4 minute read

ILMUR

Next Article
AVA

AVA

Sokkar Fullor Na

Stærð (miðað við skóstærð)

Ummál um ökkla og rist miðað við prjónastærð nr. 3

Ummál um ökkla og rist miðað við prjónastærð nr. 2.5

Garnmagn

Prjónfesta:

30 lykkjur = 10 cm á prjóna nr. 3.

32 lykkjur = 10 cm á prjóna nr. 2.5.

Garn: Sokkagarn sem hentar prjónastærð 2.5 – 3.5. Í uppskriftinni er notað Merino Yak frá Schachenmayr (fæst í Gallery Spuna).

Það sem þarf:

• sokkaprjónar nr. 2.5 eða 3.

• nál til frágangs

Sokkarnir eru prjónaðir í hring með mynstri í kringum kálfa. Slétt prjón á rist, il og í úrtöku. Ummálið er eins í öllum stærðum en lengdin er ekki sú sama. Sokkarnir eru ætlaðir sem ullarsokkar og eru þess vegna ekki jafn þéttir að fætinum og venjulegir sokkar. Þeir sem vilja hafa sokkana þéttari og þrengri prjóna þá á prjóna nr. 2.5 en ekki nr. 3. Hér að neðan koma útskýringar á þeim atriðum sem mikilvæg eru í þessari uppskrift.

SSK er ensk skammstöfun yfir Slip Slip Knit. Færið tvær lykkjur yfir á hægri prjón (eina í einu) með því að fara með hægri prjón framan í þær. Farið með vinstri prjón inn í báðar lykkjurnar og prjónið aftan í þær saman slétt –www.bit.do/slipslipknit.

Að færa upphaf umferðar Í mynsturmyndum er talað um að færa upphaf umferðar um 1 lykkju. Með því er átt við að færa byrjun umferðar fram um 1 lykkju. Þá prjónarðu eina lykkju til viðbótar í lok umferðarinnar á undan. Þetta er gert svo hægt sé að prjóna 2 lykkjur saman slétt í lok umferðar. Ef við færum ekki upphaf umferðar þá erum við með 1 lykkju sitthvorumegin við upphafið og prjónamerki þar á milli og erfitt er að prjóna þær lykkjur saman slétt. Mikilvægt er að fylgja þessu svo mynsturmyndir gangi upp. Aðferð: Prjónið umferðina á undan að prjónamerki sem markar upphaf umferðar. Takið prjónamerkið af, prjónið

1 lykkju slétt, setjið prjónamerkið aftur á. Nú er búið að færa upphaf umferðar fram um 1 lykkju.

Mynsturmynd

ATH. að í umferð 7 í mynsturmynd þarf að færa upphaf umferðar fram um 1 lykkju (sjá nánari útskýringu fremst í uppskrift).

Slétt prjón

SSK

Prjónið 2 lykkjur saman slétt

Takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 2 lykkjur saman slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir

Sláið bandi upp á prjóninn

Fitjið upp 60 lykkjur á sokkaprjóna nr. 2.5 eða 3. Skiptið lykkjum á 3 prjóna (20 lykkjur á hvern prjón). Tengið í hring og prjónið brugðningu (2l sl og 2l br til skiptis) alls

4. Skref: (rangan): Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og eigi að prjóna hana brugðna, prjónið brugðið þar til 1 lykkja er eftir að snúning, prjónið tvær lykkjur saman brugðnar. Prjónið 1 lykkju brugðna. Snúið við. Endurtakið skref 3 og 4 þar til 10 lykkjur eru eftir á prjóninum. Endið á því að prjóna umferð á röngunni.

Upptaka lykkna á hælstalli

Haltu á sokknum þannig að réttan snúi að þér. Þú átt semsagt ekki að sjá inní sokkinn:

1. Prjónið lykkjur á hæltungu sléttar (10 lykkjur).

2. Prjónið upp lykkjurnar á kanti hælstallsins, alls 15 lykkjur. (Stundum þarf að taka upp fleiri lykkjur til þess að loka götum en þá þarf að passa að prjóna þær saman með öðrum lykkjum í næstu umferð á eftir til þess að jafna út lykkjufjöldann.)

3. Prjónið lykkjur á rist (30 lykkjur).

4. Prjónið upp lykkjurnar á kanti hælstallsins, alls 15 að prjóna hana slétt) með bandið fyrir aftan. Prjónið slétt út umferð. Snúið við.

Nú eru 70 lykkjur á prjóninum en við viljum hafa einungis 60 lykkjur líkt og í byrjun. Skiptið lykkjunum á prjónana þannig að ilin skiptist á tvo prjóna (20 lykkjur á hvorn prjón) og ristin er á einum prjón (30 lykkjur). Til þess að jafna út lykkjufjöldann (nú eru of margar lykkjur í il) þarf að taka úr lykkjur í hliðum sokksins. Það er gert sitthvoru megin við ristina.

Hér sést hvernig mæla á lengd sokksins.

2. Umferð (rangan): Takið 1 lykkju óprjónaða (eins og eigi að prjóna hana brugðna) með bandið að ykkur, prjónið brugðið út umferð. Snúið við. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til þið hafið prjónað alls 30 umferðir (ein umferð er einn prjónn).

Hæltunga

Þessi tunga myndast við það að nota úrtöku sem myndar svo sjálfan hælinn á sokknum. Við byrjum á því að skipta lykkjunum í þrennt. Nú eru 30 lykkjur á prjóninum. Þeim er skipt í þrennt, 10 lykkjur á hvorum enda og 10 lykkjur fyrir miðju.

Úrtakan

í hæltungu er svona:

1. Skref: (réttan): Prjónið slétt 20 lykkjur. Snúið við.

2. Skref: (rangan): Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og eigi að prjóna hana brugðna (látið bandið liggja að ykkur), prjónið brugðið 9 lykkjur. Snúið við.

3. Skref: (réttan): Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og eigi að prjóna hana slétta. Prjónið þar til 1 lykkja er eftir að síðasta snúning (þar sem þið snéruð við síðast). Prjónið SSK. Prjónið 1 lykkju slétt. Snúið við.

Hægra megin við rist (áður en lykkjur á rist eru prjónaðar): Prjónið 2 síðustu lykkjurnar í il saman sléttar.

Vinstra megin við rist (eftir að lykkjur á rist hafa verið prjónaðar): Prjónið SSK.

Prjónið nú með sléttu prjóni þar til sokkur, frá kanti hælstalls, mælist 14, 15.5, 17, 18 cm (sjá útskýringu á mynd fremst í uppskrift).

Úrtaka á tá

Umferð 1: Prjónn 1 (il): Prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið SSK. Prjónið út prjóninn.

Prjónn 2 (il): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóninum, prjónið þær saman slétt. Prjónið 1 lykkju slétt.

Prjónn 3 (rist): Prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið SSK. Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóninum, prjónið þær saman slétt. Prjónið 1 lykkju slétt.

Umferð 2: Prjónið slétt og án úrtöku.

Endurtakið umferð 1 og 2 einu sinni til viðbótar (2x í heildina). Hér eftir er tekið úr í hverri umferð þar til 16 lykkjur eru eftir á prjónunum (8 lykkjur á il og 8 lykkjur á rist). Lykkið saman þessar 16 lykkur – www.bit.do/lykkjasaman.

Klippið bandið, dragið í gegnum lykkjurnar og saumið endann niður og inn í sokkinn. Prjónið hinn sokkinn eins.

Frágangur

Gangið frá öllum endum og þvoið sokkana samkv. þvottaleiðbeiningum á garni. Leggið til á handklæði og látið þorna. Með svona litlar flíkur er best að skola úr undir köldu vatni, kreista lauslega og leggja til.

This article is from: