__MAIN_TEXT__

Page 1

25. tbl. 02. árg. 29. júlí - 5. ágúst 2020


ÞJÓÐHÁTÍÐ ER EINSTÖK UPPLIFUN! sem stýrir miklu í okkar lífi í dag, og samkomutakmörkunum sem honum fylgja. Við verðum að hlýða þeim reglum sem gilda og gæta að eigin smitvörnum. Í þessari viku getum við látið okkur hlakka til næstu Þjóðhátíðar og næsta sumars sem þá verður orðin aftur sá gleðitími sem Vestmannaeyingar og landsmenn allir hlakka til og njóta. Þangað til getum við yljað okkur við minningar frá fyrri hátíðum og hlustað á, og sungið þau fjölmörgu frábæru Þjóðhátíðarlög sem til eru og við þekkjum svo vel. Og það gladdi mig mikið að Þjóðhátíðarnefnd skyldi halda í þá hefð í ár að gefa út nýtt Þjóðhátíðarlag, frábært lag sem kallar fram bros og góðar minningar úr Dalnum. Í ár eru 146 ár síðan fyrsta Þjóðhátíðin okkar var haldin. Því er það mjög sérstök tilfinning að henni hafi verið aflýst í ár, en það gerðist síðast þegar fyrri heimsstyrjöldin stóð sem hæst. Þetta er sem sagt í fyrsta sinn í 105 ár sem Þjóðhátíð fellur niður; og í fyrsta og vonandi síðasta skiptið sem það gerist í tíð okkar sem nú lifum. Ég veit að við virðum öll og skiljum þessa ákvörðun og þau sjónarmið sem að baki henni búa. En einmitt þetta - þessi langa saga og hefð og þessi órofa tenging við fortíð okkar og þá sem á undan fóru hér í Eyjum - leggur okkur ríkar skyldur á herðar. Við þurfum að hlúa að

TÍGULL

þessari miklu menningarperlu sem Þjóðhátíðin er. Virða sögu hennar og hefðir; halda í allt það sem gerir Þjóðhátíðina sérstaka og einstaka: hvítu tjöldin, brennuna, bjargsigið, blysin og brekkusönginn - og margt fleira sem er okkur svo kært. Það er allt þetta sem gerir þessa hátíð að einstakri upplifun. Það erum við sjálf sem búum til minningarnar sem fylgja okkur svo áfram á “lífstíðarskútunni” eins og eitt óskabarn Þjóðhátíðarinnar, Ási í Bæ, kallaði það. Í ár búum við Eyjafólk til öðruvísi „Þjóðhátíðar“minningar. Þetta sumar er og verður ólíkt öllum öðrum sumrum sem við höfum þekkt. Við erum í heimsfaraldri,

Við heimafólk getum síðan gert margt sem tengir okkur við hátíðina þessa helgina; eins og setningarkaffi og samvera með fjölskyldu og vinum. Við höldum okkar útgáfu af Þjóðhátíð þótt sú hefðbundna falli niður að þessu sinni. Eigið góða Þjóðhátíðarhelgi; þetta verður allt öðruvísi í ár en það verður samt gaman! Við sjáumst svo hress í Herjólfsdal að ári, þar sem hjartað slær! „Því vil ég segja, takk fyrir mig.“ Íris Róbertsdóttir Bæjarstjóri

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir. Forsíðumynd: Addi í London.

DREIFING:

ÚTGÁFA:

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.


Making our world more productive

GAS

Smellt eða skrúfað?

Það skiptir ekki máli, við eigum bæði!

ÞÚ FINNUR SÖLUSTAÐI FYRIR AGA GAS Á GAS.IS Linde Gas | Breiðhöfða 11 | Reykjavík | 577 3000

Ráðandi - auglýsingastofa ehf

ALLS STAÐAR


FRÁBÆRT FÓLK & FALLEG NÁTTÚRA

Nafn: Björg Hjaltested Fjölskylda: Gift Halli Einarssyni og saman eigum við Daníel Inga 8 ára, Kristófer Daða 7 ára og Sunnu Marín 4 ára. Áhugamál: Útivera, ferðast, vera með fjölskyldunni og vinum. Menntun: BS í viðskiptafræði og er að klára mastersgráðu í markaðsfræði. Starf: Er að vinna hjá Deloitte og búin að vera þar í 4 ár. Hvaðan ertu: Kópvoginum, fluttum til Eyja fyrir 6-7 árum.

við

Hvernig finnst þér að búa í Eyjum? Mér finnst æðislegt að búa í eyjum, stutt að fara allt, frábært fólk og

falleg náttúra sem er endalaust hægt að njóta sín í. Nú ert þú með vefverslunina heimilislif.is getur þú sagt okkur aðeins meira frá því? Ég opnaði netverslunina www. heimilislif.is fyrir rúmu 1,5 ári. Ég fann fyrirtæki í Tyrklandi sem framleiðir tyrknesk handklæði og fannst vanta meira úrval af þeim á góðu verði. Í dag er ég að selja ilmkerti, ilmstangir, handsápu, handáburð, umhverfisvænar vörur í þvottinn, tyrknesku handklæðin og fleira sem ég flyt inn sjálf og næ því að halda verðinu sanngjörnu. Tyrknesku handklæðin eru úr 100% tyrkneskri bómull, mjúk, rakadræg og til í nokkrum litum, þau ásamt ilmunum eru vinsælustu vörurnar okkar. Við höfum einbeitt okkur að

því að vera með góðar vörur sem eru án aukaefna, umhverfisvænar og á góðu verði. Við skutlum pöntunum upp að dyrum í Eyjum og er möguleiki að velja það í pöntunarferlinu í netversluninni. Það er einnig í boði að senda okkur skilaboð og kíkja við og skoða vörurnar. Hvað hefur þú farið oft á Þjóðhátíð? 6-7 sinnum. Hvað finnst þér um að það verði engin Þjóðhátíð í ár? Það verður bara tvöfalt skemmtilegra á næsta ári, helgin í ár verður væntanlega eftirminnileg þar sem margir munu halda sína eigin þjóðhátíð með fjölskyldu og vinum.


TAKK FYRIR MIG (ÞJÓÐHÁTÍÐARLAG 2020) Höfundur lags og texta: Ingólfur Þórarinsson Flytjandi: Guðmundur Þórarinsson og Ingólfur Þórarinsson

Capó á 3. bandi


FUNDIÐ FYRIR MIKLUM VELVILJA FRÁ SAMFÉLAGINU

Tígull heyrði í Herði Orra Grettissyni framkvæmdastjóra ÍBV: ÍBV mun ekki standa fyrir einum einasta viðburði um Verslunarmannahelgina, er setning sem að ég fyrir hönd ÍBV íþróttafélags hélt að ætti aldrei eftir að verða send út. Þetta var ákvörðun sem var beðið með eins lengi og hægt var að taka og var alls ekki léttvæg. Okkur langaði alltaf að gera eitthvað því frá árinu 1901 hefur eingöngu ein Þjóðhátíð fallið niður en það var árið 1914, það sama ár hófst fyrri heimsstyrjöldin. Nú er ljóst að Þjóðhátíðin 2020 fellur niður og er ástæðan annarskonar styrjöld. Höldum okkar eigin Þjóðhátíð í ár Fyrir okkur Eyjamenn er Þjóðhátíð mikið meira en einhver útihátíð. Þetta er fjölskylduhátíð þar sem að við komum saman með ættingjum og vinum og höfum gaman. Ýmsar hefðir skapast í kringum Þjóðhátíð sem gaman er að halda við. Við hjá

ÍBV hvetjum alla til að viðhalda þessum hefðum og halda sína eigin Þjóðhátíð og verður gaman að fylgjast með mismunandi útfærslum á Þjóðhátíð 2020. Öll hjálp vel þegin Þjóðhátíð er gríðarlega mikilvæg fjáröflun fyrir barna- og unglingastarf ÍBV og er Þjóðhátíð ein ástæða þess að hægt er að halda úti jafn öflugu starfi í litlu samfélagi og raun ber vitni. Þeir sem hafa keypt sér miða geta hjálpað félaginu sínu mikið með því styrkja ÍBV um andvirði miðans eða óska eftir því flytja miðann til næsta árs, þetta er hægt að framkvæma á dalurinn.is. Einnig er enn hægt að kaupa miða á Þjóðhátíð 2020. Þjóðhátíðarlag og Þjóðhátíðarblað Þrátt fyrir að engin Þjóðhátíð fari fram í ár hefur verið gefið út Þjóðhátíðarlagið Takk fyrir mig, höfundar lags og texta eru þeir

Ingólfur og Guðmundur Þórarinssynir. Lagið er frábært og mun lifa með okkur í mörg mörg ár. Einnig verður gefið út Þjóðhátíðarblað sem verður til sölu á næstu dögum, það verkefni er leitt af Eyjamanninum Skapta Erni Ólafssyni og hvetjum við fólk til að taka vel á móti sölumönnum blaðsins. ÍBV hefur fundið fyrir miklum velvilja frá samfélaginu eftir að örlög Þjóðhátíðar í ár voru ljós, fyrir það erum við þakklát. Við erum ekki af baki dottin þó að fjárhagslega sé vindurinn í fangið. Nú þegar er hafin vinna við Þjóðhátíð 2021 og er okkur strax farið að hlakka til, við sjáumst þar!


/midstodin

Tjöldum heima! Þú færð teppin & lakkið fyrir súlurnar í þjóðhátíðartjaldið hjá okkur!

– Í MEISTARA HÖNDUM

Strandvegur 30 / 481 1475 / www.mistodin.is / midstodin@midstodin.is


FAGNAÐ EINS OG TÝNDA SYNINUM Á ÞJÓÐHÁTÍÐ

Guðni skemmti sér ekki síður en ferðalangarnir frá Eyjum. Ljósmynd: Halldór Haraldsson.

„Þegar ég fékk beiðni um að fara með Vestmannaeyingum á Njáluslóðir, vestur í Flóa og víðar um Suðurland var það hamingjustund fyrir mig því enginn þjóðflokkur á Íslandi er jafn skemmtilegur og Vestmannaeyingar. Það er alltaf stuð þar sem þeir fara um. Þannig að þetta var gríðarlega hátíðlegur dagur fyrir mig, mikið hlegið og gaman að vera með þeim,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra og alþingismaður Framsóknar í Suðurlandskjördæmi. Tilefnið var að heyra kynni hans af þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en ferðin sem hann nefndi er dagsferð með eldri borgurum í Vestmannaeyjum um Suðurland fyrr í sumar þar sem hann var fararstjóri. Flott ferð og ánægja á báða bóga. „Þeir eru skemmtilegir enn í Vestmannaeyjum og svo hafði ég gaman að segja þeim nútímasögur og frá þessum jafnöldrum mínum á Njáluslóðum, Njáli og Gunnari,“ sagði Guðni þegar hann var spurður hvað

hefði að hans mati staðið upp úr í ferðinni. „Svo voru örlögin það þung að við hvorki komumst niður að Bergþórshvoli né að Hlíðarenda heim en horfðum á bleika akra og slegin tún. Minntumst þessara fallegustu hjóna Íslandsögunnar, Gunnars og Hallgerðar. Flóaáveitan og Kínamúrinn Annars fannst mér margt standa upp úr. Við komum í Flóann, að hátindi frægðar Íslands, Flóaáveitunni. Þar þorði rútan ekki að fara tröllaukinn veg eftir ruðningunum og við urðum að aka yfir græn tún Ketils bróður míns til að sjá skurðinn mikla. En Flóaáveitan er frægasta mannvirki Íslands því þegar fyrsti tunglfarinn steig á tunglið forðum, hrópaði hann til jarðarinnar, ég sé tvö mannvirki á jörðinni, annað er Kínamúrinn og mér sýnist hitt vera Flóaáveitan. Þannig að það var sannarlega gaman að vera þarna með Vestmannaeyingum.“

Glöddust ef maður reif kjaft Aðspurður sagðist Guðni eiga frábærar minningar frá Eyjum og Þjóðhátíð þekkir hann vel. „Ég á þaðan frábærar endurminningar úr minni pólitík og var þarna á óskaplega merkum fundum. Þá reyktu Vestmannaeyingar enn og reyktu svo mikið að maður var í kófi á fundunum. Þeir rifu kjaft, skömmuðu mann eins og hund og tóku svo utan um mann og kysstu á kinnina. Voru glaðir ef maður reif kjaft við þá.“ Dalurinn logaði af dýrð Og ungur fór Guðni á Þjóðhátíð. „Já. Ég hef farið á Þjóðhátíðir. Fór með góðum félögum mínum á hátíðina 1972, þá síðustu fyrir gos. Það var ógleymanlegt að vera þar í tjaldi. Koma í hvítu tjöldin, þá óþekktur strákur og var tekið allstaðar eins og týndum syni. Svo minnist ég enn þegar Siggi Reim stökk upp að bálkestinum á Fjósakletti. Kveikti í og allur Dalurinn logaði af dýrð.


Svo gerði ég það að gamni mínu fyrir örfáum árum að ég brá mér út, var einn dag og vakti í sólarhring. Gekk um og þeir fögnuðu mér enn Eyjamenn sem týndum syni þó fæstir þeirra hafi nokkurn tímann kosið mig. Það var alveg dýrleg stund að vera í Dalnum þar sem Árni vinur minn Johnsen söng þjóðsönginn. Nú hefur drengurinn hann Ingólfur Þórarinsson tekið við. Til gamans má geta þess að nú búa foreldrar hans í hvíta húsinu sem ég byggði við Ölfusárbrúna. Árni fann upp Brekkusönginn og gerði þjóðsönginn frægan og nú hefur Ingó tekið við. Þannig að ég á ekkert nema góðar minningar frá Þjóðhátíð.“ Pabbinn sótti manndóminn til Eyja Og Guðni var ekki sá fyrsti í fjölskyldunni sem sótti Eyjarnar heim. „Faðir minn, Ágúst á Brúnastöðum sótti manndóm sinn til Eyjanna. Var á Kirkjubæ og reri með Eyjólfi Gíslasyni, skipstjóra á Bessastöðum í tólf vertíðir. Ragnar frændi minn, Raggi í Hvammi kom með tröllauknar sögur og

mikinn hlátur. Þeir muna hann enn sumir og margir Vestmannaeyingar litu við á Brúnastöðum til að heimsækja pabba.“ Að lokum minnist Guðni vinar síns, Sigmunds Jóhannssonar, teiknara og uppfinningamanns með meiru. „Já. Þó þeir kysu mig ekki margir Eyjamenn hjálpaði Sigmund mér meira en margur. Hann teiknaði

mig meira en 200 sinnum í Morgunblaðið og alltaf sem víking. Ég var aldrei í maddömukjólnum,“ sagði Guðni og biður fyrir kveðjur til Vestmannaeyinga.

ÚTSALA! DÖMUFATNAÐUR 50% AFSLÁTTUR & UPPÚR ALLUR HERRAFATNAÐUR Á 50% AFSLÆTTI

/smarteyjan

#smarteyjan

smarteyjan

www.smartey.is | Smart | Vestmannabraut 30 | sími: 481 3340


HVAÐ Á AÐ GERA UM ÞJÓÐHÁTÍÐARHELGINA? Þrátt fyrir að það sé búið að aflýsa þjóðhátíð í ár þá eru margar fjölskyldur sem ætla að halda áfram í þær hefðir sem hafa skapast á þjóðhátíð. Tígull heyrði í Ólöfu Aðalheiði Elíasdóttur eða Ólu Heiðu eins og flestir þekkja hana og Jónasi Guðbirni og fékk að forvitnast hvernig “þjóðhátíðarhelgin” þeirra verður haldin í ár.

ÓLA HEIÐA:

Hvernig eru plönin hjá ykkur um næstu helgi? Við systkinin og fjölskyldur okkar hér í Eyjum ætlum okkur að tjalda Þjóðhátíðartjaldinu okkar í garðinum heima hjá okkur Björgvin, stefnum á tveggja daga hátíð, líklega laugardag og sunnudag. Dagskráin er í smíðum. Hvaða hefð ætlið þið að halda í ár? Setningarkaffi og borða saman í tjaldinu, við erum að vona að við getum verið með varðeld og söng í Dverghamrinum á sunnudagskvöldið, stjörnuljós og kannski nokkur blys. Ætla margir úr fjölskyldunni að koma saman, ca tala? Við verðum tuttugu til tuttugu og fimm.

Hvað er mikilvægt að hafa í tjaldinu? Þjóðhátíðarhúsgögnin okkar, flatkökur með hangikjöti, kleinur, hjónabandssæla og brúnkakan hennar mömmu. Það var alltaf hef hjá okkur að sjóða pulsur um miðnætti og ef Bjössi bróðir fær að ráða þá gerir hann það. Alltaf gott að hafa heitt kakó með rjóma. Hvaða nýjungar verða hjá ykkur í ár? Við ætlum að vera með bingó og pílukastkeppni og svo verður vonandi hver fjölskylda með skemmtiatriði. Eigið þið von á gestum um næstu helgi eða hafa gestir á leið til ykkar hætt við að kíkja til Eyja? Það koma hressir og skemmtilegir gestir til Magga bróður, gestir sem hafa komið undanfarin ár og tekið fullan þátt í undirbúningi hátíðarinnar. Já það hættu nokkrir

við en þeir koma næstu þjóðhátíð. Hvað er það helsta sem þið munuð sakna úr dagskrá Þjóðhátíðar sem að ekki verður hægt að hafa í ár? Ég held að við munum sakna þess mest að sitja saman í brekkunni og fylgjast með skemmtuninni, brekkusöngnum og blysunum. Við munum auðvitað sakna þess að fylgjast saman með brennunni, það er alltaf mikil spenna í kringum hana sérstaklega eftir að Eyþór sonur okkar fór að vinna við undirbúninginn og framkvæmd. Brennan er miklu meiri vinna en fólk gerir sér grein fyrir. Veðrið mun að sjálfsögðu spila inn í hvernig við munum setja hátíðina upp en það verður hátíð hjá okkur.


JÓNAS:

Hvernig eru plönin hjá ykkur um næstu helgi, ætla margir úr fjölskyldunni að koma saman og hvaða hefð ætlið þið að halda í ár? Við stórfjölskyldan u.þ.b 25 manns munum hittast og tjalda og eiga góða stund í garðinum hjá mér. Við munum halda í nokkrar hefðir og meðal annars verður setning með hátíðarræðu, léttri hugvekju og söng. Hvað er mikilvægt að hafa í tjaldinu? Það verða kaffi og kökur og góðar samlokur í tjaldinu sem er mjög mikilvægt.

þar sem það er auðvelt að komast í rafmagn á ég von á því að það verði vel skreytt með ýmsum ljósum í tjaldinu. Hvaða nýjungar verða hjá ykkur í ár? Krakkarnir ætla að vera með sjoppu og er mikil tilhlökkun hjá þeim Það er mikill metnaður fyrir helginni í fjölskyldunni og var stofnuð Þjóðhátíðarnefnd sem skipuleggur hátíðarhöldin. Formaður í henni er auðvitað atvinnuformaðurinn Þór Vilhjálms. Helgin mun fyrst og fremst snúast um samveru fjölskyldunnar þar sem

gleðin verður við völd. Eigið þið von á gestum um næstu helgi eða hafa gestir á leið til ykkar hætt við að kíkja til Eyja? Gestir munu koma ofan af landi. Hvað er það helsta sem þið munuð sakna úr dagskrá Þjóðhátíðar sem að ekki verður hægt að hafa í ár? Við munum sakna þess að sitja ekki saman í brekkunni og hlusta á brekkusönginn. Svo verður kannski kveikt á blysum og eða flugeldum.

Stjórnun fyrirtækja er vandasamt verk. Til að ná settum markmiðum er oft nauðsynlegt að leita aðstoðar sérfróðra aðila. Góð ráðgjöf getur gert gæfumuninn í rekstri fyrirtækja. Starfsmenn Stjórnunar ehf. búa yfir mjög yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á sviði viðskipta og stjórnunar. Hafið samband og við förum yfir málin. Skoðum hvað betur má fara og hvaða leiðir eru færar.

Jóhann Pétur Sturluson, MSc.

868 5555 stjornun@stjornun.is www.stjornun.is


ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ VESTMANNAEYJA KEMUR ÚT ÞRÁTT FYRIR ENGA ÞJÓÐHÁTÍÐ - Skapti Örn Ólafsson, ritstjóri Þjóðhátíðarblaðs Vestmannaeyja 2020, í spjalli -

Í aðdraganda Þjóðhátíðar er útgáfa Þjóðhátíðarblaðs Vestmannaeyja fastur liður, en blaðið hefur komið út í rúmlega 80 ár. Þrátt fyrir að Þjóðhátíð hafi verið slegin af í ár vegna samkomutakmarkana í tengslum við Covid-19 kom ekki annað til greina hjá ÍBV-íþróttafélagi en að gefa blaðið út. Ritstjóri blaðsins í ár er Eyjapeyinn Skapti Örn Ólafsson, en þetta er ellefta Þjóðhátíðarblaðið sem hann ritstýrir. „Það er alltaf jafn gaman að fjalla um hátíðina okkar í Herjólfsdal, en þetta er ellefta Þjóðhátíðarblaðið sem ég ritstýri. Fyrsta blaðið kom út árið 2000, þannig að það eru komin tuttugu ár frá fyrsta blaðinu,“ segir Skapti Örn. Mikið högg að Þjóðhátíð fari ekki fram Ásamt því að hafa fjallað um Þjóðhátíðina í Þjóðhátíðarblaðinu margsinnis gaf Skapti Örn í fyrra út heimildarmyndina Fólkið í Dalnum ásamt Sighvati Jónssyni, en myndin hverfist einmitt um Þjóðhátíð. „Eftir törnina í kringum útgáfu myndarinnar Fólkið í Dalnum sem við Hvati unnum að í fimm ár og kom út í aðdraganda Þjóðhátíðar í fyrra þá reiknaði ég með því að fá smá frí frá hátíðinni. Ég átti hins vegar ekki von

á að Þjóðhátíðin yrði blásin af,“ segir Skapti Örn kankvís. „Það er auðvitað bagalegt að hátíðin falli niður, en hjá því var því miður ekki ekki komist og afstaða ÍBV mjög skynsamleg og ábyrg. Þetta er gríðarlegt högg fyrir ÍBV, enda Þjóðhátíð langstærsta tekjulind félagsins ásamt því að hátíðin hefur mikið gildi fyrir okkur Eyjamenn,“ segir Skapti Örn og bætir við að honum hafi runnið blóðið til skyldunnar að hjálpa ÍBV við að gefa Þjóðhátíðarblaðið út. Stútfult blað af áhugaverðu efni Þjóðhátíðarblaðið er venju samkvæmt stútfullt af áhugaverðu efni tengdu Þjóðhátíð. Meðal efnis í blaðinu í ár eru viðtöl við Eyjapeyjana Víði Reynisson og Þórólf Guðnason sem hafa staðið í stafni í baráttunni gegn Covid-19. Þá er Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í viðtali ásamt þeim félögum Guðmundi Þ. B. Ólafssyni og Jónasi Bergsteinssyni sem rifjuðu upp Þjóðhátíðir á Breiðabakka. Eins er rætt við Ingólf Þórarinsson annan höfunda þjóðhátíðarlagsins í ár ásamt því að ritstjórar Eyjamiðlanna eru teknir í létta Þjóðhátíðaryfirheyrslu. Kápa Þjóðhátíðarblaðsins er sérstök í ár - tómt hvítt hústjald í tómum

Herjólfsdal. „Mig langaði til að hafa forsíðuna á blaðinu í ár eftirminnilega og tengjast Þjóðhátíðinni sem ekki fór fram. Mér finnst okkur Gunnari Inga Gíslasyni ljósmyndara hafa tekist nokkuð vel upp,“ segir Skapti Örn. Sölubörn ganga í hús Þjóðhátíðarhelgina mun sölubörnum í Eyjum gefast færi á að ganga í hús og selja Þjóðhátíðarblaðið. Jafnframt verður hægt að nálgast blaðið í verslunum í Vestmannaeyjum. Nánari upplýsingar um sölu á blaðinu verða birtar í vikunni í Eyjamiðlunum og hvetur Skapti Örn foreldra Eyjapeyja og -pæja að fylgjast vel með. „Við Eyjamenn njótum þeirra forréttinda að eiga ótal sögur og minningar frá Þjóðhátíð, að ég tali nú ekki um öll þjóðhátíðarlögin. Þannig að uppskriftin að Þjóðhátíð árið 2020 er að tjalda hvítu hústjaldi í garðinum, setja þjóðhátíðarlögin á fóninn og kaupa Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja 2020, en með kaupum á blaðinu eru Eyjamenn að styðja við bakið á ÍBV,“ segir Skapti Örn sem vill færa auglýsendum og öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við útgáfu blaðsins sínar bestu þakkir.


LÖGREGLAN VIÐ ÖLLU BÚIN ÞÓ ENGIN SÉ ÞJÓÐHÁTÍÐIN „Við rennum dálítið blint í sjóinn með komandi helgi. Við gerum þó ráð fyrir töluverðum fjölda fólks hér í Eyjum þessa daga þó ekki verði haldin Þjóðhátíð þetta árið,“ sagði Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn þegar rætt var við hann í vikunni. Hann segir að fjöldinn ráðist að einhverju leyti af veðrinu en spáin fyrir helgina er að það rigni og verði nokkur vindur. „Við sjáum þó til með það, þetta er bara spá á mánudegi. Við gerum okkar ráðstafanir og munum vera með viðbótarmannskap sem við fáum frá öðrum embættum. Við erum s.s. við öllu búin fyrir þessa helgi þó þetta verði aldrei sami fjöldi og á Þjóðhátíð.“ Jóhannes segist hafa heyrt af því að Vestmannaeyingar ætli að tjalda í görðum en eðlilega muni veðrið spila þar inní. „ Fjölskyldur munu gera sér glaðan dag og reyna að halda í

hefðirnar eins og kostur er um þessa helgi. Við verðum að lifa þrátt fyrir kófið. Vestmannaeyingar eru þekktir fyrir að láta ekki smámuni eins og rigningu stoppa sig. Einhverjar uppákomur verða um þessa helgi í bænum þó enn sé óvíst hvernig það verður og með hvaða hætti.“ Jóhannes vonar að veðurspáin rætist ekki og Eyjamenn og gestir þeirra geti skemmt sér hér í Eyjum um komandi helgi þrátt fyrir að ekki verði þjóðhátíð þetta árið. Að lokum hvatti hann alla til að fara varlega og huga að sóttvörnum, muna að spritta og þvo hendur. Þá eru ökumenn hvattir til að fara sérstaklega með gát þessa helgi þar sem búast má við mikilli umferð.

Jóhannes Ólafsson

/crispus

Opnum 9, 10 eða 11 fer eftir pöntunum og erum til 18:00 virka daga. Hægt að panta í síma 772-6766 eða senda skilaboð á facebookinu okkar.

Á AÐ SKORA Á FÉLAGANA?

KOMDU OG KÍKTU VIÐ! OPIÐ FRÁ 16:00 OG ÞANGAÐ TIL VÍÐIR LEYFIR

Tannlæknar

4. - 7. ágúst Vilhelm Grétar séfræðingur í tannfyllingum og tannsjúkdómafræði 1. - 4. september - Hjalti Þórðarson

Hlýja Tannlæknastofan Hólagötu 40

Tímapantanir í síma 481-2772


ÁHUGAVERT AÐ BERA SAMAN FJÖLMIÐLANA Í EYJUM Af gefnu tilefni langar okkur að vekja athygli á eftirfarandi. Þegar bornar eru saman auglýsingar sem Vestmannaeyjabær kaupir í fjórum fjölmiðlum í Vestmannaeyjum er rétt að benda á að þeir eru mismunandi. Eyjafrettir.is, eyjar.net og tigull.is eru fréttamiðlar og koma á framfæri fréttum, viðburðum og öðru sem sem gerist í Vestmannaeyjum. Þegar kemur að prentútgáfu koma þrjú ólík blöð reglulega út sem erfitt er að bera saman. Mismunandi efni, stærð á blöðum, fjöldi eintaka, mismunandi dreifing og eitt af blöðunum er í áskrift. Tígull og Sjónvarpsvísir sem koma út vikulega og Eyjafréttir sem koma út aðra hverja viku. Tígli er dreift í öll hús og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og víðar. Sjónvarpsvísi er dreift í helstu verslunum í bænum en Eyjafréttir eru áskriftablað. Tígull eru aðgengilegur á netinu án greiðslu en hægt er að kaupa áskrift að Eyjafréttum á netinu. Sjá nánar hér fyrir neðan:

Eyjar.net Eyjar.net

Eyjafréttir

Tígull

Eyjafréttir.is

Tígull.is

Vestmannaeyjabær hefur keypt auglýsingar á þessum miðli eins og hér segir: 1.1.2020 - 30.06.2020. Alls - 561.900 .- án vsk.

Vestmannaeyjabær hefur keypt auglýsingar á þessum miðli eins og hér segir: 1.1.2020 - 30.06.2020. Alls 505.500.- án vsk.

Vestmannaeyjabær hefur keypt auglýsingar á þessum miðli eins og hér segir: 1.1.2020 - 30.06.2020. Alls 355.000.- án vsk.

Er ekki með vefmiðil.

Eyjafréttir kema út tvisvar í mánuði, áskriftarblað og selt á völdum stöðum í Eyjum. Efni eru fréttir, viðtöl, viðburðir og auglýsingar. Blaðið er aðgengilegt á netinu gegn gjaldi. Vestmannaeyjabær keypti auglýsingar fyrir 202.500 kr án vsk.

Tígull kemur út einu sinni í viku og er dreift í öll hús og fyrirtæki í Vestmannaeyjum, alla fjölfarna staði og víðar. Efni eru fréttir, viðburðir, afþreying, viðtöl og auglýsingar. Einnig er blaðið aðgengilegt öllum á netinu frítt. Vestmannaeyjabær keypti auglýsingar fyrir 774.600 kr án vsk.

Sjónvarpsvísir kemur út einu sinni í viku og er dreift á fjölfarna staði og er eingöngu með sjónvarpsdagskrá og auglýsingar. Ve s t m a n n a ey j a b æ r keypti auglýsingar fyrir 306.817 kr án vsk.

Er ekki með blaðaútgáfu

Sjónvarpsvísir

MIKLU FÆRRI ÞEGAR ENGIN ER ÞJÓÐHÁTÍÐIN Samkvæmt upplýsingum hjá Herjólfi eiga 5883 pantað far með Herjólfi fram og til baka frá fimmtudegi, 30. júlí til og með næsta þriðjudegi, 4. ágúst. Það má því búast við 2500 til 3000 gestum í Vestmannaeyjum um helgina. Ekki er um mikinn þunga að ræða í farþegaflutningum og að sjá nóg pláss fyrir þá sem hafa áhuga á að heimsækja Eyjarnar um helgina. Það verður samt nokkuð margt um manninn hér næstu daga eins og reyndar flestar helgar í sumar. En munurinn er mikill þegar engin er Þjóðhátíðin sem hefur laðað að sér allt að 14.000 til 15.000 gesti þegar best lætur.


/Eyjaþrif

FIMMTÍU FIMMTÍU ÁR ÁR

FIMMTÍU FIMMTÍU PRÓSENT PRÓSENT

Alþrif / Hraðþrif að utan / djúphreinsun o.fl

ÖKUKENNSLA

SNORRA RÚTS

50% 50% afsláttur afsláttur af af öllum öllum flugsætum í allt sumar flugsætum í allt sumar –– bókað bókað áá ernir.is ernir.is

Kennslubifreið: Mercedes Benz C200-C01

• Akstursmat • Endurtökupróf • Ökuskóli

20 ára reynsla! Sími 692-3131

Við auglýsum eftir

STYRKTAR UMSÓKNUM Kronan.is/styrktarumsokn

Umsóknarfrestur er til

30. ágúst 2020

Opnun yfir verslunarmannahelgi SUNDLAUG VESTMANNAEYJA

Föstudagur Laugardagur Sunnudagur Mánudagur

31. júlí 1. ágúst 2. ágúst 3. ágúst

06.15 - 17.00 09.00 - 17.00 09.00 - 17.00 09.00 - 17.00

Nánari upplýsingar í afgreiðslu eða í síma 488-2400.


Profile for Leturstofan

Tígull 25.tbl 02árg.  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...

Tígull 25.tbl 02árg.  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...