1 minute read

NORRÆNIR MÖRTUDAGAR

Í KUOPIO Í FINNLANDI 15.–17. JÚNÍ 2023

Sm Kkum Savo

Á dagskránni verður kynning á matarmenningu Savo, heimsóknir til matvælaframleiðenda á svæðinu, borgin býður gestum í móttöku, heimsókn á víngarð, leiðsögn um borgina og gægst verður inn í eldhús hjá kvenfélagskonum (Mörtum) í Savo.

Meðal gesta og fyrirlesara verða þingmenn Evrópuþingsins, Sirpa Pietikäinen, forseti Marttaliitto, og Marianne Heikkilä, framkvæmdastjóri Marttaliitto.

Nánari upplýsingar og bindandi skráning eigi síðar en 10.4.2023, ásamt greiðsluleiðbeiningum fyrir viðburði o.fl á https://www.martat.fi/savo/tapahtumat. Sjá nánar á www.kvenfelag.is.

Gestgjafarnir Kvenfélagskonur (Mörtur) í Savo bjóða okkur hjartanlega velkomnar til að fagna Mörtudögum í Kuopio!

Falleg náttúra og notalegt umhverfi með framúrskarandi þjónustu gera Kuopio að aðlaðandi stað til að heimsækja. Kuopio er í Norður Savo og var svæðið var valið „Evrópska matargerðarsvæðið“ árin 2020- 2021. Í Kuopio eru flestir veitingastaðir í Finnlandi miðað við íbúafjölda þar sem boðið er upp á hreint hágæða hráefni frá ökrum, skógum og vötnum í nágrenninu.

Verðið er 280 evrur. (Hótelherbergi og ferðakostnaður til Kuoipo eru ekki innifalin í verði.)

Verðið felur í sér;

- Fimmtudaginn 15. júní frá kl. 9:00 til 18:00

Fyrirlestrar, morgunkaffi, hádegismat, síðdegiskaffi og kokteilboð.

- Föstudaginn 16. júní frá kl. 10:00 til 22:00

Skoðunar- og bátsferð, hádegismat um borð í bátnum og veislukvöldverð

- Laugardaginn frá kl. 10:30 til 13:30

Miðbær Kuopio skoðaður og kíkt í eldhúsið hjá

Mörtum í Savo.

Borgin er umkringd Kallavesi-vatni og hinu fjölbreytta Puijo-svæði, fínum laufskógi og tjarnir eru víða í borginni - þetta eru einhver af þekktustu náttúrueinkennum Kuopio. (www.kuopio.fi)

Fjarlægðin milli Helsinki og Kuopio er 336 km. Hægt er að fljúga frá Helsinki, fara með bíl, rútu eða lest.

Hótelbókanir að vild en hægt er að panta herbergi á Hotel Puijonsarvi:

- Sími: +358 10 762 9500

- Tölvupóstur: sales.peeassa@sok.fi

- Vefsíða: www.sokoshotels.fi

Notið BÓKUNARAUÐKENNI: BMARTTA23 við bókun Herbergispantanir þarf að gera eigi síðar en 14.05.2023.

Einstaklingsherbergi: 130 €/pr. nótt

Tveggjamanna herbergi: 150 €/pr. nótt

Verðið felur í sér ókeypis aðgang að líkamsræktarstöðinni, gufubaði og staðgóðum morgunverði.

Texti: Hrönn Arnheiður Björnsdóttir, ritari Kvenfélagsins IðunnarMyndir: Úr einkasafni.

This article is from: