Jólakraftur 2023

Page 1

Halla

Arnar

Elín

Hulda

Róbert

Guðni

Heiða

Laila

Egill

Tótla

Maren

Þorri

Guðlaug

Linda

JólaKraftur 2023

Ragnheiður


Hátíðarvörur til styrktar Krafti

Hjá Krafti finnur þú fallegar jólagjafir sem um leið hvetja þig og þína til að njóta líðandi stundar. Dagana 1.-10. desember fá félagsmenn Krafts 20% afslátt af vetrarlínu Omnom, hátíðarservíettum og ilmkertum. Til að virkja afsláttinn notar þú afsláttarkóðann - jólin2023 í vefverslun okkar www.kraftur.org/vefverslun.

Aðventukvöld Krafts 2023

Fimmtudaginn 7. desember verður aðventukvöld Krafts í húsakynnum Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8. Allir félagsmenn Krafts, fjölskyldumeðlimir þeirra og vinir eru hjartanlega velkomnir og að sjálfsögðu er aðgangur án endurgjalds eins og áður. Skannaðu QR kóðann hér til hliðar til að skrá þig og þína.

Skannaðu QR-kóðann til að skrá þig á aðventukvöldið

Jólasveinar verða á kreiki, jólahappdrætti með veglegum vinningum fyrir bæði börn og fullorðna. Hlaðborð með alls kyns jólaveitingum og ýmis skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna.


Kæri félagi Við óskum þér gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við vonum að þú hafir það huggulegt og njótir hátíðanna með fjölskyldu og vinum. Við áttum svo sannarlega viðburðarríkt ár. Við skelltum upp vitundarvakningu og fórum í tónleikaferð um landið að kynna starfsemi félagsins. Við örkuðum upp að Grænahrygg, héldum fræðslufyrirlestra og Kraftmikla stráka- og kvennastund. Að auki skemmtum við okkur saman á ýmsum fjölskyldustundum eins og sumargrilli, skoppi, skautum, bíó og bingó og slökuðum á í floti. Að sjálfsögðu vorum við líka með hittinga hjá stuðningshópunum okkar; StelpuKrafti, StrákaKrafti og AðstandendaKrafti og héldum þétt utan um félagsmenn okkar í Stuðningsnetinu þar sem við vitum hvað jafningjastuðningur skiptir miklu máli. Á næsta ári verður Kraftur hvorki meira né minna en 25 ára. Að því tilefni ætlum við að vera með einstaklega fallegt Lífið er núna armband til sölu í vitundarvakningu okkar sem verður í byrjun ársins. Við hvetjum alla til að taka frá 21. janúar og mæta þá í Hörpu að perla með okkur nýja afmælisarmbandið okkar. Fylgstu með á vefnum okkar www.kraftur.org því þar munum við setja inn viðburði og annað er tengist afmælisárinu okkar sem og annarri starfsemi. Hlökkum til að eiga ánægjulegt afmælisár með ykkur. Njóttu hátíðanna með fjölskyldu og vinum, hlökkum til að sjá þig og þína á nýju ári! stjórn og starfsfólk Krafts


Á DÖFINNI NÆSTA ÁR Við vekjum athygli á að næsta ár verður viðburðaríkt að vanda en við verðum með skemmtilega viðburði einnig í tengslum við afmælið okkar. Tékkaðu á dagskránni í hverjum mánuði á vef Krafts, þar sérðu hvað er að gerast en að sjálfsögðu dettur okkur oft í hug að skella í skemmtilega viðburði með stuttum fyrirvara.

JANÚAR/FEBRÚAR

Vitundarvakning og fjáröflun þar sem Lífið er núna afmælisarmband verður selt til stuðnings félaginu sem og annar fallegur varningur sem verður til sölu og við vekjum athygli á málefnum ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum.

MARS

Í Mottumars höldum við Kröftuga strákastund þar sem strákar hittast og deila reynslu sinni. Í lok mars eða byrjun apríl verðum við líka með árlega Páskabingó-ið okkar.

APRÍL/MAÍ

Úthlutun úr Styrktarsjóði Krafts og Aðalfundur félagsins. Endurnærandi Lífið er núna helgi.

JÚNÍ

Sumargrill Krafts haldið hátíðlega og ævintýraferð úti á landi.

JÚLÍ

Árvekniátakið Krabbamein fer ekki í frí og viðburðir tengdir því.

ÁGÚST

Reykjavíkurmaraþonið og Hlaupastyrkur sem er ein af stóru fjáröflunum félagsins.

Skannaðu QR-kóðann til að sjá komandi viðburði

SEPTEMBER

Lífið er núna Festival.

OKTÓBER/NÓVEMBER

Í Bleikum október höldum við Kröftuga kvennastund þar sem konur koma saman og deila reynslu sinni. Haustúthlutun úr Styrktarsjóði Krafts.

DESEMBER

Aðventukvöld Krafts.




VISSIR ÞÚ AÐ... Hjá Krafti getur þú fengið ýmis konar fræðslu er snýr að krabbameini og fengið lánaðar bækur þess efnis í bókasafni Krafts.

Hjá Krafti getur þú sótt um fjárhagslegan stuðning. Félagið heldur úti: Styrktarsjóði, styrki til lyfjakaupa og styrk til útfarar.

Stuðningsnetið er jafningjastuðningur fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur.

Kraftur gefur öllum þeim sem greinast með krabbamein á aldrinum 18-40 ára gjafapoka sem er eins konar startpakki inn í þennan nýja raunveruleika sem blasir við.

Stuðningshópar Krafts er vettvangur fyrir einstaklinga sem hafa sameiginlega reynslu að koma saman, njóta samvista og deila reynslu. Hóparnir eru. StelpuKraftur, StrákaKraftur og AðstandendaKraftur.

Kraftur býður upp á stuðning og ráðgjöf fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur. Meðal þess er: Stuðningsviðtal, sálfræðiþjónusta, félagsráðgjöf, hagsmunamál og náms- og starfsráðgjöf.

Félagskort Krafts veitir afslætti hjá ýmsum samstarfsaðilum félagsins og nýtist sem auðkenning fyrir þau sem eru með Lyfjakort Krafts.

Kraftur miðar að því að fara í að minnsta kosti eina ævintýragöngu á ári og stuðla að bættri vellíðan og heilsu sem og skapa frábæran vettvang fyrir jafningjastuðning.

Í hlaðvarpi Krafts, er farið yfir ýmis málefni sem viðkemur krabbameini á mannamáli. Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í helstu hlaðvarpsveitum og heitir það Fokk ég er með krabbamein.


LÍFIÐ ER NÚNA SKARTGRIPALÍNA VERA DESIGN FYRIR KRAFT


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.