__MAIN_TEXT__

Page 1

Jólin 2016 45. árgangur

Keflavík íþrótta- og ungmennafélag


Fréttir

af félaginu 2016 Íþróttamaður Keflavíkur 2015 Í hófi aðalstjórnar í félagsheimili félagsins þann 29. desember 2015 voru íþróttamenn deilda heiðraðir. Íþróttakona og íþróttamaður Keflavíkur 2015 útnefnd. Ástrós Brynjarsdóttir og Kristófer Sigurðsson voru útnefnd íþróttakona og íþróttamaður Keflavíkur 2015, en þau voru einnig útnefnd 2014. Hver verða það í ár ?

Gull-heiðursmerki Keflavíkur Tveir félagar voru sæmdir Gull-heiðursmerki Keflavíkur, en þeir eru Ellert Eiríksson og Ragnar Örn Pétursson.

Viðurkenningar veittar á aðalfundi félagsins 2016 Gullmerki var veitt Þorsteini Magnússyni knattspyrnudeild. Gullmerki Keflavíkur er veitt fyrir 15 ára stjórnarsetu. Silfurmerki var veitt þeim Ásdísi Júlíusdóttur badmintondeild, Halldóru B. Guðmundsdóttur fimleikadeild, Júlíusi Friðrikssyni sund- og fimleikadeild og Hjördísi Baldursdóttur knattspyrnudeild. Silfurmerki Keflavíkur er veitt fyrir 10 ára stjórnarsetu. Bronsmerki voru veitt þeim Guðnýju Magnúsdóttur sunddeild, Hilmari Erni Jónassyni sunddeild, Jónasi Andréssyni skotdeild, Margeiri E. Margeirssyni körfuknattleiksdeild, Mikael Þ. Halldórssyni taekwondodeild og Gunnlaugi Kárasyni fimleikadeild. Bronsmerki Keflavíkur er veitt fyrir 5 ára stjórnarsetu. Starfsbikar félagsins var veittur Ólafi S. Guðmundssyni. Starfsmerki UMFÍ var veitt þeim Einari H. Aðalbjörnssyni og Oddi Sæmundssyni knattspyrnudeild.

Umhverfisdagur Keflavíkur orðin að föstum lið hjá félaginu Það er okkar markmið að vel sé gengið um keppnissvæði og nærumhverfi félagsins, þau séu ætíð snyrtileg og okkur til sóma. Keflavík stóð fyrir umhverfisdegi þriðjudaginn 26. apríl. Um sjötíu manns tóku þátt í deginum sem var frábær. Eftir að búið var að fara yfir svæðin og týna upp rusl var endað með grilli í félagsheimili okkar. Aðalstjórn vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessu verkefni, einnig þökkum við okkar samstarfsaðilum fyrir gott samstarf, en það voru Samkaup/Nettó, Myllan og Reykjanesbær.

19. Unglingalandsmót í Borganesi 2016 19. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í Borganesi um verslunarmannahelgina. Mikill hugur var hjá mótshöldurum og margar uppákomur í gangi. Mótið heppnaðist vel í alla staði. Keppnishópur okkar taldi 60 keppendur og stóðu þeir sig allir vel. Aðalstjórn vill þakka keppendum og sérstaklega Elísabetu Lovísu Björnsdóttur fararstjóra og Elínborgu Herbertsdóttur tjaldbúðastjóra fyrir þeirra framlag. Vel að verki staðið.

20. Unglingalandsmót á Egilstöðum 2017 Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilstöðum um verslunarmannhelgina. Unglingalandsmótin, sem eru ein af skrautfjöðrum Ungmennafélagshreyfingarinnar eru haldin árlega og

Stjórn Keflavíkur íþrótta- og ungmennfélags 2016. Efri röð frá vinstri: Birgir Ingibergsson, Birgir Már Bragason, Þórður M. Kjartansson og Guðjón Axelsson. Fremri röð frá vinstri: Sveinn Adólfsson, Einar Haraldsson, Kári Gunnlaugsson og Bjarney S. Snævarsdóttir. ætíð um verslunarmannahelgina. Mótin er fyrst og síðast íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem unglingarnir eru í fyrirrúmi en þátttakendur eru á aldrinum 11 – 18 ára. Ýmiss konar verkefni eru einnig í boði fyrir yngri sem eldri, þannig að engum ætti að leiðast á unglingalandsmóti. Fyrir þá sem velja unglingalandsmótið er það tryggt að þeir koma í vímuefnalaust umhverfi. Aðalstjórn félagsins hvetur alla til að taka þátt í mótinu. Aðalstjórn hefur greitt þátttökugjöld okkar þátttakenda á mótinu.

7. Landsmót UMFÍ 50+ Hveragerði 7. Landsmót UMFÍ 50+ verður í Hveragerði 23. – 25. júní 2017. Mótið er sérstaklega ætlað fólki 50 ára og eldra. Framkvæmd mótsins er í höndum Héraðssambands Skarphéðins (HSK). Landsmót UMFÍ 50+ er tilvalinn vettvangur til að hittast, etja kappi og eiga góða stund saman.

Námskeið Aðalstjórn félagsins leggur ríka áherslu á að þjálfarar okkar séu ávallt vel menntaðir og hafi þekkingu í skyndihjálp. Aðalstjórn býður þjálfurum og stjórnarfólki á skyndihjálparnámskeið sem haldin eru tvisvar á ári. Námskeið í Nora greiðslu- og skráningarkerfinu er haldið tvisvar á ári fyrir stjórnarfólk og þjálfara.

Betra félag / Betri deild Keflavík íþrótta- og ungmennafélag varð fyrst allra fjölgreinafélaga til að hljóta viðurkenningu ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag. Allar deildir félagsins hafa hlotið gæðaviðurkenningu ÍSÍ. Þessi viðurkenning er mikils virði fyrir hverja deild og félagið í heild sinni. Það fullvissar foreldra, styrktaraðila og bæjaryfirvöld um að íþróttastarfið innan Keflavíkur sé rekið eftir ákveðnum gæðakröfum, sem er gott fyrir okkur foreldra sem eigum börn sem stunda íþróttir innan Keflavíkur.

Innheimtu- og skráningarkerfi Keflavík býður upp á innheimtu- og skráningarkerfi sem heitir Nori og er það að finna á heimsíðu okkar. Öllum deildum félagsins stendur til boða að nýta sér kerfið og eru flestar deildir að nota Norakerfið. Með tilkomu þessa nýja innheimtu- og skráningarkerfis þá eru skil á greiðslum og skráningum að skila sér betur.

Heimasíða Keflavíkur Keflavík heldur úti heimasíðu í samstarfi við Dacoda. Á síðunni er dagatal og þar getur fólk fylgst með því sem er að gerast í félaginu hverju sinni. Einnig er að finna allar deildir félagsins og upplýsingar um þær. Fréttir frá deildum birtast á forsíðunni og einnig inn á svæði viðkomandi deildar. Undir aðalstjórn er hægt að fylgjast með starfi

aðalstjórnar. Fundagerðir eru settar þar inn ásamt öðrum upplýsingum. Slóðin er http://www.keflavik.is. Tölvupósturinn er vistaður hjá Símafélaginu og póstfangið er keflavik@keflavik.is

Facebook síða hefur verið stofnuð Búið er að stofna Facebook síðu fyrir félagið í heild sinni sem ber nafnið Keflavík íþrótta- og ungmennafélag en þar eru helstu fréttir og viðburðir settir inn.

Breytt þjóðfélag og forsendur til reksturs íþróttafélaga og deilda Efnahagsástandið hér á landi að undanförnu hefur komið við okkur sem erum að halda úti íþróttastarfi hér í bæ eins og aðra. Tekjur frá stuðningsaðilum okkar hafa minnkað og færri fyrirtæki hafa séð sér fært að styrkja íþróttastarfsemi. Deildir okkar hafa brugðist við með því að skera niður kostnað. Ekki stendur til að skera niður í yngriflokka starfinu því það er jú mikilvægt að halda því þjónustustigi sem verið hefur og jafnvel að efla það enn frekar. Nú skiptir máli að standa saman og standa með sínu félagi. Í raun er undravert hversu sjálfboðaliðum í stjórnum deilda félagsins hefur tekist vel að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi á undanförnum árum. Almennt er mjög vel staðið að rekstri einstakra deilda félagsins sem hafa sjálfstæðan fjárhag undir yfirstjórn aðalstjórnar. Aðalstjórn félagsins leggur sig fram við að halda fjármálum alls félagsins í góðu horfi og reynir að hindra að eytt sé umfram tekjur.

Góðir félagar falla allt of fljótt frá Ragnar Örn Pétursson féll frá eftir harða baráttu við erfið veikindi langt um aldur fram. Ragnar Örn hefur verið áberandi maður hér í samfélaginu. Ragnar Örn hefur gegnt hinum ýmsu störfum svo sem verið íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins, staðið í veitingarekstri, verið íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar og formaður íþróttabandalags Keflavíkur til nokkurra ára auk annarra félagsstarfa. Elís Kristjánsson féll frá eftir harða baráttu við erfið veikindi langt um aldur fram. Elli eins og hann var ávallt kallaður starfaði hátt í 17 ár hjá félaginu kom að starfinu fyrst í unglingaráði knattspyrnudeildar og varð síðan þjálfari. Aðalstjórn þakkar Ragnari Erni og Elis fyrir þeirra framlag til íþróttanna í Keflavík og sendir aðstandendum þeirra hlýjar samúðarkveðjur. Aðalstjórn Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags sendir öllum bæjarbúum, félagsmönnum og öðrum velunnurum félagsins óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum öllum sem lagt hafa félaginu lið á liðnum árum. Áfram Keflavík, Einar Haraldsson

Útgefandi: Keflavík íþrótta- og ungmennafélag Ábyrgðarmaður: Einar Haraldsson • keflavik@keflavik.is, 421 3044 • Forsíðumynd: Bergey Gunnarsdóttir 14 ára á Unglingalandsmóti. Ljósm.: Elísabet Lovísa Björnsdóttir Umbrot og prentun: Stapaprent ehf. • stapaprent@simnet.is, 421 4388

2

Jólablað 2016


Gjafakort er gjöf sem gleður.... l

g

ð

e il

e Gl

Gleðileg jól

Gjafakort Nettó fæst í verslunum Nettó um land allt.

markhonnunv ehf

Kortið er einfalt og þægilegt í notkun. Starfsfólk verslana okkar veitir allar nánari upplýsingar um gjafakortið og aðstoðar þig með glöðu geði.

www.netto.is

| Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss | Jólablað 2016

3


Verðlaunahafar yngri flokka.

Lokahóf yngri flokka í knattspyrnu

L

okahóf yngri flokka Keflavíkur í knattspyrnu var haldið í íþróttahúsinu við Sunnubraut sunnudaginn 18. september. Þar komu saman iðkendur, foreldrar þeirra og aðrir gestir til þess að gera upp tímabilið 2015-2016. Veitt voru verðlaun fyrir góðan árangur og ástundun. Í ár var veittur nýr bikar, Ellabikarinn, til minningar um Elis Kristjánsson heitinn, þjálfara okkar til margra ára og mikinn Keflvíking en hans var minnst á lokahófinu. Ellabikarinn verður veittur árlega til iðkanda sem þykir góð fyrirmynd og er félagi okkar til mikils sóma. Í lokin var boðið upp á grillaðar pylsur, drykki og köku sem vakti mikla lukku.

Drengir 5. flokkur yngri

Mestu framfarir: Bjarni Kristjánsson Besti félaginn: Darri Berg Jóhannsson Leikmaður ársins: Helgi Thor Jóhannesson

5. flokkur eldri

Mestu framfarir: Sæþór Elí Bjarnason Besti félaginn: Aron Gauti Kristinsson Leikmaður ársins: Axel Ingi Jóhannesson

4. flokkur yngri

Mestu framfarir: Alexander Scott Kristinsson Besti félaginn: Jökull Máni Jakobsson Leikmaður ársins: Björn Bogi Guðnason

4

Jólablað 2016

4. flokkur eldri

Mestu framfarir: Ragnar Ingi Sigurðsson Besti félaginn: Haukur Sveinsson Leikmaður ársins: Viðar Már Ragnarsson

3. flokkur yngri

Mestu framfarir: Ævar Týr Sigurðsson Besti félaginn: Björn Aron Björnsson Leikmaður ársins: Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson

3. flokkur eldri

Mestu framfarir: Sindri Snær Sölvason Besti félaginn: Axel Ingi Auðunsson Leikmaður ársins: Ísak Óli Ólafsson

Stúlkur 5. flokkur

Mestu framfarir: Elfa Karen Magnúsdóttir Besti félaginn: Ragnhildur Rán Árnadóttir Leikmaður ársins: Amelía Rún Fjeldsted

4. flokkur

Mestu framfarir: Helena Aradóttir Besti félaginn: Berglind Björk Aðalsteinsdóttir Leikmaður ársins: Bríet Björk Sigurðardóttir

Allir stúlknaflokkar

Mestu framfarir: Arnhildur Unnur Kristjánsdóttir 4. flokki Besti félaginn: Helga Guðrún Sigurðardóttir 4. flokki Besti markmaður: Sigrún Björk Sigurðardóttir 4. flokki Besti varnarmaður: Þórsteina Þöll Árnadóttir 4. flokki Besti miðjumaður: Amelía Rún Fjeldsted 5. flokki Besti sóknarmaður: Bríet Björk Sigurðardóttir 4. flokki Besti leikmaðurinn: Herdís Birta Sölvadóttir 4. flokki Ellabikarinn Sveindís Jane Jónsdóttir

Allir drengjaflokkar

Mestu framfarir: Jón Kristján Harðarson 3. flokki Besti félaginn: Guðni Ívar Guðmundsson 3. flokki Besti markmaður: Helgi Bergmann Hermannsson 4. flokki Besti varnarmaður: Einar Örn Andrésson 3. flokki Besti miðjumaður: Eyþór Atli Aðalsteinsson 3. flokki Besti sóknarmaður: Davíð Snær Jóhannsson 4. flokki Besti leikmaðurinn: Ísak Óli Ólafsson 3. flokki

Svandís Jane með Ellabikarinn ásamt, Sigurbergi Elissyni syni Ella og Hafdísi Helgadóttur unnustu Ella.


Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

5. flokkur stúlkna RKV sem er sameiginlegt lið Keflavíkur, Reynis og Víðis ásamt þjálfara sínum Ásdísi Þorgilsdóttur.

TSA

ehf.

Brekkustíg 38 • 260 Reykjanesbær • tsa.is

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

TOYOTA

Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 • 260 Reykjanesbær

7. flokkur stúlkna.

Sími 420 6600 • Fax 421 1488

Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Njarðarbraut 11a - 260 11a Njarðvík - Sími 421 1118 Njarðarbraut - 260 Njarðvík

7. flokkur drengja.

TJÓNASKOÐUN • RÉTTING • SPRAUTUN

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

4. flokkur drengja.

Jólablað 2016

5


Svanur á Íslandsmóti.

Árangurinn hefur ekki látið á sér standa

- en nú er að koma upp ný kynslóð iðkenda

Ljósmyndir við greinina Tryggvi Rúnarsson.

Á

rið 2016 hefur verið viðburðarríkt fyrir taekwondo deild Keflavíkur. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa en nú er að koma upp ný kynslóð iðkenda sem eru að sækja mót erlendis og ná inn á stórmót í greininni. Taekwondo deild Keflavíkur hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem eitt af betri félögum á Norðurlöndunum og sýnir það í hvívetna þegar keppnir eru annars vegar. Einnig er fjöldi iðkenda á öllum aldri að sækja æfingar hjá félaginu og fjölskyldur æfa jafnvel saman. Í lok árs 2015 var valið taekwondo maður og konu Keflavíkur og það voru þau Ágúst Kristinn Eðvarðsson og Ástrós Brynjarsdóttir. Þau náðu bæði ómældum árangri á síðasta ári og þar ber helst að nefna 3 Norðurlandatitla, verðlaun á risamótum í tækni og verðlaun á Evrópumóti í bardaga ásamt fjölda annarra titla. Auk þess var Ágúst valinn taekwondo maður Íslands af Taekwondosambandinu. Í byrjun árs 2016 keppti Ástrós Brynjarsdóttir á Norðurlandamótinu sem haldið var í Danmörku. Hún var eini keppandi Keflavíkur á þessu móti en sama dag og mótið var haldið var Reykjavík International Games haldið í Laugardalshöll og því ákvað stærstur hluti deildarinnar að taka þátt á því móti frekar. Ástrós stóð sig með mikilli prýði en hún vann gull í tækni og brons í bardaga en það voru þær tvær keppnisgreinar sem hún tók þátt í. Ástrós var valin besti bardagakeppandi unglinga á mótinu. Í flokknum hennar í tækni voru m.a. landsliðsstelpur frá öllum Norðurlandaþjóðunum og verðlaunahafar frá Heimsmeistaramótum. Ástrós bar höfuð og herðar allra þar og vann sinn 5. Norðurlandameistaratitil. Í janúar var aðalfundur deildarinnar og kosin var ný stjórn. Nokkrir af gömlu stjórnarmönnunum héldu sér inni og sumir höfðu verkefnaskipti. Jón Oddur Guðmundsson var kjörinn formaður deildarinnar og hefur sinnt því starfi með miklum sóma. Reykjavík International Games er alþjóðlegt fjölgreinamót sem haldið er árlega í Reykjavík. Síðustu ár hefur taekwondo verið hluti af mótinu og Keflvíkingar hafa ávallt náð frábærum árangri á mótinu. Í ár var enginn undantekning en Svanur

6

Jólablað 2016

Ágúst í viðtali hjá RÚV.

Arnar vs Kristmundur. Systkynin Adda og Patryk.

Þór Mikaelsson sigraði alla sína fjóra keppnisflokka og var valinn keppandi mótsins. Keflvíkingar voru í flestum úrslitabardögum og auk þess voru Keflvíkingar með sigurliðið í stigakeppninni á mótinu. Bein útsending var frá mótinu í sjónvarpi en þetta er í fyrsta sinn sem það er gert á Íslandi. Bikarmót 2 var haldið í Mosfellsbæ af Aftureldingu. Þar skörtuðu Keflvíkingar góðu liði og voru með stigahæsta liðið. Einnig var Victoría Ósk Anítudóttir úr Keflavík valin kona mótsins. Íslandsmótið í bardaga var haldið í Keflavík í mars. Vaninn hefur verið að ríkjandi Íslandsmeistarar fái að hýsa Íslandsmótið og því var mótið á heimavelli. Keflvíkingar mættu með sterkt einvalalið og sigruðu mótið örugglega. Mikið var um frábær tilþrif á mótinu en m.a. kepptu Keflvíkingarnir Karel Bergmann Gunnarsson og Sverrir Örvar Elefsen við Meisam Rafiei úr Ármanni sem er m.a. með þrjá heimsmeistaratitla í taekwondo og stóðu sig með mikilli prýði þrátt fyrir að þurfa að játa sig sigraða fyrir reynsluboltanum. Keflvíkingar hafa því haldið titlinum óslitið síðan 2010. Haustið 2015 - vor 2016 tók taekwondodeildin þátt í mjög skemmtilegu kynningarverkefni hjá stöð 2 þegar hópurinn SPINKICK tók þátt í Ísland Got Talent. Hópurinn stóð sig mjög vel og endaði með næsthæsta atkvæðafjöldann í þættinum en það var löng og ströng leið þar sem hópurinn æfði, sýndi í upptöku og beinum útsendingum, eða sinnti alls kyns kynningarstarfsemi. Bikarmót 3 var svo haldið af Ármanni í apríl. Það var síðasta Bikarmót tímabilsins 2015 - 2016 og þar er tekinn saman árangur allra Bikarmótanna á tímabilinu. Það var æsispennandi keppni enda Ármenningar í mikilli sókn með frábært lið. Það endaði svo að Keflvíkingar héldu bikartitlinum og hafa gert síðan 2007. Auk þess vann Kristmundur Gíslason, keppandi og þjálfari hjá Keflavík, árangursbesta íslenska keppanda sögunnar þegar hann vann Björn Þorleifsson í ótrúlegum bardaga sem verður lengi í manna minnum. Í lok tímabils hélt deildin opið mót sem var opið öllum aldurs- og getuhópum. Mótið var kallað Keflavík Open. Þar var keppt í fjölda greina og skipt eftir getu en þarna komu allt frá óreyndum foreldrum, leikskólabörnum, landsliðmönnum


Bartos Daníel og Daníel gera hópatækni.

Sunneva og Victoría á Íslandsmóti.

Hópurinn

Ástrós með hátt spark. Kristmundur að keppa. og heimsklasa keppendum. Mótið þótti heppnast einkar vel. Samhliða mótinu var haldið svartbeltispróf þar sem Jónas Guðjón Óskarsson og Eyþór Jónsson stóðust próf fyrir 1. gráðu unglinga svart belti og Daníel Arnar Ragnarsson stóðst próf fyrir 2. gráðu svart belti. Sumarið hjá taekwondodeildinni var það stærsta hingað til. Aldrei hafa verið eins mörg fjölbreytt námskeið eða svo mikill fjöldi fyrir iðkendur. Meðal námskeiða voru tvenn Drekaævintýri, Styrktar og hraðanámskeið, Krílanámskeið, Afreksnámskeið og almennar taekwondoæfingar. Sumarið þótti heppnast einkar vel og ekki skemmdi frábært veður fyrir þar sem stór hluti æfinganna fór fram úti. Haustið byrjaði einnig með pompi og prakt en það fylltust flestir hópar snemma og stærsti hópur deildarinnar er núna Krílahópurinn, en þar mæta leikskólabörn með foreldrum sínum og skemmta sér og æfa saman undir leiðsögn reyndra þjálfara. Einnig er boðið upp á taekwondo þrekæfingar þar sem hægt er að læra og æfa nokkur undirstöðuatriði í íþróttinni t.d. högg og spörk án þess þó að berjast, keppa eða æfa fyrir ný belti. Einnig er farið í góða líkamsbeitingu og styrktarþjálfun. Taekwondodeildin byrjaði önnina á Íþróttaforeldrisfyrirlestri og hann var gífurlega vel sóttur. Strax í framhaldi var boðið upp á Íþróttaforeldranámskeið. Þá mæta foreldrar með börnunum sínum á æfingu og læra alls kyns praktísk atriði um taekwondo og margt annað er viðkemur því að ala upp íþróttamann. Meðal þess sem foreldrarnir læra er hvernig þau geta hjálpað börnunum heima, hvernig þau geta notað videoupptökur til að hjálpa börnunum, upphitun fyrir keppni, fyrirkomulag móta, reglur, íþróttamennska, liðsanda og margt fleira. Deildin er gífurlega stolt af þessu framtaki og að geta styrkt stoðir undir betri samband milli foreldra og iðkenda.

Evrópumót ungmenna fór fram í Rúmeníu í byrjun september. Daníel Aagard Nilsen Egilsson og Eyþór Jónsson, báðir úr Keflavík fóru á mótið ásamt foreldrum, þjálfurum og tveimur keppendum úr Ármanni. Báðir börðust þeir vel en komust ekki áfram úr fyrstu umferð. Mjög góð reynsla fyrir þessa efnilegu og duglegu íþróttamenn sem eiga framtíðina fyrir sér. Samhliða mótinu var haldið þjálfaranámskeið og náði Helgi Rafn Guðmundsson, yfirþjálfari Keflavíkur sér í alþjóðlega þjálfaragráðu til að geta þjálfað á mótum erlendis. Íslandsmótið í tækni var haldið af Ármanni í október. Þar voru Keflvíkingar í 2. sæti en Ármenningar héldu titlinum sínum frá því í fyrra. Gaman að sjá gróskuna í íþróttinni á landsvísu en um tíma sigruðu Keflvíkingar öll mót sem í boði voru. Nú eru önnur félög að banka á dyrnar með bættu starfi sem er jákvætt fyrir íþróttina á landsvísu. Fyrsta Bikarmót tímabilsins var haldið í Aftureldingu í nóvember. Þar mættu Keflvíkingar með nokkuð gott lið en nokkrir lykilmenn voru að hvíla fyrir Heimsmeistaramót og tóku því ekki þátt. Gaman var að sjá hversu mikið yngri iðkendur hafa bætt sig á árinu en miklar framfarir sáust hjá flestum iðkendum. Keflavík varð í 2. sæti í liðakeppninni en Ármann í 1. og munaði bara einu verðlaunasæti. Það er þó heildarárangur tímabilsins sem skiptir máli og Keflvíkingar staðráðnir í að halda í titilinn þegar Bikarmeistarar ársins 2017 verða krýndir næsta vor. Um miðjan nóvember kepptu Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Svanur Þór Mikaelsson og Daníel Arnar Ragnarsson á Heimsmeistaramóti unglinga sem haldið var í Kanada. Þeir voru einu fulltrúar Íslands á þessu móti enda höfðu þeir náð góðum árangri innanlands og erlendis á síðustu tímabilum. Mótið fór fram í Kanada og var hið glæsilegasta. Drengirnir fengu allir góða reynslu þótt þeir

Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

hefðu ekki komist áfram úr fyrstu umferð. Ágúst Kristinn var grátlega nálægt því að komast áfram þegar hann keppti uppá jafntefli við Mexikóa en tapaði í framlengingu eftir hörkuviðureign. Þetta mót var mikil upplifun og góð reynsla fyrir þessa efnilegu keppendur. Þegar þetta er skrifað er eitt mót eftir og það er Scottish Open sem deildin fer á árlega. Þar er sambland af reynslumeiri keppendum deildarinnar og nokkrum sem eru að fara á erlent mót í fyrsta sinn. Keflvíkingar hafa ávallt náð góðum árangri á þessu móti og vonum við að haldi áfram. Allt í allt það frábært ár fyrir taekwondo deild Keflavíkur. Mikið um nýja yngri iðkendur. Sterkari stoðir fyrir gott starf milli foreldra, iðkenda og þjálfara. Góður mótaárangur en spennandi samkeppni, ötult starf í foreldrafélagi og stjórn ásamt ótal öðrum jákvæðum hlutum að eiga sér stað í þessari sterku deild. Það er mjög spennandi ár framundan og hlökkum við til að takast á við árið 2017 með pompi og prakt. Stjórn Taekwondodeildar Keflavíkur

Óskum

DYNAMO REYKJAVÍK

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Keflvíkingar bestir á RIG.

Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða. Sími 420 2500

Íþrótta- og ungmennafélag

óskar íþróttafólki svo og öðru Suðurnesjafólki gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

www.skolamatur.is

Skólamatur ehf. | Iðavellir 1 | 230 Reykjanesbær

Jólablað 2016

7


DRE

24.

GIÐ

DES

.

30 JÓLA LEIKURINN 1 MILLJÓN HEPPNIR SPILARAR VINNA

10 RAÐIR EÐA ÁSKRIFT KOMA ÞÉR Í POTTINN — NÁNARI UPPLÝSINGAR Á LOTTO.IS

VINNINGINN HEIM! LEIKURINN OKKAR

ÍSLENSK GETSPÁ Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is

8

Jólablað 2016

Í tilefni af 30 ára afmæli Íslenskrar getspár vinna 30 heppnir spilarar eina milljón hver á aðfangadag 2016. Í hvert skipti sem þú kaupir 10 raða miða í Lottó, Víkingalottó eða EuroJackpot ferðu í pottinn. Allir áskrifendur er sjálfkrafa með í pottinum.


VERKFRÆÐISTOFA SUÐURNESJA

Verkfræðistofa Suðurnesja óskar Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Viðurkennt þjónustuverkstæði

Grófin 14a, 230 Reykjanesbæ, sími 4216901

Sendum viðskiptavinum og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur

Umhverfisvæn orkuframleiðsla í 40 ár Njótið jólana í birtu og yl frá umhverfisvænni framleiðslu www.hsorka.is

Jólablað 2016

9


2. flokkur og meistaraflokkur kvenna:

Undirbúningur fyrir næsta sumar er kominn á fullt

Ljósmyndir: Jón Örvar.

M

ikið vatn hefur runnið til sjávar frá því fyrir ári síðan hjá meistaraflokk kvenna í fótboltanum á öllum sviðum. Strax síðastliðið haust var tónninn gefinn fyrir sumarið þegar Gunnar M. Jónsson var ráðinn sem þjálfari meistaraflokks og honum til aðstoðar var Elís Kristjánsson eða Elli eins og hann var alltaf kallaður, við fráfall Ella tók Haukur Benediktsson við hans kefli. Þeir unnu markvisst og fagmannlega að að því að koma þeim þangað sem þær enduðu svo í lok sumars. Hópurinn í sumar var mjög sérstakur þar sem aldursbilið var mjög breitt eða frá 15 - 24 ára. Ástæðan fyrir því að sumar stelpurnar eru svo ungar er að á síðasta tímabili var enginn 3. flokkur starfandi vegna fáliðunar og voru þær því hluti af heildarhópnum. Í sumar var samstarf við ÍBV með 2. flokk og gekk það starf ágætlega. Meistaraflokkurinn er mjög ungt lið þar sem meðalaldurinn er aðeins 18,7 ár og í ljósi þess hefur

10

Jólablað 2016

árangurinn hjá liðinu og viðsnúningur frá síðasta sumri ekki farið fram hjá neinum, en sumarið var hreint frábært hjá stelpunum. 2. flokkur tók þátt í Faxaflóa mótinu í byrjun árs og enduðu þar í 2. sæti og í Íslandsmótinu í 3. sæti. Meistaraflokkur byrjaði einnig árið í Faxaflóamótinu og enduðu þær þar í 2. sæti. Lengjubikarinn hófst sl. vor og urðu þær efstar í riðlinum og fóru þær því alla leið í úrslit C deildar þar sem þær töpuðu á móti Haukum 2-0. Borgunarbikarinn hófst svo í byrjun maí og komumst stelpurnar í 16 liða úrslit og mættu þar Breiðablik á heimavelli en töpuðu 5-0 en það var góður skóli fyrir stelpurnar að keppa á móti þáverandi Íslandsmeisturum og Pepsí deildarliði. Deildin hófst svo um miðjan maí en þar var spilað í þremur riðlum og markmið fyrir sumarið var að halda sér í deildinni þar sem miklar breytingar á henni verða næsta sumar. Spilaðir voru 14 leikir í riðlinum, þær unnu 8 leiki, töpuðu 5 og gerðu 1 jafntefli sem þýddi það að þær enduðu í 3. sæti sem dugði í úrslitakeppnina. Það var frábær árangur og markmiðum náð. Í undanúrslitunum var Tindastóll lagður að velli hér heima. Sá leikur reyndi mjög á því nóttina fyrir leik lést Elli aðstoðarþjálfari en hann hafði þjálfað allflestar stelpurnar til margra ára. Voru það þung skref fyrir stelpurnar að ganga inn á Nettóvöllinn, en með sorg í hjarta og baráttuhug tókst þeim samt að leggja Tindastól fyrir Ella og það sem eftir lifði sumars spiluðu þær

alla leiki fyrir hann. Næsti leikur í úrslitakeppninni var við Hauka og hefði sigur þýtt sæti í Pepsídeildinni að ári. Þær unnu fyrri leikinn 1-0 og voru því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem þær töpuðu, því miður. Þær spiluðu um 3. sætið við ÍR sem þær unnu 4-2 og enduðu þær því í 3. sæti í deildinni af 22 liðum sem er í raun frábær árangur. Til viðbótar var Sveindís Jane Jónsdóttir markahæsti leikmaðurinn í 1. deild eftir sumarið, einungis 15 ára. Markmiðum sumarsins var því náð og gott betur en það. Stelpurnar eiga sína dyggu og trúu stuðningsmenn sem mæta á alla leiki hjá þeim og hvetja þær af miklum móð en það var alveg einstakt að vera á Hauka leiknum þar sem stelpurnar spiluðu til úrslita um sætið í Pepsídeildinni og sjá troðfulla stúku og að meirihlutinn var stuðningsfólk Keflavíkurstelpnanna. Nokkrar úr hópnum hafa tekið þátt í úrtaksæfingum hjá yngri landsliðum Íslands og hafa tvær þeirra verið fastamenn í landsliðinum. Anita Lind Daníelsdóttir með U17 og U19 og Sveindís Jane með U17 og U19, þess má einnig geta að Sveindís hefur nýlega verið valin í hóp til úrtaksæfinga með A landsliðinu sem er hreint frábær árangur. Næsta sumar er komið á fullt í undirbúning og er mikil tilhlökkun hjá bæði þjálfurum og stelpunum sem mæta reynslunni ríkari, einu ári eldri og með ný markmið í farteskinu sem er að sjálfsögðu í Pepsídeild með þeim bestu! Þorgerður Magnúsdóttir.


Nú er svo komið að það er virkilega bjart framundan í okkar starfi Kæru stuðningsmenn. Þá er fótboltaárinu 2016 senn að ljúka, væntingarnar voru miklar og stefnan var tekin upp í efstu deild hjá körlunum. Það leit bara mjög vel út á vordögum með því að fara alla leið í undanúrslit í Lengjubikar og vera nokkuð sannfærandi í okkar leik en meiðsli hrjáðu lykilmenn okkar rétt fyrir mót og takmarkinu ekki náð og voru leikmenn, þjáfarar ásamt stjórnarmönnum svekktir með það en nú skal fara alla leið og stefnan er tekin rakleiðis upp í deild þeirra bestu. Kvennaknattspyrnan er á mikilli uppleið með þá Gunnar Magnús Jónsson og Hauk Benediktsson sem þjálfara en þeir verða áfram með liðið á komandi ári. Síðasta sumar vorum við hársbreidd frá því að komast í deild þeirra bestu en við töpuðum með minnsta mun gegn góðu liði Hauka. Efniviðurinn í kvennaboltanum er mikill og margar ungar og efnilegar stelpur að koma upp og því lít ég bjartur fram á veginn fyrir fótboltaárið 2017. Nú er svo komið að það er virkilega bjart framundan í okkar starfi, margir af yngri iðkendum eru komnir í yngri landslið okkar og ekki má gleyma að við eigum tvo fulltrúa í A landsliðinu, þá Arnór Ingva og Elías Má sem án efa efla okkar yngriflokkastarf því undirritaður er nú þegar farinn að sjá okkar ungu iðkendur skarta merktum liðsbúningum liðanna sem þeir spila með í Evrópu. Í haust var enn og aftur farið í ráðningu á þjálfara meistaraflokks karla og var Guðlaugur Baldursson ráðinn, honum til aðstoðar verða þeir Eysteinn Húni Hauksson og Ómar Jóhannsson verður markmannsþjálfari. Það var álit stjórnar að kominn væri

Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Fitjabraut 30, 260 Reykjanesbær - www.bilnet.is - Sími 420 0040

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

KJG

KEÓ

Kristín Geirmundsdóttir og Kristín Erla Ólafsdóttir, tannlæknar og starfsfólk Jón Benediktsson. tími á endurnýjun í liði okkar og hentar hann Guðlaugur eða Laugi eins og hann er kallaður, mjög vel til þeirra starfa. Stefna okkar árið 2017 í knattspyrnudeild Keflavíkur er að fara upp í deild þeirra bestu með bæði lið meistaraflokks karla og kvenna og þá er mikilvægt kæru stuðningsmenn að allir komi um borð í Keflavíkurskútuna og rói í sömu átt, þá meina ég að allir verði jákvæðir og hvetjandi á vellinum næsta sumar og styðjum okkar lið. Knattspyrnudeild óskar öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi nýs árs og megi Guð og gæfa fylgja okkur öllum árið 2017. Jón Benediktsson Formaður Knattspyrnudeildar

Hafnargata 45 • Sími 421 8686

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Hafnargata 35, 230 - Stórhöfði 23, 105 - Sími 415-1500

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Haf narg ata 20 • Sími 4 20 4000 • studlaberg.i s

Jólablað 2016

11


2. flokkur karla:

Leikmenn fórnuðu miklu og uppskáru enn meir Þ

að voru 45 galvaskir drengir sem mættu á æfingu í byrjun október 2015. Margt nýtt, nýir leikmenn, nýr þjálfari, nýjar áherslur. Hefst ný mótun, meiri þroski – ný markmið. Hvað er það sem að mig langar til að gera? Hugsun og stefna leikmanna var kannski ekki skýr í upphafi keppnistímabilsins en svo birtist lítið ljós sem stækkaði hægt og rólega á meðan æfinga- og keppnistímabilinu stóð. Þannig er hægt að skýra upplifunina, þó aldrei til fulls. Tímabilið var tekið með trompi, fjórar fótboltaæfingar í viku sem og lyftingaræfingar og Metabolic. Það sagði enginn að það væri auðvelt að vera fótboltamaður, tala nú ekki um tímann sem fer í það að iðka fótbolta og því verður maður að vera í þessu af hug og sál, annars tel ég dæmið ekki ganga upp. Það voru skilaboðin sem að allir fengu þetta árið og að mínu mati tóku leikmenn gífurlega vel í þetta markmið, það sést einna best á æfingasókninni og árangrinum á yfirstöðnu keppnistímabili. Að sigra A- og B-liða keppnina í Faxaflóamótinu. Lenda í 5. sæti Íslandsmótsins meðal A-liða og fara með tvö B-lið í úrslitakeppnina og annað alla leið í úrslitaleikinn. Enda svo mótið á bikarúrslitaleik, sem leikinn var á Nettóvellinum í lok september. Þrátt fyrir ósigur þá tel ég okkur þjálfara og leikmenn standa uppi sem sigurvegara enda lögðu menn sig alla fram og ég hefði ekki getað beðið um neitt meira. Menn gengu stoltir frá borði. Leikmenn fórnuðu miklu en uppskáru enn meir. Það er ekki auðvelt að setja fingur á hvað stendur upp úr. Í mínum huga er það framfarir leikmanna, innan vallar sem og utan. Leikmenn fengu tækifæri til að vaxa, bæði fótboltaleikmenn og sem einstaklingar. Fyrir utan að „búa til“ leikmenn fyrir félagið þá er ekkert minni þáttur að fá tækifæri til að komast að því hver ég er í raun og veru – hvað vil ég vera í framtíðinni!? Vill ég leggja á mig, það sem þarf til að spila með meistaraflokki Keflavíkur eða jafnvel að komast í atvinnumennsku? Er ég tilbúinn að fórna ýmsu til að komast á sama stall og þeir sem spiluðu í Frakklandi í sumar? Ég get því miður ekki lesið hugsanir en upplifunin mín er að hver og einn leikmaður fylgdi mínum metnaði, þeim metnaði sem ég hef sem þjálfari fyrir leikmönnum mínum. Að lokum vil ég segja; Það sem ég bað mína

Faxaflóameistarar A-liða.

2. flokkur við æfingar á Spáni. drengi að gera er að fylgja mér og ég get lofað þér, sem leikmanni, að ég komi ekki til með að benda þér á það sem þú gerðir ekki nægilega vel, hvort sem það er léleg sending eða að þú skoraðir ekki úr „dauða“færi. Að eina sem ég fer fram á er að þú leggir þig allan fram, hvort sem um ræðir leiki eða æfingar – að þú getir horft í augu mín eftir átök og sagt við mig: „Ég lagði mig allan fram fyrir klúbb-

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða

inn, fyrir Keflavík og að þessu sinni að ég hefði ekki getað gert betur. En ég get líka lofað þér, á morgun kem ég til með að gera það sama og enn betur.“ Með bestu fótboltakveðju Unnar S. Sigurðsson.

Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Iðavöllum 6 • Sími 421 4700 • www.vikuras.is

12

Jólablað 2016


Skemmtilegt í fótbolta

Þ

að er mikil gleði sem fylgir því að fara á skemmtileg fótboltamót. Þar sameinast stelpurnar í leik, ekki bara fótboltaleik heldur í ýmsum skemmtilegum leikjum sem fylgir því að vera saman sem hópur. Sjötti flokkurinn í Keflavík hefur farið saman á nokkur mót síðan stelpurnar byrjuðu að æfa og er alltaf mikil eftirvænting að fara að keppa. Stelpurnar hafa farið á Símamótið í Kópavogi síðustu sumur og lært að vera saman nokkra sólarhringa í röð og hefur það styrkt samband þeirra á milli og eflt liðsandann. Símamótið er risavaxið, iðkendur eru rétt tæplega 2000 og spilaðir eru fleiri hundruð leikir á þremur dögum við toppaðstæður. Allt er skipulagt í þaula og foreldrarnir taka þátt í þessu með stelpunum af fullum krafti. Þær eiga eftir að búa að þessari upplifun alla tíð og hefur þetta þroskað þær mikið og kennt þeim samvinnu og samkennd. Eins hafa foreldrarnir tjaldað saman og fylgt stelpunum eftir, útilega í Kópavog kemur svo sannarlega á óvart! Allt er þetta mjög gefandi, skemmtilegt og færir fjölskyldum samverustundir. Mikill uppgangur er um þessar mundir í kvennaknattspyrnunni í Keflavík. Stelpurnar í

meistaraflokknum fóru á kostum í sumar og voru einungis nokkrum mínútum frá því að fara upp í Pepsi-deildina. Þar er á ferðinni frábær hópur ungra og efnilegra stúlkna með afar færan þjálfara við stjórnvölinn og ljóst að framtíðin er björt. Vonandi eflir þetta stúlkurnar okkar í yngri flokkunum

enn frekar og skili sér jafnframt í fleiri iðkendum til að efla starfið enn frekar. Við hvetjum allar stelpur til að prófa að mæta á fótboltaæfingu og taka þátt í fótboltagleðinni. Fyrir hönd foreldra í 6. flokki kvenna, Eva Björk Sveinsdóttir.

REYKJANESBÆR

Sendir öllum bæjarbúum hugheilar óskir um gleðileg jól, gott og farsælt nýtt ár

Aðventuhá

tíð

í Keflavíkur

kirkju

27. nóvemb

er - fyrsti sunn udagur í aðve Kl. 11:00 Léttm ntu essa Kl. 20:00 Friðu r frelsarans – Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri flytur hugleiðing u. Eldeyjarkó rinn syngur

4. desembe

r - annar sunn

udagur í aðve

Kl. 11:00 Ljósa ntu messa leidd af fermingar Kl. 20:00 Tíma börnum mótaaðventuk völd - Páll V. Bjarn ason, arkitekt og Keflvíkingur, flytu r hugleiðingu. Kórfélagar syngja hátíð lega jólasálma .

11. desembe

r - þriðji sunn udagur í aðve ntu Jólaball Kefla víkurkirkju - Skapandi starf syngur. Kórfé lagar leiða jólaballið og kátir sveinar koma. Kl. 20:00 Jólin koma með þér - Vox Felix og Skapandi starf koma fram. Kl. 11:00

Kór Kef laví

Hér er mynd af einu 6. flokks liðinu sem vann sinn riðil á Keflavíkurmótinu í nóvember.

kur kirk ju syn

Hátíðarguðsþ jónustur yfir og áramót jól í Keflavíkur kirkju Aðfangadag

ur 24.

desember Jólin allsstaðar, hátíðar barn a- og fjölskyldustund kl. 16:00 Aftansöngur kl. 18:00 Nóttin var sú ágæt ein kl. 23:30. Miðnæturstund í kirkjunni. Karlakvartettin n Kóngarnir syngur. Jóladagur 25.

Hátíðarguðsþjó

Helgistundir

Nesvellir – hjúkr

Gamlársdag

Hátíðarguðsþjó

Nýársdagur

Hátíðarguðsþjó

ur 31. dese

nusta kl. 18:00

nusta kl. 14:00

desember

nusta kl. 14:00

á Hrafnistu

mber

1. janúar

á jóladag

unarheimili kl. 15:00 Hlévangur – hjúkrunarheim ili kl. 15:30

gur við alla r stun dirn ar Sr. Erla og und ir stjó rn sr. Eva Bjö rk Arn órs Vilb þjó na ása mt erg sso nar org mes suþ jón ani sta. um .

Minnum á dagskrá kirkjunnar um aðventu og jól Sjá nánar www.keflavikurkirkja.is þar sem einnig eru upplýsingar um annað starf í kirkjunni.

Kirkjuvegi 25 • 230 Keflavík • Sími 420 4300 • Fax 420 4305 • www.keflavikurkirkja.is

Jólablað 2016

13


Miðborgin tekin út í ,,Paddan” bátnum.

4.fl í Gautaborg.

Liseberg stóðst allar væntingar!

Gleði og gaman í Gautaborg A

ð kvöldi laugardagsins 16. júlí síðastliðið sumar hópuðust 32 bláklæddir unglingspiltar saman í brottfararsal Leifstöðvar. Loksins var komið að því að njóta árangurs fjölmargra fjáröflunarverkefna. Ferðinni var heitið til Gautaborgar og þar skyldi keppt undir merki Keflavíkur á Gothia Cup. Þennan föngulega hóp leiddu sex fararstjórar og með í för voru þjálfararnir þrír þeir Arngrímur, Hólmar Örn og Jóhann Steinarsson. Til Gautaborgar var komið eldsnemma dags. Á gististaðnum Lundby Gymnasium hófst fyrsta viðureign ferðarinnar. Hún fólst í því að piltarnir áttu að koma rúmfötum utan um kodda og sængur í skólastofunum. Þó nokkrir reyndu að telja fararstjórum trú um að þeir þyrftu ekkert á sængurfötum að halda en með kröftugu peppi og svolítilli aðstoð tókst þeim að leysa verkefnið sómasamlega. Því næst var öllum beinlínis skipað að fá sér blund. Nokkrum klukkutímum síðar voru menn svo ræstir og var það álíka krefjandi fyrir fararstjórana eins og fyrir drengina að koma sængurfötunum á sængurnar sínar. Þennan fyrsta dag í Gautaborg voru svangir magar fylltir með sveittum McDonalds máltíðum, fyrsta ferðin af mörgum farin í sporvagni niður í bæ, miðbærinn og aðalsvæði mótsins tekið út á tveimur jafnfljótum og loks farið út að borða. Þegar heim var komið þetta kvöld höfðu önnur lið komið sér fyrir í skólanum. Leiknir Reykjavík var þar með sinn hóp auk liða frá Svíþjóð, Finnlandi og Frakklandi, bæði stelpur og strákar. Í skóla skammt frá var mötuneytið og þar dvöldu lið FH og Dalvíkur. Mánudaginn 18. júlí hófust leikar. Keflavík-13 ára átti leik snemma morguns gegn sænska liðinu Årsta FF og gerðu þeir sér lítið fyrir og unnu leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Þá var komið að Keflavík1-14 ára en þeir mættu FC Djurholmen og þurftu að lúta í lægra haldi fyrir þeim, staðan 2-0. Strax að þeim leik loknum byrjaði Keflavík2-14 ára keppni en þeir áttu við ofurjarla að etja, Englendingarnir í Akademy FC báru sigur af hólmi með tólf mörkum gegn engu. Seinni partinn var haldið í tívolíið Liseberg sem stóðst allar væntingar drengjanna og vel það. Þetta reyndist vera fyrsta Lisebergferðin af mörgum þessa vikuna og þar var ekki spurt að sigrum eða töpum í fótbolta. Að loknum nokkrum rússíbanasnúningum var svo gengið yfir á annan tveggja þjóðarleikvanga

14

Jólablað 2016

Svía, Ullevi en þar fór stórglæsileg opnunarhátíð mótsins fram. Dalvíkingar fengu það skemmtilega hlutverk að stjórna húh-klappi og vakti það mikla lukku rúmlega 50.000 gesta. Sæl og glöð en sannarlega lúin biðum við svo eftir sporvagni að hátíðinni lokinni. Fjöldi manns þurfti að gera það sama og því var svolítil bið eftir vagni sem rúmaði allan hópinn. Skemmst er frá því að segja að þetta kvöld endaði með óvæntu og óþarflega löngu sporvagna safaríi, sem þvagblöðrur og þung augnlok þoldu illa. Á öðrum keppnisdegi sýndi 13 ára liðið aftur mátt sinn og megin og lagði hið þýska TSV Altenholz 4-1. Þó að þeir hefðu þurft að sætta sig við tap gegn hinu sænska Skultorps IF á miðvikudeginum höfðu sigrarnir tveir tryggt þeim sæti í A-úrslitum. Þeir spiluðu þá gegn sænska liðinu Dalby GIF og duttu okkar menn sárir og svekktir út úr keppni eftir 6-0 tap. Keflavík2-14 ára fengu að spila á Bravida Arena, aðalvelli úrvalsdeildarliðsins Häcken. Þar fengu þeir uppreisn æru frá því deginum áður og gerðu 2-2 jafntefli við Svíana í Älvsjö AIK FF. Á miðvikudeginum mættu þeir svo sterku liði BK Häcken og töpuðu gegn þeim 0-3. Þeir héldu því áfram keppni í B-úrslitum og voru slegnir út

í fyrsta leik með einu marki Östersund FK gegn engu. Keflavík1-14 ára mætti Þjóðverjunum í TuS Komet Arsten á öðrum keppnisdegi og urðu þeir að sætta sig við annað tap, nú fjögur mörk gegn engu. Lokaleikinn í riðlakeppninni unnu þeir svo 6-1. Þátttaka í Búrslitum seinni partinn þennan sama dag varð raunin og byrjaði sú keppni vel með 5-1 sigri á Tranemo IF. Næsti andstæðingur þeirra var Älvsjö AIK FF. Leikur okkar manna gekk ekki sem skyldi í hitanum þann daginn og urðu þeir að sætta sig við að vera slegnir út úr 32 liða úrslitum með tveimur mörkum gegn einu. Niðurstaðan var því sú að öll lið Keflavíkur höfðu lokið keppni á fimmtudeginum en þá var líka hægt að njóta þess sem Gautaborg hafði upp á að bjóða. Hjálmar Jónsson, fyrrum leikmaður Keflavíkur og landsliðsmaður, útvegaði hópnum miða á Evrópuleik liðs síns IFK Gautaborg á fimmtudagkvöldinu. Það sem eftir lifði ferðar var verslað, farið í útsýnissiglingu, Liseberg heimsótt við öll tækifæri og síðasta kvöldið var tekið þátt í fjörugu danspartýi í skólanum í boði sænskra yngismeyja. Ferðin var í alla staði frábær og minningarnar sem urðu til í henni munu lengi lifa. Drengirnir voru til mikillar fyrirmyndar, fóru ávallt eftir fyrirmælum, voru kurteisir og sýndu hverjum öðrum vinskap og virðingu. Einstök stemmning ríkti í þessum hópi og einkenndist hún af samheldni, gleði og góðum húmor. Það má með sanni segja að strákarnir hafi verið sjálfum sér, fjölskyldum sínum og félagi sínu Keflavík til mikils sóma. Fyrir hönd Gautaborgarfara 2016, Bryndís Jóna Magnúsdóttir

Keflavík 13 ára. Sigurvegarar úr K-Steinarsson Skeet mótinu.


Þú þarft ekkert að fara í borgina fyrir þessi jólin!

Fartölvur og borðtölvur

Farsímar

Android, iOS og Windows

Myndavélar

- frá Canon, Sony og Nikon

Bluetooth hátalarar

- frá öllum helstu framleiðendum

Prentarar og fjölnotatæki - frá HP og Canon

Sjónvörp

- í öllum stærðum og gerðum

HAFNARGATA 40 - S. 422 2200

GoPro

Úrvalið af tölvu og fylgihlutum eru í Omnis

Spjaldtölvur

- með Android, Windows eða Apple iOs stýrikerfi

REYKJANESBÆ

Óskum viðskiptavinum okkar ánægjulegra stunda yfir hátíðarnar

Jólablað 2016

15


Orkumótið 2016 6. flokkur drengja

Þ

að var vaknað snemma miðvikudaginn 22. júní enda var dagurinn loksins runninn upp. Dagurinn sem 22 ungir drengir úr Keflavík voru búnir að bíða óþreyjufullir eftir í margar vikur og mánuði. Loksins var ævintýraferðin á Orkumótið í Vestmannaeyjum að hefjast! Þessar framtíðarstjörnur hittust fyrir framan Reykjaneshöllina stundvíslega kl. 09.00. Þegar búið var að hlaða farangrinum í þrjá langferðabíla hoppuðu drengirnir upp í bílana og spenntu sig í sætin. Öll undirbúningsvinna þjálfara, foreldra og forráðamanna var að baki og ekkert eftir nema skella sér á vit ævintýranna. Einn úr hópnum þurfti þó að koma við á HSS til að frá grænt ljós frá lækni um að mega koma með. Það fékkst og var ekki eftir neinu að bíða. Eyjar here we come! Ferðin frá Keflavík að Landeyjarhöfn gekk mjög vel, jafnvel einum of vel því hópurinn var mættur mjög stundvíslega sem gaf okkur rúman tíma til að borða nesti og teygja úr okkur fyrir bátsferðina. Þegar drengirnir sáu Herjólf renna í höfn jókst spennan í hópnum til muna enda var hluti hópsins að fara í bátsferð í fyrsta skipti auk þess sem Herjólfur þýddi að nú var stutt í áfangastað. Veðrið lék við hópinn þennan morgunn og kom hópurinn sér fyrir utandyra í sólinni upp á dekki. Ferðin virtist ætla að ganga áfallalaust fyrir sig og voru „hetjur hafsins“ nokkuð sprækar þar til við nálguðumst eyjuna grænu því þá tóku tveir að skipta litum sem endaði með því að hinn gómsæti morgunmatur sem þeir höfðu fengið sér skömmu áður endaði í sjónum. Þegar í land var komið voru þeir allir hinir hressustu, lausir við alla sjóriðu enda eins gott því nú tók við stanlaust fjör. Drengirnir voru ferjaðir í skólann sem þeir gistu á tveimur bílum frá Blue Car Rental sem voru svo yndislegir að lána hópnum tvo bíla til að hafa í Vestmannaeyjum á meðan á dvöl stóð. Þegar hópurinn hafði komið sér vel fyrir var haldin pizzuveisla. Eitthvað náðum við að gleyma okkur í gleðinni því við mættum of seint niður á höfn í bátsferðina sem okkur hafði verið úthlutað en þess í stað var farið í rútuferð um eyjuna þar sem einstaklega hress og skemmtilegur bílstjóri sagði okkur merkilegar sögur frá Vestmannaeyjum. Næst lá leið allra sem þátt tóku á Orkumótinu í íþróttahöllina þar sem leikur Íslands og Austurríkis á Evrópumótinu í Frakklandi var að hefjast. Mikil spenna var í húsinu og stemmningin gríðarleg. Á 18. mínútu skoraði Jón Daði Böðvarsson fyrsta mark leiksins og var mikið fagnað í höllinni. Um miðjan

Cadera 50 cl.

Vörunr. SAHM-2082051

Er

si?

Sérmerktu glösin þín Þú finnur glös sem henta þér hjá Brosi og við sérmerkjum þau með þínu merki eða eins og þú óskar.

Sérmerkt glös eru góð leið til að vekja athygli.

Norðlingabraut 14 – Reykjavík – www.bros.is – 569 9000 – sala@bros.is

16

Jólablað 2016

síðari hálfleik jöfnuðu Austuríkismenn leikinn en svo var það á fjórðu mínútu í uppbótartíma sem hið ótrúlega, æðislega og yndislega gerðist. Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmark Íslands og allt ætlaði um koll að keyra í höllinni. Ég held ég geti talað fyrir okkur öll sem vorum stödd þarna í höllinni að þetta var ólýsanleg stund. Fólk hoppaði, gargaði, klappaði, faðmaði næsta mann og grét af gleði. Þvílíkur tilfinningarússíbani sem þarna fór af stað og ekki skemmdi fyrir okkur Keflvíkingunum að það var „okkar maður“ sem tryggði sigurinn með því að koma inn á sem varamaður og stimplaði sig inn með stæl. Það voru stoltir Keflvíkingar sem yfirgáfu íþróttahöllina eftir leikinn. Hann er sannarlega frábær fyrirmynd fyrir unga fótboltaiðkendur hann Arnór. Á fimmtudagsmorgunn hófst svo „alvaran“ sem var ástæða þess að við vorum komin til Vestmannaeyja – til að spila fótbolta. Keflavík var með þrjú lið að þessu sinni og spiluðu þau samtals 30 leiki eða 10 leiki hvert lið. Það var spilað í riðlakeppni fimmtudag, föstudag og laugardag og spilaði hvert lið þrjá leiki á dag. Á föstudagkvöldið var haldin kvöldvaka þar sem meðal annars kom trúður og skemmti hópnum, fulltrúar frá hverju liði öttu kappi í danskeppni ásamt öðrum skemmtilegum uppákomum. Það er vissulega ein uppákoma sem stóð upp úr hjá okkur. Þegar gengið var inn í salinn blasti við okkur RISA nammipoki sem hékk í körfuboltahring í miðjum salnum. Hvert lið átti að giska á hversu mikið nammi væri í

pokanum. Ágúst Páll, foreldri í hópnum okkar, tók að sér að giska á fjöldann fyrir Keflavík og eftir að hafa velt því fyrir sér í dágóða stund skaut hann á töluna 2100. Ótrúlegt en satt voru 2099 stykki af nammi í pokanum og fengum við því afhendan RISA nammipoka í lok kvöldvökunnar. Eftir skemmtilega kvöldvöku hélt hópurinn saman yfir á Hásteinsvöll í grenjandi rigningu þar sem stórleikur var rétt að hefjast á milli landsliðsins og pressuliðsins þar sem hvert lið átti einn fulltrúa. Seinnipart laugardags voru svo spilaðir jafningjaleikir. Keflavík1 og Keflavík3 enduðu í 3. sæti í sínum riðli og Keflavík2 í 4. sæti. Síðar sama dag fór fram verðlaunaafhending og lokahóf. Vissulega hefðum við viljað ná lengra með Keflavíkurliðin en dregirnir voru sér og liðum sínum til algjörrar fyrirmyndar innan vallar sem utan. Fer þessi ferð um leið í í reynslubankann og mun hún án efa lifa í minningu þeirra um ókomna tíð. Stemmningin í hópnum mjög góð og allir reynslunni ríkari eftir þessa frábæru veru í Vestmannaeyjum. Keflavíkurdrengirnir mega vera stoltir af sjálfum sér og er manni strax farið að hlakka til að ferðast með þessum flotta hóp í næstu fótboltaferð. Ég vil fyrir hönd hópsins þakka kærlega fyrir allan þann stuðning sem við fengum til að geta látið þessa ferð verða að veruleika. Sérstakar þakkir fá aðstandendur drengjanna, foreldrarráðið, Hópferðir Sævars, Blue Car Rental og síðast en ekki síst hinir frábæru þjálfarar Jóhann Birnir og Einar Lars sem stóðu sig eins og hetjur. Takk fyrir okkur og áfram Keflavík! Fyrir hönd Orkumótsfaranna 2016, Hildur María Magnúsdóttir, fararstjóri.


Nýir búningar hjá RKV.

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

5. flokkur kvenna RKV

R

eynir, Keflavík og Víðir eru sameinuð í eitt lið í kvennaboltanum frá og með 5. flokki. Stúlkurnar spila undir merkjum RKV. Með því að sameina stelpurnar er verið að styrkja kvennafótboltann á Suðurnesjunum og efla þær áfram sem framtíðar fótboltakonur. Samheldnin hjá stúlkunum er mikil, þær eru gríðarlega áhugasamar, duglegar og efnilegar. Þær eiga framtíðina fyrir sér og verður gaman að fylgjast með þeim næstu árin. 5. flokkur kvenna fékk afhenta nýja búninga á síðasta tímabili. Bæði iðkendur og foreldrar voru afar ánægðir með flottu búningana. Áfram stelpur, áfram kvennafótbolti! Foreldraráðsmömmurnar í 5. flokki RKV.

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

HÓPFERÐIR 5. flokkur C lið á Símamótinu í Kópavogi.

G r ó f i n 2 - 4 • S í m i 4 2 0 6 0 0 0 • w w w. s b k . i s

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Hafnargata 36 • 230 Reykjanesbæ • Sími 440 2450

5. flokkur RKV, B-liðið vann alla sína leiki á Símamótinu og var markatalan 40-1, þeim í vil.

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Æfing hjá 5. flokki kvenna RKV í blíðskaparveðri og systkinin leika sér meðan.

Jólablað 2016

17


Óskum íþróttafólki svo og öðru Suðurnesjafólki

gleðilegra jóla

og farsældar á nýju ári

ÍS-SPOR VERÐLAUNAGRIPIR

S ími 5 8 8 3 2 4 4 - i s s p o r. i s

Óskum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Kr ossmóa 4 a - S í m i 5 3 5 6 0 2 5

Þorrablót Keflavíkur 14.janúar 2016

Íþróttahúsid vid Sunnubraut Ingó Vedurgud Keflavíkurannállinn Soho sér um matinn Brekkusöngur og Litla ballid Eurobandid sér um ballid

Midaverd 8.900kr.Midapantanir á midi@keflavik.is Greiða þarf miða fyrir 4. janúar annars fara þeir aftur í sölu.

Óskum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Kr ossmóa 4 a - S í m i 4 2 1 5 7 7 7

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Bolafæti 3, 260 Reykjanesbæ, sími 421 4117

18

Jólablað 2016

#kefblot17 www.keflavik.is

A D L E G U L F

A L A S

@thorrablot2017

ldar

nudei r y p s t t a

r u k í v Kefla Kn

8

0 AUT 1 R B G HRIN

K-HÚS

OPNUM 28.DESEMBER OPIÐ 28., 29. & 30.DESEMBER FRÁ KL.10.00-22.00 OPIÐ GAMLÁRSDAG FRÁ KL.10.00-16.00 Við treystum á íbúa Reykjanesbæjar að styðja vel við bakið á okkur. Allur hagnaður deilist á milli karla,kvenna og unglingadeilda knattspyrnudeildar Keflavíkur


Skotdeild Keflavíkur:

Aldrei fleiri Íslandsmeistarar

Frá Landsmóti í loftriffli í Digranesi.

Þ

að hafa aldrei fleiri Íslandsmeistaratitlar komið inn hjá Skotdeild Keflavíkur eins og þetta ár og í mismunandi greinum. Við eigum Íslandsmeistara í bæði pilta-, stúlkna- og unglingaflokki í loftriffli. Sigríður E. Gísladóttir varð Íslandsmeistari og setti Íslandsmet í loftriffli í unglingaflokki stúlkna með 283,9 stig í 40 skotum og Richard Brian Busching varð Íslandsmeistari í loftriffli í unglingaflokki pilta með 427,3 stig í 60 skotum. Skotdeildin eignaðist einnig Íslandsmeistara í 2. flokki loftriffli karla þar sem Theodór Kjartansson skoraði 555,5 stig. Við vörðum Íslandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð í 300 metrum liggjandi karla þar sem Theodór Kjartansson skoraði 564 stig, sem og unnum liðakeppnina í þeirri grein á Íslandsmótinu og settum nýtt Íslandsmet í greininni á 1616 stigum, en liðið skipuðu þeir Theodór Kjartansson, Guðmundur Óskarsson og Bjarni Sigurðsson. Skotdeildin eignaðist Íslandsmeistara í 3. flokki 50 metra liggjandi karla, Bjarna Sigurðsson sem var aðeins 3,6 stigum frá 1. flokks skori og skaut sig þar með upp í 2. flokk. Hann er við það að skjóta sig upp í 1. flokk í greininni og verður væntanlega búinn að gera það fyrir áramót. Þess má geta að skotmenn geta einungis skotið sig upp um einn flokk í hverju móti, þó svo að þeir nái hærra skori en næsti flokkur þar fyrir ofan. Þrístaðan er alltaf að verða vinsælli og er mjög kerfjandi og spennandi grein. En þar varð Theodór Kjartansson í öðru sæti yfir allt mótið og tók Íslandsmeistarann fyrir 3. flokk karla með 1.007 stigum. Þetta eru bara Íslandsmeistaratitlarnir og telja þá 9 í heildina. Sigríður E. Gísladóttir með Íslandsmet í loftriffli kvenna í unglingaflokki og Íslandsmet í 300 metra liggjandi í liðakeppni karla hjá Tedda, Gumma og Bjarna. Við horfum bjartsýn til framtíðar og greinilegt að það skilar sér sá grunnur sem unnið er að fyrir alla flokka. Skotdeild Keflavíkur fékk fljótlega eftir áramót betri aðstöðu til að iðka loftgreinarnar og erum við mjög þakklát fyrir þá aðstöðu sem Reykjanesbær hefur úthlutað okkur til að stunda loftgreinarnar og vonumst til að geta verið þar um ókomna tíð. Þar inni höfum við verið að bjóða unglingum upp á fríar æfingar a.m.k. einu sinni í viku. Rifill 300 metrar. Við kostum skot, skotmörk og veitum þeim frí æfingagjöld og ætlum að halda því fyrirkomulagi áfram. Þannig skilar Skotdeild Keflavíkur tilbaka inn í samfélagið fyrir þá aðstöðu sem okkur hefur verið veitt og viljum sjá ennþá fleiri unglinga koma til okkar að æfa. Hægt er að sjá nánar um æfingar hjá skotdeildinni inni á síðunni okkar http://www. keflavik.is/skot/deildin/aefingar/. Allt þetta hefur skilað sér í kjarna af unglingum sem hafa verið að stunda greinina reglulega. Við erum að vinna í því að setja upp æfingaskipulag af fyrirmynd sem tíðkast í kringum okkur á Norðurlöndunum þar sem tekið er á öllu, allt frá grunnæfingum, mataræði og

Frá Landsmóti í loftriffli í Digranesi.

Teddi með farandsbikarinn og Íslandsmeistaratitilinn.

50 metrar liggjandi á Landsmóti í Digranesi.

300 metrar, Íslandsmót Skotdeild Keflavíkur.

1. sæti í liðakeppni á Landsmóti STÍ.

Íslandsmeistarar í liðakeppni karla í 300 metra liggjandi. Teddi, Gummi og Bjarni. hollustu, styrktaræfingum og alveg upp í að byggja sig upp andlega fyrir skotgreinina sem skotið er. Opnar æfingar í loftgreinum eru núorðið tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga. Einnig hefur yfirþjálfarinn okkar Theodór Kjartansson verið að taka æfingar á öðrum tímum, þegar hentar öðrum og honum. Við leitum alltaf að fólki sem tilbúið er að koma og hjálpa til við að halda utan um inni-

æfingar. Við viljum einnig bjóða fólki sem komið er á ellilífeyri að koma og vera á sérdögum í aðstöðunni okkar og skjóta ef einhver fæst sem er með tilskilin leyfi til að vera með og halda utan um þá daga/tíma. Ellilífeyrisþegar borga hálf æfingargjöld sem nemur þá 4.500 kr á ári. Aðstaðan er til fyrirmyndar og unnið er í að bæta hana og setja upp kaffiaðstöðu og tilheyrandi. Við héldum aldrei formlega opnun á loftaðstöðunni okkar eins og stóð til, en teljum við það nú við hæfi þegar búið er að gera aðstöðuna örlítið fínni með kaffivél, ísskáp og setuaðstöðu. Við höfum nokkra loftriffla til umráða sem ætlaðir eru í unglingastarfið og hægt er einnig að fá aðgang að á æfingum. Skotdeild Keflavíkur státar af einni bestu útiaðstöðu á landinu sem hefur komið okkur langt og margir unnið óteljandi vinnustundir í að hjálpa við til að byggja upp í gegnum tíðina. Skotdeild Keflavíkur rekur þá aðstöðu frá A til Ö alveg sjálf. Okkur langar að geta komist í inniaðstöðu fyrir 50 metra skotfimi til að stunda Fríbyssuæfingar, 50 metra liggjandi, þrístöðu og fleiri greinar fyrir smærri caliberin. Eins og er þá eru mun smærri skotfélög en við að státa að þannig aðstöðu en með þokkalega útiaðstöðu samt sem áður. Þetta er eitthvað sem okkur langar til að bæta og þá með hjálp bæjarvalda, íþrótta- og tómstundarráðs Reykjanesbæjar. Aftur, við horfum bjartsýn til framtíðar og ætlum okkur að taka þetta eitt skref í einu líkt og við höfum unnið að í gegnum tíðina. Skotdeild Keflavíkur stækkar og stækkar, en alltaf vantar fleiri fólki til að starfa í nefndum og hjálpa okkur að halda utan um þessa stórglæsilegu deild. Áfram Keflavík. Jólakveðja, Bjarni Sigurðsson Formaður Skotdeildar Keflavíkur.

Jólablað 2016

19


Viðtal: Skúli Sigurðsson

Sé ekki eftir einni mínútu - Gísli Hlynur Jóhannsson í viðtali

„É

g er borinn og barnfæddur Keflvíkingur og á skalanum einum til tíu er ég svona ca. átta Keflvíkingur. Svo skipti ég restinni á milli Skagafjarðar og Hofsós en þaðan eru foreldrar mínir og rætur mínar. Ég hef oft komið þangað og hugsa alltaf hlýlega þangað og heimsæki reglulega.“ Þannig hófst viðtal okkar við Gísla Hlyns Jóhannsson fyrir jólablaðið þetta árið þegar við settumst niður á köldu og blautu nóvemberkvöldi. Gestrisnin í Gísla kom fljótt upp „Má bjóða þér kaffi? Eða eitthvað annað?“ Hlýlegt viðmótið í dyragættinni á Heiðarbrautinni kom ekki á óvart og orðspor Gísla og þann mann sem hann hefur að geyma engin mýta. Á Gísla er ekki hægt að setja neinn einn starfstitil þó hann starfi í dag sem þjónustustjóri hjá Íslenska Gámafélaginu. Eftir viðtalið kom í ljós að Gísli er eins og þeir segja „altmuligman“. Ræðumaður á 17. júní, formaður, varaformaður, gjaldkeri, stjórnarmaður, handboltadómari, knattspyrnudómari, handboltaþjálfari, hátíðarstjóri 17. Júní, knattspyrnuþjálfari, fjórum sinnum handboltadómari á Special Olympics, í ritnefnd Íþróttasambands fatlaðra, veislustjóri við hin ýmsu tilefni m.a. afmæli Keflavíkur, skipuleggjandi fyrir UMFK/Keflavík varðandi þátttöku á Landsmótum UMFÍ, verkefnastjóri Ljósanætur, jafnvel stundað töfrabrög svo einhverjir nokkrir verktitlar séu tíndir til. Af þessari upptalningu má sjá að Gísli hefur unnið við fjölmörg félagsstörf og þá sérstaklega í kringum íþróttahreyfinguna hér í Keflavíkinni. „Ég fæddist á Kirkjuveginum hér í Keflavík og þaðan fluttumst við fjölskyldan á Brekkubrautina. Við héldum svo á Vatnsnesveginn og síðan á Sólvallargötuna. Það var um tvítugt eða 21 árs þegar ég byrja sjálfur minn búskap. Á þeim tíma starfaði ég í fríhöfninni og náði þeim merka áfanga að starfa eitt ár í gömlu

Gísli Hlynur Jóhannsson ásamt Àstu Katrínu eiginkonu sinni, börnum, tengdabörnum og barnabörnum. flugstöðinni. Það er svolítið gaman af því svona eftir á og sér í lagi eftir að hafa séð allar þessar breytingar sem hafa orðið á flugstöðinni í gegnum árin. Ég starfaði þar í 13 ár og þaðan fór ég í starf framkvæmdarstjóra Þroskahjálpar á Suðurnesjum en þá hafði ég verið formaður íþróttafélags fatlaðra

Gísli Hlynur smígur á milli nafnana Heimis Karlsonar og Mortens í leik ÍBK og Reynis Sangerði, boltinn hamraðist í netið.

20

Jólablað 2016

Tilþrifin hjá Gísla Hlyn leyna sér ekki áður en knötturinn söng í netinu. á Suðurnesjum, NES í 3 ár. Árin sem formaður Nes urðu á endanum 10 talsins. Það ævintýri hófst í gegnum Guðmund Ingibersson vin minn, hann var einn af stofnendum félagsins. Við erum æskufélagar, miklir mátar og brölluðum ýmislegt saman.“ Þarna lýsir Gísli í grófum dráttum nokkuð löngu tímabili á síðast liðnum áratugum eða svo. Störfin fyrir íþróttahreyfinguna hófust þegar Gísli var enn í gagnfræðaskólanum (nú Holtaskóli) að Sunnubrautinni. „Ætli ég hafi ekki verið í kringum 14 eða 15 ára þá fékk Ragnar Marinósson mig til að starfa fyrir handboltann. Þarna var ég byrjaður að æfa íþróttina og eitthvað hefur hann séð í mér. Ég byrjaði á að safna auglýsingum, starfa í stjórnum og slíku og þar með hófst ferill minn í félagsstörfum fyrir íþróttahreyfinguna. Það má segja að Ragnar sé svona minn lærifaðir í þessu.“ Það telst því til að Gísli hefur verið við stjórnarstörf á einn eða annan


Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Jón Björn Sigtryggsson, Sturla Þórðarson, Benedikt Jónsson, og starfsfólk tannlækningastofunnar Tjarnargötu 2, 230 Keflavík

Félagarnir Gísli Hlynur og Hafsteinn sl. vetur lèttir og kátir að vanda. hátt í nær 40 ár eða svo. Gísli hefur ekki menntað sig til þessara starfa sinna ef frá eru talin hin fjölmörgu námskeið sem hann hefur setið. „Það má því segja að ég hafi meira og minna sjálfmenntað mig í þessu. Ég mátti ekki vera að því að klára Fjölbraut því það var svo mikið að gera í félagsstörfum hjá mér.“ bætti Gísli við um menntunarferil sinn. Gísli líkt og margir aðrir peyjar á upphafsárum sínum í Keflavík starfaði við fiskvinnsluna og eins og tíðarandinn var þá, hófu menn sinn starfsferil mjög snemma. „Ég byrjaði í sumarvinnu í humri hjá HF í Keflavík þegar ég var 9 ára gamall, en faðir minn heitinn var þar þá vörubílstjóri. Ég vann áfram í humrinum nokkur sumur í viðbót og fannst það mikið sport að þurfa ekki að vera í bæjarvinnunni. Svo labbaði maður stoltur í bláa fiskvinnslusloppnum upp að gömlu Aðalstöðinni fram hjá þeim sem voru að sópa göturnar. Ég fór sum sé aldrei í bæjarvinnuna,“ sagði Gísli og glotti við. Þegar ég var að vinna í HF, um fermingu, þá var farið í öllum pásum, þó svo að þær væru ekki í nema 5 eða 10 mínútur, á fótboltavöllinn á Vesturgötu til þess að fara í fótbolta og alltaf þurfti verkstjórinn að koma

að ná í okkur. „Þegar ég hugsa til baka þá skil ég ekki þolinmæðina hjá verkstjóranum gagnvart okkur,“ sagði Gísli um þáverandi verksktjóra í HF. Íþróttir og áhugi á þeim byrjaði snemma og hóf Gísli að stunda íþróttir ungur þrátt fyrir að hann var með annan fótinn styttri en hinn og varð því að notast við spelku. „Frá fjögurra ára aldri þá var ég með sérstaka spelku á fætinum,“ sagði Gísli og brá sér fram í skúr og náði í spelkuna. Þessi forláta spelka, sem er eldri en undirritaður, minnti strax á kvikmyndina Forrest Gump Spelkan og þeirri spelku sem stráksi í góða. þeirri mynd notaði. Spelkan sem Gísli notaði náði frá il og upp í nára og var þannig gerð að hann gat ekki beygt hnéð og var því með staurfót þegar hann gekk. „Þessu fylgdu sérsmíðaðir skór með sérstökum kubb undir til að hækka fótinn. En svona skakklappaðist ég inná íþróttasvæðið til að fylgjast með æfingum og leikjum hjá Keflavík og náði að lauma mér inná mynd þegar gullaldarlið ÍBK urðu litlu bikarmeistarar árið 1973.“ Gísli segist hafa sloppið algerlega við allar háðsglósur vegna spelkunnar og það var ekki fyrr en um sjö ára

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Bílaverkstæði Nýr rekstraraðili Sími 456 7600

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

ELDVARNIR EHF. Slökkvitækjaþjónusta Suðurnesja

Iðavöllum 3 • 230 Keflavík • Sími 421 4676

Við Suðurnesjamenn í Rafholti óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Galsabræður í Stapanum, f.v. Sigurður Hilmar Ólafsson, Ólafur Thordersen, Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Hlynur Jóhannsson.

Jólablað 2016

21


Gísli Hlynur med dótturina Ólöfu Rut og Hafsteinn með soninn Hafþór fyrir 17 árum, samtaka félagarnir með yngstu börnin sem fæddust með 10 daga millibili. aldur þegar hann losnaði loksins við hana að hann hafði áhyggjur af því að þá myndu krakkarnir ekki þekkja hann án staurfótsins, en þær áhyggjur voru algerlega óþarfar. Gísli hefur geymt mikið safn af greinum og blaðaúrklippum sem hann hefur safnað í gegnum árin. Einnig hefur hann skráð niður öll þau félagsog þjálfunarstörf sem hann hefur tekið að sér í gegnum tíðina. Að kíkja yfir þetta efni er hreint út sagt ótrúlegt en einnig gaman að skoða gamla tímann. „Ég hóf íþróttaferil minn í fótboltanum hjá Ungó og spilaði í yngri flokkunum þar til í lok 2. flokks með Ungó/ÍBK. Í meistaraflokki spilaði ég með FC Hafnir og þar var ég markvörður. Sigurður Steindórsson var þjálfari og var heimavöllur liðsins malarvöllurinn í Keflavík. Ég byrjaði í handboltanum þegar ég var um 13 eða 14 ára og byrja ég minn feril í Njarðvík. Ólafur Thordersen heitinn var þar þjálfari, en ég var aðeins í Njarðvík í eitt eða tvö ár. Þá var kominn flokkur fyrir mig í Keflavík sem var ekki áður þannig að auðvitað flutti ég mig yfir. Ég spilaði handbolta með ÍBK til ársins 1991 en þá sameinuðust félögin Keflavík og Njarðvík undir merkum HKN og spilaði ég eitt ár í viðbót eða til ársins 1992, en þá hætti ég að spila handbolta. Ég man eftir að það var smá barátta um þessa sameiningu félaganna og hvaða nafn ætti að vera á félaginu. Ég skrifaði grein í staðarblöðin og Böðvar Jónsson skrifaði á móti þannig að smá rígur var um þessa sameiningu en svo blessaðist þetta allt. Þetta var í raun besta liðið sem bærinn hefur telft fram í handbolta og það besta sem ég

Gísli Hlynur að fara að dæma Bikarúrslitaleik í knattspyrnu milli Vals og Breiðablik. Með honum á myndinni eru systurna Björg Ásta og Guðný Þórðardætur ásamt Magnúsi Þórissyni aðstoðardómara. spilaði með. Við vorum grátlega nærri því að ná uppí efstu deild á þeim tíma.“ Það sem Gísli er líkast til þekktastur fyrir er dómaraferill hans, en nýlega lagði hann flautuna á hilluna eins og hann orðar það. Gísli hefur dæmt bæði í knattspyrnu og í handbolta til langs tíma. Í handboltanum hefur hann dæmt lengur en þar höfðu hann og Hafsteinn Ingibergsson myndað hálfgert síamstvíburapar. „Það er nú oft þannig að þegar ég mæti einhverstaðar einn til einhvers fagnaðar eða annarskonar samkomu þá er sjaldan spurt hvar konan mín er. Ég er bara spurður „hvar er

Suðurnesja tríó, Gísli Hlynur í einum af unglingalandsleikjum sem hann dæmdi ásamt Suðurnesjamönnunum Jóhanni Gunnarssyni og Magnúsi Jóni Björgvinssyni aðstoðardómurum.

22

Jólablað 2016

Hafsteinn?“ sagði Gísli um þetta órjúfanlega samband þeirra félaga og hló. „Við Hafsteinn kynnumst þegar við erum í kringum 15 ára, síðan hefur þetta bara einhvernvegin þróast í þetta vinasamband sem er í dag. Við tókum dómaraprófin okkar saman og allstaðar þar sem ég hef verið hefur hann verið mér við hlið m.a í stjórnarstörfum og svo auðvitað leiksigrar okkar í kvikmyndinni Stella í orlofi og svo áramótaskaupinu 1986“ segir Gísli og hlær og bætir við, „Samband okkar er vissulega einstakt. Fjölskyldur okkar beggja þekkjast vel og við erum mjög nánir eins og kannski alþjóð veit.“ En hvað þá með tónlist, finnst þér gaman að tónlist? „Já, lagið Traustur vinur er mitt einkennislag og söng ég það lag með hljómsveitinni Upplyftingu m.a. í 40 ára afmælinu mínu. En mér finnst mjög gaman að stíga á svið við hin ýmsu tækifæri og syngja þetta lag og uppklappilagið mitt er Vertu þú sjálfur og enda síðan sönginn á Boney M syrpu,“ segir Gísli og glottir. Í fótboltanum dæmdi Gísli í 25 ár og þar af 10 ár í efstu deild en það var Kári Gunnlaugsson sem dreif hann áfram þar. „Við störfuðum mikið saman. Hann var meðal annars á línunni hjá mér þegar ég dæmdi minn fyrsta leik í efstu deild fótboltans sumarið 1996 í Frostaskjólinu þegar KR tók á móti UBK (Breiðablik).“ Handboltadómaraferillinn nær lengra aftur en fyrsti leikur hjá Gísla í efstu deild þar var árið 1989 þegar FH og KA mættust. Umsögnin í DV var ´Gerðu þeir félagar nokkur mistök en komust í heildina þokkalega frá erfiðum leik´ og sýndi Gísli úrklippuna frá leiknum í einni af fjölmörgum úrklippubókum sínum. Dómaraferillinn hefur ekki bara gefið Gísla smá aur í aðra hönd, því ef marka má orð hans hefur það verið í raun algert aukaatriði. „Að starfa við þetta hefur gefið mér svo miklu meira. T.a.m hef ég komið til ótal margra staða og landa sem ég hefði líkast til aldrei farið til ef ekki hefði verið fyrir dómarastörfin. Ég get ekki sett verðmiða á slíkar minningar og þær upplifanir sem þessu hefur fylgt.“ Eftir 34 ára handboltadómaraferil lagði Gísli svo flautu og skó endanlega á hilluna núna í haust eins og fyrr segir. Að baki eru yfir 1700 leikir sem handboltadómari, þar af 6 bikarúrslitaleikir og með þessu voru einhver 25 ár við dómgæslu í fótboltanum og þar dæmdi Gísli meðal annars úrslitaleik í bikarnum og var fjórði dómari í öðrum. Gísli sleppti hinsvegar ekki alveg taki á fótboltanum þar sem hann hefur verið eftirlitsmaður og „mentor“ síðan hann hætti að hlaupa á vellinum. Á svo löngum dómaraferli hlaut það að koma fyrir að leikir í fótbolta og handbolta myndu lenda á sama degi. Gísli glotti við og mundi þá góða sögu sem vísaði einmitt til slíks atviks. „Einn laugardag þá var ég með leik í fótboltanum klukkan 14.00 í síðustu umferðinni í 1. deildinni á Valbjarnarvellinum í Laugardalnum, seinna um daginn átti ég svo að dæma leik Stjörnunnar og FH í handboltanum kl 16:30. Það þurfti í raun allt að ganga upp til að ná þessu öllu sem það og gerði. Klukkan 17 mínútur yfir fjögur var ég mættur í Garðarbæinn. En þegar ég labbaði af Valbjarnarvellinum þá kemur til mín blaðamaður og spyr hvort ég verði ekkert að dæma líka í handboltanum í vetur. Ég svaraði honum að jú ég reiknaði nú með því. Þessi blaðamaður var svo fyrsti maður sem ég hitti í Stjörnuheimilinu þegar ég kom þangað.“ Gísli er fjölskyldumaður mikill og nýverið hefur honum hlotnast sú lukka að eignast tvö barnabörn og þar með kominn í afa hlutverkið. Gísli á tvö börn með fyrri konu sinni en núverandi eiginkona til 13 ára er Ásta Katrín og átti hún áður þrjú börn og eiga þau því saman fimm börn og tvö barnabörn. Maður heyrir á Gísla að hann er mjög montinn með börnin sín og þá sérstaklega núna með afabörnin. „Jú ég get ekki neitað því að ég er mjög grobbinn með þetta allt saman. Afa hlutverkið er æðislegt og fer mér vel. Ég get dekrað við þau og


Skórnir og flauturnar komnar endanlega á hilluna góðu ! þegar þau eldast get ég dælt í þau sykri og svo bara skilað þeim,“ sagði Gísli og hló dátt. Það kemur ákveðinn ljómi yfir Gísla þegar við ræðum ungviði. Hann er augljóslega stoltur af börnum sínum og talar hann lengi og mikið um árangur þeirra í ólgusjó lífsins og hversu vel þau eru að spjara sig. Seinna ræddum við svo um þjálfaraferil hans með yngri flokkum og dómarastörf hans t.a.m á Tommamótinu í Eyjum og N1 mótinu á Akureyri, þar sem sami neisti virtist kvikna hjá honum. Það er augljóst að Gísli er mikill barnakarl og finnst gaman að vera í kringum krakkana. Við víkjum sögunni aftur að ferli hans í félagsstörfum og ræðum í þaula þau fjölmörgu störf sem hann hefur tekið að sér á einn eða annan hátt eða „lent í“ eins og hann orðar það sjálfur. „Í handboltaráðinu var ég frá 1982 til 1989. Formaður einhver 4 ár þar. Ég var framkvæmdarstjóri Ungmennafélags Keflavíkur frá 1986 til 1994. Svo var starfandi hér áður Knattspyrnudómarafélag Suðurnesja, þar var ég í stjórn í einhver 5 ár. Ég var eitt ár í stjórn HSÍ. Það er eitt af fáum verkefnum sem ég væri ekki til í að gera aftur, þar er hörð pólitík. Ég var svo í fyrstu stjórn þegar Keflavík, Íþrótta- og ungmennafélag, er stofnað á sínum tíma en var nú ekki nema eitt eða tvö ár. Allstaðar þar sem ég hef flutt hér innanbæjar og búið, þá hef ég alltaf endað sem formaður húsfélagsins. Þar sem ég hef verið í vinnu hef ég sinnt formennsku starfsmannafélagsins. Árið 2012 gerðist ég félagi í Lionsklúbbi Njarðvíkur, eftir eitt ár var ég orðinn formaður skemmtinefndar og í dag er ég starfandi formaður klúbbsins. Ég er einnig formaður Handboltadómarafélags Íslands,“ sem eru hagsmunasamtök dómara. Það er ekki laust við að manni liggi forvitni á að vita hvort öll þessi stjórnarsetustörf komi bara til Gísla eða hvort hann hreinlega sæki í þetta? „Bæði og, mér finnst gaman að þessu og ég kann þetta vel. Það er góður félagsskapur sem dregur mann helst í þetta, ég get unnið með fólki og get fengið fólk til að vinna með mér. Ég er ekki þessi formaður sem gerir alla hluti sjálfur. Ég var kannski þannig fyrst en svo lærði maður að dreifa verkefnum og skipuleggja hlutina. Ég hef haft gott fólk með mér í þessum stjórnarstörfum, duglegt og drífandi fólk og það hefur hjálpað mér mikið í þessu öllu saman.“ Gísli segist ekki endilega hafa verið hjátrúafullur í gegnum tíðina en hinsvegar hafi hann alltaf verið í treyju númer 7 í handboltanum. „Ég man nú ekki hvernig það kom til. Ætli það hafi ekki bara verið sú treyja sem ég náði í á sínum tíma og mér fannst hún passa mér vel. Svo var Peter Lorimer náttúrulega númer 7.“ segir Gísli og lætur þar með í ljós hvar hann stendur í enska boltanum. „Ég er harður Leeds-ari og byrjaði að halda með þeim árið 1973. Bræður mínir tveir héldu með Leeds og ég horfði á leikina með þeim og smitaðist. Ég er einn af stofnendum Stuðningsmannaklúbbs Leeds á Íslandi og var í stjórn hans fyrstu árin.“ Gísli er víðförull þegar kemur að starfsvettvangi og/eða þeim störfum sem hann hefur tekið að sér. Því verðum við að koma einnig að því þegar Gísli var í félagi sem kallaði sig Galsabræður og rak Félagsheimilið Stapa í Njarðvík. „Við Hafsteinn

Hluti af búningasafni Gísla Hlyns, táknræn mynd þar sem búningurinn sem Gísli spilaði í númer 7 er fremstur.

Viðurkenningar Gísla Hlyns fyrir störf sín að íþróttamálum

Gullmerki

Handknattleikssambands Íslands

Gullmerki

Handknattleiksdómarasambands Íslands

Silfurmerki

Ungmennafélags Keflavíkur

Heiðurssilfurmerki

Keflavíkur Íþrótta- og ungmennafélags

Silfurmerki

Knattspyrnusambands Íslands

Silfurmerki

Íþróttasambands fatlaðra

Starfsmerki

Ungmennafélags Íslands

vorum búnir að hugsa um í mörg ár að opna krá og sáum fyrir okkur að opna þar sem 88 húsið er í dag eða gamla ríkið. Vorum búnir að skoða það og ætluðum að breyta því en það var of mikill kostnaður í því. Þetta var árið 1994 þar sem við vorum báðir að vinna í fríhöfninni og vorum að dæma. Við rákum Stapann í tvö ár og Óli Thord (Ólafur Thordesen) og Siggi Hill (Sigurður Hilmar Ólafsson) komu með okkur í þetta og þetta var svaðalega mikil vinna. Við töpuðum ekki á þessu en við fengum ekki mikið út úr þessu heldur. Eins og áður sagði var ég í fullri vinnu í Fríhöfninni, fór á vakt þar og svo var ball um kvöldið og maður fór nánast beint af ballinu og aftur á vakt í Fríhöfninni. Þetta gat maður þegar maður var ungur en þetta gæti ég ekki í dag. Þetta var skemmtilegur tími, ég sé ekki eftir honum, en ég myndi aldrei gera þetta aftur.“ Að vinna fulla vinnu, að sinna dómgæslu, að sinna félagsstörfum og svo fjölskyldunni. Hvar hefur Gísli fengið tíma í þetta allt saman. Hvenær t.a.m. sefur Gísli Hlynur Jóhannsson? „Þetta hefur allt gengið upp tímalega séð og ég vil helst ekki hugsa um það hvað það hefur farið mikill tími í þetta hjá mér. En ég sé ekki eftir einni mínútu og ef ég ætti að gera þetta allt uppá nýtt myndi ég líklega gera þetta alveg eins.“

Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.

GLEÐILEGA HÁTÍÐ Jólablað 2016

23


Gleðileg jól

farsælt komandi ár, þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða BÓKHALDSÞJÓNUSTAN SÆVAR REYNISSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR

Hafnargötu 27 - Sími 421 1420 & 894 3837

Keflavík

Rafverktaki

Guesthouse www.alex.is

Tækniþjónusta SÁ ehf.

Hafnargötu 62 - Sími 421 4457

VÍSIR

SS BÍLALEIGA ehf. Iðjustígur 1 - 260 Njarðvík S ími 421 2220 - 896 1766

Félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum

stapaprent

Prentþjónusta í 33 ár

Grófin 13c • 230 Reykjanesbær • Sími 421 4388 • Netfang stapaprent@simnet.is

80 ára saga Keflavíkur

Sængurverasett kr. 2.000,-

kr. 2.500,-

Jólagjafir íþróttamannsins

Fáanlegar í Félagsheimili Keflavíkur Sunnubraut 34 24

Jólablað 2016

- Sími 421 3044 & 897 5204


Blakdeild Keflavíkur

B

lakdeild Keflavíkur fór vel af stað eftir jólin og setti upp fyrirtækja/ skemmtimót þann 19. febrúar þar sem 10 lið tóku þátt. Það er stærsta mót sem deildin hefur haldið á einu kvöldi og greinilegt að vinsældir mótsins hafa aukist. Þar mátti sjá mikið keppnisskap og leikgleði í nýliðum sem og reyndari blökurum. Þetta mót er fyrirhugað í febrúar/mars ár hvert og hugsað sem fjáröflun deildarinnar og einnig til að vekja áhuga nýrra iðkenda á þessari skemmtilegu íþrótt. Blakdeild Keflavíkur vann til tvennra gullverðlauna á öldungamóti Blaksambands Íslands sem haldið var í Garðabæ dagana 5.-7. maí. Blakdeild Stjörnunnar stóð fyrir mótinu sem bar að þessu sinni yfirskriftina „Stjörnustríð“. Á mótinu voru 158 lið eða um 1500 þátttakendur af öllu landinu og var þetta stærsta og fjölmennasta öldungamótið til þessa. Keppendur á þessum mótum þurfa að hafa náð 30 ára aldri til að mega taka þátt og má segja að þau séu nokkurs konar uppskeruhátíð eldri blakara. Keppt var í sex karladeildum og tíu kvennadeildum. Blakdeild Keflavíkur átti þrjú lið á þessu móti, tvö karlalið og eitt kvennalið. Annað karlaliðið keppti í 4. deild og hitt, skipað nýliðum í blaki, keppti í 6. deild. Kvennaliðið keppti í 8. deild A. Nýliðarnir stóðu sig mjög vel miðað við að þeir voru að taka þátt í sínu allra fyrsta blakmóti og eiga þeir mikið hrós skilið fyrir hversu vel þeim gekk að stríða hinum liðunum og augljóst að þeir munu koma reynslunni ríkari til leiks vorið 2017. Kvennaliðið og 4. deildar karlaliðið, sem bæði eru skipuð reyndum blökurum, náðu þeim flotta árangri að sigra í öllum sínum leikjum og hrepptu bæði toppsætið í sínum deildum og munu því bæði færast upp um eina deild á öldungamóti ársins 2017 sem haldið verður í Mosfellsbæ. Nú í október tóku karlar blakdeildarinnar í fyrsta sinn þátt í 2. deild Íslandsmótsins sem haldið er víðsvegar um landið. Þeir keppa þrjár helgar yfir keppnisárið, ein helgi fyrir jól og tvær eftir jól og það kemur því í ljós í vor hvernig þeim gengur á þessu móti. Af barnastarfi deildarinnar er það að frétta að þegar þessi grein er skrifuð eru sjö börn að æfa undir stjórn Svandísar Þorsteinsdóttur sem haldið hefur utan um barnastarfið. Það eru fimm stúlkur fæddar 2003-2004 sem skipa 4. flokk og tveir drengir fæddir 1999 og 1997 sem keppa með körlunum. Stúlkunum bauðst að keppa með Blakdeild Þróttar Reykjavík og kepptu þær því á Íslandsmóti barna í fyrsta sinn þetta haust. Mikil spenna var hjá stúlkunum en þær munu keppa með Þrótti á næstu

Sigurlið Keflavíkur frá Öldung.

Frá fyrsta móti stelpnanna í 4. Flokk mótum líka. Keflavíkur stúlkurnar fóru þrjár á fyrsta Íslandsmótið sitt en þær deildust niður á tvö lið sem lentu í 2. og 3. sæti. Ljóst er að nóg er um að vera í blakinu, sem er frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa og óskar Blakdeild Keflavíkur öllum gleðilegra jóla og hlakkar til að taka á móti nýjum iðkendum. Svandís Þorsteinsdóttir Formaður Blakdeildar

Sigurliðið El shakes á skemmti/fyrirtækjamótinu

Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Sigurliðin frá skemmti/fyrirtækjamótinu Þriðja sæti Ráðhús Reykjanesbæjar, fyrsta sæti El shakes, þriðja sæti penslar og verkfæri.

Jólablað 2016

25


9. flokkur kvenna silfurverðlaun á Íslandsmóti.

Unglingaflokkur kvenna Íslands- og bikarmeistarar.

Stúlknaflokkur Íslandsmeistarar.

Stúlknaflokkur bikarmeistarar.

Barna- og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Annáll og uppskera keppnistímabilið 2015-2016

B

arna- og unglingaráð hélt starfinu áfram með svipuðum hætti s.l. tímabil þó einhverjar áherslur breyttust og þá helst þær að kröfur hafa aukist um lengra æfingatímabil, fleiri og fjölbreyttari sumaræfingar og aukna einstaklingsþjálfun. Þessum kröfum munum við nú mæta í auknum mæli um leið og eitt stærsta verkefnið er að fjölga iðkendum deildarinnar. Eitt það ánægjulegasta við að taka þátt í starfi barna- og unglingaráðs er að fylgjast með því hvað margir einstaklingar sem hafa tekið þátt í starfi deildarinnar sem iðkendur hafa orðið að frábærum einstaklingum sem eru til fyrirmyndar í sínu námi og starfi. Körfuboltinn er enda stórkostleg íþrótt sem sameinar leik, hugsun, skipulag, aga, ástríðu, gleði og miklar tilfinningar betur en nokkur önnur íþrótt.

Árangur keppnisliða 2015-2016 Keflavík sendi lið til keppni í öllum aldursflokkum á nýafstöðnu Íslandsmóti yngri flokka, eða 15 flokka alls. Í bikarkeppni KKÍ sendi Keflavík lið í öllum aldursflokkum eða 9 alls en þátttökurétt eiga 9. flokkur og eldri. Árangur á Íslandsmóti og bikarkeppni yngri flokka var viðunandi þetta tímabilið þó nokkuð færri titlar hafi komið í hús en undanfarin ár. Af 22 titlum sem keppt var um í yngri flokkunum vann Keflavík 4 auk þess að vinna til silfurverðlauna í 5 flokkum á Íslandsmóti.

26

Jólablað 2016

Keflvíkingar eru einnig sem fyrr, það félag í körfubolta á Íslandi sem hefur unnið til flestra verðlauna í yngri flokkunum, eða alls 220 Íslands- og bikarmeistaratitla. Iðkendur í 1.-5. bekk keppa ekki á Íslandsmóti en þau hafa verið dugleg við að sækja minniboltamót félaganna sem í boði eru fyrir þennan aldurshóp og öll fóru þau að sjálfsögðu á Nettómótið sem er mót mótanna.

Úrslit yngri flokka 2016 – Seinni helgi 13.-16. maí Keflavík Seinni úrslitahelgi yngri flokka á Íslandsmótinu var haldin í TM höllinni að Sunnubraut í umsjón barna- og unglingaráðs Keflavíkur. Glæsileg umgjörð og hátíðleg stemmning og spenna er jafnan í kring um þessa undanúrslita og úrslitaleiki en mótahaldið tókst frábærlega og var félaginu til mikils sóma.

Nettómótið 2016 Barna- og unglingaráð stóð að venju í samstarfi við U.M.F.N. að framkvæmd Nettómótsins 5.-6. mars 2016 sem hefur löngu tekið sér sess sem stærsta körfuboltamót á Íslandi. Engin breyting varð þar á þetta árið en um var að ræða 26. mót félaganna. Þetta var jafnframt annað mótið í röð þar sem 6. bekkur var ekki gjaldgengur en þrátt fyrir það var þetta næst stærsta mótið frá upphafi og aldrei hafa fleiri leikir verið leiknir á Nettómótinu. Á endanum reyndust keppnisliðin vera 245 frá 26 félögum og leiknir voru

575 leikir á 15 leikvöllum í 6 íþróttahúsum, en tæplega 1.300 keppendur léku á mótinu, þeir yngstu 5 ára. Þetta mót markaði jafnframt ákveðin tímamót þar sem þetta var fyrsta mótið sem leikið er 4 á 4 í stað 5 á 5 líkt og gert var í fyrsta skipti í vetur á Íslandsmóti minnibolta 11 ára. Þegar ljóst var í aðdraganda mótsins hver fjöldi liða yrði þurfti að hafa hraðar hendur og útvega fleiri leikvelli og lagði Íþróttamiðstöðin í Garði okkur ómetanlegt lið með að taka fullan þátt í mótinu með okkur og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Næsta Nettómót verður haldið 4.5. mars 2017 og verður örugglega jafn glæsilegt og öll hin. Unglingaráð vill nota tækifærið og færa öllum okkar félagsmönnum bestu þakkir fyrir óeigingjarnt framlag á þessu Nettómóti í þágu körfunnar og félagsins enda útilokað að standa að slíkri stórframkvæmd án breiðrar þátttöku þar sem allir leggjast á eitt.

Unglingalandsliðsfólk Körfuknattleiksdeildar 2016 Fjölmargir iðkendur Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur voru valdir í æfingahópa yngri landsliðanna fyrir verkefni sumarsins. Í lokahópana voru eftirtaldir valdir: Tvær stúlkur úr Keflavík, Anna Ingunn Svansdóttir og Sigurbjörg Eiríksdóttir, voru valdar í 12 manna landsliðshóp U15 sem tók þátt í Copenhangen Invitational 17.-19. júní.

U16 og U18 ára landsliðin fyrir Norðurlandamótið voru endanlega valin í lok maí en mótið var að þessu sinni haldið í Finnlandi eftir að hafa verið haldið í Solna í Svíþjóð í fjöldamörg ár. Í U16 voru valin frá Keflavík Birna Valgerður Benónýsdóttir, Eydís Eva Þórisdóttir, Kamilla Sól Viktorsdóttir, Elsa Albertsdóttir, Arnór Sveinsson og Elvar Snær Guðjónsson. Í U18 voru valin frá Keflavík Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Elfa Falsdóttir, Katla Rún Garðarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir og Þóranna Kika Hodge-Carr. Tveir leikmenn Keflavíkur voru síðan valdir í stjörnulið Norðurlandamótsins, þau Birna Valgerður og Arnór Sveinsson. U16 ára lið kvenna lék einnig í bdeild EM í Rúmeníu og hafnaði í 18. sæti. Þess má geta að Birna Valgerður lék gríðarlega vel á mótinu og vakti athygli en hún var stigahæsti leikmaður mótsins með 17,8 stig að meðaltali í 8 leikjum, var með bestu skotnýtinguna (50,9%) og önnur í vörðum skotum (2,1 í leik). Elsa Albertsdóttir var síðan með flestar stoðsendingar allra á mótinu eða 34 sendingar í 8 leikjum. U16 ára lið karla lék einnig á EM í Búlgaríu og hafnaði í 21. sæti þar sem m.a. mikil veikindi herjuðu á liðið með þeim hætti að það var sjaldnast fullmannað á mótinu. U18 ára lið kvenna lék einnig á EM í Bosníu og stóðu sig frábærlega. Liðið náði besta árangri sem 18 ára landslið kvenna hefur náð og komst liðið


9. fl.kv - Sunna Líf, Sigurbjörg og Anna Ingunn

9. fl.ka Bergur Daði, Arnar Geir og Andri Þór

10. fl.kv - Eva María, Elsa og Birna Valgerður

10. fl.ka - Vilhjálmur, Andri Þór og Elvar Snær

í undanúrslit á mótinu þar sem þær töpuðu naumlega fyrir Grikkjum. Þær léku síðan um 3. sætið við heimastúlkur í Bosníu en þurftu að játa sig sigraðar. Þess má geta að leikið var við gríðarlega erfiðar aðstæður þar sem hitinn í Sarajevo var yfir 30 stig og engin loftkæling í húsinu.

Lokahóf yngri flokka í maí 2016 Lokahóf yngri flokka var haldi í lok maí að venju í TM höllinni. Veittar voru viðurkenningar og tímabilinu lokað með stóru pylsupartýi. Iðkendur 1.-5. bekkjar fengu allir viðurkenningu fyrir iðni og góða ástundun. Þjálfarar þeirra voru eftirfarandi 1.-4. bekkur stúlkna Þjálfari Helena Jónsdóttir - Aðstoð arþjálfari María Jónsdóttir 1.-2. bekkur drengja Þjálfari Jón Norðdal Hafsteinsson 3.-4. bekkur drengja Þjálfari Einar Einarsson 5. bekkur stúlkna Þjálfari Kristjana Eir Jónsdóttir - Aðstoðarþjálfari Jón Guðmundsson 5. bekkur drengja Þjálfari Jón Norðdal Hafsteinsson Einstaklingsviðurkenningar, veittar iðkendum 11 ára og eldri:

Minnibolti 11 ára drengja Þjálfari Jón Norðdal Hafsteinsson Mestar framfarir: Agnar Axel Sveinsson Besti varnarmaðurinn: Axel Ingi Jóhannesson Besti leikmaðurinn: Stefán Jón Friðriksson

Stúlknaflokkur - Katla Rún og Thelma Dís.

Drengjaflokkur - Marvin og Arnór

Minnibolti 11 ára stúlkna

Þjálfari Kristjana Jónsdóttir – Aðstoðarþjálfari Jón Guðmundsson Mestar framfarir: Ása Gísladóttir Besti varnarmaðurinn: Agnes María Svansdóttir Besti leikmaðurinn: Anna Lára Vignisdóttir

7. flokkur drengja

Þjálfari Jón Guðbrandsson – Aðstoðarþjálfari Einar Hannesson Mestar framfarir: Birgir Örn Guðsveinsson Besti varnarmaðurinn: Vilhjálmur Vilhjálmsson Besti leikmaðurinn: Einar Gunnarsson

7. flokkur stúlkna

Þjálfarar Jón Guðmundsson og Kristjana Jónsdóttir Mestar framfarir: Bergey Gunnarsdóttir Besti varnarmaðurinn: Hjördís Lilja Traustadóttir Besti leikmaðurinn: Edda Karlsdóttir

8. flokkur drengja

Þjálfari Jón Guðbrandsson – Aðstoðarþjálfari Einar Hannesson Mestar framfarir: Árni Þór Guðjónsson Besti varnarmaðurinn: Magnús Pétursson Besti leikmaðurinn: Bjarki Freyr Einarsson og Guðbrandur Jónsson

8. flokkur stúlkna

Þjálfari Jón Guðmundsson – Aðstoðarþjálfari Kristjana Jónsdóttir Mestar framfarir: Sara Lind Kristjánsdóttir Besti varnarmaðurinn: Eva María Davíðsdóttir Besti leikmaðurinn: Edda Karlsdóttir

9. flokkur drengja

Þjálfari Magnús Þór Gunnarsson Mestar framfarir: Bergur Ágústsson Besti varnarmaðurinn: Arnar Geir Halldórsson Besti leikmaðurinn: Andri Þór Tryggvason

9. flokkur stúlkna

Þjálfari Jón Guðmundsson – Aðstoðarþjálfari Kristjana Jónsdóttir Mestar framfarir: Sunna Líf (shotblocker) Bergþórsdóttir Besti varnarmaðurinn: Sigurbjörg Eiríksdóttir Besti leikmaðurinn: Anna Ingunn Svansdóttir

10. flokkur karla

Þjálfari Magnús Þór Gunnarsson Mestar framfarir: Vilhjálmur Páll Thorarensen Besti varnarmaðurinn: Andri Þór Tryggvason Besti leikmaðurinn: Elvar Snær Guðjónsson

10. flokkur stúlkna

Þjálfari Jón Guðmundsson – Aðstoðarþjálfari Kristjana Jónsdóttir Mestar framfarir: Eva María Lúðvíksdóttir

Falur Harðarson tekur á móti blómvendi. Þetta var 15. mótið í röð hjá honum sem mótsstjóri Nettómótsins og það síðasta að sinni a.m.k. og af því tilefni færðu mótshaldarar og dætur Fals honum viðurkenningu.

Besti varnarmaðurinn: Elsa Albertsdóttir Besti leikmaðurinn: Birna Valgerður Benonýsdóttir

Stúlknaflokkur Þjálfari var Marín Rós Karlsdóttir - Aðstoðarþjálfari Jón Halldór Eðvaldsson Mestu framfarir: Katla Rún Garðarsdóttir Besti varnarmaðurinn: Elfa Falsdóttir Besti leikmaðurinn: Thelma Dís Ágústsdóttir

Drengjaflokkur Þjálfari Guðmundur Ingi Skúlason Mestu framfarir: Marvin Harrý Guðmundsson Besti varnarmaðurinn: Arnór Ingi Ingvason Besti leikmaðurinn: Arnór Sveinsson

Sumar- og afreksæfingar Boðið var upp á sumar- og afreksæfingar í meiri mæli en áður hefur verið gert s.l. sumar og voru undirtektir góðar en segja má að eitthvað hafi verið í boði fyrir alla. Einnig var boðið upp á Metabolic fyrir valda hópa og féll það einnig vel í kramið.

Lokaorð Við í barna- og unglingaráði viljum að lokum þakka öllum þjálfurum sem störfuðu fyrir félagið í vetur fyrir frábært starf auk fjölmargra foreldra sem lögðu hönd á plóginn með óeigingjörnu framlagi í þágu unga fólksins. Áfram Keflavík. F.h. Barna- og unglingaráðs KKDK Jón Ben Einarsson.

Jólablað 2016

27


9. flokkur drengja stóð sig vel á Spáni

V

ikuna 2. – 9. júlí fóru drengir í 9. flokki Keflavíkur á körfuboltamót á Spáni, nánar tiltekið á Lloret de mar. Spilaðir voru 5 leikir og tókst okkar drengjum að leggja alla mótherja að velli. Það er stefnan hjá körfuknattleiksdeildinni að 9. flokkur fari í keppnisferð erlendis. Þegar kom að 2001 drengjunum þurfti að sjálfsögðu að fara í einhverjar fjáraflanir. Það sem drengirnir (og foreldrar) tóku að sér var m.a. ruslatýnsla á flugverndarsvæði ISAVIA, aðstoð á Ljósanótt, vinna við Nettómótið, tiltekt í húsum á Ásbrú fyrir KADECO og sjoppa á keppnishelgum yngri flokka sem haldin voru í Keflavík. Þessar fjáraflanir gengu mjög vel og drengirnir mjög duglegir að tækla þau verkefni sem þeir fengu. Undirbúningur að ferðinni hófst um miðjan vetur með samskiptum við mótshaldara og gert í nánu samstarfi vð Njarðvíkinga sem voru á leið á sama mót. Brottför frá Keflavík var 2. júlí og mætti hópurinn mjög glaðbeittur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að uppskera árangur erfiðisins. Drengirnir voru íklæddir sérmerktum bolum og pabbarnir ennþá spenntari en drengirnir. Fyrsti leikurinn var á sunnudeginum 3. júlí gegn Saronno B frá Ítalíu. Eftir mikla baráttu tókst okkar drengjum að sigra 69 – 58. Góður sigur í fyrsta leik á erlendri grundu. Leikur tvö var gegn Saronno A, einnig frá Ítalíu. Eitthvað voru Ítalar að reyna að rugla okkar drengi í ríminu með þessu A og B því okkur tókst að vinna A liðið 80 – 20.  Þriðji leikur var á móti heimamönnum í Lloret.  Fá orð um þann leik, en hann endaði 103 – 19 fyrir KEF.  Í þessum leik skoruðu okkar menn flautukörfu frá miðju eftir pöntun frá þjálfaranum.  Drengirnir hlýða þjálfaranum í einu og öllu. Fjórði leikurinn var gegn CTC Creuse frá Frakklandi, en þetta lið var með turnana tvo innanborðs.  Drengir létu þessa turna ekki trufla sig og unnu leikinn 100 – 39.

Síðasti og jafnframt úrslitaleikurinn var gegn Saronno B og líkt og fyrri leikurinn gegn þeim var um hörkuleik að ræða. Eftir mikla baráttu unnum við leikinn 59 – 50 og fallegur bikar var í höfn. Ekki var ferðin bara körfubolti. Farið var í vatnsleikjagarð í miklum hita og fengum við far með frekar pirruðum strætóbílstjóra. Gogartbraut heimsótt og þar var mikil keppni á milli feðra og sona. Óhætt að segja að gogartið sló í gegn hjá hópnum. Farið var á ströndina, tíma eytt við sundlaugina hjá hótelinu og ekki má gleyma gleðinni sem fylgdi því að prútta við götusalana. Ekki leiddist strákunum að heimsækja McDonalds og fá sér einn tvöfaldan. Heimferðardegi var síðan eytt

Óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

28

Jólablað 2016

í Barcelona þar sem Camp Nou var skoðaður og mikið labbað eftir Römblunni þar sem menn óttuðust vasaþjófa og aðra ræningja. Að þessu loknu haldið út á flugvöll og flogið heim með Icelandair. Drengirnir sem voru í þessari ferð og spiluðu leikina voru Andri Þór, Aron Smári, Arnar Geir, Bergur Daði, Magnús Fallegastur, Nói Sig og Sigurður Hólm. Þjálfari drengjanna var MG 10 og var hann með í för og var frábær ferðafélagi.  Það er í lagi að nefna það að sex pabbar voru líka með í þessari ferð: Tryggvi Bragason, Ólafur Sævar Magnússon, Halldór Sigurðsson, Ágúst Þór Guðmundsson, Sigurður Ingimundarson og Brynjar Hólm Sigurðsson. Drengirnir voru Keflavík til sóma í þessari ferð bæði innan vallar sem utan og var haft á orði hjá öðrum á mótinu hversu góðir þessir drengir voru hvar sem þeir komu.  Leikir drengjanna voru sýndir í beinni útsendingu á Facebook og sá einn pabbinn um þá framkvæmd og fékk marga plúsa fyrir það hjá mömmunum sem sátu heima. Önnur lið frá Íslandi sem tóku þátt í þessu móti voru: Njarðvík, Haukar og Þór Akureyri. Til hamingju drengir með frábæra viku á Spáni, þið stóðuð ykkur frábærlega, pabbarnir voru að rifna úr stolti með ykkur.  Höldum áfram á sömu braut.


Á réttri leið

Í

dag hef ég starfað í stjórn KKDK í að verða tvö ár og þar af í ár sem formaður deildarinnar. Á þessum tíma hef ég kynnst frábæru fólki sem þykir vænt um félagið sitt og vill allt fyrir það gera. Stjórn KKDK fór af stað með þriggja til fjögurra ára plan um að koma Keflavík aftur á meðal þeirra bestu í deildinni og hef ég mikla trú á að það plan eigi eftir að ganga eftir. Meistaraflokkur kvenna er á toppnum þegar þetta er skrifað ásamt frábæru liði Snæfells. Keflavík er með mikið af frábærum ungum stelpum að spila fyrir félagið sitt með stóra Keflavíkurhjartanu. Þessar flottu stelpur eiga eftir að gera góða hluti í framtíðinni og hef ég trú á að það byrji í vetur. Stelpurnar fengu liðsstyrk fyrir átök vetrarins, en þær Erna Hákonardóttir og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir hafa komið sterkar til leiks og passa vel inn í þennan glæsilega hóp. Keflavík hefur þurft að horfa á eftir flottum stelpum í gegum tíðana og þetta tímabil var engin undantekning á því þetta árið, þar ber að nefna Söndru Lind Þrastardóttur sem fór í nám erlendis, Elfu Falsdóttur sem fór í Val, Bríeti Sif Hinriksdóttur sem fór í Stjörnuna, Lovísu Falsdóttur sem fór í Grindavík, Marín

Laufey Davíðsdóttir sem hefur tekið sér frí frá körfuknattleik og Guðlaugu Júlíusdóttur sem fór erlendis í nám. Ég vil þakka þessum stelpum fyrir samstarfið og óska þeim velfarnaðar í því sem þær hafa tekið sér fyrir hendur. Keflavík er með B lið í 1. deild kvenna þetta árið vegna gríðarlegs fjölda stelpna sem æfa með Keflavík. Stelpurnar ungu sem spila með Keflavík b hafa staðið sig hreint út sagt frábærlega í þessum leikjum sem búnir eru. Þjálfarar kvennaliðsins eru Sverrir Þór Sverrisson og Gunnar Stefánsson og erum við mjög ánægðir með þeirra störf fyrir félagið. Ég verð einnig að minnast á okkar frábæra kvennaráð sem heldur utan um umgörð kvennaliðsins og ætla ég að fullyrða það hér að það er ekkert annað kvennalið á Íslandi með eins flott kvennaráð og Keflavík. Þær frábæru konur sem starfa í því eru Björg Hafsteinsdóttir, Anna María Sveinsdóttir, Anna Pála Magnúsdóttir, Marín Rós Karlsdóttir, Krístín Blöndal og Erla Reynisdóttir. Meistaraflokkur karla hefur byrjað tímabilið nokkuð vel. Þeir slógu granna okkar úr Njarðvík út í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar og eru í 6. sætinu í deildinni. Keflavík missti tvo frábæra leikmenn fyrir tímabilið en Valur Orri Valsson fór erlendis

Óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

í nám og Magnús Gunnarsson fór í Skallagrím, ég vil óska þeim alls hins besta í sínum verkefnum. Sigurður Ingimundarson varð að draga sig í hlé frá þjálfun karlaliðsins vegna veikinda og óskum við honum góðs bata. Hjörtur Harðarson aðstoðarþjálfari tók við af Sigurði og erum við gríðarlega ánægðir með að fá Hjört á fullt með okkur í vetur. Gunnar Einarson sem allir þekkja var ráðinn aðstoðarþjálfari Keflavíkurliðsins og bjóðum við hann hjartanlega velkominn til starfa. Þetta tímabil verður án efa frábært hjá báðum liðum. Ég vil þakka öllum fyrirtækjum sem styrkja Keflavík án ykkar væri ekki hægt að halda úti þremur frábærum liðum. Einnig vil ég þakka starfsfólki KKDK sem vinnur mikla sjálfboðavinnu fyrir sitt félag. Um leið vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla, gleðilegt nýtt Keflavíkur ár og þakka fyrir það gamla. Áfram Keflavík Ingvi Þór Hákonarson Formaður KKDK

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

ÞORVALDUR H. BRAGASON EINAR MAGNÚSSON ÞÓRIR HANNESSON OG STARFSFÓLK

S K Ó L AV E G I 1 0 • 2 3 0 K E F L AV Í K

Smiðjuvöllum 6 • 230 Keflavík • Sími 421 3500 • www.retting.is

Jólablað 2016

29


7. flokkur á Símamótinu. Þær unnu sinn riðil og fengu bikar að launum.

7. flokkur kvenna á Símamótinu í Kópavogi, en Keflavík var með 4 lið.

Líf og fjör í 7. og 8. flokki knattspyrnu

8. flokkur framtíðarleikmenn Keflavíkur

Óskum viðskiptavinum okkar, sem og Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Getraunir

1x2 Stöndum vörð um Íslenskar Getraunir! Munum að styðja við okkar félag með að merkja við 230

Þeir sem tippa hjá Íslenskum Getraunum og merkja við 230 eru um leið að styðja við bakið á barna og unglingastarfi Knattspyrnudeildar Keflavíkur.

Tippað á netinu Mestur hluti seldra raða fer fram á netinu. Slóðin er 1x2.is. Þar spila fjölmargir, annaðhvort einir eða sem hópur. Við hvetjum þá auðvitað til að merkja við 230.

SÖLUUMBOÐ ÖSKJU Á REYKJANESI Sími 420 5000 30

Jólablað 2016

Barna & unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur


PIPAR \ TBWA • SÍA • 165524

Kertaljós og skreytingar þarf að umgangast með varúð

Mikið úrval reykskynjara, slökkvitækja og eldvarnarpakka í vefverslun á oryggi.is.

Eldvarnarpakki 1

Slökkvitæki, léttvatn 6 l

Eldvarnarteppi, 1,1x1,1 m

Reykskynjari, optískur

Skyndihjálparpúði

Tilboðsverð í vefverslun

Tilboðsverð í vefverslun

Tilboðsverð í vefverslun

Tilboðsverð í vefverslun

Tilboðsverð í vefverslun

14.526 kr.

ELDVARNIR

8.865 kr.

2.882 kr.

1.386 kr.

Öryggismiðstöðin | Askalind 1 | Kópavogur | Sími 570 2400 – Njarðarnesi 1 | Akureyri | Sími 470 2400

Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum

2016 a

r Víkurfrétt Skafmiðaleiku Suðurnesjum og verslana á

9.771 kr.

Nánar á oryggi.is

Sími 421 4777

Óskar Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

ÞAÐ GETUR FYLGT ÞVÍ MIKIL LUKKA AÐ GERA JÓLAINNKAUPIN Á SUÐURNESJUM SEX ÞÚSUND VINNINGAR AUK GLÆSILEGRA ÚTDRÁTTARVINNINGA IPHONE 7 ICELANDAIR FERÐAVINNINGAR 125.000 KR. NETTÓGJAFABRÉF Jólablað 2016

31


23 fimleikastúlkur í æfingaferð til Ollerup

V

ið vorum svo ótrúlega heppnar að fá þann heiður að fara með 23 fimleikastúlkur í æfingaferð til Ollerup í Danmörku. Ollerup er fimleikalýðháskóli sem má segja að sé paradís fyrir fólk sem hefur gaman af hreyfingu. Þegar við vorum beðnar um að skrifa grein í jólablaðið vissum við að það yrði nú lítið mál þar sem við skrifuðum smá pistil fyrir foreldra á hverju kvöldi. Eftir smá umhugsun ákváðum við að þessir litlu pistlar myndu gefa ykkur lesendum sem besta innsýn í þetta stórkostlega ævintýri okkar og stúlknanna. Sunnudagur 24. júlí - Maður lifandi hvað það er búið að vera gaman í dag. Við byrjuðum daginn á því að skella okkur í laugina. Þar gerðumst við dýfingasérfræðingar og þær allra hugrökkustu skelltu sér á 10 metra stökkpallinn og við erum nokkuð vissar um að það verði fleiri eftir því sem líður á vikuna. Eftir hádegismat var ferðinni heitið í Gorilla Park. Til þess að komast í garðinn lentum við í smá brasi með strætó en það reddaðist að lokum. Gengum svo um 4 km í 25 stiga hita og vorum að niðurlotum komnar þegar við sáum loks garðinn. Þar sveifluðu stúlkurnar sér í trjánum eins og ónefndar teiknimyndarpersónur. Þegar við komum til Ollerup fórum við beint í kvöldmat, kynningu á námskeiðinu þar sem stelpunum var raðað í hópa miðað við þeirra getu. Þegar æfingin var búin var sturtað sig og svo skellt sér í rólegheit á herbergjunum. Það er yndislegt að vera með skvísunum ykkar á þessum dásamlega stað. Þær eru svo glaðar og kátar og góðar við hvora aðra. Mánudagur 25. júlí - Í dag byrjuðu æfingabúðirnar og voru stelpurnar bæði spenntar og stressaðar. Þær fengu að vita í hvaða hópum þær voru og skelltu sér svo af stað. Flestar voru með einhverri stúlku úr okkar félagi en ef svo var ekki var því strax kippt í liðinn. Stelpurnar fóru á stökkæfingu, dans, tækniæfingu og einhverjar fengu val og fóru í dýfingar. Eftir kvöldmat fengu þær svo frjálsan tíma sem þær nýttu vel í að stríða norskum drengjum og fleira skemmtilegt. Kvöldin enda alltaf á hygge og núna var íslenskt hygge. Að sjálfsögðu létum við mannskapinn syngja Ég er kominn heim og enduðum á góðu HÚI. Dagurinn gekk rosa vel, þær eru svaka duglegar og flottar. Þriðjudagur 27. júlí - Æfingar og aftur æfingar, gleði og aftur gleði, einmitt það sem stlepurnar elska. Við fararstjórarnir skruppum reyndar í smá vettvangsferð til Svendborg sem er í 10 mín fjarlægð, svo við vissum við hverju stúlkurnar gætu búist þegar þær fara að versla á föstudaginn. Seinniaprtinn var sýning þar sem þjálfararnir létu ljós sitt skína og gerðu flikk flakk og heljarstökk.

32

Jólablað 2016

Meiriháttar skemmtileg og gaman að sjá hvað þjálfararnir eru öflugir, ekki bara að þjálfa heldur líka stökkva. Stelpurnar eru duglegar að taka þátt í öllu sem er í boði, bogfimi, klifur, parkour og ýmislegt fleira skemmtilegt. Maturinn er rosa góður og eru þær allar að taka vel til matar síns, enda á fullu frá 7:00 - 23:00, með smá pásum á milli sem þær nýta í að fíflast, leika sér og vera kátar. Nú var tékkneskt þema á hygge og var það mjög skemmti-

legt, spurningaleikur, söngur og góðgæti. Yndis eintök sem við fáum að hafa í láni. Takk svo mikið fyrir það. Venlig hilsen fra Ollerup. Miðvikudagur 27. júlí - Dagur þrjú í æfingabúðum getur verið erfiður. Stelpurnar eru orðnar ansi þreyttar í skrokknum en halda samt ótrauðar áfram. Í dag rættist draumur hjá mörgum þeirra en loksins mátti fara í einhvers konar vatns- og sápurennibraut. Þær skemmtu sér konunglega,


rennblautar, sápugar og grösugar. Þegar venjulegu æfingarnar voru búnar var Club training en þá fá félögin að æfa saman undir leiðsögn þjálfarana hér. Nú eru þær að sturta sig og svo að pissa og bursta til að undirbúa sig fyrir morgundaginn. Fimmtudagur 28. júlí - Dagurinn gekk sinn vanagang, fullt af æfingum og allt sem því fylgir. Flestar stelpurnar áttu rosa góðan æfingardag, gerðu ný stökk og nutu sín í botn. Eftir kvöldmat var All star sýning þar sem fimleikakrakkarnir sýndu dansana sem þau eru búin að læra í vikunni, svo var sprellað í alls kyns fimleikaleikjum. Svo var dýfingasýning við sundlaugina og voru Alma og Kristín Helga okkar fulltrúar þar, þær stóðu sig rosalega vel og við hinar vorum bestu stuðningsmennirnir. Eftir þetta fjör allt saman fórum við á aðra Club training og fengu stelpurnar leiðsögn á hesti. Finnska hyggeið var bara fínt með múmínálfaþema. Stelpurnar fengu svo að vera á ferðinni til 23:00, sumar nýttu tímann í að kíkja á hitt kynið og aðrar í gott spjall. Nú eru þær allar sofnaðar svo þær hafi orku í power shoping á morgunn. Föstudagur 29. júlí - síðasti dagurinn í æfingabúðunum. Það var æfing í dag í Springcenter og það mátti velja sér áhald eða slaka á ef fimleikafólkið var þreytt. Nánast allar duglegu stelpurnar okkar fóru á æfingu og voru alveg brjál duglegar. Eftir hádegismat var smá slútt í litlum fyrirlestarsal og þar var sungið, klappað og hlegið. Þá var komið að því - VERSLUNARFERÐ. Dömurnar voru ægilega duglegar í búðunum og þær

virkilega ánægðar með það sem þær keyptu. Eftir kvöldmat var einka sundlaugarpartý fyrir þær og þær skemmtu sér konunglega. Að lokum vorum við með smá keflvískt hygge. Við fararstjórarnir vorum búnar að skipuleggja smá skemmtun. Við báðum stelpurnar að segja eitt lýsingarorð til þess að lýsa upplifun þeirra á vikunni og það var gaman að heyra orðin þeirra og greinilegt að þetta hefur verið jákvæð upplifun. Svo fengum þær allar smá gjöf frá okkur sem verður vonandi gaman fyrir ykkur að sjá á morgunn. Að lokum réðumst við á þær með vatnsblöðrur og það var svvvvoooo mikið gaman hjá okkur. Góður dagur í Ollerup.

Laugardagur 30. júlí - Það var sko gert vel við sig og við fengum að sofa til 7:30 því morgunverðurinn var kl. 8:00 en ekki 7:30 eins og venjulega. Eftir að stelpurnar borðuðu sig saddar fórum við að ganga frá herbergjunum okkar. Það var voða þægilegt verk því þær voru búnar að ganga svo rosalega vel um. Fram að brottför kl. 14:00 slökuðum við aðeins á, skelltum okkur í laugina og fleira. Loksins skellti fyndna fararstjórafélagið sér í laugina með stelpunum og var sko passað upp á að þær myndu hoppa af stökkpöllunum. Við vorum mis hugaðar en þó allar hugaðar. Linda átti þó vinninginn en hún fór fram af 5 metra pallinum Ferðalagið heim gekk eins og í sögu. Mig grunar að stelpurnar hafi verið ansi þreyttar þegar heim var komið en vonandi þó glaðar og kátar. Við þökkum stelpunum, foreldrum þeirra og öllum þeim sem styrktu hópinn á einn eða annan hátt kærlega fyrir. Ferðin var ógleymanleg, stelpurnar til fyrirmyndar og Ollerup staður sem allir ættu að fá að upplifa að vera á. Okkar bestu jólakveðjur Laufey Erlendsdóttir, Linda Hlín Heiðarsdóttir, María Óladóttir og Sigrún Gróa Magnúsdóttir

Power tumbling Við vinnum mikið með að finna rétta likamsstöðu í stökkunum.

Einbeitingin þarf að vera í lagi – hver einasta hreyfing skiptir máli.

Þetta getur stundum verið erfitt.

Við notum mismunandi áhöld þegar við lærum ný stökk

Kyrrstöðu heljarstökk krefst styrks og góðrar tímasetningar.

Ef maður er duglegur lærir maður fljótt.

Munum að hlusta á þjálfarann.

Það er mikilvægt að vera liðugur – Þetta tekur tíma og stundum smá hjálp.

P

ower tumbling er ný grein fimleika á Íslandi og er Fimleikadeild Keflavíkur fyrsta íslenska félagið til að bjóða upp á þessa grein fyrir byrjendur bæði stelpur og stráka. Power tumbling er framkvæmd af miklum hraða á 25 metra braut og inniheldur mögnuð stökk sem ná hámarki í lokastökkinu sem getur innihaldið mikinn erfiðleika. Það má segja að power tumbling sé oft á tíðum eins og flugeldasýning með skemmtanagildi og spennu sem tilheyrir rússíbanaferð. Í haust réð fimleikadeildin nýjan þjálfara í sínar raðir, danann Daniel Bay Jensen. Daniel er fyrrum landsliðsþjálfari og alþjóðlegur dómari í power tumbling. Frá því í haust hafa tveir hópar skipaðir strákum á aldrinum 9 til 14 ára æft power tumbling undir leiðsögn Daniels. Það getur tekið tíma og þolinmæði fyrir iðkendur að ná tökum á þessari fimleikagrein en þegar iðkendur hafa náð grunnatriðunum verður þetta spennandi og ekki aftur snúið, segir Daniel. Það hefur verið gaman að sjá ný andlit koma inn í fimleikasalinn og prufa þessa

fimleikagrein. Eins og gengur finnst ekki öllum alltaf skemmtilegt þar sem æfingarnar innihalda mikið af grunnæfingum, þrek, þol- og liðleikaæfingum sem geta verið mjög krefjandi og erfiðar. Þeir sem hafa mætt vel á æfingar eru búnir að bæta sig mjög mikið og hafa sýnt miklar framfarir á stuttum tíma, styttri tíma en ég bjóst við segir Daniel. Ég legg mikla áherslu á aga á öllum æfingum, enda agi grundvallaratriði í allri fimleikaþjálfun. Það tekur auðvitað tíma að læra erfiðar æfingar og byggja þarf upp réttan grunn og form áður en byrjað er læra erfið stökk, bætir Daniel við. Í power tumbling er mikilvægt að ná góðu valdi á réttri tækni við æfingar. Hjá okkur fær hver og einn iðkandi æfingar við hæfi, hvort sem um er að ræða byrjendur eða lengra komna. Power tumbling er einstaklingsíþrótt líkt og áhaldafimleikar. Því verður iðkandi að treysta eingöngu á sjálfan sig en getur æft skemmtilega og krefjandi fimleikagrein með heilbrigðum hætti á eigin getustigi. Jólakveðja - Daniel Bay Jensen.

Jólablað 2016

33


Sundárið 2016 S unddeild Keflavíkur og Sunddeild Njarðvíkur eru eins og undanfarin ár í góðu samstarfi undir merkjum Sundráðs ÍRB. Saman eigum við eitt fremsta sundlið landsins og stóran hóp af sundmönnum í landsliðsverkefnum bæði hjá unglingum og fullorðnum. Við höfum átt farsælt ár og höfum haldið áfram uppbyggingu á okkar góða sundhóp. Ýmsar breytingar urðu með nýjum yfirþjálfara, Steindóri Gunnarssyni og hafa þær mælst vel fyrir. Það er stór og þéttur hópur að æfa hjá okkur. Eins höfum við náð að halda eldri sundmönnum lengur í lauginni sem er frábært því að þeir eru jú fyrirmyndin. Árið er búið að vera mjög gott fyrir félagið við urðum bikarmeistarar bæði í karla og kvennaflokki ásamt því að stúlkurnar okkar unnu aðra deildina líka. Við unnum Aldursflokkameistaramót Íslands (AMÍ)  sjötta árið í röð en það hefur ekkert félag gert áður, mikil spenna hefur myndast ár hvert fyrir þetta mót og leggja krakkarnir sig öll fram um að vinna. Í maí höldum við lokahóf þar sem við komum saman skemmtum okkur, borðum góðan mat og veitum sundmönnunum okkar viðurkenningar fyrir árangur sinn. Æfingardagarnir, sjósundið og fréttabréfið okkar er allt á sínum stað og eru allar upplýsingar um starfsemina á heimasíða okkar www.keflavik.is/sund. Samstarf Sunddeildanna tveggja er forsenda fyrir þeim góða árangri sem liðið er að ná. Með þessu samstarfi skapast tækifæri fyrir iðkendur sem annars væru ekki til staðar. Sundmenn fá tækifæri til að bæta sig á allan hátt, það er ýtt undir sjálfstæði og er markmiðssetning stórt atriði hjá liðinu. Ýtt er á krakkana að dreyma stórt, skilgreina draumana, gera plan og leggja sig fram á æfingum. Þannig rætast draumarnir. Í desember 2015 útnefndi Sunddeild Keflavíkur Stefaníu Sigurþórsdóttur og Kristófer Sigurðsson sem sundkonu og sundmann ársins. Í hófi sem aðalstjórn Keflavíkur hélt í lok desember 2015 var Kristófer Sigurðsson útnefndur íþróttamaður Keflavíkur 2015 úr glæstum hópi íþróttafólks. Helgina 11. - 13. desember 2015 keppti Stefanía Sigurþórsdóttir á Norðurlandamótinu í sundi. Mótið var haldið í Bergen í Noregi í glænýju og flottu mannvirki. Mótið var gríðarsterkt og erfitt var að komast í úrslit. Reynsla sem sundmenn fá á svona sterkum mótum er nauðsynleg til þess að ná lengra og þroskast sem sundmaður og ljóst er að þetta mót fer í reynslubankann hjá henni. Helgina 22. - 24. janúar gerði sundliðið okkar góða ferð til Danmerkur þar sem þau kepptu á sterku sundmóti í Lyngby. Afrakstur ferðarinnar var 17 verðlaun í heildina, þar af 6 gullverðlaun. Afar eftirtektarverður árangur hjá okkar öfluga sundfólki. Baldvin Sigmarsson, Íris Ósk Hilmarsdóttir, Diljá Rún Ívarsdóttir og Þröstur Bjarnason komust öll á pall.

Bikarmeistarar karla.

34

Jólablað 2016

Hressir krakkar á AMÍ.

Æfingarferð á Spáni. Helgina 22. - 24. apríl fór fram í Laugardalslaug Íslandsmeistaramót í 50m laug, mótið var mjög sterkt og allir bestu sundmenn landsins voru mættir til leiks. Sundmenn okkar stóðu sig að venju vel og vann ÍRB til 25 verðlaun á mótinu þar af voru 8 gull, 6 silfur og 11 brons. Við eignuðumst þrjá Íslandsmeistara á mótinu. Þröst Bjarnason í 400, 800 og 1500m skriðsundi, Baldvin Sigmarsson í 200m flugsundi og 400m fjórsundi og Kristófer Sigurðsson í 200m skriðsundi. Á mótinu náði Stefanía Sigurþórsdóttir einnig lágmörkum á Norðurlandamót Æskunnar (NÆM). Okkar árlega Landsbankamót fór fram fyrstu helgina í maí. Mótið er eitt fjölmennasta sundmót landsins og sóttu um 400 sundmenn okkur heim ásamt þjálfurum, foreldrum og öðrum aðstandendum. Í kjölfarið á Landsbankamótinu héldum við síðan okkar árlega lokahóf og uppskeruhátíð þar sem gerð eru upp afrek tímabilsins sem er að ljúka. Fjölmargar

Bikarmeistarar kvenna.

viðurkenningar og verðlaun voru veitt á lokahófinu og mættu um 200 manns. Boðið var upp á skemmtiatriði, Bugsy Malone frá Akurskóla og dans frá stúlkum úr Framtíðarhóp. Ekki má gleyma frábærum mat frá Skólamat ásamt happdrætti. Við þökkum kærlega öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem gáfu vinninga. Einnig viljum við þakka kærlega þeim foreldrum og aðstandendum sem lögðu fram krafta sína þessa helgi. Án ykkar væri þetta ekki hægt. Aldursflokkameistaramóti Íslands (AMÍ) var haldið á Akranesi helgina 24. - 26. júní. Lið okkar sigraði með yfirburðum. Við fengum 576 stig eða 158 stigum á undan næsta liði. Í öðru sæti varð Sundfélag Hafnarfjarðar með 418 stig og í þriðja sæti varð Sunddeild Breiðabliks með 381 stig en alls tóku 16 félög þátt í mótinu. Þessi sigur var sögulegur en með honum varð ÍRB fyrst liða til að vinna titilinn sex sinnum í röð. Farand-


Afrekshópur. gripurinn sem keppt er um er frá 1992 og geymir líka fleira sögulegt en á honum sést að frá árinu 2001 hefur lið ÍRB orðið AMÍ meistari ellefu sinnum og aldrei lent neðar en annað sæti. Við urðum fyrst AMÍ meistarar á árunum 2004 - 2008 og núna frá 2011 - 2016. Magnaður árangur hjá okkar frábæra sundfólki. Már Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í 400m fjórsundi í sínum flokki S12 sem er flokkur blindra og sjónskertra. Þrátt fyrir leiðindaveður og slæmar aðstæður þá stórbætti hann metið. Einnig hlaut Már sérstakan styrk úr Minningarsjóði Ólafs Þórs Gunnlaugssonar fyrir sín afrek á mótinu. Helgina 9. - 10. júlí fór fram í Tampere í Finnlandi Norðurlandameistaramót Æskunnar. Þar áttum við einn fulltrúa en Stefanía Sigurþórsdóttir stóð sig afar vel í 200m fjórsundi. Hún synti á tíma sem skilaði henni í 5. sæti en hún var skráð inn á mótið með 10. besta tímann. Vel gert. Við hófum nýtt tímabil lok júlí, en þá fórum við með stóran hóp sundmanna til Calella á Costa Brava ströndinni. Ferðin var í alla staði frábær, sundfólkið var duglegt, jákvætt, kurteist og gekk ferðin afar vel. Þetta er í þriðja skiptið sem við förum á þennan stað, en ég held ég megi segja, að af þessum stað verður enginn svikinn. Þetta var frábær ferð með frábærum sundmönnum. Svona ferðir koma starfinu vel af stað ásamt því að skapa góðar minningar og efla félagsandann. Við syntum okkar árlega sjósund á föstudeginum á Ljósanæturhelginni. Við hoppum í sjóinn á móts við grjótgarðana hjá Víkingaheimum og syndum svo til skiptis í nokkrum hópum að Keflavíkurhöfn. Sjósund sem þetta væri ekki framkvæmanlegt nema fyrir frábæra aðstoð frá Björgunarsveitinni Suðurnes og eiga þeir miklar þakkir skyldar fyrir þeirra framlag. Þeir sigla með okkur alla leið, á stórum báti, tveimur gúmmíbátum með köfurum og björgunarsveitarmönnum og tryggja þannig að allir séu öruggir í ferðinni. Við gátum varla verið heppnari með veður og hitastig sjávar og gekk sundferðin í alla staði mjög vel. Á bryggjunni í Keflavík beið síðan talsverður hópur foreldra og velunnara til að taka á móti okkur. Hópnum var síðan boðið heitt kakó og kringlur á bryggjunni að loknu sundi. Skemmtilegur viðburður sem er orðinn að skemmtilegri hefð. Bikarkeppni SSÍ fór   fram í Vatnaveröld í Reykjanesbæ dagana 30. sept. - 1. okt.  Þar gerðum við okkur lítið fyrir og urðum þrefaldir Bikarmeistarar, en það hefur ekkert annað lið náð að afreka áður. Við urðum Bikarmeistarar í bæði karla- og kvennaflokki í 1. deild ásamt því að vinna 2. deild kvenna. Liðin okkar voru hreint út sagt frábær í þessari keppni, baráttan, stemmningin, gleðin og hvatningin hjá okkar fólki skar sig úr. Strax frá fyrsta sundi sýndi ÍRB klærnar og slakaði hvergi á fyrr en eftir síðasta sund. Í svona látum þá gefur eitthvað eftir og það var ekki neitt smáræði. Því karlasveitin gerði sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í 4x100m skriðsundi. Í sveitinni voru þeir Árni Már Árnason, Kristófer Sigurðsson, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson og Þröstur Bjarnason. Til hamingju með árangurinn. Mögnuð helgi hjá mögnuðu fólki. Haustmót Ármanns fór fram helgina 23. - 24. september. Þar fór Már Gunnarsson á kostum, setti sex Íslandsmet í fimm mismunandi greinum í flokki S12 sem er flokkur blindra og sjónskertra. Öll þessi met voru komin vel til ára sinna eða frá árunum 1994 -

Eva Margrét, Sólveig María, Hafdís Eva og Ásta Kamilla.

Aron Fannar, Daniel Patrick og Flosi. 1996 og voru öll í eigu sundkappans Birkis Rúnars Gunnarssonar. Þær greinar sem Már setti met í voru, 50m flugsund sem hann tvíbætti, 50m baksund, 100m fjórsund, 200m fjórsund og 100m baksund. Þann 5. nóvember síðastliðinn héldum við Speedomótið okkar en það er stutt og skemmtilegt mót fyrir sundmenn 12 ára og yngri. Á þessu móti gerðu stúlkurnar okkar í meyjaflokki sér lítið fyrir og settu nýtt aldursflokkamet í 4x50m fjórsundi. En þetta voru þær Hafdís Eva Pálsdóttur, Eva Margrét Falsdóttir, Sólveig María Baldursdóttir og Ásta Kamilla Sigurðardóttir. Íslandsmeistaramótið í 25m laug var haldið í Ásvallalaug í Hafnafirði helgina 18. - 20. nóvember og stóð lið ÍRB sig frábærlega á þessu móti. Helgin skilaði 21 titli af 44 mögulegum sem er met hjá íslensku félagsliði. Alls vann ÍRB til 39 verðlauna, 21 gull, 7 silfur og 11 brons. Við settum fjögur Íslandsmet, tvö met í boðsundum karla, tvö met í blönduðum boðsundum, eitt stúlknamet í boðsundi og eitt meyjamet í boðsundi. Á mótinu tryggðu eftirfarandi sundmenn sér keppnisrétt á Norðurlandameistaramótinu: Íris Ósk Hilmarsdóttir, Stefanía Sigurþórsdóttir, Þröstur Bjarnason, Kristófer Sigurðsson og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson. Kristófer og Davíð tryggðu sér einnig keppnisrétt á Heimsmeistaramótinu í 25m laug sem haldið er núna í desember í Windsor, Kanada. Við eignuðumst þrjá Íslandsmeistara í einstaklinsgreinum. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson í 100m baksundi, Þröst Bjarnason í 200, 400, 800 og 1500m skriðsundi og Baldvin Sigmarsson í 400m fjórsundi, 200m bringusundi og 200m flugsundi. Sundfólkið okkar gerði það einnig gott í boðsundum en sveitir okkar settu fjögur ný Íslandsmet í eftirfarandi greinum: 4x100m skriðsundi blönduð sveit. Sveitina skipuðu: Árni Már Árnason, Kristófer Sigurðsson, Sunneva Dögg Robertson og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir. 4x100m fjórsundi blönduð sveit. Sveitina skipuðu: Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Árni Már Árnason, Sunneva Dögg Robertson og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir. 4x100m fjórsundi karla. Sveitina skipuðu: Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Árni Már Árnason, Þröstur Bjarnason og Kristófer Sigurðsson. 4x100m skriðsundi karla. Sveitina skipuðu: Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Árni Már Árnason, Þröstur Bjarnason og Kristófer Sigurðsson. Karlasveitin varð síðan Íslandsmeistari í 4x200m skriðsundi. Sveitina skipuðu: Kristófer Sigurðsson, Baldvin Sigmarsson, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson og Þröstur Bjarnason. Kvennasveitin okkar setti nýtt stúlknamet í 4x200m skriðsundi. Sveitina skipuðu: Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Sylwia Sienkiewicz, Sunneva Dögg Robertson og Stefanía Sigurþórsdóttir. Síðan sló B-sveit ÍRB meyjarmetið í 4x100m fjór-

Gunnhildur, Sunneva, Diljá Rún, Þórdís María og Birna.

Þröstur, Steindór og Baldvin. sundi. Sveitina skipuðu: Hafdís Eva Pálsdóttir, Sólveig María Baldursdóttir, Eva Margrét Falsdóttir og Ásta Kamilla Sigurðardóttir. Algerlega frábær helgi hjá okkar magnaða sundliði. Til hamingju sundmenn og þjálfarar. Við tókum einnig þátt í mörgum öðrum mótum félagsliða þar sem sundmenn okkar komu allstaðar vel fyrir, stóðu sig vel og voru sjálfum sér og félagi okkar til mikils sóma. Hægt er að sjá úrslit þessara móta hér http://keflavik.is/sund/keppni/urslit/ Í upphafi tímabils hætti Carla Evans sem hefur verið með jóga og nudd undanfarin ár og fluttist búferlum vestur um haf. Vill sunddeildin þakka henni frábært samstarf og óskum við henni alls hins besta á nýjum vettvangi. Nýr jógakennari hefur hafið störf, Hildur Ýr Sæbjörnsdóttir og bjóðum við hana velkomna til starfa. Einnig þökkum við Marín Hrund Jónsdóttur sem lét af störfum sem þjálfari yngri hópa fyrir hennar störf og bjóðum Jóhönnu I. Sigurjónsdóttur velkomna til starfa. Það er mikil vinna við að halda úti þessu öfluga starfi. Bæði hvað varðar rekstur á félaginu, vinnu á sundmótum og aðrar uppákomur sem félagið stendur fyrir. Vert er að þakka því góða fólki sem í mörg ár hefur unnið ötult starf fyrir félagið og stendur sig ávallt með sóma. Eins höfum við verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa haft hjá okkur margreynda og góða sundþjálfara, þrekþjálfara og jógakennara. Við viljum þakka þeim ásamt starfsfólki Vatnaveraldar, okkar helstu styrktaraðilum, Landsbankanum, Reykjanesbæ, Nettó, Speedo, Krónunni og Sigurjóni í Sigurjónsbakaríi og öllum öðrum sem lögðu hönd á plóg. Það eru mér forréttindi að fá að taka þátt í þessu starfi og ekki hægt að segja annað en að framtíðin sé björt. Hilmar Örn Jónasson Formaður Sunddeildar Keflavíkur

Jólablað 2016

35


Unglingalandsmót UMFÍ 2016 í Borgarnesi

U

nglingalandsmót UMFÍ fór fram um helgina 28. til 31. júlí í sumar. Mótið var haldið í Borgarnesi að þessu sinni en þetta var í 19. skiptið sem mótið fór fram. Unglingalandsmót UMFÍ er stærsta vímulausa fjölskylduhátíð landsins. Tæplega 1.500 keppendur á aldrinum 11 – 18 ára tóku þátt í hinum ýmsu íþróttagreinum og var áætlað að um 15.000 mótsgestir hafi verið á mótinu þegar mest var. Keppt var í 14 greinum af ýmsum toga. Körfubolti, fótbolti og frjálsar voru fjölmennustu greinarnar og áttum við okkar fulltrúa í þessum greinum og mörgum öðrum. Tvö Íslandsmet voru sett á mótinu og fjöldi landsmótsmeta slegin. Á mótið voru skráðir 64 keppendur frá Keflavík sem kepptu í hinum ýmsu greinum. Þó nokkrir mættu á miðvikudagskvöldinu en flestir komu á fimmtudeginum og var tjaldsvæðið orðið ansi þétt skipað um kvöldið undir dyggri stjórn Elínborgar Herbertsdóttur tjaldbúðarstjóra. Mótssetning var á föstudagskvöldinu á Skallagrímsvelli þar sem m.a. fengnir voru fánaberar frá þátttökufélögunum og kom það í hlut Bergeyjar Gunnarsdóttur að vera fánaberi fyrir hönd Keflavíkur og stóð hún sig með stakri prýði. Allir þátttakendur gengu fylktu liði á eftir fánaberunum og var mjög hátíðlegt þegar landsmótseldurinn var kveiktur venju samkvæmt.

36

Jólablað 2016

Fjör á tjaldsvæðinu milli kappleikja.

Að sjálfsögðu var tekið eitt víkingaklapp í lokin undir stjórn Sólrúnar Höllu Bragadóttur sambandsstjóra UMSB. Keppendurnir stóðu sig mjög vel innan vallar sem utan. Við eignuðum m.a. annars landsmótsmeistara í stafsetningu 11-12 ára, silfurverðlaunahafa í 4x100 m hlaupi 11-12 ára, kúluvarpsmeistara 11 ára, silfurverðlaunahafa í hestaíþróttum unglinga, landsmótsmeistara í körfubolta kvenna

11-12 ára og 13-14 ára og svona mætti lengi telja. Fyrst og fremst komu keppendur okkar vel fram og voru sér og félagi sínu til mikils sóma. Skemmtileg stemmning var á tjaldsvæðinu þar sem allir voru til fyrirmyndar. Stutt var í kvöldvökurnar frá tjaldsvæðinu og voru þær vel sóttar enda valinkunnir skemmtikraftar öll kvöldin. Mikil afþreying var fyrir alla fjölskylduna á mótssvæðinu og veðrið var flott þó vindurinn hafi farið full hratt yfir á köflum.


Stund milli stríða í fótboltanum hjá 13-14 ára strákunum. Jafnöldrur þeirra fylgjast með.

Á kvöldvökunni síðasta kvöldið spiluðu hljómsveitirnar Amabadama og Dikta fyrir dansi við mikinn fögnuð ekki síður hjá fullorðna fólkinu en því yngra. Eftir tónleikana var fyrirmyndarbikar mótsins afhentur. Að þessu sinni var það Ungmennafélag Akureyrar (UFA) sem hlaut fyrirmyndarbikarinn, en félagið hefur aldrei hlotið bikarinn áður. Fyrirmyndarbikarinn er veittur þeim sambandsaðila UMFÍ sem hefur sýnt af sér góða umgengni á keppnisstöðum, tjaldsvæði og á almennum svæðum unglingamótsdagana auk háttvísi og prúðrar framgöngu, m.a. í keppni og við inngöngu á setningu mótsins.

Alla mótsdagana fylgist nefnd með keppendum sambandsaðila og öðrum gestum sambandsaðila UMFÍ og metur frammistöðu þeirra út frá ofangreindum þáttum. Við í Keflavík stefnum á þennan bikar á Egilsstöðum. Ég vil þakka öllum þátttakendum og fjölskyldum þeirra fyrir frábært mót og hlakka ég til þess að hitta ykkur öll og vonandi fleiri til á unglingalandsmótinu 2017 á Egilsstöðum. Þetta er fjölskylduhátíð af bestu gerð um verslunarmannahelgina. Áfram Keflavík! Elísabet Lovísa Björnsdóttir fararstjóri.

Óskum viðskiptavinum okkar, sem og Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Stofnað 1971

Verktakar • Ráðgjöf

Sími 421 2884 • rekan@rekan.is

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Vinur við veginn

Gleðilega hátíð ! Við óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum árið sem er að líða.

Jólablað 2016

37


Badmintondeild:

Nokkuð góð vorvertíð

M

enn voru nokkuð sáttir við fjölda iðkenda þetta vorið, nýting valla með besta móti og vel mætt. Eftir sem áður gengur hvorki né rekur við að yngja upp í hópnum. Það er þó algjörlega nauðsynlegt til þess að viðhalda svona starfsemi. Einnig stöndum við nú frammi fyrir því að til fækkunar kemur í hópi stjórnenda deildarinnar. Það eitt og sér gerir þetta auðvitað þyngra í vöfum. Þannig að við hér í hópnum ætlum nú að auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum sem áhuga hefðu á að koma að þessum málum, með okkur. Eða jafnvel öflugan hóp sem til væri í að yfirtaka þennan málaflokk íþróttanna sem badmintonið er. Því þó við séum enn full af áhuga og einbeitni þau sem hér eru

fyrir sjáum við framá að svona gangur verður ekki gengin. Þætti okkur mjög miður ef svona rótgróin deild yrði að lúta í grasið og teldum að þá væri skarð fyrir skildi í íþróttaflórunni hér í Reykjanesbæ. Ekki bara að badminton íþróttin er íþrótt sem öll fjölskyldan getur æft saman hvort sem er sér til ánægju eingöngu eða hvort menn taki þetta sem keppnisíþrótt. Það hefur sýnt sig að þetta hentar eldri spilurum mjög vel og gefur mönnum góða alhliða hreyfingu. Nú á haust dögum hefur gengið ekki verið eins gott og vorið, æfingar eru þó á sama stað í Heiðarskóla á laugardagsmorgnum í tvær klukkustundir. Nýliðun sem varð á vormánuðum skilaði sér ekki sem skyldi nú í haust og kunnum við engar skýr-

ingar á því. Erum bara að vona að það komi á nýju ári og með hækkandi sól. Enda eins og ég sagði í upphafi þá er það nú þannig að við sem höfum séð um utanumhaldið, erum alltaf tilbúin að leggja þessu lið og halda á floti , meðan við fáum traust til þess og aðgang að aðstöðu til að bjóða uppá þessa skemmtilegu fjölskyldu íþrótt. Við höfum líka komið nokkuð lengi að störfum fyrir Badmintonsamband Íslands og tekið þátt í vinnu við alþjóðleg jafnt sem innlend mót. Þannig að þar höfum við einnig orðið vör við að þó nokkrar smærri deildir út um landið eiga í sömu vandræðum og við glímum við. Hvetjum svo alla sem einhvern áhuga hafa á Badminton og málefnum því tengdu að hafa samband og iðkendum sem eru nokkuð margir í skólum bæjarins, að koma eftir áramót og hefja æfingar sér að kostnaðarlausu með öllu í janúar. Spaðar og fjaðrir eru til hjá deildinni til að lána í svona prufur eina sem þarf er bara vilji og góða skapið. Við í stjórninni viljum enda þetta svo á því þakka aðalstjórn Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags fyrir þann velvilja sem þeir hafa sýnt okkur hjá badmintondeildinni. Óskum svo öllum iðkendum íþrótta og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og ánægjulegs nýs árs. Með íþróttakveðju, Íslandi allt Dagbjört Ýr Gylfadóttir Gjaldkeri Badmintondeildar

Ungir og efnilegir spilarar.

Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla

HS Veitur hf www.hsveitur.is og á 38

Jólablað 2016


Skemmtun fyrir alla fjölskylduna Opnunartími: OPIÐ: 6:45 - 20:006.30 virka- 20.00 daga, 8:00 - 18:00 um helgar Mánud. - fimtud. Föstud. 6.30 - 19.00 Laugard. og sunnud. 9.00 -17.00

frítt fyrir börn

fjölskyldusundlaug

Jólablað 2016

39


Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja réttu

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er. jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

Profile for Keflavik

Keflavík2016 low  

Jólablað Keflavíkur 2016

Keflavík2016 low  

Jólablað Keflavíkur 2016

Profile for keflavik
Advertisement