1 minute read

Jólafundur á Hallveigarstöðum

árlegi jólafundur Kvenfélagasambands Íslands fór loksins fram 18. nóvember sl. en honum hafði verið frestað í tvígang vegna heimsfaraldurs. Það voru því glaðar konur sem mættu og áttu saman notalega stund í sal Kvennaheimilisins á Hallveigarstöðum.

Hinn

Jólafundurinn hófst á jólahugvekju séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Sigríður Víðis Jónsdóttir las upp úr bók sinni; Vegabréf: íslenskt. Kvennakórinn Hrynjandi sem æfir reglulega á Hallveigarstöðum söng síðan fyrir gesti nokkur vel valin jólalög og kom gestum í jólastemmingu fyrir aðventuna. Eins og áður þá svignuðu borðin undan glæsilegum veitingum að hætti Ásdísar Hjálmtýsdóttur húsmóður Hallveigar-

Kvennakórinn Hrynjandi. staða. Fundinum lauk með útdrætti úr jólahappadrættinu þar sem fjölmargir vinningar voru í boði. Það er alltaf ljúft að byrja aðventuna á mætingu á jólafund KÍ og eru allar kvenfélagskonur velkomnar á meðan húsrúm leyfir.

Texti: Sigríður IngvarsdóttirMyndir: Úr einkasafni

This article is from: