
1 minute read
Vetrarboði
Í tilefni af 30 ára afmæli mínu hannaði ég þrjú sjöl í sama prjónastíl og sjalið Haustboða en með mismunandi útfærslum. Vetrarboðinn er hálfmáni sem er fljótprjónaður og einfaldur. Byrjað er á efri brún sjalsins með fáum lykkjum. Aukið er ört út báðum megin sem gerir vænghafið langt og mikið. Garðaprjónspartarnir eru breiðir í fyrstu en mjókka þegar neðar dregur. Þá breikka aftur á móti gataprjónspartarnir. Tilvalið er að leika sér með liti í þessu sjali.
Áhöld
4 mm hringprjónn, 80 cm eða lengri
Prjónamerki
Garn
Fínband
Dottir Dyeworks 100%
Merino SW, 100 g, 400 m
Litir: A: Blue moon og B: Cabernet
Garnþörf
Litur A = 100 g / 400 m
Litur B = 100 g / 400 m
Prjónfesta
19L = 10 cm garðaprjón, strekkt
Mál
Lengd: 215 cm
Breidd: 48 cm (í miðju)
Munstur
Garðamunstur
1. umf: (Ré) 3sl, Y, sl þar til
3L eru eftir af umf, Y, 3L óprj mbff.
2. umf: (Ra) 3sl, Y, sl þar til 3L eru eftir af umf, Y, 3L óprj mbff.
Gatamunstur
1. umf: (Ré) 3sl, (Y, úrt-H), endurtakið þar til 4L eru eftir af umf, Y, 1sl, Y, 3L óprj mbff.
2. umf: (Ra) 3sl, Y, sl þar til 3L eru eftir af umf, Y, 3L óprj mbff.
3. umf: 3sl, Y, sl þar til 3L eru eftir af umf, Y, 3L óprj mbff.
4. umf: 3sl, Y, sl þar til 3L eru eftir af umf, Y, 3L óprj mbff.
Með lit A fitjið upp 6L með lokaðri snúrufit. Á prjóninum eru 9L. Prj 6sl, 3 óprj mbff.
1. umf: (Ré) 3sl, Y, 3sl, Y, 3L óprj mbff. (ATH: passið að missa ekki uppsláttinn niður þar sem bandið er sett fyrir framan.)
2. umf: (Ra) 3sl, Y, 5sl, Y, 3L óprj mbff.
Prj með lit A garðamunstur x 19 (89L).
Prj með lit B gatamunstur x 2 (105L).
Prj með lit A gatamunstur x 1 (113L).
Prj með lit A garðamunstur x 10 (153L).
Prj með lit B gatamunstur x 3 (177L). Prj með lit A gatamunstur x 1 (185L). Prj með lit A garðamunstur x 8 (217L). Prj með lit B gatamunstur x 4 (249L). Prj með lit A gatamunstur x 1 (257L). Prj með lit A garðamunstur x 6 (281L). Prj með lit B gatamunstur x 5 (321L). Prj með lit A gatamunstur x 1 (329L). Prj með lit A garðamunstur x 4 (345L). Prj með lit B gatamunstur x 6 (393L).
Lokaumferð
Prj með lit A 1. umf í gatamunstri (395L).
Frágangur
Fellið af með snúruaffellingu (sjá bls. 8–9) þar til 7L eru eftir af prjóninum. Lykkið saman snúru (sjá bls. 8–9). Gangið frá endum og strekkið.