__MAIN_TEXT__

Page 1

32. tbl. 02. รกrg. 23. - 29. september 2020


HEIMILDARMYND UM VIÐAR TOGGA OG EYJABÍTLANA

Nafn og aldur? Sindri Snær Jónsson, frændi Viðars Togga og setti saman heimildarmynd um hann og Eyjabítlana. Myndin er um 12 mínútur og er farið yfir sögu Eyjabítlana en þeir voru stofnaðir 1986 og rætt við hljómsveitarmeðlimi. Tígull sló á þráðinn til Sindra og fékk aðeins að fræðast um þennan unga listamann. Hver ert þú? Ég heiti Sindri Snær Jónsson - 23 ára og fæddur 31.okt 1996. Hvernig ertu skyldur Viðari? Viðar er bróðir ömmu minnar, Kristbjörgu sem er í pabba ætt. Hafði ekki hitt Viðar nema örfáum sinnum áður en ég hafði samband við hann um að gera heimildarmyndina. Ég var

TÍGULL

því mjög glaður að hann samþykkti. Af hverju þessi heimildarmynd? Ég er í kvikmyndatækni í Stúdíó Sýrlandi og er að byrja á lokaönn, fjórðu önn. Á þriðju önn áttu allir nemendur að gera heimildarmynd. Það er frekar fyndið en ég fékk ekki hugmyndina um að gera heimildarmynd um Viðar. Strákur í bekknum mínum rakst á Facebookið hans og fannst hann geggjaður karakter til að gera heimildarmynd um. Þegar ég sagði honum að ég væri frændi hans sagði vinur minn, að ég YRÐI að gera mynd um hann! Við hvað starfar þú? Ég er búinn að starfa sem öryggisvörður fyrir Öryggismiðstöðina í 5 ár.

Hvað varstu lengi að taka myndina og vinna? Ég hafði aldrei farið til Eyja áður en ég tók myndina, ótrúlegt en satt. Svo ég fór heldur blint inn í þetta. Ég skaut hana um miðjan ágúst. Mætti klukkan tíu á föstudagskvöldi til Eyja. Gisti heima hjá Viðari og var í Eyjum þar til ég tók ferjuna heim klukkan tíu á sunnudagskvöldinu. Ég hafði í raun bara tvo heila daga fyrir tökur. Eftirvinnslan var frekar erfið þar sem ég þurfti að púsla fjórum mismunandi aðilum saman í eina sögu og passa að fókusinn væri þó á Viðari. Klipping, hljóðvinnsla og litun á myndinni tók mig um fimm vikur. Heyrst hefur að Eyjabítlarnir verði með tónleika upp á Háalofti þegar fer að hausta.

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir. Forsíðumyndina á Jói Mydndó.

DREIFING:

ÚTGÁFA:

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.


ÞÚSUND ANDLIT HEIMAEYJAR SÍÐASTI SÉNS TIL AÐ TAKA ÞÁTT! FIMMTUDAG 24. september kl. 16:00 - 18:00

LAUGARDAG 26. SEPTEMBER kl. 13:00 - 19:00

FÖSTUDAG 25. SEPTEMBER kl. 16:00 - 19:00

SUNNUDAG 27. SEPTEMBER kl. 13:00 - 18:00

Mættu á Leturstofuna Strandvegi 47 og láttu smella af þér!

WWW.1000ANDLIT.IS Glæný heimasíða verkefnisins 1000 Andlit Heimaeyjar er kominn í loftið og gefst nú fólki kostur á að kaupa sína mynd í fullum gæðum í stafrænu formi án lógó okkar til að prenta sjálft, einnig bjóðum við uppá að prenta út fyrir þig gegn vægu gjaldi. Kíktu á heimasíðu verkefnisins og skoðaðu myndirnar af þér og þínum nánustu


STARFSEMI OG HELGIHALD LANDAKIRKJU Öruggur vettvangur okkar allra

Í Landakirkju fer fram ýmis konar starfsemi sem leidd er af frábæru fólki. Margir leita til kirkjunnar og starfsemi hennar og oftar en ekki varðar kirkjan og athafnir hennar lífsgöngu okkar bæði sem einstaklingar og samfélag. Hér á eftir verður aðeins farið yfir þá starfsemi sem fram fer í Landakirkju eða á hennar vegum. Helgihald – Sunnudagurinn Helgihald kirkjunnar er dágóður partur af starfi kirkjunnar og er leitt af prestunum, sr. Guðmundi Erni og

fæst í

sr. Viðari, en þar er sunnudagurinn í öndvegi. Þrennt er fast í hendi á sunnudögum. Í fyrsta lagi er það sunnudagaskólinn kl. 11 sem einkennist af miklu fjöri, söng, fræðslu og dansi og er leiddur af prestunum og ýmsum gítarleikurum eins og Gísla Stefáns, Jarli og Leó Snæ. Þá hafa fermingarbörn einnig komið að sunnudagaskólanum með leikþáttum. Í öðru lagi er guðsþjónusta sunnudagsins kl. 14. Í henni komum við saman til að lofa skapara okkar og fela í hans hendur gleði okkar og sorgir, daglegt strit og amstur, væntingar og þrár, okkur sjálf og okkar nánustu. Stundum eru sérstakar þema- eða tónlistarmessur sem eru þá auglýstar sérstaklega. Í þriðja lagi er æskulýðsfélagið með reglulega fundi kl. 20. Gísli Stefáns, æskulýðsfulltrúi Landakirkju, leiðir þær samverur ásamt leiðtogum úr félaginu. Æskulýðsfélagið er ætlað krökkum á aldrinum 13-16 ára og er að sjálfsögðu opið öllum.

Skírnir, hjónavígslur, húsblessanir o.fl. Þrátt fyrir að sunnudagurinn sé nokkuð fastmótaður er ekki endilega fyrirséð hvenær börn eru borin til skírnar eða hvenær einstaklingar ákveða að ganga í hið heilaga. Skírnir geta farið fram í kirkjunni, heimahúsi eða hinum ýmsu sölum sem Eyjarnar hafa upp á að bjóða. Í skírninni felum við Guði barnið og framtíð þess á sama tíma og beðið er fyrir því að barnið „megi vaxa í visku og náð“ líkt og sagt var um frelsarann sjálfan. Vert er að minnast á að fullorðnir geta einnig verið skírðir ef þeir voru ekki skírðir sem barn. Hjónavígslur eru sannarlega gleðistundir í lífi einstaklinga og litast hjónavígslan eðlilega af því. Hjónavígslur geta verið fjölmennar eða fámennar og geta farið fram í kirkjunni, heimahúsi eða undir berum himni – hinu náttúrulega altari. Þá eru einnig ýmsar aðrar athafnir í boði eins og húsblessanir eða sérstakar bænastundir. Best er að hafa samband við presta Landakirkju, sr. Guðmund Örn og sr.


Viðar, vegna skírna og hjónavígslna eða annarra athafna. Æskulýðsstarf kirkjunnar Landakirkja heldur úti metnaðarfullu barna- og æskulýðsstarfi sem samanstendur af sunnudagaskólanum sem áður hefur verið nefndur, krakkaklúbbunum 1T2 (1. og 2. bekkur), 3T4 (3. og 4. bekkur) og TTT (5.-7. bekkur), Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM&K í Vestmannaeyjum (8. bekkur – 1. ár í framhaldsskóla), hreyfingu ungleiðtoga innan Landakirkju og Kirkjustarfi fatlaðra. Krakkaklúbbarnir þrír í Landakirkju eru á miðvikudögum yfir vetrarmánuðina og eru vel sóttir. Sterkir hópar hafa myndast í gegnum árin sem haldast alveg upp í unglingastarfið. Hóparnir hittast í safnaðarheimilinu, eiga helgistund uppi í kirkju með söng, sögu og bæn og loks tekur við formleg dagskrá í safnaðarheimili, uppfull af skemmtilegum leikjum, þrautum og öðru spennandi. Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM&K í Vestmannaeyjum heldur úti öflugu starfi fyrir unglinga í 8. bekk og upp í fyrsta ár í framhaldsskóla. Starfið er byggt í kringum æskulýðsfundi sem haldnir eru á sunnudagskvöldum og eru líkir fundum krakkaklúbbanna nema lengri og kraftmeiri. Hópurinn hittist svo á opnu húsi á fimmtudagskvöldum

í safnaðarheimilinu þar sem er engin eiginleg dagskrá en þó nóg um að vera í boði ungleiðtoga starfsins. Félagið sækir reglulega æskulýðsmót á vegum Þjóðkirkjunnar og KFUM og KFUK á Íslandi sem og að ferðast erlendis, aðalega Norðurlandanna á æskulýðsmót. Ungleiðtogar Landakirkju hafa verið þjálfaðir sérstaklega af æskulýðsfulltrúa og KFUM og KFUK á Íslandi til að leiða kristilegt æskulýðsstarf. Alla jafna eru 8-12 leiðtogar virkir í hópnum og starfa þeir sem sjálfboðaliðar innan Æskulýðsfélagsins og krakkaklúbbanna. Meðlimir kirkjustarfs fatlaðra hittast annan hvern mánudag yfir vetrarmánuðina. Haldið er upp á upphaf og endi hvers vetrar með veglegum veislum og gleði en eins og búast má við kunna meðlimir starfsins heldur betur að skemmta sér. Landakirkja og safnaðarheimilið Hér í Eyjum búum við svo vel að því að hafa veglegt safnaðarheimili sem tengt er kirkjunni. Safnaðarheimilið nýtist að sjálfsögðu fyrst og fremst fyrir starfsemi kirkjunnar en þó er hægt að fá afnot af sal þess til annarra viðburða eins og fyrirlestra, tónleika (sem geta einnig farið fram í Landakirkju) eða veislna. Salur safnaðarheimilisins getur tekið allt að 150 manns. Þá er einnig ágætis fundaraðstaða í boði í kennslustofu safnaðarheimilisins. Leiga á salnum


er í höndum Halldórs Hallgrímssonar staðarhaldara og Kvenfélags Landakirkju. Félög og hópar í kirkjunni Ýmis félög eiga fastan sess í kirkjunni; Kvenfélag Landakirkju, Kór Landakirkju, Vinir í bata (12 sporin) & AGLOW. Kvenfélag Landakirkju styður kirkjuna með ýmsum hætti þrátt fyrir að það birtist nú á dögum einna helst í kringum erfidrykkjur í safnaðarheimilinu og kyrtlaleigu fyrir fermingarbörn. Kór Landakirkju skipar veglegan sess í kirkjunni, starfi hennar og helgihaldi. Kórinn syngur í athöfnum kirkjunnar og jólatónleikar kórsins hafa fest sig í sessi í jólaundirbúningi Eyjamanna. Stjórnandi kórsins er Kitty Kovács og formaður hans er Sóley Linda Egilsdóttir. Vinir í bata hittast á mánudögum í safnaðarheimilinu og AGLOW, félag kristinna kvenna, hittist einnig reglulega í safnaðarheimilinu. Ýmsir aðrir hópar hafa einnig verið starfandi í Landakirkju með einum eða öðrum hætti; sorgarhópar, fundir fyrir aðstandendur Alzheimer-

sjúklinga, ýmsir bænahópar, o.fl.. Allir þessir hópar og félög skipta kirkjuna miklu máli og væri hún óneitanlega fátækari án þeirra. Skiptir kirkjuna miklu máli að þessi félög séu sem virkust og fjölmennust. Einum hóp má þó ekki gleyma en það er sóknarnefnd kirkjunnar en í henni eru einstaklingar sem hafa áhuga á starfi kirkjunnar og er hlutverk nefndarinnar að styðja við starf kirkjunnar með ýmsum hætti. Fundar hún reglulega ásamt prestum kirkjunnar. Alls eru 14 einstaklingar í sóknarnefnd hér í Eyjum og formaður hennar er Andrea Elín Atladóttir. Stuðningur, viðtöl og sálgæsla Stuðningur og sálgæsla er að sjálfsögðu í boði hjá prestum Landakirkju. Hægt er að leita til þeirra fyrir trúarlega leiðsögn, hjónabandsráðgjöf, áfallahjálp og stuðning hvort heldur sem er við einstaklinga eða fjölskyldur. Öll sálgæsla prestanna er gjaldfrjáls og hægt að panta tíma hjá þeim, jafnvel með skömmum fyrirvara.

samfélag bæði í gleði og sorg og því er ljóst að sá vettvangur þarf að vera öruggur bæði þeim sem koma saman til athafna eða annarrar starfsemi í kirkjunni sem og þeim sem standa þeim að baki. Engar sérstakar sóttvarnarreglur gilda um kirkjulega starfsemi en þó er hún þeim ekki undanskilin. Sömu fjöldatakmarkanir gilda í kirkjunni sem annars staðar rétt eins og fjarlægðarreglur. Sóttvarnarreglur yfirvalda eru virtar í starfi kirkjunnar og eiga allir að geta leitað til kirkjunnar í öryggi og vissu. Landakirkja - Kirkjan okkar Allt þetta er þó einungis brot af þeirri starfsemi sem fram fer á vegum Landakirkju. Öll fyrrgreind starfsemi væri þó engin ef ekki væri fyrir fólkið sem ræktar hana eða stendur henni að baki. Landakirkja er ekki einungis byggingar eða umgjörð heldur einnig innihald: fólkið í kirkjunni sem hefur trúna að leiðarljósi. Án fólksins og trúarinnar væri engin Landakirkja. Allir eru ávallt velkomnir í Landakirkju, kirkju okkar allra.

Landakirkja og COVID-19 Við komum saman í Landakirkju sem

Tannlæknar

/crispus

6. - 9. október - Hjalti Þórðarson

Hlýja Tannlæknastofan Hólagötu 40

Tímapantanir í síma 481-2772

Við munum halda áfram að hafa opið en með breyttu sniði. Stofan verður opin eftir tímapöntunum en síminn verður alltaf opin fyrir pantanir Sími 772-6766 Hrönn: 694-2655 /Svanhvít : 772-3332 Hlökkum til að sjá ykkur!

ÁFRAM MEÐ SMURIÐ!

Sértilboð á smurþjónustu 14.–30. september hjá Nethamar, viðurkenndum þjónustuaðila Toyota á Íslandi. 20% afsláttur af olíu, síum, rúðuþurrkum, perum og fleiru.* 15% afsláttur af vinnu við smurningu hjá viðurkenndum þjónustuaðila Toyota. *Olía, olíusíur, loftsíur, frjókornasíur, bensín- og hráolíusíur, þurrkublöð, þurrkugúmmí, perur, rúðuvökvi, frostlögur og Adblue (afsláttur gildir eingöngu með vinnusölu).

Engin vandamál – bara lausnir


FÆRA FASTEIGNAVIÐSKIPTI INN Á VEFINN

Eyjamaðurinn Haraldur Pálsson er annar stofnenda Fasteignamiðlunarinnar e-fasteignir– sem hóf starfsemi fyrir skömmu. Þeir veita heildstæða þjónustu í fasteignaviðskiptum. Skjalavinna verður eins sjálfvirk og rafræn og hægt er. Söluferli fasteigna á svo til allt að geta gengið rafrænt fyrir sig þegar áformaðar breytingar eru gengnar í gegn. Tígull tók hús á Haraldi og fékk hann til að svara nokkrum spurningum. Fullt nafn og aldur? Haraldur Pálsson, 31 árs. Fjölskylda? Sambýliskona mín er Íris Þórsdóttir, synir okkar heita Aron Gísli og Þórarinn Ingi báðir 6 ára. Foreldrar mínir eru Páll Þór og Rut, bróðir minn heitir Kristinn. Fæddur og uppalinn? Ég er fæddur á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja árið 1989, þekkti lítið annað en Vestmannaeyjar þar til ég fór í nám fyrir sunnan. Námsferill? Ég var í leikskóla á Sóla, tók grunnskólaprófið í Hamarsskóla og lauk stúdentsprófi í FÍV, samhliða tók ég stýrimanninn og hélt því

áfram samhliða námi í hagfræði við Háskóla Íslands. Að endingu bætti ég við tölvunarfræðigráðu úr sama skóla. Hverjir standa á bakvið e-fasteignir? Við erum tveir stofnendur að e-fasteignum, Ómar Þór er upphafsmaðurinn að kerfinu og ég kom að því sem meðstofnandi á síðari stigum. Hvernig virkar e-fasteignir eða út á hvað gengur ferlið? e-fasteignir virka þannig að seljendur geta fundið sinn fasteignasala gegnum kerfið. Seljendur skrá sína eign inn á vefinn og velja fasteignasölur sem þeir óska eftir tilboðum frá. Í kjölfarið senda fasteignasalarnir tilboð í söluþóknunina og seljandinn velur þann sem honum lýst best á í kerfinu. Besti parturinn er síðan að seljendur eru betur upplýstir um gang mála. Geta fylgst með stöðunni í kerfinu og séð þegar tilboð berast í eignina. Hvernig kom til að þið fóruð út í þetta? Okkur fannst vanta betri upplýsingar til bæði kaupenda og seljenda. Við töldum brýnt að stytta allar boðleiðir og auka aðgengi að sölugögnum til að gera ferlið skilvirkara og betra fyrir alla aðila í fasteignaviðskiptum. Síðan þróaðist þetta einnig

út í uppboðsmarkað, rafrænar undirritanir og sjálfvirkt skjalakerfi. Hvernig eru viðbrögð almennings við þessu? Við höfum fengið mjög góð viðbrögð. Við vitum að fólk vill meiri upplýsingar. Það getur verið mjög hentugt að geta athugað stöðuna á sölunni á þeim tíma sem helst hentar manni, frekar en á tilteknum opnunartímum. Við þekkjum þetta með heimabankann, núna erum við að færa fasteignaviðskiptin á vefinn. Er þetta eitthvað sem við í Eyjum getum nýtt okkur? Tvímælalaust, rafrænar undirritanir í kerfinu hjálpa hjónum að ganga frá undirritunum í tilboðsgerðinni. Sérstaklega þegar annar aðilinn er í vaktavinnu, á sjó eða á erfitt með að bregða sér frá. Þá er einnig gott að geta sent undirrituð kaup- eða gagntilboð utan skrifstofutíma. Síðan eru öflugir fasteignasalar í Eyjum. Það getur því verið vandasamt að velja á milli, kerfið getur því einfaldað þér valið, þar sem þú getur óskað eftir tilboðum frá þeim í þjónustusamninginn. Eitthvað að lokum? Ég mæli með að fólk skoði vefinn okkar efasteignir.is, það er án skuldbindinga að leita eftir tilboðum í sölusamning.


OFNBAKAÐAR KJÖTBOLLUR & PIPAROSTASÓSA - Uppskrift vikunnar -

Kjötbollur Fyrir 4-6 hráefni: 850 g blanda af nautahakki 1 lítill laukur, hakkaður smjör 1/2 dl bbq-sósa 1 egg 70 g rifinn piparostur

aðferð: Bræðið smjör í potti við meðalháan hita og steikið sveppina í nokkrar mínútur. Kryddið með pipar og hellið rjóma yfir. Bætið grænmetisteningi og kryddosti í pottinn og látið bráðna í rjómanum. Gott er að bera þetta fram með fersku salati og hrísgrjónum.

aðferð: Hakkið laukinn og steikið upp úr smjöri þar til mjúkur. Setjið laukinn í skál ásamt hakki, bbq-sósu, eggi og kryddosti. Blandið öllu vel saman með hrærivél. Mótið kjötbollur og raðið á bökunarpappirsklædda ofnplötu. Bakið við 180° í um 20 mínútur. Piparostasósa með sveppum hráefni: 10 sneiddir sveppir smjör pipar hálfur piparostur 2,5 dl rjómi 1 teningur nautakraftur

fæst í

Hvít súkkulaði mús með ferskum berjum Fyrir 3 hráefni: 100 g hvítt súkkulaði 2 eggjarauður 2 msk sykur 1½ eggjahvítur 125 g hindber 125 g brómber aðferð: Brjóttu súkkulaðið í lítil stykki og bræddu í vatnsbaði í skál yfir litlum skaftpotti. Þeyttu eggjarauðurnar samanvið sykurinn og hrærðu bræddu súkkulaðinu samanvið. Stífþeyttu eggjahvíturnar og hrærðu þeim saman við eggjarauðu og súkkulaðiblönduna og setjið 200 g af berjunum saman við. Setjið í 3 glös og látið standa í ísskáp í 2 tíma. Skreytið músina með berjum.


HÖNNUN UMBROT Á AUGLÝSINGAEFNI LJÓSMYNDUN IÐNAÐARLJÓSMYNDUN VÖRUMYNDATAKA MYNDVINNSLA GREINASKRIF AUGLÝSINGASALA PRENTUN FJÖLFÖLDUN SKÖNNUN & RÁÐGJÖF

LETURSTOFAN | STRANDVEGUR 47 | LETURSTOFAN @ LETURSTOFAN.IS

Auglýst er eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Suðurlands Menningarverkefni

Atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni

Bætt menning, velferð og samstarf svo lífsgæði eflist og mannlíf á Suðurlandi blómstri

Öflugt atvinnulíf á Suðurlandi með aukinni nýsköpun, bættri framleiðni og fleiri fyrirtækjum

Kynnið ykkur áherslur og úthlutunarreglur sjóðsins á www.sass.is

UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT ÞRIÐJUDAGINN 6. OKTÓBER, KL. 16:00 RÁÐGJÖF UM ALLT SUÐURLAND

Ráðgjafar eru á starfsstöðvum um allt Suðurland. Umsækjendur eru hvattir til hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð við gerð umsókna.

STYRKIR@SASS.IS

S. 480-8200

WWW.SASS.IS

Uppbyggingarsjóður er hluti af


SUDOKU

ORÐAÞRAUT

VATN SPRITE PEPSI COKE APPELSÍN KRISTALL FANTA

AQUARIUS MIX ORKA


Er kominn tími á hreinsun á sænginni & koddanum?

15% afsláttur A F H R E IN S U N O G S Ó T T H R E IN S U N Á S Æ N G U M , K O D D U M O G Y F IR D Ý N U M Ú T S E P T E M B E R !

Á AÐ SKORA Á FÉLAGANA?

KOMDU OG KÍKTU VIÐ! MÁN - ÞRI - MIÐ OPIÐ FRÁ 17:00 - 23:00 FIM - FÖS - LAU - SUN OPIÐ FRÁ 16:00 - 23:00

Elsku mamma okkar, tengdamamma, dóttir, systir og amma,

AUÐUR FINNBOGADÓTTIR varð bráðkvödd á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum 15. september síðastliðinn. Útförin mun fara fram í kyrrþey.

Finnbogi Auðarson Bergvin Oddsson Fanný Rósa Bjarnadóttir Hafsteinn Oddsson Kristjana Þorfinnsdóttir Systkin og barnabörn

S ÍM I: 4 8 1 1 1 1 9 O p ið t il 1 6 :0 0 v ir k a d a g a

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaður, afi og langafi,

THEODÓR S. ÓLAFSSON vélstjóri og fyrrverandi útgerðarmaður, Bessahrauni 6 í Vestmannaeyjum, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum 16. september. Útförin mun fara fram frá Landakirkju föstudaginn 2. október kl. 13:00 Margrét Sigurbjörnsdóttir

Þorbjörg Theodórsdóttir Haukur Logi Michelsen Hafþór Theodórsson Hanna Ragnheiður Björnsd. Júlíanna Theodórsdóttir Ingólfur Ingólfsson Bára Theodórsdóttir Tommy Westman Björk Theodórsdóttir Harpa Theodórsdóttir Örvar Guðni Arnarsson og fjölskyldur


Profile for Leturstofan

Tígull 32.tbl 02árg  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...

Tígull 32.tbl 02árg  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...