__MAIN_TEXT__

Page 1

01. tbl. 03. árg. 20. - 26. janúar 2021 Strandvegur 47 | 481 1161 | tigull@tigull.is | www.tigull.is

Eigendaskipti á Kletti

Geisladiskur með lögum oddgeirs

Uppskrift vikunnar

Bensínsalan Klettur skipti um eigendur á dögunum. Klettur hefur verið í eigu Magga og Sjafnar í 47 ár

kom út nú í byrjun janúar. Á honum er að finna 24 lög Oddgeirs Kristjánssonar. Platan ber nafnið „Heima“

er að þessu sinni fiskur í sinnepsrjómasósu og eftirréttur sem er útbúinn á aðeins 5 mínútum

Fallegt fyrir heimilið www.heimadecor.is Strandvegur 39


GEISLADISKUR MEÐ LÖGUM ODDGEIRS Nýr geisladiskur með lögum Oddgeirs Kristjánssonar kom út nú í byrjun janúar. Á honum er að finna 24 lög Oddgeirs Kristjánssonar úr nótnabók hans „Vor við sæinn“. Platan ber nafnið „Heima“ sem vísar til titils eins af lögum Oddgeirs við texta Ása í Bæ en undirtitill disksins er “Sönglög eftir Oddgeir Kristjánsson”. Það eru listakonurnar Silja Elsabet Brynjarsdóttir söngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari sem eru flytjendur tónlistarinnar. Þær stöllur eru báðar úr Vestmannaeyjum og eru flestum Eyjamönnum að góðu kunnar fyrir list sína. Þær hafa haldið marga tónleika með lögum Oddgeirs á síðustu árum. Disknum fylgir vandaður 48 bls. bæklingur þar sem þær stöllur skrifa inngangsorð. Í honum eru pistlar um listakonurnar og einnig skrifar Kristín Ástgeirsdóttir um tónskáldið Oddgeir Kristjánsson. Þá eru í bæklingnum allir textar laganna sem flutt eru á disknum. Allt ritað mál í bæklingnum er bæði á íslensku og ensku og er hann ríkulega myndskreyttur. Þá eru einnig efnislegar þýðingar á innihaldi lagatextanna á ensku. Ætlunin er að gefa út tónlistina á vinyl plötu og getur fólk haft sambandi við mig eða Silju Elsabet til að panta eintak af plötunni. Hún mun kom í sölu á vormánuðum.

TÍGULL

Geisladiskurinn er gefinn út af Minningarsjóði Oddgeirs Kristjánssonar sem fjölskylda Oddgeirs stýrir. Upphaflega var áætlað að hann kæmi út nokkrum vikum fyrir jól en covid tók í taumana og því seinkaði honum í framleiðslu. En það er í raun ekkert síðra því á þessu ári nánar tiltekið þann 16. nóvember 2021 eru 110 ár frá fæðingu tónskáldsins Oddgeirs Kristjánssonar og því ágætt að heiðra minningu hans með útgáfu tónlistar hans.

Diskurinn verður til sölu í verslun Geisla og verslun Pennans/ Eymundsson í Eyjum. Ég vona að Eyjamenn taki diskinum vel því hér er um eigulegan grip að ræða þar sem tónlistin er flutt af frábærum Eyjakonum. Hafsteinn G. Guðfinnsson

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir.

DREIFING:

ÚTGÁFA:

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.


Ráðgjafi í félagsþjónustu - afleysing Vestmannaeyjabær auglýsir eftir ráðgjafa til starfa hjá fjölskyldu- og fræðslusviði Vestmannaeyjabæjar. Um er að ræða afleysing í 80% stöðu í eitt ár. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfið er á sviði félagsþjónustu- og barnaverndar. Næsti yfirmaður er yfirfélagsráðgjafi.

Helstu verkefni ráðgjafa: - vinna við m.a. þjónustu, aðstoð og ráðgjöf í tengslum við félagslega aðstoð og ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, málefni barna og ungmenna, húsnæðismál, vímuvarnir o.fl. - vinna við barnavernd - vinnur með fjölskyldum og samstarfsaðilum vegna vinnslu mála - þverfagleg teymisþáttaka

Menntun og hæfniskröfur - Menntun á sviði félagsvísinda - Þekking og reynsla af starfi við barnavernd er æskileg - Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur - Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum - Góð færni í mannlegum samskiptum, samstarfi og teymisvinnu - Hæfni í þverfaglegu samstarfi - Gott vald á íslenskri tungu - Góð alhliða tölvukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2021 Upplýsingar veitir Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar (jonp@vestmannaeyjar.is) í síma 488 2000. Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið jonp@vestmannaeyjar.is. Með umsókn þarf að fylgja ferilsskrá um fyrri störf og menntun ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hvatning til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.


ODDGEIR JAZZAÐUR Nú í byrjun janúar kom út geisladiskur með 12 lögum eftir Oddgeir Kristjánsson sem Reynir Sigurðsson víbrafónleikari hefur útsett fyrir Jazzkvartett og heitir „Oddgeir Jazzaður“. Með Reyni leika Einar Scheving á trommur, Guðmundur Pétursson á gítar og Gunnar Hrafnsson á bassa. Hér er því um einvala lið hljóðfæraleikara á ferð. Jónatan Garðarson skrifar mjög góða pistla um tónskáldið Oddgeir og útsetjarann Reyni Sigurðsson sem fylgja í bæklingi í plötuumslagi. Sá texti er einnig þýddur á ensku. Þar segir t.d. “Reynir á fjölbreyttan tónlistarferil að baki; spilaði lengst af sígilda tónlist, en hefur alla tíð verið virkur og virtur jazztónlistarmaður. Hann hefur kennt slagverk, harmonikuleik og samspil, spilað inn á hljómplötur og komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Reynir hefur verið leiðandi víbrafónleikari um árabil og stjórnað eigin jazzsveitum”. Í skrifum Jónatans Garðarssonar kemur einnig fram að það hafi verið að beiðni Hermanns Einarssonar kennara og útgefanda í Vestmannaeyjum sem Reynir tók til við að útsetja nokkur lög Oddgeirs í jazzstíl í tilefni af 100 ára afmæli tónskáldsins árið 2011. Síðan bætti Reynir við lögum sem á endanum urðu tólf alls. Haustið 2019 héldu Reynir og félagar

tónleika í Norræna húsinu og fluttu þessi 12 lög Oddgeirs. Ættingjar Oddgeirs voru viðstaddir þessa tónleika og líkaði vel. Þeir vöktu máls á því við Reyni að gefa þetta efni út og mundi Minningarsjóður Oddgeirs Kristjánssonar styðja vel við þá útgáfu. Þetta hefur nú orðið að veruleika. Minningarsjóður Oddgeirs Kristjánssonar gefur plötuna út og verður

hún til sölu í Geisla og Pennanum/ Eymundsson í Vestmannaeyjum. Ég vona að Vestmannaeyingum og öllum landsmönnum líki þetta framtak og að tónlistin falli í góðan jarðveg því hér er tónlist Oddgeirs Kristjánssonar spegluð frá enn einni hliðinni. Hafsteinn G. Guðfinnsson


X7 - rafhjól

Verð: 79.900 kr.

Strandvegur 30 / 481 1475 www.mistodin.is / midstodin@midstodin.is

>> Tvegg ja klukkustunda hleðslutími >> Tvær hleðslu leiðir. >> Þrefalt bremsukerfi >>Öflugur 350W mótor >> LED fram-og afturljós >> Allt að 20KM drægni á 5Ah batterí, 25KM á 6,4Ah batterí

>> Vönduð batterí með allt að 500 hleðslu endingu >> Betri fjöðrun >> Aukin dekkjaþéttivörn í boði Escooter: Aukin ending á loftþrýsting >> 5kg heildarþyngd >> 120 kg hámarksþyngdarþol

>> Hámarkshraði 25km/klst >> IP54 Vatnsvörn >> 2 ára ábyrgð á hjóli en 1 árs ábyrgð á rafhlöðu


TEKINN VIÐ REKSTRI FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKISINS

Frá vinstri: Magnús Sveinsson (Maggi á Kletti), Katrín Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Sveinn Magnússon, dætur hans Elísa Sjöfn og Agnes Líf og konan hans Telma Gunnarsdóttir.

Bensínsalan Klettur skipti um eigendur á dögunum. Klettur hefur verið í eigu Katrínar Sjafnar Sigurbjörnsdóttur og Magnúsar Sveinssonar í 47 ár og tekur nú sonur þeirra, Sveinn Magnússon, við keflinu. Tígull tók Svenna tali á þessum tímamótum. Svo lengi sem Svenni man eftir sér hefur Klettur verið hans annað heimili. Hann man eftir sér og Diljá systur sinni við fætur foreldranna í afgreiðslunni og kom fyrir að þau lögðu sig á frystikistunni þegar vinnutími þeirra dróst fram yfir háttatíma. Sjálf voru þau byrjuð að afgreiða í sjoppunni fyrir fermingaraldur og hafa allar götur síðan aðstoðað foreldra sína af

og til. Það hefur reynst vel að eiga vísan vinnustað í námshléum eða meðfram öðrum störfum. Barnabörn Sjafnar og Magga hafa einnig mörg hver hafið starfsferil sinn á Kletti en dætur Svenna fóru ungar að standa þar vaktir. Því er óhætt að fullyrða að Klettur sé rótgróið fjölskyldufyrirtæki. Í dag eru starfsmennirnir á Kletti sjö talsins en fleiri yfir sumartímann. Aðspurður um hvernig Magga gangi að slíta sig frá daglegum rekstri eftir nær hálfa öld fer Svenni að brosa og segir föður sinn viljugan til aðstoðar enda almennt sérlega bóngóður að eðlisfari. Hann man ekki til þess að faðir sinn hafi nokkru sinni tekið frídag sé hann staddur á Eyjunni.

Annars standi hann sig vel og hafi ekki verið lengi að finna sér verkefni í nýfengnu frelsi. Svenni var spurður að því hvort vænta megi breytinga. Hann sagði það allt í skoðun en ljóst sé að sjoppan þurfi á upplyftingu að halda eftir að hafa verið nær eins í áratugi. Þau munu jafnframt með hækkandi sól koma með nýjungar í vöruúrvali þó haldin verði tryggð við kjarna Klettsins. Svenni og fjölskylda vonast til að gamlir og nýjir viðskiptavinir taki sér vel og þakka þær hlýju móttökur sem þau hafa þegar fengið. Þau munu gera sitt besta til að þjónusta Eyjamenn og gesti vel í hjarta bæjarinns.


Sjöfn, Svenni, Hrund, Maggi, Magga, Diljá, Karen, Íris og Guðný.

Agnes Líf hjálpar til á sjoppuvaktinni.

Maggi passar upp á að alltaf sé nýlagað kaffi á könnunni.

Svenni á vaktinni.

Félag eldri borgara í Eyjum Félag eldri borgara býður félögum sínum í "Þorrablót heima" Þorrablót hefur verið haldið í Félagi eldri borgara flest árin sem félagið hefur starfað. - Það er því engin ástæða eða þannig, - til að sleppa því þetta árið, - en hafa það með öðru sniði, sem samræmist sóttvarnareglunum, - og bjóða félagsfólki að hafa Þorrablót heima hjá sér.

- ÞORRAMATURINN verður sendur heim til þeirra félaga í Félagi eldri borgara, sem þess óska, - félagsfólki að kostnaðarlausu. - FÉLAG ELDRI BORGARA mun greiða fyrir Þorramatinn úr félagssjóði. - EINSI KALDI mun græja Þorramatinn og senda hann heim til félagsfólks, síðdegis föstudaginn 5. febrúar næstkomandi. - ÞEIR FÉLAGAR í Félagi eldri borgara, sem sjá sér fært að þigg ja þetta boð og fá Þorramatinn heimsendan á sitt eigið Þorrablót heima, þurfa að tilkynna það á facebókarsíðu félagsins eða í síma 698 3310 (Gísli) eða 898 4023 (Leifur) - fyrir 25. janúar.


OFN­B AKAÐUR ÞORSK­U R Í RJÓMASINN­E PSSÓSU - Uppskrift vikunnar -

Ofnbakaður þorskur uppskrift fyrir 2 Hráefni: 360 g þorsk­hnakk­ar 300 g brokkólí 1 lauk­ur 60 gr kapers 250 ml rjómi 50 g dijon sinn­ep 100 g sal­at 1 tóm­at­ur Aðferð: Skerið brokkólíið í munn­bita­stærðir og saxið lauk­inn. Steikið á vel heitri pönnu upp úr ólífu­olíu í um það bil 5 mín­út­ur. Bætið kapers á pönn­una og steikið í 2 mín­út­ur til viðbót­ar, setjið síðan græn­metið í botn­inn á eld­föstu móti. Leggið þorsk­bit­ana á græn­metið ásamt klípu af salti og pip­ar.

Blandið rjóma og dijon sinn­epi sam­an og hellið yfir þorskinn og græn­metið. Bakið í ofni í 180°c í 20 mín­út­ur. Skerið tóm­at­inn í litla bita og blandið sam­an við sal­atið, berið fram með fisk­rétt­in­um, njótið vel! Gott að bera fram með hrísgrjónum, hvítlauksbrauði og salati. Eftirréttur á 5 mínútum Hráefni: Öskju af ferskum og góðum jarðarberjum Gott súkkulaði 70% T.d. eitt Snickers, 4 fílakaramellur eða annað gott Hrískúlur Pela af rjóma Fallegar skálar, bolla eða glös.

Aðferð: Þrífðu jarðarberin og skerðu þetta græna í burtu. Ef berin eru stór skaltu skera þau í helminga. Lítil jarðarber eru samt yfirleitt alltaf betri á bragðið. Settu örlítinn rjóma í lítinn pott og bræddu súkkulaðið og sælgætið í rjómanum á lágum hita meðan þú hrærir varlega í. Þeyttu restina af rjómanum. Láttu nokkrar Hrískúlur í botninn á hverri skál, þeyttan rjóma yfir, því næst jarðarberin og toppaðu svo með heitu súkkulaðisósunni!


Wood burning oven &

TT

TT

TILBOÐ 1

pítsa með 3 áleggstegundum val um hvítlauksbrauð, margaritu eða brauðstangir & 0.5 L gos

3.790 kr.

beer from local brewery

TT

TILBOÐ 2

tvær pítsur með 2 áleggstegundum, val um margaritu, hvítlauksbrauð eða brauðstangir & 2 L Gos

TILBOÐ 3 G - special, sparibrauðstangir & 2 L gos

5.190 kr.

KLASSÍSK PÍTSA

4.290 kr.

16. Spæsí með sósu, mozzarella, pepperóní, pikklaður chili, hunang og ferskt basil. 2.490 kr.

1. Ítölsk margaríta með sósu, mozzarella og basil. 1.890 kr.

17. Rosa fín VEGAN pizza, með sósu, Oumph kjöti, hvítlauk, döðlum, vegan rjómaosti, klettasalati, truffluolíu og sveppum. 2.550 kr.

2. Hvítlauksbrauð með mozzarella, hvítlauk, sjávarsalti, smurt með hvítlauks extra virgin ólífuolíu. 1.790 kr.

18. Sparibrauðstangir - hálfmáni með mozzarella, rifinn ostur kryddblanda, hvítlauksolía og piparostur. 1.990 kr.

3. Brauðstangir með mozzarella og sérvaldri kryddblöndu. 1.790 kr. 4. Extra pepp með sósu, extra mozzarella og extra pepperoni. 2.390 kr. 5. Hawaii með sósu, mozzarella, skinku og ananas 2.290 kr. 6. Pepp og svepp með sósu, mozzarella, pepperoní og sveppum. 2.290 kr.

19. O.G Special - Pítsa að hætti bakaranna, fyrir þig! 2.990 kr.

LÚXUS PÍTSA 20. Parma rocket með sósu, mozzarella, basil, hráskinku, klettasalati og parmesan. 2.690 kr. 21. Sú hvíta með mozzarella, salami, geitaosti, klettasalati, trufflukremi og kasjúhnetum. 2.690 kr.

7. Fiesta með sósu, pepperoní, skinku, nautahakki,hvítlauk og mozzarella. 2.590 kr.

22. Chorizo með döðlum, mozzarella, brieosti, chorizo og jalapeno. 2.690 kr.

SÉRVALIN PÍTSA 8. Trufflað hvítlauksbrauð, með ferskum hvítlauk, mozzarellaosti, sjávarsalti, rjómaosti og truffluolíu. 1.990 kr. 9. Döðlu með sósu, mozzarella, döðlum, beikonbitum og kjúkling. 2.550 kr.

10. BBQ með hægelduðu grísakjöti, piparosti, rauðlauk og spicy BBQ sósu. 2.790 kr.

23. G - Special með BBQ, pepperóní, osti, rjómaosti, beikon, trufflukremi, döðlum, jalapeno, salti og pipar. 2.790 kr.

EFTIRRÉTTA PÍTSA

11. Ostapítsa með sósu, mozzarella, gráðosti, piparosti, rjómaosti, parmesan og sultu til hliðar. 2.550 kr. 12. Kjúklingapítsa með sósu, mozzarella, kjúkling, hvítlauk, sveppum, papriku, fersku salati og aioli. 2.690 kr. 13. Calzone með sósu, skinku, mozzarella, sveppum, lauk, osti og kryddblöndu. 2.290 kr. 14. Gourme með sósu, gráðosti, rjómaosti, epli, hunangi 2.490 kr. 15. Vinsæla með sósu, mozzarella, pepperoní, rjómaosti, olivum, jalapenjo, svörtum pipar og ananas. 2.550 kr.

24. Nutella heaven með nutella súkkulaðismjöri, jarðaberjum og flórsykri. 1.890 kr.

pantanir í síma 551 0055 #PITSUGERDIN /PÍTSUGERÐIN PÍTSUGERÐIN / BÁRUSTÍG 1 PITSUGERDIN@GMAIL.COM


Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför yndislega eiginmanns, föðurs, sonar og tengdasonar

Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu.

INGIMAR GUÐMARSSON

JÓRUNNAR ÞORGERÐAR BERGSDÓTTUR Frá Hofi í Öræfum.

Sérstakar þakkir til allra sem voru yndislegir við hana í veikindum hennar.

Ása Hrönn Ásmundsdóttir Ragnar Orri Ingimarsson Ágúst Jörundur Ingimarsson Guðmar W. Stefánsson Ragnhildur Ragnarsdóttir Ásmundur Friðriksson Sigríður Magnúsdóttir og fjölskyldur

Bjarni Jónasson Jónas Bjarnason Margrét Pálsdóttir Valgerður Bjarnadóttir Björgvin Björgvinsson Bergþór Bjarnason Olivier Francheteau barnabörn og barnabarnabörn

ORÐAÞRAUT

PYLSUR KJÚKLINGUR

BJÚGUR NAUTASTEIK SVÍNALUND KALKÚNN LAMBAKJÖT LIFRAPYLSA FOLALDAKJÖT FISKUR


Íbúðir aldraðra við Sólhlíð

OPIÐ ALLA DAGA 17:00 - 20:30

Vestmannaeyjabær auglýsir lausar til umsóknir tvær íbúðir eldri borgara við Sólhlíð 19. Íbúðirnar eru annars vegar 52,9 fm og 75,9 fm. Leiguverð fylgir leiguverði annarra íbúða hjá Vestmannaeyjabæ. Umsóknarfrestur er til 27.janúar nk.

FISKUR & FRANSKAR

Sótt er um í gegnum íbúagátt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á Rauðagerði, gengið inn sunnanmegin og skal þá fylgigögnum einnig skilað þangað.

1.990 KR.

KJÚKLINGABITATILBOÐ Föstudags - sunnudags

8 bitar, stór skammtur af frönskum, salat, sósa og 2L gos.

Nauðsynlegt er að staðfesta eldri umsóknir. Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Ingólfsdóttir, í síma 488-2000 eða á netfanginu margret@vestmannaeyjar.is

4.990 KR. STRANDVEGUR // 481 1930

Frumherji verður í Eyjum vikuna 25. - 28. janúar. Tímapantarnir í síma 570 9090. Staðsettur við Faxastíg í húsi Björgunarfélagsins.

Frumherji Faxastígur / 570 9231


Við ætlum að vera hreyfiafl til góðra verka Íslandsbanki á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Á upphafsárunum átti bankinn meðal annars þátt í að efla sjávarútveg og var lyftistöng fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Bankinn hefur því frá upphafi verið hreyfiafl í samfélaginu. Tilgangur okkar er að vera hreyfiafl til góðra verka og framtíðarsýnin er að veita viðskiptavinum ávallt bestu bankaþjónustuna. Við erum til staðar fyrir viðskiptavini við þeirra ákvarðanir og tökum þátt í að gera hugmyndir að veruleika. Við viljum vera til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi og taka virkan þátt í samfélaginu sem við búum í. Með því að stuðla að sjálfbærni í sinni víðustu mynd höfum við jákvæð áhrif, því það er mikilvægt fyrir okkur og okkar viðskiptavini. Við eigum að þora að tala um það sem skiptir máli, þó við séum ekki fullkomin.

Profile for Leturstofan

Tígull 01.tbl 03 árg.  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...

Tígull 01.tbl 03 árg.  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...