6 minute read

Viltu finna milljón?

Viðtal við Hrefnu Björk Sverrisdóttur

kom út bók sem ber hið áhugaverða heiti,,Viltu finna milljón – Þú átt meiri pening en þú heldur“. Höfundar bókarinnar eru þau Hrefna Björk Sverrisdóttir og Grétar Halldórsson. Í bókinni er spurt: Af hverju að gefa fyrirtækjum út í bæ tugi ef ekki hundruð þúsunda af tekjunum okkar á hverju ári ef við getum auðveldlega komist hjá því? Er ekki betra að njóta peninganna sjálf og nota þá í eitthvað sem veitir okkur ánægju?

Nýverið

sem settar eru fram á aðgengilegan og einfaldan hátt um hvernig hægt sé að minnka kostnað og auka tekjur. Allt frá beinum aðgerðum í fjármálum yfir í að greina samskipti þegar kemur að peningum og eyðslumynstri.

Hver er Hrefna Björk?

Hrefna Björk annar höfundur bókarinnar er viðskiptafræðingur að mennt og segist lengi hafa haft áhuga á fjármálum og lesið sig mikið til um fjármál. Að mati

Hrefnu Bjarkar þá vantaði einfalda bók á mannamáli um fjármál og góð ráð t.d. varðandi sparnað og hvernig betur er hægt að fara með fjármagn. ,,Við erum öll daglega að sýsla með fjármuni en sá fróðleikur sem haldið er á lofti, beinist oft að því hvernig fólk á að ávaxta peningana sína eða standa að fjárfestingum.“

Í bókinni er mikið til verið að fjalla um einfalda hluti sem snertir okkar hversdagslegu neyslu og daglega líf sem við erum öll að fást við svo sem rekstur fjölskyldu og heimilis, matarinnkaup, þrif, tómstundir, samgöngur, ferðalög, kaup á fasteignum. Þar eru tíundaðar fjölmargar aðferðir

,,Ég er 41 árs, tveggja barna móðir. Alin upp í Garðabæ, en flutti 9 ára gömul í vesturbæ Reykja víkur og hef haldið mig á því svæði þangað til ný verið er við fluttum út á Seltjarnarnes. Í gegnum tíðina hef ég komið að alls konar ólíkum verkefnum, mörgum tengdum út gáfu og fjölmiðlum en ég hef alltaf fengið mikla ánægju út úr því að skapa og koma hlutum í framkvæmd. Í dag rek ég veitingastaðinn ROK ásamt því að sinna bókaútgáfunni.“

Erum flest að eyða meira en við þurfum

Að sögn Hrefnu

Bjarkar þá erum við mjög oft að samþykkja kostnað án þess að gera okkur grein fyrir því eða rýna betur í hlutina. Einfalt dæmi eru seðilgjöld á reikningum en oft er hægt að komast hjá þeim með því að setja reikninga í beingreiðslur. Þá kaupum við oft vörur og þjónustu án þess að leita okkur betri tilboða annars staðar. Við erum stundum að borga fyrir tryggingar á tveimur stöðum, dæmi um það eru ferðatryggingar sem margir eru bæði með í heimilistryggingum og í gegnum kreditkortin sín. Enn fremur segir Hrenfa Björk að við séum mörg frekar óskipulögð þegar kemur að því að kaupa hluti. ,,Ég held að við séum oft frekar hvatvís og óþolinmóð og eigum það til að kaupa bara það fyrsta sem okkur líst vel á. Þetta getur t.d. verið mjög dýrkeypt þegar kemur að raftækjum, en með smá rannsóknarvinnu þá getum við keypt vandaða endingargóða hluti auk þess sem mörg tæki fara oft á mjög góð tilboð nokkrum sinnum á ári. Því getur margborgað sig að bíða aðeins með kaupin og kanna málin betur.“

Mikil sóun tengd mat

Matur er næststærsti útgjaldaliður flestra heimila á eftir húsnæði. ,,Með því að rýna í matarvenjur sínar og gera litlar breytingar geta því sparast miklir peningar. Gott er að venja sig á að reyna að skipuleggja matarinnkaupin nokkra daga fram í tímann. Færri búðarferðir þýða oftast minni útgjöld, en oft kaupum við flest eitthvað meira en okkur vantar. Auðvitað á svo aldrei að fara svangur að versla í matinn. Þá er einnig gott að prófa að hafa einn til tvo kjötog fisklausa daga í viku. Það eru mjög dýr hráefni og ef þú sleppir þeim nokkra daga í viku, þá sparast mikið. Það er hægt að gera mjög góðan mat úr grænmeti og hrísgrjónum, eða búa til góða súpu og brauð. Mörg heimili eru að henda of miklum mat en matarsóun er náttúrulega eins og að henda pening. Ef við ímyndum okkur í hvert sinn sem við setjum mat í ruslið að þetta séu peningar, þá fer fólk að horfa öðruvísi á matarsóun. Það skiptir líka miklu máli að geyma hráefnin rétt, en rétt geymsluaðferð getur lengt líftíma matvöru um marga daga.“ að sögn Hrefnu Bjarkar.

Pör og fjármál

Önnur stærsta skilnaðarástæðan eru fjármál en samt sem áður er mjög algengt að pör og hjón setjist aldrei niður og ræði fjármál. Að sögn Hrefnu þá er þetta í raun svolítið sérstakt. ,,Fæst pör setjast niður til að ræða sérstaklega fjármálin og væntingar til þeirra. Flestir lifa svolítið dag frá degi og oft getur skapast mikil togstreita á milli aðila í sambandi þar sem væntingar þeirra til fjármála eru mjög ólíkar,þar sem við erum oftast ólíkir persónuleikar. Það er algengt að annar aðilinn sé sparsamari en hinn og oft fer í taugarnar á öðrum aðilanum eyðsla hins. Við erum því með í bókinni kafla sem tekur á þessum samskiptum og mælum með peningingastefnumótun þar sem við komum með hugmyndir að því sem pör geta rætt um. Oft snýst þetta bara um samskipti og að skilja drauma og væntingar hvors annars og þá er hægt að vinna að markmiðum beggja. En að gefa sér tíma og fara yfir hlutina þannig að allir séu meðvitaðir um stöðuna og framtíðina er mjög mikilvægt.“

Verum meðvituð um neysluna

Í bókinni er alls ekki verið að halda því fram að fólk eigi að hætta að lifa lífinu, en það er mjög auðvelt að bæta daglegan rekstur og við getum öll tekið okkur á og hætt að sóa fjármunum að óþörfu. Að sögn Hrefnu Bjarkar þá eigum við að vera meðvituð um neysluna okkar, læra betur inn á okkur sjálf. Taka meðvitar ákvarðanir um hve miklu við ætlum að eyða t.d. í fríum.

,,Það er gott að setja sér ákveðin markmið fyrirfram. T.d. ákveða hversu miklu þú ætlar að eyða í fríinu og jafnvel brjóta það niður á daga. Þá er auð- veldara að halda utan um það. Einnig ef þú setur þér markmið en ert ekki bara að spara fyrir einhverju þá verður það oft auðveldara, t.d. ef þú ert með markmið um að fara í tveggja mánaða ferðalag eftir einhvern ákveðinn tíma og ert búin að finna út að þú þurfir að safna þér 1.5 milljón til að geta farið. Þegar þú stendur síðan frammi fyrir ákvörðun um að kaupa t.d. nýja skó eða fara út að borða þá er gott að spyrja sjáfa þig að því hvort þig langi frekar í skóna eða að komast í ferðalagið. Þá verður ákvörðunin oft mjög auðveld þar sem markmiðið að komast í frí er eitthvað sem þig langar virkilega til.

Það getur virkað mjög vel fyrir marga að tileinka sér peningalausan dag einu sinni í viku til að draga úr útgjöldum. Það virkar í raun eins og það hljómar, að eyða engum peningum einn dag í viku. Á suma virkar betur að fara út í öfgar í aðra áttina og þá geta svona dagar komið sér vel en nokkrir svona dagar í mánuði safnast saman í stærri upphæðir.„

Góð ráð varðandi veislur Hrefna Björk ráðleggur fólki að skipuleggja viðburði fyrirfram. ,,Oftast vitum við með góðum fyrirvara ef það stendur til að halda stóra veislu. Brúðkaup, skírn, ferming, útskrift eða stórafmæli gera boð á undan sér. Með því getur þú byrjað að leggja inn á sér reikninginn fyrir veislunni og þá verður hún ekki jafn dýr þegar að henni kemur. Ef bjóða á upp á áfengi í veislunni er sniðugt að safna áfengi með því að fá vini og vandamenn til að kaupa flöskur í fríhöfninni þegar þeir eiga leið til útlanda þar sem verðmunurinn á víni þar og í vínbúðunum er mjög mikill.

Það þarf að ákveða fjölda og skoða svo á hvaða degi og klukkan hvað maður hyggst halda veisluna. Það skiptir mjög miklu máli þegar kemur að kostnaði. Veislur sem haldnar eru seint um helgar krefjast þess oft að keypt sé mikið af áfengi, en fyrir veislur yfir miðjan dag er yfirleitt nóg að bjóða upp á eitthvað sætt og kaffi. Veislur í miðri viku standa styttra o.s.frv. Það getur því skipt mjög miklu máli hvenær, á hvaða degi og tíma dags veislan er haldin.

Ef bjóða á upp á mat þá er um að gera að flækja það ekki of mikið og reyna að hafa brauð og grænmeti í meirihluta þar sem það er ódýrara hráefni. Brauð, risotto, hrísgrjónaréttir, kartöfluréttir, snittur og brauðréttir eru ódýrir en einnig mjög mettandi.“

Eigin reynsla

Að lokum segir Hrefna Björk að sín reynsla í gegnum tíðina hafi verið allskonar í fjármálum. ,,Þegar ég var yngri þá eyddi ég oft miklum peningum í allskonar vitleysu. Ég hef alltaf unnið mikið og vann svakalega mikið með skóla um kvöld og helgar alveg frá því ég var 16 ára. Ég hafði því peninga til umráða og þá voru oft teknar vitlausar ákvarðanir og mánaðarlaunum eytt hratt. Með tímanum hef ég hins vegar áttað mig á því hvað það er mikið af dóti sem við kaupum og höfum svo engin not fyrir. Þá hef ég einnig komist að því hversu oft maður gleymir því sem mann langaði í úr búðinni, bara með því að bíða með kaupin í tvo til þrjá daga. Þá er það svo góð tilfinning að eyða aðeins minna og skulda ekki of mikið, að maður eigi vel fyrir afborgunum um mánaðarmót og geti lagt fyrir í varasjóð. Það er svo mikið frelsi fólgið í því og ég tala nú ekki um að sleppa við að borga fyrirtækjum út í bæ stóran hluta af launum manns í eitthvað sem veitir manni ánægju í mjög skamman tíma. Ég leyfi mér hinsvegar alveg að lifa lífinu og elska t.d. að fara út að borða, ferðast og gera skemmtilega hluti. Ég reyni bara að halda jafnvægi með því að vera skynsöm 80% af tímanum og eyða ekki í óþarfa svo að ég geti leyft mér meira af þeim hlutum sem veita mér raunverulega gleði.“

This article is from: