Tígull 32.tbl 03 árg.

Page 1

32. tbl. 03. árg. 13 -19 . október 2021

Við vekjum athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameinum hjá konum, bleiki dagurinn er 15. október!


BLEIKI DAGURINN FÖSTUDAGINN 15. OKTÓBER

STARFSFÓLK EYJABLIKKS Á BLEIKA DEGINUM 2019 Við hvetjum alla til að senda okkur skemmtilegar, bleikar myndir af sér, vinahópum eða vinnufélögum á netfangið tigull@tigull.is

Á Bleika deginum hvetjum við vestmannaeyinga til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu. Hvernig væri að skipuleggja bleikt morgunkaffi í vinnunni eða heima fyrir? Einnig er tilvalið að klæðast bleikum fötum í tilefni dagsins. Heimili og vinnustaðir hafa verið dugleg við að smella einhverju góðgæti í ofninn og skreyta í tilefni dagsins. Einhverjar verslanir verða með tilboð á þessum degi.

TÍGULL

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir.

DREIFING:

ÚTGÁFA:

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.


SKRÚFAR UPP, SMELLIR SAMAN, MÁLAR! EKKERT SPARTL!

r e 4 L A P KÓ einnig fáanleg í m u t i l i r k dek

30%

AFSL

ÁT T U

R

/midstodin Strandvegur 30 / 481 1475 www.mistodin.is / midstodin@midstodin.is


FASTEIGNASALA OPNAR Á STRANDVEGINUM Hvernig er staðan á markaðnum í dag? Á landsvísu hefur verið skortur á eignum og framboð því minna en eftirspurn, verðið í hámarki og mikið um að eignir séu að seljast á yfirverði á höfuðborgarsvæðinu. Töluverð eftirspurn eftir minni íbúðum og kannski verið að byggja of mikinn lúxus. Vextir hafa verið mjög hagstæðir. Ertu ein eða ertu með fleiri starfsmenn? Ég mun vera ein á skrifstofunni hérna í eyjum en mun vinna í nánu samstarfi við starfsmenn Bæjar upp á landi, það verður gott að hafa þessa reynslubolta á kantinum. Verður þú með vefsíðu þar sem hægt er að skoða eignirnar í Eyjum? Já mér finnst það mjög mikilvægt og mun vera með heimasíðu sem verður eingöngu með eignum sem ég er með á skrá hér í eyjum. Heimasíðan www.eyjaeignir.is verður tilbúin þegar við opnum.

Halldóra Kristín Ágústsdóttir er á næstunni að opna fasteignasölu í húsinu Valhöll, Strandvegi 43a í Vestmannaeyjum. Hún er að leggja lokahönd á endurbætur að innan og gera snyrtilegt að utan. Hún mun vera í samstarfi við Bæ sem er rótgróin fasteignasala staðsett í Kópavogi og á Selfossi. Hana hlakkar mikið til að þjónusta Vestmannaeyinga og leggur upp úr því að veita faglega og persónulega þjónustu, vönduð vinnubrögð og umfram allt gott viðmót. Tígull heyrði í Dóru og fékk nánari upplýsingar um Fasteignasöluna. Hefur þú haft lengi áhuga á þessu sviði? Já það má segja það, það eru ansi mörg ár síðan mamma sagði við mig að ég ætti að starfa við þetta því ég hafði svo mikinn áhuga á markaðinum og vissi alltaf hvað var á sölu hér í eyjum hverju sinni. Það tók mig samt nokkur ár að átta mig á því að þetta væri málið. Áður en ég fór í löggildinguna kláraði ég viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri sem á eftir að nýtast mér vel núna þegar ég fer að starfrækja mitt eigið fyrirtæki. Hvað heitir fasteignasalan þín? Þar sem ég er í samstarfi við fasteignasöluna Bæ þá mun ég notast við nafnið Bær Vestmannaeyjum.

Nú kláraðir þú starfsnámið hjá Bæ, var það að einhverju leyti frábrugðið því að vera hér í eyjum? Já það er auðvitað mikið að gera á þessum stóru sölum í bænum, margt í gangi og margar sölur í hverri viku. Munt þú vera með einhverjar nýjungar? Ég ætla mér að nýta vel þessa frábæru staðsetningu og vera með auglýsingar á eignum í gluggunum. Það er mikil umferð bíla og gangandi vegfaranda fram hjá og mér finnst ekki spurning að nýta þessa 24 tíma ókeypis auglýsingu. Svo erum við með ýmislegt í deiglunni sem við erum að skoða betur. Fyrir þau sem eru í hugleiðingum að kaupa eða selja hvernig er best að hafa samband við þig? Það er hægt að senda á mig tölvupóst á dora@fasteignasalan.is eða hringja í síma 861-1105. Ég er nú þegar farin að heyra í fólki og er mjög þakklát fyrir það. Svo er auðvitað stutt í opnun á skrifstofunni og þá hvet ég fólk bara til að kíkja til mín í góðan kaffibolla á besta stað í bænum og við förum yfir málin saman.


Íbúð eldri borgara Sólhlíð 19 Vestmannaeyjabær auglýsir lausa til umsóknar almenna leiguíbúð fyrir eldri borgara að Sólhlíð 19. Íbúðin er 59,2 fermetrar að stærð.

Umsóknarfrestur er til 22. október 2021 Hægt er að sækja um í gegnum íbúagátt Vestmannaeyjabæjar en einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á Rauðagerði, gengið inn sunnanmegin. Umsóknum og fylgigögnum skal einnig skilað þangað. Eldri umsóknir skulu ítrekaðar. Allar nánari upplýsingar veitir Silja Rós Guðjónsdóttir í síma 488-2000 eða silja@vestmannaeyjar.is

Starfsfólk á netaverkstæði Óskum eftir starfsfólki á netaverkstæði okkar í Vestmannaeyjum, helst vant veiðafæragerð eða með þekkingu á veiðafærum. Allar nánari upplýsingar veitir Birkir Agnarsson í síma 892 0280 eða birkir@isfell.is

www.isfell.is


DRAUMURINN AÐ FARA Í ATVINNUMENNSKU mennsku eftir námið ef allt gengur mjög vel þessi 4 ár en ef ég ákveð að fara ekki í atvinnumennsku er planið að taka mastersnám tengt viðskiptafræðinni einhvers staðar í Evrópu. Hvernig líkar þér þarna úti? Ég elska að vera hérna úti, á mjög góða vini hérna og ég get spilað golf nánast allt árið hérna úti.

Lárus Garðar Long lærir viðskiptafræði og spilar golf á íþróttastyrk við háskólann Bethany College. Tígull tók létt spjall við Lárus. Hvernig kom það til að þú ákvaðst að fara út? Eftir að ég áttaði mig á því að mig langaði að reyna ná langt í golfi kom sú ákvörðun að best væri að reyna að finna skóla í Bandaríkjunum. Háskólagolfið er besti undirbúningurinn áður en að fara í atvinnumennsku. Ólafur Loftson hjálpaði mér með ferlið að komast út og það hjálpaði mikið, þannig hann sá um það að senda á mismunandi skóla í Bandaríkjunum. En hvað með valið á skóla? Ástæðan fyrir því að ég valdi Bethany College er sú að mér líkar mjög vel við þjálfarann og það voru 3 Íslendingar í þessum skóla áður en að ég samdi við Bethany, þannig það var auðveldara að fá fleiri upplýsingar frá þeim þar sem ég þekki þá alla. Hvernig er hann í samanburði við aðra skóla? Bethany College er mjög lítill háskóli

með um 800 nemendur, og flest allir í skólanum eru á íþróttastyrk. Það er mjög mikill kostur að skólinn er lítill þar sem að þú færð miklu meiri hjálp frá kennurunum. Hversu mikið golf er spilað meðfram náminu? Við spilum í 5-6 mótum á hverri önn. Við æfum í 3 klst á golfvellinum alla virka daga og við förum í ræktina 3x í viku með liðinu. Við spilum einnig mikið golf um helgar og ég reyni að fara í ræktina 2x í viku aukalega. Eru reglulega mót og er eitthvað sérstakt framundan núna í golfinu? Næsta mót hjá liðinu er 18. Október í Kansas City, eftir það verður tímabilið búið. Hvað ertu að læra? Meðfram golfinu er ég að læra viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og fjármál Er þetta langt nám? Þetta nám tekur 4 ár Veistu hvað mun taka við efitir þetta? Draumurinn er að fara í atvinnu-

Hvernig er típískur dagur hjá þér? Típískur dagur hérna úti er að ég vakna um 8 leytið og fer í skólann 2-3 tíma á dag. Ég fer yfirleitt í ræktina klukkan 10 um morguninn flest alla virka daga. Fer í hádegismat klukkan 12 þar sem ég sit alltaf með liðsfélögunum, sem er mjög gaman því matsalurinn var ekki opinn í fyrra vegna Covid. Við förum í liðsrútuna alla virka daga klukkan 3 til þess að fara út á golfvöll sem er 20 min keyrsla og er yfirleitt kominn heim á milli 6 og 7. Þá tekur við að elda eða fara í matsalinn og síðan hitta félaganna eða læra eftir mat. Ferðu í eitthvað frí í kringum jólin og muntu koma eitthvað heim í frí? Ég fæ alltaf mjög gott jólafrí og fæ ég að vera heima yfir jólinn og næstum allan janúar líka. Hvernig gengur að kynnast öðrum nemendum? Það gekk mjög illa fyrsta árið vegna covid en það er mun léttara að kynnast fólki núna þegar nánast allt er orðið normal. Fyrsta árið þá kynntist ég bara fólki úr golfliðinu en nú er tengslanetið orðið mun stærra. Þegar það er frítími hvað er skemmtilegast að gera? Mér finnst lang skemmtilegast að hitta félagana í mínum frítíma og gera einhvað skemmtilegt annað en að spila golf.


Tilboð óskast í bifreiðina:

Mercedes Benz árgerð 2006 Ekinn 206500 km. Aðeins einn eigandi. Tilboð óskast send á bustadir@internet.is

NORÐURLANDAMEISTARI Í BAKSUNDI

Norðurlandamótið var haldið í Laugardalshöllinni síðastliðinn laugardag. Árný Heiðarsdóttir keppti þar í 50 metra bringusundi og var með næst besta tímann í sínum aldursflokki, bætti sig mjög en endaði á að gera ógilt sem var heldur betur svekkjandi að sögn Árnýjar. Einnig keppti Árný í baksundi og vann það á tímanum 57,87 og er þar með Norðurlandameistari í sínum aldursflokki. Öll Norðurlöndin voru að keppa hér á landi síðustu helgi.


UPPSKRIFT VIKUNNAR Ofnbökuð svínalund með sinnepssvepasósu Hráefni: 600 g svínalund salt og pipar smjör 150 g sveppir 1 skarlottulaukur 1 msk hveiti 1 dl kjötkraftur af steikarpönnunni 1 dl rjómi 1 dl mjólk 1 msk kálfakraftur (fæst fljótandi í glerflöskum, stendur kalvfond á) 1 msk dijon sinnep skvetta af sojasósu smá sykur Aðferð: Hreinsið kjötið og kryddið með salti og pipar. Bræðið smjör á pönnu og brúnið hliðarnar á kjötinu. Takið kjötið af pönnunni og setjið í eldfast mót. Hellið 1 dl af vatni á pönnuna og sjóðið kraftinn upp (hann verður notaður í sósuna). Setjið kjötið í 175° heitan ofn í um 20 mínútur, eða þar til kjötmælir sýnir 67°. Látið kjötið standa í 10 mínútur áður en það er skorið. Skerið sveppina í fernt og hakkið laukinn. Bræðið smjör í potti við miðlungsháan hita og steikið laukinn og sveppina þar til laukurinn er mjúkur. Stráið hveiti yfir og hrærið vel. Hrærið steikarkraftinum saman við og síðan rjóma, mjólk og kálfakrafti. Látið sjóða saman í 5 mínútur. Smakkið til með sykri, dijon sinnepi, salti, pipar og smá sojasósu.

Moon skálin er hönnuð af Mario Bellini fyrir Kartell. Mynstrið í skálinni er einstaklega fallegt og líkist öldugangi og getur hún því staðið einn og sér og notið sín.

heimadecor.is


SMÖLUN Í BJARNAREY & ELLIÐAEY Síðastliðinn mánudag fór hópur í smölun út í Elliða- og Bjarnarey. Lagt var af stað klukkan 12:30. Smölunin gekk vel í báðum eyjum. Lóðsinn kom og sótti féið og mannskapinn. Fyrst í Elliðaey og svo var farið yfir í Bjarnarey, þetta tók tímann sinn og var kominn haugasjór þegar leið á. Það kom mjög þreyttur mannskapur í land kl. 19:30. Fleiri myndir frá smöluninni munu birtast á tigull.is


ÞRAUTIR

SINNEP KOKTEILSÓSA STEIKTUR PULSA

TÓMATSÓSA REMOLADI LAUKUR PYLSA HAMBORGARI PIZZA

Óskað er eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi 2021 Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) óska eftir tilnefningum til samfélags- og hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi. Frestur til tilnefninga er til miðnættis mánudaginn 18. október nk. og þær skal senda á netfangið: menningarverdlaun@sass.is. Veitt verður viðurkenning sem og peningaverðlaun sem nýtt verða til áframhaldandi menningarstarfs á Suðurlandi. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu SASS: sass.is.


Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu,

ÁSU SOFFÍU FRIÐRIKSDÓTTUR Ásu á Hól

sem lést 21. ágúst sl. á Hraunbúðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hraunbúða.

Friðrik Gíslason Ingibjörg Sigurjónsdóttir Bjarki Friðriksson María Ösp Karlsdóttir Sigríður Ása Friðriksdóttir Ian Jeffs og langömmubörn

VERTU MEÐ OKKUR @leturstofan /leturstofan