Orkumótsblaðið 2020

Page 13

AFÞREYING Það er fjölbreytt afþreying í Vestmannaeyjum sem gestir mótsins geta nýtt sér á milli leikja. Eldheimar Eldheimar er gosminjasafn, þar er hægt að fræðast um eldgosið á Heimaey 1973 og Surtseyjargosið 1963. Frítt er fyrir keppendur í fylgd með fullorðnum (fullorðnir borga inn).

Golfvöllur Golfvöllur Vestmannaeyja er 18 holu golfvöllur, hann er talinn einn af óvenjulegustu en jafnframt skemmtilegustu völlum landsins. Herjólfsdalur Skemmtilegt útivistarsvæði með aparólu, tjörn og landnámsbæ.

SEA LIFE Trust Fiskasafn þar sem hægt er að sjá lifandi fiska, Lunda og ýmis sjávardýr ásamt mjöldrunum Litlu hvít og Litlu grá.

Sund Sundlaug Vestmannaeyja er með skemmtilegt útisvæði, klifurvegg, rennibrautir, trampólín rennibraut, heita potta ofl.

Sagnheimar Sagnheimar er byggðasafn, þar sem hægt er að fræðast meðal annars um Tyrkjaránið, Þjóðhátíð, Mormóna ofl. sem tengist sögu Vestmannaeyja. Frítt er fyrir keppendur í fylgd með fullorðnum (fullorðnir borga inn).

Sprangan Sprang er þjóðaríþrótt Vestmannaeyinga. Sprang fellst í því að sveifla sér í kaðli á milli kletta, þeir sem eru óvanir ættu að varast að fara hátt, bara byrja neðst og fara varlega.

Náttúrugripasafnið Einstakt fugla- og steinsafn. Frítt er fyrir keppendur í fylgd með fullorðnum (fullorðnir borga inn). Landlyst Landlyst var byggt árið 1848 og stendur núna í sinni upprunalegu mynd á Skanssvæðinu. Þar hefur verið komið upp læknaminjasafni. Húsið var fyrsta fæðingarheimili á Íslandi byggt árið 1847. Frítt er fyrir keppendur í fylgd með fullorðnum (fullorðnir borga inn). Gönguferðir það er fullt af skemmtilegum gönguleiðum um eyjuna, ef taka á börn með í gönguna þá er auðvelt og skemmtilegt að fara uppá Eldfell og Helgafell. Volcano ATV Skipulagðar fjórhjólaferðir. Brunaðu um eldsvæði Vestmannaeyja með vindinn í hárinu (undir hjálminum), Born to be Wild á lúppu í kollinum og sérfróðan leiðsögumann í eyrunum.

Frisbígolfvöllur Frisbígolfvöllur er 6 holu völlur staðsettur á milli íþróttahússins og Týsheimilisins, skemmtilega krefjandi völlur. Stakkó Stakkó er útivistarsvæði í miðbæ Vestmannaeyja, þar er meðal annars mjög skemmtileg hoppudýna eða svokallaður "ærslabelgur". Kayak & Puffins Það er ekki vitlaust að róa sig niður í kajak og dýfa hausnum, bókstaflega, í fegurð Eyjanna. Sjáðu lunda á klettanöf með fullan gogg af sílum og hlustaðu á sjóinn slá hægan takt á bátshliðinni. Sannkallað zen. Reiðhjólaleiga Leigðu hjól, hjólaðu um á því. Þetta er ekki flókið. Viltu hjóla upp á 120 metra háan höfða eða bara taka túr um bæinn? Leigðu þér hjól og þú ert þinn eigin fararstjóri. Rib Safari Upplifðu Vestmannaeyjar á spíttbáti.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.