Orkumótsblaðið 2023

Page 1

20. tbl. 05. árg. 28. júní - 4. júlí 2023

Góða skemmtun!

Nú flykkjast peyjar í 6. flokki í fótbolta og fjölskyldur þeirra til að upplifa Orkumótið í Eyjum. Mótið fer fram dagana 29. júní - 1. júlí. Megi leikarnir vera æsispennandi, ævintýrin ógleymanleg og kaffið á hliðarlínunni rjúkandi heitt. Góða skemmtun!

VELKOMIN TIL EYJA!

Við hjá Vestmanneyjabæ, eins og Eyjamenn allir, erum alltaf jafn stolt og glöð þegar ÍBV íþróttafélag heldur sín knattspyrnumót á hverju sumri. Þetta eru stórverkefni sumarsins á íþróttasviðinu: TM mótið og Orkumótið í Eyjum. Mikil vinna og undirbúningur liggur að baki hjá félaginu, sem og öllum þeim þátttakendum sem mótin sækja. Enda eru þessi mót í flestum tilvikum hápunkturinn á sumrinu hjá þeim iðkendum og þjálfurum sem sækja okkur heim.

Eyjamenn eru þekktir fyrir að taka vel á móti gestum og það er alltaf sérstök upplifun fyrir krakkana, nánast eins og að fara til útlanda, þegar farið er um borð í Herjólf og siglt til Eyja. ÍBV leggur alltaf mikinn metnað í að mótin gangi vel fyrir sig og með samstilltu átaki

TÍGULL

DREIFING:

allra þeirra sem koma beint eða óbeint að mótunum hefur þetta gengið ótrúlega vel. Og í raun má segja að bæjarbúar allir séu virkir þátttakendur í mótunum.

TM mótið fer fram í 34. sinn í ár og þátttakendur hafa aldrei verið fleiri en nú. Félagið heldur nú 40. Orkumótið, sem var fyrirmynd annarra sumarmóta. Jákvæð upplifun af Eyjum, ásamt leikgleði og hæfilegu keppnisskapi, er það sem gerir mótin að minningum sem gleymast seint og eru alltaf svo verðmætar.

Fyrir okkur hér í Eyjum eru þetta tvær af stærstu ferðamannahelgum sumarins, enda foreldrar og fjölskyldur dugleg að fylgja krökkunum sínum til leiks. Þetta er einmitt stór hluti af töfrum

mótanna: það er ekki síður skemmtilegt að vera foreldri eða fylgdarmaður og sjá og upplifa gleðina sem skín úr hverju andliti.

Vestmannaeyjar hafa upp á margt að bjóða fyrir mótsgesti og ég efast ekki um að þú, sem og aðrir gestir mótanna, eigið góðar stundir framundan á okkar fallegu eyju. Hafðu í huga að þetta er upplifun og þetta er ævintýri sem vert er að njóta. Verum til fyrirmyndar innan sem utan vallar. Þetta er leikur þó að þetta sé keppni!

Góða skemmtun!

Íris Róbersdóttir

Bæjarstjóri

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir, Katrín Laufey Rúnarsdóttir & Sæþór Vídó.

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

ÚTGÁFA:

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is

Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is

Prentun: Prentun.is

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.

Verið hjartanlega velkomin til Vestmannaeyja

Orkumótið í Eyjum

DAGSKRÁ 2023

Miðvikudagur

10:45/13:15/15:45/18:15

11:00-20:30

18:00-20:00

Brottför Herjólfs frá Landeyjarhöfn

Sea Life Trus

Kvöldmatur

Fimmtudagur

7:00-9:00

8:00-18:00

8:20-12:20

11:30-13:30

13:00-17:00

16:30-18:30

19:00

Föstudagur

7:00-9:00

8:20-12:20

9:00-17:00

11:30-13:30

13:00-17:00

16:30-18:30

19:00-19:45

20:00

Morgunmatur í Höllinni

Sea Life Trust

Leikir - riðlakeppni

Hádegismatur

Leikir - riðlakeppni

Kvöldmatur

Skrúðganga frá Barnaskóla og setning á Týsvelli

Morgunmatur í Höllinni

Leikir - riðlakeppni

Liðsmyndataka við Sundlaugina - SportHero

Hádegismatur í Höllinni

Leikir - riðlakeppni

Kvöldmatur

Landslið - Pressulið, 2 leikir á Hásteinsvelli

Þeir sem keppa landsleik mæta 30 mín. fyrir leik í Týsheimilið

Kvöldvaka í íþróttahúsinu - Jón Jónsson

Laugardagur

7:00-9:00

8:00-14:00

11:15-13:15

15:00-16:30

16:30

17:00

17:15-18:00

18:00-18:45

19:30/22:00/23:55

Morgunmatur í Höllinni

Leikir - riðlakeppni

Hádegismatur í Höllinni

Jafningjaleikir

Bikarúrslitaleikir

Úrslitaleikur um Orkumótsbikarinn

Grillveisla við Týsheimili

Lokahóf í íþróttahúsinu

Brottför Herjólfs frá Vestmannaeyjum

Birt með fyrirvara um
breytingar

Fáðu sem mest út úr sumrinu

erum betri saman
Við

ALEXANDER INGVI ÁSBJARNARSON

EGILL ERNIR JÓNSSON

Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Nei, þetta er í fyrsta skipti sem ég kem þangað.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Jóhann Berg Guðmundsson.

Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég er númer 43 því mér finnst það vera flott tala.

Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?

Vinstri kant og miðju.

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?

Liverpool.

KRISTÓFER LEÓ BERGLAND HÁKONSSON

Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já ég kom og horfði á bróður minn keppa á Orkumótinu 2020.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Birkir Bjarnason. Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?

Ég er nr.9 og það er afþví að ég á afmæli í september og það er níundi mánuðurinn.

Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Vinstri kant.

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Manchester United.

ÓÐINN FREYR GUNNARSSON

Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Nei ég hef ekki komið áður til Vestmannaeyja.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Ég veit það ekki.

Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? 21, afþví Marinó stærðfræðikennarinn minn er númer 21.

Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?

Hægri kantur.

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Liverpool.

Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já, þegar stóri bróðir minn keppti á Orkumótinu árið 2021.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Aron Einar Gunnarsson. Hann er Gunnarsson eins og ég og er nr. 17 eins og ég.

Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Númer 17. Litli bróðir minn er fæddur 2017 og við bræður erum allir með sama númer.

Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Striker.

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Liverpool.

MÓTSSVÆÐI Týsvöllur Helgafellsvöllur Herjólfshöll Hásteinsvöllur Þórsvöllur Dalavegur H ama r s v e gur Hamarsvegur Dalvegur Illugagata Týsheimili Þórsheimili Skrifstofa ÍBV Veitingasala og WC HE1 HE2 HE3 HE4 T1 T2 T3 T4 HER1 HER2 H1 H2 Þ4 Þ3 Þ2 Þ1

Verið velkomin

Orkumótið!

Við erum hér

til að hafa

gaman saman!

Jákvæður og uppbyggilegur stuðningur er besta hvatningin!

Berum virðingu fyrir dómurum, þau eru fólk eins og við, með mismikla reynslu.

á

RÚNAR FREYR GUNNARSSON

GUÐMUNDUR ÍSAK KARLSSON

Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já, ég fæddist í Vestmannaeyjum og kem oft í heimsókn til ömmu og afa.

Hver er uppáhaldsleikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Gylfi Sig.

Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Nr. 19 engin sérstök ástæða.

Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Vinstri kantur.

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Manchester City.

SVAVAR BREKI TRAUSTASON

Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já ég hef farið oft til Vestmannaeyja. Síðast fór ég á lundapysjuveiðar í september.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Jóhann Berg Guðmundsson. Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég spila númer 21 en það er uppáhalds talan mín.

Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Hægri bakvörð.

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Manchester United .

ÆGIR GÍSLASON

Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já þegar stóri bróðir minn var að keppa á Orkumótinu.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Jóhann Berg Guðmundsson.

Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir

þeirri tölu? 29 núna og engin sérstök ástæða. Ætla næst að breyta í 28 því það er afmælisdagurinn hjá

báðum ömmum mínu.

Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?

Það er skemmtilegast að spila miðju.

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Liverpool.

Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já hef komið nokkrum sinnum áður, þar af 2x á Orkumótið með bræðrum mínum þegar þeir voru að keppa. Ég kom síðast þegar bróðir minn var að keppa í Íslandsmótinu í 5. flokki à móti IBV í fyrrasumar.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Sveindís Jane, var geggjuð í úrslitaleik meistaradeildarinnar.

Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég spila í treyju númer 2 því ég á afmæli 2. nóvember

Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Vinstri kant og vörn.

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?

Liverpool

Frítt fyrir keppendur í Orkumótinu í fylgd með fullorðnum (Fullorðnir borga inn)

Gangi ykkur vel & góða skemmtun!

TM Mót 2023

Foreldrar og systkini greiða 1.000kr

aðgangseyri miðvikudag og fimmtudag

VÍKINGUR HRAFN ÞÓRHALLSSON:

ORKUMÓTSMEISTARI ÁRIÐ 2022

SKORAÐI TVÖ MÖRK Í

ÚRSLITALEIKNUM

FH sýndi sínar bestu hliðar þegar þeir mættu Stjörnunni í úrslitaleik Orkumótsins í fyrra. Leikar enduðu þannig að FH vann 3-1. Mörk FH gerður Víkingur Hrafn Þórhallsson 2 og Jökull Máni Davíðsson 1. Við tókum létt spjall við Víking Hrafn og hans upplifun af Orkumótinu.

Hvaða stöðu spilar þú helst? Lang oftast framherji en stundum á miðjunni eða á vinstri kanti

Númer hvað spilaru og er einhver sérstök ástæða fyrir þeirri tölu?

Í dag spila ég nr. 32 því að við veljum ekki númerin en ég spilaði nr. 10 af því að Ronaldinho var nr. 10

Hver er þín helsta fyrirmynd í fótboltanum?

Cristiano Ronaldo, Ronaldinho og Firmino

Hefur þú komið til Vestmannaeyja áður fyrir utan að keppa á Orkumóti?

Nei

Hvernig fannst þér að koma til Eyja og hvað er það helsta sem stóð upp úr?

Geggjað að koma til Eyja og að vinna mótið og spila með landsliðinu fannst mér standa upp úr.

Með hvaða liði heldur þú í enska boltanum?

Liverpool

Nú skoraðir þú tvö mörk í úrslitaleiknum í fyrra, hvernig var tilfinningin þegar dómarinn flautaði leikinn af?

Hún var stórkostleg, bara eins og í draumi.

Eitthvað að lokum?

Bara takk fyrir mótið og ég vona að þeir sem eru að fara að spila núna skemmti sér rosalega vel.

FH og Stjarnan spiluðu úrslitaleikinn á Orkumótinu í fyrra. Gangi ykkur vel strákar!

KRISTJÁN ÓLI STEFÁNSSON

RÚRIK KRISTBJÖRN KARLSSON

Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já í fyrra. Ég keppti á Orkumótinu. Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Rúnar Alex

Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég spila nr. 1 af því að ég er markmaður

Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?

Mark

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?

Liverpool

ANDRI JÓSEFSSON

Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já, þegar bróðir minn fór á Orkumótið 2021 Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Frændur mínir, en eru ekki lengur í landsliðinu, Gunnleifur Vignir og Birkir Már

Sævarsson

Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? 99 því bróðir minn var 99 Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?

Vörn

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?

Chelsea

Hefur þú komið til Vestmannaeyja áður, ef já, hvenær? Já, þegar Skúli Arnbjörn, bróðir minn fór á Orkumótið í fyrra. Þá gisti ég í tjaldi í Vestmannaeyjum í eina viku.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Birkir Bjarnason.

Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Númer 17 því ég á afmæli 17. október. Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Mér finnst skemmtilegast að spila vinstri kant eða miðju, því þá er maður nálægt markinu hjá hinu liðinu.

Hvað er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum? Manchester City, því Haaland er þar.

KÁRI ÓMARSSON

Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já, fór að horfa á bróðir minn keppa á Orkumótinu. 2020

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Rúnar Alex Rúnarsson

Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég er númer 1, því flestir markmenn eru númer 1

Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Í marki

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?

Liverpool

Borðapantanir í síma 481-1567 Hlaðborð fyrir hópa allskonar fyrir alla! OPIÐ kl. 11.30 - 23.00 alla mótsdagana Sjáumst á 481-1567 ( Sendum heim alla mótsdagana frá kl. 11.30 til 23.00 >> Erum að Heiðarvegi 5 Verum LJÚ FFENGU R FLJÓTLEGUR KOSTUR

STRÁKARNIR OKKAR Í 6. FLOKKI

Auðberg Óli Valtýsson #27 Aron Hrafnsson #6 Atli Dagur Bergsson #3 Eiður Sævar Árnason #12 Cameron Hugi Garner #14 Baltasar Þór Einarsson #50 A. Gísli Haraldsson #14 Breki Þór Halldórsson #27 Christian Leó Gunnarsson #23 Daníel Gauti Scheving #7 Bjarki Páll Arnórsson #14 Aron Ingi Hilmarsson #7 Fannar Ingi Eyþórsson #12 Elimar Andri Andrason #17 Emil Elvis Friðriksson #13 Erik Þorvarður Gautason #10 Guðmundur Helgi Sigurgeirsson #11 Freysteinn Bergmann Sæþórsson #21 Gabríel Gauti Guðmundsson #27 Gabríel Snær Ingason #4 Hjörtur Eron Runason #10 Hilmar Andri Tómasson #8 Hilmar Gauti Garðarsson #10 Hrafn Mikael van der Linden #99 Ingólfur Máni Arnarsson #2 Ísak Leví Gíslason #35 Ísak Starri Örvarsson #9 Elías Agnar Hannesson #95 Kristian Leví Arneyjarson #4 Jóel Huginsson #22 Jón Bjarki Eiríksson #25 Kristján Kári Kárason #11 Ólafur Andrason #6 Kristófer Daði Hallsson #5 Magnús Arnar Gíslason #77 Nökkvi Dan Sindrason #23 Rúnar Örn Sigurjónsson #15 Óliver Elí Gíslason #65 Óliver Friðriksson #10 Ríkharður Páll Sævaldsson #44 Salvar Rúnarsson #5 Sigdór Zacharie Hlynsson #24 Sigurpáll Rúnarsson #27 Ívar Eydal Sigfússon #25

Fyrstu leikir ÍBV liðanna sem fara fram á fimmtudag

Þórarinn I. Haraldsson #88 Sveinþór Atli Sigurðsson #19 Úlfur Ingi Gíslason #8 Þórður Ágúst Hlynsson #11 Guðmundur Tómas Sigfússon, Þjálfari Ragnar Már Sigrúnarson Yfirþjálfari Sveinn Jörundur Ágústsson #73
1 2 3 4 5 Tímasetning Liðin Völlur 13:00 ÍBV - HK Hásteinsvöllur 1 14:20 ÍBV - ÍA Þórsvöllur 1 15:40 ÍBV - Þróttur R. Hásteinsvöllur 1 08:20 ÍBV - Haukar Þórsvöllur 2 09:40 ÍBV - Þróttur Herjólfshöll 2 11:00 ÍBV - Víkingur Hásteinsvöllur 1 13:40 ÍBV - Víkingur Týsvöllur 1 15:00 ÍBV - KR Hásteinsvöllur 1 16:20 ÍBV - Fjarðarbyggð Þórsvöllur 1 13:40 ÍBV - Keflavík Þórsvöllur 4 15:00 ÍBV - Breiðablik Herjólfshöll 2 16:20 ÍBV - Njarðvík Týsvöllur 1 08:20 ÍBV - Fylkir Helgafellsvöllur 1 09:40 ÍBV - Breiðablik Helgafellsvöllur 4 11:00 ÍBV - Stjarnan Helgafellsvöllur 2

MAÐUR ER MIKLU STRESSAÐARI Á HLIÐARLÍNUNNI SEM PABBI

Hvaða íþróttir stundaðir þú á yngri árum? Fótbolti var alltaf í aðalhlutverki enda byrjaði ég 4 ára að æfa og spila enn mér til skemmtunar þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna fyrir bráðum 6 árum síðan. En ég æfði líka handbolta í 1. og 2. bekk og svo fór ég líka á nokkur golfnámskeið.

Var FH þitt uppeldisfélag eða spilaðir þú með öðrum klúbbum?

Ég spilaði alla tíð með FH. Þegar ég var 20 ára var FH með ansi gott lið og ég að koma upp í meistaraflokk. Þá var ég svo heppinn að Atli Eðvalds heitinn fékk mig á lán í Þrótt, hvar ég svo spilaði fjögur tímabil áður en ég gekk svo aftur til liðs við FH árið 2009. Á tíma mínum í Þrótti var ég á fótboltastyrk hjá Boston University svo ég spilaði alltaf með háskólaliðinu á veturna.

Hvaða stöðu spilaðir þú á vellinum?

Í sjö manna boltanum var ég alltaf varnarmaður á yngra ári og kantmaður á eldra ári. Þessar stöður runnu svo náttúrulega saman í hægri bakvarðarstöðuna þegar ég kom á stóran völl í 4. flokki. Það varð svo aldrei nein breyting þar á og ég spilaði hægri bakvörð allan minn meistaraflokksferil.

Númer hvað spilaðir þú alltaf í og var einhver sérstök ástæða fyrir því?

Í yngri flokkunum spilaði ég alltaf númer 10. Ég held að ástæðan hafi nú bara verið sú að Davíð Þór Viðarsson, frændi minn, spilaði alltaf í númer 10 líka. Þó hann sé bara einu ári eldri en ég og við miklir vinir þá var hann alltaf svo góður í fótbolta að það var auðvelt að líta upp til hans.

Hver var þín helsta fyrirmynd í fótboltanum og afhverju?

Þegar ég var lítill horfði ég rosalega mikið upp til eldri bróður hans Davíðs frænda, hann Arnar Þór Viðarsson. Flestir þekkja hann í dag sem fyrrum landsliðsþjálfara Íslands. En Arnar er 7 árum eldri en ég og sama ár og ég spilaði á mínu seinna Shellmóti fór hann út í atvinnumennsku til Belgíu þar sem

hann átti frábæran feril. Ég fór svo einmitt með FHvinum mínum í knattspyrnuskóla Kristjáns Bernburg

í Lokeren í Belgíu þegar ég fermdist árið 1999 og ég man hvað okkur fannst geggjað að fá smá leiðsögn frá Arnari.

Nú fórst þú sjálfur á Orkumótið/ Shellmótið? sem peyi, hvernig var sú upplifun og hvað fannst þér eftirminnilegast?

Ég fór heldur betur á Orkumótið sem peyi en í þá daga hét það Shellmótið. Árið 1994 var ég á yngra ári og sigraði mótið með liðsfélögum mínum í FH í keppni C-liða. Ári síðar var ég fyrirliði A-liðsins en við töpuðum úrslitaleiknum gegn Fjölni. Ég man að sjálfsögðu eftir boltanum stóra við Illugagötuna og svo man ég þegar við FH-ingar lögðumst í brekkuna við vellina og mynduðum risastórt FH. Ég man líka bara eftir því hvað mér fannst gaman að vera með félögum mínum allan daginn og hvað við vorum duglegir að finna upp á allskonar skemmtilegu að gera saman. Í þá daga var enginn með síma og ég er svo þakklátur fyrir það hvað við vorum duglegir að styrkja böndin okkar með góðri samveru og leikjum. Ég skora á ykkur krakkar að leggja símana til hliðar á meðan á mótinu stendur og reyna frekar að njóta betur þeirra forréttinda að vera með vinum ykkar og vinkonum.

Þú hefur fylgt peyjanum þínum á Orkumótið - hver myndir þú segja að væri helsti munurinn að fara sem leikmaður og sem foreldri? (Er þetta alltaf jafn gaman?)

Ég fór á Orkumótið í fyrra sem pabbi því Jón Tryggvi sonur minn spilar með Gróttu. Við mætum aftur í ár og eftirvæntingin er mikil. Mér finnst þetta alveg svakalega skemmtilegt enda skín gleðin úr hverju andliti. Munurinn er auðvitað sá að maður er miklu stressaðari á hliðarlínunni sem pabbi enda getur maður ekki gert neitt inn á vellinum til að áhrif á leikinn. Ég öfunda peyjana að vera inni á vellinum að gera sitt besta og uppskera eftir því.

Hvernig stóð það til að þú samdir lag fyrir fótboltamótin í Vestmannaeyjum?

Fyrir rúmu ári síðan minntist Sigga Inga hjá ÍBV á það að gaman væri að gera lag sem myndi virka fyrir pæju- og peyjamótin. Við tókum það ekkert lengra en svo spilaði ég á kvöldvökunni í fyrra hjá strákunum og bullaði eitthvað lag á staðnum sem peyjarnir svo héldu bara áfram að öskursyngja. Þá var ekki aftur snúið og við Sigga ákváðum að ég myndi semja lag fyrir mótin í ár. Og að sjálfsögðu er viðlagið það sama og varð til á sviðinu síðasta sumar.

Hvert sóttir þú innblástur fyrir lagið?

Ég í raun lokaði bara augunum og sá sjálfan mig fyrir mér sem ungan gutta á þessu geggjaða móti. Svo fannst mér líka gaman að kíkja á lög sem hafa verið gerð fyrir HM í knattspyrnu. Það skýrir af hverju það

eru svona margir kaflar þar sem við syngjum bara O - þannig geta jú allir sungið með, líka þeir sem kunna ekki texta. Pálmi Ragnar, vinur minn, sem m.a. annars gerði Power með Diljá hjálpaði mér að gera lagið svona stórt og kraftmikið enda hentar það vel á þessum stóru og kraftmiklu mótum.

Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Njótið þess að spila leikina en njótið þess líka að gera alls konar skemmtilegt með vinum ykkar og vinkonum. Styrkið böndin ykkar á milli og búið til minningar sem vara að eilífu. Takk fyrir að hlusta á lögin mín og vera svona skemmtileg þegar ég stíg á sviðið.

Jón Jónssson á Shellmótinu, fyrirliði A liðsins, að spila úrslitaleik gegn Fjölni árið 1995. - Úrklippa úr DV 27. júní 1995.

FÓTBOLTI ÚTI Í EYJUM

Lag og texti: Jón Jónsson

Nú er tími ævintýra.

Grænir vellir okkar bíða.

Hér eignast munum haug af minningum

Tvöföld skæri og svo spretta.

Í góðu færi verð að negla.

Við skiljum allt eftir á vellinum

Oooooh, gaman útí Eyjum

Oooooh, sameiginlegt eigum

að trúa draumana á.

Hér í Eyjum upplifum þá

Oooooh, í fótbolta' útí Eyjum

Oh oh ooooh!

Pabbi og mamma, afi og amma

Dómarann má ekki skamma

Ef eitthvað klikkar gengur betur næst

Viljum njóta, viljum þora.

Þarft að skjóta til að skora.

Við vitum öll að draumar geta ræst.

Oooooh, gaman útí Eyjum

Oooooh, sameiginlegt eigum

að trúa draumana á.

Hér í Eyjum upplifum þá

Oooooh, í fótbolta’ útí Eyjum

Oh oh ooooh!

SKANNAÐU OG SYNGDU MEÐ

TIL HAMINGJU ÍBV

ÍSLANDSMEISTARAR

TAKK FYRIR SAMSTARFIÐ Í ÚRSLITAKEPPNINNI

SAMAN BREYTTUM VIÐ ÚTIVÖLLUM Í HEIMAVÖLL!

BIKAR- OG DEILDARMEISTARAR

EFTIRMINNILEGAST

AÐ SPILA ÚRSLITALEIKI

MEÐ BESTU VINKONUM SÍNUM

Kristín Erna Sigurlásdóttir

Fæðingardagur og ár?

19. Ágúst 1991

Fjölskylduhagir? Í sambúð

Staða á vellinum? Framherji

Ferill sem leikmaður?

Spilaði upp alla yngri flokka ÍBV. Var svo í meistaraflokk ÍBV frá 2007 – 2015, 2017 – 2019 og 2022 og 2023. 2016 með Fylki. 2020 með KR og 2021 með Víkingi Reykjavík.

Hvaða titla hefur þú unnið? Bikarmeistari með ÍBV 2017.

Bestu leikmenn sem þú hefur spilað með? Danka Podovak, Cloe Lacasse og Olga Sevcova.

Erfiðasti andstæðingurinn? Glódís Perla.

Hver eru markmið þín í fótboltanum?

Þar sem ég er komin á lokametrana þá er bara að taka eitt tímabil í einu.

Besti þjálfari sem þú hefur haft og afhverju?

Erfið spurning hef haft mjög marga góða þjálfara. Þeir sem koma upp í hugann fyrst eru Jón Óli Daníelsson. Hann var fyrsti þjálfarinn minn í meistaraflokki og kenndi mér mikið og margt af því sem ég notast enn við þann dag í dag. Ian Jeffs var frábær. Hann náði einhvern veginn alltaf að láta flókna hluti líta út fyrir að vera mjög auðvelda. Svo fannst mér frábært að vinna með Jonathan Glenn, Mjög taktískur og skipulagður þjálfari.

Hver var þín helsta fyrirmynd þegar þú varst yngri? Pabbi minn.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum?

Alltaf spil

En það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Hlaup án bolta.

Mestu vonbrigði á ferlinum? Hnémeiðsli.

Stærsta stund á þínum ferli? Þegar við urðum bikarmeistar með ÍBV. Var búin að bíða lengi eftir að vinna titil með uppeldisfélaginu.

Hvernig er hefðbundinn leikdagur hjá þér? Hann er nú bara eins og flestir aðrir dagar. Vakna og fæ mér morgunmat. Svo bara vinna til hádegis. Þá fer liðið saman í hádegismat. Eftir það er slökun fram að leik.

Ertu hjátrúafull fyrir leiki?

Nei.

Veldu einn markmann, einn varnarmann, einn miðjumann og einn sóknarmann sem þú værir til í að vera með í þínu liði?

Bryndís Lára, Arna Sif, Lára Kristín og Sandra María Jessen.

Áttu þér áhugamál fyrir utan fótbolta? Útivist og hreyfing.

Fórst þú á TM mótið í Eyjum þegar þú varst yngri? Og ef já, hvernig fannst þér og með hvaða liði spilaðir þú?

Já eg fór á nokkuð mörg TM mót þar sem að þá voru fleiri flokkar á mótinu. Mér fannst alltaf geggjað að fara á þetta mót. Ég var í mjög góðum árgangi og við vorum alltaf að spila til verðlauna. Ætli það hafi ekki bara verið eftirminnilegast að vera alltaf að spila úrslitaleiki með bestu vinkonum sínum.

Hvað þurfa krakkar sem eru að leggja leið sína á TM-og eða Orkumótið í Eyjum að gera til þess að ná langt í fótbolta?

Mæta á allar æfingar, leggja sig fram og hafa gaman!

Hjá hvaða liði hafa verið þínir bestu tímar á ferlinum? Hjá ÍBV

Hver er sterkasta deild sem þú hefur spilað í? Besta deildin.

Eitthvað að lokum?

Til allra þeirra sem eru að spila á þessum mótum að njóta staðar og stundar.

MÁNI GUNNAR STEINNSSON

JÓHANN ARI RAGNARSSON

Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær?

Já tvisvar, ég spilaði á Orkumótinu 2022 og kom líka til Eyja með fjölskyldunni að skoða Litlu grá og Litlu hvít 2021.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Hákon Rafn Valdimarsson

Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir

þeirri tölu? Nr. 23 eins og Luis Diaz

Hvaða stöðu finnst þer skemmtilegast að spila?

Framherji

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?

Liverpool

ALEXANDER ÞÓR ARKADIUSZSON

Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já að keppa leiki. Kom síðasta haust. Líka komið á Orkumótið með bróður mínum. Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Aron Einar. Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? 10 eins og Rooney sem var einu sinni uppáhalds. Núna er það Ronaldo.

Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Miðja.

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Manchester United.

SIGURÐUR GRÉTAR ÞÓRSSON

Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já þegar ég var lítill og á Þjóðhátíð í fyrra. Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Sara Björk.

Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir

þeirri tölu? 4, ég dróg það hjá þjálfaranum mínum.

Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Vinstri kant.

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?

Manchester United.

Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já ég hef komið 3 sinnum, einu sinni til að horfa á fótbolta leik íbv vs stjarnan einu sinni í heimsókn og einu inni til að sjá úrslit í handbolta. Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í islenska landsliðinu? Gylfi sigurðsson.

Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég spila nr, 83 en ég fékk það númer úthlutað, engin ástæða.

Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?

Frammi og kantinum.

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Manchester united.

Opnunartími

sundlaugarinnar yfir Orkumótið

Mánudag: 06:30-21:00

Þriðjudag: 06:30-21:00

Miðvikudag: 06:30-21:00

Fimmtudag: 06:30-21:00

Föstudag: 06:30-21:00

Laugardag: 09:00-18:00

Sunnudag: 09:00-18:00

Velkomin til Vestmannaeyja!

Strákar við óskum ykkur góðs gengis á Orkumótinu
GANGI YKKUR VEL!
|
S.
481 3939 Engar áhyggjur af mömmu og pabba, ég skal gefa þeim að borða!

AUÐUNN JAKOB FINNSSON

PÁLL GÍSLASON

Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Nei.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Markmaðurinn Rúnar Alex Rúnarsson.

Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?

Númer 1, ætlaði að vera í marki en hætti svo við eftir að ég fékk treyjuna.

Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Fremstur.

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Liverpool.

GARÐAR JÚLÍAN ALEXANDERSSON

Hefurðu komið til vestmannaeyja áður?

Nei

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Sveindís Jane

Númer hvað spilarðu og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég er númer 40, bara af því að það var enginn annar númer 40

Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?

Auðvitað í markinu

Hvað er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum? LIVERPOOL!!

ELMAR HARRI SIGFÚSSON

Hefur þú komið til Vestmannaeyja áður ef já hvenær? Hef komið þrisvar sinnum áður, fyrst fyrir 3 árum að horfa á frænda minn keppa í Orkumótinu og ég kom í fyrra að keppa á Orkumótinu.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Hákon Arnar Haraldsson

Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?

Númer 17, fékk það númer úthlutað hjá Keflavík

Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?

Ofarlega á miðjunni

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?

Manchester United

Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já ég fór með stóra bróður mínum á Orkumótið 2020.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Aron Einar Gunnarsson.

Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir

þeirri tölu? Ég er númer 27 af því að einn af mínum uppáhalds leikmönnum João Cancelo var númer 27 hjá Manchester City.

Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Hægri kant.

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Arsenal.

Við óskum strákunum góðs gengis & góðrar skemmtunar á Orkumótinu! VERSLUN HEIÐARVEGI 6 | 481 1400 Áfram
KFR!

Við höfum séð um verðlaunagripina á Orkumótinu frá upphafi eða í 40 ár Gangi ykkur vel strákar!

Þjónustuíbúð við Eyjahraun

Vestmannaeyjabær auglýsir lausa til umsóknir þjónustuíbúð eldri borgara við Eyjahraun 1. Íbúðin er ætluð þeim einstaklingum sem þurfa meiri stuðning og aðstoð en hægt er að veita í heimahúsi en heilsufar ekki orðið það slæmt að þörf er fyrir rými á stofnun. Grundvallarþættir mats fyrir þörf á þjónustuíbúð er líkamlegt og andlegt heilsufar umsækjanda.

Íbúðin er 44,4 fermetrar. Leiguverð fylgir leiguverði annarra íbúða hjá Vestmannaeyjabæ. Að auki greiða leigjendur fyrir þjónustupakka, sem m.a. innifelur í sér öryggiskerfi og dagþjónustu á Hraunbúðum.

Umsóknarfrestur er til 17.júlí nk. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu Fjölskyldu- og fræðslusviðs að Kirkjuvegi 23, en einnig er hægt að sækja um í gegnum íbúagáttina á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Nánari upplýsingar veitir Margrét Ingólfsdóttir, í síma 488-2000 eða á netfanginu margret@vestmannaeyjar.is.

Pressu- og landsliðið spila í búningum frá okkur!

RÚNAR ÖRN SIGURJÓNSSON

KRISTÓFER INGI ÔRVARSSON

Hvað hefur þú átt lengi heima í Vestmannaeyjum og hvernig finnst þér það? Ég hef alltaf átt heima í Vestmannaeyju, næstum 10 ár og finnst það geggjað Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Ég er ekki alveg viss en uppáhalds fótboltamaðurinn minn er Kevin de bruyne.

Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Númer 15, stóri bróðir minn er líka númer 15.

Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?

RM (Right Midfielder)

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Manchester City.

HANNES BJARNAR KRISTJÁNSSON

Með hvaða liði keppir þú? Ægi.

Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja, ef já þá hvenær? Nei.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Aron Einar Gunnarsson.

Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? 7, siiuuu Ronaldo.

Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Miðju.

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Manchester United.

NÓI ÞÓR BALDVINSSON

Hvað hefur þú átt lengi heima í Vestmannaeyjum og hvernig finnst þér það? Já einu sinni áður, ég fór á Orkumótið í fyrra.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Aron Einar.

Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég spilaði númer 3 af því að frændi minn

Birgir Ómar í Þór er númer 3, en núna er ég númer 14.

Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?

Finnst skemmtilegast að spila vinstri kant.

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?

Manchester City.

Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja, ef já þá hvenær? Nei hef aldrei komið en hlakka til að fara þangað!

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Á engann uppáhalds eins og er.

Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Mig langaði að vera með sama númer og annaðhvort langafi minn Sveinn Teitson eða frændi minn Árni Sveinsson því þeir voru báðir fótboltamenn og spiluðu með Íslenska landsliðinu en þar sem langafi Venni var ekki alltaf með sama númer þá valdi ég 11 sem var númerið hans Árna Sveins.

Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Frammi eða kannti.

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Liverpool!

góðs gengis & góðrar skemmtunar á Orkumótinu! Strandvegur 30 / 481 1475 / www.midstodin.is
Við óskum strákunum
Íslensk ullareinangrun Ný útivistarlína Icewear Skoðaðu úrvalið inn á www.icewear.is Ýmis Símanúmer! Sjúkrahús / heilsugæsla Vakt Læknir / Hjúkrunarfr. Neyðartilvik Apótekarinn Skrifstofa ÍBV 481 2060 Eyjataxi Sundlaug Herjólfur Víkingferðir 432 2500 1700 112 481 3900 698 2038 488 2400 481 2800 488 4800 skemmtun! júlí. kaffið á

50 ÁR FRÁ LOKUM JARÐELDA Á HEIMAEY

Þann 3. júlí næst komandi verður í notkun sérstakur stimpill á pósthúsinu í Vestmannaeyjum til að minnast þessa.

Einnig verða til sýnis frímerkjaútgáfur, sem tengjast Gosinu. Sérstakir stimplar hafa verið notaðir á 5 ára fresti, allt frá 1993. Útgáfur þessar verða til sýnis Goslokavikuna á opnunartíma pósthússins.

Flötum 29

Tímapantanir í síma: 481-1012

Neyðarsíminn: 844-5012

tannsi@eyjar.is

kl. 11.00

Miðvikudaga kl 20.30

AL-ANON

Þriðjudaga kl. 20.30

Passamyndir

Fasteignaljósmyndun

Bókið tíma á facebook.com/thoreyljosmyndari eða á netfangi thoreyhh19@gmail.com

Opnunartímar:

Mánudagur 13.00 - 17.30

Þriðjudagur - 13.00 til 17.30

Miðvikudagur - 13.00 til 17.30

Fimmtudagur - 13.00 til 17.30

Föstudagur - 13.00 til 17.30

Laugardagur - 12.00 til 15.00

Sunnudagur - lokað

Fundir eru sem hér segir: Sunnudaga
HÁLFTÍMA FYRIR FUNDI
NÝLIÐAR VELKOMNIR
NÝJA TANNLÆKNASTOFAN
Hægt er að kaupa miða og velja sæti á www.eyjabio.is
LAUGARDAGUR SUNNUDAGUR KL. 19.00 KL. 19.00 KL. 15.00 KL. 15.00 KL. 20.00
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ

Orkumótið 40 ára

Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.