Félagstíðindi FEB 01.tbl. 11.árg 2020

Page 1

Félagstíðindi 1. tbl. 11. árg. 2020

Félagstíðindi

1


Álfheimar 74 Glæsibær S: 5116699 Við hjá Sjón sérhæfum okkur í því að veita persónulega þjónustu og ráðgjöf við val á þínum gleraugum. Breitt úrval okkar gerir öllum kleift að finna eitthvað við sitt hæfi.

OPNUNARTÍMI Mánudaga - föstudaga 9:00 - 18:00 Laugardaga: 12:00 - 14:00

35

%

AFSLÁTTUR

fyrir eldri borgara (60 ára og eldri) og öryrkja.

2 1 ir

r fy

TILBOÐ

gildir fyrir alla fjölskylduna.

Sjón gleraugnaverslun í Glæsibæ // Álfheimar 74 // 104 Reykjavík // S: 5116699


Efnisyfirlit Ellert B. Schram, leiðari

4

Dýrleif Guðjónsdóttir, framkvæmdarstjóri

8

Lóló með hópferðir með Úrvalsfólki 60+

10

Stangarhyl 4, 110 Reykjavík Sími: 588-2111 Netfang: feb@feb.is Veffang: www.feb.is /felageldriborgara

Magadans og diskó með Tanya

12

Opnunartími skrifstofu: Opið virka daga milli 10:00 - 16:00

Skákfélagið Æsir stendur fyrir öflugu félagsstarfi

14

Framkvæmdarstjóri: Dýrleif Guðjónsdóttir

Hin eina sanna ferðaskrifstofa FEB sér um ferðir til

16

Bókhald & Uppgjör: Kristín Lijla Sigurðardóttir

Sankti Pétursborgar - Jóhanna Enskunámskeið hjá Margréti Sölvadóttur

18

Sigríður Snæbjörnsdóttir, sem er varaformaður

20

Skrifstofustjóri: Jóhanna Ragnarsdóttir

í stjórn FEB, fer yfir Árskógamálið Ritstjóri: Erla Hlynsdóttir

Ánægðir íbúar í Ársskógum

22

Qi gong fyrir alla aldurshópa

22

Ritstjórn: Ellert B. Schram og Erla Hlynsdóttir

Eyrbyggja tekur við af Laxdælu

24

Ábyrgðarmaður: Ellert B. Schram

Gönguferðir fyrir alla

26

Útgefandi: Félag eldri borgara í Reykjavík & nágrenni.

Metfjöldi í innanlandsferðir FEB á liðnu ári

28

Auglýsingar & umbrot: Leturstofan

Heimaþjónusta -

30

Prentun: Prentmiðlun

Þarftu aðstoð við daglegt líf? Vilja efla tæknilæsi

32

Kristín Lilja Sigurðardóttir

34

lýkur starfsferlinum í vor

Ljósmynd á forsíðu: Kári Jónasson Myndefni á forsíðu: Félagsfólk FEB við Fjallsárslón með Fjallsjökul í baksýn.

Félagstíðindi

3


Gangi ykkur vel

Ellert B. Schram Mynd/Eva Schram

Ég er karl á níræðisaldri. Hef setið í stjórn Félags eldri borgara í fimm ár, þar af þrjú sem formaður. Lengst af, hefur mér þótt gaman og gefandi að sinna þessu starfi, án launa og án vandræða. Ég hef verið dáldið stoltur að fást við þjónustu fyrir eldri borgara á margvíslegan hátt. Fundir, ferðir, uppákomur, skemmtanir, söngur og dans, spilakeppni, fróðleikur, sagnfræði og margt fleira. Þar á meðal hefur félagið sóst eftir lóðum til bygginga fyrir eldri borgara og getað boðið upp á lægra verð íbúða en á hinum almenna markaði. Það hefur líka verið ánægjulegt að fylgjast með því að félagsmönnum hefur fjölgað á þessum árum og meðlimir í félaginu er nú allt upp í þrettán þúsund manns. Flest það, sem félagið hefur haft afskipti af, og/eða boðið upp á, hefur verið jákvætt og eftirsótt. Við höfum líka fengið sæti og samvinnu í nefndum Reykjarvíkuborgar á vegum velferðarsviðs borgarinnar. Við höfum átt þar fulltrúa og eigum enn. Það eru semsagt bæði 4

Félagstíðindi

á vegum FEB og borgarinnar, fylgst með eldri borgurum, stöðu þeirra, heilsu, þjónustu og húsnæði, þegar á þarf að halda. Ég hef einnig átt sæti í stjórn Landsambands aldraðra og er þar enn. LEB sinnir starfi í þágu eldri borgara um land allt og á þeirra vegum er sömuleiðis unnið að betri stöðu aldraðra í landinu. Öllum er ljóst að við lifum lengur en nokkur kynslóð fyrr og því meiri þörf á þjónustu en áður. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð, var það eitt fyrsta verkefni mitt, að kalla eftir fundi með forsætisráðherra og leggja til að ríkið skipaði nefnd eða starfshóp, til að kortleggja stöðu þeirra semhjá þeim öldruðu hjónum og einstaklingum sem minnst höfðu milli handanna og rétta þeim réttmæta aðstoð, með því að auka og hækka lífeyri frá almannatryggingum. Nefndin var skipuð en því miður hafa engar bætur aukist og ekkert hækkað sem snýr að þeim sem búa við lægstu kjör og enn er verið að leggja skatta á lægstu lífeyrisgreiðslur, sem eru langt fyrir neðan fátæktarmörk. Grái herinn hefur hafið undirbúning til að leggja í málaferli gagnvart ríkinu, til að knýja fram aðgerðir og hækkun lífeyris frá almannatryggingum. Félag eldri borgara í Reykjavík, hefur tekið þátt í að undirbúa málaferlin og lagt fram peninga, til að Grái herinn ráði við kostnað sem af málaferlinum reynist. Auk baráttunnar um að styðja málaferlin, sem til standa, er félagið að bjóða til margvíslegrar starfsemi og þáttöku. Það allt þarf ég ekki að rekja frá einu til annars, en vík að þeirri starfsemi sem FEB hefur í langan tíma staðið að og fylgt eftir og þá er ég að tala um, meðal annars, að standa fyrir húsnæðisbyggingum í borginni, sem reistar eru til að eldri borgara geti keypt. Og lögð áhersla á að þær íbúðir séu ódýrari en markaðsverð í borginni. Starf okkar í stjórn félagsins er auðvitað fyrst og fremst að bjóða upp á þessa fyrirgreiðslu, sem sóst er eftir. Á þeim forsendum var stórt og myndarlegt húsnæði byggt í Árskógum. Ég þarf ekki að lýsa þeim harmleik sem við stóðum frammi fyrir, þegar í ljós kom að verð íbúðanna var langt undir kostnað


LÆKNINGASTOFA Í ÖLDRUNARLÆKNINGUM

Lækningastofa í öldrunarlækningum hefur verið opnuð af mér í Domus Medcia, Egilsgötu í Reykjavík. Tek að mér öll hefðbundin verk öldrunarlæknis, þar á meðal minnisuppvinnslu, mat á endurhæfingarþörf, vistunarþörf ásamt allri nauðsynlegri eftirfylgni auk annarra hefðbundinna starfa öldrunarlæknis.

Tímapantanir Domus Medica er í síma 563 - 1000

Kristmundur Ásmundsson Öldrunarlæknir

Egilsgötu 3

101 Reykjavík

Sími 563 1000

domusmedica.is


Stjórn FEB, f.v. Sjöfn Ingólfsdóttir, Kári Jónasson, Guðrún Árnadóttir, Þorbjörn Guðmundsson, Ellert B. Schram, Sigríður Snæbjörnsdóttir, Finnur Birgisson, Róbert Bender og Ólafur Örn Ingólfsson

byggingarinnar og við blasti gjaldþrot félagsins. Þetta átti sér stað í ágúst í fyrra og í rauninni hefur starf stjórnar FEB og margra annara stuðningsmanna, snúist næstum algjörlega um lausn og viðunandi niðurstöðu, frá morgni til kvölds. Í marga mánuði. Sigríður Snæbjörnsdóttir, Þorbjörn Guðmundsson og Guðrún Árnadóttir (öll í stjórn FEB),tóku að sér að bjarga okkur, með fundum, lausnum og framkvæmdum. Gísli framkvæmdastjóri FEB var að sjálfsögu einnig upptekinn vegna málsins, en veiktist og sagði upp starfi sínu. Við fengum Sverri Pálmason til að hjálpa okkur með lausn á þessu máli, inn á skrifstofuna og á fundum við kaupendur. Sverrir stóð sig vel og hjálpaði, ásamt öðrum, til að koma þessu máli í höfn. Það gerði líka Sjöfn Ingólfsdóttir og fleiri, í stjórninni, með viðræðum við kaupendur. Þegar lengra dró, þurfti Sverrir að draga sig í hlé vegna veikinda. Þetta var hvert reiðarslagið á fætur öðru. Í framhaldinu hefur stjórn FEB, ráðið framkvæmdastjóra Dýrleif Guðjónsdóttir, sem nú þegar hefur hafið störf. Kæru vinir. Ég hef tekið þá ákvörðun að draga mig í hlé. Ég gef ekki lengur kost á mér sem formaður. Kannske er ég þreyttur vegna vandamálsins í Árskógum, kannske er ég ekki lengur nógu góður formaður. Kannske fór þetta Árskógamál með mig. Kannske verð ég að viðurkenna að ég sé orðinn of gamall og að yngra fólk og betra, ráði betur við formennskuna. En þetta hefur verið 6

Félagstíðindi

sögulegur og skemmtilegur tími, hitt marga sem ég ella hefði aldrei hitt, notið þess að sitja skemmtilega fundi og uppákomur og hlegið með þeim. Átt samstarf með góðu fólki, sem hefur nennt því að sinna málefnum aldraðra og tekið þátt í að gera síðustu árin í lífi okkar allra, skemmtileg og söguleg. Þannig á lífið að vera. Að vera með. Að vera duglegur, að vera innan um fólk sem líður vel. Til þess er lífið. Gangi ykkur öllum vel. Ellert B Schram formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni


Sérfræðingar í sölu sumarhúsa, hvort sem er á Íslandi eða á Spáni, margra ára reynsla.

Halldór Ingi Lögg. fasteignasali S: 897 4210

Heimir H. Lögg. fasteignasali S: 893 1485

Árni Björn Nemi til Löggildingar S: 898 0508

Hilmar Lögg. fasteignasali S: 695 9500

Hrannar Lögg. fasteignasali S: 899 0720

Eignir til sölu

Draumaeign www.draumaeign.is Eignir til leigu

www.sumarhusaspani.is

Faxafen 10 | 108 Rvk | s. 599 6700 | fasteignaland.is | fasteignaland@fasteignaland.is


Spennt fyrir nýjum áskorunum Dýrleif Guðjónsdóttir er nýr framkvæmdastjóri FEB. Hún er viðskiptafræðingur að mennt og starfaði áður hjá Íslandsbanka. Dýrleif hefur mikinn áhuga á íþróttum almennt, stundar utanvegahlaup, körfubolta og tennis reglulega og er mikil fjölskyldumanneskja. Hún hlakkar mjög til að vinna að hagsmunum félagsfólks. að stýra deild sem sá um greiðsluerfiðleika einstaklinga. Undir það síðasta var ég verkefnastjóri þar sem eitt stærsta verkefnið var innleiðing á rafrænu skjalaveri. Um nokkurt skeið var mig farið að langa til að skipta um starfsvettvang en var í raun ekki búin að gera upp við mig hvað ég vildi taka mér fyrir hendur. Þegar ég frétti af lausu starfi framkvæmdastjóra FEB fannst mér það mjög spennandi.“

„Þetta starf vakti strax áhuga minn,“ segir Dýrleif Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis. Hún hóf störf upp úr miðjum janúarmánuði en fyrri framkvæmdastjóri hætti fyrir áramót. „Ég er að koma mér inn í helstu verkefni, sé að þetta er fjölbreytt starf og nægar áskoranir. Ég er ekki hrædd við að takast á við ögrandi verkefni og er spennt fyrir því að láta til mín taka þegar kemur að hagsmunabaráttu fyrir félagsfólk,“ segir hún. Dýrleif segir það hafa komið vinum sínum á óvart þegar hún skráði sig í viðskiptafræði á sínum tíma enda hafði hún allt eins áhuga á að læra arkitektúr, myndlist eða fara í íþróttakennaranám. Hún sá fyrir sér að með viðskiptafræðimenntun gæti hún unnið nánast hvar sem er en endaði síðan á því að vinna í yfir 30 ár hjá Íslandsbanka. „Lengst af var ég forstöðumaður hjá Glitni, nú Ergo. Í hruninu færði ég mig til innan bankans og tók að mér 8

Félagstíðindi

Dýrleif hefur alltaf hreyft sig mikið og finnst hreyfingin vera nauðsynleg bæði fyrir líkama og sál. „Ég hef gaman af því að vera út í náttúrunni, hvort sem það er að ganga á fjöll, hjóla eða hlaupa. Einnig hef ég gaman af ýmsum boltaleikjum.“ Hún segir að ef heilsan er góð þá skiptir aldurinn minna máli og það að hreyfa sig reglulega geti hjálpað mikið til að halda góðri heilsu, en útivera sé ekki síst góð fyrir andlegu hliðina. „Mig langar að leggja mitt af mörkum við að aðstoða fólk að lifa heilbrigðu lífi sem lengst, bæði fyrir sál og líkama. Aldurinn er bara tala. Það sem skiptir máli er að fólk geti lifað góðu lífi miðað við aðstæður hverju sinni.“ Hún hefur látið til sín taka í ýmsum félagsmálum. „Ég hef verið virkur sjálfboðaliði í foreldrafélögum í kringum íþróttaiðkanir barnanna minna í mörg ár og sat í stjórn Breiðra brosa í sex ár.“ Dýrleif segist vera lausnamiðuð, þrautseig og með ríka réttlætiskennd. „Ég hef áhuga á að vera í kring um fólk og vinna að mörgum ólíkum verkefnum.“ Þá er hún mikil fjölskyldumanneskja, þau hjónin eiga þrjú börn og eitt barnabarn. „Við sem fjölskylda höfum gaman af því að fylgjast með íþróttum, fara saman í frí, njóta samverunnar og borða góðan mat.“


PIPAR\TBWA • SÍA • 191007

ABENA ÞVAGLEKAVÖRUR FÁST Í REKSTRARLANDI samþykktar af Sjúkratryggingum Íslands og Ríkiskaupum Abena hjálparvörurnar við þvagleka eru alhliða lausnir fyrir alla þá sem glíma við þvagleka. Sérfræðingar okkar aðstoða við rétt val og veita persónulega og faglega þjónustu. Skírteinishafar geta leitað beint til Rekstrarlands. Við komum vörunum heim til notenda.

Svörum fyrirspurnum fúslega í síma 515 1100 eða á heilbrigdi@rekstrarland.is

Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is

Félagstíðindi

9


Rækta sál og líkama Lóló fylgir Úrvalsfólki 60+ til Alicante og Almeríu í maí. Hún er menntaður íþróttafræðingur og veitir öllum persónulega ráðgjöf um hreyfingu, mataræði og svefn. vel utan um hópinn, fólk nýtur samvista við jafnaldra, vini og kunningja, og áhersla lögð á uppbyggingu líkama og sálar. Næsta ferð sem Lóló sér um fyrir Úrvalsfólk 60+ er til Alicante og Almeríu á Spáni í maímánuði. „Alicante er mjög sjarmerandi og falleg borg þar sem gaman er að ganga um, hvort sem er niðri við ströndina eða í gamla bænum. Almería er yndislegt svæði, rólegt og fallegt. Gönguferðir á þessu svæði gerast ekki betri,“ segir hún. Auk gönguferða kemur Lóló til með að fylgja ferðalöngum í gegn um pilates æfingar, hreyfingu í vatni og teygjur á ströndinni, svo eitthvað sé nefnt. „Minn bakgrunnur er íþróttalegs eðlis. Ég er íþróttafræðingur að mennt og hef starfað sem einkaþjálfari og kennari í World Class til fjölda ára. Reynsla mín af því að vinna með fólki er því bæði mikil og dýrmæt. Samvera er það sem færir fólki mesta gleði í þessum ferðum, við ræktum líkama og sál og þá verða allir hamingjusamir,“ segir hún.

Lóló hefur unnið sem einkaþjálfari og kennari í World Class til fjölda ára. Mynd úr einkasafni.

„Eldri borgarar græða mikið á því að fara í ferðir sem eru sérhannaðar fyrir þann aldurshóp því þannig fær fólk miklu meira út úr ferðinni,“ segir Lóló, fararstjóri hjá Úrval Útsýn. Hún heitir reyndar fullu nafni Matthildur Rósenkranz Guðmundsdóttir en er aldrei kölluð annað en Lóló. Hún hefur séð um margs konar ferðir hjá Úrval Útsýn í nokkur ár; golfferðir, lífsstílsferðir og síðan hópferðir með Úrvalsfólki 60+. Í slíkum ferðum er haldið

www.heyrn.is Heyrðu umskiptin

fáðu heyrnartæki til reynslu. Hjá okkur starfar löggiltur heyrnarfræðingur Margir verðflokkar af heyrnartækjum. Hægt er að velja um einnota eða hlaðanlegar rafhlöður. Heyrnartækin eru af ýmsum stærðum og gerðum.

HEYRN ehf

Hlíðasmára 19

201 Kópavogur

sími: 534 9600

netfang: heyrn@heyrn.is


ÚRVALSFÓLK Á SPÁNI ó l ó ALMERÍA & ALICANTE L með Spánarferð með Lóló Rósinkranz . Komið með í þessa hressandi 13 daga vorferð til Alicante & Almería, gott verð og góður félagsskapur.

Ferðin hefst í Alicante þar sem gist verður í tvær nætur á Hotel Maya. Borgin Alicante er staðsett í hjarta Costa Blanca héraðsins á Spáni og hún er höfuðborg héraðsins. Ferð til Alicante borgar sameinar því sólar og borgarferð sem inniheldur strandlíf og slökun ásamt því að njóta alls þess er borgin hefur uppá að bjóða.

INNIFALIÐ Í VERÐI Flug fram og til baka Flugvallagjöld og skattar Ferðataska og handfarangur Íslensk fararstjórn 2 nætur á 3*gistingu með morgunverði 10 nætur á 4* gistingu „allt innifalið“ Akstur til og frá flugvelli Akstur frá Alicante til Almería Bókun í almenn sæti

18. - 29. MAÍ 2020 - 12 DAGAR VERÐ FRÁ

189.900 KR.

Verð á mann m.v. 2 fullorðna.

Félagstíðindi 11 ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGUR | 585 4000 | UU.IS

VERÐ ERU BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR OG STAFABRENGL.

Förinni er síðan heitið til Almería þar sem gist verður á Mediterraneo Bay í 10 nætur. Almería er falleg borg staðsett í Andalúsíu á Spáni. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á þessu fallega, rólega svæði. Á Almería er hagstætt verðlag, sólríkar sandstrendur og ekta spænsk menning.

FARARSTJÓRI: LÓLÓ RÓSINKRANZ Lóló Rósinkranz heldur utan um hópinn og verður með léttar gönguferðir, æfingar og teygjur á ströndinni, pilates æfingar og hreyfingu í vatni fyrir þá sem vilja. Í þessari heilsueflandi ferð verður skemmtun og hreyfing í fyrirrúmi, sannkölluð uppbygging líkama og sálar.


Magadans og diskó Tanya Dimitrova hefur til fjölda ára kennt eldri borgurum leikfimi og dans. Hún sér um námskeiðin „Zumba Gold“ og „Sterk og liðug“ hjá FEB í Stangarhyl. Tanya segir aldrei of seint að byrja að hreyfa sig og betra sé að byrja seint en aldrei.

Litríkur hópur á námskeiði hjá Tönyu í Zumba Gold.

„Það er sjáanlegur munur á fólki sem komið er yfir sjötugt og hefur hreyft sig reglulega allt sitt líf og þeim sem hefur ekki gert það. Fólkið sem hefur stundað einhverja hreyfingu meira og minna allt sitt líf er með betri líkamsstöðu, hraðari hreyfingar, betri viðbrögð og jafnvel hraðari hugsun,“ segir Tanya Dimitrova sem sér um dans- og leikfiminámskeið hjá FEB. „Fólk á efri árum ætti að halda áfram að hreyfa sig daglega til þess að missa ekki vöðvamassa, til að geta gert hversdagslega hluti auðveldlega eins og að reima skóna, að standa upp úr stólnum án þess að nota hendurnar, að geta labbað upp og niður tröppur, til að hafa gott jafnvægisskyn,“ segir hún. Tanya hefur starfað á flestum líkamsræktarstöðvum landsins og hefur yfir 30 ára reynslu af því að hjálpa fólki að öðlast betri heilsu. Hjá FEB býður hún bæði upp á Zumba Gold fyrir byrjendur og lengra komna. „Zumba Gold er dans og leikfimi og notar svipaða uppbyggingu og Zumba Fitness, en breytir danssporunum og lækkar hraðann, sem hentar betur dönsurum sem eru 60 ára og eldri. Fólk getur tekið því rólega með Zumba Gold og skemmt sér konunglega í leiðinni. Fólk öðlast betri líkamsstöðu og 12

Félagstíðindi

meiri úthald. Tónlistin er jafn skemmtileg og í Zumba Fitness. Í Zumba Gold lærir fólk öll grunnsporin og samhæfingu í dansinum. Fólk lærir salsa, merengue, disco, magadans, bollywood, reggae, cha-cha-cha og fleira. Kerfin henta jafnt konum sem körlum.“ Næsta 8 vikna Zumba Gold námskeið hjá Tönyu hefst mánudaginn 9. mars í Stangarhyl. Skráning fer fram á skrifstofu félagsins. Tanya kennir líka námskeið sem heitir Sterk og liðug, sem hún hefur sjálf þróað frá grunni. „Námskeiðið er ætlað dömum og herrum eldri en 60 ára, sem geta ekki lengur stundað hefðbundna líkamsrækt. Allir tímarnir eru sérsniðnir að þörfum þátttakenda. Þeir byrja á léttri upphitun og við tekur einföld leikfimi til að örva blóðrásina og auka liðkun. Eftir það eru gerðar léttar rólegar styrkjandi æfingar með það að markmiði að rétta úr bakinu, bæta líkamsstöðu og minnka verki í baki, hnjám og mjöðmum. Í lok tímans fylgja árangursríkar teygjur á meðan líkaminn er ennþá heitur til að lengja vöðvana og vinna gegn gigtarverkjum. Þetta námskeið er sérsniðið fyrir fólk á besta aldri sem er ungt í anda.“ Næsta 8 vikna Sterk og liðug-námskeið hjá Tönyu hefst mánudaginn 9. mars.


fastus.is

VIÐ LÉTTUM ÞÉR LÍFIÐ Heilbrigðissvið Fastus býður upp á heildarlausnir í endurhæfingar-, hjúkrunar- og hjálpartækjum. Pantaðu tíma hjá söluráðgjöfum okkar í síma 580 3900 sem aðstoða þig við að velja vörur sem henta þínum þörfum.

RAFSKUTLUR

BAÐ- & SALERNISHJÁLPARTÆKI

HJÚKRUNARRÚM & DÝNUR

NÆRINGARVÖRUR

GÖNGUGRINDUR

SNÚNINGSLÖK

ÆFINGATÆKI TIL HEIMANOTKUNAR

HJÓLASTÓLAR

Fastus ehf | Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is

ÞJÓNUSTULEIÐ FYRIR 60+ Aðstoða við:

Hrannar Jónsson Löggiltur fasteignasali

Sími 899 0720

Söluverðmat (frítt) - Tékklisti lagfæringar Selja húsnæði - Finna nýtt húsnæði Iðnaðarmenn - Búslóðaflutning og pökkun

Faxafen 10 | 108 Rvk | s. 599 6700 | fasteignaland.is | hrannar@fasteignaland.is


Skák er leikur fyrir heilabúið Skákfélagið Æsir stendur fyrir öflugu félagsstarfi árið um kring og er teflt alla þriðjudaga í félagshúsnæði FEB í Stangarhyl. átján ára að syngja og var í fjölda hljómsveita. Hann söng fyrst opinberlega í Silfurtunglinu 1957 og gerði síðan garðinn frægan með bítlahljómsveitinni Tónum. Taflmennskan var alltaf fastur liður og þegar Garðar hætti að vinna fór hann að koma að tefla hjá FEB í Stangarhyl. Á hverjum þriðjudegi mæta um og yfir þrjátíu rosknir menn og tefla í tæpa þrjá klukkutíma. „Reglulega koma inn nýir félagar og við tökum fagnandi á móti öllum,“ segir hann. Skák er ekki bara skemmtun fyrir marga heldur er hún hluti af því að halda sér virkum. Garðar bendir á að einn félaginn hafi fengið heilablóðfall en skákin haldi honum gangandi, það hafi læknarnir hans sagt. „Skák er leikur fyrir heilabúið.“ Garðar Guðmundsson, formaður Æsa, kenndi sjálfum sér að tefla sem strákpjakkur og teflir enn. Mynd/EH

„Ég hef haft áhuga á skák frá því ég var polli,“ segir Garðar Guðmundsson, formaður Æsa. Hann kenndi sjálfum sér að tefla og segir glettinn að hann væri kannski betri skákmaður ef hann hefði fengið kennslu. Garðar hefur alltaf verið mjög virkur. Honum fannst ekki alveg nógu mikið um að vera á Seltjarnarnesi á sínum tíma og gerði sér því lítið fyrir og stofnaði íþróttafélagið Gróttu og síðar Taflfélag Seltjarnarness. En Garðar er ekki bara íþróttamaður heldur líka rokkari. Hann byrjaði

Æsir stendur fyrir sérstökum kappmótum af og til. Bæði Toyotamótið 2020 og árlegt Meistaramót klúbbsins voru haldin þegar þetta blað var í prentun, en hægt er að nálgast úrslitin á vef félagsins www.aesirasg.is Næstu mót eru Páskaeggjamótið 7. apríl, Minningarmót fallinna félaga 5. maí og skákvetrinum lýkur svo með Eðalmóti Magga Pé þann 26. maí. Stefnt er að því að Íslandsmót öldunga í atskák verði haldið í Stangarhyl þann 17. mars í samstarfi við Skáksamband Íslands og skákklúbba eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu.

Efstu menn á Toyota-skákmóti eldri borgara 60+ árið 2019: F.v. Gylfi Þórhallsson 2. sæti, Júlíus Friðjónsson 1. sæti og Guðfinnur Kjartansson 3. sæti. Mynd/úr safni Æsa

14

Félagstíðindi


Sími 5 333 222 Sundagörðum 2 104 Reykjavík

30%

afsláttur

af almennri lögfræðiþjónustu fyrir eldri borgara um allt land

Sérhæfing í erfðarétti og skiptum dánarbúa. Fjármálaráðgjöf í tengslum við flutning á hjúkrunarheimili. Umgengni við barnabörn. Fast verð af venjulegum erfðaskrám kr. 40.000. Hilmar Garðars Þorsteinsson lögmaður hilmar@malsvari.is

Félagstíðindi

15


Sankti Pétursborg slær í gegn Hin eina sanna ferðaskrifstofa FEB sér um ferðir til Sankti Pétursborgar sjötta árið í röð. Veg og vanda af skipulagningunni hefur Jóhanna Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri félagsins, sem fer nú með í ferðina í fyrsta skipti. þegar FEB var flutt í Stangarhyl auk þess að sjá um bakstur og kaffi. 2014 flutti hún sig á skrifstofuna og felst starf hennar í dag aðallega um að halda utan um skráningar vegna félagsstarfs, félagaskrár og ferðalaga, auk annarra skrifstofustarfa. Jóhanna er fædd og uppalin á Selfossi. Þar býr 97 ára gömul móðir hennar sem heldur enn sitt eigið heimili. Jóhanna á tvö börn og fjögur barnabörn. „Ég er mikil fjölskyldumanneskja.“ Jóhanna er ennfremur mikil útivistarmanneskja, hún gengur bæði á fjöll og sléttlendi, og hjólar til vinnu um 9 mánuði á ári. „Ég hjólaði í vinnuna fram í nóvember og reikna með því að taka hjólið fram bráðlega.“

Jóhanna Ragnarsdóttir heldur utan um allt skipulag vegna ferða FEB til Sankti Pétursborgar. Mynd/EH

„Ferðirnar til Sankti Pétursborgar eru afskaplega vinsælar og það hefur alltaf verið uppselt,“ segir Jóhanna Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri FEB. Þetta er sjötta árið sem félagið stendur fyrir ferð til þessarrar merku borgar og selst iðulega strax upp. Ferðalangar hafa árlega verið á bilinu 47 til 52. Meðal áfangastaða í ár er grafreitur Romanovættarinnar og minnismerkið um 900 daga umsátrið um Leningrad, auk þess sem snæddur er fimm rétta rússneskur málsverður í borginni Podvorija. Jóhanna hefur starfað hjá FEB síðan 2004. „Ég var í námi þegar félagið var til húsa í Glæsibæ. Þar hjálpaði ég til í veislum og kynntist þannig starfsfólkinu á skrifstofunni. Félagið auglýsti síðan eftir starfsmanni til að sjá um félagsstarfið, ég sótti um og var ráðin.“ Hún hélt áfram utan um félagsstarfið 16

Félagstíðindi

„Ég hef haldið utan um ferðirnar til Sankti Pétursborgar. Ég sé um vísaáritanirnar, panta ferðirnar og undirbý fólk hér heima. Það þarf að huga að mörgu þegar kemur að ferðalögum til Rússlands. Fólk þarf að skila inn gögnum frá sjúkratryggingum, passamyndum og ljósritum af vegabréfum. Þegar vísaáritanirnar eru komnar fer ég síðan í rússneska sendiráðið til að klára málið,“ segir Jóhanna. Hún hefur frá upphafi séð um þetta ferli vegna ferðanna en aldrei farið með, fyrr en nú. „Það er spennandi að fara með sem starfsmaður. Ég er þá líka betur að mér þegar ég fæ spurningar frá fólki sem vill bóka þessa ferð. Við erum ekkert hætt.“ „Í sumar verða margar ferðir á vegum FEB eins og í fyrra. Nýjungin í ár er ferð um Vatnsnes og V. Hún á slóðir Agnesar og Friðriks. Þetta er tveggja daga ferð og sögumaður verður Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum. Þá verða margar ferðir í tengslum við íslendingasagnanámskeiðin hjá FEB, ferð um Sprengisand í Flateyjardal og Fjörður, ferðir til Vestmannaeyja og um Fjallabak, austur í Öræfi og svo á söguslóðir sunnanlands með Guðna Ágústssyni.“


ÍslandsApótek er opið alla daga ÍslandsApótek er sjálfstætt rekið apótek á Laugavegi 46 og býður upp á góða og persónulega þjónustu við afgreiðslu lyfja og heilsutengdrar vöru.

Mánudaga - Föstudaga 09:00 - 19:00 Laugardaga 10:00 - 16:00

Við bjóðum fría heimsendingu á lyfeðilskyldum lyfjum fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu. Við sendum heim á milli 17:00-19:00 virka daga. ÍslandsApótek býður lágt lyfjaverð og gott vöruúrval.

Sunnudaga 12:00 - 16:00 SÆKJA EÐA FÁ SENT: Sími: 414-4646 heimsending@islandsapotek.is

Sérkjör fyrir Elli- og örorkulífeyrisþega af vörum í ÍslandsApóteki


Gaman að sjá árangur Fleiri vilja en komast á enskunámskeið hjá Margréti Sölvadóttur sem hún heldur á vegum FEB. Hún leggur áherslu á að námið sé hagnýtt og hvetur nemendur til að horfa á enska þætti í sjónvarpinu. Það vakti mikla kátínu þegar hún bað nemendur um að semja vísur á ensku.

Margrét Sölvadóttir, fyrir miðju með kökuna, ásamt fyrsta útskriftarhópnum í enskunáminu. Mynd/úr einkasafni

„Marga sem koma á námskeið til mín langar að geta bjargað sér þegar þeir fara til útlanda. Nú er mikið framboð af ódýrum ferðum og sjálfsagt að nýta elliárin í að ferðast ef fólk hefur tök á,“ segir Margrét Sölvadóttir sem sér um enskukennslu hjá FEB. „Það er fullt af fólki sem var til að mynda í sveitaskólum og fékk aðeins lágmarkskennslu í ensku, ef nokkra. Þeir sem lærðu ensku á sínum tíma fengu síðan kannski fá tækifæri til að nota enskuna og týndu henni því niður,“ segir hún. Margrét byrjaði með námskeið í Stangarhyl 2018 og hefur verið svo mikil aðsókn á námskeiðin að hún nær vart að anna henni. Núna er hún með þrjá hópa tvisvar í viku. „Ég bjó í Bandaríkjunum og kenndi þá íslensku, ýmist í málaskólum eða í einkakennslu. Upphaflega kom ég inn í starf FEB sem sjálfboðaliði og sá um að fá fyrirtæki til að veita félagsfólki afslátt sem við skráðum síðan í afsláttarbókina. Gísli Jafetsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, sá þá um ýmsar ferðir fyrir félagið og í spjalli okkar kom upp sú hugmynd að ég myndi kenna félagsfólki ensku.“ 18

Félagstíðindi

Margrét segist reyna að hafa námið sem hagnýtast og því síður að kenna fólki flókna málfræði. „Ég kenni fólki helstu sagnir og þjálfa það í að tala í þátíð, nútíð og framtíð. Nemendur fá blað bæði með algengustu sögnum og líka með öllum óreglulegum sögnum.“ Í hverjum tíma lesa allir saman og að lestri loknum spyr Margrét nemendur á ensku hvað þeir voru að lesa um og þeir þurfa að svara á ensku. „Í byrjun lesum við gjarnan bókina „Blómin á þakinu“ en léttar sakamálasögur hafa líka verið vinsælar. Þá er smá spenna í þessu. Fólk getur líka lært heilmikið af sjónvarpinu og ég hvet nemendur til að reyna að sleppa því að lesa textann þegar þeir horfa á bíómyndir og þætti á ensku.“ Hluti af því sem nemendur Margrétar gera er að skrifa heima á ensku og síðan er farið yfir textann í tíma. „Ég bað bara um að allir skrifuðu eina setningu fyrir hvern tíma. Fólki fannst þetta síðan svo skemmtilegt að sumir voru farnir að skrifa heilu blaðsíðurnar. Ég gat reyndar því miður ekki farið yfir það allt því þá hefði ekki verið tími til annars. Ég man líka eftir einum nemanda sem kom með ljóð sem hann hafði þýtt yfir á ensku. Í framhaldi af því fór ég að sýna nemendum ensk ljóð og hvatti þau til að skrifa smá vísur heima. Þetta var virkilega gaman og við hlógum mikið saman þegar við fórum yfir vísurnar í tímum.“ Hún segir marga sýna gríðarlegar framfarir á námskeiðunum. „Margir koma til mín og segjast loksins skilja þegar þeir heyra fólk tala ensku og þegar það horfir á bíómyndir. Fyrir mig sem kennara er ekkert skemmtilegra en þegar nemendur ná árangri,“ segir Margrét.


Fallegir legsteinar og fylgihlutir Persónuleg þjónusta

Frír flutningur um allt land Hægt að fá sendan bækling Eitt mesta úrval landsins Upplýsingar um verð og stærðir á heimasíðu Uppsetning á Höfuðborgarsvæði og N-landi

Njarðarnes 4, Akureyri s: 466 2800 / 899 9370 sala@minnismerki.is minnismerki.is Félagstíðindi 19


Kraftaverk við björgun félagsins Gjaldþrot blasti við FEB í haust þegar í ljós kom að kostnaður við íbúðir sem félagið lét byggja í Árskógum var 400 milljónum meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Málið var mikið áfall fyrir þá sem höfðu fest kaup á íbúðunum en stjórnarmönnum félagsins var einnig mjög brugðið. Sigríður Snæbjörnsdóttir, sem er varaformaður í stjórn FEB, fer yfir Árskógamálið.

Sigríður Snæbjörnsdóttir segir stjórn FEB taka alvarlega þau mistök sem voru gerð í Árskógamálinu en er sátt við þá lendingu sem var náð með kaupendum. Mynd/EH

Í lögum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) segir að félagið skuli vinna að úrbótum í húsnæðismálum eldri borgara. Árið 2016 fékk félagið úthlutað lóð hjá Reykjavíkurborg að Árskógum 1 - 3 í Reykjavík og hófst þá vinna við að reisa þar tvær nýjar blokkir til að geta boðið félagsfólki að kaupa íbúðir á kostnaðarverði. Félagið hefur áður byggt, ýmist til að selja eða leigja, en þetta var eitt umfangsmesta byggingaverkefnið til þessa og nam kostnaður 4 milljörðum króna. 20

Félagstíðindi

Flestar íbúðirnar voru tilbúnar til afhendingar í lok sumars 2019 og var stjórn félagsins afar stolt af þessu metnaðarfulla verkefni þar til áfallið reið yfir. „Það var ekki fyrr en þegar kom að afhendingu íbúðanna sem við fengum að vita að það var 400 milljóna króna halli á framkvæmdunum sem orsakaðist fyrst og fremst af vantöldum fjármagnskostnaði,“ segir Sigríður.


Málið vakti mikla athygli í fjölmiðlum þar sem sagt var frá yfirvofandi gjaldþroti félagsins, mögulegri hópmálsókn kaupenda íbúðanna og hræðilegri stöðu ýmissa kaupenda sem sumir hverjir áttu í fá hús að venda. Stjórnin fundaði daglega í leit að lausnum en ekki síður að svörum við því hvernig þetta gat eiginlega gerst. „Árið 2016 var skipuð bygginganefnd af hálfu félagsins sem hélt utan um verkið frá upphafi til enda. Í nefndinni var meðal annars þáverandi framkvæmdastjóri félagsins sem stjórnin leit á sem sinn tengilið sem mundi gæta hagsmuna bæði stjórnar og félagsmanna. Ljóst er að mistökin, þ.e. þessi vanreiknaði fjármagnskostnaður fór því miður fram hjá öllum þeim eftirlitsaðilum sem að málinu komu,“ segir Sigríður. Upphaflega stóð til að byggja tvær fjögurra hæða blokkir að Árskógum 1-3 með samtals 52 íbúðum. Þegar verkefnið var farið af stað var ákveðið að bæta einni hæð ofan á hvort hús þannig að íbúðirnar yrði 68. „Þetta var óheppilegt því þetta ruglaði áætlunargerðina. Enn óheppilegra var síðan að í samningi við kaupendur var ekki gert ráð fyrir að kostnaður gæti breyst á tímabilinu, en verkefnið allt tók mun lengri tíma en gert hafði verið ráð fyrir. Þegar við heyrðum af þessum 400 milljóna króna halla í fyrra fengum við til liðs við okkur sérfræðinga, lögfræðing og byggingafræðing, til að við gætum áttað okkur betur á stöðunni. Fyrir kaupendur samsvaraði þetta um 11% hækkun á heildarkostnaði og eðlilega tóku þeir því ekki vel. Það hefði enginn gert. Við tóku miklar samningaviðræður og umleitanir við bæði framkvæmdaraðila og fjármögnunaraðila og á endanum gátum við fengið þessar 400 milljónir lækkaðar niður í 250 milljónir. Enn var kostnaðurinn þó meiri en gert var ráði fyrir samkvæmt kaupsamningum en þessi lækkun átti þó drjúgan þátt í að félagið þurfti ekki að fara í gjaldþrot.“ Hún bendir á að félagið byggi að miklu á sjálfboðavinnu og að það eigi enga sjóði sem hægt sé að sækja í. „Ég skildi mjög vel að kaupendurnir væru ósáttir en við vildum gera allt sem hægt væri til að ná sátt þannig að félagið gæti starfað áfram. Það eru yfir 12 þúsund manns í félaginu og við höldum úti öflugu félagsstarfi, höldum fræðslufundi, vinnum að ferðamálum innan lands og utan, og það hefði verið sorglegt að þurfa að hætta

allri þessari starfsemi. Sem betur fer þurfti ekki að koma til þess,“ segir Sigríður. Alltaf var lagt upp með að kaupendur fengju íbúðirnar á kostnaðarverði. Eftir að hallinn var minnkaður í 250 milljónir var verð á íbúðunum komið 5% undir kostnaðarverð og þær orðnar 17-20% ódýrari en sambærilegar íbúðir á markaði. „Engu að síður var þetta ennþá hærra heldur en verð samkvæmt kaupsamningum og kaupendur ekki allir á eitt sáttir. Auðvitað er eðlilegt að fólk hafi verið ergilegt og pirrað því þetta snerist um milljónir króna og það eru háar upphæðir fyrir alla.“ Félagið reyndi að ná sáttum við kaupendur og biðlaði til þeirra að borga það sem uppá vantaði. „Aðrar leiðir komu til greina en þær hugnuðust okkur síður. Reykjavíkurborg úthlutaði okkur lóðinni og félagið því lóðarhafi. Á fyrstu þremur árunum eftir að fyrsta íbúð er seld hefur lóðarhafi rétt á að kaupa íbúð til baka og selja á kostnaðarverði, ef einhver vandamál koma upp. Fólk getur deilt um réttmæti þessarar leiðar og við erum afar fegin að hafa náð samkomulagi við flesta kaupendur áður en til slíkra aðgerða þurfti að koma. Þeir sem við náðum að semja við skrifuðu undir skilmálabreytingar á kaupsamningi þar sem þeir staðfesta að greiða hærra kaupverð. Þessi skilmálabreyting var skilyrði afhendingar og hluti af skilmálunum var að félagið myndi ekki nýta sér þann möguleika að kaupa íbúðina til baka innan þriggja ára. Einhverjir kaupendur hættu við og það var þeirra val. Á þessari stundu eru nánast allar íbúðirnar seldar og ég á von á að þær síðustu séu að seljast þessa dagana. Burt séð frá öllum þessum ógöngum þá er verðið á íbúðunum gott og þær eru vandaðar.“ Sigríður segist aðeins getað talað frá sínu hjarta varðandi mögulegan lærdóm af Árskógamálinu frekar en fyrir hönd stjórnar sem slíkrar. „Þetta verkefni var að mínu mati of stórt og flókið fyrir félagið. Frekar myndi ég leggja til að leita samstarfs við félög sem eru að byggja fyrir aldraða eða láta verkefni sem þessi alfarið frá okkur. Félagið hefur ekki burði til að standa í svona stórbyggingum. Þegar ég lít til baka þá er það kraftaverk að okkur tókst bæði að bjarga félaginu og að kaupendur fengu góðar íbúðir á góðu verði.“ Félagstíðindi

21


Við erum mjög ánægð Hjónin Ingi Þór Hafsteinsson og Ragnhildur Anna Jónsdóttir hafa búið í Árskógum síðan í nóvember og una sér þar vel. FEB byggði Árskóga 1-3 og voru flestar íbúðirnar afhentar í fyrra.

Ragnhildur Anna Jónsdóttir og Ingi Þór Hafsteinsson eru sáttir íbúar í Árskógum. Mynd/Olga Björt Þórðardóttir

„Okkur líkar mjög vel hér. Það er vönduð smíði á öllu og maður heyrir ekki múkk úr

öðrum íbúðum. Þetta er vel hljóðeinangrað og vandað til verka,“ segir Ingi Þór Hafsteinsson sem ásamt konu sinni, Ragnhildi Önnu Jónsdóttur, flutti í Árskóga 1b í nóvember. Þegar FEB ætlaði að afhenda fyrstu íbúðirnar kom í ljós að mistök höfðu verið gerð við kostnaðarmat og verðið því orðið hærra en stefnt var að. „Það voru leiðindi til að byrja með út af þessum hækkunum en það var síðan dregið úr þeim. Ég var alltaf mjög sáttur og setti mig ekki upp á móti hækkuninni því verðið var enn undir markaðsvirði,“ segir hann. Aðalfundur húsfélagsins var haldinn 19. febrúar, Ingi Þór situr í hússtjórn og sátu fulltrúar FEB fyrir svörum á fundinum. Þau hjónin höfðu búið í Hólahverfinu í Breiðholti í um 40 ár áður en þau fluttu í Árskóga. „Okkur langaði einfaldlega að breyta til og fara í nýtt húsnæði. Við erum mjög ánægð,“ segir hann.

Fyrir alla aldurshópa Qi gong hentar fólki á öllum aldri en er sérstaklega gott fyrir eldra fólk. Æfingarnar eru mjúkar og líðandi, og auka jafnvægið. sem er í Suðurhlíð í Reykjavík. „Markmið okkar er að kynna Qi gong og Tai chi á Íslandi,“ segir hún. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, er meðal starfsmanna en hann leiðir hugleiðslu.

Á sumrin bjóða Tveir heimar og Aflinn upp á ókeypis tíma í Qi gong á Klambratúni. Mynd/Tveir heimar

„Vigdís Finnbogadóttir kynnti mig upphaflega fyrir Qi gong þegar hún var hjá mér í þjálfun um árið. Ég fékk síðan bók að gjöf frá góðum vini mínum um kínverska læknisfræði og varð algjörlega hugfangin,“ segir Þórdís Filipsdóttir, stofnandi og eigandi Tveggja heima, miðstöðvar heildrænnar hreyfingar og heilsu 22

Félagstíðindi

Harvard læknaskólinn í Bandaríkjunum mælir sérstaklega með Qi gong og Tai Chi fyrir fólk á öllum aldri sem vill stunda líkamsæfingar sér til heilsubótar. Æfingarnar eru meðal annars kerfi mjúkra hreyfinga þar sem iðkandinn líður úr einni stöðu í aðra. Á sumrin bjóða Tveir heimar upp á ókeypis tíma í Qi gong á Klambratúni og hafa gert í á fjórða ár. Þeir sem mæta eru almennt á bilinu 35-95 ára. Tímarnir byrja um miðjan júní og er hægt að fylgjast með á heimasíðunni þeirra: 2heimar.is


HV´ÍTA HÚSIÐ / Actavis 910161

Fyrir gott hjartalag Hjartamagnýl® – 75 mg sýruþolnar töflur Hjartamagnýl sýruþolnar töflur, innihalda 75 mg af asetýlsalicýlsýru. Hjartamagnýl er tekið til að minnka hættuna á að blóðtappar myndist. Notkun þess er takmörkuð við annars stigs forvarnir með langvinnri meðferð við hjarta- og æðasjúkdómum. Notkun Hjartamagnýl er ekki ráðlögð við bráðaaðstæður. Töflunum skal kyngja heilum með ½ glasi af vatni. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is


Eyrbyggja tekur við af Laxdælu Félagsfólk þyrstir sífellt í meiri fróðleik um Íslendingasögurnar og stýrir Baldur Hafstað þessum vinsælu námskeiðum af mikilli prýði. Íslendingasagnanámskeiðin sem Baldur Hafstað sér um eru ein vinsælustu námskeiðin sem haldin eru á vegum FEB. Nú stendur yfir tíu vikna námskeið sem hófst í janúar. Viðfangsefnið er Eyrbyggja, kraftmikil saga um stórbrotna karla og konur, og nægir þar að nefna Snorra goða á Helgafelli og Þuríði hálfsystur hans á Fróða. „Þarna er margt sem þarf að ræða. Svo má minna á að sagan þolir vel annan lestur,“ segir Baldur. Stefnt er að því að fara í dagsferð á söguslóðir Eyrbyggju í haust og fer skráning fram á skrifstofu félagsins. Fyrir áramót var námskeið þar sem fjallað var um Laxdælu og eru meðfylgjandi myndir teknar á því vinsæla námskeiði. Í vor er fyrirhuguð ferð á slóðir sögunnar.

Nings og Félag eldri borgara hafa tekið höndum saman. Nú 10% afsláttur á veitingahúsum Nings gegn framvísum félagakorts. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA Afrifa gildir sem tveir fyrir einn greiðsla af öllum okkar aðalréttum, greitt er fyrir dýrari réttinn, gildir ekki af tilboðum.

Verið ávalt velkomin. Nings Hlíðasmára 12, Suðurlandsbraut 6 og Stórhöfða 17 við Gullinbrú Opið alla daga frá 11:30-22:00 Sími 588-9899 - www.nings.is Myndir/Olga Björt Þórðardóttir

24

Félagstíðindi


FÆREYJAR með flugi 25. – 29. maí 2020 Verð 167.500 kr. m.v. gistingu í tvíbýli*

Ef þú hefur ekki heimsótt Færeyjar nýlega skaltu láta verða af því. Þangað er heillandi að koma, stórbrotið landslag, gott vegakerfi, góður matur og rómuð gestrisni eyjaskeggja. Ferðaskrifstofa eldri borgara verður með sérferð fyrir eldri borgara til Færeyja dagana 25. - 29. maí. Flogið verður með Atlantic Airways og gist á glænýju Hotel Brandan 4*. Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson

Sérferð fyrir eldri borgara Mikil upplifun

Nánari upplýsingar eru veittar hjá ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301, einnig með tölvupósti í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is og á www.hotelbokanir.is Ferðaskrifstofa eldri borgara

Dagskrá: Flogið frá Keflavík kl. 15.40 og lent í Færeyjum kl. 18.05 að staðartíma. Gist verður í 4 nætur á nýju gæsilegu Hotel Brandan 4*. Skoðunarferðir verða víða um eyjarnar þ.m.t. til Klakksvíkur, Fuglafjarðar, Gásadals, Miðvogs og Kirkjubæjar. Íslensk leiðsögn. Morgunverður innifalinn og kvöldverður 3 kvöld. Heimsókn í Norðurlandahúsið og á Listasafn Færeyja ásamt fleiri dagskrárliðum. Flogið heim til Íslands að morgni 29. maí. *Aukagjald fyrir gistingu í einbýli: 12.000 kr.

Niko ehf | Austurvegi 3 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750


Gönguferðir fyrir alla Þeir sem mæta einu sinni koma alltaf aftur

Þessi góði hópur gekk um Elliðaárdalinn og að Fylkisheimilinu í byrjun febrúar. Mynd/Guðmundur Sigurðsson.

Alla miðvikudaga klukkan 10, frá september til maí, hittist hópur af vösku göngufólki við Stangarhyl og leggur í klukkutíma göngu. Allt félagsfólk er velkomið og ekki þarf að gera boð á undan sér. Að göngu lokinni sest fólk inn í félagshúsnæðið, gæðir sér á rúnstykki og kaffi, og tekur gott spjall.

Marteinn Sverrisson, göngustjóri, segir að iðulega mæti 15-30 manns. „Þeir sem mæta einu sinni koma alltaf aftur.“ Á sumrin eru líka göngur en þær eru farnar frá ólíkum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og er hægt að fylgjast með dagskránni á vef félagsins. Síðasta gangan frá Stangarhyl fyrir sumarið er síðasta miðvikudaginn í maí.

Saltkristalslampar Birtan er einstaklega hlýleg og falleg og er sögð hafa ýmiskonar jákvæð áhrif á líðan okkar og heilsu. Við erum með saltkristalslampa og kertastjaka í mörgum stærðum og gerðum á mjög góðu verði.

26

Félagstíðindi

www.minnismerki.is // 466 2800


Stiegelmeyer hjúkrunarrúm Vönduð hjúkrunar- og sjúkrarúm í úrvali. Rafdrifin og með fjölda stillinga.

Troja göngugrind Vönduð og létt göngugrind með 165 kg. burðarþoli, innbyggðu sæti og burðarpoka. Auðveld að leggja saman og setja í bíl, lögð saman með einu handtaki. Fjölbreytt úrval aukahluta. Er í samning við Sjúkratryggingar Íslands

Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. er innflutnings- og þjónustufyrirtæki, sem áður var heilbrigðissvið Eirbergs. Starfsfólk er menntað á sviði heilbrigðisverkfræði, hjúkrunarfræði og iðjuþjálfunar. Sýningarsalur er að Stórhöfða 25.

Markmið okkar eru að efla heilsu, auka lífsgæði, auðvelda störf og daglegt líf

Verkstæðið Stórhöfða er með þjónustusamning við Sjúkratryggingar Íslands. Stuðlaberg heilbirgðistækni ehf. • Stórhöfða 25 • Reykjavík • stb@stb.is • 569 3180 • stb.is

Félagstíðindi

27


Metfjöldi ferða innanlands Hátt í 400 manns fóru í innanlandsferðir FEB á liðnu ári og hafa aldrei fleiri ferðir verið skipulagðar af hálfu félagsins. Kári Jónasson sér um ýmsar ferðanna en hann ákvað 67 ára gamall að fara í Leiðsöguskóla Íslands eftir farsælan feril í fjölmiðlum.

Í heimsókn hjá Sigga á Vatni í Haukadal (t.v.) í miðjum sauðburði. Guðbjörg Halldórsdóttir heldur á lambinu. Í heimsókn hjá Sigga á Vatni í Haukadal (t.v.) í miðjum sauðburði. Guðbjörg Halldórsdóttir heldur á lambinu Myndir/Kári Jónasson.

„Við miðum við að allar ferðirnar séu mjög auðveldar,“ segir Kári Jónasson, varamaður í stjórn FEB og leiðsögumaður sem hefur séð um fjölda ferða á vegum félagsins. „Félagsfólk okkar er almennt þakklátir ferðamenn. Mörgum vex í augum að skipuleggja ferðir sjálfir og í ýmsar af þessum ferðum gæti fólk aldrei farið á eigin bíl. Fólki finnst því gott að geta einfaldlega bókað ferð hjá okkur, smurt nesti og mætt í rútuna í Stangarhyl. Við reynum að hafa ferðirnar á sanngjörnu verði og fá til liðs við okkur góða rútubílstjóra. Þessar ferðir setja mikinn svip á félagsstarfið.“ Ferðatímabilið innanlands hjá FEB 2019 hófst með tveggja daga ferð um Borgarfjörð, Dali og Snæfellsnes um mánaðamótin maí/júní. Þá var hin árlega Íslendingasagnaferð um miðjan júní sem að þessu sinni var um Vestfirði 28

Félagstíðindi

undir stjórn þeirra Baldurs Hafstað, Magnúsar Sædal og Gísla Jafetssonar. Efnt var til tveggja dagsferða til Vestmannaeyja undir fararstjórn Kára og í Eyjum var það Gerður Guðný sem leiddi hópana í allan sannleikann um landslag og líf í Eyjum. Tvær ferðir voru einnig farnar um Fjallabaksleið nyrðri undir stjórn Kára og svo tveggja daga ferð austur í Öræfi sem hann leiddi sömuleiðis. Fimmta árið í röð var svo farið um Sprengisand í Fjörðu og Flateyjardal með gistingu á Akureyri. Gísli Jónatansson var fararstjóri að þessu sinni. Fyrir rúmum áratug ákvað Kári að söðla um en hann hafði þá starfað í fjölmiðlum í 45 ár og meðal annars verið fréttastjóri RÚV og ritstjóri Fréttablaðsins. Hann fór í Leiðsöguskóla Íslands og lærði síðan ferðamálafræði við Háskólann á Hólum. „Mér hefur alltaf þótt


gaman að ferðast, hef lengi átt jeppa og farið mikið upp á jökla. Ég var í gönguklúbb í þrjátíu ár þar sem við gengum um allt með búnaðinn bakinu. Það var því eiginlega rökrétt framhald að ég myndi gerast leiðsögumaður,“ segir Kári. Undanfarin ár hefur hann mikið ferðast um landið með útlendinga, sér í lagi ameríska ferðamenn. „Í fyrra fór ég með erlenda ferðamenn í tíu daga hringferð um landið á skipi þar sem við sigldum á nóttunni og fórum með fólkið í land á daginn. Þetta var mikið ævintýri og ég stefni á að gera þetta aftur nú í sumar,“ segir hann.

Þríeykið sem leiðsagði og flutti hópana til Eyja. F.v. Kári Jónasson Gerður Sigurðardóttir og Steinþór Ólafsson bílstjóri

Að mati Kára er starf fréttamannsins góður undirbúningur fyrir leiðsögufólk. „Sem fréttamaður endasentist ég um allt land og sagði frá landsháttum og mannlífi. Líklega sá ég á þriðja tug eldgosa og var til að mynda í Vestmannaeyjum í gosinu 1973,“ segir Kári og bendir á að þónokkrir aðrir fréttamenn hafi fylgt í hans spor. Félagsfólk FEB er þegar orðið spennt fyrir ferðum sumarsins en skipulagning stendur enn yfir og fólk er hvatt til að fylgjast með nýjustu fréttum á vefnum feb.is. Kaffipása í Landmannalaugum.

Með Kirkjufell í Grundarfirði í baksýn.

Félagstíðindi

29


N KY

N

Heimaþjónusta Þarftu aðstoð við daglegt líf?

IN

Sinnum heimaþjónusta Traust – Fagmennska – Hlýleiki Sinnum heimaþjónusta hefur unnið að því síðustu tólf ár að byggja upp fjölþætta velferðarþjónustu. Þjónustan er hugsuð fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda sökum aldurs, fötlunar, heilsubrests eða annarra persónulegra aðstæðna. Ásamt því að veita heimaþjónustu annast Sinnum vinnuprófanir fyrir VIRK starfsendurhæfingarsjóð. Ráðgjafi Sinnum útvegar skjólstæðingum VIRK tímabundin störf ásamt því að sjá um ráðgjöf og eftirfylgni. Stefna Sinnum er að veita einstaklingsmiðaða, persónulega og sveigjanlega þjónustu svo mæta megi þörfum og óskum hvers skjólstæðings. „Góð og samfelld þjónusta með hagsmuni skjólstæðinganna er höfð að leiðarljósi og er boðið uppá aðstoð við allar athafnir daglegs lífs, allt frá aðhlynningu og liðveislu til þrifa,“ segir Ragnheiður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri. 30

Félagstíðindi

Þjónustunotendur eru í dag í kringum 150 talsins, meðal viðskiptavina eru sveitarfélög, stofnanir og einstaklingar sem gera samninga til bæði lengri og skemmri tíma óháð fjölda tíma í þjónustu. Hluti þjónustunotenda Sinnum fullnýtir þjónustuna sem þeir eiga rétt á hjá sínu sveitarfélagi og auka lífsgæði sín svo enn meira með því að fá viðbótarþjónustu frá Sinnum sem þeir eða aðstandendur greiða fyrir. „Markmið okkar snýst um að búa einstaklingnum og fjölskyldu hans umgjörð sem veitir aukið öryggi í eigin búsetu. Um leið hefur einstaklingurinn aukið val og/eða frelsi og getur sjálfur verið virkari þátttakandi í samfélaginu sem felur í sér aukin lífsgæði.“ Ragnheiður segir starfsfólk Sinnum finna fyrir auknum áhuga viðskiptavina á því að hafa val um þá einstaklinga sem veita aðstoðina og tímasetninguna sem þjónustan fer fram á og að áhersla sé lögð á að koma til móts við þær væntingar. „Mesti vöxturinn hefur verið í þjónustu tengdri þrifum, öryggis- og næringarinnlitum og aðstoð við böðun.“

G

Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Elísabet J. Hjálmarsdóttir, Ragnheiður Björnsdóttir, Ásgerður J. Ágústsdóttir, Gyða M. Marvinsdóttir, Vala Rut Friðriksdóttir. Mynd/Olga Björt Þórðardóttir


„Mannauðs- og gæðamál eru okkur hugleikin og hefur fyrirtækið á undanförnum árum gengið í gegnum mikilvægt þróunar- og umbótastarf sem hefur skilað sér í bættri þjónustu.“ Embætti landlæknis gerði úttekt á gæðum og öryggi þjónustu Sinnum og er skýrslan aðgengileg á vef embættisins og á heimasíðu Sinnum. Úttektin tók meðal annars til atriða sem varða stefnu, þjónustumál, gæði, öryggi, skráningu, meðhöndlun frávika og kvartana og starfsumhverfi. „Við búum að því að hafa fjölmennan og öflugan hóp starfsfólks sem leggur mikið upp úr fagmennsku og sveigjanleika og er því almennt hægt að bregðast hratt og örugglega við þjónustubeiðnum sem berast Sinnum. Hjá fyrirtækinu starfa hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, þroskaþjálfar, sjúkraliðar, félagsliðar og almennt starfsfólk sem býr yfir dýrmætri reynslu.“

sem er sérstaklega faglega krefjandi er meiri tími lagður í undirbúning. Teymið fær í þeim tilvikum sérhæfðari fræðslu og kennslu á tækjabúnað í samvinnu við fagaðila. Umönnunaraðilar einstaklinga í öndunarvél sækja regluleg námskeið í Hermisetri LSH þar sem fram fer bókleg og verkleg þjálfun“ segir Ragnheiður. Þjónustunotendur eru viljugir til að veita fyrirtækinu umsagnir og er þær að finna í kynningarbæklingi sem hægt er að fá sendan heim en einnig á heimasíðu og Facebooksíðu fyrirtækisins. Þessar umsagnir eru okkur afar dýrmætar þar sem við leggjum áherslu á framúrskarandi þjónustu. „Velkomið að hafa samband með því að senda tölvupóst á Sinnum eða jafnvel koma á fund vegna fyrirspurna um þjónustu, segir Ragnheiður að lokum.“

Nánari upplýsingar: Mikil áhersla er lögð á þjálfun starfsmanna hjá www.sinnum.is Sinnum og sækja þeir ýmis konar námskeið og sinnum@sinnum.is fræðsluerindi líkt og skyndihjálparnámskeið Facebook og námskeið í sýkingarvörnum. „Í þjónustu Sími: 519 1400

Félagið er opið 60 ára og eldri Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni er langstærsta félagið innan Landssambands eldri borgara með yfir 12.000 félagsmenn.

AFSLÁTTARBÓK FYRIR FÉLAGSM

ENN

2020

Félagsmenn geta þeir orðið sem náð hafa 60 ára aldri sem og makar þeirra þó yngri séu. Til að gerast félagi er hægt að skrá sig á feb.is þar sem er sérstakt skráningarblað, eða senda tölvupóst á feb@feb.is. Þegar félagsgjaldið hefur verið greitt fær viðkomandi sent félagsskírteini, afsláttarbók og upplýsingar um starfsemi félagsins. Félagsmönnum stendur til boða fjölbreytt starf og hagkvæm kjör á ýmiskonar vörum og þjónustu.

Stangarhyl 4 • 110 Reykjavík• Sími 588 2111 • www.feb.is • Fa feb@feb.is cebook @felage ldriborgara


Vilja efla tæknilæsi Reykjavíkurborg, í samstarfi við Skema, stóð nýverið fyrir tilraunanámskeiði í tæknilæsi fyrir eldra fólk í þjónustuíbúðum á vegum borgarinnar. Nú tekur við mat á árangrinum og næstu skref ákveðin. Hugmyndin að námskeiðinu kemur frá mæðginum sem bæði vinna á velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Teymið sem hélt utan um námskeiðin, frá vinstri: Úlfur Atlason, Francesco Barbaccia, Arnar Guðmundur Ólason, Rannveig Ernudóttir, Huginn Þór Jóhannsson og Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir. Mynd/Hrafna Jóna Ágústsdóttir

„Mikilvægasta verkefnið er að fylla fólk sjálfstrausti. Þeir sem sækjast hvað mest eftir að komast á svona námskeið upplifa sig svo ólæsa á tæknina að þeim finnst stressandi bara að kveikja á tölvu,“ segir Rannveig Ernudóttir, virkniþjálfi og umsjónarkona félagsstarfs fullorðinna á Dalbraut 27 í Reykjavík. Reykjavíkurborg fjármagnar námskeiðið og stóð fyrir því í samstarfi við Skema, fyrirtæki sem hefur í áratug haldið tækninámskeið fyrir börn og unglinga. Sonur Rannveigar, Huginn Þór Jóhannsson, er starfsmaður í þjónustuíbúðunum og nemandi í Tækniskólanum en hann hefur jafnframt verið kennari hjá Skema. „Ég hafði gaman af tæknikennslunni sjálfri en fann að það hentaði mér mun betur að vinna með eldra fólki heldur en börnum. Í framhaldinu leitaði ég til Eyþórs Mána Stefánssonar, verkefnisstjóra hjá Skema, um hvort við gætum ekki þróað námskeið fyrir eldra fólk. Mömmu leist mjög vel á þessa hugmynd og saman tókum við næstu skref,“ segir Huginn. 32

Félagstíðindi

Rannveig bendir á að eitt af hennar verkefnum í félagsstarfinu sé að tæknivæða íbúana en hafði í raun ekkert í höndunum til að gera það. „Það eru ýmis tækninámskeið víðs vegar um borgina en oftast þarf fólk þá að mæta sjálft á staðinn. Í þjónstuíbúðunum býr oft fólk sem veigrar sér við að fara langt nema nauðsyn þurfi og við vildum því færa námskeiðið til þeirra, og héldum það hér á Dalbrautinni. Við höfum verið með tæknikennslu í samstarfi við Laugalækjarskóla sem er hér við hliðina á, og fleiri félagsmiðstöðvar hafa farið í slíkt samstarf. Þetta hafa verið mjög falleg verkefni og kynslóðablöndunin sérlega dýrmæt. Gallinn er hins vegar sá að tungutak barnanna er oft þannig að eldra fólkið skilur ekki hvað þau eiga börnin þegar þau tala um tæknina. Þá hentar það grunnskólunum best að svona samstarf eigi sér stað fyrir klukkan 14 á daginn en formlegt félagsstarf í þjónustuíbúðunum hefst yfirleitt ekki fyrr en upp úr klukkan 14. Mig langaði að finna aðrar leiðir og fannst sérlega gaman að við mæðginin gætum saman unnið að auknu tæknilæsi fullorðinna,“ segir hún.


Mæðginin Rannveig Ernudóttir og Huginn Þór Jóhannsson Mynd/Hrafna Jóna Ágústsdóttir

Þau fengu í lið með sér Guðrúnu Jóhönnu Hallgrímsdóttur, iðjuþjálfa og verkefnastjóra endurhæfingar í heimahúsi hjá Reykjavíkurborg, sem hefur notað spjaldtölvur mikið í sinni vinnu. Hún tengdi þau mæðgin inn í velferðartæknismiðju hjá borginni, við Arnar Guðmund Ólason. „Guðrún Jóhanna er algjör vítamínsprauta og afskaplega lausnamiðuð. Hún veitti okkur dýrmæta innsýn í hvernig best væri að byggja upp námskeiðið,“ segir Rannveig. Aðaláherslan á námskeiðinu eru endurtekningar og nauðsynleg samfella í náminu. Kennt var mánudag og þriðjudag, frí á miðvikudegi, og síðan aftur kennt á fimmtudag og föstudag. Þá tók við vikufrí og síðan tók við ný kennsluvika samkvæmt fyrra skipulagi. Námskeiðið hófst mánudaginn 17. febrúar og lauk föstudaginn 9. mars. Kennarar frá Skema, þar á meðal Huginn sem og nýr verkefnastjóri hjá Skema, Úlfur Atlason, sáu um eiginlega kennslu. Meðal annarra sem tóku þátt í undirbúningnum er Francesco Barbaccia, sem sinnir sama starfi og Rannveig á Norðurbrún og hafði verið að kenna sínu fólki á spjaldtölvur. „Það var dýrmætt að fá hans reynslu í teymið,“ segir Rannveig. Reykjavíkurborg lagði til spjaldtölvur með Android-stýrikerfi, Skema lagði til iPad-spjaldtölvur og þeir sem áttu sjálfir spjaldtölvur voru hvattir til að

koma með þær til að læra á eigin tæki. Við skipulagninguna fengu þau upplýsingar um að Landssamband eldri borgara hefði nýlega látið þýða kennsluefni frá Danmörku og fengu þátttakendur ennfremur kennslubæklinginn afhentan. Fyrri kennsluvikan var tileinkuð námsefni sem tengist daglegu lífi flestra. „Við vildum kenna fólki að fara í bankann á netinu, skoða reikninga, fara inn á Mínar síður hjá Tryggingastofnun og versla í matinn. Í seinni vikunni máttu þátttakendur meira ráða ferðinni og fengu aðstoð við það sem þeir óskuðu, til dæmis að hlusta á tónlist, eiga myndsamtöl við ættingja í öðrum löndum og fara á samfélagsmiðla. Þá var líka farið yfir nethegðun á samfélagsmiðlun og hvað á ekki heima þar.“ Rannveig segir það gefa henni mikið að geta tekið þátt í verkefni af þessu tagi, minnug orða ömmu hennar sálugrar. „Allt í einu hætti hún að fá bréfpóst um ýmislegt, til dæmis hætti hún að fá símreikning. Þegar hún hringdi til að fá aðstoð var henni bara sagt að þetta væri allt á netinu. Ég man svo vel þegar hún sagði við mig að henni fyndist hún hreinlega ekki vera læs á umhverfið sitt lengur. Þetta sat alltaf mjög í mér.“

Félagstíðindi

33


Kveður sátt Kristín Lilja Sigurðardóttir lýkur starfsferlinum í vor en hún hefur unnið hjá FEB í 21 ár. Hún byrjaði sem ritari þegar félagið var til húsa í Glæsibæ en tók síðan yfir bókhald og ýmis fleiri skrifstofustörf. Kristín er mikill lestrarhestur sem hefur gaman af gönguferðum, garðvinnu, að ógleymdum enska boltanum. Kristín segir að einn helsti munurinn nú og þá sé að starfsemi hinna ýmsu hópa sé orðin sjálfbærari og umsjónarfólk hópanna sjái nánast alfarið um uppsetningu og frágang. Í lok mars verða mikil tímamót hjá Kristínu því þá hættir hún störfum, ekki bara hjá FEB heldur alfarið. „Þetta leggst mjög vel í mig. Síðasta ár var auðvitað mjög erfitt úr af Árskógamálinu en hér hefur alltaf verið mjög góður starfsandi og ég skil sátt við.“ Kristín Lilja Sigurðardóttir hættir að vinna í lok mars en þá hefur hún fylgt FEB í rúma tvo áratugi. Mynd/EH

„Ég byrjaði hér árið 1999. Ég var að skipta um vinnu, fór á ráðningarstofu og lagði inn umsókn, og var ráðing hingað skömmu síðar,“ segir Kristín Lilja Sigurðardóttir. FEB var stofnað 1986 og hefur hún því verið starfskraftur drjúgan hluta af líftíma félagsins. „Þegar ég byrjaði var skrifstofan í Glæsibæ. Við vorum þarna þrjár á skrifstofunni; ég, símadama og skrifstofustjóri. Hluti af félagshúsnæðinu var stóri salurinn í kjallaranum þar sem voru haldnir dansleikir og árshátíðir. Það var mikið af alls konar skemmtunum,“ segir Kristín. Á þessum tíma voru félagsmenn um 5 þúsund, samanborið við rúmlega 12 þúsund nú. „Fólk sótti mikið í að koma til okkar. Þá voru þegar farnar ferðir til útlanda á vegum félagsins sem og innanlandsferðir. Í Glæsibæ kom fólk til að spila bridds og tefla. Félagsstarfið var mjög fjölbreytt.“ Þegar kom að því að skipta um húsnæði flutti félagið í leiguhúsnæði í Faxafeni en hafði áfram afnot af salnum í Glæsibæ á meðan hann var til sölu. Síðan keypti FEB núverandi húsnæði í Stangarhyl. „Það hefur farið vel um félagið í Stangarhyl þar sem við erum með gott húsnæði á tveimur hæðum.“ 34

Félagstíðindi

Kristín og maðurinn hennar, Árni Gunnarsson, hugsa sér gott til glóðarinnar með að hafa brátt nægan tíma til að heimsækja börnin sín en Árni er þegar hættur að vinna. „Saman eigum við þrjú börn á lífi og þau eru öll í útlöndum með fjölskyldur sínar. Dóttir okkar býr í Noregi og tveir synir okkar búa í Danmörku,“ segir Kristín. Þau eiga tíu barnabörn sem búa ýmist í Noregi, Danmörku eða á Íslandi, og langömmubörnin eru orðin fjögur. Auk ferðalaga stefnir hún á að vera dugleg að fara í leikfimi og gönguferðir. „Við vinkona mín reynum síðan að fara reglulega í göngutúra í Kópavoginum. Þar er hugsað svo vel um að moka stéttirnar. Hún er líka mikill lestrarhestur, hefur áhuga á garðvinnu og hlakkar mikið til þegar vora tekur og hún getur unnið í garðinum sínum. Þá er ótalið eitt helsta áhugamálið sem hún deilir með karlmönnunum í fjölskyldunni. „Ég hef afskaplega gaman af fótbolta. Sonur okkar heldur með Manchester United, maðurinn minn heldur með Chelsea og sonur hans Árna heldur með Liverpool. Ég flakka bara á milli þessara liða en þykir alltaf vænt um Chelsea því Eiður Smári Guðjohnsen spilaði með þeim. Ég horfi mikið á leiki og það er alltaf alvöru stemning hjá okkur. Það er gaman að geta deilt áhugamáli með fjölskyldunni.“


Krossgátan Lausnin á gátunni felst í númeruðu reitunum. Dregið verður úr réttum lausnum og bókaverðlaun veitt fyrir. Senda skal lausnina í tölvupósti til feb@feb.is eða í umslagi til FEB Stangarhyl 4, 110 Reykjavík merkt „Krossgáta.“ Skilafrestur er til 1. ágúst 2020. Fruma Klípa Höfð-­‐ Bráð-­‐ lynd ingi

Þátt-­‐ Aftraði Korn taka Tæpt Sífellt Kona

Púki Fjar-­‐ Árla Ítur stæða

Fasið Dvelur

Léleg Slá Korn vísa Elfur Flan

7

Kennd-­‐ ur Egndi

9

Spilda Eld-­‐ stóna

Leyfist Bifar

12

Spann Fas

Hella Hrekkir

1

Kvað Skýli Hula

Sál

Næði Vælir

Titill

Vangi Ilm-­‐ efni

51

Kona Gelt Röð Örn Keyra Fugl

Konuna

Meið-­‐ ur

10

Skafin Lausn

Hraði Reipi

Mæða Rasar

Skrinu-­‐ kostur

2

Önug Laun Form

4 Lít

Dvelja Eld-­‐ stæði

Seppa Ást-­‐ fólgin

Loforð Klaki

Rændi Afar Svefn

Æða Ótta

Sómi

Listi Blóm Tóm

Hvíldi Geta

11

Hreyfing Laða

Knæpa Menn

Hreyfil Dund

Tilbúin

Roll-­‐ ingar Kerald

Væta Dund

Upptök

Grip Rauf

Slá Trimm Stór

Kvaka Eðli Suddi

Ánægð-­‐ ar

8

3

Hár Kusk

6

Berg-­‐ mál Fiskur

Trúlofun Dót

Snjöll

5

Hópur Lás Næði

1

Hreins-­‐ ar Málaðir

Kvika

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Lausnarorð síðustu krossgátu var „ÆVISKEIÐ.“ Dregið var úr innsendum lausnum og upp kom nafn félaga Önnu Bjargar Halldórsdóttur. Hún fær senda bók frá félaginu í verðlaun. FEB óskar Önnu Björgu til hamingju og þakkar ykkur fjölmörgu sem tóku þátt með því að senda inn lausnir. Félagstíðindi

35


Millimál í fernu Næring+ er orku- og próteinríkur næringardrykkur sem hentar vel þeim sem þurfa að þyngjast eða sporna við þyngdartapi.

ORKA

36

Félagstíðindi

PRÓTEIN

VÍTAMÍN

& STEINEFNI

Næring+ er vítamín- og steinefnabættur. Næring+ hentar einnig þeim sem vilja handhægt orku- og próteinríkt millimál.

ÁN

GLÚTENS

ÁN

LAKTÓSA


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.