

SIGURJÓN ANDRI MEISTARI 14 ÁRA OG YNGRI
Sigurjón Andri Þorláksson varð í fyrsta sæti í meistaramóti barna 14 ára og yngri með 89 högg, Ari Óskarsson varð í öðru sæti með 91 högg og Aron Gunnar Einarsson í því þriðja einnig með 91 högg. Tígull óskar þessum efnilegum kylfingu til hamingju með árangurinn. Við tókum létt spjall við Sigurjón Andra.

TÍGULL
Sigurjón Andri Þorláksson
Aldur: Ég er nýorðin 11 ára
Hvað hefur þú tekið oft þátt í Meistaramótinu? Ég hef keppt 3 sinnum á Meistaramótinu á Kiðjabergi en þetta var fyrsta skiptið mitt hérna í Vestmannaeyjum.
Hvenær byrjaðiru í golfi? 3 ára.
Hver er þín helsta fyrirmynd? Tiger Woods.
Hversu oft ertu að æfa? Ég æfi 4 sinnum í viku.
Hvað stefniru á í framtíðinni? Mig langar að verða atvinnumaður í handbolta og flugmaður.
Hvernig hefur þér gengið á öðrum mótum? Bara vel. Ég er klúbbmeistari unglinga 2024 á Kiðjabergi.
Draumavöllurinn að spila á?
Að spila á golfvelli í útlöndum.
Ef þú mættir taka einn hring með 3 öðrum golfurum, hverja myndiru velja að hafa með þér?
Spila með golfurum sem keppa í PGA.

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki.
Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir, Katrín Laufey Rúnarsdóttir & Sæþór Vídó.
Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is
Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is
Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is
Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is
Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.



















FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ

HÆGT ER AÐ KAUPA MIÐA & VELJA SÆTI Á EYJABIO.IS

KL. 20.00
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ

KL. 20.00
LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ
Pólskt tal
KL. 15.00



SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ KL. 15.00
20.00 Íslenskt tal




Lokun bæjarskrifstofa
vegna sumarleyfa
29. júlí - 9. ágúst
Sumarlokun
Síðasti opnunardagur fyrir sumarfrí er fimmtudagurinn 25.júlí
Opnað verður aftur mánudaginn 12.ágúst
Soon we will close due to summer vacation
The last day before vacation is on Thursday 25th of july
We will open again Tuesday 12th of august
Drodzy klienci
Za niedługo rozpoczynamy przerwę letnią
Ostatni dzień przed naszym urlopem to czwartek 25 lipca
Otwieramy ponownie we wtorek 12 sierpnia



ÞAÐ VÆRI ENGIN ÞJÓÐHÁTÍÐ
EF EKKI VÆRI FYRIR SJÁLFBOÐALIÐA



Í dag miðvikudaginn 24. júlí eru aðeins tíu dagar í Þjóðhátíð Vestmannaeyja 2024 verði sett, 150 árum frá því hátíðin var haldinn fyrst í Herjólfsdal. Það eru því aðeins lokametrarnir eftir í því að undirbúa Dalinn til að taka á móti þeim 15.000 gestum sem áætlað er að sækja muni hátíðina í ár. Jónas Guðbjörn Jónsson formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV er ánægður með ganginn í undirbúningnum „Undirbúningurinn gengur vel en það er búið að vera vinna við hann um það bil alla daga síðan 9. Júlí,“ sagði Jónas þegar Tígull hafði samband við hann síðastliðinn mánudag. Hann sagði þó alltaf pláss fyrir gott fólk til vinnu inni í dal „Það eru allir velkomnir að taka þátt í undirbúningi Þjóðhátíðar. Það er misjafnt hvað mæta margir stundum eru allt uppí 30 - 40 manns að mæta. Þetta hefur verið skemmtilegur hópur undanfarin ár og erum við alltaf til í að stækka hann og þá er best að mæta um kl 20 í dalinn,“ sagði Jónas og bætti við. „Sjálfboðaliðar ÍBV eru félaginu gríðarlega mikilvægir því án þeirra væri ekki hægt setja upp né halda Þjóðhátíð það er alveg ljóst. Hlökkum til að sjá ykkur!“




















UPPSKRIFT VIKUNNAR
Humarrúllur í tjaldið
Hráefni:
Franskbrauð
Smjör 300 g
Steinselja 1 poki Hvítlaukur 1stk.
Humarhalar 800 g
Sítrónupipar
Aðferð:
Franskbrauð, skorpur skornar af og brauðið flatt út með kökukefli.
Smjörið, steinseljan og hvítlaukurinn (kraminn) og sett í pott þar til smjörið hefur bráðnað.
Humar settur á brauðið, kryddað með sítrónupipar og rúllað upp.
Brauðinu er svo dýft í smjörið, á bökunarplötu og inn í ofn á 180 gráður í ca. 10 mínútur.
Hægt að bera fram með hvítlaukssósu.


VÆI 90 ÁRA
Laugardaginn 27. júlí næstkomandi verður Hávarður Birgir Sigurðsson 90 ára.
Að því tilefni ætlar hann að taka á móti gestum milli kl. 15:00-18:00 á afmælisdaginn í Höllinni í Vestmannaeyjum og býður upp á létta veitingar.
Hann afþakkar allar gjafir og vonast til að sjá sem flesta.
NÝFÆDDIR VESTMANNAEYINGAR

Nafn: Martin Leo Daníelsson
Fæðingardagur: 15. júlí 2024
Foreldrar: Sandra Erlingsdóttir
og Daníel Ingason.
Þyngd: 2830 g
Lengd: 48cm

Drengur Bjarnason
Fæðingardagur: 4. júlí 2024
Þyngd: 3870
Lengd: 52cm
Foreldrar: María Rós Sigurbjörnsdóttir
og Bjarni Heimir Kristinsson
Systkini: Heimir Atli Bjarnason
Nafn: Aþena Mey Sundström
Fæðingardagur: 10. júlí 2024
Foreldrar: Unnur Birna Hallgrímsdóttir
og Guðmundur Sundström
Þyngd: 3880 g
Lengd: 51 cm

Eyrún Marta Sigþórsdóttir
Fæðingardagur: 10. Júní 2024
Foreldrar: Ingibjörg Sigurjónsdóttir og
Sigþór Einarsson
Systkini: Einar Ingi Sigþórsson
Fæðingarþyngd: 4175 gr.
Lengd: 54 cm
Fæðingarstaður: Landspítalanum
Reykjavík

SUDOKU



GETUR ÞÚ FUNDIÐ ORÐIN?

TÖLUR ÞRAUTIR
BIFREIÐASKOÐUN
AFMÆLI TÚSSPENNAR GJAFAPAPPÍR
TEIKNING HAMBORGARI FRANSKAR
APPELSÍN SAMLOKA KAKÓ


Andlátstilkynning
Minningargrein
Sálmaskrá
Hægt er að senda okkur minningargrein á netfangið tigull@tigull.is og við birtum fyrir þig greinina á útfarardegi.
Hægt að panta hjá okkur andlátstilkynningu bæði í blaðið og á vefinn okkar.
Bjóðum einnig upp á uppsetningu og prentun á sálmaskrám.

Er júlí þinn skoðunarmánuður?

900 Vestmannaeyjar // Vestmannabraut 38 leturstofan@leturstofan.is // s. 481 1161 leturstofan leturstofan

Frumherji í Eyjum vikuna 29. - 30. júlí
Lokað í hádeginu
Tímapantanir í síma 570 9090 Faxastígur 38


grasteppi, kælibox, plastkassa & tjaldhæla og fleira




