74 minute read

2.8 Hrappstaðasel

Next Article
2.12 Laugasel

2.12 Laugasel

Um 1672: Undir Hrafnstader segir svo í [Jb.]:

„Hrafnstaða Sel heitir selstaða heimajarðarinnar, þar hefur búið verið í tvö eður þrjú ár fyrir 40 árum, og hafði sá part af heimajörðinni sem á selinu var, og ætla menn að eftir því væri byggingarkostir. Ekki má hér aftur byggja fyrir heyskaparleysi.“

Engir búa hér við manntölin 1703, 1801, 1816 né 1835.

1820 - 1822: Ari Árnason og Steinunn Þorsteinsdóttir

Ari er gjaldandi þinggjalda fyrir Hrappstaðasel 1821 og 1822, þau hjón koma þangað frá Brennási. Næstu árin er Hrappstaðasels ekki getið í manntalsbók.

Ari var fæddur 11. ([ÆÞ. II, bls. 173] segir 15.) maí 1791 á Sandhaugum, sonur hjónanna Árna Markússonar og Hólmfríðar Aradóttur (Ólafssonar á Skútustöðum) [Kb. Eyj.]. Hann er á manntali með foreldrum sínum á Bjarnastöðum 1801, en við manntalið 1816 (mars 1815) er hann „ , vinnumaður, 24,“ á Eyjardalsá.

Steinunn var fædd 11. júlí ([ÆÞ. II, bls. 173] segir 11. júní) 1790 á Stóruvöllum, dóttir hjónanna Þorsteins Þorsteinssonar og Steinunnar Ólafsdóttur [Kb. Lund.]. Steinunn er með foreldrum sínum 1801 á manntali á Sandhaugum og í mars 1815.

Ari og Steinunn voru gefin saman 14. okt. 1816, sjá um þau hjón í [ÆÞ. II, bls. 173]. Þau koma 1819 frá Kálfaströnd að Jarlsstöðum [Kb. Lund.], virðist Hólmfríður dóttir þeirra þá ekki fædd, þau virðast fara sama ár að Brennási, sjá þar. Þau eignast soninn Sigurð 21. mars 1823, þá á Sigurðarstöðum [Kb. Lund.] og flytja þaðan þ. á. að Fljótsbakka með tveim börnum og eru þar á manntali 1835. Þau flytja þaðan að Halldórssstöðum í Bárðardal 1839 [Kb. Ein.] og eru þar á manntali 1840, en 1845 og 1850 í Sandvík með þrem börnum.

Ari dó 20. júní 1862 á Eyjardalsá „ekkill, í vinnumennsku Krossi, 72, dó á ferð á Eyjardalsá“ [Kb. Þór.], en Steinunn 31. okt. 1853 á Öxará [ÆÞ. II, bls. 173].

Barn Ara og Steinunnar í Hrappstaðaseli 1820-1822:

Hólmfríður Aradóttir kemur líklega með foreldrum frá Brennási 1820 og fer með þeim þaðan 1822, líklega að Sigurðarstöðum. Hólmfríður er e. t. v. fædd í Brennási (1819, sjá [ÆÞ. II, bls. 173]), en kirkjubók Eyjardalsársóknar frá þessum tíma er glötuð. Hólmfríður giftist Jóni Þórarinssyni og er með honum á manntali á Litluvöllum 1840 og í Holtakoti 1845 ásamt tveim dætrum. Þau eru á manntali á Ljósavatni 1850, þar sem Jón er húsmaður, en 1855 búa þau í Hriflu ásamt fimm börnum og 1860 ásamt sjö börnum. Sjá einnig í [ÆÞ. II, bls. 173] um Hólmfríði.

Vandalausir í Hrappstaðaseli hjá Ara og Steinunni 1820-1822:

Manntalsbókin segir fjóra í heimili í Hrappstaðaseli 1821 og 1822, en fjölskyldan hefur þó naumast verið nema þau hjónin og Hólmfríður. En ókunnugt er mér hver það hefur verið.

1838 - 1863: Friðrik Þorgrímsson og Guðrún Einarsdóttir

Friðrik og Guðrún eru í sálnaregistri í Hrappstaðaseli 1839 (líkl. á útmán.). Friðrik er gjaldandi þinggjalda þar 1839 og á manntali þar 1840, 1845, 1850, 1855 og 1860. Elsti sonur þeirra er fæddur þar 11. okt. 1838. Þau eru búandi á Sigurðarstöðum í fólkstölu við nýár 1864. Friðrik er síðast gjaldandi þinggjalda fyrir Hrappstaðasel 1863 í manntalsbók.

Friðrik var fæddur um 1816 í Hraunkoti, sonur hjónanna Þorgríms Marteinssonar og Vigdísar Hallgrímsdóttur [Hraunk. bls. 151]. Hann kemur 1831 „ , 15 ára, Léttadrengur frá Skriðu að Bjarnastöðum“ [Kb. Lund.]. Hann er á manntali á Bjarnastöðum 1835 „ , 19, Ó, vinnumaður“.

Guðrún var fædd í Álftagerði 29. sept. 1811 [Kb. Mýv.], dóttir hjónanna Einars Ásmundssonar og Bjargar Guðmundsdóttur, sem þá bjuggu þar og eru þar á manntali 1816. En Guðrún er 1816 á manntali í Kasthvammi „ , tökubarn, 5,“ þar býr þá Jón föðurbróðir hennar, einnig er Guðrún föðursystir hennar þar „ , hjú, 44,“ sögð fædd í Syðri Neslöndum eins og Einar. Guðrún kemur 1826 „ , vinnukona, Frá Kasthvammi [ .. ] að Svartárkoti“ [Kb. Lund.], þar sem hún er á manntali 1835.

Þau Friðrik og Guðrún eru gefin saman 25. sept. 1837, hann „ , vinnumaðr í Stórutungu 20 Ára“, hún „ , á sama bæ, 24 Ára“ [Kb. Lund.]. Eins og áður segir eru þau á manntölum í Hrappstaðaseli 1840-1860 og í fólkstölu við nýár til 1863. Eftir það eru þau á Sigurðarstöðum, búandi til 1867, en síðan í húsmennsku. Þau fara þaðan 1870 „ , húsmenskuhjón,“ að Syðri Neslöndum.

Sóknarprestur segir svo um hegðun og kunnáttu þeirra hjóna 1858: Um Friðrik: „ , glaðlyndur artarmaður, vel að sér í andl.“ og um Guðrúnu: „ , drifin og siðsöm kona, líka svo“ [Sál. Eyj.]. Friðrik andaðist 5. okt. 1888 „ , gamalmenni í Svartárkoti, 72“ og Guðrún 21. des. 1888 „ , ekkja í Svartárkoti, 77“ [Kb. Lund.].

Börn Friðriks og Guðrúnar, öll fædd í Hrappstaðaseli:

Einar Friðriksson, f. 11. okt. 1838, d. 27. okt. s. á., „ , fárra vikna, úr barnaveiki“ [Kb. Lund.].

Einar Friðriksson, f. 13. apríl 1840 [Kb. Lund.]. Hann er með foreldrum sínum á manntali í Hrappstaðaseli 1840-1860 og fær eftirfarandi vitnisburð hjá sóknarpresti 1858 um hegðun og kunnáttu: „ , hugvitssamur og siðprúður, dável kunnandi krdóm“ [Sál, Eyj.]. Einar varð síðar merkisbóndi í Svartárkoti og síðar í Reykjahlíð. Hann andaðist 6. sept. 1929 [Reykj. bls. 617].

María Friðriksdóttir, f. 10. ágúst 1841 [Kb. Lund] (sögð fædd 18. mars í [Reykj., bls. 415]. Hún er með foreldrum sínum á manntali í Hrappstaðaseli 1845-1860 og í fólkstölu við nýár 1863. María giftist Jóni Jónssyni á Sigurðarstöðum. Hún andaðist 27. nóv. 1914 [Reykj. bls. 415] og [Hraunk. bls. 162 og 236-241].Í Árbók Þingeyinga 2002, bls. 8, greinir Bjarni E. Guðleifsson frá því að María hafi verið trúlofuð Jónasi Friðfinnssyni, sem fór til Brasilíu 1863, sjá síðar.

Vigdís Friðriksdóttir, f. 25. júlí 1844 [Kb. Lund.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali í Hrappstaðaseli 1845 og við húsvitjun þar 1. sd. í aðventu 1847 [Kb. Lund.]. En síðan er hún fósturbarn á Sigurðarstöðum, er komin þangað við húsvitjun í mars 1849 hjá hjónunum Árna Sigurðssyni og Aldísi Einarsdóttur, en Aldís var systir Guðrúnar í Hrappstaðaseli. Vigdís er á manntali og í fólkstölum á Sigurðarstöðum næstu árin. Hún giftist Andrési Andréssyni 13. júlí 1868 [Kb. Lund.] og bjuggu þau á Sigurðarstöðum. Þau fóru til Vesturheims 1887 með þrjá syni sína [Vfskrá]. Sjá einnig [Hraunk. bls. 162-163] og [ÆÞ. III, bls. 58-61].

Baldvin Friðriksson, f. 28. nóv. 1847. Hann er í Hrappstaðaseli með foreldrum á manntölum 1850, 1855 og 1860 og í fólkstölu við nýár 1863. Baldvin kvæntist 8. júlí 1880, þá húsmaður í Engidal, Arnfríði Guðrúnu Sigurðardóttur „ráðskona s st 26 ára“ [Kb. Lund.]. Þau hjón bjuggu í Mjóadal og eru þar á manntali 1890 með níu ára syni sínum. Sjá [Hraunk. bls. 163], þar segir að Baldvin hafi dáið 27. júlí 1897, en ekki finn ég það í [Kb. Lund.]. Arnfríður Guðrún átti fyrir giftingu dótturina Hlín með Jóni Erlendssyni.

Björg Júlíana Friðriksdóttir, f. 5. nóv. 1848. Hún er sömuleiðis í Hrappstaðaseli með foreldrum á manntölum 1850, 1855 og 1860 og í fólkstölu við nýár 1863. Björg Júlíana er vinnukona á Sigurðarstöðum 1869-71 [Sál. Eyj.]. Hún eignaðist dótturina Gerði með Jóni Erlendssyni 31(svo í kb!). nóv. 1882, þá vinnukona í Baldursheimi [Kb. Mýv.]. Sjá um hana í [Hraunk. bls. 163-165].

Annað skyldulið Friðriks og Guðrúnar í Hrappstaðaseli 1838-1863:

Jón Þorgrímsson, bróðir Friðriks, kemur 1842 „ , 24 ára, vinnumaður, úr Reykjadal að Hrappstaðaseli“ [Kb. Lund.]. Hann kvæntist Elínu Halldórsdóttur, sjá hér á eftir, 19. sept. 1842, þá bæði í vinnumennsku í Hrappstaðaseli [Kb. Lund.], og flytja þau aftur „ , frá Hrappstaðaseli í Reykjadal“ 1845 [Kb. Lund.] og eru á manntali á Stórulaugum það ár. Jón var fæddur 30. júlí 1818 í Hraunkoti [Kb. Ness.]. Hann deyr 20. nóv. 1868 „ , vinnumaður á Lundarbrekku, 51“ [Kb. Lund.] og [Hraunk. bls. 165-176].

Elín Halldórsdóttur kemur 1842 „ , 24, vinnukona,“ með Jóni hér næst á undan og giftist honum 19. sept. þ. á. Hún fer með honum og dóttur þeirra frá Hrappstaðaseli að Stórulaugum 1845. Elín var fædd 9. des. 1818 í Vallakoti, dóttir hjónanna Halldórs Jónssonar og Dórotheu Soffíu Nikulásdóttur Buch

Einar Friðriksson

María Friðriksdóttir

Björg Júlíana Friðriksdóttir og Gerður Jónsdóttir

[Kb. Ein.]. Hún er sögð fósturdóttir hjónanna Jóns og Guðbjargar á Einarsstöðum við manntalið 1835, en fer þó 1836 frá Vallakoti að Auðbjargarstöðum. Hún er á manntali á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal 1840 „ , 22, Ó, vinnukona“, þar er Jón þá einnig vinnumaður. Elín andaðist 17. febr. 1869 „ , ekkja á Lundarbrekku, 51“ [Kb. Lund.]. Sjá einnig [Hraunk. bls. 165176] um afkomendur.

Arnfríður Jónsdóttir, dóttir Jóns og Elínar hér næst á undan, f. 4. apríl 1843 í Hrappstaðaseli [Kb. Lund.]. Fer með foreldrum sínum að Stórulaugum 1845. Giftist Halldóri Jóhannessyni b. á Urðum, sjá [Hraunk. bls. 165].

Einar Ásmundsson, faðir Guðrúnar húsfreyju, er á manntali í Hrappstaðaseli 1840 „ , 63, G, faðir konunnar“, en ekki er hann þar við húsvitjun 1839 né 1841 (sem líklega er gerð snemma árs). Einar er á manntali í Álftagerði 1816 „ , húsbóndi, 40,“ ásamt konu og börnum, sagður fæddur í Syðri-Neslöndum. Hann flytur með skyldulið sitt að Svartárkoti 1822 og byggir þar að nýju. Árið 1840 er Jón sonur hans fyrir búi í Svartárkoti og Björg, kona Einars, ráðskona hjá honum. Einar var albróðir Helga Ásmundssonar á Skútustöðum. Einar andaðist 18. ágúst 1842 „ , Uppgjafa bóndi í Svartárkoti, 64, úr brjóstveiki“ [Kb. Lund.].

Guðbjörg Jónsdóttir, bróðurdóttir Friðriks bónda, flytur 1858 „ , 5, barn,“ frá Litlulaugum að Hrappstaðaseli [Kb. Ein.], en skv. [Kb. Lund.] kemur hún 1859 „ , 7, tökubarn,“ frá Litlulaugum að Hrappstaðaseli [Kb. Lundarbr.sóknar] ([Kb. Lundarbr.prk.] segir hana koma að Bjarnastöðum), og að nýju 1861 „ , 9, tökubarn“ úr Reykjadal að Hrappstaðaseli. Hún finnst þar þó ekki á fólkstali við nýár 1859, en er bætt inn á fólkstalið í Hrappstaðaseli 1860 og er þar á aðalmanntali það ár „ , 8, Ó, tökubarn,“. Hún er áfram í Hrappstaðaseli til 1863 og síðan áfram hjá þeim Friðrik og Guðrúnu á Sigurðarstöðum, en er „ , 15, ljettastúlka“ hjá Árna og Aldísi þar við nýár 1868, þegar Friðrik er orðinn þar húsmaður [Sál. Eyj.]. Guðbjörg var fædd 16. ágúst 1853 á Litlulaugum, dóttir hjónanna Jóns Þorgrímssonar og Elínar Halldórsdóttur sem þá búa þar, sjá um þau hér nokkru ofar. Fór til Vesturheims 1890 með manni sínum, Davíð Valdemarssyni, og syni þeirra [Vfskrá] og [Hraunk. bls. 167].

Sigurbjörn Jónsson, bróðursonur Guðrúnar húsfreyju, er á manntali í Hrappstaðaseli 1860 „ , 5, Ó, tökubarn,“ Hann er enn þar í fólkstölu við nýár 1863 og fer með Friðriki og Guðrúnu að Sigurðarstöðum, þar sem hann er fósturbarn þeirra í fólkstölu við nýár 1870 [Sál. Eyj.]. Sigurbjörn var fæddur 9. nóv. 1855 á Björgum, sagður sonur hjónanna Jóns Jónssonar og Steinunnar Jónsdóttur [Kb. Þór.]. Þetta fær engan veginn staðist, við manntalið 1. okt. 1855 eru þau hjónin Jón Einarsson og Steinunn búandi þar, elsti sonur þeirra er Jón Jónsson, þá 11 ára; hann hýtur því að vera sonur Jóns Einarssonar og Steinunnar. Jón Jónsson fór með föður sínum til Brasilíu 1863 [Kb. Lund.]. Sigurbjörn er léttadrengur í Víðirkeri í fólkstölu við nýár 1871 og „ , 17, vinnumaður“ í Svartárkoti 1872[Sál. Eyj.] og fer þaðan 1874 að Barnafelli [Kb. Lund.]. Þar kvænist hann 11. okt. 1878, þá „vinnumaður í Barnafelli, 24 ára“, Kristjönu Lovísu Helgadóttur, sem þá er „heimasæta í Barnafelli, 22 ára“ [Kb. Þór.] og eru þau þar á aðalmanntali 1880. Sigurbjörn og Kristjana Lovísa eru sögð koma 1881 „að Stórutjörnum frá Barnafelli í Köldukinn með barn sitt“ [Kb. Hálsþ.]. Samt fara þau 1882 til Vesturheims frá Barnafelli ásamt tveim dætrum sínum [Vfskrá].

Guðbjörg Jónsdóttir og Davíð Valdemarsson

Vandalausir í Hrappstaðaseli í búskapartíð

Friðriks og Guðrúnar 1838-1863:

Jóhanna Eiríksdóttir er „ , 13, Ó, niðursetningur“ í Hrappstaðaseli við manntalið 1840, en við húsvitjun 1841 er hún sögð þar „ , léttastúlka, 14“. Hún flytur þaðan 1842 að Eyjardalsá [Kb. Lund.] þar sem hún er á manntali 1845 „ , 18, Ó, vinnukona,“. Jóhanna var fædd 2. febr. 1828, voru foreldrar hennar „Eiríkr Thorsteinsson Þordís Illugadóttir bæði ógift og á vergangi ( illlæsilegt ) hans 3ia enn hennar 4da brot“ [Kb. Sauðaness.], heimilisfangs ekki getið. Hún flytur 1848 „ , 20, vinnukona, Frá Eyjardalsá í Bárðardal að Sauðanesi á Lánganesi“ [Kb. Lundarbr.prk.], ásamt með sr. Halldóri Björnssyni og skylduliði hans og er þar á manntali 1850 og 1855, vinnukona. Fer 1856 að Saurbæ í Skeggjastaðasókn þar sem hún giftist 8. júlí 1856 Jósep Gunnarssyni, sem þá er „búandi á Saurbæ 25 ára“ en hún „bústýra hans 28 ára“ [Kb. Skeggj.]. Þau eru á manntali í Saurbæ 1860 með tveim sonum, einnig 1880 án barna. Jóhanna er enn á manntali í Saurbæ 1890 „ , 60, E, húsk., lifir á eigum sínum,“. Deyr 24. júní 1894 „63, ekkja frá Saurbæ“ [Kb. Skeggj.].

Jóhann Friðrik Jonsen Dahl kemur 1843 „ , 16 ára, Léttadrengur frá Eyjafirði að Hrappstaðaseli“ [Kb. Lund.]. Hann er burtvikinn árið eftir „ , 17, Léttadrengur frá Hrappsstöðum inní Eijafjörð“. Engan mann með þessu nafni er að finna í nafnaskrá manntalsins 1845, en næst honum kemst Jóhann Friðrik Jónsson á Syðra Laugalandi „ , 17, Ó, sonur bóndans,“ Jóns Guðmundssonar og fyrri konu.

Jóhann Bjarnason er í fólkstölu í Hrappstaðaseli 1. sd. í aðventu 1847 „ , vinnumaður, 22“ og er þar við húsvitjun í mars 1849. Við manntalið 1850 er hann „ , 24, Ó, vinnumaður,” á Jarlstöðum. Jóhann var fæddur 10. apríl 1826 í Fellsseli [Kb. Þór.], sonur Bjarna Jónssonar gifts bónda þar og Guðrúnar Þorsteinsdóttur sem þar er vinnukona, sjá hér næst á eftir. Hann kemur ásamt móður sinni 1844 „ , 20, vinnudreingr, frá Sörla- að Hrappstöðum” [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1845. Fer með móður sinni 1851 frá „Jallstöðum að Gvöndarstöðum” [Kb. Eyjadalsárprk.]. Sjá um Jóhann í [ÆÞ. III, bls. 40-46]. Með Aðalbjörgu Jónsdóttur frá Mjóadal, f. 5. mars 1832, eignaðist Jóhann soninn Jóhann Benedict hinn 6. nóv. 1848, d. 15. nóv. s. á. Aðalbjörg var þá í Brennási, en var síðar húsfreyja í Jarlstaðaseli, sjá þar.

Guðrún Þorsteinsdóttir, móðir Jóhanns hér næst á undan, er í fólkstölu í Hrappstaðaseli 1. sd. í aðventu 1847 „ , vinnukona, 46“ og er þar einnig við húsvitjun í mars 1849 „ , húskona, 46“. Við manntalið 1850 er hún „ , 51, Ó, vinnukona,”á Jarlstöðum, þar sögð fædd í Hrafnagilssókn. Erfitt er að henda reiður á uppruna Guðrúnar; í Hrafnagilssókn er ekki til skrá yfir fæðingar frá þeim tíma og í Laufássókn er hana ekki að finna. Hún kemur 1819 „ , 20, vinnukona frá Hrafnagilshreppi að Gerði” [Kb. Glæs., Svalb.]. Við manntalið 1816 er Guðrún Þorsteinsdóttir á Kjarna í Hrafnagilssókn „vinnukona, 18” en fæðingarstaðar er þar ekki getið. Hvort það er sú sama Guðrún sem er á manntali 1801 á Eiðum í Grímsey, þá eins árs, dóttir Þorsteins Gunnarssonar og Guðrúnar Halldórsdóttur, skal ósagt látið. Á Núpufelli er einnig 1816 Guðrún Þorsteinsdóttir „léttakind, 17 2/3,” fæðingarstaður sagður Eyrarland í Hrafnagilssókn. Guðrún, sú sama sem kemur 1819 að Gerði, fer 1823 frá Sigluvík að Böðvarsnesi „vinnukona” [Kb. Hálsþ.], kemur 1824 „ , 25, vinnukona frá Böðvarsnesi að Fellseli” [Kb. Þór.]. Þar eignast hún soninn

Jóhann, sjá hér næst á undan. Árið 1830 kemur Guðrún Þorsteinsdóttir „ , 31, vinnuk: frá Istahvammi að Ljósavatni“ [Kb. Þór.]. Guðrún kemur ásamt syni sínum 1844 „ , 44, vinnukona, frá Sörla- að Hrappstöðum” [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1845, þar sögð fædd í Laufássókn. Fer ásamt syni sínum 1851 frá „Jallstöðum að Gvöndarstöðum” [Kb. Eyjadalsárprk.].

Jón Jónsson (Bang) er í fólkstölu í Hrappstaðaseli um nýár 1851 „ , vinnumaður, 52,“ en ekki er hann þar í fólkstölu ári síðar. Líklega sá Jón Jónsson sem er á manntali á Hlíðarenda 1850 „ , 51, Ó, vinnumaður,“ sagður fæddur í Múlasókn. Jón Jónsson var fæddur 1. des. 1801 (sá eini með því nafni í Múlasókn 1792-1807, en þar er hann einnig sagður fæddur á mt. 1855), voru foreldrar hans Jón Hallgrímsson og Sólrún Jónsdóttir í Skriðulandi [Kb. Múl.]. Hann er á manntali með foreldrum á Bangastöðum 1816 „ , þeirra barn, 15,“ og er vinnumaður á Þverá í Reykjahverfi 1845. Jón kemur 1849 „ , 51, vinnumaður, frá Tjörnesi að Hlíðarenda“ [Kb. Eyjadalsárprk.], (virðist prestur ekki hafa vitað frá hvaða bæ og ætlað að bæta úr því síðar, en það farist fyrir). Jón fer 1859 „ , 55, vinnumaður, frá Garði að Lángavatni,“ [Kb. Mýv.], [Kb. Grenj.] og deyr þar 11. des. 1860 „ , frá Langavatni, 62, Langvarandi brjóstveiki með elli - lasleika.“ [Kb. Grenj.].

Dóróthea Jensdóttir er í Hrappstaðaseli við húsvitjun í apríl 1850 „ , vinnustúlka, 10“ [Sál. Eyj.]. Hún er burtvikin úr Einarsstaðasókn 1848 „ , 13, v:stúlka frá Ingjaldst. að Jallstöðum“ [Kb. Ein.] og er þar við húsvitjun í mars 1849. Dóróthea er meðal innkominna í Einarsstaðasókn 1850 „ , vinnust, að Narfastseli úr Bárðardal“, en skv. [Kb. Lund.] fer hún þ. á. „ , 10, vinnukona“ frá Hrappstaðaseli að Ingjaldsstöðum. Dórothea var fædd 3. des. 1836 á Ingjaldsstöðum [Kb. Ein.], svo eitthvað hefur aldurinn skolast til í Bárðardalnum. Hún var dóttir Jens Kristjáns Nikulássonar Buch og k. h. Guðrúnar Finnbogadóttur, sjá um þau og Dórótheu í [ÆÞ. II, bls. 258]. Ekki finn ég hana á manntali í Suður-Þingeyjarsýslu 1850. Dóróthea giftist Sigurjóni Halldórssyni frænda sínum á Kvíslarhóli.

Jónas Kristjánsson er í Hrappstaðaseli á fólkstali um nýár 1852 „ , vinnumaður, 24“. Hann er farinn þaðan ári síðar. Jónas var sonur Kristjáns Jónssonar sem lengi bjó í Grjótárgerði og Maríu Ólafsdóttur, sagður fæddur 28. sept. 1828 við fermingu 1843 [Kb. Lund.]. Hann kemur víða við sögu á heiðanýbýlum í Lundarbrekkuprk., sjá nánar um hann og fjölskyldu hans undir Grjótárgerði, Brennás og Stórás. Hann andaðist í Hvammi í Þistilfirði 24. apríl 1910 [Kb. Svalb.].

Ólafur Ólafsson kemur frá Höskuldstaðaseli 1852 og er í Hrappstaðaseli í fólkstali um nýár 1853 „ , 67, gamalmenni“. Hann deyr þar 19. mars 1855 „ , gamalmenni á Hrappstaðaseli, 69“ [Kb. Lund.]. Ólafur var eini bóndinn í Höskuldsstaðaseli, sjá nánar um hann þar.

Margrét Sigmundsdóttir kemur frá Höskuldsstaðaseli 1852 með Ólafi manni sínum hér næst á undan og er í Hrappstaðaseli í fólkstali við nýár 1853. Hún deyr 1. apríl 1863 „ , ekkja frá Hrappsst.seli, 79,“ [Kb. Lund.].Margrét var eina húsfreyjan í Höskuldsstaðaseli, sjá nánar um hana þar.

Dóróthea Jensdóttir og Sigurjón Halldórsson

1863 - 1872: Jóakim Björnsson og Guðfinna Jósafatsdóttir

Jóakim og Guðfinna eru í Hrappstaðaseli í fólkstölu við nýár 1864 og er Jóakim gjaldandi í manntalsbók þinggjalda 1864-1872. Í fólkstölu við nýár 1873 er Friðrik Jónsson, tengdasonur Jóakims og Guðfinnu, talinn þar bóndi, en Jóakim „faðir konunnar“. Jóakim er aftur talinn bóndi við nýár 1874, þá eru Friðrik og Guðrún komin í Hrappstaði [Sál. Eyj.]. Í manntalsbók þinggjalda er Friðgeir sonur þeirra hjóna skráður gjaldandi fyrir Hrappstaðasel 1874.

Jóakim var fæddur 26. júlí 1809 á Halldórsstöðum í Bárðardal, sonur hjónanna Björns Þorkelssonar og Sigríðar Ketilsdóttur [Kb. Lund.]. Hann er með þeim á manntali þar 1816 (mars 1815) en 1835 er hann vinnumaður á Lundarbrekku og 1840 á Eyjardalsá.

Guðfinna var fædd á Hömrum í Reykjadal um 1813, dóttir hjónanna Jósafats Pálssonar og s. k. h. Guðrúnar Björnsdóttur. Hún er þar með þeim á manntali 1816.

Guðfinna er ógift vinnukona á Kálfborgará við manntalið 1835. Hún er með Friðfinni manni sínum og syni á 2. býli á Arndísarstöðum við húsvitjun 1839. Er á manntali á Arndísarstöðum 1840 „ , 27, E, húskona, lifir af sínu“ ásamt 3ja ára syni sínum Jónasi Friðfinnssyni. Hún mun hafa giftst Friðfinni Torfasyni, sem er vinnumaður á Eyjardalsá við manntalið 1835, sjá [ÆÞ. I, bls. 416]. En sú gifting, svo og fæðing Jónasar og dauði Friðfinns hafa líklega verið skráð í þann hluta af [Kb. Eyj.] sem glataður er.

Jóakim og Guðfinna eru búandi hjón á Arndísarstöðum við fæðingu sonar 13. jan. 1843 [Kb. Eyj.]. Þau koma 1844 frá Þverá í Dalsmynni að Halldórsstöðum [Kb. Lund.] og eru þar á manntali 1845. Þau búa á Sigurðarstöðum við manntölin 1850-1860. Eru á Hrappstöðum við manntalið 1880 hjá dóttur sinni og tengdasyni og flytja með þeim að Skógarseli 1883 og eru þar á manntali 1890. Jóakim andaðist í Skógarseli 21. nóv. 1891 en Guðfinna 10. mars 1891 [Kb. Ein.].

Börn Jóakims og Guðfinnu í Hrappstaðaseli 1863-1874:

Friðgeir Jóakimsson kemur með foreldrum að Hrappstaðaseli 1863 og er þar með þeim í fólkstölu við nýár 1864. Hann flytur þaðan 1874 „ , bóndi,“ að Hlíðarenda. Friðgeir var fæddur 13. jan. 1843 á Arndísarstöðum [Kb. Eyj.]. Hann fylgir foreldrum að Þverá og að Halldórsstöðum og Sigurðarstöðum. Friðgeir, þá bóndi á Hlíðarenda, kvæntist 5. júlí 1877 Sigríði Jónsdóttur, sem þá er „bústýra hans, 27 ára“ [Kb. Þór.]. Þau koma inn í Hofssókn 1879 frá Hlíðarenda, ásamt 5 ára fóstursyni sínum Hallgrími Halldórssyni frá Garði í Nessókn, að Egilsstöðum, og flytja þaðan til Vesturheims 1880 [Kb. Hofss.], [Vfskrá].

Sigríður Jóakimsdóttir kemur 1863 „ , 20, vinnukona,“ frá „Stafnholti að Hrappst:seli“ [Kb. Lund.] og er þar með foreldrum og systkinum í fólkstölu við nýár árin 1864-1866. Sigríður var fædd á Halldórsstöðum í Bárðardal 8. nóv. 1844 og er þar á manntali með foreldrum sínum 1845 og á Sigurðarstöðum 1850 og 1855. Hún er á manntali í Jarlstaðaseli 1860 „ , 16, Ó, vinnukona,“. Hún

var vinnukona á nokkrum heiðanýbýlum og ber ekki öllum heimildum saman. Hún fer 1861 „ , 16, vinnukona, Frá Sigurðarstöðum að Stafnsholti“ [Kb. Lund.] en [Kb. Ein.] segir hana koma þ. á. „ , 17, vinnuk,“ frá „Heiðarseli að Stafnsholti“. Hún fer þaðan „ , 20, vinnukona,“ að Hrappstaðaseli [Kb. Lund.] en [Kb. Ein.] segir hana fara þaðan 1863 „ , 18, vinnuk.“ að „Heiðars.“ Þá er Sigríður sögð koma 1865 „ , 22, vinnuk., frá Heiðarseli að Hólum“ [Kb. Ein.] og koma 1866 „ , 22, vinnukona, frá Hólum að Bjarnastöðum“ [Kb. Lund.]. Sigríður er í Grjótárgerði í fólkstölu við nýár 1870 [Sál Eyj.]. Hún er þar enn við nýár 1872, en fer með húsbændum sínum að Stórási þ. á., en er farin þaðan um nýár 1874. Sigríður andaðist 11. febr. 1875 „ , frá Hlíðarenda, 30, Úr höfuðveiki“ [Kb. Þór.].

Guðrún Jóakimsdóttir kemur með foreldrum að Hrappstaðaseli 1863 og er húsfreyja þar 1872-1873, sjá um hana hér á eftir. Hún var fædd 9. des. 1845 á Halldórsstöðum. [Kb. Lund.].

Sigurbjörn Jóakimsson kemur með foreldrum að Hrappstaðaseli 1863 og er þar með þeim í fólkstölu við nýár 1864. Hann fer frá Hrappstaðaseli til Brasilíu 1873 „ , vinnumaður, 22,“ [Vfskrá], [Kb. Lund.]. Sigurbjörn var fæddur 4. jan. 1850 á Sigurðarstöðum [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1850-1860. Dó í Brasilíu 1911, sjá nánar á bls. 18 í Árbók Þingeyinga 2002.

Sigurjóna Jóakimsdóttir kemur með foreldrum að Hrappstaðaseli 1863 og er þar með þeim í fólkstölu við nýár 1864-1866 og öðru hverju til 1874, þegar hún fer með þeim að Hlíðarenda [Kb. Lund.]. Sigurjóna var fædd 4. maí 1852 á Sigurðarstöðum [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1855 og 1860. Hún er vinnukona á Hallgilsstöðum við manntölin 1880 og 1890.

Þuríður Jóakimsdóttir kemur með foreldrum að Hrappstaðaseli 1863og er þar með þeim í fólkstölu við nýár 1864 og þar áfram til 1873, en 1874 er hún á Hrappstöðum [Sál. Eyj.]. Þuríður var fædd 16. okt. 1853 á Sigurðarstöðum [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1855 og 1860. Hún er víða í vinnumennsku, m. a. á Lundarbrekku 1880, í Engidal, á Auðnum og í Skógarseli, en fer til Vesturheims frá Narfastöðum árið 1900 „ , húskona, 46,“ [Vfskrá].

Helga Jóakimsdóttir kemur með foreldrum að Hrappstaðaseli 1863 og er þar með þeim í fólkstölu við nýár 1864 og áfram til 1874, er hún fer með þeim að Hlíðarenda [Kb. Lund.]. Helga var fædd 24. maí 1855 á Sigurðarstöðum [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1855 og 1860. Hún er á Hrappsstöðum hjá systur sinni og mági við manntalið 1880. Hún er allvíða í vinnumennsku, en 19001922 er hún í Skógarseli, húskona eða lausakona (sjá þar); við manntalið 1920 er þess getið að hún sé blind.

1872 - 1873: Friðrik Jónsson og Guðrún Jóakimsdóttir

Í fólkstölu við nýár 1873 er Friðrik talinn bóndi í Hrappstaðaseli, en árið áður bjuggu þau hjónin í Brennási á móti Guðna og Sigríði. Friðrik er gjaldandi fyrir Hrappstaðasel í manntalsbók þinggjalda 1873. Friðrik og Guðrún eru farin að búa á Hrappsstöðum um nýár 1874 [Sál. Eyj.].

Eins og segir í kafla um Brennás var Friðrik fæddur í Máskoti 9. nóv. 1842 [Kb. Ein.], sonur Jóns Jósafatssonar og Herborgar Helgadóttur. Hann flytur með foreldrum og systkinum að Kálfborgará 1849, fer frá Arndísarstöðum að

Þuríður Jóakimsdóttir

Helga Jóakimsdóttir

Brennási 1864. Þar er hann bóndi 1867-1868 á móti Sigurði bróður sínum og aftur 1871-1872 móti Guðna mági sínum.

Guðrún var fædd 9. des. 1845 á Halldórsstöðum í Bárðardal [Kb. Lund.], dóttir hjónanna Jóakims Björnssonar og Guðrúnar Jósafatsdóttur, sjá hér ofar. Hún er með þeim á manntali á Sigurðarstöðum 1850-1860 og kemur með þeim að Hrappstaðaseli 1863, þar sem hún er með þeim til 1869, hún er ráðskona í Brennási við nýár 1870 [Sál. Eyj.].

Friðrik og Guðrún voru gefin saman 10. júlí 1871, er Friðrik þá sagður „ , húsmaður í Brenniási“, en við nýár 1872 er hann sagður bóndi þar [Sál. Eyj.]. Eins og áður segir eru þau sögð búa í Hrappstaðaseli við nýár 1873, en fara þá að Hrappstöðum og eru þau þar á manntali 1880. Þau flytja í Skógarsel 1883, ásamt foreldrum Guðrúnar, og búa þar til 1922, er þau fara að Holtakoti til dóttur sinnar. Friðrik deyr í Holtakoti 1. sept. 1927 en Guðrún 4. júní 1924 [Skú. bls. 124].

Dóttir Friðriks og Guðrúnar í Hrappstaðaseli 1872-1873:

Guðfinna Helga Friðriksdóttir, f. 18. ágúst 1873í Hrappstaðaseli [Kb. Lund.]. Hún er með foreldrum sínum á Hrappstöðum í fólkstölu við nýár 1874 og á manntali þar 1880. Dó þar 28. sept. 1881 [Kb. Lund.].

1873 - 1874: Friðgeir Jóakimss./Jóakim Björnsson og Guðfinna Jósafatsdóttir

Í fólkstali við nýár 1874 er Jóakim sagður bóndi í Hrappstaðaseli, en Friðgeir sonur hans er hinsvegar gjaldandi fyrir Hrappstaðsel 1874 skv. manntalsbók þinggjalda. Jóakim og Guðfinna flytja frá Hrappstaðaseli að Hlíðarenda 1874 með Friðgeiri syni sínum og tveim dætrum [Kb. Lund.]. Sjá um Friðgeir, Jóakim og Guðfinnu hér ofar.

Skyldulið Jóakims og Guðfinnu og Friðriks og Guðrúnar í Hrappstaðaseli 1863-1874:

Guðrún Jósafatsdóttirer í Hrappstaðaseli í fólkstali við nýár 1869 „ , 78, systir konunnar“ (þ. e. Guðfinnu, líklega rangur aldur, hún er „ , 60,“ þrem árum síðar), en er þar ekki lengur við nýár 1873. Guðrún var fædd á Hömrum um 1809 og er þar á manntali 1816. Hún giftist 13. okt. 1843 Bergþóri Björnssyni, voru þau þá bæði vinnhjú á Ljósavatni [Kb. Þór.]. Þau eru á manntali á Arndísarstöðum 1845, en 1850 í Hriflu, þar er þá með þeim Sigurjón sonur þeirra, f. þar 13. júní 1849. Guðrún og Bergþór eru á manntali á Ljósavatni 1855 og 1860, þar sem Bergþór er vinnumaður, en ekki er Sigurjóns getið þar, hefur líklega dáið í bernsku. Guðrún fer 1874 frá Kálfborgará að Kvígindisdal [Kb. Lund.]; í [Kb. Ein.] er sagt „ , 55, á meðgjöf”. Hún er á manntali á Vatnsenda 1880 „ , 70, G,”. Deyr 8. maí 1892 „ , á Rauðá, 83, Jörðuð að Einarsst. k. samkv. beiðni h-ar í lifanda lífi” [Kb. Ein.].

Vandalausir í Hrappstaðaseli á búskapartíma

Jóakims og Friðriks 1863-1874:

Helga Jónasdóttir kemur 1864 „ , 63, húskona,“ frá Holti að Hrappstaðaseli [Kb. Lund.] og er þar í fólkstölu við nýár 1865. Hún flytur 1867 „ , 66, vinnukona, frá Hrappst.seli að Finnstöðum“ [Kb. Lund.]. Dó 29. des. 1871 „ , ekkja, 70, Torfunesi“ [Kb. Þór.]. Helga var lengi húsfreyja í Heiðarseli, sjá nánar um hana þar.

Sigurgeir Baldvinsson er í Hrappstaðaseli í fólkstölu við nýár 1867 „ , 6, tökubarn“. Hann er þar áfram til 1871, en er farinn um nýár 1872. Sigurgeir var fæddur 31. ágúst 1861 í Torfunesi, sonur Baldvins Jónatanssonar og Guðnýjar Jónsdóttur, sem þá eru „ , hion í Torfunesi“ [Kb. Þór.]. Hann kemur 1865 „ , 5, börn þeirra” ásamt foreldrum og tveim eldri systkinum „frá Hlíðarhaga að Hrapstöðum” [Kb. Lund.]. Sigurgeir fer 1873 ásamt Guðnýju móður sinni „ , 11, sonur hennar, frá Litluvöllum til Brasilíu“ [Kb. Lund.], [Vfskrá]. Sjá einnig um þau og föður hans og systkini í Árbók Þingeyinga 2002, bls. 11 og 18.

(Guðrún Jósepsdóttir kemur 1867 „ , 57, frá Ljósavatni að Hrappst.seli“ [Kb. Lund.]. Ekki finnst hún þó í fólkstölu þar við nýár 1868. Ekki hefur mér tekist að finna Guðrúnu með þessum aldri í nafnaskrá manntalanna í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu 1816, né heldur 1845. Ekki finn ég hana heldur burtvikna né dána í [Kb. Lund.], né á manntali 1880. Tel líklegt, að hér sé um misritun að ræða og að átt sé við Guðrúnu Jósafatsdóttur, sjá um hana hér nokkru ofar.)

Sesselja Jónsdóttir fer 1872 „ , 39, v. k., frá Hrafnsstaðaseli að Krossi” [Kb. Þór.]. Ekki er hennar getið í fólkstölu þar við nýár 1872. Sesselja var fædd 6. febr. 1834 og voru foreldrar hennar „hreppstjóri Jón Bergþórs Arnfryðr Jónsd: hjón búandi á Eggsará“ [Kb. Þór.] og er hún með þeim þar á manntali 1835. Hún er einnig á manntali á Öxará 1840, 1845 og 1850, þá er faðir hennar kvæntur að nýju.

Guðfinna Þorláksdóttir er í Hrappstaðaseli í fólkstölu við nýár 1872 „ , 1, Tökubarn“. Hún fer með Jóakim og Guðfinnu að Hlíðarenda 1874 „ , sveitaróm“ [Kb. Lund.]. Guðfinna var fædd 11. ágúst 1870 í Garðshorni, dóttir hjónanna Þorláks Jónssonar og Þuríðar Benjamínsdóttur, sem þar eru „búandi hjón“ [Kb. Þór.]. Þorlákur og Þuríður eru í Garðshorni við nýár 1871 með fjórum börnum [Sál. Þór.], þ. á m. Guðfinnu, en 1880 í Torfunesi með sex börnum. En þá er Guðfinna á manntali á Lundarbrekku „ , 10, Ó, hreppsómagi,“. Guðfinna er á manntali í Svartárkoti 1890 „ , 20, Ó, vinnukona,“. Hún fer þaðan 1895 að Reykjahlíð [Kb. Lund.] og þaðan 1896 að Ystafelli [Kb. Mýv.].

1874 - 1877: Oddur Sigurðsson og Sigríður Gunnlaugsdóttir

Oddur og Sigríður eru á fólkstali í Hrappstaðaseli við nýár 1875 [Sál. Eyj.]. Oddur andaðist 12. okt. 1877, en ekkjan hélt áfram búskap þar til 1883, sjá þar. Oddur er gjaldandi þinggjalda í manntalsbók 1875-1877.

Oddur var fæddur 14. nóv. 1834 á Hálsi í Kinn, sonur hjónanna Sigurðar Oddssonar og Guðrúnar Vigfúsdóttur [Kb. Þór.]. Hann er með foreldrum og systkinum á manntali á Hálsi 1835, 1840 og 1845. Vinnumaður í Svartárkoti við manntalið 1860. Hann kemur inn í Ljósavatnssókn 1868 „ , 34, vinnumaður, frá Kálfborgará að Ljósavatni“ [Kb. Þór.].

Sigríður var fædd 14. maí [ÆÞ. III, bls. 48] ([Kb. Myrkárs.] segir júní en mánaðard. ólæsilegur) 1843 í Flögu í Myrkársókn, dóttir hjónanna Gunnlaugs Gunnlaugssonar og Kristínar Sigurðardóttur [Kb. Myrk.]. Hún er með þeim á manntali þar 1845 ásamt fimm systkinum, en 1850, 1855 og 1860 í Nýjabæ í sömu sókn. Hún eignast 16. apríl 1866, þá enn í Nýjabæ, soninn Benóní með Stefáni Sigurðssyni, sem þá er þar vinnumaður („beggja 1. brot“) [Kb. Myrk.]. Hún flytur 1869 „ , 27, vinnukona, úr Hörgárdal að Hlíðarenda“ [Kb. Þór.].

Þau Oddur og Sigríður koma 1871 frá Jarlstöðum að Landamóti og voru gefin saman 9. okt. 1871, hann „búandi á Landamóti 35 ára“, hún „Ráðskona hans 26 ára gömul“ [Kb. Þór.]. Þau flytja frá Landamóti að Jarlstöðum 1873 [Kb. Lund.] og árið eftir í Hrappstaðasel.

1877 - 1883: Sigríður Gunnlaugsdóttir

Eins og áður segir andaðist Oddur maður Sigríðar 12. okt. 1877. Sigríður bjó áfram í Hrappstaðaseli til 1883, en þá fór hún til Vesturheims með fjögur börn sín. Sigríður er gjaldandi þinggjalda í manntalsbók 1878-1883. Sigríður fór, eins og áður segir 1883 „ , 36, ekkja,“ frá „Hrappstaðaseli - Ameríku“ [Kb. Lund.], [Vfskrá] með fjórum börnum sínum. Dó í Vesturheimi 28. okt. 1937. Sjá um hana og afkomendur í [ÆÞ. III, bls. 48-51]. Sigríðar er getið í Sögu Íslendinga í N.-Dakota eftir Thorstínu Jackson, Winnipeg 1926, bls. 326.

Börn Odds og Sigríðar í Hrappstaðaseli 1874-1883:

Benóní Stefánsson er í Hrappstaðaseli í fólkstali við nýár 1875 „ , 10, son konunnar“. Hann er með móður sinni á manntali þar 1880 „ , 14, Ó, barn hennar,“ og fer með henni til Vesturheims 1883 [Vfskrá]. Benóní var fæddur 16. apríl 1866 og voru foreldrar hans Stefán Sigurðsson og Sigríður Gunnlaugsdóttir „vinnumaður og bóndadóttir á Nýjabæ“ [Kb. Myrk.], Hann flytur 1872 „ , tökubrn, 6, frá Nýjabæ að Landamóti í Kinn“ [Kb. Myrk.] og fer þaðan árið eftir með móður sinni og stjúpa að Jarlstöðum.

er í Hrappstaðaseli í fólkstali við nýár 1875 og þar á manntali með móður sinni 1880 „ , 7, Ó, barn hennar,“ . Hún fer með móður sinni til Vesturheims 1883 [Vfskrá]. Kristín Aðalbjörg var fædd 30. okt. 1872 á Landamóti [Kb. Þór.] og fer þaðan með foreldrum að Jarlstöðum árið eftir.

Guðrún Lilja Oddsdóttir, tvíburi, var fædd í Hrappstaðaseli 14. jan. 1875[Kb. Lund.]. Með henni fæddist „andvana piltb.“ Hún fer 1878 „ , 3, ungbarn, frá Hrappstaðaseli í Garð“ [Kb. Lund.]. Guðrún Lilja er á manntali í Garði í Aðaldal 1880 „ , 5, Ó, fósturbarn búsráðenda, “ og 1890 „ , 15, Ó, vinnukona,“. En Baldvin í Garði var föðurbróðir hennar, sjá [ÆÞ. III, bls. 48-58]. Guðrún Lilja giftist 17. des. 1899 Guðmundi Friðjónssyni bónda og skáldi á Sandi. Hún

andaðist 23. sept. 1966. Sjá um þau hjón og afkomendur í [ÆÞ. I, bls. 268-271] og [Reykj. bls. 606-610].

Snorri Sigurjón Oddsson, f. 4. maí 1876 í Hrappstaðaseli [Kb. Lund.]. Hann er á manntali þar með móður sinni 1880 sem Sigurður Snorri „ , 4, Ó, barn hennar,“ og fer með henni til Vesturheims 1883 með því nafni. Dó 17. des. 1954, sjá [ÆÞ. III, bls. 50].

Oddur Tryggvi Oddsson, f. 26. (ÆÞ. segir 29., sem var skírnard.) des. 1877 í Hrappstaðaseli [Kb. Lund.]. Hann er á manntali þar með móður sinni 1880 og fer með henni til Vesturheims 1883 [Vfskrá]. Sjá um Tryggva í [ÆÞ. III, bls. 50-51] og tilvísanir þar.

Vandalausir í Hrappstaðaseli í búskapartíð Odds og Sigríðar 1874-1883:

Sigurjón Kristjánsson kemur 1874 „ , 21, v. m.,“ frá Fremstafelli að Hrappstaðaseli [Kb. Lund.] og er þar í fólkstali við nýár 1875 „ , 22, vm.“ Sigurjón var fæddur 6. júní 1854 og voru foreldrar hans Kristján Torfason og Margrét Kristjánsdóttir [Kb. Hoft.], sjá hér næst á eftir. Fæðingarstaðar er ekki getið, og Kristján er meðal burtvikinna úr sókninni 1853. Sigurjón er á manntali á Geirrauðarstöðum (svo, á að vera Gestreiðarstöðum) 1855 með móður sinni „ , 2, Ó, barn vinnukonunnar,“ og er sagður fæddur í Möðrudalssókn. Það ár er þó Möðrudalur talinn með í Hofteigssókn. Við manntalið 1860 eru þau mæðginin í Ármótaseli, er Sigurjón þar „ , 3, Ó, tökubarn“, þá sem síðar sagður fæddur í Möðrudalssókn. Hann kemur með móður sinni 1868 „ , 15, Son hennar,“ frá Hlíðarenda að Stórutungu [Kb. Lund.]. Sigurjón er á manntali í Brennási 1880 og fer þaðan til Vesturheims 1883 „ , vinnumaður, 30,“ [Vfskrá].

Margrét Kristjánsdóttir, móðir Sigurjóns hér næst á undan, kemur 1874 „ , 63, húsk.(?),“ sömuleiðis frá Fremstafelli að Hrappstaðaseli [Kb. Lund.] og er þar á fólkstali við nýár 1875 „ , 64, húsk“ [Sál. Eyj.]. Margrét var fædd í apríl (fyrir 12.) 1812 í Auðbrekku í Hörgárdal, dóttir hjónanna Kristjáns Sigurðssonar og Þuríðar Þorsteinsdóttur. Hún er með foreldrum og bróður á manntali í Sílisstaðakoti 1816. Á manntali á Grímsstöðum á Fjöllum 1845 og 1850 og fer þaðan 1850 ásamt Kristjáni Torfasyni að Gestreiðarstöðum, þar sem þau eru gefin saman 22. júní 1851 [Kb. Hoft.]. Þau koma þaðan saman aftur að Grímsstöðum 1853, en Margrét fer að Gestreiðarstöðum að nýju 1854, þar sem hún eignast soninn Sigurjón þ. á. [Kb. Hoft.], er Kristján sagður faðir hans, sjá hér að ofan. Margrét er á manntali með Sigurjón á Geirrauðarstöðum (svo, á að vera Gestreiðarstöðum) 1855 „ , 44, G, vinnukona,“ en 1860 í Ármótaseli „ , 48, Ó, vinnukona,“. Hún kemur 1868 með Sigurjóni syni sínum „ , 57, Vinnukona, frá Hlíðarenda að Stórutungu“ [Kb. Lund.]. Margrét deyr 3. ágúst 1876 „ , húsk., Brenniási, 65“ [Kb. Lund.], hennar finnst þó ekki getið þar á sóknarmannatali.

Ólafur Pálsson kemur 1875 „ , 22, húsm,“ frá Rauðá að Hrappstaðaseli og er þar í fólkstali um nýár það ár, þó einkennilegt sé. Hann fer 1876 að Holtakoti [Kb. Lund.]. Ólafur var fæddur 30. mars 1854, og voru foreldrar hans Páll Halldórsson og Margrét Sigurðardóttir „ , búandi eignarhjón á Ávegg“ [Kb. Garðss.]. Hann flytur með foreldrum sínum og systkinum 1864 að Glaumbæ, þar sem móðir hans deyr 25. nóv. 1872. Ólafur flytur með föður sínum og þrem systkinum 1874 frá Glaumbæ að Jarlstöðum [Kb. Ein.]. Þau virðast reyna að sameinast aftur í Holtakoti 1876.

Kristín Elísabet Bergvinsdóttir kemur 1876 „ , 16, v.k., frá Yztafjalli að Hrappsstaðaseli“ [Kb. Lund.]. Er þar á fólkstali við nýár 1877 „ , 16, v.k.“ [Sál. Eyj.]. Kristín Elísabet var fædd 5. maí 1861 í Reykjahlíð, dóttir hjónanna Bergvins Jónatanssonar og Kristínar Margrétar Péturdóttur, sem þar voru í vinnumennsku [Kb. Mýv.]. Hún fer 1879 frá Mjóadal að Garði við Mývatn [Kb. Lund.]. Kristín Elísabet giftist Guðlaugi Þorsteinssyni 27. júní 1880 og er með honum á manntali á Árbakka þ. á. Hún var lengi húsfreyja í Stórási, sjá þar. Dó þar 15. jan. 1911 [Skú. bls. 42] og [Kb. Mýv.].

Sigríður Sigmundsdóttir er í fólkstölu í Hrappstaðaseli við nýár 1878 „ , 29, vk.“ Hún fer það ár „ , 27, vk, frá Hrappsst.seli í Helluvað“ [Kb. Lund.], [Kb. Mýv.]. Sigríður var fædd 19. júlí 1849, dóttir hjónanna Sigmundar Einarssonar og Kristínar Þorgrímsdóttur, sem þá eru „búandi hjón á Jallstöðum“ [Kb. Lund.]. Hún er með foreldrum á manntali þar 1850 og 1855 á Hrappstöðum og með föður sínum og systur á Ingjaldsstöðum í Kelduhverfi 1860. Sigríður finnst ekki gift, dáin eða burtvikin úr Mývatnsþingum 1878-1880, né finnst hún á manntali þar 1880.

Gamalíel Einarsson er í fólkstölu í Hrappstaðaseli við nýár 1878 „ , 32, lausam.“ Hann er farinn árið eftir. Hann er „ , 35, S, lausamaður,“ á Stóruvöllum við manntalið 1880. Gamalíel verður að álítast sonur Einars Björnssonar (Einarssonar og Þóru Jónsd.) og Kristjönu Gamalíelsdóttur; f. 29. sept. 1844 á Höskuldsstöðum [Kb. Helg.]. Gamalíel er með foreldrum á manntali á Ingjaldsstöðum 1845. Hann kemur 1862 „ , 19, vinnumaður, frá Sveinsströnd að Svartárkoti“ [Kb. Lund.]. Hann fer 1865 „ , 21, Vinnumaður, frá Svartárkoti að Dagverðartungu“ ásamt barnsmóður sinni Sigríði Þorláksdóttur og 2ja ára syni hennar. Gamalíel kemur 1869 „ , 26, hús og vinnum,“ inn í Einarsstaðasókn ásamt konu sinni Sigríði Þorláksdóttur „ , 38, hans kona“ og tveim börnum þeirra, 4ra og 1 árs og syni hennar, 7. „Hann kom frá Kasthvammi, hún frá Svartárkoti að Hólum í sumar með börnum sínum, hún fór austur héðan burt með þeim 3r eptir veturnætur, að Gilsbakka í Axarfirði ( . . )“ [Kb. Ein.]. Gamalíel fór til Vesturheims frá Garði við Mývatn 1889 „ , bóndi, 45“ [Vfskrá]. Sjá um Gamalíel, konu hans og börn í [ÆÞ. VII, bls. 308].

Ingibjörg Jónsdóttir kemur 1878 „ , 44, vkona,“ með dóttur sína frá Litlulaugum. [Kb. Ein.] segir þær fara „að Hrappstöðm“ en [Kb. Lund.] að Hrappstaðaseli og þar eru þær í fólkstali við nýár 1879. Ingibjörg var fædd 17. jan. 1835, voru foreldrar hennar Jón Árnason og Salbjörg Bjarnadóttir „ , búandi hjón á Aungulstöðum“ [Kb. Munk.] og er hún með þeim þar á manntali 1835. Sjá um foreldra hennar í [ÆÞ. V, bls. 217]. Hún var ekkja eftir Sigurð Þorkelsson, sem andaðist 26. ágúst 1876 á Litlulaugum [ÆÞ. I, bls. 429]. Ingibjörg er með foreldrum á manntali í Botni í Þönglabakkasókn 1845, þar sem foreldrar hennar eru í vinnumennsku. Kemur 1847 „ , 12, léttastúlka, frá Þaunglabacka að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1850. Fer 1851 frá Kálfaströnd að Jarlsstöðum, kemur aftur 1853 „ , 18, vinnustúlka, Jallstöðum að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.]. Eftir lát Sigurðar er hún á ýmsum stöðum, á manntali á Rauðá 1880, en 1890 í Hólsseli með Guðna syni sínum og 1901 í Hafrafellstungu, en þaðan fór hún til Vesturheims 1904 „ , ekkja, 68,“ [Vfskrá]. Dó í Vesturheimi 10. okt. 1919. Sjá um hana og börn þeirra Sigurðar í [ÆÞ. I, bls. 429-437], einnig í [ÆÞ. V, bls. 246-247].

Sigurjóna Helga Sigurðardóttir, dóttir Ingibjargar hér næst á undan, kemur 1878 með móður sinni að Hrappstaðaseli „ , 6, barn har,“ og er þar á fólkstali við nýár 1879. Þær mæðgur eru á manntali á Rauðá 1880. Helga var fædd 15.

ágúst 1873 á Litlulaugum, dóttir Sigurðar Þorkelssonar og Ingibjargar Jónsdóttur [Kb. Ein.]. Hún fór til Vesturheims frá Reykjahlíð 1893 „ , vinnukona, 20,“ [Vfskrá]. Sjá nánar um hana og afkomendur í [ÆÞ. I, bls. 430431].

Jósep Benidiktsson er á fólkstali í Hrappstaðaseli við nýár 1879 og á aðalmanntali þar 1880 „ , 52, S, vinnumaður,“. Hann fer 1883 „ , 54, vm.“ frá Hrappstaðaseli að Leikskálaá [Kb. Lund.].Jósep var fæddur 20. jan. 1828, sonur hjónanna Benidikts Björnssonar og Rannveigar Jósepsdóttur, sem þá eru „búandi hión“ á Björgum í Möðruvallaklaustursókn. Þau flytja ári síðar að Merkigili í Hrafnagilssókn [Kb. Möðruv.kl.s.]. Við manntalið 1845 er hann í Teigaseli í Hofteigssókn með föður sínum „ , 18, Ó, hans son“. Hann er á Belgsá við manntalið 1860 „ , 33, G, húsmaður,“. Kemur 1870 „ , 43, vinnum, frá Þverá í Laxárdal að Íshóli“ [Kb. Grenj.], [Kb. Lund.].

Sigríður Vigfúsdóttir kemur 1880 „ , 62, vinnuk. úr Höfðahverfi að Hrappsstaðas“ og er þar á manntali það ár „ , 62, E, vinnukona,“. Hún fer 1881 að Grænavatni [Kb. Lund.]. Sigríður var fædd 12. sept. 1818 í Stafni „ , móðir Ingiríður Eiríksdóttir ógipt og niðurseta í Stafni lísir hún föður Vigfús Jónsson giptan mann sem ( ? ? ?) fyrirvinna“ [Kb. Ein.]. Við manntalið í Stafni 1816 er Vigfús þar „ , vinnumaður, giftur, 42“ ásamt konu sinni Guðrúnu Pétursdóttur „ , hans kona, vinnukona, 53, “ . Vigfús mun ekki hafa gengist við faðerninu og var Sigríður lengi skráð Ingiríðardóttir, N. N.-dóttir, Nóadóttir, en síðari árin Vigfúsdóttir. Sigríður giftist 21. okt. 1844, þá „vinnukona á Grenjaðast: 26 ára.“ Grími Grímssyni „vinnumaður Múla á 41 ári“ [Kb. Grenj.]. Með honum eignaðist hún dæturnar Kristínu og Guðrúnu, sjá um Guðrúnu í köflum um Brennás og Laugasel. Grímur andaðist 18. ágúst 1849 [Kb. Presth.], og er Sigríður enn á miklum flækingi eftir það. Sigríður kemur 1882 „ – Ingiríðardóttir, 63, vinnukona, úr Mývatnssveit að Fögrukinn (svo!)“ [Kb. Fjall.]; í [Kb. Mýv.] segir s. á. „ – Vigfúsdóttir, 67, v kona, Frá Grænav. að Fögrukinn V. f.“ og er á manntali á Grundarhóli 1890 „ – Vigfúsdóttir, 73. E, matvinnungur,“. Kemur 1900 með dóttursyni sínum og hans fólki „ –Ingiríðardóttir, Langamma, 84, Grímsstaði frá Hólsseli“ [Kb. Mýv.] og er á manntali á Grímsstöðum við Mývatn 1901 „ , lifir í skjóli bónda, 84,“ (Sigtryggs Þorsteinssonar dóttursonar hennar). Sigríður andaðist 1. apríl 1908 „ – Vigfúsdóttir, Ekkja í Syðrineslöndum, 90, Hafði fulla sjón og fótaferð 2 dögum áður en hún dó.“ [Kb. Mýv.]. Sigríðar er getið hjá Grími í [ÆÞ. IV, bls. 242243] og hjá Sigtryggi í [ÆÞ. I, bls. 375]. Sjá einnig nánar um hana á minnisbl. R. Á. um móður hennar [Æ-Ingir.Eir].

Ólafur . . kemur 1882 „ , 33, vinnum.,“ úr Eyjafirði að Hrappstaðaseli og er þar á fólkstali um nýár 1883 „ , vinnum., 37“. Fer þaðan 1883 „34, vinnum.,“ í Reykjadal [Kb. Lund.]. Ekki finnst hann þó meðal innkominna í Einarsstaðasókn, Múlaprk. né Grenjaðarstaðasókn það ár.

1883 - 1885: Sigurjón Friðfinnson og Kristín Helgadóttir

Sigurjón og Kristín eru á fólkstali við nýár 1884 í Hrappstaðaseli og einnig árið eftir. Sigurjón er gjaldandi skv. manntalsbók bæði árin, hið fyrra á móti Jóni Jónssyni, sjá hér neðar. Árið 1885 flytur þangað annað fólk. Sigurjón var fæddur 6. okt. 1855 í Stórutungu, sonur hjónanna Friðfinns Kristjánssonar og

Kristín Helgadóttir

Abigaelar Jónsdóttur [Kb. Lund.] og er með foreldrum sínum á manntali þar 1860. Hann er „ , bóndi, 27“ á fólkstali í Hrappstaðaseli við nýár 1884. Kristín var fædd 17. apríl 1851 í Álftagerði, dóttir hjónanna Helga Ásmundssonar og Guðfinnu Guðlaugsdóttur [Skú. bls. 52]. Hún er með foreldrum á manntali í Vogum 1855 og 1860. Kemur 1876 „ , 25, v.k., frá Skútustöðum að Stórutungu“ [Kb. Lund.].

Sigurjón og Kristín voru gefin saman 21. sept. 1878, hann „vmðr á Ytrafjalli 23 ára“ hún „vkona á Ytrafjalli 22“ [Kb. Múlaprk.]. Þau eru vinnuhjú á Sigurðarstöðum við manntalið 1880. Við nýár 1886 eru þau í Mjóadal [Sál. Eyj.] en við manntalið 1890 eru þau á Nýpá með fjórum börnum og 1901 með tveim börnum. Þau fluttust að Miðhvammi 1908 [Bybú, bls. 501]. Sjá nánar um þau og afkomendur í [Skú. bls. 52-53].

Börn Sigurjóns og Kristínar í Hrappstaðaseli 1883-1885:

Guðný Helga Sigurjónsdóttir er með foreldrum í Hrappstaðaseli á fólkstali við nýár 1884 „ , barn þra, 2“ [Sál. Eyj.], einnig árið eftir. Guðný Helga var fædd 5. sept. 1881 á Sigurðarstöðum [Kb. Lund.]. Hún er einungis nefnd Helga á bls. 52 í [Skú.], sjá þar.

Guðfinna Sigurjónsdóttir, f. í Hrappstaðaseli 14. jan. 1885 [Kb. Lund.]. Guðfinna giftist Hólmgeiri Björnssyni í Fossseli, sjá um þau og börn þeirra í [Skú. bls. 52].

Annað skyldulið Sigurjóns og Kristjönu í Hrappstaðaseli 1883-1885:

Abigael Jónsdóttir, móðir Sigurjóns, kemur 1884 „ , 60, vinnuk,“ frá Sílalæk að Hrappstaðaseli [Kb. Lund.], er þó þar á fólkstali við nýár 1884 „, móðir bónda, 59“. Abigael var fædd 23. des. 1823 og voru foreldrar hennar Jón Jónsson og Vilborg Þorsteinsdóttir „hjón á Stórutungu“ [Kb. Lund.]. Hún er þar á manntali með foreldrum sínum 1835-1850. Abigael giftist Friðfinni Kristjánssyni, bjuggu þau í Stórutungu, m. a. við manntölin 1855 og 1860. Við manntalið 1880 er hún „ , 56, E, húskona,“ á Jarlstöðum.

1883 - 1884: Jón Jónsson og Margrét Ingiríður Árnadóttir

Jón er gjaldandi fyrir Hrappstaðasel 1884, á móti Sigurjóni, í manntalsbók þinggjalda, þó er hann sagður „húsmaður, 54“ á fólkstali við nýár 1884 [Sál. Eyj.]. - Þau eru farin úr Hrappstaðaseli skv. fólkstali við nýár 1885 [Sál. Eyj.].

Jón var fæddur 26. apríl 1830 í Hörgsdal, sonur Jóns Magnússonar b. þar og f. k. h. Ingibjargar Ívarsdóttur. Hann er þar á manntali 1835, 1840, 1850 og 1855, en 1845 er hann á manntali í Garði „ , 16, Ó, léttadrengur,“.

Margrét var fædd 16. sept. 1834 í Heiðarbót, dóttir Árna Indriðasonar og f. k. h. Helgu Sörensdóttur [Kb. Grenj.], systir Jóns Árnasonar sem bjó í Brennási og lengi á Arndísarstöðum. Margrét er með foreldrum sínum á manntali í

Guðný Helga Sigurjónsdóttir

Guðfinna Sigurjónsdóttir

Hólsgerði 1845 en við manntalið 1850 er hún „ , 16, Ó, vinnukona,“ á Fljótsbakka. Hún kemur 1854 „ , 21, vinnukona,“ frá „Hólsgerði að Hörgsdal“ [Kb. Mýv.].

Jón og Margrét voru gefin saman 25. maí 1855, þá bæði í Hörgsdal [Kb. Mýv.]. Þau voru víða og voru börn þeirra sjaldnast öll með þeim. Þau fara frá Hörgsdal að Sýrnesi 1859 [Kb. Múl.], 1860 að Sigluvík þar sem þau eru á manntali þ. á.; koma 1869 frá Laugaseli aftur að Hörgsdal, þaðan fer Margrét 1873 með son þeirra að Arndísarstöðum. Þeim fæðist dóttir 1874 að Hömrum við Akureyri og önnur í Mið-Samtúni 1877. Þau fara úr Litlu Sigluvík 1880 að Hlíðarenda [Kb. Svalb.], þar sem þau eru á manntali þ. á. ásamt Herdísi.

Jón og Margrét koma aftur í Hrappstaðasel 1885 til Alberts og Bjargar og fara þaðan til Vesturheims 1888 [Vfskrá]. Þeirra er getið í [Brot, bls. 223-224], þar kemur fram að Jón deyr 1908 en Margrét 1903.

Dóttir Jóns og Margrétar, hjá þeim í Hrappstaðaseli 1883-1884:

Herdís Jónsdóttir, er með foreldrum á fólkstali í Hrappstaðaseli 1884 „ , barn þra, 8,“ og er farin við nýár 1885. Herdís var fædd 28. júní 1877 í Mið-Samtúni í Glæsibæjarprk., þar sem foreldrar hennar voru „hjón búandi“ [Kb. Glæs.]. Hún fer þaðan 1879 með móður sinni og Árna bróður sínum að Litlu Sigluvík og árið eftir með foreldrum sínum að Hlíðarenda [Kb. Svalb.], þar sem þau eru á manntali 1880. Herdís er aftur hjá foreldrum í Hrappstaðaseli á fólkstali við nýár 1887, og er meðal innkominna í Fjallaþingum 1887 „ , 10, tökubarn, frá Hrappstaðaseli að Nýjabæ“ og sögð fara 1888 „ , 10, tökubarn, frá Nýjabæ að Hrappstaðaseli“ [Kb. Fjall.], en þaðan fer hún sama ár til Vesturheims með foreldrum sínum „ , dóttir þeirra, 12“ [Vfskrá], [Kb. Lund.].

1885 - 1889: Indriði Albert Jónsson og Björg Jónasdóttir

Albert og Björg koma 1885 frá Hólsseli að Hrappstaðaseli [Kb. Lund.], [Kb. Fjall.]. Þau flytja þaðan til Vesturheims 1889 [Kb. Lund.] og [Vfskrá]. Albert er gjaldandi þinggjalda fyrir Hrappstaðasel í manntalsbók 1886-1889. Í manntalsbók er einnig getið Jóns Jónassonar í Hrappstaðaseli árið 1886 á skrá yfir búlausa.

Albert var fæddur 2. sept. 1855 í Hörgsdal, sonur Jóns Jónsonar og Margrétar Árnadóttur, sem þá eru „hjón í Hörgsdal“ [Kb. Skút.]. Hann er þar á manntali sama ár og 1860 í Sigluvík, kemur 1869 frá Laugaseli aftur að Hörgsdal en er í Garði við Mývatn 1880 „ , 26, Ó, vinnumaður,“. Fer 1882 „vinnumaður“ frá Haganesi að Hólsseli [Kb. Fjall.], en [Kb. Mýv.] segir hann fara frá Garði.

Björg var fædd 2. jan. 1863 á Grænavatni, dóttir Jónasar Jónssonar og Ingibjargar Sigurðardóttur, sem þá voru þar ógift vinnuhjú [Kb. Mýv.]. (Með Jónasi er á manntalinu 1855 4ra ára dóttir hans óskilgetin, sem deyr á Grænavatni 1858. Þau Jónas og Ingibjörg gengu í hjónaband 28. sept. 1863, þá bæði á Grænavatni). Björg er með foreldrum sínum á Árbakka og í Hörgsdal,

sjá þar, en á manntali í Garði 1880 „ , 17, Ó, léttastúlka,“. Hún fer þaðan 1882 að Hólsseli [Kb. Mýv.], en [Kb. Fjall.] segir hana fara frá Haganesi.

Þau Albert og Björg eru gefin saman í Víðirhólskirkju 13. okt. 1882, þá bæði vinnuhjú í Hólsseli. Þau flytja þaðan með son sinn 1885 að Hrappstaðaseli eins og áður segir og eru þar á fólkstali við nýár 1886-1889.

Börn Alberts og Bjargar í Hrappstaðaseli 1885-1889:

Helgi Albertsson kemur með foreldrum frá Hólsseli að Hrappstaðaseli 1885 „ , 2, barn þra,“ og fer með þeim til Vesturheims 1889. Helgi var fæddur 27. des. 1883 „ , í Hólsseli“ [Kb. Fjall.].

Arnfríður Albertsdóttir, f. 1. nóv. 1885í Hrappstaðaseli [Kb. Lund.]. Fer með foreldrum til Vesturheims 1889.

Maren Albertsdóttir, f. 7. maí 1888 í Hrappstaðaseli [Kb. Lund.]. Fer með foreldrum til Vesturheims 1889.

Annað skyldulið Alberts og Bjargar í Hrappstaðaseli 1885-1889:

Jón Jónsson, faðir Alberts bónda, er á fólkstali í Hrappstaðaseli við nýár 1886 „ , vm., 57“, einnig 1887 og 1888, ásamt konu sinni Margréti. Þau bjuggu áður í Hrappstaðaseli á móti Sigurjóni og Kristínu 1883-1884, sjá hér ofar. Þau flytja til Vesturheims frá Hrappstaðseli 1888, Jón þá sagður „húsmaður“ [Vfskrá], [Kb. Lund.]. Sjá um Jón hér nokkru ofar og í kafla um Hörgsdal.

Margrét Ingiríður Árnadóttir, móðir Alberts bónda, kona Jóns hér næst á undan, er á fólkstali í Hrappstaðaseli við nýár 1886 „ , kona h, 53“, einnig 1887 og 1888. Margrét býr í Hrappstaðaseli með Jóni 1883-1884 á móti Sigurjóni og Kristínu, sjá þar. Hún fer með manni sínum til Vesturheims frá Hrappstaðaseli 1888.

Árni Jónsson, bróðir Alberts bónda, sonur Jóns og Margrétar hér á undan, er á fólkstali í Hrappstaðaseli við nýár 1886 „ , sonur þr, 18“, en er farinn árið eftir. Árni var fæddur 11. jan. 1868 í Laugaseli, þar voru foreldrar hans þá „hjón búandi“ [Kb. Ein.]. Hann fer með þeim 1869 að Hörgsdal og fer 1873 með móður sinni „ , 4, barn hennar,“ frá Hörgsdal að Arndísarstöðum. Kemur inn í Svalbarðssókn með móður sinni og systur 1879 frá „ , Miðsamtúni að Litlusikluvík“ [Kb. Svalbs. (í Glæsibæjarbók)] og er á manntali á Meyjarhóli 1880 „ , 11, Ó, léttadrengur,“. Hann fer 1881 frá Meyjarhóli að Mýri í Bárðardal „ , ljettadrengur, 13,“. Árni kemur 1886 „ , v.m., frá Hrappstaðaseli að Hólseli“ og fer 1887 „ , 19, vm, frá Hólseli til Ameríku“ ásamt Sigurjóni bróður sínum, sem var fáum árum eldri [Kb. Fjall.].

Herdís Jónsdóttir, systir Alberts bónda, dóttir Jóns og Margrétar hér á undan, er á fólkstali í Hrappstaðaseli við nýár 1887 „ , barn þr., 11“, einnig árið eftir. Sjá um Herdísi hér nokkru ofar, þegar hún er með foreldrum í Hrappstaðaseli 1883-1884. Hún fór með þeim þaðan til Vesturheims 1888 [Vfskrá], [Kb. Lund.].

Jón Jónasson, bróðir Bjargar húsfreyju, kemur ásamt konu sinni 1885 „ , 22, húsm., frá Hólsfjöllum að Hrappstseli“ [Kb. Lund.] og er þar á fólkstali við nýár 1886 „húsmaður, 23“. Hans er getið í Hrappstaðaseli í manntalsbók þinggjalda 1886 á skrá yfir búlausa. Þau hjón eru sögð fara þaðan á Hólsfjöll 1886 [Kb. Lund.]. Jón var fæddur 27. maí 1864 á Árbakka [Kb. Mýv.], sonur hjónanna Jónasar Jónssonar og Ingibjargar Sigurðardóttur, sem þá eru þar í húsmennsku. Hann er á manntali á Grænavatni 1880 „ , 16, Ó, léttadrengur,“, en fer þaðan 1881 „ , 18, vinnum“ að Hólsseli [Kb. Fjall.]. Jón kvæntist 1. febr.(?) (eða 23. apríl, sjá síðar) 1885 Elínu Jónsdóttur, þá bæði í Hólsseli, sjá hér næst á eftir, og flytur með henni það ár að Hrappstaðaseli (í [Kb. Fjall.] eru þau sögð fara í Mývatnssveit). Þau fara frá Hrappstaðaseli að Nýjabæ á Hólsfjöllum 1886 [Kb. Fjall.], en fara þaðan 1888 með son sinn að Mælifelli [Kb. Fjall.], en í [Kb. Hofss.] eru þau sögð koma þangað 1889, reyndar efst á blaði á því ári. Þau fara til Vesturheims frá Þorvaldsstöðum 1889 ásamt syni sínum Axel Ingimar [Kb. Hofss.], [Vfskrá]. Jóns er getið sem Jóns Jónssonar Melsted í [Brot, bls. 223]. Er þar sagt að hann hafi kvænst Elínu „á sumardaginn fyrsta (23. apríl)“ 1885, kann svo að vera, því dagsetningin er ógreinileg í [Kb. Fjall.].

Elín Sigurbjörg Jónsdóttir, systir Alberts bónda, kona Jóns hér næst á undan, kemur ásamt honum 1885 „ , 22, kona hs“ að Hrappstaðaseli, sjá hér að ofan hjá Jóni. Elín var fædd 20. júlí 1859 í Sýrnesi, dóttir hjónanna Jóns Jónssonar og Margrétar Árnadóttur hér nokkru ofar [Kb. Múl.]. Hún fer með þeim að Sigluvík 1860 og er með þeim þar á aðalmanntali það ár. Hún kemur með foreldrum og þrem bræðrum 1869 frá Laugaseli að Hörgsdal og er skv. [ÞinKV.] mest í Mývatnssveit, en fer þó um skeið að Hvarfi í Bárðardal; þar er á manntali 1880 Elín Jónsdóttir „ , 20, Ó, vinnukona,“ reyndar þar sögð fædd í Skútustaðasókn. Elín kemur 1883 „ , 24, vkona, frá Hvarfi að Grænavatni“ og fer þaðan 1884 „ , frá Grænav. á Hólsfjöll“ [Kb. Mýv.].Þau Jón og Elín eignast andvana piltbarn 4. ágúst 1885 í Hrappstaðaseli [Kb. Lund.]. Sonur þeirra, Axel Ingimar, var fæddur 24. nóv. 1886 í Nýjabæ [Kb. Fjall.].

Vandalausir í Hrappstaðaseli í búskapartíð

Alberts og Bjargar 1883-1889:

(Þórarinn Þórarinsson kemur 1888 „ , 22, frá Hrappstaðaseli að Bakka“ [Kb. Hús.]. Ekki finnst hann þ. á. meðal burtvikinna í Lundarbrekkusókn né í fólkstali við nýár í Hrappstaðaseli 1888. E. t. v. misritun.)

Sigurbjörg Jónatansdóttir er í fólkstali í Hrappstaðaseli við nýár 1889 „ , vk., 34“. Hún fer þaðan þ. á. „ , 34, vk,“ í Reykjadal [Kb. Lund.], en [Kb. Mýv.] segir hana fara þá að Geirastöðum. Ætla verður að þetta sé sú Sigurbjörg, sem fædd var í Hörgsdal 20. ágúst 1853, dóttir hjónanna Jónatans Jónssonar og Kristínar Tómasdóttur. Sigurbjörg er á Fljótsbakka við manntalið 1855 með foreldrum og systkinum. Giftist Jóni Sigurðssyni, sjá [ÆSiÞ. bls. 31]. Sjá í köflum um Hörgsdal og Narfastaðasel.

Sigurbjörg Jónatansdóttir

1889 - 1896: Stefán Guðmundsson og Jónína Sigríður

Jónasdóttir

Stefán og Jónína koma ásamt börnum sínum frá Landamóti að Hrappstaðaseli 1889 [Kb. Lund.] og eru þar á manntali 1890. Þau flytja þaðan 1896 að Hrappstöðum í Kinn [Kb. Lund.]. Stefán er gjaldandi þinggjalda í manntalsbók fyrir Hrappstaðasel 1890-1896.

Stefán var fæddur 3. jan. 1842 í Nolli í Laufássókn, sonur Guðmundar Stefánssonar og Herdísar Sveinsdóttur, sem þá voru „egtahjón að Nolli“ í Laufássókn [Kb. Lauf.]. Hann er með foreldrum sínum þar á manntali 1850, 1855 og 1860.

Jónína var fædd 8. okt. 1851 á Krossi, dóttir hjónanna Jónasar Bjarnasonar og Ljótunnar Jónasdóttur, sem þar búa þá [Kb. Þór.]. Hún er þar á manntali með foreldrum 1855 og fer með þeim 1857 að Héðinshöfða og 1859 út í Flatey, þar sem hún er á manntali með þeim í Neðribæ 1860 „ , 8, barn þeirra,“. Jónína kemur 1872 „ , 21, vinnukona,“ frá „Hjeðinshöfða að Laufási“ [Kb. Lauf.].

Þau Stefán og Jónína voru gefin saman 3. okt. 1874, þá bæði vinnuhjú í Laufási. Þau flytja 1876 með dóttur sína frá Skarði að Kaldbak, en flytja þaðan 1879 að Hólsgerði, þar sem þau eru á manntali 1880. Þaðan flytja þau með fimm börnum sínum að Hrappstaðaseli 1889 og þaðan 1896 að Hrappstöðum í Kinn [Kb. Lund.] með sex börnum. Þau fara þaðan aftur að Kaldbak árið 1900 [Kb. Þór.] og bjuggu þar til 1912.

Stefán dó á Héðinshöfða 20. okt. 1922 en Jónína 2. júní 1930. Sjá nánar um þau hjón og afkomendur þeirra í [ÆÞ. I, bls. 94-99].

Börn Stefáns og Jónínu í Hrappstaðaseli 1889-1896:

Sigríður Stefánsdóttir kemur með foreldrum sínum að Hrappstaðaseli 1889 „ , 13,“ og fer með þeim að Hrappstöðum í Kinn 1896 „ , 20,“. Sigríður var fædd 5. maí 1876 á Skarði í Laufássókn. Hún er með foreldrum sínum þar til hún giftist Baldvin Friðlaugssyni og verður húsfreyja á Hveravöllum. Sjá um hana í [ÆÞ. I, bls. 94-95].

Jónas Stefánsson kemur með foreldrum sínum að Hrappstaðaseli 1889 „ , 10,“ og fer með þeim að Hrappstöðum í Kinn 1896 „ , 17,“. Jónas var fæddur 24. apríl 1878 í Kaldbak [Kb. Hús.]. Hann fylgir foreldrum sínum framan af, en fer ekki með þeim að Kaldabak 1900, en er þar á manntalinu 1910. Jónas fór til Vesturheims 1913. Dó 3. sept. 1952. Sjá um hann nánar í [ÆÞ. I, bls. 95-96].

Anna Stefánsdóttir kemur með foreldrum sínum að Hrappstaðaseli 1889 „ , 7,“ og fer með þeim að Hrappstöðum í Kinn 1896 „ , 14,“. Anna var fædd í Hólsgerði 7. maí 1882 [Kb. Þór.]. Hún er hjá foreldrum sínum a. m. k. til 1910. Ráðskona hjá Óskari bróður sínum á Héðinshöfða og í Breiðuvík. Dó 24. apríl 1963 [ÆÞ. I, bls. 96].

Bjarni Stefánsson kemur með foreldrum sínum að Hrappstaðaseli 1889 „ , 5,“ og fer með þeim að Hrappstöðum í Kinn 1896 „ , 12,“. Bjarni var fæddur 17. okt. 1884 í Hólsgerði [Kb. Þór.]. Hann fylgir foreldrum sínum að Kaldbak 1900

Sigríður Stefánsdóttir

Anna Stefánsdóttir

og verður þar bóndi 1912 og síðan á Héðinshöfða. Dó 17. sept. 1968. Sjá um hann og afkomendur í [ÆÞ. I, bls. 96-97].

Hermann Stefánsson kemur með foreldrum sínum að Hrappstaðaseli 1889 „ , 2,“ og fer með þeim að Hrappstöðum í Kinn 1896 „ , 9,“. Hermann var fæddur 24. júlí 1887 [ÆÞ. I, bls. 97] á Landamóti. Fylgir foreldrum og er með þeim í Kaldbak við manntalið 1901. Dó 7. okt. 1957. Sjá um hann og afkomendur í [ÆÞ. I, bls. 97-99].

Óskar Stefánsson var fæddur í Hrappstaðaseli 11. sept. 1892. Hann fer með foreldrum að Hrappstöðum í Kinn 1896 og þaðan að Kaldbak 1900 og er þar á manntali 1910. Bóndi á Héðinshöfða 1922-1945 og síðan í Breiðuvík. Sjá [ÆÞ. I, bls. 99].

Vandalausir í Hrappstaðaseli í búskapartíð

Stefáns og Jónínu 1889-1896:

Jakob Jónasson kemur 1889 „ , 27, húsm.“ frá Þóroddsstað að Hrappstaðaseli [Kb. Lund.], [Kb. Þór.] og er þar á fólkstali við nýár 1890 „ , húsm., 27“ [Sál. Eyj.], en er þar ekki á manntali um haustið. Jakob var fæddur 17. júní 1861 á Ytrafjalli, sonur hjónanna Jónasar Jakobssonar og Maríu Sveinsdóttur [Kb. Ness.]. (Þau Jónas og María deyja bæði háöldruð í Hrappstaðaseli, sjá síðar). Hann fer 1878 „ , 16, ljettadr, frá Fagranesi að Rauðá“ [Kb. Múl.]. Kvæntist 1. mars 1889 Pálínu Elínbjörgu Gísladóttur og flytja þau það ár að Hrappstaðaseli, hann frá Þóroddsstað en hún frá Torfunesi [Kb. Þór.]. Þau eru á manntali í Víðirkeri 1890 með son sinn (Jakob þá reyndar staddur í Grenjaðarstaðarsókn) og flytja þaðan til Vesturheims 1891 [Vfskrá], [Kb. Lund.].

Pálína Elínbjörg Gísladóttir, kona Jakobs hér næst á undan, kemur með honum 1889 „ , 23, kona hs“ að Hrappstaðaseli [Kb. Lund.] ([Kb. Þór. segir hana koma frá Torfunesi) og er þar á fólkstali við nýár 1890 „ , kona hs, 23“. Pálína var fædd 16. des. 1866 á Arnstapa, dóttir hjónanna Gísla Kristjánssonar og Sigríðar Jónsdóttur [Kb. Hálss.]. Hún flytur með foreldrum og þrem eldri systrum 1867 að Hóli í Kinn [Kb. Hálss.] og er á manntali á Landamóti 1880 „ , 13, Ó, sveitarómagi,“. Sjá hér að ofan hjá Jakobi.

Gísli Jakobsson, sonur Jakobs og Pálínu hér næst á undan, var fæddur í Hrappstaðaseli 16. nóv. 1889 [Kb. Lund.]. Hann er á manntali í Víðirkeri 1890 og fer með foreldrum til Vesturheims 1891.

(Guðný Benediktsdóttir er í [Kb. Þór.] sögð koma með Stefáni og fjölskyldu frá Landamóti að Hrappstaðaseli 1889. Hennar finn ég þó ekki getið í Lundarbrekkusókn, hvorki í sóknarmannatali við nýár 1890, meðal innkominna, né þar á manntali þ. á. Guðný var fermd í Þóroddstaðarprk. 1886, en hún finnst ekki þar fædd né innkomin í prk. 1871-1879. Tel vafasamt að hún hafi verið í Hrappstaðaseli.)

Hermann Stefánsson

Óskar Stefánsson

1896 - 1898: Jón Kristján Jónsson og Elsa Guðrún

Jónsdóttir

Kristján og Guðrún koma 1896 frá Arnstapa að Hrappstaðaseli [Kb. Lund.]. Þau flytja þaðan 1898 að Hlíðarenda [Kb. Lund.]. Kristján er gjaldandi þinggjalda í manntalsbók fyrir Hrappstaðasel 1897 og 1898.

Jón Kristján var fæddur 31. júlí 1861 á Úlfsbæ, sonur Önnu Jónsdóttur og sr. Jóns Kristjánssonar í Ystafelli, sjá um feril Kristjáns og afkomendur í [ÆÞ. III, bls. 207-214] og [NiðJH., bls. 37-43].

Elsa Guðrún var fædd 5. apríl 1865 á Arndísarstöðum, dóttir Jóns Árnasonar og Herdísar Ingjaldsdóttur, sjá [ÆÞ. II, bls 72] og [NiðJH., bls. 37-43].

Kristján og Guðrún voru gefin saman 12. júlí 1890 [Kb. Þór.], er Kristján þá sagður frá Arnstapa en Guðrún frá Arndísarstöðum. Þau eru á manntali í Landamótsseli 1890. Guðrún dó á Hlíðarenda 21. sept. 1902. En Kristján fór til Vesturheims 1913 og dó þar 1945.

Börn Kristjáns og Guðrúnar í Hrappstaðaseli 1896-1898:

Jón Kristjánsson kemur með foreldrum frá Arnstapa að Hrappstaðaseli 1896 og fer með þeim að Hlíðarenda 1898. Jón var fæddur 21. maí 1891 í Landamótsseli. Sjá um hann og afkomendur í [ÆÞ. III, bls. 207-211].

Guðný Kristjánsdóttir kemur með foreldrum frá Arnstapa að Hrappstaðaseli 1896 og fer með þeim að Hlíðarenda 1898. Guðný var fædd 23. ágúst 1892 í Landamótsseli. Hún fór til Vesturheims með föður sínum 1913, giftist Tryggva Bjarnasyni. Sjá [ÆÞ. III, bls. 211-212].

Vilhjálmur Helgi Kristjánsson, f. 21. febr. 1897 í Hrappstaðaseli [Kb. Lund.]. Hans er ekki getið í [Kb.Lund.] með foreldrum er þau fara að Hlíðarenda árið eftir, en er getið í [Kb. Þór.]. Fór til Vesturheims 1916, sjá um feril hans í [ÆÞ. III, bls. 212].

Vandalausir í Hrappstaðaseli í búskapartíð Kristjáns og Guðrúnar:

Anna Jónasdóttir er í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests 31. des. 1897 „ , ljettast., 13,“ en ekki 1898. Önnu er getið í skrá yfir innkomna í Lundarbrekkusókn 1898 „ , ljettastúlka, 14, Kálfborgará“ og í athugasemd segir: „Kom vorið 1896 í Hrappstaðasel þótt presturinn þá hafi eigi innf. það” [Kb. Lund.]. Anna fer 1899 „ , léttast., 15, frá Kálfborgará að Réttarholti Grýtubakkaprestak.” [Kb. Lund.]. Ekki er hún þar á manntali 1901.

1898 - 1899: Í eyði

Engan hef ég fundið í Hrappstaðaseli þetta ár og enginn er þar skráður á manntali sóknarprests í árslok 1898. Guðni Sigurðsson er gjaldandi fyrir Hrappstaðasel í manntalsbók þinggjalda vorið 1899.

1899 - 1902: Helgi Guðnason og Þuríður Sigurgeirsdóttir

Helgi og Þuríður eru í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests við árslok 1899, en voru í Brennási við árslok 1898. Við árslok 1902 eru þau á Kálfborgará [Sál. Eyj.].

Helgi var fæddur 29. okt. 1875 í Brennási [Kb. Lund.], sonur hjónanna Guðna Sigurðssonar og Sigríðar Jónsdóttur, sem bjuggu í Brennási til æviloka. Helgi ólst upp hjá foreldrum og systkinum í Brennási þar til hann fer í Hrappstaðasel. Hann er á manntali í Brennási 1880 og 1890 og í sóknarmannatölum til ársloka 1898.

Þuríður var fædd 28. apríl 1876 á Kambsmýrum [ÆÞ. VI, bls. 282] dóttir hjónanna Sigurgeirs Guðmundssonar og Elísabetar Guðnadóttur og er hún þar með foreldrum og systkinum við manntalið 1880, en á Kambstöðum 1890. Hún er meðal burtv. úr [Lund.] 1897 „ , vinnuk, 22?,“ frá Hrappstaðaseli að 1/2 að Fjósatungu. En 1898 kemur hún að Brennási frá Fjósatungu „ , til giftingar, 21,“ [Kb. Lund.].

Helgi og Þuríður voru gefin saman 28. nóv. 1898 [Kb. Lund.], þá bæði í Brennási. Þau bjuggu á Kálfborgará frá 1902 til æviloka. Sjá um þau og afkomendur í [Skú. bls. 124-125] og í [ÆÞ. VI, bls. 282-286].

Skyldulið Helga og Þuríðar í Hrappstaðaseli 1899-1902:

Sigríður Sigurgeirsdóttir, systir Þuríðar, kemur 1899 „ , 20, vinnuk.,“ frá Fjósatungu að Hrappstaðaseli [Kb. Hálsþ.] ([Kb. Lund.] segir hana koma „ , vinnuk., 21,“ frá Grjótárgerði í Fnjóskadal). Hún er þar á manntali sóknarprests við árslok 1899. Hún fer árið 1900 „ , vinnuk., 22,“ frá Hrappstaðaseli að Hjaltadal í Fnjóskadal [Kb. Lund.], þar sem foreldrar hennar búa þá með börnum sínum. Hún finnst þó ekki meðal innkominna né dáinna í Hálsþingum 1899-1901, né á manntali 1901 í Fnjóskadal. Sigríður var fædd 7. okt. 1878 á Kambsmýrum, dóttir hjónanna Sigurgeirs Guðmundssonar og Elísabetar Guðnadóttur. Hún er með foreldrum og systkinum á manntölum 1880 og 1890 eins og segir um Þuríði, sjá þar.

Vandalausir í Hrappstaðaseli í búskapartíð Helga og Þuríðar 1899-1902:

Benedikt Benediktsson kemur að Hrappstaðaseli 1900 „ , húsm., 29“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali sóknarprests við árslok 1900 „ , húsm., 29“ ásamt konu sinni og dóttur, sjá hér næst á eftir [Sál. Eyj.]. Þau eru þar á aðalmanntali 1. nóv. 1901 (Benedikt þá sagður „ , húsmaður, 28,“) en er samt ekki ámanntali sóknarprests við árslok þ. á. Benedikt var fæddur 4. nóv. 1872 „Móðir Kristbjörg Jónsd ógipt vinnukona á Þórustöðum lýsir föður H. Benidikt Jóhannesson á Litluvöllum í Bárðardal” Árið eftir fer hann „ , 2, tökubarn, frá Neðridálkst að Bitrugerði” [Kb. Glæs. (Svalb.)]. Hann kemur 1890 frá Kaupangi að Stóruvöllum [Kb. Lund.] og er þar á manntali þ. á. „ , 17, Ó, vinnumaður,”. Benedikt og Ingibjörg, þá bæði á Íshóli, voru gefin saman 16. júní 1896 [Kb. Lund.]. Þau eru á manntali á Kálfborgará 1901 ásamt Laufeyju. Fara 1905 frá Stóruvöllum til Akureyrar með Sigurgeir og Friðriku [Kb. Lund.].

Ingibjörg Níelsína Vigfúsdóttir, kona Benedikts hér næst á undan, er í Hrappstaðaseli með manni sínum á manntali sóknarprests við árslok 1900 og er þar áaðalmanntali 1. nóv. 1901. Ingibjörg var fædd 26. okt. 1859, voru foreldrar hennar „Vigfús Kristjánsson sniðkari í Húsavík og Jakobína Vilhelmína Níelsdóttir búandi hjón þar“ [Kb. Hús.], og er hún með þeim og fimm systkinum á manntali á prestsetrinu þar 1860. Hún fer 1866 með móður sinni, sem þá er orðin ekkja, og fjórum systkinum „frá Hóli að Krossi“ [Kb. Hús.]. Ingibjörg kemur 1893 „ , vk., 32 frá Ytra-Fjalli(?) að Lundarbrekku” [Kb. Lund.]. Sjá um hjúskap o. fl. hér næst á undan hjá Benedikt.

Laufey Benediktsdóttir, dóttir Benedikts og Ingibjargar hér næst á undan, er í Hrappstaðaseli með foreldrum sínum. Á manntalinu 1. nóv. 1901 er hún sögð „ , barn þeirra, 3,“. Laufey var fædd 23. júní 1898 og eru foreldrar hennar þá „húsmennskuhjón í Svartárkoti“ [Kb. Lund.]. Hún fer með foreldrum sínum frá Stóruvöllum til Akureyrar 1905 [Kb. Lund.].

Árnína Helga Björnsdóttir er í Hrappstaðaseli á aðalmanntali 1901 „ , hjú þeirra (þ. e. Helga og Þuríðar), 17,“. Hún fer þaðan (sem Anna) 1902 „ , vk., 18,“ að Finnstöðum [Kb. Lund.]. Árnína Helga var fædd 21. nóv. 1876, dóttir Björns Oddsonar og Bóthildar Árnadóttur, sem þá voru „ , hjón í húsmennsku í Hólsgerði“ [Kb. Þór.]. Hún er með foreldrum sínum og tveim bræðrum á manntali í Vargsnesi 1890 „ , 7, Ó, þeirra barn,“. Hún var systir Hólmgeirs, sem bjó í Fossseli og á Hjalla. Hún kemur inn í Lundarbrekkusókn 1900 (sem Helga) „ , vinnuk., 16,“ að Víðirkeri frá Ytri-Skál (svo) [Kb. Lund.].

1902 - 1904: Jón Pétur Jónsson og Rósa Tómasdóttir

Pétur og Rósa eru í Hrappstaðaseli í manntali sóknarprests við árslok 1902 og 1903. Við árslok 1904 er engin húsvitjun skráð í Hrappstaðaseli [Sál. Eyj.].

Pétur var fæddur 20. júlí 1869 í Víðirkeri, sonur Jóns Þorkelssonar og f. k. h. Jóhönnu Jónsdóttur, sem þá voru þar „búandi hjón” [Kb. Lund.]. Hann er þar á manntali 1880 „ , 11, Ó, sonur húsbóndans,” en 1890 er hann á manntali á Íshóli, á viðaukaskrá B „ , 21, Ó, vinnumaður,” sagður „á Suðurnesjum”.

Ingibjörg Níelsína Vigfúsdóttir

Rósa Tómasdóttir

Rósa var fædd 27. júní 1868, dóttir hjónanna Tómasar Friðfinnsonar og Margrétar Sigurðardóttur, sem þá eru „búandi hjón á Litluvöllum“ [Kb. Lund.]. Hún er þar á manntali hjá foreldrum 1880, en 1890 er hún „ , 22, Ó, vinnukona,” á Mýri.

Pétur og Rósa, þá bæði á Mýri, voru gefin saman 13. apríl 1896 [Kb. Lund.]. Þau eru á manntali á Hrappstöðum 1901 ásamt Sigþóru. Næstu árin eftir búskapinn í Hrappstaðaseli eiga þau heima á Mýri og á Litluvöllum. Þau búa á Litluvöllum frá 1911 og eru þar á manntali 1920 með syni sínum. Pétur sýnist hafa dáið 1921 en Rósa búið áfram a. m. k. til 1928, en ekki er hún þar á manntali 1930. Sjá nánar í [Bybú, bls. 253].

Sonur Péturs og Rósu í Hrappstaðaseli 1902-1904:

Kristján Pétursson, f. 9. okt. 1902 í Hrappstaðaseli [Kb. Lund]. Er þar með foreldrum á manntali sóknarprests við árslok 1903. Kristján er með foreldrum sínum og síðar móður sinni á Litluvöllum og er þar á manntali 2. des. 1930 „ , húsbóndi, bóndi,“. Sjá [Bybú, bls. 253] um Kristján og fjölskyldu.

Skyldmenni Péturs í Hrappstaðaseli 1902-1904:

Sigþóra Jónína Jónsdóttir, hálfsystir Péturs, er í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests við árslok 1902 „ , tökub., 11“; einnig 1903, en þá sögð „ , fósturb.,“. Sigþóra Jónína var fædd 13. okt. 1891. „Móðir: Þóranna Þórðard á Jódísarstöðum; lýsir föður Jón bónda Þorkelsson á Íshóli, sem kannast við faðernið“ [Kb. Grenj.]. Sigþóra kemur inn í Lundarbrekkusókn 1899 „ , tökubarn, 8, að Hrappstöðum frá Jódísarst.“ Hún er á manntali hjá Pétri og Rósu á Hrappstöðum 1901 „fósturdóttir þeirra, 10,” .

Vandalausir í Hrappstaðaseli í búskapartíð Péturs og Rósu 1902-1904:

Gunnar Gunnlaugsson er í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests við árslok 1902 „ , vm. 63“. Hann fer þaðan 1903 „ , vm, 64,“ í Baldursheim [Kb. Lund.]. Hann kemur árið 1900 að Svartárkoti úr Mývatnssveit [Kb. Lund.]. Gunnar var fæddur 19. júní 1839 á Stóru-Reykjum, sonur hjónanna Gunnlaugs Loftssonar og Vilborgar Jónsdóttur [Reykj. bls. 441], [Laxd. bls. 69]. Hann er á Reykjum með foreldrum og tveim systkinum á manntali 1840, en 1845 á Ytra Fjalli og 1850 á Tjörn. Við manntalið 1855 er hann „ , 17, Ó, léttadrengur,“ í Kasthvammi. Gunnar kemur 1869 „ , 30, vinnumaður, frá Skútustöðum Grenjaðarst.“ [Kb. Grenj.]. Þar kvæntist hann 25. sept. 1874 „ráðsmaður á Grenjaðarstað, á 36. ári“ Karolínu Jónsdóttur. Þau flytja 1875 frá Grenjaðarstað að Jarlsstöðum í Bárðardal [Kb. Grenj.], þar sem þau búa til 1879, er þau flytja að Hamri [Laxd., bls. 69]. Þau flytja 1881 frá Hamri í Laxárdal að Saltvík ásamt tveim dætrum þeirra. Þau búa síðan að Rauf (nú Eyvík) á Tjörnesi. Gunnar kemur 1888 „ , 49, kom á sveit“ ásamt konu sinni og fjórum börnum að „Syðri-Neslöndum frá Rauf á Tjörnesi“ (Aths. „Flosnaði upp og fór á sveit“ [Kb. Mýv.]). Þau hjónin eru á manntali í Vogum 1890, vinnuhjú, ásamt Aldísi. Gunnar fer 1895 „ , vinnum, 56, Frá Grænavatni að Lundarbrekku“ [Kb. Mýv.] ásamt konu sinni og dóttur. Þau eru víða í

Kristján Pétursson

Sigþóra Jónína Jónsdóttir

Gunnar Gunnlaugsson

vinnumennsku, oft hvort í sínu lagi, í Bárðardal og Mývatnssveit. Við manntalið 1901 er Gunnar á manntali í Svartárkoti „ , vinnumaður, 62“ en Karólína á Grímsstöðum „ , vinnukona, 48“. Gunnar flutti til Þóru dóttur sinnar í Kasthvamm 1908, þar sem hann andaðist 7. júlí 1927 [Laxd. bls. 69-70], sjá einnig þar um börn þeirra Karólínu.

Gunnar var fatlaður, hafði viðurnefnið „halti“.

1904 - 1905: Í eyði

Engin húsvitjun er skráð í Hrappstaðaseli við árslok 1904.

1905 - 1913: Jóhannes Friðbjörnsson og Sigurbjörg Sigurðardóttir

Jóhannes og Sigurbjörg eru í Hrappstaðaseli við húsvitjun 1905 (við árslok). Þau eru þar á manntali 1910 með börnum sínum og á manntali sóknarprests 31. des. 1912 [Sál. Eyj.].

Jóhannes var fæddur 26. maí 1858 á Hólmavaði, sonur hjónanna Friðbjörns Magnússonar og Sigurrósar Jónsdóttur [Kb. Ness.]. Hann er þar á manntali 1860, kemur 1873 „léttadr. 15“ frá Tjörn að Gvendarstöðum [Kb. Þór.], en er 1880 á manntali á Tjörn, vinnumaður hjá bróður sínum, þar er faðir hans þá einnig og þrjár systur. Sjá um Jóhannes og börn í [ÆÞ. I, bls. 179-181].

Sigurbjörg var fædd 18. mars 1855 og voru foreldrar hennar Sigurður Ólafsson og Halldóra Halldórsdóttir „ , hjón á Hrappstöðum“ [Kb. Þór.]. Hún er þar með foreldrum á manntali 1855, 1860 og 1880.

Jóhannes og Sigurbjörg voru gefin saman 5. júlí 1883, Jóhannes þá sagður „bóndi á Hrappstöðum 26 ára” en Sigurbjörg „bóndadóttir á Hrappstöðum 27 ára” í Kinn [Kb. Þór.]. Þau eru ámanntali 1890 á Hrappsstöðum í Kinn, þar sem Jóhannes er „ , 32, G, húsbóndi, bóndi,”. Þau eru þar einnig á manntali 1901 og koma þaðan 1903 (Jóhannes „ , húsm, 45“) ásamt þrem börnum sínum að Mýri [Kb. Lund.].

Jóhannes andaðist 30. maí 1928 á Akureyri [ÆÞ. I, bls. 180].

Jóhannes Friðbjörnsson og Sigurbjörg Sigurðardóttir

Börn Jóhannesar og Sigurbjargar í Hrappstaðaseli 1905-1913:

Sigurður Jóhannesson er með foreldrum sínum í Hrappstaðasel við húsvitjun í árslok 1905. Hann er þar með þeim á manntali 1910 og á manntali sóknarprests 31. des. 1912 [Sál. Eyj.]. Sigurður var fæddur 17. jan. 1888 á Hrappstöðum í Kinn [Kb. Þór.]. Sjá um hann í [ÆÞ. I, bls.179-180]. Dó 16. okt. 1957.

Halldóra Sigríður Jóhannesdóttir er með foreldrum sínum í Hrappstaðaseli við húsvitjun í árslok 1905. Hún er þar með þeim á manntali 1910 og ámanntali sóknarprests 31. des. 1912. Halldóra Sigríður var fædd 28. mars 1892 á Hrappstöðum í Kinn [Kb. Þór.]. Sjá um hana og börn hennar í [ÆÞ. I, bls. 181].

Friðbjörg Jakobína Jóhannesdóttir er með foreldrum sínum í Hrappstaðaseli við húsvitjun í árslok 1905. Hún er þar með þeim á manntali 1910 og ámanntali sóknarprests 31. des. 1912. Friðbjörg Jakobína var fædd 18. mars (ÆÞ. segir 25. mars) 1897 á Syðri-Leikskálaá [Kb. Þór.]. Sjá [ÆÞ. I, bls. 181].

Vandalausir í Hrappstaðaseli í tíð

Jóhannesar og Sigurbjargar 1905-1912:

Jónas Jakobsson deyr 11. nóv. 1905 „ , giptur, sveitaróm. Hrappstaðaseli, 82, Brjóstveiki. “ [Kb. Lund.]. Jónas er sagður koma 1903 að Stórutungu frá Barnafelli „ , á sveit, 80?“ [Kb. Lund.]. Jónas var fæddur 28. des. 1825 í Garðshorni, sonur hjónanna Jakobs Hallgrímssonar og Helgu Jónsdóttur [Kb. Þór.]. Hann er „ , 35, Ó, húsmaður,“ á Ytrafjalli við manntalið 1860. Jónas kvæntist Maríu Sveinsdóttur, sjá hér næst á eftir, 1. nóv. 1860 [Kb. Ness.]. Þau flytja frá Ytrafjalli að Miðhvammi 1865 [Kb. Ness.]. Þau fara 1872 með þrjú börn sín: „Þetta hyski fluttist frá Fljótsbakka úr húsmennsku að Fagranesi“ [Kb. Ein.]. Þar eru þau á fólkstali 31. des. 1877 með tveim börnum. Þau flytja 1880 frá Fagranesi að Glaumbæ [Kb. Ein.], þar sem þau eru á manntali þ. á. með Snjólaugu Jónínu dóttur sinni, en flytja frá Einarsstöðum að Úlfsbæ 1882. Þau eru í húsmennsku í Mjóadal á fólkstali við nýár 1886, en við manntalið 1890 eru þau í húsmennsku á Granastöðum. Jakob, sonur þeirra hjóna, var í Hrappstaðaseli í tíð Stefáns og Jónínu og fór til Vesturheims frá Víðirkeri 1891, sjá hér ofar.

María Sveinsdóttir kemur 1905 „ , á sveit, 82,“ að Hrappstaðaseli frá Ófeigsstöðum [Kb. Lund.]. Hún deyr 14. okt. 1907 „ , ekkja Hrappstaðasel (á sveit), 85., Brjóstveiki. “ [Kb. Lund.]. María var fædd 12. okt. 1825 og voru foreldrar hennar „ Sveinn Eyjólfsson Bóndi Ytri-Haga og vinnukona hs, Jórunn Ketilsdóttir hún hefur átt eitt barn áður í lausaleik“ [Kb. St.Ársk.s.]. Árið eftir fer María með móður sinni frá Ytrihaga að Kjarna í Möðruvallaklaustursókn [Kb. St.Ársk.s.]. Hún er bústýra hjá Jónasi á Ytrafjalli við manntalið 1860 og giftist honum 1. nóv. s. á., sjá hér næst á undan hjá Jónasi.

1913 - 1923: Ásgeir Þorláksson með systkinum

Í manntali sóknarprests 31. des. 1913 er Ásgeir sagður bóndi í Hrappstaðaseli, og er svo enn óbreytt 31. des. 1922 [Sál. Eyj.]. Með honum eru systkini hans, mismörg. Þar sem ókunnugt er um umráð þeirra á búinu, verður Ásgeir einn hér talinn bóndi þar þetta tímabil, nema síðustu tvö árin á móti Kjartani og Nýbjörgu, sjá síðar.

Ásgeir var fæddur 24. nóv. 1882 í Stafnsholti. Móðir hans var Nýbjörg Jónsdóttir (Gottskálkssonar b. þar). Bókaður faðir hans við skírn var Þorlákur Stefánsson, sem kemur að Stafnsholti ásamt móður sinni 1882 og kvænist Nýbjörgu 1. maí 1883 [Kb. Ein.].

(Ýmsir kunnugir töldu Guðna Guðmundsson húsmann þar 1881-1882 líklegri föður tímans vegna, en Guðni fór til Vesturheims 1882 með konu og dóttur [Baldur Jónsson, sonarsonur Þorláks, munnl. heimild]).

Ásgeir fer með foreldrum frá Þóroddsstað að Saltvík 1886 [Kb. Hús.] og er með þeim á manntali á Íshólsstöðum 1890. Hann fer 1894 „ , barn, 12, Að Krossi frá Íshólsstöðum“ [Kb. Þór.], fer 1896 með Sigurlaugu móðursystur sinni „ , 13, smali,“ að Geldingsá og kemur þaðan 1898 „ , 15, smali,“ að Vatnsenda [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Ásgeir fer 1901 frá Vatnsenda að Stafni [Kb. Þór.] og þar er hann á manntali 1901 „ , hjú, 18,“ hjá Sigurgeiri, þá er Egill bróðir hans hjá Páli H. og Guðrúnu.

Ásgeir er meðal innkominna í Lundarbrekkusókn 1906 „ , laus, 24,“ að Stórutungu frá Þröm í Eyjafirði. Hann er á manntali á Vatnsenda 1910, „VM“ = vinnumaður hjá Guðlaugi Valdimarssyni, sem þar er þá „HB“. Hann er „ , laus, 29“ í Engidal 31. des. 1911, einnig árið eftir [Sál. Eyj.]. Ásgeir lést á Akureyri 14. júní 1925 „Lausamaður frá Engidal í Bárðd.hr., 42“ [Kb. Ak.].

Móðir, systkini og annað skyldulið Ásgeirs í Hrappstaðaseli 1913-1923:

Nýbjörg Jónsdóttir, móðir systkinanna, er í Hrappstaðaseli í manntali sóknarprests 31. des. 1913 „ , m. b., 72“. Nýbjörg var fædd 31. ágúst 1851 í Helgárseli, dóttir Jóns Gottskálkssonar og Halldóru Randversdóttur [Ný. bls. 109-116]. Hún kemur með föður sínum og stjúpmóður frá Hallanda á Svalbarðsströnd að Stafnsholti 1874. Kvæntist þar Þorláki Stefánssyni 1. maí 1883, þau flytja árið eftir að Þóroddsstað, en fara þaðan 1886 að Saltvík. En þau eru komin að Ísólfsstöðum við fæðingu Soffíu 1888. Þar andaðist Þorlákur 2. mars 1894 úr lungnabólgu [Kb. Hús.] og fór Nýbjörg þ. á. með börnin Jón, Soffíu og Nýbjörgu frá Ísólfsstöðum í Jódísarstaði [Kb. Grundarþ.]. Hún er á manntali á Ytra-Hóli 1901 „ , leigjandi, 50,“ með börnum sínum Jóni og Nýbjörgu, en 1910 í Kaupangi með Jóni. Nýbjörg andaðist í Hrappstaðaseli 27. okt. 1914 [Ný., bls. 119].

Jón Þorláksson er í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests 31. des. 1913 með systkinum sínum, sem talin eru „systkini bónda “ [Sál. Eyj.], en frá og með manntali sóknarprests 31. des. 1919 er hann talinn húsmaður. Hann er áfram húsmaður í Hrappstaðaseli 1923-1924 í búskapartíð Ásgeirs og Jónu, sjá hér

Ásgeir Þorláksson

Nýbjörg Jónsdóttir

nokkru neðar. Jón var fæddur 16. mars 1884, voru foreldrar hans Þorlákur Stefánsson og Nýbjörg Jónsdóttir, þá „hjón búandi í Stafnsholti“ [Kb. Ein.]. Fer með foreldrum sínum að Þóroddsstað 1884 og með foreldrum sínum og bræðrum að Saltvík 1886 og er á manntali á Íshólsstöðum 1890 með foreldrum og systkinum. Við andlát föður síns 1894 fer hann með móður sinni og systrum Soffíu og Nýbjörgu í Jódísarstaði [Kb. Grundarþ.]. Hann er með móður sinni og Nýbjörgu systur sinni á manntali á Ytra-Hóli 1901, en 1910 er hann með móður sinni á manntali í Kaupangi. Jón er á manntali í Hafnarstræti 29 á Akureyri 2. des. 1930 ásamt Elínbjörgu Baldvinsdóttur konu sinni og tveim börnum þeirra, er þar svo sagt að þau hafi komið þangað þ. á. frá Dálksstöðum. Jón lést 25. febr. 1951 [MA II, bls. 234]. Faðir Baldurs Jónssonar prófessors.

Soffía Þorláksdóttir er í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests 31. des. 1913 með systkinum sínum, einnig 1914. Hún fer að Hörgsdal 1915, en kemur þaðan aftur í Hrappstaðasel 1916 „ , bústýra, 28,“ [Kb. Mýv.], en er meðal „systkina bónda“ í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests 31. des. þ. á. og áfram til 1919, þá er hún sögð „bústýra“ og er svo enn, þegar hún er síðast skráð þar 31. des. 1922. Soffía var fædd 14. sept. 1888 á Ísólfsstöðum [Kb. Hús.]. Við lát föður síns 1894 fer hún með móður sinni og systkinum Jóni og Nýbjörgu „Ísólfsstöðum Tjörnesi - Jódísarstaði“ [Kb. Grundarþ.] og er þar á manntali 1901 „ , léttastúlka, 13,“. Hún kemur 1910 „ , vinnukona, 21“ frá Garðsá í Eyjafirði að Halldórsstöðum í Bárðardal [Kb. Lund.] og þar er hún á manntali þ. á. og á manntali sóknarprests 31. des. 1911 „ , vk, 23“ [Sál. Eyj.]. Soffía fer 1925 „ , l. k., 36,“ frá Engidal að Efri Dálksstöðum [Kb. Þór.]. Þar er hún yfirstrikuð á sóknarmannatali það ár, en er þar næstu tvö árin, lausakona. Hún er meðal burtvikinna úr Laufásprk. 1928, sögð fara til Akureyrar.

Nýbjörg Þorláksdóttir er í Hrappsataðseli á manntali sóknarprests 31. des. 1913 með systkinum sínum, einnig 1914 og 1915. En hún er þar ekki 31. des. 1916. Hún kemur aftur í Hrappstaðasel með manni sínum, Kjartani Sigurtryggvasyni, 1921 og bjuggu þau í Hrappstaðaseli móti Ásgeiri 19211923, sjá hér nokkru neðar.

Sigurlaug Katrín Þorláksdóttir er í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests 31. des. 1913 með systkinum sínum, sem eru „systkini bónda“; er hún talin svo til 1919, þá er hún sögð „ , vinnuk, 29“, er þannig skráð síðast 31. des. 1922. Sigurlaug Katrín var fædd 3. ágúst 1890 á Ísólfsstöðum [Kb. Hús.]. Við lát föður síns 1894 fer hún „ , barn, 4, Að Vatnsenda frá Íshólsstöðum“ [Kb. Þór.], en þar bjó þá Guðrún móðursystir hennar með seinni manni sínum. Þar er hún á manntali 1901 „ , fósturbarn þeirra, 11,“ einnig 1910 „FOBA“ = fósturbarn (heitir þá Sigurlaug Dalberg Þorláksdóttir). Sigurlaug Katrín eignaðist soninn Ingva Ó. Dalberg 1914 og er hann með henni í Hrappstaðaseli, sjá hér neðar.

Ingvi Ó. Dalberg, systursonur Ásgeirs bónda, sonur Sigurlaugar Katrínar hér næst á undan, var fæddur 17. febr. 1914 í Reykjavík. (Hann finn ég þó ekki í fæðingarskrám þar, hvorki í Dóm- eða fríkirkju, né heldur í Garðaprk.). Hann er í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprest við árslok 1914 og er þar áfram, síðast skráður 31. des. 1922.

Soffía Þorláksdóttir

Nýbjörg Þorláksdóttir

Sigurlaug Katrín Þorláksdóttir

Vandalausir í Hrappstaðaseli í búskapartíð Ásgeirs Þorlákssonar 1913-1923:

Hólmfríður Jónsdóttir er í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests við árslok 1914 „ , v.k, 41“ og virðist vera þar áfram til 1918, hún er þar ekki lengur á manntali sóknarprests 31. des. þ. á. Líklegt er að þetta sé Hólmfríður Þorbjörg, sem var fædd 29. júlí 1873, dóttir Jóns Þorkelssonar og f. k. h. Jóhönnu Jónsdóttur, sem þá voru „búandi hjón á Víðirkeri“ [Kb. Lund.]. Hún er „vinnukona, lausakona, 27,“ á Sandhaugum við manntalið 1901 og hjú á Bjarnastöðum við manntalið 1910.

Sigurbjörg Tómasdóttir er í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests 31. des. 1918 „ , húsk., 35“. Hún er þar áfram til 1924, síðasta árið í búskapartíð Ásgeirs Kristjánssonar og Jónínu, sjá þar. Sigurbjörg var fædd í Stafni 30. maí 1873, dóttir hjónanna Tómasar Sigurðssonar og Ingibjargar Jónsdóttur. Hún andaðist í Stafni 1. júlí 1932. Sjá um hana í [ÆÞ. VI, bls. 269].

Helgi Júlíusson er í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests 31. des. 1918 „ , tökub., 14“. Hann er þar einnig ári síðar, þá sagður „ , vinnum., 15“ [Sál. Eyj.]. Við manntalið 1920 er Jón Helgi Júlíusson „ , vinnumaður, Ó, “ á Jarlsstöðum, sagður fæddur 29. ágúst 1904 á Þverá í Öngulstaðahreppi. Ekki er hann þar 1930. Veit enn ekki á honum frekari deili.

1921 - 1923: Kjartan Sigurtryggvason og Nýbjörg Þorláksdóttir

Kjartan og Nýbjörg eru í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests 31. des. 1921, „húsb., 29“ og „húsfr., 28“, einnig 1922; virðast búa sjálfstætt á móti Ásgeiri. Þau fara úr Hrappstaðaseli 1923.

Kjartan var fæddur 24. des. 1892 á Litluvöllum, sonur Friðlaugs Sigurtryggva Tómassonar og f. k. h. Rannveigar Elínár Magnúsdóttur [ÆÞ. IV, bls. 173 og 175].

Nýbjörg var fædd á Ísólfsstöðum 21. jan. 1893 [Kb. Hús.], dóttir Þorláks Stefánssonar og Nýbjargar Jónsdóttur, sem getið er hér að ofan. Nýbjörg missti föður sinn ársgömul og flutti þá með móður sinni og systkinunum Jóni og Soffíu frá Ísólfsstöðum í Jódísarstaði [Kb. Grundarþ.]. Hún er með móður sinni og Jóni á manntali á Ytra-Hóli 1901 „ , dóttir hennar, 8,“ en 1910 er hún á manntali á Litla-Hamri „VK“. Hún er komin í Hrappstaðasel 31. des. 1913 eins og segir hér ofar.

Kjartan og Nýbjörg voru gefin saman 11. júní 1916, þá bæði í vinnumennsku á Lundarbrekku [Kb. Þór.]. Þau eru með son sinn í Brennási 1923-1924 þar sem Kjartan er húsmaður [Sál. Eyj.].

Sjá um Kjartan og Nýbjörgu og son þeirra í [ÆÞ. IV, bls. 175-176] og í [Ný., bls. 130-131]. Nýbjörg lést 23. nóv. 1968 en Kjartan 28. febr. 1980.

Sigurbjörg Tómasdóttir

Kjartan Sigutryggvason

Sonur Kjartans og Nýbjargar í Hrappstaðaseli 1921-23:

Haraldur Kjartansson er með foreldrum sínum í Hrappstaðaseli 19211923.Haraldur var fæddur 7. júlí 1920 á Mýri í Bárðardal, sjá um hann og börn í [ÆÞ. IV, bls 175-176]. Hann andaðist 4. júlí 1978.

1923 - 1927: Ásgeir Kristjánsson og Jóna Sigurlaug

Einarsdóttir

Ásgeir og Jóna eru í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests 31. des. 1923 [Sál. Eyj.]. Þau eru þar síðast skráð 31. des. 1926, en ári síðar er enginn í Hrappstaðaseli og það komið í eyði.

Ásgeir var fæddur 15. ágúst 1891, sonur hjónanna Kristjáns Jónssonar og Guðrúnar Sigmundsdóttur, sem þá voru „búandi hjón í Stórutungu“ [Kb. Lund.]. Kristján og Guðrún bjuggu um skeið í Grjótárgerði, sjá um þau þar. Ásgeir er á manntali í Stórutungu með móður sinni 1901.

Jóna Sigurlaug var fædd í Rauf (nú Eyvík) á Tjörnesi 10. des. 1894, dóttir hjónanna Einars Jónssonar og Hólmfríðar Þorgrímsdóttur [Kb. Hús.], sjá hér neðar um þau.

Ásgeir og Jóna Sigurlaug voru gefin saman 17. júní 1922 „Skrifstofa bæjarfógeta Akureyri“ [Kb. Þór.].

Börn Ásgeirs og Jónu fædd í Hrappstaðaseli 1923-1927:

Guðmundur Ásgeirsson, f. 13. júlí 1923 í Hrappstaðaseli, er þar á manntali sóknarprests 31. des. 1923 og áfram til og með 31. des. 1926. Guðmundur var netagerðarmaður á Akureyri, síðast á Hamarsstíg 4. Dó 26. mars 1983 [Þjóðskrá og Skrá yfir dána 1983].

Þóra Ásgeirsdóttir, f. 1925 í Hrappstaðaseli, er þar á manntali sóknarprests 31. des. 1925 og 1926. Þóra er í íbúaskrá að Víðilundi 20 á Akureyri 1. des. 2002, f. 19. jan. 1925 [Þjóðskrá].

Annað skyldulið Ásgeirs og Jónu í Hrappstaðaseli 1923-1927:

Einar Jónsson, faðir Jónu húsfreyju, er skráður á manntali sóknarprests 31. des. 1924 og áfram 1925 og 1926 [Sál. Eyj.]. Einar var fæddur 21. sept. 1868 í Breiðuvík á Tjörnesi, sonur Jóns Einarssonr og Sigurlaugar Jónsdóttur. Dó 7. maí 1955. Sjá [ÆÞ. III, bls. 303-308].

Hólmfríður Þorgrímsdóttir, móðir Jónu húsfreyju, kona Einars hér næst á undan, er skráð á manntali sóknarprests eins og hjá Einari. Hólmfríður var fædd 2. jan. 1869 í Nesi, dóttir Þorgríms Péturssonar og f. k. h. Hólmfríðar Jónsdóttur. Dó 4. jan 1948. Sjá [ÆÞ. III, bls. 303-308] og [ÆÞ. I, bls. 297-298].

Jóna Sigurlaug Einarsdóttir

Hólmfríður Þorgrímsdóttir

Guðrún Sigurlaug Einarsdóttir, alsystir Jónu húsfreyju, er skráð á manntali sóknarprests í Hrappstaðaseli 31. des. 1925 „ , v. k., 22“ [Sál. Eyj.]. Hún er þar einnig við árslok 1926. Fer 1927 „ , vinnuk, 23, Frá Hrappsst.seli að Hraunkoti ( . . )“ [Kb. Grenj.]. Guðrún var fædd 10. ágúst 1903, dóttir Einars Jónssonar og Hólmfríðar Þorgrímsdóttur hér næst á undan, sem þá eru „þurrabúðarhjón í Gröf á Húsavík“ [Kb. Hús.]. Sjá um hana og börn hennar í [ÆÞ. III, bls. 306307]. Dó 8. febr. 1964.

Vandalausir í Hrappstaðaseli í búskapartíð Ásgeirs og Jónu 1923-1927:

Jón Þorláksson er áfram „ , húsm., 39“ í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests 31. des. 1923 [Sál. Eyj.]. Hann fer 1924 „ , húsm, 40, Frá Hrappstaðaseli að Svertingsstöðum í Öngulsst.hr.“ [Kb. Þór.]. Jón var í Hrappstaðaseli hjá Ásgeiri bróður sínum, sjá um hann hér ofar.

Sigurbjörg Tómasdóttir er áfram „ , húsk., 52“ í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests 31. des. 1923. Hún fer 1924 „ , húsk, 53, Frá Hrappstaðaseli að Stafni í Reykjadal“ [Kb. Þór.]. Sigurbjörg var húskona í Hrappstaðaseli í búskapartíð Ásgeirs Þorláksssonar, sjá um hana hér ofar.

1. yfirferð líklega gerð í okt. 2005. Endurskoðuð 1. nóv. 2005. R. Á.

Þessi prentun gerð 7. sept. 2006. R. Á.

Ábúendur í Hrappstaðaseli

1820 - 1822: Ari Árnason og Steinunn Þorsteinsdóttir

1822 - 1838: Í eyði

1838 - 1863: Friðrik Þorgrímsson og Guðrún Einarsdóttir 1863 - 1872: Jóakim Björnsson og Guðfinna Jósafatsdóttir 1872 - 1873: Friðrik Jónsson og Guðrún Jóakimsdóttir 1873 - 1874: Friðgeir Jóakimss./Jóakim Björnss. og Guðfinna Jósafatsdóttir

1874 - 1877: Oddur Sigurðsson og Sigríður Gunnlaugsdóttir 1877 - 1883: Sigríður Gunnlaugsdóttir 1883 - 1885: Sigurjón Friðfinnson og Kristín Helgadóttir

1883 - 1884: Jón Jónsson og Margrét Ingiríður Árnadóttir 1885 - 1889: Indriði Albert Jónsson og Björg Jónasdóttir 1889 - 1896: Stefán Guðmundsson og Jónína Sigríður Jónasdóttir 1896 - 1898: Jón Kristján Jónsson og Elsa Guðrún Jónsdóttir 1898 - 1899: Í eyði

1899 - 1902: Helgi Guðnason og Þuríður Sigurgeirsdóttir

1902 - 1904: Jón Pétur Jónsson og Rósa Tómasdóttir 1904 - 1905: Í eyði

1905 - 1913: Jóhannes Friðbjörnsson og Sigurbjörg Sigurðardóttir

1913 - 1923: Ásgeir Þorláksson með systkinum

1921 - 1923: Kjartan Sigurtryggvason og Nýbjörg Þorláksdóttir

1923 - 1927: Ásgeir Kristjánsson og Jóna Sigurlaug Einarsdóttir

Skammstafanir og skýringar:

[Brot]: Thorleif Jackson: Landnámssaga Nýja-Íslands, III, Frá austri til vesturs, Winnipeg 1921.

[Bybú]: Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 1985, Rvík 1986.

[Hraunk.]: Hraunkotsættin, tekin saman af Skúla Skúlasyni, Rvík 1977.

[Jb.]: Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, 1712.

[JakH]: Jakob Hálfdanarson: Sjálfsævisaga, Rvík 1982.

[Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands.

[Laxd.]: Hallgrímur Pétursson: Laxdælir. Ábúendatal 1688-1990, Rvík 1991.

[MA]: MA- stúdentar.

[NiðJH.]: Niðjatal Jóns Árnasonar og Herdísar Ingjaldsdóttur, Þorsteinn Davíðsson tók saman.

[Ný.]: Gísli Jónsson: Nýbjörg, Rvík 1994.

[Reykj.]: Reykjahlíðarætt, Rvík 1993.

[Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal.

[Skú.]: Þura Árnadóttir, Garði: Skútustaðaætt, Rvík 1951.

[Vfskrá]: Júlíus H. Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870-1914, Reykjavík 1983.

[ÞinKV.]: Konráð Vilhjálmsson: Þingeyingaskrá, ljósrit af handriti í Þjóðskjalasafni Íslands.

[ÆSiÞ.]: Hrólfur Ásvaldsson: Æviágrip Sigurveigar og Þorbergs á Litlulaugum, Prenttækni 1992.

[ÆÞ.]: Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga.

This article is from: