Eyðinýbýli á Fljóts- og Mývatnsheiðum

Page 282

281

Undir Stórulaugar segir í [Jb.]:

„Selstöðu með tilliggjandi landi á jörðin á heiðinni framm frá Reykjadal í Laugatúngu, og er það kallað að forngildu xH land. Þessa selför ljena jarðeigendur Haganesi við Mývatn fyrir tuttugu álna toll. [ ... ].“

Engir eru hér á manntali 1801 né 1816.

1831 - 1837: Andrés Sveinsson og Björg Jónsdóttir Andrés og Björg koma að Laugaseli 1831, þá fer Björg úr Þverársókn „frá Halldórsstöðum að nýbýli í Einarsstaðasókn“ [Kb. Grenj.] og „húsfreyja frá Haldórstöðum í Laxárdal að Laugaseli“ [Kb. Ein.]. Þau eru þar á manntali 1835, en flytja 1837 frá Laugaseli að Hörgsdal [Kb. Ein.], [Kb. Skút.]. Andrés er gjaldandi þinggjalda fyrir Laugasel í manntalsbók 1832-1837. Andrés var fæddur 26. sept. 1798 í Fagraneskoti, og voru foreldrar hans Sveinn Andrésson og Sigríður Kolbeinsdóttir [Kb. Múl.], og er Andrés með þeim á manntali þar 1801. Þar er sagt um Svein föður hans: „stræbsom endskiönt manden er halvblind“. Foreldrar Andrésar búa á Ljótsstöðum við manntalið 1816 og er Andrés þar með þeim ásamt tveim yngri systkinum. Sjá [Laxd. bls. 108]. Andrés flytur 1824 frá Halldórsstöðum í Laxárdal að Litlulaugum [Kb. Ein.], en virðist fara aftur að Halldórsstöðum, því hann kemur 1826 aftur þaðan að Stórulaugum og er þar vinnumaður er hann eignast 24. sept. 1826 dótturina Guðrúnu, sjá síðar. Þá eignast hann með Björgu, er síðar varð kona hans, dótturina Ingibjörgu, f. 3. nóv. 1828 á Halldórsstöðum í Laxárdal, þá enn sagður „vinnumaður ógiftur á Stórulaugum“ [Kb. Grenj.]. Björg var fædd í Lásgerði, skírð 3. júlí. 1797, voru foreldrar hennar Jón Jónsson og Ingbjörg Andrésdóttir [Kb. Helgast.prk.]. Hún er með foreldrum sínum þar á manntali 1801, er faðir hennar þá 78 ára og móðir hennar 36 ára. Við manntalið 1816 er Björg á Langavatni „ , vinnukona, 20,“. Eins og áður segir eignast Björg með Andrési dótturina Ingibjörgu 3. nóv. 1828, þá „vinnukona ógift á Halld. í Lax.“ [Kb. Grenj.]. Andrés og Björg voru gefin saman 8. maí 1831. Andrés er þá vinnumaður á Stórulaugum „hans aldur 321/2 ár“ en Björg vinnukona á Halldórsstöðum í Laxárdal „hennar aldur 325/6 ár“ [Kb. Grenj.]. Þau sýnast byggja það ár í Laugaseli, sbr. það sem áður er sagt um búferlaflutninga Bjargar. Þau fara 1837 að Hörgsdal og eru þar í hús- eða vinnumennsku - þó með hléum - fram yfir 1850, þau eru þar á manntali þ. á. ásamt dóttur sinni, sem annars var alin upp á Litlulaugum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.