Tígull 29. tbl 06. árg.

Page 1


29. tbl. 06. árg. 21. - 27. ágúst 2024

PYSJUÆVINTÝRIÐ Á UNDANHALDI

Þegar þetta er skrifað, mánudaginn 19. ágúst 2024, hafa 2841 pysjur verið skráðar í pysjueftirlitið. Þar af hafa 1036 þeirra verið vigtaðar og er meðalþyngd þeirra 311 grömm sem er mjög góð meðalþyngd. Samkvæmt Náttúrustofu Suðurlands virðiat hámarki hafa verið náð 14. ágúst sl. og því ekki nema vika til 10 dagar eða svo eftir af pysjutímbilinu.

TÍGULL

Fólk er hvatt til að skrá pysjurnar sem finnast inn á lundi.is. Það tekur örskamma stund og einfaldast að gera það í símanum jafnóðum og þær finnast eða þegar þær eru vigtaðar. Okkar maður, Addi í London er ötull að mynda þegar þeir pysjunum er sleppt og leyfum við nokkrum mynda hans fylgja hér á síðunni sem og á forsíðunni.

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir, Katrín Laufey Rúnarsdóttir & Sæþór Vídó. Forsíðumynd/Addi í London.

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is

Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.

að taka baðið í gegn?

Þú færð allt fyrir baðherbergið á einum stað. Við bjóðum við upp á frábært úrval af blöndunartækjum, vöskum og klósettum. Gólefni ásamt úrvali af veggklæðningum. /midstodin @midstodin

Strandvegur 30 / 481 1475 / www.mistodin.is / midstodin@midstodin.is

NÝFÆDDIR VESTMANNAEYINGAR

Nafn: Stúlka Valtýssdóttir

Fæðingardagur: 27. júlí 2024

Foreldrar: Indíana Guðný Kristinsdóttir og Valtýr Snæbjörn Birgisson

Bróðir: Aron Snær Valtýsson

Þyngd: 3744 g

Lengd: 49 cm

Nafn: Drengur Hristov

Fæðingardagur: 02. ágúst 2024

Foreldrar: Marta Möller og

Todor Hristov

Systir: Ragnheiður Rut

Þyngd: 2942 gr ( 12 merkur )

Lengd: 49 cm

Nafn: Stúlka Svansdóttir

Fæðingardagur: 20. júlí 2024

Foreldrar: Helga Rún Róbertsdóttir og Svanur Páll Ísfeld Vilhjálmsson

Þyngd: 3475 g

Lengd: 51 cm

Nafn: Stúlka Guðlaugsdóttir

Fæðingardagur: 31. júlí 2024

Foreldrar: Rósa María Bjarnadóttir og Guðlaugur Gísli Guðmundsson

Þyngd: 4364 g ( 17,5 merkur )

Lengd: 53 cm

Nafn: Stúlka Guani

Fæðingardagur: 04. júlí 2024

Foreldrar: Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Þyngd: 3770 gr ( 15 merkur )

Lengd: 51 cm

Nafn: Stúlka Brynjarsdóttir

Fæðingardagur: 30. júlí 2024

Foreldrar: Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Óðinsson

Þyngd: 2810 gr ( 11,5 merkur )

Lengd: 47 cm

marks vegghæð 3 hæðar 9,5 m. Fjórða hæð skal vera inndregin um að lágmarki um 1,2 m og verður hámarkshæð 4 hæðar 14 en var 14,5. Gert er ráð fyrir inndregnum hliðum á suður og austurhlið hússins, auk þess sem uppbrot verður skapað með útdregnum reitum á 2. og 3. hæð.

Skipulagsgögn verða til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50, á skipulagvefsjá sveitarfélagsins og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar

Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 29. ágúst 2024 í afgreiðslu Ráðhúss, á dagny@vestmannaeyjar.is eða í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

STUNDAR NÁM Í INNANHÚSARKITEKTÚR Í FLORENCE Á ÍTALÍU

Eyjamenn má finna víða um heim hvort sem þeir hafa flutt úr landi alfarið, tímabundið eða til náms.

Tígull ætlar á næstunni að hafa samband við nokkra þeirra í smá spjall um lífið og tilveruna fjarri heimahögum.

Í spjalli við Tígul er Clara Sigurðardóttir, 22 Eyjamær, sem lauk nýverið fyrsta árinu sínu en hún stundar nám á Ítalíu í innanhúsarkitektúr / innanhúsog húsgagnahönnun við skólann Istituto Europeo di Design.

Fjölskylda:

Berglind Sigmars, Siggi Gísla svo á ég 3 bræður Sigmar Snæ, Anton Frans og Matthías.

Búseta: Florence Ítalíu.

Hvað geturu sagt okkur frá náminu þínu og skólanum?

Èg stunda nám í innanhúsarkitektúr / innanhús- og húsgagnahönnun við skóla sem heitir Istituto Europeo di Design og er í miðborg Flórens, alveg við Duomo kirkjuna.

Hvað er námið langt?

Námið er 3 ár og ég er búin með fyrsta árið.

Ætlar þú í frekara nám eða ertu komin með vinnu? Èg er ekki viss hvort ég taki masterinn strax eða hvort ég fari strax á vinnumarkaðinn en þar sem ég mun vera innanhúsarkitekt eftir þessi 3 ár þá hugsa ég fari að vinna strax eftir námið.

Er þetta eitthvað sem þú stefndir alltaf að?

Já þetta var búið að vera hugmynd og áhugamál í svolítinn tíma. Èg var alltaf að pæla í að læra innanhúsarkitektúr svo fór ég í Tækniskólann í eins árs grunnnám á hönnunar og nýsköpunarbraut sem gaf mer staðfestingu að þetta væri eitthvað sem ég hef áhuga á og vildi mennta mig í.

Þegar það kom að því að sækja um í skóla sótti ég um bæði í almennan arkitektúr í Listaháskóla Íslands og innanhúsarkitektúr í Florence svo endaði ég á að komast inní báða skólana sem gerði þetta svolítið erfitt fyrir mig að velja á milli. Eins mikið og mig langaði í Listaháskóla Íslands þá hef ég alltaf haft aðeins meiri áhuga á innanhús og því varð innanhúsarkitektúr fyrir valinu að lokum.

Hvað kom til að þú skelltir þér erlendis í nám?

Innanhúsarkitektúr er ekki kenndur á Íslandi þannig ef mig langaði í þá menntun þá þyrfti ég að flytja út, þetta var eitthvað sem mig langaði að gera og þá lætur maður ekkert stoppa sig og skellir sér bara út. Svo er enginn staður betri til þess að læra hönnun heldur en á Ítalíu að mínu mati og auðvitað tekur maður þetta bara alla leið fyrst að maður er að þessu.

Hver finnst þér mesti lærdómurinn að fara erlendis í nám?

Eins mikið nám og þetta er og maður er að nýta hverja einustu mínútu að læra þá finnst mèr ég ekkert síður vera læra á allt annað fyrir utan skólabækurnar finnst þetta bara stækka sjóndeildarhringinn og kenna manni allskonar ótengt náminu.

Býrðu yfir einu góðu sparnaðarráði fyrir fólk í námi erlendis?

Passa rafmagnið, hitann á veturna eða kæla ekki of mikið á sumrin. Ekki eyða í óþarfa.

Draumastarfið þitt er?

Ég er ekki beint með einhvern draumaendi á þessu. Mig langar bara að leggja mig alla fram og með opnum huga sjá hvert þetta leiðir mig. Það verður örugglega eitthvað draumastarf.

Er eitthvað sem kom þér á óvart meðan á náminu stóð?

Svo sem ekki mikið hingað til allavega, kannski kom mer smá á óvart að munnlegu prófin eru fyrir framan alla og að einkunnir eru gefnar upp fyrir framan allan bekkinn en kannski bara óvænt því maður er ekki vanur því.

Hvernig er félagslífið í skólanum?

Félagslífið er bara fínt svo sem, ekkert mikið skipulagt félagslíf tengt skólanum en við bekkurinn reynum að vera dugleg að gera eitthvað saman. Fara út að borða, mikið af góðum veitingastöðum. Fara á fótboltaleiki hjá Fiorentina.

Ertu búin að ferðast mikið? Hvaða staður kom þér mest á óvart?

Er ekki búin að ferðast jafn mikið og ég hefði viljað þar sem það er ekkert svakalega mikill auka tími fyrir utan skólann en èg er mjög heilluð af Feneyjum og svo finnst mér Róm æðisleg borg.

Hvernig gekk að komast inn í allt saman þegar þú varst nýbyrjuð í skólanum?

Það var ekkert mál, var mjög fljót að aðlagast umhverfinu. Er vön að koma inn í nýjar aðstæður í gegnum fótboltann.

Hvar sérðu sjálfa þig eftir ca. 1015 ár? Vera komin á fullt í þessum bransa.

Fallegasti staður sem þú hefur komið á?

Verð að segja Vestmannaeyjar, held ég muni alltaf vera á þeirri skoðun sama hvert ég ferðast.

Hvað myndiru segja að hefði verið erfiðast að fara erlendis í nám?

Held það erfiðasta hafi bara verið að fara frá fjölskyldu og vinum. Ég hef alltaf verið mikil félagsvera og viljað hafa allt fólkið mitt hjá mèr öllum stundum þannig það var smá erfitt en ég á svo gott fólk að það eru alltaf planaðar heimsóknir frá bæði vinum, kærasta og fjölskyldu sem ég er auðvitað endalaust þakklát fyrir.

Myndiru mæla með því að ungt fólk skelli sér í nám erlendis?

Já 100% ef fólk hefur tök á, þetta er svo miklu meiri lærdómur heldur

en bara námið sjálft, bara að fara út fyrir þægindarammann, kynnast fólki frá ýmsum löndum og stóla á sjálfan sig gefur manni mjög margt. Mér finnst allir ættu að prófa, þetta gefur manni svolítið öðruvísi sýn.

Stefniru á að flytja aftur til Eyja?

Veit ekki alveg með það, hugsa að það væri ekki í náinni framtíð en hver veit.

Helstu áhugamál?

Námið auðvitað, svo finnst mér gaman að fylgjast með öllum íþróttum.

Ef þú ætlar að gera þér glaðan dag, hvað yrði helst fyrir valinu?

Fara með vinkonum að versla, og enda á góðum veitingastað. Það klikkar ekkert sem endar á ítölskum ís.

Uppáhalds veitingastaður?

Nú hefur maður prófað allskonar veitingarstaði en hlutlaust mat þá er GOTT í Vestmannaeyjum bara einfaldlega best. Uppahalds veitingarstaður í Florence er sennilega Nuti, þeir eru að gera ferskt pasta í glugganum sem fólk fylgist með þegar það gengur framhjá og inná staðnum, skemmtileg upplifun og ekta ítalskur.

Stundaru einhverja hreyfingu?

Ég labba allt sem ég fer um borgina sem eru ágætar vegalengdir svo er ég að reyna að mæta í yoga ef ég hef tíma.

Eitthvað sem þú mælir með á Ítalíu sem þér fannst spennandi eða ómissandi að prófa?

Vá það er auðvitað endalaust hægt að skoða og gera á Ítalíu og endalaust af góðum veitingastöðum, ogsfrv. Ég mæli með að skoða Gucci safnið og elsta apótek í heimi. Florence er svo mögnuð borg. Ég sé fólk mála listaverk á götum úti á leið í skólann og á leiðinni heim er oft Selló- eða fiðluleikari að spila og get rekist á óperu eða hvað sem er. Þetta er auðvitað einstakt. Fyrst þegar ég kom náði ég að fara inná skartgripaverkstæði hjá Giuliano Ricchi og konunni hans sem vann hjá Gucci. Þau voru með lítið verkstæði sem þau seldu geggjaða skartgripi á verði fyrir almenning. Það var alltaf löng röð að komast inn. Við mamma og pabbi skildum ekkert að það var enginn þegar við komum og fengum við því prívat þjónustu. Þegar við vorum að labba út tókum við eftir að það var í raun lokað og vorum auðvitað miður okkar en þau voru svo indæl að minnast ekkert á það heldur afgreiddu okkur bara. Nú hafa þau lokað. Of mikið álag með röð útá götu alla daga. Þetta var upplifun og það sem ég keypti af þeim mun alltaf fylgja mér, frá mínum fyrstu dögum í Florence.

Eitthvað að lokum?

Langar bara nýta tækifærið og þakka þeim sem hafa stutt mig og heimsótt síðan ég flutti. Er einnig þakklàt þeim góðu vinum sem ég hef eignast síðan ég kom út.

ÖFLUGIR KVENLEIÐTOGAR Í MATREIÐSLU Í FORYSTUHLUTVERKI Á MATEY 2024

Hin árlega sjávarréttahátíð í Vestmannaeyjum MATEY fer fram dagana 5.-7. september nk. og að venju taka heimsklassa gestakokkar þátt í hátíðinni. Að þessu sinni eru þeingöngu kvenkyns gestakokkar þar á ferðinni sem koma víða að.

Adriana Solis Cavita - kemur frá Mexíkó og verður á GOTT.

Vestmannaeyjar eru komin á heimskort matgæðinga og öllum er boðið að koma og taka þátt í sjávarréttahátíðinni MATEY sem haldin verður í þriðja skipti dagana 5.-7. september 2024

Veitingastaðir, fiskframleiðendur og þjónustuaðilar í sjávarsamfélaginu Vestmannaeyjum taka höndum saman og vekja athygli á menningararfleiðinni og fjölbreytta fiskinum sem framleiddur er í Eyjum og bjóða upp margvíslega töfrandi rétti úr frábæru hráefni úr Eyjum.

Samhliða því að boðið verður upp á frábæran mat úr staðbundnu hráefni úr Eyjum á veitingastöðum bæjarins þá verður boðið upp á áhugaverða viðburði á hátíðinni.

Fyrirtæki í sjávarútvegnum og tengdum greinum gefa gestum tækifæri að fá innsýn í starfsemina og kynnast hvernig bláa

Renata Zalles - kemur frá Bólivíu og verður á Einsa kalda.

hagkerfið tengist saman þannig að til verður dýrindis matur á diskum gesta sjávarréttahátíðarinnar á hinum fjölskrúðugu fjölskyldureknu veitingastöðum Vestmannaeyja.

Vestmannaeyjar eru einn aðal mataráfangastaður Íslands og þar eru nú fjöldi veitingastaða sem bjóða upp á staðbundna matargerð með staðbundnu hráefni. Mataráfangastaðurinn Vestmannaeyjar voru tilnefndar til norrænu matarverðlaunanna Emblu 2021.

Á hátíðinni kynnist fólk menningunni og sögu matarins með nokkru af besta matreiðslufólki Norðurlandanna.

Á hátíðinni verða í boði fjölmargar útfærslur af fiski veiddum í kringum Eyjarnar og framleiddum hjá hinum öflugu fiskvinnslum í Eyjum og matvælaframleiðendum eins og t.d. Ísfélaginu, VSV, Grími

Rosie May Maguire - kemur frá Bretlandi og verður á Slippnum.

kokki, Marhólmum og Iðunni Seafood.

Veitingastaðirnir í Eyjum Gott, Slippurinn, Einsi kaldi munu bjóða upp á margrétta sérseðla ásamt nokkrum af bestu matreiðslumönnum í heimi sem taka þátt í hátíðinni sem gestakokkar. Á Næs, Tanganum, Kránni, Sælandi, Pítsugerðinni verða í boði sérréttir og Brothers Brewery bjóða upp á sérlagaðan bjór í tilefni hátíðarinnar.

Það er um að gera að tryggja sér borð í tíma því uppselt hefur verið á veitingastaðina í kringum hátíðina hingað til. Hægt er að gera það inn á vefsíðu hátíðarinnar matey.is.

Í Tígli í næstu viku munum við svo kynnast aðeins betur kokkunum þremur og því sem þær hafa fengist við til þessa.

STARFSFÓLK ÓSKAST Í FRÍSTUND HAMARSSKÓLA

Frístundaverið óskar eftir að ráða frístundaleiðbeinanda fyrir veturinn 2024-2025.

Um er að ræða tvær til þrjár stöður frístundaleiðbeinanda.

Frístundarverið er staðsett í Hamarsskóla og er starfrækt eftir hádegi alla virka skóladaga frá því að skóla lýkur og til 16:30. Einnig er opið á Frístund flesta daga þegar skólinn er lokaður frá 07:45-16:30. Starfsmenn koma til með að vinna í Sumarfjörinu á sumrin.

Óskar eftir því að ráða frístundaleiðbeinanda í 37,5 – 50% stöðu. Vinnutími er að jafnaði eftir hádegi á virkum dögum. Frá 13:00-16:00/16:30. Á

sumrin vinnur starfsmaður í Sumar-

Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stavey/Drífanda.

Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri. Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð. Laun miðast við og eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stavey/Drífanda. endurtekning

Umsókn sendist á annaros@grv.is og nánari upplýsingar um starfið má nálgast hjá Sigurleifu Kristmannsdóttur umsjónarkonu Frístundavers sigurleif@grv.is

fjörinu frá 09:00-16:00 á daginn og hækkar starfshlutfall eftir því.

Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, ábyrgur, áhugasamur, lipur í samskiptum og tilbúin í samstarf með velferð og þroska nemenda að leiðarljósi. Reynsla af vinnu með börnum er æskileg.

Helstu verkefni

• Vinna með börnum • Almenn umönnun barna • Fylgd á íþróttaæfingar

• Hjálpar til að móta og framvæma dagskrá • Aðstoð við síðdegishressingu

Ekki er sótt um á sérstökum eyðublöðum en umsókn skal fylgja ferilskrá og rökstuðningur af hverju viðkomandi sækist eftir starfinu.

Umsóknarfrestur fyrir störfin er til 23. ágúst nk.

Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

Name:

Created with TheTeachersCorner net Word Search Maker

GETUR ÞÚ FUNDIÐ

ORÐIN?

UMHVERFISVIÐURKENNINGAR

Vestmannaeyjabær óskar eftir tilnefningum frá bæjarbúum til umhverfisviðurkenninga Rótarí 2024 í eftirfarandi flokkum.

· Snyrtilegasta eignin

· Snyrtilegasti garðurinn

· Snyrtilegasta fyrirtækið

· Endurbætur til fyrirmyndar

· Framtak á sviði umhverfismála

Tillögur sendist fyrir 26. ágúst 2024 á netfangið: dagny@vestmannaeyjar.is

Fallegur fatnaður á konur í öllum stærðum á sanngjörnu verði. Við tökum upp nýjar vörur vikulega. www.skvisubudin.is /skvisubudin SMIÐIR & PÍPARAR

Flötum 29

Tímapantanir í síma: 481-1012

Neyðarsíminn: 844-5012 tannsi@eyjar.is

Nýsmíði

Gólfhitafræsing

Gólfhitalögn

Kjarnaborun

Pallasmíði Þakvinna

Innréttingar

Utanhúsklæðningar

Ísfélag hf auglýsir laust starf

Ísfélag hf auglýsir laust starf

Viðhaldsstjóri

Viðhaldsstjóri

í frystihúsi félagsins í Vestmannaeyjum

í frystihúsi félagsins í Vestmannaeyjum

Starfið felst í umsjón með rekstri vélbúnaðar og tækja auk skipulags og stjórnunar viðhalds. Starfsemin sem fram fer í frystihúsinu er uppsjávarfrysting þar sem afköstin eru um 600 tonn á sólarhring og bolfiskvinnsla þar sem unnin eru 20-30 tonn af bolfiski á dag milli uppsjávarvertíða.

Starfið felst í umsjón með rekstri vélbúnaðar og tækja auk skipulags og stjórnunar viðhalds. Starfsemin sem fram fer í frystihúsinu er uppsjávarfrysting þar sem afköstin eru um 600 tonn á sólarhring og bolfiskvinnsla þar sem unnin eru 20-30 tonn af bolfiski á dag milli uppsjávarvertíða.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni og ábyrgð

• Vélgæsla og viðhald

• Vélgæsla og viðhald

• Mannaforráð í viðhaldshópi

• Mannaforráð í viðhaldshópi

• Skipulag og umsjón með viðhaldi og viðgerðum

• Skipulag og umsjón með viðhaldi og viðgerðum

• Rekstur vélbúnaðar, tækja og iðnstýrikerfa

• Rekstur vélbúnaðar, tækja og iðnstýrikerfa

• Skipulag efniskaupa vegna viðhalds og samskipti við birgja og þjónustuaðila

• Skipulag efniskaupa vegna viðhalds og samskipti við birgja og þjónustuaðila

Hæfniskröfur

Hæfniskröfur

• Menntun á sviði vélstjórnar eða iðn-/tæknimenntun sem nýtist í starfi

• Reynsla og þekking af vélbúnaði

• Menntun á sviði vélstjórnar eða iðn-/tæknimenntun sem nýtist í starfi

• Sjálfstæði í starfi

• Reynsla og þekking af vélbúnaði

• Góðir samskiptahæfileikar og geta til að leiða hóp

• Sjálfstæði í starfi

• Hæfni til að vinna undir álagi og lausnamiðuð hugsun

• Góðir samskiptahæfileikar og geta til að leiða hóp

• Næm kostnaðarvitund

• Hæfni til að vinna undir álagi og lausnamiðuð hugsun

• Góð tölvufærni, þekking á teikniforritinu AutoCAD er kostur

• Næm kostnaðarvitund

• Góð tölvufærni, þekking á teikniforritinu AutoCAD er kostur

Upplýsingar um starfið veitir Björn Brimar Hákonarson í síma 892-0215. Umsóknir skulu sendast á tölvupóstfangið bjorn@isfelag.is. Umsóknarfrestur er til 8. september 2024.

Upplýsingar um starfið veitir Björn Brimar Hákonarson í síma 892-0215. Umsóknir skulu sendast á tölvupóstfangið bjorn@isfelag.is. Umsóknarfrestur er til 8. september 2024.

Ísfélag hf. var stofnað árið 1901 og er elsta starfandi hlutafélag landsins. Félagið gerir út uppsjávarskip, frystitogara, bolfiskskip og krókabát. Félagið er með starfsstöðvar í Vestmannaeyjum, á Siglufirði, í Þorlákshöfn og á Þórshöfn.

Allar fartölvur um land allt

1.990 Fartölvutöskur

Verð frá

39.990 Skólafartölvur

UPPSKRIFT VIKUNNAR

Litríkt kjúklingasalat með stökkum grillosti

Þessa vikunar bjóðum við upp á kjúklingasalat að hætti Valgerðar Grétu Gröndal af vefsíðunni Gottimatinn.is.

Grillaður grískur kjúklingur

3 stk. kjúklingabringur

60 ml ólífuolía

1 msk. rauðvínsedik

4 stk. hvítlauksgeirar, smátt saxaðir

• safi úr einni sítrónu

1 msk. hunang

1 msk. oregano

1 tsk. sjávarsalt

1⁄2 tsk. nýmalaður svartur pipar

1 tsk. þurrkuð mynta

1. Blandið öllu saman í skál.

2. Setjið kjúklinginn í rennilásapoka og hellið marineringunni yfir.

3. Látið kjúklinginn marinerast í að minnsta kosti 30 mín.

4. Hitið grillið vel og grillið bringurnar þar til þær eru eldaðar í gegn.

5. Látið mesta hitann rjúka úr þeim og skerið svo í sneiðar.

Salatið

1 stk. Grillostur frá Gott í matinn

• ferskt salat eftir smekk

• klettasalat

• kokteiltómtar, magn eftir smekk

1⁄2 stk. agúrka, skorin í bita

1⁄2 stk. rauðlaukur, þunnt sneiddur

1⁄2 stk. avocado í bitum

• svartar ólífur, magn eftir smekk

1. Byrjið á því að rífa ostinn á grófa hlutanum á rifjárni.

2. Hitið viðloðunarfría pönnu og setjið ostinn út á en ekki byrja strax að hreyfa hann til með spaða. Hann bráðnar aðeins en ekki eins og annar ostur.

3. Byrjið að snúa ostinum við þegar hann fer að brúnast og þá er í lagi að hreyfa hann til og snúa eftir smekk.

4. Ég notaði spaðann til þess að skera í sundur stærri bita.

5. Steikið ostinn þar til hann er orðinn gullinbrúnn og stökkur. Setjið til hliðar.

6. Skerið grænmetið og blandið salatinu í skál.

7. Setjið kjúklinginn yfir og toppið með Grillostinum.

ÁHÆTTUSTJÓRI ÁHÆTTUSTJÓRI

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf áhættustjóra á skrifstofu sjóðsins í Vestmannaeyjum. Í starfinu felast einnig önnu verkefni sem stjórn og framkvæmdastjóri fela honum. Áhættustjóri er lykilstarfsmaður hjá sjóðnum.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Ábyrgð á starfssviði áhættustýringar, skipulagi og innra eftirliti.

• Greining mæling og vöktun áhættu, ásamt skýrslugjöf

• Umsjón og mótun áhættustefnu og áhættustýringarstefnu

• Eftirlit með markaðsáhættu, fjárfestingarákvörðunum og áreiðanleika gagna

• Heildaryfirsýn yfir verkferla, áhættumöt, skýrslur innri endurskoðenda o.fl.

• Eftirlit með fylgni fjárfestinga við lög og fjárfestingastefnu sjóðsins

• Samskipti, skýrslugerð og miðlun upplýsinga til eftirlitsaðila og stjórnenda

• Eftirlit með peningaþvætti, öryggisstefnu, verkferlum og stefnum sjóðsins

• Önnur verkefni sem framkvæmdastjóri kann að fela honum.

Menntunar- og hæfniskröfur

• Háskólamenntun á sviði fjármála, verk- eða tölfræði

• Reynsla af fjármálamarkaði og áhættustýringu er kostur

• Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði í starfi

• Hæfni til að greina tölulegar upplýsingar og setja þær fram með skipulögðum hætti

• Góð færni í íslensku og ensku

• Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót

Nánari upplýsingar um starfið veitir Haukur Jónsson framkvæmdastjóri á tölvupósti haukur@lsv.is eða í síma 481-1008. Umsóknir skulu berast framkvæmdastjóra og umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst 2024. Með umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda.

VESTMANNAEYJAR SJÓN ER AÐ KOMA

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.