
5 minute read
AVA
Fyrir Fullor Na
Prjónfesta: 18 lykkjur = 10 cm
Garn: 1 þráður af MITU frá Rauma og 1 þráður af Silk mohair. Þræðirnir eru prjónaðir saman. Garnið fæst í Ömmu mús.
Það sem þarf:
• Hringprjónn nr. 5 (40 cm fyrir hálsmál)
• Hringprjónar nr. 5.5 (40 cm, 80 og 100/120 cm langir)
• Sokkaprjónar nr. 5.5 (fyrir stroff á ermum ef þarf)
• Nál til frágangs
• Prjónamerki – 8 hringlaga stykki sem komast upp á prjónana og 1 hringlaga merki til að merkja upphaf umferðar.
Peysan er prjónuð ofan frá og niður og í hring, með mynsturprjóni og laskútaukningu. Hér að neðan koma útskýringar á þeim atriðum sem mikilvæg eru í þessari uppskrift.
Prjónamerki
Í þessari peysu mæli ég með að afmarka allar lasklykkjur með hringlaga prjónamerkjum svo þið villist ekki á leið niður berustykkið þegar þið eruð að auka út.
Faldprjón
Þessa aðferð nota ég meðal annars til þess að prjóna niður hálslíningu, streng í mitti á buxum, stroff á ermum og svo framvegis. Það er gert með því að prjóna hverja lykkju í þá lykkju sem fitjað var upp á. Ef þið treystið ykkur ekki til þess að prjóna kantinn niður þá er ekkert mál að sauma hann niður í lokin. Með þessu færðu tvöfalda þykkt á t.d. hálsmáli og frágangurinn verður snyrtilegur. Svo er líka voðalega gott að þurfa ekki að sauma niður eftir á. Hér er linkur á vídjó sem hægt er að styðjast viðwww.bit.do/faldprjon.
Jöfn úrtaka/útaukning í umferð
Hér er hlekkur á þá reiknivél sem ég nota til þess að auka jafnt út/taka jafnt úr í umferð. Increase= útaukning og decrease= úrtaka: www.bit.do/reiknaukn.
M1R, M1L
Make one right og make one left eða auka um 1 lykkju til hægri og 1 lykkju til vinstri. Þetta er aðferð til þess að auka út í laska. Með því að snúa lykkjum til hægri eða vinstri vísa þær rétt báðu megin við laskalykkjur.
M1R: Takið bandið upp milli síðustu lykkju fyrir laskalykkju og laskalykkju, farið með prjóninn aftan í bandið og prjónið framan í það slétt.
M1L: Takið bandið upp á milli síðustu lykkju fyrir laskalykkju og laskalykkju, farið með prjóninn framan í bandið og prjónið aftan í það slétt. Sjá myndband: www.bit.do/ m1rm1l.
Hálslíning
Fitjið upp 76, 76, 76, 80, 80 lykkjur á hringprjón nr. 5 (40 cm langan). Prjónið 2l sl og 2l br til skiptis, alls 8 cm. Prjónið kragann niður að innanverðu með sléttu prjóni
(faldprjón, sjá útskýringu fremst í uppskrift). Skiptið yfir á hringprjón nr. 5.5 (40 cm langan), prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 4, 4, 4, 0, 0 lykkjur jafnt yfir umferðina. Nú eiga að vera 80 lykkjur á prjóninum í öllum stærðum.
Berustykki
Nú þarf að gera ráð fyrir útaukningu í laska með því að staðsetja lasklykkjurnar. Umferð byrjar fyrir miðju að aftan. Gott er að merkja upphaf umferðar með prjónamerki.
Umferð 1
1. skref: Prjónið 16, 16, 16, 16, 16 lykkjur samkvæmt mynsturmynd 1 (umferð byrjar í lykkju 50, hægri hluti bakstykkis). Setjið PM 1 upp á prjóninn.
2. skref: Prjónið 1 lykkju slétt (lasklykkja), setjið PM 2 upp á prjóninn.
3. skref: Prjónið 7, 7, 7, 7, 7 lykkjur samkvæmt mynsturmynd 2 (lykkja 35, hægra axlarstykki). Setjið PM 3 upp á prjóninn.
4. skref: Prjónið 1 lykkju slétt (lasklykkja), setjið PM 4 upp á prjóninn.
5. skref: Prjónið 31, 31, 31, 31, 31 lykkjur samkvæmt mynsturmynd 1 (lykkja 35, framstykki). Setjið PM 5 upp á prjóninn.
6. skref: Prjónið 1 lykkju slétt (lasklykkja), setjið PM 6 upp á prjóninn.
7. skref: Prjónið 7, 7, 7, 7, 7 lykkjur samkvæmt mynsturmynd 2 (lykkja 35, vinstra axlarstykki). Setjið PM 7 upp á prjóninn.
8. skref: Prjónið 1 lykkju slétt (lasklykkja), setjið PM 8 upp á prjóninn.
9. skref: Prjónið 15, 15, 15, 15, 15 lykkjur samkvæmt mynsturmynd 1 (lykkja 35, vinstri hluti bakstykkis).
Umferð 2
Prjónið samkvæmt mynsturmynd að PM 1. Aukið út með
M1R, færið PM 1 yfir á hægri prjón, prjónið 1 lykkju slétt (lasklykkja), færið PM 2 yfir á hægri prjón, aukið út með
M1L. Prjónið áfram samkvæmt mysturmyndum og endurtakið útaukningu hjá öllum lasklykkjum – alls 8 útaukningar í umferð.
Umferð 3
Prjónið samkvæmt mynsturmynd og án útaukninga í löskum.
Endurtakið umferð 2 og 3 þar til þið hafið aukið út, Í HEILDINA, 24, 26, 27, 30, 33 sinnum. Nú eiga að vera 272, 288, 296, 320, 344 lykkjur á prjóninum. Prjónið bol.

Bolur
Nú þarf að skipta stykkinu upp í bol og ermar. Umferð byrjar fyrir miðju að aftan:
1. skref: Prjónið mynsturprjón 2 lykkjur framyfir PM 2 (hægri hluti bakstykkis).
2. skref: Setjið 51, 55, 57, 63, 69 lykkjur á hjálparband/nælu - www.bit.do/hjalparbandv2 (hægri ermi).
3. skref: Fitjið upp 7, 7, 9, 7, 9 nýjar lykkjur - www. bit.do/fitjauppihandvegi (hægri handvegur).
4. skref: Prjónið mynsturprjón 2 lykkjur framyfir PM 6 (framstykki).
5. skref: Setjið 51, 55, 57, 63, 69 lykkjur á hjálparband/-nælu (vinstri ermi).
6. skref: Fitjið upp 7, 7, 9, 7, 9 nýjar lykkjur (vinstri handvegur).
7. skref: Prjónið mynsturprjón út umferð (vinstri hluti bakstykkis).
Nú eiga að vera 184, 192, 200, 208, 224 lykkjur á prjóninum. Ermalykkjur eru komnar á hjálparband/hjálparnælu. Prjónið nú þar til bolur, frá handvegi, mælist 21, 23, 26, 28, 30 cm. Prjónið stroff (2l sl og 2l br til skiptis) alls 10 cm. Fellið af með brugðningu - www.bit.do/ brugning.
Ermar
Ermin er prjónuð í hring með mynstri. Færið er malykkjur af hjálparbandi og yfir á hringprjón nr. 5.5 (40 cm langan). Einnig þarf að prjóna upp 5, 9, 7, 11 lykkjur í handvegi - www.bit.do/lykkjurhandv. Lykkj urnar eru ekki jafn margar og þær sem fitjaðar voru upp vegna þess að þá passar lykkjufjöldinn ekki við mynstur í ermum.
Nú eiga að vera 56, 64, 64, 72, 80 lykkjur á prjóninum. Tengið í hring og prjónið ermina með mynsturprjóni þar hún mælist, frá handvegi, 32, 34, 36, umferð slétt og takið úr 12, 20, 16, 24, lykkjur jafnt yfir umferðina (sjá jafna úrtöku fremst í uppskrift). Nú eiga að vera 44, 44, 48, 48, 52 lykkjur á prjóninum. Prjónið snúið stoff (2 lykkjur sléttar og 2 lykkjur brugðnar) alls 10 cm. Fellið af með brugðningu - www.bit.do/brugning. Dragið bandið í gegnum síðustu lykkjuna og slítið frá. Prjónið hina ermina eins.
Frágangur
Felið alla enda og lagið göt í handvegi ef þau eru til staðar. Skolið í vél og vindið á 400-600 snúningum (mohair er viðkvæmt!). Leggið peysuna til á þurrt handklæði og sléttið vel úr henni. Látið þorna vel. Það er voða gott að leggja hana til nálægt ofni því þá þornar hún fyrr. Ef peysan stækkar þá hef ég sett mohair peysur í þurrkara, ásamt öðrum þvotti sem er orðinn hálf þurr, og hef hana í ca 8 mín.

Mynsturmyndir
Allar stærðir fylgja sömu mynsturmyndum. Það sem greinir á milli stærða eru línurnar.
Útskýringar á táknum
Slétt prjón
Aukið út til vinstri
Aukið út til hægri
Brugðið prjón
Lasklykkjur
Hér endar stærð XS í útaukningum í berustykki
Hér endar stærð L í útaukningum í berustykki
Hér endar stærð S í útaukningum í berustykki
Hér endar stærð XL í útaukningum í berustykki
Hér endar stærð M í útaukningum í berustykki
Þessi svarta lína er miðja á bakstykki
Berustykki
Hér byrjar umferð (fyrir miðju á bakstykki)
Berustykki – ermar



Hér byrjar framstykkið
Bolur eftir að útaukningum er lokið. Línurar sýna hvar þið eruð stödd í mynstri í þeirri umferð þegar verið er að skipta upp í bol og ermar.