg 3 og sá hún þar fyrir sér framtíðarheimili sitt og fjölskyldunnar. Hún hélt ein á ferð á Brekastíginn full eftirvæntingar til þess að líta nýju húseignina augum og athuga m.a. hvort eitthvað þyrfti að lagfæra. Heimsóknin hafði mikil áhrif á hana. Þegar Þorbjörg var komin inn var sem húsið fylltist þoku og siðar myrkri. Henni leið svo illa að hún gekk til útidyranna og opnaði þær. Blasti þá við henni líkkista þar sem hún sjálf lá, umkringd fólki, eiginmanni sínum, venslafólki og fleirum. Þorbjörg sá að kistan hafði ekki komið út um dyrnar heldur lengri veg frá sjúkrahúsinu og að engin ný gröf hafði verið tekin í Landakirkjugarði. Kistan var svo borin niður í bæ og fannst Þorbjörgu eins og farið væri með hana á fjarlægan stað. Hún taldi að vera hennar á Sólbergi yrði ekki löng og hún ætti stutt eftir ólifað. Ánægjan af flutningi fjölskyldunnar í nýtt hús hvarf og kvíði og uggur settust að í hugskoti hennar. Hún varð heilsuveil og þurfti vorið 1931 að fara á heilsuhælið á Vífilsstöðum þar sem systir hennar lá banaleguna. Þorbjörg hresstist svo, að hún komst heim um veturinn, en veiktist aftur og varð þá að fara á sjúkrahúsið í Eyjum. Þar lést hún í aprílmánuði 1932. Framhaldið varð svo nákvæmlega eins og hún hafði sagt fyrir. Líkkistan var

°


°

°

FYLKIR - jólin 2023

11

„Andleg málefni“ í Akóges

Þorbjörg Theódórsdóttir ásamt eiginmanni og barni. borin að dyrum Sólbergs þar sem kveðjuathöfn fór fram með ættingjum, vinum og vandamönnum. Frá Sólbergi var farið með kistuna niður á bryggju, hún sett um borð í skip og flutt, að ósk móður hennar, til Húsavíkur, þar sem Þorbjörg var jörðuð við hlið systur sinnar. Eftir 4 ár á Sólbergi kvaddi Þorbjörg heimili sitt á nákvæmlega þann hátt sem hún skynjaði í fyrstu ferð sinni í húsið.

Vermaður kveður

Sú tilfinning að Vestmannaeyjar yrðu hans heimahagar og heimaslóð á ævikvöldi hefur eflaust dvínað hjá Theódóri Friðrikssyni eftir að dóttir hans lést. Hann þekkti reyndar fjölmarga eftir árvissa dvöl þar en nú var strengur brostinn sem bundið gæti hann fjölskylduböndum við staðinn. Hann mætti á sína seinustu vertíð árið 1936, árið sem hann varð sextugur. Að henni lokinni settist hann að í Reykjavík, stundaði áfram sína tómstundaiðju og sat löngum við skriftir. Oft hefur hugur hans leitað til eyjanna í suðri, þangað sem hann sótti sér lífsbjörg. Það staðfestir ævisaga hans. Þannig varðveitti hann sporin sín úti í Eyjum. Theódór lést 12 árum síðar, árið 1948, skömmu fyrir 72. ára afmælisdag sinn.

Þriðji ættliður

Eflaust hefur sú hugsun ekki hvarflað að Theódóri Friðrikssyni á lokadegi vertíðar 1936 að enn einn afkomandi hans ætti eftir að feta hans gömlu spor í Eyjum. Að aldarfjórðungi síðar, árið 1959, mætti dóttursonur hans í gamla verið, reyndar í öðrum tilgangi en afinn. Bjarni Theódór Rögn-

Sólberg við Brekastíg 3.

valdsson hét hann, ungur maður, 27 ára kennari að mennt. Reyndar kominn til þess að takast á við öðruvísi viðfangsefni en að fletja fisk. Tengsl þessara viðfangsefna við sjávarútveginn voru þó bein afleiðing þeirrar fólksfjölgunar og velmegunar sem leiddi af aukinni vélvæðingu í útgerð og fiskvinnslu. Sífellt stærri árgangar barna leituðu nú í efri hluta bæjarins þar sem Barnaskólinn teygði sig á mörgum hæðum upp til himins, og þangað stefndi hugur Bjarna Th. Rögnvaldssonar. Athafnalífið hafði því að nokkru færst til frá höfninni í þessa veglegu byggingu í grennd við elsta húsið á Heimaey, Landakirkju, og þar varð vinnustaður Bjarna næsta áratuginn. Í skólanum umgekkst hann börnin á staðnum, kenndi lestur, skrift og reikning og byggði sér hús í hjáverkum í nágrenni Hábæjar við Strembugötu 23. Settist hann að í bílskúrnum en leigði sjálft íbúðarhúsið.

Kennarinn

Bjarni Th. Rögnvaldsson varð nemendum sínum sem og öðrum bæjarbúum afar minnisstæður. Honum fylgdi ferskur blær rétt eins og mörgum vermönnum fyrr á öldinni. Léttur í lund eins og afinn, oftar en ekki ólíkindatól, en alltaf einlægur og hjartahreinn og kom til dyranna eins og hann var klæddur. Græskulaus og gamansamur og allra vinur. Velti fyrir sér ráðgátum tilverunnar og sá á þeim hinar ólíklegustu hliðar. Gætti þessa víða í háttum hans og hugsun. Bjarni var ötull í sinni kennslu og lét ekki veggi skólastofunnar né aðrar hindranir koma í veg fyrir þá ástríðu sína að fræða

Strembugata 23, handverk Bjarna Th. Rögnvaldssonar í Eyjum.

Bjarni Theódór Rögnvaldsson, kennari, kominn yfir miðjan aldur. og mennta ungdóminn, bæði til hugar, handa og fóta. Hann var ekki um of bundinn í viðjar venja og hefða, ruddi nýjar brautir og gerði hlutina ekki endilega eftir forskrift tíðarandans. Bjarni var fjölfræðingur í orðsins fyllstu merkingu þar sem honum var ekkert óviðkomandi. Kennsluhættir hans voru hvorki bundnir af veggjum Barnaskólans né stundaskrám innan þeirra. Í u.þ.b. áratug leiðbeindi hann ungdómnum í Eyjum og kom honum til þroska. Áhrifa hans sem kennara gætti innan skólans sem utan hans.

Árið 1977 kom Bjarni til Eyja og auglýsti fyrirlestur í Akógeshúsinu um “andleg málefni”, þ.á m. um undralækninn og sjáandann Edgar Casey. Munu um 40 manns hafa sótt fundinn og að sögn bæjarblaðs svaraði fyrirlesarinn fjölmörgum spurningum greiðlega og á skemmtilegan hátt. Aftur var Bjarni á ferðinni um 1980 og auglýsti fyrirlestur í Akógeshúsinu um þróun kristinnar trúar. Var fundurinn fjölsóttur af fyrrverandi nemendum og fjölmörgum vinum hans frá fyrri tíð. Að vanda var orðið laust að fyrirlestrinum loknum og spurningum rigndi yfir fyrirlesarann. Voru þær af alls kyns toga og sumar flóknar. Öllu svaraði Bjarni af þeirri lipurð sem honum var einum lagið. Spurning Runólfs Gíslasonar, Runa á Hvanneyri, var þó öllum spurningum snúnari um þá grein í Biblíunni, að guð hefði skapað manninn í sinni mynd en til væru hvítir, svartir, gulir og rauðir menn! Væri guð þá röndóttur?

Íþróttir og austurlensk fræði

Bjarni kynnti m.a. skíðaíþróttina fyrir börnunum í Barnaskólanum og sást gjarnan þjóta niður hlíðar Helgafells, þegar snjó festi í Eyjum. Voru skíði kærkomin viðbót við sleða og skauta, sem höfðu verið ráðandi í vetrarleikjum krakkanna. Kaupmennirnir í bænum höfðu hins vegar ekki þessi nýju tól á boðstólum í búðum sínum svo börnin fengu sér tunnustafi, negldu blikk undir og brugðu snæri utan um. Þar með var skíðaíþróttin komin til Eyja og hvorki Bjarni né börnin létu það aftra sér, þótt snjólögin væru stundum þunn í brekkunum. Skíðaíþróttin náði þó ekki að festa rætur í Eyju. enda staðurinn með þeim snjóléttari á landinu. Bjarni Th. var áhugamaður um austurlensk fræði og innhverfa íhugun löngu áður en sá vísdómur höfðaði til vitsmuna eyjaskeggja eða annarra Íslendinga. Hann stundaði þessa heimspeki m.a. á þeim tíma, þegar hann starfaði við skurðgröft í bænum að sumarlagi seinni hluta 7. áratugarins. Voru götur þá sundurgrafnar vegna nýrra lagna, sem lagðar voru til þess að leiða vatn undan Eyjafjöllum í hús bæjarbúa. Samstarfsmenn Bjarna voru margir fyrrverandi nemendur hans, er voru þá komnir á þann aldur, að þeim þótti þessi framandi fræði forvitnileg. Kynslóðaskipti voru þá að verða til og Bítlakynslóðin

Pétur Rögnvaldsson, Peter Ronson, ljóshærði Íslendingurinn í Leyndardómum Snæfellsjökuls. Pat Boone er honum til vinstri handar og James Mason til hægri. svokallaða að vaxa úr grasi. Bresku Bítlarnir voru allsráðandi hjá unga fólkinu og fyrirmynd m.a. í þeim innhverfu hugaræfingum, sem þeir sóttu til Indlands og mótaði tónlist þeirra. Andi Bítlanna sveif alls staðar yfir vötnum og einnig skurðunum á Heimaey. Bjarna Th. tókst að virkja marga fyrrverandi nemendur Barnaskólans með sér í innhverfa íhugun í kaffitímum í stað ærsla og óláta, sem gjarnan vildu einkenna þær frístundir! Yfir skurðum og skorningum ríkti um stund friður og ró, þegar lærifaðirinn lagðist í kyrrðarstellingar með lærisveinum sínum. Vakti þessi iðja jafnan athygli vegfarenda.

Rithöfundurinn

Þótt Bjarni væri augljóslega handverksmaður góður, voru hugverkin þó aldrei fjarri honum eins og hjá afanum. Hann var bæði skáld og rithöfundur og samdi fjölmörg rit sem hann gaf út sjálfur. Slík iðja, að festa orð á blað og gefa þau síðan út, var almennt ekki stunduð í Eyjum, ekki fremur en á 3. og 4. áratugnum. Bjarni markaði spor sín á ritvellinum á annsn hátt en afinn og var í skrifum sínum oft

Hundrað og þremur árum síðar Hundrað og þrjú ár eru liðin frá því að Theódór Friðriksson kom fyrst til Eyja á vertíð árið 1920. Á heilli öld hefur athafnasvæðið við höfnina, þar sem hann stritaði vertíð eftir vertíð, tekið geysilegum breytingum. Nánast öllu hefur verið umbylt. Stakkagerðiskróin er löngu horfin sem og krær, kumbaldar og kofar við Strandveginn. Engin merki eru lengur um Pallana, sjóbúðir og lifrarskúrana. Jarðvegi hefur verið rutt í sjó fram yfir klappir, kletta, sker, víkur og voga sem áður einkenndu strandlengjuna svo mjög frá hinum gömlu hrófum vestur í Botn. Hornhvassar, há-

reistar byggingar hafa leyst fiskikrær af hólmi og nútímalegar bryggjur teygja sig út í höfnina. Strandvegurinn, sem liggur með fram gömlu strandlengjunni hefur breyst úr þröngum, hlykkjóttum forarstíg í fínasta breiðstræti með gangstéttum og rennusteinum. Þegar Bjarni Th. Rögnvaldsson kom til Eyja um 1960 gat hann, eins og aðrir eyjaskeggjar, gengið á spariskónum eftir malbikuðum og steinsteyptum Strandveginum, a.m.k. að hluta, þar sem afi hans hafði ýtt á undan sér handvagninum í sveita síns andlits. Aðeins eitt mannvirki við höfnina hefur

staðist tímans tönn í heila öld, reyndar margendurnýjað og endurbyggt. Bæjarbryggjan kúrir enn þar sem áður var hinn forni Lækur. Bryggjan var í mótun á 3. áratugnum þegar Theódór Friðriksson sótti þangað fisk í handvagninn og kom í hús. Önnur áþreifanleg ummerki um spor hans á þessum slóðum eru löngu horfin. Bækur hans lifa þó enn, Sólberg, hús dóttur hans við Brekastíg og ekki má gleyma reisulegu einbýlishúsi, sem dóttursonur hans byggði, og enn stendur ofarlega í bænum við Strembugötu.

uppteknari af undrum veraldar en lífinu í raunheimi. Á tímum Bjarna í Eyjum var ritvélin helsta tæki þeirra, sem þurftu eða höfðu löngun til þess að setja hugsanir sínar á blað, en blýanturinn og penninn lifðu þó enn þá góðu lífi sem tjáningartæki. Bjarni var tæknilega sinnaður og notaði ritvélina og síðar tölvu við ritstörf sín. Stundum fékk hann til liðs við sig vini sína, sem voru fingrafimir og fljótir að hamra á lyklaborð ritvélarinnar. Gekk Bjarni þá gjarnan þungt hugsi um gólf og þurftu ritsveinar hans að vera snöggir til að fylgja honum eftir, þegar andagiftin blés honum sem ákafast í brjóst. Þá gat einnig reynt á þolrifin og þolinmæðina, ef ritstífla truflaði sköpunargleðina. Rit sín gaf Bjarni út sjálfur, og notaði hann þá tækni, sem hann hefur kynnst og tamið sér sem kennari, vélritaði á svokallaða stensla, sem hann síðan fjölritaði, heftaði saman eða límdi, plastaði eða klemmdi saman með gormum. Þar með voru ritin tilbúin til sölu, og þeim jafnvel fylgt úr hlaði af höfundinum með auglýsingu í bæjarblöðum. Innihald ritanna var mjög fjölbreytilegt, stundum með torræðum titlum, s.s. “Hin óendanlega samræming og hin nýja sveifla”, og flóknum, a.m.k. við fyrstu sýn, hugmyndum um “Nýtt hraðritunarstafróf”. Þá tókst Bjarni á við aðgengilegri viðfangsefni, s.s. “Heiðin trúarbrögð” og “Listsköpun meðal frumbyggja”. Bundið mál var honum engin hindrun, bæði einstök ljóð, langir ljóðabálkar, “vers og vísur”. Bjarni átti til að brjóta upp hefðbundin form í framsetningu sem samsetningu á texta. Hann hélt sig oftast við línulega orðaskipan, þegar lesið er frá vinstri til hægri, en einnig kom hann lesendum sínum á óvart með því að raða orðum þannig, að snúa varð viðkomandi riti í hringi við lesturinn. Bjarni Th. Rögnvaldsson var óútreiknanlegur sem rithöfundur eins og á öðrum sviðum mannlífsins.


° 12

FYLKIR - jólin 2023

Öll jól – Síðan 1952 –

Jólakveðja frá Ora V ið ó sk u m l a n d sm ön n u m öllu m gle ðile g ra r og f riðs æ ll a r jól a h átíð a r m e ð kæ r u þ a kkl æti til viðskipt avin a okka r.

GLEÐILEG JÓL

— 2023 —

Pipar\TBWA \ SÍA

M e g i nýja á rið fæ ra ykk u r öllu m gle ði og g æf u.

Marport óskar ykkur gleðilegrar hátíðar & farsældar á nýju ári.

Óskum Vestmannaeyingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. ICELAND

UK

USA

SPAIN

NORWAY

FRANCE

SOUTH AFRICA

°


°

°

FYLKIR - jólin 2023

13

Baddý í Ólafshúsum:

Sannkölluð sveitastelpa úr Eyjum Hefur lesið nær allar minningargreinar í Morgunblaðinu síðastliðin 35 ár.

GREINARHÖFUNDUR:

GRÍMUR GÍSLASON

Það má með sanni segja að Bjarney Sigurlín Erlendsdóttir, Baddý í Ólafshúsum, sé sveitastelpa úr Eyjum. Fædd og uppalinn í “sveitinni”, sem þá var til í Vestmannaeyjum, þar sem hefðbundinn búskapur var stundaður samhliða sjósókn og útgerð. Baddý, sem kominn er inn á tíunda áratuginn, man vel þá tíma er búskapur var stundaður sem lífsviðurværi í Eyjum, en Eyjabændur stunduðu oft einnig sjósókn samhliða búskapnum og voru því sannkallaðir útvegsbændur. Baddý hefur á langri lífsleið séð gríðarlegar breytingar verða á atvinnuháttum og mannlífi í Vestmannaeyjum. Baddý hefur undanfarna áratugi komið að heimildaöflun fyrir jólablað Fylkis, þar sem birst hafa upplýsingar um þá Vestmannaeyinga sem látist hafa ár hvert. Fylkir settist niður með Baddý á hausstdögum til að fara yfir æviferilinn og rifja upp gamla tíma. Baddý hafði frá ýmsu að segja og þó að skammtímaminni hennar sé farið að hraka all mikið er það sem lengra er frá henni í tíma enn í fersku minni.

“Ég er fædd heima í Ólafshúsum 20. febrúar 1932 og er því að nálgast nítugasta og annan afmælisdaginn minn. Foreldrar mínir voru Erlendur Jónsson, (Elli) frá Ólafshúsum og Ólafía Bjarnadóttir, frá Túni (Óla í Ólafshúsum). Þau hófu sinn búskap í Ólafshúsum hjá ömmu minni og afa, foreldrum pabba, Jóni Berg Jónssyni og Jórunni Erlendsdóttur. Þó að við byggjum í sama húsinu voru þetta samt, þannig lagað, aðskilin heimili hjá okkur og ömmu og afa en samgangurinn og samveran mikil og bara einn kamar úti í fjósi fyrir bæði heimilin”, segir Baddý. “Þó að þannig hafi verkast að pabbi og mamma hafi byrjað búskap í Ólafshúsum með ömmu og afa þá var pabbi ekki eina barn þeirra. Pabbi átti nokkur systkin. Afi var tvígiftur. Með fyrri konu sinni, Elínu,átti hann hann 4 börn, Sigurlínu, Jón Berg (Jónsa), Guðfinnu (Finnu) og Guðna. Sigurlín dó árið 1906 og þá giftist hann ömmu minni, Jórunni Erlendsdóttur og saman áttu þau pabba

Kýr á beit á túninu norðan við Ólafshús. systur hans og allt þeirra fólk svo ég tíni einhverja til.”

Eignaðist óvænt bróður

Bjarney Sigurlín Erlendsdóttir. (Erlend) og Elínu (Ellu) en auk þess tóku þau systurdóttur afa, Lilju Magnúsdóttur, í fóstur. Allt þetta fólk var yfirleitt alltaf kennt við Ólafshús. Frá þessum systkinum er kominn talsverður hópur Eyjamanna

Mamma var dóttir Bjarna Bjarnasonar og Sigurlínar Jónsdóttur frá Túni en nafn mitt Bjarney Sigurlín er frá þeim komið. Þau voru ekki mörg systkini mömmu en hún eignaðist bróður, Ólaf sem dó á fyrsta ári, og eina systur, Guðrúnu,

Ég fór t.d. alltaf á hverju kvöldi með mjólk á sjúkrahúsið og einnig til bæjarfógetans. Labbaði heiman frá Ólafshúsum gönguslóðann fram hjá Nýjabæ og niður á sjúkrahús og þaðan til fógetans, með tvo brúsa, einn í hvorri hendi og síðan heim aftur með tóma brúsa. sem eru frændfólk mitt. Má þar m.a nefna Sigga Vídó, Guðna, Einar og Eggert Ólafs, Eirík og Hjalla frá Vegamótum, Erlu og Himma Þorvarðar, Varða og Siggu Þórðar og allt þeirra fólk, svo einhverjir séu nefndir.

Baddý með mjólkurbrúsa á leið í bæinn.

en einnig átti hún einn fósturbróðir, Árna. Það er því ekki eins fjölmennt úr móðurættinni en samt kominn talsverður hópur þaðan og má m.a. nefna Bjarna og Guðlaug (Lauga í Fiskiðjunni) Helgasyni, Bjarna í Túni og Sigurlínu

Baddý er fædd og alin upp í Ólafshúsum, einkadóttir þeira Ólu og Ella. Hún var eina barnið á bænum fyrstu árin en síðan bættist í hópinn. “Þegar ég var 10 ára tóku mamma og pabbi í fóstur Viktor Þór Úraníusson, líklega betur þekktur sem Lilli í Ólafshúsum, sem þá var níu mánaða. Viktor var sonur Lilju Magnúsdóttur, sem amma og afi höfðu fóstrað. Ég var himninlifandi að fá hann inn á heimilið. Frá fyrsta degi leit ég á hann sem litla bróður minn og mamma og pabbi litu á hann sem son sinn. Þannig eignaðist ég óvænt bróður sem var mér mjög kær. Ég man að ég hafði fyrstu árin áhyggjur af því að Lilli yrði ekki hjá okkur til frambúðar og ég var ákveðinn í því að ef það kæmi til umræðu að hann ætti að fara frá okkur aftur þá myndi ég bara laumast út með hann og fara með hann til Þóru á Kirkjubóli og fela hann þar,” segir Baddý og hlær þegar hún rifjar þetta upp.

Það gátu verið mikil læti í Jónsa frænda

“Jónsi frændi, (Jón Bergur Jónsson yngri) bróðir pabba bjó heima í Ólafshúsum. Hann var mikið hreystimenni og byrjaði ungur til sjós. Hann þótti fljótt mikill og góður sjómaður enda var hann orðinn formaður 25 ára gamall. Hann flutti síðan til Ameríku áður en hann var orðinn þrítugur, að mig minnir, og gerðist þar togarasjómaður. Það var sagt að hann hafi verið meðal fremstu togarasjómanna í Boston, þar sem hann

Baddý, Viktor bróðir hennar og Hanna á túninu neðan við Ólafshús.

Baddý, til vinstri ásamt vinkonu sinni Jóhönnu Tómasdóttur, Hönnu. sigldi. Hann var í Ameríku í um áratug en kom þá aftur heim og hélt áfram sjómennsku meðan að heilsan leyfði. Jónsi var myndarlegur maður og hann var alltaf mjög góður við mig. Hann var mikið ljúfmenni og gæðablóð þegar hann var allsgáður en honum þótti sopinn góður og það fór ekki vel í hann. Hann skipti alveg um ham og það var mikill fyrirgangur á honum. Hróp og köll og hávaði og ég man enn þann dag í dag þegar að hann var að koma heim og var við skál þá var maður bara hálf hræddur við hávaðann í honum. Löngu áður en hann var kominn að Nýjabæ heyrði maður hávaðann í honum, hróp, köll, öskur og læti. Já það gátu verið alveg hræðileg læti í honum Jónsa, þessum líka ljúflingnum sem hann annars var” rifjar Baddý upp.

Hefðbundinn búskapur, beljur, kindur og hestur

Hefðbundinn búskapur var stundaður í Ólafshúsum og nytjar sem fylgdu jörðinni nýttar. Ólafshúsajörðin átti nytjarétt í Álsey og þaðan komu því bæði egg og fugl í búið en samhliða búskapnum var einnig stunduð útgerð og sjósókn ásamt því sem unnið var við fiskverkun. “Ólafshús og bæirnir þar í kring voru bara sveitabæir þar sem stundaður var hefðbundinn búskapur. Sambyggt íbúðarhúsinu í Ólafshúsum var hjallur, hlaða, fjós og fjárhús og svo var þar líka hænsnakofi. Á lóðinni var svo kartöflukofi, niðurgrafinn og grasi gróinn og auðvitað var stór kart-


° 14 öflugarður þar sem ræktaðar voru kartöflur, rófur og rabbarbari. Við vorum með fjórar beljur, einn hest. Fyrst var það Kópur en svo þegar að hann dó fengum við annan, Faxa, sem pabbi kallaði reyndar alltaf Bleik. Þá vorum við með all nokkrar kindur og hænsni. Allt þetta var nýtt og það sem ekki var notað til heimilisins var gefið eða selt. Amma og mamma sáu um mjaltirnar, tvisvar á dag, og síðan voru fastir viðskiptavinir sem keyptu mjólk hjá okkur daglega. Sumir komu og sóttu mjólkina en ég sendist með hana á aðra staði. Ég fór t.d. alltaf á hverju kvöldi með mjólk á sjúkrahúsið og einnig til bæjarfógetans. Labbaði heiman frá Ólafshúsum gönguslóðann fram hjá Nýjabæ og niður á sjúkrahús og þaðan til fógetans, með tvo brúsa, einn í hvorri hendi og síðan heim aftur með tóma brúsa. Það var enginn akvegur að Ólafshúsum á þessum árum og því ekkert annað í boði en að fara fótgangandi, hvort sem verið var að sækja eitthvað í búð eða fara með afurðir til viðskiptavina. Svo komu egg úr Álsey á vorin og svo lundi og fýll sumar og haust. Þetta var reytt og verkað heima og við vorum með reyktunnu þar sem lundinn var reyktur og einnig lambakjötið. Á haustin var mikið að gera í slátrun en allt var þetta gert heima á hlaði og verkað þar eða inni í hjalli,” segir Baddý.

Slegið með orfi og ljá og rakað með hrífum

“Á sumrin var nóg að gera í heyskap. Fyrstu árin var allt slegið með orfi og ljá. Afi og pabbi sáu um sláttinn en síðan bættust, amma, mamma og ég í hópinn með hrífur í hendi þegar farið var að snúa, raka í garða og síðan setja upp í sátur yfir nóttina þegar þurrkur var kominn í heyið. Því var svo aftur dreyft að morgni ef þurrkur var og þannig gekk þetta fyrir sig þar til heyið var orðið þurrt og var bundið í bagga og komið heim í hlöðu. Það var heyjað á túninu í kringum Ólafshús, uppi á Skotti og svo ofar og nær Helgafelli. Þetta var heilmikil vinna og mikið um að vera til að ná sem mestum heyforða í hús fyrir veturinn. Ég vann því aldrei neina fasta vinnu yfir sumartímann eftir að ég var orðinn stálpuð, því að nóg var að gera í búskapn-

FYLKIR - jólin 2023 um en að vetri gafst tími til að vinna í fiski.”

Rakstrarvél dregin af hesti var mikil bylting við heyskapinn

Það varð heilmikil bylting varðandi heyskapinn þegar að farið var að nota sláttuvél sem var dregin af hestum. Það þurfti tvo hesta fyrir sláttuvélina og pabbi fékk lánaðan hest hjá Stefáni í Gerði til að nota með Faxa okkar við sláttinn en síðan minnir mig að á móti hafi hann svo slegið með eða fyrir Stefán. Pabbi sá um sláttinn á hestunum en svo var okkar hestur bara notaður til að draga rakstrarvélina sem við eignuðumst og sat ég á vélinni og stjórnaði henni. Rakstrarvélin var mikið verkfæri. Á henni miðri var sæti en síðan voru rakstrartindar sem ég gat tekið upp eða sett niður eftir því hvernig ég vildi láta raksturinn gerast. Þessi vél létti mjög vinnuna við heyskapinn hjá okkur,” segir Baddý þegar hún rifjar upp heyskapinn og það kemur bros á andlitið þegar hún segir frá þessu.

Samheldið samfélag og mikill vinskapur uppi á bæjum

Baddý segir að mikill samgangur hafi verið milli fólks á bæjunum í kring og góður og traustur vinskapur. Ólafshús stóðu rétt fyrir neðan hlíðar Helgafells og næstu bæir voru Nýibær, Hvassafell, Gerði, Víðuvellir og Bessastaðir og svo aðeins lengra til austurs voru Búastaðir, Einland, Tún og Oddstaðir ekki svo langt frá en Kirkjubæirnir aðeins norðaustar og fjær. Til norðurs voru Presthús og Vilborgarstaðir, Hlaðbær og Háigarður og svo vestar Vesturhús. Víðsýnt var frá Ólafshúsum en þaðan sást innsiglingin, urðirnar, Vilpan og austur á Kirkjubæi. Heimaklettur blasti við í norðri, með Miðklett og Ystaklett sér við hlið og síðan blöstu við Ellirey og Bjarnarey með Eyjafjallajökul í bakgrunni og það mátti sjá alveg austur að Dyrhólaey í góðu skyggni. “Næstu nágrannar okkar voru Stefán (Guðlaugsson) og Sigurfinna í Gerði (Stóra-Gerði). Miklir vinir mömmu og pabba. En einnig var mikill samgangur við Eyjólf (Gíslason) og Gunnu á Bessastöðum og Ingimund Bernharðsson og Jónínu konu hans sem bjuggu á Víðivöllum. Stella dóttir þeirra var jafnaldri minn og vorum við

Baddý og Viktor sitja hestinn sem dregur heykerruna fulla af heyi heim í hlöðuna í Ólafshúsum. mjög góðar vinkonur en einnig var Hanna, (Jóhanna Tómasdóttir) sem bjó á Helgafellsbrautinni mikil og góð vinkona mín. Þá var góður samgangur við Imbu (Ingibjörgu Magnúsdóttur) og Jón (Magnússon) eftir að þau fluttu í Gerði, sem stóð ofar og vestar í túninu, og hófu þar búskap kringum 1947. Á Víðivöllum var tvíbýli en þar bjuggu einnig lengi vel Finna frænka (Guðfinna Jónsdóttir), systir pabba, og Ólafur Ingileifsson með sín börn en þau fluttu síðar

Frekja frænka

“Krakkarnir á Víðivöllum, frændfólk mitt, Siggi (Vídó), Gógó (Jóna Guðrún), Eggert og Einar voru allt góðir vinir mínir. Siggi og Gógó, aðeins eldri en ég en Eggert og Einar á svipuðu reki. Við áttum því góða tíma saman. Siggi gat verið stríðinn og hann tók upp á því einhverra hluta vegna að kalla mig Frekju frænku og upp frá því kallaði hann mig aldrei annað. Alla hans tíð notaði hann það nafn á mig þegar hann talaði við mig eða

Krakkarnir á Víðivöllum, frændfólk mitt, Siggi (Vídó), Gógó (Jóna Guðrún), Eggert og Einar voru allt góðir vinir mínir. Siggi og Gógó, aðeins eldri en ég en Eggert og Einar á svipuðu reki. Við áttum því góða tíma saman. Siggi gat verið stríðinn og hann tók upp á því einhverra hluta vegna að kalla mig Frekju frænku og upp frá því kallaði hann mig aldrei annað. í Heiðarbæ. Það var einnig mikið samneyti við þau. Fólk hjálpaðist að eins og þurfti og fór milli bæja í heimsóknir og stundum var spilað þegar tími gafst frá dagsins önnum. Þetta var samheldið og gott samfélag sem var þarna uppi á bæjum og mikill vinskapur milli fólksins.”

um mig. Þetta var ekki illa meint hjá honum. Bara gælunafn sem hann gaf frænku sinni. Ég held að hann hafi gert það af því að honum þótti svo vænt um mig og ég kunni því bara mjög vel. Börn Sigga hafa líka alltaf kallaða mig þessu nafni þannig að hjá Vídó fólkinu hef ég alltaf verið, og er enn, kölluð; Frekja frænka.”

Leit alltaf á Himma sem bróður

Þó að Baddý hafi verið einbirni til 10 ára aldurs er Lilli bróðir hennar kom til fjölskyldunnar þá segir hún að hún hafi samt ekki verið eini krakkinn í Ólafshúsum. “Erla frænka (Erla Þorvarðardóttir) og Himmi frændi minn, (Hilmir Þorvarðarson) voru meira og minna alinn upp hjá ömmu og afa í Ólafshúsum. Erla og Himmi voru börn Ellu, systur pabba. Erla var fædd 1929, þremur árum eldri en ég en Himmi var fæddur 1934 og því tveimur árum yngri en ég. Varði (Þorvarður Ingvarsson) pabbi þeirra fékk berkla sem hann barðist við í langan tíma. Hann fór suður á hælið (Vífilstaði) en lést

Baddý og Viktor bróðir hennar. af berklunum. Ella fór suður með Varða og fór að vinna á Hælinu þar sem hann dvaldi og hún smitaðist af berklum þar en náði sér alveg af því. Vegna þessarar stöðu hjá Ellu tóku amma og afi Himma að sér og ólu hann upp meira og minna. Sama má segja um Erlu en hún var eldri og var meira með mömmu sinni. Þau Erla voru því alltaf hálfpartinn eins og systkini mín en mér fannst Himmi alltaf vera litli bróðir minn og leit eiginlega á hann sem slíkann enda vorum við miklir vinir alla tíð”, segir Baddý.

Fár í hænunum hjá Ingimundi á Víðivöllum

Hún segir að Himmi og Deddi Ingimundar (Bernharð Ingimundarson) sem bjó með foreldrum sínum á Víðivöllum, hafi verið miklir vinir. Þeir hafi verið afar athafnasamir og ýmis prakkarastrikin hafi þeir gert. Hún segir að þeir hafi vitað það að Ingimundur átti það til að vera fljótfær og fara stundum fram úr sér og hafi því nýtt sér það í prakkarastrikum sínum. Hún rifjar síðan upp eitt eftirminnilegt atvik. “Einn daginn kemur Ingimundur askvaðandi inn í Ólafshús og er mikið niðri fyrir. Segir hann pabba að það sé komið eitthvað fár í hænurnar hjá sér. Hann hafi verið úti í hænsnakofa og það hafi verið liggjandi dauðar hænur um allt gólf hænsnakofans. Það sé því komið fár í hænsnastofninn og þær muni allar drepast. Spyr hann pabba hvort hann hafi orðið var við fár í sínum hænum. Pabbi kannaðist ekkert við það. Sagðist hafa verið í hænsnakofanum um morguninn og allt verið í lagi þar. Ingimundur sagði að hann yrði að koma með sér upp að Víðivöllum til að sjá hvernig staðan væri hjá sér. Þar væri bara allt að drepast. Röltu þeir svo saman upp að Víðivöllum og þegar þeir komu í hænsnakofann þar áttaði pabbi sig á hvað var um að vera. Hann hafði verið að grisja hænsnahópinn hjá sér í Ólafshúsum um morguninn og snúið nokkrar hænur úr, en Pabbi hafði þann háttin á þegar að hann var að drepa hænur að hann snéri þær úr hálsliðnum en hjó ekki af þeim hausinn eins og víðast tíðkaðist. Þeir vinirnir Himmi og Deddi

Baddý ánægð með glænýtt hjól.

Erla Þorvarðardóttir, Viktor og Baddý.

Elli í Ólafshúsum spjallar við eina af kindum sínum og Baddý fylgist með.

Horft til norðausturs af túninu vestan við Gerði. Ólafshús til vinstri og til hægri er nýbygging Viktors, Lilla í Ólafshúsum, sem hann byggði í túninu sunnan við Ólafshús. Í baksýn má svo sjá niður að Vil­ borgarstöðum og austur á Kirkjubæi með Eyjafjallajökul, Ellirey og Bjarnarey í bakgrunni. Myndin er líklega tekin í kringum 1970.

°


°

°

FYLKIR - jólin 2023

15

Grænahlíð 5 sem Baddý og Gísli byggðu og bjuggi í fram að eldgosinu 1973.

Stefán Guðlaugsson skipstjóri og útvegsbóndi í Gerði (f.1888 – d. 1965) ásamt tveimur barnabörnum, Stefáni Geir Gunnarssyni í stafni og Stefáni Sigfúsi Stefánssyni við stýrið á árabát við Stóra-Gerði. Ólafshús ofl. hús í baksýn. Myndina tók Gísli Grímsson. sáu sér leik á borði til að hrekkja Ingimund þegar þeir sáu dauðu hænurnar við hænsnakofann í Ólafshúsum. Tóku þeir dauðu hænurnar í Ólafshúsum og dreifðu þeim í hænsnakofa Ingimundar á Víðuvöllum með þeim afleiðingum að hann hélt að hænsnastofninn hjá sér væri að drepast úr pest. Strákana hefur eflaust grunað hver viðbrögð Ingimundar yrðu og þess vegna gert þetta til að espa karlinn upp,” segir Baddý og skelli hlær þegar að hún rifjar þetta atvik upp.

Kommúnistar fengu ekki mjólk hjá Jóni í Ólafshúsum”

Baddý segir að þeir sem bjuggu í Ólafshúsum og bæjunum þar í kring hafi allt verið miklir sjálfstæðismenn. Eyjólfur á Bessastöðum, Stefán í Gerði, Ingimundur á Víðuvöllum og svo Elli í Ólafshúsum, allir gegnumheilir en þeir hafi þó ekki komist í hálfkvist við afa hennar Jón Berg í Ólafshúsum. Hann hafi verið það harðasta og mesta íhald sem til var og kommúnistar hafi ekki átt upp á pallborðið hjá honum. Hann hafi ekki verslað hvar sem var því að við samvinnumenn eða kommúnista átti hann ekki viðskipti. “Afi var mjög harður í pólitíkinni, gallhart íhald sem gaf ekkert eftir og honum var mjög illa við kommúnista. Ég man vel þegar að Jóhann Þ. Jósepsson, alþingismaður, kom í heimsóknir í Ólafshús. Þá var mikið að gera hjá afa. Það er ein saga af afa sem ég verð að rifja upp því að hún segir ansi mikið um hversu harður hann var á skoðunum sínum. Það var alltaf þannig að Ella frænka, dóttir afa, fékk á hverjum degi mjólk í Ólafshúsum fyrir fjölskylduna. Svo er það einu sinni á 1. maí að afi fréttir af því að Varði, maðurinn hennar Ellu, hafi farið í kröfugönguna á 1. maí. Afi var hreint ekki ánægður með það að tengdasonurinn færi í slíka kommagöngu og tilkynnti það til allra í Ólafshúsum að framvegis fengju þau Ella og Varði ekki mjólk í Ólafshúsum. “Kommúnistum gef ég ekki mjólk” sagði hann mjög fast og ákveðið og við það sat þó að amma reyndi eitthvað að malda í móinn. Það þýddi ekkert. Jón Bergur í Ólafshúsum hafði tekið ákvörðun og hún stóð. Það er því kannski ekkert skrýtið að þetta sterka íhaldsblóð hafi erfst frá afa því það hefur það svo sannarlega gert því pabbi var

mjög harður íhaldsmaður og ég hef nú alltaf verið á þeirri línu og svo hefur Grímur erft þetta líka. Þetta er líklega í blóðinu hjá okkur” segir Baddý.

“Aldrei skal ég láta undan helvítis frostinu”

Jón Bergur í Ólafshúsum var útvegsbóndi og formaður á bát. Hann gat verið mjög stífur á meiningunni og ekki mikið fyrir að gefa eftir ef hann tók eitthvað í sig, segir Baddý og rifjar upp eina þrjóskusögu af honum. “Á þessum árum sem afi var að róa voru sjóvettlingarnir náttúrulega bara prjónavettlingar, vel þæfðir og yfirleitt tveir þumlar á þeim. Bátarnir voru opnir og því kalt á vetrum og eins gott að hafa hlýja vettlinga. Það var sagt að einhverju sinni hafi strákarnir um borð hjá afa verið eitthvað að gera grín að vettlingunum sem hann var með í róðrinum. Þeim gamla mislíkaði það eitthvað svo hann reif af sér vettlingana og var berhentur það sem eftir var róðurs, þó að grimmdar frost hafi verið, og sagði víst að aldrei myndi hann láta undan helvítis frostinu. Þetta er nú þrjóska í lagi. Það hefur því stundum verið talað um það að fólkið frá Ólafshúsum hafi oft verið fast fyrir og við höfum nú bara stundum kallað það Ólafshúsaþrjósku,” segir Baddý kímin á svip.

munað hjá mér,” segir hún.

Var alltaf í C bekk, sem var besti bekkurinn

Baddý gekk í Barnaskólann í Eyjum og segir að sér hafi gengið vel í námi. “Ég var alltaf í C – bekk, sem var besti bekkurinn, þannig að mér gekk vel að læra. Árni Guðmundsson, Árni úr Eyjum kenndi mér að ég held alla mína skólagöngu í Barnaskólanum. Hann var mjög góður og skemmtilegur kennari. Ég auðvitað labbaði alltaf frá Ólafshúsum og í skólann og heim aftur. Fór framhjá Nýjabæ, yfir Helgafellsbrautina, framhjá Kirkjugarðinum og í skólann. Það var ekkert annað í boði en að ganga þessa leið alla daga, stundum í svarta myrkri því ekki var mikilli lýsingu fyrir að fara á þessari leið,” segir Baddý þegar hún rifjar upp skólagönguna í Eyjum. “

Waagsabakarí og Brynjólfsbúð

Baddý segir að auðvitað hafi alltaf verið mikil vinna heima í kringum bústörfin og þá sérstaklega á sumrin þegar að heyskapur stóð yfir og því hafi hún fram yfir unglingsaldur alltaf verið við bústörfin á sumrin en síðan hafi hún eitt-

hvað unnið í fiski á veturna. Hún byrjaði ung að vinna í Waagsabakaríinu en síðan lá leiðin í verslunarstörf, sem hún sinnti svo drjúgan hluta starfsævinnar. “Ég var búinn að vera að vinna í bakarínu hjá Waagsa í einhvern tíma þegar að Brynjólfur kaupmaður í Brynjólfsbúð kom upp í Ólafshús og bauð mér vinnu við afgreiðslustörf hjá honum. Mér þótti þetta heilmikil upphefð að hann skyldi koma og bjóða mér vinnu. Þar vann ég síðan við afgreiðslustörf í einhvern tíma. Þá var allt afgreitt yfir borðið og allt vigtað jafn óðum. Hveiti, sykur og annað slíkt. Það var aldeilis öðruvísi en nú er.”

Gæi úr miðbænum náði í sveitastelpuna

Í kringum 1950 fór þau að stinga saman nefjum Baddý og Gísli Grímsson, frá Haukabergi, sem síðan varð lífsförunautur hennar. Hún segist bara hafa verið saklaus sveitastelpa en Gísli gæi úr miðbænum sem fór að renna til hennar hýru auga. “Mig minnir að við höfum verið á balli þar sem verið var að dansa Ásadans og Gísli hafði einhvernveginn lag á því að láta mig alltaf vera með sér í hólfi þannig að við duttum ekki út og að lokum stóðum við eftir ein á gólfinu og vorum svo saman upp frá því. Ég held nú að hann hafi eitthvað svindlað á reglunum til þess að við enduðum eftir tvö á gólfinu.”

Nýtrúlofuð í húsmæðra­ skólann á Laugalandi

Við vorum svo búin að trúlofa okkur 1951 en þá um haustið fór ég til náms á Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði. Nýtrúlofuð hélt ég norður í land í skóla og Gísli var bara áfram í Eyjum og stundaði sjóinn. Ég var svo á Laugalandi til vorsins 1952 en kom reyndar heim til Eyja í jólafríinu. Þetta var dásamlega skemmtilegur og góður tími sem ég átti á

Skólasystur af Húsmæðraskól­ anum á Laugalandi í Eyjafirði. Lára Þorgeirsdottir frá Sælundi, Baddý og Anna Oddgeirs. Laugalandi. Við vorum þrjár stelpur frá Eyjum sem fórum samann á skólann. Ég, Anna Oddgeirs og Lára Þorgeirs, á Sælundi. Við vorum jafnaldrar og þekktumst því ágætlega. Þegar við komum á skólann, sem var heimavistarskóli, þá lentum við þrjár saman í herbergi og með okkur í herbergi var sett stelpa frá Akureyri, Elín Oddsdóttir, sem fljótt varð mikil vinkona okkar. Sá vinskapur sem þarna myndaðist hefur haldið í gegnum lífið. Mér líkaði afar vel í skólanum og lærði mikið sem ég hef búið að alla tíða síðan. Við lærðum mikið um eldamennsku og bakstur en auk þess prjónaskap, saumaskap, vefnað og bara allt mögulegt sem að heimilishaldi getur snúið. Þetta nám hefur nýst mér vel og svo eignaðist ég vinkonur um allt land sem ég hélt alltaf sambandi við en það er nú farinn að þynnast ansi mikið þessi hópur sem þarna var saman. Margar búnar að kveðja.”

Laufabrauðin grófust í öskuna með Ólafshúsum

Mér er minnisstætt að þegar ég kom heim í jólafríið af skólanum þá kom ég með nokkrar laufabrauðskökur með mér sem að við vorum búnar að skera út og baka á skólanum. Þetta var auðvitað norðlenskur siður og lítt þekkt í Eyjum. Mamma var svo hrifin af útskurðinum á kökunum að það mátti alls ekki borða þær, heldur geymdi hún þær í stálstampi og sýndi gestum sem komu þessi herlegheit og ekki nóg með það heldur geymdi hún þetta áfram og þetta var í stampi uppi á háalofti í Ólafshúsum þegar að gaus 1973 og grófust því laufabrauðin sem gerð voru á Laugalandi 1951 í öskuna með Ólafshúsum.”

Byrjuðu að búa á Helgafellsbraut 20

Gísli beið Baddýar þegar að hún kom heim af skólanum og trúlof-

Herflugvél brotlenti í Helgafellshlíðum

Baddý segist muna vel stríðsárin og umstangið sem fylgdi komu hermannanna til Eyja og hún rifjar upp eftirminnilegt atvik frá þessum árum. “Mér er í fersku minni þegar að herflugvélin hrapaði í Eyjum. Það var orustuvél sem hreinlega flaug inn í hlíðina á Helgafelli, líklega árið 1944. Ég man vel eftir þegar að þetta gerðist því það kom svo mikill dynkur þegar að vélin hreinlega flaug á Helgafellið. Flugmanninum tókst að koma sér út í fallhlíf, að mig minnir, og lenti í sjónum rétt vestan við hamarinn en flugvélin keyrði á kaf inn í fjallshlíðina. Við krakkarnir fórum oft þarna uppeftir að skoða það sem sást af flakinu og ef að ég man þetta rétt þá stakkst vélin bara með nefið inn í austurhlíðina á Fellinu. Hún var það austarlega að hún sást ekki heiman frá Ólafshúsum. Ég held að það sé örugglega alveg rétt

Handboltalið Týs , Íslandsmeistarar í handbolta 1952. Efri röð frá vinstri. Aðalheiður ( Alla) Óskars­ dóttir, Ásta Haraldsdóttir, Ása Ingibergsdóttir og Jakobína (Bína) Hjálmarsdóttir. Fremri röð frá vinstri, Bjarney ( Baddý) Erlendsdóttir, Anna Sigurlásdóttir og Svanhvít ( Svana) Kjartansdóttir.


° 16 unin lifði af eins vetrar aðskilnað. Eftir að heimkomu af skólanum hélt hún áfram verslunarstörfum og vann m.a. í Vöruhúsinu og á Bjössabar. “Gísli flutti svo til okkar í Ólafshús sumarið 1952 þegar að foreldrar hans skildu og vorum við þar til ársins 1953, að mig minnir, en þá bauðst okkur íbúð til leigu sem að við þáðum og hófum búskap. Hilla í Gerði, Þórhildur Stefánsdóttir eiginkona Tryggva Ólafssonar málarameistara, var tíður gestur í Ólafshúsum og eitt sinn er hún sat í kaffi hjá mömmu spurði hún mig hvort að við Gísli ætluðum ekki að fara að búa. Hún sagði að það væri laus íbúð í kjallaranum hjá þeim Tryggva á Helgafellsbraut 20 og við gætum fengið hana leigða. Það varð úr að við tókum því boði og þar með hófum við okkar búskap sem svo stóð óslitið þar til Gísli féll frá fyrir 7 árum.”

Íslandsmeistari með Tý 1952

Baddý æfði og spilaði handbolta með Tý en Týskonur voru þá í fremstu röð liða á landsvísu. “Það var mjög gaman á þessum árum í handboltanum. Allur handbolti var þá spilaður úti og við fórum stundum suður í Lyngfellisdal til að æfa. Ég þótti ágætlega liðtæk í vörninni. Ætli frekjan og Ólafshúsarseiglan hafi ekki komið sér vel fyrir mig í því. Með mér í liðinu voru m.a. Anna Lása, Fjóla Jens, Guðný á Gjábakka og Ásta Harald svo einhverjar séu nefndar. Við kepptum á Íslandsmótum og stóðum okkur vel. Vorum með mjög sigursælt lið á Íslandsmótinu 1949 og unnum í raun það mót en vorum eiginlega rændar titlinum með kærumáli sem var okkur alveg óviðkomandi sem varð til þess að Fram var dæmdur sigur á markamun. Árið 1952 náðum við svo fram hefndum er við unnum Fram í úrslitaleik og urðum því Íslandsmeistarar það ár.

“Allt kostar þetta nú sitt”, sagði klerkurinn

Baddý og Gísli gengu í hjónaband 22. mars 1953 í stofunni hjá séra Halldóri Kolbeins að Ofanleiti. “það var nú ekki mikið umstang í kringum það. Við Gísli fórum upp að Ofanleitið með mömmu, pabba og Grími tengdapabba. Þetta er nú samt mjög eftirminnilegt. Athöfnin fór fram í stofunni að Ofanleiti. Halldór Kolbeins stjórnaði athöfninni en Lára, kona hans, tók þátt með því að spila á orgel og syngja. Hann rétti mömmu, pabba og Grími sálmabók fyrir athöfnina og sagði að þau ættu að syngja sálma í athöfninni við undirleik “mömmu” en hann kallaði Láru konu sína alltaf mömmu. Þegar að presturinn var búinn með eitthvert ritual í athöfninni sagði hann svo allt í einu; “Jæja syngið þið nú

FYLKIR - jólin 2023

Brúðhjónin Bjarney Erlendsdóttir og Gísli Grímsson.

Prestfrúin byrjaði að spila og syngja en lítið heyrðist í sönghópnum því bæði mamma og pabbi voru algjörlega laglaus og gátu því ekki með nokkru móti tekið undir en Grímur sem var ágætlega söngfær vissi af lagleysi foreldra minna gat ekkert sungið því hann barðist við að springa ekki úr hlátri þar sem hann vissi af lagleysi hjónanna úr Ólafshúsum. sönghópur og mamma.” Prestfrúin byrjaði að spila og syngja en lítið heyrðist í sönghópnum því bæði mamma og pabbi voru algjörlega laglaus og gátu því ekki með nokkru móti tekið undir en Grímur sem var ágætlega söngfær vissi af lagleysi foreldra minna gat ekkert sungið því hann barðist við að springa ekki úr hlátri þar sem hann vissi af lagleysi hjónanna úr Ólafshúsum. Klerkurinn og “mamma” sungu því bara ein í þessari athöfn. Mér er það mjög sterkt í minni að um leið og klerkurinn var búinn að gefa okkur saman og klára síðustu formlegheitin snéri hann sér að Gísla og sagði; “Allt kostar þetta nú sitt” og rukkaði strax fyrir viðvikið,” segir Baddý þegar hún rifjar upp brúðkaupsdaginn.

Okkur að kenna að systkinin á Heiðarveginum urðu ekki fleiri

Vorið 1955 eignuðust Baddý og Gísli sitt fyrsta barn, Erlu Ólafíu, og bjuggu með hana hjá sér á Helgafellsbrautinni þar til síðla árs 1956 er þau fluttu að Heiðarvegi 52. “Við vorum búin að vera í kjallaranum á Helgafellsbratuinni í einhver 3 ár. Það var smá rakavandamál og mygla í íbúðinni sem

við vorum eitthvað leið á. Einn daginn kemur Gaui Manga (Guðjón Magnússon) eiginmaður Önnu systur Gísla til okkar og spyr hvort að við viljum ekki bara flytja í risið hjá þeim á Heiðarveginunum, en þau höfðu þá nýlega lokið við að byggja það hús og var það bara að hluta til innréttað. Sagði hann að þeir Gísli gætu bara drifið í að innrétta risið svo að við gætum flutt þar inn og við þáðum það með þökkum. Þeir innréttuðu risið og við fluttum inn. Í raun og veru fluttum við nánast inn á þau því að risið var bara hluti af íbúð þeirra, opinn stigi af holinu og upp og engar hurðir á milli, sameiginlegt klósett á hæðinni og við þurftum alltaf að ganga í gegn hjá þeim til að komast upp til okkar. Svo heyrðist nær allt sem sagt var milli hæða þar sem allt var opið. Þetta varð því svona hálfgerður sambúskapur. Anna og Gaui bjuggu á hæðinni með börnin sín tvö, Bigga og Þuru og einnig bjó Grímur pabbi Önnu með þeim og svo við með Erlu í risinu. Þetta var því bara eins og ein stór fjölskylda og þetta var yndislegur tími sem við áttum þarna með þeim og auðvitað treysti þetta vinarbönd okkar í milli sem héldust alla tíð.

Baddý ásamt börnum sínum, Erlu Ólafíu og Grími. Myndin er tekin á jólum, líklega 1966, í Grænuhlíð 5. Við fengum nú stundum að heyra það á góðum stundum við Gísli að það væri okkur að kenna að Þura og Biggi eignuðust ekki fleiri systkini, því að vegna veru okkar í risinu gátu þau ekki fengið sér herbergi og sváfu því í svefnherberginu hjá Önnu og Gauja og þess vegna gafst aldrei tækifæri eða friður til frekari fjölgunar á bænum,” segir Baddý og hlær.

Þetta var víst strákur

Þegar Baddý og Gísli bjuggu í risinu á Heiðarveginum stækkaði fjölskyldan þegar sonur fædddist. “Ég fæddi Grím í apríl 1960. Þá var nú ekki til siðs að pabbarnir væru viðstaddir fæðinguna heldur var bara farið með mig á spítalann og svo biðu allir heima frétta af fæðingunni. Það var enginn sími hjá Önnu og Gauja en það var kominn sími hjá Ástu Fúsa og Dolla pípara (Adolf Óskarssyni) sem bjuggu í næsta húsi. Það var því hringt til þeirra þegar drengurinn var fæddur og þau beðin að koma skilaboðunum til nágrannanna. Dolli rölti sér yfir á Heiðarveg 52 þar sem allir sátu í eldhúsinu og biðu spenntir og sagði að það væri fædd stelpa og óskaði Gísla til hamingju. Síðan drakk hann kaffi með þeim í rólegheitum og eftir að hafa setið lengi stóð hann upp og hélt til dyra. Snéri sér svo við í dyragættinni og sagði: “Heyrðu annars þetta var víst strákur en ekki stelpa”, og var þá aftur tilefni til að fagna fæðingunni. Dolla hefur líklega grunað að allir væru að vona að það kæmi strákur og þess vegna ákveðið í stríðni að gera þetta svona.“

Meðal frumbyggja í Grænuhlíðinni

Baddý og Gísli ásamt börnum sínum, Erlu Ólafíu og Grími.

Baddý og Gísli voru meðal frumbyggja í Grænuhlíðinni, er þau hófu þar byggingu einbýlishúss á lóð númer 5. Grænahlíðin var lögð árið 1955 austur úr Heimagötu milli Miðeyjar og Ásgarðs á svæði þar sem fram til þess höfðu verið slægjutún. “Ég man það vel að einn daginn, þegar að við bjuggum á Heiðarveginum, þá kom Gísli heim með skóflu í hendi og ég spurði hann hvað hann væri að gera með þessa skóflu. Hann svaraði mér að hann væri að fara

að byrja að grafa fyrir nýja húsinu okkar í Grænuhlíðinni. Mér féllust eiginlega alveg hendur því hann var þá tiltölulega nýkominn úr brjósklosaðgerð en hann varð ekki stoppaður og byrjaði að grafa fyrir grunninum með einni skóflu og eftir það var ekki aftur snúið og við fluttum inn í Grænuhlíðina 12. nóvember 1960. Húsið var þá ekki nærri fullbyggt en nóg til að flytja inn. Það var búið að gera hluta af hæðinni sæmilega klára, eldhús, baðherbergi og svefnherbergi en stofan og allt risið alveg eftir. Við vorum svo smásaman að klára húsið í áföngum og vorum að byrjuð að undirbúa það að fara að klára risið þegar að gosið kom 1973.” Baddý segir að það hafi verið skemmtilegt að flytja í nýja götu þar sem allir íbúar nýir enda gatan nýgerð og nágrannarnir góðir. “Þetta varð mjög gott og skemmtilegt samfélag þarna í götunni. Við hliðna á okkur, númer 3, bjuggu vinir okkar Sirrý í Gíslholti og Tryggvi Sig, Anna Oddgeirs og Gústi í Skálholti við hina hliðina, númer 7, og hinum megin við götuna voru Stína í Bólstaðarhlíð og Hjálmar á númer 2, Arnar í Ási og Soffa í Bólstaðarhlíð númer 4, Biggi Jó og Kolla Karls á númer 6, Silla í Bólstaðarhlíð og Týri (Angantýr Elíasson) á númer 8 og Sigurgeir í Skuld og Jagga á númer 10. Dásamlegir nágrannar og mikil samheldni ríkjandi meðal fólksins. Út um eldhúsgluggann hjá okkur horfðum við niður á Skálholt og í Gíslholt þar sem Óli Fúsa og Stína voru með sinn búskap og kindur á beit á túninu.”

Var skíthrædd í Surtseyjargosinu

Baddý segir Surtseyjargosið sem hófst síðla árs 1963 vera afar sterkt í minningunni. “Ég var alveg hræðilega hrædd þegar að Surtseyjargosið var. Það fóru mjög illa í mig þessi læti sem stundum fylgdu því gosi, drunurnar, þrumurnar og eldingarnar sem voru mjög tíðar á tímabili hræddu mig mjög. Ég átti það til að hlaupa yfir til Sirrý í næsta hús þegar þessi læti gengu yfir og einhverju sinni skildi ég krakkana bara eftir og hljóp út. Mér leið ekki vel meðan mest gekk á í Surtinum.

°


°

°

FYLKIR - jólin 2023 Grímur tengdapabbi hafði mikinn áhuga á gosinu í Surti og hann fór daglega og stundum oft á dag á mótorhjólinu sínu vestur að Hásteini til þess að horfa á það sem á gekk og svo koma hann til okkar á kvöldin og sagði fréttir af gangi mála.”

Flottasta matvöruverslunin í Eyjum

Baddý vann ýmis störf á árunum 1950 til 1973, mest verslunarstörf en einnig í fiski, en sinnti svo heimilinu og barneignum samhliða því. “ Ég vann í Vinnslustöðinni í fiski en einnig á Bjössabar og í Vöruhúsinu en síðan í Fell, sem var verslun Kaupfélagsins við Heimagötu. 1969 opnaði Kaupfélagið síðan stóra og glæsilega verslun í nýbyggingu við Heimagötuna, þar sem nú er Ásgarður, og flutti verslunarreksturinn úr Felli og þangað. Þar starfaði ég frá upphafi og alveg fram að gosi. Þessi verslun þótti mikil bylting, algjör nýtískuverslun þó að allt væri þar afgreitt yfir borðið en þetta var klárlega stærsta og flottasta matvöruverslunin í Eyjum.”

Hélt að kviknað væri í Kirkjubæjunum þegar að byrjaði að gjósa

Baddý og Gísli flúðu með fjölskylduna úr Eyjum þegar að eldgosið hófst á Heimaey . “Ég vaknaði upp um klukkan tvö nóttina og fór á fætur. Ég kíkti út um gluggana og sá einhvern bjarma í austri og hélt að kviknað væri í austur á bæjum. Ég vakti Gísla og krakkana og við fórum upp á loft til að reyna að sjá hvar væri að brenna. Skömmu síðar hringdi Anna Gríms í okkur og sagði okkur hvað væri að gerast. Við drifum okkur því á bryggjuna og fórum til lands með Halkion. Í Þorlákshöfn sótti frændi Gísla frá Selfossi okkur og við enduðum því á Selfossi hjá þessu frændfólki sem sá um okkur fyrstu vikurnar. Ég veit eiginleg ekki hvernig manni var innanbrjóst á þessum tíma. Held að við höfum bara öll verið hálf dofin en það þýddi ekkert annað en að halda áfram og byrja upp á nýtt. Húsið okkar fór undir hraun og það gerðist að mig minnir aðfararnótt 23. mars, eða á brúðkaupsnótt okkar Gísla. Svona geta tilviljanirnar verið skrýtnar. Við komum okkur ágætlega fyrir á Selfossi, fengum bæði vinnu, ég í matvöruverslun, og það fór bara vel um okkur. Vorum inni á frændfólki fyrstu vikurnar, fengum síðan leigða litla íbúð sem við vorum í þar til við fengum Viðlagasjóðshús. Við áttum ágætan tíma þarna og vorum svo sem ekkert ákveðin að fara aftur til Eyja enda búin að missa allt sem við áttum.” Flaggstangarhúnninn í Ólafshúsum stóð alltaf upp úr öskunni “Æskuheimili mitt, æskuslóðirnar, nýbyggt heimili og æskuslóðir barna okkar hreinlega hvarf allt í gosinu. Húsið okkar, gatan okkar og nágrennið fór allt undir hraun og æskluslóðirnar að stórum hluta undir Eldfellið. Ólafshús voru undir

17 hlíðum Eldfells, skammt neðan við þar sem Eldheimar eru í dag, og grófst húsið alveg á kaf í öskuna. Það eina sem stóð uppúr öskunni var húnninn á flaggstönginni í Ólafshúsum. Hann stóð alltaf uppúr og út frá honum var hægt að reyna að ná áttum á svæðinu því hann var eina kennileytið. Húnninn var svo tekinn af flaggstönginni og ég á hann og hef verið með hann stilltan upp til minningar um horfinn tíma. Það er greinilegt hvaða hlið á húninum hefur snúið til austurs, mót Eldfelli, því þar er hann alveg grjótbarinn og öll málning farin af en á hinni hliðinni er enn rauður litur eins og var alltaf á flaggstangarhúninum í Ólafshúsum.”

Rollubúskapur í Ólafshúsum fram að gosi

Hefðbundinn búskapur var stundaður í Ólafshúsum lengi frameftir en í kringum 1960 var búskap hætt nema að áfram var verið með fjárbúskap. “Eftir að hefðbundinn búskapur var aflagður og hætt var að vera með kýr þá hélt pabbi áfram fjárbúskap. Þetta var nú meira svona tómsundabúskapur hjá honum. Hann var með einhverjar 10 – 15 rollur sem hann hélt heima yfir veturinn en á vorin voru þær settar á beit í Ellirey ásamt öðru fé af Heimaey en svo teknar í hús á haustin. Þetta voru mikil gæludýr hjá honum og hann hafði gaman af þessu. Allar höfðu þær nafn eins og Mossa, Golsa, Dröfn, og Rós svo ég nefni eitthvað af því sem ég man. Pabbi greiddi þeim og strauk á hverjum degi, gaf þeim brauð og snuddaði við þær. Þær voru því mjög hændar að honum, það leyndi sér ekki. Heyskapur var því áfram stundaður í Ólafshúsum öll sumur alveg fram að gosi og tók barnaskarinn sem í kringum þau bjó alltaf þátt í heyskapnum og oft var mikið fjör. Mamma og pabbi voru miklar barnagælur og hændust krakkarnir í hverfinu að þeim. Það var oft biðröð krakka við eldhúsgluggann í Ólafshúsum þar sem mamma rétti þeim eitthvað góðgæti, kökur eða sælgæti, út um gluggann svo þau gætu stungið einhverjum sætindum í munninn. Pabbi var með rollurnar heima í Ólafshúsum þegar að gosið kom en féð hans var þá flutt í Gunnarsholt á Rangárvöllum eins og allt annað fé sem í Eyjum var og haldið þar um veturinn og sumarið þar á eftir en ég held að því hafi svo öllu verið lógað um haustið 1973. Mér er mjög minnisstætt þegar að við keyrðum með mömmu og pabba austur í Gunnarsholt vorið 1973. Eyjakindurnar voru þar allar í einu beitarhólfi á stóru túni. Þegar að við komum að girðingunni var allt féð langt í burtu. Pabbi fór að kalla á það og eftir stutta stund komu rollurnar hans allar hlaupandi að girðingunni og jörmuðu á hann. Hann gat því klappað þeim þar og strokið og kvatt þær en það var í síðasta sinn sem hann sá rollurnar sínar.”

Baddý ásamt börnum og barnabörnum. Myndin er tekin í júní 2022 þegar fjölskyldan kom saman í Skátastykkinu og fagnaði 90 ára afmæli Baddý.

Enn er Heimaklettur á sínum stað

Baddý segir að þau hafi búið á Selfossi frá gosi og fram á vor 1976 en þá fluttu þau aftur til Eyja. Mamma hennar og pabbi, Óla og Elli, fluttu hins vegar til Eyja strax um haustið 1973 og fengu þá húsnæði í kjallaranum hjá Önnu Gríms og Gauja Manga á Heiðarvegi 52. “Ég get nú ekki annað en rifjað upp smá sögu frá þessum tíma þegar mamma og pabbi voru þarna í kjallaranum á Heiðarveginum úr því að við vorum að rifja upp lífið austur á bæjum fyrir gos og fólki sem þar bjó. Ég held að það hafi verið vorið 1974 sem Eyjólfur Gíslason, Eyfi á Bessastöðum, kom til Eyja í fyrsta skipti frá því gaus á Heimaey. Hann var búinn að fara um Heimaey og skoða og fannst Eyjarnar hálf skrýtnar eftir hamfarirnar, umhverfið undarlegt og allt týnt sem hann þekkti best og var honum kærast. Hann kom í mat til mömmu og pabba í kjallarann á Heiðarveginumog eftir matinn fengu þeir vinirnir sér aðeins í aðra tánna. Dreyptu á koníaki og “Volka” og rifjuðu upp gamla tíma. Ræddu breytinguna sem orðin var á Heimaey, allar breytingarnar og allt það sem var horfið. Þeim lá hátt rómur eins og oftast áður og rómurinn hækkaði eftir því sem lækkaði í flöskunum, svo heyra mátti um allt húsið hvað þeir spjölluðu. Þegar komið var fram á kvöld og komið fararsnið á Eyjólf þá fylgdu mamma og pabbi honum til dyra og pabbi gekk með honum út að garðhliðinu við Heiðarveginn. Þar spjölluðu þeir um hríð en svo þagnar Eyjólfur, tekur af sér hattinn, sperrir sig og starir í átt að Heimakletti í góða stund. Snýr sér svo að pabba og segir háum rómi og með sinni sérstöku og kraftmiklu rödd: “Jahá Ellindur minn, Heimaklettur er þó enn á sínum stað”, tók svo í höndina á pabba, kvaddi og arkaði af stað áleiðis til gististaðar síns.

Á matstofu Vinnslustöðvar­ innar og Tanganum

Baddý ásamt vinkonum sínum Söndru Ísleifsdóttur og Önnu Gríms­ dóttur. Myndin er tekin á Þjóðhátíð 2019.

“Gísla bauðst svo starf á Rafveitunni í Eyjum árið 1976 og þá fluttum við aftur til Eyja og keyptum fokhelt hús á Illugagötu 21, kláruðum að byggja það og fluttum þangað inn. Ég fór fljótlega að vinna á matstofunni í Vinnslustöðinni, þar sem Guðni Páls frá Þingholti var kokkur, og ég starfaði þar í mörg ár. Síðari hluta þess tíma sem ég starfaði þar sá ég orðið um matseldina ásamt Möggu Johnsen. Það var líf og fjör á matstofunni á þessum árum enda mikið af fólki sem kom á vertíð og dvaldi á verbúð og ég var nú stundum eins og hálfgerð mamma þeirra sem þarna voru hvað mest.

Síðan lá leið mín á Tangann þar sem ég vann í kjötborðinu og síðan fór ég að sjá um hádegismatinn sem seldur var þar. Það var mjög vinsælt að kaupa heitann mat í hádeginu en lang vinsælasti rétturinn sem ég eldaði þar voru fiskibollurnar sem þóttu mjög góðar, en ég bjó þær til alveg frá grunni,” segir Baddý.

Fluttu aftur á Selfoss en enduðu svo í Eyjum

Baddý vann við verlsunarstörf á Tanganum, síðar Eyjakaup, þar til hún lauk starfsævinni í kringum síðustu aldamót en hún hætti að vinna þegar að Gísli varð að hætta vegna aldurstakmarka opinberra starfsmanna. “Við ákváðum svo að rífa okkur upp og flytja á Selfoss árið 2002. Erla dóttir okkar bjó og býr þar og við ákváðum að færa okkur nær henni. Þar keyptum við okkur hús og bjuggum til ársins 2015 en þá var heilsu Gísla fari að hraka talsvert og hann vildi enda ævina í Eyjum og fara þar á elliheimilið ef hann þyrfti þess. Við keyptum hús í byggingu við Kleifahraun en Gísli flutti aldrei þangað því hann lést á sjúkrahúsinu í Eyjum í lok mars 2016. Ég flutti hins vegar í húsið og bjó þar ein þar til nú í ágúst er ég fékk pláss á Hraunbúðum, þar sem ég er nú og uni mér vel.”

Í 35 ár séð um “Látnir kvaddir” í Fylki

Baddý hefur undanfarin 35 ár séð um upplýsingaöflun fyrir jólablað Fylkis þar sem birtast myndir af látnum Vestmannaeyingum og þeim sem dvalið hafa í Eyjum til lengri eða skemmri tíma gegnum ævina. “Já ég er búin að sjá um þennan þátt í jólablaði Fylki ansi lengi. Ég held að ég hafi byrjað að hugsa um þetta árið 1988. Það var að mig minnir þannig að Grímur sonur minn var ritstjóri Fylkis á þessum tíma og hann bað mig um að taka þetta að mér. Páll Scheving hafði byrjað að birta þessar myndir í Fylki og séð um að halda utan um þetta og safna saman nöfnum og myndum en eftir að hann hætti þá þurfti að fá einhvern í þetta og ég tók það að mér. Ég þekkti nú all marga því að ég hafði samskipti við mikið af fólki í vinnu minni bæði á matstofunni og í verslununum. Ég hef alltaf verið frekar opin og átt gott með að tala við fólk og ég hef einnig verið mjög fróðleiksfús og áhugasöm um fólk, ætt þess og uppruna. Ég spurði og spyr enn þá sem ég hitti hverra manna þeir séu og reyni að tengja við eitthvað sem ég þekki. Þessi fróðleikur kom sér oft vel í þessu utanumhaldi. Ég hef fylgst vel með öllum

dánartilkynningum sem komið hafa bæði í útvarpi og í blöðum síðan ég byrjaði að sjá um þetta og síðastliðinn 35 ár hef ég lesið nær hverja einustu minningargrein sem komið hefur í Morgunblaðinu. Ég klippti síðan út minningargreinarnar, skráði fæðingar- og dánardag og reyndi að grafa upp hvar fólk bjó og listaði þetta svo upp í réttri tímaröð fyrir blaðið. Það er óhætt að segja að þetta hafi orðið aðeins snúnara utanumhald nú síðustu árin því það er svo mikið af fólki í dag sem er jarðsett í kyrrþey og stundum koma kannski bara litlar tilkynningar eftirá og engar minningargreinar, en þetta hefur nú samt gengið einhvernveginn með góðri hjálp og samvinnu margra. Þetta hefur verið talsvert utanumhald en ég hef haft mjög gaman af þessu. Mér var sagt þegar ég byrjað að Páll heitinn Scheving hafi alltaf sagt að jólablaðið væri því betra því fleiri myndir af látnum væru í blaðinu. Ég hef nú ekki horft á þann mælikvarða en ég hef reynt að vanda mig sem best við að finna sem flest nöfn sem fallið gætu undir það að eiga að birtast þarna. Það hefur verið mitt kappsmál að gera þetta vel og ég vona að það hafi tekist. Nú verður svo einhver að taka við þessu því ég er ekki viss um að það sé orðið mikið gagn í mér lengur á þessu sviði.”

Komin í skjól á Hraunbúðum

Baddý segist horfa sátt yfir langt lífshlaup. Hún þurfi ekki að kvarta. Hafi fengið að lifa langa og góða ævi og þó að ýmislegt hafi komið upp á á lífsleiðinni telji hún sig hafa verið heppna. “Ég tel mig hafa verið ágætlega heppna með mitt lífshlaup. Heilsan hefur lengst af verið góð. Ég gat búið ein fram yfir níræðis aldurinn og hef það bara nokkuð gott. Ég á orðið nokkuð stóra fjölskyldu því Erla og Kiddi eiga tvær dætur og 3 barnabörn og Grímur og Guðrún eru með heilann hóp af krökkum, 8 börn og 11 barnabörn. Nú er ég komin í skjól á Hraunbúðum þar sem vel er hugsað um mig og ég hef það bara ágætt og hef ekki yfir neinu að kvarta segir Baddý í Ólafshúsum að lokum. Þegar við kveðjum Baddý er hún að setjast við sjónvarpið í herbergi sínu á Hraunbúðum til að fara að fylgjast með beinni útsendingu frá leik karlaliðs ÍBV í fótboltanum, en hún segist alltaf fylgjast með gengi ÍBV bæði í handboltanum og fótboltanum. Fylkir þakkar Baddý fyrir skemmtilegt spjall og færir henni kærar þakkir fyrir hennar framlag til útgáfu jólablaðsins undanfarna áratugi.


° 18

FYLKIR - jólin 2023

Gleðileg jól

og farsælt komandi ár þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!

Gleðileg jól

og farsælt komandi ár þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!

Gleðileg jól

Gleðileg jól

þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!

þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!

Gleðileg jól

Gleðileg jól

þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!

þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!

og farsælt komandi ár

og farsælt komandi ár

og farsælt komandi ár

og farsælt komandi ár

°


°

°

FYLKIR - jólin 2023

19

HÚS OG FÓLK VII

Skálholt við Urðaveg

Glæsilegt fjölskylduhús, herbækistöð og elliheimili maður í vinnumennsku á ýmsum bæjum sunnanlands. Árið 1896, er hann var 34 ára, fluttist hann til Vestmannaeyja og bjó þar æ síðan. Hann var fyrst í vinnumennsku í Dölum og Þorlaugargerði og kynntist þar konu sinni, Þorbjörgu Jónsdóttur, Mýrdælingi, þá nýfluttri til Eyja. Þau giftu sig 1900 og bjuggu fyrri ár sín í Fagradal en byggðu svo Grundarbrekku 1913 þar sem þau áttu heima upp frá því og höfðu búskap, kýr og kindur eins og títt var á bæjum í Eyjum. Stendur fjósið á Grundarbrekku enn norðan við íbúðarhúsið. Magnús var fæddur 13. mars 1862 og lést 26. júlí 1940. Guðrún á Grundarbrekku, „Rúna“, dóttir Magnúsar og þannig hálfsystir Gísla í Skálholti, tók við búsforráðum eftir lát föður síns, ásamt manni sínum, Jónasi Guðmundssyni sem enn fremur var kenndur við Grundarbrekku. Guðrún átti tvo bræður í Eyjum, Halldór og Þórarin.

GREINARHÖFUNDUR:

HELGI BERNÓDUSSON

Eitt fegursta hús í Austurbænum, sem fór undir hraun í eldgosinu í Eyjum 1973, var án efa Skálholt. Það stóð við Urðaveg 43, á horni Bakkastígs og Urðavegar, og blasti við af innsiglingunni við Klettsvík. Skálholt var hvítt tveggja hæða steinhús á háum kjallara, með kvistsettu háu risi, fagurlega skreytt yfir og undir gluggum: Kvistur og gaflar voru bogadregnir og með skrauti. Þegar eldgosið hófst var Skálholt elliheimili Vestmanneyinga og svo hafði verið í rúm 20 ár. Íbúar þar voru um 20, auk forstöðumanns. Skálholt var byggt á árunum 1925-26 fyrir fjölskyldu Gísla Magnússonar. Hann var þá vel stæður útgerðarmaður. Fjölskyldan bjó í húsinu fram að seinna stríði, árið 1940. Gísli missti eignarhald á Skálholti í heimskreppunni sem hófst upp úr 1930. Útvegsbankinn yfirtók það en leyfði fjölskyldu Gísla að búa þar áfram um skeið. Við hernám Íslands og hersetu varð Skálholt miðstöð setuliðsins í Vestmannaeyjum. Þar bjuggu yfir­­­menn hersins, læknir og nokkrir óbreyttir hermenn frá Bretlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Undir lok stríðsins eignaðist Árni Sigfússon kaupmaður húsið og bjó fjölskylda hans þar fáein ár en Árni fórst í flugslysi 1948. Þá keypti Vestmannaeyjabær Skálholt og gerði að elliheimili. Það tók til starfa síðla árs 1950. Glóandi hraunið lagðist yfir húsið að kvöldi 22. mars 1973, í mikilli hrinu sem þá gekk yfir, og lauk þar með tæplega hálfrar aldar sögu þessa glæsilega húss. Skálholt, sem hér er fjallað um, var stundum kallað „Nýja-Skálholt“ því að áður hafði Gísli byggt „Gamla-Skálholt“ við Landagötu 22. Það hús fór líka undir hraun 1973, á sama sólarhring og hið nýja.

Gísli Magnússon

Gísli Magnússon, sá sem byggði Skálholt við Urðaveg 43, átti sér merka sögu. Hann var Rangæingur, óskilgetinn og ólst upp í sárri fátækt og við andstreymi, fyrst hjá afa og ömmu sem voru gömul og bjargarlítil, en síðan hjá vandalausum. En í Gísla bjó óvenjulegur viljastyrkur og sjálfstraust. Aðeins 11 ára gamall, lítill, væskilslegur og allslaus, tók hann sjálfur ábyrgð á lífi sínu, kvaddi sveitina og fór til Vestmannaeyja. Þar biðu hans góð ár og farsæl ævi. Hann var í framvarðasveit þeirra sem umbyltu útgerð í Vestmannaeyjum með vélbátum, eignaðist marga slíka, átti stundum tvo á sama tíma, var frumkvöðull nýrra veiðiaðferða og einn kraftmesti og umsvifamesti útvegsmaður í Eyjum um sína daga. Gísli Magnússon var sjálfur harðsækinn formaður eða skipstjóri á bátum sínum, en vertíðarfólk hans saltaði aflann jafnóðum og þurrkaði hann síðan og loks var honum skipað út og afurðir seldar suður í lönd um hendur umboðsmanna eða samlaga. Stundum var gróðinn mikill, stundum var allt

Skálholt við Urðaveg 43, mót suðri. Glæsileiki hússins nýtur sín vel, skreytingar ofan og neðan við glugga, á austur- og vesturgafli og kvisti. Til vinstri sést í Eiríkshús, hægra megin í Gjábakka og Brimnes. Myndina tók Hörður Sigurgeirsson í heimsókn Ásgeirs Ásgeirssonar forseta 1955. Bestu drossíur bæjarins voru teknar að láni undir hina tignu gesti sem heimsóttu m.a. elliheimilið sem þá var í Skálholti.

Skálholt var byggt á árunum 1925-26 fyrir fjölskyldu Gísla Magnússonar. Hann var þá vel stæður útgerðarmaður. Fjölskyldan bjó í húsinu fram að seinna stríði, árið 1940. Gísli missti eignarhald á Skálholti í heimskreppunni sem hófst upp úr 1930. Útvegsbankinn yfirtók það en leyfði fjölskyldu Gísla að búa þar áfram um skeið. Við hernám Íslands og hersetu varð Skálholt miðstöð setuliðsins í Vestmannaeyjum. Þar bjuggu yfir­­­menn hersins, læknir og nokkrir óbreyttir hermenn frá Bretlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Undir lok stríðsins eignaðist Árni Sigfússon kaupmaður húsið og bjó fjölskylda hans þar fáein ár en Árni fórst í flugslysi 1948. Þá keypti Vestmannaeyjabær Skálholt og gerði að elliheimili. í járnum og í kreppunni upp úr 1930 fór útgerðin yfir um hjá Gísla eins og mörgum öðrum í Eyjum og víðar. Fiskurinn, sem var veiddur og verkaður með ærinni fyrirhöfn, féll í verði um meira en helming. Bankinn sat uppi með tapið. Gísli missti allt sitt en lét samt ekki bugast og rétti brátt úr kútnum þótt þá væru hans bestu ár að baki.

Foreldrar Gísla í Skálholti

Gísli Magnússon var fæddur 25. júní 1886 skv. kirkjubókinni en aðrar heimildir segja 24. júní, á Jónsmessu, og við það mun hann sjálfur hafa miðað. Hann kom í heiminn á bænum Háarima í Þykkvabæjartorfunni sem er niður við sanda og sjó milli Þjórsár og Hólsár en svo heitir þegar Ytri-Rangá og Þverá koma saman og renna til hafs austan við Rangársand. Þar, nálægt ósnum og árbakkanum við Þykkvabæ, voru nokkur kot og mynduðu þyrpingu. Háirimi var eitt þeirra. Á þessum tíma voru bæirnir byggðir úr torfi og grjóti, örreytiskot. Nú eru þar myndarleg íbúðarhús og mikil kartöflurækt allt um kring. Móðir Gísla var Guðrún Runólfsdóttir, þá skráð „heimasæta í Snotru“ sem var bær stutt frá Háarima. Hún var þá 28 ára göm-

ul, f. 1857. Guðrún giftist ekki en átti fyrir rúmlega eins árs gamlan dreng, Guðmund Einarsson, sem ólst upp í Snotru, síðar sjómaður í Reykjavík. Guðrún var vinnukona á bæjum en seinna bústýra í Snotru hjá föður sínum og skráð bóndi þar um tíma. Hún fluttist svo til dóttur sinnar og systur Gísla, Guðrúnar Magnúsdóttur í Suður-Nýjabæ, en sá bær er einnig skammt undan, og var hún til heimilis hjá henni þar til hún dó 1951, 94 ára

gömul. Guðrún þótti merk kona en gerði ekki víðreist um ævina svo kunnugt sé. Faðir Gísla skv. færslu í kirkjubók var Magnús Eyjólfsson, kenndur við Grundarbrekku í Vestmannaeyjum. Hann var þá vinnumaður í Bjólu sem er norðan við Þykkvabæ og stendur rétt vestan við Ytri-Rangá, meira en hálfa leið að Hellu. Magnús var frá Tobbakoti í Þykkvabæ og var sem ungur

Gísli Magnússon og Sigríður Einarsdóttir í Skálholti, ung að árum, myndarleg og kraftmikil. Bæði alin upp sem „niðursetningar.“

Utan hjónabands

Snemma eftir fæðingu Gísla mun sá kvittur hafa komið upp í Þykkvabæ að Magnús vinnumaður í Bjólu væri ekki faðir Gísla. Mun Gísli sjálfur hafa trúað þeim orðrómi alla tíð. Víst voru þau ekki lík, Gísli og hálfsystkinin frá Grundarbrekku. Böndin bárust að Hermanni Jónssyni (Hermanníusi Elíasi Johnson eða Johnsen, 18251894), sýslumanni Rangæinga á Velli í Hvolhreppi, skammt ofan við Hvolsvöll, og að hann hefði „tekið til hlunninda“ eins og sagt var um valdsmenn áður fyrr er þeir neyttu stöðu sinnar gagnvart ungum konum. Sú saga lifir og í fjölskyldu Gísla að Guðrún Runólfsdóttir hafi um tíma verið vinnukona á Velli, en fyrir því er ekki bein heimild. Frá Hermanni sýslumanni, sem var afar vel liðið yfirvald Rangæinga 1861-1890, er komið margt lærdóms- og embættisfólk. Sá sem ber saman myndir af Gísla á efri árum og sonum Hermanns freistast auðveldlega til að trúa sögunni. Áður fyrr var ekki unnt að sannreyna hvað hæft væri í orðasveimi af þessu tagi, en nú kostar það hvorki mikla fyrirhöfn né stórfé að fá sannleikann í ljós leiddan, ef áhugi er á því. „Slysaskotin“ urðu mörg utan hjónabands í þröngbýli og margbýli á sveitabæjum áður fyrr þar sem saman kúlduðust réttháir og réttlágir. Mæður barna, sem þannig urðu til, sátu uppi með ábyrgðina og afleiðingar. Algengt mun hafa verið að vinnumenn tækju á sig faðerni barna sem sýslumenn, prestar, fyrirmenni eða húsbændur gátu með vinnukonum til að firra þá vandræðum, álitshnekki eða embættismissi, oft fyrir vinskap eða gegn greiðslu eða greiða. Og kirkjubókin hlaut að blífa, hvað sem samviskunni leið. Gísli sýndi Magnúsi Eyjólfssyni á Grundarbrekku, sem kirkjubókin sagði föður hans, ætíð vinsemd og virðingu og hjálpaði til með honum og fólki hans þegar hann komst í góð efni síðar á ævinni. Magnús reyndist Gísla líka vel. Þunginn hjá Guðrúnu Runólfsdóttur var meiri en venjulega því að hún bar undir belti og ól tvíbura, son og dóttur. Tveim dögum eftir fæðingu voru tvíburarnir skírðir til guðskristni. Nafn Gísla er sennilega frá langafa hans, Gísla Arnórssyni sem enn lifði fjörgam-


° 20 all í Tobbakoti, en dóttirin var skírð Guðrún, e.t.v. eftir föðurömmu sinni. Guðrún, tvíburasystir Gísla, giftist 1907 Gísla Gestssyni bónda í Suður-Nýjabæ sem er í Þykkvabæjartorfunni, svo að hún leitaði ekki langt að mannsefni. Þau þóttu mikil ágætishjón og bjuggu í farsælu hjónabandi í 72 ár, urðu bæði fjörgömul. Þau eignuðust 14 börn. Afkomendur þeirra voru nærri 200 þegar gömlu hjónin önduðust 1979 með stuttu millibili, hún 93 ára og hann tíræður. Eitt barna Guðrúnar og Gísla var Kjartan, fisksali í Vestmannaeyjum.

John Coghill, skoskur sauðakaupmaður, áhrifa­ maður og vel látinn um land allt um sína daga. Hann eignaðist börn á Íslandi.

John Coghill, faðir Sigríðar í Skálholti? John Coghill (1836-1896) kom til Íslands upp úr 1870 á vegum skosks kaupmanns, Slimons. Coghill var áður sjómaður og hafði siglt á Íslandsmið og þekkti til landsins og landsmanna. Þeir Slimon og Coghill hófu að kaupa sauðfé og hross af bændum og flytja lifandi út til Leith í Skotlandi í tugþúsunda tali á ári. Greiddu þeir fyrir í reiðufé (gulli). Reið Coghill um sveitir með úttroðna tösku sína og keypti og greiddi bændum út í hönd í stað innskrifta hjá dönskum og innlendum kaupmönnum. Reiðufé höfðu fæstir bændur séð áður. Sauðasalan var mikil búbót fyrir íslenskan landbúnað, góð innspýting í fábrotið efnahagslíf landsins og veitti bændum ný tækifæri. Rekja margir stofnun kaupfélaga og vesturferðir til þessara nýju verslunarhátta Skotanna. Coghill var afar vinsæll hjá Íslendingum segir í sögubókum og greinum um hann, þótti góðgjarn og áreiðanlegur. Fór hvarvetna gott orð af þessum skoska manni. Hann var svipmikill, fór mikinn og var þekktur fyrir óheflað orðbragð. Coghill varð nánast þjóðsagnapersóna og gengu um hann ýmsar skemmtilegar sögur. Hann þótti kvenhollur og eru ein fjögur börn á Íslendingabók kennd honum, auk Sigríðar, og þau gætu verið fleiri.

Sigríður Ólafsdóttir, móðir Sigríðar í Skálholti og barnsmóðir Coghills.

FYLKIR - jólin 2023 Erfið æska

Sú ráðstöfun virðist hafa verið gerð við fæðingu tvíburanna að móðirin tók dóttur sína til sín í Snotru og þar ólst hún upp, en drengurinn var látinn í hendur fullorðinna foreldra Magnúsar, föður drengsins, þeirra Eyjólfs Gíslasonar og Guðrúnar Þorsteinsdóttur. Þau bjuggu í Tobbakoti, á næsta bæ við Háarima. Þar var ekki auður í búi og svo aumt að einu sinni á ári var því fólki fært afsláttarhross sem það sauð allt kjöt af og neytti meðan entist. Gat Gísli í Skálholti aldrei bragðað þann mat síðar á ævinni. Þegar Gísli var 8 ára og gömlu hjónin sennilega komin í þrot var hann sendur í Vestur-Landeyjar, á bæinn Sleif í Álfhólahverfinu. Þangað voru þá flutt ung hjón, nýgift, Jón Gíslason frá Sigluvík, síðar oddviti sveitarinnar, og Þórunn Jónsdóttir frá Álfhólum, seinna ljósmóðir. Sleif var hjáleiga norðan við Álfhóla og var rýrt kot. Álfhólar standa ofan við Landeyjasand og eru rétt vestan við kirkjustaðinn Akurey (og Njálsbúð), aðeins Álfhólahjáleiga á milli. Gísli er skráður „vikadrengur“ í Sleif í sóknarmannatali 1895 en gæti eins verið niðursetningur sem greitt var með. Hann fær einkunnina „vel“ fyrir kunnáttu sína hjá sóknarpresti við húsvitjun. Hvers vegna var Gísli sendur í Sleif? Líklega fyrir tilstuðlan föður síns, Magnúsar, sem var vinnumaður á bæjum í Vestur-Landeyjum um þetta leyti. Hann var árið áður í Álfhólum, og var nú í Miðkoti sem er þar stutt undan. Úr Þykkvabæ er ekki löng loftlína í Vestur-Landeyjar ef unnt var að komast yfir Hólsá og Magnús hefur þekkt Þórunni Jónsdóttur sem varð nú fóstra Gísla. Drengnum hefur verið ætlað að snúast fyrir ungu hjónin. Sleif stóð á hól í mýrlendi norðan við Álfhóla og var nánast umflotin vatni, nema næst bænum var svolítil túnrönd. Búskapurinn þar hefur því ekki verið björgulegur enda fluttust þau Jón og Þórunn síðar með mörg börn sín ofar í sveitina og bjuggu lengst á bænum Ey þar sem allt er á þurru. Gísli var rúm þrjú ár í Sleif. Honum líkaði vistin ekki betur en svo að þaðan fór hann 1897, þá 11 ára, til Vestmannaeyja. Hann er fyrst skráður til heimilis í Eyjum í Svaðkoti sem síðar fékk nafnið Suðurgarður.

Fyrstu ár Gísla í Eyjum

Þegar Gísli Magnússon kom fyrst til Eyja var hann ekki mikill fyrir mann að sjá eftir margvíslegar þrengingar í æsku. Hann var heilsuveill og lifði við þá byrði ævina á enda. En í þessum unglingi bjó óvenjulegur kraftur sem óx fram og dafnaði á næstu árum. Vera má að faðir hans, Magnús, hafi hjálpað til með brottförina frá Sleif eða Gísli vænst þess að fá aðstoð hans, en Magnús var

þá nýkominn til Eyja. Hann var þó varla mikils megnugur orðinn, enn ógiftur vinnumaður. Líklegast er að Gísli hafi eygt möguleika í Vestmannaeyjum til að slíta af sér hlekkina og komast á frjálsan fót og reyna þannig að hasla sér völl síðar sem sjálfstæður maður. Hann er enn skráður til heimilis í Svaðkoti í manntali 1901, 15 ára gamall, „hjú þeirra“, þ.e. húsbændanna Jóns Jónssonar og Guðríðar Bjarnadóttur. Gísli var fermdur hjá Oddgeiri Guðmundsen í Landakirkju árið 1900, 17. sunnudag eftir trinitatis, þ.e. 7. okt. Honum eru þá að þeirrar tíðar hætti gefnar einkunnir: lestur vel, kristindómur dável, skrift vel, reikningur laklegt, hegðun ágætleg. Forspárgildi einkunna var þá ekki meira en það er á okkar dögum. Fimmtán börn fermdust þetta árið, margt merkisfólk sem síðar varð. Meðal þeirra voru t.d. Jóhann Þ. Jósefsson, alþingismaður og ráðherra, og í fyrri fermingu, 1. sunnudag eftir trinitatis (Bótólfsmessu), fermdist Sigfús M. Johnsen sem seinna varð bæjarfógeti í Vestmannaeyjum. Einkunnir þeirra tveggja voru talsvert betri en Gísla. Skólaganga Gísla Magnússonar var raunar aðeins þrír mánuðir, en það reyndi hann að bæta upp með sjálfsnámi og námskeiðum síðar. Þannig náði hann t.d. ágætum tökum á erlendum tungumálum. Það nýttist honum vel í ferðalögum erlendis seinna á ævinni. Fermingin markaði á þessum tíma mikilvæg tímamót í lífi ungmenna. Þá lauk æskunni en við tók alvara lífsins og eftir hana þurftu flestir að sjá um sig sjálfir og bera ábyrgð á lífsafkomu sinni. Svo var um Gísla, og átti þó fremur við hann en aðra, enda stóð engin fjölskylda að honum, hann varð að spjara sig upp á eigin spýtur. Það gerði hann svo sannarlega.

Formaður og útgerðarmaður

Gísli hóf sjósókn aðeins 15 ára gamall sem kokkur hjá Eldeyjar-Hjalta. Kornungur varð hann formaður á bát, fyrst á sumarvertíðum fyrir Austurlandi en síðar í Eyjum á vetrarvertíðum. Hann var einn þeirra sem fóru þegar árið 1907 í kjölfar Þorsteins í Laufási og hans manna með kaupum og útgerð á vélbát. Í fyrstu átti hann hlut í bát ásamt öðrum eins og títt var, en var orðinn einn eigandi að vertíðarbát um 1910. Hann lét fyrstur manna smíða fyrir sig mótorbát í Eyjum, Óskar, 19 tonna skip, og fiskaði vel á hann. Gísli var ekki einvörðungu harður sjósóknari heldur framsýnn frumkvöðull. Hann hóf árið 1911 tilraunir með netaveiðar sem gengu ekki vel í fyrstu en áttu eftir að verða ein aðalveiðiaðferð Eyjamanna síðar. Sömuleiðis hóf hann veiðar í dragnót árið eftir og síðar með snurpunót 1918. Þær reyndust einnig mikilvægar þegar fram í sótti. Sýnir þetta með öðru kapp-

Sigurður Guttormsson og Sigríður Gísladóttir, Sísí í Skálholt. Myndin er tekin í Sólnesi, á heimili þeirra eftir að þau fluttu úr Skálholti.

Siggi Gutt Sigurður Guttormsson (19061998), eiginmaður Sigríðar Gísladóttur í Skálholti (sem kallaði sig jafnan „Sísí“), var Austfirðingur, frá Hamragerði í Hjaltastaðaþinghá. Hann missti ungur föður sinn og ólst upp á Seyðisfirði. Þaðan kom hann til Eyja 1921, 15 ára gamall og bjó hjá móðursystur sinni í Frydendal, Sigurbjörgu, sem var kona Árna Gíslasonar frá Stakkagerði. Siggi varð starfsmaður Íslandsbanka kornungur og síðar Útvegsbanka. Siggi Gutt var bolsi, harður kommúnisti, fyrr á árum og hélt þeirri trú sinni lengi fram eftir ævi. Hann var bæjarfulltrúi Sósíalistaflokksins um skeið, 1943-1949, og sat 37 fundi bæjarstjórnar. Hann var ritstjóri Eyjablaðsins allnokkur ár og skrifaði síðar margar fróðleiksgreinar í það blað á efri árum. Enn fremur skrifaði hann ágæta grein um Gísla, tengdaföður sinn, í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1977. Siggi var áhugaljósmyndari og beindi linsu sinni m.a. að „fátæktarbælum“ víða um land. Eru myndir hans vel þekktar og voru gefnar út á bók, Híbýli fátæktar. Hann orti talsvert, var mikill skáti og „Þórari“, einn stofnfélaga Akóges. Þegar Haraldur Viggó Björnsson bankastjóri lést 1946 mátti gera ráð fyrir að Sigurður fengi stöðu útibússtjóra semi og útsjónarsemi Gísla við útgerðina. Gísli varð margsinnis aflakóngur í Eyjum, 1916, 1917 og 1919. Hann mun hafa átt 19 vélbáta á ferli sínum. Árið 1918 greiddi hann hæst útsvar einstaklinga í Eyjum, næstur á eftir Gunnari Ólafssyni á Tanganum og Gísla J. Johnsen sem báðir höfðu stór fyrirtæki á bak við sig. Til vandræða var þó á þessum tíma hve höfnin í Eyjum var grunn og erfið og stóð bátaflotanum fyrir

Útvegsbankans í Eyjum en svo varð ekki, e.t.v. af pólitískum ástæðum. Sigurði var þá boðið að vinna við bankastörf í Kaupmannahöfn frá því snemma árs 1947 fram á árið 1948 og dvaldist fjölskyldan þann tíma ytra en kom svo á ný til Eyja. Þau Sísí og Siggi fluttust þó fljótlega úr bænum til Reykjavíkur og bjuggu þar eftir 1950, allt fram á síðustu ár er þau settust að á Selfossi, háöldruð. Einkasonur þeirra er Gísli Sigurðsson, f. 1931, sem enn lifir í fullu fjöri, kominn yfir nírætt, kennari lengi á Selfossi, ritstjóri og listamaður, menntaður í efnafræði í Vínarborg. Hann er fæddur í Skálholti og hefur lagt margt gott til um efni þessarar greinar.

Gísli Sigurðsson, sonur Sigga Gutt og Sísíar, fæddur í Skálholti 1931. Hann var lengst af kennari á Selfossi, listamaður og hefur haldið sýningar.

þrifum. Gísli brást við því og gerði sjálfur trébryggju í Skipasandi, „Gíslabryggju“, framan við hina myndarlegu sjóbúð sína vestan við Básasker (þar sem ekið er nú í Herjólf ), en sæta þurfti sjávarföllum til að bryggjan kæmi að fullum notum. Gísli var líka með pallakró, næst sjó vestan megin við Bæjarbryggjuna. Hann mun hafa orðið fyrstur til þess um 1920 að byggja slíka fiskikró á pöllum upp af Skildingafjöru þar sem Fiskiðjan var síðar reist.

Sigríður húsfreyja í Skálholti

Guðrún Runólfsdóttir (1857-1951), móðir Gísla í Skálholti. Hún var frá Snotru í Þykkvabæ og gerði ekki víðreist um dagana.

Guðrún Magnúsdóttir, tví­ burasystir Gísla, húsfreyja í Suður-Nýjabæ í Þykkvabæ. Hún lést 1979, eignaðist 14 börn í 72 ára hjónabandi með Gísla Gestssyni.

Októvía Sigríður Einarsdóttir, kona Gísla í Skálholti, var fædd í Sandhúsum í Mjóafirði eystra 15. desember 1891. Móðir hennar, Sigríður Ólafsdóttir (1864-1941), var af Akranesi og hafði eignast dreng með frægum manni, John Coghill, skoskum fjárkaupmanni sem var á Íslandi í allnokkur ár eftir 1870. Sigríður Ólafsdóttir fluttist með barnið austur á Mjóafjörð eystra og giftist þar Einari Eyjólfssyni sjómanni sem er skráður faðir Sigríðar. Sigríður Einarsdóttir var þó sjálf sannfærð um að John Coghill væri réttur faðir hennar eins og eldra bróðurins og talaði aldrei um Einar sem föður sinn. Hvað sem því líður fluttist fjölskyldan að austan til Reykjavíkur þegar Sigríður var aðeins þriggja ára gömul og bjó þar síðan. Sigríði Einarsdóttur var þó komið fyrir annars staðar,

°


°

°

FYLKIR - jólin 2023

21

Gamla Skálholt við Landagötu

Fyrsti báturinn sem Gísli eignaðist hlut í þegar 1907, Geysir VE 110, smíðaður í Frederikssund í Danmörku, 8 tonn, með 8 hestafla Danvél.

Línuveiðarinn Óskar sem Gísli Magnússon átti fáein ár, 152 tonn að stærð. Hann fórst í október 1930 fyrir Norðurlandi, en mannbjörg varð. Áföllin urðu mörg hjá Gísla árið 1930. í Skálholtskoti (Laufásvegi 13a), Þau giftu sig 15. september 1910 og var skráð þar sem „niðursetnog lifðu í farsælu hjónabandi í ingur“. Þar átti hún sín æskuár og rúma hálfa öld. Þau bjuggu fyrst á bast vináttu við fólkið í því húsi. Akri við Landagötu. Það hús hvarf Margrét Jónasdóttir (Helgasonar undir hraun 1973. tónskálds), dóttir húsfreyjunnar Öllum ber saman um að Sigríðþar, varð sem systir Sigríðar og ur í Skálholti hafi verið einstök ævivinkona. Þegar Skálholtsfjölkona, fríð og góðlynd, sköruleg skyldan skrapp til Reykjavíkur var og ákaflega dugleg húsmóðir á jafnan gist hjá Margréti. Hún kom stóru heimili. Og þau Gísli voru stundum til Eyja og hennar fólk og náin og samhent. Í minningarvar þá í Skálholti. grein um Sigríði hefur Helgi BeneSkálholtskot var ein af hinum diktsson eftir Gísla að „hann hafi gömlu hjáleigum Reykjavíkur, aðeins orðið fyrir einu happi um stóð þar sem nú er götustæði Skáldagana, það var þegar hann eignholtsstígs og þar suður af, ofan við aðist Sigríði fyrir konu, allt hitt þar sem Listasafn Íslands er núna, hafi hann fengið með harðsækni segir Guðjón Friðriksson. Þar var og dugnaði, en þetta eina skar úr um tíma bæjaþyrping og margum gæfu Gísla og gengi og gerði býlt. Síðustu leifar Skálholtskots, hann að óskabarni hamingjunnar steinbæjar, voru rifnar 1927 og á hverju sem gekk“. Grein Helga hafði húsið þá verið heimili fyrir er óvenjuleg og hana endar hann geðveikt fólk um nokkur ár og var svo: „Ferskum rósailmi bregður fyrkallað „Litli-Kleppur“. ir vit mér í hvert sinni er ég minnist Þegar Sigríður var 16 ára eða svo Sigríðar í Skálholti.“ brá hún sér til Vestmannaeyja og Í Skálholti var eins og á öðrum varð 1908 vinnukona á Miðhúsheimilum útvegsbænda margt um hjá Hannesi lóðs og Margréti manna, auk fjölskyldu og barna. Brynjólfsdóttur, konu hans. Í EyjÞar fengu vermenn, sjómenn eða um kynntust þau snemma, Gísli og aðgerðarmenn, húsaskjól, fæði og Sigríður, hún afar glæsileg stúlka þjónustu á vetrarvertíðum. Má því en hann lágvaxinn og lítt þreknærri geta hvílík störf hlóðust á legur. En eitthvað sá hún í honum. húsfreyjur á þeim heimilum, þótt

Gísli Magnússon og Sigríður Einarsdóttir hófu að byggja Skálholt við Landagötu, Gamla-Skálholt, 1910 og þangað fluttust þau ári síðar eða svo. Samkvæmt virðingargerð frá 1918 var húsið steinsteypt, kjallari, hæð og ris, tæpir 60 ferm. að grunnfleti, tvær íbúðir og samtals 8 herbergi, segir þar. Á hæðinn voru 3 herbergi og eldhús, tvö í risi, en í kjallara voru tvö herbergi og eldhús, auk þvottahúss og þar var fýrinn líka fyrir ofna hússins. Austan við húsið var áfastur og steyptur skúr, rúmlega 20 ferm. Húsið var raflýst. Lóðin var um 200 ferm., með trégirðingu. Auk þessa átti Gísli Magnússon árið 1918 fiskhús og skúr í Skipasandi, 140 ferm. samtals og allt var þetta metið á rúmar 20 þús. kr. Er þá skipaeign Gísla ótalin. Í Gamla-Skálholti bjó fjölskyldan á hæðinni en í rúmgóðum kjallara voru ýmist menn á vegum Gísla eða fjölskyldur sem leigðu þar um tíma. Risið var hátt og með tveim herbergjum. Sunnan megin var útbygging, bíslag, en skúrinn austan megin hefur sennilega verið í fyrstu fjós og hlaða. Árið 1924 voru 18 manns skráð til heimilis í Gamla-Skálholti, þ.e. Gísli og Sigríður með börn sín fjögur og tökubarn, Ragnar Benediktsson „verkstjóri“, en hann var lengi yfir fiskvinnslunni hjá Gísla, vinnukonur tvær og tveir „lausamenn“. Einnig voru sex sjómenn skráðir í húsinu. Ári síðar, 1925, síðasta búskaparár þeirra Gísla og Sigríðar í Gamla-Skálholti, voru þar aðeins níu manns, fjölskyldan, vinnukonur og einn sjómaður. Þegar þau Gísli og Sigríður fluttust í Nýja-Skálholt árið 1926 seldu þau Gamla-Skálholt. Það hús keyptu Hjörleifur Sveinsson og Þóra Arnheiður Þorbjörnsdóttir, þá nýgift, og voru þau síðar kennd við húsið, svo og börnin, og gat það valdið ruglingi. Börn þeirra voru fimm og komust fjögur til fullorðinsára; þrjú bjuggu í Vestmanna-

vinnustúlkur léttu oft undir. Það er athyglisvert að hin glæsilegu hjón í Skálholti, Gísli og Sigríður, annáluð fyrir risnu, dugnað og drenglund, skyldu bæði alast upp sem niðursetningar. Það átti raunar við um fleiri athafnamenn í Eyjum, t.d. Gísla á Arnarhóli, Ást­ geir í Litlabæ o.m.fl. Og eftir almæli, á heimilinu og víðar, voru þau bæði rangfeðruð, en áttu að líkindum til framámanna að telja sem nutu mikils álits samferðarmanna.

Lýsing Theódórs Friðrikssonar

Fjölskyldan í Skálholti um 1920, hjónin og fjögur elstu börnin: Sigríður („Sísí“), f. 1912, Ágústa, f. 1914, Sigríður húsfreyja, Óskar, f. 1917, Gísli útgerðarmaður og Haraldur, f. 1916.

Theódór Friðriksson rithöfundur var vertíðarmaður í Vestmannaeyjum 1920-1935 og var oft hjá Gísla á þeim tíma. Lýsingar Theódórs á vertíðarlífinu í Eyjum og vinnubrögðum við fiskaðgerð í bókinni Vor í verum eru einstæð heimild. Um Gísla segir hann m.a. (1923): „Í mörgu var að snúast við útgerðina hjá Gísla Magnússyni á þessum árum. Hann var orðinn efnaður maður og virtist hafa peninga til hvers, er hann vildi. Hann þurfti að ráða til sín margt manna aðkominna, og gáfust þeir all misjafnlega. Heldur þótti hann vinnuharður og ekki vorkunnsamur lingerðum og deigum, enda hlífði hann aldrei sjálfum sér. Honum rann fljótt í skap, og stóð ístöðulitlu fólki beygur af honum. Urðu oft mannaskipti hjá honum.“ (637. bls.)

eyjum. Þekktast þeirra var Sveinn „í Skálholti“ („Svenni á Krissunni“), skipstjóri, útgerðarmaður og frístundabóndi, fjörmikill og glaðsinna maður; kona hans var Aðalheiður Maggý Pétursdóttir frá Ólafsfirði. Friðrik Ágúst var þremur árum yngri en Sveinn, „Gústi í Skálholti“, lengi verkstjóri í Ísfélaginu. Kona hans var Anna Oddgeirs. Systurnar voru tvær. Anna, sú eldri, fluttist til Reykjavíkur eftir stríð. Börn hennar voru stundum í Eyjum (Skálholti) á sumrin, og Hjördís, dóttir hennar, giftist þangað Kristni Waagfjörð, bakara og múrara frá Garðhúsum, æskuvini greinarhöfundar. Yngri var Guðbjörg Hjörleifsdóttir sem giftist Agli Kristjánssyni húsasmið frá Stað. Hjörleifur í Skálholti var Eyfellingur („undan Fjöllunum“), fæddur 1901, en fluttist ungur til Vestmannaeyja og stundaði sjósókn framan af og útgerð en vann síðar m.a. við netagerð. Þóra var Austfirðingur, alin upp á Eskifirði. Þau hjón bjuggu allan sinn búskap í Skálholti við Landagötu 22. Hjörleifur

Gamla-Skálholt, Landa­ götu 22. Húsið fór undir hraun á sama sólarhring og Nýja-Skálholt við Urðaveg. Myndin er tekin fáum árum fyrir gos. átti nokkur systkini í Eyjum, m.a. Sigfús, sem bjó um tíma í Gamla-Skálholti, og Tómas, föður Sveins prentara, söngvara og „ríkisstjóra“ og þeirra systkina. „Gústi fíni“, Ágúst Ólafsson vélstjóri, var hálfbróðir Þóru, svo og Sigurður Jóhannsson, skipstjóri á Eskifirði, faðir Einars Braga skálds og um tíma kennara í Eyjum. Fyrsta árið eru Hjörleifur og Þóra ein skráð í húsið, en ári síðar, 1927, er elsta barn þeirra fætt og Björn Jakobsson og fjölskylda bjuggu þá í kjallaranum.

Hjörleifur Sveinsson og Þóra Arnheiður Þorbjörnsdóttir keyptu Gamla-Skálholt 1926 og bjuggu þar alla sína búskapartíð. Þau og börn þeirra voru kennd við Skálholt.

Gísli reyndist Theódóri vel og góð vinátta var með þeim, svo og fjölskyldu Gísla. Gísli er augljóslega fyrirmynd Afla-Björns í sögum Theódórs úr Eyjum, Lokadegi (1926) og Mistri (1936), og þar er talað bert um uppruna hans og eðlisfar; sömuleiðis sækja mæðgurnar í sögunum, Guðrún og Hólmfríður, fyrirmyndir sínar í konu Gísla og tengdamóður og er saga Sigríðar Ólafsdóttur og hins skoska barnsföður hennar rakin með tilheyrandi skáldaleyfum. Theódór lætur þess getið í ævisögunni að hvorki Gísli né mæðgurnar í Skálholti hafi erft við hann bersögli sína.

Fjölskyldan í Skálholti

Sigríður og Gísli í Skálholti eignuðust sex börn og ólu upp tvö fósturbörn. Elst var Sigríður Margrét („Sísí“), f. 1912, d. 2010. Hún þótti afar myndarleg kona, ákveðin og hress í bragði. Hún var píanóleikari og lék oft undir á söngskemmtunum. Hún var á undan samtíðinni í heilsusamlegum mat og lifnaðarháttum, mun hafa safnað til bókarinnar 350 góð ráð sem prentuð var í Eyrúnu árið 1950 sem handbók við hússtjórn. Hún giftist Sigurði Guttormssyni („Sigga Gutt“) 1930. Þau bjuggu fyrst í Skálholti en keyptu 1934 húsið Sólnes af Th. Thomsen vélsmið sem rak Thomsensmiðju við Urða-

veg, beint á móti Vinaminni, síðar kölluð Steinasmiðja og fór undir hraun 1973. Óskar var annar í röð systkinanna í Skálholti, f. 1913, d. 1983. Hann fór snemma til sjós, en lauk svo prófi við Stýrimannaskólann. Hann var síðan skipstjóri á bátum föður síns, t.d. Álsey og togaranum Óskari og fleiri bátum fram til 1952 er hann varð framkvæmdastjóri hjá Hraðfrystistöðinni. Árið 1966 var hann skipaður útbússtjóri ÁTVR í Eyjum. Kona hans var Lára Ágústsdóttir úr Reykjavík. Ágústa var þriðja í röðinni, f. 1914. Hún giftist 1935 Lárusi Ársælssyni framkvæmdastjóra en lést 1941, aðeins 26 ára gömul, frá þrem börnum, hinu yngsta tveggja mánaða, að því talið er úr berklum. Næstur var Haraldur, f. 1916, d. 1996. Hann vann við netagerð lengst af en fluttist frá Eyjum eftir stríð og starfaði við heildsölu í Reykjavík. Kona hans var Magnea Þórarinsdóttir. Einkadóttir þeirra, Erna Sigríður flugfreyja, lést í hinu hörmulega flugslysi á Sri Lanka 1978. Hún var þá skráð til heimilis í húsi Gísla Johnsens við Túngötu 7 í Reykjavík, rishæðinni þar. Garðar (Þorvaldur) var yngstur bræðranna, f. 1931, d. 2013. Hann var vélvirki og kafari, stofnaði og rak vélsmiðjuna Þór í Vestamannaeyjum. Kona hans var Edda Svavarsdóttur og eignuðust þau sex


° 22 börn. Yngsta barn Sigríðar og Gísla var Erna, f. 1933, en hún lést aðeins þriggja ára gömul. Skálholtshjón ólu upp tvö fósturbörn. Hið eldra var Erna Gunnarsdóttir, f. 1920, en hún var systurdóttir Sigríðar húsfreyju. Hún lést úr taugaveiki barn að aldri, 8 ára gömul. Er Ágústa, dóttir þeirra, lést 1941 tóku þau hjón að sér yngsta barnið, Ágústu Lárusdóttur (1941-2017), þá í vöggu, og ólu hana upp. Maður hennar var Héðinn Baldvinsson rafvirki frá Akureyri.

Gamla-Skálholt við Landagötu Það mátti vera ljóst öllum að ungu hjónin sem hófu búskap 1910 í kjallaranum á Akri við Landagötu yrðu þar ekki lengi, svo stórhuga voru þau og kappsfull. Gísli var þá orðinn formaður og útgerðarmaður. Þau réðust þegar í það að byggja sér hús hinum megin götunnar. Það var stærra og stóð hærra en Akur. Þangað gátu þau flutt heimili sitt stuttu seinna. Húsið var nefnt Skálholt, síðar merkt nr. 22 við Landagötu. Varla er nokkur vafi á að Sigríður hafi ráðið því nafni. Bestu ár æsku hennar voru í Skálholtskoti í Reykjavík, en „kot“ átti hús hennar ekki að verða og varð ekki heldur. Í Skálholti eldra bjuggu Gísli og Sigríður með börn sín og vinnufólk í rúman áratug, allt þar til þau fluttu í stórhýsi sitt við Urðaveg og voru jafnan kennd við það húsanafn.

Nýtt Skálholt rís við Urðaveg

Þegar kom fram yfir 1920 og efnahagskreppa eftir hörmungar fyrri heimsstyrjaldar fjaraði út batnaði hagur fiskvinnslu í Eyjum eins og annars staðar og saltfiskur hækkaði í verði í Suðurlöndum. Gísli í Skálholti efnaðist vel og vildi nú stækka við sig og hafa höfðinglegra snið á búi sínu. Hann tók risaskref og byggði við Urðaveg 43, á einni bestu lóð í Austurbænum, glæsilegasta íbúðarhús kaupstaðarins og bjó nú betur en bæjarfógetinn á Tindastóli og umsvifamestu útgerðar- og kaupmenn Eyjanna, Gísli Johnsen á Breiðabliki og Gunnar Ólafsson í Vík. Gísli sótti formlega til byggingar­ nefndar í maí 1925 um lóð undir Skálholt „í Gjábakkatúninu“, „næst vestan við Hof við Landveg“, eins og bókað er og fær samþykki nefndarinnar. Hann hefur þá væntanlega þegar hafist handa um bygginguna og henni virðist lokið að mestu ári síðar eða svo. Það var vel að verið. Heimildir um það hver teiknaði

FYLKIR - jólin 2023 Skálholt hafa ekki fundist þrátt fyrir nokkra leit, né heldur hafa teikningar af húsinu komið í ljós, hvorki frá byggingartíma þess né heldur við úttektir á húsinu síðar. Sennilegast er þó að Jens Eyjólfsson sé höfundurinn og eigi þann heiður. Ekki er heldur vitað hver byggði Skálholt fyrir Sigríði og Gísla eftir teikningunni, en það hefur verið mikið vandaverk. Á árunum 19201930 risu mörg falleg steinhús í Eyjum; Höfn og Fúsahús við Bakkastíg, Tindastóll, Brynjúlfsbúð, Sjúkrahúsið (nú Ráðhús), Arnardrangur, Heimagata 25 o.fl. sem helstu meistarar steinsteypunnar hér á landi teiknuðu. Hefur þá orðið til talsverð reynsla meðal iðnaðarmanna í bænum og þekking á byggingu steinhúsa. Vert væri að kanna betur hvaða iðnaðarmenn komu þar að loflegu verki. Kristján Jónsson á Heiðarbrún var einn þeirra, byggði t.d. Heimagötu 25 og sennilega mörg fleiri. Skálholt var í senn stórt hús og

sinnt matseld í sjóbúð Gísla við Básasker. Elín Dagbjört, systir Sigríðar húsfreyju, fluttist í Skálholt stuttu síðar, svo og Sigurður Guttormsson þegar hann kvænist Sísí 1930. Gísli, sonur þeirra, fæddist ári síðar í Skálholti. Fyrstu árin, meðan allt lék í lyndi, bjó stórfjölskyldan ein í þessu glæsilega húsi ásamt vinnufólki, alls upp undir 20 manns þegar flest var.

Skálholt metið á við fimm einbýlishús

Gísli Magnússon var á hátindi ferils síns 1925-1926 þegar hann lét byggja Skálholt, enda ekki á færi meðalmanns á þessum tíma í Eyjum að reisa slíkt stórhýsi. Ekki hafa fundist áreiðanlegar heimildir um kostnað við húsbygginguna en sést hefur talan 280 þús. kr. Hún getur þó varla staðist. Byggingarkostnað Sjúkrahússins 1927 telur Haraldur Guðnason í Ægisdyrum vera 170-180 þús. kr., auk svo líkhúss, innanstokksmuna o.s.frv.

Árni Sigfússon, kaupmaður og útgerðarmaður (1887-1948), eignaðist Skálholt síðla árs 1943 og bjó þar áður en bærinn keypti húsið og breytti því í elliheimili.

Sig Rogich, sendiherra Banda­ ríkjanna á Íslandi 1992. Hann er íslenskur í móðurkyn, fæddur í Skálholti. Hann var lengi að­ stoðarmaður Bush eldra, m.a. í Hvíta húsinu.

son, einn og óstuddur, byggja hús sem nálega jafnast á við Sjúkrahúsið. Sjálfsagt hefur það gengið nærri fjárhag hans og skuldir verið talsverðar. Hvað sem réttast er um

veiðarinn Óskar VE 286, 150 t. skip sem hann átti, fyrir Norðurlandi í október 1930 og sökk. Ekki er samt að sjá á gögnum, t.d. skjölum skiptaréttar eða auglýsingum í Lögbirtingablaði, að Gísli yrði gjaldþrota eins og fjölmargir útgerðarmenn í Eyjum en vanskil hafa orðið hjá honum og reynt á veðsetningu. Þannig virðist Útvegsbankinn hafa gengið að veðum í bátum hans, fiskvinnsluhúsum og öðrum eignarhlutum og jafnframt leyst til sín Skálholt. Gísli fékk þó að búa í húsinu, leigja, en þurfti að flytja sig upp í risið. Bjuggu þau þar austan megin, en Sísí og Siggi Gutt. vestan megin eftir að þau giftust 1930. Óskar og Lára voru um tíma á neðri hæð en Ágústa og Lárus Ársælsson síðar á 2. hæð. Gísli Magnússon gafst ekki upp þótt á móti blési, honum tókst að krafsa sig út úr skuldabaslinu og halda áfram útgerð og sjósókn.

Umhugsunarefni er líka, þegar hin stríða byggingarsaga Sjúkrahússins gamla er höfð í huga og fjársöfnun til hennar, framlög Gísla Johnsens, líknarfélaga, einstaklinga og bæjarsjóðs, að á sama tíma skuli Gísli Magnússon, einn og óstuddur, byggja hús sem nálega jafnast á við Sjúkrahúsið. Sjálfsagt hefur það gengið nærri fjárhag hans og skuldir verið talsverðar. Hvað sem réttast er um allar tölur í þessu dæmi verður bygging Skálholts að teljast afrek og ekki unnt að skýra með öðru en ótrúlegum dugnaði Gísla, áræðni og útsjónarsemi. nýtískulegt. Einar ríki Sigurðsson lýsti því síðar svo í blaðinu Víði: „[Húsið er] hið vandaðasta. Það er tvær hæðir og rishæð með kjallara, allt klætt með korki að innan með steinloftum. Í því eru 7 stórar stofur og svo smærri herbergi, en alls eru í húsinu 15 herbergi auk [þriggja] íbúðarherbergja í kjallara. Umhverfis húsið er falleg vel girt lóð.“ Þess má enn fremur geta að í húsinu var baðherbergi eftir nýjustu tísku og vatnssalerni og vatni var dælt um húsið með rafdælu. Gísli og Sigríður eru fyrst skráð með búsetu í Nýja-Skálholti 1926. Það ár eru þar samkvæmt íbúaskrá 13 manns, þau hjónin með börn sín fimm og að auki Sigríður Ólafsdóttir, móðir Sigríðar húsfreyju, þrjár „stúlkur“ (vinnukonur) og tveir leigjendur. Ári síðar, 1927, hefur aðeins fjölgað, vinnukonur eru þá fjórar og fjórir leigjendur, samtals 18 manns. Líklegt er að vinnukonurnar hafi líka

Skálholt var minna en Sjúkrahúsið (nú Ráðhúsið), en meira lagt í útlit og skraut sem hlýtur að hafa verið dýrt og ekkert var til sparað. Líklegt má því telja að Skálholt hafi kostað um 150 þús. kr. eða nærri því. Það var geipifé fyrir einstakling því að ætla má, sé þetta rétt ágiskun, að kostnaður Gísla við húsbygginguna hafi þá numið sem svarar vertíðarkaupi 150 sjómanna og landverkamanna. Theódór Friðriksson, sem vann hjá Gísla á þessum árum, segist hafa haft um 1000 kr. fyrir vertíðina. Góð einbýlishús, eins og t.d. Sólvangur við Kirkjuveg, voru þá metin á tæp 30 þús. kr., þ.e. einn fimmta af verði Skálholts. Umhugsunarefni er líka, þegar hin stríða byggingarsaga Sjúkrahússins gamla er höfð í huga og fjársöfnun til hennar, framlög Gísla Johnsens, líknarfélaga, einstaklinga og bæjarsjóðs, að á sama tíma skuli Gísli Magnús-

allar tölur í þessu dæmi verður bygging Skálholts að teljast afrek og ekki unnt að skýra með öðru en ótrúlegum dugnaði Gísla, áræðni og útsjónarsemi. Gísli átti um þessar mundir tvo mótorbáta og fiskaði ágætlega. Það gekk vel hjá útgerðarmönnum í Eyjum á 3. áratug síðustu aldar.

Syrtir í álinn

En gæfan er fallvölt. Gífurlegt verðfall varð á afurðum 1930 og 1931 og sölutregða, auk þess sem fiskur var rýrari og fleiri fiska þurfti í hvert verkað skippund (160 kg) af saltfiski. Má telja líklegt að hagur útgerðar hafi versnað um 50-60% á þessum árum. Sigurður, tengdasonur Gísla, hefur eftir honum að hann hefði kannski sloppið og haldið sínu hefði hann hent strax í sjóinn öllum þeim afla sem hann kom með að landi vertíðina 1930. Fleiri áföll dundu á Gísla um þessar mundir, t.d. strandaði línu-

Skálholt í eigu Bankans

Þegar Útvegsbankinn leysti Skálholt til sín í apríl 1934 var óráðið hvað yrði um húsið. Í Bliki 1950 er sagt frá húsnæðisvanda Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum 1934. Skólinn hafði verið til húsa í nýbyggðri austurálmu barnaskólahússins frá stofnun hans 1930, í suðurstofunni yfir leikfimisalnum. En nú var orðið svo þröngt um Barnaskólann að Gagnfræðaskólinn varð að víkja. Var þá leitað eftir húsnæði í bænum handa skólanum og þóttu tvö hús koma til greina, Skálholt við Urðaveg og Breiðablik, hús sem Gísli J. Johnsen byggði 1908 en hann var nú gjaldþrota. Fyrir upphaf skólaárs 1934 var ákveðið að taka leigutilboði frá eigendum Breiðabliks og þar var skólinn þar til byggt var yfir hann um 1950. En vissulega hefði Skálholt verið

Braggarnir austan við Skálholt Við upphaf síðari heimsstyrjaldar og hernám Íslands byggðu bresku hermennirnir í Eyjum þegar haustið 1940 fjóra bragga norðan við veginn frá Skálholti að Þurrkhúsinu á Urðum og var það hluti af varnarviðbúnaði þeirra við höfnina og á Víkinni. Sneru þeir í norður-suður. Í bröggunum voru íbúðir hermanna og yfirmanna auk verslunar. Þegar Bandaríkjamenn komu ári síðar reistu þeir aðra fjóra bragga austan við herskála Bretanna, sumir segja miklu betri. Þeir sneru í austur-vestur. Þar voru íbúðir fyrir hermenn, eldhús og matsalur. Þegar meginhluti herliðsins í Eyjum fór síðla árs 1943 tæmdust flestir braggarnir. Í Víði í des. 1944 auglýsti Tómas Guðjónsson í Höfn t.d. eftir þeim sem áhuga hefðu á að kaupa bragga til niðurrifs. Er líklegt að hann hafi í því efni verið umboðsmaður

Bresku braggarnir austan við Skálholt. Myndin er tekin 1941. Erlent herlið hvarf að mestu brott úr Eyjum seinni hluta árs 1943 og þá losnaði Skálholt til íbúðar á ný.

Bretar og Bandaríkjamenn reistu bragga austan við Skálholt á stríðsárunum. Bresku braggarnir stóðu ekki lengi en þeir bandarísku voru ekki rifnir fyrr en eftir að búsetu í þeim lauk um 1956.

sölunefndar setuliðseigna eða fengið að ráðstafa þeim fyrir afnot hersins af húsi hans, Kuða. Sumir bragganna við Urðir, austan Skálholts, fengu þó að standa áfram og brátt fluttust

nýttir til búsetu í ein tíu ár, fram til 1956, og sumir Eyjamenn voru raunar kenndir við þá, t.d. „Björgvin í Bragganum“ sem átti þar heimili, sömuleiðis Friðgeir, son-

íslenskar fjölskyldur þangað inn, a.m.k. í tvo eða þrjá þeirra, enda gífurlegur húsnæðisskortur í Eyjum á þeim tíma. Árið 1951 var t.d. búið í tveim bröggum, samtals 17 manns. Braggarnir voru

ur hans, og fjölskylda hans. Enn fremur bjó þar Hjálmar Jónsson frá Dölum og hans fólk. Síðustu leifar af bröggum í Skálholtstúninu voru horfnar um 1960.

°


°

°

FYLKIR - jólin 2023 gagnfræðaskólanum samboðið og haft marga kosti sem skólahús, og ekki síst umhverfi þess. Ýmsir leigðu í Skálholti eftir að Útvegsbankinn eignaðist húsið. Gissur Ó. Erlingsson fógetafulltrúi og fjölskylda voru þar 1934, Páll Þorbjörnsson, þá alþingismaður, og fjölskylda 1935, Jóhannes Brynjólfsson verslunarmaður og fjölskylda, Friðrik Matthíasson verslunarmaður, auk fólks ofan af landi sem stóð stutt við í Eyjum. Þegar Gísli missti Skálholt tapaðist annað sem fylgdi með húsinu, svo sem túnin góðu austan við, Eystri-Gjábakkatún, þar sem hann heyjaði handa skepnum sínum. En bankinn leyfði honum að nytja túnin áfram, sennilega einnig eftir að hann fluttist úr húsinu 1940. Gísli stundaði eins og fleiri útvegsmenn í Eyjum landbúnað, hafði m.a. nokkurt fjárbú. Þar var hann stórhuga, sótti t.d. til byggingarnefndar í ágúst 1924 um 10 dagsláttur (á stærð við 5 fótboltavelli) suðaustan við Kirkjubæ, en fékk aðeins tvær. Eftir stríð byggði hann hlöðu og fjárhús yfir skepnurnar vestur á eyju, sunnan Dalvegar, og þar var líka kartöflugarður hans. Í byggingarnar þar notaði hann efni úr einu frægasta húsi Vestmannaeyja, „Svarta húsinu“ hans Gunnars Ólafssonar á Tanganum, en það stóð ofan við Bæjarbryggjuna. Þegar það var loksins rifið eftir áratuga málaferli og þrætur í blöðum, keypti Gísli allt timbrið sem til féll úr því. Gísli og Sigríður urðu að fara endanlega úr Skálholti síðla árs 1940 þegar seinna stríð var hafið og Bretar höfðu hernumið Ísland. Setuliðið í Eyjum fékk Skálholt. Voru þau hjón á hálfgerðum hrakningi næstu ár. Fyrst fluttust þau á Kirkjuveg 26 til þeirra Árna Gíslasonar í Stakkagerði og Sigurbjargar, konu hans, fósturforeldra Sigga Gutt. Um tíma voru þau svo á Fífilgötu 5, í húsnæði sem Helgi

23 Benediktsson átti, enda var Gísli þá með bát frá Helga, m.a. á síld, og vinskapur jafnan milli þeirra. Þaðan fóru þau að Kirkjuvegi 43 þar sem Lárus og Ágústa, dóttir þeirra, áttu heima og bjuggu þar á neðri hæðinni uns þau fluttust á Sólhlíð 3 í sænskt einingahús sem Gísli lét flytja inn. Hann bauð Óskari, syni sínum, að búa þar á neðri hæðinni ásamt fjölskyldu sinni með því skilyrði að hann yrði skipstjóri á bátum sem hann gerði út, m.a. Álsey, Garðari og Ágústu. Gömlu hjónin hreiðruðu um sig á efri hæð og voru þar til æviloka. Gísli hætti sjálfur sjósókn að mestu eftir stríð en stóð í útgerð enn í allmörg ár. Eftir að umsvifum lauk var hann með kró fyrir sig sunnan megin í Skvísusundi, átti trillu og sinnti líka um kindur sínar. Greinarhöfundur minnist þess að hafa á æskuárum séð Gísla tilsýndar á ferli um bæinn en sérstaklega situr í minni mynd af honum, líklega um 1960, þegar hann, gamall maður, lágvaxinn og dökkur yfirlitum, var að dytta að trillu sinni, sennilega tjarga hana, þar sem hún stóð á þurru vestan við Ísfélagið, norðan Strandvegar, á vinsælu leiksvæði. Gísli lést 1962 og Sigríður tveim árum síðar.

Herinn kemur og fær Skálholt

Ísland var hernumið í seinni heimsstyrjöldinni. Breski herinn kom á land í Reykjavík 10. maí 1940 og tæpum tveim mánuðum seinna, 3. júlí 1940, kom fyrsti herflokkurinn til Eyja. Voru það nokkrir tugir kanadískra hermanna, en Kanada var þá og er enn innan breska samveldisins. Slógu hermennirnir niður tjöldum og gerðu nokkur fyrstu varnarvirkin á Heimaey. Breskur herflokkur kom svo 20. september það haust, og enn nýr 23. júní 1941. Í desember það ár leystu bandarískir hermenn þá bresku af hólmi samkvæmt

Lilja Finnbogadóttir (19201959) frá Vallartúni var fyrsta forstöðukona Elliheimilisins í Skálholti 1950-1952. Hún stendur á tröppunum í Skál­ holti fyrir miðju, ofan við hana er Soffía Alfreðsdóttir og neðan við hana Kristín Pétursdóttir, fyrstu starfsstúlkur heimilisins.

Unnur Pálsdóttir (1911-2000), síðasta forstöðukona elliheimilisins í Skálholti. Myndin er tekin þar í eldhúsinu 1969. herverndarsamningi Íslands og Bandaríkjanna. Ekki fór mikið fyrir erlendum hermönnum í Eyjum né var viðbúnaður þeirra mikill eða áberandi og hurfu ummerki þeirra fljótlega eftir brottför. Stríðið hafði hins vegar mikil áhrif á atvinnulíf í Eyjum, útrýmdi kreppu og atvinnuleysi. Við umfangsmikinn útflutning á ísuðum fiski til Bretlands flæddu peningar inn í samfélagið í Eyjum og uppbygging hófst á mörgum sviðum. Síðla hausts 1940 eða snemma árs 1941 var Skálholt rýmt og af-

Hver teiknaði Skálholt? Skálholt var frá því tímabili steinsteypualdar sem kennt er við „nýbarokk-stíl“ og var mjög í tísku á fyrstu áratugum síðustu aldar. Æðsti postuli hans var Guðjón Samúelsson, síðar húsameistari ríkisins. Verka hans sér stað í Vestmannaeyjum í Sjúkrahúsinu sem byggt er 1927, á svipuðum tíma og Skálholt, Tindastóli frá 1926 og í eldri teikningu (1917) af nýju húsi fyrir Árna Sigfússon, sem þó reis aldrei, og Nýja-Bíói (frá 1919) þar sem Hótel Vestmannaeyjar stendur nú. Engin gögn benda til þess að Guðjón Samúelsson hafi teiknað Skálholt. Um svipað leyti og Skálholt var byggt teiknaði Einar Erlendsson Arnardrang við Hilmisgötu fyrir Ólaf Ó. Lárusson héraðslækni og eru þau hús um margt lík, nema hvað gaflar eru ekki bogadregnir og skreyttir á Arnardrangi, né heldur er skraut undir og yfir gluggum. Björn G. Björnsson, sem hefur skrifað bók um Einar, kannast ekki við nein gögn sem bendi til þess að Einar hafi teiknað Skálholt. Pétur H. Ármannsson hefur bent greinarhöfundi á að ýmislegt í útliti Skálholts líkist verkum Jens Eyjólfssonar byggingarmeistara sem teiknaði og byggði m.a. húsið Þrúðvang við Laufásveg 7 í Reykjavík. Það var byggt 1918 fyrir Margréti Zoëga ekkjufrú sem áður rak Hótel Reykjavík sem brann 1915. Hún var tengdamóðir Einars Benediktssonar skálds,

Þrúðvangur við Laufásveg 7 í Reykjavík, verk Jens Eyjólfs­ sonar. Húsið er afar líkt Skál­ holti og byggt skömmu áður.

Jens Eyjólfsson byggingarmeistari (18791959). Líklegast er að hann hafi teiknað Skálholt 1925. Myndin er tekin um það leyti. móðir Valgerðar, fyrri konu hans, og bjuggu þau hjón í húsinu með Margréti er þau fluttust aftur til Íslands upp úr 1920 eftir langa dvöl erlendis og voru þar allt fram að skilnaði 1928. Eftir daga Margrétar, Einars og fjölskyldu hans var Tónlistarskólinn í húsinu og síðar hafði M.R. húsið til kennslu, allt þar til Sigríður Harðardóttir og Páll V. Bjarnason arkitekt keyptu Þrúðvang um 1990. Með vissu teiknaði Jens Eyjólfsson byggingarmeistari Þrúðvang með gafla sína og kvisti sem minna á barokktímann en einnig mun gæta „júgendáhrifa“ í stílnum. Páll hefur skoðað myndir af Skálholti fyrir greinarhöfund, borið þessi hús lauslega saman og telur furðumargt líkt með gerð þeirra, m.a. hlutföll, skreyti og ýmis tæknileg útfærsla, en

því muni á húsunum að Skálholt sé íburðarmeira og með skrauti yfir gluggum og undir þeim. Jens var mjög fyrir „dekorativan stíl“ sagði einn kollegi hans í blaðagrein og virðist það sannast á Skálholti. Pétur Ármannsson benti greinarhöfundi á að sjá megi á útveggjum Skálholts áhrif frá húsi Gísla Johnsens við Túngötu 18 í Reykjavík sem byggt var skömmu áður. Ekki er ólíklegt að Gísli Magnússon hafi viljað vera jafnmikill Gísla Johnsen. Þrúðvangur í Reykjavík er ekki langt frá þeim stað þar sem Skálholtskot stóð, húsið þar sem Sigríður Einarsdóttir húsfreyja í Skálholti í Eyjum ólst upp. Að sögn Ólafs Á. Sigurðssonar teiknaði Þorleifur Eyjólfsson hið fallega hús föður hans að Heimagötu 25 en þar bjó síðar Jón Eiríksson skattstjóri og hafði skrifstofu sína í kjallaranum. Óvíst er hver teiknaði húsin við Bakkastíg 1 og 3, þ.e. Höfn, hús Tómasar Guðjónssonar, og „Fúsahús“ sem Vigfús Sigurðsson og Jóna Vilhjálmsdóttir áttu. Kannski einhver þeirra meistara sem hér eru taldir.

hent bresku herstjórninni til leigu. Húsið var notað fyrir yfirmenn í herliðinu og var gert að bækistöð hins erlenda setuliðs í Eyjum í stríðinu, ásamt birgðastöðinni í Kuða við Formannasund og ratsjárstöð og öðrum viðbúnaði í Stórhöfða. Ekki eru tiltækar heimildir um yfirtöku hersins á Skálholti en það er tilgáta Jóhönnu Ýrar Jónsdóttur í MA-ritgerð hennar um stríðsárin í Eyjum, sem hún hefur eftir föður sínum, Jóni Kjartanssyni, kenndum við Húsavík, að þar hafi notið ráða Haralds Viggós Björnssonar, útibússtjóra Útvegsbankans í Eyjum. Bankinn átti Skálholt, svo og lóðir þær sem því tilheyrðu austan við húsið. Viggó var breskur konsúll og hefur því átt mikil samskipti við breska herliðið og þurft að leysa margan vanda þess, m.a. húsnæðimál. Sennilega búa yfirmenn hersins aðeins tæp þrjú ár í Skálholti, þ.e. frá því um veturinn 1940-41 og fram á árið 1943. Guðmundur Kristinsson, höfundur bókarinnar Styrjaldarárin á Suðurlandi, þar sem m.a. er fjallað stuttlega um Vestmannaeyjar, og Friðþór Eydal telja að við flutning ratsjárstöðvarinnar frá Stórhöfða að Núpafjalli í Ölfusi í september 1943 hafi meginþorri herliðsins í Eyjum farið þaðan og aðeins örfáir hermenn orðið eftir fram um stríðslok til að sinna strandgæslu á Stórhöfða, við höfnina og á Urðunum og hafa eftirlit með bröggunum og öðrum viðbúnaði á túninu austan við Skálholt. Var þessi flutningur liður í að draga hermenn af landsbyggðinni eftir 1942 þegar hætta af þýskri innrás var talin liðin hjá og þjappa liðinu saman á Keflavíkurflugvelli og í nágrenni hans. Foreldrar Gísla Sigurðssonar, Sísí og Sigurður Guttormsson, sögðu honum að umgengni hermannanna um Skálholt hefði ekki verið góð og jafnvel verið iðkaðar skotæfingar innan dyra í húsinu. Má svo sem nærri geta, eins og í pottinn var búið, að annar svipur yrði yfir öllu innan dyra í þessu glæsihúsi en áður var þegar þangað voru komnir hermenn, þótt almennt hafi framkoma þeirra við bæjarbúa reynst vera prúðmannleg meðan á dvöl þeirra stóð í Vestmannaeyjum. Ársæli Lárussyni, dóttursyni Gísla Magnússonar, er minnisstætt þegar hann sem barn var að snúast í kringum afa sinn á túninu austan við Skálholt og sá gamli var að heyja þar á stríðsárunum. Ársæll stóð nærri grindverki sem

var umhverfis braggana og vék þá einn dátinn að honum einhverju góðu, sennilega sælgæti. Kom afi þá aðvífandi og bannaði drengnum að þiggja nokkuð af hermönnum. Gísla hefur ekki verið um herliðið gefið sem nú sat í húsi hans. Margir Eyjamenn, sem fæddir eru nokkru fyrir 1940, muna hermennina í Eyjum og flestir að góðu einu. Einn þeirra er Sveinn Halldórsson, mágur greinarhöfundar. Hann var fjögurra til sex ára að sniglast í kringum þessa framandi og gjafmildu menn, enda nágranni, þá búsettur í kjallaranum á Gamla-Skálholti. Hann minnist þess að hafa farið með þeim, stundum í jeppa, úr Skálholti og niður í Kuða.

Árni Sigfússon og fjölskylda í Skálholti

Þegar herliðið í Eyjum var að mestu horfið á braut var Skálholt afhent eiganda þess á ný, Útvegsbankanum. Bankinn ákvað að losa sig við húsið 1942. Kaupandi var Árni Sigfússon, kaupmaður og útgerðarmaður. Fluttist hann ásamt Ólafíu, konu sinni, og þrem dætrum þangað á árinu 1943. Í íbúaskrá Vestmannaeyja má sjá að sonur Ragnheiðar Árnadóttur, Sig Rogich, þá óskírður, er fæddur í Skálholti 17. maí 1944. Árni Sigfússon, f. 1887, var af kunnum Eyjaættum. Foreldrar hans voru Sigfús Árnason alþingismaður á Löndum og Jónína, dóttir sr. Brynjólfs Jónssonar prests og alþingismanns á Ofanleiti. Bræður hans urðu þekktir menn í Eyjum, Brynjúlfur tónskáld og Leifur tannlæknir. Árni var í fyrstu sjómaður en fór svo til Kaupmannahafnar tvítugur að læra verslunarfræði. Hann starfaði þar um tíma en kom svo aftur til Eyja og setti á fót verslun. Árni bjó fyrst í Sjólyst. Fljótlega hóf hann útgerð og átti ýmsa vélbáta eða hlut í þeim, m.a. Atlantis með Sigurði Ingimundarsyni á Skjaldbreið og Ara með Ólafi Auðunssyni í Þinghól, og efnaðist ágætlega. Árni reisti mikið verslunarhús við Heimagötu 1 (Árnabúð) þegar árið 1911, hús sem Íslandsbanki, síðar Útvegsbankinn, keypti í nóvember 1929. Var þar afgreiðslusalur bankans á 1. hæð en jafnframt var byggð ofan á húsið íbúðarhæð fyrir bankastjórann (útibússtjóra) og nýtt ris. Var bankinn þar með starfsemi sína þangað til hann fluttist í nýbyggt hús við Kirkjuveg árið 1956. Við söluna fluttist Árni Sigfússon ásamt fjölskyldu sinni fyrst á Ingólfshvol en svo í Valhöll við Strandveg 43 og hélt áfram útgerð sinni. Í upphafi vertíðar 1930 fórst bátur hans, Ari, með allri áhöfn, en formaður var Matthías Gíslason, kunnur sjósóknari, faðir Óskars útgerðarmanns á Leó og þeirra


° 24

FYLKIR - jólin 2023

Gleðileg jól

og farsælt komandi ár þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!

Gleðilega hátíð hsveitur.is

Gleðileg jól

og farsælt komandi ár þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!

Sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjum

Gleðileg jól

og farsælt komandi ár þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!

Gleðileg jól

og farsælt komandi ár þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!

°


°

°

FYLKIR - jólin 2023 systkina. Árni keypti annan bát eftir slysið en í ólgusjó kreppunnar fór margt hjá honum á verra veg. Búseta Árna og fjölskyldu hans í Skálholti varð ekki löng. Hinn 7. mars 1948 fórst Árni í flugslysi ásamt þrem öðrum. Voru þeir í vél Loftleiða á leið frá Eyjum til Reykjavíkur. Flugvélin hrapaði við Skálafell á Hellisheiði. Um nafn Árna Sigfússonar lék nokkur ljómi. Þar naut hann ekki aðeins þess orðspors sem systkini og foreldrar höfðu heldur var sjálfur mörgum mannkostum búinn, hlýr í viðmóti, góðviljaður og hreinskilinn. Hann unni tónlist, eins og hann átti kyn til, og hafði bjarta og mikla söngrödd. Ólafía Sigríður Árnadóttir, kona Árna Sigfússonar, var ættuð af Suðurnesjum. Þau eignuðust fimm börn. Var Elín Árnadóttir í Gerði, kona Gunnars Stefánssonar útgerðarmanns, þekktust þeirra í Eyjum. Eldri systir hennar, Ragnheiður, giftist amerískum manni, Rogich að nafni, og fluttist með honum og syni sínum að stríði loknu vestur um haf. Drengurinn litli, Sigfús úr Skálholti, Sig Rogich, átti eftir að komast til metorða þar ytra, var m.a. aðstoðarmaður Gamla-Bush í Hvíta húsinu og eini Vestmanneyingurinn sem þar hefur unnið svo vitað sé. Hann var útnefndur sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í ársbyrjun 1992, en var þó aðeins nokkra mánuði hérlendis um sumarið það ár og kom þá m.a. til Eyja. Sigfús var svo kvaddur í björgunarlið forsetans fyrir kosningarnar um haustið, án árangurs. Þegar Bush kom til Íslands að veiða lax 2006 var Sig Rogich enn í vinasveit forsetans fyrrverandi. Árið 1951, þrem árum eftir andlát Árna, giftist Ólafía sr. Þórði Oddgeirssyni, prófasti á Sauðanesi við Þistilfjörð, en hann varð ekkjumaður árið áður. Þórður var Vestmanneyingur, sonur sr. Oddgeirs Guðmundsens á Ofanleiti. Þau bjuggu síðast í Reykjavík. Ólafía bjó í Skálholti aðeins stuttan tíma eftir andlát Árna Sigfússonar. Er líklegt að hún hafi rýmt húsið haustið 1948 þegar Vestmannaeyjabær keypti það.

Skálholt verður elliheimili

Lengi mun hafa verið rætt um það í Eyjum að reisa elliheimili fyrir aldrað fólk og veikburða sem gat ekki lengur séð fyrir sér sjálft. Segir Haraldur Guðnason í Ægisdyrum að fyrsta tillagan í bæjarstjórn hafi komið fram 1929. Árið 1944 var stofnuð elliheimilisnefnd og stefnt að því að byggja nýtt hús undir gamla fólkið. En svo göfugt sem málefnið var gekk illa að fá fé til að gengið yrði í verkið og leyfi til byggingarframkvæmda var enn torfengnara á haftatímum eftir stríð. Ólafía Árnadóttir auglýsti Skálholt til sölu í Víði 25. júní 1948, nokkrum mánuðum eftir að Árni Sigfússon fórst. Bæjaryfirvöld sáu loks tækifæri til að leysa aðkallandi vanda, féllu frá byggingaráformum og buðu í húsið 140 þús. kr. „sem bráðabirgðahúsnæði fyrir gamalt fólk“ eins og segir í fundargerð elliheimilisnefndar. Eftir þref um kaupverð var tilboði bæjarins tekið í júlí og afsal gefið út í lok september 1948. Var þá fljótlega tekið að lagfæra húsið og hnika ýmsu til svo að það hentaði sem best hlutverki sínu sem „gamalmennahæli“ (eins og Eyjablaðið kallaði það). Ári síðar, í september 1949, var viðgerðum að mestu lokið en það dróst þó í heilt ár að ljúka þeim að fullu og hefja reksturinn. Kostnaður við endurbætur nam hátt í þreföldu kaupverði hússins. Elliheimilið var vígt 11. nóvember 1950 með ræðu Ólafs Kristjánssonar bæjarstjóra og „skörulegu“ ávarpi sr. Halldórs Kolbeins. Við vígsluna kom fram að 23 vistmenn

25

Norðurhlið Skálholts. Myndina tók Einar B. Pálsson örfáum dögum áður en húsið fór undir glóandi hraunið í mars 1973. Skreytingar á hús­ inu nutu sín líka vel norðan megin. gætu búið í Skálholti ásamt forstöðumanni og starfsfólki sem ætluð var aðstaða í kjallara. Í ráði var að byggja við Skálholt, svo úr yrði „hagkvæmari rekstrareining“ en af því varð aldrei, — sem betur fer mundu margir segja. Þetta fallega hús fékk að njóta sín óáreitt fram á endadægur í gosinu í Eyjum.

Forstöðukonur

Fyrsta forstöðukona hússins var Lilja Finnbogadóttir frá Vallartúni. Hún missti mann sinn ungan sumarið 1950, Gunnar Þórðarson frá Fáskrúðsfirði, þá búsett á Akranesi. Eftir það áfall vildi Lilja koma til Eyja. Var hún þá ráðin forstöðumaður elliheimilisins 15. ágúst um

stofa þeirra með mörgum málverkum Bjarna og hannyrðum hennar. Við uppsögn Sigríðar sumarið 1966 tók Ingibjörg Ólafsdóttir í Vatnsdal við heimilinu um tíma uns síðasta forstöðukonan í Skálholti, Unnur Pálsdóttir í Vinaminni, var ráðin í árslok 1967. Unnur er mörgum minnisstæð fyrir skörungsskap og dugnað. Hún hafði góð tök á vistmönnum og var vinsæl meðal þeirra.

Vistmenn og aðbúnaður í Skálholti

Fyrstu vistmenn elliheimilisins fluttust í Skálholt í byrjun október 1950. Var það heil fjölskylda, Guðmundur „langivísir“ sem kallaður var, Sigurðsson, kona hans,

risi, 3. hæð, voru sex herbergi, en forstöðukonan hafði þrjú þeirra tvö fyrstu árin. Í kjallara voru geymslur, þvottahús o.fl., og auk þess ein þrjú herbergi sem forstöðukonan hafði síðari árin og starfsfólk ef það bjó í húsinu. Í janúar 1973 voru 14 einstaklingar á íbúaskrá í Skálholti og með lögheimili þar, auk forstöðumanns, en vistmenn munu hafa verið fleiri. Þegar flest var voru 24 vistmenn á elliheimilinu og var þá mjög áskipað, þorri þeirra í margbýli. Smám saman jukust kröfur um aðbúnað og sérbýli svo að vistmönnum fækkaði eitthvað er á leið. Rekstur heimilisins gekk annars vel og kvartanir voru ekki bornar fram, a.m.k. ekki opinber-

Umhugsunarefni er líka, þegar hin stríða byggingarsaga Sjúkrahússins gamla er höfð í huga og fjársöfnun til hennar, framlög Gísla Johnsens, líknarfélaga, einstaklinga og bæjarsjóðs, að á sama tíma skuli Gísli Magnússon, einn og óstuddur, byggja hús sem nálega jafnast á við Sjúkrahúsið. Sjálfsagt hefur það gengið nærri fjárhag hans og skuldir verið talsverðar. Hvað sem réttast er um allar tölur í þessu dæmi verður bygging Skálholts að teljast afrek og ekki unnt að skýra með öðru en ótrúlegum dugnaði Gísla, áræðni og útsjónarsemi. sumarið og fluttist hún í Skálholt og tvær dætur hennar með henni, Bryndís og Rósa. Þar voru þær í tvö ár eða þangað til Lilja giftist Emil Sigurðssyni og fluttist á Faxastíg 43. Lilja mótaði því starf elliheimilisins í fyrstu. Hún sagði starfi sínu lausu í ágúst 1952 og varð þá Valgerður Friðriksdóttir (systir Binna í Gröf ) forstöðukona í nokkur ár, móðir „Kolla í Mozart“ (Kolbeins Ólafssonar verslunarmanns) og margra annarra barna. Með þeim starfaði um tíma Þórunn Jónsdóttir ljósmóðir. Árið 1957 var Sigríður Þorláksdóttir frá Hofi ráðin forstöðukona. Fluttist hún ásamt manni sínum, Bjarna Guðjónssyni listmálara, í Skálholt. Höfðu þau herbergi við suðurhlið kjallarans til íbúðar, svo og kvistherbergið þar sem var

Guðrún, og sonur þeirra, Eiríkur. Bjuggu þau austan megin í risinu en Lilja og dæturnar vestan megin. Síðan kom einn af öðrum en heimilið fylltist ekki fyrstu missirin. Ári eftir vígslu þess voru vistmenn þó orðnir 16 talsins. Þörfin fyrir elliheimili í Eyjum var eigi að síður mjög brýn og er frá leið fylltust öll rúm í Skálholti, bæði af gömlu fólki og einstæðingum sem gátu ekki séð um sig eða voru ekki eins og flestir. Á 1. hæð austan megin var matsalurinn og setustofa. Eldhús var norðan megin, búr, geymsla og salerni, en herbergi fyrir fjóra karlmenn mót suðri og götunni. Á 2. hæð voru þrjú herbergi fyrir vistmenn og baðherbergi; baðkerið stóð á miðju gólfi. Af 2. hæð var gengið út á svalir vestan megin. Í

lega. Almenn ánægja ríkti í Vestmannaeyjum með þá ráðstöfun að gera Skálholt að elliheimili. Kemur það skýrt fram í grein Einars Sigurðssonar í Víði 17. sept. 1949: „Það er langt síðan mönnum varð ljós nauðsyn þess að koma hér upp elliheimili. … Gamla fólkið, sem innan skamms flytur nú að Skálholti og kemur sennilega margt til með að eiga þar sitt síðasta heimili, unir sér þar vonandi vel. Húsið jafnast fyllilega á við nýbyggingar nú, verður hlýtt og notalegt. Óvíða er fegurra útsýni en frá Skálholti. Af hvaða hæð sem litið er sést vel yfir bæinn; fjöllin, austureyjarnar og höfnin blasir vel við augum. Eins og kunnugt er stendur Skálholt við Urðaveginn austanverðan og þó að það sé svo

að segja í hjarta bæjarins er þar lítil umferð og því kyrrlátt og rólegt að búa þar. Allir unna gamla fólkinu góðrar aðbúðar á æfikvöldi þess.“ Ljóst er þó að margvísleg óhagkvæmni fylgdi því að reka starfsemina á fjórum hæðum, séu kjallari og ris talin með, og gat reynst gömlu fólki erfitt. Viðhorf til þjónustu við gamalt fólk hafa breyst mikið á undanförnum áratugum og er vel. Í Skálholti var sparað í rekstri og aðhald talsvert. Sem dæmi má nefna að unglingsstúlkur, 15-16 ára, leystu af í sumarleyfum og forföllum og sáu einar um vistmenn á meðan. Þær stóðu sig vel og allt blessaðist.

Skálholt fer undir hraun

Skálholts, þessa „glæsilegasta íbúðarhúss Vestmannaeyja“, biðu þau örlög að brotna og molna undan brennheitri hraunglóð í mars 1973. Var þá enn ekki liðin hálf öld frá því hið veglega hús af steini reis við enda Urðavegar. Það er skammur líftími, slík hús geta staðið öldum saman. Er leið fram í mars 1973 og eldgosið hafði staðið vel á annan mánuð hafði hraunið, sem frá því rann, aðeins þakið austasta hluta Heimaeyjar en ekki sótt að bænum að ráði. En um það leyti hófst ný hrina og glóandi hraunið færðist vestar í átt að höfninni og byggðinni í austurhluta kaupstaðarins. Lét allt undan og mörg hús hurfu þá daga sem í hönd fóru, raunar mestur hluti gömlu byggðarinnar. Náðu þau ósköp hámarki 22. mars, er réttir tveir mánuðir voru liðnir frá því að gossprungan opnaðist. Eyðilögðust þá 64 hús á einum sólarhring. Það kvöld var messað í Landakirkju og varð mörgum minnisstætt. Eftir messu fóru kirkjugestir austur á Landagötu og voru austustu húsin þar þá að fara undir hraun, Hof, Landagata 23, Landagata 21 (húsið sem Hrólfur Ingólfsson bæjarfulltrúi átti eitt sinn) og fleiri hús sunnan götunnar, m.a. Gamla-Skálholt. Um nóttina molaði hraunelfurin í sundur Nýja-Skálholt við Urðaveg og lagðist yfir nágrenni þess. Lauk þá merkri sögu og eitt fegursta hús bæjarins var horfið.


° 26

FYLKIR - jólin 2023

Um leið og við sendum Eyjamönnum nær og fær okkar bestu óskir um

Gleðileg jól

og farsælt k andi ár þökkum við viðskiptin og samfylgdina í gegnum tíðina. Eigendur

Gleðileg jól

Gleðileg jól

þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!

þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!

Gleðileg jól

Gleðileg jól

þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!

þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!

og farsælt komandi ár

og farsælt komandi ár

Uppsetning og þjónusta á frysti-, kæli- og krapakerfum

og farsælt komandi ár

og farsælt komandi ár

EHF

°


°

°

FYLKIR - jólin 2023

27

Mynd: Sigurgeir Jónasson

Surtseyjargosið í minningu heimamanns seint að kvöldi þegar mannaferðir voru dottnar niður og sópuðu saman heilmikilli ösku og settu í kerið. Næsta dag kom frétt um að mjög mikið öskufall hefði verið um nóttina sem kom ansi flatt upp á bæjarbúa. Þegar voraði hafði þetta litla öskufall sem barst í byggðina aðeins haft gó ð áhrif fyrir gróðurinn sem tók óvenjulega vel við sér og talið var að askan virkaði sem áburður. Ég minnist þess að eftir að gosið hafði staðið um hríð og eyja komin vel upp úr sjónum að hafa farið í siglingu að henni. Það var tilkomumikið að sjá gíginn eins og tröllapott þar sem rauðglóandi hraunið vall útúr.

GREINARHÖFUNDUR:

BALDUR ÞÓR ÞORVALDSSON Sá sem þessa grein ritar er fæddur í Vestmannaeyjum 1951 og ó lst þar upp fram yfir fermingu. Margs er að minnast þaðan sem uppvextinum fylgir sem venjulegt er. Svo geta komið þar til atburðir sem teljast óvenjulegir bæði í byggðarlaginu og einnig utan þess. Einn slíkur, reyndar helstur þeirra, var þegar seint á hausti 1963 hófst eldgos neðasjávar suðvestur af eyjunum svona í framhaldi annarra eyja á svæðinu. Þetta vakti mikla athygli í Eyjum, sem voru byggðarlaga næst vettvangi, og einnig annars staðar á landinu og jafnvel erlendis líka. Svona nokkuð hafði ekki gerst fyrr í byggðarsögu eyjanna. Þarna hlóðst upp eyja sem fljótlega fékk nafnið Surtsey og gosið kallað í framhaldi þess Surtseyjargosið.

Upphaf gossins

Gosið hó fst 14. nóv. 1963 og stó ð allt til miðs á rs 1967 og telst með lengstu eldgosum Íslandssögunnar. Það var að morgni þessa dags þegar ég kom í skólann að mé r var sagt að eldgos væri byrjað í sjó num suður af eyjunum. Engin undanfari eða grunur um slíkt nokkuð hafði verið það é g minnist. Þetta var ótrúlegt og fljótlega

Surtsey skal hún heita

Surtsey risin úr sæ. Gosið hefur færst úr upphalega gígnum í þann vestari (seinna kallaður Surtungur) og rennur hraun allt í sjó fram. Heimaey er með úteyjum í baksýn. Mynd af Netinu. þann dag var farið uppá góðan útsýnisstað í útkanti byggðarinnar í brekkunni við Hástein og strókurinn upp úr sjónum langt suður af eyjunum borinn augum. Það leyndi sér ekki að þarna voru mikil umbrot í náttúrunni. Næstu daga kom í ljós eyja upp úr sjónum sem var reyndar bara úr ösku til að byrja með. Þetta var mikil frétt fyrir íbúa í Eyjum og fylgdust þeir gjörla með þróun gossins. Svona nokkuð hafði ekki gerst fyrr við eyj-

arnar svo staðfest væri a. m.k. en frásagnir voru til af neðansjávar gosum við Reykjanes. Þar á tti fyrr á öldum að hafa komið upp eyja í gosi en sjórinn hafði tekið hana fljótt. Skilningur manna á svona fyrirbrigðum var til staðar því flestir vissu að eyjarnar hefðu myndast við slíkar aðstæður í jarðsögunni en vísindamennirnir voru vantrú aðir á að eyjan stæðist átök sjávarins til frambúðar en heimamenn voru bjartsýnni á framtíð hennar. Gosið var langt í burtu

frá byggðinni og olli ekki neinum vandræðum. Aðeins var lítið öskufall einstöku sinnum svo sporrækt væri. Það má geta smávegis leikaraskapar í þessu sambandi. Þannig var að sérstakur fréttaritari útvarpsins var þá í Eyjum, Stebbi pól, sem sagði frá tíðindum af gosinu. Óforskammaðir strákar höfðu tekið eftir að hann var með ker við innganginn á húsi sínu og fylgdist með að morgni dags hvort aska hefði borist í það um nóttina. Svo tóku strákarnir sig til

Þar sem gosið var svo að segja við bæjardyrnar í Eyjum fannst mönnum þar það tilheyra þeim ef svo mætti segja. Því var það mjög óvænt þegar 3 franskir fréttamenn komu landsmönnum á óvart og urðu manna fyrstir að ganga þar á land 6. des. Á þessu höfðu Eyjamenn ekki varað sig. Skömmu seinna þann 13. sama mánaðar fóru nokkrir Vestmannaeyingar í eyna til að sýna að þeir væru ekki síðri til allra stórræða og vildu leggja á herslu á að eyjan nefndist Vesturey. Þarna í millitíðinni þann 9. des. hafði komið fré tt um að Menntamálaráðuneytið hafi ákveðið nafn á eynni Surtsey og gígnum Surt. Í Lesbók Mbl. 6. nóv. 1993 segir frá því máli. Hér á eftir er birt upphaf greinarinnar.


° 28

FYLKIR - jólin 2023

Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár. Þökkum samskiptin á árinu.

ögmannsstofan

Fiskmarkaður

Flamingó

Þórshafnar

Bylgja VE

Hellugerð

AGNARS

Steini pípari

Watt ehf.

FRÁR VE

°


°

°

FYLKIR - jólin 2023 Einnig var framhald í lesbókinni viku síðar. Samkvæmt greininni í Mbl. var brugðist fljótt við með að gefa eynni nafn. Það virðist hafa verið skilningur þá á hlutverki Örnefnanefndar að hún ákveði nafnið á eynni og hefði úrskurðarvald þar um. Menntamálaráðuneytið gaf það síðan formlega út. Ég minnist þess hvað fólki fannst þetta bera óvænt að. Svo var að heilmikillar vandlætingar gætti meðal Vestmannaeyinga með nöfnin. Þeim fannst að gengið hafi verið fram hjá þeim og hefðu sem heimamenn rétt til nafngiftarinnar og vildu að hún væri í samræmi við nöfn á öðrum eyjum þar. Þeim fannst að vísa í jötunn og heiðna hugmyndafræði ekki viðeigandi. Þeir litu nýja eyju jákvæðum augum sem myndi verða til prýði og gagns í framtíðinni. Um þetta mál urðu töluverð skrif í bæjarblöðum í Eyjum. Hér skal minnst á tvær greinar. Þær birtust í blaðinu Fylki. Fyrst er gosríma eftir helsta hagyrðing þeirra Eyjamanna. Síðan er það mynd úr sama blaði tekin ú r grein um sama má lefni og var send sem á skorun til Örnefnanefndar ríkisins um að breyta á kvörðun sinni og lýsir hún og textinn með myndinni gjörla afstöðu Eyjamanna til ákvörðunar á nafninu. Svo langt gekk það að þeir höfðu farið með fána og borða með nafninu Vesturey út í eyna þann 13. des. sem fyrr getur.

29 í yfirliti. Hann minnist þar lítillega á ferðina 13. des. 1963. Það er athyglisvert að hann minnist ekkert á tilefni ferðarinnar þ.e. að mótmæla nafngiftinni á eynni. Í árbókinni rekur Guðjón sögu eyjarinnar en nefnir aldrei þetta með

þar spjald með nafninu Vesturey. Lenda í hrakningum, er Surtur yglir sig, og er bjargað með hjálp meginlandsmanna.“ Um þann sama atburð segir Guðjón Ármann í bók sinni: „Við sjö Vestmannaeyingar, sem álpuðust í land að morgni 13.

Við sjö Vestmannaeyingar, sem álpuðust í land að morgni 13. desember 1963 meðan gígurinn lá niðri, fengum aldeilis að kenna á Surti jötni og máttum þakka fyrir að sleppa heilir á húfi. Það var ekki okkur að þakka heldur réttum og fumlausum handtökum og björgunaraðgerðum Emils Andersen, skipstjóra á Júlíu, sem flutti okkur út að eyjunni ásamt léttabáti sem við fórum í land á en bátinn fyllti um leið og við lentum, þegar þykk og nærri mannhæðarhá alda steyptist yfir hann.

Eyjamenn heimsækja Surtsey

Sú ferð gekk ekki klakklaust fyrir sig en slapp til slysalaust. Helsti forystumaður þeirrar ferðar var Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjóri stýrimannaskólans í Eyjum og ritaði hann löngu seinna um Surtsey í bókina um Vestmannaeyjar, sem var árbók Ferðafélags Íslands fyrir árið 2009. Þar er sögu eyjarinnar gerð góð skil svona

nafngiftina og mótmæli hans og annarra Eyjamanna við henni. Nafnið Vesturey finnst ekki í bókinni. Hann hefur eflaust talið það hafa lítið gildi til framtíðar. Sigurður Þórarinsson minntist síðar á þessa ferð og segir (sbr. greinina í Lesb. Mbl.): „Sjö fullhugar úr Eyjum ganga á land í Surtsey og reisa

desember 1963 meðan gígurinn lá niðri, fengum aldeilis að kenna á Surti jötni og máttum þakka fyrir að sleppa heilir á húfi. Það var ekki okkur að þakka heldur réttum og fumlausum handtökum og björgunaraðgerðum Emils Andersen, skipstjóra á Júlíu, sem flutti okkur út að eyjunni ásamt léttabáti sem við

Úrklippa úr lesbók Morgunblaðsins frá 6. nóv. 1993 þar sem Halldór Halldórsson, einn nefndarmanna í Örnefnanefnd, segir frá nafngift Surtseyjar og gígsins Surts.

fórum í land á en bátinn fyllti um leið og við lentum, þegar þykk og nærri mannhæðarhá alda steyptist yfir hann.“ Guðjón Ármann var þar í för og ætti því að vita gjörla um atvik en Sigurður hefur þau aðeins af afspurn og svo hefur hann tilhneigingu til að lítillækka ferðalagið. Skv. frásögn Halldórs í lesbókinni var það annað hvort hann sjálfur eða Sigurður sem átti hugmynd að nafninu á eynni svo ekki hefur verið stemming hjá Sigurði fyrir framtaki Eyjamanna. Það sem Sigurður vísar til er að bátur sem var þarna einnig á ferð úr Höfnum náði með gúmmíbáti að sækja 2 mannanna í land í eynni og koma yfir í Júlíu. Nánar má lesa um þennan atburð í Morgunblaðinu 21. des. 1963. Í öllu falli var mótorbáturinn Júlía úr Eyjum og Emil Andersen skipstjóri Vestmannaeyingur. Þess er að geta að þennan sama dag höfðu 3 ungir Eyjamenn gert út annan leiðangur í eyna sem slapp til einnig. Svo langt gekk vilji Eyjamanna að bæjarstjórnin samþykkti nafnið Vesturey, en ekkert stoðaði. En segja má að tíminn hafi afgreitt málið því Vestureyjar nafnið hafði ekki framgang og var ekki notað frekar af Eyjamönnum sjálfum eða öðrum og nafngiftir Örnefnanefndar á Surtsey og Surts á eynni og gígnum (reyndar urðu þeir tveir áður en yfir lauk) festust rækilega í sessi.

Áhrif á bæjarlífið

Á Heimaey sunnanverðri er ákaflega formfagurt eldfjall sem nefnist Helgafell og á vesturhluta eyjarinnar nokkurt hraun svona útfrá fjallinu. Í einni helstu útgáfu Landnámu svokallaðri segir að Herjólfur Bárðarson hafi „búið í Herj-

ólfsdal fyrir innan Ægisdyrr, þar sem nú er hraun brunnit“. Lengi töldu menn það því hafa runnið eftir landnám en jarðfræðingar seinustu aldar, eins og t. d. Sigurður Þórarinsson, töldu það miklu eldra en landnámið og merking orðanna hraun brunnit önnur en ný uppkomið og þannig var það kennt og Helgafell sagt útbrunnið og því var eldgos á Heimaey ekki talið raunveruleg hætta eða ógn. Reyndar heyrði ég löngu seinna aðra skilgreiningu á útbrunnum eldfjöllum sem þá að þau hefðu ekki gosið eftir landnám sem er svolítið annar hlutur. Það er eflaust erfitt að segja hvenær eldstöðvar syngja sitt síðasta. Ég minnist því ekki að Surtseyjargosið hafi valdið ótta meðal Eyjabúa með byggðina í Eyjum í framtíðinni, alla vega ekki svo að það breytti viðhorfi til búsetunnar þar. Mig minnir þó hafa heyrt einhvern hafa keypt tryggingu á eign sína en held að það væri undantekning. Engan veit ég hafa fluttst þaðan vegna þessa en get svo sem ekki fullyrt að það hafi ekki haft áhrif á einhverja með öðrum ástæðum. Þó verð ég að geta þess að ég var einhverju sinni að þvælast niður á Básaskersbryggju á tímum gossins. Það hefur sennilega verið árið 1964 eða snemma árs 1965. Þar var nokkurs konar kaffistofa þar sem menn gátu komið og spjallað saman en slíkt var mikið stundað þá . Ég heyrði á tal manna þar sem Surtseyjargosið var mönnum ofarlega í huga. Þar kom að menn veltu fyrir sér því hvað gerðist meðal bæjarbúa ef það færi að gjósa á Heimaey. Mér er minnisstætt að niðurstaðan varð að þá yrði að flytja alla bæjarbú a á brott ú r Eyjum. Sama mat á slíkri

Myndin er með úrklippu úr bæjarblaðinu Fylki 03.04.1964 þar sem Vestmannaeyingar berjast fyrir málstað sínum í nafngiftarmálinu.


° 30

FYLKIR - jólin 2023

Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár. Þökkum samskiptin á árinu.

STAVEY Bifreiðaverkstæði

Harðar & Matta

Atlas

Mars ehf.

VIKINGTOURS Íbenholt

EYJABLIKK

Ra.gí ehf

°


°

°

FYLKIR - jólin 2023 uppá komu má sjá í fyrrnefndri gosrímu. Þess má geta að áratug síðar 1973 þegar gaus á Heimaey, þá varð það einmitt raunin og bæjarbúar urðu að yfirgefa eyjuna meðan gosið stóð og voru fluttir með hraði á brott en það er önnur saga sem verður ekki rakin hér.

Frímerkjaútgáfa

Eitt atriði enn um togstreitu Vestmannaeyinga við Reykjavíkurvaldið. Sumarið 1965 var ákveðið að gefa út frímerki um Surtseyjargosið. Slík frímerkjaútgáfa var oft gerð til að geta um minnisverða atburði. Þá tíðkaðist að póststjórnin gaf út svokölluð fyrstadagsumslög þar sem frímerkin á umslögunum voru stimpluð með póststimpli dagsettum á útgáfudegi. Var þá lagt í sérstakt umslag með einhverri athyglisverðri mynd svona ekki óskyldri frímerkjunum. Þetta sumar tók sig til framtakssamur Vestmannaeyingur Páll Helgason og lét prenta svona umslög með mynd af gosinu, keypti frímerki og fékk stimplað af póstþjónustunni á útgáfudegi. Hann lét ekki þar við sitja heldur lét útbúa sérstakan stimpil þar sem sagði að hefði verið stimplað á útgáfudegi í Surtsey. Síðan fékk hann til bát að fara með sig út í eyna með lagerinn þar sem hann bætti á þau þessum stimpli sínum. Þegar heim kom runnu þessi bréf út eins og heitar lummur. Ekki líkaði stjórnendum póstþjónustunnar í landinu þetta athæfi og töldu það allt ólöglegt og þess vegna hafa ekkert gildi því það væri hin opinbera stofnun þ. e. Póst- og símamálastofnun, sem ég held hún hafi nefnst, sem stæði í slíku. Til að vita vissu sína um það þyrfti að kanna hvort löggjöfin um frímerki geti um fyrstadagsumslög. Eru þau ekki bara tilbúningur Póstsins í tilefni dagsins? Hefur Pósturinn eitthvað frekara hlutverk en að gefa út frímerkin og selja og þar með sjá um að koma póstsendingum með merkjunum til skila þeim aðila sem póstsendingin er merkt? Mér áskotnaðist svona eintak en hvert

31 verðmæti þess í dag telst vera veit ég ekki en verðgildi frímerkja er fallið stórum frá þessum tíma, en ég held í eintakið til minja í öllu falli. Útgáfu frímerkja í landinu er nú hætt, en hvernig framtíðin lítur á þessar heimildir fyrri tíma er ekki gott að fullyrða mikið um nú . Fyrstadagsumslag Póstsins er hefðbundið en umslag Vestmannaeyingsins er einnig með hefðbundnum hætti en að auki með viðbót sem segir að það sé stimplað sérstaklega í Surtsey á útgáfudegi frímerkjanna sem að framan greinir. Ekki er á því neitt sem getur þess sem látið hefur útbú a það frekar en sem er á umslagi Póstsins. Óneitanlega er meira spunnið í umslag Eyjamannsins, sem stóð að útgáfu þess, með Surtseyjarstimplinum.

Eyjarnar kvaddar

Í þessum skrifum hefur verið leitast við að rifja upp einstæða minningu frá uppvextinum í Eyjum. Eftir fermingu mína 1965 atvikaðist það svo að fjölskyldan fluttist til höfuðborgarinnar og hófst þá nýr kapítuli í lífi höfundar. En uppvöxturinn í Eyjum var tilþrifamikill og eftirminnilegur. Frágengið í ágúst 2023 Baldur Þór Þorvaldsson

Surtsey árið 2007 löngu eftir að gosi lauk (40 ár) og sjórinn búinn að brjóta ströndina og jafnvel að mynda kletta. Eyjan mun þarna hafa minnkað um helming frá því gosinu lauk og telst stærst úteyja í Vestmannaeyjum. Á fjærhlið eyjarinnar sést glitta í tanga sem myndast hefur til norðurs þangað sem sjórinn hefur borið laust efni. Í baksýn sést til annarra eyja ekki ósvipað fyrri mynd en þó heldur meir í norðlæga stefnu. Mynd af Netinu.

Fyrstadagsumslag með Surtseyjar frímerkjunum útgefnum 1965 af póstþjónustunni. Þarna er mynd af eldjötninum Surti heldur illilegum.

Fyrstadagsumslag gert af einkaaðila í Eyjum með Surtseyjar frí­ merkjunum útgefnum 1965. Myndin á umslaginu er tekin á Heima­ ey (Breiðabakka) sunnarlega á fyrstu dögum gossins enda eyja ekki komin í ljós. Myndavélin trúlega á tíma sem sýnir eldgæringar sem fylgdu gosinu. Hægra megin sést í úteyjarnar Brand og Álsey. Þessi mynd er tekin af Vestmannaeyingnum Sigurgeiri Jónassyni. Svo er sérstakur stimpill í Surtsey sbr. það sem segir í greininni.

Myndin að ofan er tekin úr Fylki 03.04.1964. Í fljótu bragði væri erfitt fyrir þá sem fylgdust ekki með fréttum af Surteyjargosinu eða væru ókunnugir í höfuðstaðnum að átta sig á hvað myndin sýnir. Þarna hafa verið að verki forverar þeirra sem nú nýta sé svokallaða photoshop-vinnslu, til áherslu í baráttunni við yfirgang stjórnvalda, sem Eyja­ menn töldu sig sæta í málinu. En þeir urðu að sætta sig við ákvörðun Menntamálaráðuneytisins að tillögu Örnefnanefndar um nöfnin Surtsey og Surt á gígnum.


° 32

FYLKIR - jólin 2023

Látnir kvaddir Fólk sem búið hefur í Vestmannaeyjum í lengri eða skemmri tíma og látist hefur á árinu.

Hrefna Óskarsdóttir Minner áður Sólhlíð 3 f. 30. sept. 1943 – d. 31. maí 2020

Anna Ólöf Björgvinsdóttir áður Ásavegi 16 f. 18. ágúst 1946 – d. 13. mars 2022

Sigríður Svava Rögnvaldsdóttir áður Skólavegi 25 f. 17. mars 1949 – d. 29. sept. 2022

Kittý Stefánsdóttir áður Bröttugötu 28 f. 19. mars 1945 – d. 4. des. 2022

Jón Reynir Eyjólfsson áður Höfðavegi 13 f. 15. ágúst 1939- d. 5. des. 2022

Sigurður Ólafur Gunnarsson áður Brimhólabraut 24 f. 29. júlí 1950 – d. 6. des. 2022

Sigurdís Ösp Aldísardóttir áður Hásteinsvegi 41 f. 15. janúar 1977 – d. 13. des. 2022

Hólmfríður Sólveig Ólafsdóttir Túngötu 21 f. 4. nóv. 1936 – d. 14. des. 2022

Sigurður Magnússon áður Hásteinsvegi 7 f. 9. nóv. 1955- d. 14. des. 2022

Einar B. Guðlaugsson Ásavegi 1 f. 6. maí 1945 – d. 17. des. 2022

Ingi Steinn Ólafsson Kleifarhrauni 2 b) f. 22. apríl 1942 d. 19. des. 2022

Reynir Sigurjónsson áður Málmey Hásteinsvegi 32 f. 23. júní 1951 – d. 19. des. 2022

Hreinn Aðalsteinsson áður Illugagötu 58 f. 7. mars 1936 – d. 20. des. 2022

Erna Tómasdóttir Hólagötu 48 f. 29. des. 1937 – d. 24. des. 2022

Már Friðþjófsson Hólagötu 2 f. 14. sept. 1959 – d. 25. des. 2022

Bjarnfríður Ósk Alfreðsdóttir frá Vesturhúsum f. 23. des. 1940 – d. 30. des. 2022

Nanna Einarsdóttir áður Búastaðabraut 7 f. 20. febrúar 1957 – d. 31. des. 2022

Guðmundur Valdimarsson Nýhöfn, Skólavegi 23 f. 27. mars 1935 – d. 3. janúar 2023

Gísli Steingrímsson áður Skólavegi 29 f. 5. ágúst 1934 – d. 3. janúar 2023

Unnur Hermannsdóttir Hásteinsvegi 64 f. 8. janúar 1931 – d. 4. jan. 2023

°


°

°

FYLKIR - jólin 2023

33

Guðjón Ólafsson Túngötu 21 – frá Gíslholti f. 1. nóv. 1935 – d. 8. janúar 2023

Gunnar Stefán Jónsson Hásteinsvegi 60 f. 20. ágúst 1939 – d. 19. janúar 2023

Þórhildur Ingibjörg Gunnarsdóttir áður Sólhlíð 6 f. 30. des. 1941 – d. 9. janúar 2023

Guðlaug Sigurðardóttir áður Hásteinsvegi 31 f. 25. des. 1937- d. 10. janúar 2023

Hulda Sigurbjörnsdóttir áður Brimhólabraut 27 f. 29. sept. 1934 – d. 13. janúar 2023

Vigfús Guðlaugsson Kirkjubæjarbraut 12 - frá Holti f. 15. des. 1943 – d. 15. jan. 2023

Jóhanna Hermannsdóttir frá Stóra-Bergholti – Vestm.br.67 f. 1. júní 1929 – d. 14. janúar 2023

Bogi Sigurðsson Kleifarhrauni 1 - frá Stakkagerði f. 9. febrúar 1932- d. 19. jan. 2023

Sigrún Jónsdóttir áður Heiðarvegi 43 f. 10. júlí 1937 – d. 19. jan. 2023

Brynhildur Lýðsdóttir áður Heiðarvegi 59 f. 12. nóv. 1949 – d. 20. jan. 2023

Magnús Guðjónsson Illugagötu 5 – frá Reykjum f. 24. jan. 1929 – d. 23. jan. 2023

Ingibjörg Bragadóttir áður Hásteinsvegi 15 – frá Kirkjubæ f. 23. jan. 1941 – d. 23. jan. 2023

Guðmundur Kristján Jensson áður Hólagötu 32 f. 8. febrúar 1950 – d. 26. janúar 2023

Magnea Guðrún Magnúsdóttir Stóragerði 10 f. 28. des. 1942 – d. 29. jan. 2023

Hilmar Gunnarsson áður Bárustíg 6 f. 5. mars 1935 – d. 29. jan. 2023

Ásta Jóhannesdóttir frá Kirkjulundi v/ Túngötu f. 8. apríl 1940 – d. 30. jan. 2023

Kolbrún Ingólfsdóttir áður Breiðabliki f. 22. okt. 1938 – d. 31. jan. 2023

Snorri Jónsson Foldahrauni 7 f. 14. nóv. 1943- d. 4. febrúar 2023

Sigurður Georgsson Höfðavegi 9 f. 1. mars 1941 – d. 4. febrúar 2023

Magnea Rósa Tómasdóttir frá Höfn f. 20. sept. 1928 – d. 5. febrúar 2023

Óskar Þór Hauksson Vestmannabraut 13 a) f. 7. ágúst 1978 – d. 8. febr. 2023

Vigfús Ingólfsson áður Hólagötu 33 f. 19. jan. 1943 – d. 9. febrúar 2023

Ingólfur Þórarinsson Fjólugötu 4 f. 24. okt. 1935 – d. 10. febrúar 2023

Sigurður Högni Hauksson Jaðri – Vestmannabraut 6 f. 17. jan. 1948 – d. 11. febrúar 2023

Guðlaugur Stefánsson frá Lundi v/ Miðstæti f. 12. júlí 1936- d. 12. febr. 2023


° 34

FYLKIR - jólin 2023

Þorgerður S. Þorgeirsdóttir frá Sælundi f. 14. ágúst 1943 – d.15. febrúar 2023

Árni Filippusson áður Grænuhlíð 9 f. 29. júlí 1932 – d. 15. febrúar 2023

Óli Ágúst Ólafsson Foldahrauni 41 f. 11. ágúst 1940 – d. 18. febr. 2023

Ingibjörg Hulda Samúelsdóttir Miðstræti 23 f. 30. nóv. 1937 – d. 20. febr. 2023

Petrína Sigurðardóttir áður Folahrauni 42 f. 8. febrúar 1955 – d. 24. febr. 2023

Guðrún Guðmundsdóttir frá Presthúsum f. 11. mars 1937 – d. 27. febrúar 2023

Önundur Kristjánsson áður Herjólfsgötu 9 f. 11. febr. 1933 d. 3. mars 2023

Hróbjartur Jón Gunnlaugsson áður Hásteinsvegi 7 f. 26. okt. 1947 – d. 4. mars 2023

Jón Guðni Ægisson áður Dverghamri 14 f. 16. febr. 1957 – d. 7. mars 2023

Aðalheiður Jóna Einarsdóttir Skólavegi 7 f. 14. jan. 1963 – d. 8. mars 2023

Brynjúlfur Jónatansson Baldurshaga – frá Breiðholti f. 23. júní 1924 – d. 17. mars 2023

Elín Teitsdóttir áður Miðey v/ Heimagötu f. 30. des. 1932- d. 18. mars 2023

Sigríður Steinsdóttir Kleifarhrauni 3 b – frá Múla f. 1. mars 1925 – d. 19. mars 2023

Gunnar Marinó Sveinbjörnsson áður Hólagötu 21 f. 7. nóv. 1954 – d. 19. mars 2023

Jón Ögmundsson frá Litla- Landi v/ Kirkjuveg f. 18. sept. 1945 – d. 22. mars 2023

Ólafur Már Sigmundsson Áshamri 47 f. 11. mars 1942 – d. 11. apríl 2023

Ísleifur Guðleifsson áður Brekastíg 7 6. des. 1931 – d. 12. apríl 2023

Anna Jónsdóttir Vesturvegi 13 f. 20. apríl 1929 – d. 13. apríl 2023

Auður Bjarnadóttir áður Búastaðabraut 12 f. 1. febr. 1960 – d. 13. apríl 2023

Einar Örn Finnsson áður Faxastíg 1 f. 12. des. 1973 – d. 15. apríl 2023

Ingólfur Guðni Árnason áður Dverghamri 3 f. 4. júlí 1972 - d. 16. apríl 2023

Boris Abokhai Akbachev áður Illugagötu 7 f. 12. júlí 1933 – d. 19. apríl 2023

Ármann Höskuldsson áður Hrauntúni 41 f. 20. okt. 1977 – d. 23. apríl 2023

Ólafur Sölvi Bjarni Andersen áður Ásavegi 24 f. 28. nóv. 1958 – d. 26. apríl 2023

Guðbjörg Júlía Kortsdóttir áður Uppsölum Vestmannabraut 51 f. 21. okt. 1936 – d. 3. maí 2023

°


°

°

FYLKIR - jólin 2023

35

Guðrún Halldórsdóttir áður Brekastíg 32 f. 28. sept. 1945 – d. 7. maí 2023

Óli Einar Adólfsson áður Herjólfsgötu 9 f. 7. mars 1941 – d. 15. maí 2023

Steinunn Einarsdóttir Sólhlíð 19 f. 19. júlí 1940 – d. 15. maí 2023

Kristinn Karlsson áður Illugagötu 55 f. 4. okt. 1936 - d. 18. maí 2023

Páll Sigurjónsson frá Ofanleiti f. 5. ágúst 1931 – d. 23. maí 2023

Jóhannes Wirkner Guðmundsson áður Foldahrauni 28 f. 28. okt. 1958 – d. 27. maí 2023

Ásta Finnbogadóttir Heimagötu 20 f. 31. mars 1953 - d. 27. maí 2023

Finnur Sigurgeirsson áður Faxastíg 1 f. 18. ágúst 1949 – d. 27. maí 2023

Jóhannes Johnsen áður Heimagötu 28 f. 27. júlí 1953 – d. 1. júní 2023

Árni Johnsen Höfðabóli f. 1. mars 1944 – d. 6. júní 2023

Hörður Már Guðmundsson Vesturvegi 32 f. 26. mars 1972 – d. 7. júní 2023

Páll Sigurðarson áður Kirkjulundi v/ Túngötu f. 20. ágúst 1934 – d. 9. júní 2023

Agnar Smári Einarsson áður Brekastíg 32 f. 5. jan. 1942 – d. 17. júní 2023

Gunnar Valur Svavarsson áður London, Miðstræti 3 f. 13. ágúst 1932 – d. 17. júní 2023

Gísli Eiríksson áður Heiðarvegi 58 f. 29. sept. 1963 – d. 20. júní 2023

Sigríður Sæunn Óskarsdóttir Fífilgötu 5 f. 2. okt. 1942 – d. 24. júní 2023

Ólafur Laufdal Jónsson áður Langa- Hvammi, Kirkjuvegi 41 f. 10. ágúst 1944 – d. 24. júní 2023

Guðrún Unnur Guðmundsdóttir Foldahrauni 39 b) f. 5. mars 1964 – d. 25. júní 2023

Stefanía Guðmundsdóttir Illugagötu 35 f. 16. janúar 1941 – d. 27. júní 2023

Sigurður B. Markússon áður Vestra – Stakkagerði f. 1. nóv. 1927 – d. 27. júní 2023

Þórdís Guðmundsdóttir frá Kirkjubæ f. 27. ágúst 1931 – d. 27. júní 2023

Sesselja Ingimundardóttir áður Heiðarvegi 32 f. 9. ágúst 1932 – d. 27. júní 2023

Eiríka Pálína Markúsdóttir áður Heiðarvegi 58 – frá Ármóti f. 19. júní 1942 – d. 30. júní 2023

Ólafur Friðrik Guðjónsson Brekkugötu 3- frá Hvoli f. 26. júní 1951 - d. 1. júlí 2023

Helgi Friðgeirsson frá Kalmannstjörn f. 11. júlí 1944 – d. 3. júlí 2023


° 36

FYLKIR - jólin 2023

Steinar Júlíusson áður Hilmisgötu 1 f. 28. janúar 1930 – d. 4. júlí 2023

Harpa Hrönn Magnúsdóttir áður Hólagötu 44 f. 16. apríl 1966 – d. 4. júlí 2023

Guðný Steinsdóttir Hrauntúni 32 f. 23. mars 1938 – d. 6. júlí 2023

Vilborg Bettý Bergsteinsdóttir frá Múla v/ Bárustíg f. 7. des. 1950 – d. 13. júlí 2023

Helgi Már Reynisson áður Birkihlíð 7 f. 26. febr. 1961 – d. 17. júlí 2023

Guðmundur M. Loftsson áður Áshamri 65 f. 3. nóv. 1942 – d. 20. júlí 2023

Magnús Þórisson áður Vesturvegi 30 f. 9. maí 1966 – d. 22. júlí 2023

Ólafur Jónsson Stapavegi 4 – frá Laufási f. 23. júní 1948 – d. 27. júlí 2023

Svavar Lárusson áður íbúð í Barnaskóla Vm. f. 7. maí 1930 – d. 28. júlí 2023

Katrín Árnadóttir frá Áshól , Faxastíg 17 f. 3. júní 1940 – d. 2. ágúst 2023

Þórsteina Pálsdóttir Búhamri 7 -frá Þingholti f. 22. des. 1942 – d. 4. ágúst 2023

Guðrún Kolbrún Jónsdóttir áður Viðey v/ Vestmannabraut f. 20. sept. 1929 – d. 11. ágúst 2023

Sigríður Bjarney Björnsdóttir áður Bakkastíg 18 f. 17. ágúst 1934 – d. 12. ágúst 2023

Hjörtur Kristján Elíasson áður Hólagötu 37 f. 10. jan. 1957 – d. 12. ágúst 2023

Þórður Ólafsson áður Hásteinsvegi 49 f. 5. ágúst 1928 – d. 12. ágúst 2023

Sveinn Gunnarsson Strembugötu 19 f. 26. febr. 1943 – d. 20. ágúst 2023

Hreggviður Þorgeirsson áður Fífilgötu 2 f. 8. sept. 1935 – d. 24. ágúst 2023

Guðrún Margrét Guðjónsdóttir áður Birkihlíð 11 f. 9. okt. 1941 – d. 24. ágúst 2023

Þórólfur Vilhjálmsson Hásteinsvegi 62 f. 30. ágúst 1940 – d. 24. ágúst 2023

Geir Haukur Sölvason Fífilgötu 10 f. 26. nóv. 1947 – d. 26. ágúst 2023

Sævald Pálsson Hraunbúðum – frá Þingholti f. 27. des. 1936 – d. 26. ágúst 2023

Jóhanna Helga Gunnlaugsdóttir áður Foldahrauni 40 e f. 29. apríl 1992 – d. 1. sept. 2023

Erla Bryndís Þóroddsdóttir áður Hólagötu 47 f. 17. maí 1932 – d. 5. sept. 2023

Adólf Sigurgeirsson áður Grænuhlíð 25 f. 15. ágúst 1930 – d. 7. sept. 2023

Ásgeir Karlsson áður Vesturvegi 31 f. 21. apríl 1954 – d. 7. sept. 2023

°


°

°

FYLKIR - jólin 2023

37

Magnús E. Helgason áður Búastaðabr. 6 – frá Vesturhúsum f. 29. des. 1932 – d. 11. sept. 2023

Jóhann Guðjónsson Eyjahrauni 3 - frá Vallartúni f. 4. sept. 1942 – d. 12. sept. 2023

Bjarni Hilmir Sigurðsson frá Svanhól f. 3. sept. 1932 - d. 14. sept. 2023

Þórdís Magnúsdóttir áður Miðstæti 13 f. 19. júlí 1954 – d. 17. sept. 2023

Jónína Bjarnadóttir áður Heiðarveg 26 f. 9. jan. 1942 – d. 17. sept. 2023

Gísli Þorsteinsson áður Langa-Hvammi v/ Kirkjuveg f. 20. nóv. 1938 – d. 19. sept. 2023

Þórhallur Þórarinsson Eyjahrauni 1 f. 2. júní 1935 – d. 27. sept. 2023

Ingibergur Vestmann Bjarnason áður Valhöll -Strandvegi 43 f. 11. júlí 1950 – d. 28. sept. 2023

Óskar Waagfjörð Jónsson frá Garðhúsum v/ Kirkjuveg f. 15. febr. 1929 – d. 30. sept. 2023

Sigþór Pálsson áður Brekastíg 19 f. 24. júlí 1945 – d. 1. október 2023

Indriði Helgi Einarsson áður Foldahrauni 40 e f. 21. maí 1968 – d. 6. okt. 2023

Valgerður Jóna Sigurðardóttir áður Löndum v/ Landagötu f. 15. des. 1942 – d. 9. okt. 2023

Martin Heiner S.F. Haschke Vestmannabraut 58 b) f. 19. júlí 1959 - d. 11. okt. 2023

Amalía Kolbrún Úlfarsdóttir áður Bakka, Flötum 12 f. 6. sept. 1945 – d. 14. okt. 2023

Margrét Ólafsdóttir Vallargötu 16 f. 11. des. 1930 – d. 18. okt. 2023

Dóra Sif Wium áður Heiðarvegi 9 f. 20. mars 1934 – d. 18. okt. 2023

Erna Hallgrímsdóttir áður Hábæ og Breiðabakka f. 30. okt. 1933- d. 29. okt. 2023

Elínborg Jóhannesdóttir Sielski áður London við Miðstræti f. 27. apríl 1930 - d. 21. okt. 2023

Sigmundur Böðvarsson áður Bárustíg 15 f. 29. sept. 1937 – d. 21. okt. 2023

Björn Indriðason Hrauntúní 61 f. 27. febr. 1957 – d. 23. okt. 2023

Hermann Ragnarsson áður Túngötu 17 f. 3. júní 1951 – d. 29. okt. 2023

Eiríkur Haraldsson frá Steinsstöðum f. 12. mars 1931 - d. 29. okt. 2023

Svanhvít Óladóttir áður Faxastíg 33 f. 15. apríl 1960 – d. 30. okt. 2023

Tryggvi Á. Sigurðsson Hraunbúðum – áður Birkihlíð 11 f. 16. febr. 1931- d. 31. okt. 2023

Vilhjálmur Stefánsson HSU áður Herjólfsgötu 11 f. 12. febr. 1931 – d. 1. nóv. 2023


° 38

FYLKIR - jólin 2023

Brynjar Eyland Sæmundsson áður Boðaslóð 18 f. 8. júlí 1957- d. 2. nóv. 2023

Rúnar Guðjón Einarsson áður Vesturvegi 5 - Baldurshaga f. 22. júní 1953 – d. 3. nóv. 2023

Árni Sigurður Pétursson Túngötu 18 f. 12. nóv. 1981 – d. 7. nóv. 2023

Elín Eggerz Stefánsson aður Skálholti v/ Urðaveg f. 6. mars 1928 – d. 8. nóv. 2023

Kristófer Þór Guðlaugsson áður Lyngbergi f. 24. mars 1950 – d. 11. nóv. 2023

Sveinsína Kristinsdóttir áður Fjólugötu 27 - frá Norðurgarði f. 19. júní 1938 – d. 12. nóv. 2023

Þuríður Sigurðardóttir Oberman Foldahrauni 29 f. 20. sept. 1964 – d. 14. nóv. 2023

Ólafur Ásgeir Sigurðsson áður Heimagötu 25 – frá Vík f. 28. okt. 1929 – d. 15. nóv. 2023

Ásbjörn Eydal Ólafsson áður Brekastíg 14 , Sólheimatungu f. 27. jan. 1948 – d. 16. nóv. 2023

Jaqueline Cardoso Da Silva áður Faxastíg 2 a) f. 5. janúar 1967 – d. 17. nóv. 2023

Sigurður Sigurðsson Hrauntúni 24, frá Svanhól f. 12. ágúst 1945 – d. 17. nóv. 2023

Björn Jónsson áður Heiðarvegi 47 f. 3. nóv. 1950 – d. 18. nóv. 2023

Egill Jónsson Heiðartúni 2 f. 8. maí 1942 – d. 20. nóv. 2023

Freyja Kristín Kristófersdóttir áður Bjarmahlíð, Brekastíg 26 f. 21. sept. 1924 – d. 21. nóv. 2023

Ægir Snædal Jónsson Foldahrauni 42 f. 19. maí 1955 – d. 27. nóv. 2023

Frá ritnefnd

Erla Jóhannsdóttir áður Skólavegi 29 f. 15. maí 1932 – d. 29. nóv. 2023

Með þessu jólablaði lýkur 75. árgangi í útgáfu Fylkis sem hóf göngu sína 18. mars 1949. Þátturinn Látnir kvaddir hefur fylgt jólablaði Fylkis frá 1975 og hefur skapað útgáfu blaðsins sérstöðu. Á þessum tæplega 50 árum hafa verið birtar upplýsingar og ljósmyndir um 4120 einstaklinga sem látist hafa og höfðu fæðst í Vestmannaeyjum og/eða búið í Eyjum í lengri eða skemmri tíma. Ljósmyndadeild Morgunblaðsins hefur í rúman aldarfjórðung og útvegað mikinn meirihluta ljósmynda í þáttinn. Sérstakar þakkir til Maríu Lilju Moritz Viðarsdóttur á ljósmyndadeild Mbl. fyrir einstaka lipurð. Á sama hátt færum við þakkir til fjölmargra aðila innanbæjar og utan fyrir aðstoð við öflun upplýsinga um búsetu og ljósmynda sem útvega þurfti sérstaklega. Bjarney Erlendsdóttir – Baddý í Ólafshúsum – hefur safnað upplýsingum í Þáttinn Látnir kvaddir af mikilli samviskusemi í þrjá áratugi. Í jólablaðinu er fróðlegt viðtal við Baddý um hennar lífshlaup sem spannar rúm 90 ár. Á tímamótum þakkar Fylkir Baddý innilega fyrir samstarfið á liðnum áratugum og einnig Grími Gíslasyni sem aðstoðað hefur móður sína síðustu árin við öflun upplýsinga. Jólablað Fylkis 2023 sem er 40 bls. er sama stærð og undanfarin tvö ár og þau

stærstu og efnismestu frá upphafi útgáfunnar. Efnistök jólablaðs Fylkis hafa á síðustu áratugum byggst mikið á greinum og viðtölum um sögu, menningu og atvinnulíf í Eyjum auk þáttarins Látnir kvaddir. Þátturinn Hús og fólk sem fylgt hefur blaðinu undanfarin ár birtist nú í sjöunda sinn. Nú var komið að ítarlegri og fróðlegri grein Helga Bernódussonar um Skálholt við Urðaveg , Gísla Magnússon skipstjóra og útvegsbónda og fjölskyldu hans sem byggði húsið. Skálholt við Urðaveg var stórt og glæsilegt hús og þar bjuggu margar fjölskyldur og var meðal annars miðstöð breskra og bandarískra hersins 1940-1943 í Eyjum. Skálholt varð síðar fyrsta Elliheimilið í Eyjum, en húsið fór undir hraun í lok mars 1973. Jólablað Fylkis hefur í langan tíma átt aðgang að öflugum höfundum sem eru tilbúnir í mikla vinnu við skrif og öflun heimilda. Að geta leitað til höfunda sem eru tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu við öflun heimilda og greinaskrif er ekki sjálfgefið. Þar standa sannarlega í stafni Helgi Bernódusson og Ívar Atlason. Í þessu jólablaði skrifa einnig Birgir Þór Baldvinsson og Baldur Þorvaldsson sem hafa áður lagt jólablaðinu lið með greinarskrifum. Jólablað Fylkis verður einnig í heild sinni

á eyjafrettir.is út janúar 2024. Á timarit. is sem er vefur Landsbókasafns Íslands er hægt að finna miklar upplýsingar um útgáfu blaða og tímarita á Íslandi. Fylkir er þar á sínum stað og nær öll tölublöð frá upphafi er þar að finna. Þegar komið er inn á vefinn timarit.is er best að slá inn Fylkir Vestmannaeyjum, en þar er að finna nær alla flóruna í íslenskri blaðaútgáfu í yfir heila öld. Undirritaður hefur verið í ritnefnd og síðar ritstjóri jólablaðsins samfellt frá 1992 eða í rúmlega 30 ár og lengst af annast umsjón með efni og greinarskrifum og haft samskipti við þá sem annast uppsetningu, útvegum ljósmynda og prentun jólablaðsins. Allt hefur sinn tíma og breytingar munu verða í verkaskiptingu vegna útgáfu jólablaðs Fylkis á nýju ári. Að endingu þökkum við greinarhöfundum og auglýsendum fyrir að gera útgáfu jólablaðs Fylkis mögulega. Sæþóri Vídó Þorbjarnarsyni á Leturstofunni sem annast umbrot og uppsetningu og Landsprenti sem annast er þakkað fyrir gott samstarf við vinnslu blaðsins. Arnar Sigurmundsson, ritstjóri Jólablaðs Fylkis.

Sigríður Þóroddsdóttir Hrauntúni 27 f. 8. sept. 1943 – d. 6. des. 2023

°


°

°

FYLKIR - jólin 2023

Gleðileg Jól Sendum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Með þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin.

39


SENDUM VESTMANNAEYINGUM OG VIÐSKIPTAVINUM OKKAR

bestu óskir um

gleðileg jól

og farsælt komandi ár ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á LIÐNUM ÁRUM!


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.