Tígull 24. tbl 06. árg.

Page 1


24. tbl. 06. árg. 3. - 9. júlí 2024

GÓÐA SKEMMTUN Á GOSLOKAHÁTÍÐINNI

Gleðilega goslokahátíð! Gleðilega goslokahátíð!

TÍGULL

DREIFING:

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki.

Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir, Katrín Laufey Rúnarsdóttir & Sæþór Vídó. Forsíðumynd og myndir frá Orkumótinu: Addi í London.

ÚTGÁFA: SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is

Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.

GOSLOKA HELGIN Í HÖLLINNI

FIMMTUDAGUR 4.JÚLÍ

Alþýðutónlistarhópurinn Vinir og vandamenn, sem að megninu til samanstendur af afkomendum og vinum Oddgeirs Kristjánssonar og Ása í Bæ, býður ykkur til notalegrar og hressilegrar samveru- og söngstundar þann 4. júlí kl. 20:00 í Höllinni í Eyjum. Húsið opnar kl. 19.00.

FÖSTUDAGUR 5.JÚLÍ

Bjartmar og Bergrisarnir

Það gleður okkur að kynna Goslokatónleika með Bjartmari og Bergrisunum sem fer fram 5. júlí í Höllinni Vestmannaeyjum. Á tónleikunum munu þeir félagar flytja bestu lög Bjartmars og er þetta eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Húsið opnar 20.00 og tónleikar hefjast 21.00. Miðaverð er 6.900 kr í forsölu og 7.900 kr við hurð.

Síðast þegar Bjartmar kom til okkar seldist upp í forsölu og komust talsvert færri að en vildu.

FÖSTUDAGUR 5.JÚLÍ

GOSLOKABALL Á HÁALOFTINU

Við opnum Háaloftið á Goslokum fyrir sveitaballastemningu. Sibbi og Lundarnir (Jarl og Biggi Nielsen) leika fyrir dansi.

Háaloftið opnar kl. 23.00 en áælað er að hljómsveitin hefji leik um 23.30 og spili til 02.00.

Frítt er inn í boði Gull léttöl

GALLERÝ SKÚRINN

Sýningarstaður: Skúrinn - Vestmannabraut 38

Hvers konar sýningu ert þú að bjóða upp á?

Þetta er Samsýning 9 listamanna, bjóða upp á blandaða sýningu á alls konar, myndlist og handverki.

Gaman að gefa fólki sem tengist Eyjum tækifæri til að vera með okkur. Erum með opið allt árið í kring. Skúrinn er opinn þegar skiltið og fáninn eru úti og símanúmer í glugganum.

Jóný: Mósaík og leir

Konný: Akrýl, olíumyndir og ljósmyndir.

Þura: Silfurskart á sínum stað

Hófí: Akrýlmyndir

Stefanía: Prjónavörur

Guðný stefnis: Blekmyndir og kort

Lucie: Þæfða ull

Birta Sól: Teikningar og málverk

Jóhanna Hauks: Leirvörur, stjakar og bollar

Við opnum fimmtudaginn kl. 14:00 - 18:00. Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram: Instagram: gallery_skurinn

NÁÐARKRAFTUR

VIÐAR BREIÐFJÖRÐ

Heiti sýningar: Náðarkrafur

Sýningarstaður: Gelp - Strandveg 69 Hvers konar sýningu ert þú að bjóða upp á? Olíulitir og blönduð tækni

Hvað getur þú sagt okkur um sýninguna?

Það eru vínkonurnar, það er ekkert yndilsegra en að eiga Vínkonu, þegar það er komip rautt í glas þá myndast falleg tengsl.

Hvað ertu búin/n að vera lengi að undirbúa fyrir sýninguna?

Meiripart myndanna vann ég síðustu tvö ár, en nokkrar af þeim hef ég verið að vinna í mörg ár.

Opnunartími:

Fim: 17:30

Fös: 14:18

Lau: 14:18

Sun: 14:18

Gleðilega goslokahátíð G Gleðilega goslokahátíð

HOPPUKASTALI

og fleira skemmtilegt

fyrir börnin í tjaldinu

eftir matinn

NÆTURSALA

á laugardag í tjaldinu!

fyrir krakkana

Eyja partý

Leigjum út hoppukastalar,partývörur krapvélar, poppvélar, candyfloss o.fl.

Finndu okkur á Facebook ;)

OPIÐ

Sun-fim 12-21

Fös og lau 12-22

Nætursala í tjaldinu

á laugardaginn

481-1567 ( Sendum heim alla daga

frá kl. 17.00

ÞAÐ SEM ÉG SÉ

Hólmfríður Ólafsdóttir verður með myndlistarsýningu á goslokunum en hún hefur komið undanfarin ár á goslokin og verið með sýningu. Sýningin hennar “Það sem ég sé” verður í „Hrútakofanum“ við Græðisbraut. Í portinu við endann á Skvísusundi. Einkasýningin hennar í Hrútakofanum opnar föstudaginn 5. Júlí klukkan 15:00. Einnig er hún með nokkrar myndir í Gallerý Skúrinn hjá Jóný sem verður opinn alla daga Goslokana.

Hólmfríður er gift Eyjamanninum Guðmundi Elíassyni, syni Adda Bald og Höllu. Saman eiga þau 3 uppkomin börn og hún 4 uppkomin stjúpbörn, 3 stjúp barnabörn.

Þau búa í Mosfellsbænum en hún starfar sem Djákni í Fossvogsprestakalli í Reykjavík og er menntuð Guðfræðingur/Djákni og klæðskeri. Hún er einnig með myndlistamenntun frá Myndlistaskóla Kópavogs, kvöldnámskeið 2015- 2019.

Hvað getur þú sagt okkur um sýninguna?

Verkin eru flest máluð á þessu ári og er af ýmsu sem ber fyrir augun bæði í Eyjum og annarsstaðar.

Hvað veitti þér innblástur?

Náttúran og bjartir litir, fæ alltaf mikinn kraft frá Eyjunum.

Hvenær byrjaðiru að teikna/mála/taka ljósmyndir? Ég byrjaði að teikna og mál þegar að ég var stelpa og ætlaði að vera málari þegar að ég yrði stór, svo tók lífið við og leiddi mig á ýmsar slóðir. Ég hóf svo að mál eitthvað fyrir alvöru 2015 og hef verið óstöðvandi síðan.

Hvað ertu búin/n að vera lengi að undirbúa fyrir sýninguna? Síðustu mánuði.

Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri?

Ég vil þakka Lista og menningarfélagi Vestamannaeyja fyrir þeirra frábæra starf og hvað gaman er að vera í svona félagi.

AF FLUGGER

Wood Tex viðarvörn og Facade Resist útimálningu á stein.

FACADE RESIST ÚTIMÁLNING Á STEIN

Facade Resist er algjörlega einstök vara, sem í meira mæli gerir það mögulegt að mála utandyra þrátt fyrir veðuráskoranir eins og rigningu og kulda.

KVENFÉLAGIÐ LÍKN OG HJARTAHEILL

Í VESTMANNAEYJUM SAFNA FYRIR

HJARTAMÓNITORUM FYRIR HEILSUGÆSLUNA

Ár hvert stendur Kvenfélagið Líkn fyrir söfnun til kaupa á tækjum og öðrum búnaði til styrktar Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Tækin eru staðsett hér í Vestmannaeyjum og bæta þjónustu við íbúa bæjarins. Send eru bréf eða tölvupóstar til fyrirtækja og félagasamtaka í bænum þar sem leitað er eftir aðstoð þeirra.

Söfnunin er ávallt eyrnamerkt ákveðnu verkefni. Í ár er safnað fyrir kaupum á tveimur hjartamónitorum fyrir heilsugæsluna. Kvenfélagið Líkn tekur að þessu sinni höndum saman með Hjartaheill í Vestmannaeyjum í þessu metnaðarfulla verkefni.

Markið er sett hátt að þessu sinni, en verðið á mónitorunum ásamt öllum nauðsynlegum fylgihlutum, er 1,6 milljónir króna, sem er í raun mjög gott tilboð sem við fengum. Tækin sem keypt verða

eru af sömu tegund og notuð eru á bráðamóttöku Landspítalans.

Annað tækið verður veggfast á bráðamóttöku heilsugæslunnar en hitt verður færanlegt og nýtist því einnig í öðrum rýmum heilsugæslunnar og á sjúkradeildinni. Samkvæmt upplýsingum frá Iðunni Jóhannesdóttur yfirhjúkrunarfræðingi á heilsugæslunni eru hjartamónitorar sem þessir frábært eftirlistskerfi fyrir sjúklinga og einnig fyrir starfsfólk heilsugæslu. Slík tæki hafa verið ofarlega á óskalistanum lengi og er starfsfólkið mjög þakklátt fyrir að þessi söfnun sé komin af stað og er spennt að fá tækin í hús.

Mónitorarnir mæla starfsemi hjartans og lífsmörk, þ.e. reglu og hraða hjartsláttar, blóðþrýsting og súrefnis í blóði og gefur viðvörun ef frávik verða. Þannig eykur það öryggi sjúklingsins og sést fyrr ef honum hrakar þar sem tækið sendir viðvörun ef mæling-

ar breytast og starfsfólk getur þá brugðist strax við. Þetta eru einnig mikil þægindi fyrir starfsfólkið því mögulegt er þá að sinna öðrum sjúklingum á sama tíma, en geta brugðist við þegar viðvörun kemur frá tækinu.

Kvenfélagið Líkn ásamt Hjartaheill í Vestmannaeyjum leita nú til fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga í Vestmannaeyjum um stuðning. Án ykkar erum við lítils megnug, en treystum því að þið styðjið þessa viðleitni okkar til aðstoðar með það að markmiði að bæta heilbrigðisþjónustu við íbúa Vestmannaeyjabæjar.

Ef þú vilt leggja þitt af mörkum, má leggja inn á reikning Kvenfélagsins Líknar í Íslandsbanka nr. 0582-14-402014 eða í Landsbanka nr. 0185-05-402014. Kennitala Líknar er 430269-2919.

Ef það vakna upp spurningar varðandi þetta er ykkur velkomið að hafa samband við Guðnýju Bogadóttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Gudny.Boga@gmail.com Með von um góðar undirtektir, sendum við okkar bestu kveðjur og fyrirfram þakklæti fyrir stuðninginn.

ORKUMÓTIÐ UM SÍÐUSTU HELGI ÞRÓTTUR ORKUMÓTSMEISTARAR

LJÓSMYNDIR FRÁ ADDA Í LONDON

HK og Þróttur spiluðu úrslitaleik Orkumótsins 2024. Þar hafði Þróttur sigur úr býtum og unnu leikinn 3-2.

DÚKKA

Myndirnar hennar Ömmu Bíbíar

Fullt Nafn: Kristbjörg Sigurjónsdóttir

Sýningarstaður: Arnardrangi Hilmisgötu 11 (Húsnæði Rauða krossins)

Opnunartími: Föstudaginn kl 16-19 (Opnun) Laugardagur kl 13-17 & Sunnudagur kl 12-16

Hvernig er tenging þín til Eyja?

Allt mitt ættfólk og æsku vinir eru vestmannaeyjingar. Ég fæddist í Vestmannaeyjum en flutti til Reykjavíkur þegar ég var unglingur. Ég var alls ekki sátt, átti stóran vinkonuhóp og fannst frekar fúlt að flytja í burtu. En ég var dugleg að koma til eyja á sumrin. Þá fékk ég að búa hjá ömmu Bíbí og vann í fiski með vinkonum mínum og svo máluðum við bæinn rauðan þar á milli.

Hvenær byrjaðiru að taka ljósmyndir? Ég byrjaði að taka myndir þegar ég fékk rauða Yashica myndavél í jólagjöf þegar ég var 11 ára. Mig langaði alltaf að verða ljósmyndari alveg frá því ég var barn en hafði ekki sjálfstraust til að láta verða af því. Það var ekki fyrr en ég var 30 ára þegar ég lét það eftir mér að fara í ljósmyndanám. Ég lærði og útskrifaðist sem ljósmyndari í bandaríkjunum en ég tók líka sveinspróf í ljósmyndun hérna á Íslandi. Hvers konar sýningu ert þú að bjóða upp á? Ég verð með ljósmyndasýningu í Arnardranga. Þetta eru tvær sýningar í einni. Annars vegar eru það ljósmyndir af gömlum dúkkum sem ég hef fundið á nytjamörkuð um víðs vegar um landið og hins vegar er ég með ljósmyndir af myndunum hennar ömmu Bíbí.

Hvað getur þú sagt okkur um sýninguna? Aðeins um sýningarnar tvær: DÚKKA Þetta er þriðja ljósmyndasýningin mín með myndum af gömlum dúkkum. Ég var með ljósmyndasýningu á veitingastaðnum GOTT í fyrra sumar og svo var ég með ljósmynda sýningu í Epal Gallerí ásamt Berglindi Sig marsdóttur (Leikfangalist) núna í maí á þessu ári. Margir spyrja sjálfan sig af hverju fullorðin kona sé að mynda dúkkur. Það er ekki furða að fólk spyrji en það er eitthvað við þessar gömlu dúkkur sem vekja áhuga minn á þeim. Það er mikill karakter í þeim. það er viss fegurð í því að hugsa til þess að þessar dúkkur voru einu sinni elskaðar og hugsaðar vel um, börn að knúsa þær á næturna, mömmur og ömmur að sauma og prjóna ný föt á þær og börn að taka þær með í ferðalög og ýmislegt fleira. Þessar dúkkur eiga sér sögu, góðar og slæmar. En það er undir okkur komið hvernig

við viljum túlka það sem við sjáum. Markmiðið er að vekja upp tilfinningar þegar maður horfir á ljósmyndirnar. Hvort sem það eru góðar eða slæmar tilfinningar, bara að maður finni eitthvað. Dúkkumyndir í ýmsum stærð- um verða til sölu á sýningunni. Myndirnar hennar Ömmu Bíbíar Myndirnar hennar Ömmu Bíbíar er ljósmyndasýning með ljósmyndum af myndunum hennar ömmu Bíbíar eða Bíbí í Skógum eins og hún var kölluð. Þetta eru svarthvítar ljósmyndir af elstu myndunum sem amma átti í kassa. Ég tók að mér að fara í gegnum þessar myndir þegar amma kvaddi okkur núna í lok janúar á þessu ári. Í kassanum fann ég myndir úr daglegu lífi ömmu minnar og hennar nánasta fólki. Mig langaði að heiðra minningu hennar með því að gefa þessum myndum

líf. Fyrir marga eru þetta ósköp venjulegar myndir en þessar myndir eru meira en það. Þarna eru myndir frá þjóðhátíð 1961, myndir af ömmu þegar hún var ung að vinna í fiski og Þarna eru myndir af afa mínum honum Grétari Skaftasyni en hann féll frá aðeins 42 ára þegar báturinn Þráinn NK sem hann var skipstjóri á fórst í ofsaveðri og öll 9 manna áhöfnin með. Þá var amma mín bara 37 ára og ófrísk af sínu 4 barni. Þetta var mikið áfall fyrir ömmu Bíbí og það litaði líf hennar til æviloka. En þrátt fyrir allt saman þá var Bíbí grjóthörð og dugleg kona. Hún var lengi í slysavarnardeildinni Eykindli og ég fann margar

Opið alla helgina frá 11:30

Kynntu þér

Pítsu vikunnar að hætti

Helvítis kokksins

skemmtilegar myndir frá þeim tíma. Ég tók líka eftir því að þegar amma tók myndir af börnunum sínum, þá passaði hún alltaf að hafa mynd af afa í bakgrunninum. Ég þekki ekki alla á myndunum en gestir sýningarinnar munu kannski kannast við einhver andlit. Það mætti segja að það sé eitthvað fyrir alla á ljósmyndasýningunni minni. Ef þú vilt ekki skoða myndir af gömlum dúkkum, þá getur þú skoðað ljósmyndir af gömlum myndum eða öfugt. Ég hlakka til að sjá sem flesta.

Helvítis kokkurinn & Gullvagninn

verða á GOTT um goslokahelgina

GLEÐILEGA GOSLOKAHÁTÍÐ!

Kíktu við & bragðaðu á eldheitum borgara & öli

DÚKKUR FÁ NÝTT LÍF

Dúkkur fá nýtt líf er verkefni sem Þórunn Jónsdóttir hefur haft umsjón yfir. Endurvinnsluverkefni þar sem dúkkur hafa lent á nytjamörkuðum eða verið gefna í Kubuneh verslun er veitt ást og umhyggja. Þeim er þvegið, greitt og færðar í ný prjónuð eða hekluð föt. Verkefnið byrjaði 2021 og hefur fengið frábærar viðtökur frá upphafi. Í dag hafa yfir 350 dúkkur fengið framhaldslíf.

KUBNUEH

Vestmannabraut

Opnunartími:

Mán: 13:00 - 17:30

Þri: 13:00 - 17:30

Mið: 13:00 - 17:30

Fim: 13:00 - 17:30

Fös: 13:00 - 17:30

Lau: 11:00 - 16:00

Sun: 12:00 - 15:00

MOSSART

MARZENA HARÐARSON WALESZCZYK

sýnir listaverk þar sem hún notar mosa sem viðfangsefni og efnivið.

Fegurð og mýkt mosans hrífur alla sem njóta náttúru landsins. Hér er mosinn kominn í nýtt umhverfi, orðinn að manngerðu listaverki. Engu að síður haldast töfrar hans þó að hann sé hér með öðru sniði en við eigum að venjast.

Marzena er fædd í Póllandi en hefur búið á Íslandi í 16 ár. Hún er með MA gráðu í stjórnun og markaðsfræði og unnið margskonar störf í gegnum tíðina. Frá 2022 hefur hún unnið á leikskóla ásamt því að sinna listsköpun. Hún hefur sótt ýmiskonar námskeið í handverki og myndlist.

Sýningin er í húsi Taflfélags Vestmannaeyja við Heiðarveg 9. Opnunartími:

Fim: 13:00 - 21:00

Fös: 13:00 - 21:00

Lau: 13:00 - 19:00

Sun: 13:00 - 17:00

Í sfélagið býður í litahlaup sem er 2,2 km hlaup. Það þarf að skrá sig í hlaupið sem er gert í appi goslokahátíðarinnar. Hlaupið er ræst við krossinn við Eldfell og endar á Vigtartorgi. Skemmtilegt hlaup eða gönguleið fyrir unga sem aldna. Hvetjum alla til að mæta í hvítu.

TOYART.IS

B erglind Sigmarsóttir verður með til sýnis leikfangalist, listaverk gerð úr notuðum leikföngum, frumeintökum og eftirprent ásamt litlu 80´s og 90´s leikfangasafni.

Gallerýið verður opið á Bárustíg 9.

Opnunartími:

Mið: 11:00 - 17:00

Fim: 11:00 - 17:00

Fös: 11:00 - 17:00

Lau: 11:00 - 17:00

Sun: 11:00 - 17:00

Í GARÐINUM HEIMA

Myndir, músík og mósaík. Litla listahátíðin í garðinum heima er haldin í Hjarðarholti við Vestmannabraut 69 laugardaginn 6. júlí frá kl. 14:00 - 17:00.

Myndlistarfólkið:

Anna Kristín Sigurðardóttir

Arnór Hermannsson

Helga Jónsdóttir

Tónlistarfólkið:

Helgi Hermannsson

Magnús R. Einarsson

Arnór og Helga

OPIÐ HÚS Í HEIMAEY

Heimaey - vinnu og hæfingarstöð bjóða fólki á kíkja í opið hús á föstudaginn milli klukkan 13:00 - 15:00.

Þar verða þau með handverk og kerti til sölu.

MYNDLISTASÝNINGIN HEIM

Listakonan Þórunn Ólý Óskarsdóttir er fædd og uppalin í Sólhlíð 6 og er dóttir Óskars á Sjöfninni og Ástu frá Hlíð. Hún verður með sýningu goslokahelgina í Sagnheimum. Sýningin opnar á fimmtudaginn 4. júlí kl. 17. Hún sýnir verk sín sem unnin voru síðustu þrjú ár. Sýningin verður í Pálsstofu í Sagnheimum.

Opnunartími:

Fim: 17:00

Fös: 10:00 - 17:00

Lau: 10:00 - 17:00

Sun: 10:00 - 17:00

GÖNGUMESSA

Göngumessa frá Landakirkju kl. 11 sunnudaginn 7. júlí. Boðið verður upp á súpu og brauð við Stafkirkjuna á Skansinum í lok göngunnar.

FLAKKARINN

Jóna Heiða Sigurlásdóttir sýnir í Flakkaranum - listrými sem er sambland af galleríi, vinnustofu og búð. Ég fékk innblástur frá gosinu árið 1973 og rómantíska málaranum Caspar David Friedrich til að hjálpa mér með nafngiftina. Ég opnaði listrýmið sumarið 2023 og sýndi á goslokahátíðinni furðukames innblásið af Vestmannaeyjum. Furðukamesið verður enn til sýnis í ár en ég mun einnig sýna “collage” eða nokkurs konar samsetningarverk til heiðurs hinum alræmda túnfífli sem er ein af mínum uppáhalds plöntum.

Samsetningarverkið er sett saman úr ljósmyndum, skúlptúrum, teikningum og allskyns listmunum sem ég verið að búa til innblásið af túnfíflinum. Ef fólk bara vissi hvað túnfífillinn væri frábær! Ég hef í nokkur ár reynt að vekja athygli fólks á þeim gríðarlegu kostum sem þessi nytjaplanta hefur. Og á þessum árum hef ég m.a. eldað úr túnfíflinum og bakað, gert te og nú síðast prófaði ég að búa til kaffi úr rótinni. Af öðru matarkyns hef ég prófað pestó og kapers en einnig hef ég búið til eigin smyrsli og olíur. Og að sjálfsögðu leyft fólki að prófa. Þetta “illgresi” er hægt að nota á ótrúlega fjölbreyttan hátt en fyrst og fremst er það mikilvægt fyrir vistkerfi garðanna okkar og veitir býflugunum fæðu snemma sumars.

Auk samsetningarverksins er ég með til sýnis allskyns varning sem ég geri og er með til sölu, bókamerki, pennaveski, límmiða og fleira smálegt.

Opnunartími:

Fim kl. 17:00

Fös kl. 14:00 - 17:00

Lau kl. 14:00 - 17:00

Sun kl. 14:00 - 17:00

Auk þess sem eftir er sumars í 3-4 tíma á dag.

HRÚTARNIR

Í Hrútaporti innst í Skvísusundi ætlar Bifhjólaklúbburinn Hrútarnir og vinir að sýna hjólin sín og eiga við gesti einstaklega gáfulegt spjalla.

Boðið verður upp á kaffi, kleinur og íspinnar fyrir börn á öllum aldri.

FÖSTUDAGUR VS

FÖSTUDAGUR VS

LENGJUADEILD KVENNA KL. 19:00 HÁSTEINSVÖLLUR

LAUGARDAGUR

LENGJUADEILD KARLA KL. 15:15 HÁSTEINSVÖLLUR VS 4.DEILD KARLA KL. 18:30 TÝSVÖLLUR

2.392

TANNLÆKNASTOFAN

Flötum 29

Tímapantanir í síma: 481-1012

Neyðarsíminn: 844-5012

Félag eldri borgara verður með Kynningarfundur á ferð sem farin verður í apríl á næsta ári, 2025 til Calpe á Spáni.

Kynningarfundurinn verður mánudaginn 8. júlí kl. 17:00 í Kviku.

FÉLAG ELDRI BORGARA

tréverk utanhúss.

GERÐU FÍNT FYRIR SUMARIÐ!

Steinvari – íslensk varnarlína í útimálningu

viðarvörn sem er gædd veðurfar. - það segir sig sjálft -

Steinvari er ö ug varnarlína gegn íslensku veðri, afrakstur þrotlausra rannsókna og þróunar í áratugi. Láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við val á útimálningu. Útimálning fyrir íslenskt veðurfar

Viðarvörn

Viðarvörn

fyrir íslenskar aðstæður

Steinvari – íslensk varnarlína í útimálningu

fyrir íslenskar aðstæður

Notaðu sumarið til að verja viðinn!

afsláttur af Kjörvara & Steinvara

Notaðu sumarið til að verja viðinn!

Þeir sem til þekkja nota Kjörvara á allt tréverk utanhúss.

Viðarvörn fyrir íslenskar aðstæður

Þeir sem til þekkja nota Kjörvara á allt tréverk utanhúss.

Reynslan hefur sýnt að Kjörvari er viðarvörn sem er gædd einstökum eiginleikum fyrir íslenskt veðurfar.

Reynslan hefur sýnt að Kjörvari er viðarvörn sem er gædd einstökum eiginleikum fyrir íslenskt veðurfar.

Notaðu sumarið til að verja viðinn!

Þeir sem til þekkja nota Kjörvara á allt tréverk utanhúss.

Reynslan hefur sýnt að Kjörvari er viðarvörn sem er gædd einstökum eiginleikum fyrir íslenskt veðurfar.

Kjörvari – fyrir íslenskar aðstæður

Kjörvari – fyrir íslenskar aðstæður

-í meistara höndum

Strandvegur 30 / 481 1475 / www.mistodin.is / midstodin@midstodin.is

- það segir sig sjálft -
Steinvara

PRENTUM Á FÁNA! PRENTUM Á FÁNA!

Nú bjóðum við á Leturstofunni upp á hönnun og prentun á fánum í ýmsum stærðum og gerðum fyrir fyrirtæki eða viðburði.

Hefðbundna fána, ílanga fána, hátíðarfána, borðfána bara allskonar fána.

Heyrðu í okkur og við finnum akkurat fánann sem þig vantar!

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.