Final Four leikskrá 2024

Page 1

Final four 2024 ÍBV - Haukar 20:15 6 Mars 2024 18:00 Stjarnan - Valur

Magnús Stefánsson

Þjálfari ÍBV

Magnús tók nýverið við sem aðalþjálfari karlaliðs ÍBV. Það þarf ekki að kynna Magnús fyrir neinum sem styður ÍBV enda hefur hann spilað með ÍBV frá 2011-2020 og vann átta titla með ÍBV. Magnús hefur einnig starfað við þjálfun frá 2009, þegar hann hóf að þjálfa yngri flokka hjá Fram. Eftir komuna til Eyja hefur hann komið að þjálfun hinna ýmsu flokka jafnt karla og kvenna.

Hvernig hefur tímabilið verið hingað til?

Það hefur verið mjög gott, mjög lærdómsríkt fyrir mig sem þjálfara og flott fyrir leikmennina því þeir hafa verið að taka sitt næsta skref á sínum ferli. Margir ungir leikmenn hafa verið að gera vart við sig, fengið að spreyta sig og staðið sig mjög vel. Við hverju má búast í undanúrslitunum gegn Haukum?

Eins og vanalega þegar íbv er annars vegar að þá má búast við mikilli stemmningu, gleði, fjöri og hörku. Þetta eru lið sem þekkjast mjög vel og hafa háð margar mjög skemmtilegar og eftirminnilegar rimmur í gegnum tíðina. Hvernig hefur undirbúningurinn verið hjá ykkur fyrir Final 4?

Þessi undirbúningur er að mörgu leyti þægilegur fyrir leikmenn, þetta er ákveðinn fasi sem okkar leikmenn eru vanir að fara í, þeir leggja allt annað til hliðar og lífið snýst um handboltann og þennan eina leik, næsta leik,

leikinn gegn Haukum á miðvikudag. Strákarnir eru búnir að æfa í allt sumar og það sem af er vetri og eru að uppskera. Það er mikil tilhlökkun.

Hvernig er staðan í hópnum – eru allir heilir?

Það eru allir heilir, það eru alltaf allir heilir í svona leikjum.

Hver eru markmiðin ykkar fyrir helgina?

Markmiðið er að vinna næsta leik gegn Haukum. Fókusinn er þar. Hvernig er að vinna bikar í Höllinni, þú hefur unnið þá nokkra (2015,2018,2020)?

Það er bara alltílagi. En að öllu gamni slepptu að þá er það alveg geðveikt.

Það er líklega hvergi annarsstaðar jafn skemmtilegt að vinna titla og fyrir ÍBV. Samheldnin og stemmningin í bænum er engu lík. Það eru forréttindi að sjá fyrirtæki, bæjarbúa, stuðningsmenn og krakkana okkar sameinast á einum stað og eiga sér sameiginlegt markmið.

Eitthvað að lokum/skilaboð til stuðningsmanna ÍBV?

Vonandi sjáum við sem flesta í höllinni og skemmtum okkur saman.

Svo eigum 4.flokk kvenna, 6.flokk karla og mögulega 4.flokk karla (eiga eftir að spila undanúrslit) í bikarúrslitum þetta árið. Þetta er afrakstur þeirrar vönduðu vinnu sem lögð hefur verið í yngriflokkastarfið okkar og við erum virkilega stolt af þeim.

Bikarúrslit 2020

Meistarflokkur Karla

Tímabilið 2023-2024

# 21 Pavel Miskevich

#20 Arnór Viðarsson

#3 Breki Óðinsson

# 22 Ívar Bessi Viðarsson

# 24 Petar Jokanovic

#19 Gabríel Róbertson

#27 Sveinn José Rivera

# 46 Kári Kristján

Meistarflokkur Karla

Tímabilið 2023-2024

# 18 Daniel Viera

#31 Sigtryggur Daði Rúnarsson

#10 Ísak Rafnsson

# 28 Andrés Marel

# 7 Dagur Arnarsson

#9 Guti Gunnarsson

#27 Elmar Erlingsson

# 11 Andri Erlingsson

Meistarflokkur Karla

Tímabilið 2023-2024

Roland Eraze

#4 Hinrik Hugi Heiðarsson

# Adam Smári Sigfússon

#2 Andri Snær Andersen

Magnús stefánsson

#29 Nökkvi Snær

#95 Dániel Pintér

#6 Jason Stefánsson

Stoltir styrktaraðilar Handknattleiksdeildar ÍBV
STAVEY

Petar

Leikmaður ÍBV

Petar hefur verið einn af lykilleikmönnum síðan 2019 þegar hann gekk í raðir ÍBV. Petar hefur orðið bikarmeistari og íslandsmeistari með ÍBV. Við tókum hann á tal fyrir leikinn mikilvæga á móti Haukum. Hvernig líkar þér lífið í Eyjum og hjá ÍBV?

Ég hef verið í Vestmannaeyjum í 5 ár og er óhætt að segja að Vestamannaeyjar séu mitt nýja heimili og ÍBV sé mín nýja fjölskylda. Frá fyrsta degi, hefur mér fundist ég tilheyra. Fólkið í Eyjum og hjá ÍBV tók mér með opnum örmum og hjálpaði mér að koma mér fyrir í Eyjum. Ég er orðinn vanur lífinu í Eyjum, er að reyna læra tungumálið og komast enn nær Vestmannaeyjum og fólkinu sem býr hér.

Hvernig er leikdagsrútínan þín?

Leikdagsrútínan mín er, Ég reyni yfirleitt að einbeita mér að mínum styrkleikjum. Ég reyni að vera í núinu. Ég ímynda mér að standa mig vel. Ég set mér markmið fyrir leikinn og reyni að vera eins jákvæður og ég get og njóta hverrar stundar.

Besta minning úr handboltanum hingað til?

Það eru svo margar góðar og fallegar minningar í gegnum handboltaferilinn. En final 4 2020 stendur sérstaklega upp úr. Þar sem þetta var fyrsti titillinn minn með ÍBV og sú staðreynd að ég var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar gefur honum enn meira vægi og verður í minningunni það sem eftir er..

Hversu mikilvægt er að hafa mikið af stuðningsmönnum að styðja liðið?

Hvað stuðningsmenn okkar varðar þá eru þeir langbestu stuðningsmenn í deildinni. Við fáum frábæran stuðnin í hverjum leik. Það skiptir ekki máli hvort við erum að spila heima eða á útivelli, þeir eru alltaf mættir til að styðja okkur í blíðu og stríðu og vissulega léku þeir og gegna mjög mikilvægu hlutverki fyrir okkur.

Hefur þú einhver skilaboð til stuðningsmanna ÍBV fyrir leikinn?

Ég vil sjá sem flesta stuðningsdmenn mæta og styðja okkur og við munum gera okkar besta til að skemmta fólkinu og koma með bikarinn þangað sem hann á heima.

Stoltir styrktaraðilar

Handknattleiksdeildar ÍBV

Hilmar

Þjálfari yngriflokka ÍBV

ÍBV verður með 3 lið í höllinni 6-9 mars. Þetta er að sjálfsögðu meistaraflokkur karla og síðan er 4 flokkur kvenna og 6 flokkur karla, frábært árangur hjá okkar fólki.

Hilmar Ágúst og Gísli Steinar eru þjálfarar 3-4 flokk kvenna.

Við tókum tal af Hilmari öðrum þjálfara 4.flokk kvenna.

Hilmar Ágúst Björnsson þjálfar 3. og 4. fl. kvk. í handbolta ásamt mfl. kvk.

Hann hóf þjálfaraferilinn sinn hjá ÍBV 2007 og

hefur í gegnum tíðina þjálfað alla flokka auk akademíu hjá félaginu. Hann fór í gegnum yngri flokka starf félagsins og spilaði 2 tímabil með mfl.

Gísli Steinar Jónsson þjálfar 3., 4. og 5. fl. kvk. ásamt 8. fl. kk og kvk í handbolta.

Hann hóf störf hjá félaginu haustið 2021, en byrjaði þjálfaraferilinn í Noregi 2012. Hann hefur þjálfað allt frá 1. bekk upp í meistaraflokk. Bæði á Íslandi og erlendis.

Hvernig hefur tímabilið verið hingað til?Hvernig hefur tímabilið verið hingað til? Tímabilið hefur verið mjög gott hingað til. Stelpurnar eru í akademíunni og æfa mjög vel. Stelpurnar hafa bætt sig mikið í styrk, getu og handbolta kunnáttu. Liðið er að taka stórt skref bæði í varnar- og sóknarleik þar sem handboltaleg geta og gæði eru á háu leveli. Við vorum með eitt lið í lotu 1 en bættum við öðru liði í lotu 2 sem gerði hópnum gott. ÍBV 1 er í efstu deild, lenti í 4.sæti í lotu eitt og voru taplausar í lotu tvö og unnu hana. Til að komast í úrslitaleikinn unnum við HK 2 – HK og Val í undan úrslitum. .

Við hverju má búast í úrslitaleiknum? Við megum búast við hörku leik. Í liðunum eru margir af efnilegustu leikmönnum landsins. Leikir liðanna á árinu hafa reyndar verið óspennandi og nánast búnir í hálfleik. Stjarnan vann leikinn í lotu 1 30-22 og við unnum leikinn í lotu 2 31-21. Ég vona að gæði leikmanna og liðanna muni sjást snemma í leiknum. Þetta eru alltaf risa leikir þar sem spennustigið er hátt. Þetta eru árgangar hjá ÍBV og Stjörnunni sem eru ekki vanir að vinna titla og því verður þetta nýtt fyrir annað liðið.

Hvernig hefur undirbúningurinn verið hjá ykkur fyri Final 4? Vikurnar rúlla svipað yfir veturinn. Við vorum reyndar að koma úr landsliðsviku þar sem fimm leikmenn voru á æfingum. Við byrjuðum aðeins í síðustu viku en á mánudaginn hefst undirbúningur fyrir Stjörnuna fyrir alvöru. Við munum æfa fjórar æfingar, taka þrjá fundi, auka samveruna og gista á Hótel Örk.

Hvernig er staðan í hópnum – eru allar heilar? Við erum með sextán flottar stelpur í 4.flokk og ég og Gísl erum í topp málum. Við erum með eina handleggsbrotna og eina tæpa. Bikarúrslit er einn leikur þar sem allt er undir og allar eru með.

Hver eru markmiðin ykkar fyrir helgina? Við stefnum á að vinna alla leiki, hafa gaman og bæta í reynslubankann. Gefum allt í þennan leik. Eitthvað að lokum/skilaboð til stuðningsmanna ÍBV? Það er rosalega gaman þegar mikið af Eyjamönnum kemur saman. Að lyfta bikar með stuðningsmönnum og sigla með dollu heim til Eyja er frábær skemmtun.

Handkna Stoltir styrktaraðilar

Grétar Þór Eyþórsson

Fyrrum leikmaður ÍBV

Grétar eða sá bikaróði eins og hann er oft kallaður, þarf vart að kynna fyrir neinum sem hefur séð handboltaleik því hann hefur unnið nokkrum sinnum allt sem hægt er að vinna á Íslandi. Hann var Íslandsmeistari með ÍBV 2014 og 2018. Bikarmeistatri 2015, 2018 og 2020. Deildarmeistari 2018 og Meistarimeistaranna 2015 og 2018 Hver er eftirminnilegasti bikarleikur þinn sem leikmaður? Það er klárlega sá fyrsti, 2015. Frábær upplifun og magnað hversu yfirvegaðir við vorum með þannig séð óreynt lið á stærsta sviðinu. Ég fékk rautt í undanúrslitaleiknum gegn Haukum og var því ferskur í úrslitaleiknum. Stuðningsmennirnir frábærir eins og alltaf. Og falleg minning um hann Kolla minn sem átti stórleik á móti FH í úrslitaleiknum.

Hvernig tilfinning er að lyfta bikarnum í Höllinni? Bara klisja, “Ólýsanleg”. Og enn betri þegar maður er búin að taka þátt í að byggja liðið upp frá grunni, leggja blóð svita og tár í sjálfboða vinnu til að við getum keypt búninga og ferðast í leiki. Mæta svo nokkrum árum seinna og vera handhafi stóru bikaranna, það er tilfinning sem ekki verður metin til fjár.

Besti Íslendingur og erlendi leikmaður sem þú hefur spilað með? Theodór Sigurbjörnsson og Róbert Aron verða að deila þessu. Siggi Braga er besti leikmaður í næstefstu deild sem ég spilaði með.

Og besti útlendingurinn er óumdeilanlega Tite Kalandaze, saman mynduðum við frábæran vinstri væng. Hversu mikilvægur er stuðningur áhorfenda í svona leikjum? Stuðningurinn skiptir mjög miklu máli, hann bæði tekur andstæðingana úr jafnvægi og er einnig vítamínsprauta fyrir heimaliðið. Í öllum bikarmeistaratitlum ÍBV frá upphafi er það stúkan sem hefur verið maður leiksins.

Hvernig metur þú möguleika ÍBV í bikarhelginni þetta árið? Það eru ca 90% líkur að við vinnum undanúrslitaleikinn og svo þegar við mætum líklegast Val í úrslitum að þá eru 100 % líkur að við vinnum, þannig að ég segi 95% líkur að við löndum titlinum. 2 % að Valur vinni, 2 % að Stjarnan vinni og 1 % að það komi Covid og 0 % að Haukar taki þetta í ár.

Hvernig er tilfinningin að fylgjast með gömlu félögunum leika á stóra sviðinu? Bara frábært, ég á enn minn stað í klefanum og reyni eins og ég get að hugsa um hag handboltans bæði innan sem utan vallar. ÍBV Handbolti er ein stór fjölskylda og leikmenn sem hætta færa sig bara í sjálfboðastarfið og það er þannig sem félög á Íslandi geta lifað af.

Eitthvað að lokum?

Allir í bátana á miðvikudaginn, hvort sem það er Þorláks eða Landeyjar. Enginn á vakt og höldum gott party í Höllinni. Skrifum söguna. Áfram ÍBV

Stoltir styrktaraðilar

Handknattleiksdeildar ÍBV

Sveinn Jose Rivera Kynnumst honum aðeins betur!

Fullt nafn:Sveinn Jose Rivera

Gælunafn: Sveinn eða Jose Hjúskaparstaða: Frátekinn

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2016

Uppáhalds drykkur: Blár Collab frábær

Uppáhalds matur: Erfitt að toppa Naut og benna

Hvernig bíl áttu: VW iD4

Uppáhalds sjónvarpsþáttur:

Casa de papel/Money heist. Uppáhalds tónlistarmaður:

Chris Stapleton er geitin

Fyndnasti Íslendingurinn:

Jón Gnarr og Bergu Ebbi

Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Eldri Rivera bræðurnir.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt:

Luis Frade (línumaður Barcelona) helviti efnilegur.

Besti þjálfarinn semhefur þjálfað þig: Þessi er erfið, flestir frábærir.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Viktor Gísli, erfiður og leiðinlegur í grunninn.

Sætasti sigurinn: : Oddaleikurinn við Hauka á síðasta tímabili.

Mestu vonbrigðin: Tap í úrslitum við Val 2022

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið, hver væri það? Er ekki ótrulega fallegt að setja Rúnar Kárason hérna?

Hver er mesti fyndnastur í liðinu? Daniel Vieira og Ísak eru alveg frábærir í klefanum.

Uppáhalds staður á Íslandi: Erfitt að velja á milli Eyja og 110 Reykjavík.

Efnilegasti handbolta-maður/kona landsins? Jason “Baby shark” Stefánsson.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Kormákur Hvöt.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: ? Herra Noregur (Robbi Sig) alltaf fyrstur á blað. Tæki líklegast Dag til að vera yfir bókhaldinu og lögreglumaður ársins hann Nökkvi Snær þarf einnig að koma með til að halda uppi almennri stemmingu. Breki Óðins fengi allavega ekki að koma með.

Handknattleiksdeildar ÍBV

Stoltir styrktaraðilar

Bikarúrslit 2020

Stoltir styrktaraðilar

Handknattleiksdeildar ÍBV

Handknattleiksdeildar

Þrasi VE styður ÍBV Stoltir styrktaraðilar
ÍBV
H dk l ik d ild
Stoltir styrktarað
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.