Page 1

Jólin 2011 Jólablað Keflavíkur

40. árgangur

Jólablað 2011

1


Fréttir af félaginu 2011 Íþrótta- og leikjaskóli Keflavíkur Keflavík starfrækti íþrótta- og leikjaskóla fyrir börn á aldrinum 6 – 10 ára, en þetta var sautjánda árið sem hann er starfræktur. Í ár var breyting á að ekki var gerður samningur við íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar um rekstur á íþróttaog leikjaskóla heldur var hann alfarið rekinn af aðalstjórn félagsins. Umsjónarmaður skólans var Einar Haraldsson.

17. júní Breytingar voru gerðar af hálfu Menningarráðs Reykjanesbæjar sem hafnaði umsókn Keflavíkur og Njarðvíkur um áframhaldandi samstarf með umsjón skemmtidagskrár. Eftirfarandi var bókað í ráðinu „Ráðið hafnar erindinu og hyggst endurskoða fyrirkomulag á hátíðarhaldi bæjarfélagsins með minnkandi fjárframlög í huga. Íþrótta- og ungmennafélögunum Keflavík og Njarðvík verður boðið að senda inn endurskoðaða tillögu ásamt öðrum áhugasömum í bæjarfélaginu. Auglýst verður eftir tillögum“. Ráðið fékk svo unglingaráðin í körfuknattleiksdeildum Keflavíkur og Njarðvíkur til að sjá um veitingasölu.

Viðurkenningar veittar á aðalfundi félagsins 2011 Veittar voru viðurkenningar (starfsmerki) fyrir stjórnarsetu. Þrjú gullmerki voru veitt þeim Sigurvini Guðfinnssyni, Þórði Magna Kjartanssyni aðalstjórn og Árna Pálssyni skotdeild. Gullmerki Keflavíkur er veitt fyrir 15 ára stjórnarsetu. Þrjú silfurmerki var veitt þeim Þorsteini Magnússyni knattspyrnudeild, Hermanni Helgasyni körfuknattleiksdeild og Geir Gunnarssyni skotdeild. Silfurmerki Keflavíkur er veitt fyrir 10 ára stjórnarsetu. Fjögur bronsmerki veitt þeim Hjördísi Baldursdóttur knattspyrnudeild, Ásdísi Júlíusdóttur badmintondeild, Halldóru B. Guðmundsdóttur og Helgu H. Snorradóttur fimleikadeild. Bronsmerki Keflavíkur er veitt fyrir 5 ára stjórnarsetu. Starfsbikar félagsins var veittur Jóni Örvari Arasyni. Eitt heiðursmerki úr gulli var veitt Sigurði Steindórssyni. Þrjú heiðursmerki úr silfri voru veitt þeim Birni Jóhannssyni, Herði Ragnarssyni og Jóni Ólafi Jónssyni. Starfsmerki UMFÍ var veitt þeim Ólafi Birgi Bjarnasyni knattspyrnudeild og Guðsveini Ólafi Gestssyni körfuknattleiksdeild. Aðalstjórn heiðraði þá Björn Jóhannsson, Sigmar Björnsson og Baldvin Sigmarsson, en hér er um að ræða þrjá ættliði sem eru Íslandsmeistarar 2010. Aðalstjórn óskar öllum þeim sem hlutu viðurkenningu til hamingju.

Glæstur árangur kvennaflokka Keflavíkur í körfuknattleik Sá einstaki árangur náðist að kvennaflokkar körfuknattleiksdeildar félagsins urðu handhafar allra Íslandsmeistaratitla sem í boði voru á þessu leiktímabili auk þess að vera handhafar allra nema eins bikarmeistaratitils. Aðalstjórn bauð til samsætis þeim til heiðurs og heiðraði frú Dorrit Moussaieff forsetafrú okkur með nærveru sinni auk bæjarstjóra Reykjanesbæjar og frú.

Stjórn Keflavíkur íþrótta- og ungmennfélags 2011. Efri röð frá vinstri: Guðjón Axelsson, Sigurvin Guðfinnsson, Þórður M. Kjartansson, Birgir Ingibergsson. Fremri röð frá vinstri: Sveinn Adólfsson, Einar Haraldsson, Kári Gunnlaugsson og Bjarney S. Snævarsdóttir.

14. Unglingalandsmót UMFÍ

Betra félag / Betri deild

14. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Mikill hugur var hjá mótshöldurum og margar uppákomur í gangi. Mótið heppnaðist vel í alla staði. Nú voru keppendur okkar heldur færri en á síðasta landsmóti eða 28 og stóðu þeir sig allir vel. Aðalstjórn vill þakka keppendum og umsjónarmönnum fyrir þeirra framlag.

Keflavík íþrótta- og ungmennafélag varð fyrst allra fjölgreinafélaga til að hljóta viðurkenningu ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag. Allar deildir félagsins, sem þess eiga kost, hafa hlotið gæðaviðurkenningu ÍSÍ. Þessi viðurkenning er mikils virði fyrir hverja deild og félagið í heild sinni sem segir að íþróttastarfið innan Keflavíkur sé rekið eftir ákveðnum gæðakröfum. Það fullvissar foreldra, styrktaraðila og stjórnvöld sem ætti að vera mjög gott fyrir okkur foreldra sem eigum börn sem stunda íþróttir. Okkar deildir hafa verið að endurnýja handbókina og fá nýja vottun frá ÍSÍ, en vottunin var til fjögra ára í senn.

47. Sambandsþing UMFÍ á Akureyri 47. Sambandsþing UMFÍ var haldið á Akureyri 15. til 16. október 2011. Keflavík átti 8 þingfulltrúa. Kári Gunnlaugsson var formaður kjörnefndar. Einar Haraldsson gaf kost á sér til endurkjörs í stjórn UMFÍ en náði ekki kjöri, Einar var búinn að eiga sæti í stjórn UMFÍ í 8 ár. Helga Guðrún Guðjónsdóttir var endurkjörin formaður UMFÍ.

15. Unglingalandsmót á Selfossi 2012 Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi um verslunarmannhelgina 2012. Unglingalandsmótin, sem eru ein af skrautfjöðrum Ungmennafélagshreyfingarinnar eru haldin árlega og ætíð um verslunarmannahelgina. Unglingalandsmótin eru fyrst og síðast íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem unglingarnir eru í fyrirrúmi en þátttakendur eru á aldrinum 11 – 18 ára. Ýmiskonar verkefni eru einnig í boði fyrir yngri sem eldri þannig að engum á að leiðast á unglingalandsmóti. Fyrir þá sem velja unglingalandsmótið er það tryggt að þeir koma í vímuefnalaust umhverfi. Aðalstjórn félagsins hvetur okkar fólk til að taka þátt í mótinu. Undanfarin ár hefur aðalstjórn greitt þátttökugjöldin fyrir okkar iðkendur.

Félagsheimili Keflavíkur Nýtt og glæsilegt félagsheimili hefur gert okkur kleift að efla andann innan félagsins og þjappa okkur saman. Það skiptir miklu máli að hafa góða aðstöðu.

Íþróttamaður Keflavíkur 2010 Í hófi þann 28. desember 2010 í félagsheimili félagsins voru íþróttamenn félagsins heiðraðir og íþróttamaður Keflavíkur 2010 útnefndur. Hörður Axel Vilhjálmsson er Íþróttamaður Keflavíkur 2010. Hver verður það í ár ???

Heimasíða Keflavíkur Keflavík íþrótta- og ungmennafélag heldur úti heimasíðu í samstarfi við Dacoda. Á síðunni er dagatal og þar getur fólk fylgst með því sem er að gerast í félaginu hverju sinni. Einnig er að finna allar deildir félagsins og upplýsingar um þær. Fréttir frá deildum birtast á forsíðunni og einnig inn á svæði deildar. Undir aðalstjórn er hægt að fylgjast með starfi aðalstjórnar. Fundagerðir eru settar þar inn ásamt öðrum upplýsingum. Slóðin er http://www. keflavik.is. Tölvupósturinn er vistaður hjá Netsamskipti og póstfangið er keflavik@keflavik.is. Uppfærsla á síðunni er nú í gangi og innan skamms verður komin ný og endurbætt síða í loftið.

Breytt þjóðfélag og forsendur til reksturs íþróttafélaga og deilda Skjótt skipast veður í lofti og á það við efnahagsástandið hér á landi. Þessar breytingar koma við okkur sem erum að halda úti íþróttastarfi hér í bæ. Minni tekjur frá okkar stuðningsaðilum og minni aðgang að fjármagni. Deildir okkar hafa tekið á þessum málum með því að skera niður. Ekki stendur til að skera niður í yngriflokka starfinu því það er jú mikilvægt að halda því úti og jafnvel að efla það enn frekar. Nú skiptir máli að standa saman og standa með sínu félagi. Aðalstjórn Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags sendir öllum bæjarbúum, félagsmönnum og öðrum velunnurum félagsins óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum öllum sem lagt hafa félaginu lið á liðnum árum. Einar Haraldsson formaður Keflavíkur

Útgefandi: Keflavík íþrótta- og ungmennafélag • Ábyrgðarmaður: Einar Haraldsson • keflavik@keflavik.is, 421 3044 Umbrot og prentun: Stapaprent ehf. • stapaprent@simnet.is, 421 4388 • Forsíðumynd: Svavar Ellertsson

2

Jólablað 2011


J贸labla冒 2011
Lokahóf Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar 2011 Allir verðlaunahafarnir sem fengu bikar fyrir að vera bestir í sinni stöðu

V

etrarstarfið í barna- og unglingastarfinu í knattspyrnunni fór vel af stað. Þjálfarar eru að mestu leyti þeir sömu og í fyrra. Einu breytingarnar eru að Haukur Benediktsson er nú aðalþjálfari í 3. flokki drengja þar sem Zoran Ljubicic hefur tekið við meistaraflokki eins og kunnugt er. Zoran mun samt ekki yfirgefa unglingastarfið alveg. Nú í haust var tekið upp nýtt skráningar og greiðslukerfi NORI. Foreldrar brugðust vel við og skráðu börn sín í þetta nýja kerfi. Nú eru allar upplýsingar um iðkendur, foreldra, mætingar og greiðslur æfingagjalda á einum stað og er þetta til mikils hægðarauka fyrir alla aðila. Frá lok október fram í miðjan desember er Keflavík með dagsmót í Reykjaneshöllinni fyrir alla flokka bæði stúlkur og drengi. Þar leggja foreldrar barnanna fram mikla vinnu, reka sjoppu og hjálpa til. Þannig safna flokkarnir í sjóði til þess að nota í ferðalög næsta sumar. Áhugi á þessum mótum hefur verið mjög mikill og hefur verið biðlisti á öll mótin. Faxaflóamótið byrjaði fyrr en vanalega og eru leikir bæði fyrir og eftir áramót. Það er því nóg að gera í öllum flokkum og starfið blómlegt. Við hefðum þó viljað fjölga í stúlknaflokkunum. Lokahóf fyrir síðasta tímabil var haldið 24. október s.l., árangur sumarsins var góður. Við áttum mörg líð í úrslitum og fengum Íslandsmeistara í 4. flokki C liða drengja. Margar viðurkenningar voru veittar á lokahófinu. Hér fyrir

4

Jólablað 2011

arsson, Ævar Helgi Arngrímsson

6. Flokkur eldri Besta mæting Ólafur Þór Örlygsson 98.55% Mætingarverðlaun Andri Þór Árnason, Bergþór Örn Jensson, Einar Sæþór Ólason, Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson 90% mæting og yfir

5. Flokkur yngri

Arnór Traustason er hér sem fulltrúi meistaraflokks með þeim Samúeli Kára Friðjónssyni og Björgvini Ómarssyni. Björgvin tók á móti verðlaunum fyrir bróður sinn Elías, en Elías og Samúel fengu verðlaun fyrir að hafa spilað með landsliðinu. neðan er listi yfir viðurkenningarnar.

VERÐLAUNAHAFAR STRÁKAR 7. Flokkur yngri Besta mæting Axel Ingi Jóhannesson 99.26% Mætingarverðlaun Alexander Aron Smárason, Jökull Ingi Kjartansson, Magnús Þór Ólason 90% mæting og yfir Óliver Andri Einarsson, Stefán Jón Friðriksson, Valur Þór Hákonarson

7. Flokkur eldri Besta mæting Birkir Freyr Andrason 99.28%

Mætingarverðlaun Auðunn Fannar Hafþórsson, Flosi Gunnar Guðmundsson, Jökull Máni Jakobsson 90% mæting og yfir Sigurður Gunnar Ólafsson, Sigurður Orri Ingimundarson

6. Flokkur yngri Besta mæting Fannar Freyr Einarsson 100% Mætingarverðlaun Andri Snær Henningsson, Árni Freyr Njálsson, Dawid Jan Laskowski, Garðar Franz Gíslason 90% mæting og yfir Helgi Bergmann Hermannsson, Orri Freyr Ingimundarson, Ragnar Ingi Sigurðsson, Sævar Ingi Örlygsson, Viðar Már Ragn-

Mestu framfarir Eyþór Atli Aðalsteinsson Besta mæting Axel Fannar Sævarsson, Jón Kristján Harðarson, Ingi Þór Sighvatsson, Stefán Arnar Ingiþórsson, Ingimundur Arngrímsson Besti félaginn Egill Darri Einarsson Leikmaður ársins Ísak Óli Ólafsson

5. Flokkur eldri Mestu framfarir Ólafur Ingi Jóhannsson Besta mæting Ólafur Ingi Jóhannsson, Eggert Gunnarsson Besti félaginn Hafþór Logi Bjarnason Leikmaður ársins Þröstur Ingi Smárason

4. Flokkur yngri Mestu framfarir Jón Ásgeirsson Besta mæting Andri Már Ingvarsson Besti félaginn Brynjar Bergmann Björnsson Leikmaður ársins Samúel Þór Traustason

4. Flokkur eldri Mestu framfarir Theodór Sigurbergsson og Hermann Snorri Hermannsson

Besta mæting Guðmundur Juanito Ólafsson Besti félaginn Dagur Funi Brynjarsson Leikmaður ársins Fannar Orri Sævarsson og Anton Freyr Hauksson

3. Flokkur yngri Mestu framfarir Leonard Sigurðsson Besta mæting Ari Steinn Guðmundsson Besti félaginn Einar Þór Kjartansson Leikmaður ársins Aron Freyr Róbertsson

3. Flokkur eldri Mestu framfarir Brynjar Freyr Garðarsson Besta mæting Ólafur Ingvi Hansson Besti félaginn Arnar Már Örlygsson Leikmaður ársins Ási Skagfjörð Þórhallsson

ALLIR FLOKKAR Mestu framfarir Jón Tómas Rúnarsson Besti félaginn Sindri Kristinn Ólafsson Besti markvörður Eyþór Guðjónsson Besti varnarmaður Samúel Kári Friðjónsson Besti miðjumaður Magnús Ríkharðsson Besti sóknarmaður Árni Gunnar Þorsteinsson Besti leikmaðurinn Elías Már Ómarsson

VERÐLAUNAHAFAR STELPUR 7. Flokkur Besta mæting Kamilla Ósk Jensdóttir 92% Mætingarverðlaun Bríet Björk Sigurðardóttir og


Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

TSA

Strákarnir í 4. flokki C sem urðu Íslandsmeistarar

ehf.

Brekkustíg 38 • 260 Reykjanesbær

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

TOYOTA

5. flokkur stúlkna stóð sig mjög vel í sumar

Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 • 260 Reykjanesbær

Gígja Guðjónsdóttir 90% mæting og yfir

6. Flokkur Besta mæting Sveindís Jane Jónsdóttir 97% Mætingarverðlaun Árdís Inga Þórðardóttir og Elva Margrét Sverrisdóttir 90% mæting og yfir

5. Flokkur Mestu framfarir Hafdís Fanney Guðlaugsdóttir og Þórdís Ásta Ingvarsdóttir Besta mæting Eva Lind Daníelsdóttir,Stella Björk Einarsdóttir og Marín Veiga Guðbjörnsdóttir Besti félaginn Marín Veiga Guðbjörnsdóttir

Leikmaður ársins Aníta Lind Daníelsdóttir og Auður Erla Guðmundsdóttir

4. Flokkur Mestu framfarir Tinna Björk Guðmundsdóttir Besta mæting Þóra Kristín Klemenzdóttir og Thelma Rún Matthíasdóttir Besti félaginn Þóra Kristín Klemenzdóttir Leikmaður ársins Marín Rún Guðmundsdóttir og Guðný Hanna Sigurðardóttir

3. Flokkur Mestu framfarir Erna Kristín Brynjarsdóttir Besta mæting Kara Líf Ingibergsdóttir

Besti félaginn Eva Sif Gunnarsdóttir Leikmaður ársins Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir

ALLIR FLOKKAR Mestu framfarir Tinna Björk Guðmundsdóttir Besti félaginn Þóra Kristín Klemenzsóttir Besti markvörður Auður Erla Guðmundsdóttir Besti varnarmaður Guðný Hanna Sigurðardóttir Besti miðjumaður Björk Lind Snorradóttir Besti sóknarmaður Marín Rún Guðmundsdóttir Besti leikmaðurinn Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir

Getraunir 1x2 Stöndum vörð um Íslenskar Getraunir!

Sími 420 6600 • Fax 421 1488

Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

R EY K JA N E S B Æ

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Munum að styðja við okkar félag með að merkja við 230

Þeir sem tippa hjá Íslenskum Getraunum og merkja við 230 eru um leið að styðja við bakið á barna og unglingastarfi Knattspyrnudeildar Keflavíkur.

Tippað á netinu Mestur hluti seldra raða fer fram á netinu. Slóðin er 1x2.is. Þar spila fjölmargir, annaðhvort einir eða sem hópur. Við hvetjum þá auðvitað til að merkja við 230. Barna & unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur

Jólablað 2011

5


Vinningshafar

Badmintondeild:

Von um að sjá sem flesta á nýju ári

Þ

á er komið að þessum vanabundna tímapunkti, þegar maður sest niður og lítur yfir starfið á því sem næst heilu ári. Árið 2010 var afar erfitt, iðkendur voru mun færri en við hefðum þorað að vona og ekki hefur verið áberandi aukning á þessu ári. Engin breyting hefur þó orðið á stjórnarmönnum allir þeir sömu. Engin breyting varð á þjálfaramálum hjá okkur, sjá þær Karen og Margrét enn um þjálfunina með aðstoð Stefáns. Í byrjun mars var Íslandsmót unglinga það var að þessu sinni haldið á Siglufirði, en vegna mikils kostnaðar treysti deildin sér ekki í að senda þátttakendur á mótið. Eftir Íslandsmótið má segja að mótatímabili unglinga sé lokið. Í byrjun apríl var farin æfingarferð til Þorlákshafnar þar sem okkar krakkar hittu fyrir jafningja sína, að keppni lokinni var farið í sund í boði heimamanna og svo í pítsaveislu í boði badmintondeildarinnar okkar. Svo var haldið af stað heim allir saddir á sál og líkama. Vill deildin þakka þjálfurum og foreldrum fyrir vel heppnaða ferð. Þann 9. mars var haldin furðufatadagur hjá krökk-

6

Jólablað 2011

Jón Stefán, Pétur, Ísabella, Margrét og Karen.

unum og komu allir í búningum. Þar tóku þau þátt í ýmsum leikjum. Um páskana fór deildin í frí eins og skólarnir. Síðasta æfing hjá deildinni var 12. maí á þessu vori, og í framhaldi var haldið lokahóf þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir bestu mætingu besta spilara og mestu framför. Fyrir bestu mætingu fengu Ísabella Kjartansdóttir og Pétur Árnason viðurkenningu og þau voru einnig valin bestu spilararnir. Fyrir mestu framfarir fengu Jón Stefán Andersen og Alexsander Hauksson viðurkenningar, þess má geta að Jónas Þorsteinsson og Ásdís Júlíusdóttir gáfu verðlaunagripina. Í byrjun september hófust æfingar aftur og farið var í alla skóla með auglýsingar. Til nemenda 4. bekkja var farið með boðsmiða og þeim boðið að koma á æfingar. Um miðjan september urðu breytingar á æfingaaðstöðu hjá deildinni, fórum við úr Heiðarskóla í Íþróttahúsið við Sunnubraut b-sal. Var þetta gert í samráði við körfuknattleiksdeild Keflavíkur. Hið árlega byrjandamót badmintondeildarinnar

U-11 krakkarnir.


Óskum viðskiptavinum okkar, sem og Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Furðufatadagur. var haldið í lok október, má því segja að þetta var eina stóra mótið sem okkar iðkendur tóku þátt í á þessu ári. Mót þetta hefur ávallt verið vel sótt , að þessu sinni var það samt frekar fámennt, synd að stóru félögin skuli ekki senda þátttakendur á það lengur. Mótið gekk í alla staði vel fyrir sig og áttum við nokkra vinningshafa. Mótið var að þessu sinni styrkt af Landsbanka Íslands og svo gáfu Kristján Þór Karlsson og Dagbjört Ýr Gylfadóttir alla verðlaunapeninga á þetta mót. Í desember verður hið árlega fjölskyldumót deildarinnar. Fer mótið þannig fram að foreldri/forráðamaður keppir með iðkanda á móti öðrum iðkanda og foreldri/forráðamanni. Að því loknu verða litlu-pakkajólin hjá deildinni, boðið verður upp á veitingar. Með þessum orðum óskum við stjórn badmintondeildarinnar svo iðkendum og foreldrum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með von um að sjá sem flesta á nýju ári. Allar uppl. um tíma og þjálfara og skráningu deildarinnar eru að finna á heimasíðu deildarinnar www.keflavik.is/badminton

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Æfingatafla: Mánudagur hópur 1. kl - 15:30 - 16:30 Íþróttah. við Sunnubraut. Miðvikudagur hópur 1. kl - 15:30 - 16:30 Íþróttah. við Sunnubraut. Fimmtudagur hópur 2. kl - 18:00 - 19:30 Akurskóla. F.h. Badmintondeildar Keflavíkur Jónas Þorsteinsson formaður Dagbjört Ýr Gylfadóttir gjaldkeri.

Vinur við veginn

Útivistarvörur í miklu úrvali Góðar gjafir handa veiðimanninum

Flugustangarsett frá Snowbee verð kr. 48.900,Tilboð kr. 38.500,-

Öndunarvöðlur + skór verð kr. 52.960,-

Tilboð kr. 42.980,-

Stapaprent

Craft hlaupafatnaður í vetur • Buxur • Jakk ar • sokk ar • Húfur • E n n i s b ö n d • Ve s t i • B o l i r

Sportbúð

Hafnargötu 23 • Keflavík • Sími 421 4922 Jólablað 2011

7


Í desember veglega hátíð við höldum sem hjartanu yljar á vetrarkvöldum. Í jólum gleði og gæfa liggja gjafir þeirra skaltu þiggja. – Okkar hlutverk er að tryggja.

Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3

| 108 Reykjavík | Sími 560 5000

| vis.is

Þeir bjarga lífum Á oryggi.is getur þú keypt öryggisvörur sem henta þínu heimili. Tilboðsverð á reykskynjurum, slökkvitækjum, eldvarnateppum, sjúkrapúðum o.fl. Skoðaðu úrvalið.

PIPAR\TBWA t SÍA t 112670

Sími 570 2400 · oryggi.is

8

Stöndum vaktina allan sólarhringinn

Jólablað 2011


Hvers vegna stunda svona mörg börn og ungmenni íþróttir?

Á

rið 2010 voru skráðir iðkendur 18 ára og yngri hjá íþróttafélögunum í Reykjanesbæ yfir 2.200. Þetta er ekki síst merkilegt í ljósi þess, að þetta eru tæplega 100 fleiri iðkendur en fjöldi nemenda í grunnskólum bæjarins þetta sama ár. Fjöldatölur í barna- og unglingastarfi byggja á bókhaldi um iðkendatal sem íþróttahreyfingin leitast við að hafa sem nákvæmast. Hafa ber í huga, að sumir iðka fleiri en eina íþrótt, sem gerir það að verkum að hluti barna er tvítalin, en þar er um minnihluta barna að ræða. Jafnframt þarf að hafa í huga, að fyrir íþróttafélag eða deild er það jafnmikil vinna að halda út starfi fyrir hvern iðkanda , hvort sem hann er iðkandi í annnarri íþróttagrein eða ekki. Dæmi um slíkt er, að það kostar jafnmikið fyrir fimleikadeild að sinna iðkanda, hvort heldur hann æfir einhverja aðra íþróttagrein eða ekki. Í allri umræðu um umfang íþróttastarfs, er því mikilvægt að hafa fjölda iðkenda í huga, rétt eins og þann heildarfjölda barna sem stundar íþróttir. Kostnaður við rekstur íþróttastarfs ræðst fyrst og fremst af fjölda iðkenda hjá deildum og félögum, frekar en heildarfjölda barna sem stunda íþróttir. En hvað er það sem dregur börn og unglinga í íþróttir, og hvað er það sem hvetur okkur foreldra til þess að beina börnum okkar í þennan farveg? Hvers vegna hafa 96,3% 11 ára barna á Íslandi stundað íþróttir hjá íþróttafélögum innan ÍSÍ? Ef rýnt er í fyrirlestra, gögn, skýrslur og rannsóknir sem ÍSÍ og Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþróttabandalag Reykjanesbæjar hafa notast við í kynningum, kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Rannsóknir sýna að ungmenni sem stunda íþróttir: • Eru betur á sig komin líkamlega • Eru líklegri til að líða betur og ganga betur í skóla • Þjást síður af sálvefrænum einkennum • Eru lífsglaðari • Hafa meiri sjálfsvirðingu • Huga betur að mataræði • Eru ólíklegri til að nota áfengi og sígarettur Börn og unglingar nefna mismunandi ástæður þess að þau stunda íþróttir. Í Ánægjuvog sem Íþróttabandalag Reykjavíkur gaf út árið 2009, kom fram að í íþróttastarfi vilja börn og unglingar: • Að starfið sé skemmtilegt • Bæta færni sína og ná árangri • Líkamleg hreyfingu • Fjölbreyttar og spennandi íþróttir • Keppni og áskoranir • Eignast vini og vera með vinum Þar kemur fram að ánægja iðkenda ætti að vera grundvallar áhersluatriði í allri íþróttaþjálfun barna og ungmenna. Börn og ungmenni stunda íþróttir fyrst og fremst af því

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

EM EINAR MAGNÚSSON ÞORVALDUR H. BRAGASON TANNLÆKNAR OG STARFSFÓLK S KÓ L AV E G I 10 • 2 3 0 K E F L AV Í K

Jóhann B. Magnússon. þeim finnst það skemmtilegt og hætta fyrst og fremst af því það hættir að vera skemmtilegt. Rannsóknir sýna að félagslegur stuðningur getur skipt máli við að halda börnum að íþróttastarfi. Stuðningur foreldra skiptir þar vissulega máli, en ekki þó öllu. Þeir félagslegir þættir sem virðast hvetja mest til íþróttaþátttöku hjá piltum eru: • Skemmtilegt að stunda íþróttir • Fjöldi vina sem stunda íþróttir • Hve mikið vinir stunda íþróttir • Hvatning frá þjálfara • Hvatning frá föður Hjá stúlkum eru þeir þættir sem hvetja mest til íþróttaiðkunar eftirfarandi: • Skemmtilegt að stunda íþróttir • Fjöldi vina sem stunda íþróttir • Hvatning frá móður • Hvatning frá vinum • Hvatning frá þjálfara

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Stofnað 1971

Verktakar • Ráðgjöf

Sími 421 2884 • rekan@rekan.is

Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Hvatning virðist hafa meiri áhrif á íþróttaiðkun stúlkna en pilta og færri stúlkur en piltar fá að jafnaði mikla hvatningu til íþróttaiðkunar Þegar foreldrar hafa verið spurðir hvers vegna þau hvetji börn sín til íþróttaiðkunar, hafa eftirfarandi þættir komið fram: • Svo þau fái næga hreyfingu • Svo þau hafi eitthvað fyrir stafni • Svo þau hitti önnur börn • Svo þau séu í öruggum höndum • Svo þau feti í fótspor þeirra sjálfra • Svo þau nái einhverjum árangri sem þeim tókst ekki að ná á sínum iðkunarárum Ofangreindar upplýsingar um viðhorf barna og foreldra byggja á gögnum og rannsóknum sem hægt er að nálgast hjá ÍSÍ, Íþróttabandalagi Reykjavíkur og Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar. Þátttaka í íþróttastarfi er val hvers og eins, og því ánægjulegt að svo mörg börn og margir foreldrar sæki í starf íþróttafélaganna. Ég óska bæjarbúum gleðilegra jóla, með von um að árið 2012 verði ár framfara og ánægju á sem flestum sviðum. Jóhann Bjarni Magnússon Formaður íþróttabandalags Reykjanesbæjar

Iðavöllum 6 • Sími 421 4700 • www.vikuras.is

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða

Jólablað 2011

9


Kvennafótboltinn - meistaraflokkur og 2. flokkur Allur hópurinn eftir leik eldri-yngri.

Á

rið 2011 verður lengi í minnum haft hjá mfl. og 2. flokki kvenna. Mikið var um veikindi og áföll en stúlkurnar stóðu sig frábærlega þrátt fyrir erfiðleika. Steinar Ingimundarsson þjálfari mfl. þjálfaði fram í júní en lét af þjálfun vegna veikinda eftir farsælan feril á síðasta ári. Við starfi hans tóku gömlu brýnin Sigurður Guðnason sem þjálfaði hér á árum áður í Sandgerði og Njarðvík og honum til aðstoðar Gísli Eyjólfsson sem þjálfaði bæði

hjá Keflavík og Njarðvík í eina tíð. Mfl. stúlkur stóðu sig mjög vel. Komust óvænt í úrslit eftir brösugt gengi fyrri hluta móts. Þær töpuðu síðan í úrslitakeppni fyrir Selfossi. Sigruðu reyndar fyrri leikinn í Keflavík en töpuðu þeim síðari og Selfoss komst upp í úrvalsdeild á markatölu. Mfl. kvenna komust einnig í úrslit í lengjubikar en töpuðu í úrslitaleik á móti Selfossi. 2. flokkur stóð sig ekki síður vel í sumar. Þjálf-

Morgunteygjur

Karítas, einbeitningin uppmáluð.

10

Jólablað 2011

ari þeirra var Björg Ásta Þórðardóttir. Þær sigruðu sinn riðil með yfirburðum en þær spiluðu í B- deild. 2. flokkur mun því á næsta ári spila í A-deild. Mfl. og 2. flokkur er byggður upp af ungum og efnilegum stúlkum úr Keflavík, Njarðvík, Garði og Sandgerði. Eins hafa nokkrar stúlkur úr Grindavík komið í hópinn. Nýr þjálfari meistaraflokks hefur verið ráðinn, Snorri Már Jónsson. Honum til aðstoðar er Sigurður Guðnason.

Áfram, Björg Ásta hvetur bæði lið.

Yngri sækja.


Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Karen tekur miðju í fyrri sá síðan um að skora í seinni.

Algeng sjón í sumar. Stelpurnar okkar fagna sigri í lok leiks.

LÖGFRÆÐISTOFA SUÐURNESJA LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA SÍÐAN 1960

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

KJG

KEÓ

Kristín Geirmundsdóttir og Kristín Erla Ólafsdóttir, tannlæknar og starfsfólk Hafnargata 45 • Sími 421 8686 Eldri hópur klár í leikinn.

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Haf nargötu 35 - Sími 421-6816

Yngri hópur klár í leikinn.

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Sími 420 4000 • studlaberg.i s

Jólablað 2011

11


6. flokkur drengja í Eyjum.

Knattspyrna yngri flokkar 7. flokkur drengja Iðkendafjöldinn í 7.fl. taldi 53 drengi, æfingasókn var heilt yfir mjög góð. Flokkurinn tók þátt í fjölda móta á þessu tímabili sem ekki verða talin upp hér nema þau stærstu sem voru, Norðurálsmótið á Akranesi og Króksmótið á Sauðárkróki. Þó ekki hafi tekist að vinna titla í öllum mótum þá komu nokkrir í hús og þeir stærstu hjá B og D-liðum á Króksmótinu.

og C-liðið okkar sigraði nokkuð örugglega, þeir voru taplausir í mótinu með 7 sigra og eitt jafntefli. Þeir skoruðu 71 mark og fengu 10 mörk á sig sem er frábær tölfræði. Á sumarmótunum fengu strákarnir sól og blíðu. N1-mótið á Akureyri var góð reynsla og þar gerðu

strákarnir fínt mót, 4 lið í topp tíu sætum. Olísmótið á Selfossi gekk framar vonum fyrstu tvo dagana og öll lið léku í fyrsta styrkleikaflokki en á síðasta degi þá var þetta allt ,stöngin út, því miður. Mótið hefði mátt enda betur en þetta fór allt saman í reynslubankann.

6. flokkur drengja Iðkendafjöldi 6.fl. voru 43 drengir, æfingasókn var góð og þá sérstaklega hjá yngra árinu. Á Pollamóti KSÍ náði D-liðið besta árangrinum með því að fara alla leið í úrslitakeppnina sem fram fór á ÍR velli og lentu þar í fjórða sæti. Eins og hjá 7.fl. þá tók flokkurinn þátt í fjölda móta, þar ber að sjálfsögðu Shellmótið í Vestmanneyjum hæst, þangað var farið með fjögur lið. Á Sellmótinu hlotnaðist Einari Sæþóri Ólasyni að leika með Landsliði Shellmótsins. Þó ekki hafi tekist að vinna einhverjar dollur í þessum mótum þá voru drengirnir að spila mjög vel, oft á tíðum flottan fótbolta og voru félagi sínu til mikils sóma.

5. flokkur drengja Tímabilið 2010-11 var gott fyrir 5.flokk, þeir gerðu vel í öllum mótum og iðkendum fjölgaði. Strákarnir voru um 65 talsins og við spiluðum með sex lið í öllum mótum. Á haustmánuðum spiluðu þeir á Nettó-mótinu og þar sigraði D-liðið sína keppni. Næst á dagskrá var Faxaflóamótið, drengirnir stóðu sig ágætlega

12

Jólablað 2011

Eyþór Atli á framtíðina fyrir sér, hér er hann í leik á N1-mótinu á Akureyri.


Íslandmótið í 5.flokk var spilað í allt sumar. Strákarnir stóðu sig frábærlega í Íslandsmótinu og sigruðu B-riðilinn örugglega í keppni A-liða og við lentum í 2. sæti í C-D liðum. A-liðið okkar fór taplaust í gegnum mótið, þeir unnu alla sína leiki sannfærandi. Í tíu leikjum skoruðu þeir 49 mörk en fengu aðeins á sig 6. Sömu sögu er að segja af CD liði, sóknin, vörnin og markvarslan var frábær. D-liðið vann alla leiki nema einn og C-liðið vann 8 leiki en tapaði tveimur. Þetta þýddi að við fórum með 3 lið inní úrslitakeppni Íslandsmótsins. Keflavík tók síðan að sér að halda úrslitakeppnina fyrir C og D lið, strákarnir spiluðu því til úrslita á aðalvelli Keflavíkur í blíðskaparveðri um ljósanæturhelgina, þar sem strákarnir stóðu sig vel. Það er eflaust minning sem mun lifa lengi. Sumarið endaði svo inni í Reykjaneshöll í Suðurnesjamóti sem gekk vel. Keflavík urðu Suðurnesjameistarar í keppni A og B-liða en C-liðið lenti í 2. sæti

Sigurvegarar C-liða í Faxaflóamótinu. Guðni Kjartansson afhendir drengjunum gullverðlaun fyrir sigurinn. Aðalmarkmið flokksins fyrir tímabilið var að komast uppí A-riðil í Íslandsmótinu. Okkur tókst það, vegna þess að A-liðið sigraði B-riðilinn. Þetta gerir næsta tímabil erfiðara en jafnframt skemmtilegra því Keflavík á heima meðal þeirra bestu.

Strákarnir stóðu sig vel á N1-mótinu á Akureyri.

Þjálfarar vilja óska þeim drengjum velfarnaðar sem kveðja flokkinn og um leið bjóða nýja velkomna. Þökkum fyrir frábært tímabil.

3. flokkur stelpna Flokkurinn taldi ekki nema 16 stelpur sem átti síðan eftir að kvarnast úr er leið á sumarið. Fyrir utan Faxaflóamót, Rey Cup og mót sem fram fór í Reykjaneshöllini þá voru stelpurnar með í Bikarkeppni KSÍ og Íslandsmótinu. Þær duttu út í fyrstu umferð Bikarkeppninar fyrir Fjölni, ekki var árangurinn á Íslandsmótinu góður, við lentum í neðsta sæti okkar riðils. Það sem einkenndi flokkinn í sumar var hversu fámennur hann var og ekki bætti úr skák þegar sumarfríin byrjuðu, oft voru svo fáar á æfingu að þær sem voru mættar æfðu með 2.fl. kvenna. Það gat oft verið erfitt að ná saman liði fyrir leiki og því þurfti oft að fá 5 til 6 stelpur úr 4.fl. til að geta leikið leikinn. Þrátt fyrir þetta þá sýndu stelpurnar oft nokkuð góða leiki og voru oft óheppnar með úrslit í leikjum. Í lokin má geta þess að Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir lék einnig með meistaraflokki kvenna í sumar.

Við hringjum inn jólin! Fangaðu minningarnar í jólamánuðinum Verð frá

14.990

Spjaldtölvur í miklu úrvali - jólagjöfin í ár Verð frá

19.900

Fartölvur frá stærstu merkjunum Verð frá

89.900

Stórlækkað verð á iPod spilurum Verð frá

9.900

Prentaðu þín eigin jólakort Verð frá

7.900

Úrval góðra sjónvarpa á tilboði Verð frá

69.995 Tjarnargötu 7

444-9900

www.omnis.is

Jólablað 2011

1


Skotdeild Keflavíkur

Á gamlársdag 2010.

Á

rinu 2011 fer nú að ljúka og munum við halda upp á það með innanfélgasmóti Skotdeildarinnar í Skeet eins og vant er á gamlársdag. Opnar æfingar hafa verið allt árið um kring á laugardögum frá kl. 10:00 til 12:00 og svo í apríl fram í október voru æfingar á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 18:00 til 20:00 og auðvitað héldu laugardagsæfingarnar sér á sama tíma. Svo búum við auðvitað við þá sérstöðu að mikið traust er gefið félgsmönnum með því að bjóða þeim að kaupa lykil á 1.000 kr. og þá geta þeir komið og æft sig eftir þörfum. Núna þegar skammdegið hefur skollið á þurfa menn ekki lengur að vera háðir sólarljósinu þar sem við höfum sett upp lýsingu á 25, 50, 100, 200 og 300 metrunum. Ótrúleg viðbrögð fengust við þessari nýjung og allir eru hæst ánægðir með þetta framtak okkar. Búnaðurinn er þannig að hann er settur í gang fyrst og svo er kveikt á ljósum eftir því hvað menn ætla að skjóta langt, eftir 2 klukkutíma slökknar svo á ljósunum, en við viljum samt sem áður biðja menn um að slökkva ljósin þó það

Byrjendanámskeið í haglabyssu.

14

Jólablað 2011

Horft í gegnum kíkinn. sé tímarofi á þeim. Þess ber að geta að einnig var bætt við bakstoppum á 400 og 500 metrunum. Félagsgjöldin voru þau sömu og í fyrra og hafa þá staðið óhreifð síðan árið 2006. Einnig höfum við komið sporting-skúrunum fyrir á grunnana og lagt rör fyrir rafmangs- og stýrikappla og bíðum eftir stjórnbúnaðinum sem mun koma til með að stjórna bæði Skeet-vellinum og sporting-vellinum. Meðtöldu áramótamótinu okkar í Skeet þá voru 5 mót haldin á árinu sem er framför frá því í fyrra. Herrifflamót byssuvinafélagsins var haldið að vanda hjá okkur þann 7.maí en úrslitin voru ekki send til okkar. Laugardaginn 21. maí var haldið 22 cal Bench-rest mót og voru úrslitin svohljóðandi, Jens Magnússon 1. sæti með 235 stig, Vigfús Vigfússon í 2. sæti með 229 stig og Guðmundur Óskarson í 3. sæti með 218 stig. Herriflamót fyrir innanfélagsmenn var haldið 17. ágúst þar sem skotið var standandi á 100 metra og liggjandi á 300 metra og hér eru úrslitin, Eiríkur Björnssson í 1. sæti með 138 stig, Hannes Haraldsson í 2. sæti með 135 stig og í 3. sæti Theodór Kjartansson með 111 stig. Svo var haldið mjög spennadi markrifflamót


Óskum viðskipavinum okkar, sem og Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Ingi Þór á palli 8 sunnudaginn 25. september þar sem skotið var 30 skotum á 300 metrana liggjandi og hér eru úrslitin, Tómas Þorkelsson var í 1. sæti með 257 stig, í öðru sæti var Theodór Kjartansson með 246 stig og í 3. sæti var Eiríkur Björnsson með 235 stig. Frábær aðstaða okkar heldur bara áfram að byggja utan á sig og verða glæsilegri með hverju árinu. Á dagskránni er að setja niður 40 feta gám á grunninn við hliðina á riffilhúsinu innrétta og útbúa lúgur fyrir frístandani skotfimi og færa 25 metrana fyrir framan hann. Eitthvað bar á því að menn enn og aftur væru að skemma eigur félagsins, og viljum við árétta það að skemmi menn eigur félagsins visvítandi er það ávísun á brottrekstur úr félaginu, sem og að lána lyklana sína vinum og vandamönnum sem ekki eru félagsmenn. Árið 2012 leggst vel í okkur og er núna ætlunin að fá fleiri félagsmenn til að keppa og taka þátt í mótum utan félagsins líka og að virkja unglingastarfið með því að halda byrjendanámskeið fyrir unglinga eins og við héldum eitt slíkt í fyrra. Þökkum við svo félagsmönnum fyrir árið sem er að líða og vonum til að sjá ykkur öll á næsta ári.

SÖLUUBOÐ ÖSKJU Á REYKJANESI Sími 420 5000

Fyrir hönd Skotdeildar Keflavíkur, Bjarni Sigurðsson formaður Skotdeildar Keflavíkur.

Hugbúnaður og Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla, þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða veflausnir fyrir snjallsíma og lófatölvur

Meðal viðskiptavina okkar t t t

Vodafone Landsbankinn Marel Food Systems

t t t

Útflutningsráð Íslands Mjólkursamsalan Ölgerðin

t t t

Keflavíkurflugvöllur Bláa lónið Markaðsnetið

Hugbúnaðarlausnir 555 7515 www.dacoda.com

Hafnargata 62 | 230 Reykjanesbær | 555 7515 | dacoda@dacoda.is | www.dacoda.is

Jólablað 2011

15


Leikmannahópur Keflavíkur 2011 ásamt þjálfurum og stjórnarmönnum.

Knattspyrna - Meistaraflokkur karla

Keflavík vonir og væntingar

K

æru lesendur, nú hefur enn eitt fótboltasumarið runnið sitt skeið. Sitt sýnist hverjum um árangur en svo er það víst alltaf. Undanfarin ár hef ég verið svo lánsamur að hafa sinnt sjálfboðastörfum fyrir knattspyrnudeild Keflavíkur, bæði við vallargæslu á leikdögum, eldamennsku fyrir leikmenn og önnur tilfallandi verkefni. Það er á þeim vettvangi sem ég hef notið starfsins hvað mest. Því þar kemur fólk saman, hvetur sitt lið, skiptist á skoðunum og ræðir landsins gögn og nauðsynjar. Því verður ekki neitað að undanfarin þrjú til fjögur ár hafa um margt verið erfið hjá okkar í boltanum, miklar væntingar og kröfur sem menn hafa alið í brjósti, og kannski ekki að ástæðu-

Meistaraflokkur á æfingu.

16

Jólablað 2011

lausu því ekki er langt síðan liðið okkar missti af sjálfum Íslandsmeistartitlinum í lokaumferð Landsbankadeildarinnar eins og deildin hét á þeim tíma. Einnig hafði liðið orðið bikarmeistari tveimur árum áður svo væntingar stuðningsmanna og aðstandenda voru miklar á þessum tíma og árin á eftir. Búið var að kosta miklu til og leggja mikla vinnu í það verkefni að gera Keflavík að meistaraliði. Til liðsins voru fengnir góðir og reyndir leikmenn, byggð ný aðstaða fyrir leikmenn og aðra er að leikjum koma og síðast en ekki síst taka völlinn sjálfan í gegn og gera hann einn af þeim allra bestu á Íslandi. Eftir vonbrigða sumarið 2009 þar sem ekki náðist að fylgja eftir frábærum árangri ársins 2008

var ákveðið að ráðast í breytingar á þjálfarmálum liðsins. Kristjáni Guðmundssyni þökkuð hans störf og fenginn til liðsins einn farsælasti og besti knattspyrnuþjálfari landsins Willum Þór Þórsson. Voru miklar vonir bundnar við komu hans og hans manna og vonuðust menn eftir að hann færi með liðið þangað sem það ætti að fara, á toppinn. Óhætt er að segja að árangur liðsins hafi ekki náð að uppfylla vonir og væntingar manna. Ekki voru fréttirnar betri fyrir okkur stuðningsmenn í lok sumars þar sem nokkrir af okkar bestu leikmönnum ákváðu að hverfa á braut frá félaginu og skyldu eftir sig skörð sem erfitt reyndist að fylla. Árið í ár reyndist einnig mikið vonbrigðaár. Liðið byrjaði vel en missti svo flugið og endaði tíma-


Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Leikmenn Keflavíkur og Grindavíkur ganga inn á leikvöllinn.

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

hópferðir • áætlun

Leikmaður ársins 2011 Ómar Jóhannsson.

Glæsilegur leikvangur Keflavíkur.

bilið í bullandi fallbaráttu. Pumasveitin tók sér frí á leiktímabilinu en hún hefur reynst Keflavíkurliðinu mikil lyftistöng á leikdögum. Reyndi það vel á þolrif okkar stuðningsmanna og mátti víða heyra óánægjuraddir enda fátt að gleðjast yfir. Þó á móti hafi blásið og stuðningsmenn ósáttir létu þeir sig þó ekki vanta á þá leiki sem hvað mestu máli skiptu í sumar og kom Pumasveitin úr fríi til að hvetja sitt lið í baráttunni um halda sæti í efstu deild. Skal þeim öllum þakkaður sá góði stuðningur sem sýndur var. Að loknu sumri var ákveðið að skipta aftur um þjálfara og hafa verið fengnir til verksins tveir frábærir menn með stórt Keflavíkurhjarta, þeir Zoran Daníel Ljubicic og Gunnar Oddsson. Báðir hafa þeir leikið og þjálfað fyrir Keflavík um árabil og standa vonir til að þeir nái að rétta skútuna af á hennar leið. Leikmenn hafa einnig tilkynnt um breytingar og ákveðið að reyna fyrir sér annars

staðar. Má þar m..a. nefna Guðjón Árna Antoníusson og Magnús Þóri Matthíasson og verður þeirra sárt saknað. Einnig voru raddir um brotthvarf Guðmundar Steinarssonar og Ómars Jóhannsonar sem voru án vafa okkar bestu menn í sumar. Hafa þeir ákveðið að halda tryggð við liðið sitt sem og fleiri og skrifað undir nýjan samning. Í Keflavíkurliðinu er því blanda af reyndum og góðum leikmönnum og yngri og uppkomandi mönnum og standa vonir til að þeir nái þeim árangri sem þarf til að teljast meðal þeirra bestu. Það mun vera jólaósk mín í ár að sá mikli stuðningur sem menn, konur og börn sýndu liðinu í verki í lokabaráttunni í sumar haldist áfram á næsta leiktímabili. Áfram Keflavík. Jólakveðja Fyrir hönd knattspyrnudeildar. Ágúst Pedersen

G ró f i n 2 - 4 • S í m i 4 2 0 6 0 0 0 • w w w. s b k . i s

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Hafnargata 36 • 230 Reykjanesbæ • Sími 440 2450

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Borðað fyrir leik.

Jólablað 2011

17


Óskum íþróttafólki svo og öðru Suðurnesjafólki

gleðilegra jóla

og farsældar á nýju ári

ÍS-SPOR VERÐLAUNAGRIPIR

Óskum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Krossmóa 4a - Sími 535 6025

Óskum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Flugeldasala Knattspyrnudeildar Keflavíkur Iðavöllum 7 Verkalýðs- og sjómannafélag Suðurnesja Krossmóa 4a

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Nýjar og spennandi vö r u r Opnum 28. desember Opið 28., 29. og 30 desember milli kl. 10:00 og 22:00 Opið gamlársdag milli 10:00 og 16:00

Við teystum á Íbúa Reykjanesbæjar að styðja vel við bakið á okkur Flugeldasala Knattspyrnudeildar Keflavíkur Iðavöllum 7

Njarðarbrau t 1 5 • w w w. n y s p r a u t u n . i s

18

Jólablað 2011


VERKFRÆÐISTOFA SUÐURNESJA

Verkfræðistofa Suðurnesja óskar Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Magnús Torfason

Gleðileg jól Áfram Keflavík Sendum íþróttafólki í Keflavík og landsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur. Megi nýja árið verða ykkur gæfuríkt í leik og starfi. Starfsfólk HS Orku hf Jólablað 2011

19


Viðtal: Dagný Gísladóttir

„Föðurlandssvikari ef menn fóru á milli liða“ Við ræddum við Hólmbert Fiðjónsson um spark á túnum, gullaldarliðið, skondin atvik og oft erfiðar aðstæður í knattspyrnuiðkun á árum áður.

Hólmbert gerði Keflvíkinga að Íslandsmeisturum í knattspyrnu árið 1969 og sjálfur lék hann með liðinu þegar það hlaut titilinn 1964, þá aðeins 15 ára gamall. Hann byrjaði ungur að leika knattspyrnu og lét þar ekki staðar numið heldur tók að sér þjálfun og starfaði um langt skeið sem framkvæmdastjóri Ungmennafélags Keflavíkur. 20

Jólablað 2011

Sparkað í bolta á túnum Hólmbert er fæddur árið 1941 og alinn upp í Keflavík frá fimm ára aldri. Fjölskyldan flutti suður þegar faðir hans veiktist af berklum og þurfti aðhlynningar við á Vífilstöðum. Það var engin skipulögð knattspyrna æfð í Keflavík á æskuárum Hólmberts og byrjaði hann að sparka í bolta á túnum og leikvöllum. Fjölskyldan bjó á Faxabraut og þar fyrir neðan var leikvöllur sem nýttist honum og félögunum vel í þetta skemmtilega áhugamál. „Þetta breyttist allt þegar Hafsteinn Guðmundsson flutti í bæinn. Hann skipulagði æfingar bæði í Ungó og KFK. Þá fóru margir ungir strákar að æfa knattspyrnu reglulega. Við reyndum að fá túnamenn með okkur en það kölluðum við þá stráka sem æfðu bara á túnum. Þeir voru margir mjög góðir en þeir vildu ekki æfa, sem var miður því þeir þroskuðust ekkert á túnunum. Hafsteinn var aðalmaðurinn í þeirri uppbyggingu sem fram fór í knattspyrnunni í Keflavík á þessum tíma. Hann hafði leikið í meistaraflokki, þá með Val og starfaði jafnframt sem íþróttakennari.Ég var sá eini í mínum árgangi sem æfði knattspyrnu þarna í byrjun en það breyttist nokkrum

árum síðar. Þá bættust við menn eins og Magnús Haraldsson, Karl Hermannsson og Rúnar Júlíusson sem urðu fyrstu Íslandsmeistararnir í 4. flokki.“

Íslandsmeistari 15 ára gamall Knattspyrnan vatt smám saman upp á sig og 15 ára lék Hólmbert með meistaraflokki aðeins 15 ára gamall. „Þá stóð til að dæma tap á Keflavík þar sem ég þótti of ungur en Hafsteinn reddaði því. Á þessum tíma var svo lítill mannskapur að það varð að nota alla. Það voru bara Reykjavíkurfélögin sem iðkuðu knattspyrnu og svo skaginn – annað var á byrjunarstigi.“ Hólmbert varð fyrsti Íslandsmeistari í meistaraflokki með Keflavík árið 1964 en þá höfðu þeir leikið í 2. deild í mörg ár. Eftir það ár hætti hann að leika með félaginu vegna meiðsla en hóf að þjálfa yngri flokka. Hann þjálfaði jafnframt í Garðinum og eitt sinn í Njarðvík. Árið 1969 hafði Keflavík verið í fremsta flokki frá 1964 en ekki náð í titla. Þá var Hólmbert beðinn um að taka við liðinu og urðu þeir Íslandsmeistarar það ár. Keflavík vann einnig titilinn 1971 og 1973. Hólmbert var á þessum tíma kominn með fjölskyldu. Eiginkona hans er Dagmar Mar-


Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Jón Björn Sigtryggsson, Sturla Þórðarson, Benedikt Jónsson, Kolbeinn Viðar Jónsson og starfsfólk tannlækningastofunnar Tjarnargötu 2, 230 Keflavík

UMFK-liðið vann Suðurnesjameistaratitilinn 1961. Aftari röð f.v.: Margeir Sigurbjörnsson, Högni Gunnlaugsson, Hafsteinn Guðmundsson, Hólmbert Friðjónsson, Jón Benediktsson og Einar Magnússon. Fremri röð f.v.: Ólafur Marteinsson, Jón Jóhannsson, Kjartan Sigtryggsson, Hörður Guðmundsson og Guðmundur Þórðarson. íusdóttir og eignuðust þau þrjú börn: Friðjón, Ásgerði og Maríus. „Ég starfaði hjá Varnarliðinu í 30 ár ásamt þjálfarastörfum með hléum, bæði í Keflavík og í Reykjavík. Þegar ég var beðinn um að þjálfa KR og Fram í Reykjavík fann ég fljótt hvað það var mikið álag að keyra brautina á milli og oft var ég svo þreyttur að ég keyrði nærri út af. Það endaði því með því að við fluttum í bæinn. Fram varð bikarmeistari 1979 og komust þeir þrisvar sinnum í úrslit, urðu meistarar tvisvar. Þaðan fór ég að þjálfa KR og var þar í þrjú ár. Við komumst þar í Evrópukeppni.“ Hólmbert er Keflvíkingur í hjarta þótt hann hafi ekki getað fylgst mikið með liðinu. „Ég er Keflvíkingur en þegar maður er búinn að vera svo lengi í burtu er allt breytt – þetta eru ekki sömu mennirnir. En þegar ég horfði á Keflavík tapa fyrir Stjörnunni í fyrra 4-0 fór ég bara heim – ég var svo svekktur. Þannig að þetta á sterkar taugar í manni.

Fylgist með barnabarninu – knattspyrnan breytt í dag Aðkoma Hólmberts að knattspyrnunni í dag er í gegnum barnabarnið og alnafna Hólmbert Aron Friðjónsson sem er 19 ára og leikur með landsliðinu. „Ég hef mikið fylgt honum eftir. Hann var

„Fótboltinn er mikið breyttur frá því sem var hér áður fyrr. Þá var lítið hægt að æfa tækni, nema á vorin. Fyrir bragðið voru gæðin ekki eins góð. Í dag er aðstaðan öll önnur, nú er miklu meiri tækni og breiddin er meiri með auknum fjölda iðkenda“ fyrirferðamikill sem ungur drengur og til þess að halda honum við efnið setti ég honum fyrir verkefni í bílskúrnum. Það þróaðist þannig að ég fylgi honum alltaf í dag. Maður sér hvað þetta er orðið breytt núna í samanburði við gamla daga þegar þetta var bölvað bras. Þá höfðum við ekki fjölnota íþróttahús og það var æft úti á veturna eftir áramót. Veðurfarið var erfitt og til að mynda hafði ég alltaf til reiðu þrjú æfingaplön, það fór eftir veðri hvað var notað, við þurftum að vera viðbúnir að breyta því á æfingu. En það var alltaf æft, sama hvernig viðraði – það var mottó. Það var til þess að allir myndu mæta, það kom kannski fyrir einu sinni á vetri að það var ekki

Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

TRÉSMIÐJA

E H F

Iðavöllum 12 • 230 Keflavík Sími 421 4445 • Fax 421 2442

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

ELDVARNIR EHF. Slökkvitækjaþjónusta Suðurnesja

Iðavöllum 3 • 230 Keflavík • Sími 421 4676

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Hólbert og Guðni á góðri stundu.

Jólablað 2011

21


Íslandsmeistarar ÍBK í knattspyrnu 1969. Aftari röð f.v.: Hólmbert Friðjónsson þjálfari, Sigurður Albertsson, Grétar Magnússon, Steinar Jóhannsson, Þorsteinn Ólafsson, Reynir Óska Haraldsson, Hörður Ragnarsson og Hafsteinn Guðmundsson. Fremri röð f.v.: Magnús Torfason, Ástráður, Gunnarsson, Friðrik Ragnarsson, Guðni Kjartansson, Hjörtur Zakaríasson

REYKJANESBÆR

Sendir öllum bæjarbúum hugheilar óskir um gleðileg jól, gott og farsælt nýtt ár

Fastir liðir í safnaðarstarfi Keflavíkurkirkju Sunnudagur

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur

Kl. 8-12 Skrifstofan opin

Kl. 8-12 Skrifstofan opin

Kl. 8-12 Skrifstofan opin

Kl. 8-12 Skrifstofan opin

Kl. 8-12 Skrifstofan opin

Kl. 11 Guðsþjónusta og sunnudagaskóli. Fjölskyldumessur 1. sunnudag í mánuði kl. 18. Samvera með messuþjónum 2 sunnudaga í mánuði Kl. 20 Messa 1. sunnudag í mánuði

Kl. 10-13 Að lifa lífinu!

Kl. 10-13 Að lifa lífinu!

Kl. 10-13 Að lifa lífinu!

Kl. 10-12 Heimsóknir presta á HSS

Athafnir eftir þörfum s.s. útfarir og erfidrykkjur Kl. 16.45 Gospelkór í FS Kl. 14 Vinadeild í KFUM fyrir 16-20 ára og KFUK 1.-3. bekkur

Kl. 10-12 Foreldramorgnar

Kl. 10-12 Opið fyrir umsóknir til Hjálparstarfs kirkjunnar og Velferðarsjóðs Athafnir eftir þörfum s.s. útfarir og erfidrykkjur

Kl. 12-13 Kyrrðarstund í hádegi og súpa

Kl. 16-18 Fermingarfræðsla

Kl. 20 KFUM og KFUK unglingadeild fyrir 1416 ára

17.30 Bænahópur í Kapellu vonarinnar (ÓS) 17. 30 Sóknarnefndarfundur (2. mánudag í mánuði) 19.30 CODA

17.30 KFUK 4.-6. bekkur stelpur

Kl. 17-21 Kóræfing og raddæfingar

17-18.30 Unglingaráð Keflavíkurkirkju

Kl. 18.00 Sorgarhópur

Kl. 20 KFUK 7. og 8. bekkur

Kl. 20.00 Leshópur

Kl. 20 Fermingarfræðsla fullorðinna

Kl. 19-21.30 12 sporin andlegt ferðalag

Kl. 17.30 KFUM 4.-6. bekkur strákar

20.00 KFUM 7. Og 8. bekkur strákar 21.00 AA

22

Jólablað 2011

Athafnir eftir þörfum s.s. útfarir og erfidrykkjur

„Stundum æfðum við á Njarðvíkurvellinum og þá hituðu menn upp með því að hlaupa frá Keflavík í Njarðvík. Karl Hermannsson var seinn fyrir og kom þess vegna á bíl. Svo þegar æfingin var búin hlupu allir heim – og líka Kalli. Hann hafði þá gleymt því að hann kom á bíl og skildi hann eftir. æft, en þá var haldinn fundur inni. Þetta var nauðsynlegt til að halda stöðugleikanum. Fótboltinn er mikið breyttur frá því sem var hér áður fyrr. Þá var lítið hægt að æfa tækni, nema á vorin. Fyrir bragðið voru gæðin ekki eins góð. Í dag er aðstaðan öll önnur, nú er miklu meiri tækni og breiddin er meiri með auknum fjölda iðkenda. Hér áður fyrr höfðu menn hæfileika og bættu smám saman við sig en nú er æft fimm sinnum í viku yfir veturinn. Þetta er því alveg gjörbreytt. Langan tíma yfir veturinn var aðeins hægt að æfa þrek og menn voru oft orðnir ansi leiðir. Þá voru oft búnir til æfingaleikir í snjónum t.d. upp að hnjám. Drullan á malarvellinum tók oft í en styrkleikurinn var sá að menn voru í góðri líkamlegri þjálfun“. Það er þó ljóst að þrátt fyrir erfiðar aðstæður þá hafa menn eitthvað gert rétt á þessum tíma og enn er talað um gullaldarliðið 1973. „Það er besta lið sem Keflavík hefur átt, þar voru allir þeir bestu sem voru úr 1969 liðinu. Keflavík átti um tíma hálft landsliðið. Þeir töpuðu engum leik og voru búnir að spila lengi. Á þessum tíma kom til Keflavíkur þjálfarinn Joe Hooley. Hann innleiddi þrekæfingar sem margir tóku upp en var jafnframt mikill skapmaður. Hann gekk t.d. út af í síðasta leik sem endaði í jafntefli og var ekki viðstaddur þegar bikarinn var afhentur.

Bíllinn fullur af bönunum Hólmbert kann margar skemmtilegar sögur úr fótboltanum frá því í den og deilir hér nokkrum með okkur. „Stundum æfðum við á Njarðvíkurvellinum og þá hituðu menn upp með því að hlaupa frá Keflavík í Njarðvík.


Sími 421 4777

ÔiaWh Ikkhd[i`Wcddkc

]b[_b[]hW`ŒbW

arsson, Karl Hermannsson, Jón Ólafur Jónsson, Magnús n, Vilhjálmur Ketilsson og Einar Gunnarsson. Karl Hermannsson var seinn fyrir og kom þess vegna á bíl. Svo þegar æfingin var búin hlupu allir heim – og líka Kalli. Hann hafði þá gleymt því að hann kom á bíl og skildi hann eftir. Eitt sinn þurfti ég að fara til Reykjavíkur strax eftir æfingu til að horfa á seinni hálfleik hjá liði sem við áttum að keppa við. Þegar ég kom að bílnum gat ég með engu móti opnað hann, þegar ég gerði mig líklegan til þess að brjóta upp bílinn þar sem ég var á mikilli hraðferð tók ég því að bíllinn var fullur af bönunum. Ég áttaði mig þá á því að þetta var ekki bíllinn minn. Eitt sinn þegar ég var að keppa með old boys fékk ég bolta í höfuðið og rotaðist. Ég vissi ekki hvað ég hét en hélt þó áfram að spila en það sem var verra var að ég lék með báðum liðum. Svo var ég sendur upp á spítala. Þessari sögu var síðar breytt og hún hermd upp á Einar Gunnarsson, föður Gunnars Einarssonar fyrverandi leikmanns og fyrirliða Keflavíkur í körfu. Einar hafði líka fengið högg á höfuðið og var vankaður. Þeir sögðu að hann hefði skorað 2-3 mörk – en eitthvað af því hafi verið sjálfsmörk.

En hvað finnst Hólmberti um Keflavíkurliðið í dag og knattspyrnuna almennt? Ég hef kannski ekki fylgst nógu mikið með en við höfum tapað mörgum góðum mönnum og það hafa ekki komið inn sambærilegir menn. Það er mikið af ungum mönnum sem eru ekki tilbúnir en það tekur tíma að byggja þetta upp. Hér áður fyrr fóru menn ekki á milli liða, ef þú gerðir það varst þú föðurlandssvikari. Það er breytt í dag og ég held að það sé af hinu góða. Betri leikmenn færast á færri hendur og þú færð heildsteyptari hóp. Ef þú ert með veikleika í liðinu getur þú keypt þær stöður. Við vorum ekki með eins góð lið hér áður fyrr, þú þurftir að vinna úr því hráefni sem var til staðar. Menn voru ekki endilega að spila þær stöður sem þeir voru bestir í til að hópurinn væri sem bestur. Það var oft erfitt að byggja upp lið út af því. En það var mikil áhersla á sterkan karakter þá, minni á fótboltann sjálfan - og það dugði til að komast í liðið. Í dag er lögð meiri áhersla á tækni og menn þurfa því ekki eins mikið á því að halda.

e]\Whi©bZWh| aecWdZ_|h_

Gjafakort er gjöf sem kemur að gagni

Gjafakort Íslandsbanka virkar eins og önnur greiðslukort, þú velur upphæðina og kortið gildir í verslunum um allan heim og á netinu. Gjafakortið er góð og gagnleg gjöf sem kemur í fallegum umbúðum. Þú færð gjafakort Íslandsbanka í öllum útibúum okkar.

Jólablað 2011

23


Gleðileg jól

farsælt komandi ár, þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða BÓKHALDSÞJÓNUSTAN SÆVAR REYNISSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR

EFNALAUG SUÐURNESJA

Hafnargötu 25 - 230 Reykjanesbæ Hafnargötu 27 - Sími 421 1420

Iðavöllum 11 - 230 Keflavík - Sími 421 1584

Sími 421 3322

Hafnargötu 91 - Sævar Pétursson sími 420 4050

Brautarnesti Hringbraut 93b

Rafverktaki

Guesthouse www.alex.is

VÍSIR

Félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum

Tækniþjónusta SÁ ehf.

stapaprent

Prentþjónusta í 26 ár

Grófin 13c • 230 Reykjanesbær • Sími 421 4388 • Netfang stapaprent@simnet.is

Keflvískir afreksmenn í 80 ár

Jólagjöf

í þ ró t t a m a n n s i n s

Ítarleg umfjöllun um íþróttalífið í Keflavík prýdd fjölda mynda Fáanleg í Félagsheimili Keflavíkur Sunnubraut 34

- Sími 421 3044 & 897 5204

Iðkendur Keflavíkur munu ganga í hús og bjóða bókina til sölu. Takið vel á móti sölufólki okkar, verð aðeins kr 2000,-

24

Jólablað 2011


Sixers Camps farar í Leifsstöð

Æfingabúðir í Sixers Camps

S

íðastliðið sumar fórum við strákarnir í 10. og 11. flokki í vikuferð til Philadelphia fylkis í Bandaríkjunum. Ákveðið hafði verið að fara í æfingabúðir Sixers Camps í Philadelphia og strax um haustið hófst fjáröflun og skipulagning. Við unnum að því allan veturinn að safna fyrir ferðinni með dyggri aðstoð foreldra okkar. Það var svo 15. júlí 2011 sem við lögðum af stað frá Leifsstöð en búðirnar sjálfar byrjuðu þann 16. Tilhlökkunin í hópnum var mikil, enda vorum við búnir að bíða spenntir eftir ferðinni í þó nokkurn tíma. Sixers æfingabúðirnar eru starfræktar í herskóla í áðurnefndu fylki og er allur aðbúnaður ágætur. Við vorum þó svo óheppnir að lenda í því að gista í byggingu þar sem engin loftkæling var. Það var mjög óheppilegt því það var mjög heitt á þessum tíma og þó við séum vön því að hafa hlýtt í húsunum okkar hérna á Íslandi þá var þetta fullmikið! Um morguninn áður en búðirnar sjálfar byrjuðu fengum við að fara í “moll” og kíkja aðeins í búðir (já strákar vilja líka stundum fá að versla) einhverjir voru full ákafir í búðunum þennan fyrsta dag og kláruðu allan peninginn sinn!!! Í búðunum voru strákar og stelpur á aldrinum 13-18 ára. Fyrsta daginn var okkur skipt í lið eftir aldri og getu. Fyrirkomulagið í búðunum var þannig að við spiluðum 2-3 leiki á dag, svo voru æfingar og ýmsir leikir. Keppnisfyrirkomulagið er þannig að liðunum er skipt niður í deildir og öll liðin í hverjum aldursflokki keppa tvisvar sinnum hvort við annað og síðan er úrslitakeppni. Spilað var bæði úti og inni og það var stundum erfitt fyrir okkur Íslendingana að þurfa að spila úti í 40 stiga hita en við þurftum að passa sérstaklega uppá vatnsdrykkjuna. Pétur þjálfari var með okkur allan tímann í búðunum. Hann var að vísu ekkert að þjálfa í þetta skiptið en fylgdist með og var okkur innan handar með ýmislegt eins og sólarvörn og svona þegar mannskapurinn fór að brenna!!! Við skulum ekkert fara neitt nánar útí það. Við þurftum líka að ganga vel um herbergin okkar því á kvöldin var herbergisskoðun. Upphaflega var á dagskránni að 2 NBA leikmenn kæmu í heimsókn en því miður varð ekkert af því vegna kjaradeilu sem þeir stóðu í við NBA. En í staðinn komu skotþjálfarar úr háskólaboltanum.

Strákarnir í New York Í lok búðanna fékk hver og einn okkar mat frá þjálfara þar sem kom fram hverjir styrkleikarnir voru og hvað hver leikmaður gæti bætt í leik sínum. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og við lærðum alveg helling á þessu, það er gaman að fá að spila með strákum sem

eru ólíkir okkur og að fá leiðsögn þjálfara sem þekkja okkur ekkert, sem sjá e.t.v. aðra hluti hjá okkur. En eins og ég sagði var rosalega heitt og hitamet slegin víða á þessum tíma þegar við vorum þarna, loftkælingaleysið stendur því vissulega uppúr sem stór galli. Þegar búðunum lauk fórum við með rútu til New York og þar dvöldum við í 2 nætur. Þá bættust 2 liðsstjórar í hópinn en það voru Gaui Skúla og pabbi hans Mána sem býr í New York. Það var svakalega gaman að koma til New York, við fórum til dæmis á Times Square, fórum út að borða saman og kíktum í búðir. Andinn í hópnum var sérstaklega góður og var ferðin öll einstaklega vel heppnuð og þetta var mikil upplifun fyrir okkur alla. Við erum foreldrum okkar þakklátir sem og öllum sem lögðu hönd á plóginn með einum eða öðrum hætti. F. hönd 10. og 11. flokks karla Aron Ingi Albertsson

Jólagjöfina færðu hjá Fjólu gullsmið

GULLSMIÐUR

HAFNARGATA 21 • 230 REYKJANESBÆ • SÍMI 421 1011 • www. skart.is

Jólablað 2011

25


Annáll unglingaráðs KKDK

Íslands- og bikarmeistarar 2011 í 10. flokki stúlkna

U

ppskeruhátíð barna- og unglingaráðs KKDK fyrir starfsárið 2010-2011 var haldin 12. maí 2011 í Toyotahöllinni við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Fjöldi iðkenda, foreldra, forráðamanna og annarra gesta mætti til hátíðarinnar. Jón Ben Einarsson, formaður unglingaráðs, fór yfir farinn veg og í þessum annál er stiklað á því helsta sem dreif á daga starfsins og þátttakenda í yngri flokka starfinu. Keppnistímabilið 2010-2011 sem nú er að renna sitt skeið á enda er líklega eitt besta keppnistímabilið í sögu deildarinnar. Árangur kvennaflokka félagsins varð sögulegur þegar þeir unnu alla Íslandsmeistaratitla sem í boði voru og fjóra af fimm bikarmeistaratitlum. Árangur drengjaflokkanna var einnig víða ágætur og ljóst að víða leynast efnilegir afreksmenn innan deildarinnar. Fjöldi iðkenda var um 270 og leikir á Íslandsmóti, bikarkeppni og barnamótum skiptu hundruðum.

Það er ávallt við hæfi þegar körfuknattleikstímabilinu lýkur að renna aðeins yfir árangur og stöðu yngri flokka deildarinnar og veita iðkendum félagsins viðurkenningar fyrir

Jólablað 2011

Aðeins varðandi Unglingaráð Við höfum verið um 10 manns sem höfum skipað unglingaráðið í vetur

Silfurhafar í MB 11 ára drengja 2011

Íslandsmeistarar í MB 11 ára stúlkna 2011

26

góða frammistöðu og árangur.

Silfurhafar í 7. flokki drengja 2011

og upp til hópa er um foreldra að ræða sem taka þátt í þessu starfi í 100% sjálfboðavinnu. Hlutverk okkar er að halda þessu gangandi bæði rekstrarlega og félagslega þannig að sómi sé að og skapa okkar iðkendum og þjálfurum eins góða umgjörð og í okkar valdi stendur. Hluti af okkar árlega amstri er að skrá iðkendur og flokka til keppni, ráða hæfa þjálfara, borga laun, borga dómurum, borga þátttökugjöld, innheimta æfingagjöld, kaupa búninga, bolta og fleira, fylla út skýrslur til sérsambanda, skrifa fréttir, skipuleggja fjáraflanir, miðla upplýsingum og taka við kvörtunum svo eitthvað sé nefnt. Stærsta einstaka verkefni barnaog unglingaráðs á hverju tímabili er framkvæmd Nettómótsins sem við höldum ávallt í góðu samstarfi við UMFN og er stærsta körfuboltamót sem haldið er á Íslandi ár hvert. Þetta mót halda félögin síðan í góðri samvinnu við stærstu bakhjarla mótsins sem eru Reykjanesbær og Samkaup. Auðvitað koma síðan fjölmörg önnur fyrirtæki að þessu með dýrmætum stuðningi og velvilja við okkur. Mótið hefur stækkað hratt á undanförnum tveimur árum og aldrei verið stærra en þegar við héldum 21. mótið á jafnmörgum árum. 1.200 þátttakendur - 24 félög - 188 keppnislið - 447 leikir - 5 íþróttahús 13 vellir - 10 bíósýningar - 430 pizzur - 1000 næturgestir á 7 stöðum Á Ljósanótt höfum við einnig tekið þátt í fjáröflun s.l. þrjú ár með UMFN og mun það samstarf halda áfram, en þessi sameiginlegu verkefni vinnum við undir nafninu KarfaN sem er sameiginlegt fjáröflunar- og hagsmunafélag barna- og unglingaráða Körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur. Barna- og unglingaráð hefur einnig séð um miðasölu og veitingasölu á heimaleikjum meistaraflokks karla og kvenna og hefur það starf verið ánægjulegt og myndað mikla samheldni og stemmningu innan raða unglingaráðs þó vissulega hafi það aukið álagið. Meðal nýunga s.l. tímabil voru


Íslandsmeistarar í 7. flokki stúlkna 2011

8. flokkur drengja 2011

Íslandsmeistarar í 8. flokki stúlkna 2011

Íslands- og bikarmeistarar í stúlkaflokki 2011

morgunæfingar sem við buðum uppá fyrir áhugasama iðkendur í 8. bekk og eldri, tvisar í viku og stjórnaði Einar Einarsson, yfirþjálfari unglingaráðs, æfingunum. Voru þær vel sóttar og nokkuð ljóst að framhald mun verða á þessum valkosti næsta vetur. Þegar þessi pistill var ritaður í maí sl. í tengslum við uppskeruhátíðina þá var starfinu ekki lokið þar sem 7. flokkur og eldri munu æfa út maímánuð. Sumardagskrá barna og unglingastarfsins hefur ekki verið endanlega ákveðin en þó liggur fyrir að afrekshópur úr 8.-10. bekk mun verða valinn og gefinn kostur á að æfa körfubolta frá 9-12 á morgnanna samhliða Vinnuskólanum. Öðrum iðkendum á þessum aldri og eldri iðkendur geta einnig sótt þessar æfingar, eigi þeir þess kost. Einnig liggur fyrir að æfingar fyrir 5. 6. og 7. bekk verði á dagskrá og er stefnt að því að æfa þrisvar í viku. 9. 10. og 11. flokkur drengja, samtals 14 drengir, eru að fara í Sixers Camps í USA í júlí. Við í unglingaráði viljum færa öllum þeim þjálfurum sem störfuðu fyrir félagið í vetur okkar bestu þakkir fyrir tímabilið auk þess sem allir þeir áhugasömu foreldrar sem lögðu hönd á plóginn með ýmsum hætti fá miklar þakkir.

Keppnistímabilið 2010-2011

Íslandsmót 2010-2011

Minnibolti 11 ára stúlkna

Það er ávallt við hæfi þegar körfuknattleikstímabilinu lýkur að renna aðeins yfir árangur og stöðu yngri flokka deildarinnar og veita iðkendum félagsins viðurkenningar fyrir góða frammistöðu og árangur. Alls sendi unglingaráð KKDK 15 lið til keppni á Íslandsmótinu í ár og 9 lið í bikarkeppni yngri flokka og sendi félagið líkt og áður lið til keppni í öllum aldursflokkum.

Í mb 11 ára (6.b) 7. og 8. bekk er keppt í fjórum umferðum, eða fjórum helgarmótum þar sem fjórða umferð er A-liða úrslitamót þar sem efsta lið verður Íslandsmeistari. Þau mót eru haldin á heimavelli þess liðs sem bestum árangri hefur náð í fyrstu þremur umferðunum.

Hófu leik í A-riðli og héldu sér þar á toppnum allt tímabilið. Fóru ósigraðar í gegnum mótið og urðu Ísandsmeistarar með glæsibrag. Stelpurnar kepptu einnig á Nettómótinu, Eymundssonmóti KR, Hópbílamóti Fjölnis og Actavismóti Hauka. Þjálfari Björn Einarsson

Krakkar í 1. – 5. bekk keppa ekki á Íslandsmóti en þau hafa verið dugleg við að sækja önnur mót sem í boði eru fyrir þennan aldurshóp. Flest fóru þau á Eymundssonmót KR, Hópbílamót Fjölnis, Jólamót ÍR, Actavismót Hauka, Póstmót Breiðabliks og að sjálfsögðu lét enginn sig náttúrulega vanta á Nettómótið sem er mót mótanna.

Þjálfarar í 1. til 5. bekk voru 1.-4. bekkur stúlkna – Helena Jónsdóttir 1.-2. bekkur drengja – Elentínus Margeirsson 3.-4. bekkur drengja – Gunnar Stefánsson 5.-bekkur stúlkna – Björn Einarsson 5.-bekkur drengja – Björn Einarsson

Minnibolti 11 ára drengja Hófu leik í A-riðli en náðu að hanga uppi með einum vinnusigri. Í annari umferð sýndu þeir miklar framfarir og unnu 3 leiki af 4 sem þeir léku eftir í 3. umferð. Í lokaumferðinni héldu þeir uppteknum hætti og enduðu Íslandsmótið með silfurverðlaunum sem verður að teljast frábær árangur og eru drengirnir klárlega búnir að stimpla sig inn sem annað af tveimur bestu liðunum í þessum árgangi. Strákarnir kepptu einnig á Nettómótinu, Eymundssonmóti KR, Hópbílamóti Fjölnis og Actavismóti Hauka. Þjálfari Björn Einarsson. Mestar framfarir: Þorbjörn Arnmundsson Besti varnarmaðurinn: Ingimundur Guðnason Besti leikmaðurinn: Stefan Ljubicic

Mestar framfarir: Birta Rós Davíðsdóttir Besti varnarmaðurinn: Elsa Albertsdóttir Besti leikmaðurinn: Katla Rún Garðarsdóttir

7. flokkur drengja Hófu leik í A-riðli og léku þar allt tímabilið og sýndu góðar framfarir. Voru yfirleitt um miðjan riðilinn þar til í lokaumferðinni að þeir fóru á kostum og höfnuðu í öðru sæti og tryggðu sér silfurverðlaunin á Íslandsmótinu. Þjálfari var Gunnar Stefánsson og honum til aðstoðar Guðmundur Skúlason. Mestar framfarir: Sigurður Guðlaugsson Besti varnarmaðurinn: Brynjar Bergmann Björnsson Besti leikmaðurinn: Arnór Ingi Ingvason

Jólablað 2011

27


7. flokkur stúlkna Hófu leik í A-riðli og áttu glæsilegt tímabil. Töpuðu ekki leik og urðu verðskuldaðir Íslandsmeistarar í sínum flokki. Þjálfari stúlknanna í vetur var Jón Guðmundsson Mestar framfarir: Emelía Ósk Gunnarsdóttir Besti varnarmaðurinn: Elfa Falsdóttir Besti leikmaðurinn: Thelma Dís Ágústsdóttir

8. flokkur drengja

9. flokkur drengja 2011

Hófu leik í A-riðli og höfnuðu í fjórða sæti, unnu einn og töpuðu þremur. Í annari umferð töpuðu þeir öllum leikjunum, flestum frekar naumlega og féllu niður í B-riðil. Í 3. og 4.umferð voru þeir hársbreidd frá því að komast upp, unnu tvo og töpuðu einum þannig að þeir þurfa að hefja næstu leiktíð í B-riðli. Þjálfari var Guðbrandur Stefánsson Mestar framfarir: Kristinn Rafn Sveinsson Besti varnarmaðurinn: Benedikt Jónsson Besti leikmaðurinn: Sigurþór Ingi Sigurþórsson

8. flokkur stúlkna

Íslands- og bikarmeistarar í 9. flokki stúlkna 2011

Hófu leik í A-riðli og höfðu mikla yfirburði í sínum aldursflokki á tímabilinu. Töpuðu ekki leik og urðu Íslandsmeistarar í sínum flokki með miklum glæsibrag. Þjálfari stúlknanna í vetur var Jón Guðmundsson Mestar framfarir: Nína Karen Víðisdóttir Besti varnarmaðurinn: Irena Sól Jónsdóttir Besti leikmaðurinn: Kristrún Björgvinsdóttir

11. flokkur drengja 2011

Í 9. flokki og eldri (þ.e.a.s. fyrir utan drengja- og unglingaflokki þar sem keppt er í deildarkeppni) er einnig keppt í fjórum umferðum, eða fjórum helgarmótum þar sem fjórða umferðin er haldin á heimavelli þess liðs sem bestum árangri hefur náð í fyrstu þremur umferðunum. Fjögur efstu liðin í þeirri umferð komast síðan í undanúrslit og sigurvegarar þar leika til úrslita. Þessir leikir eru leiknir á tveimur helgarmótum sem KKÍ heldur í lok leiktíðar og er umgjörð og stemmning þessara móta jafnan stórglæsileg. Úrslitahelgarnar í ár voru leiknar í Laugardalshöll í umsjón Fjölnis. Bikarúrslit yngri flokka voru síðan leikin á Ásvöllum í Hafnarfirði í umsjón Hauka, en einungis 9. flokkur og eldri eru gjaldgeng í bikarkeppnina.

9. flokkur drengja

Íslandsmeistarar í unglingaflokki kvenna 2011

28

Jólablað 2011

Er fámennasti flokkurinn hjá okkur en þeir hafa æft með 10. og 11. flokki í vetur og hafa strákarnir í 8. flokki jafnframt fyllt upp í eyðurnar í leikjunum. Þeir hófu leik í B-riðli og léku

þar í 1.-3. umferð en þá féllu þeir í C-riðil og voru hársbreidd frá því að komast aftur upp í B –riðil í 4. og síðustu umferð. Í bikarkeppni yngri flokka töpuðu þeir naumlega fyrir liði Fjölnis á útivelli í 1.umferð. Drengirnir æfðu í vetur með 10. og 11. flokki hjá Pétri Guðmundssyni en Guðbrandur Stefánsson stýrði 9. flokki í mótum. Mestar framfarir: Sindri Kristinn Ólafsson Besti varnarmaðurinn: Birkir Örn Skúlason Besti leikmaðurinn: Kumasi Máni Hodge-Carr

9. flokkur stúlkna Hófu leik í A-riðli og áttu frábært tímabil þar sem þær töpuðu ekki leik og urðu Íslands- og bikarmeistarar með miklum yfirburðum í sínum flokki. Fjórar stúlkur úr þessum flokki voru valdar til að keppa með U15 á Copenhagen Invitational í Danmörku í sumar en þetta eu þær: Bríet Sif Hinriksdótti, Helena Ósk Árnadóttir, Sandra Lind Þrastardóttir og Sara Rún Hinriksdóttir. Einnig voru þær Sandra og Sara valdar til að keppa með U16 á Norðurlandamóti yngri landsliða sem fram fór í Solna í Svíþjóð 1.-5. júní. Þjálfari stúlknanna í vetur var Jón Guðmundsson Mestar framfarir: Helena Óska Árnadóttir Besti leikmaðurinn: Sandra Lind Þrastardóttir Besti leikmaðurinn: Sara Rún Hinriksdóttir

10. flokkur karla Hófu leik í B-riðli og léku þar fyrstu 2 umferðinar. Léku síðan 3. umferðina í C-riðli en unnu sig strax upp aftur og enduðu mótið í B-riðli. Í bikarkeppni yngri flokka töpuðu þeir naumlega fyrir KRb á útivelli í 1.umf. Einn leikmaður flokksins var valinn í æfingahóp U-16 ára landsliðs karla en það var Aron Freyr Kristjánsson. Þjálfari drengjanna í vetur var Pétur Guðmundsson Mestar framfarir: Skapti Ben Jónsson Besti varnarmaðurinn: Aron Ingi Albertsson Besti leikmaðurinn: Aron Freyr Kristjánsson

10. flokkur kvenna Hófu leik í A-riðli og áttu frábært tímabil þar sem þær töpuðu ekki leik og urðu Íslands- og bikarmeistarar með nokkrum yfirburðum í sínum flokki. Þrjár stúlkur úr þessum flokki voru valdar til að keppa með U16 á Norðurlandamóti yngri landsliða sem fer fram í Solna í Svíþjóð 1.-5. júní: Ingunn Embla Kristínardóttir,


Katrín Fríða Jóhannsdóttir og Telma Hrund Tryggvadóttir. Þjálfari stúlknanna í vetur var Jón Guðmundsson Mestu framfarir: Thelma Hrund Tryggvadóttir Besti varnarmaðurinn: Ingunn Embla Kristínardóttir Besti leikmaðurinn: Ingunn Embla Kristínardóttir

11. flokkur karla Hófu leik í B-riðli og léku þar fyrstu 2 umferðinar. Léku síðan 3. umferðina í C-riðli en unnu sig strax upp aftur og enduðu mótið í B-riðli. Það eru fáir strákar á réttum aldri í þessum flokki og því keppa margir úr í 10. flokki með þeim og líka tveir úr 9. flokki. Í bikarkeppni yngri flokka töpuðu þeir gegn Þór Þorl./Hamri á útivelli í fyrstu umferð. Þjálfari drengjanna í vetur var Pétur Guðmundsson Mestu framfarir: Jóhann Blöndal Besti varnarmaðurinn: Aron Ingi Albertsson Besti leikmaðurinn: Atli Freyr Ásbjörnsson

Stúlknaflokkur Er skipaður stúlkum úr ´93 og ´94

árgangnum og auk þess voru nokkrar yngri stelpur sem komu við sögu á köflum í vetur. Hófu leik í A-riðli og urðu í 2. sæti í 1. umferð, unnu þrjá og töpuðu einum. Í 2., 3. og 4. umferð unnu þær alla sína leiki nokkuð sannfærandi. Í undanúrslitum mættu þær liði Vals og sigruðu örugglega. Í úrslitaleiknum mættu þær síðan liði UMFN og höfðu sömuleiðis öruggan sigur og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Í bikarkeppninni fóru stelpurnar sömuleiðis alla leið og tryggðu sér titilinn örugglega eftir sigur á Haukum í úrslitaleik. Fimm stúlkur úr þessum flokki voru valdar til að keppa með U18 á Norðurlandamóti yngri landsliða sem fer fram í Solna í Svíþjóð 1.-5. júní: Anita Eva Viðarsdóttir, Arný Sif Gestsdóttir, Eva Rós Guðmundsdóttir, Lovísa Falsdóttir, og Telma Lind Ásgeirsdóttir.

Unglingaflokkur kvenna Í unglingaflokki stúlkna var leikið í einni 5 liða deild og unnu stelpurnar 4 leiki og töpuðu 4 sem skilaði þeim 3. sæti. Í undanúrslitum léku þær gegn Haukum sem urðu í 2. sæti og sigruðu með einu stigi 54-53. Í úrslitum léku þær gegn ósigruðu liði Snæfells og unnu frábæran sigur á lokasekúndu leiksins og tryggðu sér

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

þar með Íslandsmeistaraitilinn. Í bikarkeppninni fóru þær alla leið í úrslit en töpuðu þar fyrir Snæfelli. Falur Harðarson stýrði liði stúlknaog unglingaflokks í vetur og honum til aðstoðar var Jón Halldór Eðvaldsson. Mestu framfarir: Aníta Eva Viðarsdóttir Besti varnarmaðurinn: Lovísa Falsdóttir Besti leikmaðurinn: Eva Rós Guðmundsdóttir

Drengjaflokkur Í drengjaflokki var leikið í tveimur fjölmennum og öflugum riðlum og lék Keflavík í A-riðli. Þeir léku 14 leiki, unnu 10 og töpuðu 4 og höfnuðu í 2. sæti riðilsins. Í 8 liða úrslitum léku þeir á heimavelli gegn 3. efsta liði B-riðils, Haukum og unnu sigur eftir framlengdan leik. Í undanúrslitum léku þeir gegn sigurvegurum B-riðils, KR en og þurftu að játa sig sigraða eftir jafnan og stórskemmtilegan leik. Drengirnir enduðu því í 3.-4. sæti á Íslandsmótinu af 17 liðum. Í bikarkeppni yngri flokka töpuðu þeir gegn Þór Þorl./Hamri á heimavelli í fyrstu umferð.

an að sækja en þar voru í raun sömu drengjaflokkspiltar sem léku fyrir hönd flokksins með einn til tvo pilta á réttum aldri að auki þegar best lét. Leikið var í einni 8 liða sterkri deild og höfnuðu drengirnir í neðsta sæti með 3 sigra og 11 tapaða leiki. Í bikarkeppninni féllu drengirnir út í 2. umferð á útivelli þegar þeir lágu fyrir sameiginlegu liði Hamars/ Þórs Þ. með þremur stigum en þeir drengir náðu í undanúrslit. Einar Einarsson, yfirþjálfari unglingaráðs, stýrði liði drengja- og unglingaflokks í vetur Mestu framfarir: Kristján Tómasson Besti varnarmaðurinn: Ragnar Gerald Albertsson Besti leikmaðurinn: Sævar Freyr Eyjólfsson Barna- og unglingaráð sendir öllum körfuboltaunnendum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Áfram Keflavík. Fyrir hönd unglingaráðs. Skúli Jónsson, ritari.

Unglingaflokkur karla Unglingaflokkur átti nokkuð á bratt-

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Óskum Suðurnesjabúum gleðilegra jóla og farsælldar á komandi ári.

Þökkum viðskiptin á líðandi ári.

Viðskiptalausnir Smiðjuvöllum 6 • 230 Keflavík • Sími 421 3500 • www.bilasp.is

Hólmgarði2c • 230 Keflavík • Sími 420 9000

Jólablað 2011

29


Fimleikadeild Keflavíkur:

Við erum á hraðri uppleið - viðtal við Ardalan Nik Sima

V

ið tókum yfirþjálfararnn Ardalan Nik Sima sem oftast er kallaður Nik að tali. Nik hefur nýlega gengið til liðs við fimleikadeild Keflavíkur og því við hæfi af spyrja hann nokkrar spurninga og fá hans álit á starfi deildarinnar. Nik hefur dvalist á Íslandi í fjögur ár og kemur upphaflega frá Nýja Sjálandi. Nik segir okkur að hann sé búinn að vera viðloðinn fimleika í rúma tvo áratugi, hann hafi sjálfur æft í um 23 ár og hafi þjálfað aðra í 22 ár, að mestum hluta til drengi. En hvernig finnst Nik fimleikamenningin vera á Íslandi? “Hún fer vaxandi, þegar ég kom fyrst til Íslands var ekki mikill áhugi á fimleikum, en það hefur breyst mikið. Ég myndi vilja að fjölmiðlar myndu sýna og fjalla meira um fimleika. Ekki bara í fréttum heldur sýna frá heilu mótunum, þá myndi almenningur fá meiri innsýn í íþróttina. Gaman væri líka ef að sýnt væri frá strákamótum, það myndi fá fleiri stráka til að koma og prófa íþróttina” segir Nik. En hvernig eru íslenskir fimleikaiðkendur að standa sig í samanburði við önnur börn í Evrópu? Ég myndi segja að íslenskir krakkar eru komast á svipaðan stað og aðrir krakkar í Evrópu. Hvernig finnst þér strákahóparnir okkar vera? “Þeir eru mjög góðir en ég myndi vilja fá fleiri stráka inn í félagið á öllum aldri. Einnig ætlum við að reyna að hafa fyrsta æfingamótið fyrir strákana áður en þessu tímabili lýkur. Við þurfum að fá stráka frá öðrum félögum til okkar svo að okkar drengir sjái hvernig rútínan er fyrir keppni. Einnig hef ég í framtíðinni áhuga á að senda drengi á sérstaka ólympíuleika fyrir krakka með skerta líkamlega færni. Nik bætir við að hann hefur einnig mikinn áhuga

0

Jólablað 2011

Ardalan Nik Sima yfirþjálfari

Guðjón Guðjónsson ásamt Ásdísi Jóhannesdóttur.

á því að fá fötluð börn í deildina okkar. Ég hef mikla reynslu í því að þjálfa slíka hópa. Hvernig er staðan hjá hópunum okkar í dag í samanburði við önnur félög? Við erum á hraðri uppleið, aðeins vantar herslumuninn í að við verðum jafnvíg stóru félögunum í Reykjavík. Okkur gekk mjög vel á Fsí mótinu sem haldið var á Akureyri helgina 4. – 6. nóvember. Hvernig finnst þér aðstaðan vera hjá okkur? Hún er fín en það er alltaf hægt að bæta við meiru, sérstaklega litlum áhöldum og alls kyns hlutum sem eru heimatilbúnir. Þess vegna er mjög mikilvægt að fá fyrirtækin í bænum sem og foreldra, stjórnarmenn og þjálfara í lið með deildinni. Það myndi vera mjög vel þegið ef að fólk myndi vilja gefa tíma sinn og aðstoða okkur við að búa til alls kyns áhöld. Einnig ef að fyrirtæki gætu gefið t.d. timbur og fleira. Ef að einhverjir foreldrar eru handlagnir er hjálp þeirra vel þegin ef að þeir vildu gefa tíma sinn til að aðstoða okkur. Öll þessu litlu tæki bæta þjálfunina svo um munar. Ég vil koma þakklæti til Plastgerðar Suðurnesja sem að útbjuggu kassa fyrir okkur sem kemur að góðum notum í þjálfuninni. Ef að einhverjir foreldrar hafa mikinn áhuga á fimleikaþjálfun mega þeir endilega koma og hjálpa í salnum og fá kennslu í því að kenna fimleika. Einnig geta foreldrar farið á dómaranámsskeið og dæmt fyrir deildina. Mér líkar mjög vel hér í Keflavík. Allir eru mjög almennilegir, framkvæmdarstjórinn, þjálfarar, stjórnin og börnin. Hér er mjög gott andrúmsloft og gaman að vera í vinnunni segir Nik að lokum.


Thelma Hrund Helgadóttir

Crystal Sandy Sigurbjörnsdóttir

Ásdís Jóhannesdóttir

Aldur: 14 ára Hvað ertu búin að æfa fimleika lengi? 9 ár Í hvaða þrepi ertu? 3. þrepi Hvað finnst þér skemmtilegast í fimleikum? Vera með vinkonum og vera í fimleikum því ég elska fimleika. Hvað er erfiðast í fimleikum? Risi.

Aldur: 6 ára Hvað finnst þér skemmtilegast í fimleikum? Gera handahlaup. Hvað finnst þér erfiðast í fimleikum? Fara í splitt og setja magann niður.

Aldur: 7 ára Hvað ertu búin að æfa fimleika lengi? 1 ár Hvað finnst þér skemmtilegast í fimleikum? Flikk flakk. Hvað finnst þér erfiðast í fimleikum? Splitt.

Magnea Guðný Stefánsdóttir

Bergrún Una Gunnarsdóttir

Einar Sæþór Ólafsson

Aldur : 15 ára Hvað ertu búin að æfa fimleika lengi? 6 ár Hvað finnst þér skemmtilegast í fimleikum? Þrekið. Hvað finnst þér erfiðast í fimleikum? Litla trampólínið.

Aldur: 9 ára Hvað ertu búin að æfa lengi fimleika? Þetta er 5. árið mitt. Hvað finnst þér skemmtilegast í fimleikum? Gólf og tvíslá. Hvað finnst þér erfiðast í fimleikum? Jafnvægisslá.

Aldur: 10 ára Hvað ertu búinn að æfa fimleika lengi? 3 ár Hvað er skemmtilegast í fimleikum? Handstaða. Hvað er erfiðast í fimleikum? Handstöðu-kollhnís

Viðtal við Heiðbrá Björnsdóttur Í hverju felst starfið þitt hjá deildinni: Ég gegni stöðu framkvæmdastjóra og í því felst stýring og skipulag á daglegum rekstri deildarinnar. Hvað eru margir iðkendur hjá deildinni: Iðkendur eru rúmlega fimmhundruð sem telst nokkuð gott í þessari íþróttagrein miðað við stærð bæjarfélagsins. Hvaða nýjungar eru í gangi núna: Við erum mjög ánægð með að vera loksins búin að efla áhaldafimleika fyrir drengi. Það starf gengur mjög vel og eigum við efnilega drengi sem eru góðum höndum hjá Ardalan Nik nýja yfirþjálfaranum okkar.

Hvað er vinsælast: Áhaldafimleikar hafa verið vinsælastir hjá okkur í gegnum tíðina, einnig hefur parkour unnið vel á hjá eldri drengjum. Krakkafimleikar (fyrir börn 2-4 ára) hafa verið vel sóttir og eiga alltaf sérstakan sess hjá okkur á laugardagsmorgnum. Hvernig er okkar krökkum að ganga á mótum núna: Á síðasta móti sem haldið var á Akureyri helgina 4.-6. nóvember komust 6 stúlkur á verðlaunapall og hækkuðu sig um eitt þrep en einnig skal taka það fram að allir iðkendur stóðu sig með prýði og eiga þær allar hrós skilið.

Jólablað 2011

1


Keflavíkurstúlkur Íslandsmeistarar 2011

Körfuknattleikur:

Meistaraflokkur karla og kvenna Lengjubikarinn Það er óhætt að segja að Keflvíkingar hafi verið orðnir þyrstir í titil hjá körfuboltafólkinu fyrir leiktíðina, enda ekki dottið titill í hús frá árinu 2008. Lengjubikarinn var forveri tímabilsins og tókst karlaliði Keflavíkur að misstíga sig gegn sprækum KR-ingum í undanúrslitum. Keflavíkurstúlkur voru hins vegar miklu grimmari með Jackie Adamshick í fararbroddi, en hún verður að teljast ein af þeim bestu sem komið hafa í kvennalið Keflavíkur fyrr og síðar. Stelpurnar skelltu sér alla leið í úrslitin og sigruðu þar KR-stúlkur með yfirburðum, en lokatölur leiksins voru 70-101 fyrir Keflavík. Fyrsti titillinn var dottinn í hús, en sýningin var langt í frá að vera búin!

Powerade bikarinn Karlalið Keflavíkur náði svo sannarlega ekki settu markmiði í Powerade bikarnum, en liðið féll úr keppni í 16-liða úrslitum gegn Tindastól. Kvennaliðið bar þó heiður klúbbsins alla leið inn í Laugardalshöllina, þar sem þær mættu KR-stúlkum í úrslitaleik. Keflavík sigraði þann leik með glæsibrag 62-72 og 12. bikarmeistaratitill kvennaliðs Keflavíkur var mættur í hús. Þess má geta að þetta var einnig fyrsti bikarmeistaratitill kvennaliðs Keflavíkur undir stjórn Jóns Halldórs Eðvaldssonar, en hann hafði tvívegis áður komið kvennaliðinu í úrslitaleik bikarsins. Þá var þetta fyrsti bikarmeistaratitill kvennaliðs Keflavíkur frá árinu 2004 og langþráð bið loks á enda.

Iceland Express deildin Karlalið Keflavíkur hafði fengið útlending að nafni Valentino Maxwell fyrir leiktíðina. Kappinn varð þó fyrir því óláni að meiðast í fyrstu leikjum mótsins. Nú voru góð ráð dýr. Átti að senda hann heim, eða leyfa honum að jafna sig á meiðslunum og vonast til að hann yrði algjör gullmoli? Seinni ákvörðunin var tekin, en þó reyndist kappinn í besti falli

2

Jólablað 2011

Jón Norðdal fór í 500 leiki í vetur glópagull og var sendur heim með jólavélinni. Lazar Trifunovic hafði komið inn í október einnig sem liðsstyrkur hjá karlaliðinu, en hann reyndist gríðarlega öflugur leikmaður. Hann lenti einnig í meiðslum eftir nokkra mánaða dvöl og sneri heim á leið daufur í dampinn. Thomas Sanders og Andrija Ciric kláruðu báðir tímabilið með Keflavík og skiluðu sínu hlutverki vel. Strákarnir fengu ÍR-inga í 8-liða úrslitum og má með sanni segja að taugarnar hafi verið þandar hjá áhorfendum í þeirri rimmu. Oddaleikur var háður í Toyota Höllinni, þar sem Keflvíkingar voru 10 stigum undir og einungis rúmar 3 mínútur eftir af leiknum. Keflavíkurseiglan hélt þó áfram í liðinu og Thomas Sanders jafnaði leikinn þegar 2 sekúndur voru eftir. Keflvíkingar sigruðu svo í framlengingu og áhorfendur gengu skjálfandi út

úr húsinu. Næst voru það KR-ingar í 4-liða úrslitum, en margir töldu það einvígi vera það sanna úrslitaeinvígi þetta tímabil. KR-ingum tókst að leiða einvígið 2-0, en Keflvíkingar voru ekki á því að fara í sumarfrí. Þeir jöfnuðu einvígið í tveimur háspennuleikjum og bruddu áhorfendur róandi pillur taktfast í stúkunni. Oddaleikur var svo háður í DHL Höllinni þar sem KR-ingar sigruðu nokkuð örugglega, en ekki fyrr en Thomas Sanders hafði gefið Brynjari Birni ókeypis flugferð með Iceland Express upp í stúku og stuggað við Simma dómara. Sögur segja að hann hafi frétt af launakröfu dómara fyrir næsta tímabil og ákveðið að sýna stuðning í verki - án árangurs því miður. Þar með lauk keppni karlaliðs Keflavíkur á tímabilinu og lyfjafyrirtæki voru sérstaklega þakklát fyrir einvígið, þar sem sala á sprengitöflum rauk upp í sölubásum Keflavíkur og í Vesturbænum. Kvennalið Keflavíkur mætti KR-stúlkum í 4liða úrslitum og höfðu þær sigur í einvíginu 3-1. Í ljós kom að Jacqueline Adamshick var ristarbrotin og hún myndi ekki leika meira með Keflavík á tímabilinu. Sannkölluð blóðtaka fyrir liðið, enda var Jackie búin að vera algjör drifkraftur í liðinu út tímabilið. Það mál var þó mildað nokkuð snarlega með komu Lisu Karcic, en hún kom beinustu leið frá Finnlandi. Eftir 4-liða úrslitin tók einstaklega falleg stund við, en það var ljóst að kvennalið Keflavíkur og Njarðvíkur myndu mætast í úrslitaeinvíginu. Sverrir Þór hafði komið sem stormsveipur í herbúðir Njarðvíkurstúlkna og kennt þeim allt sem hann lærði í Keflavík. Þær sigruðu Hamarsstúlkur í 4-liða úrslitum og sannkölluð nágrannarimma tók við. Margir spámenn höfðu þó ekki mikla trú á Njarðvík í úrslitunum, en í fyrsta leik sannaði það sig að vanmeta ekki andstæðinginn. Njarðvík leiddi leikinn með einu stigi þegar innan við 10 sekúndur voru eftir af leiknum. Keflavík tók innkast og hrökklaðist boltinn í hendurnar á Lisu Karcic sem skoraði flautukörfu og tryggði


Keflavíkurliðinu sigur. Næstu tvö einvígi voru þó ekki jafn spennandi, en þó sigruðu Keflavíkurstúlkur ekki með miklum mun. Gríðarleg stemming var í Toyota Höllinni í 3ja leiknum og mikil fagnaðarlæti brutust út þegar stelpurnar höfðu unnið sinn 14. Íslandsmeistaratitil. Bikarinn var svo borinn út á Meistarasvalirnar og mikil flugeldasýning var haldin í kjölfarið.

Jón Norðdal Hafsteinsson - 500 leikir Jón Norðdal Hafsteinsson spilaði sinn 500. leik með Keflavík í janúar á þessu ári. Hann hefur leikið með Keflavík frá árinu 1997 og átt farsælan feril með klúbbnum. Hann hefur unnið 4 Íslandsmeistaratitla og 2 bikarmeistaratitla. Glæsilegur árangur hjá flottum leikmanni.

Samsæti Aðalstjórn Keflavíkur bauð til samsætis til heiðurs Íslandsmeisturum kvenna í körfuknattleik þann 19. maí. Þarna var verið að heiðra alla kvennaflokka, en þeim hafði tekist eitthvað sem mörgum hafði aldrei hugsast; að verða Íslandsmeistarar í öllum flokkum, frá minnibolta upp í meistaraflokk. Einnig urðu þær bikarmeistarar í öllum flokkum nema einum. Mörg orð hafa fallið um þennan árangur og hafði Árni Sigfússon það á orði að þetta væri sennilega heimsmet. Sannarlega glæsilegur árangur þarna á ferð og eitthvað sem verður ekki endurtekið - nema þá af Keflavík. Fyrstu Íslandsmeistarar Keflavíkur í körfuknattleik kvenna í efsta flokki 1988 voru heiðursgestir. Jón Kr. Gíslason sem var þjálfari 88 liðsins og Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari meistaraflokks kvenna voru sæmdir heiðurssilfurmerki félagsins. Dorrit Moussaieff heiðraði alla með nærveru sinni og lék á alls oddi, eins og henni er lagið.

Lokahóf Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var haldið 20. apríl. Eftirfarandi leikmenn hlutu verðlaun fyrir tímabilið 2010-2011: Kvennalið Keflavíkur: Mestu framfarir: Ingibjörg Jakobsdóttir Besti varnarmaðurinn: Pálína Gunnlaugsdóttir Besti leikmaðurinn: Pálína Gunnlaugsdóttir Karlalið Keflavíkur: Mestu framfarir: Kristján Tómasson Besti varnarmaðurinn: Hörður Axel Vilhjálmsson Besti leikmaðurinn: Sigurður Gunnar Þorsteinsson Dugnaðarforkur Keflavíkur 2010-2011: Birna Valgarðsdóttir Úrvalslið Keflavíkur 2010-2011: Bryndís Guðmundsdóttir Birna Valgarðsdóttir Pálína Gunnlaugsdóttir Hörður Axel Vilhjálmsson Sigurður Gunnar Þorsteinsson

Keflavíkurstúlkur Lengjubikarmeistarar 2011

Gunnar Einarsson hættir Gunnar Einarsson ákvað í sumar að segja skilið við körfuknattleik en hann hefur átt gríðarlega langan og farsælan feril með Keflvíkingum. Gunnar sem er 34 ára er leikjahæsti leikmaður Keflavíkur frá upphafi með rúmlega 800 leiki að baki og hann hefur lyft 21 titli með liðinu, þ. á. m. sex Íslandsmeistaratitlum og þremur bikarmeistaratitlum. Gunnar á einnig að baki 27 landsleiki og verður vafalaust sjónarsviptir af þessum mikla baráttujaxli úr íslenskum körfubolta. Við þökkum Gunnari fyrir öll þau ár sem hann hefur spilað fyrir okkur og það verður mikill söknuður af þessum skemmtilega leikmanni.

Blóðtaka Keflavíkurliðsins Fyrir utan þá staðreynd að Gunnar Einarsson lagði skóna á hilluna frægu, þá varð Keflavík eflaust fyrir einni mestu blóðtöku sem liðið hefur staðið frammi fyrir. Hörður Axel Vilhjálmsson hélt til Þýskalands í atvinnumennsku. Sigurður Gunnar Þorsteinsson skellti sér til Grindavíkur. Þröstur Leó Jóhannsson flutti búferlum og spilar nú með Tindastól. Jón Norðdal Hafsteinsson hefur ákveðið að hvíla sig eilítið, en ekki eru allir sammála um hve löng sú hvíld verður! Bryndís Guðmundsdóttir ákvað að spila með KR á núverandi tímabili. Þar að auki ákvað Guðjón Skúlason að segja skilið við þjálfun á meistaraflokki karla og Jón Halldór Eðvaldsson ákvað að hætta með kvennaliðið. Gríðarlegur missir fyrir klúbbinn en við verðum að líta fram á veginn og horfa á björtu hliðarnar.

Gunnar Einarsson ákvað að leggja skónna á hilluna frægu í sumar

Samantekt Þá er enn einni leiktíðinni lokið hjá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur og margir titlar bættust í safnið. Það er ljóst að kvennaflokkar Keflavíkur bera höfuð og herðar yfir aðra kvennaflokka á Íslandi og mikilvægt að við höldum því góða starfi áfram sem þar hefur verið. Höldum áfram að styðja við okkar lið og hvetjum við fleiri Keflvíkinga til að láta sjá sig á kvennaleikjum, en það hefur verið ábótavant í gegnum tíðina. Óskum Keflvíkingum nær og fjær gleðilegrar hátíðar og gleymum því aldrei að rætur okkur liggja í Keflavík. Körfukveðja, Margeir Einar Margeirsson

Lokahóf KKÍ Lokahóf KKÍ var haldið 1. maí og áttu Keflvíkingar nokkra fulltrúa þar. Jacqueline Adamshick var valin besti erlendi leikmaður Iceland Express deildar kvenna. Hörður Axel Vilhjálmsson var valinn besti varnarmaður Iceland Express deildar karla. Pálína Gunnlaugsdóttir var valin besti leikmaður í úrslitakeppni kvenna. Jón Halldór Eðvaldsson var valinn besti þjálfari Iceland Express deildar kvenna.

Eftirfarandi Keflvíkingar voru valdir í Úrvalslið KKÍ: Pálína Gunnlaugsdóttir Hörður Axel Vilhjálmsson Birna Valgarðsdóttir Bryndís Guðmundsdóttir Sigurður Gunnar Þorsteinsson

Dorrit var ekki lengi að finna út með hvaða liði hún ætti að halda í körfubolta

Jólablað 2011
Glæsilegur hópur á uppskeruhátíð í maí 2011.

Sundárið 2011 - Formannsannáll

T

öluverðar breytingar voru gerðar á starfi Sunddeildar Keflavíkur í ár. Samstarf við félaga okkar í Sunddeild Njarðvíkur var styrkt til mikilla muna á síðasta ári og er það samstarf í dag með besta móti sem skilar okkur besta sundliði landsins. Saman urðum við Aldursflokkameistarar Íslands 2011. Síðastliðin tvö ár hefur deildin verið að koma út í tapi og var því nauðsynlegt að grípa til aðgerða. Allt innra starf deildarinnar var tekið í gegn, samið var við þjálfara á nýjan hátt og farið var í að leita að fleiri styrktaraðilum. Þrátt fyrir þetta þurftum að grípa til þess ráðs að hækka æfingargjöldin töluvert. Nokkrar breytingar urðu á þjálfaraliði okkar en Ingi Þór, María Jóna og Guðný Ester hurfu til annarra starfa en í stað þeirra komu Marín Hrund Jónsdóttir og Hjördís Ólafsdóttir. Við erum mjög lánsöm með þjálfara og innan okkar raða eru nokkrir af bestu sundþjálfurum landsins en þeir eru (auk Marínar og Hjördísar) Anthony sem er yfirþjálfari og þjálfari Afrekshóps, Eðvarð Þór sem er aðstoðarmaður Ants og þjálfari Framtíðarhóps, Steindór og Sóley sem sjá um þjálfun á yngri flokkum hjá okkur og svo Helga Eiríks sem þjálfar í sundskólanum.

Sundárið hefur verið flott hjá okkur og höfum við boðið upp á margar nýjungar í okkar starfi. Til dæmis héldum við í fyrsta skipti lokahóf sem haldið var í sal Fjölbrautarskóla Suðurnesja eftir Landsbankamótið og þótti það takast mjög vel. Á þessu ári voru einnig teknir upp svokallaðir æfingadagar en þeir voru haldnir á laugardögum en þá komu flestir okkar þjálfarar í yngri flokkunum með alla sína sundmenn og var farið yfir helstu áherslur í þjálfun hverju sinni. Hafa þessir dagar tekist mjög vel en þarna fá yngri sundmennirnir okkar sem hafa ekki enn fengið að æfa í Vatnaveröld tækifæri til þess að æfa í „stóru lauginni“ og fá að hitta hina þjálfarana og yfirþjálfarann sem er á bakkanum og gefur góð ráð. Önnur nýjung hjá okkur er sú að í hverjum mánuði kemur út fréttabréf sem nefnist Ofurhugi. Bréfið er birt á heimasíðu félagsins en einnig er það sent á alla foreldra í tölvupósti. Þar segir frá starfi deildarinnar, fréttum af mótum, sundmenn mánaðarins eru valdir og myndir sýndar úr starfinu. Í byrjun árs var Jóna Helena Bjarnadóttir valin sundkona Keflavíkur og sundkona ÍRB. Jóna Helena er 18 ára gömul og búin að æfa sund frá unga aldri. Hún hefur alla tíð sinnt æfingum mjög vel og ÍM 25 hópurinn á góðri stundi.

Yngri sundmenn í lauginni.

4

Jólablað 2011

er hún mikil fyrirmynd annarra í sundinu. Á undanförnum árum hefur Jóna Helena orðið margfaldur Íslands- og Aldursflokkameistari og ávallt verið í fremstu röð meðal íslenskra sundmanna. Hún hefur jafnframt á þessum tíma verið liðsmaður í landsliði og unglingalandsliði Íslands. Jóna Helena er frábær fyrirmynd fyrir þá sem vilja ná langt í íþróttum. Í mars var Bikarkeppni Sundsambands Íslands haldin fimmta árið í röð hjá okkur í Vatnaveröld og var mikið fjör þar eins og undanfarin ár. Keppt var bæði í karla- og kvennaflokki. Tókst mótahald í alla staði vel enda erum við nú orðin vön að halda stór mót í lauginni okkar. Stelpurnar okkar enduðu í 2. sæti eins og árið áður en á síðasta ári var munurinn miklu meiri og FINA stigin hafa að sjálfsögðu verið uppfærð á þessu ári til samræmis við ný heimsmet sem gerir það enn erfiðara að ná þessum stigafjölda. Þrátt fyrir þetta náði liðið okkar 590 fleiri stigum nú en í fyrra og var EINA kvennaliðið sem bætti við sig stigum í 1. deildinni á milli ára. Liðsheildin og krafturinn hjá stelpunum í síðasta hluta var ótrúlegur og stóðu þær sig frábærlega og stefna þær ótrauðar á að ná að landa Bikarnum á næsta ári. Strákarnir enduðu í 5. sæti á


mótinu en talsverð endurnýjun er á strákahópnum í ár og eiga þeir bara eftir að verða sterkari. Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug (ÍM50) var haldið í byrjun apríl. Frábær árangur náðist og voru sundmenn okkar að stórbæta tímana sína og settu þeir nokkur Íslandsmet og fjölmörg Keflavíkur og ÍRB met. Við áttum marga sundmenn sem náðu að komast á verðlaunapall. Framtíðin er því greinilega björt hjá okkur. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson varð Íslandsmeistari í 100 og 200 metra baksundi þar sem hann sigraði með miklum mun og hafði hann töluverða yfirburði í báðum sundunum. Þar að auki náðu sex sundmenn lágmörkum í hin ýmsu landsliðsverkefni. Í heildina voru sundmenn ÍRB að bæta sinn fyrri árangur í yfir 80% tilvika sem er glæsilegur árangur. Í lok apríl fóru tvær af okkar efnilegustu sundkonum með landsliðinu og kepptu fyrir Íslands hönd á móti í Lúxemborg en þetta eru þær Jóhanna Júlía og Ólöf Edda og stóðu þær sig mjög vel og unnu til fjölmargra verðlauna. Í byrjun júní keppti Jóna Helena á Smáþjóðarleikunum og stóð hún sig mjög vel þar og vann gull í 400 m fjórsundi á sínum besta tíma til þessa og var mjög stutt frá því að setja mótsmet og nýtt ÍRB met. Davíð Hildiberg keppti einnig á mótinu og stóð hann sig vel og vann hann til gullverðlauna með boðsundssveit sinni í 4x100m fjórsundi. Í byrjun júlí keppti Jóhanna Júlía á Evrópumeistaramóti Unglinga (EMU) og stóð hún sig þar með prýði. Í lok júlí keppti Ólöf Edda á Ólympíudögum æskunnar í Evrópu og synti hún þar nokkur sund og stóð hún sig mjög vel og komst til að mynda í B-úrslit í 200m fjórsundi og bætti telpnametið í 200m flugsundi en Ólöf Edda hefur verið dugleg við að setja Íslandsmet í telpnaflokki og á þegar þetta er skrifað 7 met sem öll voru sett á þessu ári. Í október kepptu svo fyrir Íslands hönd Jóna Helena, Jóhanna Júlía og Ólöf Edda á vinamóti í Færeyjum þar sem við Íslendingar höfðum betur. Það er gaman þegar sundmenn okkar eru að komast í verkefni með landsliðum Íslands og vonandi eigum við eftir að eignast fleiri sundmenn í landsliðum Íslands. Um miðjan maí héldum við hið árlega Landsbankamót ÍRB sem áður var kallað Sparisjóðsmót ÍRB. Mótið tókst í alla staði vel. Mótið byrjaði á föstudegi en þá fá okkar yngstu sundmenn að njóta sín og er jafnan mikið fjör í lauginni. Í lok dags var svo farið í hinn sívinsæla sjóræningjaleik sem ávallt vekur mikla lukku. Á laugardeginum og sunnudeginum taka svo eldri sundmenn við en í aldursflokknum 12 ára og yngri er keppt í 25 metra laug en 13 ára og eldri keppa í 50 metra laug. Mörg mótsmet féllu í ár og nokkur aldursflokkamet voru einnig sett á mótinu. Mikil stemning var á mótinu í ár eins og undanfarin ár og er þetta mót gríðarlega vinsælt þar sem yfir 500 sundmenn voru þarna samankomnir frá alls 14 félögum. Í lok móts hjá 13 ára og eldri eru veittir farandbikarar fyrir stigahæstu sund og áttum við tvo sundmenn þar en það voru þeir félagar Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, fyrir 200 metra skriðsund og Þröstur Bjarnason einnig fyrir 200 metra skriðsund. Til að halda mót af þessum stærðargráðum er nauðsynlegt að hafa samstilltan hóp foreldra en við hjá sunddeildinni eru heppin að hafa frábært fólk sem skilar þessari vinnu ár eftir ár með miklum sóma. Við viljum þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn; foreldrum, starfsfólki Vatnaveraldar, starfsfólki Holtaskóla og okkar helstu styrktaraðilum, Landsbankanum, Reykjanesbæ, Nettó og Sigurjóni í Sigurjónsbakarí. Eftir að móti lauk var svo glæsilegt lokahóf og uppskeruhátíð ÍRB í hátíðarsal FS. Þangað mættu yfir 200 manns til kvöldverðar og fjölmargar viðurkenningar og verðlaun voru afhent. Veitt voru verðlaun eftir hvatningarkerfi ÍRB og einnig voru verðlaunaðir sundmenn hvers aldursflokks fyrir sig.

AMÍ meistarar 2011.

Stigahæstir í 200 m grein á Landsbankamóti. Þröstur Bjarnason og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson.

Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og Ólöf Edda Eðvarðsdóttir.

Jóna Helena Bjarnadóttir. Í lok júní var svo Aldursflokkameistaramót Íslands haldið á Akureyri. Gríðarleg spenna var á mótinu og stefndum við hjá ÍRB á sigur á mótinu eftir að hafa lent í öðru sæti undanfarin ár á eftir sundliði Ægis. Liðin skiptust á um að hafa forystuna á milli hluta og fyrir síðasta hluta mótsins munaði einungis nokkrum stigum á liðunum. Í lokahluta mótsins náðum við að sigla fram úr Ægismönnum og sigruðum AMÍ eftir frábært mót og frábæran lokahluta. Það er of langt mál að telja upp alla þá sem urðu Íslandsmeistarar en það voru ánægðir og sigurreifir sundmenn og þjálfarar sem fóru á lokahófið og tóku við bikarnum góða sem er kominn aftur til Reykjanesbæjar eftir tveggja ára hlé. En þar á undan hafði ÍRB unnið þennan titil í 5 ár. Á lokahófinu voru einnig veitt fjölmörg einstaklingsverðlaun. Ólöf Edda Eðvarðsdóttir hlaut Ólafsbikarinn sem veittur er fyrir besta afrek í ákveðnum greinum þegar tekið er tillit til aldurs en þessi bikar

er gefinn í minningu Ólafs Þórs Gunnlaugssonar sundmanns og sundþjálfara. Þá varð Ólöf Edda stigahæsta stúlkan 13-14 ára. Þegar svona stór hópur fer á mót skiptir miklu máli að framkoma og hegðun séu til fyrirmyndar. Þeir 45 sundmenn sem fóru frá ÍRB á þetta mót sönnuðu að ekki eingöngu eru þeir frábærir íþróttamenn heldur er framkoma þeirra og prúðmennska til fyrirmyndar. Liðið fékk viðurkenningu á lokahófinu fyrir prúðmennsku og góða framkomu og var það umtalað á meðal starfsmanna mótsins hve vel sundmennirnir komu fyrir og voru kurteisir hvar sem þeir komu. Talsverður fjöldi foreldra og annara aðstandenda fylgdi hópnum norður og studdi vel við bakið á sundmönnunum og mikil stemmning var á áhorfendapöllunum. Það verður gaman að verja AMÍ titilinn á næsta ári en AMÍ 2012 verður haldið á heimavelli okkar í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Íslandsmeistarmótið í 25 metra laug fór fram um miðjan nóvember í Laugardalslauginni. Mörg frábær sund litu dagsins ljós á mótinu hjá okkar unga liði og fengum við einn Íslandsmeistaratitil en það var Jóhanna Júlía Júlíusdóttir sem varð Íslandsmeistari í 200m fjórsundi og fékk 700 Fina stig fyrir það sund. Margir sundmenn komust einnig á pall á mótinu og hlutu silfur og bronsverðlaun. Baldvin Sigmarsson bætti íslenska drengjametið í 200 metra flugsundi og í 400 metra fjórsundi en hann endaði í 2. sæti. Glæsilegur árangur. Við erum með mjög ungt lið og er greinilegt að framtíðin er björt hjá okkur. Á uppskeruhátíð Sundsambands Íslands sem haldin var svo á eftir ÍM25 fékk ÍRB Hvatningarverðlaun SSÍ. Hvatningarverðlaunin eru veitt félaginu fyrir öflugt unglingastarf og uppbyggingu ungs liðs. Þá hlaut Anthony D. Kattan yfirþjálfari liðsins titilinn Unglingaþjálfari ársins 2011 og Sigmar Björnsson var valinn dómari ársins. Íslandsmót Garpa var haldið í Hafnarfirði á árinu. Sigmar Björnsson varð Íslandsmeistari á því móti og óskum við honum til hamingju með árangurinn. Þess má einnig geta að fjölmörg minni mót fóru fram á árinu eins og t.d. Gullmót KR, Akranesleikar, Stórmót SH auk nokkurra innanfélagsmóta. Okkar krakkar stóðu sig geysilega vel á þessum mótum og gaman er að sjá uppganginn í yngri flokkunum. Okkar sundmenn unnu til margra verðlauna á þessum mótum og voru til mikilla fyrirmyndar, bæði í lauginni og á bakka. Hægt er að skoða úrslit allra móta á heimasíðu okkar www.keflavík.is/sund. Það eru spennandi tímar framundan hjá okkar unga en efnilega liði. Þeir sem fylgst hafa með starfinu undanfarin ár telja sig sjá marga afreksmenn í íþróttinni og jafnvel Ólympíufara. Það verður gaman að fylgjast með þessu frábæra sundliði áfram! Falur Helgi Daðason Formaður Sunddeildar Keflavíkur

Jólablað 2011

5


Bjössi með blandaða fótboltaliðið sitt. Aldur 11-12 ára.

Foreldrar og börn að leik á tjaldsvæðinu.

Unglingalandsmótin 2010 og 2011

V

erslunarmannahelgina árið 2010 var unglingalandsmótið haldið í Borganesi. Þangað héldu rétt yfir 100 þátttakendur á aldrinum 11-18 ára, sem eru iðkendur innan Íþróttafélags Keflavíkur. Þetta er lang stærsti hópur sem farið hefur á Unglingalandsmót frá Keflavík. Við áttum til að mynda lið í öllum flokkum í körfubolta og næstum öllum flokkum í fótbolta, auk þess sem við áttum keppendur í golfi, sundi, skák og nokkrum greinum í frjálsum íþróttum. Þessi flotti hópur stóð sig mjög vel og var til fyrirmyndar. Þetta ár lét Aðalstjórn Keflavíkur útbúa peysur sem allir keppendur klæddust og það var mjög gaman að sjá stóran hóp keflvískra barna, ásamt greinastjórum, ganga inn völlinn á setningu mótsins, öll eins klædd. Þegar farið er með svona stóran hóp þá verður að halda vel utan um börnin okkar og tel ég að það hafi gengið vel hjá okkur. Undirrituð hélt utan um skráninguna á börnunum og fékk svo til liðs við mig frábært fólk sem var í samskiptum við umsjónamenn hverra greina, við sóttum upplýsingafund sem haldinn var á föstudeginum og þar fengum við upplýsingar um það hvernig fyrirkomulag mótsins er og hvert við ættum að leita ef eitthvað kæmi uppá. Ég fékk líka fólk til þess að vera með umsjón yfir tjaldbúðunum okkar og til að vera fararstjóra en þetta er fólk sem þarf að vera hægt að ná í ef eitthvað kemur uppá, t.d. á tjaldstæði eða annars staðar þar sem þarf að nálgast foreldra barna ef eitthvað kemur fyrir. Þetta ár dreifðist hópurinn mikið þar sem ekki voru allir á tjaldstæðinu. Tjaldstæðið var fyr-

Anna Lilja með hreindýrinu. ir utan Borgarnes og það var boðið uppá strætó frá tjaldstæði að keppnissvæði. En að öðru leiti þá fóru kvöldvökurnar fram í stóru tjaldið við tjaldstæðið. Það virkaði vel, einnig voru hoppukastalarnir við tjaldstæðið svo börnin þurftu ekki að fara langt til að komast í afþreyinguna. Þetta mót var mjög skemmtilegt og tel ég að við munum sjá margt af þessum krökkum með okkur aftur.

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Árið 2011 fórum við alla leiðina til Egilsstaða. Við áttum þar frábæra helgi þar sem veðurguðirnir léku við okkur. Ég fagnaði því að skýin voru á himni mestan partinn þar sem heitt var í veðri og börnin sem voru flest að taka þátt í íþróttum utandyra. Þetta árið voru þátttakendur heldur færri en árið 2010 eða rétt um 30 börn. Þrátt fyrir fámennið þá skemmtum við okkur mjög vel og hópurinn átti góðar stundir saman á tjaldstæðinu þar sem flestir voru mættir á fimmtudeginum og tóku 2 daga til þess að komast á áfangastað og aðra 2 til að komast heim aftur. Þetta mót var mjög skemmtilegt og í fyrsta sinn þá áttum við keppanda í fimleikum sem var ný grein á mótinu og ég held að ég fari rétt með að hún hafi fengið verðlaun, en það var keppt í hópakeppni og var hún í liði sem var sett saman á staðnum. Einnig áttum við þátttakendurnir í körfubolta þar sem við áttum 3 lið, eitt blandað lið 3 drengja og 2 stúlkna þau kepptu í 11-12 ára drengjariðli og enduðu í 2. sæti eftir hörku spennandi úrslitaleik. Einnig áttum við 2 stúlknalið í 13-14 ára sem að komu heim með gull og brons. Við áttum líka körfuboltabörn sem fóru inn í blönduð lið og mér heyrðist það hafa reynst vel. Í fótboltanum áttum við eitt stúlknalið þar sem 13 og14 ára körfuboltastelpurnar tóku þátt, aðrir þátttakendur fóru í blönduð lið sem flest voru búin til á staðnum. Sundfólkið okkar stóð sig frábærlega en þar rökuðu þau inn verðlaunum sem sýnir að þau eiga alveg heima meðal þeirra bestu en ég hef ekki nákvæma tölu á því hvað það komu margir verðlaunapeningar heim úr þeirri grein. Einnig áttum við þátttak-

Íþrótta- og ungmennafélag óskar íþróttafólki svo og öðru Suðurnesjafólki gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

6

Jólablað 2011


Vilhjálmsleikar 10 ára og yngri. endur í golfi og frjálsum íþróttum. Ég held að ég sé ekki að gleyma neinni grein. Jú ég er að gleyma yngstu börnunum. En það fóru fram Vilhjálmsleikarnir, þar fengu börn 10 ára og yngri að taka þátt. Þau fóru í ýmsar þrautir og var þeim meðal annars kennt að kasta spjóti, stökkva í langstökki og hástökki, og að taka af stað í spretthlaupi ásamt fleiri greinum. Þetta var frábært framtak og fullt af krökkum sem spreyttu sig og allir fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. Það sem stóð uppúr hjá mér eftir þessa flottu helgi var samheldnin í hópnum og hvað margir mættu á svæðið þó svo að keppendur væru ekki alltaf með í ferðinni. Ég tel að þetta mót sé mjög gott framtak sem hófst í mínum heimabæ Dalvík árið 1992 og að halda þetta um verslunarmannahelgi tel ég vera af því góða. Þetta var okkar fjórða mót en við hjónin fórum á fyrsta mótið í Þorlákshöfn með nokkra 11 ára drengi til að taka þátt í körfubolta, eftir það mót var ekki aftur snúið, það er beðið eftir því á hverju ári að fara á þetta mót. Hérna kynnast börnin keppendum frá öðrum stöðum og eignast oft vini sem hittast kannski bara einu sinni á ári og þá á þessum mótum. Einnig er þetta spennandi leið til þess að kynnast nýjum stöðum á landinu og oft eru þetta staðir sem við erum ekki að fara til nema af því að það er mót þar. Ég hvet foreldra til þess að koma með börnum sínum á þetta mót, eiga skemmtilega helgi og taka þátt í íþróttaiðkun barnsins. Á þessum mótum gefst börnum tækifæri til að taka þátt í þeim greinum sem þeim langar til að prófa. Og flestir sem hafa verið á þessum mótum eru að taka þátt í fleiri en einni

grein. Ég hlakka til að sjá sem flesta á mótinu sem haldið verður um verslunarmannahelgina 2012 á Selfossi. Svandís Þorsteinsdóttir Mamma körfuboltabarna, sem hefur haldið utan um skráningu á unglingalandsmótin 2010 og 2011 fyrir iðkendur Keflavíkur.

YFIR 5000

VINNINGAR Í JÓLALUKKU

VF 2011 Meðal vinninga:

t&WSØQVGFS§JSNF§*DFMBOEBJS t7FHMFHBSNBUBSLÚSGVSGSÈ/FUUØPH,BTLØ t(MTJMFHJSWJOOJOHBSGSÈ#MÈBMØOJOV 0HNBSHJSøFJSJHMTJMFHJSWJOOJOHBS Gleðilega há

tíð

2011

Jólalukka R VÍKURFRÉTTA SKAFMIÐALEIKU Á SUÐURNESJUM

OG VERSLANA

Jólablað 2011

7


Taekwondodeild Keflavíkur:

Hlökkum til að takast á við ný verkefni

Nýjir svartbeltingar ásamt þjálfurum deildarinnar og Master

Þ

ær breytingar áttu sér stað í ársbyrjun hjá Taekwondodeild Keflavíkur að Sigursteinn Snorrason upphafsmaður og stofnandi deildarinnar lét af störfum sem Master deildarinnar, eftir að hafa prófgráðað nemendur hennar um árabil. Deildin fékk til liðs við sig nýjan Master, Paul Voigt sem er með 5. Dan en hann kemur frá Svíþjóð. Paul Voigt er þrautreyndur þjálfari og þjálfaði meðal annars íslenska landsliðið í sparring fyrir nokkrum árum og hefur einnig þjálfað keppendur sem keppt hafa á ólympíuleikunum, það var því mikill akkur fyrir deildina að fá þennan færa þjálfara til liðs við sig. Laugardaginn 12. febrúar þreyttu sex drengir svartbeltispróf, en deildin hefur frá upphafi eingöngu átt einn „innfæddan“ keflvískan svartbelting en það er yfirþjálfari deildarinnar, Helgi Rafn Guðmundsson. Einnig tóku báðir þjálfarar deildarinnar sinn 3. Dan. Þetta er eitt stærsta svartbeltispróf sem haldið hefur verið á Íslandi og var það hið glæsilegasta í alla staði og stóðust allir próftakar prófið með prýði. Þetta var einstaklega ánægjulegur dagur fyrir aðstandendur deildarinnar enda lengi búið að vinna að þessum merka áfanga og mætti fjöldi fólks ásamt fjölskyldum próftaka, vinir og kunningjar til að fagna þessum merka áfanga. Að prófi loknu voru svo opnar æfingabúðir fyrir alla sem vildu kynnast Master Paul og var þátttakan með eindæmum góð. Um kvöldið var síðan farið út að borða með nýbökuðum svartbeltingum ásamt foreldrum þeirra og þjálfurum, enda ekki á hverjum degi sem deildin bætir við sig sex nýjum svartbeltingum.

Helgi Rafn Guðmundsson þjálfari að brjóta spítu. Laugardaginn 19. mars var svo haldið Íslandsmótið í ólympískum taekwondobardaga og voru Keflvíkingar sigursælir að vanda. Alls fékk deildin 12 gullverðlaun, 6 silfurverðlaun og 8 brons ásamt því að sigra í sveitakeppni unglinga og fullorðinsflokk. Keflavík var einnig valið félag mótsins eftir bestan samanlagðan heildarárangur og vörðu þar með titilinn frá því í fyrra. Vorönn lauk svo með sumargleði þann 13. maí. Áhugasamir taekwondo krakkar héldu þó áfram æfingum fram í enda júní, en þetta er í fyrsta sinn sem deildin er með æfingabúðir á sínum vegum að sumri til.

Svartbeltingar.

8

Jólablað 2011

Haustdagskrá deildarinnar fór af stað með nokkuð hefðbundnum hætti í byrjun september en við bættust þó tveir nýir þjálfarar þeir Ævar Þór Gunnlaugsson og Kristmundur Gíslason en þeir eru að sjá um þjálfun yngstu hópanna, en báðir hafa þeir æft með deildinni undanfarin ár. Rut Sigurðardóttir annar aðalþjálfari deildarinnar tók sér tímabundið leyfi þar sem hún og Helgi yfirþjálfari eiga von á sínu fyrsta barni í ársbyrjun 2012. Þann 29. okt. síðastliðinn var Íslandsmótið í poomsae/ formi haldið og samhliða því barnamót í sömu greinum. Keflavík keppti með 32 keppendur og áttu góðu gengi að fagna. Voru Keflvíkingar í efstu sætum allra flokka sem þeir kepptu í. Keppandi mótsins á barnamótinu var Victoría Ósk Anítudóttir frá Keflavík og urðu Keflvíkingar í 2. sæti í keppni félaga á Íslandsmótinu og í 1. sæti á barnamótinu. Ýmislegt verður á döfinni á komandi mánuðum og standa vonir til að fá Master Paul til landsins eftir áramót til að halda annað svartbeltispróf á vegum deildarinnar, en einnig er að fara af stað ný keppnismótaröð og ætlar deildin sér stóra hluti þar að vanda. Það má því með sanni segja að það sé bjart framundan og hlökkum við til að takast á við ný verkefni enda á deildin einstaklega marga unga og efnilega taekwondoiðkendur sem eiga framtíðina fyrir sér.


Skemmtun fyrir alla fjölskylduna OPIÐ: 6:45 - 20:00 virka daga, 8:00 - 18:00 um helgar

frítt fyrir börn

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 11 - 2 6 5 5

fjölskyldusundlaug

Gleðileg jól Við þökkum íbúum Reykjanesbæjar fyrir frábærar móttökur á okkar fyrsta starfsári í bænum. Óskum bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Jólakveðjur, Linda og Pálmi, Aðalskoðun Reykjanesbæ.

Aðalskoðun - Holtsgötu 52 - Reykjanesbæ - sími 590 6970 - www.adalskodun.is

Jólablað 2011

9


Jólagjöf sem hentar öllum Þegar þú notar Gjafakort Landsbankans til jólagjafa verður jólagjöfin aldrei vandamál. Gefandinn ákveður upphæðina og viðtakandinn velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

Profile for Keflavik

Jólablað 2011  

Jólablað 2011  

Profile for keflavik
Advertisement