10. flokkur stúlkna.
9. flokkur stúlkna.
Unglingaflokkur kvenna Í ul.fl.kv. var leikið í einni 7 liða deild og unnu stelpurnar 8 leiki og töpuðu 4 sem skilaði þeim 2. sæti. Í undanúrslitum léku þær gegn Haukum sem urðu í 3. sæti með sama vinningshlutfall og sigruðu 73-63. Í úrslitum léku þær gegn sterku liði Snæfells sem varð í efsta sæti deildarinnar og svo fór að lokum að Keflavík hafði sigur í úrslitaleiknum 105-94 og þar með Íslandsmeistaratitil, eftir hreint ótrúlegan leik sem var tvíframlengdur með tilheyrandi sárum, tárum og dramatík í hæsta gæðaflokki. Í bikarkeppninni féllu stelpurnar úr leik í undanúrslitum á útivelli gegn liði Vals líkt og stúlknaflokkur, 49-58. Þrjár stúlkur úr þessum flokki voru valdar til að keppa með U18 á Norðurlandamóti yngri landsliða sem fór fram í Solna í Svíþjóð í maí: Anita Eva Viðarsdóttir, Lovísa Falsdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir sem hefur verið í körfuboltaakademíu í Danmörku í vetur. Pétur Guðmundsson hóf leik með stelpurnar í vetur en varð frá að hverfa þegar hann var ráðinn þjálfari meistarflokks Hauka. Þá tók Rannveig Randversdóttir við með Fal Harðarson til halds og trausts og saman stýrðu þau liði stúlkna- og ul.fl. út tímabilið.
Mestu framfarir: Bríet Sif Hinriksdóttir Besti varnarmaðurinn: Soffía Rún Skúladóttir Besti leikmaðurinn: Lovísa Falsdóttir
Drengjaflokkur Í drengjaflokki var leikið í tveimur öflugum 9 liða riðlum og lék Keflavík í B-riðli. Þeir léku 16 leiki og unnu 15 og töpuðu 1 sem tryggði þeim 1. sæti riðilsins, einum sigri fyrir ofan lið KR. Í 8 liða úrslitum léku þeir á heimavelli gegn 4. efsta liði A-riðils, Fjölni sem þeir gersigruðu 112-61. Í undanúrslitum léku þeir gegn liði Breiðabliks sem höfðu orðið í 2. sæti B-riðils og unnið lið Hamars/Þórs í 8 lið úrslitum. Eftir ágætan fyrri hálfleik þar sem drengirnir leiddu 46-35 í hálfleik, hrundi leikur liðsins í þeim síðari þar sem Breiðablik tók öll völd á vellinum og fór með sigur 85-78. Keflavík hafnaði því ásamt Njarðvík í 3.-4. sæti af 18 liðum þar sem KR ingar urðu Íslandsmeistarar. Í bikarkeppni yngri flokka féllu drengirnir úr leik í undanúrslitum gegn KR á útivelli, 101-92.
Unglingaflokkur karla Í Ul.fl.ka. voru sömu drengir í lykil-
Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.
11. flokkur drengja. hlutverkum að viðbættum 4 drengum í þeim aldurflokki. Leikið var í einni 10 liða deild og höfnuðu drengirnir í 6. sæti með 5 sigra í 15 leikjum. Einungis 4 efstu liðin í deildinni komust í úrslitakeppni. Í bikarkeppninni féllu drengirnir út í 1. umferð þegar þeir lágu líkt og drengjaflokkur fyrir liði KR á útivelli. Einn piltur úr þessum hópi var valinn í U18 ára sem leikur á NM yngri landsliða sem fór fram í Solna
í Svíþjóð í maí, en það er Valur Orri Valsson Einar Einarsson stýrði liði drengjaog ul.fl. í vetur Mestu framfarir: Andri Daníelsson Besti varnarmaðurinn: Ragnar Gerald Albertsson Besti leikmaðurinn: Valur Orri Valsson Fh. Barna – og unglingaráðs. Skúli Jónsson, ritari.
Óskum Suðurnesjabúum gleðilegra jóla og farsælldar á komandi ári.
Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
Viðskiptalausnir Hólmgarði2c • 230 Keflavík • Sími 420 9000
28
Jólablað 2012