__MAIN_TEXT__

Page 1

36. tbl. 02. รกrg. 28. oktรณber - 3. nรณvember 2020


TÍGULL

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir.

DREIFING:

ÚTGÁFA:

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.


SKIL Á KÖRUM Í EIGU VSV VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ ÓHEIMILT ER AÐ NOTA KÖR Í EIGU VINNSLUSTÖÐVARINNAR (VSV) TIL ANNARS EN ÞESS SEM TENGIST VIÐSKIPTUM EÐA ÞJÓNUSTU VIÐ VSV.

Körum í eigu Vinnslustöðvarinnar ber að skila í portið vestan megin við fiskvinnslu VSV við Hafnargötu 2, við salttjald, beint á móti mótorhúsi Ísfélagsins. Þeir sem eru með kör frá VSV en geta ekki flutt þau sjálfir geta haft samband við skrifstofu VSV í síma 488 8000. Eftir 1. nóvember nk. má búast við að reikningar verði sendir til þeirra sem hafa kör VSV í sinni vörslu eða innan sinna lóða. Athugið að þetta á við um kör sem merkt eru Vinnslustöðinni/VSV og einnig kör sem merkt eru með öðrum hætti en eru sannarlega í eigu Vinnslustöðvarinnar. Dæmi um aðrar merkingar á körum í eigu VSV: Útgerðarfélag Vestmannaeyja, Jón Erlingsson, VE 78, Gandí, BH. Ástand karanna skiptir ekki máli, skila þarf öllum körum í eigu Vinnslustöðvarinnar.


STREITUSTJÓRNUN Á TÍMUM ÓVISSU legum aðstæðum og fleiru sem hefur mótað okkur. Óvissan hefur samt áhrif á okkur öll og það er upp á hverjum og einum komið að ná stjórn á eigin viðbrögðum sökum streitu sem við höfum ekki stjórn á. Þá skiptir öllu máli að ná stjórn á því eina sem er undir okkar stjórn sem eru „eigin viðbrögð“. Viðbrögð koma fram í hegðun og hugsun, mikilvægt er að tileinka sér meðvitund um það hvernig eigin viðbrögð eru ósjálfráð í aðstæðum sem valda manni streitu. Sú óvissa sem vid stöndum frammi fyrir þessa tímana veldur okkur óhjákvæmilegri streitu. Dýpst í kjarna heilans er sífellt verið að gefa merki um einhverskonar ógn sem þar af leiðandi hefur áhrif á taugakerfið okkar sem setur sig í stellingar að vera tilbúin að takast á við ógnina. Með tímanum byggist upp spenna innra með okkur vegna utanaðkomandi aðstæðna sem við höfum takmarkaða og jafnvel enga stjórn á. Óstjórn á tilfinningum fer að gera vart við sig með því að missa stjórn á skapi, sýna viðkvæmni eða falla í ótta sem byggist á óraunhæfum hugsunum. Streitan sem heltekur mann fer að koma fram í hegðun okkar, við sofum illa, notum hugbreytandi efni í auknum mæli eins og áfengi, lyf, koffín, forðumst félagsleg samskipti, nennum ekki að hreyfa okkur, verðum pirruð eða viðkvæm í samskiptum. Það er eðlilegt að óttast eigin heilsu og heilsu nákominna. Sá ótti er eðlislægur og tilheyrir okkar bjargráði sem snýr að því að lifa af. Streitan getur orðið yfirþyrmandi vegna óvissunnar og orsakað sterkar tilfinningar sem hafa mikil áhrif á líðan og velferð okkar. Við erum öll með ólík viðbrögð við streitu sem orsakast af óvissu. Viðbrögðin ráðast af persónuleika, reynslu, hugarfari, lífsstíl, félags-

Fyrst og fremst þarf að huga að eigin þörfum sem snúa að því að styrkja þolvarnir gagnvart álagi. Gott er að hafa í huga regluna með „H-in fjögur“ sem eru Hreyfing, Hvíld, Hollusta og Hugarfar. Hreyfing er mikilvæg til að losa um spennu í taugakerfinu og líkamanum öllum, með hreyfingu fáum við endorfín sem eykur á vellíðan. Hreyfðu þig eitthvað smá frekar en ekki neitt, 15 mín á dag er góð byrjun. Hvíld er mjög mikilvæg fyrir heilann og taugakerfið, hvíld felur í sér að ná endurnærandi svefni og einnig er nauðsynlegt að ná góðri heilahvíld með því að slökkva á hávaðanum í huganum. Hugleiðsla, Netflix (eitthvað sem kemur þér til að hlægja, ekki spenna taugakerfið upp með spennuefni), púsl, líkamlegt erfiði, prjóna, lita eða teikna, krossgáta, sudoku, tónlist, matreiðsla eða hvað sem það er sem hjálpar þér að slökkva á áhyggjum og hávaða hugans. Hollusta er mikilvæg þegar kemur að því að halda jafnvægi á taugakerfinu. Mataræði hefur bein áhrif á það hvernig taugakerfið spennist upp, koffín kemur manni í gírinn, áfengi róar mann niður. Meðvitund um það hvað maður setur ofan í sig er

mikilvæg, hrein fæða, vatnsneysla og vítamín geta hjálpað taugakerfinu að ná jafnvægi. Hugarfar hefur mikil áhrif á þá streitu sem hver og einn upplifir. Við höfum alltaf val um það „hvernig“ hugsanir við veljum og „hvaða“ túlkun við leggjum í hlutina. Oft er streita innra ástand frekar en eitthvað sem er utanaðkomandi. Gott er að spyrja sig „Hversu mikil er mín innri streita?“ og „Er ég að skapa mína eigin streitu með hugarfari og viðhorfum mínum?“. Til að hrekja blekkingu hugans er gott að tileinka sér rökhugsun með því að spyrja sig „Er þetta hugsun eða staðreynd?“. Öll höfum við þörf á því að hlúa að nákomnum, en mikilvægt er að hlúa fyrst að sjálfum sér og svo tékka á þeim sem standa manni næst. Þetta er sama reglan og í flugvélum, fyrst setur þú grímu á þig og svo hlúir þú að öðrum. Fréttamiðlar dæla út neikvæðum óttafréttum, takmarkaðu fréttalestur, einblíndu bara á staðreyndir og ekki leyfa vangaveltum eða orðrómi hafa áhrif á hugsanir og viðhorf þín. Hugaðu að þínum eigin þörfum, finndu tíma til að hlúa að þér og stunda áhugamál þín. Styrktu tengslanet þitt, tjáðu þig og reyndu að fá og sjá önnur sjónarhorn. Covid er að skapa stand í samfélagi okkar sem við höfum enga stjórn á, þess vegna þarf hver og einn að tileinka sér æðruleysi og breyta því sem maður getur gert sem er „Eigin viðbrögð“. www.hugarheimur.is


KRAKKAR Í HREKKJAVÖKULEIKJUM Á BÓKASAFNINU

Bókasafn Vestmannaeyja stendur á traustum grunni og er ein elsta stofnun bæjarins, stofnað í júní 1862. Var þetta fimmta lestrarfélagið sem stofnað var á landinu og var opið öllum almenningi, en var ekki einungis fyrir embættismenn, segir á Heimaslóð. Bókasafnið hefur alltaf verið vel sótt og má það ekki síst þakka öflugu starfsfólki sem fylgist vel með útgáfu bóka og er óþreytandi í að laða fólk að safninu, ekki síst þau yngri. Á mánudagsmorguninn fjölmenntu sjöttu bekkingar Grunnskólans á safnið sem er skreytt í anda hrekkjavökunnar sem er um næstu helgi.

útfærði leikinn í spjaldtölvu,“ sagði Sóley um þennan skemmtilega leik fyrir krakka.

Í framvarðarsveitinni eru Drífa Þöll Arnardóttir og Sóley Linda Egilsdóttir. „Bókasafnskennarinn Sæfinna Ásbjörnsdóttir hafði samband við okkur um samvinnu að ratleik og tölvukennarinn Birgit Ósk Bjartmarz

Hinn leikurinn var ratleikur á bókasafninu sem gekk út á að leysa ýmsar þrautir tengdar bókum og hrekkjavöku. „Þau fengu smá bókasafnskynningu í byrjun og verða svo að sjá um sig sjálf,“ sagði

„Við erum að tengja bókasafnið hrekkjavökunni, finna til ákveðnar bækur, beinagrindur og annan hrylling sem er við hæfi þegar hrekkja á fólk. Um leið eru krakkarnir að læra á safnið. Hópnum er skipt í tvennt, annar hópurinn er í Einarsstofu, anddyri safnsins. Þar erum við með stóla- og bókaleik þar sem krakkarnir sitja í hring og er bók á hverjum stól. Hver les úr sinni bók í þrjár mínútur og svo skipta þau. Þannig fá þau að upplifa ólíkar bækur,“ sagði Sóley.

Drífa en bætti við að þau gætu beðið um vísbendingar ef þau ættu í erfiðleikum með einhverja þraut. „Það er frábært þegar kennarar innan skólans hafa samband við okkur og við eigum gott samstarf að allskonar verkefnum. Okkur finnst alltaf jafn gaman að fá fólk inn á safnið, sérstaklega áhugasama krakka,“ sagði Drífa. Ekki var annað að sjá en að krakkarnir skemmtu sér vel og skreytingarnar skelfilegu gerðu sitt til að auka á stemninguna. Sama er gert á jólum og við fleiri tilefni og allt gert af mikilli ástríðu. Það er okkar lán að eiga öflugt og metnaðarfullt fólk á bókasafninu sem auk fagmennsku kann að bregða á leik okkur öllum til ánægju. Oft var þörf en nú er nauðsyn í miðju kófinu og öllu sem því fylgir.


GUMMI GEFUR ÚT ÁRAMÓTALAG Guðmundur Ásgeirsson eða eins og við þekkjum hann öll, Gummi Brimnes eða eins og hann sagði líka Bikaróði Eyjamaðurinn kíkti við hjá okkur á Tígli. En við heyrðum af því að hann væri að gefa út lag fyrir áramótin og vildum forvitnast örlítið um það og hann í leiðinni. Hvað segirðu Gummi, hvað hefur þú verið að semja lengi? Ég hef verið að semja í 20 ár. Nú hefur þú tilkynnt okkur að nýtt lag sé á leiðinni, hvað heitir það? Í kvöld er skaup.

42

Hvenær kemur það út? Fyrir áramótin. Hver syngur lagið? Ég

Uppáhalds:

Hljómsveit? Brimnes Matur? Pizza, fiskur, hamborgari, kindabjúgu og samloka. Litur? Appelsínugulur. Lið í Ensku? Manchester United og Arsenal. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Bera út Tígul og semja lög. Hvað er skemmtilegasta æfingin? Allt sem við gerum í litla Hressó. Uppáhalds leikmaðurinn? Grétar Þór, Kári Kristján, Ásgeir Snær og Sigtryggur Rúnar. Söngvari? Ingó Veðurguð og Stebbi Hilmars. Bíómynd? Amma Hófí. Þættir? Kviss, Eurogarðurinn og Ráðherra. Eitthvað að lokum? Lilja þú ert yndisleg.


KJÚKLINGUR MEÐ PESTÓ OG TÓMÖTUM - Uppskrift vikunnar -

Kjúklingaréttur hráefni: 4 stk kjúklingabringur 1 stk krukka af mauki úr sólþurrkuðum tómötum. 1 stk krukka af mauki úr ólífum. 1 stk krukka af sólþurrkuðum cherry-tómötum. Fetaostur eftir smekk. Hitið ofninn í ca. 180°C. Takið maukið með sólþurrkuðu tómötunum og ólífunum og hellið í eldfast mót. Dreifið jafnt og þétt á botninn í eldfasta mótinu. Takið kjúklingabringurnar og skolið. Það er ekki verra að skera þær í tvo til þrjá bita. Dreifið þeim jafnt í mótið ofan á pestóið. Það er ekki nauðsynlegt að krydda kjúllann þar sem pestóið er mjög bragðmikið. Hellið cherry-tómötunum í sigti og látið olíuna leka af. Sama er

gert við fetaostinn. Tómötunum og fetostinum er svo stráð yfir kjúllann. Ofnbakið í ca. 1 klst. Gott er að setja á grillið í ofninum svona síðustu 1015 mínúturnar, þá verða tómatarnir og osturinn vel brúnað og stökkt. Berið fram með gómsætu kúskúsi, hvítlauksbrauði og fersku salati. Salat hráefni: 1 haus Lambhagasalat Hálf appelsína, 2 gulrætur, rífa með rifjárni 1 rauð paprika, söxuð gróft Fjórðungur vatnsmelóna, fræ-hreinsuð og söxuð gróft 1 lúka cashewhnetur 1 avocado, Afhýtt og saxað gróft Aðferð: Skolið salatblöðin og tætið gróft. Skrælið appelsínuna og saxið í bita. Skrælið gulræturnar og rífið gróft á rifjárni.

Skerið paprikuna í helminga, fræhreinsið og saxið gróft. Skerið kjötið úr fjórðung af vatnsmelónu, saxið gróft. Þurrristið cashewhneturnar á heitri pönnu (án olíu) í um 5 mínútur). Kælið aðeins. Afhýðið avocadoið, fjarlægið steininn og saxið gróft. Setjið allt hráefnið varlega í stóra skál. Blandið varlega. Nota má heilar möndlur, ferskar kryddjurtir, heslihnetur, kjúklingabaunir, nýrnabaunir, kotasælu, fetaost, parmesan, appelsíngula/gula paprikur, Brasilíuhnetur, ólífur og margt fleira í salatið.


SUDOKU

ORÐAÞRAUT

BEINAGRIND HROLLVEKJA DRAUGUR NAMMI GRÍMUBÚNINGUR UPPVAKNINGUR

GRASKER SKRÍMSLI

HREKKJAVAKA KÓNGULÓAVEFUR


S ÍM I: 4 8 1 1 1 1 9 O p ið t il 1 6 :0 0 v ir k a d a g a

ðeins Gildir ail 5. nóv. .t 30. okt

+5%

15% afsláttur

Óhugnanlega lágt verð

Er kominn tími á að hreinsa úlpuna fyrir veturinn?

HALLOWEEN

ÚT NÓVEMBER

HALLO40

Engin bið eftir tilboði - þú sérð verðið strax á netinu!

Úlpudagar

MEÐ KÓÐANUM

Tannlæknar 2. - 4. nóvember - Birta Þórsdóttir

Hlýja Tannlæknastofan Hólagötu 40

Tímapantanir í síma 481-2772

/crispus

Aðalfundi - frestað Aðalfundi Verkstjórafélags Vestmannaeyja fyrir 2019 sem fara átti fram föstudaginn 30. Október 2020 hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Nánar auglýst síðar.

Við munum halda áfram að hafa opið en með breyttu sniði. Stofan verður opin eftir tímapöntunum en síminn verður alltaf opin fyrir pantanir Sími 772-6766 Hrönn: 694-2655 /Svanhvít : 772-3332 Hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórn Verkstjórafélags Vestmannaeyja


Jólagjöfin í ár

FYRIR ÖMMU, AFA, MÖMMU, PABBA, FRÆNKU...

Inn á vefsíðunni 1000andlit.is er að finna allar myndir úr verkefninu. Hægt er að kaupa myndirnar af þér og þínum í góðum gæðum bæði í stafrænu formi, í prentgæðum eða útprentaða í ákveðnum stærðum. Stærðir: Stafræn útgáfa - sent í tölvupósti - 3.900 kr. A5 (14,8X21 cm) - 5.700 kr. A4 (21×29,7 cm) - 6.400 kr. A3 (29,7×42 cm) - 7.500 kr.

Nánari upplýsingar eða pantanir fara fram: á vefsíðunni www.1000andlit.is 1000andlit@gmail.com eða í síma 856 4250

Profile for Leturstofan

Tígull 36.tbl 02árg  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...

Tígull 36.tbl 02árg  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...