Ferming 2024
HUGVEKJA Viðar Stefánsson
    Viðar Stefánsson
          
          Í spádómsbók Habbakuks segir:
Þótt fíkjutréð beri ekki blóm og vínviðurinn engan ávöxt; þótt gróði ólífutrésins bregðist og akrarnir gefi enga fæðu, […] skal ég samt gleðjast í Drottni og fagna yfir Guði hjálpræðis míns. Að horfa á uppskeru sína er góð tilfinning. Maður fyllist þakklæti og gleði yfir því að vel hafi tekist til. Eins og gefur að skilja er ekki öll uppskera einföld og það tekur oft langan tíma að horfa á ávöxtinn koma af fræinu sem var sáð í upphafi.
Öll kennsla, hvort sem það er fermingarfræðsla, dönskufræðsla, ökukennsla eða annað, snýst um að sá fræjum. Að vitja þess bónda sem býr innra með hverjum og einum fræðara og sá fræjum þekkingar. Auðvitað er jarðvegurinn mismunandi, árstíðirnar eins og þær eru og síðan er hver bóndi eins og hann er. Þær plöntur sem sáð er eru að sjálfsögðu einnig sinnar gerðar: misharðar og hafa mismunandi aðlögunarfærni.
Í fermingarfræðslunni reynir á þetta allt saman og meira til. Það skiptir máli að haga fræðslu eins og hentar hverjum og einum þrátt fyrir að kjarni málsins þurfi ávallt að vera á hreinu: Guð fylgir þér og elskar þig eins og þú ert.
Við lifum á tímum þar sem við heyrum í sífellu og verðum jafnvel vitni af eineltismálum tengdum samfélags- og símnotkun barna og unglinga. Við megum heldur ekki gleyma að fulltíða fólk er ekki alltaf skárra. Við heyrum stöðugar yfirlýsingar héðan og þaðan að hver og einn sé einskis virði og um tilgangsleysi allra hluta. Ekki bara frá börnum, líka frá fulltíða einstaklingum.
TÍGULL
DREIFING:
Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir, Katrín Laufey Rúnarsdóttir & Sæþór Vídó.
Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is
Hönnun:
Auglýsingar:
    
    Sendum öllum fermingarbörnunum og fjölskyldum þeirra hjartans hamingjuóskir.
FERMINGARBÖRN spurt & svarað
    RÓMEÓ MÁNI VAN DER LINDEN
Fjölskylda: Pabbi minn heitir Jón Örvar van der Linden, Mamma mín Lind Hrafnsdóttir, systir mín Herdís Lind van der Linden, litli bróðir minn Hrafn Mikael van der Linden og hundurinn okkar Perla.
Hvar og hvenær líður þér best?
Þegar ég er með vinum mínum og fjölskyldunni. Líka þegar ég fer út í göngu með Perlu, hundinn minn.
Ertu til í að lýsa þér í þremur orðum? Vinalegur, hjálpsamur og góður.
Hvernig nærðu slökun?
Þegar ég er að horfa á sjónvarp.
RAKEL RUT RÚNARSDÓTTIR
Fjölskylda: Pabbi: Rúnar Þór Karlsson, Mamma: Karen Haraldsdóttir og Systir: Rebekka Rut Rúnarsdóttir.
Hvar og hvenær líður þér best?
Þegar ég er með vinum mínum og fjölskyldu.
Ertu til í að lýsa þér í þremur orðum?
Syngjandi, sæl og jákvæð.
Hvað app/forrit notar þú mest?
Ég held að ég noti Abler mest. Uppáhaldsstaður á Íslandi? Uppáhaldsstaðurinn minn er bara hér í Eyjum.
Besti matur í heimi?
Bollur í brúnni sósu.
Hvað er draumastarfið?
Ég er ekki búin að ákveða það.
Uppáhaldstónlist?
Það er Popptónlist.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju?
Mat, vatn og tjald.
Hvað er á óskalistanum?
Ég veit það ekki.
Ertu A eða B týpa?
Ég er bæði A og B týpa.
Uppáhaldshlutur?
Uppáhaldshluturinn minn er rúmið mitt.
Ef þú ættir eina ósk?
Ég myndi óska mér að eiga farsæla framtíð.
Uppáhaldsstaður á Íslandi?
Vestmannaeyjar.
Besti matur í heimi?
Pizza.
Hvað app/forrit notar þú mest? TikTok og Discord.
Uppáhalds tónlist? Get ekki valið.
Hvað er drauma starfið? Arkitekt eða tölvunarfræðingur.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju?
Teiknibók, penna og pizzu. Hvað er á óskalistanum?
3D prentari og hvolpur.
Ertu A eða B týpa?
Ég er Rómeótýpa!
Uppáhaldshlutur? Tölvan mín og síminn minn.
Ef þú ættir eina ósk? Að afi væri kominn heim af spítalanum.
    
    FERMINGARBÖRN spurt & svarað
ARNAR GÍSLI JÓNSSON
Fjölskylda: Mamma mín heitir
Guðrún María, pabbi minn heitir
Jón Helgi og systir mín heitir
Svala Bríet.
Hvar og hvenær líður þér best? Heima, þegar ég er með fjölskyldunni minni.
Ertu til að lýsa þér í þremur orðum? Frábær vinur, hjartagóður og kurteis.
Hvað app/forrit notar þú mest?
Örugglega Tiktok eða Snapchat.
Uppáhald staður á Íslandi?
Örugglega Reykjavík.
Besti matur í heimi?
Lambalæri með brúnni sósu og karamellu kartöflum.
Hvað er drauma starfið?
Atvinnumaður í fótbolta.
Uppáhaldstónlist:
Brazilian phonk.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju?
Vatn, mat og föt.
Hvað er á óskalistanum?
Peningur og Airpods.
Hvort ertu A eða B týpa? B týpa myndi ég að segja.
Uppáhaldshlutur: Rúmið mitt.
Ef þú ættir eina ósk?
Að allir í heiminum gætu lifað þægilega án þess að stressa sig yfir neinu.
    
    UNA MARÍA ELMARSDÓTTIR
Fjölskylda: Pabbi: Elmar Hrafn Óskarsson (Emmi)
Mamma: Sólveig Adólfssdóttir
Systir: Elísabet Lilja
Elmarssdóttir Bróðir: Baldur Örn Elmarsson
Hvar og hvenær líður þér best? Heima hjá mér og þegar að eg er með vinkonum mínum.
Ertu til í að lýsa þér í þremur orðum?
Samviskusöm, hugmyndarík og skipulögð.
Hvað app/forrit notar þú mest? Tiktok.
Uppáhaldsstaður á Íslandi?
Reykjavík og Siglufjörður. Besti matur í heimi? Subway.
Hvað er draumastarfið?
Hárgreiðslukona
Uppáhaldstónlist?
Bara misjafnt.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju?
Símann minn, hleðslubanka og skordýraeyði.
Hvað er á óskalistanum?
Utanlandsferð.
Ertu A eða B týpa? A týpa. Uppáhaldshlutur?
Síminn minn.
Ef þú ættir eina ósk? Geta lesið hugsanir.
Bose heyrnatól
QC45 verð frá 44.900 kr.
    
    Samsung Galaxy S24 verð frá 159.990 kr.
    iPhone 15 verð frá164.990 kr.
    Sony bluetooth hátalari verð 29.900 kr.
    
              Hugmyndir fyrir fermingarbarnið!
    Tom
Ak Pure Skin
    
    Stylepro Ísskápur verð 11.590 kr.
Gjafasett verð frá 9.900 kr. Hilmisgata
    ByLovisa skartgripir verð frá 6.600 kr.
    ByNord sængurföt 200x140 cm verð frá 14.900 kr.
    
    Dixon lampi verð frá 39.500 kr.
          FERMINGARBÖRN spurt & svarað
VÉDÍS EVA
BJARTMARSDÓTTIR
Fjölskylda:
Mamma mín heitir Hjördís og pabbi minn heitir Bjartmar. Síðan á ég systir sem heitir Elína og þrjá bræður sem heita Anton
Máni, Adam Smári og Auðun Elí. Stjúpfaðir minn heitir Atli og stjúpbróðir minn heitir Jens.
Hvar og hvenær líður þér best?
Mér líður best þegar ég er heima. Ertu til í að lýsa þér í þremur orðum? Hugmyndarík, stundvís og frekar óákveðin.
Hvað app/forrit notar þú mest?
Tik tok.
    BJARTEY SMÁRADÓTTIR
Fjölskylda: Mamma mín heitir Sigurlína Guðjónsdótti, pabbi minn heitir Smári Kristinn Harðarsson, systir mín heitir Siguríður Margrét Sævarsdóttir og bræður mínir heita Guðjón Smári Smárason og Aron Kristinn Smárason.
Uppáhaldsstaður á Íslandi?
Seyðisfjörður og Vestmannaeyjar.
Besti matur í heimi?
Kjúklingasalat.
Hvað er draumastarfið?
Ég er ekki viss.
Uppáhaldstónlist?
Ég hlusta bara á flest alla tónlist.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju?
Vatn, mat og dýnu.
Hvað er á óskalistanum?
Peningur og utanlandsferð
Ertu A eða B týpa? A týpa.
Uppáhaldshlutur? Síminn minn.
Ef þú ættir eina ósk?
Að ég gæti lesið hugsanir.
    Hvar og hvenær líður þér best?
Mér líður best þegar að ég er heima hjá mér og með vinkonum mínum.
Ertu til í að lýsa þér í þremur orðum?
Þrjú orð sem að ég myndi segja að lýsa mér væri metnaðarfull, skemmtileg og réttlát.
Hvað app/forrit notar þú mest?
Ég nota oftast Snapchat ogTik tok. Uppáhaldsstaður á Íslandi? Uppáhaldsstaðurinn minn á Íslandi er Reykjavík, Sauðárkrókur og Vestmannaeyjar.
Besti matur í heimi?
Sushi, ég elska sushi.
Hvað er draumastarfið?
Sko, ég er ekki alveg viss hvað draumastarfið mitt er útaf það er svo mikið hægt að gera. Uppáhaldstónlist?
Það er til svo mikið af tónlist svo að ég get ekki valið.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju? Þrír hlutir
sem að ég myndi taka með á eyðieyju væri veiðistöng, kveikjari og vatn.
Hvað er á óskalistanum?
Fullt af makeuppi og fötum.
Ertu A eða B týpa? Ég myndi segja að ég væri A týpa.
Uppáhaldshlutur?
Uppáhalds hluturinn minn er bangsinn sem að ég er búin að eiga síðan að ég var tveggja ára sem að heitir Blái.
Ef þú ættir eina ósk? Ef að ég ætti eina ósk myndi ég eiga endalaust af peningum.
    
    
              Allt fyrir VEISLUNA!
    Hægt er að leigja: Súkkulaðigosbrunn
Myndakassa
Bakgrunna
Löber á borðið Blöðrustanda
    
    Einnig færðu: Sérmerktar blöðrur
Helíum blöðrur
Allt í nammibarinn
Skrautið Servíettur
    
    Fermingardagurinn minn
Við fengum nokkra foreldra fermingarbarna til að svara nokkrum spurningum um fermingardaginn sinn.
    Jarl Sigurgeirsson
Fermdist 20. apríl 1980
Hvað er þér eftirminnilegast á fermingardaginn? Eftirminnilegast var að vera með húsið fullt af gestum og allt þetta tilstand, sem mér fannst skrýtið að væri mín vegna.
Hvaða veitingar voru og hvar var veislan haldin? Veislan var haldin heima hjá okkur á Boðaslóðinni. Troðfullt hús. Það voru kökur, allavega kransakaka og ég man eftir snittum frá Nínu frænku, þær voru mjög góðar, eins og veitingarnar allar. Ég reyndar fékk mér ekki allt sem var í boði. Sleppti sígarettunum og vindlingunum sem nóg var af í snyrtilegum glösum innan um veitingarnar.
Hvernig voru fermingarfötin þín? Það var ansi eftirminnilegt að versla fermingarfötin. Ég var ári yngri en fermingarsystkin mín og þar utan minnstur í mínum árgangi. Það þurfti því að sérsauma á mig fötin. Ég fór með mömmu í einhverja herrafataverslun í austurstrætinu á annarri eða þriðju hæð. Þar voru tekin mál af mér og við völdum lit og útlit. Fermingarfötin voru grá með gráu heilu peysuvesti. Ég var mjög ánægður með fötin. Ég passaði enn í fötin um ári síðar, allavega jakkann. Man að ég fór í honum á fyrstu hljómsveitaræfinguna þegar ég byrjaði minn bassaleikaraferil með hljómsveitinni Barracuda (eða hvort hún hét Barangútarnir) sem síðar fékk nafið Jersey.
    Hvað var eftirminnilegasta fermingargjöfin? Ég fékk talsvert af peningum, eiginlega alveg ótrúlega mikið fannst mér. Svo fékk ég mjög flott armbandsúr. Hins vegar var eftirminnilegasta fermingargjöfin mín ferð til Danmerkur með foreldrum mínum. Pabbi spilaði þá með hljómsveitinni Qmen 7 og þeir fóru fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar til Fredrikshavn á vinabæjarhátíð sem þar var haldin. Ég fékk að fara með og fékk meira að segja að spila eitt lag á trompet með hljómsveitinni. Síðar um árið fékk ég síðan trompet af bestu gerð sem þá þekktist og ég spila enn á það hljóðfæri. Þó það hafi ekki verið mín eiginlega fermingargjöf, þá fékk ég trompetið þetta sama ár og er líklega einhver besta gjöf sem ég hef fengið.
Uppáhalds tónlist frá þessum tíma? Árið 1980 kom út platan Geislavirkir með Utangarðsmönnum. Það var mikið hlustað á þá plötu og í kjölfarið fór ég að hlusta mikið á Fræbblana, Purrk Pillnik, Tappa Tíkarrass, Q4u og þessar hljómsveitir sem komu í kjölfar Utangarðsmanna. Þetta voru virkilega áhugaverðir tímar í íslenskri tónlist og mörkuðu tónlistarsmekkinn fyrir lífstíð hjá mér.
Hvað varðar erlenda tónlist, þá var það helst ska sveitin Madness og einnig Bad manners. Hlustaði líka á Adam ant, Ultravox og svo komu Talking heads sterkir inn, hef enn miklar mætur á þeirri tónlist.
    
    
    
    Fermingardagurinn minn
Við fengum foreldra fermingarbarna til að svara nokkrum spurningum um fermingardaginn sinn.
    Berglind Sigmarsdóttir
Fermdist 1989
Hvað er þér eftirminnilegast á fermingardaginn?
Allt umstangið í kringum bara það að ég var að fermast, þakklæti fyrir það en líka að risa ruslapoki rúllaði óvart niður stigann heima i veislunni.
Hvaða veitingar voru og hvar var veislan haldin? Veislan var haldin heima, ég óskaði eftir því. Mér fannst það eitthvað meira næs. Það voru allskonar kræsingar á borðstofuborðinu sem mamma og pabbi stóðu sveitt yfir að henda fram. Hvort að eitthvað hafi ekki verið pantað frá Gestgjafanum eða Skútanum og konurnar i fjölskyldunni bökuðu tertur, minnir mig.
Hvernig voru fermingarfötin þín?
Alveg hræðileg, við erum að tala um 80s. Eitthvað hrikalegt tjullpils, bleikur bolur og jakki með herðapúðum sem var bara farið í einu sinni. Aðal málið var að ég fékk að fara á hárgreiðslustofu einhverjum dögum fyrr til elsku nágrannakonu minnar Guðbjargar og ég fékk permanett og vildi helst ekki leggja höfuðið á koddann næturna fyrir fermingu, svaf nánast upprétt svo það myndi ekki skemmast. Held að fermingardressið hafi verið dáldið Madonnu og Cyndi Lauper inspired. Þær voru í þessu tjull dæmi og jökkum með herðarpúðum.
    
    Hvað var eftirminnilegasta fermingargjöfin?
Ég vil helst ekki segja það því það gefur vandræðalega mikið upp hvað ég er gömul, en jú það var ritvél. Undanfari tölvunnar ef svo má segja. Ég ætlaði að fara að skrifa bækur. Sem jú rættist nú að einhverju leiti.
Uppáhalds tónlist frá þessum tíma?
Michael Jackson, Wham og Duran Duran.
    
              Þjónustufulltrúi
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með ríka þjónustulund í starf þjónustufulltrúa í útibúi okkar í Vestmannaeyjum.
Helstu verkefni:
● Fjármálaráðgjöf og þjónusta til viðskiptavina
● Upplýsingagjöf um vörur og þjónustu bankans
● Ýmis önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:
● Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
● Frumkvæði, metnaður og öguð vinnubrögð
● Reynsla af þjónustustörfum er kostur
● Góð tölvukunnátta
● Góð tungumálakunnátta er æskileg
Umsóknarfrestur er til 27. mars nk. Leiðbeiningar með umsókn og aðrar upplýsingar eru á vef Landsbankans, landsbankinn.is/storf.
Nánari upplýsingar veitir Sóley Jónsdóttir mannauðsráðgjafi Soley.Jonsdottir@ landsbankinn.is og Jón Ó. Þórhallsson Jon.O.Thorhallsson@landsbankinn.is
    
    
    
    
    
    
    
    
    
    
    
              FERMINGARBÖRNIN
Fermingardagar vorið 2024 verða sem hér segir:
Laugardagur 6. apríl
Laugardagur 13. apríl
Laugardagur 20. apríl
Sunnudagur 19. maí Laugardagur 25. maí
    Arnaldur Bjarni Sveinbjörnsson
Foreldrar: Birna Guðmundsdóttir & Sveinbjörn Arnaldsson
    Aron Sindrason
Foreldrar: Hildur Sólveig Sigurðardóttir & Sindri Ólafsson
    Hermann Kári Karlsson
Foreldrar: Herdís Hermannsdóttir & Karl Sigurðsson.
    Arnór Sigmarsson
Foreldrar: Gyða Arnórsdóttir & Sigmar Helgason
    Fannar Örn Jónsson
Foreldrar: Erna Karen Stefánsdóttir & Jón Óskar Þórhallsson.
    Indíana Kolbrún
Friðþjófsdóttir
Foreldrar: Ósk Auðbergsdóttir & Friðþjófur Másson.
    Aron Gunnar Einarsson
Foreldrar: Sara Jóhannsdóttir & Einar Gunnarsson
    Guðjón Týr Sverrisson
Foreldrar: Jóna Gréta Grétarsdóttir & Sverrir Marínó Jónsson.
    Ísafold Grétarsdóttir
Foreldrar: Theodóra Ágústsdóttir & Grétar Þór Þórsson.
    Aron Hugi Hjartarson
Foreldrar: Lára Skæringsdóttir & Hjörtur Kristjánsson
    Hekla Katrín Benónýsdóttir
Foreldrar: Emma Kristjánsdóttir & Benóný Þórisson.
    Lovísa Ingibjörg Jarlsdóttir
Foreldrar: Sigurveig Steinarsdóttir & Jarl Sigurgeirsson.
6. apríl
    Lukas Káza
Foreldrar: Lucie Kázová & Lukas Kaza.
    Fannar Ingi Gunnarsson
Foreldrar: Auður Ásgeirsdóttir & Gunnar Ingi Gíslason.
    Foreldrar: Erna Sigurjónsdóttir & Hörður Orri Grettisson.
    Foreldrar: Elísabet Þorvaldsdóttir & Gauti Þorvarðarson.
    Foreldrar: Anna Lilja
Tómasdóttir & Kjartan Sölvi Guðmundsson.
    Matthías Sigurðsson
Foreldrar: Berglind Sigmarsdóttir & Sigurður Gíslason.
    Foreldrar: Þóra Sif Kristinsdóttir & Vilmar Þór Bjarnason.
    Laxdal Einarsson
Foreldrar: Anna Guðný Laxdal & Einar Hallgrímsson.
    13. apríl
Anton Ingi Eiríksson
Foreldrar: Berglind Sigvardsdóttir & Eiríkur Jónsson.
    Natalía Lóa Héðinsdóttir
Foreldrar: Donna Ýr Kristinsdóttir & Héðinn Karl Magnússon.
    20. apríl
Arna Rún Gísladóttir
Foreldrar: Guðrún Bergrós Tryggvasdóttir & Gísli Stefánsson.
    Foreldrar: Nanna Sigurjónsdóttir & Nuno Miguel Moreira Da Fonseca
    Foreldrar: Hrefna Jónsdóttir & Björn Matthíasson.
    Sara Björk Bjarnadóttir
Foreldrar: Tinna Tómasdóttir & Bjarni Ólafur Marínóson.
    Foreldrar: Sigurlína Guðjónsdóttir & Smári Kristinn Harðarsson.
    Foreldrar: Karen Haraldsdóttir & Rúnar Þór karlsson.
Bergdís Björnsdóttir Bjartey Ósk Smáradóttir Theresa Lilja Vilmarsdóttir Tanja Harðardóttir Rakel Rut Rúnarsdóttir Jakob Hallgrímur Miguel Smári Fonseca Sóldís Sif Kjartansdóttir Emil Gautason
    20.apríl
Rómeó Máni van der Linden
Foreldrar: Lind Hrafnsdóttir & Jón Örvar van der Linden.
    Aron Ingi Sindrason
Foreldrar: Sæfinna Ásbjörnsdóttir & Sindri Grétarsson.
    Einar Igarashi
Foreldrar: Ragnheiður Reynisdóttir & Hiroki Igarashi
    Júlí Bjart Sigurjóns
Foreldrar: Þórey Ágústsdóttir & Sigurjón Vídalín Lýðsson.
    Védís Eva Bjartmarsdóttir
Foreldrar: Hjördís Inga Magnúsdóttir & Bjartmar Sigurgeir Sigurðsson.
    Ágúst Breki Sigurjónsson
Foreldrar: Þórey Ágústsdóttir & Sigurjón Vídalín Lýðsson.
    Elísabet Inga Þórisdóttir
Foreldrar: Guðrún María Jónsdóttir & Þórir Rúnar Geirsson.
    Margrét Mjöll Ingadóttir
Foreldrar: Þóra Sigurjónsdóttir & Ingi Rafn Eyþórsson.
    19.maí
Andri Már Agnarsson
Foreldrar: Sonja Andrésdóttir & Agnar Magnússon.
    Birgir Nielsen Birgisson
Foreldrar: Kolbrún Rúnarsdóttir & Birgir Nielssen.
    Gabríel Leví Hermannsson
Foreldrar: Harpa Steinarsdóttir & Hermann Þorvaldsson.
    Una María Elmarsdóttir
Foreldrar: Sólveig Adólfsdóttir & Elmar Hrafn Óskarsson.
    Arnar Gísli Jónsson
Foreldrar: Guðrún María Þorsteinsdóttir & Jón Helgi Gíslason.
    Díana Jónsdóttir
Foreldrar: Sigurhanna Friðþjófsdóttir & Jón Atli Gunnarsson.
    Glódís Dúna Óðinsdóttir
Foreldrar: Hjördís Elsa Guðlaugsdóttir & Óðinn Sæbjörnsson.
    Gunnlaugur Davíð Elíasson
Foreldrar: Elías Björgvinsson & Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir.
Fermingardagurinn minn
Við fengum séra Viðar Stefánsson til að segja okkur frá fermingardeginum sínum. En Viðar ásamt sr.
Guðmundi Erni Jónssyni hafa verið með fermingarbörnin í fermingarfræðslu hjá sér í vetur.
    Hvað er þér eftirminnilegast á fermingardaginn? Það sem hefur alltaf verið mér eftirminnilegast frá fermingardeginum mínum var að ég var veikur á fermingardaginn. Strax um morguninn var ég með hita og leið alls ekki vel þegar við fórum heim til Tobbu organista til að fara í fermingarkyrtlana fyrir athöfnina. Ég man hvað mér leið illa í athöfninni sjálfri og man hvað mér þótti presturinn (sem er kollegi minn í dag) tala óþarflega lengi. Sennilega var það hitinn og vanlíðanin sem ýtti undir þá hugsun.
Það sem var þó sérstakt við ferminguna var að ég gekk til altaris í fyrsta skipti á ævinni. Í fermingunni átti hvert fermingarbarn að ganga til altaris í fyrsta skipti en hafði ekki gert það áður eins og við leggjum upp úr í Eyjum. Það er mér mjög kær minning að hafa gengið til altaris með fjölskyldunni minni. Hins vegar var það þannig að eftir athöfnina hafði ég náð mér alveg fyllilega. Hvort það var guðlegt inngrip veit ég ekki enn. Annað sem var eftirminnilegt var að eftir veisluna spilaði ég fótbolta með eldri frændum mínum. Það fannst mér mjög gaman og þá leið mér eins og ég væri kominn í fullorðinna manna tölu.
Hvaða veitingar voru og hvar var veislan haldin?
Veislan var haldin heima og það var fjölskyldan sem bakaði og græjaði allt saman. Í minningunni finnst mér eins og við höfum haft kjöt og meðlæti og síðan kökur á eftir. Ég hafði óskað sérstaklega eftir túnfiskssalati sem er uppáhalds salatið mitt og djöflatertu sem er uppáhaldskakan mín. Eftir á að hyggja er auðvelt að koma auga á hversu viðeigandi það var miðað við tilefnið.
Hvernig voru fermingarfötin þín?
Fermingarfötin mín voru fyrstu sparifötin sem voru ekki bara svört eða hvít. Ég var í brúnum jakka yfir hvíta skyrtu og blátt bindi. Buxurnar voru gráar og sennilega svartir skór við.
Hvað var eftirminnilegasta fermingargjöfin?
Mamma og pabbi gáfu mér ferð til Frakklands til að hitta bróður minn sem býr þar. Við fórum haustið eftir ferminguna. Reyndar fékk ég líka fyrsta símann minn í fermingargjöf, hinn ósigrandi Nokia 5210.
Uppáhalds tónlist frá þessum tíma?
Uppáhaldstónlistin mín á þessum tíma var Quarashi. Ég hlustaði almennt ekki á rap eða hip-hop en Quarashi átti hug minn allan. Hún var og er uppáhalds íslenska hljómsveitin mín. Ég fermdist árið 2003 en þá hafði Jinx-platan vinsæla komið út árið áður. Ári síðar kom síðasta plata Quarahsi út og var ég sá eini í bekknum mínum sem hlustaði enn á Quarashi á þeim tíma.
Viðar Stefánsson Fermdist 2003Fermingardagurinn minn
    Kolbrún Rúnarsdóttir
Fermdist 4. apríl 1988
Breytt deiliskipulag Íþróttasvæðis við
Hástein
Nýr byggingarreitur (Þ3) fyrir búningsklefa og skrifstofurými norðan við fjölnota íþróttasal
Skipulagsgögnin eru til sýnis í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja, á skipulagsgátt á vefsíðu sveitarfélagsins og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Ábendingum við tillöguna skal skila skriflega eigi síðar en: 11. apríl 2024 í afgreiðslu Ráðhúss eða á netfangið:
dagny@vestmannaeyjar.is.
Hvað er þér eftirminnilegast á fermingardaginn?
Það var mikil tilhlökkun fyrir þessum degi 4. apríl 1988. Við vorum nefnilega allar vinkonurnar að fermast þann dag. Tvær voru fermdar kl. 11 og svo þrjár kl 14.
Hvaða veitingar voru og hvar var veislan haldin?
Veislan mín var haldin í efri salnum í Alþýðuhúsinu og maturinn var frá veisluþjónustu Skútans, sem var flottur matsölustaður á þessum tíma.
Hvernig voru fermingarfötin þín?
Við mamma fórum til Reykjavíkur til að finna fermingarfötin, ég vildi alls ekki vera í kjól. Ég var búin að sjá fyrir mér leðurbuxur og jakka í stíl. Það tók okkur góðan tíma að finna réttu fötin og ég endaði í ekta brúnum leðurbuxum og stuttum jakka í stíl og hvítri skyrtu. Ég notaði þessu föt mjög mikið og lengi. Hvað var eftirminnilegasta fermingargjöfin?
Ég fékk algjört make over á herbergið mitt, nýtt rúm, hillur og nýja sæng og allt utanum. Svo fékk ég mjög mikið af fallegu dóti í fermingargjöf til að punta allt hjá mér.
Uppáhalds tónlist frá þessum tíma?
Ég var mikill Duran Duran fan á þessum tíma.
    
    Er mars þinn skoðunarmánuður?
Frumherji í Eyjum
vikuna 18. - 21. mars
Lokað í hádeginu
Tímapantanir í síma
570 9090
Faxastígur 38
    
    
    
    ALVÖRU KÚREKI MEÐ KÁNTRÍ
TÓNLEIKA Í ALÞÝÐUHÚSINU
Kúrekinn og kántrísöngvarinn
Sterling Drake heldur tónleika í Alþýðuhúsinu næstkomandi föstudag, 15. mars, kl. 21.00. Þar mun hann flytja ekta kántrý tónlist bæði eftir sjálfan sig sem og nokkur af sínum uppáhalds lögum. „Ég sem mikið af tónlist sjálfur en hef líka gaman af því að flytja tónlist eftir aðra frábæra höfunda. Kjarni þjóðlaga-og rótartónlistar er að tónlistinni eigi að deila og aðlaga. Sum bestu lög allra tíma hafa þannig verið átt við og aðlöguð af flytjendum hvað eftir annað yfir árin,“ sagði Sterling þegar við heyrðum í honum í vikunni.
Sterling hefur verið að semja tónlist síðan hann var ungur drengur. „Ég var svo lukkulegur að eiga foreldra sem, meðal annars, settu skapandi hugsun og mikilvægi listrænnar tjáningar í forgang. Ég byrjaði að tromma sex ára gamall og tók upp gítar í upphafi unglingsáranna. Ég hlaut aldrei neina kennslu, ég notaði strax gítarinn sem leið til að sanka að mér lögum og semja.“
Með Gauki á flakki um Klettafjöllin Sterling segist hafa spilað og tekið upp með hinum ýmsu böndum í gegnum tíðina. „Nýlega gaf ég svo sjálfur út seríu af smáskífum og naut þá aðstoðar Gauks sem framleiðanda. Mín fyrsta hljómplata er svo á leiðinni, vonandi áður enn árið er á enda.“ Sá Gaukur sem Sterling þarna nefnir er munnhörpuog fetilgítarleikarinn Þorleifur Gaukur Davíðsson sem hefur verið einn mest áberandi session-spilari Íslands síðustu ár og má heyra hann í lögum með Kaleo, Bríeti, Eyþóri Inga, LayLow, Ellen Kristjáns,
    Mugison og Baggalúti. „Við kynntumst í Nashville, Tennessee, haustið 2022. Ég hafði verið að leita af góðum munnhörpuleikara sem skildi nálgun vestursins á kántrí. Ég áttaði mig fljótt á því að hann var ekki bara fær á munnhörpuna heldur fjöldan allan af hljóðfærum. Ég bað hann því að spila með okkur á túrnum og við höfum unnið náið saman í tónlistinni síðan. Þegar hann
er ekki að túra með Kaleo eða í hljóðveri í Nashville þá er hann að flakka með mér um Klettafjöllin, Texas eða Appalachia!,“ sagði Sterling. En Gaukur mun einmitt leika með Sterling í Alþýðuhúsinu á föstudaginn, „ …og hver veit nema við fáum einhverja fleiri vini til að stíga á stokk með okkur,“ bætti Sterling við. Aðspurður um helstu áhrifavalda sína í tónlistinni sagðist Sterling
    elska öll form rótartónlistar. „Ég elska tónlist sem segir sögu og sýnir tilfinningu fyrir stað, samhengi og menningu. Tónlist Appalachia, vesturs Bandaríkjanna og djúpa suðursins hefur haft mikil áhrif á mig. Ég á mér fjölmarga uppáhalds tónlistarmenn, sem dæmi; Willie Nelson, Ralph Staley, Jimmie Rodgers og Leadbelly svo einhverjir séu nefndir.“
Mikil líkindi með Montana og Íslandi
Sterling segist hlakka mikið til að koma til Íslands og Vestmannaeyja. „Ég hef aldrei komið til Íslands en hef verið heillaður af landinu í þónokkurn tíma þar sem það minnir mig að mörgu leyti á Montana og norðanverð Klettafjöllin. Ég hlakka mikið til að kanna nánar þessi líkindi við heimahagana,“ sagði Sterling. „Undanfarið hef ég vísvitandi verið að kanna mörk heimsins sem ég er hluti af, bæði tónlistarlega og efnislega. Ísland var ofarlega á listanum en ég mun einnig koma fram í Bretlandi og Írlandi síðar í mánuðinum.“
Alvöru kúreki
Þeir hafa nú ekki margir amerísku kánrtítónlistarmennirnir sótt okkur heim hér til Eyja og hvað þá alvöru kúrekar. En á milli gigga starfar Sterling einmitt sem slíkur. Í víðara samhengi er kúreki hugtak sem notað er um alla Norður-, Mið- og Suður-Ameríku til að lýsa einstaklingi sem notar hesta til að stjórna stórum búfjárhjörðum. Með því starfi fylgir eigin menning, oft rómantísk í kvikmyndum og fjölmiðlum. „Í dag er það að vera „kúreki“ eitthvað sem einhver leitast við að vera. Frá menningarlegum skilningi þýðir það meira en bara atvinna heldur að gera það af heilindum og kunnáttu á sama tíma og vera góður ráðsmaður lands,“ sagði Sterling um starfið. „Ég kynntist kúrekastarfinu og landbúnaði í gegnum afa minn og eftir menntaskóla ákvað ég að gerast kúreki. Það var svo sem ekki alltaf í kortunum. Ég hlaut ansi fjölbreytta reynslu yfir æskuárin verandi frá austurströndinni,“ en Sterling ólst upp í Big Cypress í suður-Flórída. Spurður hvort hann
myndi velja kúrekann eða kántríið ef hann þyrfti að velja sagði Sterling það ekki vera spurning. „Tónlist er linsan sem ég fylgist með heiminum í gegnum svo það væri erfitt að skilja mig frá henni. Ég mun halda áfram að nota tónlist til að deila sjónarhorni mínu á lífið.“
Að lokum vildi Sterling minnast á þriggjalaga „live“ þriggja´laga smáskífu sem hann nýverið gaf út „Jereco Sessions“ í samstarfi við góðgerðarsamtökin Western Landowners Alliance. En þau leggja áherslu á að halda vinnujörðum heilum og heilbrigðum fyrir fólk og umhverfi. „Ágóði þeirrar smáskífu rennur til þeirra svo endilega skoðið það og það sem samtökin eru að gera og takið þátt!.“ Hægt er að sjá og hlýða á það hér: https:// westernlandowners.org/join-us/ sterling-drake-jereco-sessions/
Ásamt tónleikunum í Alþýðuhúsinu heldur hann einnig eina tónleika á Ölver í Reyjavík á fimmtudaginn. Miða á báða tónleikana má nálgast á Tix.is
FERMINGARBÖRN spurt & svarað
BERGDÍS
BJÖRNSDÓTTIR
Fjölskylda: Mamma mín heitir
Hrefna og pabbi minn heitir
Björn svo á ég tvö systkini sem
heita Kristjana og Birkir.
Hvar og hvenær líður þér best?
Heima með fjölskyldunni minni og spila íþróttir.
Ertu til í að lýsa þér í þremur orðum?
Metnaðarfull, umhyggjusöm og samviskusöm.
Hvað app/forrit notar þú mest?
Snapchat.
Uppáhaldsstaður á Íslandi? Akureyri.
Besti matur í heimi?
Pasta og grillkjöt.
Hvað er draumastarfið?
Atvinnukona í handbolta eða kenna.
Uppáhaldstónlist? Ég get ekki valið.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju?
Kveikjara, tjald og símann minn.
Hvað er á óskalistanum?
Crazy flight handbolta skór.
Ertu A eða B týpa? B. Uppáhaldshlutur? Síminn.
Ef þú ættir eina ósk?
Frið í heiminum.
    
    MIGUEL SMÁRI FONSECA
Fjölskylda: Mamma mín heitir Nanna Sigurjónsdóttir og pabbi minn Nuno Miguel Moreira Da Fonseca svo á ég eina systur sem heitir Jenný María og hundurinn okkar Collý. Hvar og hvenær líður þér best? Heima - alltaf þegar ég er heima.
Ertu til í að lýsa þér í þremur orðum? Skemmtilegur, keppnismaður og yfirleitt hress og kátur.
Hvernig nærðu slökun? Tiktok og snapchat.
Uppáhaldsstaður á Íslandi?
Vestmannaeyjar.
Besti matur í heimi?
Mmmm nautasteik
Draumastarfið?
Atvinnumaður í fótbolta. Uppáhalds tónlist? Engin sérstök.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju?
Mat, vatn og hníf.
Hvað er á óskalistanum?
Ferð til útlanda og pening.
Ertu A eða B týpa?
Ég er sko B týpa. Uppáhaldshlutur?
Síminn minn.
Ef þú ættir eina ósk?
Verða atvinnumaður í fótbolta.
    Mótframlag og
fermingargjöf í Fríðu
islandsbanki.is/fermingar
HUGMYNDIR fyrir veisluna!
Það getur valdið fólki töluverðum kvíða þegar fermingarveisla er framundan. Hvernig á að skipuleggja veisluna? Hvar á að halda veisluna? Hvað á að bjóða upp á? Gestalistinn, hvað koma margir? Fermingarfötin, myndataka, boðskort og ýmislegt fleira. Hér koma nokkrar hugmyndir fyrir þau sem eru að skipuleggja veislu. Ekkert af þessu er bráðnauðsynlegt en gerir veisluna ef til vill skemmtilegri og það þarf ekki alltaf að velja dýrustu leiðina. Hamingjan felst ekki í dýrri fermingarveislu heldur með samverunni við undirbúning og með fjölskyldu og vinum í veislunni.
MYNDAVEGGUR AF FERMINGARBARNINU
Myndaveggur er einföld lausn en býr til skemmtilega stemningu. Sniðugt er að fá fermingarbarnið með sér í lið og föndra saman vegginn. Það geta allir dundað sér við að skoða myndirnar meðan á veislunni stendur. Um að gera að safna gömlum sem nýjum myndum af fermingarbarninu og hengja upp t.d fyrir ofan borðið sem heldur gjafir eða gestabókina.
    MYNDABÁS
Sniðugt að hafa myndabás og þá færðu myndir af öllum gestunum þínum rafrænt. Þarft bara að hvetja alla til að skella sér í myndatöku í veislunni.
    
    GESTABÓK
Það er nauðsynlegt að fá alla til að kvitta fyrir komu sinni svo hægt sé að rifja það upp seinna meir. Hægt er svo að prenta og líma myndirnar sem koma úr myndabásnum í bókina til minningar.
SPURNINGAKEPPNI
Kahoot er nútímaleg útgáfa af spurningakeppni.
Tilvalið að fara í létta spurningakeppni í veislunni þegar að gestir eru mættir. Hægt er að spila leikinn í snjallsímum og um að gera að virkja fermingarbarnið og fá það til að semja spurningarnar.
    SÁLMABÆKUR, SERVÍETTUR OG KERTI MEÐ ÁRITUN
Nú getur þú valið þína áletrun á servíetturnar, kertin, sálmabækurnar og heillaóskabækur á vefsíðu blómavals. www.blomaval.is Athugið að það getur tekið allt að 1 til 3 vikur að fá vöruna með áletruninni.
    
    
    Allt
Allt
Áletruð kerti, serviettur og sálmabækur Blómaskreytingar og blóm
Áletruð kerti, servíettur og sálmabækur. Blómaskreytingar og blóm.
Hvetjum ykkur til að panta blóm tímanlega til að tryggja að við eigum réttu blómin FYRIR ÞIG.
    GESTALISTINN
Hvað á að bjóða mörgum og hvar á að draga línuna?
Á AÐ VERA LITAÞEMA?
Þá er gott að skoða tímalega skraut og annað sem að lífgar veislustaðinn við. Það er alltaf fallegt að hafa lifandi blóm með.
HVAR VERÐUR VEISLAN?
Þegar þú veist fjöldann þá er auðveldara að átta sig á hversu mikið pláss þarf fyrir veisluna. Verður hún heima eða á að leigja sal?
BOÐSKORT
Nú til dags er verið að bjóða fólki í veislu í gegnum samfélagsmiðla. Nú og hringt í þau sem að eru ekki með aðang.
    
    
    VEITINGAR
Hvernig veitingar eiga að vera í veislunni? Á að kaupa veisluþjónustu eða baka / elda sjálf?
MYNDATAKA
Ekkert jafnast á við fallegar myndir af deginum og fermingarbarninu. Gott er að panta ljósmyndara með fyrirvara.
    
    Skannaðu kóðann og skoðaðu starfið
    
              VILT ÞÚ VERA MEÐ OKKUR Í LIÐI
Í
VESTMANNAEYJUM?
HEFUR ÞÚ RÍKA ÞJÓNUSTULUND, ERT GÓÐUR SÖLUMAÐUR OG HEFUR GAMAN AF MANNLEGUM SAMSKIPTUM? ÞÁ GÆTUM VIÐ VERIÐ MEÐ STÖRFIN FYRIR ÞIG
Um er að ræða fjölbreytt starf við afgreiðslu, sölu og þjónustu bæði í verslun Húsasmiðjunnar og Blómaval. Við leitum því að jákvæðum og metnaðurfullum aðila sem hefur gaman að fjölbreyttum verkefnum. Starfshlutfall er frá 50-100% eða umsemjanlegt og um er að ræða tímabundna ráðningu út maí 2025 en með möguleika á framtíðarráðningu.
Einnig leitum við að sumarstarfsfólki í fjölbreytt störf í verslun, timbursölu og Blómaval.
Helstu verkefni:
• Sala, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini
• Móttaka vöru, tiltekt og afgreiðsla pantana
• Önnur tilfallandi verslunarstörf
Hæfniskröfur
• Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
• Sjálfstæð, skipulög og vönduð vinnubrögð
• Stundvísi, reglusemi og snyrtimennska
• Sterk öryggisvitund
• Almenn tölvukunnátta
• Góð íslenskukunnátta
Sótt er um starfið á https://www.husa.is/lausstorf/. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
Nánari upplýsingar um starfið gefur rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar á Jón Örvar van der Linden á jonsi@husa.is.
Öll áhugasöm hvött til að sækja um.
Húsasmiðjan er líflegur vinnustaður með góðan starfsanda og sterka liðsheild. Húsasmiðjan leggur áherslu á að nýta til hins ýtrasta hæfni, frumkvæði og þekkingu samhents hóps rúmlega 500 starfsmanna sem starfa hjá fyrirtækinu. Lögð er rík áhersla á símenntun og fræðslu og að starfsmenn eigi þess kost að eflast og þróast í starfi.
Gildin okkar eru: Áreiðanleiki- Þjónustulund- Þekking
    
    Við stækkum fermingargjöfina
Við gefum fermingarbörnum allt að 12.000 króna mótframlag þegar þau spara fermingarpeninginn hjá okkur.