Orkumótsblaðið 2020

Page 1


Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja

Velkomin til Eyja!

Ágæti gestur Við hjá Vestmanneyjabæ, eins og Eyjamenn allir, erum alltaf jafn stolt og glöð þegar ÍBV íþróttafélag heldur sín knattspyrnumót á hverju sumri. Þetta eru stórverkefni sumarsins á íþróttasviðinu: TM mótið og Orkumótið í Eyjum. Mikil vinna og undirbúningur liggur að baki hjá félaginu, sem og öllum þeim þátttakendum sem mótin sækja. Enda eru þessi mót í flestum tilvikum hápunkturinn á sumrinu hjá þeim iðkendum og þjálfurum sem sækja okkur heim. Þetta árið hefur undirbúningurinn verið með öðrum hætti hjá öllum

vegna Covid-19. Það er þó mikið gleðiefni fyrir alla þessa fjölmörgu iðkendur og þjálfara að mótin fari fram og hefur ÍBV lagt sig fram við það að fylgja öllum þeim leiðbeiningum og reglum sem einkenna lífið okkar í dag. Eyjamenn eru þekktir fyrir að taka vel á móti gestum og það er alltaf sérstök upplifun fyrir krakkana, nánast eins og að fara til útlanda, þegar farið er um borð í Herjólf og siglt til Eyja. ÍBV leggur alltaf mikinn metnað í að mótin gangi vel fyrir sig og með samstilltu átaki allra þeirra sem koma beint eða óbeint að mótunum hefur þetta gengið ótrúlega vel. Og í raun má segja að bæjarbúar allir séu virkir þátttakendur í mótunum. Í ár fer TM mótið fram í 31. sinn og þátttakendur hafa aldrei verið fleiri en nú. Félagið heldur nú 37. Orkumótið, sem var fyrirmynd annar sumarmóta. Jákvæð upplifun af Eyjum, ásamt leikgleði og hæfilegu keppnisskapi, er það sem gerir mótin að minningum sem fyrnast seint og eru alltaf svo verðmætar. Fyrir okkur hér í Eyjum eru þetta tvær af stærstu

Orkumótsblaðið 2020 Útgefandi: ÍBV Íþróttafélag Umsjón: Sigríður Inga Kristmannsdóttir Ljósmyndir: Sigfús Gunnar Guðmundsson

ferðamannahelgum sumarins, enda foreldrar og fjölskyldur dugleg að fylgja krökkunum sínum til leiks. Þetta er einmitt stór hluti af töfrum mótanna: það er ekki síður skemmtilegt að vera foreldri eða fylgdarmaður og sjá og upplifa gleðina sem skín úr hverju andliti. Þetta sumar verður öðruvísi hjá okkur öllum en það er jákvætt að börnin geta stundað sína íþrótt og keppni. Eftir erfiðan vetur er það tilhlökkunarefni. Vestmannaeyjar hafa upp á margt að bjóða fyrir mótsgesti og ég efast ekki um að þú, sem og aðrir gestir mótanna, eigið góðar stundir framundan á okkar fallegu eyju. Hafðu í huga að þetta er upplifun og þetta er ævintýri sem vert er að njóta. Verum til fyrirmyndar innan sem utan vallar og förum að fyrimælum. Munum að við erum öll almannavarnir. Góða skemmtun! Íris Róbertsdóttir Bæjarstjóri

Mótsnefnd: Sigríður Inga Kristmannsdóttir, mótsstjóri siggainga@ibv.is / 869-4295 Hörður Orri Grettisson, framkv.stjóri ÍBV hordur@ibv.is / 692-5367 Sigfús Gunnar Guðmundsson, gjaldkeri sigfus@ibv.is / 481-2060 Arnar Gauti Grettisson arnar@ibv.is / 857-9604 Óskar Elías Zöega, dómaramál skari95@gmail.com / 844-0653



UMGENGNISREGLUR 1.

Hvert félag fær stofu/stofur til umráða sem það skal sjá um að halda hreinum meðan á mótinu stendur (þar með talin salerni). Verði einhverjar skemmdir ber félagið ábyrgðina. Muna einnig að henda öllu rusli eftir sig út í gáma.

2.

Í hverri stofu verður að vera fararstjóri. Keppendur mega aldrei vera einir í stofunum, hvorki að nóttu né degi.

3.

Borð, stólar og annar borðbúnaður sem er í stofum, ekki færa hann til.

4.

Allt á að vera hljótt í skólum frá klukkan 22:00

5.

Öll hlaup á göngunum eru stranglega bönnuð og boltar eru bannaðir innan dyra.

6.

Fararstjórum skal bent á það að útidyr eru opnanlegar innan frá, keppendur geta því hæglega læst sig úti eftir að skólanum hefur verið lokað á kvöldin. Athugið að hafa allar hliðarhurðar læstar, hurðin að framan er opin til klukkan 23:00. Það er verið að hugsa um öryggi ykkar með því að hafa lokað. Annars er það á ykkar ábyrgð ef eitthvað kemur fyrir.

7.

Öllum bílum skal lagt á bílastæði við skólana, ekki á skólalóð.

8.

Alla skó skal geyma í anddyri skólanna. Keppendur geta haldið á skónum sínum í stofurnar. Það á enginn að ganga á útiskóm um ganga skólanna.

9.

Skólarnir eru aðeins ætlaðir þátttakendum á mótinu.

10.

Meðferð áfengis, tóbaks og vape er stranglega bönnuð í skólunum. Ef einhver er úti eftir klukkan 23:00 þarf hann að hringja í fararstjóra og láta hleypa sér inn, ekki húsvörð eða annað gæslufólk. Athugið við brottför að sópa, ganga vel frá stofunum og henda rusli í gáma. Góða ferð heim!



ÝMSAR UPPLÝSINGAR Bátsferð Öllum þátttakendum er boðið í bátsferð með bátnum Halkíon frá Rib-Safari. Brottför er frá sömu bryggju og Herjólfur leggst að, nema austan megin, við hliðina á Tanganum. Báturinn hefur nokkuð stífa áætlun, þannig að hópar þurfa að vera tilbúnir á bryggju tímanlega áður en ferð hefst. Bátsferðin tekur ca. 30 mín, farin er ferð út í Klettshelli. Bílastæði Fá bílastæði eru á mótssvæðinu en einnig er hægt að leggja bílum við íþróttahús og Þórsheimili. Mikilvægt er að halda akstursleiðum á stæðunum í kringum vellina opnum til að sjúkrabíll eigi greiðan aðgang. Lögregla hefur eftirlit með svæðinu og grípur til þeirra úrræða sem þeir kjósa ef bílum er ólöglega lagt, skapa hættu eða loka mikilvægum leiðum. Félagsfáni Öll félög mæta með félagsfána síns félags og flagga honum sjálf á fánastangir við Týsvöll, og taka hann síðan niður áður en haldið er heim á leið. Rútuferðir Rútuferðir verða frá bryggju í gistingu á miðvikudag og frá gistingu á bryggju laugardag fyrir þá sem hafa óskað eftir því, rúturnar byrja að ganga klukkutíma fyrir brottför Herjólfs á laugardag. Reglulegar rútuferðir verða á matartíma. Frá Íþróttamiðstöð (fánastöngum við Illugagötu) upp í Höll og til baka aftur. Rútan mun ganga stanslaust þennan hring á matmálstímum. Sjúkravörur Á skrifstofu ÍBV er hægt að nálgast plástur, klaka ofl. fyrir minniháttar meiðsli. Ef grunur er um alvarlega áverka skal alltaf hringja í 112. Tapað/fundið Allir óskilamunir sem verða eftir á mótssvæðinu, meðan á mótinu stendur, enda í íþróttahúsinu/sundlauginni, eins það sem verður eftir í skólunum þegar mótinu er lokið, síminn þar er 488-2400.

Kæligámur Við verðum með kæligám við Týsheimilið fyrir þá sem þurfa að koma vörum í kæli. Hann er læstur með talnalás, lykilnúmerið fyrir lásinn er2861 Landsleikir Landsleikir eru á föstudagskvöld kl. 18:30 á Hásteinsvelli, spilaðir eru tveir leikir á sama tíma og gilda samanlögð úrslit úr báðum leikjum. Þjálfari tilnefnir fulltrúa síns félags og tilkynnir mótsstjórn, tveim tímum fyrir leik lætur þjálfari leikmann vita um þátttöku. Miðað er við að hvert félag eigi sinn fulltrúa í leiknum. Leikmenn keppa í “Landsliðs” og “Pressuliðs” búningum sem eru gerðir sérstaklega fyrir þennan leik. Að leik loknum mega leikmenn eiga búningana sína. Matur Allar máltíðir, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur verða í Höllinni við Strembugötu nema grillveislan á laugardagskvöldi verður fyrir utan Týsheimilið. Verðlaun í mótslok Á laugardegi keppa lið í 8 liða mótum. Sigurlið í hverju móti fá afhentan bikar og leikmenn gullpening. Leikmenn liðs í 2. sæti hvers móts fá afhenta silfurpeninga. Lið mótsins, valdir 10-12 bestu leikmenn mótsins að mati dómara fá sérstaka viðurkenningu. Prúðasta liðið á mótinu utan vallar, fær bikar. Tekið er mið af framkomu hópsins hvarvetna, “hópur” eru allir leikmenn félagsins, þjálfarar, fararstjórar og foreldrar. Háttvísi verðlaun KSÍ, dómarar velja prúðustu liðin í hverjum leik. Allir keppendur fá þátttökupening. Sund Frítt er í sund gegn framvísun þátttökuarmbands þrisvar sinnum yfir mótið. Úrslit Ef leiðrétta þarf úrslit þá þarf að koma þeim skilaboðum til Sigfúsar eins fljótt og auðið er í síma 481-2060 eða sigfus@ibv.is



MÓTSREGLUR 1.

Keppt er á minivöllum. Leiktími á fimmtudegi og föstudegi er 2x15 mín. Leikhlé er 3 mín. Leiktími á laugardegi er 2x12 mín. Leikhlé er 2 mín.

2.

Dæma skal eftir reglum KSÍ fyrir 6. flokk 7 manna bolta.

3.

Allir leikir skulu hefjast á því að dómari leiði liðin frá marki við girðingu vallarins að miðju vallarins.

Áður en leikur hefst skulu lið, varamenn og þjálfarar safnast saman fyrir aftan markið fjær áhorfendum. Þegar dómarinn gefur merki skulu liðin ganga í röð inn á völlinn að miðlínu. Fyrirliði fyrstur, þá leikmenn og síðast þjálfari. Á miðlínu skulu liðin raða sér í beina röð á móti áhorfendum og veifa. Fyrirliði næst dómara, leikmenn og þjálfari fjærst. Síðan taka fyrirliðar í höndina á hvor öðrum. Eftir að dómari hefur kastað hlutkesti og fyrirliðar valið, þá skal þjálfari sjá um að kalla varamenn út af vellinum í skiptibox.

4.

Dómari skal ekki hefja leik nema þjálfari og varamenn séu á sínum stað. Varamaður og aðstoðarmenn verða að vera á merktu svæði. Dómari hefur heimild til að stöðva leikinn og leiðrétta stöðuna.

Aðeins þjálfari má vera á hliðarlínu leikvallar. Varamenn og liðsstjórar skulu vera á merktu svæði hægra megin fyrir aftan sitt mark.

5.

Í leikjum er aldrei skráður meiri markamunur en 3 mörk.

6.

Röðun liða eftir árangri í riðlum:

7.

Verði liðin jöfn:

8.

Undanúrslitaleikir og úrslit um verðlaunasæti:

1. stig // 2. Fleiri nettó mörk // 3. Færri mörk fengin á sig // 4. Innbyrðis viðureign // 5. hlutkesti

1. Markamismunur // 2. Ef markamunur er jafn, telst það lið ofar sem hefur fengið færri mörk á sig // 3. Innbyrðis viðureignir // 4. Hlutkesti

A. Verði lið jöfn að venjulegum leiktíma loknum (markajafntefli) vinnur það lið sem skoraði eftir stystan leiktíma í fyrri hálfleik eða seinni hálfleik. Dæmi: Lið A skorar í fyrri hálfleik eftir 3 mín og 45 sek. Lið B skorar í seinni hálfleik eftir 2 mín og 10 sek. Endi þessi leikur jafntefli, þá telst lið B sigurvegari. Aðstæður gætu verið óhagstæðar á annað markið, því verður reglan að gilda fyrir hvorn hálfleik. B. Ef leikur endar með markalausu jafntefli fer fram framlenging 2x5 mín. Ef hún endar með markajafntefli þá gildir regla 8a, ef hún endar með markalausu jafntefli þá skal vítakeppni ráða úrslitum, 5 spyrnur á hvort lið, ef enn jafnt er hlutkesti.

9.

Neiti lið að mæta til leiks eða neiti að spila leik getur það átt á hættu að missa stig eða jafnvel verða dæmt úr leik. Mótanefnd hverju sinni ákveður viðurlög við broti sem þessu.




DAGSKRÁ ORKUMÓTSINS 2020 Miðvikudagur 24. júní 10:45 / 13:15 15:45 / 18:15 18:00 - 20:00

Brottför frá Landeyjahöfn Matur í Höllinni

Fimmtudagur 25. júní 7:00 - 8:45 11:30 - 13:45 8:20 - 17:00 16:30 - 18:10 18:15 18:30 19:30

Morgunmatur í Höllinni - mæta í síðasta lagi kl. 8:30 Matur í Höllinni - fylgið tímaáætlun Leikir hjá öllum liðum, riðlakeppni Matur í Höllinni - fylgið tímaáætlun Mæting í skrúðgönguna frá Barnaskóla Skrúðganga og setning mótsins Fararstjórafundur í Týsheimili, strax eftir setningu

Föstudagur 26. júní 7:00 - 8:45 11:30 - 13:45 8:20 - 17:00 16:30 - 18:10 18:30 - 19:15 19:30 - 20:30

Morgunmatur í Höllinni - mæta í síðasta lagi kl. 8:30 Matur í Höllinni - fylgið tímaáætlun Leikir hjá öllum liðum, riðlakeppni Matur í Höllinni - fylgið tímaáætlun Landslið - Pressulið, 2 leikir samtímis á Hásteinsvelli Kvöldvaka, brekkusöngur og BMX brós

Laugardagur 27. júní 7:00 - 8:45 8:00 - 13:00 11:30 - 14:00 14:00 - 15:30 15:30 16:00 16:30 - 17:00 17:00 - 17:30 17:30 - 18:15 22:00 / 22:00 / 23:55

Morgunmatur í Höllinni - mæta í síðasta lagi kl. 8:30 Leikir hjá öllum liðum, riðlakeppni Matur í Höllinni - fylgið tímaáætlun Jafningjaleikir Bikarúrslitaleikir Úrslitaleikur um Orkumótsbikarinn Viðurkenningarpeningar afhentir á Hásteinsvelli Grillveisla við Týsheimilið Lokahóf í íþróttamiðstöðinni Brottför með Herjólfi


ORKUMÓTIÐ 2019


AFÞREYING Það er fjölbreytt afþreying í Vestmannaeyjum sem gestir mótsins geta nýtt sér á milli leikja. Eldheimar Eldheimar er gosminjasafn, þar er hægt að fræðast um eldgosið á Heimaey 1973 og Surtseyjargosið 1963. Frítt er fyrir keppendur í fylgd með fullorðnum (fullorðnir borga inn).

Golfvöllur Golfvöllur Vestmannaeyja er 18 holu golfvöllur, hann er talinn einn af óvenjulegustu en jafnframt skemmtilegustu völlum landsins. Herjólfsdalur Skemmtilegt útivistarsvæði með aparólu, tjörn og landnámsbæ.

SEA LIFE Trust Fiskasafn þar sem hægt er að sjá lifandi fiska, Lunda og ýmis sjávardýr ásamt mjöldrunum Litlu hvít og Litlu grá.

Sund Sundlaug Vestmannaeyja er með skemmtilegt útisvæði, klifurvegg, rennibrautir, trampólín rennibraut, heita potta ofl.

Sagnheimar Sagnheimar er byggðasafn, þar sem hægt er að fræðast meðal annars um Tyrkjaránið, Þjóðhátíð, Mormóna ofl. sem tengist sögu Vestmannaeyja. Frítt er fyrir keppendur í fylgd með fullorðnum (fullorðnir borga inn).

Sprangan Sprang er þjóðaríþrótt Vestmannaeyinga. Sprang fellst í því að sveifla sér í kaðli á milli kletta, þeir sem eru óvanir ættu að varast að fara hátt, bara byrja neðst og fara varlega.

Náttúrugripasafnið Einstakt fugla- og steinsafn. Frítt er fyrir keppendur í fylgd með fullorðnum (fullorðnir borga inn). Landlyst Landlyst var byggt árið 1848 og stendur núna í sinni upprunalegu mynd á Skanssvæðinu. Þar hefur verið komið upp læknaminjasafni. Húsið var fyrsta fæðingarheimili á Íslandi byggt árið 1847. Frítt er fyrir keppendur í fylgd með fullorðnum (fullorðnir borga inn). Gönguferðir það er fullt af skemmtilegum gönguleiðum um eyjuna, ef taka á börn með í gönguna þá er auðvelt og skemmtilegt að fara uppá Eldfell og Helgafell. Volcano ATV Skipulagðar fjórhjólaferðir. Brunaðu um eldsvæði Vestmannaeyja með vindinn í hárinu (undir hjálminum), Born to be Wild á lúppu í kollinum og sérfróðan leiðsögumann í eyrunum.

Frisbígolfvöllur Frisbígolfvöllur er 6 holu völlur staðsettur á milli íþróttahússins og Týsheimilisins, skemmtilega krefjandi völlur. Stakkó Stakkó er útivistarsvæði í miðbæ Vestmannaeyja, þar er meðal annars mjög skemmtileg hoppudýna eða svokallaður "ærslabelgur". Kayak & Puffins Það er ekki vitlaust að róa sig niður í kajak og dýfa hausnum, bókstaflega, í fegurð Eyjanna. Sjáðu lunda á klettanöf með fullan gogg af sílum og hlustaðu á sjóinn slá hægan takt á bátshliðinni. Sannkallað zen. Reiðhjólaleiga Leigðu hjól, hjólaðu um á því. Þetta er ekki flókið. Viltu hjóla upp á 120 metra háan höfða eða bara taka túr um bæinn? Leigðu þér hjól og þú ert þinn eigin fararstjóri. Rib Safari Upplifðu Vestmannaeyjar á spíttbáti.



EINU SINNI VAR... 1986

1998

1994

2000 1991

1988

1989

1987



Eftirtalin bæjarfélög hvetja strákana sína til dáða:

Rangárþing Eystra

Fljótsdalshérað

Garðabær

Seltjarnarnes

Akraneskaupstaður

Árborg

Akureyrarbær

Vestmannaeyjabær



Við óskum þátttakendum á Orkumótinu góðs gengis:



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.