1 minute read

Vetrarboði

Í tilefni af 30 ára afmæli mínu hannaði ég þrjú sjöl í sama prjónastíl og sjalið Haustboða en með mismunandi útfærslum. Vetrarboðinn er hálfmáni sem er fljótprjónaður og einfaldur. Byrjað er á efri brún sjalsins með fáum lykkjum. Aukið er ört út báðum megin sem gerir vænghafið langt og mikið. Garðaprjónspartarnir eru breiðir í fyrstu en mjókka þegar neðar dregur. Þá breikka aftur á móti gataprjónspartarnir. Tilvalið er að leika sér með liti í þessu sjali.

Áhöld

4 mm hringprjónn, 80 cm eða lengri

Prjónamerki

Garn

Fínband

Dottir Dyeworks 100%

Merino SW, 100 g, 400 m

Litir: A: Blue moon og B: Cabernet

Garnþörf

Litur A = 100 g / 400 m

Litur B = 100 g / 400 m

Prjónfesta

19L = 10 cm garðaprjón, strekkt

Mál

Lengd: 215 cm

Breidd: 48 cm (í miðju)

Munstur

Garðamunstur

1. umf: (Ré) 3sl, Y, sl þar til

3L eru eftir af umf, Y, 3L óprj mbff.

2. umf: (Ra) 3sl, Y, sl þar til 3L eru eftir af umf, Y, 3L óprj mbff.

Gatamunstur

1. umf: (Ré) 3sl, (Y, úrt-H), endurtakið þar til 4L eru eftir af umf, Y, 1sl, Y, 3L óprj mbff.

2. umf: (Ra) 3sl, Y, sl þar til 3L eru eftir af umf, Y, 3L óprj mbff.

3. umf: 3sl, Y, sl þar til 3L eru eftir af umf, Y, 3L óprj mbff.

4. umf: 3sl, Y, sl þar til 3L eru eftir af umf, Y, 3L óprj mbff.

Með lit A fitjið upp 6L með lokaðri snúrufit. Á prjóninum eru 9L. Prj 6sl, 3 óprj mbff.

1. umf: (Ré) 3sl, Y, 3sl, Y, 3L óprj mbff. (ATH: passið að missa ekki uppsláttinn niður þar sem bandið er sett fyrir framan.)

2. umf: (Ra) 3sl, Y, 5sl, Y, 3L óprj mbff.

Prj með lit A garðamunstur x 19 (89L).

Prj með lit B gatamunstur x 2 (105L).

Prj með lit A gatamunstur x 1 (113L).

Prj með lit A garðamunstur x 10 (153L).

Prj með lit B gatamunstur x 3 (177L). Prj með lit A gatamunstur x 1 (185L). Prj með lit A garðamunstur x 8 (217L). Prj með lit B gatamunstur x 4 (249L). Prj með lit A gatamunstur x 1 (257L). Prj með lit A garðamunstur x 6 (281L). Prj með lit B gatamunstur x 5 (321L). Prj með lit A gatamunstur x 1 (329L). Prj með lit A garðamunstur x 4 (345L). Prj með lit B gatamunstur x 6 (393L).

Lokaumferð

Prj með lit A 1. umf í gatamunstri (395L).

Frágangur

Fellið af með snúruaffellingu (sjá bls. 8–9) þar til 7L eru eftir af prjóninum. Lykkið saman snúru (sjá bls. 8–9). Gangið frá endum og strekkið.

This article is from: