113 minute read

2.15 Stafnsholt

Next Article
2.14 Skógarsel

2.14 Skógarsel

Í [Ha.HJ.] segir svo: „Lág hólaþyrping, umkringd mýrarsundum á þrjá vegu, en Laugagróf á þann fjórða, liggur gegnt Laugaseli. Hét þar Víðiholt. Fýsti Stefán að flytja skemmu sína á holt þetta. Fékk hann leyfi Sigurðar sjálfseignabónda í Stafni til að reisa bæ á holtinu og afnotarétt á þeim hluta Stafnslands, er lá sunnan Grjóthóls. Hóll sá, er við Laugagróf, nær 500 föðmum norðar en Víðiholt.“ [Bls. 57 í Nokkrir smáþættir IIII. 4. í Ha.HJ.].

Býli Stefáns bar nafnið Víðirholt og er svo við manntalið 1850 og er í Skútustaðasókn fyrstu árin og börn þar fædd skírð af Skútustaðaklerki þar til 1854.

Ingólfur Sigurgeirsson frá Vallholti (f. 1907) hefur sagt mér (í apríl 2001), að hann viti ekki annað en um eitt býli sé að ræða, þ. e. að Víðirholt og Stafnsholt sé sami staður. Þá telur hann sig hafa haft undir höndum afsal fyrir Stafnsholtslandi, sem átti að vera 1/3 hluti Stafnslands. Þetta skjal telur hann að hafi glatast og ekki hefur mér tekist að hafa upp á því í embættisbókum sýslumanns, né fundið þess getið á manntalsþingum.

1847 - 1855: Stefán Björnsson og Hólmfríður Jóhannnesdóttir

Stefán og Hólmfríður sýnast byrja búskap sinn í Víðirholti 1847, þeim fæðist dóttir í Laugaseli 16. júlí 1846 og önnur í Víðirholti 17. ágúst 1847. Þau eru á manntali þar 1. okt. 1850 (Víðirholt, nýbýli, þá talið í Skútustaðasókn) og flytja 1855 frá Stafnsholti að Halldórsstöðum í Reykjadal ásamt skylduliði [Kb. Ein.].

Stefáns er getið í Stafnsholti 1848 í [MaÞ.], þá á skrá yfir búlausa, en 18491855 er hann þar í hópi bænda.

Stefán var fæddur um 1809 á Hólkoti, sonur Björns Einarssonar og k. h. Þóru Jónsdóttur (Sigurðssonar á Breiðumýri). Hann er á manntali í Parti 1816 með foreldrum. Eftir lát móður sinnar 13. okt. 1821 í Hólum Reykjadal [Kb. Ein.] var hann og bræður hans á ýmsum stöðum. Stefán er vinnumaður í Álftagerði 1835 og 1840 er hann „ 32, Ó, vinnumaður, smiður,“ hjá Sigurði móðurbróður sínum á Grímsstöðum v. Mývatn.

Hólmfríður var fædd á Hofstöðum 11. ágúst 1817 [Kb. Reykj.], dóttir Arnfríðar Jónsdóttur þar og Jóhannesar Þorsteinssonar á Geiteyjarströnd [ÆÞ. I, bls. 370371]. Hólmfríður er með móður sinni á manntali á Arnarvatni 1835, báðar vinnukonur, og á Helluvaði 1840 ásamt móður sinni og Vigdísi móðursystur sinni, allar þrjár vinnukonur.

Hólmfríður og Stefán, þá bæði á Helluvaði, voru gefin saman 2. okt. 1843 [Kb. Mýv.]. Þau koma frá Helluvaði að Laugaseli 1844 og segir [Kb. Skút.] um Stefán „ , 35, Bóndi,“ en [Kb. Ein.] „ , 33, húsmaðr, frá Mývatni að Laugas“ og eru þau þar á manntali 1845.

Stefán og Hólmfríður eru á manntali á Halldórsstöðum 1855 og einnig 1860, þá með öllum þá lifandi níu börnum sínum. Auk þeirra barna, sem getið er hér á eftir í Víðirholti, eignuðust þau dótturina Kristínu (eldri), f. 16. júlí 1846 í Laugaseli, d. þar 24. s. m. [Kb. Skút.]; Guðnýju Jakobínu, f. 26. okt. 1856 á Halldórsstöðum, d. þar. 5. nóv. s. á.; og Eggert, f. 19. júlí 1858 á Halldórsstöðum [Kb. Helg.].

Stefán deyr 17. febr. 1866 „ jarðsettur á Einarsstöðum eptir beiðni, giptur bóndi á Halldórsst., 56 ára, brjóstveiki,“ en Hólmfríður 24. jan. 1867 „Ekkja búandi á Halldórsst, 53 ára, Taugaveiki“ [Kb. Helg.].

Börn Stefáns og Hólmfríðar í Víðirholti (Stafnsholti):

Kristján Stefánsson kemur með foreldrum frá Laugaseli 1847 að Víðirholti, er með þeim þar á manntali 1850 og fer með þeim frá Stafnsholti 1855 að Halldórsstöðum í Reykjadal. Kristján var fæddur 14. jan. 1844 og eru foreldrar hans þá sögð „ , hjón í Húsmensku á Helluvaði“ [Kb. Skút.]. Hann fer með foreldrum sínum að Laugaseli fæðingarárið og er þar á manntali 1845. Kristján er með foreldrum og systkinum á manntali á Halldórsstöðum 1855 og 1860, þar sem hann andaðist 14. jan. 1863 „únglíngsmaður á Halldórsstöðum, 18 ára, Taklandfarssótt eða slímsótt, jarðsettur á Einarsstöðum“ [Kb. Helg.].

Guðrún Stefánsdóttir, f. 17. ágúst 1847, voru foreldrar hennar þá „hjón í Vÿðirholti“ [Kb. Skút.]. Hún fer með foreldrum og systkinum 1855 frá Stafnsholti að Halldórsstöðum í Reykjadal [Kb. Ein.]. Guðrún er á manntali með foreldrum og systkinum á Halldórsstöðum 1855 og 1860. Fer 1867 „ , 21, vinnuk., Halldórsst - Þverá“ [Kb. Helg.]. Guðrún giftist 2. okt. 1879 Gunnari Benediktssyni, sjá um þau í [ÆÞ. III, bls. 317] og [ÆÞ. VII, bls. 207]. Þau bjuggu á Ketilsstöðum, Ísólfsstöðum og aftur á Ketilsstöðum þar sem Guðrún deyr. 15. júní 1894.

Kristín Stefánsdóttir (yngri), f. 30. maí 1849, voru foreldrar hennar þá „hjón í Víðirholti“ [Kb. Skút.]. Kristín er í Heiðarseli í fólkstölu um nýár 1854 „ , 5, tökubarn.“ Hún fer þ. á. frá Heiðarseli að Skörðum með Jóni Jónssyni og Guðrúnu Sigurðardóttur [Kb. Eyjardalsárprk.] og er með þeim á manntali 1855 á Einarsstöðum í Reykjahverfi „ , 6, Ó, tökubarn,“. Hún fer þaðan 1856 til foreldra sinna á Halldórsstöðum í Reykjadal „ , 8, stúlka,“ [Kb. Helg.] og er með þeim þar á manntali 1860. Hún fer 1865 í Skógarsel ásamt Sigurgeir bróður sínum [Kb. Ein.], [Kb. Helg] og 1867 „ , 19, vinnuk.,“ frá Halldórsstöðum að Einarsstöðum [Kb. Helg.]. Kristín giftist Jóni Egilssyni frá Sultum. Dó á Syðri-Bakka 9. maí 1922, sjá [ÆÞ. VII, bls. 207].

Sigurgeir Stefánsson, f. 8. júlí 1851, þríburi, voru foreldrar hans þá „hjón í Víðirholti“ [Kb. Skút.]. Sigurgeir fer 1854 „ , 3, tökubarn frá Stafnsholti að Helgastöðum“ [Kb. Ein.], þar sem hann er á manntali 1855 „ , 5, Ó, fósturbarn,“ hjá Jörgen Kröyer presti. Sigurgeir er með foreldrum sínum og systkinum á manntali á Halldórsstöðum 1860 „ , 10, Ó, þeirra sonur,“. Hann fer 1865 „ , 15, ljettadr,“ [Kb. Ein.], [Kb. Helg.

segir 14] frá Halldórsstöðum í Reykjadal að Skógarseli. Fer 1872 „ , 21, vinnum, Daðastöðum Kasthvammi“ [Kb. Ein.]. Sigurgeir bjó í Parti og í Miðhvammi, þar sem hann dó 16. nóv. 1886, sjá [ÆÞ. VII, bls. 207-208], sjá einnig um fjölmarga afkomendur hans á bls. 207-258 í sömu bók.

Meðal landskunnra afkomenda Sigurgeirs má nefna Arnór og Eið Smára Guðjohnsen, svo og Benóný Arnórsson fyrrv. alþingismann, sem lengi var oddviti í Reykdælahreppi.

Sigurbjörn Stefánsson, f. 8. júlí 1851, þríburi, voru foreldrar hans þá „hjón í Víðirholti“ [Kb. Skút.]. Hann fer með foreldrum og systkinum 1855 frá Stafnsholti að Halldórsstöðum í Reykjadal [Kb. Ein.]. Sigurbjörn er á manntali með foreldrum og systkinum á Halldórsstöðum 1855 og 1860. Fer þaðan 1867 „ , 16, ljettadrengur,“ að Múla [Kb. Helg.]. Drukknaði 16. nóv. 1872 „ , vinnumaður á Laxamýri ógiptur, 21 ára, Drukkn( . . ) í Laxá En var jarðsunginn hér á Einarsstöðum, eptir beiðni viðkomandi skyldfólks, hvar ættfólk hans hvílir af sóknarpesti“ [Kb. Ein.]. Sjá um hann í [ÆÞ. VII, bls. 258].

Hólmfríður Stefánsdóttir, f. 8. júlí 1851, þríburi, voru foreldrar hennar þá „hjón í Víðirholti“ [Kb. Skút.]. Hún fer með foreldrum og systkinum 1855 frá Stafnsholti að Halldórsstöðum í Reykjadal [Kb. Ein.]. Hólmfríður er á manntali með foreldrum og systkinum á Halldórsstöðum 1855 og 1860. Hún fer 1866 „ , 15, vinnust.“ frá Halldórsstöðum í Reykjadal að Halldórsstöðum í Laxárdal [Kb. Helg.] og 1871 frá Grenjaðarstað að Skútustöðum [Kb. Grenj.]. Hólmfríður giftist Jóhannesi Friðrikssyni 25. okt. 1876, þá bæði í vinnumennsku á Sveinsströnd [Kb. Mýv.]. Þau eru „hjón á Sveinsströnd“ við fæðingu dótturinnar Hólmfríðar Friðriku 17. júní 1877. Líklega eru þau í Hörgsdal 1878-79 en fara að Einarsstöðum í Reykjadal 1879 (með Meth. Magnússyni), en koma þaðan aftur 1880 [Kb. Ein.] og eru þ. á. á manntali á Skútustöðum. Þau búa á Sveinsströnd við manntölin 1890 og 1901, en 1910 er Hólmfríður húskona í Haganesi. Hólmfríður er hjá Árna syni sínum á Bjarnastöðum í Mývatnssveit 1913-1918 [Sál. Mýv.], en fer 1918 að „Bakka í Kelduhverfi“ [Kb. Mýv.]. Kemur 1920 „ , lausak, 70“ frá Syðri-Bakka að Arnarvatni og er þar á manntali þ. á. Hún fer þaðan 1923 „ , lausak., 73,“ aftur að Syðri-Bakka [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali í Ási 1930 „móðir húsfreyju“ og deyr þar 9. jan. 1932, sjá [ÆÞ. VII, bls. 258].

Pétur Stefánsson, f. 3. des. 1852, voru foreldrar hans þá „hjón í Víðirholti“ [Kb. Skút.]. Hann fer með foreldrum og systkinum 1855 frá Stafnsholti að Halldórsstöðum í Reykjadal [Kb. Ein.]. Pétur er á manntali með foreldrum og systkinum á Halldórsstöðum 1855 og 1860. Fer þaðan 1867 „ , 15, ljettadrengur,“ að Kraunastöðum [Kb. Helg.]. Dó á Húsavík 14. febr. 1919, sjá um hann og afkomendur í [ÆÞ. VII, bls. 258-277].

Eðvald Stefánsson, f. 8. maí 1854, voru foreldrar hans þá „hjón búandi á Víðirhollti“ [Kb. Ein.]. Hann fer með foreldrum og systkinum 1855 frá Stafnsholti að Halldórsstöðum. Eðvald er á manntali með foreldrum og systkinum á Halldórsstöðum 1855 og 1860. Fer þaðan 1867 „ , 14, ljettadrengur,“ að Birningsstöðum [Kb. Helg.]. Dó 10. apríl 1932 á Húsavík, sjá um hann og afkomendur í [ÆÞ. VII, bls. 277-307].

Hólmfríður Stefánsdóttir

Eðvald Stefánsson

Annað skyldulið Stefáns og Hólmfríðar í Víðirholti:

Arnfríður Jónsdóttir, móðir Hólmfríðar húsfreyju, kemur líklega með þeim frá Laugaseli 1847, er á manntali í Víðirholti 1850 „ , 58, Ó, móðir konunnar,“ og fer með þeim að Halldórsstöðum 1855. Arnfríður var fædd 16. júlí 1793 á Hofstöðum, dóttir hjónanna Jóns Ingjaldssonar og Guðrúnar Andrésdóttur [Kb. Mýv.]. Hún er með foreldrum og fimm systkinum á manntali á Hofstöðum 1801, en 1816 er hún vinnukona á Geiteyjarströnd. Hún eignast dótturina Hólmfríði með Jóhannesi Þorsteinssyni 11. ágúst 1817, sjá hér ofar hjá Hólmfríði, og er hún með hana á manntali á Arnarvatni 1835 og 1840 á Helluvaði. Hún er á manntali í Laugaseli 1845 hjá Stefáni og Hólmfríði. Arnfríður er á manntali hjá þeim hjónum á Halldórsstöðum í Reykjadal 1855 og 1860, þá „ , 68, Ó, móðir konunnar,“. Fer þaðan 1867 „ , 75, ógipt,“ að Breiðumýri [Kb. Helg.]. Hún deyr í Narfastaðaseli 9. júlí 1871 „ Kjerling á hrepp sem aldrei hafði gifts, 80 ára, Bjúg og ellihrumleik“ [Kb. Ein.].

Vigdís Jónsdóttir, móðursystir Hólmfríðar húsfreyju, er á manntali í Víðirholti 1850 „ , 49, Ó, vinnukona,“. Ekki er vitað hvenær hún kemur þangað, því Víðirholt var þá enn í Skútustaðasókn. Hún fer með Stefáni og Hólmfríði 1855 frá Stafnsholti að Halldórsstöðum í Reykjadal [Kb. Ein.]. Vigdís var fædd 21. maí 1801 á Hofstöðum, dóttir hjónanna Jóns Ingjaldssonar og Guðrúnar Andrésdóttur [Kb. Reykj.] og er með þeim þar á manntali 1816. Hún var vinnukona á Geirastöðum 1835 og 1840 á Helluvaði ásamt Arnfríði systur sinni og Hólmfríði dóttur hennar. Vigdís er á manntali á Arnarvatni 1845 „ , 45, Ó, vinnukona,“. Vigdís er á manntali á Halldórsstöðum í Reykjadal 1855 og 1860, vinnukona hjá þeim Stefáni og Hólmfríði. Hún fer þaðan 1861 „ , 61, vinnuk.,“ að Laugaseli [Kb. Ein.], [Kb. Helg.], hún var systir Kristbjargar húsfreyju þar. Hún andaðist þar 17. apríl 1870 „Kjerling sem aldrei giftist í Laugaseli, 70 ára, Köldusýki og höfuðveiki.“ [Kb. Ein.].

Vandalausir í Víðirholti í búskapartíð Stefáns og Hólmfríðar 1847-1855:

Jón Jónsson, sonur Sigríðar hér næst á eftir, fer 1853 „ , 26, vinnumaðr, frá Víðirholti að Hofstöðum“ [Kb. Mýv.]. Hann kemur 1850 „ , 23, sonur hennar, frá Arnarv: að Márskoti“ [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Jón var fæddur í Garðsvík 3. maí 1827, voru foreldrar hans „Jón Sveinss: ógiptur vinnumaður á Miðvík í Laufás Sókn og Sigríður Þórðard: ógipt vinnukona á Garðsvík“ [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Hann fer með móður sinni 1828 „frá Miðvík að Tindriðastöðum“ [Kb. Þöngl.] og fylgir síðan móður sinni, sjá um feril hennar hér næst á eftir, er á manntali á Presthólum 1835, í Breiðuvík 1840 og í Presthvammi 1845 „ , 19, Ó, vinnumaður,“. Við manntalið 1850 eru þau mæðginin á mannntali á Arnarvatni. Jón fer ásamt móður sinni 1854 frá Hofstöðum að Laxamýri [Kb. Hús.], [Kb. Mýv.]. Kvæntist 6. nóv. 1854, „frá Laxamýri, 27 ára“, Guðfinnu Jónsdóttur „frá Hofstöðum 22 ára“ [Kb. Mýv.] og eru þau á manntali á Ytrafjalli 1855, þar sem Jón er bóndi, og 1860 á Jarlstöðum í Nessókn með tveim börnum. Þau flytja 1867, Jón „ , 40, vinnumaðr, öll frá Garði í Nessókn að Krosshúsum í Flateyjarsókn“ [Kb. Flat.] ásamt syni sínum og Sigríði móður Jóns. Flytja 1876, Jón „49, bóndi, Öll saman frá Krosshúsum í Flatey inn á Helgastaðahrepp.“ með þrem börnum. Þau eru á manntali í Grímshúsum 1880 með tveim börnum, en flytja þaðan 1889 „til Eyjafjarðar“ [Kb. Múl.].

Sigríður Þórðardóttir, móðir Jóns hér næst á undan, fer 1853 „ , 61, móðir hs,“ einnig frá Víðirholti að Hofstöðum. Sigríður var fædd 25. apríl 1791 í Böðvarsnesi, dóttir Þórðar Þorkelssonar og Maríu Jónsdóttur, tvíburi á móti Jóni, sem dó 30. apríl s. á. [Kb. Hálsþ. „(í Drablastaða Annex Kku Sókn)“]. Hún er á manntali með foreldrum og fimm yngri systkinum í Böðvarsnesi 1801, en 1816 er hún á manntali í Vestari Krókum „ , hjú, 26,“ búa foreldrar hennar þá á Melum.

Sigríður eignast 1827 soninn Jón, þá „ógipt vinnukona í Garðsvík“. Fer s. á. „Frá Garðsvík að Miðvík“ [Kb. Svalb. (Glæs.)], [Kb. Lauf.] og 1828 frá Miðvík að Brekku [Kb. Lauf.], en [Kb. Þöngl.] segir að Tindriðastöðum, þar er Jóns sonar hennar einnig getið. Giftist Jóni Jónssyni 30. sept. (líkl. 1833) [Kb. Þöngl.], en þá hefur prestur ekki verið með betra ráði en svo, að hann víxlar föðurnöfnum þeirra (Jón Þórðarson og Sigríður Jónsdóttir). Jón og Sigríður fara 1834 frá Brekku að Presthólum [Kb. Þöngl.], er Jón sonur hennar þar með í för, og eru á manntali á Presthólum 1835 „vinnumaður“, „vinnukona“. Þau eru á manntali í Breiðuvík 1840, vinnuhjú, og 1845 í Presthvammi, þar er Jón húsmaður en Sigríður „ , 55, G, hans kona, vinnukona,“. Þau flytja 1848 „ , frá Geitafelli að Arnarvatni“ [Kb. Mýv.], þar er Sigríður á manntali 1850 „ , 58, Sk, vinnukona,“ er Jón sonur hennar þá einnig þar, sjá hjá honum. En Jón maður hennar fer 1849 að Miðvík [Kb. Mýv.], en Sigríður og sonur hennar 1850 að Máskoti [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Sigríður fer 1854 frá Hofstöðum að Laxamýri [Kb. Hús.], en er með Jóni syni sínum og Guðfinnu á manntali á Ytrafjalli 1855 „ , 65, G, vinnukona,“ og 1860 á Jarlstöðum. Fer með þeim 1867 að Krosshúsum „ , 75, móðir hans“ [Kb. Flat.]. Deyr þar 15. jan. 1869 „Ekkja á Krosshúsum, 68“ [Kb. Flat.] (aldur rangur um 10 ár).

1855 - 1856: Sæmundur Torfason og Sigurlaug Jónsdóttir

Skv. [ÆÞ. VII, bls. 207] hefur Sæmundur jarðaskipti við Stefán Björnsson 1855, flytja þau hjónin ásamt tveim fósturbörnum frá Halldórsstöðum í Reykjadal að Stafnsholti [Kb. Helg.] og eruþau þar á manntali 1855(Stafnsholt, hjáleiga).

Sæmundur og Sigurlaug flytja 1856 ásamt fósturdóttur sinni „ , öll frá Stafnsholti að Hvarfi í Bárðardal“ [Kb. Ein.].

Sæmundur er gjaldandi í Stafnsholti í [MaÞ.] árið 1856, þar er þá einnig getið Sigurðar Þorkelssonar í skránni „Búlausir tíundandi“.

Sæmundur var fæddur á Ófeigsstöðum 23. júlí 1794, sonur hjónanna Torfa Jónssonar og Sigurlaugar Helgadóttur [Kb. Þór.]. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Landamóti 1801 „ , deres son, 8, ugivt“ en 1816 er hann þar „ , vinnupiltur, 21,“ en þá búa foreldrar hans í Holtakoti með sex börnum sínum.

Sigurlaug var fædd 31. maí 1796 í Garðshorni, dóttir hjónanna Jóns Bjarnasonar og Jórunnar Magnúsdóttur [Kb. Þór.]. Hún er með foreldrum og eldri systur á manntali á Oddsstöðum á Sléttu 1801, en við manntalið 1816 er hún á Kotum í Þóroddsstaðarsókn með móður sinni (sem þar er þá „til húsa“) „ , hennar barn, 19,“.

Sæmundur og Sigurlaug voru gefin saman 26. okt.(?) 1822, hann „28, buandr í Holtakoti“, hún „þar með hönum 26 ára“ [Kb. Þór.]. Þau flytja 1824 frá Holtakoti að Engidal („ , 30, bóndi,“, „ , 28, hs kona,“) [Kb. Þór.], [Kb. Lund.], en búa á Arndísarstöðum við manntölin 1835, 1840 og 1845. Þau flytja þaðan 1849 að Halldórsstöðum í Reykjadal [Kb. Helg.], fara þá Ásmundur, Jón og Kristín börn þeirra með þeim. Þau eru þar á manntali 1850 og í sálnaregistri við árslok 1853, eru þá öll börn þeirra farin að heiman. Sæmundur og Sigurlaug fara 1858 með Ásmundi syni sínum og fjölskyldu hans frá Hvarfi að Daðastöðum [Kb. Ein.] en fara þaðan 1859 ásamt dótturdóttur sinni að Mýlaugsstöðum [Kb. Ein.]. Þau hjónin koma frá Grenjaðarstöðum að Daðastöðum 1862 þar sem Sigurlaug deyr 26. júní 1862 „gipt kona á Daðastöðum, 66, Brjóstveiki og Landfarsótt“ [Kb. Ein.]. En Sæmundur fer 1863 frá Daðastöðum að Fagranesi [Kb. Ein.]. Hann deyr 5. maí 1873 „ , ekkill frá Presthvammi, 79 ára, Dó úr langvarandi brjóstveiki, er seinast snjerist upp í brjóstvatnssýki“ [Kb. Grenj.].

Skyldmenni Sæmundar og Sigurlaugar í Safnsholti 1855-1856:

Sigurlaug Jósefsdóttir, dótturdóttir Sæmundar og Sigurlaugar, kemur með þeim 1855 „ , 10, fósturbörn,“ frá Halldórsstöðum að Stafnsholti [Kb. Helg.] og er þar með þeim á manntali þ. á. „ , 9, Ó, fósturbarn,“. Hún fer með þeim þaðan 1856 „ , 11, fósturbarn,“ að Hvarfi. Sigurlaug var fædd 11. nóv. 1846, dóttir hjónanna Jósefs Þórarinssonar og s. k. h. Helgu Sæmundsdóttur (Torfasonar), sem þá eru „búandi hión á Kálfborgará“ [Kb. Eyj.]. Sigurlaug kemur 1849 með Sæmundi og Sigurlaugu að Halldórsstöðum og er þar með þeim á manntali 1850 „ , 4, Ó, tökubarn,“ og í sálnaregistri þar við árslok 1853. Sigurlaug fer með Sæmundi og Sigurlaugu 1858 frá Hvarfi að Daðastöðum og 1859 í Mýlaugsstaði [Kb. Ein.], [Kb. Múl.] og er hún með þeim á manntali í Múla 1860 „ , 14, Ó, léttastúlka,“. Hún er fermd í Múla „1. sd. eptir trinit. 1861“, þá til heimilis í Fótaskinni. Giftist 22. okt. 1872, þá „ýngisstúlka, ráðskona á Hafralæk 26 ára“, Friðlaugi Jónassyni, sem þá er „Ýngismaður búandi á Hafralæk 32 ára“ [Kb. Múl.] og búa þau á Hafralæk með börnum sínum við manntölin 1880 og 1890. Við manntalið 1901 er Sigurlaug „ , tengdamóðir bónda, 55,“ á Ytrafjalli (bóndinn er Indriði Þórkelsson) og þar er hún einnig 1920 „ , móðir konu, E,“. Dó 12. mars 1933 á Ytrafjalli, sjá [ÆÞ. I, bls. 276], þar einnig um afkomendur bls. 275-282.

Annað heimilisfólk í Stafnsholti 1855-1856:

Friðbjörn Halldórsson kemur með Sæmundi og Sigurlaugu „ , 14, fósturbörn,“ frá Halldórsstöðum að Stafnsholti [Kb. Helg.] og er þar á manntali þ. á. „ , 15, Ó, léttadrengur,“. Fer þaðan 1856 „ , 16, vinnum,“að Kasthvammi [Kb. Ein.]. Friðbjörn var fæddur 4. ágúst 1841, sonur Halldórs Ólafssonar og Friðbjargar Halldórsdóttur, sem þá voru „vinnuhiu í Heiðarseli“ [Kb. Eyj.]. Hann er ekki með foreldrum sínum á manntali á Kálfborgará 1845, en kemur 1849 „ , 8, t b.“ með Sæmundi og Sigurlaugu að Halldórsstöðum og er þar á manntali 1850 „ , 9, Ó, tökubarn,“ og í sálnaregistri þar 1853. Sjá um foreldra Friðbjarnar í kafla um Heiðarsel og um Friðbjörn í [ÆÞ. IV, bls. 261]. Dó 16. maí 1897 á Lómatjörn, ókvæntur vinnumaður, en hafði þá átt fjögur börn og þannig séð um viðgang ættar Ólafs Ólafssonar á Litluvöllum, sjá [ÆÞ. IV, bls. 259-264].

Sigurlaug Jósefsdóttir

Sigurður Þorkelsson, bróðursonur Sæmundar, er á manntali í Stafnsholti 1855 „ , 20, Ó, vinnumaður,“. Fer 1856 „ , 20, vinnum,“ „frá Stafnsholti að Engidal“ [Kb. Ein.] ([Kb. Lund.] segir „að Engidal frá Laugaseli“) ásamt konuefni sínu hér næst á eftir. Sigurðar er getið í Stafnsholti 1856 í [MaÞ.], í skránni „Búlausir tíundandi“. Sigurður var fæddur 27. ágúst 1836, voru foreldrar hans Þorkell Torfason og Kristbjörg Jónsdóttir sem lengi bjuggu í Laugaseli, þá í húsmennsku á Ljótsstöðum [Kb. Grenj.] en í [Laxd. bls. 89] er faðir hans sagður þar ábúandi. Hann kvæntist 6. júní 1857, þá 20 ára vinnumaður í Engidal, Ingibjörgu Jónsdóttur, sem þá er „vinnukona í Engidal 22 ára að aldri“ [Kb. Lund.], sjá um hana hér næst á eftir. Sigurður dó á Litlulaugum 26. ágúst 1876. Sjá nánar um hann og fjölskyldu hans í [ÆÞ. I, bls. 429-436] og [Laxd. bls. 89].

Ingibjörg Jónsdóttir er á manntali í Stafnsholti 1855 „ , 21, Ó, vinnukona,“. Augsýnilega sú Ingbjörg sem síðar verður kona Sigurðar hér næst á undan, sjá [ÆÞ. I, bls. 429]. Hún fer með Sigurði að Engidal 1856 [Kb. Ein.]. Ingibjörg var fædd 17. jan. 1835, voru foreldrar hennar Jón Árnason og Salbjörg Bjarnadóttir „ , búandi hjón á Aungulstöðum“ [Kb. Munk.] og er hún með þeim þar á manntali 1835. Sjá um foreldra hennar í [ÆÞ. V, bls. 217]. Ingibjörg er með foreldrum á manntali í Botni í Þönglabakkasókn 1845, þar sem foreldrar hennar eru í vinnumennsku. Kemur 1847 „ , 12, léttastúlka, frá Þaunglabacka að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1850. Fer 1851 frá Kálfaströnd að Jarlstöðum, kemur aftur 1853 „ , 18, vinnustúlka, Jallstöðum að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.]. Eftir lát Sigurðar er hún á ýmsum stöðum, í Hrappstaðaseli (sjá þar), á manntali á Rauðá 1880, en 1890 í Hólsseli með Guðna syni sínum og 1901 í Hafrafellstungu, en þaðan fór hún til Vesturheims 1904 „ , ekkja, 68,“ [Vfskrá]. Dó í Vesturheimi 10. okt. 1919. Sjá um hana og börn þeirra Sigurðar í [ÆÞ. I, bls. 429-436], einnig í [ÆÞ. V, bls. 246-247].

1856 - 1859 og 1860 - 1864: Sigurður Sigurðsson og Guðný Árnadóttir

Sálnaregistur Helga- og Einarsstaðasókna segir þau hjón í Stafnsholti við árslok 1856 og 1857, en þangað koma þau frá Stafni, þar sem þau eru á manntali 1855. Þau flytja að Kálfaströnd 1859 [Kb. Skút.], [Kb. Ein.], eftir að hafa misst tvö börn í Stafnsholti þá um vorið. Sigurður og Guðný flytja aftur í Stafnsholt 1860 [Kb. Skút.], [Kb. Ein.], og eru þar á manntali þ. á. Sigurður deyr 1864, en Guðný heldur þar áfram búskap, sjá síðar. Sigurður er gjaldandi í Stafnsholti í [MaÞ.] árin 1857-1859 og 1861-1864.

Sigurður var fæddur á Arnarvatni 29. ágúst 1826 [Kb. Skút.], sonur hjónanna Sigurðar Sigurðssonar og Guðrúnar Tómasdóttur. Sigurður flutti með foreldrum sínum og systkinum í Stafn 1837 og er þar með þeimá manntali1840, 1845 og 1850. Hann fer þó 1844 „ , 18, v piltr, frá Stafni að Mývatni“ [Kb. Ein.], í [Kb. Mýv.] er sagt „ .. að Kálfaströnd“, en kemur þaðan 1845 „ , 19, sonur bónda, frá Mývatni að Stafni“ [Kb. Ein.]. Fer aftur 1849 „ , 23, vmaðr, frá Stafni að Mývatni“, en er eigi að síður á manntali í Stafni 1850.

Guðný var fædd í Vindbelg 6. febr. 1831 [Kb. Skú.], dóttir hjónanna Árna Sigmundssonar og konu hans Sigurlaugar Jónasardóttur. Guðný er á manntali í Vindbelg 1835 og 1840, en fermingarárið 1845 er hún vinnukona á Gautlöndum, en faðir hennar dó 6. febr. 1841 [Kb. Skút.]. Hún fer 1847 „ , 16, vinnukona,“ frá Vindbelg að Einarsstöðum [Kb. Skút.] og árið eftir að

Heiðarseli, þar sem hún er „ , 19, Ó, vinnukona,“ við manntalið 1850, en vinnukona í Brennási við giftingu, og er Hálfdan Jóakimsson bóndi þar svaramaður hennar.

Sigurður og Guðný voru gefin saman 14. júní 1852 [Kb. Eyjadalsárprk.] og eru þau sögð hjón búandi í Stafni við fæðingar Guðrúnar Sigurveigar 16. júní 1853 og andvana drengs 31. júlí 1854. Þau eru á manntali í Stafni, 2. býli, 1855 ásamt Guðrúnu Sigurlaugu (svo!), en flytja 1856 að Stafnsholti, þar sem þau eru í sálnaregistri 1856 og 1857 eins og áður segir. Flytja 1859 að Kálfaströnd, en koma þaðan árið eftir og eru á aðalmanntali í Stafnsholti 1. okt. 1860 ásamt Sigurði syni sínum og tveim vinnuhjúum.

Sigurður deyr 20. júní 1864 „ , giptur bóndi í Stafnshollti, 38 ára, Lifrartæringu“ [Kb. Ein.]. En Guðný bjó áfram í Stafnsholti, sjá um hana síðar.

Börn Sigurðar og Guðnýjar í Stafnsholti:

Guðrún Sigurveig Sigurðardóttir er í sálnaregistri í Stafnsholti hjá foreldrum í lok ársins 1856. Deyr 23. apríl 1859 „ , Barn frá Stafnsholti ektab., 6, Barnaveiki“ [Kb. Ein.]. Guðrún Sigurveig var fædd 16. júní 1853, voru foreldrar hennar þá „hjón búandi í Stafni“ [Kb. Ein.]. Hún er þar á manntali með foreldrum sínum 1855 (heitir þá Guðrún Sigurlaug).

Baldvin Sigurðarson er í sálnaregistri í Stafnsholti hjá foreldrum í lok ársins 1856. Deyr þar 20. apríl 1859 „ , ektaborið barn frá Stafnsholti, 4 ára, andarteppu“ [Kb. Ein.]. Baldvin var fæddur 29. okt. 1855, voru foreldrar hans þá „hjón búandi í Stafni“ [Kb. Ein.].

Sigurður Sigurðsson kemur með foreldrum sínum frá Kálfaströnd að Stafnsholti árið 1860 [Kb. Ein.], [Kb. Skút.] og er með þeim á manntali þar 1. okt. 1860. Hann var fermdur frá Einarsstaðakirkju á hvítasunnu 24. maí 1874. - Sigurður fór með móður sinni til Vesturheims frá Stafnsholti 1874 [Kb. Ein.], [Vfskrá]. Sigurður var fæddur 27. sept. 1859, voru foreldrar hans þá „hjón á Kálfaströnd“ [Kb. Skút.] (við fermingu 1874 sagður f. 4. ágúst 1859 [Kb. Ein.]). Sigurður dó í Vesturheimi, hann var látinn þegar móðir hans kemur aftur til Íslands 1878, sjá síðar hjá henni.

Baldvin Guðni Sigurðarson, f. 21. júní 1861, voru foreldrar hans þá „hjón búandi í Stafnsholti“. Dó 27. júní s. á. „ , Úngbarn ektaborið frá Stafnsholti, 6 daga“ [Kb. Ein.].

Karl Sigurðsson, f. 5. nóv. 1862, eru foreldrar hans þá „hjón búandi í Stafnsholti“. Dó 29. maí 1866 „ , skilgetið barn frá Stafnsholti, á 4 ári.“ [Kb. Ein.]. Dánarorsakar er ekki getið.

Önnur skyldmenni Sigurðar og Guðnýjar í Stafnsholti:

Helga Jónasdóttir, móðursystir Guðnýjar húsfreyju, er meðal burtvikinna úr Einarsstaðasókn 1864 „ , 62, ekkja,“ frá Stafnsholti að Stórási. En í [Kb. Lund.] er hún sögð koma þ. á. „ , 63, húskona, Holti að Hrappst:seli“. Helga var fædd á Hallbjarnarstöðum, skírð 16. jan. 1802 [Kb. Helgast.prk.], dóttir hjónanna

Jónasar Jónssonar og Steinvarar Þorkelsdóttur, sem búa þar við manntölin 1801 og 1816, og er Helga með þeim þar á manntali síðara manntalsárið. Helga giftist fyrst Grími Þorsteinssyni, sem dó á Úlfsbæ 1. ágúst 1824, en 27. sept. 1825 Jónasi Jónssyni [Kb. Þór.] og bjuggu þau lengi í Heiðarseli, sjá um þau þar. Við lát Jónasar fer Helga 1861 að Daðastöðum. Helga dó 29. des. 1871 „ , ekkja, 70, Torfunesi“ [Kb. Þór.].

Vandalausir í Stafnsholti í búskapartíð Sigurðar og Guðnýjar

1856-59 og 1860-1864:

Jón Guðmundsson kemur með húsbændum sínum frá Stafni og er í sálnaregistri í Stafnsholti í lok áranna 1856 og 1857 „ ,19, vinnuhjú“ [Sál. H Jón var fæddur 2. júlí 1838, voru foreldrar hans Guðmundur Jónsson og Halldóra Jóhannesdóttir, sem þá voru „hion á Fornast: “ [Kb. Hálsþ.], sjá um þau hér litlu neðar. Hann fylgir foreldrum sínum, fer með þeim 1844 að Eyvindará og er á manntali á Hömrum 1850. Við manntalið 1855 er hann „ , 18, Ó, vinnumaður,“ í Stafni á búi Sigurðar og Guðnýjar. Hann er með foreldrum á manntali á Stórulaugum 1860 „ , 23, Ó, sonur þeirra,“. Fer þaðan 1862 „ , 24, vinnum“ „að Tumsu“ [Kb. Ein.], en í [Kb. Múl.] er hans fyrst getið meðal innkominna 1863, og þá að Fagranesi; sagður fara þaðan 1865 „að Halldórsstöðum, Þvs“ [Kb. Múl]. Jón kvæntist 18. nóv. 1872, þá „ýngismaður búandi á Grímshúsum, 34 ára“, Rebekku Pálsdóttur, þá „yngisstúlka bústýra í Grímshúsum, 23 Ára“ [Kb. Múlaprk.], sjá um Rebekku í kafla um Hörgsdal. Þau búa í Miðhvammi við manntalið 1880, en 1890 í Ystahvammi. Jón er á manntali í Austurhaga 1901 og 1910 ásamt konu sinni, einnig 1920 „ , húsmaður, E,“. Hann fer 1925 „ , húsm, 87, frá Austurhaga til Húsavíkur.“ [Kb. Grenj.].

Sigurbjörg Stefánsdóttir kemur með húsbændum sínum frá Stafni, þar sem hún er á manntali 1855 „ , 21, Ó, vinnukona,“ og er í sálnaregistri í Stafnsholti í lok ársins 1856 „ , 22, vinnuhjú“ . Fer þaðan að Kálfaströnd 1857 [Kb. Skú.]. Sigurbjörg var fædd á Vöglum 3. jan. 1835, dóttir Stefáns Hallssonar, sem var „giftur“ og Sigurlaugar Guðmundsdóttur, sem þar var „ógipt hjú“. Hún eignaðist dótturina Guðrúnu Sigurlaugu með Guðna Jónssyni (sjá um hann undir Grjótárgerði og Narfastaðasel). Giftist Sigurði Jónssyni 1. okt. 1868. Sjá nánar um Sigurbjörgu (sem hafði viðurnefnið „mæða“) og hrakningaferil hennar í köflum um Skógarsel, Heiðarsel og Víðasel. Sigurbjörg andaðist 10. okt. 1920 „Ekkja í Höfða, 85 ára, Ellihrumleiki og krabbamein“ [Kb. Mýv.].

Guðbjörg Jónsdóttir kemur 1857 „ , 65, vinnuk., Helluvaði - Stafnsholti“ [Kb. Ein.] og er í sálnaregistri í Stafnsholti í lok ársins 1857 „ , 65“ [Sál. Helg.]. Fer 1858 „ , 65, Vinnuk., Stafnsholti“ [Kb. Ein.], en ekki er sagt hvert hún fer. Hún kemur 1860 frá „Stafnholti að Brenniási“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali þ. á. „ , 68, Ó, vinnukona,“. Fer 1862 „ , 69, gamalmenni, frá Brenniási útí Kinn“ [Kb. Lund.]. Guðbjörg var fædd 28. apríl 1793 á Krossi, dóttir Jóns Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur [Kb. Þór.]. Hún er á manntali með foreldrum á Landamóti 1801 „ , deres datter, 9, ugivt,“, þar sem faðir hennar er „ , tienistekarl, 48,“ hjá Torfa Jónssyni. Er á manntali á Vatnsenda 1816 „ , vinnukona, 22,“. Á manntali á Öxará 1840, á Landamóti 1845 og 1850 í Hriflu, jafnan ógift vinnukona.

Sigurbjörg Stefánsdóttir

Guðmundur Jónsson kemur 1858, þá sagður 54, ásamt konu sinni og syni „ , öll frá Rauðá að Stafnsholti.“ [Kb. Ein.]. Flytur með Sigurði og Guðnýju að Kálfaströnd 1859 [Kb. Skút.], [Kb. Ein.] og þaðan að Rauðá 1860 [Kb. Skút.], en í [Kb. Ein.] eru þau sögð koma þ. á. „ , frá Helluvaði að Stórulaugum“, þar eru þau á manntali þ. á. Guðmundur var fæddur 13. okt. 1806, voru foreldrar hans Jón Halldórsson og Helga Magnúsdóttir á Hóli í Kinn [Kb. Þór.]. Foreldrar hans eru á manntali á Hóli 1801 ásamt tveim börnum sínum, en ekki finn ég þau á manntali 1816, né heldur Guðmund með neinni vissu. En á Sigurðarstöðum eru þá (mars 1815) Helga Magnúsdóttir „ , vinnukona, 58“ og Guðmundur Jónsson „ , niðursetningur“ en engar nánari upplýsingar gefnar, eins og þó var venja. Inn í Þóroddsstaðarprk. kemur 1820 Guðmundur Jónsson, 15, og er ekki gott í að lesa, virðist þó koma frá Arndísarstöðum. Líklega sá Guðmundur, sem fer 1832 „ , 26, vinnumaður, frá Björgum að Veturliðastöðm í Fnióskadal“ [Kb. Þór.], í [Kb. Hálss.] kemur þ. á. Guðmundur Jónsson „ , 26, vinnum, utan úr Kynn að Tungu.“ Á manntali í Nesi 1835 er Guðmundur Jónsson „ , 29, Ó, vinnumaður“. Guðmundur kvæntist 26. sept. 1837, þá „v:m: á Fornastöðum 28 ára“, Halldóru Jóhannesdóttur, sjá hér næst á eftir, sem þá er „v:k. á sama bæ 30 ára“ [Kb. Hálsþ.]. Þau eru á manntali á Fornastöðum 1840 ásamt tveim sonum sínum, þar sem Guðmundur er vinnumaður, en flytja þaðan 1844 ásamt Jóni syni sínum að Eyvindará þar sem þau eru á manntali 1845, þar sem Guðmundur er bóndi, með þeim eru synir þeirra Jón og Guðni. En 1850 eru þau á manntali á Hömrum og 1855 á Helluvaði og fara þaðan 1856 að Rauðá [Kb. Mýv.], er Guðmundur jafnan sagður vinnumaður. Guðmundur og Halldóra eru á manntali á Stórulaugum 1860 ásamt sonum sínum Jóni og Sigurði, er Guðmundur sagður „ , 55, G, bóndi,“. En eftir lát konu sinnar 1862 fer Guðmundur „ , 56, vinnum, frá Stórulaugum í Fnjóskad.“ [Kb. Ein.], en ekki er hann að finna með neinni vissu innkominn í Hálsþing. Þangað kemur að vísu Guðmundur Jónsson 1863 „ , 65, v.m, að Kambsstöðum úr Reykjadal“ en aldur er fjarri lagi. Þar deyr einnig Guðmundur Jónsson 26. des. 1872 „ , Kambstaðir, 61, brjóstveiki“. En Konráð Vilhjálmsson telur það vera annan Guðmund.

Halldóra Jóhannesdóttir kemur 1858 að Stafnsholti með Guðmundi manni sínum hér næst á undan, sögð 51. Fer með honum að Kálfaströnd 1859 og að Rauðá 1860 [Kb. Skút.], en fer líklega að Stórulaugum, sjá hér að ofan hjá Guðmundi. Halldóra er á manntali með foreldrum sínum, Jóhannesi Magnússyni og Guðrúnu Guðmundsdóttur og fjórum systkinum í Glaumbæ 1816 „ , þeirra barn, 8,“ sögð fædd þar, skírð 6. ágúst 1808 [Kb. Helgast.prk.]. Hún fer þaðan með foreldrum og fjórum systkinum 1821 að Grímshúsum [Kb. Ein.]. Halldóra kemur 1829 „ , 29, vinnukona, frá Hialthúsum að Veturliðast:“ [Kb. Hálsþ.]. Hún er vinnukona á Veturliðastöðum við manntalið 1835. Giftist Guðmundi 26. sept. 1837, sjá hjá honum. Halldóra lést 25. júní 1862 „ , gipt kona búlaus á Stórulaugum, 54, Brjóstlandfarsótt“ [Kb. Ein.].

Sigurður Guðmundsson, sonur Guðmundar og Halldóru hér næst á undan, kemur með þeim 1858 að Stafnsholti „ , 5, þeirra son,“. Flytur með foreldrum sínum að Kálfaströnd 1859 og þaðan 1860 að Rauðá [Kb. Skút.], en skv. [Kb. Ein.] að Stórulaugum, þar sem hann er á manntali þ. á. „ , 7, Ó, sonur þeirra,“. Sigurður var fæddur 31. jan. 1854, voru foreldrar hans þá „ , hjón í vinnum í Mársk“ [Kb. Ein.]. Hann fer með móður sinni 1855 frá Hallbjarnarstöðum að Helluvaði [Kb. Ein.] og er með foreldrum á manntali þar þ. á. Við lát móður sinnar 1862 fer Sigurður, ásamt Jóni bróður sínum, „ , 8, piltur,“ frá Stórulaugum að Tumsu [Kb. Ein.]. Ekki finn ég hans getið meðal innkominna í Múlasókn um það leyti. Hann kynni að vera sá Sigurður, sem er í fólkstölu við árslok 1863 „ , ómagi, 9“ í Bakkaseli [Sál. Hálsþ.], en það álit Konráðs

Vilhjálmssonar að hann sé sá sami Sigurður, sem er á manntali á Grenivík 1880, er ekki sannfærandi.

Guðni Guðmundsson, sonur Guðmundar og Halldóru hér að ofan. Þegar foreldrar hans fara 1858 frá Rauðá að Stafnsholti, fer hann að Brennási [Kb. Lund.] og er sagður fara þaðan 1859, en ekki getið hvert. Í [Kb. Skút.] er hann sagður koma 1859 með foreldrum frá Holti að Kálfaströnd og fara þaðan með þeim að Rauðá 1860. En [Kb. Ein.] segir hann koma 1860 með þeim Sigurði og Guðnýju frá Kálfaströnd að Stafnsholti, þar sem hann er á manntali þ. á. „ , 17, Ó, vinnumaður,“. Fer 1861 „ , 17, vinnum,“ frá Stafnsholti að Þóroddsstað [Kb. Ein.]. Guðni var fæddur 31. (svo í kirkjubók!) júní 1844, voru foreldrar hans þá „hión búandi á Eyvindará“ [Kb. Flat.]. Hann er með foreldrum og Jóni bróður sínum á manntali á Eyvindará 1845, en 1850 á Hömrum. Er á manntali í Víðum 1855 „ , 12, Ó, léttadrengur,“ og fer þaðan 1856 „ , 13, ljettadr.,“ að Rauðá [Kb. Ein.]. Eins og áður segir fer Guðni 1861 að Þóroddsstað [Kb. Ein.]. Ekki finnst hann kvæntur, burtvikinn eða dáinn í Þóroddsstaðarsókn til 1880 né á manntali í prestakallinu þ. á. En hann kemur 1890 „ , 44, vmðr, Frá Hrísey að Syðrafjalli“ [Kb. Grenj.] og er þar á manntali þ. á.; telur Konráð Vilhjálmsson það þennan sama Guðna. Fer þaðan 1891 að Héðinshöfða og 1892 „ , vmaðr, 46, Frá Hjeðinshöfða vestur í Eyjafjörð“ [Kb. Hús.] og sýnist frekari leit ekki líkleg til árangurs.

Kristín Jóhannsdóttir kemur 1860 frá Arndísarstöðum að Stafnsholti [Kb. Ein.] og er þar á manntali þ. á „ , 24, Ó, vinnukona,“ (ranglega sögð Jóhannesdóttir). Hún giftist Guðna Þorkelssyni í Laugaseli 12. júlí 1863, er ekki vitað hvenær hún flutti norður yfir Laugagróf. Kristín var fædd 16. apríl 1837, dóttir Jóhanns Ásgrímssonar og Rósu Halldórsdóttur sem þá eru „búandi hjón á Haga“ [Kb. Ness.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali á Hólmavaði 1840, 1845 og 1850, en 1855 er hún vinnukona á Arndísarstöðum. Kristín og Guðni eru „hjón í vinnumennsku“ og „hjón ( . . ) búlaus“ í Laugaseli við fæðingu barna 1863 og 1865. Við lát Þorkels föður Guðna 1866 tóku þau við búsforráðum í Laugaseli, sjá þar. Guðni andaðist 1881 og bjó Kristín áfram til 1882. Hún er á manntali á Hamri 1890 , 53, E, vinnukona,“ en fer þaðan að Bakka á Tjörnesi 1891 [Kb. Þverárs.], [Kb. Hús.]. Kristín andaðist 9. maí 1898 á Fjöllum „ , ekkja Ketilsst., 62 ára, Lungnabólga“ [Kb. Garðss.] og í [Kb. Hús.] er bókað „ , ekkja á Ketilsstöðum, dó á Fjöllum í Kelduhverfi“.

Sigríður Jóakimsdóttir kemur 1861 „ , 17, vinnuk,“ frá Heiðarseli að Stafnsholti [Kb. Ein.]. Er meðal burtvikinna úr Einarsstaðasókn 1863 „ , 18, vinnuk.,“ frá Stafnsholti að Heiðarseli. En í [Kb. Lund.] er hún sögð koma 1863 „ , 20, vinnukona, Stafnsholti að Hrappst:seli“. Sigríður var fædd á Halldórsstöðum í Bárðardal 8. nóv. 1844, dóttir hjónanna Jóakims Björnssonar og Guðfinnu Jósafatsdóttur, sem bjuggu á Halldórsstöðum, Sigurðarstöðum og í Hrappstaðaseli í Bárðardal. Hún er á manntali með foreldrum sínum á Halldórsstöðum 1845 og á Sigurðarstöðum 1850 og 1855, en 1860 er hún vinnukona í Jarlstaðaseli. Sigríður var vinnukona á fleiri heiðanýbýlum, sjá einkum undir Hrappstaðasel, en ekki hef ég fundið að hún hafi verið í Heiðarseli, hygg ég það hugdettu Helgastaðaprests. Sigríður andaðist 11. febr. 1875 „ , frá Hlíðarenda, 30, Úr höfuðveiki“ [Kb. Þór.].

Hallgrímur Kráksson kemur 1862 frá Núpufelli í Eyjafirði að Stafnsholti „ , 18, hennar son,“ þ. e. Rannveigar Þorsteinsdóttur, sem kemur „ , 59, ekkja,“ frá Rauðhúsum í Eyjafirði að Laugaseli [Kb. Ein.]. Hallgrímur fer 1863 frá Stafnsholti að Fornastöðum [Kb. Ein.], en Rannveig fer frá Laugaseli að Vindbelg, sjá um hana í kafla um Laugasel. Hallgrímur var fæddur 10. júlí 1845,

sonur hjónanna Kráks Krákssonar og Rannveigar Þorsteinsdóttur, sem þá eru „hjón búandi í Hraungerði“ [Kb. Grundars.]. Hann er með foreldrum á manntali í Hraungerði í Grundarsókn 1845 og fer með fjölskyldu sinni 1848 að Hofi í Vopnafirði, þar sem faðir hans deyr 11. ágúst þ. á. Kemur 1849 með móður sinni og bræðrum að Gilsbakka í Grundarsókn, þar sem þau eru á manntali 1850. Hallgrímur er á manntali 1855 í Ölvesgerði, þar sem móðir hans er bústýra, en 1860 er hann „ , 16, Ó, léttadrengur,“ í Núpafelli. Hallgrímur fer 1864 „ , v m, frá Fornast að Arndísarst“ [Kb. Hálsþ.] og 1867 „ , 23, vinnumaður, Frá Arndýsarstöðm - Þóroddsstöðum“ [Kb. Þór.], og finn ég ekkert um hann í Þóroddsstaðarsókn eftir það.

Guðrún Jóakimsdóttir kemur 1863 „ , 17, vinnuk,“ frá Sigurðarstöðum að Stafnsholti [Kb. Ein.] og fer meðal burtvikinna úr Einarsstaðasókn 1864 „ , 17., vinnuk,“ frá Stafnsholti að Sigurðarstöðum. Engar bókanir finnast í [Kb. Lund.] um þessa vist. En vafasamt er að hún hafi farið að Sigurðarstöðum, foreldrar hennar búa í Hrappstaðaseli frá 1863, og er Guðrún á fólkstali hjá foreldrum sínum í Hrappstaðaseli við nýár 1864 og 1865, og á Sigurðarstöðum 1863. Guðrún var fædd 9. des. 1845 á Halldórsstöðum í Bárðardal, dóttir hjónanna Jóakims Björnssonar og Guðfinnu Jósafatsdóttur. Hún er með þeim á manntali á Sigurðarstöðum 1850-1860. Hún giftist 10. júlí 1871 Friðrik Jónssyni í Brennási, búa þau þar til 1872, þá eitt ár í Hrappstaðaseli en fara 1873 að Hrappstöðum. Flytja þaðan 1883 í Skógarsel, þar sem þau bjuggu í tæp 40 ár, eða til 1922 er þau fara til dóttur sinnar í Holtakot 1922. Þar dó Guðrún 4. júní 1924 [Skú. bls. 124]. Sjá um hana og börn þeirra Friðriks í köflum um Hrappstaðasel, Brennás og Skógarsel, einnig í [Skú. bls. 124].

1859 - 1860: Helgi Jónsson og Sigurveig Sigurðardóttir

Helgi og Sigurveig eru í sálnaregistri í Stafnsholti við lok ársins 1859, ásamt tveim sonum sínum og vinnuhjúum. Þau eru sögð „hjón sjálfra sín í Stafni“ við fæðingu Jakobs 16. mars 1859 [Kb. Ein.]. Við manntalið 1860 eru þau komin í Víða. Helgi er gjaldandi í Stafnsholti í [MaÞ.] 1860.

Helgi var fæddur 10. jan. 1833 í Máskoti, sonur hjónanna Jóns Jónssonar og Herborgar Helgadóttur, sem þá eru „ , hjón í Márskoti“ [Kb. Ein.], [Skú. bls. 109]. Helgi missti föður sinn ársgamall en móðir hans giftist að nýju Jóni Jósafatssyni og bjuggu þau áfram í Máskoti, en fluttu 1849 að Kálfborgará. Helgi er með móður sinni og stjúpföður á manntali í Máskoti 1835-1845 og á Kálfborgará 1850 og 1855.

Sigurveig var fædd 12. ágúst 1829 á Arnarvatni, dóttir hjónanna Sigurðar Sigurðssonar og Guðrúnar Tómasdóttur, sem þá eru „hjón búandi á Arnarvatni“ [Kb. Mýv.]. Sigurveig er með foreldrum og systkinum á manntali á Arnarvatni 1835, en flutti 1837 með foreldrum og systkinum að Stafni [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1840 og 1850, en 1845 er hún á manntali á Kálfaströnd „ , 17, Ó, vinnukona,“. Fór 1844 „ , 15, v:stúlka, frá Stafni að Mývatni“ [Kb. Ein.] og aftur 1846 „ , 17, vinnukona,“ að Arnarvatni og kom 1849 „ , 20, vinnukona, frá Kálfaströnd að Stafni“ [Kb. Mýv.]. Hún fer 1850 „ , 21, vinnuk.,“ frá Stafni að Eyjardalsá [Kb. Ein.], en er þó á manntali í Stafni þ. á. Kemur 1851 „ , ýngisst., utanlands að Stafni.“ og 1853 „ , 25, yngisst., Hólmum að Stafni.“ og fer 1854 „ , 25, ýngisst.,“ frá Stafni að Einarsstöðum í Reykjahverfi [Kb. Ein.]. Við manntalið 1855 er hún „ , 27, Ó, vinnukona,“ á Kálfborgará.

Helgi og Sigurveig voru gefin saman 10. maí 1857 í Lundarbrekkukirkju, er Helgi þá „vinnumaður á Kálfborgará 24“ en Sigurveig „vinnukona á Kálfborgará 28“ [Kb. Lund.]. Þau fara þ. á. „hjón í húsm., frá Kálfborgará að Stafni“ [Kb. Ein.] og eru þar í sálnaregistri við árslok [Sál. Helg.].

Helgi og Sigurveig eru „hjón búandi í Víðum“ við fæðingu Guðrúnar Herborgar 30. júní 1860 og á manntali þar um haustið. Flytja 1863 að Hallbjarnarstöðum, þar sem þau áttu bæði heima til dauðadags. Sigurveig dó 21. maí 1889 en Helgi 18. okt. 1894 [Skú. bls. 109], sjá um afkomendur þar á bls.109-117 og í [ÆÞ. VIII, bls. 64-115].

Synir Helga og Sigurveigar í Stafnsholti 1859-1860:

Sigtryggur Helgason, er í sálnaregistri með foreldrum í Stafnsholti við lok ársins 1859 og með þeim á manntali í Víðum 1860. Sigtryggur var fæddur 29. sept. 1857, eru foreldrar hans þá „hjón í húsmennsku á Stafni“ [Kb. Ein.]. Hann fer með foreldrum sínum að Hallbjarnarstöðum 1863 og átti þar heima til dauðadags. Kvæntist Helgu Jónsdóttur frá Arndísarstöðum 12. júní 1888 og bjuggu þau á Hallbjarnarstöðum til 1917 er Helga andaðist [NiðJH. bls. 23]. Sigtryggur var kennari, forsöngvari, sýslunefndarmaður og merkisbóndi. Dó 3. maí 1930 á Hallbjarnarstöðum. Sjá um hann og afkomendur í [Skú. bls. 109112], [NiðJH, bls. 23-36] og [ÆÞ. VIII, bls. 64-97].

Jakob Helgason er með foreldrum sínum í sálnaregistri í Stafnsholti við lok ársins 1859 og með þeim á manntali í Víðum 1860. Jakob var fæddur 16. mars 1859 í Stafni [Kb. Ein.]. Hann fer með foreldrum sínum að Hallbjarnarstöðum 1863. Kvæntist 6. júlí 1882Kristjönu Guðfinnu Kristjánsdóttur [Kb. Ein.]. Þau fluttu 1883 frá Hallbjarnarstöum að Hallgilsstöðum í Fnjóskadal [Kb. Ein.] og þaðan til Vesturheims ásamt dóttur sinni 1884 „gipt húshjón, frá Hallgilsstöðum til America“ [Kb. Hálsþ.], [Vfskrá]. Jakob lést í Vesturheimi 7. sept. 1888 [ÆÞ. VIII, bls. 97] með voveiflegum hætti (var myrtur að því er talið var). Sjá um Jakob og afkomendur í [ÆÞ. VIII, bls. 97-98].

Vandalausir í Stafnsholti með Helga og Sigurveigu 1859-1860:

Sigurjón Jónsson er í sálnaregistri í Stafnsholti við árslok 1859 „ , 29., vinnuhjú“ [Sál. Helg.]. Líklega er þetta sá Sigurjón, sem fæddur var 18. ágúst 1831, sonur Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, sem þá voru „hjón búandi í Víðum“ [Kb.Ein.]. Hann er þar með þeim á manntali 1835, 1845 og 1850. Við manntalið 1855 er hann vinnumaður í Narfastaðaseli en 1860 er hann vinnumaður í Máskoti. Sigurjón fer 1870 frá Brettingsstöðum að Fagranesi [Kb. Grenj.]. Hann finnst þó ekki meðal innkominna í Múlasókn þ. á. né burtvikinna 1871. Líklega deyr Sigurjón í Grjótárgerði 3. nóv. 1871 „ , ógiptr vinnumaðr frá Grjótárgerði, 36“ [Kb. Lund.], þó aldurinn komi ekki nákvæmlega heim.

Björg Magnúsdóttir kemur 1859 „ , 14, Ljettastúlka,“ frá Kraunastöðum að Stafnsholti og er þar í sálnaregistri við lok ársins 1859 „ , 14, vinnuhjú“. Hún fer 1860 frá Stafnsholti að Fossseli [Kb. Ein.].Björg var fædd 23. okt. 1846, voru foreldrar hennar Magnús Jónsson og Guðrún Jónsdóttir, sem þá voru „hjón á Hjalla“ [Kb. Ein.]. Hún fer með foreldrum sínum og systkinum 1848 að Syðrafjalli [Kb. Ein.] og er með þeim þar á manntali 1850 og á Kraunastöðum

Sigtryggur Helgason

1855 „ , 9, Ó, barn þeirra,“. Faðir hennar kemur 1860 „ , 50, vinnum, Kálfborgará Fossseli“ [Kb. Helg.] og hún frá Stafnsholti og eru þau þar bæði á manntali þ. á. Björg fer 1861 „ , 15, ljettast.,“ að Kraunastöðum [Kb. Helg.] og er fermd það ár, 1. sd. eftir trinitatis, þá til heimilis á Ytrafjalli, en faðir hennar á Hólkoti en móðir á Kraunastöðum [Kb. Múl.]. Björg fer 1871 „ , 26, vkona, Frá Ytrahóli að Jódysarstöðm“ [Kb. Múl.] og 1875 „ , vinnukona, frá Ytrafjalli að Haldórsstöðum“ [Kb. Grenj.]. Hún er á manntali á Langavatni 1880 og 1890 á Þverá í Reykjahverfi, vinnukona. Á manntali í Sýrnesi 1901 „ , tóskapur, barnfóstur, 54, Ó,“

1864 - 1874: Guðný Árnadóttir

Eins og áður segir, hélt Guðný áfram búskap í Stafnsholti eftir lát manns síns. Fyrirvinna hjá henni var Friðrik Jóhannesson. Þau flytja til Vesturheims 1874 ásamt Sigurði syni Guðnýjar og Karli Friðrik syni þeirra Friðriks [Kb. Ein.], [Vesturf.]. Guðný er ein gjaldandi í Stafnsholti í [MaÞ.] árin 1865-1874. Guðný kemur aftur frá Vesturheimi 1878 „ , 49, húskona, frá Ameríku að Birningsst.“ [Kb. Þverárs.] með Steinvöru systur sinni, sem kemur þangað þ. á frá Tumsu [Kb. Múl.], [Kb. Grenj.] ásamt móður þeirra. Segir í [Ha. HJ.]: „Fór Friðrik frá henni er vestur kom. Kom hún heim til Íslands eftir fá ár og hafði þá misst báða sonu sína.“ Guðný flytur 1879 „ , 47, ráðskon, frá Birningsstöð. í Laxárdal að Hálsi.“ [Kb. Hálss.], þar sem hún er á manntali 1880 „ , 48, E, bústýra,“ hjá sr. Stefáni Árnasyni (afa Davíðs Stefánss. skálds). Hún fer 1883 „ , 51, bústýra, frá Hálsi að Helgastöðum.“ [Kb. Hálss.], þaðan sem hún kemur 1884 „ , Húskona, 53“ „að Garði við Hvk.“ [Kb. Hús.]. Að því er segir í [Ha.HJ.] varð Guðný síðast „kaffisali á Húsavík. Studdi Jakob Hálfdanarson Guðnýju til þess. Hafði hún fóstrað hann í æsku, er hún var vinnukona í Brennási.“ Guðný andaðist 12. apríl 1887 „ , veitingakona í Húsavík, 56 ára, ekkja, dó af lungnabólgu.“ [Kb. Hús.]. Um lát hennar er einnig getið í [JakH. bls. 138-139], þar sem Jakob segir m. a. um Guðnýju „var alkunn lipurleika, dugnaðar- og hreinlætiskona“.

Sonur Guðnýjar og fyrra manns hennar, í Stafnsholti 1864-1874:

Sigurður Sigurðsson, sjá um hann hér ofar, fæddur 27. sept. 1859 á Kálfaströnd [Kb. Skút.], er í Stafnsholti hjá móður sinni þessi ár, fermdur 1874 og fer með henni til Vesturheims þ. á. [Kb. Ein.], [Vesturf.]. Sigurður dó í Vesturheimi, hann var látinn þegar móðir hans kemur aftur til Íslands 1878, sjá hér ofar hjá henni.

Sonur Guðnýjar og Friðriks Jóhannessonar í Stafnsholti:

Karl Friðrik Friðriksson, f. 22. nóv. 1866 í Stafnsholti. „Foreldrar Friðrik Jóhannesson og móðir ekkja Guðný Árnadóttir búandi á Stafnsholti. Faðirinn er giptur, kona hans er til vistar á Halldórsstöðum í Laxárdal.“ [Kb. Ein.]. Karl Friðrik fer með foreldrum sínum til Vesturheims frá Stafnsholti 1874 [Kb. Ein.], [Vesturf.], þar sem ranglega er gefið í skyn, „son hs.“, að hann sé ekki sonur Guðnýjar. Látinn þegar móðir hans kemur aftur til Íslands 1878, sjá hér ofar hjá henni.

Barnsfaðir Guðnýjar í Stafnsholti 1864(?) - 1874:

Friðrik Jóhannesson er sagður „fyrirvinna“ hjá Guðnýju, þegar þau fara til Vesturheims 1874. Ekki hef ég fundið, hvenær hann fer í Stafnsholt, en hann eignast soninn Karl Friðrik með Guðnýju 1866. Friðrik var sonur hjónanna Jóhannesar Oddssonar og Guðnýjar Kristjánsdóttur, sem bjuggu á Tjörn, Ytrafjalli, Fljótsbakka, Stórulaugum o. v., f. 24. maí 1832 í Garði í Fnjóskadal [Kb. Drafl.]. Friðrik kvæntist Sólveigu Benediktsdóttur frá Barnafelli 12. júní 1855 [Kb. Þór.] og kemur þaðan að Fljótsbakka 1857 með fjölskyldu og er þar við fæðingu dóttur sinnar 1859. Þau eru á manntali á Fljótsbakka 1860, en þau hjónin flytja í Rauðuskriðu 1862 ásamt Friðriku Sigríði. Skv. [Kb. Ein.] kemur Friðrik aftur að Fljótsbakka 1863, en Sólveigar konu hans og Friðriku Sigr. er þar ekki getið. En skv. [Kb. Múl.] fara þau öll þrjú að Fljótsbakka 1863.Sólveig Benediktsdóttir, kona Friðriks, flytur frá Einarsstöðum að Halldórsstöðum í Laxárdal 1866 [Kb. Grenj.], en fer að Litlulaugum 1868 [Kb. Ein.]. Hún er á manntali á Narfastöðum 1880, „ , 46, S,“ sögð fædd í Ljósavatnssókn. Þau hjón mæta hjá sýslumanni, Lárusi E. Sveinbjörnssyni, í Múla 25. sept. 1873 „ . . . til þess; að jeg reyndi til að tala milli þeirra og fá þau til framvegis að búa saman.“ [Dómsmálabók Þingeyjarsýslu V. C. nr. 16, 1870-1881, bls. 238]. Þau Friðrik og Sólveig (hún þá á Narfastöðum) sýndu vottorð hlutaðeigandi sóknarprests um árangurslausa sáttatilraun. Tilraun sýslumanns bar heldur ekki árangur „ . . . , og er því sameiginleg ósk þeirra að sækja um leyfi til að slíta hjónabandinu.“ - Ekki er mér kunnugt um niðurstöðu þess (sbr. þó manntal 1880) og engin merki finn ég um að Guðný og Friðrik hafi nokkru sinni gengið í hjónaband, þó annað sé gefið í skyn í [ÆÞ. VIII, bls. 30], enda benda afdrif hennar í Ameríku ekki til þess. Jóhann Tryggvi, sonur þeirra hjóna, kemur með þeim að Fljótsbakka 1857, virðist vera alinn upp hjá foreldrum Friðriks, er fermdur frá Stórulaugum 21. maí 1871 og eru afi hans og amma þá forsjármenn hans. Með þeim flytur hann að Haga í Vopnafirði sama ár, en þaðan fer hann 1874 „ , 16, frá Haga - norður.“ [Kb. Hofss.]. Hans er ekki getið í [Kb. Ein.] þegar faðir hans fer til Vesturheims frá Stafnsholti, en er sagður fara með þeim í [Vfskrá]. Sjá einnig um Jóhann Tryggva í [Saga Ísl., bls.321]. Friðrik lést 30. júlí 1913 [Væv. IV, bls. 100]. Sjá einnig í [Saga Ísl., bls. 203-204] um Friðrik og síðari konu hans. Systir Friðriks var Jóhanna, sú sem fræg varð af kynnum sínum við Kristján Jónsson Fjallaskáld. Jóhanna kemur að Fljótsbakka 1857, telja sumir að þar hafi hún kynnst Kristjáni, þar var ferjustaður yfir Skjálfandafljót.

Annað skyldulið Guðnýjar í Stafnsholti 1864-1874:

Sigurlaug Jónasdóttir, móðir Guðnýjar húsfreyju, kemur 1868 „ , 70, ekkja,“ frá „Sænætaseli (svo) í Hofteigssókn að Stafnshollti“ [Kb. Ein.]. Sigurlaug var fædd 14. mars 1798 [ÆÞ. VIII, bls. 29], dóttir hjónannna Jónasar Jónssonar og Steinvarar Þórkelsdóttur. Við skírnina 15. mars s. á. voru foreldrar Sigurlaugar „hjón á Hallbjarnarstöðum“ [Kb. Helgast.prk.]. Sigurlaug er með foreldrum sínum á manntali á Hallbjarnarstöðum 1801; einnig 1816 „ , þeirra barn, 19,“. Sigurlaug fer 1820 „ , 23, vinnukona, frá Hallbjarnrstöðum í Reikiadal að Vindbelg“ [Kb. Mýv.]. Hún giftist þar 29. sept. s. á. Árna Sigmundssyni „frá Vindbelg 34 ára“. Árni og Sigurlaug búa í Vindbelg við manntölin 1835 og 1840 með dætrum sínum, en synir þeirra dóu í bernsku, sjá [ÆÞ. VIII, bls. 29]. Árni andaðist 6. febr. 1841 „ , bóndi að Vindbelg., 55 ára, taksótt, bar með sier holdsveiki í 10 ár.“ [Kb. Skút.]. Sigurlaug reynir að halda áfram búskap í

Vindbelg, virðist það gerast með þeim hætti að Steinvör elsta dóttir hennar, þá tvítug, giftist 28. sept. 1841 Gísla Gíslasyni hér næst á eftir, sem kemur 1841 „ , 30, til giptingar frá Vöglum að Vindbelg“ [Kb. Mýv.]. Er Sigurlaug á manntali í Vindbelg 1845 „ , 48, E, húsmóðir,“ og er Gísli þar „ , 35, G, fyrirvinna“ og Steinvör „ , 25, G, hans kona,“. En Guðný er þá á Gautlöndum en Kristín í Heiðarseli. En skömm reynist sú tilhögun og 1847 fer Sigurlaug „ , 49, Eckja, frá Vindbelg að Litlulaugum“[Kb. Skút.], [Kb. Ein.]; fer Guðný þá frá Vindbelg að Einarsstöðum. Sigurlaug er á manntali á Hamri 1850 „ , 52, E, vinnukona,“. Hún er á manntali í Hólsseli hjá Kristínu dóttur sinni og manni hennar 1855 „ , 57, E, tengdamóðir bóndans,“ og 1860 „ , 63, E, móðir konunnar,“. Sigurlaug fer 1864 „ , 67, vkona, frá Ási á Fjöllum að Sænautaseli“ [Kb. Hoft.], [Kb. Skinn.], en Kristín dóttir hennar flutti þangað 1867 frá Austaralandi með manni sínum og börnum [Kb. Skinn.]. Sigurlaug fer 1878, ásamt Steinvöru dóttur sinni „ , frá Tumsu að Byrnustöðum“ [Kb. Múl.], [Kb. Grenj.]. Dó þar 19. mars 1879 „ , ekkja frá Birnust., 81 ára“ [Kb. Grenj.].

Gísli Gíslason, mágur Guðnýjar húsfreyju, kemur 1871, 61, frá Grímsstöðum á Fjöllum að Stafnsholti ásamt konu sinni hér næst á eftir [Kb. Ein.]. Gísli var fæddur 20. apríl 1811, voru foreldrar hans „Gísli Þorsteinsson og Guðrún Kjartansdóttir, Brecku, Egtabarn“ [Kb. Saurb.]. Hann er á manntali á Hálsi í sömu sókn 1816 „ , niðurseta, 6,“ en foreldrar hans eru þá með stóran barnahóp á manntali á Kolgrímastöðum (kunnuglegt munstur, sbr. t. d. Þóreyju Jónsd. í Narfastaðaseli). Gísli fer 1825 „ , 14, léttadréngr, frá Kolgrímast. að Munkaþvá“ [Kb. Saurb.], en ekki finn ég hans þá getið í [Kb. Munk.]. Hann er á manntali á Vöglum 1840 „ , 30, Ó, vinnumaður“ en ekki finn ég hann innkominnn í Hálsþing frá 1825. Eins og segir hjá Sigurlaugu hér næst á undan, kvæntist Gísli Steinvöru Árnadóttur 28. sept. 1841, eru þau á manntali í Vindbelg 1845, þar sem Gísli er fyrirvinna hjá Sigurlaugu. En 1850 eru Gísli og Steinvör á Grímsstöðum við Mývatn, er Gísli vinnumaður hjá Sigurði og Kristínu. Gísli og Steinvör koma 1855 „ , frá Grímstöðum að Möðrudal“ [Kb. Hoft.] og eru þar á manntali 1855, bæði í vinnumennsku, en 1860 er Gísli bóndi á 2. býli á Rangalóni (í Brúarsókn) og Steinvör þar með honum „ , 40, G, kona hans,“. Þau finn ég ekki burtvikin úr Hofteigss. til 1871, enda er kirkjubókin frá þeim tíma lítið augnayndi. Þau koma 1870 „ , Frá Sænautaseli að Grímsstöðum“ á Fjöllum [Kb. Skinn.] og fara 1871, Gísli „ , 60, vmaðr, frá Grímstöðum til Helgast. hr.“ en Steinvör „ , 50, kona hs, frá Nýabæ að Möðrudal“ [Kb. Skinn.]. Gísli deyr 6. okt. 1875 „frá Fótaskinni, bóndi, 65.“ [Kb. Múl.].

Steinvör Árnadóttir, systir Guðnýjar húsfreyju, kemur með Gísla manni sínum hér næst á undan að Stafnsholti 1871[Kb. Ein.].Steinvör var fædd 22. júlí 1821, dóttir Árna Sigmundssonar og Sigurlaugar hér ofar, þá „hión í Vindbelg“ [Kb. Mýv.]. Hún er með foreldrum sínum og systrum þar á manntali 1835 og 1840, og með Gísla manni sínum ogmóðursinni 1845. Sjá um giftingu og ferilhennar hjá honum. Steinvör fer 1878 ásamt móður sinni „ , 57, húsmóðir, frá Tumsu að Byrnustöðum“ [Kb. Múlaþ] („ , 59, ekkja bús., frá Tumsu að Birnustöðum“ [Kb. Grenj.]); gæti bókunin í Grenjaðarstaðabókinni bent til þess að hún hafi verið bústýra hjá Kristjáni V. Guðnasyni, sem fer s. á. einnig frá Tumsu að Birnustöðum. Steinvör fer 1879 „ , 58, próv. kona, Birnust. að Litlulaugum“ [Kb. Grenj.]; þar er Steinvör á manntali 1880 „ , 59, E, próventukona,“ hjá Kristjáni Vilhjálmi og Guðnýju. Steinvör dó 18. okt. 1885 „ , ekkja frá Litlulaugum, 64 ár, Jörðuð við Múlakirkju eptir ósk hennar“ [Kb. Ein.].

Vandalausir í búskapartíð Guðnýjar í Stafnsholti 1864 - 1874:

Friðrika Sigríður Friðriksdóttir, dóttir Friðriks hér næst á undan og konu hans Sólveigar Benediktsdóttur, kemur líklega með föður sínum að Stafnsholti. Deyr þar deyr 29. maí 1866 „skilgetið barn í Stafnsholti, 7 ára, barnaveiki og slímsótt“ [Kb. Ein.]. Friðrika Sigríður var fædd 25. júlí 1859, eru foreldrar hennar þá „hjón búandi á Fljótsbakka“ [Kb. Ein.].

Björn Björnsson kemur inn í Einarsstaðasókn frá Presthvammi þegar 1862, skv. [Kb. Grenj.] „ , 7, á hrepp,“ að Litlulaugum, en skv. [Kb. Ein.] fer hann með Valgerði systur sinni „ , 7, tökubarn, frá Presthvammi að Stafni“ . Hvenær hann fer í Stafnsholt er mér ókunnugt, en fermdur er hann þaðan 21. maí 1871. Forsvarsmaður er þá: „Húsmóðir hans ekkja Guðný Árnadóttir, búandi á Stafnsholti, hreppsbarn.“ [Kb. Ein.]. Hann fer úr Stafnsholti 1872 „ , 17, vinnum.“ að Hamri í Laxárdal [Kb. Ein.]. Björn var fæddur í ágúst 1856 í Presthvammi, sonur hjónanna Björns Björnssonar og Bóthildar Jónsdóttur. Björn er í [ÆÞ. VII, bls. 311] talinn fæddur 3. ágúst, en í [Kb. Grenj.] sýnist 3. vera raðtala í næsta dálki fyrir framan fæðingardaginn (þ. e. 3. fædda barn í sókninni þ. á.). Við fermingu Björns frá Einarsstaðakirkju 1871 er hann sagður fæddur 21. ágúst 1856, en skírður var hann 24. ágúst 1856 í messu [Kb. Grenj.]. Björn fer 1874 „ , 17, ljettapiltur, frá Hamri að Helluvaði“ [Kb. Mýv.]. Fer 1879 „ , 24, vmaðr“ úr Mývatnssveit að Einarsstöðum (líkl. með Meth. Magn.) og fer þaðan 1880 að Grænavatni [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.] og er þar á manntali þ. á.; er konuefni hans þar þá einnig.Björn kvæntist 13. maí 1882, þá „vinnumaður á Grænavatni 27 ára“, Sigurveigu Matthildi Jónsdóttur, sem þá er „vinnukona Grænavatni 22 ára“ [Kb. Mýv.]. Þau flytja 1883 að Einarsstöðum [Kb. Ein.]. Við manntalið 1890 eru þau hjónin með þrem börnum á manntali í Glaumbæ, þar sem Björn er vinnumaður hjá Jóni Pálssyni tengdaföður sínum. Við manntalið 1901 er Björn bóndi í Glaumbæ, eru þá fjögur börn þeirra hjá þeim hjónum, en Karl Sigurður er farinn að heiman. Þau flytja 1902 frá Glaumbæ að Fagranesi með þrem börnum, en Páll sonur þeirra fer þá að Húsavík [Kb. Ein.]. Björn og Sigurveig Matthildur flytja 1908 með syni sína Pál og Benedikt „Frá Fagranesi í Tröllakot“ [Kb. Hús.]. Þau eru í Héðinsvík á manntali 1910 með Benedikt. Flytja 1913 með Benedikt „frá Héðinsvík í Tungu í Axarfirði“ [Kb. Hús.] og eru þau „ , húsmaður,“ og „ , húskona,“ í Hafrafellstungu hjá Karli Sigurði syni sínum og Sigurveigu konu hans við manntalið 1920. Sjá nánar um Björn í [ÆÞ. VII, bls. 311-312] og um afkomendur í sömu bók bls. 311-332. Hann andaðist í Hafrafellstungu 28. nóv. 1930.

Arnþrúður Karlsdóttir, sonardóttir Björns, hefur sagt mér að afi hennar hafi verið tekinn í fóstur af Guðnýju í Holti þegar faðir hans dó 1864. Hafði hann metið fóstru sína mikils og verið hlýtt til hennar. Friðriks gat hann að engu, áleit Arnþrúður að þeim hefði ekki komið vel saman.

Guðný Kristjánsdóttir fer 1865 „ , 17., vinnuk,“ frá Stafnsholti [Kb. Ein.]. Ekki getið hvert. Líklega er þetta sú Guðný Sigríður, sem var fædd 3. jan. 1848 „skírð heima 10. Januar að Hofstöðum“, voru foreldrar hennar Kristján Stefánsson og Jóhanna Jónsdóttir „hjón, nú vinnuhiu“ [Kb. Reykj.]. Þau eru sögð fara með hana s. á „ , á 1ta ári, þra dóttir, frá Grímstöðm að Reikjum“ [Kb. Reykj.], er fæðingarstaðurinn því nokkuð óviss. Guðný er með foreldrum

sínum á manntali á Stóru-Reykjum 1850 og 1855 í Grímshúsum, en við manntalið 1860 er hún „ , 13, Ó, léttastúlka,“ í Hólsgerði. Kemur 1861 „ , 13, á hrepp, frá Hólsgerði - Narfastöðm“ og þaðan er hún fermd 29. maí 1862 [Kb. Ein.]. Ekki hef ég fundið hvað varð um Guðnýju þegar hún fór frá Stafnsholti, enda erfitt um vik, þegar ekki er sagt hvert hún fer frá Stafnsholti. Ekki finnst hún innkomin 1865 í Mývatnsþing, Lundarbrekku-, Þóroddsstaðar- eða Grenjaðarstaðarsóknir 1865.

Guðrún Grímsdóttir fer 1868 frá Stafnsholti að Brennási [Kb. Lund.], kemur líklega frá Laugaseli, sjá um hana þar. Guðrún var fædd 15. okt. 1848 á Bjarnastöðum í Öxarfirði, dóttir Gríms Grímssonar og k. h. Sigríðar Ingiríðardóttur [ÆÞ. I, bls. 375], (í [Kb. Skinn.] sýnist mér ritað um foreldra: „Grímur Grímsson Sigríður Nóa Dóttir vinnuhjón á Bjarnastöðum“). Hún kemur 1857 „ , 9, tökubarn, frá Kraunastöðm að Laugaseli“ [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1860 „ , 12, Ó, tökubarn,“. Guðrún, þá í Laugaseli, var fermd á Einarsstöðum 31. maí 1863 „ , móðirin ekkja á lífi, faðirinn dáinn. - Kann stórt og smátt, kann vel, skilur sæmilega les eins, siðferðisgóð“ [Kb. Ein.].Í Brennási eignaðist Guðrún soninn Sigtrygg með Þorsteini Þorsteinssyni, sjá nánar í [ÆÞ. I, bls. 375]. Hún fór til Vesturheims 1892 með Birni manni sínum og þrem börnum þeirra, 7, 4 og 1 árs og tveim börnum hans frá Hróaldsstöðum í Vopnafirði [Vfskrá]. Dó í Vesturheimi 13. maí 1934. Sjá einnig um foreldra Guðrúnar í [ÆÞ. IV, bls. 242-243].

Sigríður Gunnlaugsdóttir fer 1869 „ , 41, ógift vinnuk,“ frá „Stafnsholti í Kjeflavík.“ [Kb. Ein.], [Kb. Þöngl.]. Sigríður var fædd 30. júní 1830, voru foreldrar hennar Gunnlaugur Kristjánsson og Kristín Kristjánsdóttir, sem þá voru „hjón og vinnuhjú í Qvigindisdal“ [Kb. Ein.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali á Hömrum 1835 og í Glaumbæjarseli 1840 með tveim bræðrum, en 1845 á Ytrafjalli með foreldrum og þrem systkinum. Þar búa foreldrar hennar við manntalið 1850, en Sigríður er þá „ , 20, Ó, vinnukona,“ í Nesi. Þaðan fer hún 1854 að Hólum í Reykjadal [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1855 „ 26, Ó, vinnukona,“ en 1860 á Litlulaugum. Sigríður kemur 1862 „ , 35, vinnukona, frá Stórulaugum að Brettingstöðum“ [Kb. Grenj.]. Hún eignaðist þar soninn Albert 12. júlí 1863, voru „Friðfinnur Þorkelsson, á Laugaseli ógiptur og Sigríður Gunnlaugsdóttir ógipt vinnukona á Brettingsstöðum“ foreldrar hans [Kb. Grenj.]. Albert dó í Laugaseli 23. mars 1865 „ , óskilgetið barn í Laugaseli, á 2ru ári, barnaveiki“ [Kb. Ein.]. Sigríður fer 1865 „ , 37, vinnukona, Brettingsst. Hallbjarnast“ [Kb. Ein.]. Sigríður lést 5. júní 1877 „ , húkona á Botni., 47“ [Kb. Þöngl.].

Anna Jónsdóttir kemur 1869 „ , 19, vinnukona, frá Stórási að Stafnshollti“. Hún fer þaðan 1871 að Gautlöndum [Kb. Ein.]. Anna var fædd í Kasthvammi 22. febr. 1851, dóttir hjónanna Jóns Finnbogasonar og Helgu Sveinbjarnardóttur [Kb. Grenj.]. Hún er með foreldrum á manntali á Daðastöðum 1855 og 1860 í Lásgerði. Kemur 1868 „ , 18, vinnukona“ frá Narfastöðum að Stórási og fer þaðan 1869 að Stafnsholti [Kb. Lund.]. Anna kemur 1875 „ , 24, vinnuk., frá Gautlöndum að Bjarnastöðum“ [Kb. Lund.]. Hún giftist Sigurði Guðmundssyni 12. okt. 1878, þá bæði vinnuhjú í Svartárkoti [Kb. Lund.] og eru þau þar á manntali 1880. Þau búa í Stórási 1881-1883, og í Grjótárgerði 18871888 á móti Sigfúsi og Sigríði, sjá þar. Þau flytja 1889 frá Víðirkeri að Hofstöðum [Kb. Lund.] og er Sigurður þar á manntali 1890, er Anna þar einnig á viðaukaskrá B „ , 39, G, sjálfrar sín,“ dvalarstaður um stundarsakir Hörgsdalur. Þau eru í húsmennsku í Garði við manntalið 1901, en eru 1910 á Geirastöðum. Við manntalið 1920 er Anna „ , húskona, E,“ á Hofstöðum.

Kristján Vilhjálmur Guðnason kemur 1872 „ , 21., vinnum. Kom að Stafnsholti úr Fnjóskad“ og fer 1873 „ , 22, vmaðr,“ frá Stafnsholti að Múla [Kb. Ein]. Kristján Vilhjálmur var fæddur 24. maí 1851, voru foreldrar hans „Guðni Sigurðsson Björg Grímsdóttir hjón búandi Tungugérði“ [Kb. Hús.]. Ekki finn ég Kristján né foreldra hans burtvikin úr þeirri sókn, en hann er á manntali með foreldrum sínum og tveim systkinum í Heiðarmúla (Svalbarðss.) 1855 „ , 5, Ó, barn þeirra,“ en þangað koma þau 1854 frá Leifsstöðum [Kb. Svalb.]. Þau fara frá Heiðarmúla 1857 „að Húsavík á Tjörnesi“ [Kb. Svalb.] og eru á manntali í Braut, þurrabúð, á Húsavík 1860; er Kristján Vilhjálmur þar ásamt tveim systkinum sínum „ , 8, Ó, þeirra barn,“. Kristján kemur 1870 „ , 19, vm, að Skógum frá Húsavík“ og fer 1872 „ , 20, vm, frá Skógum að Holti í heiðinni“ [Kb. Hálsþ.]. Kristján kemur 1878 „ , 27, vm., frá Tumsu að Birnustöðum“ [Kb. Grenj.], með honum eru í slagtogi þær mæðgur Sigurlaug og Steinvör frá Vindbelg, sjá hér nokkru ofar, og Herborg Jónsdóttir „19, vk.“ Verið gæti þó, að faðir hans hafi verið þar fyrir, því hann fer með þeim að Litlulaugum 1879, og móðir Kristjáns deyr 13. júní 1876 „ , gipt kona frá Birnustöðum, 69, ára, Dó úr lungnabólgu, engra meðala leitað“ [Kb. Grenj.]. Kristján, Guðni og Steinvör flytja 1879 að Litlulaugum [Kb. Grenj.] og þar kvæntist Kristján 14. okt. 1879, þá „bóndi á Litlulaugum, 28 ára“, Guðnýju Jósepsdóttur „bústýra hans, 32 ára.“ [Kb. Ein.] og eru þau þar á manntali 1880. Við manntalið 1890 búa þau á Fljótsbakka, er Guðni faðir Kristjáns þá hjá þeim.

1874 – 1883 og 1884 - 1885: Jón Gottskálksson og Nýbjörg

Jónsdóttir (eldri)

Jón og Nýbjörg koma „af Svalbarðsströnd að Stafnsh.“ 1874 ásamt tveim dætrum og tveim léttadrengjum [Kb. Ein.] og eru þar á manntali 1880 (Stafnsholt, hjáleiga). Þau flytja að Vatnsenda 1885 [Kb. Ein.]. Jón er gjaldandi þinggjalda í Stafnsholti í [MaÞ.] 1875-1883 og 1885; með honum er getið Sigurjóns Björnssonar á skrá yfir búlausa 1881 og Guðna Guðmundssonar á skrá yfir vinnumenn 1882, einnig 1883 neðan við skrá um húsmenn og vinnumenn. Þorlákur Stefánsson er bóndi í Stafnsholti í [MaÞ.] 1884.

Jón var fæddur 21. nóv. 1806 á Æsustöðum, sonur Gottskálks Ólafssonar og Sigríðar Hallgrímsdóttur [Kb. Grundar- og Möðruvallasókna.]. Hann er með foreldrum og sex systkinum á manntali á Garðsá 1816 „ , þeirra barn, 9“. Hann kemur 1819 „ , 12, Léttadrengur, frá Garðsá að Sigtúnum“ [Kb. Munk.] og fer 1822 „ , 16, vinnumaður“ með systur sinni og mági „frá Sigtúnum ( . . ) að Garðsá“ [Kb. Kaup.], [Kb. Munk.].

Jón kvæntist 8. okt. 1828, þá „vinnumaður á Litla Eyrarlandi, 21 árs“, Guðrúnu Hallgrímsdóttur, sem þá var „vinnukona á Litla Eyrarlandi 28 ára“ [Kb. Kaup.]. Þau flytja 1831 (Jón „ , 24, bóndi,“) frá Litla Eyrarlandi að Helgárseli [Kb. Kaup.], [Kb. Munk.] með tvo syni sína. Jón og Guðrún búa í Helgárseli með börnum sínum við manntölin 1835 og 1840. Guðrún andaðist 14. ágúst 1842 „ , búandi, gift kona á Helgárseli, 43ia Ára“ [Kb. Munk.]. Jón kvæntist aftur 9. okt. 1843, þá „37 ára, búandi Ekkjumaður á Helgárseli“, Nýbjörgu Jónsdóttur, sem þá er „37 Ára bústýra og Ekkja á Helgárseli“ [Kb. Munk.].

Nýbjörg var fædd 23. apríl 1807 að Hornbrekku á Höfðaströnd, dóttir hjónannna Jóns Hallgrímssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, sjá [Ný. bls. 101-102]. Ferill Nýbjargar er nokkuð rakinn í [Ný. bls. 101-107]. Hún giftist Sigurði

Guðmundssyni 14. okt. 1828 [Ný. bls. 103], en hann lést 1839. Hún giftist Jóni eins og áður segir 9. okt. 1843. Jón og Nýbjörg búa í Helgárseli við manntölin 1845, 1850, 1855 og 1860, eru sum börn Jóns af fyrra hjónabandi þar hjá þeim, svo og þeirra börn. Þau hjónin flytja 1871 frá Helgárseli að Hallanda [Kb. Munk.], fer Nýbjörg Jónsdóttir (yngri) með þeim þangað „ , 20, dóttir bóndans“ og Guðrún dóttir þeirra „ , 27, ekkja“.

Jón og Nýbjörg eru á manntali á Vatnsenda 1890 hjá Guðrúnu dóttur þeirra og síðari manni hennar, og er þess getið í athugasemd um Jón að hann sé blindur. Nýbjörg andaðist 24. febr. 1892 „ , kona á Vatnsenda, 86., ellilasleiki“ og Jón 1. febr. 1893 „ , faðir konu bónda á Vatnsenda, 86 ára, Vatnssótt.“ [Kb. Þór.].

Dætur Jóns og Nýbjargar í Stafnsholti:

Sigurlaug Jónsdóttir kemur með foreldrum sínum af Svalbarðsströnd að Stafnsholti 1874, og er þar á manntali 1880. Hún flytur 1885 frá Stafnsholti að Þóroddsstað, þangað sem systir hennar og mágur eru áður komin, ásamt með Ásgeiri Þorlákssyni, 3, systursyni sínum [Kb. Ein.]. Sigurlaug var fædd 5. okt. 1845, voru foreldrar hennar þá „búandi hjón á Helgárseli“ [Kb. Munk.]. Hún er á manntali hjá foreldrum í Helgárseli 1850, 1855 og 1860. Hún er vinnukona í Narfastaðaseli 1867-1868 hjá Elísabet hálfsystur sinni, sjá þar. Þegar foreldrar Sigurlaugar flytja að Hallanda 1871, fer Sigurlaug til Akureyrar [Kb. Munk.], en kemur 1874 með foreldrum sínum „ , 29, dætur þra, af Svalbarðsströnd að Stafnsh.“ [Kb. Ein.]. Þegar foreldrar Sigurlaugar fara frá Stafnsholti að Vatnsenda 1885, fer hún frá Stafnsholti „ , 40, vinnukona“ að Þóroddsstað til Nýbjargar systur sinnar, með henni fer Ásgeir Þorláksson „ , 3, barn,“ sonur Nýbjargar [Kb. Ein.]. Hún fer 1886 „ , vinnukonur, 41, frá Þóroddsstað að Saltvík“ [Kb. Hús.] og er á manntali hjá systur sinni og mági á Ísólfsstöðum 1890 „ , 45, Ó, vinnukona,“. Hún fer 1892 „ , vkona, 36, Frá Íshólsstöðum að Vatnsenda“ [Kb. Hús.], fer þaðan 1896 að Geldingsá og kemur þaðan aftur að Vatnsenda 1898 [Kb. Svalb. (Glæs.)], er Ásgeir systursonur hennar þá með henni. Hún er á manntali á Vatnsenda hjá mági sínum og systur 1901 „ , hjú þeirra, 56,“ þar er hún einnig við manntalið 1910 „HUKO“ = húskona. (Dó 14. maí 1911, BJ. 13. 1. 2006)

Nýbjörg Jónsdóttir kemur með föður sínum af Svalbarðsströnd að Stafnsholti 1874 og er þar á manntali 1880 „ , 29, Ó,“. Hún giftist Þorláki Stefánssyni 1. maí 1883 [Kb. Ein.]. Sjá um hana hér nokkru neðar, þegar hún verður húsfreyja í Stafnsholti.

Annað skyldulið Jóns og Nýbjargar í Stafnsholti 1874-1885:

Þorlákur Stefánsson kemur 1882 „ , 31, vinnum, frá Garðsá í Kaupangssókn að Stafnsholti“ ásamt Sigríði móður sinni [Kb. Ein.]. Kvænist Nýbjörgu Jónsdóttur, sjá hér ofar, 1. maí 1883 [Kb. Ein.] og flytur ásamt henni, Jóni syni sínum og Sigríði móður sinni að Þóroddstað 1884. Hann er bóndi í Stafnsholti 1883-1884, sjá hér neðar.

Ásgeir Þorláksson, f. 24. nóv. 1882 í Stafnsholti, sonur Þorláks hér næst á undan og Nýbjargar Jónsdóttur yngri, sem síðar varð kona hans [Kb. Ein.]. Sjá um hann hér neðar meðal barna Þorláks og Nýbjargar.

Jón Þorláksson, f. 16. mars 1884 í Stafnsholti, sonur Þorláks Stefánssonar og Nýbjargar Jónsdóttur, sem þá voru „hjón búandi í Stafnsholti“ [Kb. Ein.], sjá hér ofar. Sjá um Jón hér neðar meðal barna þeirra hjóna.

Sigríður Þorláksdóttir, systurdóttir Jóns bónda og móðir Þorláks Stefánssonar hér að ofan, kemur með honum frá Garðsá að Stafnsholti 1882 „ , 63, móðir hs,“ og flytur með honum að Þóroddsstað 1884 [Kb. Ein.]. Sigríður var fædd 7. nóv. 1819, voru foreldrar hennar Þorlákur Halldórsson bóndi í Sigtúnum og Guðný Gottskálksdóttir kona hans [Kb. Munk.]. Sigríður fer með foreldrum sínum 1822 frá Sigtúnum að Garðsá [Kb. Munk.] og er með foreldrum sínum og fimm systkinum á manntali á Öngulstöðum 1835; þar eru foreldrar hennar og systkini einnig á manntali 1840. Sigríður giftist 5. okt. 1839, þá „20 Ára bóndadóttir á Aungulstöðum“, Stefáni Kristjánssyni, sem þá er „24gra Ára söðlasmiður á Aungulstöðum“ [Kb. Munk.]. Þau eru á manntali á Kambi 1840 ásamt Kristjáni elsta syni þeirra, en 1845 á Uppsölum með þrem sonum. Við manntalið 1850 eru þau á Öngulstöðum, þar sem Stefán er „ , 35, G, húsmaður, lifir af grasnyt, söðlasmiður,“ en Sigríður „ , 30, G, kona hans, húskona,“ ásamt tveim börnum. Þau flytja þaðan 1851 að Ytrahóli eins og segir hjá Þorláki, en ekki er þeirra getið meðal innkominna í Kaupangssókn. Þau flytja 1854 með fjórum börnum sínum að Steðja í Möðruv.kl.sókn [Kb. Kaup.] og eru þar á manntali 1855, en flytja þaðan 1859 að Ytriskjaldarvík [Kb. Möðruv.kl.s.], [Kb. Glæs.], þar sem þau eru á manntali 1860 með fimm börnum sínum. Þau Stefán og Sigríður koma 1861 frá Ytriskjaldarvík í Kaupangssókn, fer Stefán „ , 47, vinnumaður“ að Gröf ásamt börnunum Sigríði og Þorláki, en Sigríður fer „ , 42, vinnukona“ að Syðrivarðgjá [Kb. Kaup.] ásamt Kristjáni, sem er „ , 21, vinnumaður“, og Guðnýju „ , 5, tökubarn“. Sefán lést 27. júní 1865 „ , giptur húsmaður á Ytrivarðgjá., 51.“ [Kb. Kaup.]. Þaðan er Þorlákur fermdur 1866, sjá hjá honum. Sigríður er á manntali á Garðsá 1880 „ , 61, E, húskona,“ og fer með Þorláki þaðan að Stafnsholti eins og áður segir. Hún kemur 1886 „ , móðir bónda, 67., frá Hjaltadal í Fnjóskadal að Saltvík“ [Kb. Hús.] og er á manntali á Ísólfsstöðum 1890 „ , 70, E, móðir bóndans,“. Við lát Þorláks 1894 fer Sigríður „ , göm. kona, 75., frá Ísólfsstöðum Tjörnesi - Mþverá“ [Kb. Grundarþ.]. Dó 11. nóv. 1899 „ekkja á Öngulstöðum, 80“ [Kb. Grundarþ.].

1883 - 1884: Þorlákur Stefánsson og Nýbjörg

Jónsdóttir (yngri)

Þorlákur og Nýbjörg búa í Stafnsholti 1883-1884, er Þorlákur eini gjaldandinn þar í [MaÞ.] 1884. Þau flytja þ. á., ásamt Jóni syni sínum og Sigríði, móður Þorláks, að Þóroddsstað [Kb. Ein.].

Þorlákur var fæddur 16. okt. 1851, voru foreldrar hans Stefán Kristjánsson og Sigríður Þorláksdóttir „ , búandi hjón á Aungulstöðum.“ [Kb. Munk.]. (Þorlákur var hinn þriðji son þeirra hjóna með sama nafni, hinir voru f. 26. jan. 1843, d. 13. febr. 1843, og 22. okt. 1844, d. 28. febr. 1846).

Þorlákur Stefánsson og Sigríður Þorláksdóttir

Nýbjörg Jónsdóttir ásamt systrunum Katrín, Soffía og Nýbjörg Þorláksdætur.

Þorlákur flytur fæðingarárið með foreldrum sínum og þrem systkinum frá Öngulstöðum „ , allir 6 að Ytrahóli í Kaup:Sókn“ [Kb. Munk.], og 1854 að Steðja í Möðruv.kl.s. og er með þeim þar á manntali 1855. Fer með þeim 1859 að Ytriskjaldarvík [Kb. Möðruv.kl.s.], [Kb. Glæs.], þar sem hann er á manntali með foreldrum og fjórum systkinum 1860.

Þorlákur fer 1861 með föður sínum „ , 9, sonr hans“ og Sigríði systur sinni frá Ytriskjaldarvík að Gröf [Kb. Kaup.], en móðir hans fer þá að Syðrivarðgjá með tvö börn. Stefán faðir Þorláks deyr á Ytrivarðgjá 27. júní 1865 og þaðan er Þorlákur fermdur 22. júlí 1866 [Kb. Kaup.].

Þorlákur eignast dótturina Sigríði 20. mars 1875, eru foreldrarnir „Þorlákur Stefánson ógiptur, Sigurbjörg Jónsdóttir, ekkja, bæði í húsmennsku á Litlagraslandi.“ [Kb. Kaup.]. Sjá um Sigurbjörgu í kafla um Hörgsdal. Hann er á manntali á Garðsá 1880 „ , 28, Ó, vinnumaður,“ og kemur 1882 með móður sinni að Stafnsholti, en hún var systurdóttir Jóns Gottskálkssonar.

Nýbjörg var fædd 31. ágúst 1851 í Helgárseli, voru foreldrar hennar „Jón Gottskálksson bóndi á Helgárseli og Halldóra Randversdóttir ógift vinnukona sama staðar. Hans 2að hódóms- og hennar 1ta lausaleiksbrot“ [Kb. Munk.]. Nýbjörg var alin upp hjá föður sínum og stjúpu í Helgárseli, er með þeim þar á manntali 1855 og 1860. Hún fer með föður sínum og stjúpmóður 1871 frá Helgárseli að Hallanda og 1874 að Stafnsholti. Nýbjörg eignaðist soninn Ásgeir í Stafnsholti 24. nóv. 1882, er Þorlákur Stefánsson skráður faðir hans [Kb. Ein.].

Þorlákur og Nýbjörg voru gefin saman 1. mars 1883 [Kb. Ein.]. Þau flytja 1886 frá Þóroddsstað að Saltvík ásamt þrem sonum [Kb. Hús.]. Þau eru komin að Ísólfsstöðum 1888, þar eru þau á manntali 1890 ásamt fimm börnum. Þar andaðist Þorlákur 2. mars 1894 „ , Bóndi á Ísólfsstöðum, 43, Lungnabólga“ [Kb. Hús.].

Nýbjörg fer 1894 ásamt börnum sínum Jóni, Soffíu og Nýbjörgu og Jóhönnu Símonardóttur vinnukonu frá Ísólfsstöðum í Jódísarstaði [Kb. Grundarþ.]. Ásgeir fer „ , barn, 12, Að Krossi frá Íshólsstöðum“ [Kb. Þór.], Egill fer „ , 8, tökudr., frá Íshólsstöðum í Stafn“ [Kb. Ein.], en Sigurlaug Katrín fer „ , barn, 4, Að Vatnsenda frá Íshólsstöðum“ [Kb. Þór.].

Nýbjörg er á manntali á Ytra-Hóli 1901 „ , leigjandi, 50,“ ásamt börnum sínum Jóni og Nýbjörgu, og 1910 í Kaupangi, þar sem Jón sonur hennar er einnig.

Nýbjörg er á manntali sóknarprests í Hrappstaðaseli 31. des. 1913 „ , m. b., 72“ [Sál. Eyj.], þar sem fimm börn hennar búa þá undir forystu Ásgeirs. Hún deyr þar 27. okt. 1914 [Ný., bls. 119]. Sjá einnig í kafla um Hrappstaðasel.

Börn Þorláks og Nýbjargar í Stafnsholti:

Ásgeir Þorláksson, f. 24. nóv. 1882 í Stafnsholti [Kb. Ein.]. Ásgeir fer með Sigurlaugu móðursystur sinni frá Stafnsholti að Þóroddsstað 1885.

(Orðrómur var, að Ásgeir hefði ekki verið sonur Þorláks, sem og varla var mögulegt, heldur Guðna Guðm. (sjá hér neðar), sem fór til Vesturheims sama

Ásgeir Þorláksson.

ár og var á bak og burt er Ásgeir fæddist. Próf. Baldur Jónsson, munnl. heimild í jan. 2004.)

Ásgeir fer með foreldrum frá Þóroddsstað að Saltvík 1886 [Kb. Hús.], er með þeim á manntali á Íshólsstöðum 1890. Hann fer 1894 „ , barn, 12, Að Krossi frá Íshólsstöðum“ [Kb. Þór.], fer 1896 með Sigurlaugu móðursystur sinni „ , 13, smali,“ að Geldingsá og kemur þaðan 1898 „ , 15, smali,“ að Vatnsenda [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Ásgeir fer 1901 frá Vatnsenda að Stafni [Kb. Þór.] og þar er hann á manntali 1901 „ , hjú, 18,“ hjá Sigurgeiri og Kristínu, þá er Egill bróðir hans hjá Páli H. og Guðrúnu. Ásgeir er meðal innkominna í Lundarbrekkusókn 1906 „ , laus, 24,“ að Stórutungu frá Þröm í Eyjafirði. Hann er á manntali á Vatnsenda 1910, „VM“ = vinnumaður hjá Guðlaugi Valdimarssyni, sem þar er þá „HB“. Hann er „ , laus, 29“ í Engidal 31. des. 1911, einnig árið eftir [Sál. Eyj.].Ásgeir var fyrir búi þeirra systkina með móður þeirra í Hrappstaðaseli 1913-1923, sjá þar. Deyr á Akureyri 14. júní 1925 „Lausamaður frá Engidal í Bárðd.hr., 42“ [Kb. Ak.].

Jón Þorláksson, f. 16. mars 1884, voru foreldrar hans þá „hjón búandi í Stafnsholti“ [Kb. Ein.]. Fer með foreldrum sínum að Þóroddsstað 1884. Jón fer með foreldrum sínum og bræðrum að Saltvík 1886 og er á manntali á Íshólsstöðum 1890 með foreldrum og systkinum. Við andlát föður síns 1894 fer hann með móður sinni og systrum Soffíu og Nýbjörgu í Jódísarstaði [Kb. Grundarþ.]. Hann er með móður sinni og Nýbjörgu systur sinni á manntali á Ytra-Hóli 1901, en 1910 er hann með móður sinni á manntali í Kaupangi, en Nýbjörg systir hans á manntali á Litla Hamri. Jón bjó um skeið (1913-1923) með móður sinni og systkinum í Hrappstaðaseli, sjá þar, en síðar á EfriDálksstöðum. Hann er á manntali í Hafnarstræti 29 á Akureyri 2. des. 1930 ásamt Elínbjörgu Baldvinsdóttur konu sinni og tveim börnum þeirra, er þar svo sagt að þau hafi komið þangað þ. á. frá Dálksstöðum. Jón lést 25. febr. 1951 [MA II, bls. 234]. Faðir Baldurs Jónssonar prófessors.

Vandalausir í Stafnsholti á búskapartíma Jóns, Þorláks og tveggja Nýbjarga 1874-1885:

Einar Jósefsson kemur 1874 með Jóni og Nýbjörgu „ , vinudr af Svalbarðsströnd að Stafnsh.“ [Kb. Ein.]. Hann fer 1875 „ , vmðr, frá Stafnsholti að Hálsi í Fnjóskad.“ [Kb. Ein.]. [Kb. Hálsþ.]. Einar var fæddur 7. júní 1848, sonur Jósefs Jósafatssonar og Signýjar Einarsdóttur, sem þá voru „ , hjón búandi í Fossseli“ [Kb. Helg.]. Hann er með þeim þar á manntali 1850 og 1855, þá með fimm systkinum. Móðir hans deyr 1860 og fer hann þ. á. með föður sínum og bróður að Lásgerði „ , 13, hans börn, frá Fossseli að Lásgerði“ [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1860 „ , 13, Ó, sonur hans,“. Einar fer 1873 „ , 26, vmaðr, frá Stafni til Öngulst.hrepps“ [Kb. Ein.] en í [Kb. Svalb. (Glæs.)] er hann sagður koma þ. á. „ , 24, vinnumaður, frá Stafni að Hallanda“. Einar fer 1877 „ , 25, vinnumaður, Úr Hálsi í Hnjóskadal í Ærlækjarsel“ [Kb. Skinn.], [Kb. Hálsþ.]. Fer 1880 „ , 28, v maðr, frá Ærl.seli í Breiðdal“, fer faðir hans þá frá Ærlækjarseli „inneptir“ [Kb. Skinn.]. Einar er á manntali í Jórvík í Eydalasókn 1880 „ , 26, Ó, vinnumaður,“ og fer þaðan 1882 til Vesturheims „ , vinnumaður, 28,“ [Vfskrá].

Albert Kristjánsson kemur 1874 með Jóni og Nýbjörgu „ , léttadr af Svalbarðsströnd að Stafnsh.“, fer 1875 frá Stafnsholti inn í Staðarbyggð [Kb. Ein.]. Ekki finn ég hann þó innkominn í Munkaþverárkl.- Kaupangs- eða Svalbarðssóknir 1875. Albert var fæddur 29. nóv. 1861, sonur Kristjáns Jóhannessonar og Guðrúnar Jónsdóttur, sem þá eru „ , hjón búandi á Ytri Tjörnum“ [Kb. Munk.]. Hann fer 1874 „ , 13, léttadrengur, frá Háhamri að Stafsholti“ [Kb. Munk.]. Faðir hans fer árið 1875 „ , 49, húsmaður, frá Háhamri að Yztagerði“, en Guðrún „ , 44, kona hans,“ fer þá að Samkomugerði [Kb. Munk.]. Albert kemur 1880 „ , 19, vinnumaður, frá Hálsi í Eyjafirði að Munkaþverá“ [Kb. Munk.] og er þar á manntali þ. á., á viðaukaskrá B; dvalarstaður um stundarsakir: „við sjó á Látraströnd“. Sama ár flytja foreldrar hans frá Syðradalsgerði að Sigtúnum [Kb. Miklag.s.], þar sem þau eru í húsmennsku við manntalið 1880, en Kristján þá um stundarsakir á Akureyri (viðaukaskrá). Við manntalið 1890 er Albert á Ytri Varðgjá, þurrabúð, „ , 28, Ó, húsbóndi, sjómaður,“ eru foreldrar hans þá með honum þar. Albert kemur ásamt foreldrum sínum 1895 „ , 33, húsm.“ frá Ytra-Laugalandi að Sigluvíkurkoti, sama ár kemur konuefni hans „ , 27, vinnuk.“ frá Jódísarstöðum að Sigluvík [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Albert kvæntist 4. nóv. 1895, þá „sjómaður í Sigluvíkurkoti 33 ára“, Kristjönu Ingibjörgu Jónatansdóttur, sem þá er „vinnukona í Sigluvík 28 ára“ [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Þau flytja 1898 með tveim sonum sínum og foreldrum Alberts frá Sigluvíkurkoti að Syðra-Krossanesi í Glæsibæjarsókn [Kb. Svalb. (Glæs.)] og koma 1901 „húshjón“ frá Bitrugerði að Ytri Varðgjá, ásamt fjórum sonum og Guðrúnu móður Alberts [Kb. Grundarþ.], og er hann þar á manntali 1901 „ , leigjandi, heyvinna, sjómennska, 39,“ ásamt konu sinni og fjórum sonum þeirra. Þau bjuggu í Halllandsnesi 1920-1930, sjá [Svalb. bls. 178-179]. Sjá um Kristjönu Ingibjörgu hér nokkru neðar í búskapartíð Jóhannesar og í [ÆSiÞ. bls. 31].

Friðrik Jónsson kemur 1875 „ , 59, vmðr af Svalb:strönd að Stafnsh.“ Deyr þar 13. maí 1876 „ , vmðr frá Stafnsholti, 60“ [Kb. Ein.]. Með hliðsjón af nafnaskrá manntalsins 1845, kemur varla annar til álita en sá Friðrik, sem var fæddur 18. okt. 1816, voru foreldrar hans „Mr. Jón Guðmundss: Ásta Þórunn DaníelsD. Þórodd( . . ) Egtaborið“ [Kb. Kvíab.s.]. Friðrik er á manntali á Þóroddsstöðum í Kvíabekkjarsókn 1835 hjá móður sinni og stjúpa, sem þar er „ , 40, G, hreppstjóri, jarðeigandi,“ er kona hans Ásta Þórunn Daníelsdóttir (systir Þorsteins á Skipalóni) „ , 38, G, hans kona,“. Friðrik er þar „ , 19, Ó, sonur hennar, egtaborinn“. Friðrik fer 1839 með móður sinni og stjúpa „ , frá Þoroddstöðum að Hvammi í Friðriksgáfusókn“ [Kb. Kvíab.s.] og er hann þar með þeim á manntali 1840. Hann kvænist 1. okt. 1841, þá „24ra ára, ( . ) stjúpsonur Bóndans í Hvammi og þar til heimilis“, Önnu Sophiu Magnúsdóttur, sem þá er „ 21 árs ( . ) kom að Hvammi í { ? } var frá Höfða í Norður Syslu“ [Kb. Möðruv.kl.s.]. Þau koma 1844 „ , gift hión, frá Hvammi í Möðruvallasókn að Þóroddsstöðum“ [Kb. Kvíab.s.] og eru þau á manntali á Þóroddsstöðum 1845. Friðrik og Anna Sophia fara 1849 „ , hjón búandi, frá Þóroddsstöðum að Hvammi í Möðruvalla kl. sókn“ [Kb. Kvíab.s.] og eru þar á manntali (á 2. býli, móðir hans og stjúpf. á 1. býli) 1850 ásamt tveggja ára dóttur sinni, sem þó er sögð deyja 21. maí 1850(!) [Kb. Möðruv.kl.s.]. Enn fara þau hjón Friðrik og Anna Sophia 1854 „ , gift hión, frá Hvammi í Möðruvallakl:sókn að Grund“ í Kvíabekkjarsókn [Kb. Kvíab.s.] og eru þar á manntali 1855 með tveim sonum. Við manntalið 1860 eru þau vinnuhjú á Kvíabekk, er yngri sonur þeirra þar hjá þeim, en eldri sonurinn Sigfús er þá hjá ömmu sinni og Sigfúsi manni hennar í Hvammi „ , 9, Ó, fósturbarn,“. Friðrik fer 1864 „ , 48, vinnumaður, frá Brimnesi að Hofi í Möð v kls“ [Kb. Kvíab.s.]. Ekki eru skráðir neinir innk. í Mvkl.s. 1864-72. En Friðrik Jónsson fer 1873 „ , vinnum., frá Þrastarhóli að Fjósatungu í Fnj.d“ og kemur 1874 „vinnum., 59., frá Fjósatungu að Hallanda“ [Kb. Svalb.

(Glæs.)]. En ekki er hans getið í [Kb. Hálsþ.]. Fer 1875 „ , vinnum, 60, frá Hallanda að Stafnsholti“ [Kb. Svalb. (Glæs.)].

Kristján Irenus Ágúst Guðmundsson kemur 1875 „ , 4, fósturbarn af Akureyri að Stafnsh.“ Hann er þar við manntalið 1880 „ , 9, Ó, tökubarn,“ og fer þaðan 1884 „ , 13, léttadr“ til Akureyrar [Kb. Ein.]. Kristján var fæddur 26. ágúst 1871 (skírður Kristján Írenæus Ágúst), voru foreldrar hans Guðmundur Guðmundsson prentari á Akureyri og Þórný Jónsdóttir „ógipt stúlka samastaðar. beggja 2. brot“ [Kb. Ak.]. Jón Gottskálksson er meðal skírnarvotta, þá bóndi á Hallanda, kemur Kristján Íren. Ág. „ , á 1., tökubarn, frá Akureyri að Hallanda“ 1871 [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Kristján var fermdur á Akureyri 1886 (þá sem Kristján Ireneus Ágúst, eins og á mt. 1880) með ágætum vitnisburði [Kb. Ak.].

Sigríður Sigurðardóttir fer 1876 „ , 13, léttast, frá Stafnsholti að Víðidal.“ [Kb. Ein.]. Gert er ráð fyrir, að þetta sé sú Sigríður, sem fædd var 23. ágúst 1862, voru foreldrar hennar Sigurður Hinriksson og Kristveg Gísladóttir „eginhjón á Brekku“ [Kb. Grenj.]. Foreldrar Sigríðar eru á manntali í Brekku 1860 ásamt fjórum ungum börnum. Sigríður fer 1867 „ , 5, sveitarbarn, frá Brekku í Gr.sts að Brett.st.“ [Kb. Grenj.] og fylgir svo Jóni og Kristínu 1869 í Víðasel, sjá þar. Hún er meðal innkominna í Hofteigssókn 1876 „ , 14, ljetta, frá Stafnsholti í Reikjadal að Víðirdal“ og á manntali á Hákonarstöðum 1880 „ , 18, Ó, vinnukona,“. Hún er burtvikin frá Hofteigi að Hallfreðarstöðum 18861888, en ekki hef ég reynt að eltast við hana frekar.

Karl Sigurðsson fer 1878 „ , 15, léttadr., Frá Stafnsholti til Lundarbrekkusóknar.“ [Kb. Ein.]. Karl var fæddur 22. ágúst 1863, voru foeldrar hans „Sigurður Þórkjelsson og Ingibjörg Jónsdóttir hjón búandi í Lásgérði“ [Kb. Ein.], sjá um foreldra hans hér nokkru ofar í tíð Sæmundar og Sigurlaugar. Eins og segir í [ÆÞ. I, bls. 429] dó faðir Karls 26. ágúst 1876. Karl er fermdur frá Stafnsholti 30. maí 1878 „Kann sæmil., les vel, gjálífur“ [Kb. Ein.]. Hann er á manntali á Hrappstöðum í Bárðardal 1880 „ , 17, Ó, vinnumaður,“ en ekki finn ég hann burtvikinn þaðan. Karl kemur 1887 „ , 24, Vinnum., Arnarnesi að Hrafnagili“ [Kb. St. Ársk.s.]. Hann kvæntist 19. okt. 1889, þá „húsm. á Litlaárskógssandi“ Guðrúnu Arnbjarnardóttur, sem þá er „húskona s. st.“ [Kb. St. Ársk.s.]. Karl er á manntali á Litlaskógi á viðaukaskrá manntalsins 1890 „ , 27, G, sjóm., húsmaður,“ en Guðrúnu finn ég ekki á því manntali. Sjá um Karl og dætur hans í [ÆÞ. I, bls. 435-436]. Hann drukknaði í maí 1897 með hákarlaskipinu Stormi.

Friðrik Jónsson fer 1879 „ , 29, vmðr, frá Stafnsholti að Úlfsbæ.“ [Kb. Ein.]. Er á manntali á Rauðá 1880 „ , 30. Ó, vinnumaður,“ sagður fæddur í Garðssókn. Líklega er hér á ferðinni sá Friðrik, sem var fæddur 13. júlí 1850, sonur Jóns Vigfússonar og Hólmfríðar Jónsdóttur, þá á Grásíðu [Kb. Garðss.]. Við manntalið 1850 búa foreldrar hans í Vatnshúsum, grashús (næst Grásíðu í bæjaröð), með fjórum börnum, 13, 11, 8 og 6 ára, en Friðriks er ekki getið (móðir hans sögð 48 ára). Friðrik er með foreldrum á manntali í Vatnshúsum 1855 ásamt þrem systkinum og er sagt um föður hans „ , 55, G, lifir af sauðfé, er lagt af hrepp,“. Jón deyr 30. jan. 1857 „ , bóndi frá Vatnshúsi, 57, Dó af óþekktum sjúkdómi“ [Kb. Garðss.]. Við manntalið 1860 eru í „Vatnshús, húsmennskubýli“ einungis móðir Friðriks „ , 58, E, húskona,“ og hann, „ , 11, Ó, sonur hennar,“. Hólmfríður móðir Friðriks deyr 1. des. 1863 „húskona á hrepp - frá Vatnshúsum, 60“ [Kb. Garðss.]. Inn í Einarsstaðasókn kemur 1873 „Friðrik Jónsson, 25, vmðr, frá Axarfirði að Breiðumýri“, er líklegt að það sé sá sami Friðrik, þó aldur sé ekki nákvæmlega réttur. En færsla á innkomnum og burtviknum í Garðs- og Skinnastaðasóknum er nokkuð gloppótt um þessar

Friðrik Jónsson.

mundir, finn ég Friðriks ekki getið þar. Engir burtviknir eru skráðir í [Kb. Þór.] 1880-1887 og ekki finn ég Friðrik þar meðal dáinna til 1900, né á manntali í Þóroddsstaðarprk. 1890.

Elín Þóra Sigurðardóttir er á manntali í Stafnsholti 1880 „ , 12, Ó, sveitarómagi,“. Elín Þóra, alsystir Karls hér rétt ofar, var fædd 4. júní 1869, dóttir Sigurðar Þorkelssonar og Ingibjargar Jónsdóttur sem þá voru „hjón búandi á Litlulaugum“ [Kb. Ein.]. Elín Þóra missti föður sinn sjö ára gömul. Hún var fermd 20. maí 1880, þá á Helgastöðum hjá Jónasi Jónssyni og Þuríði Jónatansdóttur. Fer 1884 „ , 15, vinnuk, Frá Stórulaugum að Hofstöðum í Mývatnssveit“ [Kb. Ein.] og 1889 „ , 20, vinnuk., Frá Syðrineslöndum í Hólssel“ [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali 1890 á Torfastöðum í Vopnafirði „ , 21, Ó, vinnukona,“ (þá einungis Þóra) og fer til Vesturheims frá Vakursstöðum 1893, ásamt manni sínum Sigurði Finnbogasyni og Jóni syni þeirra [Vfskrá]. Sjá um hana og afkomendur í [ÆÞ. I, bls. 429-430]. Dó 18. apríl 1959.

Tómas Jónatansson kemur 1880 „ , 15, léttadr., frá Mývatni að Stafnsholti“ [Kb. Ein.]. og er þar á manntali „ , 15, Ó, léttadrengur,“ s. á. Fer 1881 „ , 16, vinnudr., frá Stafnsholti í Bárðardal.“ [Kb. Ein.]. Tómas var fæddur 9. nóv. 1864 í Hörgsdal [Kb. Skút.]. Hann er þar á fólkstali 31. des. 1871 „ , 7, börn þeirra“ og einnig 1872 [Sál. Mýv.]. Hann er ásamt Jónasi bróður sínum í Garði á manntali sóknarprests 31. des. 1873 „ , 9, niðurseta“ [Sál. Mýv.], er svo einnig næstu árin til 31. des. 1877, þá er hlé á því manntali. Þegar Tómas fer 1881 „ , 16, vinnudr., frá Stafnsholti í Bárðardal“ [Kb. Ein.], er hann skv. [Kb. Lund.] sagður koma þ. á. „ , 15, léttadr., frá Garði við Mývatn að Kálfborgará“. Tómas fórst 21. febr. 1885 „ , vinnupiltur frá Hofstöðum 21 árs varð úti“ [Kb. Mýv.]. Sjá einnig í [ÆSiÞ. bls. 30-31] um Tómas.

Sigurjón Björnsson kemur 1880 „ , frá Mývatni að Stafnsholti“ [Kb. Ein.] og er þar á manntali þ. á. „ , 29, G, húsmaður,“ ásamt konu sinni og syni. Þau flytja 1881 „ , frá Stafnsholti til Mývatnssveitar.“ [Kb. Ein.]; [Kb. Mýv.] segir „Frá Stafnsholti að Hofstöðum“. Sigurjóns er getið í Stafnsholti í [MaÞ.] 1881, á skrá yfir búlausa. Sigurjón var fæddur 5. júní 1848 og voru foreldrar hans „Björn Björnsson á Árbakka, Guðrún Þorkelsdóttir að Garði, ógipt“ [Kb. Mýv.]. Faðir hans kemur þ. á. „ , 24, vinnumaðr,“ frá „Hrappst. í Kinn að Árbakka“ en móðir hans, einnig 1848 „ , 19, Dóttir konunnar“ (þ. e. Hallfríðar Magnúsdóttur, 48) „ , frá Hrappstöðum í Kinn að Garðe“ [Kb. Mýv.]. Sigurjón er á manntali á Árbakka 1850, þar eru þá einnig foreldrar hans vinnuhjú, þá bæði bæði ógift, en giftust 14. okt. s. á. [Kb. Skút.]. Sigurjóns er getið í [ÆÞ. II, bls. 245], þar sem fjallað er um vafasamt faðerni hans. Ferill hans er rakinn í köflum um Árbakka, Skógarsel og Víðasel. Hann kvæntist 3. júlí 1876 „vmaður á Skógarseli 27 ára“ Kristínu Sigríði Einarsdóttur „vkona sama staðar.“ [Kb. Ein.]. Þau Sigurjón og Kristín eru „hjón á Máskoti“ við fæðingu sonar 16. ágúst 1877 [Kb. Ein.]. Líklega fara þau að Víðaseli 1878, þar deyr sonur þeirra 30. sept. 1878. Þau fara 1879 „frá Víðaseli til Mývatns“ [Kb. Ein.]. Sigurjón og Sigríður Kristín búa á Árbakka 1882-1883, fara 1883 „Frá Árbakka í Hrappstaði“ [Kb. Mýv.]. - Í [Kb. Lund.] er Sigurjón sagður koma 1883 með Jón frá Grænavatni, en S. Kristín árið eftir „ , frá Mývatni að Hrappstöðum“. Þar eignast þau hjónin dótturina Ólöfu Jakobínu 25. nóv. 1884 [Kb. Lund.] og flytja með hana 1885 „ , frá Hrappstöðum að Húsavíkurbakka“ og eru á manntali á Gautsstöðum á Húsavík 1890, þar sem Sigurjón er sjómaður. Þau eru öll þrjú á manntali í Hátúni á Húsavík 1901 og Sigurjón er á manntali í Holti á Húsavík 1920.

Sigurjón Björnsson.

Sigríður Kristín Einarsdóttir, kona Sigurjóns hér næst fyrir ofan, kemur með honum, að Stafnsholti. Er þar á manntali 1880 „ , 38, G, kona hans,“ og fer 1881 að Hofstöðum, sjá hjá Sigurjóni. Sigríður Kristín var fædd 9. mars 1842, dóttir Einars Gamalíelssonar og Sigríðar Hallgrímsdóttur, sem þá voru „hión að Haganese“ [Kb. Mýv.]. Hún flytur 1843 „ , 11/2 , fósturbarn, frá Haganesi að Hólum“ í Reykjadal og er þar á manntali 1845 með fósturforeldrunum Jóhannesi Jóelssyni og Sigríði Sigurðardóttur „ , 3, Ó, tökubarn,“. Þar búa þá einnig foreldrar Sigríðar Kristínar með þrem öðrum dætrum sínum, en þau flytja aftur í Haganes 1848. En Sigríður er áfram í Hólum á manntali 1850 „ , 8, Ó, fósturbarn,“ og á Rauðá 1855 „ , 13, Ó, fósturbarn,“ en 1860 er hún á Narfastöðum „ , 19, Ó, vinnukona,“ . Hún kemur 1868 „26, vinnukona, frá Úlfsbæ að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.]. Sigríður Kristín (þá raunar nefnd Kristín Sigríður) giftist Sigurjóni Björnssyni hér næst á undan í Skógarseli 3. júlí 1876. [Kb. Ein.], sjá um hana hjá Sigurjóni.

Jón Sigurjónsson, f. 22. júní 1880 í Stafnsholti [Kb. Ein.], sonur Sigurjóns og Sigríðar Kristínar hér næst á undan. Er með þeim á manntali í Stafnsholti 1880 og fer með þeim til Mývatnssveitar 1881.Jón er með foreldrum sínum á fólkstali á Árbakka í des. 1882 [Sál. Mýv.]. Deyr á Hrappstöðum 28. júlí 1884 „ , barn á Hrappstöðum, 4“ [Kb. Lund.].

Helgi Marteinsson kemur 1881 „ , 15, léttadr., Frá Ytri Neslöndum að Stafnsholti.“ [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Fer þaðan 1882 „ , 16, vm.“ að Gautlöndum [Kb. Ein.], [Kb. Mýv.]. Helgi var fæddur 7. sept. 1866, sonur Marteins Guðlaugssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur, sem þá voru „hjón í Álptagerði“ [Kb. Skút.]. Hann er „ , 14, Ó, léttadrengur,“ í Ytri-Neslöndum við manntalið 1880, en þá eru foreldrar hans í vinnumennsku á Grímsstöðum. Fermdur frá Reykjahlíðarkirkju á 2. hvítasunnudag 1881 [Kb. Mýv.], ekki er getið heimilisfangs. Helgi er nokkuð í vinnumennsku, fer 1884 frá Hofstöðum að Hákonarstöðum og kemur þaðan árið eftir. Fer 1889 „ , 24, lausam,“ frá Geirastöðum að Hólum í Laxárdal [Kb. Mýv.] og er á manntali á Hamri 1890 (viðaukaskrá B, á Húsavík í kaupstaðarferð) „ , 24, Ó, lausamaður,“. Kemur 1891 að „Strönd frá Hamri“ [Kb. Mýv.]. Fer 1893 með foreldrum sínum, sem komin voru hátt á sjötugsaldur, „ , snr þrra, 26, Geirastöðum til Ameríku“ [Kb. Mýv.], [Vfskrá]. Helgi kvæntist Gróu Magnúsdóttur. Dó 1943, sjá [Skú. bls. 39].

Guðni Guðmundsson kemur 1881 „ , 46, húsm,“ ásamt konu sinni og dóttur „ , austan af Fjöllum að Stafnsholti.“ [Kb. Ein.]. (Kemur ekki nákvæmlega heim við manntal 1880, þá er Guðni á viðaukaskrá í Stafnsholti „ , G, kaupamaður“ og lögheimili sagt „Hóll, Víðirhólssókn“). Þau flytja þaðan árið eftir öll þrjú til Vesturheims [Kb. Ein.], [Vesturf.]. Guðni var fæddur 27. jan. 1834 á Litluströnd, sonur hjónanna Guðmundar Pálssonar frá Brúnagerði og Rósu Jósafatsdóttur frá Geiteyjarströnd [Kb. Mýv.], sjá [ÆÞ. I, bls. 103]. Guðni er á manntali með foreldrum og systkinum á Litluströnd 1835, en 1840 og 1845 er hann „tökubarn/tökupiltur “ á Grímsstöðum. Guðni kvæntist 30. sept. 1853 Rósu Sigurðardóttur, þá bæði í Garði [Kb. Mýv.]. Þau flytja 1855 frá Gautlöndum „inn í Eyafjörð“ [Kb. Mýv.] ásamt Sigurrós dóttur sinni og eru á manntali þá um haustið á Finnastöðum í Möðruvallasókn, þar sem Guðni er „ , 22, G, bóndi,“. Þau flytja þaðan 1857 út í Grímsey þar sem þau búa að Sveinagörðum til 1864, (eru þar á manntali 1860, þar sem Guðni er „ , 27, G, bóndi, lifir af sjóarafla,“) er þau fara „frá Sveinag að Mývatni“ [Kb. Miðg. prk.]. Þau eru á flækingi í Mývatnssveit næstu árin: koma að Ytrineslöndum 1864, eru á Sveinsströnd við fermingu Sigurrósar 1869, á Geirastöðum við

fermingu Önnu Sigríðar 1870 og fara frá Arnarvatni að Laugaseli 1872, þar sem Guðni er bóndi til 1875 á móti nafna sínum Þorkelssyni. Þaðan fara þau 1875 „til Mývatnssveitar“ [Kb. Mýv.].

Rósa Sigurðardóttir, kona Guðna hér næst á undan, er í [Kb. Ein.] sögð koma 1881 ásamt honum „ , 56, kona hans, austan af Fjöllum að Stafnsholti“, í [Kb. Fjall.] er hún sögð fara „ , húskona, frá Nýjabæ að Stafnsholti í Reykjadal“. Hún fer með manni sínum og dóttur til Vesturheims 1882. Rósa var fædd 1. nóv. 1823 og voru foreldrar hennar „Sigurður Stephánss: bóndi á Syðri Tjörnum og kona hans Margrét Pétursdóttir“ [Kb. Munk.]. Hún er á manntali á Ytrahóli í Kaupangssókn 1845 ásamt foreldrum sínum og þrem systkinum, en á manntali í Reykjahlíð 1850 „ , 27, Ó, vinnukona,“. Þegar Guðni og Rósa fara 1882 til Vesturheims, var Sigurrós, elsta dóttir þeirra, dáin 23. apríl 1878 „gipt kona frá Nýjabæ, 24 ára. Af barnsfæðing óeðlilegri“ [Kb. Fjall.] og Anna Sigríður komin til Vesturheims.

Kristín Guðný Guðnadóttir „ , 15, dóttir þra,“ Guðna og Rósu hér næst að ofan, kemur með þeim að Stafnsholti 1881 og fer með þeim til Vesturheims 1882 „ , 16, dóttir þra“ [Kb. Ein.]. Kristín Guðný var fædd 9. maí 1866, voru foreldrar hennar þá „hjón í húsmennsku á Ytrinesl.“ [Kb. Mýv.]. Hún er með foreldrum og systrum í Laugaseli 1872-1875 og á manntali með móður sinni í Nýjabæ, hjáleiga, 1880 „ , 14, Ó, léttastúlka,“.

Sigurbjörn Jónatansson fer 1884 „ , 17, vinnum,“ með Þorláki og Nýbjörgu frá Stafnsholti að Þóroddsstað [Kb. Ein.]. Sigurbjörn var fæddur 24. sept. 1867 í Víðum, sonur hjónanna Jónatans Eiríkssonar og Guðbjargar Eiríksdóttur, eru foreldrar hans þá „hjón búlaus í Víðum“ [Kb. Ein.]. Sigurbjörn missti föður sinn á fjórða ári, sjá um foreldra í kafla um Skógarsel. Sigurbjörn er vinnumaður í Garði í Fnjóskadal við manntalið 1901, þá staddur í „Salthúsi“ hjá Skeri í Grýtubakkahr. „ , vinnum., við sjó, 32,“. Hann fer frá Þverá í Dalsmynni að Austarikrókum 1906, ásamt konu sinni Jónu Steinunni Einarsdóttur, og Friðrúnu Sigríði dóttur þeirra. Þau koma árið eftir frá Austarikrókum að Skuggabjörgum, og fara þaðan 1908 að Bárðartjörn [Kb. Lauf.], þar sem þau eru í húsmennsku til 1910 [Bybú, bls. 80]. Þau eru á manntali í Brekku í Þönglabakkasókn 1910 ásamt þrem dætrum, en flytja þaðan 1916 í Flatey [Kb. Þöngl.]. Jóna Steinunn, sem var fædd 1. sept. 1878 í Glaumbæjarseli, dóttir Einars Jónssonar og konu hans Solveigar Jakobínu Helgadóttur [Kb. Ein.], er „ , 12, Ó, fósturbarn“ í Fremstafelli við manntalið 1890. Hún er á manntali hjá Sigurði mági sínum á Hálsi í Kinn 1920 „ , húskona, kaupakona, saumakona, G,“. Með henni er Guðbjörg, dóttir hennar, fædd 1910. Ekki finnst Sigurbjörn á manntali í Flatey 1920. Hann deyr 21. okt. 1954 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri [Þjóðskrá].

Jónatan Jónsson kemur 1884 „ , 57, húsmaður,“ frá Hörgsdal að Stafnsholti ásamt konu og tveim börnum. Þau eru þar svo áfram í búskapartíð Jóhannesar sonar þeirra (sjá hér á eftir) og flytja með honum 1888 að Litlutjörnum [Kb. Ein.]. Jónatan var fæddur 13. apríl 1828, sonur Jóns Magnússonar b. í Hörgsdal og f. k. h. Ingibjargar Ívarsdóttur [Kb. Mýv.]. Hann er á manntali í Hörgsdal 1835, 1840 og 1845 og í sálnaregistri þar í apríl og maí 1848. Við manntalið 1850 er hann „ , 22, Ó, vinnumaður,“ á Gautlöndum. Jónatan kvæntist 16. júní 1852 Kristínu Tómasdóttur frændkonu sinni, bæði frá Hörgsdal [Kb. Mýv.] og voru þau þar í húsmennsku, en fluttu 1855 að Fljótsbakka [Kb. Mýv.], þar sem þau bjuggu til 1859, er þau komu aftur í Hörgsdal [Kb. Mýv.] og eru þar í húsmennsku til 1864, er þau tóku við búi á móti Jóni og Margréti. Þau búa í Hörgsdal 1859-1873 og aftur 1879-1884, sjá um þau í ýmsum köflum um

Hörgsdal. Jónatan deyr 28. nóv. 1909 „ , 82, Gamalmenni í Sigluvík“ [Kb. Svalb.(Glæs.)].

Kristín Tómasdóttir, kona Jónatans hér næst á undan, kemur með honum 1884 „ , 58, kona hans,“ að Stafnsholti, sjá nánar hjá Jónatan. Kristín var fædd 5. júní 1826, voru foreldrar hennar Tómas Magnússon og Guðríður Jónsdóttir „búandi hión í Skógargerði“ [Kb. Hús.]. Hún er „ , 9, Ó, tökubarn“ í Vilpu við manntalið 1835 og „ , 15, Ó, fósturdóttir hjónanna“ Jóns Eiríkssonar og Helgu Hallberudóttur í Breiðuvík við manntalið 1840. Þar er hún vinnukona við manntalið 1845 og 1850 vinnukona í Kallbak (svo!). Hún kemur 1851 „ , 27, vinnukona, frá Kaldbak að Hörgsdal“ [Kb. Mýv.]. Sjá um hana hjá Jónatan hér næst á undan. Kristín dó í Sigluvík 24. maí 1898 „ , 72, gipt og búlaus í Sigluvík.“ [Kb. Svalb.(Glæs.)].

Helga Jónatansdóttir kemur 1884 með foreldrum frá Hörgsdal að Stafnsholti „ , 29, börn þeirra“ [Kb. Ein.]. Þetta verður þó að draga í efa, sjá tilv. í [Sál. Mýv.] hér neðar. Fer með þeim 1888 að Litlutjörnum. Helga var fædd 8. júlí 1855 á Fljótsbakka [Kb. Ein.], dóttir Jónatans og Kristínar hér næst á undan, og er þar á manntali með foreldrum 1855. Skv. [Kb. Ein.] fer hún með foreldrum og systkinum 1859 frá Fljótsbakka að Hörgsdal, en í [Kb. Mýv.] er hennar ekki getið þ. á. meðal innkominna, enda er hún enn á Fljótsbakka við manntalið 1860 „ , 5, Ó, fósturbarn,“. Helga er vinnukona á Skútustöðum á manntali sóknarprests við 31. des. 1873, einnig árið eftir [Sál. Mýv.]. Fer 1875 „vinnukona, frá Skútustöðum að Heiðarbót“ [Kb. Grenj.] (enginn aldur tilgr.) og 1878 „ , 23, vk,“ frá Hamri að Brennási [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1880 „ , 25, Ó, vinnukona,“. Hún fer 1883 frá Kálfborgará í Mývatnssveit [Kb. Lund.], en [Kb. Mýv.] segir hana koma frá „Brenniási í Gautlönd“. Þar er hún „v. k“ á fólkstali 31. des. 1883 og við árslok 1884 [Sál. Mýv.]. Hún fer með foreldrum og Jóhannesi bróður sínum 1888 frá Stafnsholti að Litlutjörnum [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1890 „ , 34, Ó, bústýra,“ hjá Jóhannesi bróður sínum og á manntali á Geldingsá 1901 „ , húsmóðir, 46,“ ásamt Steingrími Bjarnasyni manni sínum og fjórum dætrum þeirra.

Jónatan Jónatansson kemur 1884, 15, með foreldrum frá Hörgsdal að Stafnsholti. Fer með þeim og tveim systkinum sínum 1888 að Litlutjörnum. Jónatan var fæddur 25. sept. 1869 í Hörgsdal, sonur hjónanna Jónatans Jónssonar og Kristínar Tómasdóttur [Kb. Mýv.], sjá hér rétt ofar. Hann er þar á fólkstali 31. des. 1871 „ , 3. börn þeirra“ og einnig 1872 [Sál. Mýv.]. Hann finnst ekki á manntali sóknarpr. í Mývatnsþingum 31. des. 1873. Hann er á Sveinsströnd með móður sinni á manntali sóknarprests 31. des. 1874 „ , 5, sonur hennar“, einnig árið eftir [Sál. Mýv.]; einnig með báðum foreldrum þar 31. des. 1876, og 1877 á Litluströnd [Sál. Mýv.]. Jónatan er aftur í Hörgsdal með foreldrum í síðari búskapartíð þeirra 1879-1884, og þar á manntali 1880 „ , 11, Ó, barn þeirra,“ og er þar við húsvitjun í árslok 1881 og 1882 [Sál. Mýv.], en á fólkstali 31. des. 1883 er hann „ljettadr., 15“ á Gautlöndum [Sál. Mýv.]. Hann fer með foreldrum frá Hörgsdal að Stafnsholti 1884 „ , 15, börn þra“ [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.].Jónatan flytur frá Stafnsholti með foreldrum sínum og bróður 1888 að Litlutjörnum [Kb. Ein.]. Fer þaðan 1890 til Akureyrar „ , 21, bóndason“ og er hann þar á viðaukaskrá A á manntalinu 1890 „ , 21, Ó, smíðapiltur,“ en ekki sagt hvar. Hann fer frá Litlutjörnum að Sigluvík með Jóhannesi og foreldrum 1895 „ , 24, bókbindari,“ [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Jónatan er á manntali í Sigluvík 1901 „ , húsbóndi, bókbindari, skósmiður, sjómaður“ ásamt Kristjönu Bjarnadóttur konu sinni og þrem börnum þeirra.

Sjá nánar um Jónatan, Kristínu og b. þ. í [ÆSiÞ. bls. 29-32].

1885 - 1888: Jóhannes Jónatansson

Jóhannes kemur 1885 „ , 28, bóndi,“ frá Baldursheimi að Stafnsholti, þar sem foreldrar hans eru fyrir í húsmennsku með tvö börn sín. Hann flytur 1888 „ , 31, bóndi,“ ásamt skylduliði sínu frá Stafnsholti að Litlutjörnum [Kb. Ein.]. Jóhannes er eini gjaldandinn í Stafnsholti í [MaÞ.] 1886-1888. Jóhannes var fæddur 4. apríl 1857 á Fljótsbakka, sonur hjónanna Jónatans Jónssonar og Kristínar Tómasdóttur [Kb. Ein.]. Hann fer með foreldrum sínum að Hörgsdal 1859 og er með þeim þar á manntali 1860. Hann er á fólkstali 31. des. 1872 „ , 16, Ljettadr.“ á Grænavatni og þar er hann á manntali sóknarprests 31. des. 1873 „ , 17, ljettadr.“, einnig 1874, en 31. des. 1875 er hann „ , 19, vinnum.“ í Reykjahlíð [Sál. Mýv.]. Hann er á manntali á Gautlöndum 1880 „ , 23, Ó, vinnumaður,“ og við húsvitjun þar í des. 1881. Kemur 1883 „ , 27, v'maðr, Úr Höfðahverfi í Gautlönd“ [Kb. Mýv.] og fer 1885 „ , 28, bóndi,“ frá Baldursheimi að Stafnsholti [Kb. Ein.] eins og áður segir. Jóhannes fer 1888 „ , 31, bóndi,“ frá Stafnsholti að Litlutjörnum [Kb. Ein.], [Kb. Hálsþ.] ásamt skylduliði sínu og er þar á manntali 1890 ásamt foreldrum sínum og tveim systrum „ , 33, Ó, húsbóndi, bóndi,“ og á manntali í Sigluvík 1901 ásamt Guðrúnu Bjarnadóttur konu sinni og fimm börnum þeirra.

Skyldulið Jóhannesar í Stafnsholti 1885-1888:

Áður er getið foreldra Jóhannesar, svo og Helgu og Jónatans, systkina hans, sjá litlu ofar.

Kristjana Ingibjörg Jónatansdóttir, systir Jóhannesar, kemur 1885frá Stórási að Stafnsholti „ , 18, systir hans,“ [Kb. Ein.], og flytur þaðan 1888 að Stóru Reykjum [Kb. Ein.]. Kristjana var fædd 9. des. 1866 í Hörgsdal, dóttir Jónatans Jónssonar og Kristínar Tómasdóttur hér litlu ofar [Kb. Skút.]. Hún er þar á fólkstali 31. des. 1871 og 1872 [Sál. Mýv.]. Kristjana er „ , 7 niðurseta“ á Skútustöðum á manntali sóknarprests við árslok 1873, þar er hún einnig árið eftir. Hún er með móður sinni á Sveinsströnd 31. des. 1875 og foreldrum 1876 og 1877 á Litluströnd [Sál. Mýv.]. Kristjana er aftur með foreldrum í Hörgsdal í síðari búskapartíð þeirra 1879-1884, þó með hléum, og er þar á manntali 1880 „ , 13, Ó, þeirra barn,“. Eftir fermingu 1881 fer hún þ. á. „ , 15, léttastúlka, Frá Skútustöðum að Þóroddsstað í Kinn“ (með presti) og kemur 1882 „ , 17, vstúlka, frá Þóroddsstað í Geirastaði“ [Kb Mýv.]. Hún er á fólkstali í Hörgsdal við árslok 1883 „ , dóttir þra, 18“ [Sál. Mýv.]. Hún fer með foreldrum að Stafnsholti 1884 „ , 18, börn þra“ [Kb. Mýv.]. Ekki ber því saman við [Kb. Ein.], þar segir að hún komi 1885 frá Stórási að Stafnsholti. Kristjana Ingibjörg er á manntali á Litlutjörnum 1890 „ , systir bónda“ þ. e. Jóhannesar. Kristjana Ingibjörg giftist Albert Kristjánssyni 4. nóv. 1895, eru þau á manntali á Ytri Varðgjá 1901 ásamt fjórum sonum. Sjá um Albert hér ofar í tíð Jóns Gottskálkssonar. Þau bjuggu í Hallandsnesi 1920-1930, sjá [Svalb. bls. 178179], einnig lítið eitt í [ÆSiÞ. bls. 31]. Kristjana dó 21. febr. 1936 [Svalb. bls. 179].

Kristjana Ingibjörg Jónatansdóttir.

Vandalausir í Stafnsholti í búskapartíð Jóhannesar 1885-1888:

Sigurður Jónsson kemur 1886 „ , 59, húsm,“ ásamt konu sinni og syni að Stafnsholti frá Kálfaströnd [Kb. Ein.]. Þau fara frá Stafnsholti til Mývatnssveitar 1887 [Kb. Ein.]. Sigurður er aftur í Stafnsholti 1894-1897, í tíð Jóns Jónssonar, sjá hér nokkru neðar.

Sigríður Jónsdóttir, kona Sigurðar hér næst á undan, kemur með honum „ , 46, kona hs,“ frá Kálfaströnd að Stafnsholti 1886 og fer með honum til Mývatnssveitar árið eftir. Sigríður er aftur í Stafnsholti 1894-1897, í tíð Jóns bróður hennar, sjá hér nokkru neðar.

Unnsteinn Sigurðsson, sonur Sigurðar og Sigríðar hér næst á undan, kemur með þeim frá Kálfaströnd að Stafnsholti 1886 „ , 1, barn þra,“ og fer með þeim til Mývatnssveitar árið eftir [Kb. Ein.]. Unnsteinn er aftur í Stafnsholti 18941897, sjá um hann hér nokkru neðar.

Sigurður Jónsson, sonur Jónínu Margrétar Kristjánsdóttur, sem kemur í Einarsstaðasókn 1887 „ , 29, á hrepp,“ frá Fífilgerði í Kaupangssveit, ásamt nokkrum börnum sínum. Sigurður fer þá í Stafnsholt „ , 1,“ en móðir hans að Stafni. Hann flytur með Jóhannesi og fólki hans að Litlutjörnum 1888 „ , 1, niðursetn.“ [Kb. Ein.]. Sigurður var fæddur 26. ágúst 1886, voru foreldrar hans Jón Kristjánsson og Jónína Margrét Jónsdóttir „hjón í Fífilgerði“ [Kb. Kaup.]. Foreldrar hans koma 1884 með þrem börnum „ , frá Nesi í Fnjóskadal að Vargá ytri“ [Kb. Kaup.] og fara 1887 með fimm börnum frá „Fífilgerði á sína sveit eitthvað norður í Reykjadal“ [Kb. Kaup.].Sigurður er á manntali á Litlutjörnum 1890 „ , 4, Ó, á sveit,“. Hann er á manntali í Sigluvík 1901 hjá Jóhannesi og Guðrúnu „ , fóstursonur, smali, 15,“ en ekki er hann þar 1910.

1888 - 1919: Jón Jónsson og Guðný Helgadóttir

Jón og Guðný koma 1888 ásamt syni sínum frá Ytrineslöndum að Stafnsholti [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Þaubúa í Stafnsholtivið manntölin 1890, 1901 og 1910. Skv. lista yfir ábúendur í Stafnsholti í [Ha.HJ.] er Jón bóndi í Stafnsholti til 1919.

Jón er gjaldandi í Stafnsholti á móti Ásmundi Helgasyni 1889 og 1890 í [MaÞ.], en síðan einn, utan hvað getið er þar Sigurðar Jónssonar á skrá yfir búlausa 1889 og Ásmundar að nýju 1892 í nafnlausri aukaskrá. En skráin endar 1899.

Jón var fæddur 4. sept. 1853, voru foreldrar hans Jón Tómasson og Steinunn Jónsdóttir, sem þá voru „hjón á Helluvaði“ [Kb. Mýv.]. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Hofsstöðum 1855 og 1860. Er á manntali í Víðum 1880 „ , 27, Ó, vinnumaður,“ fer þaðan 1881 að Grímsstöðum [Kb. Mýv.].

Guðný var fædd 9. apríl 1862, voru forledrar hennar Helgi Ásmundsson og Guðfinna Guðlaugsdóttir, sem þá voru „hjón í Vogum“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 55]. Guðný fer 1880 frá Hörgsdal að Sigurðarstöðum [Kb. Lund.]. og er þar á manntali þ. á. og kemur þaðan 1881 að Geiteyjarströnd „ , 20, vkona,“ [Kb. Mýv.].

Sigurður Jónsson

Jón og Guðný voru gefin saman 23. júlí 1886, Jón „vinnumaður Reykjahlíð 33 ára.“ en Guðný „húskona Reykjahl. 24 ára“ [Kb. Mýv.]. Jón og Guðný eru á manntali í Stafnsholti 1890, 1901, 1910 og 1920. Þau fluttu 1924, sjá [Ha.HJ.], með þrem börnum sínum að Einarsstöðum í Reykjadal og þaðan 1928 að Þverá í Dalsmynni [Kb. Grenj.], þar sem þau eru á manntali 1930 hjá börnum sínum. Guðný dó 18. apríl 1939 en Jón 1. apríl 1943 [Skú. bls. 55].

Helgi sonur þeirra hjóna segir svo um foreldra sína á bls. 62 í Nokkrir smáþættir IIII. 4. í [Ha.HJ.]: „Þau Jón og Guðný áttu illa skap saman og lifðu þó saman í hjónabandi í 53 ár. Mátti svo heita að þeirra langa hjúskaparlíf væri eitt óslitið hjaðningavíg. Voru bæði skapstór og brutu aldrei næmasta oddinn, hvað þá meira, af skapsmunum sínum fram í rauðan dauðan.“

Börn Jóns og Guðnýjar í Stafnsholti:

Hallsteinn Jónsson kemur með foreldrum sínum frá Ytrineslöndum að Stafnsholti 1888 „ , 2, son þra,“ og er þar á manntali til og með 1930, sjá um hann hér neðar er hann verður bóndi í Stafnsholti.

Helgi Jónsson, f. 16. ágúst 1890 í Stafnsholti [Kb. Ein.]. Bóndi þar 1919-1924, sjá um hann hér neðar.

Halldóra Jónsdóttir, f. 20. okt. 1892 í Stafnsholti[Kb. Ein.]. Hún er á manntali í Stafnsholti 1901, 1910 og 1920, þá „ , ráðskona, Ó,“ hjá Helga bróður sínum. Fer 1924 með foreldrum og tveim systkinum að Einarsstöðum í Reykjadal og þaðan 1928 að Þverá í Dalsmynni [Kb. Grenj.] og er þar á manntali 1930 „ , ráðskona,“ hjá Helga bróður sínum.

Guðfinna Jónsdóttir, f. 17. okt. 1898 í Stafnsholti [Kb. Ein.]. Hún er á manntali í Stafnsholti 1901, 1910 og 1920. Fer 1924 með foreldrum og tveim systkinum að Einarsstöðum í Reykjadal og þaðan 1928 að Þverá í Dalsmynni [Kb. Grenj.] og er þar á manntali 1930 „ , vinnuk.,“. Guðfinna lést 10. maí 1933 [Skú. bls. 55].

Annað skyldulið Jóns og Guðnýjar í Stafnsholti 1888-1931:

Jón Tómasson, faðir Jóns bónda, kemur að Stafnsholti 1888 „ , 78, faðir bda, kom frá Stóra-Ási í Lundarbr.sókn að Stafnsholti“ [Kb. Ein.]. (Ekki finn ég hans þó getið í Lundarbrekkusókn um þetta leyti). Hann er á fólkstali í Stafnsholti við árslok 1889 og 1890 [Sál. Helg.] og á manntali þar 1890. Ekki finn ég hans getið meðal burtvikinna úr Einarsstaðasókn né innkominna í Mývatnsþing um 1891. Deyr 21. okt. 1891 „Ekkjum í Álptagerði, 80, Langsöm(?) innvortis veikindi“ [Kb. Mýv.]. Jón var fæddur um 1811 og er í [ÆÞ. VIII, bls. 186] sagður sonur Tómasar Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur á Kálfaströnd, annar (eða þriðji? [ÞinKV.]) með því nafni. Fæðing hans finnst ekki í [Kb. Mýv.], eru fæðingar þó færðar þar greinilega um þessar mundir. Jón er á manntali á Geirastöðum 1816 „ , fóstraður, 5,“ sagður fæddur á Kálfaströnd, þar er einnig alnafni hans sjö árum eldri. Jón er á manntali í Ytrineslöndum 1835 „ , 24, Ó, vinnumaður“ hjá alnafna sínum. Hann kvæntist 1. okt. 1839, þá á Hofstöðum, Steinunni Jónsdóttur, sem þá er „samastaðar 20 ára“ [Kb. Mýv.] og eru þau á manntali á Hofstöðum 1840 með dóttur þeirra,

þar sem Jón er „ , 30, G, vinnumaður“ og 1845 með þrem dætrum, þar er Jón sagður bóndi. Þau eru á manntali á Helluvaði 1850 með fjórum dætrum og á manntali á Hofsstöðum 1855 með sjö börnum og 1860 með sex börnum, þ. á m. Jóni. Við manntalið 1880er hann á Kálfaströnd „ , 75, G, lifir á eignum sínum,“ er kona hans þá í Víðum.

Guðfinna Guðlaugsdóttir, móðir Guðnýjar húsfreyju, kemur 1889 „ , 60, vk., frá Grímsstöðum að Stafnsholti“ [Kb. Ein.] og er á fólkstali í Stafnsholti þ. á „ , móðir konu, 60“ [Sál. Helg.] og þar á manntali 1890, 1901 og 1910. Dó 24. des. 1917 „Ekkja á vegum barna sinna í Stafnsholti, 87, Flutt dáin frá Stafnsholti að Rhlíð jarðsungin þar. Frændmörg í Mývatnssveit. Bjó áður í Vogum. Maður hennar áður grafinn að Rhlíð. Dauðamein hennar ellihrumleiki?“ [Kb. Mýv.]. Guðfinna var fædd 3. nóv. 1830, dóttir Guðlögs Kobeinssonar og Kristínar Helgadóttur, sem þá voru „hión búandi að Álptagerði“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 15 og 46]. Hún er á manntali í Álftagerði 1835 með foreldrum og níu systkinum, einnig þar 1840 „ , 10, Ó, þeirra barn, lagt af hrepp“ og 1845 með foreldrum og fjórum systkinum „ , 16, Ó, þeirra barn,“ og 1850 með foreldrum og þrem systkinum. Guðfinna „frá Álptagérði 20 ára“ giftist 26. júní 1850 Helga Ásmundssyni „frá Vogum 21 árs“ [Kb. Mýv.]; virðist þessi gifting hafa farið fram hjá Jónasi hreppstjóra á Grænavatni, sem tekur manntalið 1. okt. 1850, en þá eru þau bæði talin ógift heima hjá foreldrum!! Þau eru á manntali í Vogum 1855 og 1860. Helgi andaðist 26. júlí 1866 „Bóndi frá Vogum, 37, Dáinn úr sömu veiki“ (þ. e. taugaveiki) [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 52]. Guðfinna er á manntali í Hörgsdal 1880 „ ,49, E, móðir konunnar,“ (þ. e. Kristjönu húsfreyju þar), sjá einnig þar um Guðfinnu.

1888 - 1890: Ásmundur Helgason og Arnfríður Sigurðardóttir

Ásmundur og Arnfríður koma 1888 ásamt tveim börnum sínum frá Hörgsdal að Stafnsholti, þangað koma einnig til þeirra s. á. foreldrar Arnfríðar frá Hofstöðum [Kb. Ein.]. Ásmundur er gjaldandi í Stafnsholti 1889 og 1890 á móti Jóni, en síðara árið eru þau komin í Laugasel og eru þar á manntali 1890.

Ásmundur og Arnfríður eru aftur í Stafnsholti 1891-1892, er Ásmundar getið þar 1892 á nafnlausri aukaskrá.

Ásmundur var fæddur 28. apríl 1852 í Vogum, sonur hjónanna Helga Ásmundssonar og Guðfinnu Guðlaugsdóttur [Laxd. bls. 114]. Hann er á manntali með foreldrum í Vogum 1855 og 1860.

Arnfríður var fædd 31. júlí 1857 á Bjarnastöðum í Mývatnssveit, dóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar og Sigurlaugar Guðlaugsdóttur [Laxd. bls. 114]. Hún er á manntali með foreldrum í Haganesi 1860.

Þau Ásmundur og Arnfríður voru gefin saman 8. júlí 1880; er Ásmundur þá sagður „húsmaður í Haganesi, 29 ára“ en Arnfríður „frá Arnarvatni, 24 ára“ [Kb. Mýv.]. Þau eru á manntali í Haganesi um haustið. Sjá má um búskap þeirra í [Laxd. bls. 114]. Þau voru í húsmennsku í Engidal 1881-1883, bjuggu á Árbakka 1883-1887, voru í Hörgsdal 1887-1888, og í Laugaseli 1890-1891. Aftur í Stafnsholti 1891-1892, fara þaðan 1892 („húsm.“, „kona hs“) að

Ljótsstöðum [Kb. Ein.], en þaðan fara þau 1893 í Heiðarsel [Laxd. bls. 114]. Þau koma 1896 frá Heiðarseli í Laugasel.

Ásmundur og Arnfríður bjuggu langa ævi til dauðadags í Laugaseli, sjá þar. Ásmundur andaðist 10. mars 1946, en Arnfríður 5. febr. 1945, bæði í Laugaseli [Kb. Mýv.] og [Skú. bls. 53 og 47].

Börn Arnfríðar og Ásmundar í Stafnsholti 1888-1890:

Kristín Ásmundsdóttir kemur með foreldrum sínum frá Hörgsdal að Stafnsholti 1888 „ , 7, börn þra“[Kb. Ein.] og fer með þeim að Laugaseli 1890. Kristín var fædd 23. des. 1881 í Engidal. Ólst upp hjá foreldrum. Dó á Akureyri 6. mars 1957 [Laxd. bls. 114].

Helgi Ásmundsson kemur með foreldrum sínum frá Hörgsdal að Stafnsholti 1888 „ , 5, börn þra“ [Kb. Ein.] og fer með þeim að Laugaseli 1890. Helgi var fæddur 2. júlí 1884 á (Krák)Árbakka. Ólst upp hjá foreldrum. Helgi kemur aftur að Laugaseli með foreldrum 1896 og bjó síðan alla ævi í Laugaseli, sjá um hann þar. Dó á Húsavík 23. sept. 1965 [Laxd. bls. 114].

Annað skyldulið Arnfríðar og Ásmundar í Stafnsholti 1888-1890:

Sigurður Jónsson, faðir Arnfríðar, kemur 1888 „ , 55, faðir konu,“ frá Hofstöðum að Stafnsholti og fer þaðan í Hörgsdal 1889 [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Líklega sá Sigurður, sem getið er á Stafnsholti í [MaÞ.] 1889 á skrá yfir búlausa. Sigurður var fæddur 18. okt. 1833 og voru foreldrar hans Jón Jónsson og Sigurlaug Guðlaugsdóttir „hión á Helluvaði“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46]. Hann er á manntali á Hofsstöðum 1850 með móður sinni, sem þá er ekkja.

Hann kvæntist Sigurlaugu Guðlaugsdóttur, sjá hér næst á eftir, 23. okt. 1853, þá bæði í Álftagerði. Þau hjónin eru á manntali á Bjarnastöðum 1855, þar sem Sigurður er vinnumaður. Sigurður er bóndi í Haganesi 1860, ásamt Sigurlaugu konu sinni, og á Arnarvatni 1880, þar sagður vinnumaður. Þau hjón eru á manntali á Gautlöndum 1890 og er Sigurður þá sagður vinnumaður. Sigurður andaðist 14. okt. 1922 „ , fv. bóndi Laugasel í Reykdælahreppi, 89 ár“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46].

Sigurlaug Guðlaugsdóttir, móðir Arnfríðar, kemur með Sigurði manni sínum hér næst á undan 1888 frá Hofstöðum að Stafnsholti og fer með honum þaðan 1889 að Hörgsdal [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Sigurlaug var fædd 2. ágúst 1832, voru foreldrar hennar Guðlaugur Kolbeinsson og Kristín Helgadóttir „hión að Álptagerði“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 15 og 46]. Hún er þar með þeim og systkinum á manntali 1835 og 1840, en 1845 er hún „ , 14, Ó, tökustúlka,“ á Grænavatni og 1850 vinnukona á Gautlöndum. Hún giftist Sigurði hér næst á undan 23. okt. 1853, sjá þar. Sigurlaug andaðist 5. febr. 1910 „ , kona í Laugaseli, 78“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46].

Kristín Ásmundsdóttir

1919 - 1924: Helgi Jónsson

Skv. lista yfir ábúendur í Stafnsholti í [Ha.HJ.] er Helgi bóndi í Stafnsholti 1919-1924. Hann er þar á manntali 1920 „ , húsbóndi, bóndi, Ó,“ með honum eru þar foreldrar hans og þrjú systkini. Helgi var fæddur í Stafnsholti 16. ágúst 1890, sonur Jóns og Guðnýjar sem þá bjuggu þar [Kb. Ein.], sjá hér ofar. Hann er þar á manntali 1890, 1901, 1910 og 1920. Helgi flytur 1928 ásamt foreldrum sínum og systrum „ , bóndi, 37,, Frá Einarsstöðum að Þverá í Dalsmynni“ [Kb. Grenj.]. Þar er hann með þeim á manntali 1930 „ ,húsbóndi, bóndi,“. Í handritadeild Lbs./Þjóðarbókhlöðu eru margir kassar með handritum Helga, mest af þeim afhent Lbs. 27. maí 1960 af Vilmundi Jónssyni fv. landlækni, en einnig pakki afhentur 8. sept. 1969 af Arnóri Sigurjónssyni. Þar er ýmsan fróðleik að finna um eyðinýbýli, sveitarmál og ýmis heimili í Reykjadal og sambýlisfólk á Einarsstöðum.

1924 - 1931: Hallsteinn Jónsson

Skv. lista yfir ábúendur í Stafnsholti í [Ha.HJ.] er Hallsteinn bóndi í Stafnsholti 1924-1931. Við manntalið 1930 er Hallsteinn „ , húsbóndi, bóndi, Ó,“ í Stafnsholti, er hann þá eini íbúinn þar. Hallsteinn var fæddur 24. febr. 1887 í Reykjahlíð [Kb. Mýv.], sonur Jóns Jónssonar og Guðnýjar Helgadóttur, sem fluttu með hann í Stafnsholt 1888 frá Ytri Neslöndum. Hann er á manntali í Stafnsholti 1890, 1901, 1910 og 1920, þá „ , lausamaður, landbúnaður,“ og 1930 „ , húsbóndi, bóndi,“. Hallstein mun hafa flutt 1931 til systkina sinna í Dalsmynni. Sjá um hann í [Ávf.].

Vandalausir í Stafnsholti í tíð Jóns og Guðnýjar,

Helga og Hallsteins 1888-1931:

Kristjana Karolína Þorláksdóttir kemur með Jóni og Guðnýju 1888 „ , 16, vk., frá Ytri- neslöndum í Mývatnssveit að Stafnsholti“ [Kb. Ein.], [Kb. Mýv.]. Hún fer 1889 með föður sínum og bróður „ , 16, vk. hs. d., frá Mývatni í Grímsstaði“ [Kb. Fjall.]. Kristjana Karólína var fædd 8. eða 15. júlí 1873, voru foreldrar hennar Þorlákur Jónsson og Sigurbjörg Jónsdóttir „ , hjón á Undirvegg“ [Kb. Garðss.]. Sjá um foreldra hennar í kafla um Narfastaðasel.

Hún fer með foreldrum sínum og tveim systkinum 1880 „ ,Frá Undirvegg í Akur“ [Kb. Garðss.] og er með þeim þar á manntali þ. á. „ , 7, Ó, barn þeirra,“. Kristjana Karólína er með foreldrum sínum og tveim systkinum á manntali í Möðrudal 1890 „ , 16, Ó, vinnukona,“. Hún kemur 1893 að „ , Reykjahlíð frá Hauksstöðum“ [Kb. Mýv.], giftist þar 6. ágúst þ. á. Sigurgeir Jónassyni „vm. í Reykjahl. 21 ára“, sjálf er hún sögð „vinnuk. sst. 20 ára“ [Kb. Mýv.]. Þau fara 1894 frá „Reykjahlíð í Nýjabæ á Fjöllum“ [Kb. Mýv.] og 1897 með dóttur „frá

Grímsstöðum til Skjöldólfsstaða“ [Kb. Fjall.]. Þau eru á manntali á Skjöldólfsstöðum 1901 ásamt dóttur sinni.

Ásmundur Helgason er á fólkstali í Stafnsholti 1891 (við árslok) „ , bóndi, 40,“ á 2. búi [Sál. Helg.]. Þó er hans einungis getið í [MaÞ.] á nafnlausri aukaskrá. Hann fer 1892 ásamt konu og tveim börnum „ , frá Stafnsholti í Ljótsstaði“ [Kb. Ein.]. Sjá um Ásmund og fjölskyldu hér nokkru ofar, þegar hann er bóndi í Stafnsholti.

Arnfríður Sigurðardóttir, kona Ásmundar, sjá hjá honum og nokkru ofar, þegar hún er húsfreyja í Stafnsholti.

Kristín Ásmundsdóttir og Helgi Ásmundsson, börn Ásmundar og Arnfríðar, sjá hjá þeim hér ofar.

Baldvin Jónatansson fer 1892 ásamt konu sinni hér næst á eftir „hjón frá Arndísarstöðum að Stafnsholti“ [Kb. Þór.]. [Kb. Ein.] segir „frá Úlfsbæ að Stafnsholti“. Baldvin er þar á fólkstali við árslok 1892 „ , húsm., 31“ [Sál Helg.]. Hann fer með konu sinni 1893 „ , bóndi, 32, frá Stafnsholti að Holtakoti“ [Kb. Þór.], [Kb. Ein.]. Baldvin var fæddur 30. sept. 1860 á Bergstöðum, sonur hjónanna Jónatans Eiríkssonar og Guðrúnar Stefánsdóttur. Heimili þeirra var leyst upp vegna ómegðar 1862 og ólst Baldvin upp á hrakningi. Hann er vinnumaður á Þóroddsstað við manntalið 1880. Kvæntist Önnu Friðriku hér næst á eftir 16. des. 1883, þá á Hamri í Laxárdal [Kb. Mýv.]. Gerð er grein fyrir þeim Baldvin og Önnu í kafla um Víðasel, en þar bjuggu þau 1897-1915, sjá þar. Eftir lát Önnu 1915 flutti Baldvin til Húsavíkur, kvæntist að nýju Elenóru Ágústu Símonardóttur og er hann með henni og börnum þeirra á manntali í Auðbrekku á Húsavík 1920 og 1930.

Anna Friðrika Eiríksdóttir kemur 1892 með Baldvin manni sínum hér næst á undan að Stafnsholti og er þar á fólkstali við árslok 1892 „ , kon hs, 54,“ [Sál Helg.]. Hún fer með manni sínum 1893 að Holtakoti. Anna Friðrika var fædd 7. febr. 1838 á Syðra-Hóli í Kaupangssókn, voru foreldrar hennar Eiríkur Pétursson og Sigríður Tómasdóttir. Faðir hennar deyr 17. ágúst 1841 og er Anna á manntali á Ytritjörnum 1845 „ , 8, Ó, tökubarn,“ ásamt móður sinni og eldri bróður. Ferill Önnu er rakinn nokkuð í kafla um Víðasel, þar sem hún bjó með manni sínum 1897-1915, sjá þar. Anna lést í Víðaseli 7. mars 1915 [Kb. Grenj.].

Jóhanna Steinunn Sigurbjarnardóttir kemur 1893 „ , 34, vinnuk., frá Stórási að Stafnsholti“ [Kb. Ein.] og er þar á fólkstali við árslok þ. á. „ , vk., 34“, einnig 31. 12. 1894 [Sál. Helg.]. Hún fer 1895 „ , 35, vinnuk., Frá Stafnsholti að Frems[t]a-Felli“ [Kb. Ein.]. Jóhanna var fædd 23. (eða 27., kirkjub. sóknar og prk. í Lund. ber ekki saman!) ágúst 1860 í Grjótárgerði, dóttir hjónanna Sigurbjarnar Kristjánssonar og Vigdísar Ísleifsdóttur. Hún er á manntali með foreldrum í Grjótárgerði það ár og fer með þeim að Stórási 1872. Hún fer 1879 eða 1880 „ , 20, vinnukona frá Stórási að Hofsstöðum“ [Kb. Mýv.], en er eigi að síður á manntali með foreldrum í Stórási 1880 og þar á fólkstali við nýár 1881. Hún fer 1890 frá Mjóadal að Stöng [Kb. Lund.] og [Kb. Mýv.], og er þar á manntali 1890 „ , 30, Ó, vinnukona,“ en er aftur í Stórási á manntali sóknarprests við árslok 1898 „ , d. þra, 37“, 1899 „ , (laus)“ og 1900 „ , vk.“ Hún er á aðalmanntali í Engidal 1901 „ , hjú, 41,“. Deyr 1. nóv. 1902 „vinnuk. Engidal, 41“ [Kb. Lund.]. Skv. [Kb. Mýv.] eignaðist Jóhanna soninn Aðalgeir, f. 20. des. 1892, með Kristjáni Jónssyni á Stöng, þá „vinnuk. Hörgsdal (33 ára)“.

Baldvin Jónatansson

Guðrún Valgerður Sigurðardóttir er á fólkstali í Stafnsholti við árslok 1893 „ . vk., 15“ [Sál. Helg.]. Hún fer 1894 „ , 16, vk., frá Stafnsholti að Stöng“ [Kb. Ein.]. Valgerður var fædd í Víðum 14. febr. 1879, dóttir Sigurðar Jónssonar og Sigríðar Jónsdóttur hér á eftir og nokkru ofar, eru foreldrar hennar þá „ , hjón í Víðum“ [Kb. Ein.]. Hún fer með foreldrum að Stórási 1880 og að Árbakka 1881, en 1890 er hún á manntali í Víðum „ , 11, Ó, sveitarbarn,“. Valgerður var víða í vinnumennsku, kemur 1895 „ , 17, vinnukona, frá Stöng að Víðum“ [Kb. Ein.], er á fólkstali í Narfastaðaseli 31. des. 1900 „ , v. k., 21,“ [Sál. Helg.] og fer 1907 „ , vk., 28,“ að Halldórsstöðum í Bárðardal frá Stafni [Kb. Lund.]. Hún er á manntali í Víðum 1930 „ , lausakona,“ þá stödd á Narfastöðum.

Sigurður Jónsson kemur 1894 „ , 65, vinnum., frá Mývatnssveit í Stafnsholt“ [Kb. Ein.] ásamt konu sinni og syni hér næst á eftir. Hann er á fólkstali í Stafnsholti 31. des. 1894, 1895 og 1896 [Sál. Helg.]. Fer 1897 „ , 69, ómagi, frá Stafnsholti að Vindbelg“ [Kb. Ein.].Sigurður var fæddur 3. apríl 1829, sonur hjónanna Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, sem þá voru „vinnuhión á Lundarbrekku“ [Kb. Lund.]. Hann er á manntali með foreldrum sínum í Víðum 1835 og 1845 og er vinnumaður á Kálfaströnd 1855 og í SyðriNeslöndum 1860. Albróðir Guðna í Narfastaðaseli, Kristjáns í Stórutungu og Sigurgeirs í Víðum. Þau Sigurður og Sigríður koma 1878 „Frá Mývatni að Víðum“ og eru gefin saman 5. júlí þ. á. [Kb. Ein.]. Sigurður var vinnumaður í Stórási, á Árbakka og einnig tvisvar í Grjótárgerði, sjá í tilsvarandi köflum. Sigurður andaðist 26. apríl 1905 „Sveitaróm Kálfaströnd, 75, Lungnabólga. Jarðs. Reykjahl.“ [Kb. Mýv.].

Sigurður var uppnefndur „Víum“, er þess uppnefnis iðulega getið í prestþjónustubók Skútustaðaklerks, einnig á börnum hans! Sú var orsök uppnefnisins, að þegar Sigurður kom í aðrar sveitir og var spurður hvaðan hann væri, heyrðu menn það sem Víum, en „hann var tapmæltur“ segir Konráð Vilhjálmsson í [ÞinKV.].

Sigríður Jónsdóttir, systir Jóns bónda, kona Sigurðar hér næst á undan, kemur með honum 1894 „ , 55, kona hs,“ í Stafnsholt. Hún er þar á fólkstali 31. des. 1894, 1895 og 1896, en er árið eftir „ , húsk., 57,“ í Víðum [Sál Helg.]. Sigríður var fædd 20. apríl 1840, voru foreldrar hennar Jón Tómasson og Steinunn Jónsdóttir „ , hjón á Hofsstöðum“ [Kb. Mýv.]. Hún er þar með þeim á manntali 1860. Sigríður eignaðist dótturina Margréti á Grímsstöðum á Fjöllum 1869 og kemur með hana „Frá Nýjabæ að Mývatni“ 1869 [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Sigríður giftist Sigurði Jónssyni 5. júlí 1878, þá í Víðum, [Kb. Ein.]. Þar fæðist þeim dóttirin Guðrún Valgerður, sjá hér litlu ofar. Þau eru á manntali í Stórási 1880, en fara að Árbakka 1881, þar sem þau eignast soninn Jón 23. ágúst þ. á. Þau fara síðar að Vindbelg, þar sem Unnsteinn sonur þeirra, sjá hér næst á eftir, var fæddur og eru þar á manntali 1890. Sigríður var á ýmsum stöðum, hún er í Narfastaðaseli 1898-1908, sjá þar. Hún fer að Laugaseli 1911 „ , Ekkja, 71, Stórutungu - Laugasel“ [Kb.Lund.], [Kb. Grenj.] sjá í kafla um Laugasel. Hún dó 21. febr. 1920 „Ekkja í Máskoti, 79 ára, Ellihrumleiki“ [Kb. Mýv.].

Sigríður Jónsdóttir

Unnsteinn Sigurðsson, sonur Sigurðar og Sigríðar hér næst á undan, kemur með þeim 1894 að Stafnsholti „ , 11, þeirra son“. Hann er þar á fólkstali 31. des. 1894, 1895 og 1896. Fer 1897 „ , frá Stafnsholti að Engidal“ [Kb. Ein.]. Unnsteinn var fæddur 4. jan. 1885 í Vindbelg, sonur Sigurðar og Sigríðar, sem þá eru þar „húsmenskuhjón“ [Kb. Mýv.]. Hann er þar á manntali 1890 „ , 5, Ó, sonur þeirra, á sveit,“ en það er faðir hans þá einnig. Unnsteinn er á manntali í Engidal 1901 „ , hjú þeirra, 16,“ og er á manntali sóknarprest þar við árslok 1901-1903 [Sál. Eyj.]. Unnsteinn kvæntist Rebekku Jónsdóttur, þá bæði á Jarlstöðum, 5. júní 1911 [Kb. Mýv.] og býr þar skv. manntali sóknarprests 31. des. 1912, og 1913 í Sandvík [Sál. Eyj.]. Við árslok 1914 er Rebekka hjá móður sinni og Sturlu bróður sínum á Jarlstöðum, mun Unnsteinn þá hafa verið látinn. Sjá um Rebekku í kafla um Bjarnastaði.

Margrét Sigvaldadóttir er á manntali í Stafnsholti 1920 „ , húskona, landbúnaður,“. Hún fer 1926 „ , húskona, 56, Frá Stafnsholti að Stórutungu“ [Kb. Grenj.]. Ekki var hún þó í Stafnsholti allan tímann þar á milli, því [Ávf. bls. 115] segir Hallstein einsetumann þar (1923)/1924. Margrét var fædd á Grímsstöðum á Fjöllum 30. mars 1869 „óekta“; eru foreldrar hennar Sigvaldi Gíslason og Sigríður Jónsdóttir vinnuhjú á Grímsstöðum [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Hún fer með móður sinni „ , 1, dóttir har, Frá Nýjabæ að Mývatni“ 1869 [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Margrét fylgir móður sinni, fer með henni að Stórási 1880 og að Árbakka 1881, sjá hjá henni, en var síðan víða í hús- eða vinnumennsku. Er á manntali á Brettingsstöðum 1890. Kemur ásamt móður sinni 1911 að Laugaseli „ , d. h., 41, Stórutungu - Laugasel“ [Kb. Lund.], [Kb. Grenj ].

Helgi Jónsson segir svo um Margréti frænku sína: „Margrét var snemma framsækin og braust til mennta þrátt fyrir eindæma fátækt. Gekk hún í Kvennaskólan á Laugalandi. Eftir það var hún barnakennari og saumakona. Kenndi hún meðan hún saumaði. Stansaði naumast saumavélin hjá Margréti meðan hún kenndi íslensku, dönsku og reikning“ [Ha.HJ., bls. 32 í „Engdæla“]. Sjá einnig [Ávf. bls. 17].

Árni Jakobsson er í Stafnsholti 1924(1923)-1925 ásamt konu sinni hér næst á eftir og öðru skylduliði, sjá [Ávf. bls. 115-118] og í kafla um Víðasel. Sjá um hann rétt neðar, er hann verður bóndi í Stafnsholti.

Sigríður Kristín Sigurgeirsdóttir, kona Árna hér næst á undan, er með honum í Stafnsholti sama tíma. Sjá um hana hér neðar er hún býr þar með Árna.

Jakob Guðmundsson, faðir Árna hér rétt ofar. Þó ekki komi það greinilega fram í [Ávf.] er gert ráð fyrir að Jakob hafi verið með þeim hjónum í Stafnsholti sama ár. Sjá um hann hér neðar hjá Árna og Sigríði Kristínu.

Guðný Jónsdóttir, móðir Árna Jakobssonar hér litlu ofar, systir Jóns Jónssonar í Stafnsholti, fer með syni sínum og tengdadóttur að Stafnsholti. Deyr þar 25. okt. 1924, „ , ógipt frá Stafnsholti, 80 ár, Hjartasjúkdómur“ [Kb. Grenj.]. Guðný var fædd 6. júlí 1844 á Hofstöðum, voru foreldrar hennar Jón Tómasson og Steinunn Jónsdóttir „hjón á Hofsstöðum“ [Kb. Mýv.]. Hún er þar með foreldrum sínum á manntali 1845 og 1860, en við manntalið 1890 er hún á Arnarvatni „ , 46, Ó, vinnukona,“ (á búi Meth. Magn.), þar sem Jakob er þá einnig, sjá hér neðar. Guðný er á manntali á Hofstöðum 1901 ásamt Jakob og Árna syni þeirra, en 1910 í Vindbelg ásamt Árna. Sjá nánar um hana í [Ávf.].

Unnsteinn Sigurðsson

Margrét Sigvaldadóttir

Sigurjón Hansson (Hansarson). Ekki verður annað ráðið af [Ávf. bls. 116118] en Sigurjón sé í Stafnsholti frá því í nóv. 1924 þar til í maí 1925. Sjá um hann hér neðar í búskapartíð Árna og Sigríðar Kr.

1927 - 1930: Árni Jakobsson og Sigríður Kristín Sigurgeirsdótttir

Árni og Sigríður Kristín flytja aftur í Stafnsholt frá Víðaseli 1927, en hafa nú „hálft Holtið til ábúðar“ [Ávf. bls. 120]. Þau flytja frá Stafnsholti í Brettingsstaði 1930 [Ávf. bls. 122-123].

Árni var fæddur 20. mars 1891 og voru foreldrar hans Jakob Guðmundsson og Guðný Jónsdóttir „ , ógipt vinnuhjú á Arnarvatni.“ [Kb. Mýv.]. Árni er með foreldrum sínum 1901 á manntali á Hofstöðum og með móður sinni í Vindbelg 1910. Hann kemur 1914 „ , húsm, 23, frá Vindbelg að Brettingsstöðum“ [Kb. Grenj.].

Sigríður Kristín var fædd 13. nóv. 1872 og voru foreldrar hennar Sigurgeir Jónsson og Sigurborg Jónsdóttir „ , hjón í húsmennsku í Márskoti“ [Kb. Ein.], í aths. er sagt að hún var skírð á Skútustöðum. Sigríður er á manntali í Víðum 1880, 1890, 1901 og 1910.

Árni og Sigríður voru gefin saman 4. júlí 1914 í Þverárkirkju, hann „húsmaður Brettingsstöðum“ hún „bústýra hans“ [Kb. Grenj.]. Þau flytja 1915 frá Brettingsstöðum að Víðaseli. Þau eru á Brettingsstöðum 1930-1932 [Ávf. bls. 122-124], en flytja þá í Reykjadal, fyrst í Þinghúsið en þá á býlið Grund, sem reist var fyrir þau við brekkuna ofan við Einarsstaði. Fluttu 1937 til Húsavíkur. Þar dó Sigríður 11. sept. 1955 og Árni 24. mars 1960 [Ávf. bls.145].

Árni veiktist af lömunarveiki um áramótin 1914-15 og var farlama upp frá því. Æviferli hans og þeirra hjóna er lýst í sjálfsævisögunni [Ávf.]. Sjá einnig um Árna í [ÆÞ. V, bls. 244] og Sigríði Kristínu í [Laxd. bls. 92].

Skyldmenni Árna og Sigríðar í Stafnsholti 1927-1930:

Jakob Guðmundsson, faðir Árna, er með þeim í Stafnsholti 1927-1930 og fer með þeim að Brettingsstöðum 1930 og er þar á manntali þ. á „faðir húsbónda“. Jakob var fæddur 9. júní 1858 og voru foreldrar hans Guðmundur Jónsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir (Brúnagerðisætt) „hjón búandi á Ytrafjalli“ [Kb. Múl.], en þau bjuggu um hríð í Vallakoti. Jakob fer 1872 með Árna föðurbróður sínum og fjölskyldu „ , 13, ættingi bónda“ frá Litlulaugum að Stöng [Kb. Ein.]. Hann kemur 1874 „ , 16, léttadr, úr Mývatnssveit að Laugaseli“ [Kb. Ein.]. Fer þaðan árið eftir með Guðna bróður sínum og fjölskyldu „ , 16, léttadr.“ frá „Laugas. til Mývatnssveitar“ [Kb. Ein.]. ([Kb. Grenj.] segir þó að hann komi 1874 „ , 16, ljettapiltur, frá Laugaseli að Birnustöðum“). Jakob er á manntali í Reykjahlíð 1880 „ , 21, Ó, vinnumaður,“ Hans er getið meðal innkominna í Mývatnsþing 1883 „ , 25, vimaðr, frá Eyjafirði í Grímsstaði“, þó í sviga. Hann er á manntali 1890 á Arnarvatni „ , 32, Ó, vinnumaður,“ þar sem Guðný barnsmóðir hans er þá einnig vinnukona. Jakob er á manntali á Hofsstöðum 1901 ásamt barnsmóður sinni og syni. Fer 1910 „ , vm, 52, Grímsstöðum -

Árni Jakobsson

Sigríður Kristín Sigurgeirsdóttir

Árnanes“ [Kb. Mýv.] og er á manntali 1910 á Ytri-Bakka, hjú. Kemur 1915 „ , f. bónda, 57? Úr Fjöllum í Kelduhv. að Víðaseli“ [Kb. Grenj.] og er þar á manntali 1920 „faðir húsbónda, vinnumaður, Ó,“. Jakob var síðast hjá Árna syni sínum á býlinu Grund (Einarsstaðagrund), sem byggt var úr gömlu baðstofunni á Einarsstöðum. Þar dó hann 8. des. 1932, sjá [ÆÞ. V, bls. 244]. Um hann er einnig fjallað í [Ávf.].

Vandalausir á búi Árna og Sigríðar Kristínar í Stafnsholti 1927-1930:

Sigurjón Hansson (Hansarson). Hann virðist koma með Árna og Sigr. Kr. frá Víðaseli að Stafnsholti 1927. Fer 1929 „ , vinnum, 24, frá Stafnsholti til Húsavíkur“ [Kb. Grenj.] og er þar á manntali 1930 með móður sinni á Þorvaldsstöðum. Sigurjón var fæddur 4. mars 1904 og voru foreldrar hans „Hans Stefánsson og Stefanía Friðbjarnardóttir hjón í Mói á Húsavík“ [Kb. Hús.]. Sjá nánar um dvöl Sigurjóns í Stafnsholti og Víðaseli í [Ávf., einkum bls. 104-5, 107-8, og 116-122].

1931 - 193?: Í eyði

Á lista yfir ábúendur í Stafnsholti í [Ha.HJ.] er sagt að jörðin sé þrjú ár í eyði og Kjartan Stefánsson búi þar frá 1934. Þetta verður þó að draga í efa, sjá hér neðar.

1937 - 1958: Kjartan Stefánsson og Indíana Dýrleif Ingólfsdóttir

Kjartan og Indíana flytja í Stafnsholt úr Laugaseli 1937. Þau bjuggu þar til 1958, er þau fluttu til Akureyrar [Árb. Þing. 2005, bls. 135-6]. ([Bybú, bls. 433] segir Stafnsholt í byggð til 1958).

Ásmundur Kjartansson, sonur Kjartans og Indíönu, sagði mér í símtali 20. maí 2001, að líklega hefði jörðin verið í eyði fáein ár áður en þau fóru þangað. Hafði Kjartan keypt jörðina af þeim systkinum á 1200 kr. Þeir bræður Ásmundur og Stefán Kjartanssynir eru báðir fæddir í Laugaseli, 1935 og 1936.

Kjartan var fæddur 24. febr. 1909, voru foreldrar hans „Stefán Björnsson teiknikennari á Akureyri. Margrét Jóhannesd. vinnukona á Akureyri (Knúðsen)“ [Kb. Grundars.], ennfremur er þess getið við Kjartan: „(f. á Grísará)“ og er ekki að finna frekari skýringu á því.

Kjartan kemur með móður sinni 1918 frá Akureyri að Hörgsdal og fer með henni að Laugaseli 1920 „ , s. h., 11,“ [Kb. Grenj.], þar sem hann er á manntali þ. á. Þar átti hann lengi heima, en ekki er hann þar á manntali 1930.

Indíana var fædd 24. nóv. 1915 og voru foreldrar hennar „Ingólfur Indriðason María Bergvinsdóttir hjón búandi á Tjörn“ [Kb.Grenj.]. Hún er með foreldrum

og systkinum þar á manntali 1920. Ingólfur og María bjuggu á Húsabakka frá 1926 [Bybú, bls. 440], og er Indíana þar með þeim á manntali 1930.

Kjartan og Indíana voru gefin saman 10. ágúst 1935 [Mbl. 12. 4. 2005]. Þau áttu fyrst heima í Laugaseli, þar sem báðir synir þeirra eru fæddir.

Kjartan andaðist 30. okt. 1968 en Indíana á Húsavík 2. apríl 2005 [Mbl. 12. 4. 2005].

Synir Kjartans og Indíönu í Stafnsholti, um 1937-1958:

Ásmundur Reynir Kjartansson, sonur Kjartans og Indíönu hér næst á undan, fæddur í Laugaseli 14. nóv. 1935 [Þjóðskrá]. Fer með foreldrum að Stafnsholti um 1937 [munnl. heimild Ásmundar]. Kvæntur Ástu Bergsdóttur, skildu, síðar Vilborgu Guðrúnu Friðriksdóttur [Mbl. 12. 4. 2005].

Stefán Ingólfur Kjartansson, sonur Kjartans og Indíönu hér ofar, fæddur í Laugaseli 25. okt. 1936 [Þjóðskrá]. Fer með foreldrum að Stafnsholti um 1937. Kvæntur Guðmundu Hönnu Guðnadóttur, f. 31. mars 1944, d. 4. júlí 1997 [Mbl. 12. 4. 2005].

Farið var að Stafnsholti frá þjóðvegi við Másvatn hjá Víðaseli til Laugasels, en ekki var bílfært yfir ána, þó Kjartan hefði stundum skrönglast yfir hana á jeppa þegar lítið vatn var í henni. Kerruvegur var frá Stafni að Nóngróf. Þetta sagði mér Ásmundur Kjartansson í símtali 2001.

Í maí 2001.

Lagfært í febr. 2003. Endurunnið og breytt jan. - mars 2006. R. Á. Leiðr. á 1. próförk lokið 5. 4. 2006. R. Á. Leiðrétt lítillega 2. 2. 2007. R. Á. Þessi prentun gerð 25. jan. 2009. R. Á.

Ábúendur í Stafnsholti (Víðirholti)

1847 - 1855: Stefán Björnsson og Hólmfríður Jóhannnesdóttir 1855 - 1856: Sæmundur Torfason og Sigurlaug Jónsdóttir

1856 – 1859 og 1860 - 1864: Sigurður Sigurðsson og Guðný Árnadóttir

1859 - 1860: Helgi Jónsson og Sigurveig Sigurðardóttir 1864 - 1874: Guðný Árnadóttir

1874 – 1883 og 1884 - 1885: Jón Gottskálksson og Nýbjörg Jónsdóttir (eldri) 1883 - 1884: Þorlákur Stefánsson og Nýbjörg Jónsdóttir (yngri)

1885 - 1888: Jóhannes Jónatansson

1888 - 1919: Jón Jónsson og Guðný Helgadóttir 1888 - 1890: Ásmundur Helgason og Arnfríður Sigurðardóttir 1919 - 1924: Helgi Jónsson 1924 - 1931: Hallsteinn Jónsson

1927 - 1930: Árni Jakobsson og Sigríður Kristín Sigurgeirsdótttir 1931 - 193?: Í eyði 1937 - 1958: Kjartan Stefánsson og Indíana Dýrleif Ingólfsdóttir

Skammstafanir og skýringar:

[Ávf.]: Árni Jakobsson: Á völtum fótum, ævisaga. Ak. 1963.

[Bybú]: Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 1985, Rvík 1986.

[Ha.HJ.]: Handrit Helga Jónssonar í handritadeild Lbs./Þjóðarbókhlöðu.

[JakH.]: Jakob Hálfdanarson: Sjálfsævisaga. Rvík 1982.

[Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands.

[Laxd.]: Hallgrímur Pétursson: Laxdælir. Ábúendatal 1688-1990, Rvík 1991.

[MA]: MA- stúdentar.

[MaÞ.]: Manntalsbækur Þingeyjarsýslu (Þing. VIII. B. og Þing. VIII. C.) í Þjóðskjalasafni Íslands.

[NiðJH.]: Niðjatal Jóns Árnasonar og Herdísar Ingjaldsdóttur. Þorsteinn Davíðsson tók saman.

[Ný.]: Gísli Jónsson: Nýbjörg, Rvík 1994.

[Saga Ísl.]: Thorstína S. Jackson: Saga Íslendinga í N. Dakota, Winnipeg 1926.

[Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal.

[Skú.]: Þura Árnadóttir, Garði: Skútustaðaætt, Rvík 1951.

[Svalb.]: Svalbarðsstrandarbók. Júlíus Jóhannesson skráði, útg. 1964.

[Vfskrá]: Júlíus H. Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870-1914, Reykjavík 1983.

[Væv.]: Benjamín Kristjánsson: Vesturíslenskar æviskrár, Akureyri 1972 (IV. b.).

[ÞinKV.]: Konráð Vilhjálmsson: Þingeyingaskrá, ljósrit af handriti í Þjóðskjalasafni Íslands.

[ÆSiÞ.]: Hrólfur Ásvaldsson: Æviágrip Sigurveigar og Þorbergs á Litlulaugum, Prenttækni 1992.

[ÆÞ.]: Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga.

This article is from: