
1 minute read
HLÝJAR FLÍKUR FYRIR ÖLL KYN
Sjöfn Kristjánsdóttir

Nú þegar að lægðirnar ganga yfir með tilheyrandi kulda og trekki er ljúft að setjast niður með prjónana og búa til fallegar og hlýlegar flíkur. Sjöfn Kristjánsdóttir prjónahönnuður gefur að þessu sinni lesendum Húsfreyjunnar uppskriftir af fallegum flíkum fyrir fullorðna, flíkum sem henta fyrir öll kyn á öllum aldri. Flíkurnar bera heitin Ava mynsturpeysa og Ilmur sokkar.
Flotta fyrirsætan á myndinni heitir Júlíana Dögg Chipa.
Prjónaðar flíkur hafa yljað okkur Íslendingum um margra ára skeið en líklegast hefur þessi iðja ,,prjón“ borist til Íslands á fyrri hluta 16. aldar með þýskum, enskum eða hollenskum kaupmönnum. Elsta varðveitta prjónaða flíkin hér á landi er belgvettlingur sem talinn er vera frá fyrri hluta 16. aldar, en vettlingurinn fannst við uppgröft að Stóruborg í Austur-Eyjafjallahreppi. Á sama stað fannst einnig sléttprjónaður smábarnasokkur og háleistur. Prjón varð síðan mjög vinsælt og náði mikilli útbreiðslu um land allt. Karlar, konur og börn prjónuðu og prjónaskapurinn var ekki talin vera sérstök kvennavinna eins og síðar varð.